Tag Archive for: Íslandskort

Herforingjaráðskort

Upp úr aldamótunum 1900 var lagður grunnur að þeim mælingum hér á landi sem stór hluti korta af Íslandi hefur byggst á til þessa.

Herforingjaráðskort

Mælingamenn við Kirkjuvog í Höfnum.

Danska hermálaráðuneytið gaf út tilskipun til landmælingadeildar herforingjaráðsins um að leggja grundvöll að nýjum landmælingum og kortagerð á Íslandi. Þetta mikla verkefni stóð yfir í 27 sumur á árunum 1900 til 1940, þar með talinn allur undirbúningur. Árið 1928 var danska landmælingastofnunin Geodætisk Institut stofnuð og leysti hún herforingjaráðið af hólmi með Íslandsmælingarnar.

Herforingjakort

Herforingjarðaskort – Seltún í Krýsuvík 1908.

Í lok Heimsstyrjaldarinnar síðari höfðu Danir, á grundvelli framangreindra mælinga, gefið út Atlaskort í mælikvarða 1:100 000, alls 87 kortblöð sem þekja allt landið. Að Atlaskortagerðinni stóðu 70 landmælinga- og kortagerðarmenn og um það bil 300 aðstoðarmenn, íslenskir og danskir. Þessi kort ásamt fleirum má sjá í Kortsjá og sækja í Kortasafn Landmælinga Íslands.

Hafnarfjörður

Herforingjaráðskort – Hafnarfjörður 1902.

Dönsku landmælingamennirnir gerðu uppdrátt af íslenskum bæjum, þéttbýlissvæðum og þorpum sem sjá má í Kortasjánni. Gerð uppdráttanna fór fram á tímabilinu 1902-1920.

Þá er að finna í Kortasjánni nokkuð af ljósmyndum sem dönsku landmælingamennirnir tóku í upphafi síðustu aldar, flestar frá árunum 1900 til 1910. Myndirnar bárust í stórri gjöf frá dönsku landmælingastofnuninni til Landmælinga Íslands vorið 1985. Ljósmyndirnar voru á glerplötum og myndaspjöldum, flestar þrívíddarmyndir/steriomyndir og um 70 myndir voru í tví- eða þrítökum svo að heildarfjöldi myndanna telst vera 594 myndir.

Heimild:
-https://www.lmi.is/is/landupplysingar/soguleg-gogn/soguleg-gogn

Herforingjaráðskort

Herforingjarnir dönsku í náttstað. Mikill farangur fylgdi mælingaflokkunum.

Íslandskort

Á vefsíðu Landsbókasafns Íslands er að finna nokkra áhugaverða tengla inn á gagnmargt efni. Einn þeirra er kortavefurinn. Hér eru tekin nokkur dæmi um Íslandskort frá 18. og 19. öld er finna má á vefsíðunni.

Delineatio Gronlandiæ Jonæ Gudmundi Islandi

Íslandskot

Íslandskort 1706.

Höfundur: Jón Guðmundsson
Útgáfuland: Danmörk
Útgáfuár: 1706
Undir lok 16. aldar og á þeirri 17. gerðu nokkrir Íslendingar kort af norðanverðu Atlantshafi og löndunum í kring. Þeir freistuðu þess að samræma fornar íslenskar frásagnir um landaskipan á þessum slóðum við kort þau er þá voru í mestu gengi eða menn höfðu við höndina. Kortin voru í það smáum mælikvarða að erfitt var að gera Íslandi viðhlítandi skil enda var gerð þess í rauninni aukaatriði. Fyrir kortagerðarmönnunum vakti að gera grein fyrir siglingum Íslendinga vestur um haf til Grænlands og Ameríku. Gerð þeirra flestra stóð sennilega í sambandi við fyrirætlanir Danakonunga um að ná að nýju tangarhaldi á Grænlandi. Kort þessi eru í rauninni frekar hluti af kortasögu Grænlands en Íslands.
Af öllum kortunum eru til nokkrar mismunandi eftirmyndir en tvö þeirra eru ekki lengur til í frumgerð. Kort Jóns Guðmundssonar lærða er glatað en nokkrar töluvert mismunandi eftirmyndir eru varðveittar, þessi er úr Gronlandia antiqva eftir Þormóð Torfason. Ekki er vitað hvenær Jón gerði kort sitt en giskað hefur verið á árin í kringum 1650. Það nær yfir svipað svæði og kort þeirra Sigurðar Stefánssonar og Guðbrands Þorlákssonar og eins og á þeim skipar Grænland stærstan sess. Á þessari eftirmynd er Ísland af gerð Guðbrands biskups en ekki er vitað hvort það var þannig á frumkortinu. Landaskipan Jóns er mjög óskipuleg og ekki bætir úr skák að hann hrúgar saman ýmsum bábiljum og hindurvitnum sem hann hefur úr ýmsum fornum heimildum og lygisögum.

Islande

Íslandskort

Íslandskort 1710.

Höfundur: Pieter van der Aa
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1710 (um það bil)
Útgefandi kortsins var bókaútgefandinn Pieter van der Aa en frá hans hendi er mikill fjöldi kortasafna, einkum frá fyrstu tveim áratugum 18. aldar. Flest eru kortasöfn þessi ártalslaus og því illt að átta sig á þeim auk þess sem þau eru mjög mismunandi að kortafjölda og sum þeirra prentuð hvað eftir annað eftir sömu myndamótum. Kortið kemur sennilega fyrst fyrir í kortasafni á frönsku, L’Atlas, Soulange de son gros & pesant fardeau: ou Nouvelles cartes geographiques, ártalslaust en einhvern tíma frá árunum kringum 1710.
Kortið er prentað eftir sama eða svipuðu myndamóti og kort Johannesar Janssoniusar frá 1628.

Groenland

íslandskort

Íslandskort 1715.

Höfundur: Isaac de la Peyrére
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1715
Kortið er úr útgáfu á bók Isaac de la Peyrère um Grænland. Ekki ber það höfundi sínum gott vitni þegar til Íslands kemur enda hefur hann sennilega aldrei ætlað að gera því viðhlítandi skil. Landið er ósköp sérkennalaust og snautlegt.

Het Eyland Ysland in t’Groot

Íslandskort

Íslandskort 1720.

Höfundur: Gerard van Keulen
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1720 (um það bil)
Van Keulen fyrirtækið var það afkastamesta í sögu hollenskrar sjókortagerðar. Það var sett á stofn af Johannesi van Keulen undir lok 17. aldar og hélst í höndum ættarinnar til ársins 1823. Talið er að það hafi gefið út ekki færri en 135 bindi sjókorta með nálægt 600 mismunandi kortum og kemur Ísland fyrir á nokkrum þeirra.
Kortið er ártalslaust eins og flest kort Van Keulens en er líklega frá árunum í kringum 1720. Á því er ort upp á nýjan stofn, í stað Íslandsgerðar sjókortanna er undirstaðan greinilega Íslandskort Jorisar Carolusar. Enda líkist kortið fremur almennu landabréfi en sjókorti þrátt fyrir ýmsar tilfæringar eins og kompáslínur, rósir og strandamyndir.
Kortinu fylgja tvö lítil sérkort, annað af sunnanverðum Faxaflóa en hitt af suðurströndinni frá Ölfusá austur fyrir Vestmannaeyjar.

Nieuwe Wassende Graeden Kaert van de Noord Occiaen van Hitland tot inde Straet Davids
Höfundur: Gerard van Keulen
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1727 (um það bil)
Van Keulen fyrirtækið var það afkastamesta í sögu hollenskrar sjókortagerðar. Það var sett á stofn af Johannesi van Keulen undir lok 17. aldar og hélst í höndum ættarinnar til ársins 1823. Talið er að það hafi gefið út ekki færri en 135 bindi sjókorta með nálægt 600 mismunandi kortum og kemur Ísland fyrir á nokkrum þeirra.
Kortið er úr De Groote Nieuwe Vermeerderde Zee Atlas ofte Water-werelt. Ísland á því er af almennri gerð sjókorta um þessar mundir. Suður af Reykjanesi er markað fyrir eyju, sennilega hinni sömu og talið var að Baskar hefðu fundið á þeim slóðum. En eitthvað er kortagerðarmaðurinn í vafa um tilvist eyjarinnar í lesmáli fyrir neðan hana. Á sama hátt er hann vantrúaður á Enckhuysen-eyjar Jorisar Carolusar fyrir Austfjörðum.

