Tag Archive for: Keltar

Papar

„Þegar fyrstu norrænu landnemarnir komu til Íslands hittu þeir keltnesku papana fyrir í landinu. Frásögn heilags Brendans (um 486-578) er athyglisverð í þessu sambandi.

Brendan

Paparnir lögðu út á ókunn djúp hafsins til að finna hið fyrirheitna land. Í riti sínu Navigatio (Sjóferðunum) greinir Brendan frá því að hann og sæmunkar hans hafi fundið eyju sem byggð var reglu íhugunarmunka. Samfélag þetta lifði undir ströngu þagnarheiti, en ábótinn rauf þagnareiðinn nægilega lengi til að greina Brendan frá því, að þeir hefðu hafist þar við í 80 ár. Allan þennan tíma höfðu þeir verið lausir við alla sjúkdóma og ekkert óhapp borið að höndum. Einn af munkum Brendans varð svo snortinn af þessari frásögn og hinu heilaga líferni papanna, að hann bað um leyfi til að ganga í samfélagið sem honum var fúslega veitt.
Brendan og skipshöfn hans vörðu jólunum næstu fimm árin í þessu samfélagi hinna keltnesku íhugunarmunka meðan þeir reyndu að finna siglingaleið til Ameríku. Ein tilvísananna í Navigatio þar sem minnst er á „heita leirtjörn“ bendir eindregið til Íslands rétt eins krystall minnir á íslenska silfurbergið. Í annarri frásögn í Navigatio greinir Brendan einnig frá tveimur eldfjöllum þar „sem þeir stóðu við hlið heljar.“ Risavaxnir djöflar fleygðu í þá stórum kekkjum af logandi gjalli úr risavöxnum eldsofni og þeir gátu séð fljót gullins elds renna niður hliðar ofnsins. Einn munkanna féll jafnvel fyrir borð meðan þessi árás stóð yfir og fannst aldrei aftur. Allt bendir þetta eindregið til Íslands sem eina virka eldfjallasvæðisins í Norðuratlantshafinu.
Ari fróði hefur staðfest tilvist papanna í Landnámu og minnist sérstaklega á að þeir hafi skilið eftir „bagla og bjöllur.“ BrendanEitt höfuðeinkenni keltneskrar kristni var T krossinn sem var borinn sem stafur og bjöllur léku veigamiklu hlutverki í keltnesku helgisiðunum og voru svo að segja einkennismerki reglumeðlima.
Alls staðar á Írlandi og í Skotlandi ristu paparnir keltneska krossinn á veggi hella þeirra sem þeir kusu sér gjarnan sem dvalarstaði. Slíkur kross hefur fundist í helli við Krýsuvík og hafa fornleifafræðingar sem rannsakað hafa hann staðfest, að líklega sé hann menjar um veru papanna á þessum stað. Það sem er athyglisvert í þessu sambandi er að fjallið sem hellirinn fannst í heitir Hetta. Augljóslega hefur hellirinn verið notaður sem athvarf á kyrrðardögum fyrir einstaka munka og þessir fornu bræður okkar notuðu sama táknmálið og tíðkast enn í dag í íhugunarklaustrum, það er að segja munkahettuna dregna yfir höfðuð sem tákn um að viðkomandi munkur óskaði þess að dvelja í þögn. Sjálft orðið Krýsuvík virðist varpa enn frekara ljósi á það hverjir hafa dvalið hér til forna. Á skosk-gelísku þýðir orðið cryce annað hvort kross eða rakaða krúnu á höfði munks. Ekki er ólíklegt að norrænir menn hafi kallað munkana krýsa.

BookFornar sagnir greina okkur frá því að um miðbik tólftu aldar hafi um 600 manna byggð horfið undir hraunstraum í Krýsuvík. Einu mannvistarleifarnar í dag er hringlaga kirkja sem stendur á hól í miðjum hraunstraumnum, en hringkirkjurnar er eitt af því sem einkennir keltneska kristni. Enn sem komið er hefur staðurinn ekki verið rannsakaður af fornleifafræðingum, en mönnum ber saman um að hér sé um einhverjar elstu mannvistarleifarnar í landinu að ræða.
Ég varð sjálfur furðu lostinn líkt og danski handritafræðingurinn Carl Nordenfalk, sem sérhæft hefur sig í keltneskum handritum, þegar hann blaðaði í gegnum lýsta keltneska guðspjallabók, Book of Burrows. Skyldleikinn við hina fornu Diatessaron er sláandi. Upphaflega var það Tatían prestur sem tók Diatesseron saman um miðbik annarrar aldar og öldum saman var handritið notað sem opinber texti Antíokkíukirkjunnar. Í Burrowsbókinni er táknmerkjum guðspjallamannanna fórnað heilli síðu fyrir framan hvert guðspjallanna fjögurra, rétt eins og í Diatesseron. Líklega var handritið lýst á síðasta áratugi sjöttu aldar og að dómi fræðimanna fyrsta dæmið um myndlýsingar í enskri listasögu.
BookÞessi sama myndlýsingararfleifð birtist að nýju í öðru keltnesku handriti sem gert var nokkru síðar: Willibrordguðspjallabókinni. En að nýju sjáum við tákn guðspjallamannanna síðan höfð um hönd í Book of Kells sem menn til forna trúðu að „englar hefðu lýst“ því að handbragðið er svo listilegt. [Bókin var samin um árið 800 á Írlandi.]

