Tag Archive for: Ingólfur Arnarsson

Ingólfur Arnarsson

Í ritstjórnargrein MBL 17. ágúst 1986, sem ber yfirskriftina „Reykjavík 200 ára“ segir m.a.:

Reykjavík

Aðalstræti – fyrrum búsvæði Ingólfs Arnarssonar.

„Um þessa helgi og sérstaklega á morgun, 18. ágúst, er þess minnst með glæsilegum hætti, að 200 ár eru liðin síðan Reykjavík og fimm kaupstöðum öðrum voru veitt kaupstaðarréttindi. Á árinu 1786 hófst saga Reykjavíkurkaupstaðar, saga, sem lýkur ekki, á meðan byggð helst á Íslandi.

Reykjavík

Reykjavík.

Gildi Reykjavíkur fyrir íslenskt þjóðlíf verður seint metið til fulls. Þegar þéttbýli var að myndast þar og annars staðar, voru þeir margir hér á landi, sem töldu þá þróun af hinu illa og að hún myndi spilla menningu og lífi þjóðarinnar.
Á sínum tíma urðu margir um kyrrt í Reykjavík, sem ætluðu aðeins að hafa þar viðdvöl á leið sinni til Vesturheims. Hið sama á við enn þann dag í dag, menn finna kröftum sínum viðnám í borgarsamfélaginu og þurfa ekki að leita út fyrir landsteina í því skyni.“

Reykjavík

Reykjavíkurbréf 17.08.1986.

Í „Reykjavíkurbréfi“ á sömu síðu blaðsins er m.a. af gefnu tilefni fjallað um uppruna borgarinnar, sem reyndar hét þá Reykjarvík:
„Ekki verður annað sagt en ærið óbyrlega blési fyrir landi og þjóð, er árið 1786 rann upp, enda höfðu næstu árin á undan verið hvort öðru erfiðara og óhagstæðara fyrir allan landslýð, og svo átakanlega hafði landsmönnum fækkað, að ekki náði fjörutíu þúsund sálum.
Þó átti þetta ár að verða merkisár í sögu landsins. Með kgl. auglýsingu dagsettri 18. ágúst um sumarið, var gefið fyrirheit um verzlunarfrelsi, sem lengi hafði verið þráð af landsmönnum. Að vísu var það einskorðað við þegna Danakonungs og öðrum þjóðum óheimiluð áfram öll verzlunarviðskifti við landsmenn. En það skiftir mestu máli fyrir oss íbúa höfuðstaðarins, sem nú lifum, og gerir þetta ár að því merkisári í meðvitund vorri, sem það er og verður, að með þessari sömu auglýsingu voru Reykjavík (og fímm kaupstöðum öðrum) veitt kaupstaðarréttindi,
svo að segja má, að á þessu ári hefjist saga Reykjavíkurkaupstaðar.“

Reykjavík

Árbækur Reykjavíkur 1786-1930.

Þannig hefst bókin Árbækur Reykjavíkur 1786-1936 eftir dr. Jón Helgason biskup, sem kom út 1941. Höfundur segist rita verkið í von um, að einhver gæti síðar meir notað þau „drög að Reykjavíkursögu“, sem í ritinu geymdust, við samningu fullkomnari sögu bæjarins. Í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar verður nú ráðist í að skrá þessa sögu, hafa þeir Guðjón Friðriksson og Eggert Þór Bernharðsson verið fengnir til þess. Við ritun sögu Reykjavíkur er unnt að nýta margar heimildir. Fyrsta reglulega Reykjavíkursagan, Saga Reykjavíkur, var skráð af Klemenz Jónssyni, landritara og ráðherra, og kom út í tveimur bindum á árinu 1929.

Bær Ingólfs Arnarsonar
Enginn hefur ritað meira um sögu Reykjavíkur hér í Morgunblaðið en Árni Óla, blaðamaður. Hafa ritgerðir hans og sagnaþættir auk þess verið gefnir út í mörgum bókum.

Árni Óla

Árni Óla (1888-1979).

Eins og svo mörgum öðrum, sem um Reykjavík fjalla, var Árna Óla það hugleikið, að fyrsti landnámsmaðurinn settist að, þar sem síðan varð höfuðborg. Síðasta ritsmíð Árna um þetta efni heitir Verndið helgar tóftir og er frá 1968. Þar segir meðal annars:
„Mér hefír löngum verið mikið áhugamál, að Reykjavík glataði sem fæstu af minningaarfi sínum. En þar sem ég geri ráð fyrir, að héðan af muni ég leggja fátt til þeirra mála, þá knýr hugur mig nú fast til þess að lokum að eggja Reykvíkinga lögeggjan, að láta ekki helgasta söguarf sinn og minningar fara forgörðum.
Hér í hjarta höfuðborgarinnar er helgasti reitur þessa lands og hefir forsjónin falið hann vernd og umhyggju borgarbúa. Helgi hans er bjartari og meiri en sagnhelgi Þingvalla og menningarhelgi biskupsstólanna fomu. Þetta er reiturinn, þar sem fyrsti landnámsmaður Íslands, Ingólfur Arnarson, reisti hinn fyrsta íslenska bæ að tilvísan guðanna.

Reykjavík

Reykjavík – fornleifakort af miðbænum.

Fyrir rúmum 100 árum var til félag menntamanna hér í Reykjavik og nefndist Kvöldfélagið. Það hóf fyrst umræður um það 1864 hvernig Íslendingar, og þó einkum Reykvíkingar ættu að minnast þúsund ára byggingar Íslands árið 1874. Og þá gaf það út ávarp til Reykvíkinga og lauk því á þessum orðum: Allir erum vér Reykvíkingar leiguliðar Ingólfs og höfum honum mikla landskuld aðgjalda. Nú er komið að skuldadögunum. Annað ávarp sömdu nokkrir merkir menn í desembermánuði 1959, þar sem því var beint til Alþingis og ríkisstjómar, forráðamanna Reykjavíkur og allrar þjóðarinnar að bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar við Aðalstræti verði friðlýst sem þjóðlegur helgistaður (leturbr. mín).
Í þessu ávarpi segir meðal annars: „Frá höfuðsetri Ingólfs í Reykjavík, á dögum sjálfs hans og nánustu niðja hans og með þeirra ráði, þróaðist hið íslenzka þjóðfélag og lýðveldi, með allsherjarlögum, alþingi við Öxará og allsherjargoða í Reykjavík.

Reykjavík

Reykjavík – fornleifakort af miðbænum.

Efalaust verður að telja, að bær Ingólfs í Reykjavík hafi staðið við sunnanvert Aðalstræti að vestan, andspænis þeim stað þar sem síðar var kirkjan og gamli kirkjugarðurinn. Öllum má kunnugt vera, hversu það bar til, að höfuðborg landsins var reist á túnum og tóftum hins fyrsta landnámsmanns, þar sem ævafom sögn hermir að guðimir hafi vísað honum til bólfestu. Söguhelgi þessa staðar er sameign allra Íslendinga. Engin þjóð önnur kann frá slíkum atburðum að segja úr sinni sögu, þar sem í einn stað koma upphaf og framtíð. Ekki þarf orða við um það, að
bæjarstæði Ingólfs á að vera um aldur og ævi friðhelgur þjóðminningarstaður.“
Það var einvalalið, sem ritaði nöfn sín undir ávarp þetta: Bjarni Jónsson vígslubiskup, Einar Ól. Sveinsson prófessor, Guðni Jónsson prófessor, Helgi Hjörvar rithöfundur, Kristján Eldjám þjóðminjavörður, Magnús Már Lárusson prófessor, Matthías Þórðarson fyrrv. þjóðminjavörður, Ólafur Lárusson prófessor, Pétur Benediktsson bankastjóri, Ragnar Jónsson forstjóri, Sigurbjöm Einarsson biskup, Sigurður Nordal prófessor, Tómas Guðmundsson skáld og Þorkell Jóhannesson háskólarektor.

Reykjavík

Reykjavík – fornleifauppgröftur í Aðalstræti.

Senn líður að því, að vér eigum að minnast 11 alda afmælis landnámsins, og vér höfum eigi enn goldið Ingólfi landskuldina, né heldur rækt þá höfuðskyldu, er á oss hvílir, að friða um aldur og ævi stað hinna „helgu höfuðtófta“ fyrsta landnámsmannsins.
Enginn maður þarf að vera í vafa um, hvar þessar höfuðtóftir voru. Um það höfum vér einróma álit þeirra merku manna, er sendu ávarpið 1959. Verður ávarp þetta að teljast fullnaðarúrskurður um hvar bær Ingólfs Arnarsonar hafi staðið.“
Í fyrrgreindu ávarpi segir meðal annars fyrir utan þau orð, er Árni Óla vitnar til: „Það er og ályktun vor, að friðhelgun þessa staðar sé ekki og skuli ekki vera háð sérstakri húsbyggingu né miklum mannvirkjum á þessum stað, heldur skyldi reisa þar minnismerki í einhverri mynd, eða marka staðinn að sinni, en friðaður gróðurreitur fyrir almenning gerður þar umhverfis.

