Tag Archive for: Litlibær

Bakki

Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I“, árið 2011 er fjallað um jörðina Bakka (Litlabæ og Bjarg). Þar segir m.a.:

Bakki

Bakki

Bakki , Bjarg og Litlibær- lofmynd 1954.

1703 var jarðadýrleiki óviss, Kálfatjarnarkirkjueign. Bakkakrókur eyðihjáleiga 1703. [1379]: Kirkjan á Kálfatjörn á jarðirnar Bakka og Flekkuvík. (DI III 340) [1477]: Kirkjan á Kálfatjörn á jarðirnar Bakka og Flekkuvík. (DI VI, 124). Bjarg var tómthús frá Kálfatjörn en fór í eyði 1934 og sameinaðist Bakka. Litlibær var tómthús í upphafi (fyrir 1884), en síðar grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. (GJ: Mannlíf og mannvirki, 333-340). Bakki (nýi) fór í eyði árið 1963 (Ö-Kálfatjarnarhverfi, 10). „Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar. Fyrsti Bakki er kominn út í sjó út, annar Bakki er rústir á sjávarkambinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þurfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni“ (GJ:Mannlíf og mannvirki, 337). „Sagnir eru um, að aðalkirkjan hafi upphaflega staðið á Bakka er þá stóð fram við sjóinn. En vegna landbrots af sjávargangi hafi hún verið flutt að Kálfatjörn“ (ÁÓ: Strönd og Vogar, 183).

Bakki

Bakki 2020.

1703: „Túnin fordjarfast af sands og sjáfarágángi árlega meir og meir, og þarf ábúandinn með kostnaði og ómaki sandinn af að moka og burt að færa. Engjar eru ongvar. Útihagar lakir um sumar, um vetur nær öngvir, nema fjaran.“ JÁM III, 146. 1919: Tún 1,5 teigar, 760m2. „Norðan eða innan Móakots og Kotagirðingar, þar sem nú eru býlin Bakki og Litlibær ásamt því landi öðru, sem innan Heiðargarðs er frá Móakotsmörkum, var um langan aldur kúabeit frá Kálfatjörn, kölluð Kálfatjarnargirðingar. En þetta hafa áður verið tún og beitarland Bakka hins forna býlis, er þar var, en lagðist í eyði vegna sjávarágangs og lagðist þá undir Kálfatjörn“ (Ö-Kálfatjarnarhverfi, 9). Eftir að bærinn á Bakka var síðast fluttur vegna sjávarágangs árið 1904 fékk ábúandi smám saman útmælt land og ræktaði tún allt frá sjó að Heiðargarði (Ö-Kálfatjarnarhverfi, 10).

Bakki

Túngarður ofan Bjargs.

Óljóst er hversu mikið land hefur upphaflega tilheyrt jörðinni Bakka. Í örnefnaskrá Kálfatjarnar (4) segir að Kálfatjörn tilheyri „innangarðs allt hið forna Bakkaland að svo miklu leyti, sem það hefur ekki verið selt á leigu og erfðafestu handa Bakka (Nýja), Bjargi og Litlabæ.“ Líklegt er að Bakka hafi að fornu a.m.k. tilheyrt land frá Bakkarkóki að túnmörkum Nýja-Bakka á móti Kálfatjörn. Einnig eru líkur til þess að jörðin hafi átt land áfram upp í heiðina eins og flestir aðrir bæir á ströndinni.

„Niður við sjó eru varir nefndar Bakkavarir verstu lendingar á allri ströndinni, þar oft brim og ólendandi, þar innaf eru tóftir eftir kot sem hét Bakki er svo var flutt undan sjó þar sem nú er bærinn við sjóinn,“ segir í örnefnaskrá Bakka, Móakots og Bjargs. „Á Gamla-Bakka mun þó fljótlega hafa verið tekin upp búseta á ný, en þá líklega sem tómthús. En víst er um það, að á ofanverðri 19. öld var myndarlega húsað á Bakka. Þar var loftbaðstofa og einnig voru þar allstórir kálgarðar og túnblettir. Gamli-Bakki, en svo eru rústirnar kallaðar, stóð á sjávarbakkanum nokkuð miðsvæðis, upp af Bakkatöngum […]. Nálægt síðustu aldamótum var sjór farin að brjóta svo nálægt bænum, að ekki þótti annað fært en flytja hann frá sjónum,“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: „Bakki var grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. […] Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar. Fyrsti Bakki er kominn í sjó út, annar Bakki er rústir af sjávarkampinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þurfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni.“

Bakki

Bjarg.

Gamli-Bakki er 200 m suðaustan við núverandi bæjarstæði Bakka. Á túnakorti má sjá ýmis garðlög, hús og húsaleifar þar sem Gamli-Bakki stóð. Suðvestan við gamla bæjarstæðið var ræktað út tún eftir að bærinn var fluttur árið 1904 og tilheyrði það tún Bjargi. Gamli-Bakki er fast norðvestan við Bakkatjörn. Sumt af því sem er á túnakortinu er horfið vegna ágangs sjávar og vegna fjörugrjóts sem borist hefur upp á bakkann og hylur e.t.v. sumar minjarnar.
Gamli-Bakki stendur fram á sjávarbakka. Í fjörunni til norðurs og norðvesturs er klapparfjara en sunnan við hann er Bakkatjörn. Grasi gróið er allt í kringum minjarnar og grýtt.

