Tag Archive for: Nýibær

Vatnsleysutrönd

Á 20. öldinni urðu miklar breytingar á mannlífi, híbýlum, verfærum og atvinnuháttum á Íslandi.

Ásláksstaðir

Nýibær – Farmal í forgrunni.

Um aldamótin 1900 voru t.d. u.þ.b. helmingur húsa í Reykjavík úr torfi og grjóti, önnur hús voru úr timbri sem og einstaka steinhlaðin. Bílar og dráttarvélar þekktust ekki. Fólk ferðaðist um á milli staða fótgangandi, á hestum eða hestvögnum undir lok aldarinnar. Hér er ætlunin að lýsa u.þ.b. eitt hundrað ára tímabili í aðstæðum og staðháttum á bæjum Vatnsleysutrandar, m.a. með hliðsjón af þeim breytingum sem þar hafa orðið. Til viðmiðunar er t.d. notuð túnakort tveggja bæja; Hlöðuness og Ásláksstaða frá árinu 1919 í samanburði við uppfært túnakort af sömu bæjum árið 2024. Á kortunum má glögglega sjá hinar miklu breytingar sem þar hafa orðið á mannvirkjum á ekki lengri tíma.

Ásláksstaðir

Ásláksstaðir – túnakort 1919.

Haustið 1894 hafði Björn Þorláksson frá Munaðarnesi, Mýrasýslu, farið til Noregs þar sem hann keypti sláttuvél og rakstrarvél fyrir búnaðarskólann á Hvanneyri. Það munu hafa verið fyrstu heyvinnuvélarnar sem komu til landsins. Fyrstu heyvinnuvélarnar, sláttuvélar og síðan rakstrarvélar, bárust hingað rétt fyrir aldamótin 1900 og eftir því sem meira var sléttað af gömlu túnunum og nýræktir bættust við breiddist þessi vélanotkun út. Víða nýttust sláttuvélarnar einnig vel á sléttum engjum.
Þessar nýmóðis vélar var í fyrstu beitt fyrir hesta, en eftir að fyrsta fyrsta dráttarvélin var keypt til landsins vorið 1926 tók hún smátt og smátt við af hestaflinu. Líklega er rakstrarvél það vinnutæki sem hestum var hvað síðast beitt fyrir hérlendis. Með tilkomu dráttarvélanna lærðu bændur í fyrstu að aðlaga gömlu heyvinnuvélarnar að þeim, en upp frá því óx tæknivæðingin hröðum skrefum.

Ásláksstaðir

Ásláksstaðir – uppdráttur 2024; ÓSÁ.

Dráttarvélavæðingin náði þó til fæstra grasbýla og þurrabúða á Vatnsleysutrönd því hvorutveggja fór að mestu í eyði um aldamótin 1900. Eftir tórðu enn stærri býlin í nokkra áratugi og náði einstaka bóndi að eignast Farmal Cup áður en yfir lauk.

Akfær vagnvegur fyrir bifreiðir ofan bæjanna á Vatnsleysutröndinni var lagður á fyrstu áratugum nýrar aldar. Áður byggðust samgöngurnar á slóðum millum bæja eða kirkjugötunni til og frá kirkjum sveitarinnar. Byrjað var á Suðurnesjaveginum frá Reykjavík 1904 og árið 1908 náði hann að Stóru-Vatnsleysu. Árið 1909 var byrjað á veginum frá Keflavík og mættust vegavinnuflokkarnir í Vogum árið 1912. Þá fyrst varð fært hestvögnum alla leið frá Reykjavík tilkeflavíkur. Ári seinna tókst að aka bifreið fyrsta sinni til Keflavíkur. Þar með urðu kaflaskil í samgöngumálum á Íslandi. Fyrsta bifreiðin, semvitað er að fór þessa leið, var fyrsti Fordinn sem kom til landsins 20. júni 1913. Ökumaður og farþegar skyldu bifreiðina eftir í Keflavík og fóru sjóleiðina heim til Reykjavíkur.

Hlöðunes

Hlöðunes – túnakort 1919.

Í bókinni „Frá Suðurnesjum“, útgefin 1960, segir í formála m.a.: „Það mun vera allfast í eðli manna, einkum er þeir taka að reskjast, að líta til baka um farinn veg, staldra við, og rekja í huga sér atvikin, stór og smá. Ganga í anda forna slóð og tína upp brotasilfrin, sem hlaupið var yfir í hugsunarleysi, sem vel má verða öðru fólki, í nútíð og framtíð, til fróðleiks og skemmtunar.
Sú kynslóð, sem nú er á förum, hefir lifað þær mestu breytingar, sem yfir okkar þjóð hafa gengið í efnahags- og menningarlegu tilliti. Því lengra, sem líður frá og meiri breytingar verða, því ótrúlegri verða frásagnir eldri eða látinna manna um það, sem einu sinni var.“

Hlöðunes

Hlöðunes – uppdráttur 2024; ÓSÁ.

Nánast allir bændur á Ströndinni voru útvegsbændur, þ.e. höfðu viðurværi sitt af sjósókn og nokkrar skepnur sér til búbóta. Flestir bæir eða bæjarhverfi höfðu selstöður í ofanverðri heiðinni. Í langflestum tilvikum var um fjársel að ræða, en þau höfðu flest lagst af um og eftir 1870. Eftir það var fært frá heima við bæi.
Á flestum þeirra voru jafnan tvær kýr, nokkrar kindur og einstaka hross. Rafmagn þekktist ekki. Vatn fékkst einungis úr nálægum brunnum og vatnsstæðum.

Við útgerðina voru aðallega notuð sexmannaför eða minni skip. Áttæringar voru þó til á stærri bæjum þar sem gert var út frá heimverum. Útver tíðkuðust ekki á norðuströnd Reykjanesskagans, að Hólminum undir Stapa frátöldum.
Skinnklæði vou alíslensk, gerð úr sauðskinni, kálfskinni og hrosshám. Skinnbrækur til skiptanna, sjóhattar sauaðir úr mjúum striga og olíubornir.

Vogar

Minni-Vogavör.

Í byrjun aldarinnar hófst vélvæðing fiskiskipaflotans með því að setja mótora í báta og kaupa kúttera og gufuknúna togara. Þetta markaði m.a. upphaf atvinnubyltingar á Vatnsleysutrönd og gerði það að verkum að fólk leitaði síður atvinnu hjá einstaka bændum. Býli lögðust af við lát ábúendanna og afkomendurnir fluttust í nærliggjandi þéttbýli.
Í kringum 1920 varð fjöldi þéttbýlisbúa orðinn meiri en sveitafólks, og þessi þróun hélt áfram. Í lok aldarinnar bjuggu rúm 90% Íslendinga í þéttbýli, þar af yfir 60% í Reykjavík og nágrenni.

Hlöðunes

Hlöðunes 2024.

Á 20. öldinni breyttist allt. Atvinnulífið varð vélknúið og lífshættir gerbreyttust á skömmum tíma. Vélvæðing varð upphafið að atvinnubyltingu um land allt. Þá urðu miklar breytingar á húsakostinum. Í byrjun aldarinnar voru torfbæir enn algengir, en smám saman tóku steinhús að ryðja sér til rúms. Með aukinni þéttbýlismyndun urðu timburhús algengari, síðar fjölbýlishús og raðhús. Eftir Jamestown-strandið utan við Hafnir árið 1881 þar sem heill timburfarmur af úrvalsviði rataði í land eftir strand, byggðust upp nokkur timburhús á Ströndinni, t.d. Ytri-Ásláksstaðir. Fyrstu steinsteyptu húsin voru síðan reist um 1928 (s.s. Sjónarhóll og Knarranes).

Halldórsstaðir

Halldórsstaðir 2024.

Bæirnir í Hlöðversneshverfinu fóru flestir í eyði um 1900, s.s. Atlagerði, Gerði og Gerðiskot. Búskap var hætt í Narfakoti um 1920, þótt bærinn væri notaður til búsetu eftir það, Hlöðunes fór í eyði 1959 og Halldórsstaðir um 1960. Í Ásláksstaðahverfinu var búið á Innri-Ásláksstöðum til 1930 og á Ytri-Ásláksstöðum til 1980. Ekki er vitað hvenær Fagurhóll fór í eyði, en það hefur að líkindum verið fyrir 1900. Ábúð í Garðhúsum var hætt um 1920 er fólkið flutti að Móakoti. Þar var búskap hætt um 1925. Á Sjónarhóli, arftaka Innri-Ásláksstaða, var búið fram til 1943, en eftir það var húsið notað sem athvarf.

Hlöðunes

Gömlu Halldórsstaðir 2024.

Til er frásögn kaupamanns sem réðst til vinnu á bæ á Vatnsleysuströnd 1925. Þá var 20. öldin tæplega genginn þar í garð, hvorki hvað varðar húsakost eða verkmenningu snerti. Þarna bjó hann í torfbæ, útihús voru öll úr torfi og grjóti, fjósflórinn hellulagður. Akvegurinn hafði verið aðlagaður bílaumferð, en heimkeyrslur flestar gerðar fyrir vagna. Slegið var með orfi og ljá og heyið rakað, sætt og bundið. Myllusteinn var jafnan við bæjarvegginn. Þjóðlífið var í hnotskurn eins og það hafði verið í þúsund ár.

Ásláksstaðir

Útihús við Móakot 2024.

Kolur voru gerðar til ljósa um aldir, síðar lýsislampar. Eldker voru notuð til að flytja eld og ljós milli bæjarhluta og híbýla. Lýsislampar komu síðan til sögunnar og loks olíuluktir. Steinolíulampinn var fundinn upp 1855 og segja má að hann, ekki stærri en hann var, hafi verið fyrsti boðberi tæknivæðingar heimilanna sem gaf til kynna tæknibyltingu nútímans inn í hið rótgróna bændasamfélag, sem hér hafði þá staðið tiltölulega lítið breytt í þúsund ár.

Ásláksstaðir

Fagurhóll við Ásláksstaði 2024.

Í bók Árna Óla, „Strönd og Vogar“ segir m.a. um Vatnsleysuströnd: „Vatnsleysustrandarhreppur er um staðhætti einkennilegasta sveit hér á landi. Þar eru hvergi kúahagar né slægjur. Byggðin er á örmjórri ræmu með fram sjónum, en þó sundur slitin. Bæirnir hafa verið reistir á hraunbrúninni við sjóinn. Með mikilli atorku og erfiðismunum hefur bændum tekist að rækta þar víðlend tún, breyta hraunjaðrinum við sjóinn í iðgræna gróðurspildu. Þetta eru afrek margra kynslóða, en hlýtur að vekja undrun aðkomumanna, því hvergi á byggðu bóli er land jafn-óaðgengilegt til ræktunar sem hér. Allt var grjót upphaflega, jarðvegur sama sem enginn, og í hafstormum bar sædrifið salt á land, en holskeflur muldu kletta og tættu upp túnjaðrana.

Halldórsstaðir

Gamall Famal við Halldórsstaði 2024.

Þá er þessi litla sveit merkileg fyrir það, að hún var um aldir einhver mesta veiðistöð landsins. Það var á árum hinna opnu skipa. Hver einasti bóndi sveitarinnar var þá útvegsmaður, og sumir áttu margar fleytur. Þeir voru atvinnurekendur í stórum stíl. Á hverri vertíð voru þar álíka margir aðkomumenn og fólk var margt í sveitinni, eða jafnvel fleiri. Menn þessir komu úr innsveitum, norðan úr Skagafirði, austan úr Skaftafellssýslu og af öllu svæðinu þar á milli.“ Vinnuhjú fengu í sumum tilvikum að byggja sér kotbýli í námunda við bæina þar sem það bjó uns jarðnæði losnaði annars staðar.

Vatnsleysuströnd

Vatnsleysuströnd – kort.

Sveitin á Ströndinni tók miklum breytingum á 20. öld. Minningarnar um mannlífið felast nú í skrifum manna eins og Guðmundar Björgvins Jónssonar, Björns Eiríkssonar og Árna Óla, auk leifa mannvirkjanna; hlaðinna garða, brunna, varða, stekkja, nausta, hrófa og sjóhúsa, auk gróinna og samanfallinna veggja híbýlanna sem þar stóðum fyrrum.

Heimildir:
-https://www.landneminn.is/is/namsefni-fyrir-innflytjendur/saga-landafraedi-og-lifsstill
-https://www.thjodminjasafn.is/syningar-vidburdir/grunnsyning/thjod-verdur-til/timabil/1900-2000-leidin-til-samtimans
-Strönd og vogar, 1981, Árni Óla, bls.7.
-Frá Suðurnesjum, frásagnir frá liðinni tíð, 1960, bls. 7.
-Þjóðlíf í Þúund ár, Daniel Bruun, bls. 11.
-Íslensk þjóðmenning, 1987, bls.364.
-Sjósókn, endurminningar Erlends Björnssonar frá Breiðabólstöðum, 1945.
-https://is.wikipedia.org/wiki/Dr%C3%A1ttarv%C3%A9l
-Bjarni Guðmarsson, 1997. Saga Keflavíkur 1890-1920, bls. 25-30.
-Guðmundur Gíslason Hagalín. Að duga eða drepast. Saga Björns Eiríkssonar skipstjóra og bifreiðarstjóra, skráð eftir handriti hans, munnlegri frásögn og fleiri heimildum, bls. 157-158. Hafnarfjörður: Skuggsjá, 1962.

Vatnsleysuströnd

Á Vatnsleysuströnd.

Garður

Hér er ætlunin að fjalla um helstu bæi og minjar í Inngarðinum í Garði. Vitnað verður í „Fornleifaskráningu í Sveitarfélaginu Garði I – Fornleifar frá Rafnkelsstöðum að Útskálum (auk hjáleigna)„, frá árinu 2008.

Garður

Inngarður – minjakort.

Í Inngarðinum voru t.d. bæirnir Útskálar, Lónshús, Akurhús, Nýibær, Móakot, Presthús, Garðhús, Vatnagarður, Miðhús, Krókur, Krókvöllur, Gerðar, Skeggjastaðir, Brekka, Varir, Kothús, Ívarshús, Meiðastaðir (Meiríðarstaðir) og Rafnkelsstaðir auk aðliggjandi kota, óskipts lands og heiðarbæjarins Heiðarhúsa.

Útskálar

Garður

Garður – Útskálar; loftmynd 2022.

Útskála er getið í kirknatali Páls Jónssonar frá um 1200 – DI XII, 9. [um 1270]: Útskálar eiga viðreka milli Útskálaóss og Skagaflesjar og 4/5 milli ássins fram undan borginni hjá Kirkjubóli og hjallsins á Fitjum. Útskálar eiga einnig þriðjung í viðreka milli Kölduhamra og Miðhólms og allan viðreka frá honum suður til Mjósyndis.
‘Jtem eigu vtskaler vatztokv j kroks brvnn ok halldi hvorertveggv brvnnenvm. Krokvr ok midhvs eiga tveggia skipa vpp satur j navsta holm. Jtem eiga vtskaler allar veidar sydvr j lambarif, enn krokvr ok midhvs. Enn kirkivbol ad svnnann. Enn fiskreka allan at miofa tanga. DI II, 77. [um 1270] Útskálar eiga þann þriðja af níu hlutum allan nema 17 hverja vætt úr þeim hlut sem Presthús eiga. Útskálar eiga einnig þriðjung af fjórða hlut og sjöttung af sjötta hlut, samtals 16,01 % af hval sem er meir en 12,5 vættir og rekur milli Æsubergs og Keflavíkur – DI II, 78-79.

Garður

Útskálar og nálægir bærir – túnakort 1919.

17.12.1340 selur Bjarni Guttormsson fjórðung í Útskálalandi ‘vmm framm aull þau akurlond sem Biarni keypti til vtskaala ok ein[n] karfa met atkierum ok ollum reida ok bäti’ Skálholtskirkju gegn því að staðurinn taki Hrómund son hans á æfilangan kost. Bjarni og Ingibjörg kona hans gefa einnig Pétri postula og heilögum Þorláki annan fjórðung úr Útskálalandi til æfinlegrar eignar – DI II, 734. 10.6.1370: J mote Þeim iiij bæium sem vndann Vtskaala kitkiu eru tekner leggur Biorn bonde kirkiunni ad Vtskalum jord er heiter j Vorum med tveimur kugilldum til æfinnligrar eignar – DI III 56-257. Máldagar 1363, 1397 og 1575 – geta í engu um fasteign – DI III, 256-257; DI IV, 104; DI XV 639. 5.8.1560: Gísli Jónsson Skálholtsbiskup veitir sr. Jóni Loptssyni Útskála sem ævinlegt beneficium – DI XIII, 508. 1703: 9 hjáleigur: Lónshús, Akurhús, Nýibær, Móakot, Presthús, Garðhús, ónefnd heima við staðinn, Vatnagarður og Naust, auk þess tvær hjáleigur í eyði sem höfðu verið heima við staðinn.