Facies Poli Arctici adiacentiumque ei regionum ex recentissimis itinerariis delineata

Íslandskort

Íslandskort 1730.

Höfundur: Christoph Weigel
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1730 (um það bil)

Islande

Íslandskort

Íslandskort 1734.

Höfundur: Henri du Sauzet
Útgáfuár: 1734 (um það bil)
Eftirmynd af Íslandskorti Gerhards Mercators, líklega eftir frumkortinu frá 1595 frekar en kortinu úr Atlas minor. Hjá Sauzet er kortið dregið þunglamalegri línum heldur en hjá Mercator en titilfeldurinn er viðhafnarmikill með myndum af dýrum allt í kring. Skip sjást á siglingu norðan lands og sunnan en fyrir norðausturlandi svamlar skrímsli eitt sem er sennilega fengið að láni af Íslandskorti Abrahams Orteliusar.
Þetta kort er einhver eftirprentun á Íslandskorti Henri du Sauzet.

Svezia Danimarca e Norvegia / Svecia Dinamarca y Norvega

Íslandskort

Íslandskort 1740.

Útgáfuár: 1740 (um það bil)
Aðeins eystri helmingur Íslands nær inn á kortið en það er nóg til þess að það sjáist að gerð þess er ættuð frá Guðbrandi Þorlákssyni.

Nova Gronlandiae Islandiae et Freti Davis Tabula

Íslandskort

Íslandskort 1746.

Höfundur: Johann Anderson
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfutímabil: 1746 – 1748
Kortið fylgir bók Andersons, Nachrichten von Island, Grönland und der Strasse Davis, sem kom út í Hamborg 1746 og var svo endurprentuð og þýdd á ýmis mál. Höfundurinn var þá látinn og líklega á hann engan þátt í gerð kortsins sem er af venjulegri gerð hollenskra sjókorta frá síðustu árum 17. aldar. Kortið fylgir öllum útgáfum bókarinnar með breyttum titilfeldum.

A Map of Spitzbergen or Greenland, Iceland, and some Part of Groenland &c
Höfundur:Emanuel Bowen
Útgáfuland: England
Útgáfuár: 1747
Emanuel Bowen sótti hugmyndir sínar um Ísland til Hermans Molls. Kortið er af stofni Jorisar Carolusar og Guðbrands biskups Þorlákssonar. Vestfirðir eru eins og þríhyrningur í laginu og suður- og austurstrendurnar eru of beinar. Kortið er íauki á korti af Skandinavíu.

A Correct Map of Europe divided into its Empires, Kingdoms & c.

Íslandskort

Íslandskort 1750.

Höfundur: Thomas Kitchen
Útgáfuland: England
Útgáfuár: 1750 (um það bil)
Kortið er ekki fært til árs en giskað hefur verið á að það sé frá árunum kringum 1750. Það var hluti af fjölblaðakorti sem spannaði norðvesturhluta Evrópu. Kitchen var afkastamikill kortagerðarmaður og eftir hann liggur fjöldi uppdrátta sem birtust í hinum ýmsu landfræðiritum. Þetta landabréf er eftirmynd af Íslandskorti Jorisar Carolusar, eða einhverri útgáfu þess, en allt minna og ágripskenndara.

Land-Kort over Island

Íslandskort

Íslandskort 1752.

Höfundur: Niels Horrebow
Útgáfuland: Danmörk
Útgáfuár: 1752
Árið 1728 lést Magnús Arason sem konungur hafði falið að stunda mælingar á Íslandi svo að hægt yrði að gera nákvæmt kort af landinu. Magnús hafði lokið við að búa til kort af svæðinu frá Reykjanesi til Arnarfjarðar. Mikill hluti verksins var því eftir og hafði danska stjórnin fullan hug á að ljúka því. Í því skyni var árið 1730 sendur til landsins norskur leiðangur undir stjórn liðsforingjans Thomas Hans Henrik Knoff. Hann hófst þegar handa og eftir fimm sumur hafði hann klárað það sem Magnús skildi eftir. Hann leiðrétti líka kort Magnúsar þar sem þess þurfti við. Hér var þess freistað í fyrsta sinn að kanna landið mest allt en þeir sem áður höfðu gert kort af landinu höfðu aðallega stuðst við örfáa hnattstöðupunkta, frásagnir kunnugra manna og ýmsan landfræðilegan samtíning.
Knoff bjó til sjö héraðakort af landinu og heildarkort sem hann lauk við að mestu árið 1734. Knoff hafði sent eintak af sumum kortunum til yfirboðara síns í Noregi og var það illa séð af hinum danska stiftamtmanni og lentu mælingarnar því í embættis- og valdatogstreitu. Hún endaði með því að konungur gaf út tilskipun um að Knoff skyldi skila skjalasafni hersins öllum eftirmyndum og uppköstum Íslandskortanna. Kort Knoffs enduðu því í skjalageymslu og komu engum að gagni næstu áratugina.
Það var ekki fyrr en í byrjun sjötta áratugarins að rykið var dustað af Íslandskorti Knoffs en 1752 kom út bók Niels Horrebow, Tilforladelige Efterretninger om Island. Með henni fylgdi kort af Íslandi byggt á Knoff en Horrebow hafði fengið leyfi konungs til að nota uppdrátt hans. Kortið er talsvert minnkuð útgáfa af frumgerðinni og fremur óvandað og fátæklegt að gerð en Danir kunnu á þessum tíma illa til eirstungu og kortagerðar. Helstu annmarkar þess eru hin allt of norðlæga breidd Vestfjarða og að lengd landsins frá austri til vesturs er meiri en skyldi. En þrátt fyrir ýmsa vankanta kortsins var birting þess einn merkasti áfanginn í kortasögu Íslands frá því að fyrsta útgáfan af korti Guðbrands biskups Þorlákssonar kom fyrir sjónir manna nærri 150 árum fyrr. Hér gaf í fyrsta sinn að líta kort sem að verulegu leyti hafði þríhyrningamælingar og könnun landsins að undirstöðu.
Bók Horrebows kom út á þýsku (1753), ensku (1758) og frönsku (1764). Auk þess birtust lengri eða skemmri kaflar úr henni í ýmsum landfræðiritum næstu áratugina, þ. á m. í hinu fræga ferðasögusafni A. F. Prévost Histoire générale des voyages (1779). Þessar útgáfur höfðu flestar að geyma eftirgerð kortsins.

L’Isle d’Island[e]
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1755
Fyrirmynd kortsins er Íslandsgerð Gerhards Mercators. Úr Discours sur l’Histoire Universelle.

Carte de l’Islande
Höfundur: Charles Lenormand
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1759
Charles Lenormand finnst ekki í neinum uppsláttarritum. Kortið er handdregið og er á sama blaði og uppdráttur eftir sama höfund af Azoreyjum. Neðst á blaðinu til hægri stendur talan 226 og bendir hún til þess að það hafi tilheyrt stærra kortasafni.
Öll gerð Íslands á kortinu er af miklum vanefnum, skagar og firðir lauslega afmarkaðir og af talsverðu handahófi. Um flest einkenni önnur er fylgt korti Jorisar Carolusar og þaðan eru komin öll örnefni, 37 að tölu.

Insvlae Islandiae delineatio

Íslandskort

Íslandskort 1761.

