Tag Archive for: Kambsrétt

Seljadalur

Ætlunin var að skoða Kambsrétt undir Kambhól, ganga austur Seljadal og reyna að finna og skoða Nesselið, sem þar á að vera í þverdal í norðanverðum dalnum. Á gömlu korti er selið staðsett ofarlega í þverdalnum.

Kambsrétt

Kambsrétt.

Guðjón Jensson, margfróður Mosfellingur, hafði haft spurnir af ferðinni á vefsíðunni og sendi væntanlegum þátttakendum eftirfarandi upplýsingar um Kambsréttina:
“Þessi dalur hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér enda ýmislegt að skoða þó ýmsu hafi verið raskað. Þarna í Dalnum var sel frá Viðeyjarklaustri og eg hef verið mikið að velta fyrir mér gegnum tíðina hvar það hafi verið. Klaustrið var rænt skömmu fyrir miðja 16. öld. Síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, endurreisti klaustrið og lagði lykkju á leið sína á flóttanum þaðan er hann frétti að kóngsmenn hyggðust ná honum. Ögmundur kom við í Viðeyjarseli, sjálfsagt til að líta eftir hvort allt væri ekki í besta standi. Hann var handsamaður nokkru síðar af Hjalla í Ölfusi sem kunnugt er. Viðey nánast hverfur úr sögunni næstu tvær aldirnar. Ég hef leyft mér að draga eftirfarandi ályktun:
Undir Viðeyjarklaustur voru 132 jarðir sem kóngsmenn sölsuðu undir sig við siðskipti. Allar þessar jarðir voru leigðar út og var mikið kapp á að fá sem hæsta leigu út úr bændum, leiguafgjöld auk þess sem lagt var á karlana ýmsar óbærilegar kvaðir í þágu Bessastaðamanna. Nú varð ekki lengur jafn mikil þörf hjá leiguliðanum og kotungaanum í Viðey að koma lítilfjörlegum búsmala sínum frá sér og allar götur upp í Seljadal. Þar haslaði hins vegar bóndinn í Nesi, sbr. Nessel og í Örnefnalýsingu Þormóðsdals er sagt að þar í Dalnum hafi verið selför frá Gufunesi.

Nessel

Nessel.

Eftir að starfsemin í Viðey leggst af, er þörfin á hinum miklu umsvifum klaustursins um vestanverða Mosfellsheiðina engin. Kóngsmenn hafa látið afskiptalaust þó bændur, leiguliðarnir byggðu sér fjárrétt úr grjótinu og einhver þægindi þarna í Dalnum, enda hefði það aftur betri möguleika að standa í skilum með afgjald jarðanna.
Mér finnst liggja fremur ljóst fyrir, að Viðeyjarsel hafi fyrrum verið þar sem nú eru rústirnar af Kambsréttinni. Þar er t.d. mjög stutt í rennandi vatn en seljabúskapur byggðist á greiðum aðgangi að góðu vatni til að tryggja gæði afurðanna.

Nessel

Dýjamosi við Nessel.

Í skriðunni skammt innan við Kambsréttina og undir Seljadalsbrúninni tjáði Jón á Reykjum mér fyrir löngu að þar væri tóugreni að finna. Aldrei hefi ég verið svo lánsamur að rekast á afkomanda frumbyggjans knáa á Íslandi, refinn í Dalnum en oft rekist á spor hans á vetrum á Heiðinni. Hins vegar hef eg talið mig hafa fundið stundum stæka lykt hingað og þangað um Dalinn enda merkir refurinn sér óðal sitt vel og vandlega.
Fyrir innan Kambsrétt á móts við Nessel eru fornar brýr yfir mýrina. Sögn er um að hún hafi verið gerð í tilefni konungskomunnar 1874 en að öllum líkindum er hún mun eldri enda lág hin forna þjóðleið eftir Seljadalnum endilangum frá
fornu fari, frá Reykjavík og austur á Þingvöll. Svo er auðvitað ekki langt úr leið að skoða stuðlabergið í grjótnámunni sem vonandi fær nú að standa en miklu stærra og fegurra stuðlabergstál var brotið niður hérna um árið. Það þarf að láta verktakann ganga vel frá þessu námi þegar starfsemin hættir”.

Nessel

Nessel – uppdráttur ÓSÁ.

