Tag Archive for: Ísólfsskáli

Selatangar

Farið var að Ísólfsskála og Selatöngum í fylgd Jóns Valgeirs Guðmundssonar, syni Guðmundssonar Hannessonar frá Vigdísarvöllum. Lýsing á hluta ferðarinnar fer hér á eftir.
GarðarHaldið var eftir Ísólfsskálavegi frá Hrauni. Jón benti m.a. á hvilft í vestanverðum Siglubergshálsi þar sem hann kemur í Fiskidalsfjall og nefndi hana Lyngbrekku. Hann benti og á gamla veginn, sem lagður var frá Hraunssandi, upp hálsinn og áfram áleiðis yfir að Skála. Hann sést vel ofanvert í hálsinum og áfram á milli og yfir Móklettana. Þar liggur vegurinn inn með hlíðinni uns hann liggur áleiðis norður fyrir Slögu austan við Litlaháls.
Jón sagðist muna vel eftir LM-merkinu í austanverðum Móklettum. Það var skoðað og benti Jón á merkið (ártal). Landamerkin að vestanverðu liggja úr Festisnýpu, í merkið á Móklettum og yfir í Rauðamelshól uppi á sunnanverðu Borgarfelli.
Ekið er yfir Litlaháls og þá er Lyngfjall á hægri hönd, síðan Festisfjall sunnan við það. Áður en haldið var að Ísólfsskála var farið inn í Drykkjarsteinsdal að Drykkjarsteini. Á leiðinni var farið framhjá grettistaki miklu suðvestan í Slögu, er Jón sagði heita Hattur. Jón sagði Símon Dalaskáld hafa ort fallegt kvæði um steininn, en hann er sunnan við þjóðleiðina austur að Mjöltunnuklifi og til Krýsuvíkur. Jón sagðist nú einn vera eftirlifandi þeirra, sem lögðu veginn árið 1933. Þeir hefðu þá verið fimm saman, en vegurinn hafi verið gerður að beiðni Hlínar í Krýsuvík og á hennar kostnað. Þeir hafi haft einn hest, Nasa, og einn vagn við vegagerðina.

Verkhús

Vegagerðin hafi verið tiltölulega auðveld að Méltunnuklífi, en þá hafi þeir þurft að ryðja sér braut í gegnum Leggjabrjótshraun, yfir Núpshlíðina og áfram yfir hraunið að Latfjalli. Þá hafi Ögmundarhraunið tekið við og liggur gamli vegurinn skammt norðan núverandi vegar. Við austurenda hans er komið inn á leið þá er Ögmundur lagði forðum. Gengið var að dysinni, teknir punktar og hún skoðuð. Þá var gengið spölkorn eftir gömlu leið Ögmundar. Enn sést vel móta fyrir henni í hrauninu.
Komið var að Ísólfsskála. Vestan við Huldukonustein er Bjallinn. Undir honum, þar sem hann er sléttastur og gamalt garðlag liggur að honum, voru Skálaréttir. Í þeim voru dilkar og almenningur. Þangað komu Grindvíkingar í réttir. Eftir að Borgarhraunsréttir voru hlaðnar lögðust þær af.
Á Ísólfsskála benti Jón á Gvendarvör, sem er innan í fallegu lóni utan við Nótarhól austan við túnin á Skála. Á hólnum og við hann eru mikil fiskibyrgi og þurrkgarðar frá þeim tíma er fiskur var verkaður og þurrkaður á staðnum. Jón sagði að fiskurinn hafi verið flattur eins og saltfiskur nú, hann síðan lagður inn í byrgin og þess gætt að roðið lægi saman. Þannig hafi fiskurinn verið um veturinn. Um vorið hafi hann verið tekinn og lagður á garðana uns honum var pakkað og skúturnar komu erlendis frá og sóttu hann. Þær hafi verið á legu utan við víkina, stundum margar saman. Utan við Nótarhól er Gvendarvör, eins og fyrr sagði og heitir ysta mark lónis Gvendarsker. Frá því myndast alnbogi til lands með því austanverðu og sker að vestanverðu.

Á Selatöngum

Lending var í Börubót, sem verið hafði beint neðan við bæinn. Bærinn sjálfur var þar sem nú er bílastæði vestan við græna sumarbústaðinn vestast á túninu, undir Bjallanum. Enn sést móta svolítið fyrir hleðslum hússins að hluta. Austan við veginn að bústaðnum eru einnig hleðslur gripahúsanna, en göng voru yfir í þau úr bænum. Sjóbúðin var framan og vestan við bæinn, fast við veginn að bústaðnum. Hleðslurnar sjást þar að hluta. Beint þar fyrir neðan sjóbúðina er hlið. Sjávarmegin við það, þar sem nú er sjávarkampurinn, var hlaðinn brunnur bæjarins. Kampurinn hefur gengið mikið upp síðan því tún var niður að honum allt að móts við Lambastapann, sem er austasti klettur Festisfjalls, Skálamegin. Ofan hans er Hjálmarsbjalli, nefndur eftir bróður Guðmundar. Hann ruddi svæðið ofan við bjallann, hlóð veggi og gerði þar túnblett. Norðan við húsið er stakur steinn er nefnist Huldukonusteinn. Segir sagan að huldukona hafi eitt sinn birst heimasætunni er var að leik við steininn og beðið hana um að lána sér dúkku, sem hún hafði. Heimasætian lánaði huldukonunni dúkkuna, en svo óheppilega vildi til að hún missti hana svo hún brotnaði. Varð af grátur og gnýstan tanna, en huldukonan hvarf inn í steininn.

Sjóbúð

Haldið var að “nýja” Skálahúsinu, sem byggt var 1931. Austan þess er stór steinn. Hann féll úr Bjallanum er faðir Jóns var níu vetra og lenti á höfði hans. Hlaut hann langt og mikið sá þvert yfir höfuðið svo leðrið hékk la. Varð að sækja lækni til Keflavíkur til að vinna saumaskapinn. Suðaustan við húsið, þar sem nú er grunnur, stóð Bergsstaðahúsið. Það var síðar flutt út í Þórkötlustaðahverfi og loks út í Járngerðastaðahverfi, a.m.k. hluti þess. Guðbergur Bergsson hefur búið þar. Í stefnu austur frá húsinu, ríst klettaborg úti í hrauninu. Hún nefnist Kista. Fjárbólið var uppi í klettunum norðan við bæinn. Jón sagðist muna eftir því, t.d. árið 1928, að mikið af skútum hafi verið við veiðar utan við ströndina. Hafi hann t.a.m. talið þar um 300 slíkar einn daginn. Þær voru franskar, færeyskar, danskar og hollenskar. Séð frá húsinu, í átt að Nótahól, er lágur grashóll og utan í honum hleðslur. Hann nefnist Hestagerði. Rangagerði er djúp skora utar með ströndinni og skerst hún allangt inn í bergið. Þangað komst t.d. sjómaður eitt sinn á bát sínum í vonskuverði og bjargaðist. Rangagerði varð áður fyrr austurmörk Ísólfsskála, eða eftir að bóndinn gaf Kálfatjörn rekann frá gerðinu að Dágon á Selatöngum sem sálargreiða. Í staðinn eftirlét Kálfatjörn Ísólfsskála grásleppuveiði utan við Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd. Bárður, bóndi á Skála, keypti hann til baka árið 1916 svo nú eru austurmörkin aftur í Dágon.
Þegar haldið var áfram austur Ísólfsskálaveg lýsti Jón Hrafnsskriðu undir Slögu, Stórusteinum, Lágaskarði o.fl. stöðum. Vörður tvær á hægri hönd heita Bergsvarða (nær veginum) og Bárðarvarða. Bergur, faðir Guðbergs, hlóð þá veglegri er hann sat yfir fénu þarna og vildi hafa eitthvað um að sýsla. Gil eitt á vinstri hönd er merkilegt fyrir það að í því eru drykkjarskál. Þar settist vatnið og gat fé gengið að því vísu.
Fyrsta hornið við veginn á vinstri hönd heitir Fyrsta brekka í Méltunnuklifi. Síðan tekur við Önnur brekka í Méltunnuklifi. Þangað voru kýrnar frá Skála venjulega reknar til beitar. Loks er Méltunnuklifið. Þá hafi vegurinn um klifið bæði verið mjór og svo þröngur að erfitt gat verið að kmast með hesta þar um. Gamla þjóðleiðin, sem fyrr var líst, kemur ofan af klifinu skammt norðar. Þar heitir Innsta brekka í Méltunnuklifi. Grasi gróið dalverpi er þar austanvið. Farið er í gegnu gjallgíga. þeir heita Moshólar.
Jón Guðmundsson Áður en haldið var að Selatöngum var farin gamla leiðin í gegnum Ögmundarhraun, þá er Jón og félagar ruddu á sínum tíma. Jón lýsti leiðinni og vinnunni. Verst gekk að komast í gegnum hraunhaftið skömmu áður en komið er austur fyrir hraunið. Þar er komið inn á Ögmundarleiðina og er dysin þar skammt frá. Enn má vel sjá móta fyrir hleðslum í dysinni.
Á leiðinni niður að Selatöngum lýsti Jón Eystri lestarleiðinni frá Krýsuvík, Rekagötunni eða Vestari lestarleiðinni, um Katlahraun út að Ísólfsskála. Eystri leiðin liggur með hraunkantinum, sem er handan hraunssléttunar austan vegarins. Jón sagði að þeir hefðu verið svo til allt haustið að reiða reka heim frá Selatöngum. Tanga Móri hefði stundum gert vart við sig, en vitað var að hann hafi verið vesalingur, sem orðið hafði úti þarna við tangana. Fræg er sagan af viðureign hans og Arnarfellsbónda.
Gengið var að refagildrunum vestan við Selatanga. Faðir Jóns hlóð þær á sínum tíma. Jón sagði hann hafa verið meira gefinn fyrir veiðar en búskap. Gildrunar hafði hann ekki séð í u.þ.b. hálfa öld. Gengið var eftir Vestari lestargötunni í gegnum Katlahraun og að Smíðahelli. Á leiðinni benti Jón á skarð suðvestan í Katlinum, en af því var áður tekið mið í Geitahlíðarenda – fiskimið. Jón sagði vermenn á Selatöngum stundum hafa stolist í Smíðahelli í landlegum, tekið með sér rekavið, og dundað við að smíða úr þeim ausur, spæni, tögl o.fl. Þetta hefðu þeir ekki mátt, en í hellinum gátu þeir dulist án þess að nokkur yrði þeirra var.
Jón GuðmundssonÞar sem setið var utan við hellinn í kvöldsólinni benti Jón á Langahrygg í norðri. Hann sagðist hafa verið þarna niður á Töngunum haustið 1940 er hann og bróðir hans hefðu orðið var við hvítann flekk utan í hryggnum. Þeir hafi haldið heim, en síðan farið upp á hrygginn. Þegar þangað kom hafi þeir sé líkamsparta dreifa um hlíðina og brak úr flugvél upp og niður um hana alla. Þeir hafi gengið niður til Grindavíkur til að láta vita. Þaðan hafi verið haft samband við herinn, því þarna var um ameríska flugvél að ræða með marga háttsetta innanborð. Haldið var á hrygginn í bryndreka, en það hafi verið í fyrsta og síðasta skiptið sem hann hafi ferðast með slíku farartæki.
Litið var á fjárhellinn norðan Katlahrauns. Jón sagði hann hafa verið hlaðinn um 1870 af föður hans, sem þá hafi búið á Vigdísarvöllum, vegna þess að féð hafi leitað niður í sunnanverðar Núpshlíðar og alveg niður í fjöru á Selatöngum. Eftir að faðir hans flutti að Skála komu þangað íslensk kona og fylgd hennar var Þjóðverji. Þetta var á stríðsárunum. Þau hafi beðið um húsaskjól. Guðmundur hafði slíkt ekki á lausu, en vísaði þeim á fjárskjólið. Þar dvaldi parið um tíma eð þangað til þau voru sótt þangað af Bretum.
Jón vísaði á Nótahellir vestast á Seltöngum. Þar sagði hann bændur hafa lagt nótina yfir vík, sem þar er, til að veiða selinn, sem hafi verið fjölmennur á og utan við Tangana í þá daga. Hellirinn sést vel á lágfjöru, en erfitt er að komast að honum í annan tíma. Fé leitaði stundum inn í hellinn og flæddi þá stundum inni. Þess vegna var reynt að gera gerði utan við hornið landmegin, en það fór veg allrar veraldar.
Þá var gengið um Selatangasvæðið sjálft. Það skal tekið fram að eftir gönguna sáu þátttakendur svæðið í allt öðru ljósi Sjóbúðen áður. Þarna er svo margt og merkilegt að finna að erfitt er að lýsa því stuttum texta. Þess vegna var ákveðið að nota ferðina og gera uppdrátt af svo til öllum mannvirkjum á Seltaöngum, nefna þá og staðsetja svona nokkurn veginn. Vestan við sjálfa Selatangana eru brunnurinn, þar sem vatn aldrei þraut. Ofan hans eru Brunntjarnirnar. Jón sagði að hann og bróðir hans hefðu fyllt svo til alveg upp í brunninn eftir að dauð rolla fannst ofan í honum. Hann hafi áður verið meira en mannhæða djúpur.
Vestast á Selatöngum, austur undir kletti, er hlaðið hesthúsið. Á austurveggnum eru garðarnir. Sunnan hesthússins eru búðir þær, sem síðast var hafst við í. Innst, nyrst, er eldhúsið. Sjá má ennþá hlóðarsteinana í suðausturhorni þess. Framan við eldhúsið eru tveir bálkar, svefnhús. Austan við þá er hús, sem var hluti búðanna. Í þeim var hafst við allt til ársins 1880, en þá gerði faðir hans út bát frá Selatöngum Báturinn var jafnan í Tangasundinu, sem er neðan við vestasta fiskibyrgið á hól sunnan búðanna.

Tangarnir

Að því er gengið frá búðunum um hlaðið hlið. Byrgið stendur svo til heilt. Göt eru á báðum göflum. Jón sagði þau hafa verið lyklinn að önduninni. Fiskinum hafi verið staflað líkt og á Nótarhól og þess gætt að kjötið snertist ekki. Þannig hafi hann verið um veturinn. Um vorið hafi fiskurinn verið tekinn og borinn út, þurrkaður og ýmist fluttur út í skútur eða heim. Fiskibyrgin standa sum svo til heil, bæði með húslagi og ein hringlaga. Verbúðirnar eru við fyrstu sín illa sjáanlegar, en þegar betur er að gáð, sjást þær vel. Austustu búðirnar er vestan við Selalónið, en austan þess er klettaveggur. Hann heitir Vestari Látur. Austari Látur eru þar skammt austar.
Rétt sést móta fyrir austustu búðunum, sunnan við austasta þurrkbyrgið, sem stendur þar nokkuð heillegt. Búðirnar eru vestan við hlaðinn stíg er liggur frá fiskbyrginu niður að ströndinni. Ofan byrgisins er Smiðjan í klettasprungu. Austan þess er hlaðið hringlaga fallegt fiskibyrgi.
Dágon er nær horfinn. Hann sést þó í fjöruborðinu sem lítill klettur, suðaustan við vestasta fiskibyrgið. Vestan hans er hærri klettur og annar stór uppi á bakkanum á milli þeirra og byrgisins. Á tiltölulega sléttum grágrýtisklöppunum neðan við Dágon er klappað LM, en þar voru austurmörk Ísólfsskála og Krýsuvík tók við. Áletrunin sést einungis á lágfjöru. Jón sagðist hafa ætlað að skýra fyrsta bátinn sinn Dágon, en þegar hann frétti að nafnið þýddi “djöfull” á dönsku, hafi hann hætt við það.
Neðan við það fiskibyrgi, sem er heillegast miðsvæðis, er Skiptivöllurinn, bergrani út í sjó. Þar voru áður sléttar klappir og voru þær notaðar sem skiptivöllur líkt og vellirnir við Stokkasundið í Selvogi.
Þegar gengið er til vesturs á Töngunum má t.d. sjá þurrkgarða, fiskbyrgi fremst, verbúð austan undir kletti (þeirri er lýst var áður), hesthúsið norðar, fiskibyrgi, fjögur kringlótt fiskibyrgi, íveruhús, fullt að sandi, skiptivöllinn, hús, hringlaga fiskibyrgi, fiskibyrgi, tvö sandfyllt hús, tvo hringlaga byrgi, Smiðjuna, fiskibyrgi, hús, eldhús, bálka og loks fiskibyrgi. Utar er Selalón, eins og áður sagði. (Sjá meira í bæklingi Ferðamálafélags Grindavíkur um Selatanga. Í honum er m.a. fyrrnefndur uppdráttur af Töngunum).
Veður var í einu orði sagt frábært – logn, sól og hiti.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