Höfundur: Homanns-erfingjar
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1761
Árið 1728 lést Magnús Arason sem konungur hafði falið að stunda mælingar á Íslandi svo að hægt yrði að gera nákvæmt kort af landinu. Magnús hafði lokið við að búa til kort af svæðinu frá Reykjanesi til Arnarfjarðar. Mikill hluti verksins var því eftir og hafði danska stjórnin fullan hug á að ljúka því. Í því skyni var árið 1730 sendur til landsins norskur leiðangur undir stjórn Thomas Hans Henrik Knoff. Hann hófst þegar handa og eftir fimm sumur hafði hann klárað það sem Magnús skyldi eftir. Hann leiðrétti líka kort Magnúsar þar sem þess þurfti við. Hér var þess freistað í fyrsta sinn að kanna landið mest allt en þeir sem áður höfðu gert kort af landinu höfðu aðallega stuðst við örfáa hnattstöðupunkta, frásagnir kunnugra manna og ýmsan landfræðilegan samtíning.
Knoff bjó til sjö héraðakort af landinu og heildarkort sem hann lauk við að mestu árið 1734. Knoff hafði sent eintak af sumum kortunum til yfirboðara síns í Noregi og var það illa séð af hinum danska stiftamtmanni og lentu mælingarnar því í embættis- og valdatogstreitu. Hún endaði með því að konungur gaf út tilskipun um að Knoff skyldi skila skjalasafni hersins öllum eftirmyndum og uppköstum Íslandskortanna. Kort Knoffs enduðu því í skjalageymslu og komu engum að gagni næstu áratugina.
Það er ekki fyrr en í byrjun sjötta áratugarins að rykið var dustað af Íslandskorti Knoffs en 1752 kom út bók Niels Horrebow um Ísland. Með henni fylgdi kort af Íslandi byggt á Knoff. Það er minnkuð útgáfa af kortinu og fremur óvandað og fátæklegt að gerð en Danir kunnu á þessum tíma illa til eirstungu og kortagerðar. Stiftamtmanninum á Íslandi, Otto Manderup Rantzau greifa, virðist hafa runnið þetta til rifja því hann ákvað að gangast fyrir því að kort Knoffs yrði birt í nákvæmari og betri gerð. Í því skyni leitaði hann til kortagerðarstofnunar þeirrar sem einna mest orð fór af í Evrópu um þessar mundir, Homanns-erfingja (Homanns Erben) í Nürnberg. Kortið birtist árið 1761 með firna löngu nafni á latínu þar sem gerð er grein fyrir uppruna þess.
Neðst í hægra horninu er sagt nánar frá tilurð kortsins. Frá frumgerð Knoffs er það minnkað um meira en helming en efnislega er það að mestu leyti óbreytt og flest tekið með sem skiptir máli. Lesmálsgreinum er snúið á latínu eða þýsku og jafnvel bæði málin. Örnefnum hefur fækkað og fá mörg þeirra slæma meðferð. Enginn landfræðitexti fylgir kortinu en í textanum hægra megin er mönnum vísað um slíkt til nýútkominnar bókar eftir Anton Friedrich Büsching. Athygli vekur að Hekla fær ekki jafn veglegan sess og á öðrum kortum.
Íslandskort Homanns-erfingja var prentað sem lausblaðakort og virðist aldrei hafa verið birt í kortasöfnum. Aðeins er kunn ein útgáfa þess, frá 1761. En aðrir tóku það til fyrirmyndar og höfðu að undirstöðu nýrra, aukinna og lagfærðra korta sem juku útbreiðslu þess og komu fyrir sjónir kortagerðarmanna, landfræðinga og annarra er fjölluðu um Ísland og íslensk málefni.

Carte du Groenland

Íslandskort

Íslandskort 1770.

Höfundur: J. Laurent
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1770
Kortið er úr frönsku ferðasögusafni sem Jean François de la Harpe gaf út en það var úrval úr safni A. F. Prévost, Histoire générale des voyages. Kortið er af Grænlandi en Ísland sést einnig. Landið er af þeirri gerð sem algeng var á sjókortum gerðum í Hollandi á 17. og 18. öld.

Nyt Carte over Island

Íslandsskort

Íslandskort 1772.

Höfundur: Jón Eiríksson/Gerhard Schøning
Útgáfuland: Danmörk
Útgáfuár: 1772
Þegar Niels Horrebow hafði lokið athugunum sínum á Íslandi árið 1751 var ákveðið að senda þá Eggert Ólafsson og Bjarna Pálsson í rannsóknarleiðangur til Íslands. Þeir dvöldust á landinu í sex sumur eða til hausts 1757 en þá sigldu þeir til Kaupmannahafnar til þess að vinna úr efnivið þeim sem safnast hafði. Bjarni var skipaður landlæknir og hvarf frá verkinu. Eggert drukknaði árið 1768 og því varð ljóst að aðrir urðu að sjá um útgáfu ferðabókarinnar sem þeir höfðu áætlað. Til verksins völdust Jón Eiríksson og Gerhard Schøning og árið 1772 kom Ferðabók Eggerts og Bjarna út. Henni fylgdi uppdráttur af Íslandi sem Schøning tekur fram í formála að sé byggður á Homanns-kortinu frá 1761 sem aftur á móti var útgáfa af korti Knoffs frá árinu 1734. Schøning segir að Jón hafi unnið einn að gerð kortsins fyrsta sprettinn en hann síðan tekið við og lokið verkinu. Fundist hafa tveir handdregnir uppdrættir að kortinu og er líklegt að Schøning sé höfundur þeirra þó að íslenskir menn hafi rétt honum hjálparhönd.
Þegar litið er á kortið í Ferðabókinni vekur það ef til vill athygli hve höfundar þess hafa litlu við að bæta. Virðist sem þeir hafi lítið notfært sér þann land- og staðfræðilega fróðleik sem Eggert og Bjarni höfðu safnað saman. Það eru helst örnefni Ferðabókarinnar sem komast til skila. Á kortinu kemur í fyrsta skipti fyrir heildarheiti á Vatnajökli og er hann kallaður Klofajökull. Kortið birtist lítið breytt í þýskri (1774-1775) og franskri (1802) útgáfu bókarinnar en talsvert afbakað í enskum útdrætti hennar (1805).
Næstu 50-70 árin sóttu flest vandaðri kort, sem gerð voru af Íslandi, undirstöðu sína að meira eða minna leyti til Ferðabókarkortsins. Stundum er erfitt að skera úr því hvort fyrirmyndin er Ferðabókarkortið eða hinar eldri gerðir Knoff-kortsins, Horrebows- og Homannskortið.

Zusammengezogene Karte des Nordmeeres = Carte reduite de la mer du nord
Höfundur: Jacques Nicolas Bellin
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1774
Bellin vann mestan hluta ævi sinnar að sjókortagerð á vegum frönsku flotamálastjórnarinnar. Hann gerði einnig uppdrætti fyrir ýmis landfræðirit.
Á kortinu gætir töluverðra áhrifa frá Knoffs-gerð þótt í heildinni verði það fremur rakið til eldri hátta. Það birtist fyrst í frásögn Kerguélen-Trémarecs af leiðangrum hans um norðanvert Atlantshaf 1767 og 1768. Eftirmyndir kortsins birtust víða, m. a. árið 1774 í safni ferðasagna, Allgemeine Historie der Reisen zu Wasser und zu Lande, sem átti upphaf sitt af rekja til Prévosts.

Royaume de Danemarck: Premiere carte, Danemarck, Norwege et Islande
Höfundur: Edme Mentelle
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1782
Mentelle var land- og sagnfræðingur. Ísland á þessu korti eftir hann er af Knoff-gerð en það sýnir að auki Noreg og Danmörku.

Prospect af Reykevig paa Island

Íslandskort

Íslandskort 1785.

Höfundur: Sæmundur Magnússon Hólm
Útgáfuár: 1785 (um það bil)
Sæmundur gerði tvo samskonar Reykjavíkuruppdrætti með þessu sniði. Líklegt er að hér sé um skipulagsuppdrætti af Reykjavík að ræða og annar þeirra sé þá grunnteikning. Ástæðan fyrir gerð þeirra gæti verið flutningur biskupsstóls og skóla frá Skálholti til bæjarins enda gefur nafngift Sæmundar (Prospect) vísbendingu í þá átt. Því getur verið að hann hafi teiknað uppdrættina fyrir landsnefndina síðari með tilliti til væntanlegra nýbygginga yfir stól og skóla en nefndin starfaði á árunum 1785-1786. Nafn Carls Pontoppidans, framkvæmdastjóra hinnar konunglegu einokunarverslunar, er ritað á annan uppdráttinn en hann átti sæti í landsnefndinni. Á þeim má líka finna í einu horninu ártalið 1783.
Sæmundur Magnússon Hólm (1749-1821) var prestur og skáld og fræðimaður. Hann skrifaði mikið um náttúru Íslands, m.a. um Skaftárelda, og var drátthagur maður, gerði kort af landi og myndir af samtíðarmönnum. Myndir eftir hann eru m. a. í ferðabókum Eggerts og Bjarna og Ólafs Olaviusar.