Reykjavík

Reykjavík – skáli (langeldur) eftir forneifauppgröft í Aðalstræti.

Árið 1974 mætti gefa efni til, að virðulegum áfanga væri náð í þessu máli, en þá mun verða talið ellefu alda afmæli Íslandsbyggðar og landnáms Ingólfs.“

Fornleifagröftur

Á þeim tíma, sem þetta ávarp var samið, urðu töluverðar umræður um bæjarstæði Ingólfs Amarsonar. Helgi Hjörvar ritaði á árinu 1961 nokkrar greinar um málið hér í Morgunblaðið. Í tilefni af því, að nú rétt fyrir 200 ára afmælisdag höfuðborgarinnar hefur verið kynnt niðurstaða í samkeppni um nýtt húsnæði fyrir Alþingi, er forvitnilegt að rifja upp þennan kafla úr einni af Morgunblaðsgreinum Helga (1. febrúar 1961): „Alþing hins íslenzka lýðveldis ætti að reisa hús sitt á bæjartóftum Ingólfs, hins fyrsta landnámsmanns á Íslandi, á tóftum Þorsteins Ingólfssonar, sem var sjálfur frumkvöðull að allsherjarríki á Íslandi, í sóknarbroddi að stofnun alþingis á Þingvelli, forvígismaður lagasetningar, fyrsti allsherjargoðinn.

Reykjavík

Reykjavík – uppgröftur í Alþingisreitinn.

Þorsteinn flutti fórnarblóðið til Þingvalla úr hofi föður síns. Hann gerði Þingvöll heilagan frá Reykjavík. Þegar Jón Sigurðsson flutti Alþingi aftur til Reykjavíkur, þá flutti hann þingið með vissum hætti heim aftur, til síns uppruna. Þá voru mönnum þessir furðulegu þræðir örlaganna ekki svo ljósir sem nú er orðið.“
Vegna Morgunblaðsgreina Helga Hjörvar um bústað Ingólfs var eftirfarandi sagt í Reykjavíkurbréfí 15. júlí 1961: „Ætla verður að bær Ingólfs hafi staðið þar sem nú er horn Aðalstrætis og Túngötu eða þar á næstu slóðum. Með því mæla allar líkur, enda koma beztu fræðimenn sér saman um það. Úr þessu verður sennilega aldrei skorið til fulls, en uppgröftur sunnan við Herkastalann fyrir nokkrum árum studdi mjög fyrri rök fræðimanna.

Reykjavík

Reykjavík 1836 – August Mayer.

Helgi Hjörvar hefur með réttu hneykslazt á, að þeim uppgreftri var ekki sinnt sem skyldi. Úr því verður ekki bætt héðan af. En nú er nýlega búið að rífa neðsta húsið við Túngötu, er stóð andspænis Suðurgötu og mikill hluti Andersenslóðarinnar er enn óbyggður. Leikmönnum virðist svo sem nú sé einstætt tækifæri til að grafa á þessum slóðum og kanna hvort einhverjar fornar minjar finnist í jörðu. Þó að slíkur uppgröftur geti líklega ekki eðli málsins samkvæmt skorið úr um það, hvort fyrsta byggð Reykjavíkur var á þessum slóðum, sýnist hvergi fremur ástaeða til fornleifagraftar hér á landi en einmitt þarna. Menn mega því ekki láta þetta tækifæri sér úr greipum ganga.“

Reykjavík

Reykjavík – fornskáli í Aðalstræti eftir fornleifauppgröft.

Fyrir ellefu alda afmæli Íslandsbyggðar 1974 beitti Reykjavíkurborg sér fyrir fornleifagreftri á þessum stað. Í byrjun júlí 1971 hófst fornleifagröftur á horni Aðalstrætis og Túngötu. Var sænskur fornleifafræðingur, Bengt Schönbeek, ráðinn til að hafa umsjón með verkinu. Vann hann við það ásamt konu sinni, Else Nordahl, sem einnig er fornleifafræðingur. Stjórnuðu þau rannsóknum þarna í nokkur sumur, og með þeim unnu bæði fornleifafræðingar, nemendur í fornleifafræði, jarðfræðingar og ósérhæft fólk. Þorkell Grímsson vann þarna í umboði Þjóðminjasafns. Reykjavíkurborg kostaði verkið. Því miður hefur ekki enn verið lögð fram endanleg greinargerð um niðurstöður þessara rannsókna, þótt leikmönnum sýnist, að tími til að vinna þær sé orðinn meiri en nægur.

Aðalstræti

Landnámsskálinn í Aðalstræti.

Hitt er vitað, að fornleifagröfturinn leiddi í ljós órækar sannanir fyrir því, að þarna var byggð á landnámsöld. Eða svo vitnað sé til orða dr. Kristjáns Eldjárns á Reykjavíkurráðstefnu 1974: „Ég undirstrika það að lokum, að engin sýnileg fomfræðileg ástæða virðist til að rengja að landnám hafí hafizt á þeim tíma sem Ari nefnir, nefnilega 870 eftir burð Krists,
heldur benda fornleifar hér á landi miklu fremur til þess að það geti verið laukrétt og um leið að líta megi á það sem sögulega vissu að þá hafí Reykjavík byggzt.“

Reykjavík höfuðstaður
Þegar minnst var 150 ára afmælis kaupstaðarréttinda Reykjavíkur, kom út ritið Þættir úr sögu Reykjavíkur. Var félagið Ingólfur útgefandi þess. Félagið starfaði á árunum 1934-42 og var Georg Ólafsson, bankastjóri, formaður þess til 1940 en síðan Bjarni Benediktsson, þáverandi borgarstjóri. Gaf félagið út 26 ritverk, stór og smá. Félagið Ingólfur var endurreist á fundi 14. nóvember 1981 og hafði dr. Björn Þorsteinsson, prófessor, forgöngu um það, en Steingrímur Jónsson er formaður félagsins. Tilgangur þess er að gefa út rit er heiti: Landnám Ingólfs og hafa verið gefín út tvö bindi í safninu frá endurreisn félagsins.

Landnám

Landnám Ingólfs – Safn til sögu þess, I. bindi.

Í fyrrgreindu afmælisriti, sem félagið Ingólfur gaf út 1936, er ritgerð eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, útvarpsstjóra, sem heitir: Hversu Reykjavík varð höfuðstaður. Þar er skýrt frá því, að Skúli fógeti Magnússon „varð til þess sjálfrátt og ósjálfrátt, að leggja grundvöll hins íslenzka höfuðstaðar í skjóli stjórnar- og viðskiptastefnu hins upplýsta einveldis. En hann og hrakfarir erlendrar einokunar urðu til þess að lyfta undir trúna á tilraunimar til að þess að bæta ástandið á íslenzkum grundvelli. Á þeim grundvelli reis Reykjavík sem höfuðstaður nýs lífs í nýju landi.“
Segir Vilhjálmur að nú finnist mönnum það máske ekkert merkilegt, hvað Skúla fógeta og fylgismönnum tókst þegar þeir lögðu í hina þjóðlegu íslensku viðreisnarbaráttu nýjan þátt, baráttuna fyrir efnalegri endurreisn atvinnulífsins í landinu. En þá hafi þetta verið „það merkilegasta, sem fyrir þjóðina hafði komið í mörg hundrað ár og það svo, að mikill hluti Íslendinga þumbaðist á móti þessu, á meðan hann gat. Það, sem um var að ræða, og það, sem stórhugur og framkvæmdaþrek Skúla fógeta vildi koma hér á, var nýtt íslenzkt þjóðfélag, verklega og fjárhagslega séð, ný íslenzk verzlun, peningaverzlun, og ný íslenzk sjósókn og íslenzkur iðnaður. Hið sýnilega tákn þessarar nýju íslenzku menningar var Reykjavík.“

Vilhjálmur V. Gíslason

Vilhjálmur Þ. Gíslason (1897-1982).