Ísólfsskáli

„Ísólfsskáli er þar austast við sjó [frá Grindavík]. Getur Jarðabók þess (ár 1703), að vatnsból, sem þá er grafinn brunnur, sé háskalegt bæði mönnum og skepnum, enda sjórinn þá kominn svo nærri, að hætta sé á, að brunninn fylli af möl og grjóti, og þá jafnvel hætta á, að jörðin leggist í eyði af vatnsleysi.

isolfsskali-101

Svo illa hefur þó ekki farið. En að sjórinn hefur gengið upp í brunninn og fyllt hann, má sjá á því, að séra Geir Bachmann getur þess árið 1841 (Geir Bachmann: Lýsing Grindavíkursóknar 1840—41), að mikill vatnsskortur sé á Ísólfsskála og ekki annars kostur þar en fjöruvatna og sé það vatn haft bæði til neyzlu heimilisfólks og búpenings. En fjöruvötn eru nefndar þær uppsprettur, einatt aðeins seytlur, sem koma upp fyrir neðan flóðmál og ekki er hægt að ná til nema um fjöru. Líka getur séra Geir þess, að sjór brjóti land á Ísólfsskála og sandur frá sjónum sé farinn að berast upp í selalátur jarðarinnar undir Festarfjalli og spilla þeim. Frá Ísólfsskála eru 4—5 rastir til hinnar eiginlegu Grindavíkurbyggðar, því að björg eru með sjónum, svo að ekki verður farin stytzta leið, heldur verður að fara kringum Festarfjall.“

Isolfsskali-102

„Eitt örnefni lærði jeg að minsta kosti á leiðinni frá Grindavík til Krýsuvíkur. Það er Festarfjall, rjett innan við Grindavíkurbygðina. Mjer var sagt, að það drægi nafn af því, að einhvern tíma í fyrndinni hefði verið feiknamikil fuglatekja í bjarginu framan í fjallinu, en þá var landið auðvitað ekki bygt öðrum en tröllum og landvættum. Frá þeim tíma hengi festar miklar framan í fjallinu ofan bjargið og væri ein þeirra úr gulli. Þegar jeg nálgaðist Festarfjall sá jeg undir eins festarnar og það langt til. Svo stendur á þeim, að fjallið, sem er úr fornu móbergi, hefur sprungið sundur við jarðrask einhvern tíma fyrir langa löngu og þá hefur bráðin eldleðja að neðan ollið upp í sprungurnar og storknað þar.
Isolfsskali-111Af því að þessar sprungur hafa verið mjög þröngar, eru gangarnir mjóir. Nú er sjórinn að smásverfa framan af fjallinu, og hefur verið að því síðan löngu fyrir landnámstíð. En af því að bergtegundin í sprungunum er harðari en hin, sem er í sjálfu fjallinu, slitnar hún seinna og liggja því upphleyptar bergraðir upp og ofan fjallið. Það eru festarnar. (Jón Trausti).“

– Þegar hann er einu sinni lagstur í suðvestanátt er hætt við því að útsynningurinn verði þrautseigur hérna við ströndina, segir Ísólfur Guðmundsson, bóndi á Ísólfsskála við Grindavík, er blaðamann og ljósmyndara Nýs Helgarblaðs bar þar í hlað á dögunum. Þetta voru orð að sönnu. Heimamenn hafa orðið að fresta smalamennsku í Grindavíkurfjöllum um viku tíma sökum slagveðurs og þoku.
Festarfjall-101Ísólfsskáli er um margt sérstakur. Þrátt fyrir að jörðin sé skammt austan Þórkötlustaðarhverfis í Grindavík, er yfir slæmfæran fjallveg að fara – Festarfjall – til að komast á milli. Á Ísólfsskála er austasta byggð í landi Grindavíkur og óravegur er í næsta byggt ból austur með hrjóstugri suðurströnd Reykjanesskagans.
Ísólfsskáli er eina bújörðin á Reykjanesskaganum vestan Selvogs, þar sem ábúendur hafa framfæri sitt eingöngu af landbúnaði, en þar stunda þau Ísólfur og Herta kona
hans sauðfjárbúskap með hálft annað hundrað fjár.

– Við vorum með 300 kinda kvóta. í dag er þetta ekkert orðið, enda naumt skammtað af hálfu þeirra sem fara með stjórn landbúnaðarmála. Núna höfum við aðeins leyfi fyrir 165 ærgildum og fullnýtum þann kvóta. Maður getur harla illa framfleitt sér af þessu lengur, segir Ísólfur, – en svona er þetta orðið. Bændum eru allar bjargir bannaðar. Það er engu líkara en að við Íslendingar séum að taka upp sama skömmtunarkerfið og sömu miðstýringuna og þeir þarna austantjalds hafa verið að bagsa við að leggja niður. Sér er nú hver vitleysan. –
Isolfsskali-112Nei blessaður vertu. Það hefur ekki hvarflað að mér, segir Ísólfur, þegar hann er inntur eftir því hvort honum hafi aldrei komið til hugar í kreppudansi sauðfjárræktarinnar að reyna fyrir sér í loðdýrarækt. – Enda hefur það reynst óðs manns æði fyrir flesta að leggja út í þessar nýju búgreinar.
Á sínum tíma átti minnkurinn að leysa allan vanda íslensks landbúnaðar. Síðan varð lausnarorðið refaræktin, þá kom kanínuræktin og fiskeldið og nú hafa snillingarnir fundið upp að við eigum að lifa af skógrækt, segir Ísólfur og er auðheyrilega ekki par hrifinn.
– Svo er reynt að telja manni trú um það að skógræktin geti biessast vegna þess að einu sinni hafi landið verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Þessi vitleysa tekur vart tali. Heldurðu að við fyndum ekk rætur af trjám ef svo hefur verið. Það sem menn eru að tala um að hafi verið skógur, hefur vart verið annað en venjulegt kjarr, segir Ísólfur.
Isolfsskali-113– Eftir skrifum DV að dæma er það eiginlega orðin þjóðarskömm að standa í þessu hokri. Nei, við sauðfjárbændurnir eigum ekki upp á pall í samfélaginu í dag, svo mikið er víst.
Nei, ég lét ekki ginnast. Það var einhver sérfræðingurinn sem ráðlagði mér að taka helminginn af fjárhúsunum og setja þar upp refabú. Ég væri svo vel settur hérna, skammt frá Grindavík þar sem nægt fóður fellur til frá fiskvinnslunni. Ég bað hann bara að átta sig á einu sem honum yfirsást. Yfir fjallið og til Grindavíkur, en nú eru hér hvorki hross né nautgripir. Það er því af sem áður var.
En hvað með uppblásturinn og landeyðinguna, skýtur blaðamaður inní.
– Það er ekki nóg að friða landið – það grær ekki upp sjálfkrafa. Ef ekkert er borið á sprettur ekkert. Þetta þekkjum við bændur fullvel. Ef ekki er borið á garða og bletti fer allt í órækt. Þeir hjá Landgræðslunni tala sýknt og heilagt um það að friða og friða og að girða fyrir lausagöngu búfjár.
Isolfsskali-114– Það er nú ein plágan til, segir ísólfur. – Menn eru að skrattast þetta hér um skagann og aðallega akandi vegleysur. För og skorningar eru upp um allt. Það segir sig sjálft að það er engin hollusta fólgin í því fyrir landið að um það sé ekið í mars, apríl og maí þegar gróður er hvað viðkvæmastur.
– Svo er verið að tala um ofbeit, meðan bæjarbúum þykir ekkert sjálfsagðara en andskotast eins og þeim sýnist út og upp um allt. Þegar maður minnist á þetta við þessa menn er viðkvæðið einatt: þú átt ekkert meira í landinu en við helvítið þitt. Í staðinn má ekki einu sinni kötturinn koma til þeirra svo allt ætli af göfl
unum að ganga.

Sauðkindin verður ekki ein dregin til ábyrgðar
Þegar blaðamaður beinir talinu að uppblæstri á Reykjanesskaga og spyr eins og álfur út úr hól hvort ekki sé ástæða til að koma alfarið í veg fyrir lausagöngu búfjár á skaganum, hleypur Ísólfi fyrst verulega kapp í kinn.
Isolfsskali-115– Það er ekki meiri ofbeit hér en víða annarsstaðar. Ef sauðféð er of margt, eins og alltaf er verið að tala um, þá þarf að fækka því til jafns allsstaðar á landinu. Menn eru látnir hokra við búskap víða við miklu verri skilyrði en hér, þar sem allt verður að leggja niður. Í dag er svo komið að það er eiginlega ekkert orðið eftir af skepnum á Reykjanesskaganum. Það eru eitthvað um tólf hundruð kindur á öllum Reykjanesskaganum. Áður fyrr var sauðfé hér milli tuttugu og þrjátíu þúsund og það gekk úti árið um kring. Ég minnist þess þegar ég var stráklingur, þá gengu í fjallinu hér tynr ofan um eitt hundrað hross. Á öllum kotum var hið minnsta einn hestur og ein til tvær sveitarfélaga á Suðurnesjum og íslenskir aðalverktar hafa verið að dreifa á landið lítilsháttar áburði og sá í það. Ég veit ekki betur en að austur við Strandakirkju hafi verið landgræðslugirðing í ein 60 ár. Ef eitthvað er, þá er ástand gróðurs innan þessarar girðingar verra núna en þegar var girt, enda hefur ekkert frekar verið að gert eftir að girðingin var sett upp. Uppblásturinn og landeyðingin hér stafar ekki af ofbeit. Þar er við veðráttuna að sakast. Það sjáum við skýrast þegar gerir miðsvetrarhláku. Þegar svörðurinn er frosinn og þurr og það gerir asahláku með vindbeljanda er, ekki að sökum að spyrja. 

Isolfsskali-116

Vatnselgurinn og sjávarseltan vinna þá auðveldlega á öllum gróðri. Það nægir bara að líta á suðurhlíðar Reykjanesfjallanna. Þau eru gróðurvana af þessum sökum. Svo mikið er víst að þar er ekki við sauðkindina eina að sakast, segir Ísólfur.
– Það er ekki ábætandi þegar menn eru akandi hér upp um fjöll of firnindi á torfærubílum og fjórhjólum, segir húsfrúin Herta, sem hefur ekki blandað sér til þessa í umræðurnar, enda verið önnum kafin við að taka til úr búri bakkelsi, heimabakaðar flatkökur og annað góðgæti, eins og góðra búkvenna er gjarnan siður er gesti ber að garði þessara jarðvöðla og fá birt í blöðunum.

Skotóðir bæjarbúar
En ábúendurnir á Ísólfsskála hafa orðið varir við annan og öllu óhuggulegri átroðning af hálfu þéttbýlisbúa.
– Við búum ekki afskekktara en það að hér koma menn og skjóta á allt sem hreyfist, segir Herta – og það dugar ekki til. Það hefur komið fyrir að skotið hefur verið á útihúsin og bæjarhúsið. Þannig að þið hafið verið höfð að skotspæni í eiginlegri merkingu þess orðs?
Isolfsskali-117– Já, það má segja það, segir Herta og bætir því við að eitt sumarið hafi lögreglan gert upptækar 18 byssur af skotveiðimönnum í landi Ísólfsskála.
– Öll meðferð skotvopna er óheimil hér við suðurströndina, frá Reykjanesi og allt austur að Ölfusá. Landeigendur á svæðinu tóku sig saman og bönnuðu alla skotveiði í landi þeirra. Það virðist þó koma fyrir lítið. Grimmdin er slík að fýllinn fær ekki einu sinni að vera í friði þegar hann er skríða á hreiðrin í fjallinu hér fyrir ofan, segir Ísólfur, er getur trútt um talað enda alvanur meðferð skotvopna eftir að hafa verið grenjaskytta um áraraðir.

Sjaldan bítur refur nærri greni
– Ég er búinn að vera viðloðandi þetta síðan ég var sextán eða sautján ára, segir Ísólfur um grenjaleitina.
– Það hafa verið mikil áraskipti í þessu. Sum árin vinnast mörg dýr, en færri önnur árin. í fyrra gekk grenjaskyttiríið vel. Þá náði ég 53 dýrum, en í vor hefur þetta gengið fremur illa. Það er töluvert um búref hérna á skaganum sem slapp út úr refabúinu í Krýsuvík á sínum tíma og það er alltaf talsvert um að maður nái búrtófu.
Isolfsskali-118Annars er útilokað að segja til um það hvaðan dýrin eru upprunnin. Ég veit dæmi þess að tófa sem slapp úr búinu í Krýsuvík hafi náðst austur undir Lómagnúp. Það er ekki nein smávegalengd. Hún er fljót í förum og fer hratt yfir. Hún fer þetta tuttugu og fimm til þrjátíu kílómetra í leit að æti. Eitt er víst að refur bítur aldrei nálægt greninu.
Ísólfur segist vita um ein 200 greni á Reykjanesskaga. Honum telst svo til að það þurfi að fara yfir 300 kílómetra til að komast á milli þeirra allra. – Sum grenin hef ég fundið sjálfur en vitneskju um önnur hef ég eftir tilvísun mér eldri manna.
En er skolli eins skæður og af er látið?
– Já, ef um bitdýr er að ræða. Ég hef fundið allt að tuttugu til þrjátíu lambshausa við greni. Við höfum þó náð að leggja að velli skæðustu bitdýrin. Eftir að rifflarnir komu til sögunnar varar refurinn sig ekki á því að það er hægt að skjóta hann af lengra færi en áður.
Það getur verið bölvað slark í grenjaleitum. Eg hef legið allt upp í fjóra sólarhringa úti. Skolli er bæði var um sig og getur verið ansi skæður.
Isolfsskali-119Mannfólkið getur lært margt af því að fylgjast með rebba, reyndar eins og fleiri skepnum. Það er gaman að sjá hvað yrðlingarnir eru eftirtektarsamir og vel uppaldir. Ungviðið er ekki látið komast upp með neitt múður eins og hjá okkur mannskepnunni, segir Ísólfur sem ber auðheyrilega engan kala til skolla. Ísólfur segir refinn vera afburða lyktnæman og heyra vel.
– En hann sér ekki vel. Það er orðið sáralítíð um bitdýr hérna á skaganum. Þessi refur sem er hér er aðallega í fuglinum, fýlnum og- mófuglinum og hann er ansi skæður. Núorðið sér maður varla mófugl. Það sagði mér grenjaskytta að hann hefði eitt sinn náð ref á Mosfellsheiði sem var með átján þrastarunga í kjaftinum. Refurinn er eins og ryksuga þegar því er að skipta. Hvað skyldi ísólfi finnast um þá skoðun að ástæða sé til að friða refinn?.
– Ef við friðum tófuna verður hún óviðráðanleg eins og minkurinn. Það er tómur kjánaskapur að halda þessu fram eða þá að um er að ræða fólk sem hefur engra hagsmuna að gæta við að stemma stigu við útbreiðslu rebba. Ef menn vilja friða tófuna þá eru menn um leið að kveða upp dauðadóm yfir öllu refur-101fuglalífi. Það er reyndar mikið verra að eiga við minkinn en tófuna. Minkurinn getur leynst í hrauninu. Það er eins og silunganet, hann smýgur allsstaðar í gegn. Það er minkur hérna meðfram öllum fjörum. Ég hef náð þetta einu og einu skotti. Hann hefur drepið hjá mér lömb heima við fjárhús Þannig var að ég setti tvö þriggja vikna lömb út í sól og blíðu. Seinna um daginn tek ég eftir því að annað lambið er búið að liggja hreyfingarlaust nokkra stund. Þegar ég athuga málið er það steindautt. Daginn eftir fór á sömu leið – hitt lambið liggur dautt þegar að var gáð. Herta fláði bæði lömbin og þá kom það sanna í ljós. Innanverður lærvöðvinn á þeim báðum var eins og gatasigti. Þar hafði minkurinn bitið og sogið úr lömbunum allt blóð og þrótt.

Tvítug og vegalaus
Á mæli Hertu má greina að hún er af erlendu bergi brotinn. Hún er nánar tiltekið þýsk. Við spyrjum Hertu um ástæður þess að hún er komin hingað upp.
– Ég kom til íslands árið 1949, þá um tvítugt. Ég kom hingað upp ásamr átta samlöndum mínum með togaranum Maí frá Hafnarfirði sem hafði verið í sölutúr til Cuxhaven, segir Herta, en þetta sama ár réðu Búnaðarsamtökin nokkur hundruð Þjóðverja til vinnumesku vítt og breitt um sveitir.
Isolfsskali-120– Ég er fædd í Pommern sem er austur undir pólsk
u landamærunum. Eftir stríðið var enga atvinnu að fá í Þýskalandi. Rauði herinn brenndi æskuheimili mitt og fjölskyldan hraktist til vesturhluta Þýskalands. Einn bróðir minn féll á Krímskaga, annar var í fangelsi á Krít eftir stríð og það sem eftir var af fjölskyldunni var á tvist og bast. Ég hafði því vart í nein hús að venda á þessum árum. Vissulega voru það mikil viðbrigði að koma hingað, en okkur var vel tekið. Það gerði gæfumuninn, segir Herta.