Kirkja

Litlibær

Tóftir Gamla-Bakka.

Í bók Árna Óla, Strönd og vogar, segir: „Sagnir eru um, að aðalkirkjan hafi upphaflega staðið á Bakka er þá stóð fram við sjóinn. En vegna landbrots af sjávargangi hafi hún verið flutt að Kálfatjörn. En þar sem Bakki stóð áður sé nú grængolandi sjór. […] Aðfaranótt 3. febrúar 1779 gerði mikið sjávarflóð og skemmdist Bakki þá svo að hann var í eyði það ár, en grasbýli sem hét Naustakot tók alveg af.“ Ef kirkja hefur verið á Bakka er líklegt að hún hafi staðið þar sem elsta þekkta bæjarstæðið var en það er nú komið út á sjó og löngu horfið og því ólíklegt að nokkrar leifar kirkju eða krikjugarðs kunni að koma í leitirnar héðan í frá, nema að kirkjan hafi fylgt bænum eftir að hann var fluttur á bæjarstæði en engar sagnir eru um slíkt. Ennfremur er erfitt að fullyrða nokkuð um að kirkja hafi verið á Bakka þar sem engar fornar heimildir eru til um hana.

Gamli-Bakki

Bakki

Gamli-Bakki; uppdráttur.

„Niður við sjó eru varir nefndar Bakkavarir verstu lendingar á allri ströndinni, þar oft brim og ólendandi, þar innaf eru tóftir eftir kot sem hét Bakki er svo var flutt undan sjó þar sem nú er bærinn við sjóinn,“ segir í örnefnaskrá Bakka, Móakots og Bjargs. „Á Gamla-Bakka mun þó fljótlega hafa verið tekin upp búseta á ný, en þá líklega sem tómthús. En víst er um það, að á ofanverðri 19. öld var myndarlega húsað á Bakka. Þar var loftbaðstofa og einnig voru þar allstórir kálgarðar og túnblettir. Gamli-Bakki, en svo eru rústirnar kallaðar, stóð á sjávarbakkanum nokkuð miðsvæðis, upp af Bakkatöngum […] Nálægt síðustu aldamótum var sjór farinn að brjóta svo nálægt bænum, að ekki þótti annað fært en flytja hann frá sjónum,“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: „Bakki var grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. […] Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar.

Bakki

Gamli-Bakki – bæjarhóll.

Fyrsti Bakki er kominn í sjó út, annar Bakki er rústir af sjávarkampinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þurfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni.“ Á sama stað kemur fram að bærinn var byggður fyrir 1850. Þar var tómthús fram til 1900 en þá var ræktað þar upp. Núverandi bæjarstæði Bakka er um 200 m suðaustan við Gamla-Bakka.
Íbúðarhúsið á Bakka og útihús standa í sléttum túnbletti og lítill garður er í kringum húsið. Ekki eru nein merki um bæjarhól á núverandi bæjarstæði Bakka eða uppsöfnun mannvistarleifa. Íbúðarhúsið er bárujárnsklætt timburhús frá 1904 og sambyggt því er steypt yngra hús, heldur minna, óvíst er hvenær það var reist. Bæði húsin eru með ris undir súð og kvistur er til suðvesturs á risi bárujárnshússins. Saman eru húsin um 9×5 m að stærð, snúa suðvestur-norðaustur en eldra húsið er um 5×5 m og það yngra 4×5 m að stærð. Um 4 m eru upp í mæni á yngra húsinu en um 5 m á því eldra. Dyr eru á miðri norðausturhlið yngra hússins og á norðvesturgafli þess. Ekki eru dyr á eldra húsi nema inn í það yngra á norðausturvegg. Ekki er að sjá eldri byggingaleifar á hlaðinu. Um 6 m vestan við íbúðarhús er bárujárnsklætt útihús með þrjár burstir, það er um 16×11 m að stærð fyrir utan lítið gróðurhús sem byggt hefur verið við suðvesturenda þess. Húsið snýr norðaustur-suðvestur.

Bakki (elsta bæjarstæði)
„Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar. Fyrsti Bakki er kominn út í sjó, annar Bakki er rústir á sjávarkambinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þarfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni.“
Ekki sést til fornleifa.

Naustin

Bakki

Bakki – Naustin; uppdráttur.

„Bakkavarir voru hér við Bakkakampinn en eftir honum lá Bakka-Sjávargarðurinn, Bakka-Naust og Bakka-Skiparétt,“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnar.
„Um 80 m sunnan við rústir Gamla-Bakka er Bakkavör ásamt skiparétt og sjávarhúsum. Í Bakkavör eiga einnig Litlibær, Móakot, Fjósakot og Hátún uppsátur.
Örstutt upp frá Naustunum var býlið Bjarg […],“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. Samkvæmt túnakorti frá 1919 voru ýmis mannvirki niður við sjó, um 150 m norðvestan við Bakka og 60 m SSV við Gamla-Bakka. Þau eru skráð hér sem ein minjaheild auk annarra minja sem eru á svæðinu en ekki eru á túnakorti.

Bakkavör

Bakki

Bakki – vörin.

