Færslur

Grindavík

Mæting var við bæjarhliðið dýra við Grindavíkurveginn á móts við Seltjörn.
Þaðan var ekið að Reykjanesvita. Ætlunin var að rekja og ganga eftir vesturmörkum Grindavíkurlands milli Valahnúks á Sydri thufalandamerkjum Hafna og norðurmörkunum áleiðis að Arnarkletti á landamerkjum Voga (Vatnsleysu-strandarhrepps). Á mörkunum áttu að vera landamerkjavörður og önnur kennileiti er gefa á þau til kynna. Ljóst er að núverandi landakort eru að mörgu leyti villandi þegar mörkin eru annars vegar. Gangan varð 23.7 km og tók 7 klst og 7 mín. Á langri göngu bar fjölmargt áhugavert fyrir sjónir á leiðinni.
Landamerki Grindavíkur og Hafna annars vegar og Grindavíkur og Keflavíkur hinsvegar og Grindavíkur og Vatnsleysustrandarhrepps þversumvegar hafa jafnan verið ágreiningsefni, enda ástæða til. Að þessu sinni gengu FERLIRsfélagar eftir mörkunum frá austanverðum Valahnúk á Reykjanesi að Arnarkletti suðvestan Snorrastaðartjarna. Tilgangurinn var að leita uppi hugsanleg kennileiti að mörkunum með möguleg frávik í huga.
Gömul Varda-21kort voru höfð í farteskinu og auga haft með öllu hugsanlega markverðu. Jarðir Grindavíkurmegin er koma við fortíðarsögu eru Staður, Húsatóftir og Járngerðarstaðir. Aðrar staðalýsingar handan markanna voru og gaumgæfðar. Árið 1964 fór Staður með öllu í eyði og þar með Staðarhverfið. Staður og Staðarkirkja, (Staðarkirkjuland)
(Kalmarstjarnarlandsbréf til samanburðar). Landamerkjabréf jarðarinnar er dags. 11.06.1890, þinglýst 20.06.1890.
Í ljós kom að eftirnefndar landamerkjalýsingar einstakra jarða eru ekki þau sömu og hreppamörkin segja til um. Á leiðinni komu í ljós allmargar vörður er gáfu till kynna að vesturmörkin voru á milli Sýrfells og Súlna og norðurmörkin á milli Stapafells og Arnarkletts.

Varda-22

Fyrrnefnt bæjarhliðið dýra er nálægt markalínunni. En hvort línan liggi úr austurhlið Valahnúks, miðri Valahnúkamöl eða úr Syðri þúfu fremst á Valbjargagjá í Sýrfell skal ósagt látið. Ummerki eftir fyrrnefndu möguleikana voru þó greinileg.
….Landamerki Staðar: að norðvestanverðu er markalína frá austanverðum Valagnúp eftir Oddbjarnarkeldu á Reykjanesi í Haugsvörðugjá miðja og eftir henni austanvert, eða úr Sandfelli í Sýrfell og í sjó fram, samkvæmt áður þinglesnum landamerkjum milli Gálmatjarnar (á að vera Kalmannstjarnar og Staðar). Að suðvestan og sunnan takmarkar sjór land allt frá Valagnúp að vestan og að Hvirflum austur, vestanvert við Arfadali. Að norðan og norðaustan lína í miðjum Hvirflum, þar sem sundmerki á Staðarsundi bera saman, frá sjó, og sjónhending beina stefnu upp og norður hraun í línuna.
Eign og ítök Staðarkirkju: 1) Skógfell Stóra í Grindavík 2) Selsvellir að selstöðu og Varda-23hagagöngu. Samkomulag um merki Staðar og Kalmannstjarnar skjal nr.2404/79, dags. 16.01.1979, þinglýst 30.05.1979. Loftljósmynd fylgir.
….Hornrétt frá sjó á miðjan kamb Valahnúkamalar, þaðan í syðri þúfu í Valbjargagjá, þaðan beina línu í vörðu á tindi Sýrfells. Nánar tiltekið er Syðri þúfa á Valbjargagjá á barmi gjárinnar, 120 metra norðan við þann stað, þar sem endi Valhnúkamalar kemur í gjána. (Nyrðri þúfa á Valbjargagjá er 570 metra í hásuðri frá Reykjanesvita, á gjárbarminum á dálitlu horni á gjánni. 235 metrar eru á milli þúfnanna tveggja).
Húsatóptir : Landamerkjabréf dags. 01.06.1889, þinglýst 21.06.1889. …Vestur og NV-takmörk Húsatóptarlands eður landamerki milli Húsatópta og Staðar er lína sú, sem liggur frá sjó til norðurs-norðvestur gegnum hinar svonefndu Hvirflavörður, og svo sjónhending norður hraun í norðvestur-norður takmarkalínuna úr Sýrfelli að sunnan í Sandfell, Súlur og í þúfu á Stapafelli, sem aðskilur Húsatóptaland frá löndum Hafna og Njarðvíkna.

