Í hól á lóð Karlsskála, Víkurbraut 13, í Grindavík er steyptur sléttur steinn með áletruninni „VE 113„. Í gegnum steinnin gengur járnteinn.
Rætt við nokkra staðkunnuga um tilurð steinsins, en fátt var um svör.
Karlsskáli var byggður árið 1923. Núverandi eigandi hanns er Gunnar Ólafsson, Sæbóli (Víkurbraut 5). Hann sagði að steininn hafi verið þarna í hólnum þegar að hann keypti Karlsskála fyrir tveimur áratugum, hann mundi eftir honum áður og taldi að þetta væri netadreki/stjóri. Stjórinn var með járngjörð og auga sem er ryðgað af, en meira vissi hann ekki.
Von VE 113 var smíðaður í Vestmannaeyjum, en seldur þaðan árið 1943. Ekki er vitað um afdrif bátsins, en bátur með sama nafni, Von II VE 113 var smíðaður sama ár í Vestmannaeyjum. Hann varð síðar Von II GK 113 og var brenndur á áramótabrennu í Innri-Njarðvík 1992. Líklegt er að Von GK 113 hafi orðið að Von GK 113 og verið gerð út frá Grindavík um tíma.