Vörin er milli tveggja klappa, um 5×5 m að innanmáli. Upp af vörinni er slétt klöpp og á henni nokkuð af lausu fjörugrjóti. Ekki er ljóst hvort vörin er alveg náttúruleg eða mannaverk. Þó má vel sjá merki þess að vörin hafi verið rudd, auk þess sjá má járnkengi í klöpp ofan hennar.
Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls var árið 1703 heimræði og ágæt lending á Bakka. „Niður við sjó eru varir nefndar Bakkavarir verstu lendingar á allri ströndinni, þar oft brim og ólendandi, þar innaf eru tóftir eftir kot sem hét Bakki er svo var flutt undan sjó þar sem nú er bærinn við sjóinn,“ segir í örnefnaskrá Bakka, Móakots og Bjargs. „Um 80 m sunnan við rústir Gamla-Bakka er Bakkavör ásamt skiparétt og sjávarhúsum. Í Bakkavör eiga einnig Litlibær, Móakot, Fjósakot og Hátún uppsátur,“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. Bakkavör er um 85 m suðvestan við Gamla-Bakka. Vörin er í stórgrýttri klapparfjöru. Ofan við vörina til suðausturs eru hlaðnir steinveggir og steypt hús undir bárujárnsþaki.

Bakkakrókur

Bakki

Bakki – Heiðargarður.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: „Backakrokur, eyðihjáleiga, hefur í eyði legið yfir fjörutíu ár. […] Nú brúkar ábúandinn grasnytina, og má ei að skaðlausu missa.“ „Til suðurs með sjónum, stuttan spöl, var garður hlaðinn frá Garðsendanum [enda Heiðargarðs og síðan þvert út fjöruna í stóra og háa klöpp, er Garðsendaklöpp nefnist.

Litlibær

Litlibær, Bjarg og Bakki – uppdráttur ÓSÁ.

Þarna í girðingakróknum eru rústir bæjar er Krókur nefndist eða Bakkakrókur. Þarna hafa húsakynni verið lítil, máski upphaflega sjóbúð. Bakkakrókur fór í eyði 1660,“ segir í örnefnaskrá. Bakkakrókur er 300 m austan við Gamla-Bakka og 10 m vestan við norðurenda Heiðargarðs. Tóftin er í túni umkringdu hrauni og mólendi. Grýtt fjara með svörtum klöppum og ljósum skeljasandi er skammt frá.
Nú sést aðeins ein tóft á þessum stað.

Litlabær

Bakki

Bakki og Litlibær.

„Litlibær stóð í Litlabæjartúni eða Litlubæjarlóð. Þar var rétt hjá Litlabæjartjörn,“ segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: „Litlibær var tómthús í upphafi, en síðar grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. […] Helgi byggði upp Litlabæ úr torfbæ í timburhús árið 1906.“ Þar kemur einnig fram að býlið hafi verið byggt fyrir 1884. Húsið sem stendur nú var byggt 1934 og notað sem sumarbústaður.

Heimildir:
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2011.
-Kálfatjörn, örnefnalýsing – Ari Gíslason skráði.
-Kálfatjörn, örnefnalýsing – Gísli Sigurðsson skráði.
-„Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi – Svæðisskráning“ eftir Svandísi Gunnarsdóttur.
-Örnefnalýsing Kristjáns Eiríkssonar um Kálfatjörn og kot þess, skráð eftir Ólafi Erlendssyni og Gunnari Erlendssyni 18.11.1976.
-Oddgeir Arnarsson – Örnefni í Kálfatjarnarhverfi og Flekkuvík í Vatnsleystrandarhreppi, ritgerð 1998.
-Guðmundur Björgvin Jónsson, Mannlíf og mannvirki á Vatnsleysuströnd.

Litlibær

Bakki, Bjarg og Litlibær – túnakort 1919.

Þórustaðir

Í frétt Minja- og sögufélags Vatnsleysustrandar má lesa eftirfarandi um „brúsapalla“ í sveitarfélaginu:

Brúsapallur

Brúsapallur ofan Litlabæjar og Bakka.

„Brúsapallar voru víða um sveitir landsins á árunum 1940 til 1970. Þar þjónuðu þeir hlutverki sínu fyrir mjólk sem beið þess að verða sótt, á leið sinni í mjólkurbúið. Þar beið líka stundum heimasætan og annað fólk sem þurfti bílfar um sveitina.
Árið 2009 voru nokkrir brúsapallar friðaðir í Noregi þar sem talið var að þeir hefðu að geyma merkan hluta af menningarsögu sveitanna, hvað snerti bæði framleiðsluhætti og félagslíf.
Í Sveitarfélaginu Vogum eru enn uppistandandi tveir brúsapallar, smáhýsi sem standa við afleggjarana að Litla-Bæ og Bakka og Þórustöðum. Sannarlega merkur hluti menningarsögu sveitarfélagsins.
Er ástæða til að halda sögu þessara brúsapalla okkar lifandi? Hefðu vegfarendur um sveitina okkar hugsanlega gagn og gaman af að fræðast um hluta menningarsögu okkar við smáhýsin við Vatnsleysustrandarveg?“

Brúsapallur

Búsapallur ofan Þórustaða.