Sesselja Guðmundsdóttir hafði gengið í Nessel og skoðað það. Hún sendi þá eftirfarandi lýsingu: “Nesselið er eitt flottasta ef ekki flottasta selstæði sem ég hef séð. Var spöl fyrir innan það litla sem ég fann í gær, þ.e. nær Grímarsfellinu, inn í dalbotni sem snýr í suður, lokaður af af hálsum á þrjá kanta, kaldavermsl í bæjarhlaðinu, góður bæjarhóll og líklega stór hringlaga stekkur aðeins austan við, ekki þó fullvíst er svo vallgróinn. Stekkurinn óvenjustór, minnir frekar á fjárborg. Mannvirkin þarna að mestu úr torfi enda varla grjót að fá.”
Gengið var frá vegi norðan Silungatjarnar og eftir slóða áleiðis að Kambhól. Hóllinn er kambslaga og sést mjög vel. Handan hans er Seljadalur. Norðan við hólinn er Huldurhóll og sést hann einnig mjög vel. Á honum er varða. Hólar þessir eru greinilega úr stuðlabergi, en slík náma (sú sem Guðjón minntist á) er í hlíðinni ofan við Hulduhól. Gengið var upp í námuna og stuðlabergsmyndanirnar skoðaðar í návígi. Stuðlarnir voru ýmist láréttir eða lóðréttir í berginu.
Ástæða þess að stuðlar eru hornréttir á kólnunarflöt er sú að jafnhitafletirnir færast inn í efnið samsíða kólnunarfletinum, þannig að lagið sem brestur (til dæmis 500°C kólnunarflöturinn) er samsíða kólnunarfletinum, en sexhyrndu sprungurnar sem myndast eru hornréttar á hann.

Nessel-230

Nessel – grunnuppdráttur ÓSÁ.

Þá var gengið á Hulduhól og síðan niður með honum. Þá blasti Kambsréttin við. Hún hefur verið nokkuð stór og fallega hlaðin. Réttin var lögrétt Mosfellinga, en lagðist af upp úr 1850. Þá var réttin flutt í Árnakróka austan við Selvatn. Þar var hún til aldarmóta 1900 eða þangað til hún var flutt að Hafravatni. Þar er hlaðinn rétt austan við vatnið, fast við þjóðveginn.
Vegslóði gengur í gegnum miðja Kambsréttina. Hlaðinn er vegkantur með slóðanum og sennilega hefur grjótið verið tekið úr réttinni. Í raun er réttin sunnan undir Hulduhól, en Kambhóllinn blasir við skammt frá í suðvestri. Seljadalsáin rennur ljúf til vesturs sunnan hans. Ofan vegar eru tveir stórir dilkar, en neðan vegar er meginhluti réttarinnar. Vel sýnilegt er almenningur og dilkur, en neðan þeirra mótar fyrir gerði. Vestan almenningsins er lítill heillegur dilkur og vestan hans mótar fyrir gerði sem og hólfi sunnan þess. Líklegt er að þarna hafi verið mannvirki áður en réttin var hlaðin og ályktun Guðjóns um sel á þessum stað gæti hugsanlega staðist miðað við jarlægu minjarnar, sem þarna eru við réttina, einkum sunnan hennar og vestan. Teknir voru GPS-punktar og réttin rissuð upp.
Kíkt var á urðina ofan við réttina, en líklegt er að skolli hafi ekki komið þangað um nokkurt skeið.

Nærsel

Nærsel – uppdráttur ÓSÁ.

Þá var gengið inn með norðanverðum Seljadal. Dalurinn er sléttur og grasvænn. Hamraveggur lokar honum að sunnanverðu og Hrafnagil að austanverðu. Upp úr dalnum að norðanverðu gengur grösugur dalur. Framarlega í honum var komið að steinsteyptri stíflu í vænlegum læk. Svo virðist sem einhverjir hafi verið að reyna að stífla lækinn með það fyrir augum að fá þaðan gott vatn, en gefist upp við framkvæmdina. Í “stjórnhúsi” eru pípur og kranar.
Gengið var upp dalinn til norðnorðausturs, þvert á lækinn. Reyndar kemur lítill lækur ofan úr dalnum og sameinast þeim, sem fyrr var nefndur. Efst í grónum dal undir grónum grasbrekkum er Nessel, rétt merkt á hið gamla kort, sem haft var meðferðis. Selið er í skóli fyrir flestum áttum, enda hreyfðist ekki strá við það. Tóftin er þrjú rými, mjög greinileg. Lækur rennur sunnan við hana, en handan lækisins virðist vera eldri tóft. Hún gæti einnig hafa verið stekkurinn frá selinu, sbr. lýsingu Sesselju. Selið er á mjög fallegum stað og vel þess virði að ganga inn Seljadalinn og upp í selið. Þetta er u.þ.b. klukkustunda gangur frá Silungatjörn. Teknir voru GPS-punktar og selið rissað upp.

