Tag Archive for: Ísland

Reykjanesviti

Í Lögréttu 1928 er m.a. fjallað um upphaf sögu „Íslenskra vita„:

Thorvald Haraldsen Krabbe

Thorvald Haraldsen Krabbe (21. júní 1876 – 16. maí 1953). Hann var danskur landsverkfræðingur fæddur í Frederiksberg. Faðir hans var Harald Krabbe læknir og dýrafræðingur.
Krabbe lauk námi í byggingarverkfræði 1900 og vann hjá dönsku járnbrautunum til 1902, þegar hann hóf vinnu hjá gasverki Valby og sá um byggingu götulýsingarkerfa. Árið 1906 var hann skipaður landsverkfræðingur á Íslandi. Í upphafi árs 1918 var embætti landsverkfræðings skipt í tvo hluta, embætti vegamálastjóra (Geir G. Zoega) og vitamálastjóra (Thorvald Krabbe) en frá þeim þróuðust stofnanirnar Vegagerð ríkisins og Vita- og hafnamálaskrifstofan.

„Nú um áramótin er liðin hálf öld síðan farið var að starfrækja fyrsta vitann hjer á landi. En það var Reykjanesvitinn, sem fyrst var kveikt á 1. desember 1878. Í öll þau rösk þúsund ár, sem siglingar höfðu þá verið stundaðar hjer við land og milli landa var við engin leiðarljós að styðjast hjeðan úr landi, svo að sögur fari af. Annars staðar er vita snemma getið í sögum og sögnum, s.s. í Dionskviðu. En einhver fyrsta áreiðanleg vitneskja um vita, sem menn hafa, er um Pharoseyjarvitann egyptska, sem reistur var árið 331 fyrir Krists burð og stóð fram á 13. öld.

Á Norðurlöndum var fyrsti vitinn reistur um 1202 á Skáni. Annars er miklu fyr getið vita í gömlum sögum og lögum og er þá átt við bál, sem kynt vora til þess að gefa til kynna hernaðarhættu og liðsöfnun. Nú er orðið viti eingöngu látið tákna ljósmerki til siglingaleiðbeininga. Og saga vitanna er nú sem sagt orðin hjer hálfrar aldar saga og hefur þess verið minnst með því, að gefið var út vandað rit um vitana, samið af Th. Krabba, vitamálastjóra.

Vitarnir hafa haft mikið gildi fyrir siglingar og sjómennsku og bjargað mörgum mannslífum og mörgum skipum og gert siglingar allar öruggari og áhættuminni en þær vora áður. Enn vantar að vísu nokkuð á það, að vitakerfið nái umhverfis alt landið og sumar eyðurnar eru bagalegar og á hættulegum stöðum og margt stendur enn til bóta. En samt er það mikið verk og merkilegt, sem unnið hefur verið með því að koma upp á 50 árum, eða öllu heldur síðan um aldamót, öllu vita- og sjómerkjakerfi landsins.

En frá því um aldamót, eða síðan heimastjórnin komst á, hafa flestir vitarnir verið reistir, því eftir að Reykjanesvitanum var komið upp var lítið aðhafst í tuttugu ár. Það gekk ekki umyrðalaust að koma Reykjanesvitanum upp. Málinu var hreyft undir eins á fyrsta árinu eftir að fjárveitingavaldið var flutt heim hingað. Það voru þeir Halldór Kr. Friðriksson þingm. Reykvíkinga og Snorri Pálsson þingm. Akureyringa, sem fyrstir hófu máls á vitabyggingu.

ReykjanesvitiGekk síðan í alllöngu þjarki milli þingsins og stjórnarvaldanna í Kaupmannahöfn. Í einu brjefi sínu sagði flotamálastjórnin danska m. a. að vitabygging á Íslandi væri lítt nauðsynleg, því næturnar sjeu nægilega bjartar þann tíma ársins, sem siglingum sje haldið uppi, eða frá miðjum mars til 1. sept. en frá 1. desember til miðs mars sjeu venjulega engar siglingar við Ísland vegna óveðurs! Að lokum komst þó vitinn upp fyrir sameiginleg framlög danska ríkissjóðsins og landssjóðs Íslands. Hann var reistur undir stóm Rothe verkfræðings, en fyrsti vitavörðurinn var Arnbjörn Ólafsson. Síðan var vitanum breytt og nýr viti reistur síðar.

Reykjanesviti.Seint gengu frekari framkvæmdir í vitamálunum, þótt lítils háttar fjárveiting til þeirra stæði á fjárl. En einstakir menn höfðu áhuga á málunum og einn þeirra, Otto Wathne brautst í því að koma sjálfur upp vita á Dalatanga og fjekk einnig til þess styrk frá vitamálastjórn Dana. Í Engey var einnig allsnemma komið upp ljósvörðu, sem tendruð var, þegar póstskipa var von. Næstu vitarnir, sem komu sunnanlands, voru á Garðskaga og á Gróttu og var leifturviti, 12 metra hár, sá fyrsti hjer á landi, reistur á fyrri staðnum 1897. Það ár var einnig reistur viti í Skuggahverfinu í Reykjavík. Um aldamótin fóru sjómenn og útgerðarmenn að leggja aukna áherslu á kröfunar um fjölgun vita og fór nú vitunum að smáfjölga. Í Arnanesi og í Elliðaey voru vitar reistir 1902 fyrir forgöngu Hannesar Hafstein og L. H. Bjarmason. 1904 var fyrir tilmæli Hannesar Hafstein, skipuð nefnd fjögurra danskra sjóliðsforingja, til að gera tillögur um vitamálin og gerði hún ráð fyrir vitabyggingum fyrir 315 þús. kr. Árið 1906 var svo reistur Stórhöfðavitinn í Vestmannaeyjum, sem endurbættur var 1910.

LauranesvitiUpp úr þessu fer áhuginn á vitamálum að verða æ meiri og betra skipulag að komast á. Sýnir það nokkuð hvern hug menn höfðu á þessum málum, að á þingi 1907 hjelt Þórhallur biskup og fleiri því fram, að ekki mætti minna vera, en að 100 þúsund krónur færu árlega til vitanna. Nú fer líka hver vitabyggingin að reka aðra, fyrst meðan Páll Halldórsson var umsjónarmaður Faxaflóavitanna, en einkum eftir að Th. Krabbe varð umsjónarmaður 1909 og síðan vitamálastjóri 1918. Árið 1908 kom Dalatangavitinn og Siglunesvitinn, 1910 stór gasviti í Dyrhólaey, 1911 Rifstangavitinn, nyrsti viti landsins, 1912 Vattarnesvitinn, 1913 vitar á Bjargtöngum, Kálfhamarsnesi, Skagatá og Flatey á Skjálfanda, 1915 í Grímsey, Malarhorni og á Hólmavík, 1916 á Ingólfshöfða, 1917 á Malarrifi og í Bjarnarey, 1918 á Gerðatanga og á Akranesi og var notað í hann nýtísku gasljós.

Albert Þorvarðarson

Albert Þorvarðarson – síðasti vitavörðurinn í Gróttu; 17. ágúst 1896 – 12. júní 1970. Albert fæddist í Gróttu, og
voru foreldrar hans Guðrún
Jónsdóttir frá Morastöðum í
Kjós og Þorvarður Einarsson,
ættaður austan úr Skaftafellssýslu. Þorvarður var fyrsti vitavörður í Gróttu, og erfði Albert
embættið og gegndi því til dauðadags.