Á mbl.is var grein um brúsapalla undir fyrirsögninni „Kennari, hvað er brúsapallur?
„Nú eru komin ný orð yfir þetta, ferlega ljót, nánast afstyrmi að því er mér finnst: samnemendur eða samstúdentar .
Öllum er ljóst að samfélag okkar, sem og þau sem við höfum mest saman að sælda við, breytist ört. Það veldur því að við þörfnumst sífellt nýrra orða til að gera okkur jarðvistina léttbærari og skiljanlegri. Ný orð yfir ný fyrirbæri gera okkur kleift að vera virk í þessum nútíma sem þó staldrar svo stutt við áður en sá næsti birtist.
Í því augnamiði smíðum við nýyrði mörg, lögum erlend orð að íslensku beygingar- og hljóðkerfi og tökum gömul íslensk orð, sem misst hafa af hraðlestinni, orðið eins konar strandaglópar eins og orðið skjár svo dæmi sé nefnt. Mörg hinna nýju orða verða gildir þegnar málsamfélagsins, önnur týnast brátt; verða undir í samkeppninni.

Brúsapallur

Brúsapallur í Flóa.

Fylgifiskur alls þessa er náttúrlega sá að sum gömul og gegn orð glatast með öllu eða verða svo fágæt í munni manna og skrifum að þeir sem þau nota teljast til sérvitringa, eins konar fornmanna sem neita að hlýða kalli tímans.
Þessi orð verða úti og rata ekki til hinna nýju byggða af því að þeirra virðist engin þörf lengur. Þau verða samferða í útlegðina gömlum atvinnuháttum og verkmenningu sem gengin er sér til húðar.

Brúsapallur

Brúsapallur.

Þannig er það staðreynd að allsendis væri ómögulegt að kenna börnum vorum og unglingum ljóðið um Bjössa á mjólkurbílnum án þess að því fylgdu nákvæmar orðskýringar. Þannig stendur í Íslensku orðabókinni: „Brúsapallur: pallur á mótum þjóðvegar og heimreiðar að býli þar sem mjólkurbrúsar eru settir fyrir mjólkurbílinn.“
Það vekur athygli að sögnin, sem fylgir skýringunni, er í nútíð (eru). Nú er tími brúsapallanna liðinn og líklega væri réttara að nota þátíðina (voru).
Brotthvarf brúsapallanna úr íslensku þjóðlífi var fyrir nokkrum árum tilefni þessarar vísu manns sem virðist sakna ákaft horfins tíma:

Öðruvísi allt í gær;
aldni tíminn fallinn.
Okkar bíður engin mær
við engan brúsapallinn.

Brúsapallurinn horfni er einungis eitt dæmi ótal margra um orð sem látið hafa í minni pokann fyrir þessu óttalega skrímsli sem við köllum þróun, jafnvel framfarir, og engu eirir.
Stundum gerist það og að orð sem notuð hafa verið í áratugi, jafnvel aldir, um fyrirbæri sem enn eru í fullu gildi í samfélaginu, verða að víkja, gjarna vegna erlendra áhrifa. Að sumum þessara orða þykir mér mikil eftirsjá.“

Í Degi árið 1956 er stutt skrif um brúsapalla:

Brúsapallur

Brúsapallur.

„Brúsapallar ættu að vera á hverjum stað, þar sem mjólk þarf að skilja eftir við veginn og mjólkurbíllinn tekur síðan. Ef einhverjum finnst þetta hégómamál, ættu þeir að hugleiða það ofurlítið nánar og hafa þá jafnframt hreinlætið í huga. Brúsarnir eru settir á vegarbrún. Bílar fara um og aursletturnar ganga yfir brúsana þegar blautt er um. Í þurrki leggur rykmökkinn yfir þá. En verstur er þó staðurinn sjálfur, þar sem þeir standa á. Þar er traðk manna, hunda og stórgripa. Eitt og annað loðir svo við botngjörðina þegar brúsarnir eru látnir á pallinn. Það hristist að mestu af á leiðinni og þá gjarnan á aðra brúsa er neðar standa. En ef svo ólíklega skyldi vilja til, að eitthvað væri enn eftir þegar að því kemur að hella mjólkinni í vigtina við móttöku í mjólkursamlaginu, er hætt við að mjög óvelkomin óhreinindi verði nærgöngul við hina ágætu mjólk.
Ekki skal í efa dregið að vígreifar hersveitir Jónasar samlagsstjóra, sem hafa þrifnaðinn að vopni, auk sjóðandi vítisvéla, grandi sýklum og öllum þeim ósýnilegu og mögnuðu kvikindum, sem teljast óvinveittar heilbrigði dauðlegra manna og kynnu samkvæmt framansögðu að eiga greiðari leið en æskilegt væri inn á aðalstöðvar mjólkuriðnaðarins. En betra væri samt að loka þessari leið með þeirri þrifnaðarráðstöfun að hafa brúsapalla á hverjum bæ og eru þessar línur skrifaðar í því skyni að þeim mætti fjölga sem fyrst og sem mest. – Spói.“