Nessel-231

Nessel – tilgáta ÓSÁ.

Gengið var upp fyrir selið og austur með brúnum Grímmannsfells (Grímarsfells), svo til alveg inn að Hrafnagili. Þaðan er útsýni stórbrotið yfir umhverfið í fjærsuðri. Sjá mátti þar allan fjallahringinn frá Stapafelli (Súlum) að Skeggja.
Í flagi neðan við selið mátti sjá flaghnoðra er gaf honum lit. Ofar var þvílíkt fagurgrænn litur á mosanum undan kaldavermslauppsprettunum að hjarta sérhvers framsóknarmanns myndi fyllast svo móðurlegri samkennd með landinu (að einum undanskyldum að vísu) að hugleiðingar um aðra mögulega nýtingu myndu gleymast með öllu.
Gengið var til baka niður að Nesseli og síðan til baka slóðann norðan við Seljadalsána. Þótt hún sé jafnan ekki mjög vatnsmikil er hún breið á köflum.
Stórkostlegt veður – sól, stilla og hiti. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Kambsrétt

Kambsrétt – uppdráttur ÓSÁ.

Nessel

Ætlunin var að skoða Kambsrétt undir Kambhól, ganga austur Seljadal og reyna að finna og skoða Nesselið, sem þar á að vera í þverdal í norðanverðum dalnum. Á gömlu korti er selið staðsett ofarlega í þverdalnum.

Seljadalur

Vegur um Seljadal.

Guðjón Jensson, margfróður Mosfellingur, hafði haft spurnir af ferðinni á vefsíðunni og sendi væntanlegum þátttakendum eftirfarandi upplýsingar um Kambsréttina:
“Þessi dalur hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér enda ýmislegt að skoða þó ýmsu hafi verið raskað. Þarna í Dalnum var sel frá Viðeyjarklaustri og eg hef verið mikið að velta fyrir mér gegnum tíðina hvar það hafi verið. Klaustrið var rænt skömmu fyrir miðja 16. öld. Síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, endurreisti klaustrið og lagði lykkju á leið sína á flóttanum þaðan er hann frétti að kóngsmenn hyggðust ná honum. Ögmundur kom við í Viðeyjarseli, sjálfsagt til að líta eftir hvort allt væri ekki í besta standi. Hann var handsamaður nokkru síðar af Hjalla í Ölfusi sem kunnugt er.

Seljadalur

Ræsi á Seljadalsvegi.

Viðey nánast hverfur úr sögunni næstu tvær aldirnar. Eg hef leyft mér að draga eftirfarandi ályktun:
Undir Viðeyjarklaustur voru 132 jarðir sem kóngsmenn sölsuðu undir sig við siðskipti. Allar þessar jarðir voru leigðar út og var mikið kapp á að fá sem hæsta leigu út úr bændum, leiguafgjöld auk þess sem lagt var á karlana ýmsar óbærilegar kvaðir í þágu Bessastaðamanna. Nú varð ekki lengur jafn mikil þörf hjá leiguliðanum og kotungaanum í Viðey að koma lítilfjörlegum búsmala sínum frá sér og allar götur upp í Seljadal. Þar haslaði hins vegar bóndinn í Nesi, sbr. Nessel og í Örnefnalýsingu Þormóðsdals er sagt að þar í Dalnum hafi verið selför frá Gufunesi.
Eftir að starfsemin í Viðey leggst af, er þörfin á hinum miklu umsvifum klaustursins um vestanverða Mosfellsheiðina engin. Kóngsmenn hafa látið afskiptalaust þó bændur, leiguliðarnir byggðu sér fjárrétt úr grjótinu og einhver þægindi þarna í Dalnum, enda hefði það aftur betri möguleika að standa
í skilum með afgjald jarðanna.

Seljadalur

Kambsrétt.

Mér finnst liggja fremur ljóst fyrir, að Viðeyjarsel hafi fyrrum verið þar sem nú eru rústirnar af Kambsréttinni. Þar er t.d. mjög stutt í rennandi vatn en seljabúskapur byggðist á greiðum aðgangi að góðu vatni til að tryggja gæði afurðanna.
Í skriðunni skammt innan við Kambsréttina og undir Seljadalsbrúninni tjáði Jón á Reykjum mér fyrir löngu að þar væri tóugreni að finna. Aldrei hefi ég verið svo lánsamur að rekast á afkomanda frumbyggjans knáa á Íslandi, refinn í Dalnum en oft rekist á spor hans á vetrum á Heiðinni. Hins vegar hef eg talið mig hafa fundið stundum stæka lykt hingað og þangað um Dalinn enda merkir refurinn sér óðal sitt vel og vandlega.

