Tag Archive for: Hrútargjárdyngja

Ögmundarhraun

Nýlega fannst lítið op á stórum helli í Hrútagjárdyngjuhrauni, undir nýlegra hrauni frá 1151 (sem nú er þekkt sem Ögmundarhrauns-, Afstapa- og Kapelluhraunsmyndunin).
GöngusvæðiðÆtlunin var að fara niður í hyldýpið og skoða undirlendið með aðstoð kaðals og stiga. Líklega var þarna um að ræða stað, sem enginn maður á jarðkringlunni hefur nokkru sinni áður stigið niður fæti. Á leiðinni var staldrað við og forsagan m.a. rifjuð upp að hluta.
Norður-Atlantshaf er talið hafa opnast fyrir um 65-75 milljónum árum síðan og myndaðist þá Mið-Atlantshafshryggurinn. Talið er að rekið um hann sé að meðaltali 1cm á ári í sitthvora átt (þ.e. 2 cm í heildina). Reykjanesskaginn er framhald af Mið-Atlantshafshryggnum samanber myndina hér að ofan. Hryggurinn og gosbeltið marka skilin á milli Norður-Ameríkuplötunnar og Evrasíuplötunnar. Fjögur eldstöðvakerfi eru á Reykjanesskaga. Þau eru kennd við Reykjanes, Krísuvík, Brennnisteinsfjöll og Hengil. Á myndinni má sjá að þau eru með stefnuna NA-SV og markar sú stefna allt landslag á Reykjanesskaganum. Hraunin í kringum Hafnarfjörð eru ýmist komin frá Krýsuvíkurkerfinu eða Brennisteinsfjallakerfinu.
Opið og nágrenniEitt af stærstu hraununum í kringum Hafnarfjörð er komið úr Hrútagjárdyngju. Upptök þess eru nyrst í Móhálsdal. Á gígsvæðinu er allmikil gjá sem heitir Hrútagjá og við hana er dyngjan kennd. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og hefur myndað ströndina milli Vatnleysuvíkur og Straumsvíkur. Í daglegu tali gengur stærsti hluti hraunsins undir nafninu Almenningur. Öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hún hafi myndast fyrir 5000 árum.
Reykjanesskaginn er allur mjög sprunginn. Á liðnum öldum hafa miklar jarðskorpuhreyfingar átt sér stað á skaganum. Þessar hreyfingar eiga sér enn stað og munu einnig eiga sér stað í framtíðinni. Mikið er um misgengi og gjár í hraununum í kringum Hafnarfjörð.
Stöðug og hæg hreyfing í jarðskorpunni veldur spennu í bergi. Spennan getur orðið svo mikil að bergið þolir hana ekki lengur og berglögin bresta og þá verða jarðskjálftar.
SSprungan neðanverð til norðursprungubarmarnir sem koma fram við hreyfinguna kippast þá yfirleitt til í gagnstæðar áttir og standa mishátt. Sprungur sem myndast á þennan hátt nefnast misgengi. Á Íslandi eru misgengi og gjár með SV-NA stefnu algengastar sunnanlands en hins vegar er S-N stefna ríkjandi norðanlands.
Í Hjöllum í Heiðmörk eru mörg misgengisþrep sem liggja hvert upp af öðru. Hjallamisgengið er um 5 kílómetra langt og hæst er það um 65 metra hátt. Brúnin myndar nokkrar stórar og dálítið óreglulegar brotalínur. Fyrir austan meginbrotalínuna hefur landið sigið og margbrotnað upp. Þessi brot hafa myndast bæði áður og eftir að Búrfellshraunið rann. Hreyfingar eru stöðugt á þessu svæði og benda mælingar til þess að höggunin nemi að jafnaði um 2,8 millimetrar á ári.
Annað mikilvægt misgengi er Helgadalsmisgengið sem klýfur Búrfell og sér til þess að Kaldá kemur upp á yfirborðið. Lóðrétt misgengi hefur orðið um margar þeirra þannig að norðvestur barmur sprungunnar rís hærra en suðvestur barmurinn, og þannig er það með sprunguna sem fer í gegnum Búrfell. Misgengið um hana kemur vel fram í Helgadal við suðurrætur Búrfells. Það nær langt í báðar áttir frá gígnum og sumum stöðum klýfur það eldra berg, ýmist grágrýti eða móberg.
Um var að ræða forkönnunarleiðangur niður um hið nýfundna op í Hrútagjárdyngjuhrauni. Reyndar er það hraun undir nýrra hrauni, sem runnið hefur á sögulegum tíma, en vegna lítillar athygli, sem nýja hraunið hefur fengið hefur það aldrei hlotið nafn. Það er þó sammæðra bæði Ögmundarhrauni, Afstapahrauni (yngra) og Nýjahrauni (Kapelluhrauni) og engu ófegurra ásýndum en þau. Vel færi að nefna hraunhluta þennan Sléttuhraun því um hann liggur m.a. greiðfærasti hluti Hrauntungustígsins, auk ónafngreinds stígs (og ekki minna farinn fyrrum) niður með vestanverðum syðsta hluta Hrútagjár. Sá greiðfæri stígur, er liggur af Dalaleiðinni, sameinast Hrauntungustígnum við norðanverðan Hrúthólma.
Þegar komið var að opinu eftir u.þ.b. 22 mínútur á göngu í sléttu mosahrauninu var reipið tekið fram og það notað til að komast af öryggi inn og niður um opið. Þar var grannur stallur, sem hægt var að staðnæmast á og berja dýrðina augum. Um var að ræða stóra hraunsprungu, sem ofanverð gígaröðin hafði fyllt að ofan með nýrra hrauni. Sprungan gat bæði verið eldri og yngri en nýja hraunmyndunin. Einmitt þess vegna varð staðurinn einstaklega áhugaverður – jarðfræðilega séð. Af stallinum voru 3-4 lóðréttir metrar niður á sprungugólfið. Hún endaði annars vegar þarna að sunnanverðu, en hélt hins vegar áfram inn undir hraunið til norðurs.

