Tag Archive for: Kálfadalir

Tunglið, tunglið taktu mig

FERLIRsfélagar héldu fótagangandi frá Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík yfir að Víti í Kálfadölum.

Ásgeir Long

Ásgeir Long.

Ásgeir Long og Valgarð Runólfsson gerðu stuttmyndina „Tunglið, tunglið taktu mig“ árið 1954. Kvikmyndin var að hluta til tekin í bátasmiðjunni Dröfn í Hafnarfirði og útiatriðin vestan við framangreint Víti austan Stóra-Nýjabæjar. Víti er hraunfoss í austanverðum syðri Kálfadölum er rann skömmu fyrir landnám úr eldgosahrinu í sunnanverðum Brennisteinsfjöllum – ofan Geitahlíðar.
Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir svæðið segir: „Norður af Geitahlíð, sem fyrrnefnd er, tekur við háslétta, sem er víðast eldbrunnin. Vestur af hálendisbrúninni norðan Geitahlíðar fellur hraunfoss, sem allur er vaxinn þykkum grámosa. Foss þessi heitir Víti. Norður af Geitahlíð og Víti eru Kálfadalahlíðar, og vestan þeirra eru dalir eða lægðir, nokkuð djúpar, og heita Kálfadalir. Inn af þeim er svo Kálfadalahnúkur. Hér norðar á hásléttunni er Vörðufellið, sem fyrr var getið, og austan þess heita Sandfjöll. Hér uppi er hásléttan áfram hallandi til vesturs eða suðvesturs. Er hún frekar mishæðalítil, en öll eldbrunnin, með hrauntröðum og formfögrum gígum.

Víti

Myndatökustaðurinn vestan Vítis.

Efst, þar sem er markalínan móti Herdísarvík, eru svonefnd Brennisteinsfjöll. Hækka þau til norðurs. Heldur sunnar en háaustur frá norðurenda Kleifarvatns er uppi á há Brennisteinsfjöllum svonefnt Kistufell. Þar norður af eru svo Draugahlíðar, sem munu vera í Herdísarvíkurlandi, enda hallar þeim mót austri, og er þá skammt eftir í Kóngsfell.“

Víti

Myndatökustaðurinn vestan Vítis.

Fátt er um örnefni á svæðinu. Þó er getið um Austurengjafellið milli syðri Kálfadala og Austurengjahvers (Stórahvers), en nafns hinnar feikimiklu hraunbreiðu ofan Geitahlíðar er hvergi getið. Þar eru nokkrir formfagrir gígar og nokkur samliggjandi hraun er benda til þess að gosið hafi þar nokkrum sinnum í mismunandi goshrinum, líkt og nú gerist í og við Fagradalsfjall. Hraunfossinn Víti er afurð eins þessa. Hraunstraumurinn fyllti að hluta til Kálfadalina, bæði til suðurs og norðurs, líkt og sjá má á meðfylgjandi loftmynd neðst. Á jarðfræðikortum ÍSOR er hraunið nefnt Kálfadalshraun og aldur þess sagður 1100-4000 ára.

Víti

Víti.

Stórbrotið er að standa andspænis hraunfossinum og ímynda sér þær miklu náttúruhamfarir þá er þar urðu.
Vestan við syðri Kálfadali eru miklar móbergsmyndanir í bland við hraungos undir jökli fyrir meira en ellefu þúsund árum. Landslagið þar mynnir á yfirborð Tunglsins. Það var því ekki að ástæðulausu sem Ásgeir Long og félagar hafi ákveðið að gera það að sviðsmynd stuttmyndarinnar „Tunglið, tunglið taktu mig„. Lengi vel má sjá leifar „kóngulóarvefs“ leikmyndarinnar í móbergsmyndunum.

TungliðÍ Tímanum 16. ágúst 1961 segir m.a. um kvikmynd þeirra Ásgeirs og Valgarðs: „Tunglið, tunglið taktu mig segir frá ferð lítils drengs með eldflaug til tunglsins og ævintýrum hans þar. Leikur Jón Guðjónsson drenginn. Kvikmyndin er að mestu tekin við Víti við Kleifarvatn, en þar er ákaflega tunglslegt landslag. Leikstjórinn að báðum þessum kvikmyndum var Jónas Jónasson útvarpsþulur.“

Tunglið

Úr stuttmyndinni; karlinn í Tunglinu.

Í bæjarblaðinu Hamri 1955 er fjallað um stuttmyndina undir fyrirsögninni „Íslenzk barnakvikmynd“: „Ásgeir Long sýndi barnaskólabörnum og fleirum tvær kvikmyndir, sem hann hefur tekið. Er önnur þeirra „Dagur við ána“, laxveiðimynd, tekin við Haukadalsá í Dölum og er hún mjög vel tekin. Er þar fjölbreytilegt og fagurt landslag en myndin er í litum og eru þeir mjög fagrir. Um 15 mínútur tekur að sýna myndina.

Tunglið

Úr kvikmyndinni.

Hin myndin er barnakvikmynd, og heitir „Tunglið, tunglið taktu mig“ og eru þeir Ásgeir Long og Valgarð Runólfsson höfundar hennar, en Ásgeir tók myndina. Tekur um 20 mínútur að sýna hana. Þetta er fyrsta barnamyndin, sem þeir framleiða og er hún því gerð í tilraunaskyni, en ætlun þeirra félaga er að framleiða íslenzkar barnamyndir og nota m. a. efni úr þjóðsögunum.
Myndin segir frá Nonna litla, sem í draumi fer í geymfari til tunglsins og lendir hann í hinum mestu mannraunum bæði á leiðinni og svo eftir að hann kom til tunglsins. Hitti hann þar karlinn í tunglinu og bjargaði honum úr lífsháska, en komst svo í hann krappan sjálfur, því þar átti einnig hin mesta ófreskja heimkynni sín.