Kambsrétt

Kambsrétt.

Fyrir innan Kambsrétt á móts við Nessel eru fornar brýr yfir mýrina. Sögn er um að hún hafi verið gerð í tilefni konungskomunnar 1874 en að öllum líkindum er hún mun eldri enda lág hin forna þjóðleið eftir Seljadalnum endilangum frá fornu fari, frá Reykjavík og austur á Þingvöll.
Svo er auðvitað ekki langt úr leið að skoða stuðlabergið í grjótnámunni sem vonandi fær nú að standa en miklu stærra og fegurra stuðlabergstál var brotið niður hérna um árið. Það þarf að láta verktakann ganga vel frá þessu námi þegar starfsemin hættir”.

Nessel

Nessel.

Sesselja Guðmundsdóttir hafði gengið í Nessel og skoðað það. Hún sendi þá eftirfarandi lýsingu.
“Nesselið er eitt flottasta ef ekki flottasta selstæði sem ég hef séð, í dalbotni sem snýr í suður, lokaður af af hálsum á þrjá kanta, kaldavermsl í bæjarhlaðinu, góður bæjarhóll og líklega stór hringlaga stekkur aðeins austan við, ekki þó fullvíst er svo vallgróinn. Stekkurinn óvenjustór, minnir frekar á fjárborg. Mannvirkin þarna að mestu úr torfi enda varla grjót að fá.”
Gengið var frá vegi norðan Silungatjarnar og eftir slóða áleiðis að Kambhól. Hóllinn er kambslaga og sést mjög vel. Handan hans er Seljadalur. Norðan við hólinn er Huldurhóll og sést hann einnig mjög vel. Á honum er varða. Hólar þessir eru greinilega úr stuðlabergi, en slík náma (sú sem Guðjón minntist á) er í hlíðinni ofan við Hulduhól.

Stuðlaberg

Stuðlaberg í Seljadal.

Gengið var upp í námuna og stuðlabergsmyndanirnar skoðaðar í návígi. Stuðlarnir voru ýmist láréttir eða lóðréttir í berginu.
Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni. Þegar basaltbráð kólnar er hún orðin fullstorkin við um 1000°C hita. „Eftir það kólnar bergið smám saman og dregst við það saman og klofnar í stuðla sem tíðum eru sexstrendir. Stuðlar standa ávallt hornréttir á kólnunarflötinn. Þeir standa því lóðréttir í hraunlögum og innskotslögum, láréttir í göngum en sem geislar út frá miðju í bólstrum.“ (Þorleifur Einarsson, Myndun og mótun lands).

Kambsrétt

Kambsrétt – uppdráttur ÓSÁ.

Þá var gengið á Hulduhól og síðan niður með honum. Þá blasti Kambsréttin við. Hún hefur verið nokkuð stór og fallega hlaðin. Réttin var lögrétt Mosfellinga, en lagðist af upp úr 1850. Þá var réttin flutt í Árnakróka austan við Selvatn (sjá FERLIR-735). Þar var hún til aldarmóta 1900 eða þangað til hún var flutt að Hafravatni. Þar er hlaðinn rétt austan við vatnið, fast við þjóðveginn.

Vegslóði gengur í gegnum miðja Kambsréttina. Hlaðinn er vegkantur með slóðanum og sennilega hefur grjótið verið tekið úr réttinni. Í raun er réttin sunnan undir Hulduhól, en Kambhóllinn blasir við skammt frá í suðvestri. Seljadalsáin rennur ljúf til vesturs sunnan hans. Ofan vegar eru tveir stórir dilkar, en neðan vegar er meginhluti réttarinnar. Vel sýnilegt er almenningur og dilkur, en neðan þeirra mótar fyrir gerði. Vestan almenningsins er lítill heillegur dilkur og vestan hans mótar fyrir gerði sem og hólfi sunnan þess. Líklegt er að þarna hafi verið mannvirki áður en réttin var hlaðin og ályktun Guðjóns um sel á þessum stað gæti hugsanlega staðist miðað við jarlægu minjarnar, sem þarna eru við réttina, einkum sunnan hennar og vestan. Teknir voru GPS-punktar og réttin rissuð upp.

Nessel

Nessel; dæmigert sel á Reykjanesskaga – uppdráttur ÓSÁ.