1919 voru reistir vitar á Straumnesi (þar sem Goðafoss hafði strandað) og í Selvogi. 1920 voru reistir vitar í Súgandafirði, Arnarfirði og 3 vitar í Eyjafirði og 1921 var reistur Gjögurvitinn við Reykjarfjörð og Sandgerðisvitinn og árið eftir voru reistir 9 vitar, en næstu 3 ár var ekkert fje veitt til vitabygginga, en þó vom reistir tveir vitar, Stafnesviti og Urðarviti 1925, en komu ekki í reikning fyr en 1926, en það ár vom aftur veittar 50 þús. kr. til vitabygginga og reistir 3 vitar við Breiðafjörð. Loks var svo í fyrra reistur Dyrhólavitinn og höfðu verið veittar til hans 160 þús. kr. og í sambandi við hann var á þessu ári settur nýr radíóviti. Í ár hefir einnig verið lögð út fyrsta ljósbaujan, á Valhúsgrunni við Hafnarfjörð.

Það er þakkarvert og merkilegt verk, sem unnið hefur verið með stofnun allra þessara vita og viðhaldi þeirra, af stjórn og þingi, vitamálastjóra og vitavörðum.

Elsti vitavörður landsins er nú Þorvarður Einarsson á Gróttu, hefur verið þar síðan 1897. Sjerstakt skip er haft í ferðum milli vitanna til þess að flytja þeim nauðsynleg tæki og efni frá aðalstöðinni í Reykjavík.

Vitamálastjóri telur, að enn sje þörf mikilla bóta og nefnir t.d. að þörf sje landtökuvita með þokulúðri og radíóvita fyrir Austurland og einnig 10—12 radíóvita á útnesjum og 8—10 góða siglingavita á útnesjum norðan- og austanlands og marga þokulúðra, vita og ljós- og hljóðmerki innfjarða.

Væntanlega tekst enn að auka og bæta vitakerfið, landinu til gagns og sóma.“

Fálkinn

Í Fálkanum, Alþingsafmælisútgáfunni 1930 er einnig fjallað um sama efni undir fyrirsögninni „Vitarnir á Íslandi„:

„Sje litið á uppdrátt af Íslandi, þar sem sýnt er ljósmál helstu vita með ströndum fram, rekur maður augun í, að ljósmál vitanna nær víðast hvar saman, svo að ekki eru nema stuttar eyður á milli á einstöku stað. En samskonar uppdráttur frá 1898 sýnir, að þá var landið allt vitalaust, nema Reykjanes og með fram sjóleiðinni þaðan inn til Reykjavíkur. Og fyrir 52 árum var enginn viti til á landinu, þangað til Reykjanesvitinn var kveiktur, hinn 1. desember það ár. Þessi fyrsti viti landsins þótti hið mesta furðuverk á þeim tíma.

Reykjanesviti

Gamli Reykjanesvitinn á Valahnúk.

Þegar vitabyggingunni var fyrst hreyft á þingi voru sumir þingmenn á þeirri skoðun, að vitamálin væri eitt af sameiginlegu málunum við Dani og að flotamálastjórnin danska ætti að kosta hjer vitabyggingar. En því neituðu Danir, þó að flotamálastjórnin hins vegar væri landsjóði hjálpleg við framkvæmd vitabygginga fram eftir árunum og ljeti ljóstækin í Reykjanesvitann af hendi ókeypis. Vitinn var byggður úr höggnu grjóti, sem lagt var í kalk úr Esjunámunni.

Reykjanesviti

Reykjanesvitinn á Valahnúk.

Stóð hann á Valahnúk, alveg fram á hamarbrún, áttstrend bygging rúmlega 6 metra há en hnúkurinn er 43 metra hár þar sem vitinn stóð. En þegar frá leið molnaði bergið svo mikið, að vitanum þótti hætta búin þar sem hann var. Því var ráðist í að byggja nýjan vita á Bæjarfelli, skammt frá gamla vitanum, árið 1907 og 20. mars árið eftir var kveikt á þessum vita í fyrsta sinn. Kostaði þessi viti nær 100.000 kr. og ljósmagn hans 23 sjómílur eða 4 sm. meira en hins eldri.

Eftir þetta verður langt hlje á vitabyggingum, nema hvað ljósmerki voru sett á stöku stað, en 1897 eru reistir vitar á Garðskaga og Grótíu og innsiglingarviti í Reykjavík. Sumarið 1902 eru svo reistir vitarnir á Arnarnesi við Ísafjarðardjúp og Elliðaey á Breiðafirði. Á Stórhöfða var viti reistur 1906 en á Dalatanga og Siglunesi 1908. Við fyrrnefnda vitann var sett upp þokulúðursstöð 1918, hin eina fullkomna, sem til er á landinu.
VitarSíðan hefir vitum fjölgað svo á landinu að þeir eru nú 54 og er landtökuvitinn á Dyrhólaey þeirra stærstur og fullkomnastur. Var hann byggður 1927 og samsvarar ljósmagn hans 330.000 kertaljósum og sjást mundi hann úr 35 sjómílna fjarlægð, ef hæð hans yfir sjávarmál væri nægileg til þess. Kostaði hann rúm 160.000 kr. Árið eftir var hin fyrsti radíóviti settur upp á sama stað og er hann skipum að ómetanlegu gagni. — Ein ljósbauja hefir verið sett upp, á Valhúsgrunni við Hafnarfjörð, en hafnar- og leiðarljós eru á 35 stöðum á landinu.

Reykjanes - viti

Yngri Reykjanesvitinn á Vatnsfelli.

Til þess að vitakerfið komist í gott horf er enn talið, að byggja þurfi landtökuvita og radíóvita á Austurlandi, 8—10 útnesjavita á Norður- og Austurlandi og fjölda vita á fjörðum inni.

Framan af var umsjón vitanna í höndum manna, sem gegndu öðru aðalstarfi, eða frá 1897, að Markús Bjarnason var skipaður umsjónarmaður og eftir hans dag Páll Halldórsson. En 1. jan. 1910 var Th. Krabbe landsverkfræðingur skipaður umsjónarmaður vitamála og fjórum árum siðar var vitamálaskrifstofan stofnuð og vitamálastjóraemhættið stofnað og tók Krabbe við því. Kemur hann manna mest við hafnar og vitamálasögu landsins og á því árabili, sem hann hefir haft stjórn vitamálanna lifir orðið gerbreyting á þeim.

Reykjanesviti

Reykjanesviti – skjaldarmerki.

Samtímis því, að fyrst var kveikt á Reykjanesvitanum var farið að leggja vitagjald á þau skip, sem sigla við Ísland, að undanskildum skemmtiskipum, herskipum og íslenskum fiskiskipum, og var gjald þetta 40 aurar og 20 aurar á hverja smálest flutnings. Gjald þetta var lækkað árið eftir; náði það eingöngu til skipa, sem kæmi að vesturlandi og greiddu hærra gjaldið þau skip, sem komu að landi milli Reykjaness og Snæfellsness en lægra þau er komu milli Snæfellsness og Horns.

Reykjanesviti

Reykjanesviti – uppdráttur ÓSÁ.

Frá ársbyrjun 1909 voru skip skylduð til þess að greiða vitagjald hvar sem þau kæmi að landinu, 20 aura á smál. og skemmtiskip ekki undanskilin, og var gjaldið hækkað í 25 aura og íslensk fiskiskip látin greiða það, er þau komu frá útlöndum. Árið 1917 var gjaldið hækkað upp í 40 aura en skemmtiskip greiddu 15 aura á smálest. Og 1920 var gjaldið hækkað upp í 1 krónu, fyrir almenn skip og 40 aura fyrir skemmtiskip. Loks bættist gengisviðaukinn við þetta gjald 1924.

Tilgangurinn með vitagjaldinu var auðvitað sá, að gera landinu kleyft að standa straum af viðhaldi vita þeirra, sem á hverjum tíma hafa verið starfræktir í landinu. Hefir það jafnan nægt til þessa, og jafnvel stundum líka til byggingar þeirra nýju vita, sem reistir voru á sama ári.

Reykjanesviti

Reykjanesviti á Vatnsfelli og Valahnúkar fjær.

