Tag Archive for: kalknáma

Esja

Gengið var um Esjuhlíðar.
Haldið var upp frá Esjustofu, gengið í gegnum trjásafnið við KvíRannsóknarstöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá, skoðuð Álfakirkja, gengið upp með Hvítá í Hvítárbotna með viðkomu á Nípu, Rauðhóll skoðaður sem og Geithóll áður en haldið var niður með Mógilsá að gömlu Kalknámunni, farið um Kögunarhól og síðan niður með honum austanverðum að upphafsstað með viðkomu í Kvíabrekku.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er umsjónaraðili Esjuhlíða en félagið tók við jörðunum Mógilsá og Kollafirði árið 2000. Skógrækt ríkisins og fleiri hafa ræktað þar talsverðan skóg á liðnum árum og verður því ræktunarstarfi fram haldið á komandi árum. Rúm 40 ár eru síðan skógrækt hófst í landi Mógilsár og hafa plöntur dafnað vel, einkum á seinustu árum.

Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur gefið út leiðsögubækling um Esjuhlíðar.
Í bæklingum eru lýsing á þeim gönguleiðum sem eru greiðfærar og ýtarlegt kort með fræðsluefni um einstök atriði á hverri leið.
AlfakirkjaHægt er að nálgast bæklinginn í Esjustofu og öllum helstu upplýsingamiðstöðvum ferðaþjónustunnar í borginni.
Bæklinginn unnu Bergþóra Einarsdóttir og Svala Hjörleifsdóttir, aðstoð við kortavinnslu veitti Ragnhildur Freysteinsdóttir.

Esja (oftast með greini, Esjan) er fjall á Kjalarnesi, sem nú er innan borgarmarka Reykjavíkur, og er eitt af einkennum höfuðborgarsvæðisins. Útsýni til fjallsins hefur í gegnum tíðina haft áhrif á fasteignaverð á svæðinu, og til er fólk sem segist geta spáð fyrir um veðrið út frá litunum í fjallinu. Hæsti tindur Esjunnar er 914 metrar. Nokkrar gönguleiðir eru upp á fjallið og þar eru vinsæl útivistarsvæði. Esja er syðsta blágrýtisfjall á Íslandi.
KogunarhollÍ Kjalnesinga sögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð og hafa menn þá leitt að því líkur að nafnið sé írskt að uppruna. Sennilegri skýring er þó að orðið sé komið úr norrænu, en það er meðal annars þekkt í Noregi, og merkir „flögusteinn“.

Fyrir 2.8 milljónum ára gaus Kjalarneseldstöðin sem bar megineldstöð gosbeltis sem liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit norður í Langjökul. Í milljón ár var eldstöðin virk en á þeim árym gengu einnig 10 ísaldir yfir.
Varda á KogunarholÁ þessu tímabili myndaðist Esjan og hluti af berggrunninum undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós. Bergið í Esjunni myndaðist því annars vegar í gosi undir jökli, en þá hleðst gosefnið upp í móberg sem er dökkt á litinn, og hins vegar úr hrauni úr megineldstöðinni sem annað hvort hlóðust upp á, eða ofan á móbergið.
Smám saman færðist mesta eldvirknin yfir í Kistufellið þar sem varð til stærðarinnar eldfjall. Þaðan runnu þunnfljótandi hraunlög sem mynduðu hraunlagsbunka sem myndar nú topp Esjunnar. Næstu milljón ár var svo Esjan sorfin til af ísaldarjöklinum í það landslag sem við þekkjum í dag.

Kvíabrekka
KalknamanÍ Kvíabrekku er mikið úral áningastaða og fjölbreytt fuglalíf. Í hlíðinni er einnig gömul hringlaga kví þar sem kindur voru mjólkaðar fyrrum.

Kögunarhóll
Í Kögunarhól telja margir vera huldufólksbyggð.

Kalknáma
Ofan við gilið í Mógilsá er gömul Kalknáma. Þaðan var byrjað að vinna kalksteindir um 1890. Kalkið var brennt þar sem nú er Kalkofnsvegur í Reykjavík. Meðal bygginga sem kalkið var notað í er Elliðavatnsbærinn.
[Það var reyndar árið 1877 að kalknám hófst í Esjuhlíðum við Mógilsá. Námurnar entust ekki lengi og vinnslunni var hætt þegar sífellt erfiðara var að nálgast kalkið. Kalkið var flutt á bátum til Reykjavíkur og brennt í ofni sem stóð nálægt þar sem nú er Seðlabankinn. Gatan þar heitir einmitt Kalkofnsvegur. Eitthvað af kalkbyggðum húsum standa enn í dag, oftast er húsið að Lækjargötu 10 nefnt sem dæmi.]

Álfakirkja
Kalknaman-2Til er þjóðsaga um lítinn dreng sem hvarf á þessu svæði.
Sagan segir að drengnum hafi fundist hann heyra móður sína kalla á sig og hafi rödd hennar borist úr klettinum. Drengurinn gekk á hljóðið en aldrei sást til hans eftir þetta. Talið er að hann hafi verið hrifinn inn í Klettinn.

Gunnlaugsskarð
Gunnlaugsskarð er í rauninni lægð á flatlendi Há-Esjunnar og liggur í 850-900 m yfir sjávGamall stigur í Esjuarmáli. Í lægðinni, vestan við Kistufell er snjóskafl sem er notaður sem mælikvarði á hitasveiflur. Frá síðustu aldarmótum hefur skaflinn alltaf bráðnað og horfið í lok sumars.

Langimelur
Langimelur myndaðist að öllum líkindum í lok síðustu ísaldar og er hjalli úr fíngerðu jökulseti. Melurinn er líklega eini sethjallinn frá ísaldarlokum á höfðuborgarsvæðinu (sjá þó Blesaþúfu) sem er enn óraskaður. Vestan hans er jarðfalladalur sem áhugavert er að skoða.
 

Á bakaleiðinni rataði FERLIR inn á gamlan gróinn stíg áleiðis upp á Esjuna, sem virtist mun greiðfærari en sá sem nú er mest genginn. Vegna þess hversu vinsæl gönguleiðin er væri ekki vanþörf á að endurvirkja gömlu stígana og merkja hin mörgu merkilegheit sem finna má í hlíðunum.
Sjá meira um jarðsögu og örnefni Esjunnar.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Esjan

Gengið á Esjuna um Mógilsá.