Tag Archive for: hraunbollar

Ölfusá

Á skilti neðan við brúna yfir Ölfusá að sunnanverðu má lesa um „Sérstæða hraunbolla„:

Selfoss

Selfoss – hraunbollar.

„Á syðri bakka Ölfusár, nálægt stöplum brúarinnar, eru sérstæðar jarðmyndanir. Þetta eru hringlaga hraunbollar, um 1-2 metrar í þvermál og nálægt hálfum metra á dýpt. Hér er líklega um að ræða fara eftir stórar grasfylltar loftbólur sem stigu upp í bráðnu hrauninu og storknuðu veggir bollanna áður en bólurnar sprungu á yfirborðinu. Hér er hugsanlega á ferðinni forstig hraundrýlis eða gervigígs. Jarðmyndanir þessar eru á náttúruminjaskrá. Vesturbrún Þjórsárshrauns hin mikla myndar bakka Ölfusár á þessu svæði. Hraunið er hið stærsta sem runnið hefur á jörðinni frá lokum síðasta jökulskeiðs ísaldar. Hraunið er um 8.700 ára gamalt. Sjá einnig skilti um endimörk hraunsins skammt austan við byggðina á Stokkseyri.“

Selfoss

Selfoss.