Tag Archive for: Kerlingabúðir

Kerlingabúðir

Af og til hefur verið leitað að letursteini við Kerlingarbúðir undir Stapanum. Á hann er, skv. heimildum, klappað ártalið 1780.
Túnakortið frá 1919Ef skoðað er túnakort frá Brekku frá árinu 1919 má lesa eftirfarandi á handritinu undir uppdrættinum af búðunum: “Aths. Kerlinga(r?)búðir eru stuttan spöl s.v. frá vestri túnfætinum (sem áður hefur verið sérbýli). Þar er í líkri afstöðu og sýnt er: 1. tótt af íbúð kerlingar, 2. tótt af sjóbúð, 3. af eldhúsi, er stór klettur hefur brotið, 4. klettur lágur eftst í fjöruþanggróðri með ártalinu 1780.
NB. Steinninn aðeins er stækkaður tífalt móti öðru (1:200) og ártalið mikið meira. 3. fiskihjallaleifar milli kletta er þar í nánd frá konungsútvegi (og má vel vera meira – Fljótlega skoðað í rökkri).”
Þegar gengið var eftir kortinu virtist það allnákvæmt hvað Brekku (Stapabúðarhlutann) varðaði. Austast eru tóftir hússins og kálgarður norðvestan við það. Sunnan þess er tóft. Innan garðs vestan við kálgarðinn mótar fyrir tóft, brunnur enn vestar sést enn svo og tóft norðvestan hans. Kerlingarbúðir eru spölkorn norðvestar með ströndinni, undir hamrahlíð.
Ef tekið er mið af hlöðnum grónum vegg svo til alveg á fjörubakkanum þaðan sem sjá má í fiskihjallaleifarnar fyrrnefndu á kortinu (við stóran klett), má sjá hvar steinninn var 1919. Tóftir merktar nr. 3 og 2 á uppdrættinum eru horfnar í sjó. Eftir stendur suðurveggur tóftar nr. 1. Skv. því ætti steinninn að vera skammt norðaustan við vegginn, niðri í fjöruborðinu (ef sjórinn hafði ekki fært hann annað).
Kerlingarbúðir heita svo vegna þess að útróðramenn er þar voru tóku kerlingu er hjá þeim var matselja, drápu hana og notuðu í beitu. Einn mannanna vildi ekki taka þátt í ódæði þessu. Áður en vermenn þessir reru síðasta róðurinn birtist hún manni þessum í draumi og bað hann Tóftarveggurinnað róa ekki þennan róður. Gerði hann sér upp veiki og lá eftir. Vermennirnir drukknuðu allir í þessum róðri. Þannig hefndi kerling þessa verknaðar.
Við nákvæma leit í fjörunni þar sem hver einasti steinn var skoðaður nákvæmlega í línu austan við tóftir nr. 1-3, sem sýndar voru á uppdrættinum frá 1919, allt út að sjólínu. Yst var brimsorfið grágrýti, en nær kambinum var stórt grjót, sem fallið hafði úr hlíðinni fyrir ofan og sjórinn fært síðan til á meðan hann hafði dundað við að rífa niður gróðurræmuna á bakkanum.
Um það leiti sem gefast átti upp á leitinni, enn eini sinni, var ákveðið að gera enn eina atlöguna. Grjót var fært ofan af grjóti í veikri von – og þá birtist eitthvað er virtist vera talan 17. Svartar skófir voru fjarlægðar með vírbursta, olíu í nálægum brúsa makað yfir og
 skafið á ný. Þá virtust sjást tölustafirnir 1, 7, 8, og 0. Og með því að maka mold úr bakkanum efra yfir steinflötinn birtist ártalið – Letursteinninn1780. Skynja mátti að þarna hefði kerlingin haft einhver áhrif því hefur ekki verið einleikið hversu þrálátlega leit hefur verið gerð að steini þessum.
Nú getur vörslufólk fornleifa í landinu andað léttar því nú á það a.m.k. að geta gengið þurrum fótum (í fjöru) að enn einni fornleifinni hér á landi.

Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Túnakort 1919.
-Örnefnaskrá.

Stapinn

Stapinn – uppdráttur ÓSÁ.