Köldunámur

Köldunámur.

Stiginn, sem tekinn hafði verið með til málamynda og átti að duga til að komast alveg niður á botn, reyndist of stuttur.
Sennilega er þetta áhugavert jarðfræðifyrirbæri og því ástæðulaust að láta það óskoðað. Ljóst er að fyrirbærið er sprunga, eða hluti sprungu. Hún liggur áfram til norðurs, undir nýrri klepragíg (í ca. 6 metra fjarlægð). Hvað þar gæti verið hefur enn ekki verið kannað. Til að fara að engu óðslega eða tefla í tvísýnu var ákveðið að láta staðar numið að sinni.

Köldunámur

Köldunámur.

Umhverfið er stórbrotið, a.m.k. í tvennum skilningi, en þriðji skilningurinn og sá auðsýnilegasti, er hins vegar þversögn. Ofan við opið er misgengi, eitt hið fallegasta á Reykjanesskaganum sem og á öllum landflekamótum Evrasíu og Ameríku, auk þess sem hraungambrinn er óvíða fegurri og litumskiptanlegri í þurrka- (grár) og vætutíð (grænn) en einmitt þarna. Í þversögninni felst sú ófegurð, sem hjól torfærutækjanna hefur markað nýlega í annars ósnertan hraungambrann – þvert á milli Hrauntungustígs og þess ónafngreinda er liggur með Hrútagjánni að Hrúthólma. Hvar er allt það sýnilega eftirlit lögreglu, sem svo margþvælt hefur verið um að undanförnu. Getur verið að áherslan hafi bara verið lögð á föruna en fjöllin orðið afskipt?
Þegar til baka var komið varð ekki hjá komist að bjóða jarðfræðingi Íslands nr.1, Kristjáni Sæmundssyni, í lokaleiðangurinn (Ellefuhundruðogfimmtíu II). Í framhaldi af ferðinni var honum send eftirfarandi tölvupósboð: „Vorum að ferli í hrauninu vestan Hrútagjár fyrir skömmu. Fundum jarðfall og niðriundir sprungu í Hrútagjárhrauni, undir nýrra hrauni, sem komið hefur úr gígaröð ofan hennar. Sprungan liggur undir einn gíginn. Hún hefur ekki verið könnuð því til þess þarf bæði reipi og stiga. Ætlunin er að fara þangað, með reipi og stiga, síðdegis í næstu viku. Gaman væri ef þú gætir slegist með í för. Um er að ræða um 20 mín. göngu að opinu um slétt mosahraun.“
Næst þegar farið verður á staðinn verður bæði reipið og hæfilega langur stigi með í för. Þá verður að öllum líkindum hægt að fullkanna fyrirbærið (sjá Ellefuhundruðogfimmtíu II).
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og
2 mínútur.

Heimildir m.a.:
-http://www.flensborg.is/sisi/hafnarfj/listi.htm.htm

Hrútargjárdyngja

Hrútargjárdyngja – hraunið er varð undirstaða Hraunabæjanna.

