Tag Archive for: haust

Haust

Haust er þriðja af árstíðunum fjórum. Hinar eru vetur, vor og sumar. Á norðurhveli jarðar eru mánuðirnir september, október og nóvember almennt taldir til hausts, en á suðurhveli eru mánuðurnir mars, apríl og maí haustmánuðir. HaustVeðurstofa Íslands telur haust vera október og nóvember. Á haustin styttir dag mjög hratt og í kjölfarið kólnar og gróður sölnar. Þá verður litadýrð náttúrunnar hvað tilkomumest.
Veður eru annars hvers kyns fyrirbrigði, sem verða í lofthjúpum, einkum jarðar. Yfirleitt á veður við skammtímafyrirbrigði í veðrahvolfi jarðar, sem sjaldan vara lengur en nokkra daga. Veðurfyrirbrigði eiga oftast rætur sínar að rekja til hitamismunar á mismunandi stöðum á hnettinum, sem orsakast meðal annars af því að svæði nálægt miðbaug fá meiri orku frá sólinni en svæði sem eru nær heimskautunum. Önnur orsök hitamismunar á jörðinni er að mismunandi yfirborð, svo sem úthöf, skóglendi og jöklar, drekka í sig mismikið ljós og hitna því mismikið þegar sólin skín á þá.
Vor er önnur af árstíðunum fjórum. Á norðurhveli jarðar eru mánuðirnir mars, apríl og maí oftast taldir til vors, en á suðurhveli eru mánuðirnir september, október og nóvember vormánuðir. Veðurstofa Íslands telur vor vera mánuðina apríl og maí. Vor er sá tími ársins þegar daginn er að lengja hvað mest og í kjölfar þess hækkar meðalhitinn dag frá degi og gróður tekur við sér.
Sumar er sú þriðja af árstíðarheitunum fjórum á tempraða beltinu. Sumur á norðurhveli jarðar miðast oftast við mánuðina júní, júlí og ágúst, en á suðurhveli við desember, janúar og febrúar. Veðurstofa Íslands telur sumar vera mánuðina júní, júlí, ágúst og september, en þetta eru þeir fjórir mánuðir ársins, sem að jafnaði hafa hæstan meðalhita.
Á norræna tímatalinu hefst sumarið á sumardaginn fyrsta, sem er fyrsti fimmtudagurinn eftir 18. apríl. Sumartímabilinu lýkur á föstudegi á tímabilinu 20. til 27. október. Í þessu kerfi eru aðeins tvær árstíðir: sumar og vetur.
VeturÁrið var talið 52 vikur eða 364 dagar. Til þess að jafna út skekkjuna sem varð til vegna of stutts árs var skotið inn einni aukaviku, svokölluðum sumarauka, sjöunda hvert ár. Þannig var sumarið talið 27 vikur þau ár sem höfðu sumarauka, en 26 vikur annars. Í lok sumars voru tvær svonefndar veturnætur og var sumarið alls því 26 (27) vikur og tveir dagar. Allar vikur sumars hefjast á fimmtudegi, en vetrarvikurnar á laugardegi. Með þessu móti verður veturinn styttri en sumarið, eða 25 vikur og 5 dagar.
Í mánuðum taldist árið vera 12 mánuðir þrítugnættir og auk þeirra svonefndar aukanætur, 4 talsins, sem ekki tilheyrðu neinum mánuði. Þær komu inn á milli sólmánaðar og heyanna á miðju sumri. Sumaraukinn taldist heldur ekki til neins mánaðar en hann lenti á milli haustmánaðar og gormánaðar.
Í Íslendingasögum er algengt orðalag að tala um „þau missiri“ þegar átt er við heilt ár, en orðið ár kemur hins vegar varla eða ekki fyrir þegar rætt er um tíma.
Norræna tímatalið hefur verið lífseigt að ýmsu leyti. Í Danmörku voru gömlu mánaðaheitin löguð að nýja tímatalinu og á Íslandi eru ýmsar hátíðir haldnar sem tengjast því. Gömlu mánaðarheitin voru: Vetur; gormánuður, ýlir, mörsugur, þorri, góa og einmánuður, en sumar; harpa, skerpla, sólmánuður, heyannir, tvímánuður, haustmánuður.
Vetur er fyrsta árstíðin af fjórum. Á norðurhveli jarðar eru eftirtaldir mánuðir taldir til vetrarmánaða: desember, janúar, febrúar og mars, en þetta eru þeir fjórir mánuðir ársins, sem að jafnaði hafa lægstan meðalhita.
HVoraustmánuður er síðasti mánuður sumars að fornu tímatali og hefst með fimmtudegi í 23. viku eða 24., ef sumarauki er, þ.e. 21.-27. september. Hann er nefndir svo í Snorra Eddu, en hefur einnig verið kallaður garðlagsmánuður. Hjá Guðbrandi og Arngrími heiti september hinsvegar aðdráttamánuður.
Haustmánuður byrjast næst jafndægrum en sólin gengur um þann tíma í vigtarmerki. Líka var þessi mánuður kallaður garðlagsmánuður því þessi þótti hentugur tími að bæta túngarða, engigarða, haga- eða skjólgarða og grannagarða … Nú er tími að velta landi því, sem sáð skal í einhverju fræi að vori. Vatnsveitingaskurði á nú að stinga svo ekkert vatn geti staðið yfir landi á vetrum heldur að það súra vatn fái gott afrennsli. Jarðarávexti, sem menn vilja geyma niðurgrafna úti eða inni, skal nú upp taka og láta nokkuð þorrna, grafa þá síðan niður hvar frost má ei að þeim koma. Um þessa tíma fellir melur fræ, má nú safna því áður og sá strax í sendið land og breiða mold yfir, kemur upp næsta vor. Hvannafræi og kúmeni má nú líka sá þar sem menn vilja þær jurtir vaxi síðan.

