Tag Archive for: Kúluhattshellir

Kúluhattshellir

Gengið var frá Sandfelli eftir slóða, vestur yfir grassléttu, Þúfnavelli, austan Geitafells og áfram eftir slóðanum vestur með norðanverðu fjallinu.

Kúluhattshellar

Í Kúluhattshellum.

Norðan og ofan við Geitafell er gróið hraun og því auðvelt yfirferðar. Með í för var m.a. einn helsti hellafræðingur landsins. Þegar komið er upp á brúnina blasir Heiðin á við í vestri. Þegar komið var á móts við norðurhornið, eftir þriggja kílómetra og 15 mínútna göngu, var gengið í norðvestur í átt að Hrossagjárhorni, en það heitir þar sem Hrossagjá beygir úr norðri til vesturs. Þar austan við eru Guðrúnarbotnar; grasi grónar brekkur og dældir utan og neðan við hraunkantinn á Heiðinni há. Botnarnir liggja með hraunkantinum til suðurs. Þegar komið var neðst í Guðrúnarbotna bar kúlahattslegan klett, u.þ.b. tveir metrar í þvermál, við himinn í norðvestri, uppi í heiðinni. Kletturinn er norðaustan við klapparhól, sem reyndar er nóg af á þessu svæði. “Kúluhatturinn” er eina kennileitið á þessu svæði, sem sker sig úr, þótt lítill sé á mælikvarða heiðarinnar.

Kúluhattshellir

Í Kúluhattshellum – hreindýrabein.

Um 200 metrum austan við klettinn eru nokkur jarðföll. Fyrst var komið í jarðfall, u.þ.b. fjórir metrar í ummál og tæplega tveggja metra djúpt. Rás, sem lá niður úr því til suðausturs reyndist vera um 20 metra löng. Efri hluti jarðfallsins skiptist í tvær rásir. Önnur lá til norðurs, en hin til norðvesturs. Sú nyrðri reyndist nokkuð víð, en fremur stutt. Í henni voru dropasteinar og aðrar fallegar hraunmyndanir.

Hin reyndist öllu lengri. Kannaðir voru um 100 metrar af rásinni. Í henni voru m.a. tvö önnur op, þar af eitt stórt og mikið. Skammt innan við opið var beinagrind, að því er virtist af hreindýri, en síðasta villta hreindýrið á Reykjanesi var einmitt drepið á Hellisheiði í lok annars áratugar 20. aldar. Í þessum helli eru því óneitanlega eitthvað skoðunnar virði, auk dropasteina og fleiri myndana.

Kúluhattshellar

Í Kúluhattshellum.

Annað jarðfall var þarna skammt vestar. Sunnan í því var stór og mikil hraunrás, en endaði með hruni eftir um 10 metra. Handan við hrunið mátti sjá niður í rásina þar sem hún hélt áfram til suðausturs. Ofar í jarðfallinu lá hraunrás upp á við.
Líklegt má telja að á þessu svæði kunni að leynast fleiri göt og fleiri rásir. A.m.k. lofaði þetta góðu.
Frá Geitafelli eru tæplega fimm kílómetrar upp í hellana, eða u.þ.b. klukkustunda gangur. Þegar lagt var af stað til baka var orðið myrkvað. Það kom hins vegar ekki að sök því stjörnubjart var og norðurljósin dönsuðu litríkan strikadans um himninn. Það var því tiltölulega auðvelt að rata til baka aftur.
Veður var hlýtt og stillulogn var allan tímann – sem sagt; hið fegursta haustkvöld.

Kúluhattshellar

Kúluhattshellar – uppdráttur ÓSÁ.

Kúluhattshellar

Gengið var frá Geitafelli á móts við Stórahvamm. Þaðan voru 3.4 km upp í “Kúluhattshella” ofan við Guðrúnarbotna í Heiðinni há.

Kúluhattshellir

Í Kúluhattshelli

Ætlunin var að skoða þá betur. Svarta þoka var á svæðinu svo varla sást út úr augum. Auk þess var stormur af suðaustan. Einhver hefði ekki talið þetta árennilegt, en FERLIR, sem er vant miklum hitum á ferðum sínum, tekur andblæ sem þessum fagnandi. Og eftir að hafa sett upp FERLIRshúfur virtist þokunni sem svipt í burt. Þá var ekkert í veginum að leggja af stað. Gengið var þvert á Guðrúnarbotnana og á heiðina.
Fyrst var kíkt í austasta gatið. Það er í jarðfalli, u.þ.b. fjórum metrum í þvermál og tæplega tveggja metra djúpt. Rás, sem liggur niður úr því til suðausturs er um 20 metra löng, talsvert hrunin. Efri hluti jarðfallsins skiptist í tvær rásir. Önnur liggur til norðurs, en hin til norðvesturs. Sú nyrðri er víð, en fremur stutt. Í henni eru dropasteinar og aðrar fallegar hraunmyndanir. Hin er öllu lengri. Nú var rásin könnuð að fullu. Hún er um 100 metra löng. Efst í henni eru tvö önnur op, þar af eitt stórt og mikið.

Kúluhattshellir

Í Kúluhattshelli.