Hún segist hafa kunnað ljómandi vel við sig hér á landi. Fljótlega eftir að hún kom til landsins réði hún sig í vinnumennsku á Ísólfsskála hjá Guðmundi föður Ísólfs.
– Ég sé ekki eftir neinu. Ég held að ég gæti ekki sest aftur að í Þýskalandi eftir þetta langan tíma. Þar er allt orðið breytt frá því sem áður var þegar ég bjó þar. Þeir tímar koma reyndar stundum að maður hugsar heim til æskustöðvanna með ljúfsárum söknuði, en það nær ekkert lengra. Hér á ég heima. Ég hef enga ástæðu til að sýta mitt hlutskipti í lífinu, segir Herta.
– Í fyrra voru liðin fjörutíu ár frá því að við komum hingað upp. Við ætluðum að hittast og halda sameiginlegan gleðskap, en vegna heyanna og rysjótts tíðarfars varð ekkert úr, segir Herta aðspurð hvort Þjóðverjarnir sem komu hingað 1949 og eru enn búsettir hér á landi haldi hópinn.

Ekki á færi amlóða
Isolfsskali-121Ísólfur er fæddur og uppalinn á Ísólfsskála. Hann tók við búi af föður sínum, en þar á undan hafði afi Ísólfs búið á jörðinni eftir að hann fluttist frá Vígdísarvöllum.
– Afi var þrígiftur og átti aðeins þrjátíu og þrjú börn, þar af eitt á milli kvenna. Hann var heljarmenni að burðum. Hann var mikil hreindýraskytta og hann lá einnig á grenjum þegar svo bar við, segir Ísólfur. Þar á meðal segir Ísólfur eftirfarandi hreystisögu af afa sínum, sem honum hefur auðheyrilega fundist mikið til koma.
– Sjáðu þennan stein sem liggur hérna á flötinni fyrir utan stofugluggann. Hann er ekki nein smásmíði og það er ekki fyrir hvern sem er að taka hann upp. Ég er ekki að segja að þú sért neinn amlóði, en þennan stein tvíhenti gamli maðurinn á loft kominn vel á efri ár.
Tildrög þessa voru þau að pabbi sem var níu ára, að mig minnir, var að leika sér upp við rétt hérna undir fellinu sem verið var að hlaða. Afi var með kindur í réttinni sem hann kannaðist ekki við markið á. Hann biður pabba að gæta kindanna meðan hann skjótist heim í bæ til að sækja markabókina.
Isolfsskali-122Pabbi var eitthvað að rjátla vi
ð grjót undir hamraveggnum og allt í einu veit hann ekki meira af sér. Það hafði hrunið fylla ofan á hann. Piltungur sem var þarna líka, hleypur þá heim í bæ og hrópar: „Hann Gvendur er dauður“. Afi rauk í snarhasti upp eftir og tínir ofan af pabba grjótið og þar á meðal þennan stein. Pabbi fór illa. Höfuðleðrið rifnaði og hann tvíbrotnaði á öðrum handlegg. Þegar afi er að bera drenginn sinn inn um bæjardyrnar rekst hann í dyrastafinn og við það rankar lagsi við og öskrar: „Ætlarðu að drepa mig?“, en þá hafði brotið gengið út í vöðvann og strákur komist til meðvitundar út af sáraukanum. Á þessum tíma var næsti læknir í Keflavík. Afi reið í hendingskasti þangað til að sækja Þorgrím Þórðarson sem þá var þar þjónandi læknir. Þorgrímur saumaði ein 18 spor í höfuðið á pabba og spelkaði handlegginn. Eftir þriggja vikna tvísýna legu var pabbi kominn algóður á fætur sem má heita hreinasta kraftaverk. Pabbi sagði mér síðar að honum hefði ekki farið að batna fyrr en eftir að sér hafi fundist að til hans kæmi kona sem bæði hann að koma með sér, sem hann neitaði.

Líkið á Selatöngum
Selatangar-501Efir þessa sögu Ísólfs berst talið að dulrænum fyrirbærum og dulargáfum.
– Eg get ekki neitað því, segir Ísólfur þegar hann er inntur eftir því hvort hann verði var við svipi og dularfull fyrirbrigði í fámenninu.
– Það er ekki svo að skilja að hér sé eitthvað illt á kreiki, bætir hann við. Herta segist aftur ámóti aldrei verða vör við neitt  þótt hún gjarnan vildi.
– Ég skal segja þér eina sanna sögu. Er ég var 14 ára var ég sendur einhvern tíma í maí austur á Selatanga að sækja þangað dauða rollu sem hafði flætt. Eg fór ríðandi flóðfarið og er ég var kominn austur ríð ég þar fram á lík í flæðarmálinu, sem síðar reyndist vera af sjómanni af togara sem fórst við Eyrarbakka í marsmánuði. Ég varð skelkaður mjög en tek þó rolluna og held heim. Ég segi pabba strax frá því að ég hafi fundið dauðann mann. „Þvæla er þetta í þér drengur“, segir pabbi og vill í engu sinna málinu. Eftir miklar fortölur, fellst hann þó á að fara út að Selatöngum, en segist ætla að hlusta á kvöldfréttirnar í Selatangar-502útvarpinu fyrst. Þegar hann ætlar að kveikja á útvarpinu, snýst takkinn laus. Eftir að hann hafði fullvissað sig um það að útvarpið væri bilað og hann fengi ekkert hljóð út tækinu, afréð hann að skreppa með mér austur eftir. Þegar þangað var komið var farið að flæða undir líkið. Við bárum það upp úr flæðarmálinu og bjuggum um það. Líkið var síðan sótt daginn eftir og flutt til Grindavíkur. Þegar heim var komið um kvöldið fer pabbi aftur að fikta í útvarpinu og það er alveg sama, engu tauti var við það komandi. En viti menn næsta dag var allt í lagi með útvarpið. Hefðum við farið að hlusta á fréttirnar hefði flætt undir líkið og það tekið út, segir Ísólfur.
– Það hefur aldrei hvarflað að mér að bregða búi. Sagt er að þangað sæki klárinn sem hann er kvaldastur. Ætli það eigi ekki við um okur mennina líka. Við hímum flest þar sem við erum niðurkomin mestan part af okkar hundsævi, segir Ísólfur. Hvað skyldi nú ver
ða um Ísólfsskála í framtíðinni þegar þau ísólfur og Herta verða að láta af búskap fyrir aldurs sakir? Þau segjast engar áhyggjur hafa af jörðinni. Öllu verra sé að segja til um það hvort hún muni haldast áfram í byggð.

Hraun-501– Haft hefur verið eftir Einari Benediktssyni, stórskáldi, er átti Vatnsenda og fleiri stórbýli, að allar þær jarðir sem liggja nærri þéttbýli verða fyrr eða síðar gullnáma. En þegar Ísólfsskáli hækkar í verði verðum við náttúrulega margdauð, segir Ísólfur.“
Við þetta má bæta skemmtilegri sögu af nágrönnum Ísólfs; Manna  (Gamalíel) á Stað og Magnúsi á Hrauni: „Ég var 19 ára 1948. Það sumarið vann ég á jarðýtu er ryðja átti og breikka götuna frá Grindavík að Reykjanesvita. Farið var ofan í gömlu götuna, eins og hún hafði legið. Ég átti að gista á Stað þennan tíma. Einn daginn man ég eftir því að Manni og Magnús komu saman að Stað úr tófuleiðangri. Magnús var með yrðling í einum poka og dauða kollu í öðrum. Svo óheppilega vildi til að hrepsstjórinn kom í heimsókn á þessum tíma – akandi. Hann bauð Magnúsi far austur eftir að heimsókn lokinni, en hann færðist undan. Þegar hann loks þáði farið tók Magnús annan pokann, en ætlaði að skilja hinn eftir. Húsfreyjan á Stað varð hins vegar var við gleymskuna og rétti Magnúsi pokann svo nú ekkert aðkomið yrði þar eftir. Þetta bjargaðist þó þar sem hreppsstjórinn virtist ekki vera meðvitaður um pokakolluna í farangrinum, meðvitað eða ómeðvitað (Sigurður K. Eiríksson frá Norðurkoti – munnleg heimild 2012).
Hreimildir m.a.:

-Lesbók Morgunblaðsins 6. nóv. 1949, bls. 508.
-Náttúrufræðingurinn, 17. árg. 1947, 1. tbl., bls. 42-43.
-Þjóðviljinn 20. júlí 1990, bls. 15-16.
-Sigurður K. Eiríksson frá Norðurkoti í Fuglavíkurhverfi, f: 1929.

Isolfsskali-106

Ísólfsskáli

Gengið var um Ísólfsskála, verminjarnar á og við Nótarhól ofan við Gvendarvör austan Rangagjögurs neðan Skálabótar, og haldið með ströndinni um Tranta, Hattvík og Kvennagöngubása út í Hraunsnes. Þaðan var gengið um Veiðibjöllunef og Mölvík í Katlahraun uns staðnæmst var við fjárskjólið þar uppi í hrauninu.

Hraunsnes

Hraunsnes – jarðmyndun.

Hraunið ofan við Hraunsnes, austan Ísólfsskála, nefnist Skollahraun, en hraunið ofan við Mölvík nefnist Leggjarbrjótshraun. Austar er Katlahraun. Samheiti á hraunum þessum er Ögmundarhraun (sbr. landakort), en eins og af nöfnunum sem og útliti má sjá er Ögmundarhraun fleiri en eitt hraun.
Á leiðinni var m.a. ætlunin að huga að fallegum brimkatli við ströndina, gati, sem sjórinn hafði brotið sig upp um allnokkuð ofan við ströndina og kíkja í sprungu, sem opnaðist nýlega í Katlahrauni. Ketillinn og gatið sáust vel í nýlegu yfirlitsflugi FERLIRs.
Umhverfið er eitt, en veðrið annað. Athyglin og skynjunin tengja hvorutveggja saman í heildir. Að þessu sinni hafði verið samið um ásýnilega sjávarágjöf, hvítfryssandi háöldur og skynjanlegt samstuð sjávar og strandar (átök Gyms og móður Jarðar) – svona að til auka enn á áhrif umhverfis og veðurs.

Mölvík

Í Mölvík.

Göngunni er hér lýst upp í vindinn, rangsælis við leiðina, sem gengin var – upphafið var því við fjárskjólið í Katlahrauni og endirinn við Ísólfsskála – til þess að auðveldara væri að sjá það sem fyrir augu bar á leiðinni. Svæði þetta er ótrúleg náttúrusmíð – ekki síst þegar veðrið fær að leika lausum hala.
Tillaga frá Náttúrfræðistofnun Íslands árið 2002 og síðar Umhverfisstofnun frá árinu 2004 hefur legið fyrir um að koma svæðinu á náttúruminjaskrá. Í umsögn stofnananna um svæðið segir m.a. að þar séu “fallegar og óvenjulegar hraunmyndanir og einstakar mannvistarleifar, svo greinilega yfirbugaðar af eldvirkni landsins. Á svæðinu eru jarðmyndanir, vatnafar, plöntur, dýr, vistkerfi, vistgerðir, búsvæði, landslag, víðerni, menningar- og söguminjar og fágætar náttúruminjar. Sumar þeirra eru í hættu. Katlahraun, sem er vestan Ögmundarhrauns, hefur runnið í sjó fram. Katlahraun er talsvert eldra en hið eiginlega Ögmundarhraun. Sama má segja bæði um Leggjarbrjótshraun og Skollahraun. Þarna eru mikil hraunflæmi, sérkennilegar hrauntjarnir og hellar. Áhrifaríkt er að koma að fyrrum byggð Í Húshólma í Ögmundarhrauni og sjá þar húsatóttir, sem hraunið rann yfir (1151). Á Selatöngum eru hlaðnar rústir eftir útræði fyrri alda. Þar eru friðlýstar fornminjar, líkt og gildir um minjarnar í Húshólma.”

Hraunsnes

Hraunmyndun í Hraunsnesi.

Í Náttúruverndaráætlun Umhverfisstofnunar 2004-2008 er gert ráð fyrir að svæðið verði sett á náttúruminjaskrá. Í umsögn um umhverfismats um Suðurstrandaveg er þó látið sem svæðið sé allt á náttúrminjaskrá. Hvað sem því líður er hér í heild um bæði áhugavert og verðmætt svæði að ræða, einkum út frá framangreindum efnisþáttum.
Forstjóri Umhverfisstofnunar hefur sagt að eitt af mikilvægari verkefnum stofnunarinnar frá því að hún hóf starfsemi sína hinn 1. janúar 2003 sé m.a. að reka smiðshöggið á tillögu um náttúruverndaráætlun sem unnið hafði verið að um nokkra hríð í samræmi við lög nr. 44/1999, um náttúruvernd. Þar segir að
„maðurinn hefur nýtt sér auðlindir náttúrunnar frá örófi alda. Hann hefur reynt að móta náttúruna í viðleitni sinni til að brauðfæða sig og afkomendur sína. Athafnasaga mannsins er ekki samfelld sigurganga heldur endurspeglar hún, líkt og önnur saga mannsins, þróun þar sem mörg mistök hafa átt sér stað, þar sem menn hafa lent í blindgötu með framkvæmdir sínar, þær verið endurskoðaðar og nýjar leiðir reyndar þar til betri árangur náðist. Í upphafi var viðleitnin vanmáttug, en smám saman varð manninum meira ágengt við að móta náttúruna að sínu höfði. Margir telja að iðnbyltingin á miðri 19. öld marki upphaf þeirra gríðarlegu breytinga sem síðan hafa átt sér stað. En á síðustu öld varð nánast stökkbreyting þar sem saman fór gífurlega hröð fólksfjölgun og tæknibylting sem á sér enga hliðstæðu í sögu mannsins.

Hraunsnes

Í Hraunsnesi.

Í byrjun 21. aldar ræður maðurinn yfir verkfærum og þekkingu sem geta breytt og mótað náttúruna á örskömmum tíma með ófyrirsjáanlegum afleiðingum ef varúðar er ekki gætt, enda er tæknin orðin slík að auðvelt er að valda óbætanlegum skaða með vanhugsuðum aðgerðum. Það er eðlilegt þegar fólk sér þær breytingar sem hafa orðið á umhverfinu að margir vilji staldra við og spyrja um ávinning af þessum breytingum og hverju sé fórnað. Nýting náttúruauðlinda er undirstaða efnahagslegrar velferðar flestallra þjóða heims. Hins vegar eru það einnig eftirsóknarverð lífsgæði að mega njóta fjölbreyttrar náttúru.  Nýting náttúrugæða jarðar hefur margar hliðar. Síðarnefndu sjónarmiðunum hefur vaxið mjög ásmegin eftir því sem tækninni hefur fleygt fram, efni fólks hafa orðið meiri, og meiru hefur verið raskað. Það er hlutskipti þeirra sem sinna náttúruvernd að horfa til framtíðar og til þeirrar ábyrgðar sem við sem nú lifum berum á þeim heimi sem við skilum til komandi kynslóða. Óhjákvæmilega stangast hagsmunir annarrar nýtingar, fjárhagslegir eða félagslegir, stundum á við hagsmuni náttúruverndar. Þess vegna verða náttúruverndarmál oft átakamál. Það er ákaflega mikilvægt að rök, t.d. fyrir friðun lands, séu sett skilmerkilega fram og að þau séu aðgengileg almenningi jafnt og stjórnvöldum.“ Staðreyndin er því miður sú að of margt fólk hugsar lítið sem ekkert um umhverfi sitt og allt of margir hugsa yfirleitt ekki um nokkurn skapan hlut – nema kannski svolítið um þá sjálfa.

Mölvík

Í Mölvík.

Skoðuð voru hlaðin byrgi og garðar ofan við Gvendarvör. Um er að ræða svipaðar og hinar friðlýstu minjar og á Selatöngum, en þó minni í sniðum. Mannvirkin lýsa vel sögu fiskverkunarinnar, sem lýst er nákvæmlega í umfjöllun um skreið undir Fróðleikur hér á vefsíðunni (ath. megnið af fyrri vefsíðuskrifum er hulin um sinn).
Sker utan við ströndina skammt suðaustar nefnast Trantar og austan þeirra er Hattvíkin. Þar skammt austar eru Kvennagöngubásar, hin þokkalegasta lending. Þá tekur Hraunsnesið við, en það er smækkuð mynd af Dimmuborgum og Katlinum (Borgunum) í Katlahrauni. Þunnfljótandi hraun (Skollahraun) hefur runnið þar í „sjóketil“. Við það hafa myndast formfagrir hellulaga stöplar sem og hinar ótrúlegustu hraunmyndanir. Storknuð hraunhellan hefur síðan fallið niður og stöplarnir staðið eftir. Gerður hefur verið slóði út í nesið og hafa einhverjir verið að dunda sér við að fjarlægja hellurnar utan af stöplunum, sem er hin mesta eyðilegging á þessu fallega náttúrufyrirbæri, og nota í garða sína þar sem allt samhengi við þær skortir. Litbrigði og myndanir í klettum eru einstök í Hraunsnesi.