Á fjórverutákninu í Book of Kells sjáum við ljóslega hvernig ljónið er sýnt með drekahöfuð, rétt eins og það birtist síðar í íslenska fjórverutákninu. Ef til vill má rekja þetta til hins gríska texta Sjötíumannaþýðingarinnar (Septuaginta) þar sem minnst er á drakonis eða „dreka“ (Sl 91. 13). En jafnhliða þessu má útskýra þetta með því að hafa í huga að drekinn var tákn visku bæði í hinni keltnesku og norrænu arfleifð og ljónið eða hið óarga dýr lítt þekkt á svo norðlægum breiddargráðum.

Tilvist drekans í íslenska fjórverutákninu má ef til vill einnig útskýra með þeirri staðreynd, að 16% íslenskra karlmanna eiga uppruna sinn að rekja til rómverska skattlandsins Dakíu samkvæmt niðurstöðum DNA rannsókna og heimaslóða Gotanna. Þeir voru í nánum tenglsum við þjóðir í Miðasíu og þar um slóðir lík og meðal Mongóla og Kínverja var drekinn tákn speki og fjórverutáknið gegndi mikilvægu hlutverki í allri þjóðfélagsskipuninni og skiptingu landsins.

Book

Hið nána samband keltnesku papanna við egypsku eyðimerkurfeðurna hefur komið fræðimönnum í opna skjöldu. Í bréfi til Karlamagnúsar Frakkakonungs nefndi enski munkurinn Alcuin keltnesku einsetumennina pueri egyptiaci eða „syni egyptanna.“ Það var ekki einungis T-krossinn og handbjöllurnar sem þeir áttu sameiginlega með koptísku kirkjunni. Keltnesku paparnir litu á heilagan Antóníus frá Egyptalandi sem fyrirmynd sína í ögunarlífinu og eitt andsvaranna úr írskri tíðagjörð frá Bangorklaustri hljóðar svo:

Húsið er fullt gleði
og byggt á kletti.
Sannarlega vínviður
gróðursettur frá Egyptalandi.

Egypsku munkarnir sjö sem bjuggu í Disert Uilag á vestur Írlandi og andsvar tíðagjörðarinnar eru ekki einu menjarnar um náin tengsl Vesturkirkjunnar og Austurkirkjunnar til forna og þannig var Þeófor, sjöundi erkibiskupinn í Kantaraborg býsanskur og ættaður frá Tarsus, heimaborg Páls postula. Með skrifum sínum um andleg málefni bar hann kenningar sýrlenska Antíokkíuskólans til Englands. Þannig sjáum við hvernig hin heilaga arfleifð streymdi um æðar hins lifandi líkama kirkjunnar allt til marka hins byggilega heims á Íslandi.Skjaldarmerki

Þannig gegndi Aðalráður Englandskonungur furðulegu hlutverki við stofnum Alþingis á Íslandi. Egill Skallagrímsson dvaldist við hirð hans um þriggja ára skeið og þegar hann snéri heim hafði hann í fórum sínum „sléttfulla kistu silfurs“ sem gjöf frá konungi sem hann deildi út meðal fyrstu goðorðsmannanna á Öxarárþingi. Það var auk þess Egill sem gaf landið undir þessa löggjafarsamkundu sem grundvallaðist á fjórverutákninu, eins og vikið er að á öðrum stað. En það er ekki markmiðið að fara frekar út í þetta áhugaverða efni á þessum vettvangi. En rétt eins og fjórverutáknið var grundvöllur allra heilagra mála enska konungsvaldsins, hafði það mótandi áhrif á alla þjóðfélagsskipunina á Íslandi. Gunnar Dal hefur jafnvel komið fram með þá tilgátu að nafn Íslands sé dregið að rótinni Ís fremur en af ís, rétt eins og í nafni Ísraels: Lands Guðs. Þetta var einmitt það sem þetta eyland varð pöpunum: Hin egypska eyðimörk þeirra sem opinberaði þeim „dásemdir hans á djúpinu.“