Stundum hafa komið fram aðfinnslur um, að vitagjaldið væri of hátt, einkum í þeim árum, sem litið hefir verið byggt af vitum og skatturinn talinn einskonar gróðabragð ríkissjóðs. En þegar að er gáð hefir kostnaðurinn við vitana í sumum árum farið svo langt fram úr tekjunum, að eigi er að vita á hvorn bóginn hallast.

Hins vegar hefir vitakerfið orðið til þess, að gera færar hingað siglingar á þeim tíma árs, sem áður þótti ekki viðlit að sigla á strendur landsins. Og landsmenn fá beinlínis peninga í aðra hönd vegna vitabygginganna. Vátryggingargjöld skipanna hafa lækkað, ströndin fækkað, og í vátryggingargjaldinu sem sparast, safnast fljótt fúlga, sem um munar.“

Heimildir:
-Lögrétta, 54. tbl. 12.12.1928, Íslenskir vitar, bls. 2-3.
-Fálkinn, 25.-26. tbl., 21.06.1930, Vitarnir á Íslandi, bls. 30.
-https://timarit.is/files/57502337

Reykjanesviti

Reykjanesviti 1908.

Ísland

Nafngift Íslands er tengt nafni Jesú. Í gamal-írsku er það skrifað Ís(s)u, eða sá hvíti. Ísusland mun því hafa verið „landið hvíta„. Það hefur löngum vafist fyrir mönnum, bæði lærðum og leikum, hvers vegna þessu fallega landi var í upphafi valið svo kaldranalegt nafn. Það er ákveðin staðreynd, sem hefur sýnt sig og sannað í aldanna rás, að þeir, sem uppgötva ný lönd gefa þeim eitthvert nafn annaðhvort þegar þeir berja þau fyrst augum eða þegar þeir stíga fæti á fast land.

Landnám Íslands

Landnám Íslands – Samúel Eggertsson.

Þegar Leifur Eiríksson fór í sína landkönnunarferð í vesturátt, gaf hann öllum þeim löndum nafn er hann fann, ýmist þegar hann sá þau eða þegar hann hafði kynnt sér þau nánar og oftast var það tengt útliti eða landgæðum.
Í Landnámu er sagt frá að Naddoddur víkingur hafi fyrstur fundið landið og nefnt það Snæland, vegna þess að snær mikill hafi fallið á fjöll. Þetta er samsvarandi venjunni að gefa einhverju nafn eftir atburði, kostum eða göllum.
Næstur til þess að uppgötva landið er Garðar Svavarsson. Hann fer að ráði móður sinnar að leita Snælands og siglir umhverfis landið og uppgötvar að það er eyja. Þrátt fyrir að þá þegar sé búið að gefa landinu nafnið Snæland og Garðari sé kunnugt um það, er landinu gefið nafnið Garðarshólmur.

Íslandskort

Íslandskort (Nova et accurata Islandiæ delineatio) frá árinu 1670, gert af Þórði Þorlákssyni biskupi í Skálholti. Fyrir neðan Íslandskortið er Lofkvæði til Kristjáns
konungs V, skrifað í fjóra dálka, á latínu, dönsku og íslensku með venjulegu letri og rúnaletri.
Efst á kortinu eru myndir af sjávardýrum og skjaldarmerki Íslands, sem er flattur þorskur borinn af tveimur fuglum, í hægra horni, þar fyrir neðan er titill. Í neðra horni vinstra megin
er skjöldur með táknmyndum og tileinkun til Kristjáns V Danakonungs. Kortið er á pappír (95 cm x 69 cm). Í handritaskrá Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (AM 477 fol.) eru nefnd
fleiri kort með þessu sem ekki finnast lengur í safni Árna Magnússonar.

Það er einkennilegt, fyrst á annað borð þurfti að klína einhverju öðru nafni á landið, að ekkert annað hafi komið upp í hugann eftir alla þá stórkostlegu landfegurð og furður, sem hljóta að hafa borið fyrir augum, hringinn í kringum landið.
Næstur í röðinni er Hrafna-Flóki Vilgerðarson. Hann fer að leita að Garðarshólma, þannig að hann veit ekki aðeins um það nafn á landinu, heldur má líka gefa sér það að hann hafi vitað um nafnið Snæland. Hann kemur að landinu austanmegin, við Horn, alveg eins og Garðar Svavarsson og siglir vestur um Reykjanes og sér eins og Garðar hvar Snæfellsjökull blasir við í allri sinni dýrð og önnur kennileiti, sem verða á leið hans alla leið vestur í Vatnsfjörð við Barðaströnd.
Hann virðist hafa tekið land að sumri til, því sagt er að allt kvikfé þeirra hafi drepist um veturinn vegna heyleysis. Allan veturinn þrauka þeir og þrátt fyrir harðan vetur og að vorið varð líka kalt er það þá fyrst að Flóki gefur landinu nafn upp á nýtt og nefnir það Ísland. Hvílík andagift og hugljómun!

Eldborg

Eldborg í Svínahrauni.

Allt í einu uppljúkast augu hans fyrir fegurðinni, sem landið hefur upp á að bjóða. Þrátt fyrir fegurð Snæfellsjökuls og snjóþyngslanna í Vatnsfirðinum og nágrenni, sem hefðu getað gefið staðfestingu á nafninu Snæland, kemur hann með nafnið Ísland. Öllu réttara hefði verið nafnið Ísaland, fyrst honum ofbauð svona vetrarhörkurnar, eins og Ísafjörður hefur verið réttilega nefndur.
Fyrstu sagnir um byggð er allt frá fjórðu öld, ef ferðasaga Pýþeasar frá Marseille segir rétt frá að hann hafi rekist á fólk, sem nærst hafi á korni og hunangi, á eyjunni Thule. Næst er sagt frá því að heilagur Brendan hafi komið til Íslands, árið 548, eða Tílí eins og landið hafi verið nefnt af grískum sæfarendum.

Brendan

Heilagur Brendan frá Clonfert (um 484 e.Kr. – um 577) (írska: Naomh Bréanainn eða Naomh Breandán; latína: Brendanus; íslenska: (heilagur) Brandanus), einnig nefndur „Brendan moccu Altae“, kallaður „siglingamaðurinn“, „Veyagerinn“, „The Anchorite“ og „The Bold“, er einn af fyrstu írsku munkadýrlingunum og einn af tólf postulum Írlands.
Sæfarinn og dýrlingurinn Brendan var ábóti sem sigldi á húðbyrðingi (curragh) sínum til Færeyja og Íslands og jafnvel Azoreyjanna og Ameríku. Greint er frá ferðum hans í Navigatiohandritum sem eru nokkur að tali. Þeir sem hafa lesið þau eru ekki í vafa um að þar sé lýsing á eldgosi. Hvergi er um slík eldgos að ráða á Norðuratlantshafinu nema á Íslandi. Lýsingarnar af landsins forna fjanda, hafísnum, eru afar trúverðugar.