Skammt neðan við það op, fremst í lægri rás, er beinagrind af hreindýrskálfi. Þessi rás er heil og eru dropasteinar á gólfinu. Hraunstrá eru í lofti. Svo er einnig í stóru rásinni. Löng hraunstrá hanga hér og þar úr loftinu, en víða, einkum neðri hlutinn, er nokkuð hruninn. Á móts við og ofan við þveropið þar sem hreindýrsbeinin eru, er fallegur brúnn flór. Ofan við hann er enn fallegri rauður flór.
Annað jarðfall er þarna skammt vestar. Sunnan í því var stór og mikil hraunrás, en hún endar með hruni eftir um 10 metra. Handan við hrunið má sjá niður í rásina þar sem hún hélt áfram til suðausturs. Ofar í jarðfallinu lá hraunrás upp á við, um 60 metra löng. Hún endar í hruni.

Kúluhattshellir

Hreindýrabein í Kúluhattshelli.

Við skönnun á nágrenninu sást ofan í enn eina rásina. Eftir smátilfæringar var hægt að skríða ofan í hana. Hún rúmgóð og slétt í botninn í fyrstu, en síðan tók við mold I gólfinu uns rásin lokaðist nokkru neðar. Hægra megin neðan við opið er mjög falleg 15 metra þverrás. Í henni er eitt fallegasta hraunsráaloft, sem finnst í helli á Reykjanesi – sannkallaður hraunstráaskógur. Hæðin á rásinni er u.þ.b. mannhæð og eru hraunstráin um 30 cm löng. Loftið er gljáandi og má vel sjá á því hvernig útfellingarnar hafa orðið og hraunstráin hafa orðið til. Þessi rás lokast skyndilega þar skammt innar. Ef mynda á hraunstrá þá ætti að gera það þarna.
Svæðið í nágrenni við þessi göt lofa góðu. Þegar komið var upp aftur var komið enn verra veður en áður, en það lagaðist strax og húfurnar höfðu verið settar upp.
Í þessari ferð var gerður uppdráttur af hellunum á “Kúluhattssvæðinu” og ljósmyndir teknar.
Frábært veður í kvöldkyrrðinni. Gangan tók 4 klst og 2 mín.

Kúluhattshellar

Kúluhattshellar – uppdráttur ÓSÁ.

Kúluhattshellar

Gengið var frá Sandfelli eftir slóða, vestur yfir grassléttu, Þúfnavelli, austan Geitafells og áfram eftir slóðanum vestur með norðanverðu fjallinu.

Kúluhattshellar

Í Kúluhattshelli.

Norðan og ofan við Geitafell er gróið hraun og því auðvelt yfirferðar. Með í för var m.a. einn helsti hellafræðingur landsins. Þegar komið er upp á brúnina blasir Heiðin á við í vestri. Þegar komið var á móts við norðurhornið, eftir þriggja kílómetra og 15 mínútna göngu, var gengið í norðvestur í átt að Hrossagjárhorni, en það heitir þar sem Hrossagjá beygir úr norðri til vesturs. Þar austan við eru Guðrúnarbotnar; grasi grónar brekkur og dældir utan og neðan við hraunkantinn á Heiðinni há. Botnarnir liggja með hraunkantinum til suðurs. Þegar komið var neðst í Guðrúnarbotna bar kúlahattslegan klett, u.þ.b. tveir metrar í þvermál, við himinn í norðvestri, uppi í heiðinni. Kletturinn er norðaustan við klapparhól, sem reyndar er nóg af á þessu svæði. “Kúluhatturinn” er eina kennileitið á þessu svæði, sem sker sig úr, þótt lítill sé á mælikvarða heiðarinnar.

Kúluhattshellir

Í Kúluhattshelli.

Um 200 metrum austan við klettinn eru nokkur jarðföll. Fyrst var komið í jarðfall, u.þ.b. fjórir metrar í ummál og tæplega tveggja metra djúpt. Rás, sem lá niður úr því til suðausturs reyndist vera um 20 metra löng. Efri hluti jarðfallsins skiptist í tvær rásir. Önnur lá til norðurs, en hin til norðvesturs. Sú nyrðri reyndist nokkuð víð, en fremur stutt. Í henni voru dropasteinar og aðrar fallegar hraunmyndanir. Hin reyndist öllu lengri. Kannaðir voru um 100 metrar af rásinni. Í henni voru m.a. tvö önnur op, þar af eitt stórt og mikið. Skammt innan við opið var beinagrind, að því er virtist af hreindýri, en síðasta villta hreindýrið á Reykjanesi var einmitt drepið á Hellisheiði í lok annars áratugar 20. aldar.

Kúluhattshellir

Í Kúluhattshelli.

Í þessum helli eru því óneitanlega eitthvað skoðunnar virði, auk dropasteina og fleiri myndana. Annað jarðfall var þarna skammt vestar. Sunnan í því var stór og mikil hraunrás, en endaði með hruni eftir um 10 metra. Handan við hrunið mátti sjá niður í rásina þar sem hún hélt áfram til suðausturs. Ofar í jarðfallinu lá hraunrás upp á við.
Líklegt má telja að á þessu svæði kunni að leynast fleiri göt og fleiri rásir. A.m.k. lofaði þetta góðu.
Frá Geitafelli eru tæplega fimm kílómetrar upp í hellana, eða u.þ.b. klukkustunda gangur. Þegar lagt var af stað til baka var orðið myrkvað. Það kom hins vegar ekki að sök því stjörnubjart var og norðurljósin dönsuðu litríkan strikadans um himninn. Það var því tiltölulega auðvelt að rata til baka aftur.
Veður var hlýtt og stillulogn var allan tímann – sem sagt; hið fegursta haustkvöld.

Kúluhattshellar

Kúluhattshellar – uppdráttur ÓSÁ.