General Karte von den Königreichen Schweden, Dænemark u. Norwegen mit Grönland und den Inseln Island und Færöer

Íslandskort

Íslandskort 1789.

Höfundur: Franz Johann Joseph von Reilly
Útgáfuland: Austurríki
Útgáfuár: 1789
Minnkuð gerð korts Homanns-erfingja frá 1761. Mörgum örnefnum og öðrum efnisþáttum er sleppt. Úr Schauplatz der fünf Theile der Welt, miklu safni landabréfa sem gefin voru út í Vínarborg á árunum 1789-91.

Carta da navegar de Nicolo et Antonio Zeni. Furono in Tramontana l’Anno MCCCLXXX

Íslandskort

Íslandskort 1793.

Höfundur: Nicolo Zeno
Útgáfuland: Danmörk
Útgáfuár: 1793
Zeno-kortið, eins og það er oftast nefnt, kom fyrst fyrir sjónir manna í Feneyjum árið 1558 sem hluti höfundarlausrar ferðasögu. Bókin var síðar eignuð Nicolo Zeno (1515-1565) enda var hann í beinan legg afkomandi Antonio Zeno þess er bókin segir frá og greinilegt er á frásögninni allri að höfundur og farmenn eru sömu ættar. Sagan segir m. a. frá för bræðra, Antonio og Nicolo Zeni, um norðanvert Atlantshaf og af viðkomu þeirra á Frislanda, Íslandi og Grænlandi og á hún að vera byggð á bréfum úr fórum þeirra. Samkvæmt frásögn Zenos er kortið eftirmynd af fornu sjókorti úr eigu fjölskyldunnar. Nú þykir hins vegar sannað að bæði bók og kort séu falsrit og sýni því á engan hátt landfræðiþekkingu 14. aldar. Aðalheimild Zenos að kortinu er ekki ein heldur margar og eru þær helstu Norðurlandakort Olaus Magnus, Caerte van Oostlant eftir Cornelis Anthoniszoon og gömul kort af Norðurlöndum af stofni Claudiusar Clavusar með talsverðu ívafi frá suðrænum sjókortum 15. og 16. aldar. Fyrir Nicolo Zeno hefur sennilega vakað að auka hróður ættmenna sinna með því að láta að því liggja að þeir hefðu fundið Ameríku fyrstir manna en neðst í vinstra horni kortsins sést móta fyrir tveimur löndum (Estotiland og Drogeo) sem gætu átt að tákna austurströnd Norður-Ameríku. Þegar litið er á Íslandshluta kortsins kemur bersýnilega í ljós að fyrirmyndin hefur verið sótt til Olaus Magnus. Hvergi er þó markað fyrir fjöllum, fljótum né öðrum landsháttum og allar myndir eru horfnar. Hafísflotar Olausar eru orðnir að sjö eyjum og meira en helmingurinn af örnefnunum er sóttur til Norðurlandakorts Claudiusar Clavusar frá 15. öld en afgangurinn til Carta marina.
Þrátt fyrir vafasaman uppruna Zeno-kortsins gætti áhrifa þess lengi og næstu 40 árin átti það eftir að koma við sögu flestra landabréfa sem gerð voru af Íslandi.
Hér er sýnd eftirmynd af kortinu frá 1793 úr riti Henrich Peter von Eggers, Priisskrift om Grønlands Østerbygde sande Beliggenhed.

An accurate & correct map of Iceland

Íslandskort

Íslandkort 1780.

Höfundur: Jón Eiríksson/Gerhard Schøning
Útgáfuland: England
Útgáfuár: 1780
Fylgdi ferðabréfum Uno von Troil, síðar erkibiskups í Uppsölum, en hann var í för með Joseph Banks í Íslandsferð hans árið 1772. Kort Jóns Eiríkssonar og Gerhards Schønings í Ferðabók Eggerts og Bjarna er undirstaðan. Efnisbreytingar eru fáar en kortið er talsvert minna en frumgerðin og nöfn þar af leiðandi færri.
Bókin varð vinsæl og var gefin út á fjölmörgum tungumálum þ. á m. þýsku (1779), ensku (1780-83), frönsku (1781) og hollensku (1784). Eftirmynd kortsins fylgdi flestum útgáfunum.

Prospect af Reykevig paa Island

Íslandskort

Íslandskort 1785.

Höfundur: Sæmundur Magnússon Hólm
Útgáfuár: 1785 (um það bil)
Sæmundur gerði tvo samskonar Reykjavíkuruppdrætti með þessu sniði. Líklegt er að hér sé um skipulagsuppdrætti af Reykjavík að ræða og annar þeirra sé þá grunnteikning. Ástæðan fyrir gerð þeirra gæti verið flutningur biskupsstóls og skóla frá Skálholti til bæjarins enda gefur nafngift Sæmundar (Prospect) vísbendingu í þá átt. Því getur verið að hann hafi teiknað uppdrættina fyrir landsnefndina síðari með tilliti til væntanlegra nýbygginga yfir stól og skóla en nefndin starfaði á árunum 1785-1786. Nafn Carls Pontoppidans, framkvæmdastjóra hinnar konunglegu einokunarverslunar, er ritað á annan uppdráttinn en hann átti sæti í landsnefndinni. Á þeim má líka finna í einu horninu ártalið 1783.
Sæmundur Magnússon Hólm (1749-1821) var prestur og skáld og fræðimaður. Hann skrifaði mikið um náttúru Íslands, m.a. um Skaftárelda, og var drátthagur maður, gerði kort af landi og myndir af samtíðarmönnum. Myndir eftir hann eru m. a. í ferðabókum Eggerts og Bjarna og Ólafs Olaviusar.

Die Insel Island

Íslandskort

Íslandskort 1789.

Höfundur: Franz Johann Joseph von Reilly
Útgáfuland: Austurríki
Útgáfuár: 1789
Minnkuð gerð korts Homanns-erfingja frá 1761. Mörgum örnefnum og öðrum efnisþáttum er sleppt. Úr Schauplatz der fünf Theile der Welt, miklu safni landabréfa sem gefin voru út í Vínarborg á árunum 1789-91.

Charte von Island und den Färöer Inseln

Íslandskort

Íslandskort 1807.

Höfundur: J. C. M. Reinecke
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1807
Árið 1776 kom til sögunnar ný Íslandsgerð byggð á mælingum fransks vísindaleiðangurs undir stjórn Verdun de la Crennes. Leiðangursmenn höfðu dvalist um hríð á Vatneyri á Vestfjörðum og mælt bæði á sjó og landi. Vestustu odda landsins færðu þeir til austurs um nálægt hálfa fjórðu gráðu án þess að hrófla að ráði við austurströndinni. Útkoman var mjög bjagað kort af landinu, m. a. varð breidd landsins svipuð og lengdin.
Margir kortagerðarmenn tóku það sér til fyrirmyndar, þ. á m. Johann Christoph Matthias Reinecke. Árið 1800 gaf hann út Íslandskort með strandlengju að hætti Verdun de la Crenne. Örnefni og landslag eru hins vegar fengin að láni af korti þeirra Jóns Eiríkssonar og Ólafs Olaviusar. Það er greinilegt að Reinecke hefur lent í hálfgerðum vandræðum við að koma efni sínu fyrir á kortinu því landið er nú talsvert styttra frá austri til vesturs en verið hafði. Skagar norðanlands verða mjög rýrir auk þess sem hlutföll á suðurströndinni raskast. Árið 1807 birtist minnkuð gerð korts Reineckes. Bæði hafa Færeyjar sem íauka í einu horninu. Síðar komu fleiri útgáfur af kortinu.
Kort af stofni Verdun de la Crennes og Knoffs toguðust löngum á og veitti hinum fyrrnefndu betur um hríð.