Garður

Útskálar og nálægir bæir – túnakortið 1919.

Einnig höfðu Blómsturvellir/Snorrakot lagst í eyði um 1670, og Hesthús var eyðihjáleiga sem ekki var vitað hvar hafði verið. JÁM III, 79-84. 1703: Vatnsnautn á staðurinn í Króksbrunni, en Krókur þar í mót skipsuppsátur í staðarins landi fyrir tólfæring eður smærra. JÁM III, 79. 1839: 7 hjáleigur: Lónshús, Akurhús, Nýibær, Móakot, Presthús, Garðhús og Vatnagarður en Naust hafði farið í eyði 1782 – SSGK, 160.
1919: Tún 7,5 ha., garðar 2600 m2. 1703: Túnin spillast af sjóargangi, önnur í betra lagi, en önnur hættari sandi, sem sjór og vindur ber á, og af leysingavatna ágángi um vetrartímann. Engjar öngvar. Útigangur mjög lítill sumar og vetur. JÁM III, 79. 1839: Mælt er að staðarins tún hafi mikið af sér gengið, og tvívegis hafi túngarðurinn verið færður upp á túnin að norðanverðu.

Garður

Kort herforingjaráðsins danska af Útskálum 1908.

Núleifandi elztu menn muna eftir grastóum fremst framan í fjöru, sem sýnir, að fyrr meir hafi allt það svið verið grasi vaxið og máske tún; hefir þá sjór ekki gengið lengra en að rifi því, sem nú á brýtur fremst fram við fjörumál (þaragarð). SSGK, 160. 1839: Beitiland staðarins er lítið annað en á svonefndum Skaga, sem liggur fyrir sunnan Lambastaði, á milli Út-Garðsins og Nessins. Það var í fyrri daga fallegt og grösugt sléttlendi, en nú gengur þar á mikill sandur, svo oft á vetrum sést ekki til jarðar fyrir honum; á honum gengur Út-Garðspeningurinn, og sauðfé hafnast þar vel, ef ekki er ofsett á. Á Skaganum voru fyrr meir kornakrar og sáðgerði fornmanna, og má enn sjá mót til girðinganna … – SSGK, 161.

Garður

Í kirknatali Páls Jónssonar frá um 1200 – DI XII, 9. [um 1270]: „Útskálar eiga viðreka milli Útskálaóss og Skagaflesjar og 4/5 milli ássins fram undan borginni hjá Kirkjubóli og hjallsins á Fitjum“. Myndin er af fjárborginni. Hún er óskráð.

Bæjarhóllinn er vestan við kirkjugarðinn í miðju Útskálatúni. Á honum stendur timburhús á hlöðnum grunni, byggt 1882. Það er tæplega 50 m vestan við kirkjuna en bæjarhóllinn nær alveg að kirkjugarðinum, um 20 m frá kirkjunni. Á túnakorti frá 1919 er sýnd húsalengja fast austan við íbúðarhúsið og var þá aðeins mjótt sund á milli. Sú lengja er nú horfin en austast þar sem hún stóð komið steypt útihús sem snýr NNV-SSA og nær fram á brún bæjarhólsins að norðaustan.
Sérstakur hóll, flatur að ofan gnæfir yfir náttúrulega slétt tún í kring. Uppi á hólnum eru tvö hús, annað á steyptum grunni, hitt á hlöðnum, og malarborið plan allsstaðar í kring um þau og út á brúnir hólsins nema mjó ræma vestast.

Garður

Útskálar – minjakort.

Sunnanmegin á hólnum er sléttað malarplan, líklega uppfylling, þar sem kálgarðurinn var, en hann náði þó 15 m lengra í suður þar sem nú er slétt tún. Hóllinn er mjög brattur að vestan og norðan og þar eru hliðarnar grasi grónar, en að sunnan og austan er hallinn minni og þar allsstaðar möl ofaná. Það er annað timburhúsið á hólnum , hið eldra var byggt 1855, og er ekki vitað hvar síðasti torfbærinn var né hvernig hann snéri. Sr. Sigurður Sívertsen byggði eldra timburhúsið „það var 12 álna langt og 8 álna breitt íveruhús, en lét þó gömlu baðstofuna standa og byggði hana upp með nýrri súð.“ Undir Garðskagavita, 146. Á hólnum voru 1919 útihús og kálgarðar auk íbúðarhússins og lengjunnar austan við það.

Garður

Útskálar.

Fornleifauppgröftur fór fram á bæjarhólnum haustið 2005. Þar sem uppgröfturinn fór fram við norðanvert íbúðarhúsið hafði áður verið niðurgrafin viðarbygging en í tengslum við endurbætur á húsinu stóð til að reisa þar strærri byggingu. Uppgröfturinn var um 27 m2 stór og alldjúpur, eða um 3 m. Efstu jarðlög voru sundurskorin af lögnum og köplum en undir þeim voru þrjú mannvistar stig, gróflega áætlað. Elstu minjarnar sem voru grafnar upp lágu undir syrpu af gjóskulögum frá 12. öld og sást þá ekki enn í óhreyfðan jarðveg. Varðveisla var með eindæmum góð í bæjarhólnum jafnt á lífrænum leifum og málmi. Einn merkasti gripurinn sem fannst við uppgröftinn var útskorinn kambur af norænni miðaldagerð en svipaðir kambar hafa fundist í 11.-13. aldar lögum í Noregi.

Lónshús

Garður

Lónshús.

1703 og 1847, hjáleiga frá Útskálum.
1703: „Fóðrast kann i kýr naumlega …. Fjörugrasa og sölva og þángtekja til eldiviðar hafa báðir þessir menn nægilegt.“ JÁM III, 80.
1919: tún 2 teigar, kálgarðar 1030 fm.
Í Jarðabók Árna og Páls segir 1703 segir: „Lonshus, fyrsta hjáleiga…Fóðrast kann i kýr naumlega….“ Þá var tvíbýlt á bænum. Í athugasemdum á túnakorti frá 1919 segir: „Þar er gróið yfir nokkuð af rústum Lónshúsabæjar, sem var fluttur a. á túnið fyrir rúmum 30 árum (að sögn). Var þó lengi áður varinn bærinn með sjógarði. Nú mun sjógarðsmyndin nærri miðju bæjastæðinu gamla, og ofan á því – Grefur undan.“ Gamla bæjarstæðið er merkt, á túnakort frá 1919, um 50 m VNV við nýrra bæjarstæðið.
Þar sem bærinn stóð er nú malarplan við fiskvinnsluhús (byggt 1973).
Engin ummerki eldri bæjarhólsins sjást nú. Vilhelm Guðmundsson heimildmaður sagði frá því að grafið hafi verið frystihúsinu árið 1973. Hann minntist þess ekki að neinar minjar hafi komið í ljós við það verk.
Hugsanlega hefur sjórinn þá þegar verið búinn að éta burt mannvistarlögin.

Akurhús

Garður

Akurhús.

1703 og 1847, hjáleiga frá Útskálum.
1703: „Fóðrast kann i kýr viðsæmilega. … Fjörugrasa, sölva og eldiviðartekja af fjöruþángi nægileg.“ JÁM III, 80.
1919: Tún (a) 96 ha, garðar 770 m2. Tún (b) 1 ha, garðar 880 m2.

Akurhús voru samkvæmt túnakorti frá 1919 rúma 200 m norðvestur af Útskálabænum. Á kortinu sést að bæjarröðin samanstendur af mörgum húsum sem hefur legið hér um bil frá austri til vesturs. Núverandi íbúðarhús í Akurhúsum II (byggt 1932) er í norðausturhorni bæjarhólsins. Hann er um 240 m norðvestur af bæjarhól Útskála.
Bæjarhóllinn er fast vestan við heimreið að Akurhúsum. Umhverfis hann er slétt tún.
Hóllinn er um 50×35 m stór og snýr austur-vestur. Hann er um 0,6 m hár. Núverandi íbúðarhús stendur í norðausturhluta hans.
Það var byggt 1932 en byggt hefur verið við það síðan. Húsið er tvílyft með kjallara. Bæjarhólnum hefur augljóslega verið raskað við byggingu hússins. Hann er gróinn og mjög grýttur syðst.

Nýibær

Garður

Nýibær.

1703 og 1847, hjáleiga frá Útskálum.
1703: „Fóðrast kann i kýr og i úngneyti ríflega. … Fjörugrasa, sölva og eldiviðartekju af þángi nægilegt.“ JÁM III, 6.
„Nijebær, þriðja hjáleiga. … Við til húsabótar segist ábúandinn í xx ár ekki þegið hafa, en þá uppbygt hjáleiguna að nýju af viðum, sem staðarhaldarinn Sr. Þorleifur Cláusson hafi sjer þá fengið,“ segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703. Samkvæmt túnakorti frá 1919 var Nýibær rúma 100 m suður af Akurhúsum. Bæjarhóll Nýjabæjar er um 7 m sunnan við núverandi íbúðarhús í Nýjabæ. Hann er um 120 m sunnan við Akurhús. Norðan, austan og vestan við hólinn er slétt tún en sunnan við hann er órækt.
Hóllinn er um 30×35 m stór og snýr austur-vestur. Hann er um 2 m hár. Hóllinn hefur verið sléttaður að nokkru leyti. Í norðvesturhorni hans er steyptur grunnur um 4×4 m stór. Garðlög, leifar kálgarðs liggja frá suðvestur og suðausturhornum hólsins.
1919: Tún 1,18 ha, garðar 760 m2.

Móakot

Garður

Móakot.

1703 og 1847, hjáleiga frá Útskálum.
1703: „Fóðrast kann i kýr laklega. … Fjörugrasa, sölva og eldiviðartak af fjöruþángi nægilegt.“ JÁM III, 81.
1919: Tún 0,7 ha, garðar 450 m2. Samkvæmt túnakorti Garðsins frá 1919 var Móakot um 160 m SSV af Útskálum. Á túnakortið eru merkt fimm sambyggð hús og snýr röðin nær norður-suður.
Bæjarhóll Móakots er um 20 m norðvestan við núverandi íbúðarhús í Móakoti. Hann er fast norðvestan við bílskúr sem grafinn er inn í hólinn að suðaustan. Sunnan við hólinn er malarborið plan en í aðrar áttir er slétt tún.
Hóllinn er um 30×15 m stór og snýr austur-vestur. Hann er um 2,5 m hár. Við suðurbrún hans er grjóthleðsla, mest 4 umför. Hún er um 5 m löng og snýr eins og hóllinn. Hleðslan er vestan við bílskúrinn sem grafinn er inn í suðvesturhorn hólsins. Fast norðan við bílskúrinn, á hólnum sér einnig í grjóthleðslur við grunn skúrsins.

Presthús

Garður

Presthús.

1703 og 1847, hjáleiga frá Útskálum.
1703: „Fóðrast kann i kýr af tveim þriðjúngum. … Fjörugrasa, sölva og eldiviðartak af fjöruþángi nægilegt.“
JÁM III, 81. 1919: Tún 1 ha, garðar 1800 m2.
Samkvæmt túnakorti Garðsins frá 1919 voru Presthús um 80 m SSA af Móakoti. Átta hús eru merkt á bæjarhólinn á kortinu og snýr bæjarröðin nær austur-vestur. Í örnefnalýsingu Útskála segir: „Talið er, að þau hafi verið byggð yfir prestsekkjur frá Útskálum.“
Bæjarhóll Prestshúsa er fast norðvestan við núverandi íbúðarhús, byggt 1943. Bílskúr stendur á suðvesturhorni hólsins. Sunnan við hólinn er íbúðarhús og bílskúr en í aðrar áttir er slétt tún. Hóllinn er um 35×20 m stór og snýr ANA-VSV. Hann er um 2,5 m hár. Hóllinn hefur augljóslega verið sléttaður í seinni tíð.

Garðhús

Garður

Garðhús.

1703 og 1847, hjáleiga Útskála.
1703: „Fóðrast kann i kýr að tveim þriðjúngum. … Fjörugrasa og sölvatekju og eldiviðartak af fjöruþángi nægilegt.“ JÁM III, 82.
1919: Tún 1,1 ha, garðar 1000 m2.

Samkvæmt túnakorti Garðsins frá 1919 voru Garðhús um 50 m ANA við Presthús. Gamli bærinn í Garðhúsum var um 30 m vestan við skemmu við austurenda garðlags og um 120 m norðan við núrverandi íbúðarhús í Garðhúsum. Vilhelm Guðmundsson, heimildamaður, bjó í bænum á uppvaxtarárum sínum. Hann er fæddur 1937. Þar er slétt tún. Aðeins sér móta fyrir ójöfnum í túninu þar sem bærinn stóð en engin skýr ummerki hans eru greinileg.

Vatnagarður

Garður

Vatnagarður.

Hjáleiga Útskála 1703 og 1847.
1703: “ Fóðrast kann i kýr og i vetrúngur … Fjörugrasa, sölva og eldiviðartekju af fjöruþángi nægilegt“ JÁM III, 83. 1919: Tún norðurbæjarins 0,09 teigar, kálgarðar 440 m2. Tún suðurbæjarins 0,07 teigar, kálgarðar 550 m2.

Í örnefnalýsingu Útskála segir: „Vatnagarðar, er nefnd 1703 og 1861, síðan ekki,“ og síðar: „Niður undan kirkjugarðinum eru rústir, sem nefndar eru Vatnagarðar.“ Í athugasemdum við örnefnaskrá Gerða segir: „Gerðabakkar eru sjávarbakkar fyrir neðan Síkið. Þar var áður bær, sem líklega hefur heitið Bakki. Aðeins utar var Vatnagarður, stór jörð, nú komin í eyði, en bærinn stendur enn uppi [1978].“

Garður

Vegamót og Vatnagarður – túnakort 1919.

1919 voru tveir bæir í Vatnagörðum, nyrðri og syðri, og er sá syðri. Ekki hefur mjög mikið breyst á svæðinu, miðað við túnakort frá 1919, en 2007 brann þó bærinn á bæjarstæði til grunna. Bæjarstæðið er um 120 m suðvestan af bæjarhól Miðhúsa. Ekki er nú ljóst hvar rústirnar, sem minnst er á í örnefnaskrá.
Bæjarstæðið er á landræmu milli Útskálatjarnar og sjávar. Svæðið er nú (2008) mjög blásið. Nú (2008) stendur eftir steyptur grunnur húss, holur að innan. Hann er um 5 x 6 m að stærð í austur-vestur og um 1×1 m steypupartur stendur út úr honum að sunnan. Þar hefur inngangur líklega verið. Innan í grunninum er um 0,6 m djúp gryfja sem til er kominn vegna uppblásturs. Undir gróðri kemur í ljós skeljasandur sem er mjög laus í sér, og stuðlar að uppblæstrinum. Ekki er um eiginlegan bæjarhól að ræða.

Miðhús

Garður

Miðhús.

1703: Jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847: 20 hdr. Bændaeign. Jarðarinnar er getið í skjölum um rekaskipti frá um um 1270: „Þetta er reka skipti aa rost hvalsnesi eptir þvi sem at fornv hefer verit. …Þa eigv Midhvs vt til byrdinga skers j vtskala oss. Þadann eigv vtskaler til skagaflesiar.“ DI II, 76-77.
Jarðarinnar er getið í fjárskiptabréfi „milli húsfrú Hólmfríðar Erlendsdóttur af einni álfu, en af annari Eyjólfs Einarssonar, sonar hennar, og systkina hans“ frá 1522. DI IX, 87 Þá er hennar getið í í yfirýsingu Gissurar Skálholtsbiskups frá 1541 þar sem hann lýsir því yfir að „hústrú Hólmfríðr Erlendsdóttir haldi til fullrar eignar jörðunum Sandgerði, Króki og Miðhúsum …“ DI X, 657 og í dómi um „testametum hústrú Hólmfríðar heitinnar Erlendsdóttur“ frá 1545, DI XI, 402. Þá er jarðarinnar aftur getið í dómi frá 1547 „um gildi gjafabréfs hústrú Margrétar Vigfúsdóttur 1486 um ánefnt jarðagóz til Þorvarðs Erlendssonar, dóttursonar síns…“ DI XI, 570.
Þorleifur Björnsson lýsir því yfir í Miðhúsum árið 1569 að „hann viti ekki , að jörðin Dynjandi í Jökulfjörðum hafi nokkurn tíma komið í eign föður síns.“ DI XV 300.

Garður

Miðhús og Vatnagarður – minjakort.