Tunglið

Úr kvikmyndinni.

Leikendur í myndinni eru: Nonni litli leikinn af Jóni Guðjónssyni, pabbi og mamma leikin af Valgarð Runólfssyni og Guðrúnu Helgadóttur, karlinn í tunglinu leikinn af Ólafi Friðjónssyni og ófreskjan leikin af Jóni Má Þorvaldssyni. Hefur myndin heppnast vel og hafa bæði börnin og fullorðnir haft mikla ánægju af að sjá hana. Þeir Ásgeir og Valgarð eru langt komnir með aðra barnamynd og er við gerð hennar stuðst við þjóðsöguna um Gilitrutt. Mun taka um 1 klst og 20 mínútur að sýna hana.
Hér er um merkilegt starf að ræða í því að framleiða íslenzkar barnakvikmyndir og er vonandi, að þeim Ásgeiri og Valgarð takist að ná því marki að geta framleitt góðar og skemmtilegar barnamyndir.!

Tunglið

Úr kvikmyndinni.

Í ritinu „Unga Ísland“ árið 1954, undir fyrirsögninni „Ný íslensk barnakvikmynd- Tunglið, tunglið taktu mig“, segir: „Bráðum verður farið að sýna nýja íslenzka kvikmynd fyrir börn, sem heitir „Tunglið, tunglið taktu mig.“ En framleiðendur myndarinnar þeir Ásgeir Long vélstjóri í Hafnarfirði og Valgarð Runólfsson kennari í Reykjavík. Myndin fjallar um lítinn dreng, sem kallaður er Nonni.

Tunglið

Úr kvikmyndinni.

Á gamlárskvöld horfir hann á eftir flugeldi, sem skotið er upp í loftið. En Nonni litli á sjálfur dálítið geimfar, sem hann leikur sér oft að; og nú sjáum við inn í hugarheim drengsins, — fljúgum með honum út í endalausan geiminn í litlu eldflauginni hans og stefnum á tunglið. Á leiðinni lendir hann í ýmsum erfiðleikum, en kemst að lokum til tunglsins og hittir þar fyrir óvænta íbúa. En ekki meira um efnið að sinni.

Víti

Tökustaðurinn.

Talsverðum erfiðleikum var bundið að gera þessa mynd, og lengi var aðalvandinn að finna hentugt húsnæði. En úr því rættist sem öðru. Skipasmíðastöðin Dröfn í Hafnarfirði lánaði stóran sal endurgjaldslaust í þrjá mánuði undir kvikmyndatökuna. Flugfélag Íslands lánaði ýmislegt er þurfti við smíði flugskipsins, og ennfremur lánuðu Randíóverkstæði Landssímans og Flugskólinn Þytur ýmsa nauðsynlega hluti. Engu starfsfólki var hægt að greiða kaup, og urðu allir, sem hönd lögðu að verkinu, að vera sjálfboðaliðar og áhugafólk.

Víti

Kvikmyndastaðurinn.

Auk Valgarðs og Ásgeirs unnu við myndina þeir Axel Sölvason rafvélavirki, Reykjavík, er sá um ljós og annan rafmagnsútbúnað, Sigurður Haraldsson, Reykjavík, er gerði flug geimfarsins kleift, og Þórður Bjarnar útvarpsvirki, Reykjavík, er tók allar ljósmyndir og vann við ýms tækniatriði. — Einn mann skorti þó tilfinnanlega, en það var leikstjóri. Ber myndin þess að sjálfsögðu merki og hefði vafalaust getað orðið betri, ef hans hefði notið við.
Leikendur eru: Jón Guðjónsson (10 ára), sem leikur Nonna og því aðalhlutverkið; Guðrún Helgadóttir leikur mömmuna og Valgarð Runólfsson pabbann. Auk þess leika þeir Ólafur Friðriksson og Jón Már Þorvaldsson persónur, sem bezt er að vita sem minnst um fyrirfram.

Víti

Víti.

Byrjað er á töku annarrar myndar, sem sótt er í íslenzkar þjóðsögur. Verður Jónas Jónasson útvarpsþulur leikstjóri hennar, en Ásgeir Long sér um kvikmynda- og tónupptökuna o. fl. Ljósameistari verður Axel Sölvason, og Valgarð Runólfsson semur kvikmyndahandritið og leikur eitt aðalhlutverkið.
Erfitt er að spá nokkru um framtíð þessa unga fyrirtækis að svo stöddu, en ef aðstandendur þess vinna áfram af sama áhuga og hingað til, er ekki útilokað að þeir geti með tímanum boðið íslenzkum bömum upp á kvikmyndir, sem þau skilja og sem hafa meiri fræðandi og þroskandi áhrif á þau en mikið af þeim erlendu barnamyndum, sem nú tíðkast í kvikmyndahúsum okkar.“
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir:
-Krýsuvík, örnefnalýsing; Aro Gíslason.
-Tíminn, miðvikudagur 16. ágúst 1961, bls. 16.
-Hamar IX. árg. 9. maí 1955, bls. 3.
-Unga Ísland, 4. tbl. 01.12.1954, Ný íslensk barnakvikmynd, bls. 8-9.
https://www.youtube.com/watch?app=desktop&v=DtYmcBHjRck

Víti

Víti – loftmynd.

