Skreið var sameiginlegt nafn á hertum fiski, hverrar tegundar sem til var. Telja fróðir menn það dregið af skriði fiskjarins, sem nú – og fyrr – er kallað ganga, og að vísu er það rétt, að í rauninni skríður fiskurinn áfram fremur en gengur, eftir venjulegri notkun þessara orða, og enn í dag er notað orðið smáskrið um litlar fiskgöngur. Skriðið heldur áfram við endurnýjun fiskjarins.
Það hefur verið svo frá fornöld, eins og Íslendingasögurnar sýna, að allt fram að síðustu aldamótum (skrifað 1928), að sérhver bóndi hefur kappkostað að afla sér nægrar skreiðar til heimilsneyslu. Raunar vissu menn þá ekkert um efnafræði- og vísindalegan hátt um gildi ósoðins matar eða um nein bætiefni. Ekki mun mönnum heldur hafa verið ljóst, hversu góð áhrif harðfisksátið hafði á tennurnar og þar af leiðandi á meltinguna og allt heilsufarið, en hitt fundu þeir af sjálfum sér, að skreiðin var ómissandi fæða. Hún var drjúgur matur, næringarmikill, saðsamur, þurfi litla matreiðslu og geymdist vel, enda var engin matvara eins eftirsótt og í öðru eins uppáhaldi og skreiðin. Það sýna – auk þess kostnaðar ferðir og öll fyrirhöfnin, sem lagt var í til að afla hennar – ýmsar þjóðsagnir og þjóðtrú. Það var t.d. trú sumra manna, að ef ávallt væri til á heimilinu hertur ufsi, þá yrði aldrei fisklaust.
Á harðindaárum 16. og 17. aldar beittu Grindvíkingar t.d. þeim brögðum að koma undan fiski Skálholtsstóls, sem þá átti nánast allar jarðir á sunnanverðum Reykjanesskaganum. Íbúar Grindavíkur voru þá annað hvort leiguliðar eða þurrabúðafólk (tómthúsfólk).
Á 19. öld snerist nánst öll fiskverkun Hafnfirðinga um skreiða- og salfiskverkun. Trönuhjallar voru nánast hvert sem var um litið í ofanverðum hraununum…
HÉR má sjá myndir af fyrrum fiskhjöllunum.