Tag Archive for: Höskuldarvallavegur

Lambafellsklofi
Gengið var um Lambafellsklofa og Einihlíðar er liggja suðaustan við Mosa. Þetta eru lágar en gróðurríkar hlíðar sem snúa mót vestri [útnorðri] og liggja millum Lambafells og Mávahlíða.
Í LambafellsklofaEinihlíðabruni er ofan við Einihlíðar og á tveimur stöðum fellur hraunið í fossum niður hlíðarnar og sameinast þar öðrum hraunum, s.s. Eldborgarhrauni. Í ferðinni var og ætlunin að skoða svæðið vestan Mávahlíða. Leiðin lá m.a. yfir gróið snæviþakið hraun sem á ættir sínar að rekja til Krýsuvíkurelda 1150 – 1188. Ljóst er að þarna er enn víða að finna hita skammt undir yfirborðinu því á köflum var alger snjóleysa.
„Að Hvassahrauni liggur Vatnsleysa til vesturs, hafið til norðurs, Lónakot og Óttarsstaðir til austurs og Krýsuvík til suðurs. Hvassahrauns er getið í heimildum allt frá fyrri hluta 13. aldar.
Samkvæmt landamerkjabréfi Hvassahrauns og Vatnsleysu, dags. 15. júní 1889 og þingl. 17. júní 1889 eru merki Hvassahrauns til vesturs sögð frá ,,..Innra hraunshorninu í Fögruvík, og þaðan í Afstapaþúfu, og þaðan beina stefnu í Snókafell, og úr Snókafelli beina stefnu í Krýsuvíkurland.” Landamerkjabréfið er áritað vegna Hvassahrauns og Vatnsleysu. Merkjum er lýst með sambærilegum hætti í gerðabók
fasteignamats 1916-1918 og þar segir að merki milli Hvassahrauns og Vatnsleysu séu miðuð við ,,… Klettur innan til við Fögruvík, þaðan í Afstapaþúfu þaðan í Snókafell, það að Krýsuvíkurl.” Síðasta örnefnið sem er tiltekið áður en línan er dregin að Krýsuvíkurlandi er Snókafell. Fellið liggur fyrir norðan Eldborgarhraun og er því nokkru fyrir neðan mörk Krýsuvíkur.
Afstapahraunið nýrra kom upp í sömu goshrinu og Nýjahraun/Bruninn (Kapelluhraun) og Ögmundarhraun (1151-1188). Fremst á því trjónir nú EinihlíðarAfstapavarðan.
„Einihlíðar liggja suðaustan við Mosa. Þetta eru lágar en gróðurríkar hlíðar sem snúa mót vestri [útnorðri] og liggja langleiðina suður að Lambafellum. Hægast er að finna Bögguklett frá Einihlíðum. Einihlíðabruni er ofan við einihlíðar og á tveimur stöðum fellur hraunið í fossum niður hlíðarnar og sameinast þar örðum hraunum, s.s. Eldborgarhrauni.“
Landsvæðið sem um ræðir er mjög flatt, láglent og einsleitt og er þakið misgömlum hraunlögum. Í hraunbreiðunum er nokkuð um dældir og skúta. Nyrst á landsvæðinu er mosavaxið Rjúpnadalshraun og liggur torfær Afstapahraunbreiðan vestan þess. Fyrir miðju landsvæðisins er Geldingahraun (einnig nefnt Afstapahraunið eldra, en rani þess nær alla leið niður í Selhraunin ofan við Gerði í Hraunum). Þar fyrir sunnan er hraunbreiða sem kallast Dyngnahraun/Dyngjuhraun og er hún nokkuð úfin. Norðaustarlega á Dyngnahrauni er stórt og rennislétt mosasvæði með nokkrum hólum eða klettum sem standa upp úr því og kallast þetta svæði Mosar. Sunnan Mosa liggja Einihlíðar en það eru lágar, langar en gróðurríkar hlíðar. Lambafell eru tvö fell, Eystra-Lambafell (182 m) og Vestra-Lambafell (162 m) og standa þessi tvö fell upp úr hraunbreiðunni. Um 2 km norðan Vestra-Lambafells stendur ávallt og gróðurlítið Snókafellið (143 m).

Einihlíðakarl

Ferðin hófst „við Afstapaþúfuna fremst á Afstapahrauni en þúfan er þar sem raninn er hæstur fast ofan við Reykjanesbraut og Kúagerði. Þúfan er á mörkum Hvassahrauns og Vatnsleysu. Árin 1953-4 lagði Þórður Jónasson (1895-1959) bóndi á Stóru-Vatnsleysu um 9 kílómetra langan Höskuldarvallarveg frá Kúagerði upp allt afstapahraun og að Höskuldarvöllum. Þórður hóf ræktun þar með stórt kúabú í huga en entist ekki aldur til þess að ljúka þeim áformum.“ Illu heilli var ofaníburðurinn í veginn tekið úr Rauðhólum (við Höskuldarvallaveg) og Eldborginni undir Trölladyngju. Um var að ræða eitt mesta umhverfisslys þess tíma.
Frá Eldborginni var gengið til norðurs áleiðis með austanverðu Eystra-Lambafelli, klofað upp á það og haldið sem leið lá niður misgengisgjána í því miðju. Bólstar í bergi eru þar óvíða greinilegri. Í Einihlíðum vakti steinkarl yfir undirlendinu.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Heimildir m.a.:
-SGG – Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – 2007.

Trölladyngja