Hann hittir hér fyrir einsetumanninn Pól og hafði hann dvalið þarna í 60 ár. Einhverjir virðast hafa farið þarna á undan heilögum Brendan, því hann vissi af einsetumanninum og leitaði hann uppi. Þegar heilagur Brendan fer síðan aftur til Írlands er hann að sjálfsögðu hugfanginn af þessum nýja og í hans huga heilaga stað, sem er fullkominn til guðrækilegra íhugana og aðrir fylgja í kjölfarið. Það hefur verið friðsamasta og trúaðasta fólkið, ekki endilega einsetumenn, heldur allir þeir, sem vildu skapa sér og sínum friðsælt og öruggt athvarf því það voru á þessum tímum landlægar deilur milli ættflokka á Írlandi. Þannig hefur landið byggst á næstu árum af trúhneigðu, ötulu dugnaðarfólki, sem valið hefur sér búsetu í fyrstu meðfram Suðurlandinu en síðan haldið áfram vestur fyrir Reykjanes og allt Vesturland og Vestfirðina.
Það sem styður þessa kenningu, sem aðrir fræðimenn hafa löngum ýjað að, að hlyti að vera, er sú staðreynd að bæði Garðar Svavarsson og Flóki Vilgerðarson, koma að landinu við Horn en sigla áfram. Þrátt fyrir landgæðin, sem hljóta að hafa blasað við þeim, freista þeir ekki landgöngu fyrr en í öðru tilfellinu norður í Húsavík á Skjálfanda en í hinu í Vatnsfirði við Breiðafjörð. Það er alveg augljóst að þeir sæfarendur, sem eru með kvikfé um borð, þurfa við fyrsta tækifæri að endurnýja vatnsbirgðir sínar. Í dæminu með Flóka er ekki ýjað að því einu orði að landtaka hafi verið reynd fyrr en í Vatnsfirði. Fyrst hægt er í sögninni af ferð hans að tíunda að þeir hafi gleymt sér við veiðiskap og að kvikfé þeirra hafi drepist og vorið hafi verið kalt, hvers vegna ekki að segja frá landgöngu annars staðar þar sem augljós þörf hefur verið fyrir það?

Thule

Pýþeas (330-320 f. Kr.). Vafalaust hefur Grikkjum borist til eyrna frásagnir af ferðum Fönikíumanna til ókunnra landa í norðri. Hann var sendurPýþeas (330-320). Vafalaust hefur Grikkjum borist til eyrna frásagnir af ferðum Fönikíumanna til ókunnra landa í norðri. Hann var sendur í leiðangur norður á bóginn á vegum borgarráðsmanna Massalíu. Lýsingar hans um hið leyndardómsfulla Thule hafa varðveist í verkum síðari höfunda, en þó ekki án tortryggni. Polybíus (um 140 f. Kr.) kemst svo að orði að Pýþeas ,,hafi leitt marga í villu með því að segja að hann hafi farið fótgangandi kringum Bretland og komist að þeirri niðurstöðu að strandlengjan væri 40.000 stadíur.“ Pýþeas víki einnig að ,,Thule þar sem ekki var lengur um neitt raunverulegt land, sjó né loft að ræða, heldur sambland þessa alls ásamt marglitum þar sem hvorki væri unnt að ganga eða sigla eða festa hönd á neinu“ (Saragossahafið?). í leiðangur norður á bóginn á vegum borgarráðsmanna Massalíu. Lýsingar hans um hið leyndardómsfulla Thule hafa varðveist í verkum síðari höfunda, en þó ekki án tortryggni. Polybíus (um 140 f. Kr.) kemst svo að orði að Pýþeas ,,hafi leitt marga í imagevillu með því að segja að hann hafi farið fótgangandi kringum Bretland og komist að þeirri niðurstöðu að strandlengjan væri 40.000 stadíur.“ Pýþeas víki einnig að ,,Thule þar sem ekki var lengur um neitt raunverulegt land, sjó né loft að ræða, heldur sambland þessa alls ásamt marglitum þar sem hvorki væri unnt að ganga eða sigla eða festa hönd á neinu“ (Saragossahafið?).

Flóki var ekkert að flýta sér frá landinu, því það tók hann heilt ár að hafa sig burt. Hann hefur vetursetu í Borgarfirði en einn félaga hans, Herjólfur, verður viðskila við hann og tekst allslausum að þrauka heilan vetur í Hafnarfirði. Þegar loks þeir komast frá landinu hræðilega, Íslandi, og til Noregs lætur Flóki illa af landinu en félagar hans vel. Herjólfur segir kost og löst af landinu, sem vekur óneitanlega furðu, þarsem hann varð að hírast einn og allslaus allan seinni veturinn.
Þórólfur kvað drjúpa smjör af hverju strái á landinu. Eftir það var hann kallaður þórólfur smjör.
Það vekur óneitanlega furðu, að þeir félagar eru svo ósammála um landgæðin, sérstaklega ummæli Þórólfs. Það er ekki nóg, samkvæmt mínum skilningi, að land sé grösugt og afar gjöfult ef ekki fer saman landnýting og gæði. Auðvitað hafa þeir félagar notið gestrisni þess fólks sem fyrir var og þess vegna hafa þeir getað borið vitni um hversu gott væri að hafa búsetu í þessu gjöfula landi. Flóki og Þórólfur koma seinna til landsins og setjast hér að og virðast una sér vel eftir það.
Auður djúpúðga brýtur skip sitt við Víkarsskeið og hlýtur það að hafa verið um haustið eða hávetur. Þrátt fyrir það fer hún með alla skipshöfn sína, ekkert er tíundað að nokkur hafi farist, alla leið til Kjalarness þar sem hún veit af bróður sínum, Helga bjólu. Hvernig í ósköpunum veit hún hvar hún er stödd í ókunnu landi, þekkir ekkert til staðhátta en fer samt rakleiðis til Kjalarness? Samkvæmt sögunni gerir hún stuttan stans hjá bróður sínum, vegna þess að hann vildi bara taka við helming manna hennar. Hvert áttu hinir að fara? Var um aðra staði að ræða, sem gátu þá tekið við hinum? Auður djúpúðga heldur áfram, án þess að þiggja nokkurn beina, og nú alla leið vestur í Breiðafjörð til Bjarna austræna, hins bróður síns, og var vel tekið við henni þar. Allir vita hvernig veðurfar er á landinu að hausti til og um vetur, það að bjargast frá skipbroti og berjast áfram alla leið til Kjalarness frá Víkarsskeiði og þaðan til Breiðafjarðar er alveg lífsins ómögulegt án hjálpar og aðhlynningar. Þess hefur Auður djúpúðga notið af fólkinu sem fyrir var á þessari leið og það hefur leiðbeint henni til bræðra sinna.

Ameríka

Amerigo Vespucci (1454-1512). Hann var ítalskur og fyrstur manna til að gera sér ljóst að meginland Ameríku væri aðskilið frá Asíu. Ameríka var nefnd eftir honum 1507 þegar þýski kortagerðamaðurinn Martin Waldseemüller prentaði fyrsta kortið sem notaði nafnið Ameríka yfir Nýja heiminn. Í fyrsta leiðangri sínum frá Spáni 1499-1500 var Vespucci siglingafræðingur undir stjórn Alonso de Ojeda. Þeir uppgötvuðu mynni Amazonfljóts og Orinoco í Suður-Ameríku og töldu sig stadda í Asíu. Í öðrum leiðangri sínum 1501-1502 – og nú frá Portúgal – varð honum ljóst að Suður-Ameríka væri ekki hluti Asíu, heldur Nýr heimur.

Þetta furðulega nafn, Ísland, á jafnfallegu landi hefur jafnan vakið undrun. Málfræðilega væri réttara að kalla það Ísaland, ef það væri kennt við rekísa þá sem Hrafna-Flóki er talinn hafa séð ofan af fjalli. Mín kenning er að þetta sé rétt nafn, Ísland, og rétt skrifað, en að það sé, eins og aðrir fræðimenn hafa ýjað að, kennt við eitthvað guðdómlegt. Ennfremur er það staðföst trú mín að landinu hafi verið gefið þetta fallega nafn, Ísland, af heilögum Brendan þegar hann hitti hér fyrir einsetumanninn Pól. Það vafðist svolítið fyrir mér þetta nafn, Pól, vegna þess að engin góð skýring fannst á því í gelískri orðabók. Þar var “ poll“ sagt vera hola en svo fann ég svarið í gamal-írskri orðabók og hún var ósköp einföld, nafnið Pól þýddi Páll, þ.e. einsetumaðurinn hét, eða kallaði sig, í höfuðið á Páli postula, sem merkilegastur hefur verið af lærisveinum Jesús. Þannig tengist Páll postuli á einstakan hátt kristni- og landnámssögu Íslands.

Brendan

Brendan hittir Pól.