Iceland

Íslandskort

Íslandskort 1813.

Höfundur: William Jackson Hooker
Útgáfuland: England
Útgáfuár: 1813
William Jackson Hooker var breskur náttúrufræðingur. Hann kom til Íslands 1809 og meðal samferðamanna hans á leiðinni var Jörundur hundadagakonungur. Eftir heimkomuna ritaði Hooker bók um ferð sína og athuganir og var hún gefin út tvisvar. Síðari útgáfu bókarinnar fylgir dálítill uppdráttur af Íslandi. Kortið mun ekki vera eftir Hooker sjálfan heldur Aaron Arrowsmith. Eins og á öðrum kortum Arrowsmiths er strandlengja landsins í samræmi við kort Verdun de la Crennes. Örnefni og meðferð annarra efnisþátta benda til þess að kortagerðarmaðurinn hafi farið eftir korti því sem fylgdi Ferðabók Eggerts og Bjarna fremur en endurskoðaðri gerð þess í Ferðabók Olaviusar.

Charte von Island

Íslandskort

Íslandskort 1824.

Höfundur: Theodor Gliemann
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1824
Gliemann hefur haft uppdrátt Moritz L. Borns að undirstöðu við gerð kort síns. Það sést á strandlínum og orðmyndum nokkurra örnefna. Þó að kort Gliemanns sé aðeins minna en kort Borns er það samt talsvert rækilegra og örnefni fleiri. Það er greinilegt að Gliemann hefur gert sér far um að auka við efni þeirra hluta landsins sem hvað fátæklegastir eru hjá Born. Hann sækir nokkuð til korta af stofni Knoffs, þ. á m. til korts Jóns Eiríkssonar og Ólafs Olaviusar og kortsins sem birtist í bók Ebenezer Hendersons.
Uppdráttur Gliemanns birtist fyrst í Geographische Beschreibung von Island.
Árið 1827 kom út frásögn F. A. L. Thienemanns af ferð hans og G. B. Günthers til Íslands. Henni fylgdi vönduð eftirmynd kortsins.

Island

Íslandskort

Íslandskort 1890.

Höfundur: Stieler
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1890 (um það bil)

Geological Map of Iceland

Islandskort

Íslandskort 1901.

Höfundur: Þorvaldur Thoroddsen
Útgáfuland: Danmörk
Útgáfuár: 1901
Mælikvarði:1:600 000
Árið 1882 hóf ungur náttúrufræðingur, Þorvaldur Thoroddsen, að rannsaka landið. Hann ferðaðist um það hér um bil allt á árunum 1882-1898. Verkefni hans var þó aðallega að kanna jarðfræði landsins og ekki síst eldgosaminjar. Brátt urðu honum ljósar skekkjurnar á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar, ekki síst á hálendinu. En landmælingar áttu ekki samleið með rannsóknum Þorvalds og urðu aldrei annað en hliðargrein. Hann varð fyrstur til þess að kanna og kortleggja öræfin vestan Vatnajökuls, þar sem Björn kom aldrei og fór eftir óljósum frásögnum lítt fróðra manna. Engir höfðu átt þar leið um stór svæði, enda sá hluti landsins er síðast var kannaður. Auk þess gerði Þorvaldur fjölmargar minni háttar breytingar og lagfæringar, einkum á hálendinu, en annars er kort Björns Gunnlaugssonar alls staðar undirstaðan.
Árið 1900 birti Þorvaldur nýtt heildarkort af landinu á tveimur blöðum: Uppdráttur Íslands (Kort over Island). Þar dregur hann saman lagfæringar sínar og viðauka og fellir að korti Björns. Ári síðar kom út jarðfræðiuppdráttur hans: Geological Map of Iceland. Kortið er í rauninni hið sama og uppdrátturinn frá árinu áður, aukið jarðfræðilitum. Árið 1906 birtist endurskoðuð gerð kortsins í Þýskalandi, en í minni mælikvarða: Geologische Karte von Island. Því fylgir lýsing landsins á þýsku, og hefur hún að geyma meginniðurstöðurnar af rannsóknum Þorvalds.

Heimild:
-https://landsbokasafn.is/

Íslandskort

Íslandskort frá því um 1900.

Íslandskort

Á vefsíðu Landsbókasafns Íslands er að finna nokkra áhugaverða tengla með innleiðingu á gagnmargt efni. Einn þeirra er kortavefurinn. Hér eru tekin nokkur dæmi um Íslandskort frá 16. og 17. öld er finna má á vefsíðunni.

Septentrionales Regiones

Íslandskort

Íslandskort 1539.

Höfundur: Sebastian Münster
Útgáfutímabil: 1545 – 1572
Árið 1539 markar ákveðin tímamót í sögu kortagerðar af Norðurlöndunum. Það ár kom út í Feneyjum kort af löndunum í norðri eftir sænska klerkinn Olaus Magnus. Kortið var prentað eftir tréskurði á níu blöðum og er eitt að stærstu kortum síns tíma eða 125×170 sm. Lítið er vitað um hvað Olaus hafði fyrir sér þegar hann vann að gerð kortsins. Hann hafði ferðast um Svíþjóð og Noreg og hafði því yfir meiri vitneskju að ráða um þetta svæði heldur en fyrri kortagerðarmenn enda slær kort hans öll önnur út. Um heimildir að Íslandsgerð kortsins hafa menn getið sér þess til að Olaus hafi leitað til Hansakaupmanna og fengið hjá þeim upplýsingar um landið. Carta marina, eins og kortið er kallað á latnesku, er prýtt fjölda mynda. Hafið er krökkt af hvölum, ófreskjum og skipum og í landi eru myndir úr þjóðlífi, atvinnuvegum og náttúru. Íslandsgerð Norðurlandakorts Olaus Magnus ruddi sér skjótt til rúms og þokaði eldri kortum úr sessi. Þó að nýjar gerðir kæmu fram undir lok 16. aldar var komið fram á hina 17. þegar áhrifa þess hætti að gæta. Þýski fræðimaðurinn Sebastian Münster var einn af þeim fyrstu sem tóku sér hið nýja kort til fyrirmyndar og komu því á framfæri. Í frægustu bók hans, Cosmographia. Beschreibung aller Lender, er að finna Norðurlandakort sem er lauslega sniðið eftir korti Olausar. Kortið er prentað eftir heldur ósnotru tréskurðarmóti enda er Ísland (Iszland) frekar óliðlega gert. Megindráttum landsins svipar til Olaus en allt er með fátæklegra sniði enda stærðarmunur talsverður. Eina örnefnið er Heckl’berg (Hekla). Norðurlandakortið var prentað óbreytt í þýskum endurprentunum Kosmógrafíunnar og í latneskum útgáfum með heiti á því máli, Septentrionales regiones.

Islandia

Íslandskort

Íslandskort 1548.

Höfundur:Hieronymus Gourmont
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1548
Franskur kortasali í París, Hieronymus Gourmont, gaf árið 1548 út eftirmynd af Íslandshluta Norðurlandakorts Olaus Magnus. Í ramma niðri í hægra horninu er prentaður í dálítið breyttri gerð hinn latneski skýringartexti sem fylgdi korti Olausar. Í efra horninu til vinstri er stutt landlýsing sem er líka að mestu sótt til Olausar. Á skipi á kortinu sést ártalið 1546 og er líklegt að myndamótið sé gert þá þó að prentun drægist í tvö ár. Ef litið er á kortið í heild sést að það er allgóð eftirgerð af Íslandi eins og það birtist á Carta marina. Ísafjörður hefur verið færður aðeins norðar og dýraheiti færð yfir í lesmálstexta. Einu örnefni hefur verið bætt við, eldfjall sem er nafnlaust á Norðurlandakortinu er búið að fá nafnið Helgefelt. Aðeins eitt eintak hefur komið í leitirnar af korti Gourmonts og er það varðveitt í Grossherzogliche Bibliothek í Weimar. Kortið sem hér er sýnt er eftirmynd frá síðari öldum.

Septentrionalivm partivm nova tabvla

Íslandskort

Íslandskort 1561.

