Tag Archive for: Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson

Í Fálkanum 1930 er rit er tileinkað var Alþingishátíðinni það ár. Í því er m.a. „Ávarp“ tileinkað Jóni Sigurðssyni:

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson – ávarpið í Fálkanum 1930. Jón fæddist 17. júní 1811. Hann lést á
heimili sínu í Kaupmannahöfn 7. desember 1879. 

„Þegar Íslendingar halda hátíðlega þúsund ára minningu elsta löggjafarþings heimsins, Alþingis, hlýtur hugurinn að hvarfla til liðinna tíma. Saga Alþingis er saga þjóðarinnar. Á Þingvelli var miðdepill þjóðlífsins og í gerðum Alþingis, góðum og vondum, endurspeglaðist ástand þjóðarinnar á hverjum tíma.
Mönnum er tamast að minnast hins fyrsta frœgðarskeiðs Alþingis, á söguöldinni. Þaðan eru glæslar minningar i hugum núlímamanna; þær minningar, sem sagan hefir varðveitt um liðnar aldir.
Menn tala síður um það tímabil, sem þá tók við — eftir að æðsta valdið var komið í hendur erlendum konungum. Og menn tala enn síður um hnignun Alþingis eftir að einveldi komst á, og þó allra síst um nótt Alþingis, fyrstu fjóra áratugi síðustu aldar, þegar „Alþing var horfið á braut“.
Af öllu því, sem vert er að minnast á þúsund ára hátíð Alþingis, er fyrst og fremst að minnasl þeirra manna, sem vjer eigum það að þakka, að við getum haldið þessa hátíð. Mannanna, sem endurvöklu Alþingi og mannanna, sem börðust fyrir því, að Alþingi Íslendinga yrði meira en nafn eða endurminning.

Jón Sigurðsson

Um aldamótin 1800 virðast sumir ráðandi Íslendingar vera því fegnir, að Alþingi skuli vera liðið undir lok í þeirri mynd er það síðast var þá, og orðið að dómstóli í Reykjavík. En sá skilningur ráðandi manna varð ekki nema stundarfyrirbrigði og hjá allri alþýðu manna mun, þrátt fyrir almenna örbyrgð og vesaldóm, Alþingi hafa lifað í meðvitundinni eins og áður. Benda til þessa líkur af því, sem fljótt skeði. Tæpum þrjátíu árum síðar koma Fjölnismenn til sögunnar og þeim tekst að sannfæra þjóðina um, að Alþingi verði að endurreisast. Jónas Hallgrímsson yrkir ljóðin, sem enn eru vinsælust allra, á tungu þjóðarinnar og Tómas Sæmundsson eggjar menn lögeggjan til þess að fá þá til að þora að hugsa.
Ingibjörg EinarsdóttirOg svo kemur Jón Sigurðsson, stjórnmálamaðurinn og sáir í þann akur, sem skáldið og hugsjónamennirnir höfðu plægt. Sá akur varð seinsprottinn — en hann spratt. Hinni óþreytandi elju Jóns Sigurðssonar eigum við komandi hátíðisdaga mest að þakka og hans minning verður að halda hæst á lofti á hinni miklu þjóðhátíð.
En lika minningu þeirra, sem hjeldu áfram verki hans fram á þennan dag, bæði lifandi manna og liðinna. Benedikts Sveinssonar, Hannesar Hafstein, Björns Jónssonar, Jóns Magnsonar, Bjarna frá Vogi og margra fleiri. Liðin saga Alþingis segir þjóðinni þann sannleika mestan, að ófriður í landi hefir jafnan verið fyrirboði hnignunar, en sameining til stórræða undanfari blómgunar i þjóðlífinu.

Reykjavík 1930

Oft hefir róstusamt verið í stjórnmálalífi þjóðarinnar og svo er nú. Alþingishátíðin ætti að gefa ráðandi mönnum þjóðarinnar tilefni til þess að minnast reynslunnar, og strengja þess heit, að berjast með göfugmensku og fyrir heill alþjóðar, svo að komandi áratugir bæru þess menjar, að íslensk þjóð gæti lært af regnslu.
Ef Alþingishátíðin gæti orðið friðarhátíð mundi þjóðin búa að því tugi ára eða jafnvel aldir. Ef allir Íslendingar koma á Alþingishátíðina með þann þögla eið í minni, að þeir skuli jafnan láta hag fósturjarðarinnar sitja fyrir sínum hag og sinna vina, að þeir skuli jafnan reka erindi sín í sama anda og þeir menn á liðnum öldum, er þjóðin telur nú bestu mennina og að þeir skuli umfram alt elska sannleikann.

Alþingishátíðin 1930

Alþingishátíðin 1930.

Öll við, sem nú lifum, höfum þá von um framtíð Íslands, að niðjar okkar halda síðar meir hátíðlegt 2000 ára afmæli elstu þingsins í heimi. — Árið 2.930.
—Það er á valdi okkar, sem lifum fyrir og eftir afmælið, sem nú fer í hönd, hvort minningarnar frá fyrri hluta 20. aldar verða jafndýmætar eftir þúsund ár, og okkur eru minningarnar frá því fyrir þúsund árum.
Þegar við komum á Þingvöll í lok næstu viku, verður flestum okkar reikað um þær hellur hraunbreiðunnar, sem talinn er sögulegasti staður Íslands, og heitir Lögberg. Þá ættu allir að minnast þeirra viðburða, sem eru að skapast. Því þeir verða lengsti kaflinn í sögu Alþingis 2.930.
Gleðilega hátíð!“

Heimild:
-Fálkinn, 25.26. tbl. Alþingishátíðin 21.06.12930 – Ávarp; Jón Sigurðsson, bls. 5.

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson og Þjóðfundurinn 1851.