Heilagur Brendan varð svo snortinn af að hitta Pól á páskadag og sögum hans af 60 ára dvöl hans í þessu einstaka, fagra landi að hann fellur á kné og lýsir landið heilagt og nefnir það Ísland, eftir þeim sem hann vissi mestan í huga sínum, Jesú. Nafn Jesú er skrifað á gamal-írsku, Ís(s)u og þá virðist margt skýrast með nafn landsins, Ísland. Í gegnum aldirnar hafa menn viljað tengja Ísland við eitthvað heilagt án þess að geta skýrt það frekar nema þá helst að tengja nafnið við gyðjuna Ísis hjá Egyptum til forna.

Íslandskort

Thule á Íslandskorti fyrrum.

Ef nafnið Ísland er tengt við ís og kulda, hvers vegna er það þá ekki tengt því á öðrum tungumálum? T.d. á frönsku er nafnið Islande, sem hefur ekkert með ís eða kulda að gera. Á þýsku er nafnið Island, hvers vegna ekki Eisland, sem er rétt ef nafnið hefði frá upphafi verið kennt við rekís? Það er viss skýring á þessu. Írskir munkar og fræðimenn voru helstu kennarar við hirðir konunga á meginlandi Evrópu á fyrstu öldum fyrir landnám norrænna á Íslandi. Þeir hafa notað í sinni kennslu bæði nöfnin Thule eða Týli og Ísland en að sjálfsögðu hefur nafn landsins, sem hét eftir Jesú, verið ofar í huga og orðið fast í tungu Frakka og Þjóðverja.

Íslandskort

Íslandskort.

Hjá þessum þjóðum hefur ekkert verið hróflað við nafninu Ísland en aftur á móti hefur ríkt mikil óvissa hjá Englendingum hvað landið héti eða hvernig ætti að skrifa nafn þess. Á miðöldum er nafn Íslands í heimildum, eins og t.d. toll- og skipaskrám, ýmist skrifað, Iselande, Islond, Yslond, Yselondis, Izeland Ysland, Yslondes en í opinberum skjölum frá 14. öld er Ísland nefnt Islande. Þarna er ekkert verið að koma með seinni tíma orðskrípið Iceland, vegna þess að merking þess hefur ekki legið ljóst fyrir.

Hellir-kross

Krossmark í Seljalandshellum. Hellir undir Eyjafjöllum var manngerður að hluta fyrir landnám, það er um árið 800. Þetta sýnir rannsókn vestur-íslensks fornleifafræðings meðal annars á gjóskulögum við hellinn.

Það virðist vera að þegar Ari fróði skrifar Íslendingabók og þegar Landnáma er rituð, hugsanlega á 12. öld, hafi merking nafngiftar landsins verið á huldu. Hún hafi lifað meðal þeirra sem voru af írskum uppruna en merkingin, að kenna landið við Jesú, ekki hugnast þeim er röktu ættir sínar til hinna norrænu landnámsmanna.

Nafnið Ísland fékk að halda sér en það varð að finna aðra merkingu til þess að ekki væri hægt að rekja slóð til hinna raunverulegu fyrstu landnámsmanna, sem voru írskir einsetumenn og þeirra eftirfylgjendur. Það eru biskuparnir, Þorlákur og Ketill, ásamt Sæmundi fróða, sem ráða því að hlutur norrænna manna er talinn meiri í sögu landsins. Ari fróði sýndi þeim frumskrif sín, en varð að lúta vilja þeirra er honum finnst hann knúinn til þess að segja: „En hvatki er missagt er í fræðum þessum, þá er skylt at hafa þat heldur, er sannara reynist.“ Hann hefði ekki þurft að setja þetta inn, nema vegna þess að ekki var allt með felldu.
Það eru þeir, sem ráða því að tilbúningurinn um nafngift Hrafna-Flóka á landinu, heldur sér, en stenst engan veginn þegar grannt er skoðað. Nafngift Íslands er tengt nafni Jesú vegna þess að í gamal-írsku er það skrifað Ís(s)u.

Heimildir:
-Enskar heimildir um sögu Íslendinga á 15. og 16. öld eftir Björn Þorsteinsson.
-Frá árdögum íslenskrar þjóðar, eftir Arnór Sigurjónsson.
-Grúsk II, eftir Árna Óla. Íslendingasaga, eftir Jón Jóhannesson.
-Pýþeas og gátan um Thule, eftir Ian Whitaker.
-Old Irish reader, eftir Rudolf Thurneysen.
-https://rafjon.wordpress.com/saekonnudur/

-Úr grein eftir ÆGI GEIRDAL, Lesbók – laugardaginn 22. janúar, 2000.

Íslandskort

Gamalt Íslandskort.

Leifur Eiríksson

Víða hefur Leifi Eiríkssyni verið minnst sem fyrsta norræna landnámsmannsins í Ameríku. Af því tilefni hefur honum m.a. verið reist minnismerki á eftirtöldum stöðum, auk minnismerkja á Íslandi og í Noregi.

Kólumbus

Christofer Columbus – stytta á Rode Island.

Kristófer Kólumbus (1451–1506) var ítalskur landkönnuður og kaupmaður. Ferð hans til Nýja heimsins 1492 (sem hann áleit austurströnd Asíu og nefndi því Vestur-Indíur) var sögð fyrsta skjalfesta ferð Evrópubúa til Ameríku, eftir að norrænir menn höfðu gefið landnám þar upp á bátinn. Hún markaði upphafið að umfangsmiklu landnámi Evrópubúa vestanhafs.
Leifur Eiríksson, sonur Eiríks rauða. Eiríkur rauði Þorvaldsson (d. um 1006) var fyrstur til að nema land á Grænlandi. Eiríkur fæddist í Noregi og var sonur Þorvaldar Ásvaldssonar, en kallaður „rauði“ vegna hárlitarins. Þeir feðgar flæmdust frá Noregi vegna vígamála. Sigldu þeir þá til Íslands og nam Þorvaldur land á Dröngum á Ströndum. Íslendingasagan Eiríks saga rauða segir frá ævi hans.
Þegar vísbendingar um árangur Leifs Eriksons sem fyrsta Evrópumannsins til að ná ströndum Norður-Ameríku fundust um miðjan 1800, varð vakning um afrek þessa sporgöngumanns í framhaldinu voru minnisvarðar, styttur og brjóstmyndir, settar upp víðsvegar um Norður-Ameríku, hér á landi, í Grænlandi sem og í Noregi.

Leifur Eiríksson

Leifur „heppni“ tilgreindur í Hauksbók frá því á 13. öld í Sögu Eiríks rauða.

Norrænu sögurnar um uppgötvun Leifs á Ameríku voru þýddar á ensku árið 1838 og bandarískir innflytjendur uppgötvuðu í framhaldinu framlag Leifs Eiríksonar til sögunnar. Sögurnar náðu verulegum vinsældum meðal almennings á síðari hluta 19. aldar.
Fyrstu uppgötvanir víkingaskipsfundarins við Tune árið 1867, uppgötvun Gauksstaðaskipsins í kjölfarið árið 1880 sem og Osebergsskipsins árið 1903 gáfu uppgötvunum um ferðir Leifs Eiríksonar aukna athygli.

Leifur Eiríksson

Ferð Leifs um austurströnd Norður-Ameríku.

Leifur heppni Eiríksson (um 980—um 1020) var landkönnuður sem er sagður hafa komið til Norður-Ameríku fyrstur Evrópubúa. Talið er að Leifur hafi fæðst um árið 980 á Íslandi, sonur Eiríks rauða Þorvaldssonar og Þjóðhildar konu hans. Hann flutti með foreldrum sínum til Grænlands ungur að árum, ásamt bræðrum sínum, Þorvaldi og Þorsteini. Í Grænlendinga sögu segir frá því að Leifur keypti skip Bjarna Herjólfssonar sem hafði áður villst til Norður-Ameríku, en steig ekki á land.
Um árið 1000 sigldi Leifur frá Grænlandi og kom fyrst að Hellulandi

(líklega Baffinsland). Hann sigldi því næst sunnar og kemur nú að skógi vöxnu landi (Marklandi), líklega Labrador. Að lokum er talið að hann hafi komið til Nýfundnalands. Leifur nefndi það Vínland eftir að hann fann þar vínber. Einnig voru þar ár fullar af fiski og grasið grænt árið um kring. Á Vínlandi byggðu Leifur og fylgismenn hans nokkur hús og höfðust við yfir veturinn.

