Færslur

Hamraselshæðarhellir

Staðsetning Ródólfsstaða hefur lengi verið á huldu – þangað til nú. Á göngunni var “Undirgangur” m.a. skoðaður að hluta. Í ljós kom og einn af lengri og alls ekki síðri hellum landsins (reyndar ekki samfelldur), ca. 3 km langur. (Þess ber að geta að FERLIR er hér á þessu svæði kominn skammt út fyrir “umráðasvæði sitt”, þ.e. landnám Ingólfs á Reykjanesskaganum og því voru minjastaðirnir ekki skráðir sérstaklega – þótt merkilegir væru.)
Rodolfsstadir-1Í örnefnalýsingu fyrir Miðfell í Þingvallahreppi (Ásgeir Jónasson) frá Hrauntúni segir m.a.:
“Frá bænum liggur Hellisgata austur að fjárhelli fyrir norðan Dagmálabrúnir. Að hellinum er hægt að ganga á 20 mín.; hann er kippkorn na. af Brúnum. Frá hellinum heldur gatan áfram austur hraunið, [um]  Gjáarhóla, sunnan Háhrauns austur í Drift, og er heybandsvegur á sumrum. Hellirinn er hið mesta hrakhýsi, lágur, dimmur og blautur. Þar var byggð heyhlaða 1892; í honum var haft á vetrum um hundrað sauðir og tuttugu til þrjátíu ær. Heyið var gefíð á gadd, sem kallað var, með öðrum orðum: látið á fönn. Féð þyrptist þar utan um og át. Fór furðu litið til ónýtis.
Önnur gata lá frá bænum austur hraunið, talsvert norðar, og heitir Sigghólsgata; skiftist hún við Sigghól; sú syðri liggur austur að Þvergili í Drift, en hin að Driftarenda. Lítinn kipp austur af Miðfellstúni er Byrgishóll, norðan Sigghólsgötu.
Lengra austur, sunnan götunnar, er HraungotuhellirSigghólsgötuvarða. Þar austur af, norðan götu, eru Sigghólsgötuhellar, þrír lágir hraunhellar. Þar suðaustur af eru Hellishæðir. Norður af Hellishæðum heita Hraungötubrúnir. Þar á er Hraungötuvarða. Þaðan hækkar hraunið austur eftir alla leið austur að Sigghól; það er stór grjóthóll, snýr frá austri til vesturs, og er gjá í honum, nær því endilöngum. Öll sú hæð, suður að Driftargötu eða Gjáarhólum, er nefnd Háhraun og er grösugasti partur hraunsins, að undanteknum Krókhólum [í Kaldárhöfða].
Frá Stekkjarhorni inn með fjallinu, að Ferðamannahorni, austur að Hraungötu og suður að Sigghólsgötu, er nefnt Borgarskarðshraun. Frá Ferðamannahorni með öllu fjallinu, norður fyrir Fjallsenda, liggur mjó rönd af brunahrauni (önnur tegund en hitt hraunið), sem heitir Litla-Karhraun. Frá austurjaðri þess jafnlangt suður, austur að Stóra-Karhrauni Rodolfsstadir-2og upp að Ródólfsstaðahæð, heitir einu nafni Mosar. Það eru lágir mosabalar með graslautum á milli. Þar er mikill fjöldi af hellum, stórum og smáum. Suðaustur af Litla-Karhrauni eru tveir hellar kenndir við Hraungötu; austur af miðju Litla-Karhrauni er einn hellir, sem við það er kenndur; hér um bil á miðjum Mosum er hár, stór og fallegur hellir, kenndur við Stóra-Karhraun. Austan við Mosa er Stóra-Karhraun af sömu gerð og hitt, nema víða öllu stórgerðara, og miklu stærra um sig, nær norður á móts við Driftarenda og suður undir Sigghólsgötu.
Norðaustur af Fjallsenda eru Ródólfsstaðahæðir, Efri- og Neðri-. Sú neðri er lág, og austur af henni er hóll mikill, er Rani heitir. Efri hæðin er gamall eldgígur, snýr frá austri til vesturs; vestur af henni er hæðardrag.
Á því er stór og fallegur móbergshellir, sem vert Rodolfsstadir-3mundi vera að athuga. Á milli hæðanna, sunnan grjótbala, er sagt, að verið hafi bærinn, sem hæðirnar bera nafn af, en óglöggt sáust þar tóftir síðast á nítjándu öld (sbr. þó Árb. 1905, bls. 46−47).”
Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1905 skrifar Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi eftirfarandi um athugun sína á nálægum stað ofar í hrauninu: “Rótólfsstaðir – Fyrir ofan Miðfellsfjall í Þingvallasveit, nokkuð langt upp í hrauninu, er rúst af fornbýli, sem nefnt er Rótólfsstaðir. Mjög ógjörla sér til rústanna. Með aðgætni má þó sjá ferhyrnda túngirðingu, sem er gild dagslátta að stærð og við vesturhornið vottar fyrir óglöggum rústum, sem eg treysti mér þó ekki til að mæla og enda ekki til að lýsa svo gagn verði að. Skamt vestur þaðan er hraunhola, sem oft kvað standa vatn í; það er brunnurinn. Hið merkilegasta við þessa rúst er nafnið: »Rótólfsstaðir«, sem auðsjáanlega á að vera Ródólfsstaðir (o: Róðólfsstaðir). Þar eð menn vita eigi af manni með því nafni hér á landi í fornöld, öðrum en Róðólfl biskupi, þá kemur manni ósjálfrátt í hug, að hann muni í fyrstu hafa sezt að á þessum stað, álitið hagkvæmt fyrir trúboðið að búa nálægt alþingi. En svo hafi hann brátt flutt sig að Lundi og síðast að Bæ, eftir því sem reynslan sýndi honum hvað bezt kæmi í hald. Auðvitað getur þetta fornbýli verið kent við annan Róðólf, sem menn hafa ekkert af að segja.