1703: „Fóðrast kann ii kýr naumlega. … Skóg til kolgjörðar brúkar jörðin í almenníngum ef vill. Torfrista og stúnga ekki nema í sendinni jörð og landlitlu landi. Lýngirif lítilsháttar og lángt í burtu. Fjörugrasatekja lítil. Rekavon lítil. Hrognkelsa og skelfisksfjara valla nefnd gefandi. Murukjarnar og þvílíkt ekki nema af reka, þó oftlega til að næra peníng á vordag í heyskorti. Eldiviðartak af fjöruþángi mjög af skorti so annarstaðar þarf til að fá. Heimræði er árið um kríng og gánga skip ábúanda eftir hentugleikum, inntökuskip eingin. … Engjar eru
öngvar. Landþröng hin mesta. Hagar nær því öngvir vetur og sumar.“ JÁM III, 84-85.
1919: Tún 3 ha, kálgarðar 700 m2.
Bærinn Miðhús er merktur á túnakort Garðsins frá 1919, austur af Útskálum en vestur af Lykkju. Við hann hefur verið rituð skýring á kortinu: „húsið nýlega flutt.“ Í örnefnalýsingu Miðhúsa og Króks segir: „Neðan við bæinn á merkjum móti Útskálum er Miðhúsahóll.“

Garður

Miðhús og Vatnagarður – túnakort 1919.

Í athugasemdum við lýsinguna segir ennfremur: „Miðhúsahóll er þar sem fjósið er nú. Þar var gamla húsið, mikið og stórt, sem rifið var nærri aldamótum.“ Hóllinn er ekki til staðar í upphaflegri mynd, en um 1963 var hann sléttaður og á honum byggt fjós og hlaða. Staðsetning gamla bæjarins er þekkt, en allar minjar eru nú horfnar.
Merkjagarður milli Miðhúsa og Útskála er enn til staðar og liggur eftir honum girðing, og liggur fast við norðvesturhluta bæjarhólsins. Hóllinn er allur malarborinn en vestan við hann eru hross á beit. Austan við hann taka við miklir bakkar byggðir af ábúanda, og norðan við hann tún Útskála. Innkeyrsla er að hólnum að sunnan. Stærð bæjarhólsins hefur verið töluverð, um 60×45 m í norður-suður og um 3 m hár áður en hann var sléttaður, miðað við lýsingar Rafns Torfasonar. Stærð hólsins í dag er fremur svipuð, um 55×35 m í norður suður, og þótt mikið efni hafi verið borið burt við sléttun var mikil möl sett í staðinn, þar sem hálfgert kviksyndi var í jarðvegnum. Hann er í dag (2008) enn um tæpir 3 m á hæð, sé miðað við tún Útskála.

Álagablettur, Álfhóll, er í túni Miðhúsa, um 150 m suðvestan við bæjarhól.

Garður

Miðhús – álagablettur.

Hóllinn er í afar grænu og grösugu túni sem reglulega er sleginn. Hóllinn er þó ekki sleginn. Hóllinn er um 0,7 m hár og myndar hring sem er um 5 m þvermál. Álög eru sögð vera á hólnum, og megi því ekki slá efsta hluta hans, annars dynji óhapp yfir þann sem fremdi verknaðinn. Þekktar eru tvær dæmisögur af því hvernig fór fyrir þeim mönnum sem slógu efsta part hólsins. Önnur þeirra segir frá manni sem sló toppinn, en vildi svo ekki betur til en hann missti stuttu eftir tvo fingur, og var fólk því þaðan af beðið um að slá toppinn ekki. Seinna var þó annar maður sem taldi þetta bábiljur og sinnti engu um viðvaranir og sló toppinn. Morguninn eftir fannst besta mjólkurkýrin á bænum dauð.

Krókur

Garður

Krókur.

1703: 20 hdr. Bændaeign. 1847: 20 hdr. Bændaeign. „Krókur var gamla býlið, en svo var Sólbakki byggður úr því. … Sólbakki var færður vegna sjávargangs.“ Ö-Miðhús og Krókur, 1. Jarðarinnar er getið í skjölum um rekaskipta frá um 1270: „sandgierdinga. ok þar vr sionhending j hinn hæsta stein aa markskeri. Þadann eigv sydvr biasker j midiann eyktar holm. Þadann fra fvlavik xl fadma ä sanndinn fra kolldvhomrvm. Þadann aa hvalsnes. krokvr. ok vtskaler sydvr til midær holms sinn þridivng hvor þeirra. Þadann eigv vtskaler einer sydvr
til miosyndis.“ DI II, 77-78. Jarðarinnar er einnig getið í fjárskiptabréfi „milli húsfrú Hólmfríðar Erlendsdóttur af einni álfu, en af annari Eyjólfs Einarssonar, sonar hennar, og systkina hans“ frá 1522. DI IX, 87.

Garður

Sólbakki og Krókur – loftmynd 2022.

Þá er hennar getið í í yfirlýsingu Gissurar Skálholtsbiskups frá 1541 þar sem hann lýsir því yfir að „hústrú Hólmfríðr Erlendsdóttir haldi til fullrar eignar jörðunum Sandgerði, Króki og Miðhúsum …“ DI X, 657 og í dómi um „testametum hústrú Hólmfríðar heitinnar Erlendsdóttur“ frá 1545, DI XI, 402. Þá er jarðarinnar aftur getið í dómi frá 1547 „um gildi gjafabréfs hústrú Margrétar Vigfúsdóttur 1486 um ánefnt jarðagóz til Þorvarðs Erlendssonar, dóttursonar síns…“ DI XI, 570. Jarðarinnar er einnig getið í skiptabréfi Eyjólfs Einarssonar í Dal undir Eyjafjöllum frá 1558, DI XIII, 323.

Garður

Krókur og Krókvöllur – minjakort.

Þrjár hjáleigur eru nefndar frá bænum í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703, Krókshjáleiga og tvær ónefndar báðar í eyði.
1703: „Fóðrast kann ii kýr og i úngneyti laklega. … Torfrista og stúnga hjálpleg. Rekavon lítil. Lýngrif í óskiftu landi lítilfjörlegt og lángan veg í burtu. Eldiviðartak af fjöruþángi hjálplegt. Heimræði árið um kríng og uppsátur í Útskálalandi … Hjér í mót eigu Útskálar vatnsnaut í Króks brunni. Lendíng hættusöm. Tún jarðarinnar spillist af leysingarvatns ágángi. Engjar öngvar. Úthagar litlir mjög sumar og vetur.“ JÁM III, 85-86. 1919: Tún 1,2 ha, kálgarðar 1120 m2.

Garður

Króksbrunnur.

„Krókur er næst fyrir neðan Krókvöll. Gamli bærinn stóð uppi á dálitlum hól. Túnið lá einkum sunnan hans, vestan og norðan. Nú er búið að rífa gamla bæinn og byggja nýtt hús skammt fyrir norðan þar sem hann var. Það heitir Sólbakki,“ segir í örnefnalýsingu Króks. Í annarri lýsingu Króks og Miðhúsa segir: „Krókur var gamla býlið, en svo var Sólbakki byggður út úr því.“ Krókur stóð rúma 150 m suðaustur af Miðhúsum. Á túnakorti frá 1919 er Krókur merktur vestarlega, hjá Garðbæ en það mun rangt og bæði heimildamenn og ritaðar heimildir benda til að hann hafi staðið um 140 m norðaustar, hjá Lykkju sem merkt er á kortið, skammt suðaustan við Sólbakka.
Býlið stendur uppi á grónum hól sem er um 30 m langur og 20 m breiður. Bærinn Sólbakki stendur þar rétt norðvestan við bæjarstæðið. Kálgarður er fast sunnan við býlið.

Garður

Króksbrunnur.

Húsið sem síðast stóð var hlaðið úr að því er virðist tilhöggnum steinum og einnig steypt. Grunnurinn er um 10 m á lengd og um 8 m á breidd að innanmáli þar sem hann er breiðastur. Hann er tvískiptur og liggur veggur í gegnum hann nokkurn veginn miðjan. Nokkuð hrun er að sjá inni í grunninum og þá sérstaklega í norðausturhorninu. Grunnurinn snýr í vestnorðvestur-austsuðaustur og finnst ekkert sýnilegt op eða inngangur, líklega hefur hrun lokað því. Líklegt verður þó að teljast að inngangur hafi verið í norðnorðaustur því þar rétt
fyrir neðan er Króksbrunnur. Þar sem hleðslan er hæst sést í þrjá steina.

Garður

Sólbakki.

Á túnakort frá 1919 hefur verið rituð skýring austan við Garðbæ: „Grund var hér, rústir og tún,“ og virðast þá engin bæjarhús uppistandandi. „Fyrir ofan Krók heitir Grund. Þar var býli áður; nú er þar steinahrúga,“ segir í örnefnalýsingu. Sléttuð tún eru kringum Krók en nokkru suðvestar safnaði fyrrverandi ábúandi öllu grjóti úr túninu saman í hauga. Ekki tekst að staðsetja Grund þar sem öll kennileiti hafa breyst. Heimildamenn þekkja ekki til nafnsins. Hugsanlega er um eitt bæjarstæði að ræða, þ.e. að Grund og Krókur hafi staðið þar sem Sólbakki var síðar reistur.

Krókvöllur

Garður

Krókvöllur.

Ekki getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703. 1847, hjáleiga frá Króki. Í Jarðatali Johnsens frá 1847 segir í neðanmálsgrein: „Þó að hvorki sýslumaður né jarðabækurnar nefni hjáleigu þessa [Króksvöll], er samt svo að skilja á presti, að hún sé til, sem bygt býli.“ JJ, 88.
1919: Tún 1,2 ha, kálgarðar 900 m2.
Samkvæmt túnakorti Garðsins 1919 var Krókvöllur syðst og austust þeirra hjáleigna sem deildu túni með Útskálum, um 150 m SA af Garðbæ.
„Krókvöllur er næst fyrir utan Smærnavöll og næst fyrir ofan Krók. Íbúðarhúsið stendur sem næst neðst í túninu, en túnið nær upp að vegi og austur að Smærnavallatúni. Íbúðarhúsið er nær því á sama stað og gamli bærinn stóð áður. Fjós og hlaða voru örskammt norðaustan við íbúðarhúsið,“ segir í örnefnalýsingu.

Garður

Krókvöllur.

Húsið stendur í stóru túni, Krókvelli Það er í dag alveg sléttað og girt mestanpart, nema sunnan megin. Túnin voru á sínum tíma jöfnuð með því að bera mold töluverðan veg og leggja yfir grjót og ójöfnur, og þarnæst var það ræktað upp.
Húsið var byggt á tímabilinu 1897-1905 og tún í kring jöfnuð. Um 1965 var svo braggi byggður norðaustan við húsið, en sá er nú (2008) horfinn, en til stendur að byggja þar skúr, og er nú kominn grunnur að því. Við rask þegar grunnurinn var grafinn komu aðeins 20. aldar gripir í ljós, samkvæmt ábúanda. Húsið var stækkað í kringum 1980. Undir húsinu er kjallari. Enginn eiginlegur bæjarhóll er á staðnum.

Gerðar

Garður

Gerðar.

1703, jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847, 25 hdr. Bændaeign. Þrjár hjáleigur eru nefndar á jörðinni í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703, tvær þeirra eru þá í byggð en Skúlahús sögð forn eyðijörð í eyði umliðin átta ár.
1703: „Fóðrast kann ii kýr laklega. … Skóg til kolgjörðar brúkar jörðin í almenníngum. Lýngrif í óskiftu landi lítilfjörlegt og lángan veg í burtu. Torfrista og stúnga í sendinni jörðu valla nýtandi. Rekavon lítil. Eldiviðartak af fjöruþángi laklegt, og þarf annarsstaðar til að fá. Fjörugrasatekja lítil. Murukjarnar og annað þvílíkt má taka um vortíma til að næra peníng í heyskorti. Heimræði er hjer árið um kríng … Lendíng voveifleg. Tún, hús og garða jarðarinnar fordjarfar árlega sjáfar og vatnagángur til so stórra meina heimilisins, að þar sem menn skyldu á þurru landi gánga, verða skinnklæddir menn að bera kvenfólk heimiliss nauðsynja þjónustu, innan bæjar og utan þegar vetrarleysingar með sjáfargángi uppá falla, og er það stór mein ábúandans að byggja jafnoft aftur garðana og bera sand og grjót af túninu. Engjar eru öngvar. Útigangur í lakasta máta sumur og vetur, og landþrengsli mikil. Vatnsból um sumar og á vetur þegar stórfrost eru, er til stórmeina af miklum skorti og í lakasta máta.“

Garður

Gerðar – túnakort.

JÁM III, 87-88. 1919: Tún 1,5 teigar; kálgarðar 860 m2.
1919: Austurbær: Tún 2 teigar, kálgarðar 2140 m2. Vesturbær: Tún 1,5 teigar, kálgarðar 860 m2.
Samkvæmt túnakorti frá 1919 voru tveir bæir í Gerðum, austur- og vestur-bær. Hér er vesturbærinn skráður. Hann var um 70 m norðvestan við eystri bæinn 001. Samkvæmt túnakortinu tilheyrðu bænum 1,5 teigar túns og um 860 m2 kálgarða. Á túnakortinu voru einnig þrjú útihús í hnapp innan kálgarðs um 10 m norðan við vestur-bæinn. Eitt útihúsanna var forgryfja og/eða salerni. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segir: „hjáleiga ein, áföst við bæinn.“ Heimildamanni þykir líklegra að hjáleiga hafi verið áföst vestari bænum, en ekki eru nein efnisleg ummerki um það. Bærinn er nú (2008) um 40 m norðan við frystihús Nesfisks.

Garður

Garður – Guðlaugsstaðir – túnakort 1919.

Á túnakorti er merktur brunnur, útihús og tveir kálgarðar sem nú eru horfnir, mest farið undir malbikað plan frystihússins.
Húsin standa við malbikuð bílaplön frystihúss Nesfisks, og við hrossatún. Upp við húsin er mikill hvanngróður, en sú órækt hefur verið þar að minnsta kosti frá 1970.
Íbúðarhúsið stendur á um 50×50 m hól sem nær mest um 2 m hæð. Einnig er þar skúr, sem eitt sinn var fjós Gerða, og er merkt inná túnakortið. Íbúðarhúsið hefur gengið í gegnum einhverjar breytingar frá 1919, og er í dag (2008) í eigu Nesfisks. Austur af fjósinu er sýnileg garðhleðsla en samkvæmt túnakorti var kálgarður enn austar sem ekki er til staðar í dag. Innan í þeim garði er merkt forað, en vegna mikillar hvannaróræktar reynist örðugt að finna ummerki þess.

Auðunnarbær

Garður

Garður – skipulagsuppdráttur 1975.

Í grein Hallmanns Sigurðssonar um býli og búendur í Garði 1903-1915 segir: „Næst Gerðum var lítið timburhús. Þar bjuggu Auðunn Eiríksson og kona hans, Halldóra.“ Þessi bær var nefndur Auðunnarbær og var hann um 100 m norður af Vestri-Gerðum 002, og 7 m suður af grjótgarði við sjávarlínu Garðs. Rústirnar eru í túnjaðri Kirkjuflatar. Við og í bæjarstæðinu vex mikið af hundasúru.
Tóftin er um 5×3 m og snýr í norður-suður. Tóftin er úr einfaldri steinaröð sem myndar e.k. grunn. Ekki er um eiginlegar hleðslur að ræða, en í heimild segir að um timburhús hafi verið að ræða. Innan grunns er jörðin grafin niður um 0,2 m. Túngarður liggar að tóftinni að vestan.

Níelsarbær
Í grein Hallmanns Sigurðssonar um býli og búendur í Garði 1903-1915 segir: „Næsta hús [við Auðunnarbæ] var torfbær og bjuggu þar ýmsir. Sá, sem ég man helzt eftir, hét Níels.“ Bærinn mun hafa verið kallaður Níelsarbær, í það minnsta á þessum tíma. Grunnur Níelsarbæjar er um 100 m frá Jaðri 018 og 85 m norðvestan við Auðunnarbæ, 15 m sunnan við grjótgarð. Grunnurinn er merktur með skilti.
Í dag (2008) er aðeins suðurhlið grunnsins sjánleg. Hún er 7 m á lengd frá austri til vesturs, og um 0,5 á breidd.
Sé miðað við gróðurfarsmun gæti breiddin hafa verið 4 m. Troðin leið liggur þétt upp við suðurhliðina og meðfram henni 5 m sunnar er túngarður.

Gerðaskóli

Garður

Gerðaskóli.