Mölvík

Mölvík – hellisgat.

Jón Guðmundsson frá Ísólfsskála sagði fyrir skömmu í samtali að áður hafi jafnan verið róið úr Gvendarvör og gert að á Nótarhól. Austan við hólinn eru rústir verkhúss. Trantar þar utan við væru í raun hrjúft hraun, sem stendur upp úr sjónum. Nafnið benti til þess að það hafi hrannast upp, tranað eða trantað sér upp og myndað strýtur. Austar væru Rangargjögur og Hattvík. Rangagjögur væri í raun stórmerkilegt. Best væri að skoða það á fjöru til að þá sjá megi það vel. Gjögrið er á milli Tranta og Hattvíkur. Bát rak þar inn í vitlausu veðri fyrir u.þ.b. 20 árum síðan, er Ísólfur bjó enn á Skála, og lenti inni í skorunni. Þar er bæði þröngt og hyldjúpt. Áhöfnin, einn maður, komst gangandi heim að bæ og bankaði upp á. Bátnum varð hins vegar ekki bjargað. Kista er kistulaga klettur vestarlega og miðsvæðis uppi í hrauninu. Frá Nótarhól sést vel yfir að Festarfjalli, Lambafelli, nær og Lambastapa neðan þess, niður við sjó. Ofan við Skála er Bjalli (Hjálmarsbjalli) og Lyngfellið ofan hans.
Heimastibás heitir þröngur klettabás skammt austar og Kvennagöngubásar eru þar austan við. Veiðibjöllunef, stundum nefnt Vondanef, var mið af sjó austan úr Hælsvík. Þá átti Veiðibjöllunef að bera í Langageira í Fiskidaldsfalli. Þessa lýsingu hafði Jón fengið frá Manga á Hrauni, en Jón gaf m.a. út rit um miðin utan við Grindavík á sínum tíma, en þau skrif voru bæði byggð á reynslu hans sjálfs og þeirra manna, sem þá voru þegar gengnir.

Mölvík

Mölvík.

Mölvíkin virðist ekkert sérstök, en fyrir fiskimennina var hún það svo sannarlega. Mölvíkurleirinn (slétt hraunið ofan við víkina) var afmarkaður af Skála-Mælifelli að vestan og með skoru upp í Lönguhlíð að austan. Utar, á sléttum botni, voru togmiðin, en góðan og mikinn fisk var að hafa á hrauninu í Mölvíkinni, einkum á veturna. Á sumrin var veitt alveg upp við fjöru (Þorskmið). Þar sem Geitarhlíð kemur í skarðið á Katlahrauni og hrauk í hrauninu ber í vestari Görnina á Núpshlíðar (lægð er liggur upp í grasi búna hliðina – undir Görninni er fjárból) er hraundrangur undir. Þar eru um 7 faðmar niður. Fiskurinn sest að við hraundranginn, sem er um hálfur annar metri á hæð, undir sjólínu. Fiskurinn sést og tók líka vel ef verið var að. Straumurinn leikur um dranginn og þar lá fiskurinn í vari (líkt og fé í hlíð).
Jón sagði að vörðurnar uppi í Skollahrauni, skammt frá þjóðveginum undir Slögu, austan við Löngukvos, nefndust Bárðarvarða, eftir gömlum einsetumanni á Skála er hélt þar til um vetur, og Bergsvarða (faðir Hinriks og Guðbergs). Í umsögn um Suðurstrandarveginn eru þær sagðar „gamlar vörður við forna þjóðleið“. Þær þjónuðu hins vegar ekki öðrum tilgangi en þeim að stytta byggjendunum stundir á og meðan var.

Selatangar

Gatvarða á rekagötunni við Selatanga.

Gengið var inn í Leggjarbrjótshraun með Mölvíkinni. Um er er að ræða fallegt útsýni út með ströndinni. Þegar komið var inn í Katlahraun var gengið niður í Borgirnar (Ketilinn) og þær bornar saman við myndun stöplana í Hraunsnesi. Um er að ræða nátengd fyrirbæri.
Haldið var norður um hraunið að hlöðnu fjárskjóli fólksins á Vigdísarvöllum. Féð þaðan vildi leita niður í fjörur Selatanga og var þá hlaðið fyrir skúta þarna í hrauninu því til skjóls. Helgi Einarsson, sem var með í för, sagði að skjólið hafi einnig verið notað eftir að forfeður hans frá Vigdísarvöllum flutti búferlum niður að Ísólfsskála. Helgi er mjög kunnugur örnefnum á svæðinu, auk þess sem hann hefur bæði gengið mikið um það og ástundað miðin út undan því.
Brimketillinn fannst ekki í særokinu, en gatið tilnefnda fannst skammt vestan við fallegan gatklett í Mölvíkinni. Rúmlega 20 metra langur sjávarhellir gengur inn undir ströndina, étið malbergið og hefur síðan brotið sér leið upp um grágrýtishelluna þegar sjórinn hefur ætt þar inn og þrýstingurinn verið orðinn of mikill. Þá var kíkt í sprunguna í Katlahrauni, en hún myndaðist í jarðskjálfta fyrir u.þ.b. tveimur árum. Hún hefur verið að stækka smám saman og er þegar orðin alldjúp. Hellir gæti leynst undir niðri. Ekki er ólíklegt að sjórinn leyti finni sér leið um síðar meir. Skoðaður var skúti í Katlahrauni skammt norðan við Rekagötuna, en svo virðist sem hlaðið hafi verið að hluta til fyrir opið. Skútinn rúmar vel nokkra menn.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Ísólfsskáli

Brimketill við Kvennagöngubása.

Ísólfsskáli

Erling Einarsson, áhugasamastur Grindvíkinga að leita að áður ófundnu, helst stöðum, sem enginn hefur áður stigið niður fæti, rakst nýlega á lítið, nýmyndað, gat í sléttu hrauni skammt austan Ísólfsskála. Það þarf góða sjón, athyglisgáfu og kunnugleika til að geta greint svo lítið gat í víðfeðminu. Hann var reyndar með FERLIRshúfu umrætt sinn – og af Skálafólkinu [r]unninn.

Í hellinum

Í einni FERLIRsferðinni fyrir skemmstu var m.a. hugað að gatinu. Það er í þunnri hraunhellu eldra hraunsins, sem þarna er. Nýrra hraunið hefur verið nefnt Skollahraun, en Skálinn er á því eldra, líklega frá fyrra hlýskeiði. Það hraun mætti þess vegna nefna Ísólfsskálahraun, sbr. Krýsuvíkurhraun og Herdísarvíkurhraun austar.
Nú var ferðinni sérstaklega beint að þessu gati, sem var um fet í ummál. Þegar priki var stungið niður nam það botn á u.þ.b. metersdýpi, en hvergi var fyrirstöðu að finna innar. Gaf það von um umferðarvæna rás.
Eftir að hafa stækkað gatið nægilega með járnkarli til þess að maður gæti komist niður hófst könnun undirheima Skálans. Hafa ber í huga að áður hafa áhugaverðir og sérstakir hellar fundist í námunda við Ísólfsskála. Einn þeirra var um tíma í túninu austur af gamla bænum, sunnan þess nýja, en fyllt var í opið undir lok síðustu aldar. Erling telur sig þó vita hvar það er og gæti gengið að því ef á þyrfi að halda. Mokstur og annað jarðrask þyrfti þó eðlilega samþykkis viðkomandi. Þá er stutt að minnast hellis þess, sem kom í ljós við gerð nýja Ísólfsskálavegar (Suðurstrandarvegar – það virðist alltaf þurfa að nefna örnefnin eitthvað annað þegar nýtingin verður önnur, sbr. orðið Háaleiti þar sem nú er Keflavíkurflugvöllur [Kevlavik International airport eða Reykjavik airport eins og gefið er í skyn víða í útlenskum flughöfnum.

Í hellinum

En það þarf þó ekki alltaf útlendinga til]. Örnefnið Háaleiti var þar sem núverandi íbúðarbyggð á vallarsvæðinu er nú. Á Háleiti var Kalka, sem síðar fór undir flugvöllinn. „Útlenskir“ Íslendingar, sem annað hvort hafa ekki kynnt sér örnefnin, sem fyrir voru, á svæðinu, nenna því ekki eða hafa ekki áhuga á því, datt í fyrstu í hug hug að nefna svæðið Sólarhæðir, sbr. þegar Selbrekku var breitt í Sólbrekku norðan Seltjarnar (sem reyndar hét Selvatn). Nýjasta tilraunin er að nefna Háaleitissvæðið Vallarheiði, sem á þá væntanlega að mynna á notkun þess fyrir breytingu. Segja má að þarna sé Keflvíkingum, mörgum hverjum, vel lýst, sem og viðhorfi þeirra til sögu og menningar svæðisins.
Jæja, aftur að hellinum við nýja Ísólfsskálaveginn. Þar rak gröfumaður arminn niður úr þunnri skel og við blasti hyldýpi. Í ljós koma geymur, sem hafði myndast eftir að ísstykki er bráðnað hafði úr jökli, sennilega frá því í lok síðustu ísaldar. Áður hafði stykkið umverpst ösku og gjósku og því ekki náð að bráðna fyrr en ofur hægt og á löngum tíma. Það var ekki fyrr en gröfumaðurinn mætti á svæðið að það opinberaðist,
Í hellinumOfar er Slaga. Í henni eru elstu ummerki bergmyndunar á Reykjanesskaganum, jökurispuð innskot frá fyrri hlýskeiðum.
Og þá aftur að litla opinu í Ísólfsskálahrauni. Þegar stigið hafði verið fyrsta sinni niður á hellisgólfið reyndi myrkrið að villa sýn. Þetta var lítið skref, en stórt í sögu FERLIRs. Sigur myrkursins þarna um 20 alda skeið stóðst ekki opinberunina. Í ljós kom tómarúm í umlykjandi hrauninu. Það var þó ekki komið af engu því augljóst var að þarna hafði glóandi kvika streymt um við myndun hraunsins eftir að yfirborð þess hafði náð að storkna. Þegar fóðuröflunin fór þverrandi rann innkoman hægt áfram undan hallanum uns hún stöðvaðist við hlið samafurðum hennar, undir og yfir. Þótt „hellirinn“ sé ekki stór á hraunhellamælikvarða landsins er hann að mörgu leyti „læsilegri“ en margir stærri bræður hans. Og vegna þess hversu loftið er þunnt má víða sjá rætur ofanágróðursins liggja niður úr loftinu. Að vísu liggur þröng rás úr hellinum til suðvesturs, en ekki var aðstaða til að fylgja henni eftir að þessu sinni.
Erfitt var um myndatökur þarna niðri vegna móðu er fyllti hellinn bæði fljótt og vel, enda væntanlega kærkomin tilbreytni.
Frábært veður.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

 

Skála-Mælifell

Þórhallur Vilmundarson fjallar um „Mælifell“ í Lesbók Morgunblaðsins árið 1994:

Á Íslandi eru að minnsta kosti tólf Mælifell sem öll eiga sameiginlegt að vera keilulaga og því auðþekkjanleg í landslaginu. Ferðamenn hafa því löngum nýtt þau til að rata og fyrr á öldum voru þau mikilvæg eyktarmerki.

„Flestir Íslendingar munu kannast við eitthvert hinna mörgu Mælifella hér á landi, og eflaust hafa margir velt fyrir sér uppruna nafnsins og merkingu. Í þessari grein verður reynt að glíma við gátuna um Mælifellin. Hvernig er nafnið „Mælifell“ til komið, og hvað merkir það? Þórhallur Vilmundarson prófessor, forstöðumaður Örnefnastofnunar, leitar svara við þeim spurningum.

Skoðanir ferðamanna á Mælifellunum

Þórhallur Vilmundarson

Þórhallur Vilmundarson.

Eggert Ólafsson (1726-68) segir í ferðabók sinni um Mælifell: „Mælifell heita nokkur fjöll hingað og þangað á landinu, og hafa þau auk þess annað nafn. Þau standa ætíð einstök, eru mjög há með hvössum tindi og auðkennd af ferðamönnum úr mikilli fjarlægð, og koma þau því oft að haldi sem leiðarvísar.“
Sveinn Pálsson læknir (1762-1840) tekur undir þau ummæli Eggerts, að ferðamenn noti Mælifell til ýmislegrar leiðsagnar („til adskillig Veivisning“), en þar sem nafnið sé leitt af so. mæla, muni landnámsmenn hafa nefnt þau svo til að greina milli byggðarlaga eða landareigna.
Margeir Jónsson taldi Mælifell í Skagafirði vera eyktamark, „því að í öllu norðurhjeraði Skagafjarðar er enn, og hefir verið, svo lengi sem elztu menn muna, talið hádegi, þegar sól ber um Mælifell(shnjúk).“ Finnur Jónsson spyr einnig, hvort Mælifell sé eyktamark.
Ekki getur sú skýring átt við um öll Mælifell. Christian Matras telur, að færeysku fjallanöfnin Malinstindur í Vogum og Malinsfjall á Viðey séu af sama toga og Mælifell á Íslandi og hyggur fyrri liðinn Malins- helzt hafa breytzt úr Mælifells-. Hann vitnar til skýringar Margeirs og segir, að Malinstindur í Vogum geti ekki verið eyktamark, þar sem það sé í norðaustur frá byggðinni í Sandavogi. Matras spyr, hvort nöfnin muni ekki dregin af lögun. Bæði færeysku fjöllin séu pýramídalaga og hið sama virðist a. m. k. eiga við um eitt íslenzku nafnanna. Ef svo væri, mætti e.t.v. hugsa sér, að mælir hafi verið orð um mælitæki eða mæliker ákveðinnar lögunar.
Samkvæmt orðabók Fritzners merkir mælir að fornu ‘holt mælitæki fyrir þurrar vörur’, þ. e. einkum kornmælir. Asgaut Steinnes segir hins vegar, að mælikeröld hafi venjulega verið sívöl og jafnvíð að ofan og neðan. Hann segir enn fremur, að orðið mæle hafi verið haft um kornmæli.

Reislulóðið
Mælifell
Hins vegar má benda á, að einn hluti mælitækis var einatt keilulaga og gat þannig minnt á mörg Mælifellin. Það var lóð á reizlu (pundara), þ.e. vog með löngu skafti og einu lóði með hring eða gati efst, til þess að unnt væri að binda lóðið við skaftið, og var lóðið fært fram og aftur eftir skaftinu. Slíkar vogir voru mjög notaðar allt frá Rómverjatímum til að vega hinar verðminni vörur, þar sem reizlan var fljótvirk og auðveld í meðförum, en hins vegar ekki eins nákvæm og skálavog.
MælifellReizlulóðið var einatt keilulaga (sjá mynd), og mætti þá hér vera komið mælitækið, sem Matras gat sér til, að lægi að baki nafninu. Ágætt sýnishorn reizlu með reizlulóði fannst árið 1936 í verkfærakistu smiðs í mýri á Gotlandi, og er kistan talin frá því seint á víkingaöld eða frá fyrri hluta 11. aldar. Reizlulóð voru þekkt og notuð hér á landi að fornu. Árið 1985 fannst við fornleifauppgröft að Stóru-Borg undir Eyjafjöllum ávalur upptypptur grágrýtishnullungur með gati ofan til.
Að neðan er steinninn lítið eitt ávalur og stæði því ekki stöðugur nema fyrir það, að upp í botninn miðjan gengur lítil hvilft eða skál, og getur steinninn hvílt á börmum hennar. Steinninn er 15,4 sm á hæð, 11,9 sm á breidd neðan til (þar sem hann er breiðastur) á annan veginn, en 13,7 sm á hinn, og vegur um 4 kg. Telur Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur steininn sennilega vera reizlulóð og samkvæmt fundarstað trúlega frá 13.-14. öld.
Þegar hugað er að lögun Mælifellanna, kemur í ljós, að það er ekki aðeins Mælifellshnjúkur í Skagafirði, sem er keilulagaður, heldur einnig t.d. Mælifell hjá Þeistareykjum, í Álftafirði eystra, við Fjallabaksveg syðri og í Mýrdal. Sum eru keilulöguð frá einni hlið, en ekki annarri, t.d. Mælifell í Eyjafirði og Skála-Mælifell. Önnur eru ekki reglulegar keilur, en þó typpt, svo sem Mælifell í Staðarsveit og Mælifell í Grafningi, sem reyndar er með þremur hnúkum, einum þó hæstum. Sum Mælifellin em allhvassar keilur og minna þannig á rómverska og gotlenzka reizlulóðið, svo sem Mælifell í Álftafirði eystra, en önnur eru ávalari og minna á reizlulóðið frá StóruBorg, t.d. Mælifellin á Reykjanesskaga.
Hins vegar verður ekki talið líklegt, að hér sé um venjuleg líkingarnöfn dregin af lögun að ræða, í þessu tilviki leidd af no. mælir í merkingunni ‘mælitæki, mæliker’, eins og Chr. Matras talar um. Ef svo væri, ættu fellin að heita Mælisfell, þ.e. forliðurinn ætti að vera eignarfallsmynd nafnorðsins, en ekki sagnorðsstofn með bandstaf (Mælifell), en eignarfallsmyndin kemur mér vitanlega ekki fyrir í hinum mikla fjölda Mælifells-nafna, sbr. hins vegar t.d. Kyllisfell í Grafningi. Í annan stað er ekki vitað til þess, að umrætt lóð hafi verið nefnt mælir, þó að það sé hugsanlegt, en reyndar er það orð þekkt í merkingunni ‘mæliker’, sem fyrr segir.