Rodolfsstadir-7

En hvað sem um það er, þá hygg eg að Ródólfsstaðir bendi á það, að snemma á öldum hafi mannsnafnið verið borið fram Ródólfr, en ekki Róðólfr, sem síðar varð, og að d í þessu bæjarnafni hafi snemma orðið að t og það síðan haldist. Annars er líklegt að þar hefði komið ð fyrir d eins og í mannsnafninu. Og sú breyting (ð fyrir d) virðist hafa verið komin á áður rit hófust hér á landi.”
Þegar þetta fyrrverandi bæjarstæði var skoðað 2012 mátti telja líklegt að þar hafi bær eða kot verið stuttan tíma fyrir alllöngu síðan. Sjá mátti móta fyrir tveimur húsum, hluta hleðslu, og einu eða jafnvel tveimur litlum húsum skammt vestar. Með götunni að tóftunum mátti greina garðlag. Gras var takmarkað, en þess meira lyng og kjarr. Staðsetningin er hins vegar ákjósanleg suðsuðvestur undan greindum urðargíg Efri-Ródólfsstaðahæðar. Þarna eru verkefni fyrir fornleifafræðinga framtíðarinnar. (Hnit voru tekin.)
Rodolfsstadir-8Austan við hæðir þessar, upp að Grímsnesvegi, er sléttlendur halli suður að Mosum; heita þar Bringur. Í þeim endilöngum er hellraröð, þar sem víða má ganga úr einum í annan, og heitir það Undirgangur. Þar austur af eru Hamraselshæðir. Ná þær jafnlangt upp og Bringur, og niður að Stóra-Karhrauni og austur að Barmahrauni. Austast á hæðum þessum er hellir, og tóftir, er hæðirnar bera nafn af; þar hefir vafalaust verið sel.”
Þegar FERLIR skoðaði Hamraselshæðir (Hamraselshæðahelli) 2012 kom a.m.k. tvennt í ljós; hellirinn hefur jafnan verið rangt staðsettur á landakort, auk þess sem við hann má finna ýmsar aðrar minjar, s.s. leifar af húsi og skotbyrgi refaskyttu. Að þessu sinni (vorlagi) var enn talsverður snjór í hellinum. Á snjónum var allmikið af tófuskít, sem bendir til þess að þarna hafist skolli enn við; annað hvort innst í hellinum eða í lítilli hraunbólu skammt ofan við hann. Ef um selstöðu hefur verið að ræða (sbr. örnefnið  Hamrasel), þá hefur hún ekki verið þarna. Rakinn var hellisstígurinn niður Bringur að Mosum og var þá komið niður í álitlega selstöðu.