Höfundur: Nicolo Zeno/Girolamo Ruscelli
Útgáfuland:Ítalía
Útgáfuár: 1561
Kort Nicolo Zeno úr ferðasögu hans var endurprentað eftir eirstungu í feneyskum útgáfum á Landafræði Ptolemeusar, þeirri fyrstu frá 1561. Kortið hefur verið minnkað nokkuð og lagfært og mun útgefandi bókarinnar, Girolamo Ruscelli, hafa séð um það. Helstu breytingar eru þær að Grænland er skilið frá Norður-Evrópu en í kjölfar nýlegra siglinga Englendinga á þeim slóðum var óstætt að hafa slíkt landsamband á kortinu. Lengdarbaugar eru markaðir en þeir voru ónúmeraðir á frumkortinu. Nokkrum nöfnum er sleppt og öðrum breytt.

De Islanda Insvla

Íslandskort

Íslandskort 1566.

Höfundur: Fernando Bertelli
Útgáfuland: Ítalía
Útgáfuár: 1566
Á Ítalíu, á síðari hluta 16. aldar, voru gerð nokkur sérkort af Íslandi, öll prentuð eftir svipuðu myndamóti. Ítalskir kortagerðarmenn voru um þessar mundir í kapphlaupi um að ryðja á markaðinn nýjum kortum. Kortin hafa engan mælikvarða og þau eru ekki heldur gráðumerkt. Í stuttri málsgrein í efra horni vinstra megin segir að landið sé 200 skoínur frá norðri til suðurs. Kortin eru greinilega minnkaðar eftirmyndir Íslandshluta Norðurlandakorts Olaus Magnus frá 1539.

De Islandia Insvla

Íslandskort

Íslandskort 1570.

Útgáfuland: Ítalía
Útgáfuár: 1570 (um það bil)
Á Ítalíu, á síðari hluta 16. aldar, voru gerð nokkur sérkort af Íslandi, öll prentuð eftir svipuðu myndamóti. Ítalskir kortagerðarmenn voru um þessar mundir í kapphlaupi um að ryðja á markaðinn nýjum kortum. Kortin hafa engan mælikvarða og þau eru ekki heldur gráðumerkt. Í stuttri málsgrein í efra horni vinstra megin segir að landið sé 200 skoínur frá norðri til suðurs. Kortin eru greinilega minnkaðar eftirmyndir Íslandshluta Norðurlandakorts Olaus Magnus frá 1539.

Thyle

Íslandskort

Íslandskort 1576.

Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1576
Kort af Íslandi úr útgáfu á bókum þeirra Pompionusar Mela, De orbis situ, og Gajusar Juliusar Solinus, Polyhistor, á vegum Sebastians Henricpetri árið 1576. Það er mjög líkt korti úr Rudimenta cosmographica eftir Johannes Honter frá 1561 og er sennilega eftirgerð þess.

Gemeine beschreibung aller Mitnächtigen Länder/alsz/Schweden/Gothen/Nordwegien/Dennmarck/rc

Íslandskort

Íslandskort 1588.

Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfutímabil: 1588 – 1628
Kosmógrafía Sebastians Münsters var gefin út af stjúpsyni hans, Henri Petri. Þegar hann lést árið 1579 tók Sebastian, sonur hans, við útgáfunni. Honum þótti tími til kominn að endurnýja kort bókarinnar áður en hún væri gefin út að nýju. Ekki er vitað hver tók verkið að sér en sá gerði 26 landabréf með kort Abrahams Orteliusar í Theatrum orbis terrarum að undirstöðu og litu þau fyrst dagsins ljós í útgáfu Kosmógrafíunnar 1588. Norðurlandakort Münsters birtist nú í gjörbreyttri mynd og líkist mjög Norðurlandakorti Orteliusar enda er það kort fyrirmyndin. Svo kann að virðast við fyrstu skoðun að höfundur sýni einhverja viðleitni til að auka á margbreytileika strandlengju Íslands. Á norðvesturhorn landsins er kominn skagi, tengdur mjóu eiði við meginlandið og myndar hann mikinn flóa fyrir Norðurlandi. Mikill fjallgarður er dreginn á mitt landið og tvö af þremur stöðuvötnum, gömlum arfi frá Olaus Magnus, eru orðin að fjörðum á suður- og austurströndinni. Ekki ber að taka því svo að bak við þessa tilburði liggi ný vitneskja um Vestfirði og miðhálendi landsins.

Islandia

Íslandskort

Íslandskort 1595.

Höfundur: Gerhard Mercator
Útgáfuland: Holland
Útgáfutímabil: 1595 – 1630
Gerhard Mercator var einn frægasti kortagerðarmaður sinnar tíðar. Ef hann er borinn saman við samtímamann sinn, Abraham Ortelius, má segja að hann hafi fremur tekið mið af staðreyndum á meðan Ortelius hafði mestan huga við það að kort hans gengju í augu kaupenda. Ísland kemur fyrir á Evrópukorti hans frá 1554 og heimskorti frá 1569. Á þeim er landið af þeirri fornu gerð sem á uppruna sinn að rekja til Olaus Magnus.
Árið 1595 kom út kortasafn eftir hann undir nafninu Atlas, sive cosmographicæ meditationes de fabrica mvndi et fabricati figvra. Í kortabók þessari er að finna kort af Íslandi greinilega byggt á Íslandsgerð Guðbrands Þorlákssonar biskups. Ekki er vitað eftir hvaða leiðum kort biskupsins, eða eftirmyndir þess, barst Mercator í hendur. Ortelius og Mercator voru vinir en Mercator virðist ekki taka Íslandskort Orteliusar, sem kom út fimm árum fyrr, beint upp, til þess ber of mikið á milli kortanna. Hins vegar virðist augljóst að þeir hafi báðir notað sama eða svipað forrit. Vitað er að Mercator var í sambandi við danska stjórnmála- og lærdómsmanninn Henrik Rantzau en hann hafði verið honum hjálplegur við öflun korta af Norðurlöndunum. Í þeim bréfum á milli þeirra sem varðveist hafa er í rauninni hvergi minnst á Ísland en ekki er ólíklegt að Rantzau hafi útvegað Mercator eintak af Íslandsgerð Guðbrands. Kunningsskapur Rantzau og Anders Vedel eykur líkurnar á því.
Áður hefur verið minnst á að talsverður munur er á kortum Orteliusar og Mercators. Hnattstaða er að vísu svipuð en landið lendir aðeins norðar en hjá Orteliusi og því fjarri sanni. Lengd landsins frá austri til vesturs styttist um nær sex gráður en samt er það ennþá of langt ef miðað er við breiddina. Samanburður beggja gerða, Orteliusar og Mercators, virðist benda til þess að annmarkarnir eigi að verulegu leyti rót sína að rekja til frumkorts Guðbrands biskups. Þó að strandlínur Mercators séu of kantaðar og beinar og boglína Austfjarða komist ekki til skila þá er landið þó að mörgu leyti betur gert en hjá Orteliusi. Það er allt samanþjappaðra og ekki eins sundurtætt, firðir og skagar eru minna áberandi, fljótin ekki jafn mikilfengleg og eldgangur Heklu hóflegri. Miklu munar að ófreskjurnar í hafinu eru horfnar, allar nema ein, og hafísinn, rekaviðurinn og ísbirnirnir líka. Kortið verður þannig traustara og einfaldara að allri gerð en að sama skapi ekki jafn skrautlegt. Þetta gæti bent til þess að kort Mercators standi nær frumgerðinni að þessu leyti.
Örnefni eru fleiri hjá Mercator en Orteliusi eða nálægt 290. Þegar kemur að framsetningu þeirra virðist hann hverfa meira frá frumkortinu. Þingvöllur verður t. d. Finguollur hjá Orteliusi en Bingnottr hjá Mercator. Sumsstaðar hefur verið gripið til þess ráðs að setja styttingu nafns skammt frá réttari mynd þess: Hualfiord (Hvalfjörður) og Hual og Bittkfiord (Bitrufjörður) og Bittk. Ekki er vitað hvort Mercator eða einhverjir milligöngumenn eiga sök á þessu. Nokkrar lesmálsgreinar eru á kortinu, fyrir neðan Mývatn stendur t. d. Hier Ikin natsell sunnatzt (þ. e. Hér skín náttsól sunnast). Ekki þarf að efa að þessi frásögn hafi í öndverðu komið frá höfundinum sjálfum. Neðst í vinstra horninu sést að mælikvarði er í þýskum mílum en mílan mun hafa verið nálægt 7,5 km.
Aftan á kortinu, eða á fyrstu síðu sé það brotið saman, er stutt og frekar rýr lýsing á landinu. Síðar þegar útgáfa kortasafnsins komst í hendur Jodocusar Hondiusar var frásögn þessi mjög aukin. Margt í textanum er sótt til Orteliusar en annars er hann uppsuða úr verkum ýmissa höfunda, þ. á m. Brevis commentarivs eftir Arngrím lærða.
Kortasafn Mercators kom út að honum látnum og það kom því í hlut annarra að halda útgáfunni áfram. Árið 1604 keypti Jodocus Hondius eldri myndamótin og frá hendi hans og fjölskyldu hans rak nú hver útgáfan aðra á hinum ýmsu tungumálum. Þær fyrstu voru allar á latnesku eða frönsku en síðan bættust við hollenskar, þýskar og enskar gerðir. Þetta jók mjög hróður bókarinnar en alls mun Íslandskort Mercators hafa verið prentað í 20 útgáfum kortasafnsins. Árið 1630 var það tekið út og kort Jorisar Carolusar sett í staðinn. Kortasafn Mercators var bók í stóru broti og ekki handhæg í notkun. Hondius brást við þessu með því að gefa hana út í minna broti undir nafninu Atlas minor 1607. Fordæmi voru fyrir slíkum smækkuðum útgáfum, það sama hafði verið gert við kortabók Orteliusar og fleiri bækur. Í litla brotinu er kortið stórlega minnkað og nöfnum fækkað. Atlas minor kom út í 23 útgáfum á árunum 1607-1676.
Íslandskort Mercators hafði minni áhrif á síðari kortagerðarmenn en kort Orteliusar og geldur hann þess eflaust að vera seinna á ferðinni.