Í ritgerð sinni segir Vilhjálmur Þ. Gíslason, að sú almenna skoðun hafí legið í loftinu, að Reykjavík hafi verið valin sem tilraunastöð hins nýja atvinnulífs, af því að hún var bær fyrsta landsnámsmannsins. Hann bendir á, að í Reykjavíkursögu sinni telji Klemenz Jónsson, að þetta muni að minnsta kosti með fram hafa ráðið staðnum. „En þetta er eflaust ekki rétt,“ segir Vilhjálmur og minnir á þau orð Eggerts Ólafssonar í ferðabókinni, að enginn hafi hugsað um það, að í Reykjavík var elsti bær landsins og bústaður fyrsta landnámsmannsins, þegar innréttingunum var valinn þar staður. Sama segi Eggert í einu kvæði sínu, Mánamálum, að enginn hafi munað, að í Reykjavík væru „helgar tóftir“ hins fyrsta landnámsmanns.
Vilhjálmur segir, að Reykjavík hafi vantað virðuleikann. Um þetta hafí Skúli fógeti ekki hugsað í fyrstu eða ekki tekið eftir því. En hér hafi Eggert Ólafsson, einn helsti aðdáandi Skúla, komið til sögunnar. Hann hafi gert sér grein fyrir því, að til að hin nýja atvinnumálastefna bæjarmenningarinnar í Reykjavík ætti að heppnast, þyrfti hún ekki einungis að vera reist á rökum hagfræðinnar og hinnar nýju náttúrufræði um hagnýtingu landsgæðanna, heldur þyrfti Reykjavík einnig að tileinka sér þann þjóðlega, sögulega grundvöll, sem eldri sveitamenning og stórbýlaskipulag hvíldi á og verða þjóðlegur framtíðarbær á sögulegum grundvelli.

Reykjavík

Ferðabók Eggerts – Vilhjálmur Þ. Gíslason.

„Þann grundvöll fann Eggert í þeirri staðreynd, að Reykjavík var einhver elzti sögustaður landsins og helgur staður hins fyrsta landnámsmanns. Þannig varð Eggert Ólafsson höfundur hinnar nýju Ingólfshelgi í landinu og hvatamaður hinnar þjóðlegu Reykjavíkur, eins og Skúli er stofnandi Reykjavíkur sem verzlunar- og atvinnubæjar.“

Alþingi í Reykjavík
Hér verður ekki rakin saga byggðarþróunar í Reykjavík eða lýst reiptogi milli embættismanna og kaupmanna. Smám saman safnaðist valdið í þjóðfélaginu á hendur manna, sem bjuggu í bænum. Menn skiptust í flokka um það, hvar skóli og biskupsstóll ættu að vera, en deildu laust fyrir miðja 19. öld enn ákafar um það, hvar þingstaður þjóðarinnar ætti að vera. Í konungsauglýsingunni frá 1840 um endurreisn Alþingis var hugmyndinni um að þingið skyldi endurreist á Þingvöllum gefíð undir fótinn. Jón Sigurðsson beitti sér fyrir því af festu og rökvísi, að Alþingi yrði í Reykjavík. Um þetta segir Vilhjálmur Þ. Gíslason: „Jón Sigurðsson er að vísu engu ómælskari en Þingvallamennirnir sjálfir, þegar hann er að tala um hinn forna alþingisstað: „Hvergi væri því hátíðlegri staður en við Öxará til að byrja starf það, sem vekja skal oss og niðja vora til föðurlandsástar og framkvæmdarsemi, slíkra sem sæmir siðuðum og menntuðum mönnum á þessari öld,“ segir hann og enn fremur:

Víkingur

Íslenskur víkingur á alþingishátíðinni 1930.

„Sá mætti vera tilfinningarlaus Íslendingur, sem ekki fyndi til föðurlandsástar eða nokkurra djúpra hugsana, þegar hann kemur á þann stað, sem Alþingi feðra vorra hefír staðið. Náttúran hefir í fyrstu sett þar á merki sitt, eitthvert hið stórkostlegasta, sem hún á til … sá staður hefir verið vitni til hins bezta og ágætasta, sem fram hefir farið á landi voru: til heitrar trúar og sambands hinnar fyrstu kristnu, til margra viturlegra ráðstafana, til að halda við góðri stjórn og reglu í landinu, til baráttu feðra vorra fyrir frelsi sínu…“

Hvað á nú Reykjavík á móti þessu öllu?
Jón Sigurðsson telur sjálfur fram ýmsa kosti Reykjavíkur — „ekki ófagurt bæjarstæði“, nóg rými til bygginga, góða höfn og víða, stutt til aðdrátta á sjó og landi frá beztu héruðum og samgöngur jafnhægastar til alls landsins og til útlanda, og loks telur hann það, að töluverður stofn sé í þeim embættis- og lærdómsmönnum, kaupmönnum og iðnaðarmönnum, sem þar séu. Þess vegna telur Jón Sigurðssom, að „þótt hugur og tilfinningar mæli fram með Þingvelli, þá mælir að minni hyggju skynsemi og forsjálni með Reykjavík“.

Landnám

Aðkoma landnámsmannanna.

Þótt menn hafi hatazt við Reykjavík af því að hún væri danskt óræsti og mótsnúin öllu þjóðerni Íslendinga, þá telur hann, „að það standi í voru valdi að gera hana íslenzka, ef vér viljum“. Jón Sigurðsson var samt ekki með Reykjavík sem alþingisstað, af því að þingið ætti að vera Reykjavík til framdráttar, þvert á móti af því „að þingið getur betur orðið það, sem því er ætlað í Reykjavík en á Þingvöllum“. Þessar og þvílíkar röksemdir Jóns Sigurðssonar og hans manna urðu ofan á, eins og kunnugt er. Þar með var Reykjavík í sannleika orðin höfuðstaður, og af Alþingi fékk hún nýjan virðuleik, vegna þeirrar helgi, sem hvíldi á hinni fornu stofnun, sem gekk í endumýjun lífdaga sinna, og Reykjavík varð þá einnig Alþingi gott hæli.“

Mikil saga

landnámsskáli

Reykjavík – minjar landnámsbæjar í Aðalstræti.

Í tilefni af 200 ára afmæli Reylgavíkur hefur hér verið staldrað við þá þætti úr sögu hennar, sem lúta að Ingólfshelginni og þeirri ákvörðun að endurreisa Alþingi hér á þessum stað. Saga mannlífs, atvinnu, menningar og lista er ekki síður merk. Þar er af mörgu að taka eins og sést af öllu því, sem um Reykjavík hefur verið ritað og á eftir að rita. Árið 1967 bundust Reykjavíkurborg og Sögufélagið samtökum um að hefja útgáfu á Safni til sögu Reykjavíkur, Ac.ta Civitatis Reykiavicences. Í þeim flokki hefur Lýður Björnsson annast útgáfu á tveimur bókum, Kaupstaður í hálfa öld 1786-1836 og Bæjarstjórn í mótun 1836-1872. Auk þess hafa komið út fjögur verk önnur í ritröðinni; tvö ritgerðasöfn: Reykjavík í 1100 ár og Reykjavík miðstöð þjóðlífs; og Ómagar og utangarðsfólk. Fátæktarmál Reykjavíkur 1786-1907 eftir Gísla Ágúst Gunnlaugsson og nú í tilefni 200 ára afmælisins Sveitin við sundin. Búskapur í Reykjavík 1870-1950 eftir Þóranni Valdimarsdóttur.

Reykjavík

Reykjavík – nútímalistaverk er minna á forna frægð. Svo virðist sem seinni tíma afkomendur hafi ekki tekist á skrá sig á spjöld sögunnar svo marktækt getur talist.

Reykjavík er borg er býður allt það, sem miklu fjölmennari borgir í milljónaþjóðfélögum veita. Þeirri þróun verður ekki snúið við og henni á ekki að snúa við. En því aðeins viðurkenna menn þau stórvirki, sem unnin hafa verið, að þeir meti þau í réttu ljósi. Þá birtu veitir rannsókn á fortíðinni. Nú á tímum hættir okkur til að leggja efnislegt mat á alla hluti, en eins og hér hefur verið leitast við að draga fram, er það eldmóður hugsjónanna, þróttur skáldanna, virðingin fyrir fortíðinni ásamt með skynsemi og forsjálni, sem hefur veitt Íslendingum þann kraft, er einn dugði til að gera Reykjavík að þeirri höfuðborg, sem nú fagnar 200 ára afmæli sínu.“

Heimild:
-Morgunblaðið, 182. tbl. 17.08.1986, Reykjavík 200 ára – Reykjavíkurbréf, bls. 32-33.

Reykjavík

Reykjavík – landnámsbæjarstæðið.

Ingólfur Arnarsson

Helgi Þorláksson, prófesor emeritus í sagnfræði við HÍ, svaraði spurningunni „Var Ingólfur Arnarsson til í alvörunni?“ á Vísindavefnum:

Helgi Þorláksson

Helgi Þorláksson.