Í örnefnalýsingu Gauksstaða, Skeggjastaða og Brekku segir ennfremur: „Það sem myndar Skólatjörnina að utan, er Gauksstaðaurð. Þess má geta að þarna var fyrsti skólinn.“ Í 90 ára afmælisriti Gerðahrepps er birt grein Ögmundar Sigurðssonar frá 1890 en hann var þá skólastjóri Gerðaskóla, þar segir: „Í Garðinum var stofnaður barnaskóli árið 1871 og byrjaði þar kennsla 1872 … En hvað, sem um það var, þá komst skólinn á fyrir dugnað sjera Sigurðar [Brynjólfssonar] og fáeinna annarra dugandi bænda, og ljet hann reisa hús fyrir hann á sinni eigin lóð í Gerðum. … En hjer fór sem opt vill verða, þegar næga þekkingu vantar á hlutunum , að þetta dýra hús, sem byggt var fyrir skólann, reyndist mjög óhentugt; staðurinn var hinn versti, þar sem húsið stóð; sjór fjell upp að því og rann allt í kringum það í stórflóðum, svo að ekkert leiksvið varð fyrir börn úti við. Herbergin voru mjög óhentug, bæði vegna þess hvað birtan var slæm, og svo voru þau þröng. …

Garður

Gerðaskóli – minnismerki.

Árið 1887 tók sjera Jens Pálsson, sem nú er prestur á Útskálum, við stjórn skólans … Þá var afráðið að selja skólahúsið í Gerðum og flytja skólann heim að Útskálum, en vissra orsaka vegna gat þessu ekki orðið framgengt. Skólanefndin fékk því til leigu tvö herbergi handa skólanum hjá bónda einum í Garðinum … Á næsta sumri [þá líklega um 1891] er í ráði að gera við hús það sem skólinn á á Útskálum svo að eigi þurfi lengur að legja húsnæði handa honum.“ Minnismerki um skólann er um 90 m suðaustan við Eystri-Gerðar og um 20 m austan við Valbraut. Þar er malarhrúga með minnisvarða um Gerðaskólann.
Skólinn, sem var steinhús, var rifinn á seinni hluta 20. aldar að tillögu fegrunarnefndar.

Klöpp

Garður

Lónshús – túnakort 1919.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð býlið Klöpp um 100 m sunnan við vestari-bæinn og um 40 m norðvestan við Einarshús. Um 120 m suðvestur af Neðra-Gerði og 100 m suðvestar er tóft sem kemur heim og saman við staðinn. Við hana hefur verði sett skilti sem á stendur „Miðengi“ en ekki ljóst hvaðan sú heimild er fengin.
Tóftin er í órækt aðeins 10 m suðvestur af girtu túni. Grjóthlaðinn grunnur húss sem stendur frekar hátt. Er hann 7×5 m að stærð að utanmáli og er hæð hans 0,5 m. Grunnurinn snýr í austur-vestur og er nokkuð lægri til vesturs. Grjótið í honum virðist að einhverju leyti tilhöggið. Fyllt hefur verið í grunninn og er fremur grýtt og gróið grasi innan hans. Leifar af gaddavír og járnplötu eru sunnan við tóftina og umhverfis hana er nokkuð af grjóti.

Einarshús

Garður

Vatnagarður – loftmynd 2022.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð býlið Einarshús um 140 m sunnan við vestari-bæinn og um 20 m ANA við Önnuhús. Tún býlisins voru árið 1919 0,01 teigar og kálgarðar alls 300 m2. Minjarnar eru í afgirtu en óræktuðu túni. A: Steinsteyptur, feryrndur grunnur. Er hann 8×5 m að utanmáli og snýr u.þ.b. í austur-vestur. Breidd veggja er 0,3 m og mesta hæð þeirra er 0,8 m. Á syðri langvegg um 0,5 m frá horni sést móta fyrir dyraopi. Báðir gaflar ásamt suðvesturhorni eru fremur rofnir en þó sést móta fyrir þeim. Nokkuð af steypubitum hefur hrunið inn í grunninn og er þar fremur grýtt en einnig grasi gróið.

Gerðastekkur

Garður

Gerðar – loftmynd 2022.

„Ofan við þjóðveginn að sjá í Ósvörðuna frá bæ heitir Gerðastekkur,“ segir í örnefnalýsingu. Ofan við þjóðveginn eru íbúðahverfi.
Heimildamenn þekkja ekki til að hér hafi verið stekkur, og leit milli Gerða og Ósvörðu skilaði ekki árangri. Líkast til hefur stekkurinn farið undir íbúðahverfi.

Þorsteinshús

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð býlið Þorsteinshús um 100 m sunnan við eystri-bæinn og um 10 m vestan við Eyjólfshús. Bæjarröðin sneri norður-suður, fast vestan við veg. Tún býlisins voru árið 1919 0,65 teigar og kálgarðar alls 660 m2. Þorsteinshús stóð líklega þar sem Gerðavegur 21 er nú.
Íbúðahverfi, sléttuð grasflöt í garði við Gerðaveg 21, sunnan við það eru hins vegar óhirt tún. Gerðavegur 21 stendur á lágum hól sem gæti verið bæjarhóll Þorsteinshúsa.

Fjósar

Garður

Fjósar og Valbraut – loftmynd.

„Skúlahús … Þau voru skammt þar frá sem gamli skólinn er, þó fjær honum en Fjósar (hús),“ segir í athugasemdum við örnefnalýsingu Gerða. Þetta mun hafa verið á h.u.b. sama stað og býlið Valbraut en skv. Stúdentakorti frá 1954 stóð Valbraut um 150 m suður af Neðri-Gerðum, aðeins fáeinum metrum austan við Gerðaveg. Í grein Hallmanns Sigurðssonar um búendur og býli í Garði 1903-1915 segir: „Eru nú ótalin tvö býli: Valbraut og Fjósin.“ Ekki er bæjunum lýst nánar. Nú hafa verið sett niður tvö skilti í rústum á þessum stað. Á öðru stendur Valbraut og hinu Fjósar. Tóftirnar eru í afar grónu en ónýttu túni.

Haraldshús

Garður

Skúlahús – brunnur.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð býlið Haraldshús um 80 m sunnan við Eyjólfshús. Tún býlisins voru árið 1919 0,08 teigar og kálgarðar alls 480 m2.
Óræktað land, fremur blautt.
240 m suður af Neðri-Gerðum er lítill hóll. Hann er um 3 m í þvermál og um 0,3 m hár. Heimildir benda til að þar hafi Haraldshús staðið. Á hólnum vex hvönn sem gerir það erfitt um vik að greina nokkrar fornleifar á honum. B: 50 m austan við Haraldshús er tóft. Á Stúdentakorti eru hún nefnd Steinbogi. Á svipuðum stað er sýnt útihús frá Haraldshúsum á túnakorti og gætu þetta verið leifar þess. Tóftin er ferhyrnd, 5×4 m að stærð og snýr í norðvestur-suðaustur. Syðri langhlið er veglegust.

Mjósund

Garður

Hólavellir.

„Sjávarmegin var svæði, sem kallað var Skákir, þar sem nú eru fiskihús og athafnasvæði fiskútgerðarinnar. Þar upp af eru bæði Vorhús og Mjósund, sem hvort tveggja var býli, en nú í eyði,“ segir í örnefnalýsingu. Nú er ekki vitað hvar Mjósund hefur staðið og nafnið er ekki vel þekkt í dag. Líklegast er að skipt hafi verið um nafn á býlinu og um sé að ræða annaðhvort Settubæ eða Einarshús.

Sigurjónshús
Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð býlið Sigurjónshús um 30 m SSA við Haraldshús. Tún býlisins voru árið 1919 0,11 teigar og kálgarðar alls 800 m2. Nú stendur þar íbúðarhús, Gerðavegur 16. Svæðið í kringum íbúðarhúsið er sléttað og ekki eru nein ummerki um tóftir eða garða.

Settubær

Garður

Settubær.

Settubær stóð um 260 m suðvestur af Eystri-Gerðum. Þar eru rústir. Grasi gróið svæði. Rústir Settubæjar ná yfir svæði sem er alls um 45×20 m norðaustur-suðvestur. Tóft A er austast, tvíhólfa tóft með áföstum garði, og er um 8×8 m að stærð. Stærra hólfið er um 4×3 m NA-SV og er opið út í garðinn í suðaustur og annað op út í suðvestur. Allar hleðslurnar eru grónar en vel sést í steinhleðslurnar, sérílagi á norðausturhlið kálgarðsins. Tóftin er á um 0,5m háum hól.

Steinshús

Garður

Steinshús.

Á túnakort Gerða frá 1919 er túnskiki merktur Steinshúsi og í honum kálgarður. Engin hús eru merkt við garðinn og ekki ljóst hvar bærinn stóð.
Tún býlisins voru, samkvæmt túnakortinu, 0,23 teigar og kálgarðar alls 200 m2. Líklegast er að Steinshús hafi staðið rúma 200 m norðaustur af kálgarði, þar sem nú stendur íbúðarhúsið Steinshús. Í grein Hallmanns Sigurðssonar um búendur og býli í Garði 1903-1915 er minnst stuttlega á Steinshús en ekki getið um staðsetningu þess.

Gaukstaðir

Garður

Klöpp.

1703, jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847, 29 1/6 hdr. Kirkjueign. Jarðarinnar er getið í grein um hvalskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270: „…Hinn þridia þridvng taka gvkstader ok skeggiastader…“, DI II, 78. Þá er hennar getið í álitsgerð vegna landamerkjaágreiniings milli Skálholtsstólsjarða og Gauksstaða frá árinu 1528, DI IX, 465. Árið 1919 var tvíbýli á Gauksstöðum.
1703: „Fóðrast kann iiii kýr naumlega á allri jörðinni …Skóg til kolgjörðar brúkar jörðin í almenníngum. Torfrista og stúnga engin. Lýngrif lítið og í fjarska uppá heiðum í óskiftu landi. Fjörugrasatekja nokkur. Rekavon lítil. Murukjarnatekja nokkuð lítil sem brúkuð er til að næra peníng á heyskorti. Heimræði er árið um kríng, þó um vetur valla nýtandi, því lendíng er mjög slæm … Eldiviðartak af fjöruþángi naumlega til heimamanna brúkunar. Túnum og görðum spillir sjáfarágángur og so hjallhúsum. Engjar eru öngvar. Útigangur engin sumar
nje vetur. Vatnsból merkilega slæmt og bregðst sumar og vetur.“ JÁM III, 90.

Garður

Gauksstaðir.

1919: Austurbær: Tún 1,5 teigar, kálgarðar 870 m2. Vesturbær: Tún 1 teigur, kálgarðar 880 m2.
Gaukstaðir eru um 180 m norður af Skeggjastöðum, við enda Gauksstaðavegar. Árið 1919 þegar túnakort var gert af Gauksstöðum voru þar tveir bæir. Á túnakortið er merkt þyrping
húsa sem nær yfir svæði sem snýr norður-suður. Þar hafa bæirnir líklega staðið. Elsti hluti hússins sem nú stendur á bæjarstæðinu hefur sennilega þegar verið reistur þegar túnakortið var teiknað en byggt var sunnan við húsið á 5. áratug 20. aldar.

Garður

Gauksstaðir og Skeggjastaðir – minjakort.

Greinilegur bæjarhóll er undir íbúðarhúsinu. Í grein Hallmanns Sigurðssonar um býli og búendur í Garði segir að Gísli Einarsson hafi reist stórt timburhús á Gauksstöðum, væntanlega fyrir aldamótin 1900. Það var tekið niður og flutt til Reykjavíkur en steinhús, sem er væntanlega að hluta enn uppistandandi, var reist 1913.
Bæjarstæðið er fast niður við sjóinn. Stórt, slegið tún er sunnan við bæ. Alls er bæjarhóllinn um 50 x 30 m stór frá austri til vesturs. Á honum stendur stórt íbúðarhús, skemma norðan
við það og gamalla bárujárnsskúr austast.

Lambhús

Garður

Lambastaðir – uppdráttur; Sigríður Jóhannsdóttir 1978.

„Upp af bæ er lambhús, og þar austur af er Eiði,“ segir í örnefnalýsingu. Íbúðarhús sem nefnist Lambhús stendur að því er virðist nálægt þessum stað. Það er um 180 m vestur af Gauksstöðum. Í grein Hallmanns Sigurðssonar um býli og búendur í Garði á árunum 1903-1915 segir: „Á Gauksstaðalóðinni var eitt tómthúsbýli, Lambhús.“
Gamall, einlyftur steinbær og þétt byggð í kring nema Gauksstaðatúnið er að austanverðu. Engar leifar sjást af eldri húsum og raunar ekki fullvíst að umrædd lambhús hafi staðið á nákvæmlega sama stað og íbúðarhúsið, þótt líkur bendi til þess.

Bjarghús
„… er túngarður úr grjóti upp fyrir tómthúsið Bjarghús,“ segir í örnefnalýsingu. Síðar í sömu lýsingu segir: „Svo er Hábær ofan við Bjarghús.“ Hér hefur verið giskað á að rústir séu af Hábæ en þeirri ágiskun fylgir nokkur óvissa. Staðsetning Bjarghúsa verður að teljast óþekkt að svo komnu máli þótt sennilega hafi þau verið í námunda við Hábæ.

Hábær

Garður

Varir.

Í örnefnalýsingu segir: „Ofan við bæ [Skeggjastaði], upp við veg, er nýbýli, sem heitir Steinstaðir, vestur af Eiði. Svo er Hábær ofan við Bjarghús.“ Hábær var í landi Gaukstaða en í raun er nákvæm staðsetning hans óþekkt. Af lýsingum að dæma gæti hann þó hafa verið þar sem nú er rúst inni í hestagirðingu um 140 m norðvestur af Skeggjastöðum og um 160 m suðvestur af Gauksstöðum.
Skv. grein Hallmanns Sigurðssonar um búendur í Garði á árunum 1903-1915 bjó þá fjörgamall maður, Árni Pálsson, í Hábæ. Þess má geta að hús er merkt með nafninu Hábær inn á loftmynd frá sveitarfélaginu. Það virðist standa við Sunnubraut 9 en ekki fékkst staðfest hvort það er á bæjarstæði gamla Hábæjar.
Vel bitin hestagirðing, landamerkjagarður, milli Skeggjastaða og Gauksstaða er um 10 m sunnan við rústina.

Tjarnarkot

Garður

Varir, Meiðastaðir og Ívarshús – túnakort.

„Ofan við Skólatjörnina var Tjarnarkot,“ segir í örnefnalýsingu. Tjarnarkot hefur líkast til verið um 100 m suðaustur af bæjarstæði Gerða en staðsetningin er ekki mjög nákvæm, enda hefur svæðinu verið raskað mjög mikið. Þar sem Skólatjörn var áður hefur átt sér stað mikil uppfylling, og stendur þar nú fiskvinnsluhús.
Ekki sjást nú (2008) leifar Tjarnarkots.

Skeggjastaðir
1703, jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847, 8 1/8 hdr. Bændaeign. Jarðarinnar er getið í grein um hvalskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270: „…Hinn þridja þridivng taka gavkstader ok skeggiastadir…“, DI II, 78. Þá er hennar getið í hlutabók eða sjávargerðarreikningi Kristjáns skrifara frá 1548, DI XII, 127 og í jarðaskiptabréfi hirðstjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól frá 1563, DI XIV, 156.

Garður

Skeggjastaðir – loftmynd 2022.

Árið 1919 var tvíbýli á Skeggjastöðum.
1703: „Fóðrast kann i kýr ríflega …Skóg til kolgjörðar hefur jörðin í almenníngum. Torfristu og stúngu þar í annars jarða löndum til að fá. Eldiviðartak af fjöruþángi mjög lítið. Rekavon því næsta engin. Murukjarnatekja með stórstraumi nokkur til að næra peníng á heyskorti. Heimræði er árið um kríng og lending frí á Gaukstaðalandi …Engjar eru öngvar. Útigángur enginn sumar nje vetur. Vatnsból er ekkert í landareign jarðarinnar.“ JÁM III, 90-91.
1919: Norðurbær: 0,82 teigar, kálgarðar 1150 m2. Suðurbær: Tún 0,78 teigar, kálgarðar 910 m2.
Samkvæmt túnakorti frá 1919 var þá tvíbýli á Skeggjastöðum. Það kemur heim og saman við það sem segir í grein Hallmanns Sigurðssonar um búendur í Garði 1903-1915: „Á Skeggjastöðum var tvíbýli. Á öðrum bænum bjó Ólafur Gíslason……Á hinum jarðarpartinum byrjaði að búa 1910 Tryggvi Matthíasson trésmiður.“ Syðri bærinn stóð um 10 m ASA við nyrðri bæinn. Þar er merkt T-laga húsaþyrping og kálgarður fast austan við.
Skeggjastaðir eru um 70 m norðvestan við Brekku. Núverandi bæjarhús standa klárlega á bæjarstæði syðri bæjarins en hér er samt öllum bæjarhólnum lýst. Hús stendur á hólnum miðjum, afgirtur garður er sunnan við húsið og bílastæði norðan og vestan við það.
Enginn kjallari er undir íbúðarhúsinu. Austan og norðan við hólinn eru tún, niður að sjó. Bílskúr stendur við húsið.