Islandia

Íslandskort

Íslandskort 1601.

Höfundur: Johannes Vrients
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1601
Kortasafn Abrahams Orteliusar, Theatrum orbis terrarum, var dýr bók í stóru broti og frekar óþjál í meðförum. Þegar Ortelius lést árið 1598 komst útgáfurétturinn á safni hans í hendur Johannesar Vrients. Hann lét prenta smækkaða gerð þess undir nafninu Epitome Theatri Orteliani sem aðrir höfðu í rauninni byrjað að gefa út áður. Kortið er úr einni slíkri útgáfu, það er ekkert annað en smækkuð útgáfa af Íslandskorti Orteliusar. Ýmsu hefur orðið að fórna við þessa breytingu á stærð, eins og t. d. mörgum örnefnum og öllum fyrirbærunum á hafinu.

Estotilandia et Laboratoris Terra

Íslandskort

Íslandskort 1611.

Höfundur: Cornelis van Wytfliet
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1611
Cornelis van Wytfliet var lögfræðingur og ráðstofuritari í Brabant. Talið er að hann hafi ritað ýmislegt, einkum landfræðilegs efnis, en aðeins eitt af ritum hans birtist á prenti: Descriptionis Ptolemaicæ avgmentvm siue Occidentis notitia. Frönsk þýðing var prentuð 1605, 1607 og 1611.
Kortið nær ekki lengra til austurs en að núllbaug um Kanaríeyjar svo að eystri helmingur Íslands fellur utan takmarka þess. Nöfn eru aðeins sjö og af gerð Orteliusar.

Descriptio Islandiæ

Íslandskort

Íslandskort 1616.

Höfundur: Petrus Bertius/Jodocus Hondius
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1616
Kort úr útgáfu Jodocusar Hondiusar á P. Bertii Tabularum geographicarum contractarum. Mestu munar hér frá fyrri kortum að gerð þeirra víkur meira frá Orteliusi til Mercators. Á kortinu eru 140 nöfn, öll sótt til Mercators-kortsins.

Island

Íslandskort

Íslandskort 1625.

Höfundur: Jodocus Hondius
Útgáfuland: England
Útgáfuár: 1625
Á árunum upp úr 1621 voru myndamótin að Atlas minor, minnkaðri gerð kortasaf
ns Gerhards Mercators, seld til Lundúna og birt í ferðasögusafni Samuel Purchas, Hakluytus Posthumus or Purchas His Pilgrimes, sem Henry Featherstone gaf út 1625. Kortið er nákvæmlega eins og í frumútgáfunni frá 1607.

Islandia

Íslandskort

Íslandskort 1628.

Höfundur: Johannes Janssonius
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1628
Í byrjun 17. aldar var hafin útgáfa á smækkaðri gerð af kortasafni Gerhards Mercators. Bókin kom fyrst út 1607 og nefndist Atlas minor. Árið 1628 hóf Johannes Janssonius nýja útgáfu á henni þar sem búið var að stinga öll kortin í eir að nýju af þeim Petrus Kaerius og Abraham Goos.

Islandia

Íslandskort

Íslandskort 1630.

Höfundur: Johannes Cloppenburg
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1630
Kort úr útgáfu Cloppenburgs á smákortaatlas Gerhards Mercators undir nafninu L’Atlas de Gerard Mercator. Flest kortin hafa verið stungin í eir á ný af Petrus Kaerius og stækkuð aðeins.

Regiones svb Polo Arctico

Íslandskort

Íslandskort 1640.

Höfundur: Willem Janszoon Blaeu
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1640
Pólkort sem birtist fyrst í viðaukabindi við kortasafn Blaeus, Atlantis appendix. Kortið er í stereografísku ofanvarpi og Ísland af þeirri gerð sem hefur verið rakin til Guðbrands biskups Þorlákssonar. Örnefni eru átta.

Nova et accvrata Poli Arctici

Íslandskort

Íslandskort 1645.

Höfundur: Johannes Janssonius
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1645
Endurprentun Janssoniusar á pólkorti Blaeus með nýjum titli. Birtist í einhverju kortasafna hans.

Islandia

Íslandskort

Íslandskort 1648.

Höfundur: Jean Boisseau
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1648 (um það bil)

Af Íslandskorti Guðbrands Þorlákssonar biskups í gerð Abrahams Orteliusar er til óársett eftirmynd. Kortið, sem er prentað eftir nýju myndamóti, er örlítið minna en frumgerðin og líkt henni að flestu leyti. Ófreskjurnar og fyrirbærin á hafinu eru öll á sínum stað en stafirnir A til Q sem mörkuðu þau eru horfnir enda fylgir kortinu enginn skýringartexti. Einnig er horfin tileinkun Vedels til Friðriks II í neðra horninu hægra megin og staðinn komin stutt frásögn af landinu.
Höfundur þessarar eftirmyndar var löngum ókunnur og voru ýmsir nefndir til sögunnar. Nú er talið að hann hafi verið franskur landfræðingur að nafni Jean Boisseau og að kortið sé úr ritinu Théatre géographique du royaume de France.

Typus Maritimus Groenlandiæ, Islandiæ, Freti Davidis, Insulæ Iohannis Mayen et Hitlandiæ, Scotiæ et Hiberniæ litora maritima septentrionalia
Höfundur: Johannes Janssonius
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1650 (um það bil)

Groenland et les novvelles terres descovvertes vers le septentrion
Höfundur: Philip Briet
Útgáfuár: 1653 (um það bil)

Pas-caerte van Groenland, Ysland, Straet Davids en Ian Mayen eyland

Íslandskort

Íslandskort 1661.

