Jón Helgason, biskup, skrifaði grein „Um Strönd og Strandarkirkju“ í Lesbók Morgunblaðsins árið 1926:
„Árni biskup á fyrstur að hafa vígt kirkju á Strönd. Hið sannasta, sem sagt verður um uppruna Strandarkirkju, er, að vjer vitum ekkert um hann með vissu. Má vel vera, að hún hafi verið reist þegar í fyrstu kristni, og eins má vel vera, að hún hafi ekki verið reist fyr en í tíð Árna biskups á síðari hluta 13. aldar. Um það verður ekkert fullyrt. En um máladag kirkju þessarar er ekki að ræða eldri en frá 13. öld. — Strönd í Sel-Selvogi er höfðingjasetur eins lengi og vjer höfum sögur af. Situr þar hver höfðinginn fram af öðrum að stórbúum af mestu rausn.
Í lok 13. aldar bjó þar Erlendur sterki lögmaður Ólafsson, og eftir hann mun sonur hans, sá ágæti fræðimaður Haukur Erlendsson lögmaður, hafa búið þar, uns hann fluttist búferlum til Noregs eftir 1308. Síðar á 14. öld kunnum vjer að nefna Ívar Vigfússon Hólm hirðstjóra sem búandi á Strönd og eftir hans dag Margrjeti Össurardóttur, ekkju hans. Vigfús hirðstjóri, sonur þeirra, hafði þar eitt af fjórum stórbúum sínum og með dóttur hans Margrjeti Vigfúsdóttur eignast Þorvarður Loftsson (ríka á Möðruvöllum) Strandar-eignina og varð Strönd eitt af höfuðbólum hans.
Um aldamótin 1500 býr þar dóttursonur þeirra Þorvarðar og Margrjetar, Þorvarður lögmaður Erlendsson og eftir hann sonur hans Erlendur lögmaður Þorvarðarson (d: 1575), „stórgerðasti maðurinn, sem þar hefir búið. Var hann alt í senn yfirgangsmaður, ofstopamaður, vitur maður og þjóðrækinn maður“ (dr. J. Þ.). Má að vísu telja, að Strönd hafi verið með helstu stórbýlum og höfðingjasetrum sunnanlands í fullar fjórar aldir og ef til vill lengur. En hafi þar stórbændur setið lengst af, mætti ætla, að þar hafi og kirkja verið lengst af, því að auk þess, sem hverjum, er vildi, var heimilt að gera kirkju á býli sínu, ef landeigandi legði fje til, „svo að biskup vildi vígja fyrir þeim sökum“, eins var það mörgum stórbónda nokkuð metnaðarmál að hafa kirkju reista á óðalsjörð sinni. Jafnsnemma og vjer vitum um kirkju á Strönd, er, eins og vikið var að, um aðra kirkju talað þar í Vognum, sem sje að Nesi. Hvor þeirra hefir talist höluðkirkja þar í sveit, vituni vjer ekki. En bent gæti það á Neskirkju sem höfuðkirkju, að Erlendur sterki fær leg í Nesi, en ekki á Strönd, þótt vitanlega hafi einhverjar aðrar orsakir getað verið því valdandi. En því meiri sem vegur Strandar varð, því eðlilegra varð og, að Strandarkirkja yrði höfuðkirkja bygðarinnar, enda er hún það lengstan tímann, sem vér þekkjum til.
En á síðari hluta 17. aldar tók Strandarland að eyðast af sandfoki og þar kom um síðir, að þessi gamla vildisjörð og höfðingjasetur lagðist algerlega í eyði. Og svo hefir verið um þessa jörð síðan. En þótt alt annað færi í svartan sandinn, fjekk kirkjan að standa þar áfram og með henni hefir nafn þessa forna stórbýlis varðveist frá gleymsku.
Elsta lýsing Strandarkirkju, sem til er, er frá dögum Odds biskups Einarssonar. Þar er kirkjunni lýst á þessa leið: „Kirkjan nýsmíðuð; fimm bitar á lofti að auk stofnbitanna, kórinn alþiljaður, lasinn prjedikunarstóll; óþiljuð undir bitana, bæði í kórnum og framkirkjunni, einnig fyrir altarinu utan bjórþilið. Þar fyrir utan blýþak ofan yfir bjórþilið — og ofan á öllum kórnum er sagt sje blýlengja hvoru megin og eins ofan yfir mæninum, líka svo á framkirkjunni.“ Á þessari lýsingu má sjá, að kirkjan hefir verið vandað hús, en að sjálfsögðu torfkirkja eins og flestar kirkjur hjer á landi voru í þá daga.
