![Svæðið - á miðri mynd Svæðið](http://www.ferlir.is/images/holtsgata_holt.jpg)
Ein saga, sem líkja má við þjóðsögu, er til um álfa í Holtinu. Gömul kona í húsi er byggt hafði verið á ofanverðum Suðurhamrinum sá álfana. Hún sagði þessa sögu fyrir fjöldamörgum árum, daginn eftir að atburðurinn gerðist.
Þetta mun hafa verið á nýársnótt. Hún hafði sofnað snemma um kvöldið, en vaknað skyndilega um miðnætti. Tunglbjart var. Þegar henni var verið litið út um gluggann er vísaði að Holtinu sá hún, að því er virtist, hreyfing við klappirnar. Þegar hún rýndi nánar út um gluggann og augun voru farin að venjast myrkrinu sá hún hvar litskrúðugt fólk, mjög smávaxið, hafði komið saman framan við klappirnar. Svo virtist sem um „mannfögnuð“ væri að ræða. „Fólkið“ var glatt, virtist syngja og skemmta sér ágætlega.
![Klöpp í Holtinu Klöpp](http://www.ferlir.is/images/holtsgata_alfabyggd__4_.jpg)
Aldrei varð gamla konan var við mannfagnað á þessum stað eftir þetta.
Unga fólkið, sem lék sér í holtinu, varð sumt hvert vart við ásýnd – eða öllu heldur upplifði þá tilfinningu að betra væri að fara varlega í holtinu, ekki endilega þess vegna heldur og íbúa þess. Sá er þetta ritar er einn af þessu unga fólki, nú orðinn fullorðinn. Enn þann dag í dag gengur hann um Holtið með þeirri varúð og virðingu, sem aðrir ættu að sýna því – þótt ekki væri nema álfanna vegna.