Kálfadalir

Gengið var frá Stóra-Nýjabæ yfir í Kálfadali, upp Víti og inn að eldborgunum norðan Æsubúða. Kíkt var  eftir hugsanlegum hellisopum á leiðinni. Þaðan var haldið til suðurs að Æsubúðum og um Hvítskeggshvamm niður að Deildarhálsi ofan við Stóru-Eldborg. Gamla þjóðleiðin til Krýsuvíkur var síðan rakin að upphafsstað.
Víti framundanÍ dag er venjulega talað um að landamerki Árnessýslu og Gullbringusýslu hafi legið úr Seljabót um Sýslustein í Kóngsfell. Í öðrum heimildum er getið um að landamerki Árnessýslu og Gullbringusýslu hafi legið um Hvítskeggshvamm. Undir honum hittust, a.m.k. samkvæmt þjóðsögunni, þær Herdís og Krýsa á sínum tíma til að skera úr um landamerki bæja þeirra. Afleiðinguna má sjá á dysjum þeirra kerlinga skammt austar, í Kerlingadal (Kerlingahvammi).
Í dómi Hæstaréttar 1996/2849 segir að „takmörk Ölfushrepps í vestri eru í sjó við Seljarótarnef, þaðan í Sýslustein undir Geitahlíð, þaðan eftir þinglýstri landamerkjalínu í Litla Kóngsfell.“ Hér er rétt að taka eftir heitinu „Litla-Kóngsfell“.
Þegar lagt var af stað frá Stóra-Nýjabæ áleiðis í Kálfadali var ljóst að fá örnefni hafa varðveist á því svæði þrátt fyrir fjölmörg sérkenni og kennileiti. Utan Vegghamra, hamrastandar sem blasa við vestan Geitafells, eru Kálfadalir er liggja upp frá Vegghömrum til norðurs, allt að Gullbringu austan Kleifarvatns, einu örnefnin. Víti er þó í syðri Kálfadal, en svo er nefndur mikill hraunfoss er runnið hefur og storknað í austanverðum Kálfadalahlíðum.
VítiBer og sandorpin hæðardrög liggja þarna samátta öðrum sprungureinamyndunum Reykjanesskagans. Móbergshryggirnir eru táknrænir fyrir eldri bergmyndanir, en millum þeirra má sjá yngri hraungígamyndanir. Litadýrðin er fáu lík; ljósbrún móberg, rauðleitt gjall, grágrýti og berg og öskumyndanir með skörpum skilum. Ofan á þessu trjóna litlar grágrýtisborgir er skotið hafa kolli sínum upp úr íshellu síðasta ísaldarskeiðs. Á kafla er landslagið líkt og ímynda mætti sér að það væri á Tunglinu, enda komu verðandi og einu tunglfarar Bandaríkjamanna á þetta svæði til æfinga áður en haldið var út í geiminn.
Á þessu svæði var einnig tekin fyrsta leikna íslenska stuttmyndin árið 1954, en hluti hennar átti einmitt að gerðast á Tunglinu. Móbergshellar í formynduðum veggjum gefa hugmyndarfluginu lausan taum á stað sem þessum.

Sunnanverð Brennisteinsfjöll

Eitt kennileiti á þessu svæði er hár og breiður grágrýtisstandur; Borgin. Aðrar smærri eru í nágrenni hennar; Smáborgir.  Ein þeirra er tákngervingur jarðskjálfta. Fyrir skömmu stóð þar fallegur grágrýtisstandur, lítill, en eftir jarðskjálftana miklu 17. júní 2000 breyttist hann á örskömmri stundu í óformaða skriðu. Þannig er „standurinn“ nú. Minnir það á sögu þá er Jón Guðmundsson frá Ísólfsskála sagði eitt sinn er hann og félagar hans úr Grindavík voru að reka fé að Vigdísarvallaréttinni. Þetta var um miðjan fjórða áratug síðustu aldar. Skyndilega reið yfir svo mikill jarðskjálfti að réttarveggirnir hrundu og flöttust hreinlega út. Féð þusti í allar átti svo ekki var annað að gera en að halda heim á leið. Þórkötlungar höfðu þá forgöngu um að byggja nýja rétt í Borgarhrauni (1935), sem enn stendur. Réttin við Vigdísarvelli var lagfærð, en ekki notuð aftur í sama mæli og var. Af þessu tilefni vildi Jón undirstrika að Vigdísarvallaréttin er nú þar sem var bærinn Bali, en Vigdísarvallabærinn sjálfur hafi staðið austar á túninu, líkt og sjá má. Afi Jón bjó á Vigdísarvöllum til síðari hluta aldarinnar, en fluttist þá að Ísólfsskála.