Samkvæmt gömlum heimildum voru mánaðanöfn á Íslandi til forna eftirfarandi;
gaukmánuður/sáðtíð u.þ.b. 12. apríl – 11. maí
eggtíð/stekktíð u.þ.b. 12. maí – 11. júní
sólmánuður/selmánuður u.þ.b. 12. júní – 11. júlí
miðsumar/heyannir u.þ.b. 12. júlí – 11. ágúst
tvímánuður/heyannir u.þ.b. 12. ágúst – 11. september
Sumarkornskurðarmánuður/haustmánuður u.þ.b. 12. september – 11. október
górmánuður u.þ.b. 12. október – 11. nóvember
ýlir/frermánuður u.þ.b. 12. nóvember – 11. desember
jólmánuður/mörsugur/hrútmánuður u.þ.b. 12. desember – 11. janúar
þorri u.þ.b. 12. janúar – 11. febrúar
gói u.þ.b. 12. febrúar – 11. mars
einmánuður u.þ.b. 12. mars – 11. apríl
Nákvæm dagsetning er mismunandi eftir árum.

Síðar þróuðust þessi nöfn í það sem við heyrum nú oftast talað um sem hin gömlu mánaðanöfn. Þau eru þessi;
þorri hefst föstudag í 13. viku vetrar (19. – 26. janúar)
góa hefst sunnudag í 18. viku vetrar (18. – 25. febrúar)
einmánuður hefst þriðjudag í 22. viku vetrar (20. – 26. mars)
harpa hefst sumardaginn fyrsta, fimmtudag í 1. viku sumars (19. – 25. apríl)
skerpla hefst laugardag í 5. viku sumars (19. – 25. maí)
sólmánuður hefst mánudag í 9. viku sumars (18. – 24. júní)
heyannir hefjast á sunnudegi 23. – 30. júlí
tvímánuður hefst þriðjudag í 18. viku sumars (22. – 29. ágúst)
haustmánuður hefst fimmtudag í 23. viku sumars (20. – 26. september)
gormánuður hefst fyrsta vetrardag, laugardag í 1. viku vetrar (21. – 28. október)
ýlir hefst mánudag í 5. viku vetrar (20. – 27. nóvember)
mörsugur hefst miðvikudag í 9. viku vetrar (20. – 27. desember).

Heimildir m.a.:
-http://is.wikipedia.org/wiki/Haust
— Árni Björnsson, 1993. Saga daganna. Reykjavík: Mál og menning.
– Björn Halldórsson í Sauðlauksdal.
http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1132

Lífssteinar að vori

Tag Archive for: haust