Færslur

Mosfellsbær

Við göngustíg bak við Þverholt 1 í Mosfellsbæ er upplýsingaskilti um “Hitaveitustokkinn“, auk nokkra metra af leifum hans:

Mosfellsbær

Hitaveitustokkurinn.

“Hér til hliðar má sjá hluta af hitaveitustokknum sem lagður var frá Dælustöðinni á Reykjum gegnum Mosfellssveit og til Reykjavíkur. Smíði stokksins hófst árið 1929. hann var rúmlega 15 km langur og meðal annars lagður yfir Varmá, Úlfarsá og Elliðaárnar í hitaveitutankana í Öskjuhlíð.

Tvær stálpípur voru í stokknum og fluttu 250 sekúndulítra af hveravatni til höfuðborgarinnar. Reiðingur (torf) var notaður til að einangra rörin og hænsnanet vafið utan um. Reyndist reiðingurinn ágætt einangrunarefni, að vísu eldfimur og gat skapað hættu þegar rörin voru rafsoðin.

Hinn 30. nóvember 1943 var vatni úr Reykjaveitu hleypt í fyrsta skipti á hús í Reykjavík. Þar var um að ræða Hnitbjörg, listasafn Einars Jónssonar á Skólavörðuholti.”

Mosfellsbær

Mosfellsbær; Hitaveitustokkur-skilti.