Á vefsíðu Þjóðminjasafnsins er fjallað um brúsapalla:
Brúsapallur
„Árið 1960 var ekki langt þar til gjörbylting varð í landbúnaði á Íslandi. Vélvæðingin var skammt undan og vélknúin farartæki, dráttarvélar og jeppar leystu af hólmi þarfasta þjóninn við flutninga á landbúnaðarafurðum, jarðvinnu og heyskap. Fjósin stækkuðu, mjaltavélar komu til sögunnar og mjólkurframleiðsla jókst. Í fyrstunni var víða haldið áfram að setja mjólkina í brúsa og hún keyrð í veg fyrir mjólkurbílinn, sem var búinn sogdælu sem dældi mjólkinni í tank bílsins. Næsta stig þróunar varð að við hvert fjós skyldi vera mjólkurhús til þess að uppfylla gæðakröfur sem settar voru til framleiðslu mjólkurafurða. Þar með var því marki náð að mjólkurbíllinn kæmi heim á hvern bæ til þess að sækja mjólkina. Brúsapallar urðu við það svipur hjá sjón. Þeir gegndu þó áfram hlutverki eins konar póstkassa uns þeir hurfu alveg úr vegkantinum og póstkassar með samræmt útlit festir á þar til gerða staura við heimreiðar bæja.“

Á bloggsíðunni bilablogg.is segir m.a. af sannleiknum um Bjössa á mjólkurbílnum:
Brúsapallur
„Starf mjólkurbílstjóra var margþætt á þessum árum og fólst að hluta til í því að koma pökkum á milli staða. Ekki þurfti meira til en það og útkomuna þekkjum við í textanum við ítalska lagið Poppa Piccolino sem varð einfaldlega að: „Bjössi á mjólkurbílnum„.
Höfum í huga við lestur textans í heild hér fyrir neðan að Björn var kvæntur maður og faðir tveggja ungra barna, en alls urðu börnin fjögur. Björn var maður sem fólkið í sveitinni fagnaði þegar hann birtist með nauðþurftir og annað. Hann þótti með eindæmum lunkinn bílstjóri og í minningarorðum um Björn skrifaði dóttir hans að „[…] varla var til sú bíldrusla sem hann gat ekki gert gangfæra“.

Brúsapallur

Brúsapallur austur í sveitum.

Höfum líka í huga að maðurinn sem gerði Kolbein kaftein að hamfarakjafti í íslenskri þýðingu Tinnabókanna samdi textann um Bjössa og var það sem fyrr segir gert af glettni. Má sjá fyrir sér Loft Guðmundsson, sposkan á svip, hripa niður textann sem er svona:

Hver ekur eins og ljón
Með aðra hönd á stýri?
Bjössi á mjólkurbílnum,
Bjössi á mjólkurbílnum.
Hver stígur bensínið
í botn á fyrsta gíri?
Bjössi á mjólkurbílnum,
Hann Bjössi kvennagull.
Við brúsapallinn bíður hans mær,
Hæ, Bjössi keyptirðu þetta í gær?
Og Bjössi hlær, ertu öldungis ær,
Alveg gleymdi’ ég því.
Þér fer svo vel að vera svona’ æst
æ, vertu nú stillt ég man þetta næst.
Einn góðan koss, svo getum við sæst á ný.
Hann Bjössi kann á bil og svanna tökin.
Við brúsapallinn fyrirgefst mörg sökin.

Heimildir:
-https://www.facebook.com/510788858933519/photos/br%C3%BAsapallar-voru-v%C3%AD%C3%B0a-um-sveitir-landsins-%C3%A1-%C3%A1runum-1940-til-1970-%C3%BEar-%C3%BEj%C3%B3nu%C3%B0u-%C3%BEei/584589608220110/
-https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1364905/
-https://www.thjodminjasafn.is/syningar-vidburdir/adrar-syningar/ljosmynd-manadarins/hver-ekur-eins-og-ljon
-Dagur, 52. tbl. 06.10.1956, Fokdreifar, bls. 4.
-https://www.bilablogg.is/frettir/sannleikurinn-um-bjossa-a-mjolkurbilnum

Vatnsleysuströnd

Brúsapallurinn ofan Litlabæjar og Bakka 2022.

Álftanes

Gengið var um vestanvert Álftanes, norðan Skógtjarnar. M.a. var komið við í tóftum Litlabæjar, gengið út á Litlabæjartanga og síðan gengið með ströndinni innan við Sandskarð. Þar fyrir innan er t.d. Bakkakot og Bakkakotstjörn. Fyrir innan röðuðu kotin (Hákot, Gesthús, Sveinskot, Kekkjakot, Mýrarkot, Garðskot, Þóroddarkot, Grashús, Þórukot, Bjarnastaðir og Friðrikskot) sér í þétta þyrpingu fyrr á öldum.

Eldhús

Hlóðareldhús – Gaimard.

Sá hluti Álftaness, sem tilheyrir landi Garðabæjar, afmarkast af vestanverðu af Skógtjörn. Í tjörninni gætir mikils munar flóðs og fjöru. Í Skógtjörn er fjölbreyttur gróður og dýralíf. Skógtjörn er mikilvægur viðkomustaður farfugla. Yfir vetrarmánuðina halda þar til endur og álftir. Í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 segir Árni Helgason að sögur hermi að Skógtjörn og Lambhúsatjörn hafi fyrrum verið engi.
Þegar staðið er á Litlabæjartanga í svo “stórri sveit”, sem Álftanesið hefur verið í gegnum aldirnar með stjórnsýslusetrið Bessastaði innanborðs, með hafið á mót ströndinni og lífsblett smælingjans landmegin, verður ekki hjá því komist að velta lífi hins venjulega fólks fyrir sér hér fyrr á öldum. Nákvæm lýsing á búskapnum í Litlabæ er til frá því á ofanverðri nítjándu öld. Gísli Jónsson, alþingismaður, skrifaði þær og studdist við minnisblöð föðurs síns, Jóns Hallgrímssonar. Foreldrar Gísla fengu jörðina til ábúðar árið 1884 og bjuggu þar í tólf ár.