Rodolfsstadir-6

Sá gállinn var bara á henni að þykk snjófönn þakti allt svæðið svo ekki var hægt að staðfesta tóftir í þessari annars skjólgóðu kvos. Svæðið verður því skoðað nánar síðar.
“Miðfellsfjall hefir þrjú aðalnöfn; vestast er Múli, lágur og flatur að ofan; þar næst er Dagmálafjall, stór og mikill ávalur hnúkur; þar eru haldin dagmál frá Mjóanesi; [Hattur er klettur efst á Dagmálafjalli,til að sjá eins og hattur]. Þá kemur; þar skiftist fjallið því nær í tvennt; svo byrjar Norðurfjall.”
Á leiðinni til baka var m.a. komið við í stórum og miklum helli; hraunhveli, á Mosum. Í örnefnalýsingunni má m.a. lesa eftirfarandi um svæðið norðan Hellisgötunnar fyrrnefndu: “Önnur gata lá frá bænum austur hraunið, talsvert norðar, og heitir Sigghólsgata; skiftist hún við Sigghól; sú syðri liggur austur að Þvergili í Drift, en hin að Driftarenda.

Undirgangur-2

Lítinn kipp austur af Miðfellstúni er Byrgishóll, norðan Sigghólsgötu. Lengra austur, sunnan götunnar, er Sigghólsgötuvarða. Þar austur af, norðan götu, eru Sigghólsgötuhellar, þrír lágir hraunhellar.  Þar suðaustur af eru Hellishæðir. Norður af Hellishæðum heita Hraungötubrúnir. Þar á er Hraungötuvarða. Þaðan hækkar hraunið austur eftir alla leið austur að Sigghól; það er stór grjóthóll, snýr frá austri til vesturs, og er gjá í honum, nær því endilöngum. Öll sú hæð, suður að Driftargötu eða Gjáarhólum, er nefnd Háhraun og er grösugasti partur hraunsins, að undanteknum Krókhólum [í Kaldárhöfða].

Rodolfsstadir-4

Frá Stekkjarhorni inn með fjallinu, að Ferðamannahorni, austur að Hraungötu og suður að Sigghólsgötu, er nefnt Borgarskarðshraun. Frá Ferðamannahorni með öllu fjallinu, norður fyrir Fjallsenda, liggur mjó rönd af brunahrauni (önnur tegund en hitt hraunið), sem heitir Litla-Karhraun. Frá austurjaðri þess jafnlangt suður, austur að Stóra-Karhrauni og upp að Ródólfsstaðahæð, heitir einu nafni Mosar. Það eru lágir mosabalar með graslautum á milli. Þar er mikill fjöldi af hellum, stórum og smáum. Suðaustur af Litla-Karhrauni eru tveir hellar kenndir við Hraungötu; austur af miðju Litla-Karhrauni er einn hellir, sem við það er kenndur; hér um bil á miðjum Mosum er hár, stór og fallegur hellir, kenndur við Stóra-Karhraun.

Rodolfsstadir-10

Austan við Mosa er Stóra-Karhraun af sömu gerð og hitt, nema víða öllu stórgerðara, og miklu stærra um sig, nær norður á móts við Driftarenda og suður undir Sigghólsgötu.”
Áður hafði verið fjallað um Kaldárhöfðaselin. Í örnefnalýsingu fyrir Miðfell segir um þau: “”Norður af Kaldárhöfðavöllum gengur heiðarmúli vestur úr Lyngdalsheiði, er heitir Selmúli. Þar norður af eru Selvellir. Þar er lítil uppsprettulind, er sjaldan þornar að fullu. Austur af  Selvöllum, í heiðarbrúninni, byrja grasbrekkur þær, er Drift heita. Syðst í henni er Selhvammur. Þar uppi á heiðarbrúninni hafði verið sel frá Kaldárhöfða, sbr. Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Ekki sást þar til tófta í lok nítjándu aldar.”
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.  

Heimildir:
-Örnefnalýsing fyrir Miðfell.

Hamrasel

Hamraselshellir.