Tag Archive for: Illir

Arnarseturshraun

Eldvarpahraunin, Arnarseturshraun, Illahraun, Blettahraun og Bræðrahraun voru fyrrum nefnd Illuhraun. Nú nær Illahraunsnafnið þrengra yfir hraunkargann sunnan og suðvestan við Bláa lónið. Hraunin öll teljast til Reykjaneselda á tímabilinu 1211-1240.
Kubbur-21Í Eldvörpum nær suðurendi Eldvarpagígaraðarinnar frá suðvestanverðu Staðarbergi, þar sem hraunið rann í sjó, en í norðaustri endar hún tæpa 2 km vestur af Bláa lóninu, við svonefndan Lat. Hún er alls um 10 km löng en nokkuð slitrótt. Mest hraunframleiðsla hefur verið á nýjustu sprungureininni í Eldvörpum, skammt sunnan miðju gígaraðarinnar.
Arnarseturshraun og Illahraun eru talin vera frá því stuttu eftir 1226, líklega nokkrum árum, en þau runnu bæði inn á Eldvarpahraun.
Á nýlegri loftmynd af hraunasvæðinu má glögglega sjá djúpa hrauntröð. Ætlunin var að ganga um hraunssvæðið norðan við Bláa lónið, leita að framangreindri hrauntröð og koma síðan m.a. við í hellinum Kubb og jafnvel fleiri óþekktum hellarásum á svæðinu. Ein þeirra reyndist vera hin dulúlegi Illir.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Grindavík

Grindavík – Þorbjörn. Illahraun fremst.