Húsatóftir

Garður

Móabær – túnakort 1919.

Hústóft er um 65 m vestur af Skeggjastöðum, fast norðan við heimreiðina. Þetta gætu verið Húsatóftir eða Húsatættur en um staðinn segir í örnefnalýsingu „Svo er Hábær ofan við Bjarghús. Þar neðar og nær bæ eru Húsatættur.“ Um tómthúsið segir í grein Hallmanns Sigurðssonar um búendur í Garði 1903-1915: „Guðmundur Jónsson bjó að Húsatóftum. Hann gerði oftast út skip á vertíð og bát haust og vor.“ Tóftin er á grónu óræktarsvæði, gróðurinn þar nær allt að 2 m hæð við vegkant. Um er að ræða tóft af litlu útihúsi með áföstum garði, líklega kálgarði. Alls er mannvirkið um 9×5 m stórt.

Steinsstaðir
Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð þurrabýlið Steinsstaðir um 220 m VSV við Garðstaði og um 50 m norðvestan við Eiði. Samkvæmt túnakortinu voru tún býlisins 0,09 teigar og kálgarðar alls 300 m2. Í örnefnalýsingu segir: “ Ofan [sunnan] við bæ, uppi við veg, er nýbýlið Steinstaðir, vestur af Eiði.“

Garður

Meiðastaðir – minjakort.

Hugsanlega hafa Steinsstaðir fallið í eyði og verið byggðir upp aftur um það leyti sem örnefnalýsingin var skráð, þ.e. um miðbik 20. aldar, en staðsetning þess í lýsingunni kemur vel heim og saman við staðsetningu Steinstaða á túnakortinu frá 1919 og því líkega um einn og sama staðinn að ræða. Steinsstaðir eru í Skeggjastaðalandi, um 260 m VSV af Gauksstaðabænum. Í grein Hallmanns Sigurðssonar um búendur í Garði 1903-1915 kemur fram að Steinsstaðir hafi verið mjög lítill bær.
Þar er nú stórt og veglegt einbýlishús, merkt Steinsstaðir á loftmynd frá sveitarfélaginu.
Allar leifar um eldri byggingar eru horfnar. Óræktarlóð er austan við húsið og þar sjást reyndar talsverðar ójöfnur.

Eiði
Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð þurrabýlið Eiði um 50 m suðaustan við Steinsstaði. Þá var tvíbýlt á jörðinni en bæirnir sambyggðir. Bæjarröðin snýr austur-vestur. Samkvæmt túnakortinu voru tún eystri bæjarins 0,03 teigar og kálgarðar alls 550 m2. Tún vestri bæjarins voru 0,09 teigar og kálgarðar 540 m2. Í örnefnalýsingu segir: „Upp af bæ er lambhús, og þar austur af er Eiði.“ Eiði var þar sem nú er lóð leikskólans í Garði, nánar tiltekið þar sem nú leikkastali á lóðinni. Þetta er um 180 m norðvestur af Skeggjastöðum. Sléttuð lóð með leiktækjum.
Öll ummerki um Eiði eru horfin. Eiði mun hafa verið síðasti uppistandandi torfbærinn í Garði.

Garðsviki

Garður

Steinshús fremst.

„Þar neðar og nær bæ eru Húsatættur, og efst er Garðsviki,“ segir í örnefnalýsingu. Í athugasemdum við lýsinguna segir ennfremur: „Kot var í Garðsvika.“ Í grein Hallmanns Sigurðssonar um búendur og býli í Garði 1903-1915 er ekki minnst á Garðsvika en þar er hins vegar talað um Garðsríki og ekki ólíklegt að það hafi verið sami bær: „Í Garðsríki bjó á þessum árum maður að nafni Matthías, var hann aðfluttur og dvaldi þar fremur stutt og veit ég ekki meira um hann að segja.“ Ekki fengust upplýsingar um hvar bærinn stóð. Í lýsingu Hallmanns er það Garðsríki upp milli Steinsstaða og Sigríðarstaða sem er síðasti bærinn sem minnst er á áður en komið er í Gerðahverfi. Erfitt er að átta sig á staðháttum út frá þessum lýsingum.

Sigríðarstaðir

Garður

Móabær.

Í grein Hallmanns Sigurðssonar um býli og búendur í Garði 1903-1915 segir: „Sigríðarstaðir er næsti bær [við Garðsríki]….Eru þá upptaldir bæir, sem ég man eftir fyrir innan Gerðar.“ Ekki fundust aðrar heimildir sem minnast á Sigriðarstaði og ekki ljóst hvar bærinn stóð.

Brekka
1703, jarðardýrleiki óviss. Konungsiegn. 1847, 6 1/4 hdr. Konungseign. Jarðarinnar er getið í afgjaldareikningi Eggerts fógeta Hannessonar frá 1552, DI XII, 418, 421 og í jarðaskiptabréfi hirðstjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól frá 1563, DI XIV, 156.
1703: „Fóðrast kann i kýr ríflega … Skóg til kolgjörðar hefur jörðin í almenníngum. Torfrista og stúnga engin í landi jarðarinnar það menn vitu til vissu, en lánga vegu burt upp í heiði hafa ábúendur um nokkrar studnir stúngið torf á hey og eldivið, og hefur ekki átalið verið. Eldiviðartak af fjöruþángi mjög lítið. Rekavon lítil mjög eður engin. Murukjarnatekja nærri því engin. Heimræði er árið um kríng … Tún jarðarinnar blæs upp árlega og gengur upp fastagrjót. Engjar öngvar. Úthagar öngvir sumar nje vetur. Vatnsból næsta því ekkert í landeign jarðarinnar,“ JÁM III, 91-92.

Garður

Nýlenda.

1919: Tún 1,6 teigar, kálgarðar 1020 m2.
Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð Brekka um 60 m norðvestan við syðri bæinn á Skeggjastöðum. Þetta er um 170 m norðvestur af Vörum. Steinsteypt hús á greinilegum hól, grasi vaxið umhverfi. Þéttbýli er um 100 m suðvestar en ágætis tún er umhverfis Brekku. Vegur liggur upp að húsinu úr suðri.
Hóllinn er alls um 60×50 m stór frá norðri til suðurs, sennilega náttúrulegur að hluta. Á honum stendur einlyft steinhús. Austurhluti þess var byggður árið 1937 af eiginmanni Steinunnar Sigurðardóttur en vesturhlutinn er yngri viðbygging. Árið 1937 hafði ekki verið búið í Brekku um nokkurra ára skeið. Rústir voru á staðnum, aðallega man Steinunn eftir einum hlöðnum vegg og hlóðaeldhúsi vestan við norðurhluta hússins. Þar var fagurlega hlaðinn veggur, eins og klömbruhnaus en úr grjóti. Framan við húsið, þ.e. um 20 m norðaustan við, eru smáhólar sem skera sig úr. Þar fann sonur Steinunnar mikið af öðuskel þegar hann lék sér að því að grafa í hólinn. Því má ætla að öskuhaugur sé undir. Framan við suðausturhorn steinhússins var kvarnarsteinn sem nú liggur brotinn framan við bæjardyr – þeir voru reyndar tveir upphaflega en hinn var mun þynnri og eyðilagðist.

Brekkukot

Garður

Móakot.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð býlið Brekkukot um 85 m suðaustan við bæ. Bæjarhóllinn er fast norðaustan við nýbýlið Bjarmaland (1945). Jóhanna Kjartansdóttir þekkir bæinn sem Brekkubæ, og kannast ekki við Brekkukot. Á túnakorti frá 1919 er þessi staður þó greinilega merktur sem Brekkukot. Í örnefnalýsingu er minnst á Brekkubæ: „Brekkubær er uppi í móa.“ Í athugasemdum við lýsinguna segir ennfremur: „Brekkubær er eyðikot.“ Ekki er ljóst hvort þar er átt við þennan stað eða jafnvel Brekku en hún var í eyði, í það minnsta upp úr 1930.
Ekkert hús stendur nú á hólnum en hann er sleginn reglulega. Umhverfis hólinn voru nokkrir kálgarðar ræktaðir fram á 20. öldina samkvæmt heimildamanni, en nú sjást þeirra engin merki. Svæðið austan við hólinn er í órækt og lítið hægt að sjá þar. Hóllinn er um 10×20 m og snýr í norðvestur-suðaustur.
Um 2 m norður af hólnum er lítil bunga. Sunnan megin á hólnum er annar hóll, sá er eftir flaggstöng sem reist var af föður heimildamanns á fyrri part 20. aldar. Í hólnum glittir svo í steina á stöku stað sem gætu verið hleðslur. Heimildamaður segir að meðan grasið var slegið hafi mátt sjá steinstétt liggja norður frá hólnum, en ekki er hægt að greina hana í dag.

Varir

Garður

Varir.

1703. jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847, 25 hdr. Bændaeign. Jarðarinnar er getið á skrá yfir hvalskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270: „…Annan þridívng varer ok straglastader ok darrastader…“, DI II, 78. Þá er hennar getið í máldaga Hvalnesskirkju frá 1370, DI III, 256 og í jarðaskiptabréfi hirðstjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól frá 1563, DI XIV, 156.
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 nefnir tvær hjáleigur á jörðinni og er þá önnur í eyði.
Árið 1919 var tvíbýli í Vörum samkvæmt túnakorti jaðrarinnar. „Fyrir ofan Varir eru þrjú nýbýli úr landi jarðarinnar,“ segir í örnefnalýsingu Vara, 3.

Garður

Varir og Brekka – minjakort.

1703: „Fóðrast kann i kýr og önnur að tveim þriðjúngum … Skóg til kolgjörðar hefur jörðin í almenníngum. Torfrista og stúnga engin nema sú, er brúkuð er láng frá upp í heiði. Eldiviðartak af fjöruþángi hvörgi nærri sem nauðsyn er til, og þarf annarsstaðar til að fá. Fjörugrasatekja lítil. Rekavon nokkur með stórstraumi. Heimræði er árið um kríng og lending hin besta …Engjar eru öngvar. Útigangur enginn sumar nje vetur. Vatnsból er ekkert í landeign jarðarinnar.“ JÁM III, 92-93.
1919: Neðri bær: Tún 0,9 teigar, kálgarðar 720 m2. Efri bær: Tún 1 teigur, kálgarðar 840 m2.
Árið 1919 var tvíbýli í Vörum, efri- og neðri-bær. Neðri bærinn hefur staðið vestar og norðar samkvæmt túnakorti frá 1919. Í örnefnalýsingu jarðarinnar segir: „Varabærinn stendur á háum hól niður við sjó. Þar stóð áður baðstofa, sem nefnd var Höllin sökum stærðar sinnar. Hana byggði Einar Sigurðsson, sem bjó í Vörum næst á undan Halldóri [Þorsteinssyni sem kom að Vörum 1911]. Hann byggði einnig útihús með gestaherbergjum og lokrekkju.

Garður

Kothús og Ívarshús – minjakort.

Ekkert stendur nú eftir af húsum þessum.“ Í lýsingunni segir ennfremur: „Steinsnar fyrir ofan og innan Varir er nýtt hús, Varir II (eða Efri-Varir í daglegu tali). Standa Vararbæirnir báðir í sama túninu.“ Varir standa næst sjó af öllum bæjum á svæðinu. Bærinn er um 170 m suðaustur af Brekku og um 120 m vestur af Kothúsum. Á hólnum stendur myndarlegt, gult bárujárnshús.
Árið 1919 var tvíbýli í Vörum, efri- og neðri-bær. Efri bærinn hefur staðið austar og sunnar samvkæmt túnakorti frá 1919. Í örnefnalýsingu jarðarinnar segir: „Varabærinn stendur á háum hól niður við sjó. Þar stóð áður baðstofa, sem nefnd var Höllinn sökum stærðar sinnar. Hana byggði Einar Sigurðsson, sem bjó í Vörum næst á undan Halldóri [Þorsteinssyni sem kom að Vörum 1911]. Hann byggði einnig útihús með gestaherbergjum og lokrekkju. Ekkert stendur nú eftir af húsum þessum.“ Ekki er ljóst hvort um vestari eða eystri bæinn er að ræða. Í lýsingunni segir ennfremur: „Steinsnar fyrir ofan og innan Varir er nýtt hús, Varir II (eða Efri-Varir í daglegu tali). Standa Vararbæirnir báðir í sama túninu.“ Austari bærinn hefur staðið austarlega á bæjarhól og gæti hluti þess bæjarstæðis meira að segja hafa farið undir veg sem liggur að steyptu fiskhúsi við sjóinn.

Kothús

Garður

Kothús.

1703, jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847, 14 1/6 hdr. Bændaeign. Kothúsa er getið í neðanmáls við grein um hvalskipti á Rosmhvalanesi. Þar stendur að bærinn sé þar sem áður voru Darrarstaðir, DI II, 78. Þá er jarðarinnar einnig getið í jarðaskiptabréfi hirðstjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól frá 1563, DI XIV, 156.
1703: „Fóðrast kann ii kýr naumlega. … Skóg til kolgjörðar hefur jörðin í almenníngum. Torfristu og stúngu á jörðin öngva, en er þó ekki meinað að brúka það í landi eyðijarðarinnar Heiðarhúsa, og tekur það þó mjög að eyðast. Lýngrif nokkuð brúkar jörðin fjarlægt í heiðum uppi. Fjörugrasatekja lítil. Rekavon lítil.
Skelfiskfjara lítil. Eldiviðartekja af fjöruþángi lítið mjög, og þarf annarstaðar til að fá, ef bjarglegt skal vera. Heimræði er árið í kríng … Engjar öngvar. Útihagar öngvir. Vatnból ekkert nema fjöruvatn.“ JÁM III, 94.
1919: Efri bær: Tún 0,6 teigar, kálgarðar 1500 m2. Neðri bær: 0,64 teigar, kálgarðar 1370 m2.

Garður

Kothús.

Kothús stóðu 30-40 m norður af Ívarshúsum og rúma 100 m SSA af Vörum. Árið 1919 var tvíbýli í Kothúsum, efri og neðri bær. Á bæjarstæðinu standa nú tvö hús líkt og sýnt er á kortinu 1919 og skilja einungis nokkrir metrar milli hússtæðanna. Er líklega um sömu hús að ræða, í það minnsta virðast þau komin til ára sinna.
Húsin standa á marflötu svæði og enga hólmyndun er þar að sjá. Malarplan er vestan við húsin en annars órækt í kring. Hér er syðra húsið skráð. Það er steinhús eða mögulega forskalað timburhús og enginn kjallari undir því. Ekki er kjallari undir húsinu og vottar alls ekki fyrir upphleðslu eða bæjarhól undir.

Blómsturvellir

Garður

Blómsturvellir.

„Upp af Vatnaskeri, neðan Kothúsa, eru rústir eftir tómthúsbýli, sem hét Blómsturvellir. Þar var byggð um aldamótin. Tætturnar sáust vel fyrir nokkrum áratugum, en eru nú horfnar,“ segir í örnefnalýsingu.
Heimildamenn telja Blómsturvelli hafa verið beint vestur af Meiðastaðakotunum. Í örnefnalýsingu Meiðastaða segir: „Milli fiskhúsanna og bæjar [Meiðastaða], vestan við götuna niður að sjó eru tvö kot sem heita Meiðastaðakot. Þau eru í líkri línu og Blómsturvellir í Kothúsalandi.“ Staðsetning kotsins verður þó að teljast ónákvæm.
Svæðið er sléttað tún og hvergi sér móta fyrir minjum nú (2008).

Kaldbak

Garður

Blómsturvellir – túnakort.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð þurrabýlið Kaldbak um 30 m vestan við Móabæ, kálgarðar eru merktir fast norðan, sunnan og austan við húsið. Samkvæmt túnakortinu voru tún býlisins um 0,07 teigar og kálgarðar alls 550 m2. Í örnefnalýsingu Kothúsa segir: „Í Kothúsalandi var Kallbak (ur) fyrir ofan veginn.
Aðeins innar var Móabær.“ Rústir Kaldbaks eru enn greinilegar, um 250 m sunnan við Kothús. Þær eru 50-60 m sunnan við aðalgötuna Garðbraut. Grasi vaxið óræktarsvæði sem markast af iðnaðarhúsnæði að sunnan og vestan en götum að austan og norðan.
Þokkalega greinileg tóft en veggir þó mikið farnir að síga. Hún er alls 12×7 m stór frá NA-SV og skiptist í tvennt. Vestar er eins og lítil hústóft, um 5×5 m stór að utanmáli. Hún virðist opin í suður eða suðvestur, með nokkuð óreglulega veggi sem eru hæstir að norðanverðu, hátt í 2 m.