„Um 1940 voru dásamlegir tímar í íslenskri miðaldasagnfræði, fræðimenn trúðu flestum Íslendingasögunum eins og nýju neti um menn og málefni 10. aldar en þeirri dýrð lauk um 1950. Því olli líklega einkum að bókfestukenningin svonefnda hafði skotið rótum. Hún nefndist öðru nafni íslenski skólinn og samkvæmt henni voru Íslendingasögur að mestu skáldskapur, og ónothæfar sem heimildir um menn og atburði tímabilsins frá um 870 til um 1050. Gætti aukinnar gagnrýni í allri notkun miðaldaheimilda og er tímaritið Saga, sem hóf göngu um miðja síðustu öld, skýr vitnisburður um slíkar hræringar.
Landnámabók taldist þó halda velli. Stundum er ósamræmi milli gerða hennar og sú gerðin sem helsti sérfræðingur síns tíma um Landnámu, Jón Jóhannesson, taldi standa næst frumtexta segir að Ingólfur hafi verið Björnólfsson. Jón benti á að Björnólfur kunni að hafa haft viðurnefnið örn. Þannig gat Ingólfur verið bæði Arnarson og Björnólfsson.

Ingólfur Arnarsson

Stytta Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli. Styttan var afhjúpuð árið 1924 og er afsteypa. Frummyndin var gerð árið 1907.

Um 1970 var hins vegar almennt farið að draga í efa vitnisburð Landnámu og Íslendingabókar um sögu Íslands fyrir 1050. Sjálfstæðisbaráttan var að baki, lýðveldið að verða aldarfjórðungs gamalt og eðlilegt að endurskoða gömul viðhorf. Hið nýja viðhorf var að heimildir eins og Landnáma segðu jafnvel meira um þá sem sögðu frá, létu festa frásagnir á skinn, en hina sem sagt var frá. Hin rétta spurning var þá ekki: Var Ingólfur til? Heldur: Hvaða tilgangur vakti fyrir þeim sem sögðu frá Ingólfi? Efasemdir komu jafnvel fram um Íslendingabók Ara fróða og það sem hann segir um Ingólf. Til greina þótti koma að það hefði verið samkomulagsatriði ráðamanna um 1120 að telja að Ingólfur hefði verið fyrstur og merkastur landnámsmanna, slíkt hefði getað þjónað hagsmunum ráðamanna á tímum Ara.

Ölfus

Inghóll á Ingólfsfjalli.

Örnefni voru líka gengisfelld sem heimildir um 1970, með svonefndri náttúrunafnakenningu. Höfundur hennar er Þórhallur Vilmundarson sem flutti röð rómaðra fyrirlestra árið 1966 og á næstu árum um kenninguna. Hún snýst um að mannanöfn séu lesin út úr örnefnum en ekki öfugt; örnefnin séu ekki endilega tengd mannanöfnum eins og Landnáma og aðrar heimildir gefa í skyn. Þannig er ing- í Ingólfshöfði standur, fyrirbæri í náttúrunni sem rís upp yfir umhverfi sitt. Höfundur benti líka á Inghól sem er efst á Ingólfsfjalli.

Vestmannaeyjar

Í Landnámabók segir að írskir þrælar Hjörleifs Hróðmarssonar úr Dalsfirði í Noregi, fóstbróður Ingólfs Arnarssonar, hafi fyrstir sest að í Heimaey og Vestmannaeyjar kenndar við þá. Nafngreindir voru þeir: Dufþakur, Geirröður, Skjaldbjörn, Halldór, Drafdritur og fleiri, alls tíu og bjuggust þeir fyrir í eyjunni um hríð, eða þar til Ingólfur kom og hefndi Hjörleifs fóstbróður síns sem þeir höfðu drepið. Ýmis örnefni í eyjunni eru enn við þá kennd svo sem Dufþekja og Halldórssandur.

Einfaldast væri að sniðganga Ingólf alveg. Þá er ritheimildum um hann hafnað og ekki fengist við spurninguna um það hvort hann var til. Sú saga gengur að fréttamaður hafi spurt fornleifafræðing einn um Ingólf Arnarson og hann svarað „Ingólfur hvaða?“ Þetta ætti einmitt að vera fyrsta spurning, hvaða Ingólfur er það sem við höfnum, höfnum við eingöngu vitnisburði ritheimilda um hann, ef til vill að vissu marki, eða höfnum við tilvist hans með öllu? Sagan í Landnámu um þá félaga, Ingólf og Hjörleif, ber skýr bókmenntaeinkenni, er vafalítið skáldskapur og miklar líkur til að Hjörleifur hafi ekki verið til, að minnsta kosti ekki í þeirri mynd sem birt er af honum í Landnámu.
Mér finnst einsýnt að hafna líka persónunni Ingólfi, eins og hann kemur fram í Landnámu. En merkir það að hinn ætlaði frumherji hafi ekki verið til, og verði jafnvel sniðgenginn með öllu? Ari fróði segir að landið hafi verið numið nærri 870 og vísar til þriggja heimildarmanna um þetta. Hann skrifar eins og Ingólfur hafi verið hinn mikli frumherji. Kannski vissi hann þetta ekki fyrir víst en vafalítið er að landnemar í Reykjavík komu snemma út. Fornleifarannsóknir sýna að menn voru á ferð í Reykjavík þegar fyrir 871 ± 2 ár. Hversu löngu fyrr er óljóst. Einhver var fyrstur og miðað við stöðu fornleifarannsókna er líklegt að það hafi verið landneminn í Reykjavík enda þekkjast ekki skýrar vísbendingar um að aðrir landnemar hafi verið fyrr á ferð annars staðar. Í öðru lagi er varla ástæða til að efast um að frumherjinn hafi verið af norskum uppruna og er það eins og Ari telur. Í þriðja lagi er líklegt að hann hafi numið allmikið land, fyrst hann kom snemma. Í fjórða lagi er líklegt að hann hafi getað látið til sín taka og verið áhrifamikill, eins og sagt er, hafi hann komið fyrstur eða manna fyrstur og fékk þetta forskot á aðra.

Skálafell

Skálafell austan Esju – tóft, sem aldrei hefur verið fornleifaskráð. Tóftarinnar er getið í Landnámu þegar Ingólfur er sagður hafa leitað Karla og fundið.

Það skiptir máli hér að Reykjavík var ekki höfðingjasetur, svo að séð verði, á 12. og 13. öld þegar sagðar voru sögur af Ingólfi, fyrirmynd annarra landnema, enda er Karli þræll látinn undrast í Landnámu að Ingólfur skyldi setjast að á útnesi. Þetta styður þá skoðun að það sé ekki tilbúningur frá 12. öld að frumherjinn hafi átt heima í Reykjavík, getur að minnsta kosti verið mun eldri sögn. Af Íslendingabók verður ráðið að sagnir um mikilvægi Ingólfs voru til áður en Ari samdi bókina.
Þótt efast sé um að tilgangurinn með Íslendingabók hafi verið algjörlega fræðilegur og því trúað að Ari kunni að þegja um sumt verður hann ekki auðveldlega sniðgenginn með öllu um Ingólf.

Ingólfshöfði

Ingólfshöfði – MWL.

En þótt þannig sé gerður munur á gildi frásagna um Ingólf og Hjörleif er heldur rýrt það sem eftir stendur um landnemann í Reykjavík. Hann hét kannski Ingólfur, var norskur, kom snemma, var ef til vill fyrstur og hann og afkomendur hans munu líklega hafa orðið nokkuð fyrirferðarmikil á elsta skeiði Íslandssögunnar. Eftir stendur það mat margra fræðimanna, lítt haggað, að ritheimildir séu ekki vænlegar til að færa okkur örugga vitneskju um persónur og atburði eða stjórnmálasögu fyrir 1050. Það má kannski segja að það sé samkomulagsatriði að telja, svo lengi sem annað afsannar það ekki, að hinn fyrsti landnemi hafi sest að í Reykjavík og heitið Ingólfur. Hvorugt vitum við þó fyrir víst, kannski voru einhverjir fyrr á ferð annars staðar og kannski er nafn Ingólfs lesið út úr örnefnum.“

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=7366
-Helgi Þorláksson prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ.

Ölfusá

Ölfusá. Ingólfsfjall fjær.
Selfoss er landnámsjörð Þóris Hersis Ásasonar en einnig er getið um vetursetu Ingólfs Arnarsonar 873-74 „undir Ingólfsfelli fyrir vestan Ölfusá“.

Skálafell

Skála Ingólfs Arnarssonar í Skálafelli er bæði getið í Íslendingabók Ara fróða og í Landnámu.