Varda-24

Austnorðaustur landamerki milli Húsatópta og Járngerðastaða frá sjó, og svo úr Bjarnagjá í þúfu á Stapafelli.
Járngerðarstaðir: Landamerkjabréf dags. 19.10.1823, þinglýst 21.06.1889. …..að vestan byrjuð: Frá Markhól við sjóinn beina stefnu í Stapafellsþúfu, þaðan í Arnarstein fyrir ofan Snorrastaðavatnsgjá, úr Arnarsteini í þúfuna á Skógfelli-litla, þaðan í þúfuna á Stagafelli, þaðan beint fram í Markalón á Hópsrifi…. Landamerkjalýsingu mótmælt af eigendum Hóps og Húsatópta…..
Jarðir í fyrrum Hafnarhreppi: Þegar jarðabók Árna og Páls er rituð 1703 voru sex lögbýli í Hafnarhreppi, en þrjú þeirra voru í eyði og höfðu verið lengi.

Varda-25

Merki Hafnarhrepps voru samkvæmt lýsingu Vilhjálms Hinriks Ívarssonar í Merkinesi frá árinu 1934 þessi: “frá Einbúavörðu, þaðan liggur línan sem næst í austur um Illaklif yfir öll nes og víkur í horn Djúpavogs, þaðan í grjóthól, sem er um 300 faðma upp frá botni Djúpavogs, heitir hann Beinhóll. Frá Beinhól er línan í Háaleitisvörðu (nú stendur þar flugskýli), sem var hornmark. Þaðan lágu mörkin suðvestur að suðri í Steindrang (hann er horfinn, en stóð nálægt því sem nú er varnargirðingarhliðið), sem er næst suðvestan Ásenda, en þeir eru í Njarðvík). Frá Steindrang er línan í stóran klofinn klapparhól, sem er nærri beinni stefnu í Stapafellsþúfu á Stapafelli (hún sést ekki lengur, þar sem búið er að fjarlægja fellið að miðju). Úr Stapafellsþúfu liggja mörkin um miðjar Súlur, næsta fell fyrir sunnan, nokkuð hátt með þremur hnjúkum, en þaðan beina línu í Hauga. 

Refagildra

Þaðan sjónhending í mitt Sýrfell og áfram beina línu í Valbjarnargjá- bergröðul sunnan túnsins á Reykjanesi – og þaðan í sjó fram.”
Staður í Grindavík á land að kröfusvæðinu að sunnan og kemur þar á móti jörðin Kalmannstjörn í fyrrum Hafnarhreppi (nú Reykjanesbæ). Samkomulag var gert um merki milli jarðanna þann 16.01.1979 og því þinglýst 30.05.1979, ásamt loftljósmynd. ….Hornrétt frá sjó á miðjan kamb Valahnúkamalar, þaðan í syðri þúfu í Valbjargagjá, þaðan beina línu í vörðu á tindi Sýrfells. Nánar tiltekið er Syðri þúfa á Valbjargagjá á barmi gjárinnar, 120 metra norðan við þann stað, þar sem endi Valhnúkamalar kemur í gjána. (Nyrðri þúfa á Valbjargagjá er 570 metra í hásuðri frá Reykjanesvita, á gjárbarminum á dálitlu horni á gjánni. 235 metrar eru á milli þúfnanna tveggja).