Höfundur: Johannes van Loon
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1661 (um það bil)
Lootsmans-feðgar hófu sjókortagerð í samkeppni við Blaeu og Janssonius um miðja 17. öld. Frá hendi þeirra eru nokkur söfn sjókorta sem komu út á ýmsum tungumálum. Johannes van Loon var einn af mörgum kortagerðarmönnum sem tóku kort Lootsmans-feðga nær óbreytt upp í sjókortasöfn sín.
Íslandi bregður fyrir á nokkrum korta feðganna, þ. á m. þessu Grænlandskorti. Gerð Guðbrands biskups hefur verið höfð að undirstöðu, sennilega um hendur Jorisar Carolusar. Eyjan, Enchuyser eylandt, fyrir miðjum Austfjörðum er sótt til sjókorts Carolusar. Af beinum vanskapnaði er helst að geta þess að Ísafjarðardjúp er allt of breitt og Vestfirðir eru í þann veginn að klofna í tvo mikla skaga, eins og síðar varð. Þegar tímar liðu komst sá háttur á um Íslandsgerðir hinna almennu kortasafna.

L’Islande

Íslandskort

Íslandskort 1663.

Höfundur: Pierre Duval
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1663
Pierre Duval var tengdasonur og lærisveinn Nicolas Sanson, eins af frægustu kortagerðarmönnum Frakka. Eftir hann liggur þó nokkuð af landabréfasöfnum en einnig gerði hann kort sem voru birt sérstaklega í ýmsum bókum, ferðasögum og öðrum ritum af landfræðilegum toga. Þetta kort birtist í einu slíku riti, Relation de l’Islande eftir Isaac de la Peyrère sem kom út 1663. Bókin fjallar um Ísland eins og nafnið bendir til og er flest í henni sótt til Arngríms lærða Jónssonar. Ekki er vitað hvenær kortið er gert en það er líklega dregið beint upp eftir korti Jorisar Carolusar en ekki Íslandskorti Nicolas Sanson sem virðist því ekki vera tilbúið á þessum tíma. Duval hefur fært staðarnöfn til franskra hátta og breytt nafni annars biskupsstólsins til betri vegar, úr Halar í Hola. Tvö ný örnefni koma nú í fyrsta skipti fyrir á korti en það eru Papei vestan Hvammsfjarðar og Sneland meðfram Lagarfljóti. Vitneskju um þau má sennilega rekja til Arngríms lærða, sem getur bæði Snælands og papa.

Isle d’Islande

Íslandskort

Íslandskort 1667.

Höfundur: Nicolas Sanson
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1667
Nicolas Sanson de Abbeville, eins og hann hét fullu nafni, lagði grunninn að blómaskeiði franskrar kortagerðar á síðari hluta 17. aldar. Kort Sansons sjálfs þykja í rauninni ekkert afbragð og það var ekki fyrr en í höndum arftaka hans að þau tóku þeim breytingum sem leiddu franska kortagerð til öndvegis. Merkast af því sem liggur eftir Sanson hvað Ísland snertir er þetta sérkort af landinu árfært 1667. Á titilfeldi þess segir að það sé gert eftir Íslandskortum Anders Sørensen Vedel (Andreas Velleius); þ. e. a. s. Abrahams Orteliusar en kort hans var löngum kennt við Vedel, og Jorisar Carolusar. Sanson hefur sótt talsvert meira til Carolusar en Orteliusar, þ. á m. lögun landsins og flest örnefni. Það sem hefur verið tekið frá Orteliusi er aðallega frábrugðnar nafnmyndir hans og er þeim skipað við hlið sömu nafna Carolusar. Ýmsum efnisþáttum á korti Carolusar er sleppt enda hefur það verið minnkað um nær helming.

Poli Ar[c]tici, et circum[iace]ntium terrarum descriptio novis[s]ima

Íslandskort

Íslandskort 1680.

Höfundur: Frederick de Wit
Útgáfuár: 1680 (um það bil)
Kortið af heimskautslöndunum er af nýrri gerð, sem ekki hefur komið fram áður, þótt landaskipunin sé um flest að hætti Willem Barents eða frá árunum kringum aldamótin 1600.
Birtist fyrst í enskri útgáfu af kortasafni Mercators 1636. Frederick de Wit gerði löngu síðar eftirmyndir af kortinu á lausum blöðum. Þær komu út einhvern tíma nálægt 1680.

Decowerte de la Groenlande

Íslandskort

Íslandskort 1683.

Höfundur: Alain Manesson Mallet
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1683
Kort úr heimslýsingu, Description de l’univers, eftir franska landfræðinginn Mallet. Ísland er frekar lítill hluti kortsins og án örnefna.

Die Insel Island

Íslandskort

Íslandskort 1686.

Höfundur: Alain Manesson Mallet
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1686
Lýsing heimsins eftir Mallet var gefin út með þýskum heitum auk hinna frönsku og nefndist þá Welt-Beschreibung. Íslandskortið er úr þeirri útgáfu en það er spegilmynd af landabréfinu í frumútgáfunni. Myndamótið hefur verið gert beint eftir því og þess vegna snýr allt öfugt þegar platan er prentuð.

The North West Part of America

Íslandskort

Íslandskort 1688.

Höfundur: Robert Morden
Útgáfuland: England
Útgáfuár: 1688
Undir lok 17. aldar skýtur upp á Englandi sérstöku afbrigði Íslandsgerðar. Landið er kantaður ferhyrningur, rösklega helmingi lengri frá austri til vesturs en breiddinni svarar. Á þessu korti er landið svo lítið að erfitt er að átta sig á hvað vakir fyrir höfundinum.
Kortið kemur úr bókinni Geography Rectified.

Isola d’Islanda

Íslandskort

Íslandskort 1692.

Höfundur: Vincenzo Coronelli
Útgáfuland: Ítalía
Útgáfutímabil: 1692 – 1694
Coronelli er kunnastur fyrir jarð- og himinlíkön sín og landabréfasafn sitt, Atlante Veneto, sem kom í 13 bindum á síðasta áratug 17. aldar. Þetta kort birtist í því og einnig í Corso geografico universale. Hægt er þekkja kortin úr Atlante Veneto og Corso geografico universale í sundur á því að það úr fyrri bókinni er með titilfeld efst í hægra horninu en hitt ekki.
Þegar ýmis minni háttar ónákvæmni er undanskilin er kortið allgóð eftirmynd af korti Jorisar Carolusar. Stafsetning örnefna bendir til þess að Coronelli hafi fremur haft fyrir augunum gerð Johannesar Janssoniusar heldur en Willem Janszoon Blaeus.

Isle d’Islande

Íslandskort

Íslandskort 1698.

Höfundur: Nicolas Sanson
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1698
Nicolas Sanson de Abbeville, eins og hann hét fullu nafni, lagði grunninn að blómaskeiði franskrar kortagerðar á síðari hluta 17. aldar. Kort Sansons sjálfs þykja í rauninni ekkert afbragð og það var ekki fyrr en í höndum arftaka hans að þau tóku þeim breytingum sem leiddu franska kortagerð til öndvegis. Merkast af því sem liggur eftir Sanson hvað Ísland snertir er þetta sérkort af landinu árfært 1667 (kortið var prentað oftar en einu sinni, t. d. árið 1698). Á titilfeldi þess segir að það sé gert eftir Íslandskortum Anders Sørensen Vedel (Andreas Velleius); þ. e. a. s. Abrahams Orteliusar en kort hans var löngum kennt við Vedel, og Jorisar Carolusar. Sanson hefur sótt talsvert meira til Carolusar en Orteliusar, þ. á m. lögun landsins og flest örnefni. Það sem hefur verið tekið frá Orteliusi er aðallega frábrugðnar nafnmyndir hans og er þeim skipað við hlið sömu nafna Carolusar. Ýmsum efnisþáttum á korti Carolusar er sleppt enda hefur það verið minnkað um nær helming.

Novissima Islandiæ tabula

Íslandskort

Íslandskort 1700.

Höfundur: Peter Schenk/Gerard Valk
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1700 (um það bil)
Kort þetta er enn ein útgáfan á Íslandskorti Jorisar Carolusar sem kom fyrst fyrir sjónir manna 1630. Kortið er prentað eftir myndamóti Johannesar Janssoniusar en þau voru nú aftur komin til Hollands eftir að hafa verið í eigu Englendingsins Moses Pitt um hríð. Kortið er óársett og ekki kunnugt hvenær það var prentað en Schenk og Valk ráku útgáfufyrirtæki í Amsterdam.

Heimild:
-https://islandskort.is

Ísland

Ísland.