Íslendingabók

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

„Ari hinn fróði Þorgilsson Gellissonar ritaði fyrstur manna hér á landi að norrænu máli fræði bæði forna og nýja,“ segir Snorri Sturluson í Heimskringlu. „Þykir mér hans frásögn öll merkilegust.“ Í formála kveðst Ari fyrst hafa gert Íslendingabók að frumkvæði biskupanna Þorláks Runólfssonar og Ketils Þorsteinssonar og einnig sýnt hana Sæmundi presti hinum fróða. Hafi hann síðan endurskrifað bókina, en sleppt úr henni „áttartölu og konungaævi“, þ.e. íslenskum ættartölum og ævisögum Noregskonunga.

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

Fyrri gerð bókarinnar er glötuð, en Snorri hefur hagnýtt „konungaævina“ í Heimskringlu. En yngri gerðin hefur varðveist vel. Hún er samin um 1130 og geymir sögu Íslands frá landnámi fram til dauða Gissurar biskups Ísleifssonar 1118. Þetta er stutt en frábærlega traust heimilda­r­rit. Ari styðst við frásagnir manna sem hann vissi að voru spakir og „langt mundu fram“. Hann kann að telja alla lögsögumenn frá Hrafni Hængssyni sem tók lögsögu 1030 og skorðar tímatal atburða við embættisár þeirra. En mesta áherslu leggur hann á kristnitökuna árið 1000 og sögu fyrstu biskupanna í Skálholti, Ísleifs Gissurarsonar og Gissurar sonar hans.

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

Í Íslendingabók segir um skála Ingólfs í Skálafelli: „Ingólfr [við Hjöleifshöfða] vetr annann en um sumarit eptir fór hann vestr með sjó hann var hinn þriðja vetr undir Ingólfsfelli fur vestan Ölfusá þau misseri fundu þeir Vífill ok Karli öndvegissúlur hans við Arnarhvol fur neðan heiði 8 Ingólfr fór um vorit ofan um heiði hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komit hann bjó í Reykjarvík þar eru enn öndvegissúlur þær í eldhúsi En Ingólfr nam land millum Ölvusár ok Hvalfjarðar fur utan Brynjudalsá milli ok Öxarár ok öll nes út þá mælti Karli til ills fórum vèr um góð heröð er vèr skulum byggja útnes þetta hann hvarf á brott ok ambátt með honum Vífli gaf Ingólfr frelsi ók bygði hann á Vífilsstöðum við hann er kendt Vífilsfelt þar bjó hann lengi ok var skilríkr maðr Ingólfr lèt gera skála á Skálafelli þaðan sá hann reyki við Ölvusvatn ok fann þar Karla.“

Landnámabók

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

Landnáma telur helstu landnámsmenn Íslands, segir hvar þeir námu land og greinir nokkuð frá uppruna þeirra og afkomendum. Bókin var sett saman á fyrra hluta 12. aldar, og mun Ari fróði hafa verið riðinn við hina fyrstu gerð, en hún er nú löngu glötuð. Elstu varðveittar gerðir Landnámu eru frá síðara hluta 13. aldar og frá 14. öld, en þær eru mjög auknar með nýjum ættartölum og frásögnum af ýmsu tagi. Elst er Sturlubók, sett saman af Sturlu Þórðarsyni lögmanni (d. 1284). Næst er Hauksbók, gerð af Hauki lögmanni Erlendssyni (d. 1334). Kveðst Haukur hafa ritað sína Landnámabók „eftir þeirri bók sem ritað hafði herra Sturla lögmaður […] og eftir þeirri bók annarri er ritað hafði Styrmir hinn fróði“. Styrmir lést 1245, en Landnámabók hans er glötuð. Þriðja forna gerðin, Melabók, er aðeins varð­veitt í brotum, og er það mikið mein því að hún hefur að mörgu leyti staðið næst frumtext­anum.

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

– Sumt af viðaukum Sturlubókar (og Hauksbókar) er sótt í kunnar heimildir, til að mynda Íslendingasögur (Egils sögu, Eyrbyggju, Vatnsdælu o.fl.). En hin upprunalega Land­náma hefur verið gagnorð og traust heimild í líkingu við Íslendingabók. Sagt hefur verið, að þótt frumtextinn sé víða óvís eða glataður með öllu, séu þær gerðir Landnáma­bókar sem enn eru til merkustu heimildir sem nokkur þjóð á um uppruna sinn.

Í Landnámsbók segir: „Ingólfur fór um vorið ofan um heiði; hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið; hann bjó í Reykjarvík; þar eru enn öndugissúlur þær í eldhúsi. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár, og öll nes út.

Skáli Ingólfs

Skáli Ingólfs undir Skálafelli.

Þá mælti Karli: „Til ills fóru vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.“
Hann hvarf á brutt og ambátt með honum.
Vífli gaf Ingólfur frelsi, og byggði hann að Vífilstóftum; við hann er kennt Vífilsfell; þar bjó (hann) lengi, varð skilríkur maður.
Ingólfur lét gera skála á Skálafelli; þaðan sá hann reyki við Ölfusvatn og fann þar Karla.“

FERLIR skoðaði meintan skála Ingólfs í Skálafelli, sbr. meðfylgjandi myndir. Auk tóftarinnar má greina fleirri tóftir skammt frá henni.

Heimildir:
-Landnáma – 8. kafli.
-Íslendingabók, bls. 33.

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

Landnám

Í Lesbók Morgunblaðsins 1969 fjallar Árni Óla um „Kjalarnesþing og Alþingi hið forna“:

Árni Óla„Fundur landsins og landnám eru vitanlega að því leyti merkustu viðburðir í sögu landsins sem þeir eru nauðsynlegur undanfari alls þess, sem hér hefir síðar gerzt. Og vafalaust hafa margir landnámsmenn vorir unnið afreksverk um byggingu landsins. En landnámin eru þó eigi svo margþætt né svo mikil vitraun sem setning Alþingis var, stofnun allsherjarríkis og setning laga handa landsmönnum öllum. Það er hið ágætasta verk og hafa margir góðir menn að því unnið, enda þótt Úlfljótur hafi mest í því átt. Það hefir kostað mikinn tíma og fyrirhöfn, og hefir útheimt margar skýringar og fortölur. Hafa höfðingjar þeir, sem Úlfljótur ráðfærði sig við áður en hann sigldi, sennilega unnið nokkuð fyrir málið, og svo Grímur geitskör, er hann fór um landið. — Svo sagði Einar prófessor Arnórsson, (Skírnir 1930).

 

Ingólfur hét maður norrænn, er sannlega er sagt, að færi fyrstur þaðan til Íslands, þá er Haraldur hinn hárfagri var sextán vetra gamall, en í annað sinn fám vetrum síðar. Hann byggði suður í Reykjarvík. —

Þingvellir

Alþingi – þingstaðurinn á Þingvöllum.

Svo segir Ari ífróði í Íslendingabók. En í Hauksbók Landnámu segir svo: Ingólfur tók sér bústað, þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið. Hann bjó í Reykjarvík. Þar eru enn öndvegissúlur þær í eldhúsi. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar og öll nes út. Hann var frægastur allra landnámsmanna, því að hann kom hér að auðu landi og byggði fyrst landið, og gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum síðan. Ingólfur átti Hallveigu Fróðadóttur, systur Lofts hins gamla. Þeirra son var Þorsteinn, er þing lét setja á Kjalarnesi, áður alþingi væri sett.
Ingólfur var frægastur allra landnámsmanna vegna þess að hann nam hér fyrstur land. En ekki ætti hann síður að vera frægur fyrir hitt, að afkomendur hans og venslamenn stjórnuðu landinu fram að kristnitöku, eins og enn mun sagt verða.
Dr. Guðbrandur Vigfússon leit svo á, að þótt talið væri að Ísland hefði byggzt úr Noregi, þá hefði komið hingað á landnámsöld álíka margt fólk af keltnesku kyni eins og norsku. En norska kynið var „herraþjóðin“ í landinu, eins og glöggt má sjá af fornsögunum, og þær sýna líka að norsk menning og norskur hugsunarháttur hefir verið hér yfirgnæfandi. Í Noregi var byggð hagað öðruvísi en í öðrum germönskum nágrannalöndum. Í Svíþjóð, Danmörku og Þýzkalandi bjuggu menn í þorpum, en í Noregi voru sérstök bændabýli, og sama varð reglan hér á landi.

Landnám

Ingólfur og öndvegissúlurnar í Reykjavík.

Þeir, sem fyrstir komu, námu mjög víð lönd, en byggðu þau svo skipverjum sínum og öðrum er seinna komu. Með þessu móti höfðu þeir nokkurn liðsstyrk, ef á þá yrði ráðizt og jafnframt voru þeir þá höfðingjar, hver í sínu landnámi. Vegna þessa stefndi allt að því, að hér risi upp smáríki, eins og var í Noregi áður en Haraldur hárfagri lagði land allt undir sig.