Brennisteinsfjöll sunnanverð - Eldborg efst

Á vesturbrún Kálfadala má sjá hvar fyrrnefndur hraunfoss hefur steypst niður austurhlíðina og síðan runnið til beggja átta í dalnum. Hraunfóðrið entist ekki til að fylla dalina og því er það þarna sem nokkurs konar sýnishorn af því sem verða vildi.
Haldið var yfir hrauntunguna í suðurdalnum eftir fjölfarinni fjárgötu og síðan upp (austur) með henni. Hraunkantinum var fylgt að Geitahlíð norðanverðri. A.m.k. tvö greni voru á leiðinni, auk ops og rásar, sem ókönnuð er. Tekin voru hnit af opinu. Rásin er í sléttu og eldra helluhrauni undir hinu úfna apalhrauni er myndað hefur Víti. Upptök þess áttu eftir að koma í ljós.
Þegar upp á hábrún hraunsins var komið, þar sem hraunið hafði runnið hæst upp að hlíð Geitafells, var haldið eftir fjárgötu austur yfir það og síðan vent til suðurs, áleiðis upp á fellið. Þegar upp var komið blasti dýrðin við.
GeitafellsgigurinnBrennisteinsfjöll eru í einum af fjórum megin eldstöðvakerfum á Reykjanesi og er það kennt við fjöllin. Nær það allt frá Krýsuvíkurbjargi í suðvestri og inn á Mosfellsheiðina í norðaustri. Virknimiðjan í kerfinu er hins vegar í kringum Brennisteinsfjöllin og að Bláfjöllunum, en hvað mest eldvirkni hefur verið í Brennisteinsfjöllunum sjálfum. Eldborg undir Geitahlíð og Eldborgir í Leitarhrauni marka syðri og nyrðri mörk eldstöðva í kerfinu. Síðast er vitað til þess að gosið hafi í Brennisteinsfjöllum laust eftir landnám.
Jón Ólafsson úr Grunnavík taldi að nafnið Gullbringa nærri Geitahlíð væri frá Dönum komið sem hafi talið það fallegt og viðeigandi þar sem staðurinn lá nærri sýslumörkum við Árnessýslu. (Kristian Kålund: Íslenzkir sögustaðir ÆsubúðirI:51). Álitið er að staðurinn hafi fyrrum verið blómlegri en síðar hefur orðið vegna uppblásturs.
Æsubúðir er grágrýtisdyngja í 386 m.y.s. Gígurinn er austan háhæðarinnar. Frá Æsubúðum er stórbrotið útsýni til norðausturs að sunnanverðum Brennisteinsfjöllum þar sem Eldborgin trjónir efst á gígaröðinni, til austurs yfir ofanvert Herdísarvíkurfjall þar sem hrauntaumarnir ofanverðir leika aðalhlutverkið, til Vestmannaeyja í suðvestri, yfir Klofninganna í suðri og Grindavík, Reykjanes og Eldey í vestri. Hálsarnir í norðvesti liggja þarna flatir sem og höfuðborgin í gegnum Vatnsskað (hið gamla) í norðri. Neðanverðir eru Kálfadalirnir með hraunbreiðunum fyrrnefndu.
Gengið var skáhallt niður af Æsubúðum að ofanverðum Hvítskeggshvammi. Frá honum sést vel yfir Elborgarhraunin. Elborgirnar, Litla- og Stóra-Eldborg, eru friðlýstar. „Samkvæmt heimild í 22. gr laga nr. 47/1971, um náttúruvernd, hafa [Umhverfisstofnunar] og náttúruverndarnefnd Grindavíkur ákveðið að friðlýsa sem náttúruvætti Stóru – Eldborg og Litlu – Eldborg undir Geitahlíð, Grindavík, ásamt næsta nágrenni.
Mörk hins friðlýsta svæðis eru eftirfarandi:
HvítskeggshvammurAð norðan fylgja þau mörkum hrauns og hlíðar, 200 m austur fyrir nyrstu gíga í gígaröð Litlu – Eldborgar. Þaðan hugsast bein lína í austurhorn hrauntraðar frá Litlu – Eldborg um 225 m sunnan borgarinnar. Síðan bein lína í vestnorðvestur að þjóðvegi, eftir honum að vesturjaðri hraunsins frá Stóru – Eldborg. Að vestan fylgja mörkin hraunjaðrinum.
Eftirfarandi reglur gilda um svæðið:
1. Gjalltaka og mannvirkjagerð er óheimil, svo og hvers konar jarðrask, sem breytir eða veldur skemmdum á
útliti gíganna.
2. Skylt er vegfarendum að sýna varúð, svo að ekki spillist gróður eða aðrar minjar á hinu friðlýsta svæði
umhverfis eldstöðvarnar.
3. Akstur utan vega og merktra slóða er óheimill.
4. Beitarréttindi skulu haldast svo sem verið hefur.
Til undanþágu frá reglum þessum þar leyfi [Umhverfisstofnunar] og náttúruverndarnefndar Grindavíkur. Um viðurlög vegna brota á reglum þessum fer eftir ákvæðum náttúruverndarlaga.“
Stóra-EldborgGengið var niður ofanverðan Hvítskeggshvamm, allt niður á hina gömlu götu, milli Krýsuvíkur og Herdísarvíkur, um Deildarháls.
Ein þjóðsagan segir: „Krýsuvík er austastur bær í Gullbringusýslu með sjávarsíðunni, en Herdísarvík er vestastur bær í Árnessýslu. Þetta eru næstu bæir sinn hvoru megin við sýslumótin; hvort tveggja er landnámsjörð og svo að ráða sem sín konan hafi gefið hvorri nafn er þar bjuggu lengi, og hét sú Krýs er byggði Krýsuvík, en Herdís sú er setti bú í Herdísarvík.
Jarðir þessar hafa alla tíð verið taldar með beztu bólstöðum hér á landi og er það ekki að undra, því báðum fylgir útræði, fuglaberg mikið og trjáreki nógur. Á landi áttu báðar jarðirnar veiðivötn ágæt: Krýsuvík mörg í suður og austur frá bænum þar sem hann er nú, en Herdísarvík litla tjörn eina í heimatúni milli sjós og bæjar. Rétt hjá veiðivötnunum átti Krýsuvík starengi mikið og fagurt. Herdísarvík átti aftur á móti ekkert engi, en beitiland svo miklu betra fyrir sauði en Krýsuvík að nálega Útsýni frá Deildarhálsi að Trygghólumtekur aldrei fyrir haga í Herdísarvíkurhrauni; er þar bæði skjólasamt af fjallshlíð þeirri er gengur með endilangri norðurbrún hraunsins og kölluð er Geitahlíð og skógur mikill. Þótt fjarskalöng bæjarleið, hér um bil hálf þingmannaleið, sé milli þessara bæja voru þær Krýs og Herdís grannkonur og var nábúakritur megn á milli þeirra; því hvor öfundaði aðra af landgæðum þeim er hin þóttist ekki hafa, Krýs Herdísi af beitilandinu, en Herdís Krýs aftur af enginu. Svo hafði lengi gengið að hvor veitti annari þungar búsifjar; rak Krýs sauðfénað sinn í land Herdísar, en Herdís vildi aftur ná í engið, og beittust svo þessu á víxl með því landamerki virðast annaðhvort hafa verið óglögg eða engin í það mund.