Móabær

Garður

Móabær.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð þurrabýlið Móabær um 30 m austan við Kaldbak. Kálgarður var fast vestan við bæinn. Samkvæmt túnakortinu voru tún býlisins 0,4 teigar og kálgarðar alls 470 m2. Í örnefnaskrá Kothúsa segir: „Í Kothúsalandi var Kallbak(ur) fyrir ofan veginn. Aðeins innar var Móabær. Hann var í byggð fram yfir aldamót.“ Í grein Hallmanns Sigurðssonar um býli og búendur í Garði 1903-1915 er minnst á Nóabæ en ekki Móabæ og má ætla að það sé sami staður. Staðsetningu tilgreinir Hallmann ekki að öðru leyti en því að Nóabær hafi verið í Kothúsalandi. Móabær stóð um 45 m suðaustan við Kaldbak. Þar er mjög grösugt óræktarsvæði fast sunnan við íbúðarhús.
Engin tóft sést, aðeins lágreist og ávöl þúst á kafi í grasi. Brúnir hennar eru hvergi skýrar heldur fjarar hún út í landið umhverfis. Nú er búið að reka staur niður í þústina og þar á að setja skilti með heiti bæjarins. Þústin er 10-15 m í þvermál og 0,5-0,7 m há. Ekkert grjót sést í henni og ekkert rústalag.

Hausthús

Garður

Móabær – túnakort 1919.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð þurrabýlið Hausthús um 50 m norðvestan við Kaldbak. Samkvæmt túnakortinu voru tún býlisins 0,06 teigar og kálgarðar alls 600 m2. Hausthús standa enn, næsta hús austan við Garðstaði eða Garðbraut 31. Hausthúsa er getið í grein Hallmanns Sigurðssonar um býli og búendur í Garði 1903-1915. Þá bjó þar Sigurður Bjarnason.
Þar stendur tvílyft bárujárnshús sem sennilega hefur verið risið þegar árið 1919. Enginn hóll er undir því og engin merki sjást um eldra hús.

Darrarstaðir

Garður

Kothús og Ívarshús – minjakort.

„…Annan þridívng varer ok straglastader ok darrastader er þar okk v stada skipte: taka tvo hlute varer: enn hin tvo þira ok jafnmikit hvort,“ segir í grein um hvalskipti á Romshvalanesi í Fornbréfasafni Íslands. Í neðanmálsgrein segir ennfremur að Straglastaðir og Darrarstaðir séu nú (1893) Ívarshús og Kothús. Darrastaða er getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703: „So segja góðir menn, að i þessari sveit hafi þeir heyrt til forna verið hafa jarðir tvær, sem kallaðar skuli verið hafa Darrastaðir og Straglastaðir, sumir segja Stranglastaðir. Hvar þær jarðir sjeu nú eður hafi verið, þykist enginn vita, nema hvað eftir því sem segir í gömlum Rosmshvalaness rekaskiftamáldaga nefnir þessar áðurgreindar tvær jarðir, og standa þær í tölu jarðanna hjer í Garði so niður settar, að skynsamir menn ætla þær sjeu hinar sömu, sem nú eru kölluð Kothús og Ívarshús.
Því að so sem i þeim máldögum er i þessari röð Darrastaðir og Straglastaðir nenfdir, so finst í hvörugum Kothús nje Ívarshús nefnd vera, og standa þó báðar þessar jarðir í sömu röð sem hinar áður.“ Hér verða þessar kenningar látnar liggja milli hluta. Staðsetning Darrastaða er með öðrum orðum ekki þekkt en vel má vera að bærinn hafi verið þar sem síðar byggðust Ívarshús eða Kothús. Ummerki, þ.e. magn uppsafnaðra mannvistarleifa, benda frekar til að Ívarshús geti verið gamalt bæjarstæði.

Ívarshús

Ívarshús

Ívarshús.

1703, jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847, 11 2/3 hdr. Bændaeign. Ívarshúsa er getið í neðanmálsgrein við grein um hvalskipti á Rosmhvalanesi. Þar segir að bærinn sér þar sem Straglastaðir (097:010) voru áður, DI II,
78. Jarðarinnar er getið í afgjaldsreikningi Eggerts hirðstjóra Hannessonar frá 1553, DI XII, 578 og í jarðaskiptabréfi hirðstjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól frá 1563, DI XIV, 156.
Árið 1919 er tvíbýli í Ívarshúsum en bæirnir sambyggðir.
1703: „Fóðrast kann i kýr og i úngneyti. … Skóg til kolgjörðar hefur jörðin í almenníngum. Torfristu og stúngu á jörðin öngva, en er þó ekki meinað það að brúka í landi eyðijarðarinnar Heiðarhúsa, og tekur það þó mjög að eyðast. Lýngrif nokkuð brúkar jörðin í heiðinni lángt í burtu í óskiftu landi. Fjörugrasatekja lítil mjög og næsta engin. Rekavon næsta því engin. Skelfiskfjara lítil. Eldiviðartak af fjöruþángi næsta því ekkert. Heimræði á jörðunni, en uppsátur frí í Kothúsalandi … Engjar öngvar. Útihagar öngvir. Vatnsból er ekkert í landi
jarðarinnar, og brúkar hún frí fjöruvatn í Kothúsalandi.“ JÁM III, 94-95.

Garður

Efri-Akurhús.

1919: Efri bær: Tún 1 teigur, kálgarðar 750 m2. Neðri bær: Tún 1 teigur, kálgarðar 200 m2.
Samkvæmt túnakorti frá 1919 var tvíbýli í Ívarshúsum það ár. Bæirnir voru sambyggðir og sneri bæjarröðin norðvestur-suðaustur. Í örnefnalýsingu Kothúsa segir: “ Rétt fyrir ofan Kothúsabæinn eru greinilegir kálgarðsveggir. Þarna var áður hjáleigan Ívarshús, sem nú er löngu í eyði fallin. Enn heitir Ívarshúsatún samhliða bænum, en það hefur nú verið lagt undir heimajörðina.“ Bæjarhóll Ívarshúsa er mjög greinilegur, 20-30 m suður af Kothúsum og um 160m vesutr af bæjarhól Meiðastaða. Í grein Hallmanns Sigurðssonar, Býli og búendur í Garði 1903-1915 er talinn Kristján Jónsson, ábúandi í Ívarshúsum og þar var því enn búið í upphafi 20. aldar.
Greinilegur og kúptur rústahóll í túni. Á honum standa engin hús. Hóllinn er myndarlegur og sker sig úr, vaxinn ræktarlegu grasi. Honum virðist ekkert hafa verið raskað. Vegur
framhjá Kothúsum liggur 20-30 m vestan við hann. Hóllinn snýr nokkurnveginn norður-suður og er um það bil 50×40 m stór. Allar brúnir eru vel skarpar og hóllinn virðist allt að 4 m hár sé staðið við hann að vestan.

Litlibær

Garður

Meiðastaðir og Rafnkelsstaðir – túnakort.

„Fyrir ofan [sunnan?] Ívarshús voru áður tvær hjáleigur, sem hétu Litlibær og Litlu-Kothús,“segir í örnefnalýsingu Kothúsa. Ekki er nú vitað hvar þessar hjáleigur stóðu og engin ummerki hafa fundist ofan við Ívarshús sem gætu komið heim og saman við lýsinguna.

Litlu-Kothús
„Fyrir ofan [sunnan] Ívarshús voru áður tvær hjáleigur, sem hétu Litlibær og Litlu-Kothús,“segir í örnefnalýsingu Kothúsa. Ekki er nú vitað hvar þessar hjáleigur stóðu og engin ummerki hafa fundist ofan við Ívarshús sem gætu komið heim og saman við lýsinguna.

Straglastaðir
„…Annan þridívng varer ok straglastader ok darrastader er þar okk v stada skipte: taka tvo hlute varer: enn hin tvo þira ok jafnmikit hvort,“ segir í grein um hvalskipti á Romshvalanesi í Fornbréfasafni Íslands. Í neðanmálsgrein segir ennfremur að Straglastaðir og Darrarstaðir séu nú (1893) Ívarshús og Kothús.

Garður

Vindmyllustandur í Garði.

Straglastaða er getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703: „So segja góðir menn, að i þessari sveit hafi þeir heyrt til forna verið hafa jarðir tvær, sem kallaðar skuli verið hafa Darrastaðir og Straglastaðir, sumir segja Stranglastaðir. Hvar þær jarðir sjeu nú eður hafi verið, þykist enginn vita, nema hvað eftir því sem segir í gömlum rosmshvalaness rekaskiftamáldaga nefnir þessar áðurgreindar tvær jarðir, og standa þær í tölu jarðanna hjer í Garði so niður settar, að skynsamir menn ætla þær sjeu hinar sömu, sem nú eru kölluð Kothús og Ívarshús. Því að so sem i þeim máldögum er i þessari röð Darrastaðir og Straglastaðir nenfdir, so finst í hvörugum Kothús nje Ívarshús nefnd vera, og standa þó báðar þessar jarðir í sömu röð sem hinar áður.“ Hér verða þessar kenningar látnar liggja milli hluta. Staðsetning Straglastaða er með öðrum orðum ekki þekkt en vel má vera að bærinn hafi verið þar sem síðar byggðust Ívarshús eða Kothús. Ummerki, þ.e. magn uppsafnaðra mannvistarleifa, benda frekar til að Ívarshús geti verið gamalt bæjarstæði.

Meiðastaðir (Meiríðarstaðir)

Garður

Meiðastaðir.

1703, jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847, 16 2/3 hdr. Konungseign. Jarðarinnar er getið í grein um hvalskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270: …þar af einn hlvt homvr. Annan hlvt midskala gardvr. skal honum skipta j þridivnga taka einn þridívng … ok meidarstader…“, DI II, 78. Þá er hennar einnig getið í jarðaskiptabréfi hirðstjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól frá 1563, DI XIV, 156.
Í örnefnaskrá jarðarinnar sem rituð er 1978 segir: „Nýbýli eru hér einhver, og nú eru þrjú íbúðarhús á jörðinni, heimabænum.“
1703: „Fóðrast kann ii kýr … Skóg til kolgjörðar hefur jörðin í almenníngum. Torfrista og túnga engin í heimajarðarinnar landi, en þó brúkuð í eyðijörðunni Heiðarhúsum. Lýngrif nokkuð lítið fjarlægt upp í heiði. Fjörugrasatekja nokkur. Rekavon lítil. Murukjarni lítill með stórstraumum og þó erfitt að sækja. Heimræði er árið um kríng … Lendíng í lakara lagi. Túnin spillast af leysíngarvötnum árlega. Engjar eru öngvar. Útigangur enginn sumur nje vetur, nema á túnstæði eyðijarðarinnar Heiðarhúsa. Vatnsból er ekkert í landeign jarðarinnar.“ JÁM III, 95-96.

Meiðastaðir

Þorsteinn Gíslason 7. nóvember 1855 – 30. janúar 1931. Útvegsbóndi á Meiðastöðum, Gerðahr., Gull. Fósturmóðir: Kristín Magnúsdóttir, f. 23.3.1823, d. 19.6.1877.

1919: Tún 2,8 teigar, kálgarðar 1200 m2.
Bæjarhóll Meiðastaða er um 120 m norðvestur af Rafnkelsstöðum. Hann er fast vestan við Meiðastaðaveg, um miðja vegu milli strandlínu og Garðbrautar. Tvö aðskilin hús standa á hólnum, sem er allgreinilegur. Snýr húsaröðin frá norðvestri til suðausturs líkt og gamli bæirinn hefur gert. Mikil órækt er kringum húsin og bílastæði sunnan við þau. Kringum hólinn eru annars tún. húsbyggingar. Aðalíbúðarhúsið á hólnum var reist á árunum milli 1950-60 en Anton og Guðlaugur Sumarliðasynir fæddust í eldra timburhúsi sem stóð á sama stað og var sennilega byggt um 1860. Vestan við húsið var áður lágreistari skemma sem í voru hross og kýr. Þeir muna eftir niðugröfnu íshúsi í bæjarhólnum norðan við húsið.

Meiðastaðakot eystra

Garður

Jaðar.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 var hús um 90 m norðaustan við bæ og um 20 m austur af. Það er merkt eins og forgryfja og/eða salerni. Þetta var Meiðastaðakotið eystra en ekki ljóst hvort þar var húsmannskofi eða útihús árið 1919. Um Meiðastaðakot segir í örnefnalýsingu: „Milli fiskhúsanna og bæjar, vestan við götuna niður að sjó, eru tvö kot, sem heita
Meiðastaðakot.“ Ekki er vitað hvenær þau voru í byggð en ekki getur Hallmann Sigurðsson um þau í grein sinni um býli og búendur í Garði 1903 – 1915.
Tún með geysilega háu og ræktarlegu grasi. Þetta hús hefur staðið fast við Meiðastaðaveginn sem liggur niður að sjó og sennilega hefur hóllinn sem húsið stóð á farið undir veginn að hluta. Rústahóll. Veggir eru ekki greinilegir en sennilega hefur uppfylling undir veg lent ofan á hússtæðinu. Hóllinn er um 10×5 m stór frá noðrir til suðurs en gefur þó e.t.v. ekki rétta mynd af upphaflegri stærð vegna rasksins.

Rafnkelsstaðir

Garður

Meiðastaðir og Rafnkelsstaðir – túnakort 1919.

1703, 20 hdr. Bændaeign. 1847, 20 hdr. Bændaeign. Jarðarinnar er getið í grein um hvalskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270: „… þar af einn hlvt holmvr. Annan hlvt midskala gardvr. skal honum skipta j þirivnga taka inn þridívng hrafnkielstader…“, DI II, 78. Þá er hennar getið í vitnisburðarbréfi frá 1418, DI IV, 265 og öðru frá 1428, DI VI, 42. Jarðarinnar er einnig getið í afgjaldareikningi Eggerts hirðstjóra Hannessonar frá 1553, DI XII, 580.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín er ein hjáleiga sögð á jörðinni.

Garður

Meiðastaðir og Rafnkelsstaðir – túnakort 1919.

1703: „Fóðrast kann ii kýr … Torfrista til húsbótar er í allra naumasta máta, í heyþöku engin nema tilfengin annarstaðar. Fjörugrasatekja mjög lítil. Rekavon nokkur. Skelfiskfjara hefur áður verið góð, nú aldeiliss af, síðan síðasti lagnaðarís fordjarfaði þessa gagnsmuni. Murukjarni fæst nokkur með stórstraumum, og er brúkaður til að næra peníng í heyskorti. Eldiviðartak af fjöruþángi var áður nokkurneiginn bjarglegt, en síðan hinn mikili lagnaðarís fordjarfaði fjöruna, hefur ábúandinn neyðst til að kaupa eldiviðartak annarsstaðar. Heimræði er hjer árið um kríng …

Garður

Rafnkelsstaðir – minjakort.

Lending er aðgætnissöm. Tún jarðarinnar blásast upp af stórviðrum og þó enn meir af leysingarvatnságangi; að n eðanverðu grandar túninu sjór, og fyrir þá sök hefur ábúandinn í næstu xxx ár þrisvar sinnum tilþrengdur að færa skipanaustin inn á túnið. Engjar eru öngvar. Útihagar utangarðsöngvir …Vatnsból hefur jörðin í betra lagi og líður fyrir það mikinn átroðníng“ ´JÁM III, 96-97.
Árið 1919 var tvíbýli á Rafnkelsstöðum.
Rafnkelsstaðir eru austarlega í þéttbýlinu í Garði, rúma 100 m austur af Meiðastöðum. Þegar túnakort var teiknað árið 1919 stóðu þar tvö íbúðarhús, nyrðri og syðri bær.
Nyrðra húsið hefur staðið nokkurn veginn á sama stað og núverandi íbúðarhús, á bæjarhólnum.

Garður

Rafnkelsstaðir.

Þéttbýli en langt er á milli húsa á þessum slóðum. Grasi gróið, afgirt svæði er fast austan við húsið sem nú stendur á bæjarhólnum. Bílastæði er austan við húsið, á bæjarhól.

Steinsteypt hús stendur að því er virðist í vesturjaðri bæjarhóls. Nokkuð greinileg hólmyndum er austan hússins, á afgirtu svæði. Hóllinn er mjög grösugur og ekki sjást greinilegar rústir á honum. Hann er aflangur frá austri til vesturs, um 50×40 m stór. Mjög skarpar brúnir eru á hólnum að norðan og austan og þar er hann allt að 3 m hár.

Garður

Minjar sunnan Rafnkelsstaða – loftmynd.

Gamalt og illa farið steinhús stendur fast sunnan við bæjarhólinn. Grjóthleðsla gengur út frá bæjarhjólnum austan við þetta steinhús, um 10 m löng.
Árið 1919 var tvíbýli á Rafnkelsstöðum, nyrðri og syðri bær. Syðri bærinn stóð skv. túnakorti um 40 m sunnan við hinn nyrðri. Þar sem húsið stóð liggur nú malbikaður vegur.
Öll ummerki eru horfin.