Esjuberg

Esjuberg – Leiðvöllur 1946.

Þessir fyrstu héraðshöfðingjar stjórnuðu svo landinu um hríð, án þess að nokkur sameiginleg lög væru hér gildandi. Að vísu komu þeir með nokkrar norskar venjur viðvíkjandi eignarhaldi einstaklinga, kaupskap, hjúskap, um erfðir, hefndir fyrir víg o.s.frv. En þetta gat orðið breytilegt eftir héruðum er fram í sótti og sáu framsýnir menn hver voði var búinn innanlandsfriði ef framvindan yrði slík. Nauðsyn væri að stofna hér þjóðfélag áður en í óefni væri komið. Þá var það, að Þorsteinn Ingólfsson stofnaði Kjalarnesþing og „höfðingjar þeir, er að því hurfu“, eins og Ari fróði kemst að orði. Tveir aðrir af stofnendum þingsins eru nefndir Helgi bjóla, tengdasonur Ingólfs og Örlygur gamli á Esjubergi, og voru þeir báðir kristnir. En svo hafa aðrir höfðingjar bætzt í hópinn og þeir hafa átt heima í Borgarfirði og Árnessýslu. Þetta þing skyldi setja lög er giltu á yfirráðasvæði þess og dæma um mál manna.

Hvenær var Kjalarnesþing stofnað?
Það skiptir nokkru máli ef unnt er að ákveða hvenær þing þetta var stofnað, því að með hverju ári fjölgaði mikið fólki í landinu og þá um leið ýfingum og ófriði milli manna. Meðan engar reglur voru til að fara eftir í viðskiptum manna, var óhægt um vik að setja niður deilur.
Leiðvöllur
Kjalarnessþings er getið í Íslendingabók, Landnámu Grettis sögu, Harðarsögu og Kjalnesingasögu, en hvergi er þess getið hvenær það var stofnað. Í Grettissögu segir, að skömmu eftir útkomu Önundar tréfótar, sem bjó í Kaldbaksvík á Ströndum, „hófust deilur þeirra Ófeigs grettis og Þorbjarnar jarlakappa og lauk svo, að Ófeigur féll fyrir Þorbirni í Grettisgeil hjá Hæli. Þar varð mikill liðsdráttur að eftirmáli með sonum Ófeigs. Var sent eftir Önundi tréfæti og reið hann suður um vorið“. Önundur var tengdasonur Ófeigs grettis. Á leiðinni suður gisti hann í Hvammi hjá Auði djúpúðgu. Hún bað að Ólafur feilan sonarsonur sinn mætti ríða með honum suður til að biðja Alfdísar hinnar barreysku, og að hann styddi það mál. Tók Önundur því vel. Þegar hann hitti svo vini sína og mága, var talað um vígamálin, „og voru þau lögð til Kjalarnessþings, því að þá var enn eigi sett alþingi. Síðan voru málin lögð í gerð, og komu miklar fébætur fyrir vígin, en Þorbjörn jarlakappi var sekur gerr. . . .Þetta haust fékk Ólafur feilan Alfdísar hinnar barreysku. Þá andaðist Auður hin djúpúðga, sem segir í sögu Laxdæla“.

Heiðni

Heiðnir víkingar og kristnir keltar virðast hafa lifað í sátt í upphafi landnámsins.

Í Tímatalsritgerð sinni telur dr. Guðbrandur Vigfússon, að Auður djúpúðga muni hafa andast á árunum 908—910. Nokkru fyrir þann tíma hlýtur Kjalarnesþing því að hafa verið stofnað. Af frásögn Ara fróða í Íslendingabók mætti ráða, að Kjalarnesþing hefði upphaflega aðeins verið fyrir landnám Ingólfs Arnarsonar, því að þar segir, að Þorsteinn Ingólfsson hafi haft þetta þing, „og höfðingjar þeir, er að því hurfu“. Er þar með gefið í skyn, að smám saman hafi honum bætzt samþingsmenn, og gat það vel tekið nokkur ár að þingháin næði alla leið austur að Þjórsá.
Hér verður því að álykta svo sem Kjalarnesþing hafi verið stofnað rétt upp úr aldamótum 900. Nú telur og dr. Guðbrandur Vigfússon að Ingólfur Arnarson muni hafa dáið um 900 og getur þess að menn ætli að þingið hafi verið stofnað eftir hans dag. Bendir það til þess, að þingstofnunin hafi verið fyrsta verk Þorsteins Ingólfssonar eftir að hann tók við mannafonnráðum í héraði. Þing þetta mun hafa verið stofnað að fyrirmynd norsku fylkjaþinganna á Frosta, Gula og Eiðsvelli, og það mun hafa verið orðið aldarfjórðungs gamalt þegar alþingi var stofnað.

Hvar var þingið háð?
Aðeins á einum stað er þess getið, hvar Kjalarnesþnig var háð. Nú þekkist þetta örnefni ekki lengur.
Landnám Ingólfs
Vegna nafns þingsins héldu menn lengi vel, að það hefði verið háð á Kjalarnesi. Jónas Hallgrímsson tók sér fyrir hendur sumarið 1841 að finna þingstaðinn og leitaði upplýsinga víða. Honum var bent á Leiðvöll, sem er skammt frá Móum á Kjalarnesi. Fór Jónas þangað, en sannfærðist fljótt um, að þar hefði aldrei verið háð þing, heldur hefði þar aðeins verið leið.
ÞingnesSvo fékk hann fregnir af því að í Þingnesi í Elliðarvatni væru margar og glöggvar búðatóftir, og þangað fór hann við áttunda mann til þess að rannsaka staðinn. Þar fann hann rúmlega 20 búðatóftir. Hann byrjaði á því að grafa upp stærstu tóftina, og segir hann að það hafi verið sú stærsta búðartóft, sem hann hafi séð á Íslandi, um 100 ferálnir að innanmáli. Veggir höfðu verið hlaðnir úr völdu grjóti og taldi hann að þeir mundu hafa verið um sex feta háir.
Því næst rannsakaði hann grjótdyngju nokkra utan við búðirnar, því að honum sýndist sem mannvirki mundi vera, en fann þar ekki annað en stóra steina og vissi ekki hvað þetta var. Þá réðist hann á merkasta staðinn, sjálfan dómhringinn. Þar var hringhlaðinn grjótgarður og taldi Jónas að hann mundi upphaflega hafa verið um tveggja álna þykkur neðst og álíka hár. Þvermál hringsins var 43 fet. Í miðjum hringnum var grjóthrúga og gat grjótið ekki verið komið úr hringgarðinum, og hélt hann því að þar mundu dómendur hafa setið.
Þingnes
Ekki var Jónas í nokkrum vafa um, að hér hefði hann fundið hinn gamla þingstað Þorsteins Ingólfssonar. Skammt þaðan voru einnig aðrar rústir, sem Jónas skoðaði ekki. Handan vatnsins, gegnt Þingnesi, undir holtinu sem Bugða rann fram með og heitir Norlingaholt, voru fram á þessa öld miklar búðatóftir og voru þær nefndar Norlingabúðir. Þarna hafa Borgfirðingar þeir, er þingið sóttu haft búðir sínar og bendir nafnið til þess, því að um aldir voru Borgfirðingar kallaðir Norlingar hér um nesin.
ÞingnesÞingnes heldur enn nafni sínu enda þótt það sé nú orðið að ey í vatninu, síðan vatnsborð Elliðavatns var hækkað vegna rafmagnsstöðvarinnar hjá ánum. Nesið gekk út í vatnið að sunnan, hér um bil miðja vegu milli bæjanna Elliðavatns og Vatnsenda. Var fyrrum aðeins mjótt sund milli þess og engjanna fyrir norðan.
Þarna er einn af sagnmerkustu stöðum Íslands, en þó hefir verið farið illa með hann. Laust eftir seinustu aldamót, þegar ræktunaráhugi vaknaði meðal manna hér á landi, var ráðizt á Þingnes með plógum og öðruum jarðræktarverkfærum, öllum búðatóftum byllt um og eins dómhringnum, svo að þar var ekkert að sjá nama moldarflag. Norðlingabúðir vonu seinna kaffærðar, þegar afrennsli vatnsins var stíflað og yfirborð þess hækkað. Og þar með voru þurrkaðar út seinustu sýnilegu minjarnar um Kjalarnesþing.