Þegar þær grannkonurnar eltust meir fóru þær síður að hafa fylgi á framkvæmdum til að ásælast hvor aðra, en ekki var skap þeirra að minna eða vægara fyrir það. Bar þá svo við einhverju sinni að Herdís hafði gengið út í hraun og síðan út með Geitahlíð svo sem leið liggur út í Krýsuvík. En utarlega undir hlíðinni ganga úr henni hæðir Stóra Eldborg og gamla þjóðleiðinnokkrar fram að hrauninu og eru þær kallaðar Eldborgir. Yfir þessar hæðir liggur vegurinn. Þann sama dag er Herdís tókst þessa göngu á hendur fór og Krýs að heiman. Í suður frá Krýsuvík er slétt melgata; er hún nokkuð langur skeiðsprettur suður undir hornið á Geitahlíð, en þegar komið er fyrir það horn blasa Eldborgir við sunnar með hlíðinni og er allskammt þangað undan hlíðarhorninu.
Nú segir ekki af ferðum þeirra grannkvennanna fyrr en Krýs kemur þar á götunni sem hún liggur yfir hina nyrztu Eldborgina, þá kemur Herdís í flasið á henni að sunnan. Þegar þær hittust varð fátt af kveðjum, en því fleira af illyrðum á milli þeirra er hvor um sig þóttist eiga land það er þær stóðu á. Ekki er þess að vísu getið hvernig hvorri um sig hafi farizt orð, en svo lauk að hvor hézt við aðra vegna landadeildarinnar. Lagði þá Krýs það á Herdísi að allur ætur silungur skyldi hverfa úr veiðitjörn hennar, en verða aftur full af loðsilungi, sumir segja öfugugga. En Herdís lagði það aftur á Krýs að allur silungur í veiðivötnum hennar skyldi verða að hornsílum. Enn lagði Krýs það á Herdísarvík að þaðan skyldi týnast tvær Útsýni frá Geitafelli til norðvesturseða þrjár skipshafnir. Herdís mælti aftur það um fyrir Krýsuvík að starengið þar skyldi smásökkva á hverjum 20 árum, en koma upp á jafnlöngum tíma. Eftir þessi ummæli sprungu þær báðar þar sem þær stóðu og eru þær dysjaðar báðar til vinstri handar við götuna þegar riðið er út í Krýsuvík norðan til á Eldborginni nyrztu, og sér dysirnar þar enn; dys Krýsar er það sem nær er Krýsuvík, en Herdísar hitt sem fjær er. Meðan þær voru að mæla hvor um fyrir annari kom að þeim smalinn úr Krýsuvík, en svo brá honum við heitingar þeirra að hann féll þegar dauður niður og er hann dysjaður hægra megin við götuna þar upp undan sem þeirra dys er niður undan svo ekki skilur nema gatan ein. Dys þeirra grannkonanna eru enn kölluð Krýs og Herdís og þar með eru þau kölluð sýsluskil Gullbringusýslu og Árnessýslu, svo eru þau og talin landamerki milli Krýsuvíkur og Herdísarvíkur.“
Í annarri þjóðsögu segir: „
Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík. Það hefir verið seint á landnámstíð, því fjölbyggt hefir verið orðið syðra eftir þeirri sögn að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall.
Útsýni að KrýsuvíkurhúsunumÞað þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í skarð það sem farið er úr Grindavík upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík.
Það er naumast annað en getgáta að Krýsa og Herdís hafi verið dætur Þóris haustmyrkurs; þó hefir það verið sagt.
Krýsa bjó í Krýsuvík, en Herdís á Herdísarvík. Þær deildu um landamerki milli sín. Vildi Krýsa eiga Geitahlíð alla og væru landamerki í stóran stein er stendur í hrauninu fyrir austan hlíðarhornið. Herdís vildi eiga út á Deildarháls. Hann er nokkuð vestar en undir miðri Geitahlíð og hefir spúð eldi því í honum er gígur ekki alllítill, og úr honum hefir runnið hraun það er Klofningur heitir eða Klofningar.
Þar hittust þær og deildu þar til báðar heittust, og eru dysjar þeirra á hrygg nokkrum undir hlíðinni skammt fyrir austan hálsinn. Má geta til að Herdís hafi gengið þangað undan, því henni veitti miður þó hvorug hefði vel.
KrýsuvíkÞangað til hafði veiði mikil verið í Kleifarvatni í Krýsuvíkurlandi og tjörnin í Herdísarvík stararflóð og silungapollur í miðjunni.
Herdís mælti svo um að allur silungur í Kleifarvatni skyldi verða loðsilungur óætur.
Þá lagði Krýsa það á að tjörnin í Herdísarvík skyldi éta sig út og eyða úr sér störinni og brjóta bæinn, en allur silungur skyldi verða að hornsílum. Það skyldi og fylgja að tvær skipshafnir skyldu í henni drukkna.
Þetta gekk allt eftir. Bærinn Herdísarvík stóð áður undir Búrkletti, en tjörnin gróf undan honum grundvöllinn svo hann varð að flytja úr stað og einn vetur sem oftar var tjörnin lögð með ís, þá komu sjómenn frá skipum (þau voru tvö) og gengu tjörnina, en ísinn brast og allir drukknuðu. Og enn er varazt að ganga hana þó hún sé lögð. Svo fór um landamerkin sem Krýsa vildi og heitir nú kletturinn Sýslusteinn.
Skammt fyrir austan Kerlingar (dys Krýsu og Herdísar) eru tveir steinar sem líka hafa verið nefndir Sýslusteinar, en eru auðsjáanlega hrapaðir úr hlíðinni á seinni tímum.“Krýsuvíkurkirkja
Í enn einni þjóðsögunni segir: „
Herdís og Krýs hétu konur tvær í fyrri daga; þær bjuggu í víkum þeim í Gullbringusýslu sem við þær eru kenndar síðan, Krýs í Krýsuvík, en Herdís í Herdísarvík.