Eftir að alt Strandarland var komið í sand, var eðlilegt að mönnum dytti í hug að flytja kirkjuna úr sandinum h
eim að prestsetrinu Vogsósum. En Selvogsmenn voru ekki á því, þótt hvað eftir annað yrði að byggja kirkjuna upp, svo illa sem fór um hana þar á svartri sandauðninni. Þó segir í vísitasíu Mag. Jóns biskups Árnasonar frá 1736, er kirkjan hafði verið endurreist fyrir einu ári, að nú sje kirkjan „betur á sig komin en hún hafi nokkurntíma áður verið,“ og svo um hana búið að utan, að „sandurinn gangi ekki inn í hana.“ En 15 árum síðar vísiterar Ólafur biskup Gíslason kirkjuna og er hvergi nærri jafnánægður með hana. „Húsið stendur hjer á eyðisandi, svo hjer er bágt að fremja guðsþjónustugerð í stormum og stórviðrum, er því mikið nauðsynlegt, hún sje flutt í annan hentugri stað.“ Og haustið 1751 skipar biskup, með samþykki Pingels amtmanns, að kirkjan sje rifin og endurreist á Vogsósum, enda hafði óglæsileg lýsing hennar borist amtmanni í umkvörtunarbrjefi frá sóknarprestinum sjera Einari Jónssyni.
Segir þar m. a. á þessa leið: „Hver sandur, sem í stórviðrum fýkur að kirkjunni af illum áttum engu minna foreyðir og fordjarfar bik, kirkjunnar, viði og veggi en vatnságangur, því það fer dagvaxandi, sjerdeilis á vetrartíma í snjófjúkum, að sandfannirnar leggjast upp á veggina því nær miðja. — Eins fordjarfar sandurinn læsing, saura og hurðarjárn kirkjunnar, svo það er stórþungi hennar utensilía og ornaraenta að ábyrgjast og hirðing að veita á eyðiplássi. Til með er skaðvænleg þætta, helst á vetrartíma, í þessari kirkju að forrjetta kennannlegt embætti, einkanlega það háverðuga sacramentum (sem ekki má undan fellast), þá stórviðri upp á falla meðan það er framflutt. Fólkið teppist þá í kirkjunni ásamt prestinum, sem ekki kann við halda þar hesti sínum skýlislausum nær svo fellur, hvar fyrir, þá veðurlegt er á sunnu- eða helgidagsmorgni, ei vogar alt fólk til kirkjunnar að fara, helst heilsulint og gamalt fólk, ekki heldur ungdómurinn, sem uppfræðast skal í eatechisationinni og öðrum guðsorða lærdómi.“
En ekkert varð úr kirkjuflutningnum. þeim mönnum, sem þar höfðu helst haft forgöngu, varð það atferli þá líka meira en dýrt spaug, því að „áður en sá frestur væri útrunninn er kirkjan skyldi flutt vera“ hafði Pingel amtmaður hröklast úr embætti, Ólafur biskup og Illugi prófastur í Hruna orðið dauðanuni að herfangi og Einar Vogsósaprestur flosnað upp! Þótti mönnum sem þeim hefði komið greipileg hefnd fyrir afskifti sín af því flutningsmáli. Enda stóð kirkjan áfram á sama staðnum. Og heldur en að eiga það á hættu, að valdamenn kirkjunnar þröngvuðu sóknarmönnum til að flytja húsið, ljetu þeir um langt skeið ósint öllum skipunum frá hærri stöðum um að endurbyggja húsið, þótt hrörlegt væri orðið og lítt við unandi, en reyndu í þess stað að ditta að húsinu eftir þörfum. Fjekk það því að hanga uppi full 113 ár, eða þangað til 1848, er alt tal um flutning var löngu þagnað.
