Tag Archive for: Háskóli Íslands

Reykjavík

Hafði á efri árum áhuga á að nema eitthvað umfram hið þekkta, t.d. fornleifafræði við Háskóla Íslands. Í ljós kom, á þeim tíma, að fyrir utanaðkomandi stóð hár veggur milli hins almenna samfélags og hins menntaða. Pantaði tíma hjá „námsráðgjafa“ HÍ innan við Háskólabókasafnið í von um tilsögn.

Omar

Ómar – við útskriftina í Háskóla Íslands.

Til að gera langt mál stutt er rétt að geta þess að viðkomandi gat í engu gefið hlutaðeigandi hinn minnsta grun um í hverju námið fælist.
Ákvað samt sem áður að skrá mig í námið „fornleifafræði“ – dvaldi þar síðan í upplýstum tímum til þriggja ára, skrifaði BA-Ritgerð og útskrifaðist.

Fornleifafræði fjallar um samfélög með því að rannsaka minjar um þau. Fortíðin er meginviðfangsefni fornleifafræðinnar en í vaxandi mæli er aðferðum hennar einnig beitt til að greina samfélög nútímans. Söguleg fornleifafræði fjallar um þau tímabil sem ritheimildir eru einnig til um en forsöguleg fornleifafræði fjallar um þá tíma sem fornleifar einar eru til frásagnar um.

Skilyrði hæfniviðmiða fornleifanáms:

Vala Garðarsdóttir

Vala garðarsdóttir – Kirkjugarður við Austurvöll, fornleifafræðingur, Vala Garðarsdóttir 8639199, beinagrindur.

Geta sýnt fram á þekkingu á því laga- og stjórnsýslu umhverfi sem fornleifafræðin býr við á Íslandi.
Geti safnað saman heimildum sem tengjast fornleifafræði rannsóknarstaðar eða svæðis.
Geti skrifað rannsóknaráætlun fyrir vettvangsvinnu
Kunni að beita hinum ýmsu aðferðum sem beitt er við fjarkönnun á fornleifum.
Þekki lögmál um myndun jarð-/mannvistarlaga í fornleifafræði.
Geti beitt helstu uppgraftar- og skráningar aðferðum.
Kunni skil helstu aðferðum sem notaðar eru við úrvinnslu á uppgraftrargögnum.

Þegar upp er staðið snúast grundvallaatriðin bara um heilbrigða skynsemi að nokkrum mikilvægum grundvallarskoðunum loknum.

Heimild:
-https://hi.is/fornleifafraedi

Krýsuvík

Krýsuvík neðan Baðstofu – fornleifar eyðilagðar á fyrsta degi framkvæmda HS-Orku.

Háskóli Íslands

Sagnagrunnurinn“ ágæti er kortlagður gagnagrunnur yfir sagnir úr helstu þjóðsagnasöfnum Íslands.

Terry Gunnel

Terry Gunnel.

Vinna við skráningu hófst árið 1999 að tilstuðlan Terry Gunnell, prófessors í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Þessi útgáfa (frá 2014) er afrakstur mikilla endurbóta og kortlagningar á gagnagrunninum sem unnið var sem meistaraverkefni Trausta Dagssonar í hagnýtri þjóðfræði. Um er að ræða yfirgripsmikið kort yfir íslenskar sagnir. Á kortinu sjást jafnt sögustaðir sagnanna sem og heimili heimildafólksins sem sagði þær. Flestar þessarar sagna koma úr þjóðsagnasöfnum sem safnað var frá miðri 19. öld fram á fyrri hluta 20. aldar.

Hér er slóðin á Sagnagrunninn.

Sagnagrunnur

Sagnagrunnur – kort af Reykjanesskaga.