Flugstöð leifs Eiríkssonar

Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.

Á heimleiðinni til Grænlands bjargaði Leifur 15 skipsbrotsmönnum af skeri og fékk upp úr því nafngiftina ‚hinn heppni‘.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli er kennd við Leif heppna.
Í Bandaríkjunum er 9. október ár hvert kallaður Dagur Leifs Eiríkssonar, og er til að minnast Leifs heppna og landafunda norrænna manna í Vesturheimi. Stytturnar af Leifi má m.a. finna á eftirfarandi stöðum:

Los Angeles, Kalifornía

Leifur Eiríksson

Stytta af Leifi Eiríkssyni í Los Angeles.

Þessi virðing til norræna landkönnuðarins í Griffith Park er með stærri bronsbrjóstmynd af ungum Leifi Eiríksyni sem er settur upp á granítsúlu, um sjö fet á hæð. Hún var afhent borginni í október 1936 sem gjöf frá Nordic Civic League, einu af mörgum skandinavískum samtökum sem voru starfandi í Suður-Kaliforníu á þeim tíma.

Chicago, Illinois
Stytta Leifs Eiríkssonar í Humboldt Park var gefin af norska samfélaginu í norðvesturhluta Chicago árið 1901. Nicolay Grevstad útskýrði í Skandinaven í Chicago að Kólumbíusýningin 1892-1893 hefði verið innblástur hugmyndarinnar um minnismerkið. Þá var skipuð nefnd í þeim tilgangi á þeim tíma að minnast mætti landafundanna. Myndhöggvarinn var Sigvald Asbjornsen (Osló 1897 – Skokie, Illinois, 1954), bandarískur listamaður af norskum uppruna.

Boston, Massachusetts

Leifur Eiríksson

Stytta af Leifi Eiríkssyni í Boston.

Bronsstyttan í Massachusetts er af Leifi Eiríkssyni. Styttan er myndhögguð af Anne Whitney og reist meðal annars af norska fiðluleikaranum Ole Bull. Hún er staðsett á Commonwealth Avenue við Charlesgate East og varð það táknrænt samband milli Ameríku og Skandinavíu. Leifur er þar sagður „maður af líkamlegri fegurð og krafti, í búningi hins forna skandinavíska stríðsmanns“. Styttan er á stórum marmarastalli, með tveimur bronsmyndum á hliðunum. Styttan var gerð árið 1886 og afhjúpuð 29. október 1887.

Waltham, Massachusetts
Turninn við Norumbega Rd. á bökkum Charles River hefur að geyma styttu af Leifi Eiríkssyni í stuttri fjarlægð. Eben Norton Horsford, prófessor og áhugafornleifafræðingur, var sannfærður um að árið 1000 hafi Leifur Eiríksson siglt upp Charles-ána og byggt hús sitt þar sem nú er Cambridge, Mass.

Leifur Eiríksson

Minningarskjöldur á turninum við Norumbega.

Horsford gróf smá (bókstaflega) og fann nokkra grafna gripi sem hann fullyrti að væru norrænir. Á staðnum reisti hann minnisvarðann. Nokkrum kílómetrum uppstraums, við mynni Stony Brook (sem skilur að bæina Waltham og Weston), lét hann reisa turninn sem markar meinta staðsetningu víkingavirkis og borgar. Verk hans fengu lítinn stuðning frá almennum sagnfræðingum og fornleifafræðingum á tíma, og enn minna í dag.

Duluth, Minnesota
Minnisvarðinn í Duluth var gerður af John Karl Daniels árið 1956 og styrktur af norska samfélaginu árið 1956. Styttan er staðsett við Leif Erikson Park, 12th Ave. E og London Rd. Styttan var eftirlíking af styttunni af leifi í Boston.

St. Paul, Minnesota

Leifur Eiríksson

Stytta af Leifi Eiríkssyni í Minnisota.

13 feta bronsstuttan fyrir utan þinghúsið í Minnesota í St. Paul, Minn., sýnir Leif Eiríkson, sem margir telja að sé fyrsti Evrópumaðurinn til að ná til Norður-Ameríku aftur árið 1000. Styttan var vígð á Leif Erikson degi, okt. 9, 1949. Myndhöggvarinn var John K. Daniels.

New Rochelle, New York
Við inngang Hudson Park (staðsett við Hudson Park Rd. og Pelham Rd.) við hlið styttu af Kristófer Kólumbus, stendur stórt grjót með bronsplötu: „Til heiðurs Leif Eiricsson, norska víkingnum sem uppgötvaði Bandaríkjamann árið 1000. Minnismerkið var reist af Midnattsolen Lodge #263, Sons and Daughters of Norway, 9. október 1932.“

Brooklyn, New York

Leifur Eiríksson

Minnismerki um Leif Eiríksson í garði Leifs Eiríkssonar í new York.

Leif Ericson Park og Square í Bay Ridge, Brooklyn, N.Y. er 16 hektara almenningsgarður sem er vinsæll samkomustaður norræn-ameríska samfélagsins í New York. Hann er staðsettur á milli 66th og 67th Streets sem nær frá Fourth Avenue til Fort Hamilton Parkway. Leikvöllur nefndur eftir landkönnuðinum var opnaður árið 1936 á aðliggjandi lóð. „Leif Ericson Drive“ var endurnefnt árið 1969 af borgarstjórn til viðurkenningar fjölmenns samfélags íbúa Norðurlandanna í Bay Ridge.

Minot, Norður-Dakóta

Leifur Eiríksson

Stytta af Leifi Eiríkssyni í Minot.

Í suður af bænum Minot í Norður-Dakóta er nýjasta aðdráttarafl bæjarins, Scandinavian Heritage Park. Þar er um 230 ára gamalt hús frá Sigdal, Noregi; dönsk vindmylla; stytta og eilífur logi sem heiðrar fræga skandinavíska skíðamenn eins og Casper Oimoen og Sondre Norheim; og stytta af þessum fræga víkingaflakkara, Leifi Eiríkssyni. Bronsstytta er eftir Arlen Evenson frá Boundary Lake, N.D., og var afhjúpuð í Minot’s Scandinavian Heritage Park 12. október 1993. Framkvæmdin var styrkt af Íslenska minjafélaginu.

Cleveland, Ohio
Bronssteypan af Leifi Eiríkssyni í Ohio var gerð af Riverdog Foundry í Seattle, Washington. Fyrirmyndin var af heimsfrægri styttu af Leifi eftir myndhöggvarann August Werner árið 2001.

Leifur Eiríksson

Stytta af Leifi Eiríkssyni í Ohio.

Leikarar í Riverdog Foundry í Seattle, Washington, undir eftirliti Phillip Levine. Sjóðum safnað af Emilie Knud-Hansen, skipuleggjandi Leifs Ericson Þúsaldarnefnd Norðurstrandar Ameríku.
„Við vildum velja stað á vatninu sem myndi tákna allan lífsstíl víkingakönnuða sem hugnuðust ótrúlegar aðstæður á ótrúlegum bátum,“ sagði Emilie Knud-Hansen í tilefni af víxlunni.

Newport News, Virginía
Árið 1938 var í Newport News, Virginía, afhjúpuð 12 feta eftirlíking af Reykjavíkurstyttunni af leifi Eiríkssyni sem Þjóðardeild Íslands í Bandaríkjunum gaf Bandaríkjunum og sýnd var síðan á heimssýningunni í New York árið 1939.