Varda-27

Samkvæmt merkjalýsingu 4/9 1889 milli Kirkjuvogs og Grindavíkurhrepps skulu merki vera frá veginum úr miðri Haugsvörðugjá og þaðan beina stefnu í þúfuna, sem er á innri endanum í Stapafelli. Í milli Kirkjuvogs og Njarðvíkur eru þessi merki: Frá áðurnefndri þúfu á innri enda Stapafell, þaðan beina stefnu í svonefndan Stóra-Klofning, úr honum í steindrang, úr Steindrang í Háaleitisþúfu.
Þann 5. febrúar 1954 var gert samkomulag um merki milli Húsatófta í Grindvík og Kirkjuvogshverfisjarða í Hafnarhreppi. Þau skulu vera lína úr Haugum á norðvesturbarmi Haugsvörðugjár beina stefnu á Stapafellsþúfu á norðausturenda Stapafells. Þegar þessar merkjalýsingar við Grindavíkurjarðir eru skoðaðar sést að vantar lýsingar á merkjum frá Sýrfelli að Haugum.
Merkjalýsing milli Kalmannstjarnar og Merkiness er frá 4/9 1889 og segir: “…Frá þúfunni í miðri Skiptivík upp í svonefndan Markhól, sem stendur í sandinum fyrir ofan Kalmannstjörn, þaðan beina línu í vörðuna, sem stendur við alfaraveginn á Haugsvörðugjáarbarmi.
Merkjalýsing milli Merkiness og Kirkjuvogstorfu er frá 31/3 1923 og hljóðar svo: “Lína skal tekin úr skeri því sem Markasker nefnist og verið hefur fjörumark á milli Kirkjuvogs og Merkiness, í vörðu þá er á bakkanum stendur og kölluð er Sundvarða, um Bræður, Torfhól og Arnarbæli, frá Arnarbæli í mitt Lágafell. Frá línu þessari á Merkines allt land til heiðar og fjöru suður að landi Kalmannstjarnar.”

Varda-26

Merkjalýsing milli Kirkjuvogstorfunnar og Stafnestorfunnar er í samræmi við Hæstaréttardóm frá 9/1 1925 og yfirlýsingar vegna dóms dags 13/6 1925: “Úr Gömlu þúfu á Háaleiti í Beinhól, sem liggur fyrir botni Djúpavogs, úr Beinhól í miðjan Djúpavogsbotn við stórstraums flóðmál hvar varanleg merki skal sett, auðkennt L.M. Þaðan bein lína um ósinn í vörðu þá er stendur í suðurenda Vörðuhólma, er skal auðkennd LM með varanlegu millimerki, er sett skal á Illaklif einnig auðkennt LM. Frá Vörðuhólma sunnan um Selsker og Hestaklett á sjó út.
Jarðir í fyrrum Njarðvíkurhreppi: Lýsing merkja Innri Njarðvíkurhverfis og Voga frá 25/6 1889. “…Úr miðri innri skoru á Stapa, beina línu í Arnarklett svokallaðan, sem stendur í hrauninu fyrir ofan Vatnsgjá, úr Arnarkletti beina línu suður í vörðu, sem er á Stapafelli, í Stapafellsgjá, þaðan beina línu í Vogshól, úr Vogshól beina línu í vörðu, sem stendur á svonefndum Grænás ofan Háubala á Njarðvíkurfitjum, úr Grænásvörðu til sjós í mitt Markasker, sem einnig skipta fjörulöndum.

Varda-28

Lýsing merkja milli Ytra Njarðvíkurhverfis og Vatnsness er frá 20/9 1889: “Landamerki á milli Ytra- og Innra Njarðvíkurhverfis eru úr miðju Merkiskeri, beint í Grænás, þaðan beint í Vogshól, þaðan upp í Stapafellsgjá og þaðan í hæsta hnjúk á austur enda Stapafells. Úr Stapafellshnjúk beina línu í Kirkjuvogsklofninga, þaðan í Þrívörður, þaðan beina sjónhending í Gömlu þúfu á Háaleiti og þaðan í Kólku, sem stendur á norður enda Háaleitis. Frá Kólku eru landamerkin beina línu ofan í Nærstrandargróf í Keflavík.” Önnur merkjalýsing var gerð 20/5 1922 og er hún nákvæmlega eins.
Einu almenningslöndin, sem Jarðabók ÁM fjallar um eru Suðurnesja-almenningar, en þeir almenningar byrja ekki fyrr en austarlega í Grindavík og Vatnsleysuströnd.

Baejarhlid grindavikur

Á göngunni var m.a. komið inn á götu í ofanverði Haugsvörðugjá er líklega verður að teljast gatan milli Árnastígs við Lágafell niður með Arnarbæli þar sem vera átti hinn forni Gamli-kaupstaður skv. örnefnalýsingum. Það var leið Grindvíkinga þegar verslunarstaðurinn var á Básendum. Ætlunin er að skoða þá götu fljótlega.
Á göngunni fannst auk þess enn ein hlaðin refagildran á Reykjanesskaganum, nú vestan Súlna, og hlaðið gerði efst í Haugsvörðugjánni austanverðri. Hennar er ekki getið í fornleifaskráningu fyrir raflínuna, sem þar liggur skammt frá. Vörðubrot er greinilegt á efstu brún Súlna, en fjallinu hefur verulega verið fórnað á altari nútímaþarfa mannanna.
Frábært veður. Gangan tók 7 klst og 7 mín., sem fyrr sagði.

 

Grindavík

Borgarhlið Grindavíkur.