Þar er vatn eitt uppi á heiðunum sem þá var veiði í. Þóktust báðar kerlingarnar eiga veiðina í vatninu og notuðu hana hvor um sig eftir megni.
Einu sinni mættust þær á leiðinni til vatnsins í hrauninu milli víkanna; þar deildu þær út af veiðinni og heituðust og urðu loks sín að hvorum steini. Standa þar steinarnir sinn hvorumegin við götuna í hrauninu, og heitir hinn syðri Herdís en hinn nyrðri Krýs.“
Í Hvítskeggshvammi má finna
sjaldgæfari tegundir ýmssa blómplantna, t.d. fjalldalafífil. skógfjólu, geithvönn og jarðaberjalyng.
Þjóðsagan segir og að „o
far Eldborgar er Hvítskeggshvammur þar sem sagt er að skipið Hvítskeggur hafi verið bundið við festar í bjarginu.“ Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar segir: „Beint upp af Stóru-Eldborg er hvammur, sem Krýsvíkingar kalla Hvítskeggshvamm, en annarstaðar heitir Hvítserkshvammur eða jafnvel Hvítskeifuhvammur. Hvítskeggshvammur er hann nefndur í Landfr. s. Ísl II, 312, þar sem sagt er frá því, að þar hafi fundizt fleiri lækningajurtir en á nokkrum öðrum stað.“
Þegar skoðaðar eru heimildir um landamerki á þessum stað má t.a.m. sjá að í
lýsingu lögréttumannsins Hálfdanar Jónssonar á Ölfushreppi frá 1703 er að finna eftirfarandi upplýsingar um sýslumörk: „Þessi eru haldin sýslumót milli Árnessýslu og Kjalarnesþings, fyrst er Vilborgarkelda, er liggur á Mosfellsheiði, fyrir vestan Heiðarbæ. Þaðan ræður Laufdælingastígur, í vestur liggjandi eftir heiðinni, allt í nyrðri Lyklafellsenda. Síðan í þann einstaka stein, er stendur við Hellirsheiðarveginn á melnum fyrir sunnan Lyklafell, er kallast Sýslusteinn. Þaðan í það stóra bjarg, er liggur við veginn í Ólafsskarði. Síðan sjónhending í Hvítskeggshvamm, fyrir sunnan Geitahlíð, milli Herdísarvíkur og Krýsivíkur.“
Krýsuvík 1810n Vestmann, prestur í Vogsósum, lýsir takmörkum Strandarsóknar á eftirfarandi hátt árið 1840: „Takmörk Strandarkirkjusóknar í Selvogi að austanverðu er Viðarhellir við sjó, sem er suðurhafið. Þaðan upp eftir Selvogsheiði, sem er hólvaxin, breið um sig, klettalaus, með góðum högum í lágum og brekkum, en mosavaxin á hæðum. Þaðan upp í Geitafell, sem stendur upp úr aðalfjallgarðinum, er liggur einlægur strandlengis ofan frá jöklum og vestur fyrir Krýsuvík. Geitafell er hátt, ílanghnöttótt, óbrunnið, með skörpum brúnarklettum, blásið að norðan og austan, en skriðurunnið að sunnan og vestan. Þaðan eru téð takmörk upp í Heiðina háu, sem er afréttur Selvogssveitar, Þórlákshafnar og vestustu bæja í Hjallasókn. Þessi heiði er hátt, breitt, ávalt fjall, gnæfir upp úr fjallgarðinum, blásið í grjót og berg að norðan, en sunnanvert með góðum fjallhögum í lágum og brekkum, en mosabörð með standklettum, hKrýsuvík 1886álfeldbrunnum, þar á milli. Þaðan er takmark þvert vestur í Kóngsfell, sem hefur nafn af því, að fjallkóngur í Selvogi skipti þar á haustum fólki í fjárleitir. Þaðan sjónhendingu vestur til Brennusteinsfjalla. Þau eru langur og hár fjallsás upp úr aðalfjallgarðinum. Á þeim er Kistufell, tilsýndar sem kista. … Takmark Strandarsóknar til vesturs er stefna úr téðum fjöllum suður á fjallsbrún vestanvert við Lyngskjöld, sem er óbrunninn blettur yst í Herdísarvíkurfjalli. Þaðan stefnu fram í Sýslustein við alfaraveg. Þaðan fram á Seljanef við sjó. Eru þetta og svo takmörk Gullbringusýslu og Krýsuvíkursóknar að austanverðu. Hennar takmörk að norðan: Vestari partur
Brennusteinsfjalla allt vestur í Kleifar, norðan til við Kleifarvatn. Þaðan til útsuðurs fram eftir Vigdísarhálsi fram á Núphlíð, sem hvervetna eru blásin að norðvestanverðu, en grösugri móti suðaustri, þó mikið skriðurunnin, samt með góðum högum. Loksins liggur takmark Krýsuvíkursókna til sjávar á Selatöngum, útveri frá Krýsuvík.“
Frá Deildarhálsi var gömlu götuni fylgt vestur með sunnanverðri Geitahlíð. Hún sést þana mjög vel og víða eru vegkantar lagaðir. Líklegt má telja að þarna hafi verið fyrsti akvegur sjálfrennireiðarinnar millum Krýsuvíkur og Herdísarvíkur og að gamla þjóðleiðin hafi verið löguð til þess at arna.Vegurinn hefur verið lagaður fyrir 1943 er jarðýtur voru notaðar til að gera vegstæði núverandi þjóðvegar, endurbættan. Hann getur því ekki talist til fornleifa, en vel má lögjafna hann til þess ígildis – til framtíðar litið.
Vormót Hraunbúa í Krýsuvík - 2007. Guðni Gíslason í forgrunniVegurinn hverfur á kafla, e
n birtist síðan að nýju skammt norðaustan núverandi þjóðvegar. Suðvestan hans hefur vegurinn verið eyðilagður vegna vangár starfsfólks Fornleifaverndar ríkisins. Skammt vestan þeirrar vangár sést hann enn á ný og nú með stefnu að Krýsuvíkurbæjunum.
Vormót Hraunbúa var í fullum gangi undir austanverðu Bæjarfelli þegar FERLIR bar að garði. Guðni Gíslason, mótsstjóri, tók fagnandi á móti þátttakendum.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Hálfdan Jónsson, “Descriptio Ölveshrepps anno MDCCIII.” Árnessýsla. Sýslu- og sóknalýsingar. Reykjavík. 1979, s. 250.
-Jón Vestmann, “Selvogsþing (Strandar- og Krýsuvíkursóknir).” Árnessýsla. Sýslu- og sóknalýsingar. Reykjavík. 1979, s. 211.
-Friðlýsing – Stj.tíð. B, nr. 622/1987. Menntamálaráðuneytið, 10. desember 1987.
-Jón Árnason I – 459.
-Þjósagnasafn Jóns Árnasonar.

