Færslur

Hjólreiðar

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1993 fjallar Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, um “Hjólmannafélag Reykjavíkur”.

Reiðhjól“Um 1890 voru að sögn Knuds Zimsens borgarstjóra aðeins tvö reiðhjól í Reykjavík. Annað átti Guðbrandur Finnbogason, faktor Fishcersverslunar (Aðalstræti 2), en hitt Guðmundur Sveinbjörnsson, síðar skrifstofustjóri í Stjórnarráðinu. Hafa þau líklega verið einu reiðhjólin á landinu og voru merki um vaknandi borgarmenningu í höfuðstaðnum. Enda var það eins og við manninn mælt. Eftir því sem bærinn stækkaði eignuðust fleiri slík tæki og árið 1897 var stofnað Hjólmannafélag Reykjavíkur.
Ýmsar gerðir reiðhjóla voru prófaðar í heiminum á 19. öld, en það var ekki fyrr en keðjan, kúlulegan og loftdekkið voru fundin upp um 1880 að hjólið varð hagnýtt farartæki. Síðan liðu nokkur ár. Verð á þessum undratækjum fór lækkandi. Þegar kom undir aldamót sló reiðhjólið verulega í gegn í Bretlandi („the bicycle boom”) og víðar um lönd. Hjólið kom til móts við auknar þarfir borgarbúa um hreyfingu og frískt loft. Voru það ekki síður konur en karlar sem tileinkuðu sér reiðhjólið og var það m.a. merki um aukið kvenfrelsi. Fætur kvenna fóru nú að sjást undan dragsíðum pilsunum, er þær sátu á þessum nýju farkostum, og þær djörfustu .fóru meira að segja að klæðast pokabuxum. Það má segja að Reykvíkingar hafi verið furðu fljótir að tileinka sér hjólreiðar og þar komu konur líka við sögu.
Hjólmannafélag
Knud Zimsen segir frá fyrstu reiðhjólunum í bókinni “Við fjörð og vík” á eftirfarandi hátt: „… var ein dægrastytting sem ég undi mér löngum við, enda fágæt í Reykjavík í þann tíma, en það var að fara á reiðhjóli. Hjól það sem ég hafði til afnota átti Guðbrandur Finnbogason. Hjólgrindin var úr járni, en hjólin úr tré með járngjörðum. Ekkert drif var á því og var aðeins hægt að stíga framhjólið. Það var því ekki auðvelt að fara hratt á því og ókleift mátti heita að hjóla á því upp nokkurn verulegan bratta. Ég gerði heldur ekki víðreist á því, hjólaði aftur og fram um Aðalstræti og renndi mér á því niður Fischersund.” Þarna voru sem sagt keðjan, kúlulegan og loftdekkið ekki komin til sögu. Þá segir Knud að síðasta ár sitt í Latínuskólanum (1892-1893) hafi bæst við tvö önnur hjól { Reykjavík. Éignaðist Teitur Ingimundarson, úrsmiður í Suðurgötu 13, annað og var það hálfgerður garmur. Hitt fékk Elías Olsen, bókhaldari hjá Fischersverslun. Var framhjólið á því mjög stórt, en það aftara sáralítið. Segir Knud að hjól Olsens hefði tekið hinum mjög fram, enda hefði fólk safnast saman til að horfa á hann aka á því kringum Austurvöll. Þessi hjól voru ávallt nefnd „velociped”.
Reiðhjól
Árið 1894 birtust fyrstu reiðhjólaauglýsingarnar í íslenskum blöðum. H.J. Jörgensen á Hótel Íslandi auglýsir í febrúar þetta ár að hann vilji selja hjólhest sinn sem hann hafði keypt á 150 krónur með 50 króna afslætti. Sumarið 1894 birtist svo auglýsing frá Hans Andersen, skraddara og kaupmanni í Aðalstræti 16, þar sem hann býður reiðhjól til sölu frá Sylvester Hvids Cyklefabrik í Kaupmannahöfn. Er tekið fram í auglýsingunni, sem er á dönsku, að hver og einn geti lært á reiðhjól á þremur tímum og þeir sem vilji panta sér reiðhjól með næstu ferð Laura skuli hið snarasta snúa sér til Andersens.
Sumarið 1896 birti Ísafold þá frétt að franskur sjóliðsforingi, Maxime Delahet, hefði nýlega hjólað á hjólhesti, tvíhjólung, frá Reykjavík og austur að.Þingvöllum og hefði sú ferð gengið mjög greiðlega. Þarna er komin fram á Íslandi hin nýja gerð reiðhjóls sem enn er í grundvallaratriðum sú sama. Þannig var sagt frá för Frakkans: „Hann lagði af stað frá Reykjavík … kl. hálf tvö eftir hádegi og var kominn kl. hálf sjö þangað sem nýja veginn þrýtur, mjög austarlega á heiðinni. Þaðan varð hann að halda áfram fótgangandi, það sem eftir var, og bera reiðskjótann. … Það er leitt segir hann að vegurinn er ekki til gerður alla leið að Þingvöllum; þegar hann er fullgerður er lafhægt að fara á hjólhesti milli Reykjavíkur og Þingvalla á 5 klukkutímum. … HjólreiðarÞess má geta að sú slysni hafði viljað til þessum vaska manni daginn áður að hann villtist í meira lagi: ætlaði þá austur að Þingvöllum, en lenti austur í Ölfusi… En ótrúlega var hann fljótur í þeirri ferð; fór héðan kl. 2 og var kominn aftur kl. 11. Áður í sumar gerði annar frakkneskur liðsforingi tilraun að komast á hjólhesti austur að Þingvöllum, en reiðskjótinn bilaði sunnarlega á heiðinni, kom gat á hjólhringinn, lofthringinn, en ekki hægt að fá gert við það hér.”
Þá bætti Ísafold við: „Hjólreiðar eru, eins og menn vita”; mjög tíðkaðar í öðrum löndum og er alllíklegt að fleiri verði til að reyna sig á Þingvallaskeiðhlaupi þegar þeir frétta þetta ferðalag Delahets og vita að vegurinn þangað er fullgerður. Þeir spara sér íslenskan reiðhest eða reiðHjólreiðar.