Leifur Eiríksson

Stytta af Leifi Eiríkssyni í Newport.

Þótt öldungadeildarþingmaðurinn Warren G. Magnuson hafi síðar lagt til að styttan yrði flutt til Washington, D.C., til að horfa framhjá Potomac ánni, voru Íslendingadeildin og borgarar Newport News ánægðir með stöðu hennar á Sjóminjasafninu, þar sem hún er skoðuð árlega af þúsundum.
Mariner’s Museum í Newport News, Virginia er því með Leifs Eiríkssonar styttu, hannaða af Alexander Stirling Calder (amerískum myndhöggvara, 1870-1945) frá árinu 1938.

Seattle, Washington
Árið 1962 var 16 feta Leifs Eiríkssonar-stytta eftir August Werner reist við Shilshole Marina Bay í Ballard, Seattle, Wash. 2003. Seattle, Washington.

Leifur Eiríksson

Stytta Leifs Eiríkssonar við Shilshole Bay Marina í Seattle.

Þetta var önnur brjóstmyndin af Leif Erikson eftir August Werner. Hún var gefin til „Leifs Erikson-stúku sona Noregs í Ballard“ til heiðurs 100 ára afmæli þess af gefendunum Kristian Berg og Lillian Hagen.
Styttan var flutt á nýjan stað árið 2007 úr sýninu innanhúss í Sjóminjasafninu yfir í svæði utandyra á safnssvæðinu. Þar var hún umkringd rúnasteinum, sem bera nöfn skandinavískra innflytjenda. Jay Haavik, norsk-bandarískur listamaður á staðnum, hannaði grunninn og rúnasteinana.
Árið 2010 var fleiri innflytjendanöfnum bætt við rúnasteinana í kringum styttuna frá Seattle, sem gerði heildarfjöldann þá 1.767.
Árið 2014 var fimm hundruð níu nöfnum skandinavískra innflytjenda bætt við skjöldinn á botni Leifs Erikson styttunnar í Seattle, sem gerði heildarfjöldan þá 2.351 talsins.

Milwaukee, Wisconsin

Leifur Eiríksson

Stytta Leifs Eiríkssonar í Milwaukee.

Í Milwaukee, Wisconsin, er eftirlíking af Anne Whitney styttunni í Boston og var reist í Juneau Park, við Lake Michigan vatnið, í nóvember 1887, um tveimur vikum eftir að Boston styttan var reist. Að beiðni gjafa þess, frú Joseph Gilbert, var engin vígsluathöfn. Árið 2003 var lýsingu bætt við styttuna. Þetta var átak sona Noregs Fosselyngen Lodge, Milwaukee-sýslu og borgarinnar Milwaukee.

Chicago, Illinois
Styttan af leifi Eiríkssyni í Humboldt Park var gerð Sigvald Asbjornsen 1901 og innblásin af Kólumbíusýningunni og heimssýningunni 1893.

Reykjavík, Ísland
Árið 1930 var reist stytta af Leifi Eiríkssyni í Reykjavík á Ísland. Stytta er gerð af A. Sterling Calder og var gjöf frá Bandaríkjastjórn á Alþingishátíðinni til að minnast 1.000 ára afmælis Alþingis Íslands, elsta þings heims.

Leifur Eiríksson

Stytta af Leifi Eiríkssyni á Skólavörðuholti í Reykjavík.

Styttan var reist árið 1931 á Skólavörðuholti í Reykjavík.
Styttan var gjöf Bandaríkjamanna til Íslendinga á Alþingishátíðinni 1930. Myndhöggvarinn Alexander Stirling Calder gerði styttuna en
hann varð hlutskarpastur í samkeppni sem Bandaríkjastjórn efndi til árið 1929. Þegar styttan var gefin var tekið fram að hún kæmi til landsins sumarið 1931 og yrði þá vonandi fundinn viðeigandi staður. Sóttust Bandaríkjamenn eftir því að henni yrði valinn staður á Skólavörðuholti. Borgarstjóri samþykkti tillöguna í andstöðu við meirihluta borgarfulltrúa.

Eiríksstaðir, Ísland

Leifur Eiríksson

Stytta af Leifi Eiríkssyni við Eiríksstaði.

Við Eiríksstaði er lítil bronsstytta af Leifi Eiríkssyni, sem stendur á skipsboganum, eftir Nínu Sæmundsson myndhöggvara. Þessi stytta hlaut annað sætið í keppni í Bandaríkjunum árið 1930 og tapaði fyrir styttu Sterling Calder, sem þá var gefin Íslandi. Syttunni var komið fyrir árið 2000 á bæ Eiríks rauða á Íslandi og fæðingarstað Leifs, á þúsund ára afmæli ferð Leifs til Norður-Ameríku.

Brattahlíð (Qassiarsuk), Grænlandi.
Önnur 10 feta eftirlíking af styttunni af Leifi Eiríkssyni í Seattle eftir August Werner var afhjúpuð árið 2000 á heimili Leifs og sveitabæ til að minnast 1.000 ára afmælis ferðarinnar. Fjármögnun var veitt af Leif Erikson International Foundation í Seattle og ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Grænlands.

Leifur Eiríksson

Stytta Leifs Eiríkssonar við Brattahlíð á Grænlandi.

Við hátíðahöldin í Brattahlíð á Grænlandi í tilefni landafundaafmælisins afhentu Björn Bjarnason, menntamálaráðherra Íslands, og Lise Lennert, menntamálaráðherra Grænlands, þjóðhöfðingjum landanna fyrstu eintökin af nýrri námsbók um Leif Eiríksson og landafundina. Bók um Leif Eiríksson var flutt með Íslendingi til Grænlands og afhenti Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra þær við afhjúpun styttunnar í Brattahlíð.

Þrándheimur (Throndheim), Noregur

Árið 1997 var reist í Þrándheimur, Noregi, 10 feta eftirlíking af styttunni í Seattle eftir August Werner. Hún var gefin borginni til að fagna 1.000 ára afmæli sínu. Leif Erikson Society í Seattle safnaði fjármunum frá framlögum til heiðurs innflytjendum, en nöfn þeirra voru áletruð við botn styttunnar.

L’Anse aux Meadows, Nýfundnaland

Leifur Eiríksson

Stytta af Leifi Eiríkssyni á L’ans aus Medows.

L’Anse aux Meadows er staður á norðurodda eyjunnar Nýfundnalands í Kanada. Þar fundust um 1960 minjar norrænnar byggðar frá víkingatíma. Norsku fornleifafræðingarnir Helge Ingstad og Anne Stine Ingstad grófu rústirnar upp, og rituðu tveggja binda verk um niðurstöðurnar. Ekki er hægt að fullyrða hvort staðurinn er Vínland, sem sagt er frá í fornritum.
L’Anse aux Meadows er eini staðurinn í Norður-Ameríku, utan Grænlands, þar sem víkingaminjar af þessu tagi hafa fundist. Eru þær vitnisburður um ferðir og búsetu Evrópubúa í Nýja heiminum mörg hundruð árum fyrir ferðir Kristófers Kólumbusar.

Leifur Eiríksson

Frímerki með Leifi Eiríkssyni í tilefni af minningu landafundanna.

Þann 28. júlí árið 2013 var þarna, við veginn um 50 metra frá Norstead Village, var staðsett þriðja og síðasta eftirlíkingin af Seattle styttunni sem reist var nálægt Vinlandi. Þar er og að finna „gröf“ Leifs (þ.e.a.s. í hinu sögulega samhengi).

Heimildir:
-https://www.norwegianamerican.com/leif-erikson-in-your-backyard/
-https://www.leiferikson.org/Timeline.htm
-https://is.wikipedia.org/wiki/Eir%C3%ADkur_rau%C3%B0i_%C3%9Eorvaldsson
-https://is.wikipedia.org/wiki/Leifur_heppni

Leifur Eiríksson

Stytta af Leifi Eiríkssyni í Þrándheimi í Noregi.