Hið síðasta, sem vjer vitum gjört hafa verið til þess að fá kirkjuna flutta, það gjörði sjera Jón Vestmann. Er að því vikið í vísum hans, sem áður eru nefndar: „Hann mig hafa vildi heim að Vogsósum og byggja í betra gildi, en bráðum mótsögnum hlaut hann mæta af hjátrúnni, meinar hún standi megn óheill af mínum flutningi.“ Flutningurinn fórst þá líka fyrir. Varð prestur að láta sjer nægja að „setja kirkjuna í sæmilegra stand en fyr“ og síðan hefir því, svo kunnugt sje, alls ekki verið hreyft, að kirkjan væri flutt burt úr sandinum.
Árið 1848 var gamla torfkirkjan (frá 1735) loks rifin til grunna af sjera Þorsteini Jónssyni frá Reykjahlíð (síðast presti að Þóroddsstöðum í Kinn) er fullgerð; þar nýja kirkju ..úr tómu timbri“ og stóð sú kirkja til 1887. Mynd af þessari Strandarkirkju gefur að líta á póstkorti, sem Ísafoldar-bókaverslun hefir fyrir skemstu prenta látið.. En sú kirkja sem nú er á Strönd, mun myndarlegri. Ljet sjera Eggert Sigfússon, er varð síðastur prestur í Selvogsþingum, reisa hana 1887 og er það mynd af henni, eins og hún er nú, sem birtist hjer í blaðinu. Þá kirkju smíðaði Sigurður Árnason trjesmiður hjer í Reykjavík, en ættaður úr Selvogi.
Hve snemma tekið hefir verið að heita á Strandarkirkju, vita menn nú ekki. Áheit á kirkjur var mjög algeng í kaþólskum sið hjer á landi sem annarstaðar. En þegar í Vilkins-máldaga er beint tekið fram um þessa kirkju, að henni gefist „heitfiskar“ og það tilfært sera tekjugrein, mætti sennilega af því ráða, að meiri brögð hafi verið að heitagjöfum til hennar en annara kirkna.
Hvort siðaskiftin kunna að hafa haft nokkur áhrif á trúnað manna á Strandarkirkju, um það verður ekkert sagt. Heimildir allar þegja um það. En ekkert er því til fyrirstöðu, að sá trúnaður alþýðu hjeldist áfram, ekki síður en margt annað, sem frá katólsku var runnið, þótt ekki hefði hátt um sig. Og áreiðanlega gerir sjera Jón gamli Vestmann ráð fyrir því í Strandarkirkju-vísunum, að áheitin sjeu ekki síður frá eldri tíð en yngri. Sjerstaklega álítur hann, að öllum þeim forsvarsmönnum kirkjunnar, sem bygðu hana eða bættu, hafi fyrir það borist „—. höpp og bjargir bú sem styrktu“ mest“ og lifað við hagsæld upp frá því, meðan þar dvöldust. Sjerstaklega þakkar presturinn mikla hagsæld Bjarna riddara Sívertsens (sem var upprunninn í Selvogi) því örlæti hans við kirkjuna, að hann 1778 gaf henni skriftastól.
Víst má telja, að meðfram liggi leifar hins forna trúnaðar á kirkjuna tit grundvallar samúð sóknarmanna með kirkjunni, er þeir máttu ekki hugsa til þess að hún væri flutt burt úr sandinum við sjóinn. En til þess voru og þær raunhæfar ástæður, að þar hafði kirkjan staðið um aldaraðir, og af sjó að líta, var kirkjan þar á sandinum róðrarmönnum besta sjómerki, þegar leituðu lendingar. — Hins vegar kynnu líka tilraunir kirkjuvaldsins til að fá kirkjuhúsið flutt í óþökk sóknarmanna, hafa orðið til að auka og efla samúð þeirra með þessu gamla guðshúsi, er auk þess sem svo margar gamlar endurminningar voru tengdar við kirkjuna, stóð þarna svo sem minnisvarði fornrar frægðar höfuðbólsins og höfðingjasetursins á Strönd, en var nú orðin eins og einstæðingur þar á sandinum, eftir að alt annað, sem þar hafði áður verið, var horfið burtu.