Álftanes

Stíflisgarður við Skógtjörn.

Í Litlabæ bjuggu 11 manns samkvæmt manntalinu 1890; hjón ásamt fimm börnum sínum, tveimur vinnumönnum og tveimur vinnukonum. “Þar hefur fjölskyldan verið í hörðum skóla. Þar hefur hún liðið sult, klæðleysi, sjúkdóma og fátækt. Þar hefur faðir minn margoft teflt á tæpasta vaðið í baráttu við æðisgengnar öldur, stórviðri, myrkur og byl.”
Lýsing Gísla gæti átt við svo til sérhverja fjölskyldu á Íslandi á þessum tíma.
Jörðinni og híbýlum þeirra lýsir Gísli svo: “Suðvestast á Nesinu, alveg fast að klettóttri ströndinni, er lítið kot. Litlibær heitir það, og ber nafn með rentu. Húsakynnin eru lítill torfbær, byggður í gömlum íslenskum bæjarstíl, með göflum og dyrum gegnt hafinu.

Bær

Í bæjargöngum.

Þegar gengið er inn moldargöngin, er til vinstri handar þiljuð örlítil stofa með timburgólfi. Til hægri handar er moldareldhús, með hlóðum,… en óþiljað. Fyrir enda gangsins er stigi upp í baðstofu. Hún er tvö stafgólf, með súð og torfþaki. Þar er engin upphitun. Einn fjögurra rúðu gluggi er á stofugafli, en á hvorum enda baðstofu er einnig gluggi, en nokkru minni. Á eldhúsi er enginn gluggi, en birta fæst niður um víðan stromp, sme er beint yfir hlóðunum og tekur frá þeim allan reyk. Við norðurvegg eldhússins er gripahús. Er þar bás fyrir eina kú, stalldur fyrir einn hest, og stía fyrir sex kindur. Inn af því er heygarður til geymslu á fóðri, og op á milli svo að taka má heyið, án þess að fara út. Beint fram af gripahúsinu er safnþró, opin og óvarin. Við suðurvegg er hjallur, sem notaður er til geymslu og til að þurrka föt og fisk…

Álftanes

Álftanes fyrrum.

Túnið er lítið og þýft. Sjávarmegin er hár kambur af möl, sem brimið hefur sópað upp.

Bær

Bæjargöng.

Þegar úfinn er sjór og brim er mikið í stórstaumum, gengur möl, sandur og sjávargróðurinn yfir kambinn og alla leið inn á túnið. Verður því að hreinsa það á hverju vori. Í sæmilegu ári gefur túnið af sér kýrfóður. Fyrir aðrar skepnur verður að afla heyja á annarra landi.”

Svo mörg voru þau orð – lýsing á dæmigerðum íslenskum bæ á nítjánu öld. Síðan eru liðin mörg ár – eða hvað?
Stundum er hollt að staldra við, setjast niður og rifja upp við hvaða kost forfeður okkar bjuggu við fyrir tiltölulega stuttu síðan. Árið 1910 -´20 voru helmingur allra húsa á Íslandi úr torfi og grjóti. Nú, 85 árum síðar, eru torfbæir ekki til (nema sem söfn). Hugsaðu um það – lesandi góður!
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín – en hugurinn reikaði á þeim tíma allt að 101 ár aftur í tímann, eða hér um bil.

Heimildir m.a.:
-Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar – 2002.
-Álftanesssaga – Anna Ólafsdóttir Björnsson – 1996.

Álftanes

Álftanes – Örnefnakort – ÓSÁ.

Kálfatjörn

Á Kálfatjörn, þar sem íbúðarhúsið stóð er tvískipt skilti. Á öðru þeirra er fjallað um túnakort og minjar og á hinu um Kálfatjörn. Á með má lesa eftirfarandi texta:

Kirkjur á Kálfatjörn

Kálfatjörn 1920

Kálfatjörn 1920.

Í máldaga (skrá um eignir kirkju) Páls Jónssonar Skálholtsbiskups frá því um 1200 er getið um kirkju á Bakka. En vegna landbrots af sjávargangi hafi hún verið flutt að Kálfatjörn þar sem til eru heimildir um kirkju frá 1450. Fram til 1824 var torfkirkja á Kálfatjörn. Var þá reist ný kirkja með tofveggjum, en timburþaki. Sú kirkja sdtóð í 20 ár. Aftur var byggð timburkirkja sem stóð önnur 20 ár. Árið 1864 var byggð kirkja sem stóð uns smíði núverandi kirkkju hófst á vormánuðum 1892. Kirkjan var vígð þann 11. júni 1893. Kálfatjörn var prestsetur allt til ásrins 1919.