Íslandskort

Eftirfarandi fróðleikur um tiltekin atvik í sögu Íslands birtist í Almanaki Ólafs S. Thorgeirssonar árið 1904:
„Fyrst fundið Ísland af Írum á 8. öld. Af Norðmönnum 860.
vikingaskip-221Fyrst varanleg bygð hefst 874.
Fyrsta Kötlugos, er sögur fara af, 894.
Fyrstu lög og alþing sett 930.
Fyrsti lögsögumaður, Hrafn Hængsson; kosinn af lögréttu 930.
Fyrstur trúboði, Friðrik biskup, saxneskur, 981.
Fyrsta kirkja er í ritum talin bygð um 984, að Ási í Hjaltadal, en það mun sanni nær, að Örlygur gamli hafi reist kirkju að Esjubergi nálægt 100 árum áður.
Fyrstur íslenskur biskup, Ísleifur Gissursson, 1054.
Fyrstur fastur skóli á Hólum 1552.
Fyrstur íslenzkur rithöfundur, kunnur, og faðir íslenskrar sagnritunar, Ari Þorgilsson, prestur, f 1067, d. 1148.
Fyrsta Heklugos, er sögur fara af 1104.
Fyrsta klaustur, reist á Þingeyri 1133.
Fyrsta nunnuklaustur í Kirkjubæ í Vestur-Skaftafellssýslu 1186.
hvalreki-221Fyrstur konungur yfir Íslandi, Hákon Hákonarson (kon. Norðmanna 1217-) 1262—63.
Svarti dauði geysaði 1402.
Seinni plágan 1495.
Fyrsta prentsmiðja á Breiðabólsstað í Vesturhópi um 1530.
Fyrstur prentari Jón Matthíasson, sænskur prestur.
Fyrstur lúterskur biskup, Gissur Einarsson, 1539.
Fyrst prentað nýjatestamentið, þýtt af Oddi lögmanni Gottskálkssyni, 1540.
Fyrstur fastur latínuskóli í Skálholti 1552.
Fyrsta ísl. sálmabók, sem til er, prentuð 1555.
Fyrst prentuð biblían, þýdd af Guðbrandi biskupi 1584.
Spítali stofnaður fyrir holdsveikt fólk 1652.
Fyrsta galdrabrenna 1625 (hin síðasta 1690).
Prentsmiðjan flutt frá Hólum að Skálholti 1695, og að Hólum aftur 1703.

Víkingar

Víkingar á nýrri strönd.

Stórabóla geysaði 17o7.
Fyrsta Jónsbók (Vídalíns) kemur út 1718.
Fyrst drukkið brennivín á Íslandi á 17. öld.
Fyrst fluttur fjárkláði til Íslands 1760.
Fyrst drukkið kaffi 1772.
Fyrsta lyfjabúð í Nesi við Seltjörn 1772.
Fyrstu póstgöngur hefjast 1776.
Hið ísl. lærdómslistafélag stofnað í Kaupmannahöfn 1779.
Ákveðið að flytja biskupsstólinn og skólann frá Skálholti til Reykjavíkur 1785.
Verslunareinokunin konunglega afnumin 1787.
Stofnað bókasafn og lestrarfélag á Suðurlandi (í Reykjavík) 1790.
Stofnað „Hið norðlenzka bóklestrarfélag“ 1791.

Víkingar

Víkingaskip í legu.

Seinasta löggjafarþing haldið á Þingvöllum við Öxará 1798.
Prentsmiðjan á Hólum flutt að Leirárgörðum 1799.
Landsyfirréttur settur á laggirnar í Rvík 1800.
Fyrsta organ, sett í Leirárkirkju, 1800.
Landið gert að einu biskupsumdæmi 1801.
Hólaskóli fluttur tll Reykjavíkur 1801.
Haldinn fyrsti yfirréttur í Reykjavík 1801.
Latínuskólinn fluttur frá Reykjavík til Bessastaða 1805.
Hið íslenska biblíufélag stofnað 1816.
Hið íslenska bókmentafélag stofnað 1816.
Fyrsti vísir til fréttablaða, Klausturpósturinn, kemur út 1818 (Minnisverð tíðindi ekki talin; þau komu út 1796—1808).
Prentsmiðjan flutt frá Leirárg. í Viðey 1819.
Hið norræna fornfræðafélag stofnað í Kaupmannahöfn 1825.
Búnaðarfélag Suðuramtsins stofnað 1835.
Fyrsti árgangur Fjölnis birtist 1835.

Landnám

Við upphaf landnáms.

Fyrst gefin út Ný félagsrit 1841, rit Jóns Sigurðssonar.
Prentsmiðjan flutt frá Viðey til R.víkur 1844.
Fyrsta alþingi í Reykjavík 1845.
Latínuskólinn fluttur til Reykjavíkur frá Bessastöðum 1846.
Prestaskólinn settur í Reykjavík 1847.
Fyrsti stjórnmálafundur haldinn á Þingvöllum við Öxará 1848.
Fyrsta blað Þjóðólfs prentað 1848.
Hrossasala til útlanda byrjar um 1850.
Prentsmiðja sett á stofn á Akureyri 1852.
Verslunin gefin laus öllum þjóðum 1854.
Fyrsta gufuskip (enskt) kom til Akureyrar 1857.

Landnám

Landnám.

Fyrsta póst-gufuskip kom til Reykjavíkur 1858.
Spítali settur á stofn í Reykjavík 1863.
Forngripasafnið sett á stofn í Reykjavík 1863.
Barnaskóli í Reykjavík stofnaður 1863.
Þjóðvinafélagið stofnað 1870.
Fyrst fluttir inn skotskir ljáir 1871.“

-Heimild:
Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar, 10. árg. 1904, 1. tbl. bls. 3-6.

Landnám

Landnám.

Íslandskot

Þessi fjöllótta eyja er stirðnuð af sífelldu frosti og snjó. Rétt nafn hennar er Ísland, en nefnist Thile á latínu. Hún liggur óralangt í norðvestur frá Bretlandi. Þar eru lengstir dagar sagðir 22 sólarstundir eða lengri og að sama skapi eru nætur stuttar sökum fjarlægðar hennar frá jafndægrabaug, en hún telst allra (landa) fjarlægust honm.

Islandskort 1548

Áletrun á sjókort frá upphafi 16. aldar.

Sökum ógurlegs kulda loftslagsins fæst þar ekkert matarkyns nema fiskur þurr af kulda, en hann nota eyjarskeggjar sem gjaldmiðil og skipta fyrir korn og mjöl og aðrar nauðsynjar hjá Englendingum, sem eru vanir að sigla þangað árlega til þess að flytja út téðan fisk. Að sögn Englendinga er fólk þar hálfvillt og ruddalegt, hálfbert og býr í lágum neðanjarðarhúsum. Þar hafið lagt sex mánuði og ósiglandi.“

[Portugalskt sjókort frá upphafi 16. aldar, varðveitt á Bibliothéque Nationale í Paris (451. Inv. gén. 203). Halldór Hermannsson telur að Íslandskortið sýni auðsæ persónuleg kynni af landinu. Þar eru ekki sýnd örnefni, en dregnar myndir af þremur kirkjum,, og bendir staðsetning þeirra til Skálholts, Hóla og Helgafells. — Islands Kortlægning, Khöfn 1944, bls. 13, H. Hermannsson: Islandica XXI 1931, bls. 15—16, Nordenskiöld: Bidrag, bls- 3, tafl. 6.]

Heimild:
-Íslenzkt fornbréfasafn, sem hefir inni að halda bréf og gjörninga, dóma …,útgefandi: Hið íslenzka bókmenntafjelag, 1857, 16. bindi (1415-1589), bls. 470-471.

Íslandskort

Íslandskort 1601.