Kristið þing
Heimildir fornsagnanna herma, að Örlygur gamli og Helgi bjóla hafi verið aðalhvatamenn að stofnun þingsins með Þorsteini. Þeir voru báðir kristnir og trúræknir vel. Örlygur hafði verið sendur hingað af Patreki biskupi á Iona með trúboðserindum. „Biskup lét hann hafa með sér kirkjuvið og járnklukku og plenaríum og mold vígða, er hann skyldi leggja undir hornstafina“ (Landn). Örlygur bjó á Esjubergi og reisti þar þegar kirkju hina fyrstu er sögur fara af hér á landi.

Esjuberg

Esjuberg á Kjalarnesi.

Helgi bjóla átti Þórnýju dóttur Ingólfs Arnarsonar og var því mágur Þorsteins. Einn af sonum þeirra Þórnýjar var nefndur Kollsveinn og mun það bafa verið auknefni, því að svo voru kallaðir sveinar þeir er fareldrar færðu guði nýfædda.
ÞingnesÞeir Helgi hjóla og Örlygur eru taldir meðal göfugustu landnámsmanna í Sunnlendingafjórðungi. Er því líklegt að þeir hafi ráðið miklu við stofnun þingsins og hvernig það var helgað. Er þá líklegt að þeir hafi látið helga það með tákni krossins og þar af sé komið nafnið Krossnes á þingstaðnum. Og þá er eigi ólíklegt, að grjótdyngjan sem Jónas Hallgrímsson fann þar í nesinu og vissi ekki hvennig á stóð, hafi verið leifar af stöpli, sem hlaðinn hefir verið undir krossmerkið. En er þing lagðist niður á þessum stað, hafi Kristnesnafnið horfið úr mæltu máli, og nesið síðan verið kallað Þingnes, eins og það heitir enn í dag.
Um þær mundir er Kjalarnesþing var stofnað voru engar trúarbragðadeilur hér á landi. Kristnir menn og heiðnir höfðu dreifzt um land allt og bjuggu þar í nábýli og fyrst í stað bar þeim ekki á milli í trúmálum. Og hafi nú verið — sem allar líkur benda til — að kristnir mennn hafi ráðið miklu á fyrsta Kjalarnesþingi, þá er eðlilegt að þeir réðu því hvernig þingið var helgað. En um þinghelgun með krossi má lesa í Kristnisögu, þar sem sagt er frá krossunum á alþingi árið 1000.

Lagasetning og dómnefna
Ætla má að hlutverk þingsins hafi að upphafi verið tvíþætt: lagasetning og dómnefna.
Um lagasetningu hefir verið farið eftir þeim réttarfarsvenjum, en mennn hafa alizt upp við í Noregi, og þó með þeim breytingum, er hæfðu breyttum aðstæðum. Hafa svo ný lög verið sett smám saman, eftir því sem hentaði og reynslan kenndi mönnum að nauðsynlegt var. En engin lög þessa þings gátu gilt annars staðar en í þinghánni.
Þingnes
Um dómaskipan verður ekkert sagt með vissu. Líklegt er að dómendur hafi verið kosnir af þingheimi hverju sinni og menn valdir eftir metorðum og mannviti. Dómhringurinn í Þingnesi sýnir, að dómar hafa farið þar út, enda vitum vér um tvo dóma, sem þar voru kveðnir upp. Fyrri dómurinn vax í vígsmáli Ófeigs grettis og hefir þegar verið sagt frá honum, en því má við bæta, að þeim dómi hefur verið fullnægt. Þorbjörn jarlakappi varð að fara utan og mun ekki hafa komið til Íslands aftur, og ekki heldur Sölmundur sonur hans. En Kári sonur Sölmundar kom til Íslands og segir frá því í Njáls sögu.
Frá hinum dómnum segir Ari fróði í Íslendingabók: „Maður hafði orðið sekurr um þrælsmorð eða leysings, sá er land átti í Bláskógum. Hann er nefndur Þórir kroppinskeggi, en dóttursonur hans er nefndur Þorvaldur kroppinskeggi, sá er fór síðan í Austfjörðu og brenndi þar inni Gunnar bróður sinn. Svo sagði Hallur Órækjusonur. En sá hét Kolur er myrður var. Við hann er kennd gjá sú, er þar er kölluð síðan Kolsgjá, sem hræin fundust. Land það varð síðan allsherjarfé, en það lögðu landsmenn till alþingisneyslu. Af því er þar almenning að viða til allþingis í skógum og á heiðum hagi til hrossahafnar. Svo sagði Úlfheðinn oss“.
(Bláskógar kallast nú Þingvallasveit. Hallur Órækjuson var systursonur Kolskeggs hins fróða, sem margt sagði fyrir um landnám á Austurlandi.
Úlfljótsvatn
Nafnið Kolsgjá er nú týnt, en menn halda að gjáin sé uppi á Leirunum. Úlfheðinn mun vera Úlfhéðinn Gunnarsson lögsögumaður). Þessi dómur hefir verið kveðinn upp áður en það væri afráðið hvar alþingi skyldi háð, og því aðeins var hægt að leggja landið til allþingisneyzlu að það var áður orðið almenningseign. Þórir hefir verið dæmdur sekur á Kjalarnesþingi en landi hans ekki ráðstafað á annan hátt en þann, að það skyldi vera almenningur.
Nauðsynlegt hefir verið á Kjalarnesþingi, eins og á alþingi síðar, að velja mann til að segja upp lög þau er samþykkt höfðu verið, og sjá um að dómum væri fullnægt. Engar sagnir höfum vér um, hver sá lögsögumaður hafi verið, en eflaust hefir hann átt heima í landnámi Ingólfs Arnarssonar. Og engin goðgá er þótt gizkað sé á, að það hafi verið Úlfljótur, hinn sami og seinna samdi allsherjarlög fyrir Ísland.
Konrad Maurer hefir það eftir séra Símoni Beck á Þingvöllum, að þar í sveitinni lifi þau munnmæli, að Úlfjótur lögsögumaður hafi upphaflega átt heima á Úlfljótsvatni í Grafningi.
Í Landnámu og fornsögum er aðeins getið um tvo menn, er hétu þessu nafni. Annar er talinn landnámsmaður norður í Skagafirði, og ekkert fleira um hann sagt, en hinn er Úlfljótur lögsögumaður, en ekkert getið um bústað hans fyrr en hann keypti Bæ í Lóni af Þórði skeggja, eftir að Þórður fluttist hingað suður í Mosfellssveit.

Kjalarnesþing

Þingin voru fyrst fornfáleg – haldin undir berum himni.

Nafnið Úlfljótsvatn er gamalt, því að það kemur fyrir í Harðarsögu, og enginn vafi er á, að það hefir verið kennt við einhvern mann, sem ÚlfLjótur hét. Þessi bær var í landnámi Ingólfs.
Úlfljótur var kynborinn, sonur Þóru, dóttur Hörða-Kára, sem talinn var ágætur maður, og segir Snorri, að á dögum Ólafs konungs Tryggvasonar hafi ættbogi hans verið mestur og göfgastur á Hörðalandi. Hjörleifur fóstbróðir Ingólfs var einnig komimin af Hörða-Kára, og er því líklegt, að vinátta hafi verið með Úlfljóti og þeim feðgum Ingólfi og Þorsteini.

Skeggjastaðir

Skeggjastaðir og Hrafnhólar.

Forn munnmæli, sem engar öfgar fylgja skyldu menn ekki sniðganga. Ritaðar heimildir bera heldur ekki á móti því, að Úlfljótur hafi fyrst í stað átt heima á Úlfjótsvatni. Þeim ber aftur á móti saman um, að hann hafi keypt Lónslönd af Þórði skeggja þegar hann fluttist suður í Mosfellssveit, en Þórður hafi búið þar alt að 15 ár áður en hann fór hingað og þess vegna líklega ekki komið að Skeggjastöðum fyrr en eftir 900, eða í þann mund er Kjalarnesþing var stofnað. Þá hefði Úlfljótur enn átt að vera búandi á Úlfljótsvatni, og verið einn af þeim „vitru mönnum“, er stofnuðu þingið með Þorsteini Ingólfssyni.
Það getur varla talizt getgáta, að hugmyndin um stofnun allsherjarríkis á Íslandi og alþingis hafi verið frá Þorsteini runnin, því að engum manni er betur trúandi tii þess en honum að hugsa svo stórmannlega. Hugmyndina mun hann þá fyrst hafa borið fram er honum þótti Kjalarnesþing orðið nógu öflugt til þess að vera bakhjall hennar, og allir helztu höfðingjar frá Hvítá í Borgarfirði austur á Rangárvelli höfðu heitið stuðningi sínum. Hið fyrsta, sem þurfti að gera, var að finna hentugan stað fyrir allsherjarþingið. Þetta var nauðsynlegt til þess að ekki yrði reipdráttur um það um allt land, að hver höfðingi vildi hafa hann hjá sér. Það gat hæglega spillt því, að málið næði fram að ganga.