Núverandi kirkja
Kálfatjarnarkirkja
Bygging núverandi kirkju gekk afar vel. Allt efni til kirkjunnar var flutt hingað á dekkskipi og skipað upp á árabátum. verkið tók um það 14 mánuði. Kirkjan er byggð úr timbri á hlöðnum grunni. Kirkjusmiður var Guðmundur Jakobsson, byggingameistari, sem nait aðstoðar Sigurjóns Jónssonar trésmiðs. Steinsmiðurinn frá Holti á Vatnsleysuströnd, Magnús Árnason, hlóð grunninn. Pílára á svalarbrúnum og í altarisgrindum ásamt ýmsum útskurði annaðist Þorkell Jónsson, bóndi í Móakoti á Vatnsleysuströnd. þegar allri trésmíði var lokið kom danski málarinn Nicolaj Sofus Bertelssen og málaði kirkjuna að innan og hefur því verki verið vel við haldið alla tíð. Hann málaði einni innviði Dímkirkunnar í Reykjavík.

Kálfatjörn

Kálfatjörn um 1960.

Árið 1935 var kirkjuturninn endurbyggður vegna vatnsskemda. Nokkuð var deilt um breytinguna sem gerð var á turninum og breytti um leið öllu útliti kirkjunnar eins og sjá má á myndum. Meirihluti sóknarbarna vildi fá samskonar turn og var í upphafi, en fjármálasjónarmiðin réðu og fékk kirkjan þann turn sem hún nú ber. Söngloft er vestantil í kirkjunni og út með hliðunum eru svalir. Hin síðari ár hefur kirkjan talsvert verið endurbætt að innan og utan. Kirkjan rúmar um 15o manns.

Kirkjugarður

Kálfatjörn

Kálfatjarnarkirkja og kirkjugarðurinn. Bakki og Litlibær fjær.

Kirkjugarðurinn er hlaðinn úr grjóti og sniddu sem hefur þjónað því tíþætta hlutverki í gegnum tíðina að verja kirkjugarðinn ágangi búfjár, og sem aðhald og brún þeirrar moldarfyllingar, sem gera þurfti sökum þess hversu jarðvegurjnn er grunnur.

Kirkjumunir
Kálfatjarnarkirkja
Altaristöfluna gerði Sigurður Guðmundsson málari og er hún eftirmynd altaristöflunnar í Dómkirkjunni í Reykjavík. Rétt innan kirkjugarðshliðsins er steinn með bolla í sem talinn er vera frá kaþólskri tíð. Þar hafa kirkjugestir ef til vill signt sig áður en þeir gengu til kirkju. Pípuorgel var keypt í kirkjuna 1985. Skírnarfont, hökla, altarisklæði, sálmanúmeratöflur ásamt spjöldum, andvirði nýrra kirkjubekkja og ótal margt fleira hefur kirkjunni verið gefið í gegnum tíðina.

Prestar á Kálfatjörn
Nokkuð er vitað um þá presta sem sátu staðinn og þjóðnuðu frá 15. öld. Nafnkunnastur þeirra presta er þjónuðu á Kálfatjörn er séra Stefán Thorarnesen sálmaskáld og þýðandi. Aðrir prestar sem vitað er um eru:

Þorsteinn um 1450
Ásbjörn djákni Grímsson óvíst hvenær
Bjarni óvíst hvenær
ormur Egilsson 1580-1623
Ámundir Ormsson 1623-1670
Sigurður Eyjólfsson 1670-1689
Oddur Árnason 1689-1705
Jón Ólafsson 1705-1745
Sigurður Jónsson 1746-1786
Guðmundur Magnússon 1786-1808
Guðmudur Böðvarsson 1809-1826
Pétur Jónsson 1826-1851
Jakob Guðmundsson 1851-1857
Stefán Thorarensen 1857-1886
Árni Þorsteinsson 1886-1919
Árni Björnsson 1919-1930
Ólafur Stephensen 1931-1932
Garðar Þorsteinsson 1932-1966
Bragi Friðriksson 1966-1997
Gunnlaugur Garðarsson 1988-1991
Bjarni Þór Bjarnason 1991-1999
Hans markús Hafsteinsson 1997-2002
Friðrik J. Hjartar 1999-2002
Carlos Ari Ferrer 2002-2007
Bára Friðriksdóttir 2007-2012
Kjartan Jónsson 2012-

Mannvistarleifar
Kálfatjörn
Byggingar sem voru hversdagslegar fyrir hundrað árum eru nú orðnar minjar um horfna lífshætti. Skilningur hefur vaknað á nauðsyn þess aðs krá upplýsingar um slíkar minjar og vernda þær sem eftir eru fyrir komandi kynslóðir. Túnakortin frá 1919 eftir Vigfús Guðmundsson fræðimann sýna glögglega hvernig landnýtingu var háttað. Þar má sjá þyrpingu bæjarhúsa með kálgarða (kg) í kring. Einnig má sjá skiptingu túna og fjöruparta milli bæja, gönguslóða, brunna, lendingar í fjörum og fleira.

Hlið

Kálfatjörn

Ártal í steini á Kirkjubrúnni.

Hlið var tómthús frá Kálfatjörn, með kálgarð og lítinn túnblett. Þar lagðist búskapur niður 1923. Við Hlið lá Kirkjugatan svokallaða sem kirkjugestir fóru um á leið til messu. Þar var grjóti hrúgað þvert yfir Goðhólarásina sem kölluð var Kirkjubrú og átti að auðvelda kirkjugestum för yfir rásina sem gat orðið hinn mesti farartálmi í leysingum á vorin.