Hvað merkir Mælifell?

Mælifell

Mælifell á Mælifellssandi.

Lausnin á þessari gátu kann að vera sú, að Mælifellin hafi verið upptyppt fjöll, sem hafa mátti – og höfð voru – til mælingar eða viðmiðunar, enda ljóst, að fjöll með löngu og breiðu baki henta síður til slíkra nota. Nafnmyndin Mælifell er einmitt hliðstæð samnöfnum eins og mæliker, mælistika, þ. e. ‘ker eða stika, sem notuð er til mælingar’ og Mælifell samkvæmt því ‘fell, sem notað er til mælingar’.

Krýsuvíkur-Mælifell

Krýsuvíkur-Mælifell.

Kveikjan að því að nota upptyppt og keilulaga fell á þennan hátt má hafa verið fyrrnefnt keilulaga reizlulóð, sem kann að hafa verið nefnt mælisteinn eða öðru mæli-nafni. Mælifellin hafi því ekki aðeins getað verið almennir vegvísar ferðamönnum, eins og Eggert Ólafsson segir þau vera, heldur hafi þau verið notuð í fleiri en einni merkingu: 1) ‘fjall, sem helmingar tiltekna ferðamannaleið’; 2) ‘fjall, sem er miðja vega í fjallaröð, dal eða á öðru tilteknu svæði, svo sem afrétti’ (og þá líkrar merkingar og Meðalfell og Miðfell); 3) ‘fjall sem mælir og helmingar sólargang’ (sbr. áðurnefnd ummæli Margeirs Jónssonar um, að Mælifell(shnjúkur) í Skagafirði sé hádegismark).
Þar sem Ísland er eldfjallaland, er hér enginn hörgull á upptypptum fjöllum (eldfjallakeilum), og mun það ástæða þess, að svo mörg Mælifell eru á Íslandi. Hins vegar er aðeins eitt Mælifell (Mælefjellet) í Noregi, svo að ég viti.

Lítum nú á Mælifellin á Reykjanesskaga:

Skála-Mælifell og Krýsuvíkur-Mælifell

Katlahraun

Katlahraun – Skála-Mælifell fjær.

Á Reykjanesskaga helminga tvö Mælifell hér um bil hvort sinn vegarhluta milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur: Skála-Mælifell eða Mælifell vestra (174 m) helmingar um 4 1/2 km leið milli Ísólfsskála og Núpshlíðarháls og Krýsuvíkur-Mælifell eða Mælifell eystra (225 m) helmingar um 7 1/2 km leið milli Núpshlíðarháls og Krýsuvíkur (eftir eld).

Mælifell í Grafningi

Skála-Mælifell

Skála-Mælifell – mælistöpull.

Mælifell í Grafningi er vestan við Ölfusvatnsárgljúfur, en meðfram því liggur leiðin frá bænum Ölfusvatni upp í botn Þverárdals undir Hengli. Guðmundur Jóhannesson, fyrrum bóndi í Króki í Grafningi (f. 1897), segir, að Ölfusvatnsmenn hafi smalað vestan Ölfusvatnsár og Þverár fram í Þverárdalsbotn. Mælifell er mjög miðja vega á þessari u.þ.b. 10 km leið frá Ölfusvatni upp undir Hengil. Að sögn Guðmundar var þessi sama Þverárdalsleið einnig kaupstaðarleið manna frá Ölfusvatni og Króki. Var þá farið áfram yfir Ölkelduháls, Bitru og Hengladali og „Milli hrauns og hlíða“ á þjóðveginn á Hellisheiði ofan við Kolviðarhól.“

Að lokum

Krýsuvíkur-Mælifell

Krýsuvíkur-Mælifell – mælistöpull.

Hafa ber í huga að hinir „djúpvitru“ leita ekki alltaf augljósustu skýringanna. Á Mælifellunum á Reykjanesskaga eru mælistöplar, ætlaðir til að mæla rek og ris landsins, auk þess sem þeir hafa verið notaðir sem „fastir“ mælipunktar, sem aðrir slíkir eru útsettir. Dönsku mælingamennirnir, sem voru á ferð um landið í byrjun 20. aldar notuðu gjarnan fasta punkta í mælingum sínum og því ekki að nýta tiltekin áberandi kennileiti til slíks. A.m.k. voru Íslandskort þeirra tiltölulega nákvæm á þeirra tíma mælikvarða. Þá ber að nefna að flest, ef ekki öll, Mælifellsnöfnin eru nýleg í heimildum. Mælifell á Mælifellssandi hét t.d. Meyjarstrútur fyrrum. Mælifellanna er ekki getið í fornum skrifum.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 21. tbl. 04.06.1994, Mælifell – Þórhallur Vilmundarson, bls. 5-7.

Krýsuvíkur-Mælifell

Krýsuvíkur-Mælifell – merki Landmælinga Íslands á mælistöpli.

Ísólfsskáli

 Gengið var frá Ísólfsskála inn á Skollahraun, litið á hlaðnar refagildrur á tveimur stöðum í hrauninu sem og byrgi refaskyttu og ströndinni síðan fylgt um Tranta og Hattvík inn í Kvennagöngubása þar sem kvenfólk baðaði sig fyrrum. Þar átti að vera „brimketill“, sem fáir hafa augum litið. Hið formfagra Hraunsnes var skammt utar. Ætlunin var að skoða það sem og Veiðibjöllunefið (Vondanef), samhangandi, vestan Mölvíkur.

Refagildra í Skollahrauni

Í örnefnalýsingu af Ísólfsskála (einni af fjórum) segir Guðmundur Guðmundsson, bóndi þar, m.a. frá þessu landssvæði að austanverðu: „Mölvík er vík þessi er með möl í botni. Þá tekur við berg með sjó, sem heitir ekki sérstakt, það er 1-2 mannhæðir, en svo ganga inn í það vik, básar og víkur. Þar vestar er svo Vondanef, og vestur og fram af því er Veiðibjöllunef. Þar hækkar hraunið og breytir um svip. Austar er það lágt og nokkuð sandborið. Þar vestar er bás, sem heitir Heimastibás. Hraun er þar vestur með, þar til kemur nafnlaus bás, svo er Rangagjögur. Austur og upp af honum er hóll, sem heitir Hattur. Enn vestar er hraun fram á kamb. Þar vestar er hraun fram á kamb. Þar vestar er vík, sem heitir Hattvík. Vestan við Hattvík tekur við skerjagarður, sem brýtur á um flóð, og heitir hann Trantar. Þar vestur af er sker, sem heitir Gvendarsker. Milli Tranta og Gvendarskers er mjó vör, sem breikkar þegar inn kemur, og heitir hún Gvendarvör. Upp af Gvendarvör er hóll, sem heitir Nótarhóll.“
Brimketill í KvennagöngubásÍsólfur Guðmundsson, sonur hans, upplýsti nánar um einstök örnefndi, s.s.: „
Veiðibjöllunef: Þegar mikið var um loðnu í Mölvík, sat veiðibjallan mikið á nefinu. Rangagjögur er dálítíð fyrir austan Ísólfsskála. Þetta er sprunga, sem liggur frá suðri til norðurs og frá austri til vesturs, liggur í kross. Þetta er stór og mikil gjá, sem sjórinn gengur í. Hattur er klettur uppí á hraunínu, og er gras á honum. Trantar eru austan við Gvendarvör. Hraun hefur runnið fram í sjó, en klettadrangar standa upp úr.“
Loftur Jónsson skráði sömu örnefni skv. eftirfarandi: „Austan Tranta er Hattvík, smámalarvík. Rangagjögur er lón inn í landið og fellur sjórinn um rifna klöpp. Þar austur af er klettur upp á kampinum með grastó í toppinn sem heitir Hattur. Þar austur af er smábás sem heitir Skálabás. Þar austur af er hraunnef í sjó fram og austur af því eru Kvennagöngubásar. Heimastibás er vestasti básinn. Hraunsnes skagar í sjó fram þar fyrir austan. Þar er talið hálfnuð leið frá Ísólfsskála að Selatöngum en þessi leið er talin um það bil klukkustundar gangur. Veiðibjöllunef, öðru nafni Vondanef , er þar fyrir austan og er það í vesturmörkum á Mölvík.“
Hraundrangur í HraunsnesiÍsólfur Guðmundsson svaraði svo spurningu um Kvennagöngubásana með eftirfarandi hætti. „Er nokkuð vitað um tilefni nafnsins Kvennagöngubásar? Sv.: Þar var kvenfólk sagt baða sig.“
Um vestanvert svæðið segir m.a. í  örnefnalýsingum um Nótarhól; „Á Nótarhól var byrgi. Fram af Nótarhól var annar hóll með sama nafni. En hann er nú horfinn í sjó.“ Jafnframt; „Nótarhóll er hóll upp af Gvendarvör, vestan við hraunið. Nótarhóll dregur nafn af því að dregið var fyrir sel í Gvendarvör og nótin síðan geymd á hólnum.
Norðvestur af Nótarhól er smágerði sem kallað er Hestagerði. Í fjörinni austur af Nótarhól eru tveir svartir klettar sem heita Svörtuklettar. Niður undan túninu er legan og ströndin kölluð Bót.“
Staðreyndin er hins vegar sú að innan við Nótarhól eru einar mestu verminjar á Reykjanesskaganum.

Ísólfsskáli

Nótarhóll – fiskbyrgi og þurrkgarðar.

Sem fyrr segir voru refagildrurnar í vestanverðu Skollahrauni fyrst barðar augum. Sú syðri er öllu heillegri. Fallhellan er þar enn og skammt suðvestar er byrgi refaskyttu. Mikið var um spor eftir refi í þunnföllnum snjónum. Sporin voru nánast öll frá því kvöldið áður svo líklegt má telja að þar hafi nokkrir refir verið á ferð í leit að æti. Í holu skammt ofan við ströndina hafði dauð æðarkolla verið dregin og verkhafi þegar búinn að éta af henni hausinn og öll bitastæðustu innyfli.
Hattur er áberandi kennileiti í sunnanverðu hrauninu, „skammt ofan strandar“. Neðan undir honum er Hattvíkin. Skammt ofan hennar er mosavaxinn hraunhóll. í honum norðanverðum er hlaðið hús, sem nú eru leifar þess. Líklega er hér um að ræða hluta af Nótarhólsminjunum, sem síðar verður vikið að.
Utar bar merkileg sjávarásýnd auga. Þegar létt alda barst að landi lyfti hún sér skyndlega á tilteknum stað utan við Fiskbyrgi við Nótarhólströndina, líkt og hún vildi rísa hátt úr sæ, en tókst það aldrei alveg. Líklega eru þarna drangar í sjónum er lyfta öldunni með þessum áhrifaríka hætti. Jón Guðmundsson frá Skála, lýsti einmitt svæðinu sem slíku í viðtali við FERLIR fyrir nokkrum árum. Sagði hann fiskinn laðast að dröngum þessum og þar hefði lóðningar jafnan bæði verið bestar og vísastar.
Ströndinni var fylgt til austurs með það að markmiði að leita brimketilsins við Kvennagöngubása. Fljótlega kom „Rásin“ í ljós og utar á básunum mátti berja brimketilinn auga. Um er að ræða merkilegt náttúrufyrirbæri. Hann er mun stærri en nafni hans á vestar á Reykjanesskaganum, en bæði dýpri og tilkomumeiri. Í góðu veðri, eftir nokkra sólskinsdaga, hefur þar verið hinn ákjósanlegasti baðstaður. Dýpið er mest um 2 metrar og botninn bæði sléttur og þægilegur. Óvíða er betra útsýni yfir Ægisásýndina í allri sinni dýrð.
Haldið var yfir að Hraunsnesi, þeim einstaka stað frá náttúrunnar hendi. Á tiltölulega litlu svæði í hrauninu hafa Nótarhóllmyndast sérstæðar hraunstrýtur, líkt og í Katlahrauni vestan við Selatanga. Hraun hefur runnið þarna í sjó og náð að mynda þak á hraunelfuna, sem síðan hefur fallið niður, en skilið strýturnar eftir sem augnayndi.
Gengið var yfir að Veiðibjöllunefi með útsýni yfir Mölvíkina. Handan hennar mátti sjá heim að Selatöngum. Eftir að hafa dást að hinu tilkomumikla útsýni austur með ströndinni var hún fetuð sléttfeld til vesturs. Komið var m.a. að sjávarhelli og einstakri ásýnd á Hraunsnesdrangana inn til landsins. Gengið var á millum þeirra og slóði síðan rakinn framhjá Hatti og yfir að Nótarhól.
Austan og norðaustan við Nótarhól er eitt margflóknasta „hraungarðakerfi“ er um getur hér á landi. Garðarnir voru að sjálfsögðu notaðir sem þurrkgarðar á tímum fiskhersluvinnslunnar. Skálholt hafði þarna útræði um tíma, líkt og á Selatöngum og á Þórkötlustaðanesi (Strýthólahrauni), en eftir að það lagðist af á 18. öld tóku heimamenn við mannvirkjunum og nýttu þau fram til loka 19. aldar.
Komið var við í Bótinni, sem Jón Guðmundsson nefndi gjarnan Börubót. Ástæðan var sú að ef ekki var hægt að lenda í Gvendarvör skammt austar, var lent í Bótinni. Þá þurfti að bera fiskinn á börum yfir að Nótarhól og gera að honum þar. Gvendarvör er sunnan af og á millum Nótarhóls og Bótarinnar.
Í óveðrinu s.l. vetur hefur Bótin gengið a.m.k. 10 metra inn á kampinn og sent grjót langt inn á túnsléttur Skálans. Það mun því verða eitt af verkefnum eigendanna n.k. vor að „túnhreinsa“ líkt og gert hefur verið á sjárvarjörðum Grindvíkinga um aldir.
Fr
ábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.
Bótin neðan við Ísólfsskála
Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Ísólfsskála – GG, LJ og ÍG

Nótarhóll

Gengið var um svæðið á ströndinni austan Ísólfsskála í fylgd Jóns Guðmundssonar frá Ísólfsskála (1921). Jón fræddi þátttakendur um örnefni á svæðinu sem og notagildi strandarinnar og mannvirkja, sem standa þarna skammt ofan við hana.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

Skálavör, stundum nefnd Bótin eða Börubót, er neðan við Ísólfsskála. Austar er Gvendarvörin, Trantar og Hattvík yst. Rangargjögur er skammt austar. Við gjögrin voru forn reka- og landamörk Grindavíkur og Selvogsþinga, en á seinni tímum hafa landamerki Ísólfsskála og Krýsuvíkur jafnan verið miðuð við klettinn Dágon við Selatanga.
Nótarhóll er ofan við Gvendarvör. Við hann eru allnokkur hlaðinn mannvirki, bæði garðar og byrgi. Hraunið nefnist Skollahraun.
Jón sagði að jafnan hafi verið róið úr Gvendarvör. Það hefðu gert þeir Brandur og Hjálmar, föðurbræður Jóns. Þeir gerðu út tvö skip. Oftast var unt að lenda í vörinni eða í Bótinni.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

Hann myndi eftir því að aðeins einu sinni hafi þeir þurft að snúa við og hleypa út í Nes, en annars gátu þeir alltaf lent við Gvendarvör. Ef slæmt var í sjó var þó jafnan lent í Bótinni (Börubót) neðan við sumarbústaðinn, þar sem sjóbúðin var og enn má sjá svolítil ummerki um.
Klöpp er í Gvendarvör, sker, slétt eins og bryggja. Þar var hægt að henda upp aflanum líkt og við lendinguna á Selatöngum. Hún var ástæða þess að garðarnir og byrgin voru hlaðin þar ofan við. Hörkuduglegir karlar frá Hafnarfirði réru með bræðrunum og voru þeir mikið fyrir vín. Einn þeirra (Guðmundur) var stundum sendur fótgangandi í Hafnarfjörð eftir brennivíni og taldi hann það alls ekki eftir sér.

Ísólfsskáli

Fiskbyrgi við Nótarhól.

Steinn einn mikill er á hlaðinu á Ísólfsskála. Hann datt eitt sinn úr bjallanum og lenti á höfði Guðmundar föður hans. Steinninn er um 400 pund og má að líkum láta hver áverkinn hefur verið. Afi hans, Guðmundur Hannesson, tók steininn upp af höfði hans og var sárið síðan heimasaumað. Margar sagnir eru til af Guðmundi Hannessyni. Fræg er sagan af honum er hann bar hreindýrskálf heim ofan af heiði alla leið úr Dyngjunni. Guðmundur stundaði mikið hreindýraveiðar við Hrútargjárdyngju. Salt bar hann frá Keflavík, 100 pund í hvorri hendi. Hann var og mikill veiðimaður.