Almannagjá

Almannagjá 1862 – málað af Bayard Taylor, 1862.

Misskilningur er það að Grímur geitskör hafi valið þingstaðinn. Það hafa höfðingjar á Kjalarnesþingi gert. Og hafi Úifljótur verið lögsögumaður þingsins, þá virðast fyrstu ráðin um undirbúning að stofnun alþingis vera frá honum komin. Hann mun hafa ráðið því, þá er Þórir kroppinskeggi var gerður sekur og útlægur, að landið í Bláskógum væri ekki dæmt sektarfé handa einstökum mönnum (t.d. dómendum), heldur gert að almenningi. Það er skammt á milli Úlfljótsvatns og Þingvalla og hefir Últfljótur eflaust verið kunnugur staðháttum á Þingvöllum, og þess vegna lagt til að alþingi skyldi háð þar. Er líklegt að hann hafi dregið fram kosti landsins líkt og gert er í Íslendingabók og haft eftir Úlfhéðni Gunnarssyni lögsögumanni, að þar mættu allir „viða til alþingis í skógum, og á heiðum hagi til hrossahafnar“. Aðrir þingmenn fallast á þetta og svo er ákveðið að þingstaðurinn skuli vera þarna. Margt fleira hefir staðnum að vísu veriðfundið til ágætis, og þá ekki sízt það að hann var þegar orðinn almenningseign.
Úlfljótur hefir gert meira. Hann hefir fengið því framgengt að Grímur geitskör, fóstbróðir hans, væri sendur um land allt til þess að hafa tal af höfðingjum og fá þá til aðfallast á hugmyndina um stofnun allsherjarríkis á Íslandi og alþing í Bláskógum. Var nauðsynlegt að vita hug höfðingja tiL þessa máls áður en fullnaðaðarákvörðun um ríkisstofnun væri tekin. Sagt er að Grímur hafi verið þrjú ár í þessu ferðalagi um landið og kæmi hann aftur erindi feginn, því að flestir eða allir höfðingjar hefðu verið málinu fylgjandi.
Og nú var komið að því, sem vandasamast var, að semja stjórnarskrá fyrir hið tilvonandi ríki. Og þá er Úlfljóti falið þetta vandaverk. Enginn aðili annar en Kjalarnesþing, var fær um að fela honum það. Þetta þing hafði tekið að sér forustu um stofnun allsherjarríkis og unnið að undirbúningi þess máls og þingmenn sjálfsagt komið sér saman um hvernig stjórnarskráin ætti að vera í höfuðdráttum. Það hafði ekki öðrum á að skipa að svo komnu máli, heldur en einhverjum af þingmönnum sínum. Og hver var þá líklegri til þess að verða fyrir vailnu, heldur en sjálfur lögsögumaðurinn — Úlfljótur. Hér virðast allar líkur benda í eina átt að Úllfljótur hafi átt heima á Úlfljótsvatni, eins og munnmælin herma; að hann hafi verið einn af þingmönnum Þorsteins Ingólfssonar; og verið kjörinn lögsögumaður Kjalarnessþings. Þetta gæti einnig stuðst við þessa frásögn Íslendingabókar: „Því nær tók Hrafn lögsögu Hæings sonur landnámamanns, næstur Úlfljóti“, því að Úlfljótur var aldrei lögsögumaður alþingis og væri hér bent til þess að hann hefði verið lögsögumaður Kjalarnessþings. Samkvæmt lögsögumannatali Ara fróða í Ísendingabók, hefir fyrsta alþingi 930 kosið Hrafn lögsögumann þegar er þingstörf gátu hafizt.

Þingvellir

Kjalarnesþing fól Úlfljóti að semja stjórnarskrána, en enda þótt höfðingjarnir þar hefðu komið sér saman um hvernig hún ætti að vera í aðalatriðum, hefir þeim þótt réttara að hafa hliðsjón af norskri löggjöf. Þess vegna fór Úlfljótur utan og er þrjá vetur í Noregi, kemur svo út með allsherjarlögin 929 og voru þau fyrst kölluð Úlfljótslög „en þau voru flest sett að því, sem þá voru Gulaþingslög eða ráð Þorleifs spaka Hörða-Káraasonar voru til, hvar við skyldi auka eða af nema eða annan veg setja“. — Svo sagði Teitur Ísleifsson biskups (Ísl. bók).
Næsta sumar var „alþingi sett að ráði Úljóts og allra landsmanna, þar sem nú er, en áður var þing á Kjaiarnesi“ (Ísl. bók). Á þessu orðalagi má sjá, að Kjalarnesþing hefir verið talið upphaf, eða fyrirrennari alþingis og samband þessara þinga svo náið, að rétt var að segja að Hrafn Hængsson tæki lögsögu næstur Úlfljóti, því að lögsögu Úlfljóts var lokið með stofnun alþingis. Hann var þá 63 ára að aldri og mun hafa dregið sig í hlé eftir þetta afrek og farið austur í Lón.
Þingnes
Reykvíkingar fá æðstu völd Á þessu fyrsta allsherjarþingi var skipuð fyrsta embættismannastétt landsins. Þá var landinu skipt í 36 goðorð og goðarnir voru héraðsstjórar hver í sínu umdæmi; þeir voru einnig þingmenn og dómarar á alþingi. Eitt goðorðið var framar öllum hinum og kallað allsherjargoðorð. Það var goðorð Reykvíkinga og fylgdi því það heiðursstarf að helga alþingi.
Þorsteinn Ingólfsson mun hafa helgað þetta fyrsta alþing og hefir þótt sjálfkjörinn til þess sem stofnandi Kjalarnessþings og frumkvöðull að stofnun alþingis. Sést hér enn sambandið milli þessara tveggja þinga. Síðan fylgdi helgun alþingis goðorði Reykvíkinga og hefir það verið sérstakur virðingarvottur við minningu fyrsta landnámsmannsins og til heiðurs Þorsteini syni hans fyrir að vera stofnandi fyrsta þings á Íslandi og driffjöðrin í stofnun alþingis.
Með nýju allsherjarlögunum varð lögsögumaðurinn forseti alþingis og helzti embættismaður hins nýja ríkis, því að framkvæmdavaldið var í höndum hans, eins og sést á því, er Ari fróði segir um Skafta Þóroddsson lögsögumann: „Á hans dögum urðu margir höfðingjar og ríkismenn sekir eða landlótta of víg eða barsmíðar af ríkis sökum hans og landstjórn“.

Ingólfur

Ingólfur Arnarsson – minnismerki á Arnarhóli í Reykjavík.

Fyrsti lögsögumaður alþingis varð Hrafn Hængsson og hefir það ef til vill verið af því að faðir hans og bræður hafi stutt drengilega stofnum alþingis.
Jón Sigursson telur að Hrafn muni hafa verið fæddur 879 og „ef til vill fyrsti maður, sem fæddur er á Íslandi“ (Safn til sögu Íslands I). Hafi svo verið, gat það nokkru ráðið um lögsögumannskjör hans, að mönnum hafi þótt vel við eiga að fyrsti innborni Íslendingurinn skipaði æðsta embætti á hinu nýja alþingi, þar sem hann var líka göfugur höfðingi og ættstór. Hrafn gegndi embættinu um 20 ár, eða fram til 950, en eftir það ráða Reykvíkingar lögsögumannskjöri allt fram að kristniöku og hafa því verið valdamestu menn landsins á þeim tíma.
Árið 950 tekur Þórarinn Raga bróðir við lögsögu, en hann var mægður Reykvíkingum, því að Ragi bróðir hans mun hafa verið kvæntur systur Þorsteins Ingólfssonar og búið í Laugarnesi. Þórarinn gegndi embættinu í 20 ár, fram til 970, en þá tekur við Þorkell máni sonur Þorsteins Ingólfssonar og gegnir því um 15 ára skeið. Þá tekur við Þorgeir Ljósvetningagoði, en þeir Þorkell máni voru að öðrum og þriðja og er sú ættfærsla þannig: Þorkell máni var sonur Þóru dóttur Hrólfs rauðskeggs á Fossi á Rangárvöllum, en móðir Þorgeirs Ljósvetningagoða var Þórunn dóttir Ásu Hrólfsdóttur rauðskeggs. Þorgeir andaðist tveimur árum eftir kristnitöku og þá gekk lögsögumannsstarfið úr ættum Reykvíkinga, en goðorði þeirra fylgdi enn lengi helgun alþingis.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 25. tbl. 06.07.1969, Kjalarnesþing og Alþingi hið forna, Árni Óla, bls. 6-7.
Þingnes