Book

Hinna keltnesku áhrifa gætir víða í vexti kristindómsins á Íslandi. Í Kjalnesingasögu er greint frá draumsýn sem vitraðist heilögum Patrek þar sem hann var hvattur til að reisa kirkju á Íslandi. Það var einmitt þetta sem hann gerði og sendi skip með kirkjuvið og klukku til Íslands. Skipið tók land á Vestfjörðum þar sem skipsmenn vörðu fyrsta vetrinum og nefndu fjörðinn Patreksfjörð til heiðurs hinum helga manni. Að vori sigldu þeir síðan suður með vesturströndinni uns þeir fundu það landmið sem heilagur Patrekur hafði lýst fyrir þeim og hafði vitrast honum.

Við landtöku brutu þeir skipið og klukkan tíndist. En nokkrum dögum síðar þegar rekinn var gengin hafði hafið skilað klukkunni á land. Þarna reistu þeir þessa kirkju á Kirkjulandi á Kjalarnesi. Hátt upp í Esjuhlíðum má enn sjá örnefnið Kirkjunípa merkt á kort í Esjubergi til minningar um þetta atvik. Hér stóð kirkja um aldir en síðar var hún flutt að Mosfelli ásamt klukkunni góðu. Á síðari hluta nítjándu aldar var afráðið að leggja niður kirkjuna og urðu bændur sveitarinnar svo æfir af reiði, að þeir tóku klukkuna og földu á ókunnum stað. Hún fannst að nýju á sjöunda áratugi tuttugustu aldar á Harastöðum í Mosfellsdal. Klukkuna má sjá í dag að Mosfelli. Þetta er forn keltnesk klukka, ferhyrnt, og að dómi fornleifafræðinga frá níundu öld. Í dag hefur hún öðlast miklar vinsældir meðal ungra elskenda sem ganga í heilagt hjónaband undir sama klukkuhljómnum og kallaði írska menn til forna til tíða.“

Heimildir m.a.:
-tabernacleoftheheart.com

Papahellir

Papahellir? á Suðurlandi.

Esja

Heimildir um landnámið
Töluvert er vitað um landnám Íslands enda gefa ritheimildir frá 12. og 13. öld, á borð við Landnámu, Íslendingabók og Íslendinga sögur, auk fornleifa, örnefna og erfðarannsókna gleggri mynd af uppruna íslenska landnámsfólksins en Handritþekkist víða annars staðar.
Ritheimildum ber yfirleitt saman um að landnáminu hafi verið stjórnað af norrænu fólki, í Landnámu er t.d. rakinn uppruni 268 karla og kvenna af þeim 430 landnemum sem þar eru nefndir. Langflestir þeirra eru norrænir (rúm 90% karla og 80% kvenna) þó einnig sé þar nefnt fólk frá Bretlandseyjum.
Hafa má í huga að Landnáma, sem telja má karlasögu, skrifaða af körlum og fyrir karla, tilgreinir aðallega húsbændur en nefnir í fáu konur, vinnufólk og þræla sem frekar gætu hafa átt ættir að rekja til Bretlandseyja. Alls er talið að til landsins hafi flutt um það bil 10-20.000 manns á landnámstímanum og getur Landnáma þá aðeins sáralítils hluta þeirra, einkum hinnar ráðandi yfirstéttar norrænna stórbænda sem skipaði efstu lög samfélagsins og setti mark sitt á það.

Norrænt yfirbragð
HúshólmiNorræn menningaráhrif urðu enda æði ríkjandi á Íslandi, tungumálið er að meginstofni norrænt, þó í því finnist keltnesk tökuorð, mannanöfn og örnefni, en jafnframt benda fornleifar til þess að atvinnu- og lifnaðarhættir landnámsfólksins hafi í meginatriðum verið með norrænu sniði. Keltnesk áhrif hafa fyrst og fremst verið talin merkjanleg í frásagnarminnum þeirra fornsagna og kvæða sem síðar voru færð í letur á Íslandi, einkum fornaldar sagna og go
ðfræðilegra kvæða.
Mörgum hefur fundist sem ekki væri öll sagan sögð um ætterni landnámsfólksins í íslenskum fornritum sem skráð voru 12. og 13. öld. Forvitni Íslendinga um uppruna sinn hefur orðið til þess að fræðimenn á sviði erfðafræði hafa leitað leiða til að fá nánari mynd af samsetningu landnámshópsins og benda niðurstöður þeirra til þess að hún hafi verið nokkuð á aðra lund en ráða má af einum saman ritheimildum og fornleifum.