Guðmundur og Agnes

Guðmundur og Agnes á Skála.

Reyndar var hann meira og minna á veiðum, ýmist að eltast við refi, seli eða hreindýr. Dýrin skaut hann eða veiddi á annan hátt, t.d. í gildrur. Eitt sinn skaut Guðmundur hval. Hann var þá með rennilóð framan við bæinn, í Skálabótinni, og hafði framhlaðning sinn, stóran og mikinn, tilbúinn í von um að eitthvert kvikyndi léti sjá sig. Skyndilega bar þar að hval og brá þá Guðmundur snöggt við, skaut hvalinn og dró hann á land.
Fiskverkunin fór fram á Nótarhól, en við hann var einnig mikið af sel.

Sloki

Sloki – fiskigarðar.

Byrgin og garðar notaðir til að þurrka fiskinn. Eitt húsið var notað til verkunarinnar. Veitt á færi, ekki önnur veiðifæri til þá. Dregið var helvíti mikið á stundum og fylltu þeir Hjálmar og Brandur stundum skip sín, einkum ef mikið var um sílfisk. Stundum var hann slíkur að einungis þurfti að róa út á lónið og mátti þá sjá fiskinn vaða þar um á yfrborðinu. Þá var líka mikið veitt.
Oftar en ekki voru fjölmargar skútur utan við Bótina. Stundum var róið út í þær og fengið kex í skiptum fyrir vettlinga og fleira vaðmáls og einstaka sinnum komu sjómemnirnir í land, einkum til að sækja vatn eða snjó. Eitt sinn taldi Jón á fjórða tug skútna þarna fyrir utan.

Byrgin og garðarnir austan við Skála hafa verið þar mjög lengi. Sama verkun fisksins var þar viðhöfð og á Selatöngum. Allt var nýtt, hausar, hryggir og þunnildi. Slorið var hins vegar stundum notað til að græða upp túnin á hrauninu og gekk það furðu vel.
Við Nótarhól eru langri garðar og fjölmörg byrgi, ágætar minjar um fiskverkun fyrri tíma.
Frábært veður. Birtan var einstök. Gangan tók 66 mín.

Nótarhóll

Byrgi á Nótarhól.

Ísólfsskáli

Í jólablaði Víkurfrétta árið 1984 eru Ísólfur Guðmundsson og Herta Guðmundsson á Ísólfsskála heimsótt undir fyrirsögninni „Eina lögbýlið á Suðurnesjum heimsótt, Verða að búa við algjöra einangrun yfir vetrarmánuðina – samgöngulaus, jafnvel hita, vatns, rafmagns og símalaus“:

[Hafa ber í huga að ritstjórar og blaðamenn Víkurfrétta hafa í gegnum tíðina haft eingregin vilja til að heimfæra Grindavík upp á Suðurnesin, sem er gegn öllum fyrri heimildum. Efnisumfjöllunin sem slík á hins vegar erindi til almennings.]

Inngangur – Eina lögbýlið á Suðurnesjum heimsótt

Ísólfsskáli

Herta og Ísólfur á Skála.

Verða að búa við algjöra einangrun yfir vetrarmánuðina – samgöngulaus, jafnvel hita-, vatns-, rafmagns. Eins og flestir vita er þéttbýiasti staður landsins hérna á suðvestur horninu, og þvi teljast Suðurnesin vera með þéttbýlustu svæðum landsins. Er það þá ekki skritið, að á þessu svæði skuli finnast bóndabýli sem er aðeins 5 km frá einum af þremur kaupstöðum á svæðinu, þar sem heimilisfólkið verður að búa við einangrun oft frá hausti og fram á vor, vegna þess hve vegarsamgöngur eru slæmar? Þetta fólk, sem er hið eina á Suðurnesjum sem hefur afkomu sina eingöngu af fjárbúskap, verður einnig, þó það sé ekki lengra frá þéttbýli, að búa rafmagnslaust og vatnslaust meira og minna á hverjum vetri. Laugardaginn 1. desembersl. brutust Víkurfréttir á bíl með drifi á öllum hjólum til þessa fólks og tóku það tali, og birtist viðtalið hér á eftir. En fyrir þá sem ekki eru þegar farnir að renna grun um hverja er verið að tala, skal þess getið að hér er átt við hjónin Ísólf og Herthu Guðmundsson, að Ísólfsskála við Grindavík.

Ísólfsskáli
Ferðin að Ísólfsskála gekk nokkuð vel, þó var það ansi skrítin tilfinning í þessu góða veðri, að á Grindavíkurveginum frá Seltjörn og upp undir Gíghól [Gíghæð], var það þétt hrímþoka að aðeins var nokkurra metra skyggni.
Nú, eftir að henni lauk gekk ferðin vel. En til þess að komast að Ísólfsskála þarf að fara yfir Festarfjall og þar var algjörlega ófært fyrir venjulega fólksbíla, en fyrir þann farkost sem við völdum til fararinnar var þetta lítið mál. Þó voru kaflar sem voru afar slæmir jafnvel fyrir slíkan bíl.
Engu að síður tókst vel að komast á staðinn og eftir að hafa fengið kaffi hjá þeim hjónum var sest inn í stofu. Fyrst báðum við Ísólf að segja frá uppruna og sögu jarðarinnar.
„Ísólfsskáli er landnámsjörð, hér er ég fæddur og uppalinn“, sagði Ísólfur bóndi, „pabbi og mamma bjuggu hérna líka í 5 1/2 ár og afi bjó hérna. Hann var þrígiftur og átti 33 börn og eitt á milli kvenna, þannig að börnin voru 34. Hann hóf búskap að Hjalla í Ölfusi og þaðan fluttist hann að Breiðagerði á Vatnsleysuströnd. Þá fluttist hann að Vigdísarvöllum, bjó þar í nokkur ár. Síðan fluttust þau hingað og hér létust þau. Eftir það var Skálinn í eyði í 3 ár, en eftir það var Brandur bróðir hans pabba hér í 3 ár, en þá flutti pabbi hingað úr Grindavík 1916 og bjó hér eins og áður segir í 51 1/2 ár.
Ísólfsskáli
Mamma var gift áður, en við systkinin erum 11 á lífi, 5 hálfsystkini og 6 alsystkini. Eitt, þ.e. elsta hálfsystkinið, er nýlega dáið, en hann bjó hérna í Grindavík. Fyrst þegar pabbi kom hérna þá var þetta eiginlega ekki árennilegt, þetta var nú ekki annað en smá túnsnepill sem náttúrulega varð að slá með orfi og ljá eins og það gerðist í gamla daga, og þá setti hann á þetta eina belju og 10 gemlinga, og ég held að hann hafi fengið eitthvað um 20-25 hesta af heyi af þessu með því að slá þetta með orfi og ljá og kroppa þetta saman. Nú eru túnin með því sem hann stækkaði og ég líka, orðin um 40 hektarar, að mér er sagt. Þar af leiðandi hefur þetta stækkað smátt og smátt, en erfiðleikar fyrst voru miklir hérna varðandi það að rækta þetta, því að hér voru sandur og melar og varð að tína ofan af þessu grjót með handafli og grafa það niður til þess að losna við það, eða þá að bera það út fyrir í hauga.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – ýtusléttur Ísólfs ofan Skála.

Svo eftir að ýturnar komu þá fengum við ýtu hingað tvívegis til að ýta hérna melum og með því móti gátum við ræktað töluvert svæði hérna og þetta hefur þróast svona. Núna er ég eingöngu með fé, hátt á þriðja hundrað, en þetta fer að verða nokkuð mikið, því fóðurverð hefur hækkað mikið og þetta því orðið nokkuð dýrt. Ég keypti áburð í fyrra fyrir 60 þúsund. Svo keypti ég aftur í vor og þá fyrir 120 þúsund, og það var ekki nema 3 tonnum meira, svo á þessu sést hvað allt hefur hækkað“.
-Eru þeir ekki orðnir fáir hér á Suðurnesjum sem lifa á búskap?
„Þetta er eina lögbýlið sem er eingöngu með fjárbúskap, en þeir eru fleiri með fé hérna í Grindavík og á Vatnsleysuströnd. Eru það aðallega bræðurnir á Efri-Brunnastöðum sem eru með margt fé. En fé hefur fækkað á skaganum undanfarin ár, því mér var sagt að 1922 hefði verið 22 þúsund fjár hérna á Reykjanesskaganum og 100 hross í fjalli, auk þess sem allir bændur voru með beljur, eina, tvær og þrjár, en núna er ekki nema líklega 3 þúsund kindur á þessu svæði. Er þetta yfirleitt komið heim í rétt eða hólf við fyrstu eða aðra rétt og ekkert beitt yfir vetrarmánuðina, en áður fyrrgekk þetta fé úti allt árið og svo á sumrin suður í Selvogi eða Ölfusi. Nú eru menn að tala um ofbeit, en það er ekki fyrir hendi, því undanfarin ár hafa verið köld, eins og t.d. í fyrra þegar heyin hröktust ekki einu sinni á túnunum, því þau voru eins og í kæliskap og í sumar hröktust þau meira, því það var heitara og í sumar var gott sumar hvað sprettu snertir“.
-Hefur þú hér einhver önnur hlunnindi, s.s. reka?
Ísólfsskáli.-„Nei, að vísu rekur hérna smávegis af belgjum og plastkúlum, en maður verður eiginlega að passa þetta þvi það er svo mikið af fólki sem gengur um og annað hvort hirðir þetta eða þá hreinlega gengur vopnað um og skýtur þetta og eyðilegur, og það er það sem gerir það að verkum að þessi umferð hérna er ekki góð þegar menn skemma svona mikið í kringum sig. Það væri allt í lagi með þessa umferð, ef það væru almennilegir menn sem gengju um þetta“.
-Nú er aðeins korters keyrsla til Grindavíkur, búið þið við einangrun?
-„Það eru 5 km héðan til Grindavíkur, en þeir hafa aldrei verið það framfærir menn að þeir legðu rafmagn þessa leið. í upphafi uppistóð oddviti Grindavíkur ásamt nokkrum úr hreppsnefndinni sem þá var, að hreppurinn keypti ljósavél, 10 ha. Lister og aðra að Stað við Grindavík, því þá var búið á þessum tveimur bæjum. Nú, það var náttúrlega betra að hafa þessar vélar en myrkrið, en þær reyndust mjög illa, að minnsta kosti þessi hérna, því að það var rétt að maður gat haft ljóstýru af henni, annað ekki“.
-En hvernig eru þessi mál núna?
-„Ég hef mikið rifist út af þessu bæði við þingmenn og aðra. En þingmennirnir virðast ekkert gera fyrir mann. Eins hef ég rifist við bæjarstjórn og bæjarráð og hafa þeir sýnt þessu máli nokkurn skilning. Keyptu þeir vél, að vísu gamla og gerðu hana upp, og létu mig hafa hana. Verð ég síðan að sjá um rekstur á henni, og núna sl. sumar fór rafall í henni og þá kostaði 26 þúsund að láta gera við vélina fyrir utan rafvirkja sem ég varð að fá til að rífa hana í sundur og setja saman aftur. Kostaði þetta því stórfé. Tel ég þetta vera algjörlega ófullnægjandi að hafa þessa ljósavél, því að í 3 mánuði á síðasta ári vorum við hitalaus og vatnslaus vegna bilunar, því ef vélin ekki snýst, er allt stopp“.
-Hvernig eru þá símamálin?
Ísólfsskáli
-„Fyrst var hérna bara „bretasími“ sem var lagður á jörðina og var hann í lagi ef logn var, en ef það gerði vind þá hristist hann og skarst í sundur á jörðinni.
Nú, einu sinni fór ég að rífast í því að fá síma, við Ólaf heitinn Thors rétt fyrir kosningar. Spyr ég hann um símann og sagðist hann skyldi athuga það. Svo varð nú ekkert úr því, nema að ég var með þennan helv … bretasíma sem á höppum og glöppum í lagi. Nú, svo koma kosningarnar og þá er ég staddur í Grindavík og þá er Ólafur þar. Þá segir einn við hann: Hvernig heldur þú að kosningarnar fari núna, Ólafur? Ja, ætli það rokki ekki til eins og vant er, segir Ólafur. Ja, þú átt nú einn þarna, og bendir á mig.
Ja, ég segi þá við hann að ég lifði nú ekki á lygum og svikum. Þá segir Ólafur og ræskti sig: Ég man nú ekki eftir því aö hafa lofað þér þessu, en þetta kom til tals. Já, en ég vil nú að það sé byrjað á að mæla fyrir þessu. Nú, daginn eftir komu verkfræðingar og byrjuðu að mæla fyrir þessu, og síðan kom síminn“.
-Þannig að síminn hefur komið vegna kosningaloforðs Ólafs Thors?
-„Já, en það gildir ekki varðandi þá þingmenn sem nú eru, t.d. varðandi rafmagnið, því ég hef talað við þá marga, bæði Gunnar Schram og fleiri. Þeir virðast engir vilja vinna fyrir okkur, við eigum enga þingmenn núna, sem vilja starfa fyrir kjósendur sína, eins og virðist þó vera varðandi aðra landshluta. Þar koma þingmenn vilja kjósenda á framfæri og efna loforðin. Enda leggja þessir þingmenn rafmagn og láta byggja brýr o.fl., en þingmenn okkar gera ekki neitt“.
-Þrátt fyrir það að aðeins 5 km séu til Grindavíkur, þá er oft ófært hingað svo mánuðum skiptir og þið því algörlega einangruð?

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

-Já, 1932 þegar þetta hús var byggt hérna, var enginn vegur hingað og þá þurfti að leggja veg til að koma efninu í húsið. Þá fóru pabbi og systkinin í þáð að ryðja veg og voru allirsneiðingar handmokaðir, fyrst brekkurnar til að komast upp og svo aftur niður. Svo fengum við hálfs annars tonna vörubíl til að koma hingað með efnið í sperrurnar og sementið. Gekk ágætlega að komast hingað niður, en verra að komast upp aftur, því það var svo laust í brekkunum. Enduðu mál með því að farið var ofan í Grindavík til að fá skipshöfn af bát til að koma hingað. Lentu þeir í fjörunni og síðan ýttu þeir bílnum upp brekkurnar“.
-Eruð þið þá í algjörri einangrun frá hausti til vors, og haf ið því engin tök á að nýta ykkur þá þjónustu sem sveitarfélagið býður upp á?
-„Nei, þeir hafa nú komið hingað og rutt veginn t.d. ef ég verð rafmagnslaus og eins ef mig hefur vanhagað um eitthvað sérstakt. Það er hins vegar útilokað i sambandi við slysahættu og annað að hafa engar samgöngur við Grindavik, því hér er heldur hvergi hægt að koma aö af sjó. Enda sýndi þaö sig einu sinni, er ég var vakinn hér upp um miðja nótt, að þá hafði maður sem ætlaði á bát úr Grindavík til Eyrarbakka orðið að taka land hérna fyrir neðan vegna bilunar á vél. Var hann orðinn það kaldur að ef hér hefði ekki verið fólk, þá hefði hann ekki lifað þetta af. Á þessu sést að nauðsynlegt er að hafa byggð hérna. En það væri ekkert vandamál, ef hér væri rafmagn, en það ástand sem er á þeim málum háir manni bæði varðandi féð og annað. Hér vill fólk reisa sumarbústaði og laxeldi, og einnig hafa menn viljað fá að búa hér, en þetta strandar allt á rafmagninu, því þetta er mátulega langt frá þéttbýliskjarnanum“.
-Hvað myndi ske ef hér kæmi upp eldur að vetrarlagi?
-„Þá er annað hvort að reyna að slökkva sjálfur eða reyna að fá hjálp með því að hringja, svo framarlega sem síminn er ekki bilaður“. Til að geta lifað í slíkri einangrun, verðið þið ekki að lifa eftir öðrum kenningum en aðrir íbúar í þessum mikla þéttbýliskjarna sem Suðurnes eru?

Ísólfsskáli

Jólagetraun Víkurfrétta 1984.