Víti

Víti framundan.

 

 

Víti

Gengið var af gamla Herdísarvíkurveginum þar sem hann byrjar í Krýsuvík (nálægt Stóra-Nýjabæ) að Vegghamri og áleiðis inn í Kálfadali.

Eldborg

Stóra-Eldborg.

Ætlunin var m.a. að skoða Víti, hinn mikla hraunfoss, og tökustaðinn þar sem leikin íslensk stuttmynd, „Tunglið, tunglið, taktu mig“, var filmuð við upphaf kvikmyndagerðar hér á landi (1954), haldið yfir ofanverða Vegghamra og um Kálfadali, berja hin fagra hraunfoss Víti augum, ganga með Geithöfða, skoða nýendurheimta hveri við suðurenda Kleifarvatns, ganga með Hvammi og Hvammholti austan Hverahlíðar við fjöruborð Kleifarvatns alla leið að tóftum hins þjóðsagnakennda Kaldrana suðvestan við vatnið. Þar eru friðlýstar fornminjar.

Breiðivegur

Breiðivegur.

Enn sést móta fyrir gamla veginum (Breiðavegi) ofan við mýrarnar austan Arnarfells. Hann liggur mun nær hlíðum Geitahlíðar en nýi þjóðvegurinn, en sést vel frá honum. Elsta þjóðleiðin er enn austar, í brúnunum, neðan við Vegghamra og upp Deildarháls milli Stóru-Eldborgar og Geitahlíðar. Þar liggur hann niður Kerlingardal og áfram yfir hraunið til Herdísarvíkur. Í Kerlingadal deildu þær Herdís og Krýsa með tilheyrandi afleiðingum fyrir bæði þær báðar sem og aðra. Eldborgin skartaði sínu fegursta.
Vegghamrarnir eru klettabelti vestan Geitahlíðar. Þeir eru hluti af grágrýtishálsi er aðskilur Kálfadali frá umhverfinu sunnan þeirra og suðvesturhlíðum Geitahlíðar.

Víti

Móbergsmyndanir vestan Vítis.