 

Fjallið eina

 Ætlunin var að ganga um Hrútagjárdyngju, skoða hana og reyna að glöggvast á tilurð hennar. Þá var tilgangurinn að halda niður fyrir dyngjusvæðið og skoða nokkra hraunhella norðan hennar, s.s. Steinbogahelli, Maístjörnuna, Húshelli, Snagann, Híðið sem og fleiri hella.

Reykjanesskaginn fyrir u.þ.b. 11.000 árum

Eitt af stærstu hraununum í kringum Hafnarfjörð er komið úr Hrútagjárdyngju. Upptök þess eru nyrst í Móháls[a]dal. Á gígsvæðinu er allmikil gjá sem heitir Hrútagjá og við hana er dyngjan kennd. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og hefur myndað ströndina milli Vatnleysuvíkur og Straumsvíkur. Í daglegu tali gengur stærsti hluti hraunsins undir nafninu Almenningur. Öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hún hafi myndast fyrir 4000- 5000 árum (leiðréttur aldur ~ 4500). Hraunin ná yfir 80 km2 svæði.
Ljóst er þó, þegar gengið er um Dyngjuna og umhverfis hana, að hér hefur ekki verið um eina goshrinu að ræða heldur a.m.k. tvær eða fleiri. Nýjustu ummerkin sjást hvað best suðaustast í Hrútagjárdyngjunni. Þar er gígur og hrauntröð. Verksummerki eftir miðkaflan sjást hins vegar gleggst vestan við mikla hrauntjörn sunnanlega á dyngjusvæðinu og í hrauntröð út frá henni til norðurs. Þar hefur glóandi hraunkvikan leitað sér leiðar út úr gamla dyngjusvæðinu nyrst í henni. Á leiðinni hefur kvikan smurt eldra hraunið upp í u.þ.b. 3 metra hæð.
Í HrútagjárdyngjuSvo virðist sem mótunarsagan hafi verið eitthvað á þessa leið: Mikið dyngjugos hefur orðið vestan undir Sveifluhálsi, efst í brúnum þar sem hallar til vesturs og norðurs. Í jarðfræðibókum segir að dyngja sé  eldfjall sem myndast í löngu flæðigosi á hringlaga gosopi. Geysimikið hraun hefur runnið frá gígnum á löngum tíma, hugsanlega tugum ára, og stækkað innanverðan Reykjanesskagann verulega.
„Dyngjur myndast við eitt flæðigos upp um pípulaga eldrás. Talið er að gosin standi mánuðum og jafnvel árum saman. Gígurinn er í dyngjuhvirflinum og kraumar þar þunn kvikan meðan á gosinu stendur. Við og við vellur hún út yfir gígbarmana og sendir þunnar hraunspýjur niður hlíðarnar eða finnur sér leið úr gígnum um hraungöng sem opnast neðar í hlíðum fjallsins. Þannig myndar kvikan þunnar hraunspýjur sem runnið geta langar leiðir og leggjast hver ofan á aðra þannig að hraunið verður lagskipt en þó án millilaga úr gjalli eða jarðvegslögum. Gott dæmi um slíka lagskiptingu má sjá í vegg Almannagjár.“ Dæmi þessa má einnig sjá í misgengisvegg Sauðabrekkugjár sem og í jaðargjám dyngjunnar.