-„Jú, lífið hér byggist upp á því að vera sjálfum sér nógur og geta bjargað sér, hvað sem kemur fyrir“.
-Hvað gerið þið af ykkur í ykkar frítíma?
-„Hér er engin leið að sjá sjónvarp. Hafa þeir frá sjónvarpinu komið til að mæla það út, en fjöllin virðast skyggja á, þannig að í sjónvarp næst ekki nema til komi sendir til að endurvarpa t.d. frá Grindavik. Annars líður dagurinn þannig, að ég er allan daginn yfir fénu, síðan matast maður og sefur, eða þá að maður lítur í bók. Við erum afskipt af öllum félagsmálum. Hitt er verra, að hingað hefur á undanförnum áru

m komið mikið af alls konar óþverralýð, sem hafa verið að skjóta hér og eyðileggja. Skotið hefur verið á húsin hér, jafnvel þó fólk hafi verið í þeim, á fjárhúsin. Einu sinni skutu þeir rétt yfir konuna þegar hún var hér uppi við hjalla, en þá var ég í grenjaleit. Eru því víða för eftir kúluskot hér á húsunum. Virðast þetta vera einhverjir vitleysingar. Sem dæmi get ég sagt að hér verpir mikið af fýl og eitt árið sem það var mjög áberandi, óku þeir hér um og skutu fuglinn út um bílgluggann og létu hræin liggja síðan tvist og bast. Þessir menn virðast geta fengið byssuleyfi hvenær sem þeim dettur í hug, án þess að hafa ákveðin skotsvæði í huga. Sama er með selinn, hann flýtur hér um allar fjörur eftir að hafa verið skotinn af þessum mönnum“.
-Að lokum?
-„Það verður að fá hingað rafmagn. Það er helv… hart aö þurfa að eyða 1600 lítrum af olíu á mánuði. Þó maður fái þennan olíustyrk þá dugar þaö ekki. Samt reynir maður að spara olíuna eins og hægt er. Nú hefur hún hækkað enn, og þá sjá menn hvað þetta gildir. Svo það, að halda þessari vél gangandi, þetta eyðileggst og því þarf að endurnýja það. Nú, svo ef eitthvað bilar, þá kostar þetta tugi þúsunda, svo það er útilokað fyrir einn mann að standa undir þessu helv. … nema að þingmenn eða einhverjir menn hafi það að markmiði eins og í öðrum byggðarlögum, að leggja hingað rafmagn“.
ÍsólfsskáliHúsfreyjan á Ísólfsskála heitir Hertha Guðmundsson. Við spurðum hana hvernig henni fyndist að búa þarna.
„-Mér líkar það alls ekki illa. Ef hér væri bara meiri hiti í húsinu og meira rafmagn, þá væri þetta allt í lagi, en eins og nú er getum við ekki haft nein raftæki, t.d. er frystikistan geymd í húsi í Grindavik“.
-Eru rafmagnsmálin þá aðalvandamálið hérna?
-„Já, ljósavélin bilar oft, þá erum við gjörsamlega hitalaus, vatnslaus og ljóslaus. Það hefur oft komið fyrir að maður hefur verið 3-4 mánuði vatnslaus og þá lifir maður bara af rigningarvatni og þá er ekki hægt að hugsa um þvott, nema þá sem fátækraþvott eins og hann var í gamla daga. Fólk í Grindavík hefur oft boðið okkur að þvo fyrir okkur. En þetta finnst mér það versta við að vera hérna. En vatnsskorturinn stafar af því að í rafmagnsleysinu er ekki hægt að dæla vatninu og því verðum við að notast við rigningarvatnið. Það hefur því komið fyrir að við höfum þurft að fá vatn til neyslu frá Grindavík“.
-Finnst þér ekkert bagalegt að missa af ýmsu sem gerist í félagsmálum?
-„Jú, mann langar nú stundum að komast í samband við fólk eða á samkomur eða annað því um líkt. Við vitum ekkert um þau mál“.
-Hvernig er þá um háveturinn, leiðist ykkur ekkert?
-„Jú, það kemur stundum fyrir, sérstaklega ef símasambandslaust er. Þessi mál hafa nú lagast stórlega eftir að Keflavíkursímstöðin tók við þessum málum. Þær hafa oft samband við okkur eftir slæm veður til að athuga hvort allt sé í lagi. Það er mikil bót“.
-Hvernig líður dagurinn hjá þér?
-„Ég er mikið í handavinnu, sauma, hekla og les töluvert. Ég fæ bækur að heiman og les þær. Svo er maður allan daginn að hugsa um skepnurnar því það er afkoman okkar“.
-Nú ert þú þýsk að uppruna, hefur þú samband við Þýskaland?
-„Já, já, við höfum mikið samband, og margt fólk sem kemur hingað á sumrin kemur við hérna. Síðan hef ég mikið samband við þetta fólk“.
-Hvernig komst þú hingað til lands?
Ísólfsskáli
-„Ég kom hingað til lands í gegnum ráðningu hjá Jóni Helgasyni núverandi landbúnaðarráðherra, en hann var þá í Lubeck að ráða fólk til Íslands. Þetta var árið 1949. Kom ég hingað til lands með gamla Maí frá Hafnarfirði. Höldum við enn kunningsskap þrenn hjón sem eins var með, þ.e. konan kom með togaranum hingað til lands. Voru þetta mikil viðbrigði að koma hingað, með mínar minningar, og setjast svo að á sveitabæ sem var svona afskekktur, því ég kom beint hingað að Ísólfsskála. Var þetta allt mjög nýtt fyrir mér, þó ég hafi alist upp á sveitabæ, þó voru viðbrigðin kannski ekki alveg eins mikil og þau hefðu getað orðið að koma hingað. Ég er mikið náttúrubarn og finnst gott að vera mikið úti. Ég gæti ekki hugsað mér að vera alltaf inni“.
-Hvað finnst þér um Íslendinga sem Þjóðverji?
-„Íslendingar eru ágæt þjóð að sumu leyti, en ég held að þeir kunni ekki að hagræða hagsmunum sínum rétt. Þeir hafa of fljótt orðið ríkir að loknu stríðinu og hafa síðan átt erfitt með að halda á peningamálum sínum“.
-Að lokum?
„Ég vil óska öllum kunningjum okkar og vinum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs“.
Þetta fólk býr eins og fram kemur við mikla einangrun, þó það sé aðeins um 5 km frá Grindavik. Það sættir sig við að vera meira og minna innilokað, en rafmagnsmálin eru aftur á móti mikið mál hjá þeim, enda furðulegt að það skuli ekki vera fyrir löngu búið að leggja rafmagn í þessa átt út frá Grindavík eins og í hina áttina. Eins er það mikið öryggismál bæði fyrir þau og sæfarendur, að lagður verði upphækkaður vegur þarna, sem ekki væri eins snjóþungur og sá sem nú er, því þarna fyrir utan eru mið bátaflotans og því þarf að vera akfært þarna, ef eitthvað ber út af, t.d. skipsstrand eða annað því um líkt. Enda ófært að slíkar vegsamgöngur skuli vera hér á einum mesta þéttbýliskjarna landsins. – epj.

Heimildir:
-Víkurfréttir, jólablað, 47. árg. 13.12.1984, Eina lögbýlið á Suðurnesjum heimsótt, Verða að búa við algjöra einangrun yfir vetrarmánuðina – samgöngulaus, jafnvel hita, vatns, rafmagns og símalaus.
-Morgunblaðið, 28. tbl. 03.02.1965, Gengið á fjörur, bls. 12.
Ísólfsskáli

Ísólfsskáli

Í Vísi árið 1967 er viðtal við hjónin á „Ísólfsskála; Agnesi Jónsdóttur og Guðmund Guðmundsson“, undir fyrirögninni „Fimm tugir ára á bröttum kambi við brimlúðar flúðir“:

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli 1915-1930; – Sæmundur G. Guðmundsson.

„Það var gaman að vera ungur Íslendingur í dag,“ sagði við mig vaxandi maður ekki alls fyrir löngu. Hann stóð rétt á tvítugu, vænn og“ vörpulegur.
Vonandi á hann framundan langa og giftudrjúga ævi, og á eftir að sjá og reyna margt, sem sýnir honum fyllri og fegurri lífsmynd en þá sem heillar hann í dag.
En hvað er þá að vera ungur Íslendingur? Eru það aðeins árin, sem segja til um aldur fólks — eða er það eitthvað annað og meira? Ef til vill getur sú innri glóð, sem skapazt hefur við reynslu áranna viðhaldið æskunni, sem eðlislægri eigind, en jafnframt auðgað hana rökhyggju og víðsýni.
Milli brattra gróðurlítilla hæða, skammt ofan við brimsorfna strönd nokkru austar en Grindavíkurþorp, stendur snoturt og vel umgengið býli sem heitir Ísólfsskáli. Þangað hef ég nú lagt leið mína og notið til þess atbeina tveggja systkina, sem slitið hafa þar barnsskónum á bröttum brimlúðum mölum. Og í notalegri stofu, þar sem ég get hreiðrað um mig í mjúku hægindi, situr andspænis mér kona. — Já, víst er aldurinn orðinn hár, því nú á hún 90 ár að baki. — En hvort aldurinn segir alla sögu tel ég vafasamt og nú skulum við heyra stutta þætti úr lífssögu þessarar konu, og blik bjartra augna segir mér að þar á megi nokkurt mark taka — ennþá sé minnið trútt og dómgreindin óbiluð.
Ísólfsskáli
— „Ég heiti Agnes Jónsdóttir og er fædd á Þórkötlustöðum í Grindavík. Foreldrar mínir voru Jón Þórðarson og Valgerður Gamalíelsdóttir, sem þar bjuggu, og þar ólst ég upp.
— Það er sennilega orðin mikil breyting á frá þeim tíma?
— Já, það er meira millibilið. Þá voru bara nokkrar torfbaðstofur í Þórkötlustaðahverfinu, og öll útgerð á áraskipum. Veiðarfærin voru handfæri og lína. Afli var oft ágætur, einkum á vertíðinni, og fiskurinn gekk mjög nærri landi. Þó brimlending sé í Grindavík og oft tvísýn landtaka kom mjög sjaldan fyrir að ekki væri fært Þórkötlustaðasund. — Það eru álög á því sundi.
— Hver eru þau álög?

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – túnakort 1918.

— Það var álfkona, sem missti manninn sinn á Járngerðarstaðasundi. — Þar fórust 18 skip. — En hún sagði að aldrei skyldi skipstapi verða á Þórkötlustaðasundi ef rétt væri farið — og það ég bezt veit hefur þetta rætzt, — aldrei farizt skip. En á Járngerðastaðasundi munu þau orðin 20. — Og ég man eftir að hafa orðið áhorfandi að slysförum þar.
— Manst þú eftir mikilli fátækt í æsku þinni?
— Ójá. Það höfðu nú margir lítið fyrir framan hendurnar. Flestir höfðu mjög fáar kindur, t. d. höfðu foreldrar mínir 11 kindur, og svo höfðu þau eina kú. Aðalbjargræðið var því sótt til sjávar. Faðir minn stundaði alltaf sjó, og segja má að þaðan brysti aldrei björg. Ég man enga ördeyðu vertíð.
— Þú manst hörðu árin um 1880?
— Já. Þá var afskaplega mikill snjór, t.d. man ég það að grafa þurfti göng til að komast út úr bæjunum. Þeir voru að vísu ekki háreistir.
— Hvenær ert þú fædd?
— Þann 3. desember 1876.
— Þú ert þá orðin vaxin kona um aldamót?
— Já, og ég man eftir slysförum sem urðu hér á sjó aldamótaárið, það var úti á rúmsjó — ekki við land. Þetta var 28. október um haustið. Af þessum báti var einum manni bjargað en þrír fórust. Hann var þó ekki langlífur því á vertíðinni lézt hann. Og ævilok hans urðu þau, að hann fór fram í Þórkötlustaðanes, og hafði með sér byssu. Það var oft siður að skjóta fugl til bjargræðis heimilum. En skotið hljóp úr byssunni og varð honum að bana.

Þórkötlustaðir

Hraun í Grindavík – Þórkötlustaðagata.

— „Þegar ég var 23ja ára gömul fór ég frá foreldrum mínum og réðist til manns og var hjá honum í 11 ár og áttum við saman 6 börn. — En svo sundraðist það samband og fór ég þá aftur til foreldra minna og var hjá þeim um tíma. En svo vorið 1910 fór ég til hans Guðmundar míns, sem þá var lausamaður á Hrauni og þar vorum við í 6 ár, en fluttum þá hingað að Ísólfsskála og höfum verið hér síðan eða 51 ár, þann 4. júní í vor.
Ísólfsskáli— Hvernig var nú um að litast þegar þú komst hingað?
— Það var nú ekkert björgulegt. Jörðin hafði þá verið þrjú ár í eyði og fremur köld aðkoman. Baðstofan var lítil og ekki vel útlítandi. — Meðan við dvöldum á Hrauni hafði Guðmundur þar útgerð á stóru áraskipi, sem á voru 11 menn og höfðum við þá 18 manns í heimili. Fyrstu árin eftir að við fluttum hingað hafði hann áfram útgerð á Hrauni yfir vertíðina, og þá var ég ein heima með krakkana. — En það, að við fluttum hingað orsakaðist nokkuð af því, að ég hygg, að Guðmundur er hér fæddur og uppalinn. Hann er nú 83 ára og við höfum átt saman 6 börn. Mín börn eru því 12 og af þeim 11 á lífi.
— Þetta er orðið þó nokkuð ævistarf?
— Já, það hefur stundum orðið að taka til hendinni. Fyrst þegar við komum hér var aðeins örlítill túnblettur kringum húsið. En hér er nú orðin töluverð ræktun og mest unnin upp úr sandi.
— Hvað er þér nú sérstaklega minnisstætt frá þessari 50 ára veru hér í Ísólfsskála?
Ísólfsskáli
— Hér í skálanum hefur okkur liðið mikið vel. Aldrei orðið fyrir neinum óhöppum eða á föllum sem þannig eru frásagnarverð. Lífið hefur verið fábrotið en oftast notalegt og alltaf heldur miðað í átt til batnandi hags, svo það er ekki undan neinu að kvarta. Við vorum að vísu mjög fátæk fyrstu árin meðan börnin voru í æsku.
Hjá okkur voru tvö börn mín frá fyrra sambandi og svo öll börn okkar Guðmundar. Auk
þess tókum við tvö börn í fóstur.

Isólfsskáli

Ísólfsskáli – bærinn og útihús.

– Bættuð við það sem lítið var?
— Já, þess var þörf vegna barnanna.
— Þú manst þá tíð þegar askar voru matarílát fólksins?
— Já, heima hjá pabba og mömmu var ætíð borðað úr öskum og með hornspónum, og á þá voru grafin fangamörk eigendanna. Ljósabúnaður á heimilinu voru fýsislampar — kveikurinn í þá var snúinn úr ljósagarni. — Og fræðin mín — Helgakverið — lærði ég við lýsislampa. — Eldiviðurinn sem brennt var. Í eldhusinu var mosi og þang. — Ég man mjög vel eftir því aö ég var þar að lesa kverið mitt og þá féll sótkökkur úr mæninum niður á bókina.
— Fékkst þú tilsögn í skrift á þínum uppvaxtarárum?
— Já, ég var látin í skóla, sem þá starfaði í Garðhúsum og vorum við tvær systur þar sína vikuna hvor. Og hérna getur þú séð skriftina mína, — og nú réttir hún mér bók, sem er þannig frágengin að margur 70 árum yngri gæti verið hreykinn af. — Og þessi bók hefur að geyma mikinn og merkilegan fróðleik, í hana er skrifuð dagleg veðurlýsing síðustu 30 ára.
— Og það virðist svo sem höndin sé því nær jafnstyrk á síðustu og fyrstu síðum bókarinnar.
— Finnst þér minni þitt nokkuð farið að förlast?
— Nei, ekki held ég það, ennþá man ég flesta atburði sem nokkurs er um vert í lífshlaupi mínu — og ég get fylgzt með því sem fram fer í kringum mig og haft full not af blöðum og útvarpi.
Ísólfsskáli
Og nú er hér kominn bóndi Agnesar, Guðmundur Guðmundsson, en foreldrar hans, Guðmundur Hannesson og Guðrún Jóelsdóttir, bjuggu hér í Ísólfsskála í 20 ár — en þegar þau féllu frá flutti hann út í Grindavík, og byrjaði að stunda þaðan sjó 14 ára gamall.

Guðmundur og Agnes

Guðmundur og Agnes á Skála.

— Var nú ekki stremið að setjast undir svo stórar árar á þeim aldri?
— Jú, náttúrlega var það erfitt, og svo að setja skip og bera upp fiskinn. En skipin varð öll að setja af handafli, spil voru ekki komin fyrr en á síðustu sjófaraárum mínum, en þau yoru nú fremur ófullkomin í fyrstu.
— Og hvað segir þú svo um fimmtíu ára samstarf ykkar hjóna hér á Ísólfsskála?
— Mér finnst það hafa verið gott og lífið hér ánægjulegt og boðið okkur marga góða kosti, þótt örðugt væri í fyrstu.
— Hefur þú aldrei róið héðan að heiman?
— Það er tæpast teljandi. Fyrstu árin reri ég frá Hrauni — lá þar við, en hún var ein heima með börnin og satt að segja var ég þá aldrei í rónni þegar vond voru veður. — En vorum að reyna að rétta okkur við þetta hlutskipti meðan við vorum að reyna að rétta okkur úr kútnum og börnin að komast á legg. — Öll innkaup varð að spara til að geta staðið í skilum og borgað allt upp einu sinni á ári.  Þá hlaut maður líka nokkra tiltrú í viðskiptum.
— Eru engin selalátur eða lagnir hér í nágrenninu?

