Tag Archive for: jólakúla

Kúlan

Á litlum jólafagnaði FERLIRs í Flagghúsinu [2008] bar ýmislegt á góma,
– öllum til mikils sóma.
FlagghúsiðJói hélt t.d. myndbandssýningu á svaðilmögnuðum gerðum fólks,
– úr nokkrum fyrri ferðum.
Á einu myndbandinu sáust t.a.m. kokhraustir tveir, líkast óðir,
– feta sig áfram út á tanga.
Móti böðrust stríðu sjávarlöðri gegn, en báðir töldust þeir góðir,
– að bara uppi að hanga.
Haltur leiddi þarna blindan eins og svo mörg dæmin sanna,
-þetta ætti auðvitað að banna.
Þreifuðu þeir sig áfram bergtangann mót vindi og ofsalegu hafróti,
– svo skall alda á móti.
Snérust þeir þá snarlega á hæl og töldust heppnir að sleppa,
– a.m.k. lifandi með þetta.
Aðspurðir hvers vegna og af hverju ferðin var farin var svarið,
– í þetta var sko varið.
KúlanSá halti sagðist hafa viljað skynja hvernig jörð myndi mæta sjó,
-votur var þó í báða skó
Hinn blindi sagðist hafa einungis hafa elt manninn næst á undan,
– þangað til hann missti andan.
Svo fór um sjóferð þessa – ágæt áminning um þá grundvallargerð,
– er ekki viðgengst í góði FERLIRs ferð.
Í ferðum er öryggið jafnan sett á oddinn, læri, hné, leggi, iljar og tær,
– en höfuð þó látið ráða för.
Stundum er farið hratt yfir enda margs að gæta er líta þarf sér nær,
– í nesti slátur með miklum mör.
Áður voru margir útvaldir og aðrir til kvaddir þegar þess var þörf,
– sérfræðingar sýndu og sín störf.
Nú hafa sumir a.m.k. slegið slöku við og dregist svolítið aftur úr,
– en ekki eru öll berin súr.
Best eru þar sem flestum þykir gott að tína og una sínum hag,
– þar er dagurinn í dag.
Svo kom að því í samkomunni í Flagghúsinu að Jói vildi veita
– nokkuð sem ekki var hægt að neita.
Vinargjöf var það sem undirbúið hafði verið og hafði farið leynt,
– þetta var jú margreynt.
Úr kassa uppi á borði hann kúlu dró, áfast við hana voru hlekkir og lás,
– hvað var nú þetta dót?
Edda sem fyrrum fór um sem óþreytt geit stundi upp næstum hás,
– komdu Ómar með þinn fót!
SveinkiÍ ljós kom að að tilgangurinn var með táknrænum hætti að hefta för,
þess er fremstur fór.
Í kjölfarið vöknuðu margar spurningar en fengust einhver svör?
– þetta var góður kór.
Þakkir voru færðar líkt sem fyrrum og á það ítekað bent að,
– fyrst og fremst væri það
að gaumgæfa, gæta og margt ætti enn eftir að skoða,
– í næstu ferðum.
Framundan væru margar FERLIRsferðir og úr mörgu að moða,
– af mörgum gerðum.
Þegar heim var komið með gjöfina góðu var úr vöndu að ráða,
– kúluna þurfti að nota.
Lausnin kom þegar til ferða rauða sveinka sást til á millum jóla og náða,
– þetta var þá bara svona.
Hvers vegna ekki að seinka svo mjög för sveinka upp til fjalla?
– og skella á hann kúlunni.
Ekki er þó svo sem mörgum orðum enn að fara um eða skjalla,
– þökk sé dúllunni!
Sérhver stund býður upp á ný, spennandi og ónotuð tækifæri,
– engin ástæða er þeim að seinka.
Þetta var nú bara sett svona inn á vefsíðuna til að koma á framfæri,
– myndum af jólakúlunni – og sveinka.

Gleðileg jól og farsælt nýtt gönguár!!