Tag Archive for: Kónsgfell

Kóngsfell

Gengið var upp frá gígunum í Strompahrauni norðvestan við suðurmörk Bláfjalla.

Kerlingarhnúkur

Göngusvæðið – kort.

Ætlunin var að ganga yfir á Kerlingarhnúk og fylgja síðan Heiðarveginum niður að Grindarskörðum, kíkja á Kóngsfell og fylgja síðan götunni um Kerlingargil niður á Bláfjallaveg (Selvogsötu).
Þegar gengið var upp Strompana í Strompahrauni mátti vel sjá hvernig hraunið hefur breytt úr sér til norðurs. Í hrauninu eru allnokkrir hellar, sem vert er að skoða.
Kerlingarhnúkur var framundan, vestast í Bláfjöllum, 613 m.y.s. Af honum er fagurt útsýni yfir svæðin neðanverð. Stefnan var tekin til vesturs í von um að hitta á Heiðarveginn, sem liggur um Heiðina há vestanverða.

Heiðarvegur

Á Heiðarvegi.

Vegurinn liggur frá Ólafsskarðsvegi ofan við Leitin í austanverðum Bláfjöllum og niður á Selvogsgötu ofan Grindarskarða í vestri. Eftir stutta göngu var komið inn á gamla götu. Vörðubrot mátti sjá á stangli. Götunni var fylgt niður með Stórkonugjá og áleiðis niður að gatnamótum Selvogsgötu. Þar eru vörður. Stefnan var tekin á Kóngsfellið ofan við Stórabolla, það skoðað, og síðan haldið áfram að Kerlingarskarði milli Miðbolla (Litla-Kóngsfells) og Syðstubolla. Eftir að hafa litið á drykkjarsteininn efst í skarðinu var götunni fylgt niður skarðið, skoðuð tóft brennisteinsnámumanna undir því og síðan gengið áfram niður á Bláfjallaveg.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Bollar

Tvíbollar.