En með vaxandi samúð almennings með þessari kirkju sinni má gera ráð fyrir, að lifnað hafi aftur yfir gömlum trúnaði á hana, og sú sannfæring náð enn meiri festu með alþýðu manna að það, sem vel væri til kirkjunnar gert, yrði þeim til hagsældar og hamingju, sem gerði, af því að það væri gert til hans þakka, sem húsið var helgað. — Sá, er þetta ritar, lítur svo á, að með þessu sje gefin nægileg skýring þess, hversu trúnaðurinn á Strandarkirkju hefir haldist með alþýðu fram á vora háupplýstu daga. Mun engin ástæða til að setja það í nokkurt samband við trúnað manna á kyngikraft sjera Eiríks „fróða“ á Vogsósum Magnússonar, sem var Selvogsþingaprestur 1677—1716 eða full 39 ár, þrátt fyrir allar þær sagnir, sem mynduðust um hann, enda er eftirtektarvert, að ekki er nein þjóðsaga kunn um sjera Eirík, þar sem Strandarkirkju sje að nokkru beint getið. Og sennilega hefir sjera Jóni Vestmann ekki verið neitt kunnugt um samband þar á milli; því að naumast hefði hann látið þess ógetið í vísum sínum, ef á hans vitorði hefði verið, svo víða sem hann kemur við; en sjera Jón var prestur þar eystra í 32 ár.
Sjera Jón Vestmann var uppgjafaprestur í Kjalarnesþingabrauði er faðir minn sál. byrjaði þar prestskap 1855. Hafði sjera Jón setið að Móum, sem var ljensjörð prestsins í þingunum. Vildi faðir minn ekki hrekja hann burtu þaðan hálfníræðan og fjekk sjer því verustað á Hofi og dvaldist þar árin, sem hann var á Kjalarnesinu. Oft heyrði jeg föður minn sál. minnast á þessi gömlu prestshjón. Þótti honum þau ærið forn í framgöngu og háttum. En sjera Jón kunni frá mörgu að segja og þótt föður mínum því gaman og spjalla við hinn aldraða klerk, enda mun hann sjaldan hafa átt þar leið um svo að hann ekki skrippi af baki til að heilsa upp á gamla manninn. Sjera Jón dó 1859, en þá var faðir minn kominn að Görðum.
Átrúnaður manna á Strandarkirkju, er á allra vitorði, sem blöðin lesa, enda hafa verið svo mikil brögð að áheitunum á kirkju þessa hin síðari árin, að auðtrygni manna í sambandi við hana hefir aldrei komist á hærra stig. Kirkja þessi er nú orðin ríkust allra kirkna á þessu landi, á tugi þúsunda á vöxtum og er sjálf hið stæðilegasta hús, er getur enst lengi enn. Er því síst um gustukagjafir að ræða, þar sem áheitin eru. En svo er auðtrygnin rík, að kirkjunni berast áheit frá mönnum, sem ekki hafa hugmynd um hvar í landinu kirkja þessi er. Hingað hafa einatt borist áheit í brjefum, sem fyrst hafa farið — norður á Strandir, af því hlutaðeigandi áleit kirkju þessa vera þar nyrðra!
Þeim sem þetta ritar, er það síst á móti skapi, að gefið sje til guðsþakka og að einnig kirkjur hjer á landi njóti góðs af því örlæti manna. En þegar menn hugsa til þess, að annarsvegar á hjer í hlut ríkasta kirkja landsins, en hinsvegar eru hjer starfandi ýms nytsemdar fjelög og þarfan stofnanir, sem vegna fjárskorts eiga örðugt uppdráttar, þá er ekki að furða þótt þeim fyndist tími til þess kominn, að menn hættu að færa fórnir á altari auðtrygninnar með Strandarkirkju-áheitum sínum, en ljetu heldur örlæti sitt í tje stofnunum, sem áreiðanlega eru gjafaþurfar og starfa fyrir góð málefni í almennings þarfir og alþjóð til heilla. Það má vera auðtrygni á mjög háu stigi, sem álítur, að minni blessun fylgi því að lofa gjöfum til Stúdentagarðsins eða Elliheimilisins eða Sjómannastofunnar eða Sumargjafarinnar, svo að jeg nefni aðeins nokkur fyrirtæki frá allra síðustu árum, en að láta þær renna sem áheit til Strandarkirkju, sem alls ekki er neinn gjafaþurfi.“
Heimild:
Lesbók Morgunblaðsins 17. janúar 1926, bls. 1-4.