Kíkt var á urðina ofan við réttina, en líklegt er að skolli hafi ekki komið þangað um nokkurt skeið.
Þá var gengið inn með norðanverðum Seljadal. Dalurinn er sléttur og grasvænn. Hamraveggur lokar honum að sunnanverðu og Hrafnagil að austanverðu. Upp úr dalnum að norðanverðu gengur grösugur dalur. Framarlega í honum var komið að steinsteyptri stíflu í vænlegum læk. Svo virðist sem einhverjir hafi verið að reyna að stífla lækinn með það fyrir augum að fá þaðan gott vatn, en gefist upp við framkvæmdina. Í “stjórnhúsi” eru pípur og kranar. Stíflan gæti einnig hafa verið ætluð til fiskeldiseflingar í Seljadalsá. Neðar í ánni er manngert lón er bendir til þess sama.
Gengið var upp dalinn til norðnorðausturs, þvert á lækinn. Reyndar kemur lítill lækur ofan úr dalnum og sameinast þeim, sem fyrr var nefndur. Efst í grónum dal undir grónum grasbrekkum er Nessel, rétt merkt á hið gamla kort, sem haft var meðferðis. Selið er í skóli fyrir flestum áttum, enda hreyfðist ekki strá við það. Tóftin er þrjú rými, mjög greinileg. Lækur rennur sunnan við hana, en handan lækisins virðist vera eldri tóft. Hún gæti einnig hafa verið stekkurinn frá selinu, sbr. lýsingu Sesselju. Selið er á mjög fallegum stað og vel þess virði að ganga inn Seljadalinn og upp í selið. Þetta er u.þ.b. klukkustunda gangur frá Silungatjörn. Teknir voru GPS-punktar og selið rissað upp.

Víkursel

Víkursel við Selvatn.

Í Sögu Reykjavíkur eftir Klemens Jónsson segir: „Að búskapur hefur verið mikill, má meðal annars sjá af því, að jörðin átti sel, Víkursel, er var notað með vissu ennþá um 1600, en hvar það sel hafi verið, er óljóst. Eptir sögninni um séra Gísla Einarsson, er síðar getur virðist svo sem selið hafi verið alllangt frá Vík, og hefur mjer helzt dottið í hug, að það hafi verið upp í Seljadal, því þar átti Nes í seli.“

Svo kemur sögnin um séra Gísla: „Dóttir Narfa [Ormssonar í Rvík] ein hjet Þórey, hún átti séra Gísla prest í Vatnsfirði Einarsson, bróðir Odds biskups. „Þótti sú gipting af ransandi tilhlaupi sjálfs hans. Reið um Mosfellsheiði um sumarið, gisti í Víkurseli. Smalamaður reið (Þetta bendir til, að selið hafi þá legið allfjarri, og orðið ´Mosfellsheiði´ bendir á, að selið hafi legið undir henni, í Seljadalnum, sbr. það sem áður er sagt) heim um nóttina, sagði bónda gestakomuna. Hann brá skjótt við, kom að selinu óhentuglega, þótti fleiri í sæng dóttur sinnar, heldur en von átti á. Sýndist gestinum skást afráðið, að lofa eigin orði.“ Þessi skemmtilega saga er tekin úr Ættartölu Steingríms biskups.

Nessel

Nessel – uppdráttur ÓSÁ.

Gengið var upp fyrir selið og austur með brúnum Grímmannsfells (Grímarsfells), svo til alveg inn að Hrafnagili. Þaðan er útsýni stórbrotið yfir umhverfið í fjærsuðri. Sjá mátti þar allan fjallahringinn frá Stapafelli (Súlum) að Skeggja.
Í flagi neðan við selið mátti sjá flaghnoðra er gaf honum lit. Ofar var þvílíkt fagurgrænn litur á mosanum undan kaldavermslauppsprettunum að hjarta sérhvers föðurlandsvinar myndi fyllast svo móðurlegri samkennd með landinu að hugleiðingar um sérhverja mögulega röskun myndi einungis vekja reiði. Lagfæra þarf umhverfi námusvæðisins.
Gengið var til baka niður að Nesseli og síðan til baka slóðann norðan við Seljadalsána. Þótt hún sé ekki mjög vatnsmikil er hún mjög falleg á köflum. Neðan við „Nesselsdalinn“ er jarðbrú yfir mýri. Hún er á veginum er lagður var til Þingvalla á ofanverðri 19. öld.
Stórkostlegt veður – sól, stilla og hiti. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Heimild um stuðlaberg er af
http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=796

Sel

Sel – tilgáta ÓSÁ.

Lögrétt Mosfellinga til 1850.

Tag Archive for: Kambsrétt