Gamla og nýja Hrútagjárdyngjuhraunin

Á þennan hátt hlaðast upp hraunskildir úr helluhraunslögum og eru hlíðarnar yfirleitt með 6° til 8° halla. Gígbarmarnir rísa ekki yfir umhverfið en fyrir kemur að hraundrýli rísi meðfram gígbörmunum eins og sjá má á Selvogsheið. Í hraundrýlunum og í nágrenni þeirra má oft sjá pípulaga bergmola sem myndast þegar gas brýtur sér leið í gegnum hálfstorknaða kvikuna. Algengt er einnig að hrauntjarnirnar tæmist og myndast þá oft djúpur ketill með bröttum veggjum.
Engar dyngjur hafa gosið á Íslandi síðustu 2000 árin ef frá er talinn hraunskjöldur Surtseyjar, sem er á mörkum eldborgar og dyngju.“
Gamli gígurinn í Hrútagjárdyngju, sem gaf af sér hina miklu kviku, sést enn, en hefur nánast fyllst af nýrra hrauni. Þegar innskot þrýsti afmörkuðu svæði upp og myndaði veggina fyrrnefndu sat massívur gígtappinn eftir og myndaði stóra skál. Mjög þunnfljótandi hraun úr öðru gosi, líklega fyrir u.þ.b. 3000-2000 árum, hefur svo komið upp úr stuttri  og staðbundinni gígaröð nálægt gamla gígnum. Líklega hefur þar verið um að ræða nokkurs konar blandgos með miklum undirþrýstingi áður en kvikan náði yfirborðinu. Ógurlegur þrýstingur frá innskotinu hefur myndast á afmörkuðu svæði undir kvikuhólfinu. Storknað yfirborðið hefur verið tiltölulega þunnt svo landið bæði reis hægt og rólega auk þess sem þrýstingur myndaðist út frá miðjustróknum. Við það lyftist svæðið um 10-15 metra og myndaði nokkurs konar skál, sem fyrr er lýst. Þegar glóandi þunnfljótandi kvikan komst loks upp á yfirborðið og nánast barmafyllti skálina. Kvika rann yfir barmana að norðaustanverðu og til suðurs. Mikil hrauntjörn myndaðist austan við gígana. Kvikan hefur loks náð að bræða sér leið út úr henni til norðurs, sem fyrr sagði. Glóandi hrauneðjan streymdi niður hlíðina suðaustan við fjallið eina og út með skálbörmunum beggja vegna. Vel má sjá hvernig nýrra hraunið hefur staðnæmst í kvos milli barmanna að norðaustanverðu og Sandfells. Þar má og sjá hvernig „gólfið“ á eldra Hrútagjárdyngjuhrauninu (5-7 þúsund ára) hefur risið upp við þrýstinginn og á köflum myndað nánast lóðréttan vegg.
Allan hringinn í Í Steinbogahellikringum skálina eru hrikalegar brotagjár er gefa til kynna þvílíkir ógnakraftar hafa verið að verki þegar landið reis. Þetta gos hefur að öllum líkindum verið skammvinnt. Bæði sést þá á því hversu hraunið er slétt og óbrotið. Það er mjög þunnt og gróður á því er einungis hraungambri. Í gamla Hrútagjárdyngjuhrauninu eru nánast allar gerðir jurta og í hluta þess var tekið hrís til eldiviðar eftir landnám og langt fram á 19. öld. Eftir gosið hefur dyngjusvæðið sigið á ný, en ekki nánast eins mikið og það hafði áður risið. Sprunguhlutar inni á dyngusvæðinu gefa þykkt nýja hraunsins glögglega til kynna. Þær hafa orðið til við landrek, þ.e. þegar meginflekar Evrópu og Ameríku hafa verið að leita hvor frá öðrum.
Ekki er ólíklegt að jarðhræringarnar hafi orðið í sömu goshrinu og sjá má afleiðingarnar af á börmum Sauðabrekkugjár. Þar hefur land bæði reisið og sigið, en jafnframt gefið af sér mjög þunnfljótandi hraun á afmarkaðri sprungurein, sem runnið hefur um stuttan tíma, öðru hvoru megin við gosið 1151.
Um og í kringum sögulegan tíma hefur orðið enn eitt gosið í Hrútagjárdyngju, eða hluta hennar. Gosið hefur á óreglulegri sprungurein. Hluti hennar hefur legið austarlega í dyngjunni, en einungis gefið af sér mjög staðbundið hraun, einkum gjall.
Opið á MaístjörnunniGengið var eftir hrauntröðinni til norðurs. Glögglega mátti sjá að hér hefur verið um sprungu að ræða er myndast hafði þegar dyngjusvæðið reis seinna sinnið. Hraunkvikan hefur leitað sér þarna leið út úr hrauntjörninni. Í gjánni er lítil rás niður á við. Líklega hefur kvikan náð að bræða sér leið þar niður og hluti hennar leitað þar um niðurfall því gjáin hækkar norðan þess. Ef kvikan hefði ekki náð að renna þarna niður væri botn gjárinnar miklu mun sléttari í dag.
Komið var við í Steinbogahelli, Húshelli og Maístjörnunni. Síðastnefndi hellirinn var ekki skoðaður að þessu sinni, enda bæði viðkvæmur og vandmeðfarinn. Litið var á op Híðisins, Aðventu og Snagans (sjá HÉR), auk nokkurra annarra hraunhella á svæðinu. Sumir þeirra eru 200-500 metra langir. Allir hellarnir eiga það þó sammerkt að þeir eru á tiltölulega afmörkuðu svæði, þar sem hallinn er einna mestur eftir að hraunkvikan kom út frá dyngjunni. Hluti þeirra er í gamla hrauninu, en einnig má sjá hella í nýrra hrauninu. Þeir eru þó minni og styttri. Sjá meira HÉR.
Húshellir dregur nafn sitt af hlöðnu húsi inni í hellinum. Tengist tilgáta um uppruna þess veru útilegumanna á svæðinu (sjá meira HÉR).
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Jarðfræðiglósur GK –  http://www.mr.is

Í Húshelli