Réttarholt

Garður

Réttarholt.

„Rétt innan við Kópu eru klettar þeir, sem nefndir eru Skarfaklettar. Þeir eru fyrir neðan Réttarholt,“ segir í örnefnalýsingu. Réttarholt er um 180 m norðaustur af Rafnkelsstöðum. Þar stendur samnefnt hús. Um Réttarholt er skrifað á túnakorti frá 1919: „Réttarholt, þ.búð við sjó, bygð fyrir ca. 36 árum. Nýlega bygt þar upp aftur steypuhús og afgirt, er þó mannlaust nú. Túnblettur í órækt…“
Snyrtilegir slegnir blettir eru í kringum húsið, og norðan við er aflíðandi brekka niður að sjó.
Húsið sem nú heitir Réttarholt er byggt á árunum 1910-1912 og byggt er við það 1939. Ekki er kjallari undir því. Heimildamaður segir frá því að áður en það hús er byggt hafi verið torfbær rétt austan við núverandi hús sem hét Réttarholt, sem nú (2008) er horfið. Uppruni nafnsins er ekki þekktur en talið er kálgarðar sunnan við húsið, hafi eitt sinn verið rétt.

Þórðarbær/Bjarnabær/Finnsbær/Berg

Garður

Bæir sunnan Rafnkelsstaða.

„Hér voru býli, sem farin eru í eyði: Þórðarbær, Bjarnabær [sjá að neðan], Pálsbær, og Finnsbær [sjá að neðan],“ segir í örnefnalýsingu. Leifar býlanna eru um 130 m austan við Rafnkelsstaði. Til er túnakort af svæðinu frá árinu 1919. Þá virðast önnur bæjanöfn hafa verið við lýði, í það minnsta er bæjarstæði Finnsbæjar, sem nú er horfinn undir íbúðarhús norðvestast á svæðinu, nefnt Holt og Bjarnastaðir nefndir Grund. Önnur heiti eru ekki sýnd á kortinu en annars koma allar útlínur á því mjög vel heim og saman við garðlög og rústir sem nú sjást.
Nálægt þéttbýli, grasi gróið. Svæðið er vel varðveitt utan norðvestasta hlutann þar sem Finnsbær stóð, en þar er nú íbúðarhúsið Holt sem var reist í nokkrum stigum.

Rafnkelsstaðaberg

Garður ofan Rafnkelsstaðabergs.

Árin 1908-1910 var timburhús byggt ásamt kjallara sem upphaflega var fjós. Það var byggt við hliðina gamalli torfbaðstofu, sem þá var gömul. Bætt var við húsið í kringum 1960, og seinna 1974. Undir nýrri viðbyggingum var ekki grafinn kjallari. Þegar íbúar grófu fyrir jurtagarði (2008) var komið niður á hleðslusteina og öskuhaugsleifar fast suðaustan við íbúðarhúsið. Ekki var nema rétt rist ofan af þeim leifum. Gamla baðstofan liggur líklega undir viðbyggingunum. Búið var í torfbænum þar til timburhúsið var byggt.

Garður

Bæir austan Rafnkelsstaða.

Bæirnir þrír mynduðu í raun lítið hverfi og minna minjarnar, sem eru vel varðveittar, einna helst á margskipta rétt. Þar stóðu bæirnir þrír og kálgarðar í kring. Rústirnar mynda heillega einingu og hefur hver bær grjóthlaðin hólf í kringum sig, kálgarða eða túnbletti, en alls ekki er augljóst hvaða hólf tilheyrði hverjum. Hér verður kerfinu lýst sem einni heild og hverjum bæ gefinn bókstafur. Þess má geta að rústunum var lýst rækilega með könnun af jörðu niðri en flóknu kerfi kálgarða umhverfis er að mestu lýst af loftmynd. Í stuttu má skipta svæðinu í þrennt. Syðst er opið, aflangt hólf sem liggur frá austri til vesturs. Innan þess er Þórðarbær.

Þórðarbær

Þórðarbær.

Norðaustan við það er eining sem skiptist 4-5 hólf. Innan þess er Bjarnabær. Vestan við það, norðan við Þórðarbæ, er svo þriðja einingin sem skiptist einnig í 4-5 hólf. Til viðbótar má nefna að norðvestast á svæðinu hafa verið fleiri hólf en þar er nú íbúðarhús sem mun hafa verið reist þar sem Finnsbær stóð áður.

Alls er svæðið 180 x 80 m að stærð og liggur frá austri til vesturs. Þórðarbær (A) var syðstur þeirra bæja sem tilheyrðu heildinni. Er tóftin staðsett sunnarlega við miðbik svæðisins, merkt með skilti. Veggir eru hlaðnir úr torfi og grjóti og er tóftin ferhyrnd. Er hún 8×14 m að utanmáli og snýr í austur-vestur. Á þessum stað er merktur kross á túnakorti og skýring skráð á spássíu: „Var þ. búð, hét Berg. Lögð í eyði f. ca. 12 árum, en um 20 ár í bygð.“

Pálsbær

Garður

Bæir sunnan Réttarholts – loftmynd.

Um 20 m austur af húsinu Holti og 10 m suður af Esjubergi er gerði og í norðausturhorni þess er tóft eða þúst. Á þessum stað stóð býlið Pálsbær og hefur nú verið merkt með skilti. Þetta er 150 m austur af Rafnkelsstöðum.
Innan garðsins er afar gróið og hátt gras. Utan hans er einnig tún, þó ekki eins gróðursælt.
Garðurinn er grjóthlaðinn og hefur væntanlega afmarkað kálgarð frekar en tún. Hann snýr í norðvestur-suðaustur. Er hann ferhyrndur og er stærð hans 30x 5 m að utanmáli. Breidd veggja er um 0,5 m og hæð þeirra er 0,4 m. Að austanverðu standa hleðslurnar í brekku.

Heiðarhús

Heiðarhús

Heiðarhús – fornleifaskráning.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: „Heidarhús. Nú í auðn um lángar stundir. Jarðardýrleiki óviss. Eigandinn kólngl. Majestat. … Túnstæðið er nú komið í órækt, sýnist þó ekki óbyggilegra en sumar hvörjar smájarðir hjer um pláts. Landið út frá því blásið og graslítið. Jörðin meinast ei kunna aftur byggjast sökum landþrengsla .. Vatnsból skal hjer gott og nægilegt verið … So vitt af skilvísra gamalla manna sögnum skilja er, þá hefur þessi jörð í eyði lagst í þeim hallæris árum, sem geysuðu um og eftir 1600.“ Í
örnefnalýsingu segir: „Þá er hið óskifta land uppi í heiðinni. Beint hér upp af er eyðibýlið Heiðarhús. Virðist það hafa verið allmiklar byggingar og mikil jörð.“

Heiðarhús

Heiðarhús.

Magnús Grímsson fjallar um Heiðarhús í grein sinni um fornminjar á Reykjanesskaga. Þar segir: „Upp undan Rafnkellsstöðum er eyðibær, sem heita Heiðarhús, á vinstri hönd við alfaraveg, þegar farið er frá Keflavík að Útskálum. Þar sér enn fyrir bæjarrústum, túni og túngörðum, og hefir túnið verið æði stórt. Nú er það allt komið í móa og órækt og haft til beitar.“ Á túnakort frá 1919 er skrifað suðaustan við tún Rafnkelsstaða: „Heiðabær, stórbýlið forna var hér ekki langt frá“. Brynjúlfur Jónsson nefnir Heiðarhús í ritgerð sinni um rannsóknir í Gullbringu- og Árnessýslu sumarið 1902 sem birt var í Árbók hins íslenska fornleifafélags árið 1903.

Heiðarhús

Heiðarhús – loftmynd 2022.

Þar segir: „Heiðarhús kallast rúst nokkur skamt uppi í heiðinni fyrir ofan inn-Leiruna. Þar hefir fyrrum verið bær. Er það sögn, að þar hafi á sínum tíma verið slíkt stórbýli, að næst hafi gengið Uppsölum og Melabergi…“ Rústir heiðarhúsa eru sunnan við Garðbraut og austan við þéttbýlið í Garði, 4-500 m SSV af bæjarhól Rafnkelsstaða.
Nú er svæðið mjög gróið og nær gróðurinn víðast um metra hæð. Tveir malarvegir liggja í gegnum eyðibýlið og ein fyrrum þjóðleið er fast við það norðanvert. Utan veganna er svæðið lítt snortið og því er lega býlisins að mestu leyti sýnileg, þrátt fyrir að hafa legið í auðn í fleiri hundruð ára. Hringinn í kringum býlið liggja 2 stórir túngarðar, sá stærri umlykur hinn, og töluvert er af kálgörðum innan þeirra. Víða um svæðið má sjá leifar 20. alda girðinga svosem staura, gaddavír og aðrar víraflækjur. Svæðið er þó hvergi girt í dag (2008).

Heimild:
-Fornleifaskráning í Sveitarfélaginu Garði I – Fornleifar frá Rafnkelsstöðum að Útskálum (auk hjáleigna), Reykjavík 2008.

Garður

Garður – minjar bæja sunnan Króks.

Staður

FERLIR fer jafnan víðreist þegar lagt er af stað á annað borð. Að þessu sinni var ætlunin að skoða nánar meint bæjarstæði Kaldrana norðvestan Kleifarvatns, mögulegar leifar verslunarstaðar ofan Hvalvíkur austan Hrauns í Grindavík, fornan brunn á Brunnflötum ofan Þórkötlustaðarbótar, gamlar bæjarleifar hins þjóðsagnakennda Nýjabæjar ofan Staðar í Staðarhverfi sem og sagðar sjóbúðaleifar í Litlu-Sandvík.

Kaldrani

Kaldrani í Krýsuvík.

Ari Gíslason skráði örnefnalýsingu fyrir Krýsuvík. Þar segir m.a.: „Inn við Kleifarvatn er svokallaður Kaldrani. Þar eiga að vera leifar eftir bæ með þessu nafni. Er hans getið í þjóðsögum. Þar eru leifar af gömlum túngarði úr grjóti og lítil grasflöt fyrir ofan, utan í sléttum melhól.“

Í fornleifaskráningu Agnesar Stefánsdóttur 2008 um Krýsuvík og Trölladyngju má lesa eftirfarandi: „Matthías Þórðarson Þjóðminjavörður friðlýsti túngarðsleifar býlisins Kaldrana árið 1930 á grundvelli lýsingar Brynjúlfs Jónssonar (Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902“): Kaldrani er nefndur í þjóðsögum. Er sagt að hann hafi verið hjáleiga frá Krýsuvík og staðið inn við Kleyfarvatn. Og líka er sagt að þar hafi alt fólkið dáið af loðsilungsáti.

Kaldrani

Kaldrani í Krýsuvík.

Örnefnið: Kaldrani er til við vatnið. Sést þar 34 fðm. langur túngarðsspotti úr stórgrýti og lítil grasflöt fyrir ofan, suðaustan í sléttum melhól. Uppi á hólnum er dálítil dreif af hleðslugrjóti, sem virðist flutt þangað af mönnum. Gæti það hafa verið leifar af bænum. Því garðspottinn sýnir það, að þar hafa menn búið á sínum tíma.“

Í örnefnaskrám segir að bæjarins sé getið í þjóðsögum og segir sagan að fólkið á bænum hafi étið loðsilung úr Kleifarvatni sem var eitraður. Um það á þessi vísa að vera:

Liggur andvana
lýður í Kaldrana
Utan ein seta
er ei vildi eta

Kaldrani

Kaldrani – garður.

Suður af Kleifarvatni eru Hvammarnir, þar hafa skátar frá Hafnarfirði byggt skála. Hvammahryggur liggur ofan skálans. En sunnan við hann er Litla-Nýjabæjarhvammur. Seljarúst er þarna og talið, að sel hafi þarna verið í eina tíð frá Kaldrana, sem var eitt býli í Krýsuvíkurlandi. Samkvæmt heimasíðu gönguhópsins Ferlis eru minjar á þessum stað. Mögulegar tóftir fundust á tveimur stöðum í Hvamminum.

Í austur frá Krýsuvíkurvegi við suðurenda Kleifarvatns liggur vegslóði í átt að frístundabyggð sem þar er við endann á vatninu. 150 metrum NA við vegslóðann og 50 m neðan við Krýsuvíkurveg eru leifar túngarðs sem svarar nákvæmlega til lýsingar Brynjúlfs hér að ofan. Túngarðsbúturinn er tæplega 60 metra langur og liggur í sveig neðan við melhól. Friðlýsingarskilti er við norðurenda. Krýsuvíkurvegur fer yfir háhólinn vestan við garðinn.

Kaldrani

Kaldrani – hleðsla undir nýlega girðingu.

Vestan við veginn uppi í hlíðinni fundust leifar af öðrum garði, mun ógreinilegri. Sumsstaðar er einungis ein steinaröð eftir. Garður þessi liggur nærri þráðbeinn uþb. 80 metra langur í SA-NA meðfram veginum. Ef loftmyndin af svæðinu er skoðuð virðist garðurinn halda áfram í NA u.þ.b. 100 metra í viðbót og jafnvel sveigja í átt að veginum. Mögulega hafa þessir tveir garðar ofan og neðan vegar verið samtengdir í upphafi. [Þessi „garður“ eru reyndar leifar girðingar frá Krýsuvíkurbúinu frá því um miðja 20. öld öld; FERLIR].
Ef marka má sagnir um býlið um býlið Kaldrana og að túngarðurinn hafi legið umhverfis bæjarstæðið má telja líklegt að bæjarstæðið sjálft sé nú að mestu horfið undir veg. Upp við og neðan túngarðs er smávegis gróið svæði í dálítilli lægð, þar er nokkuð þýft og mögulega gætu leynst þar tóftir. Annars er svæðið milli garðanna mjög uppblásið.
Hvammarnir sem selið frá Kaldrana á að vera í er rúmlega 1 km. suðsuðaustur af túngarðinum. Það var ekki skoðað að þessu sinni og var ekki greinilegt á loftmynd.

Kaldrani

Kaldrani – minjaskrá.

Einu heimildirnar um bæ á þessum stað eru munnlegar þjóðsögur sem skráðar voru af Jóni Árnasyni (Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862). Þjóðsagan, útgefin af Jóni Árnasyni. Túngarðurinn bendir hins vegar til þess að einhver fótur sé fyrir sögum um bæ á þessum stað og túngarðsleifar í brekkunni ofan vegar renna frekari stoðum undir það. Hér væri því um að ræða jafnvel elsta bæjarstæði á svæðinu og sem slíkt hefur það mikið rannsóknargildi. Ekki er ólíkegt að finna megi fleiri minjar á þessum stað. Sögusagnir um að sel frá bænum sé í Hvömmunum suður af Kleifarvatni þyrfti líka að kanna nánar.“

Öfuguggi
Bær er nefndur Kaldrani er lá nærri fjöllum; annar bær var þaðan býsna langt burtu og er eigi getið hvað hann hét, en nær var hann byggðum. Báðir þessir bæir höfðu silungsveiði í vatni nokkru allstóru er var á milli bæjanna. Eitt sinn heyrðu menn á þeim bænum sem ekki er nafngreindur að komið var upp á baðstofuglugga um kvöld og þetta kveðið:

„Mál er að gana,
[geislar flana.
[Liggur lífs andvana
lýðurinn á Kaldrana,
[utan sú eina seta,
sem ekki vildi eta.“

Eða svo:

„Mál er að gala
hauknum hálfvana.
Liggur allur lífs andvana
lýðurinn á Kaldrana.
Át af óvana,
át sér til bana.
Liggur allur lífs andvana
lýðurinn á Kaldrana.

Hvalvík

Hvalvík.

Kviknaði þá umræða af þessum hendingum; þóttu öllum þær undarlegar og lögðu ýmist til. En bóndi sagði að menn skyldu fara að morgni að Kaldrana og vita hvað þar væri tíðinda. Leið svo af nóttin, en að morgni komandi var farið að Kaldrana og fundust þar allir bæjarmenn dauðir nema barn eitt sem þar var í niðursetu. Þeir sem að komu sáu að heimamenn höfðu allir verið að matast því sumir sátu enn þótt dauðir væru með silungsfötin í knjám sér, en aðrir höfðu rokið um koll með silungsstykkin í höndunum. Húsfreyju fundu þeir dauða á eldhúsgólfinu; hafði hún fallið fram yfir pottinn og réðu menn af því að hún mundi hafa farið að borða úr pottinum þegar hún var búin að færa upp og skammta hinu fólkinu. Þessi atburður þótti öllum kynlegur því engir sáust áverkar á hinum dauðu. Var þá niðursetningurinn spurður hvernig þetta hefði orðið og sagði hann að fólkið hefði dáið þegar það fór að borða, en hann sagðist ekkert hafa viljað og ekki heldur borðað neitt af silungnum. Var silungurinn því næst aðgættur sem af var neytt, og sáu menn að það var öfuguggi, en ekki silungur; en öfuguggi hefur jafnan þótt drepvænt óæti.
Þorsteinn Bjarnason frá Háholti safnaði og skráði eftirfarandi: „Fyrir innan Miðdegishnúk er Kaldrani. Meðal manna lifir enn sú sögn, að heitið Kaldrani sé af býli, er þarna hafi verið. Nú sjást þess engin merki og hvergi finnst þess getið.“

Kapella

Kapellan ofan Hvalvíkur.