Nótarhóll

Nótarhóll.

— Jú, líklega hefur það nú verið, því hér framan við tána hérna er hóll, sem hét Nótarhóll.
Svo hér fyrri — 1703 — var stunduð selveiði í látrum hér austur á Selatöngum — en þann veiðirétt áttu Krýsuvíkingar að nokkru.

Krýsuvík

Krýsuvík 1936.

— Þú manst eftir byggð í Krýsuvík?
— Já, en hún var þó farin að dragast saman bá. Faðir minn bjó þar nokkur ár á Vígdísarvöllum.
— Hefur þú aldrei lent í neinum verulegum erfiðleikum á sjó, Guðmundur?
— Nei, ég hef nú verið formaður hér og svo líka róið austur á fjörðum, bæði Borgarfirði, Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði og reri út í Seley, en aldrei lent í neinu sem í frásögur er færandi og á sér ekki ótal hliðstæður í lífi íslenzkra sjómanna.
— En þú hefur oft aflað vel?
— Já, svona eftir hætti en mig skorti efni til að hafa nægilega góðan útbúnað hvað veiðarfæri snerti. Ég þurfti að fá allt að láni hjá kaupmanninum — Einari í Garðhúsum. Hann var svo sem ágætur ef maður stóð í skilum og eins og ég sagði áðan, þannig hafðist þetta. —

Ísólfsskáli

En svo þurfti að byggja hér upp, þá fór ég til Tryggva Þórhallssonar og hann aðstoðaði mig við að fá til þeirra framkvæmda 6000 króna lán úr byggingar- og landnámssjóði.
— Voru það ekki talsverðir peningar þá?
— Jú, en það var nú sama. Það var nú ekki nóg.
— Lengst af ykkar búskap hér á Ísólfsskála, að frá teknum fyrstu árunum, hafið þið haft ykkar aðalframfæri af landbúnaði?
— Já, það hefur verið svo, en við höfum aldrei haft stórt bú, til þess eru engin skilyrði, útengi er ekkert, og heysskapur ekki annar en sá sem tekinn verður á ræktuðu landi. Hér er engin fjörubeit á veturna, en dálítið kropp hér upp í hrauninu, þannig að í sæmilegum vetrum gengu sauðir mikið úti, meöan ég hafði þá.
— Þú hefur haft sauði?
— Já, ég held þeir hafi komizt upp í 40. Hvað sumarhaga snertir er hér mikið landrými.
— Hér kemur ekki hafís?
— Aldrei hefur það komið fyrir svo langt sem við munum, en af því höfum við haft sagnir frá eldri tímum.
— Hvað gerði fólkið sér til skemmtunar á ykkar æskuárum?
— Það þætti nú held ég fábreytt núna. Gíslakeðja — Höfrungaleikur og feluleikur. — Fullorðna fólkið lagði sig í rökkrinu og þá fengu unglingarnir að leika sér með því móti að hafa ekki hátt.
— Þú segist ekki hafa gert út héðan?
— Nei, en faðir minn gerði héðan út tvo báta einu sinni og það var vegna þess að hann fékk ekki uppsátur úti í Nesi [Þórkötlustaðanesi].
Þetta gekk nú ágætlega, það var í tvö skipti sem þeir hleyptu út í Nes. Annað skiptið fyrir brim — en annað skipti vegna þess að hann var svo hvass á norðan og þá börðu þeir upp í nesið.
— Hvernig lending er hér?
— Hún getur nú ekki talizt góð. Með landinu er alltaf geysilegur austanstraumur. Og þegar komiö var úr róðri var aflinn allur settur á seilar utan við lendinguna, færi bundið við og dufl sett á, en færið var í hnykli í skipinu og rakti sig þegar tekinn var landróðurinn, um leið og lagið kom. Þegar skipið kenndi grunns, stukku allir út og brýndu því undan sjó.
Þurfti hér oft mikið snarræði og örugg handtök. Síðan voru seilarnar dregnar í land og bornar á bakinu hér upp á kambinn, þar sem aflanum var skipt. — Það var stórt atriði að formaðurinn væri öruggur að taka lagið, og eins var það þegar farið var frá landi, þá var skipinu ýtt niður — hver maður stóð við sitt ræði og þegar formaðurinn kallaði — lagið — stukku allir upp í og gripu til ára og fyrir kom að fram á mennirnir komust ekki upp í og voru innbyrtir þegar fram á lónið kom. — Hér út á Selatöngum var þetta svona líka.
Ísólfsskáli
— Var þaðan útræði?
— Já, ég hef heyrt að fyrir Bátsendaflóðið hafi gengið þaðan 14 skip og ennþá sjást glögg merki verbúðanna.
— Já, það er margs að minnast frá fyrri árum, t.d. á haustin, þá var „þangað“ í fjörunni og reitt upp á fleiri hesta.
— Þangað? — Hvað kallarðu að þanga?
— Nú, þangið í fjörunni var tekið og reitt upp og svo þurrkað til eldiviðar. — Svo var reittur mosi. — Þetta var aðaleldsneytið, og svo dálítið af taði. Þetta var svo allt borið heim til bæjar á bakinu og þar var eina eldstóin hlóðir. T.d. þegar konan fór í mosatekju, þá bar hún hann heim í „fætli“ og prjónaði á leiðinni. — Svona var nú vinnumennskan þá.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – gamli bærinn.

— Er ekki hægt að fara með sjó úti í Grindavík?
— Nei. Það er ógengt, verður að fara hér efra — eins er það inn til Krýsuvíkur.
— Hvernig voru skiptin á þessum áraskipum hér?
— Væru 11 á þá var skipt í 14 staði. — Þrír hlutir dauðir, — einn fyrir skipið og tveir fyrir veiöarfærin — formannshlutur þekktist ekki, enginn aukapartur fyrir það. — En nú skal ég segja þér nokkuð: — Einu sinni rauk hann upp í suðvestan veður aö næturlagi, þeir fara allir ofan og þá er báturinn farinn en skipið komið á hliðina — Þeim tókst að bjarga því við illan leik. — En hvar heldurðu að bátinn hafi rekið? — Hann rak vestur á Hraunssand á móti þessu stórviðri — Svona sterkur er straumurinn. —
— Hve langa línu höfðuð þið?
— Það var nú dálítið misjafnt — stundum á vorin lögðu þeir 300 króka hérna í leirinn og fylltu bátana. Og eftir því man ég, að pabbi reri stundum á vorin með 60 króka skötulóð hérna austur á Mölvíkina — og það var oft skata á hverju einasta járni — kannski ber svona einn öngull. — Allt saman stór skata. — Það er góður matur vel verkuð skata. — Þá var svo mikið lifað á harðæti og bræðingi. Þetta kom mergnum í mann — sérstaklega bræðingurinn — en hann var búinn til úr bræddri tólg og sjálfrunnu þorskalýsi. — Hver útvegsbóndi varð að leggja háseta til eitt fat undir lifur og ég held einnig fjórðung af rúgi og fjórðung af fiski. — Svo fékk hver maður 50 pund af mjöli, sem átti að duga í kökumat yfir veturinn, og einn sauð, sem átti að duga í kæfu, hvort sem menn vildu heldur stykkjakæfu eða soðkæfu — svo tvo fjórðunga af tólg og einn af smjöri — eða þrjá af smjöri. — Þetta var matan. Soðninguna tóku menn af afla. Það voru tveir í hverju rúmi, þeir höfðu kastið saman og tóku af því. — Fiskurinn var svo verkaður sem harðfiskur eða skreið á þeirra tíma vísu, en með nokkuð ólíkum hætti og nú er gert. Salt var þá ekki fáanlegt.
Ísólfsskáli
– Ég tók eftir mjög vel hlöðnum grjótgörðum víða hér umhverfis túnið og niður við sjóinn. Eru þeir þín verk?
— Já, flestir eru þeir hlaðnir eftir mig.
— Er ekki trjáreki hér?
— Jú, dálítill. T. d. get ég sagt þér að báturinn sem brotnaði hérna vestur á Hraunssandinum var smíðaður úr einu rekatré.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – nýrri bærinn.

Já, það er margt sem rifjast upp þegar litið er til baka um langan veg — og víst væri fróðlegt að heyra meira úr lífssögu þeirra Ísólfsskálahjóna — sem svo margt er frábrugðin þeirri sögu sem skráð yrði um hagi þeirra, sem nú eru ungir eða innan við miðjan aldur. —
Ungir? — Það er nú spurningin. — Er það gamalt fólk, sem hér hefur talað? — ánægt með sitt hlutskipti — laust við andlega lífsþreytu, að vísu með rúnir áranna ristar í skurnið.
— Hver er ungur?
„Oft hefur sjötugur fyrir
tvítugs manns tær stigið“.

Í Náttúrufræðingnum 1947 er vitnað í Lýsingu Grindavíkursóknar 1840-41 eftir sr. Geirs Backmanns um Ísólfsskála:

„Ísólfsskáli er þar austast við sjó. Getur Jarðabók þess (ár 1703), að vatnsból, sem þá er grafinn brunnur, sé háskalegt bæði mönnum og skepnum, enda sjórinn þá kominn svo nærri, að hætta sé á, að brunninn fylli af möl og grjóti, og þá jafnvel hætta á, að jörðin leggist í eyði af vatnsleysi. Svo illa hefur þó ekki farið. En að sjórinn hefur gengið upp í brunninn og fyllt hann, má sjá á því, að séra Geir Bachmann getur þess árið 1841, að mikill vatnsskortur sé á Ísólfsskála og ekki annars kostur þar en fjöruvatna og sé það vatn haft bæði til neyzlu heimilisfólks og búpenings. En fjöruvötn eru nefndar þær uppsprettur, einatt aðeins seytlur, sem koma upp fyrir neðan flóðmál og ekki er hægt að ná til nema um fjöru. Líka getur séra Geir þess, að sjór brjóti land á Ísólfsskála og sandur frá sjónum sé farinn að berast upp í selalátur jarðarinnar undir Festarfjalli og spilla þeim.
Frá Ísólfsskála eru 4—5 rastir til hinnar eiginlegu Grindavíkurbyggðar, því að björg eru með sjónum, svo að ekki verður farin stytzta leið, heldur verður að fara kringum Festarfjall.“

Heimildir:
-Vísir, blað II 12.06.1967, Fimm tugir ára á bröttum kambi við brimlúðar flúðir, Viðtal dagsins er við hjónin á Ísólfsskála, Agnesi Jónsdóttur og Guðmund Guðmundsson, bls. 16-17.
-Náttúrufræðingurinn, 1. tbl. 01.04.1947, landnám Ingólfs – Grindavík, bls. 42.
-Geir Bachmann: Lýsing Grindavíkursóknar 1840—41.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – uppdráttur ÓSÁ.

Ísólfsskáli

 

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1990 fjallar Ólafur E. Einarsson um „Ísólfsskála„:

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli 1990.

„Næsti bær við Krýsuvíkurlönd að vestanverðu er ísólfsskáli. Bærinn stendur undir lágu hamrabelti í góðu skjóli fyrir norðanáttinni. Í jarðamatsbók er jörðin talin vera 16 hundruð að dýrleika. Veglengd frá Þórkötlustöðum til ísólfsskála er um það bil 25 km og liggur upp svokallaða Hálsa, kringum Festarfjall og niður að sjó á hægri hönd. Hlunnindi jarðarinnar eru talin vera trjáreki og selalátur undir Festarfjalli. En eins og öllum mun nú ljóst vega slík hlunnindi ekki þungt nú þótt góð þættu fyrr á öldum. Landrými er mikið á Ísólfsskála en ákaflega hrjóstrugt og illt yfirferðar, hraun og sandur. Það má raunar teljast furðulegt að hægt skuli vera að búa þar góðu búi á landbúnaði eingöngu og einhvern veginn fínnst manni margir staðir ákjósanlegri til landbúnaðar. Þarf ekki að líta nema fáeina kílómetra í austurátt til að sannfærast um það.
ÍsólfsskáliÍ mínu ungdæmi bjuggu á Ísólfsskála hjónin Agnes og Guðmundur Guðmundsson, mikil ágætishjón. Í þá daga var það talin holl og góð skemmtun að fara um helgar þegar vel viðraði í útreiðartúra frá Grindavík til Krýsuvíkur. Var þá stundum komið við í heimleið á Ísólfsskála, þar sem vel var tekið á móti gestum. Á þeim árum stundaði Ísólfsskálabóndinn venjulega sjóróðra á vetrarvertíðum frá Þórkötlustöðum í Grindavík, og þá að venju hjá bróður sínum, Hjálmari á Þórkötlustöðum, miklum og aflasælum dugnaðarformanni. Það var að vísu ekkert óvanalegt í þá daga að bændur stunduðu sjóróðra á vetrarvertíðum til að afla búum sínum fiskmetis, sem allsstaðar var talið sjálfsagt og nauðsynlegt. En það er hollt fyrir nútímamenn að gera sér grein fyrir því hvað forfeður okkar þurftu oft mikið á sig að leggja. Guðmundur þurfti mjög oft að ganga frá Ísólfsskála til skips, vegalengd sem er um 25 kílómetrar, eins og áður er getið. Hvernig skyldi ungum mönnum lítast á að gera slíkt í dag.
Þau Ísólfsskálahjón, Agnes og Guðmundur, bjuggu góðu búi, þótt aðstæður væru oft þröngar frá náttúrunnar hendi. Fjölskyldan var stór, enda börnin mörg. Ég þekkti flest þeirra vel. Sum voru um tíma á heimili foreldra minna og önnur unnu undir minni stjórn í fyrirtæki föður míns. Öll voru þau öndvegismanneskjur, dugandi, heilbrigð og ráðvönd.
Ísólfsskáli
Ísólfur sonur þeirra ágætu hjóna er nú eigandi jarðarinnar ásamt konu sinni Herte, sem er af þýskum ættum. Þau búa þar myndarbúi.
Það er með ólíkindum, hversu búskapur á Ísólfsskála hefur dafnað vel á liðnum árum og lýsir það best dugnaði þeirra hjóna Hertu og Ísólfs. Bæði hafa þau starfað við búskapinn svo að segja myrkranna á milli.
Þess má geta, að Ísólfur er afbragðs grenjaskytta.
Það er athyglisvert hversu búskapurinn hefur blessast vel hjá þessu dugnaðarfólki, þrátt fyrir erfiðar aðstæður frá náttúrunnar hendi.“ – Ólafur E. Einarsson

Í Víkurfréttum 1993 segir:  „Fjárbúskapur að Ísólfsskála til rannsóknar – Áttu bara hey til hálfs mánaðar„:

Ísólfsskáli
„Ákvörðun hvað verður um sauðfjárbúið að Ísólfsskála verður tekin á morgun, 12. mars. Lögregla og forðagæslumaður Grindavíkur könnuðu aðstæður að Ísólfsskála í síðustu viku í framhaldi af bréfi Dýraverndunarfélags Íslands til sýslumannsins í Gullbringusýslu. Þar var krafist að búreksturinn að Ísólfsskála yrði kannaður.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – uppdráttur ÓSÁ.

Sigurður Ágústsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöðinni í Grindavík sagði í samtali við Víkurfréttir að forðagæslumaður teldi ekkert vera að búfénaði að Ísólfsskála. Áður hefur komið fram hér í blaðinu getsakir um að ástand fjársins væri ekki gott, en það virðist ekki hafa verið á rökum reist samkvæmt þessu. Hins vegar þarf að laga göt á fjárhúsi og einnig þyrfti að útvega fóður fyrir búfénaðinn, þar sem heybirgðir voru eingöngu til hálfs mánaðar þegar könnun fór fram í síðustu viku.

Ísólfsskáli

Auglýsing í Morgunblaðinu 1996.

Á morgun verður það lögreglustjóra að taka ákvörðun um framhald búfjárhalds að Ísólfsskála ef ekki hefur orðið breyting til batnaðar sem aðilar geta sætt sig við. Þess má geta að Ísólfsskáli er eina búið á Suðurnesjum, þar sem ábúandinn hefur einu framfærslu sína af fjárbúskap. Þess má einnig geta að bóndinn, sem hefur legið á sjúkrahúsi, hefur gert ráðstafanir til úrbóta.“

Auglýsing í Morgunblaðinu 01.03.1996 segir að jörðin Ísólfsskáli sé til sölu.

Heimildir:
-Lesbók Morgunblaðsins, 13. tbl. 31.03.1990, Á Ísólfsskála – Ólafur E. Einarsson, bls. 6.
-Víkurfréttir. 10. tbl. 11.03.1993, Fjárbúskapur að Ísólfsskála til rannsóknar – Áttu bara hey til hálfs mánaðar, bls. 9.
-Ísólfsskáli til sölu – Morgunblaðið 01.03.1996, bls. 21 D.

Isólfsskáli

Ísólfsskáli 1920.