Vitnisburður erfðaefnis

Margt óljóst

Rannsóknir á erfðaþáttum núlifandi íslenskra karla og kvenna og samanburði þeirra við erfðaefni fólks af norrænu, skosku og írsku þjóðerni gefa til kynna hvernig samsetningu landnámshópsins gæti í raun hafa verið háttað. Erfðaefni þeirra íslensku karla sem kannaðir voru reyndist í rétt rúmlega 80% tilvika mega rekja til Noregs og annarra Norðurlanda en í tæplega 20% tilvika til Bretlandseyja. Ríflega 62% þeirra íslensku kvenna sem athugaðar voru báru hins vegar í sér erfðaefni sem rekja mátti til Bretlandseyja en einungis rúm 37% þeirra báru norrænt erfðaefni. Af niðurstöðunni má ráða að í heildina hafi um 60% landnámsfólksins verið af norrænum uppruna en 40% frá Bretlandseyjum. Hið háa hlutfall kvenna frá Bresku eyjunum gæti t.d. stafað af því að íbúar norrænu byggðanna á Bretlandseyjum, t.a.m. norrænir víkingar og innfæddar konur, eða afkomendur þeirra, hafi átt stóran þátt í landnámi Íslands.

Áhrif keltnesku á íslensku í upphafi Íslands byggðar eru einkum á sviði tökuorða, mannanafna og örnefna. Merkasta rannsóknin á þessu sviði er verk Helga Guðmundssonar, Um haf innan, sem kom út hjá Háskólaútgáfunni 1997. Undirtitill bókarinnar er Vestrænir menn og íslenzk menning á miðöldum. Á blaðsíðum 127-160 er rætt um gelísk tökuorð í norrænum málum og má þar finna ýmis orð sem enn eru lifandi í málinu, önnur hafa aftur á móti gleymst. Nefna má til dæmis brekán ‘ábreiða’, des, heydes ‘heystakkur’, gjalti í orðasambandinu verða að gjalti, sem í nútímamáli merkir ‘fara hjá sér, fuglsheitið jaðrakan, kapall ‘hestur’, kláfur ‘hrip, heymeis’, fjalaköttur ‘músagildra’.
Nokkur keltnesk mannanöfn hafa lifað í íslenskum nafnaforða frá landnámsöld, önnur hafa verið endurvakin og sótt til Íslendingasagna. Meðal nafna, sem lifað hafa fram á þennan dag eru Kjartan, Kormákur og Njáll en meðal endurvakinna nafna eru Brjánn, Kalman, Trostan, Eðna, Kaðlín og Melkorka. Eitt þekktasta örnefni af keltneskum toga er fjallsheitið Dímon en það er nafn á hólum og hæðum á nokkrum stöðum á landinu. Það er bæði notað í karlkyni og kvenkyni. Oftast eru hólarnir tveir og þá nefndir Stóri/Stóra, Litli/Litla Dímon. Nafnið hefur oft verið skýrt á þann veg að það sé sett saman úr dí- ‘tveir’ og muin ‘bak, háls’, það er tvítyppta fjallið.

Heimildir m.a.:
-www.am.hi.is
-www.visindavefur.hi.is

 Brim

Festisfjall

Í „Þjóðsögur og munnmæli“ skráðum af Jóni Þorkelssyni segir m.a. um forna sögn af Írum á Íslandi:
Irar-1„I. Forn sögn er það ein, að í gamalli kálfskinnsbók frá anno 400 post Cristum natum standi, að Ísland hafi verið bygt af Írum, er hafi hingað út farið á 8 skipum og verið hér um 200 ár: Eptir það er mælt, að niðjar þeirra hafi hingað komið, er bygð áttu á Írlandi, og séð hér yfir 50 elda, og var þá útdautt hið gamla fólk, qvi delirabant dix. hinc ven. Tröll. Þar segir og um Siglubergsháls, sem skuli hafa verið í Grindavík. Þar skyldu Írskir hafa fest skipum sínum, þá hingað komu, og segja gamlir menn, að um stórfjörur megi þar sjá járnhringa fasta í sjávarklöppunum.
(Eptir handriti sjéra Friðriks Eggertz 1852).“

Heimild:
-Þjóðsögur og munnmæli, Jón Þorkelsson skráði, 1899, bls. 1.

Papahellir

Papahellir? á Suðurlandi.