Þegar komið var upp fyrir hálsinn blasti við stórbrotið móbergslandslag og varla stingandi strá. Það var ekki að ástæðulausu sem þeir fyrstu geimfarar er stigu síðar fæti á tunglið komu hingað til æfinga fyrir þá ferð. Landslagið er ekki ólíkt því sem ætla megi að gerðist á þeim fjarlæga hnetti. Skútar og litlir hellar eru inn í móbergsklöppina, sem vindur, vatn, frost og veður hafa mótað í gegnum tíðina. Þarna, inni undir geysifallegu, og varla jarðnesku, móbergsgili, var ein af fyrst leiknu íslenslu kvikmyndunum tekin, Tunglið, tunglið taktu mig. Kvikmyndatökumaðurinn var Ásgeir Long.

Kálfadalir

Gengið í Víti.

Handan við hæðina tóku Kálfadalir við. Þeir eru tveir, en þó innangengt á milli þeirra um tiltölulega mjótt skarð. Botn syðri dalsins hefur nær fyllst af hrauni úr gígum austan og ofan við hlíð hans. Sennilega er hraunið frá svipuðum tíma og hraunið úr Stóru-Eldborg. Tilkomumikill hraunfoss rann þá niður hlíðina, Kálfadalahlíðar, og storknaði, líkt og hraunið. Falleg náttúrusmíð. Hraunfoss þessi, sem er mjög áberandi á svæðinu, hefur gengið undir nafninu Víti, sennilega vegna upprunans.
Fylgt var vesturbrún dalsins til norðurs og gengið inn í nyrðri dalinn. Við enda hans er Gullbringa, tiltölulega lítið fjall, sem sumir segja að sýslan hafi verið nefnd eftir. Aðrir segja Gullbringurnar vera hlíðarnar austan við fjallið. Enn aðrir segja nafn sýslunnar vera dregið af Gullbringunum ofan Mosfellsheiðar.

Hvað sem því leið var ákveðið að ganga upp eftir fallegu gili á vestanverðum dalnum, yfir austurfjöll Kleifarvatns og vestur með sunnanverðu vatninu, skoða hveri er komu í ljós er sjatnaði í vatninu eftir jarðskjálftana árið 2000 og nýta auða ströndina til göngunnar.

Kálfadalir

Við Kálfadali – móbergsmyndanir.

Stefnan var tekin upp úr Kálfadölum um skarðið og síðan haldið niður hart hjanið áleiðis að Geithöfða. Sunnan hans var beygt með vatninu, hverirnir skoðaðir og haldið út á ísilagt vatnið með Hvammholti. Lambatangi skagar út í vestanvert vatnið. Hann átti eftir að koma við sögu síðar í ferðinni.
Þegar komið var að tóftum Kaldrana suðvestan við Kleifarvatn var rifjuð upp sagan af þeim Herdísi og Krýsu. Þegar þær deildu um landamerki sín neðan við Eldborgina lagði Krýs það á Herdísi að allur ætur silungur skyldi hverfa úr veiðitjörn hennar, en verða aftur full af loðsilungi, sumir segja öfugugga.

Dysjar

Dysjar Krýsu, Herdísar og smalans neðst.

En Herdís lagði það aftur á Krýs að allur silungur í veiðivötnum hennar skyldi verða að hornsílum. Enn lagði Krýs það á Herdísarvík að þaðan skyldi týnast tvær eða þrjár skipshafnir. Herdís mælti aftur það um fyrir Krýsuvík að starengið þar skyldi smásökkva á hverjum 20 árum, en koma upp á jafnlöngum tíma. Eftir þessi ummæli sprungu þær báðar þar sem þær stóðu og eru þær dysjaðar báðar til vinstri handar við götuna En af ummælum þeirra er það að segja að í veiðivötnum Krýsuvíkur hefur enginn silungur fengizt svo menn viti nokkurn tíma síðan, en fullt er þar af hornsílum, og í Herdísarvíkurtjörn hefur ekki heldur orðið silungs var; en loðsilungar ætla menn þar hafi verið.

Um Kleifarvatn gengu þó ennþá fleiri sögur um. Árið 1755 sást undarleg skepna líkasta skötu að lit og lögun koma upp úr vatninu, yfirmáta stóra eins og öllum bar saman um að allar þær skepnur væru er menn þóttust sjá í þessu vatni; væru þær bæði stærri og lengur uppi en í Grænavatni.

Kálfadalir

Gengið í Víti.

Árið 1750 þorði fólk eigi að veiða í Kleifarvatni þótt það væri fullt af fiski í uppivöðum vegna orms eða slöngu sem væri svört að lit og kæmi iðulega upp og léki sér í vatninu. Hún var að stærð við meðalhval, 30-40 metra löng.
Maður nokkur kvaðst oft, bæði einn og með öðrum, hafa séð hana og aðgætt vel því hún hefði oft verið uppi tvær mínútur. Hann bætti því líka við að menn og konur sem voru að vinnu við vatnið í stilltu veðri og sólbjörtu 1749 í ágústmánuði hefði allt séð þennan orm miklu betur en nokkrir aðrir áður þegar hann skaut sér upp úr vatninu og skreið upp á mjóan tanga (Lambatanga) eða nes og lá þar hér um bil tvo tíma uns hann fór aftur í vatnið. Fólkið þorði eigi að honum en flýði eigi heldur af því hann lá kyrr. Þó gat það eigi lýst hversu hann hreyfði sig frá og í vatnið, dróst saman og rétti úr sér á mis.
Frá Kaldrana er ágætt útsýni yfir sögusviðið.
Frábært veður. Birtan var ævintýraleg. Það var engu líkara en gengið væri í gegnum ævintýri, slík var birtan sem og landslagið í ferðinni.
Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-http://bokasafn.rnb.is/default.asp?cat_id=261

Víti

Víti í Kálfadölum.