ReiðhjólÞeir, sem vilja læra að fara á hjólum, snúi sjer til formanns »Hjólmannafjelags Reykjavíkur« konsúl G-Finnbogason. Hann vísar mönnum á kennslu og veitir áheyrn, þeim sem vilja ganga í hjólmannafjelagið. Cyclar (hjólhestar), nýir og brákaðir, nýkomnir til W. Fischer’s verzlunar.
Auglýsing úr Ísafold vorið 1897; “Hestar sem hleypa mjög fram ferðakostnaðinum og vinna sér ef til vill til frægðar í hóp vaskra hjólreiðamanna víðs vegar um lönd.”
Í desember 1896 tilkynnti Sigfús Eymundsson, ljósmyndari og bóksali, með auglýsingu að hann hefði fengið einkaumboð fyrir eina stærstu reiðhjólaverksmiðju á Englandi. Hann sagði í auglýsingunni að þeir sem vanir væru hjólreiðum gætu þreytulaust riðið danska mílu á 20 til 30 mínútum ef hjólin væru létt og liðug og vegurinn sléttur. Og ennfremur: „Hjólreiðin er ofur-auðlærð. Æfi menn sig eina stund á dág hafa þeir full not af hjólunum eftir vikutíma.”
Mánudaginn 24. maí 1897 komu fimm menn saman á Hótel íslandi samkvæmt fundarboði í ísafold. Stofnuðu þeir Hjólmannafélag Reykjavíkur og samþykktu lög fyrir það.
Í annarri grein laganna stóð að félagið væri stofnað til að auka og efla hjólreiðar með því að gefa mönnum hvort tveggja kost á að nema þessa list og með því að styrkja menn til að eignast reiðhjól með hægu móti. Stjórn félagsins skipuðu Guðbrandur Finnbogason konsúll, formaður, Pálmi Pálsson adjunkt, skrifari, og H. Andersen skraddari, féhirðir. Endurskoðendur voru kjörnir Guðmundur Björnsson héraðslæknir og Sigfús Eymundsson bóksali. Þess skal getið að Guðmundur notaði hjólið sem atvinnutæki, m.a. er hann fór í læknisvitjanir til Hafnarfjarðar.
Reiðhjól

Reiðhjóladeild Fálkans 1948.

Að ári liðnu var aðalfundur félagsins haldinn. Formaður þess skýrði þá frá því að kennari hefði verið útvegaður á síðastliðnu ári og mönnum gefinn kostur á að læra hjólreiðar gegn vægri þóknun. Þá tók hann fram að reiðhjól hefðu verið á boðstólum, bæði við námið og til kaups, ný og gömul. Nokkrir hefðu numið hjólreiðar árið sem leið, að nokkru teyti fyrir tilstuðlan félagsins. ReiðhjólÁkveðið var að félagið héldi áfram sams konar starfsemi næstu ár og talið æskilegt að félagsmenn gætu farið í kappreið á væntanlegri þjóðminningarhátíð næsta sumar. Þá segir í fundargerð félagsins að einn maður hefði beiðst inngöngu í félagið og væri það Gísli Finnsson járnsmiður, sem fyrir tilstilli þess hefði kynnt sér aðgerðir á reiðhjólum meðan hann var erlendis um veturinn.
Guðmundur Björnsson landlæknir sagði um þetta félag að það hefði starfað í nokkur ár en síðan hefði verið samþykkt að leggja það niður og éta upp félagssjóðinn á Hótel Íslandi.
Þegar kom fram um aldamót voru reiðhjól orðin nokkuð algeng í Reykjavík. Ísafold greindi svo frá sumarið 1904: „Þau eru orðin furðualgeng hér í bæ. Það fullyrða sumir að þau skipti hundruðum. Ungir og gamlir, karlar og konur, fara hér á hjólum nú orðið, alveg eins og í stórborgum erlendis. Færra kvenfólk’þó að tiltölu en þar gerist að svo komnu. Og færri rosknir menn sjálfsagt líka. Mest eru það unglingspiltar. Einnig nokkrir smásveinar. Það eru bæði lærðir menn og leikir, stúdentar og kandidatar, þar með einnig stöku embættismenn og búðarmenn, iðnaðarmenn o.fl. Hálf tylft kvenna er mælt að eigi sér reiðhjól hér í bæ og að dálítið fleiri kunni þær á þau. Það eru allt ungar stúlkur, heldri stúlkur sem kallað er. Meira er ekki um að vera þar. Þetta er mjög svo nýlega tilkomið. Það er nú fyrst að verða tíska hér að kvenfólk fari á hjólum.”
Á fyrsta áratugi 20. aldar sjást æ oftar auglýsingar um reiðhjól í íslenskum blöðum og vorið 1905 krafðist blaðið Ingólfur að settar yrðu reglur um hjólreiðar á götum bæjarins. Þá var öngþveitið orðið slíkt af hestvögnum, reiðhjólum og gangandi fólki. Reiðhjólið var orðið fastur liður í bæjarmynd Reykjavíkur.” – Guðjón Friðriksson, höfundur er sagnfræðingur.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, Hjólamannafélag Reykjavíkur, 1. tbl. 09.01.1993, bls. 2.
Hjólreiðar