Goðhóll

Goðhóll
Goðhóll var tómthús frá Kálfatjörn, en hafði grasnyt. Goðhóll fór í eyði árið 1933. Þar mun síðast hafa verið búið í torfbaðstofu í Vatnsleysustrandarhreppi. Bæjarhúsin eru greinileg og vel uppistandandi.

Kálfatjörn
Kálfatjörn
Gegnt kirkjunni í vestur var prestsetrið. Eftir að það var aflagt árið 1919 bjuggu Erlendur Magnússon, oddviti og útvegsbóndi og Kristín Gunnarsdóttir með börn sín. Heimili þeirra var opið prestum og öllum kirkjugestum til ýmissa verka. Systkinin tóku síðan við búskapnum af forledrum sínum og bjuggu þar alla sína búskapartíð. Kjálfatjarnarhúsið brann í nóvember 1998.

Skjaldbreið

Skjaldbreið við Kálfatjörn.

Skjaldbreið, hlaðan norðvestan við bæinn, mun hafa verið reist um 1850. Í áranna rás hefur útlit hlöðunnar breyst. Í vonskuveðri árið 2007 fauk þakið af henni. Hlaðan var í notkun alla tíð fram til ársins 1999. Talið er að tréverkið, þ.e. bitarnir inni í hlöðunni séu úr Jamestown, mannlausu skipi sem strandaði í Höfnum árið 1881, fullt af viði. Nú hefur Minjafélag Vatnsleysustrandar látið gera hlöðuna upp, lík og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Hátún

Kálfatjörn

Hátún.

Hátún sem var grasbýli frá kirkjujörðinni fór í eyði 1920 en föst búseta var tekin upp aftur um 1960. Í millitíðinni var þar sumarbústaður. Öll bæjarhúsin hafa verið jöfnuð við jörðu fyrir utan hleðslur kálgarða sem sjást enn. Um tíma bjuggu ungverskir flóttamenn í Hátúni.

Fjósakot

Fjósakot
Fjósakot var grasbýli frá Kálfatjörn og fór í eyði 1920. Bærinn stóð á stórum hóli í miðju túni og var talinn með hæstu bæjarstæðum allra bæja í Vatnsleysustrandarhreppi. Þar sér nú aðeins í grjóthrúgur en moldin úr rústunum var tekin til uppfyllingar í kirkjugarðinn á Kálfatjörn.

Móakot
Móakot
Móakot var grasbýli frá Kálfatjörn sem fór í eyði um 1940. Árið 1920 voru husakynnin í Móakoti orðin léleg. Þegar séra Árni Þorsteinsson andaðist árið 1919 var hús það er hann bjó í á Kálfatjörn rifið og Móakot byggt upp úr því efni. Sunnan við bæjartóftirnar er langur hár hóll, er nefnist Klapparhóll, oft kallaður Álfhóll því trúa lá á að þar byggi huldufólk.

Bjarg

Bjarg

Bjarg.

Bjarg var tómtús frá kálfatjörm með kálgarð og dálítinn túnblett. Bærinn fór í eyði árið 1934. Árið 1910 fluttu að Bjargi ung hjón, Ingimundur Guðmundsson, frá næsta bæ, bakka og Abigael Halldórsdóttir frá Hóli við Öndunarfjörð. Ingimundur var mikill hagleiksmaður sem lýst er í ljóðlínum Jóns Helgasonar frá Litlabæ:

Ef ár þurfti’ að smíða’ eða oka í hrip,
upp-hressa bæ eða gera við skip
– þó væru’ei laun nema’ þakka —
járnklæða þak eða járnskóa hest,
þá jafnan var viðkvæðið: „Það er vist best
að biðja hann Munda á Bakka“.

Bakki
Bakki
Aldamótin 1990 var Bakki sagður tómthús frá kirkjujörðinni. Ekki leið þó á löngu þar til ábúandinn, Bjargmundur Guðmundsson, bróðir Ingimundar, var búinn að rækta svo umhverfis Bakka að úr varð góð grasjörð. Eftir það var Bakki skráður grasbýli. Þeir bræður á Bakka og Bjargi voru samhentir og gerðu vel að jörðum sínum, þó kirkjujarðir væru. Þrívegis svo vitað sé hefur Bakki verið fluttur vegna ágangs sjávar. Fysri Bakki er kominn útí sjó, annar Bakki er í dag rústir á sjávarkambinum og núverandi Bakki sem fluttur var árið 1904 stendur vel uppí túni.

Litlibær

Kálfatjörn

Vanræktur hestasteinn við Kálfatjörn.

Litlibær var tómthús í upphafi en síðar grasbýli frá Kálfatjörn þegar leyfi fékkst frá prestinum á Kálfatjörn til að rækta tún norður og austur af bænum. Litlibær var byggður úr tofbæ í timburhús árið 1906. Það timburhús var flutt og endurbyggt við Hverfisgötu í Hafnarfirði. Grunnur Litlabæjarhússins stóð í 13 ár eða þar til Ingimundur á Bjargi byggði þar nýtt íbúðarhús 1934 og fluttist þangað frá Bjargi.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – skilti.