Um ofanverða Hvalsvík eða Efri-Hrólfsvík skráði Loftur Jónsson: „Upp af Efri-Hrólfsvík er grjóthrúga og kölluð Ræningjabæli. Þar gróf dr. Kristján Eldjárn þegar hann var þjóðminjavörður og taldi hann að þetta hafi verið enskur verslunarstaður.“ Þarna er Loftur að vísa í uppgröft þann er dr. Kristján o.fl. stunduðu ofan við Hrólfsvíkina á síðari hluta 20. aldar. Aðstæður eru allnokkuð breyttar frá því sem þá var. Búið er að fara með jarðýtur yfir svæðið með fyrirhugaðar túnsléttur í huga. Garðahróf á svæðinu gefa það skýrt til kynna. Ef verslunarstaður hefur verið ofan Hvalvíkur hefur ummerkjum um hann verið eytt, annað hvort með stórvirkum vinnuvélum eða freklegum ágangi sjávar, sem mulið hefur af ströndinni svo tugum metra skiptir á undanförnum öldum.

Brunnflatir

Brunnurinn á Brunnflötum.

Um Brunnflatir á Þorkötlustöðum eru til eftirfarandi heimildir: „Í fyrsta lagi viðtal við Guðmund Benediktsson; í öðru lagi frá feðgunum á Hópi í Grindavík; í þriðja lagi það sem Þorsteinn Bjarnason frá Háholti hefur skráð. Ari Gíslason skráði („Rétt norðan Kónga er flöt í hrauninu sem heitir Miðmundaflöt. Austur frá henni er Syðribót og Heimribót. Upp af þeim eru sandflatir nefndar Brunnflatir. Þá eru Miðmundaklettar, og milli þeirra og túns er Sandfjara. Niður af Brunnflötum var vatnsstæði, sem notað var til að vatna í skepnum“).

Loftur Jónsson skráði eftirfarandi um Þórkötlustaði: „Síðan tekur Þórkötlustaðabót við og skiptist hún í tvo hluta. Fyrst Syðribót og síðan Heimribót. Norðaustan við klapparana sem skiptir bótunum eru klappir í flæðarmálinu; Hundaklettar. Upp af Heimribót eru sandflatir nefndar Brunnflatir. Neðst á Brunnflötum við kampinn var grafinn brunnur þar sem skepnum var vatnað áður en brunnur var grafinn hjá Þórkötlustöðum.“

Rétt mun vera að nefndur brunnur hafi verið á Brunnflötum. Leifar hans, þ.e. hleðslum ofan hans, má sjá þar enn í dag.

Staður

Stekkur ofan Staðs.

Í „Örnefni í Staðarlandi“, sem séra Gísli Brynjólfsson skráði og eru á bls. 25-34 í bók hans: Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók, má lesa um „Nýjabæ“. Heimildir Gísla hafa verið frásagnir kunnugra manna og örnefnalýsing Staðar eftir Ara Gíslason. Lýsing Ara er geymd á Örnefnastofnun og er einnig höfð hliðsjón af henni við gerð þessarar lýsingar. Heimildarmenn Ara voru: Gamalíel Jónsson, bóndi á Stað (d. 1964), Guðsteinn Einarsson, hreppstjóri í Grindavík og Þorsteinn Bjarnason frá Háholti.

„Hæðin vestan og ofan við bæinn á Stað heitir Bringur. Bergskot var uppi á Bringnum, í norðvestur frá Stað (þ.e. bænum). Þar voru tveir bæir sambyggðir þegar Á.V. og S.V.G. mundu eftir. – Nýibær var utan við Bringinn, nálægt 100 m norður af Bergskoti.“
Skv. framanskráðu var nefndur Nýibær í núverandi vegstæði Reykjanesvegar. Ofan vegarins má hins vegar sjá stekk, gerði, rétt, fiskibyrgi, fiskigarða og fleira er hafa verið hluti slíkrar búskaparheildar.

Staður

Staður – gerði ofan bæjar.

Um Litlu-Sandvík segir: „Vestan við Klettinn er Sandvík. Niður í báðar víkurnar, Mölvík og Sandvík, er hægt að aka á bíl.- Skálholtsstaður átti fyrrum allan reka í Sandvík.“
Gísli Brynjólfsson segir, að í Sandvík sé „talið, að hafi verið verbúð, jafnvel tvær, fyrir eina tíð, enda má þetta kallast ein af fáum „byggilegum“ stöðum á þessum auðnarslóðum.“ (Staðhverfingabók, bls. 29). Hvorki S.V.G né Á.V. kannast við að hafa heyrt talað um byggð í Sandvík.

Þegar aðstæður í Litlu-Sandvík voru skoðaðar má ljóst vera að þar hafi fyrrum verið nauðhöfn. Að vísu hefur marinn barið ströndina óbirmilega í gegnum aldirnar svo í dag er þar fyrrum ólíku saman að jafna. Ef sjóbúðir hafa einhvern tíma verið ofan Litlu-Sandvíkur hefur Ægir annað hvort brotið þær undir sig fyrir löngu eða að minjar slíkra búða lumist undir ofanverðri sandorpinni ströndinni. Erfitt er um slíkt að spá…

Litla-Sandvík

Litla-Sandvík – mögulegar mannvistarleifar.

Ásláksstaðir

Í bókinni „Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi“ lýsir Guðmundur Björgvin Jónsson (1913-1998) Ásláksstaðahverfi:

Atlagerði (rústir)

Ásláksstaðir

Atlagerði.

Atlagerði er í landi Ásláksstaða sem er móðurjörð þessa hverfis. Bærinn markaði upphaf Gerðistanga, en á þeim tanga stendur Gerðistangaviti, sem áður hét Atlagerðisviti. Vestan við Gerðistanga er Álasund eða Álfasund. Um þessar nafngiftir hefur verið meiningarmunur, en Narfakotsbræður, sem bjuggu allan sinn aldur í nálægð við vitann og gættu hans í áratugi höfðu ekki heyrt annað nafn á sundinu en Álfasund.

Atlagerði

Atlagerði.

Í Atlagerði bjuggu hjónin Ingimundur Ingimundarson, f. 1837 og kona hans, Sigríður Þorkelsdóttir, f. 1845. Ingimundur var fyrsti vitavörður Atlagerðisvita, með sömu kjör og Narfakotsbræður síðar (sjá þar). Ingimundur stundaði sjó ásamt því er til féll í landi. Hann hafði engar landnytjar og greiddi landskuld til Ásláksstaða. Ingimundur og Sigríður voru síðust búendur í Atlagerði. Þeirra börn voru m.a. Þórður, f. 24. mars 1883 er
drukknaði frá unnustu sinni, Pálínu, sem gekk þá með barn þeirra, Þórð. Annar sonur Ingimundar og Sigríðar var Guðmundur, f. 1888, sem drukknaði líka á besta aldri.

Fagurhóll (rústir)

Ásláksstaðir

Fagurhóll.

Fagurhóll var í suðausturhorni Ásláksstaðarjarðar, rétt utan túngarðsins. Hann var jarðlaus. Lítið veit ég um þetta kot, en fyrir aldamótin bjuggu þar hjón, ekki veit ég nafn konunnar, en maður hennar hét Jón. Pau áttu að minnsta kosti einn son, Magnús, og varð hann síðar maður „Gunnu fögru“. Frá Fagurhóli var þessi fjölskylda farin um aldamót, en í staðinn kominn þangað Jón Þórarinsson, f. 1869 og bústýra hans, Ástríður Ólafsdóttir, f. 1877. Móðir Jóns, Ingibjörg Eiríksdóttir, f. 1832, var hjá þeim. Hjá þeim ólst upp Stefán Runólfsson, bróðir Kristmanns, bónda og kennara á Hlöðversnesi (sjá þar). Jón og Ástríður voru fyrst vinnuhjú á Auðnum, hjá Guðmundi Guðmundssyni og trúlofuðust þar, en hófu síðan búskap í Fagurhóli. Hve lengi, svo og hver hefur verið síðasti búandi þar, er mér ekki kunnugt.

Móakot (í eyði)

Ásláksstaðir

Móakot 2021.

Móakot var tómthús frá Ásláksstöðum, en varð síðar grasbýli og um tíma tvíbýli. Það er á suðurhluta Ásláksstaðarjarðar og er nú sameinað aðaljörðinni. Margir hafa verið búendur þar, enda allvel hýst á eldri tíma mælikvarða.

Móakot 1

Ásláksstaðir

Þar bjuggu um aldamótin Bjarni Sigurðsson, f. 1855, og kona hans, Kristín Jónsdóttir frá Móakoti. Bjarni var bróðir Gísla í Minna-Knarrarnesi. Þeirra börn voru: 1) Jón, f. 1890 (dó ungur), 2) Margrét, f. 1891. Hennar maður var Ingvar Gunnarsson, kennari, frá Skjaldarkoti. Þau bjuggu í Hafnarfirði, 3) Sigurður, f. 1893. Kona hans Anna Bjarnadóttir frá Stóru-Vatnsleysu (sjá þar). Sigurður lést á sóttarsæng á besta aldri frá ungri konu og tveim dætrum. Þau bjuggu í Reykjavík. 4) Þórður, f. 11. sept. 1895, d. 3. nóv. 1981. Hann stundaði eigin bílaakstur. Kona hans var Sigríður Ketilsdóttir úr Laugardal, f. 20. apríl 1901. Þau bjuggu í Hafnarfirði.
Síðar bjuggu í Móakoti Jón Hansson og kona hans, Guðrún Árnadóttir, fyrir og um 1929-30. Guðrún var dóttir Árna á Halldórsstöðum.
Þar næst bjuggu þar Guðmundur Hvamms (sjá Hvamm) og kona hans, Filippía Nikulásdóttir. Síðan bjuggu þar ýmsir leiguliðar árlangt eða að sumri til, m.a. bjó þar Stefán Hallsson, kennari með konu sinni, Arnheiði Jónsdóttur, (sjá Vorhús í Vogum).

Móakot 2

Ásláksstaðir

Móakot.


Þar bjuggu Árni Sveinsson, ekkjumaður, f. 1840 og bústýra hans, Margrét Jónsdóttir, f. 1867, (systir Ingibjargar, konu Magnúsar á Innri-Ásláksstöðum). Árni átti son fyrir, Jón, f. 1868, ári yngri en bústýran. Árni og Margrét áttu einn son, Bjarna, er varð maður Ásu Bjarnadóttur frá Vorhúsum (sjá þar). Bjarni var f. 1898 og voru því 30 ár á milli hálfbræðranna. Þegar Árni hætti að búa lagðist Móakot 2 af.

Nýibær (áður Hallandi, nú í eyði)

Ásláksstaðir

Nýibær (Hallandi).

Nýibær í Ásláksstaðarhverfi stendur enn með litlum breytingum síðan árið 1917. Nýjabæjarjörðinni var skipt út úr Ásláksstöðum í upphafi, en var fyrir nokkrum árum, eða um 1970, keypt aftur undir Ásláksstaði.
ÁsláksstaðirUm aldamótin bjó í Nýjabæ Valgerður Grímsdóttir, f. 1850. Maður hennar, Kristján, var þá látinn. Þau höfðu átt dóttur, Guðrúnu, f. 1. ágúst 1872, d. 21. nóv. 1918 (úr spönsku veikinni). Guðrún hafði átt fyrir mann, Konráð Andrésson, f. 17. ágúst 1869, d. 10. sept. 1945. Valgerður Grímsdóttir átti húsið en leigði jörðina af ekkjunni Guðfinnu Halldórsdóttur, er áður hafði búið þar.
Um 1901 fóru Guðrún og Konráð að búa í Nýjabæ ásamt Valgerði, móður Guðrúnar, og höfðu þau jörðina á leigu áfram, en Guðfinna, eigandi jarðarinnar og seinni maður hennar Sigurður Jónsson voru þá húshjón á Auðnum hjá Guðmundi Guðmundssyni (sjá Auðna). Konráð byggði upp Nýjabæ árið 1911 og á meðan var fjölskyldan á loftinu á Ásláksstöðum og þar fæddist yngsta barn þeirra hjóna, Valdimar. Konráð vann hverja þá vinnu er til féll, en leigujörðin gaf aðeins af sér eitt kýrfóður. Hann fór því, eins og margir úr hreppnum á þeim tíma í kaupavinnu, og helst fór hann vestur í Dali, en þaðan var hann ættaður. Fyrstu árin fóru bæði hjónin vestur og þar fæddist fyrsta barn þeirra. Alls eignuðust þau 4 börn: 1) Kristján Níels, f. 1902, skipstjóra, bjó í Ytri-Njarðvík, d. 1985, 2) Guðrúnu, (lést ung), 3) Margréti, f. 1908, býr í Reykjavík, 4) Valdimar, f. 1911 atvinnubílstjóri, býr í Reykjavík.

Ásláksstaðir

Nýibær.

Jarðeigandinn, Guðfinna Halldórsdóttir, og seinni maður hennar, Sigurður Jónsson, vildu fá jörðina til eigin nota árið 1917. Þau voru þá búin að vera í 15 ár húshjón á Auðnum. Þegar Konráð varð að fara frá Nýjabæ, fékk hann inni á næsta bæ, Sjónarhóli, en hann átti Nýjabæjarhúsið og reif það til nota á öðrum stað. Guðfinna og Sigurður urðu því að byggja að nýju upp húsið, líkt og það er í dag. Ekki urðu þau lengi þar, því eftir tvö eða þrjú ár lést Sigurður, um 1919, og varð þá Guðfinna ekkja í annað sinn. Hún ól upp sér óskyldan dreng, Valgeir Jónsson, og fylgdust þau að meðan hún lifði. Guðfinna var mikil hannyrðakona og saumaði fyrir fólk og hafði nóg að gera. Hún seldi Nýjabæ árið 1921 og leigðu sér húsnæði eftir það meðan hún lifði.
ÁsláksstaðirKaupandinn að Nýjabæ var Sigurjón Jónsson, hálfbróðir Davíðs Stefánssonar bónda á Ásláksstöðum. Kona Sigurjóns var Guðlaug Guðjónsdóttir, systir Elísar á Efri-Brunnastöðum (sjá þar). Sigurjón og Guðlaug voru bæði dugleg og ráðdeildarsöm. Hann var lengst af vertíðarmaður í Ytri-Njarðvík, en á sumrin vann hann við búskap og hjá nágrönnum. Sigurjón var ávallt snar í snúningum þegar á þurfti að halda. Þegar Sigurjón lést árið 1955, brá Guðlaug búi og flutti til Keflavíkur og bjó þar til æviloka hjá Svövu dóttur sinni og Gesti tengdasyni sínum. Sigurjón og Guðlaug eignuðust 5 börn: 1) Svövu, bjó í Keflavík (látin), 2) Lilju, býr í Bandaríkjunum, 3) Einar Hallgrím, (lést ungur), 4) Guðjón (lést um tvítugt), 5) Karlottu, bjó í Bandaríkjunum (látin).
Næst Sigurjóni og Guðlaugu komu að Nýjabæ, Guðlaugur og Theódór, sonur hans. Þeir bjuggu þar í fá ár. Síðasti búandi þar var Guðjón Sigurjónsson og kona hans Sigurbjörg Sigurðardóttir. Hún var frá Seyðisfirði og hann var fæddur í Reykjavík, en alinn upp á Marðarnúpi í Ásahreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Þau fluttu frá Nýjabæ um 1970 til Ytri-Njarðvíkur. Hann lést árið 1985. Þegar Guðjón fór frá Nýjabæ, seldi hann hreppnum forréttinn sem síðan seldi eigendum Ásláksstaða, og var jörðin þá komin til síns heima þó aldrei hafi farið langt.

Ytri-Ásláksstaðir (tvíbýli fyrir aldamót)

Ásláksstaðir

Ytri-Ásláksstaðir.

Ásláksstaðahúsið sem nú stendur var byggt um 1883-4 úr kjörviði sem seldur var á uppboði úr skipinu James Town, er strandaði í Höfnum og áður er getið um.
Um aldamótin bjuggu á Ytri-Ásláksstöðum Guðmundur Guðmundsson, bóndi, f. 1830 og kona hans, Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 1833. Þau voru þar með tvær dætur sínar. Önnur hét Sigríður f. 1861, og var hennar maður Tómás er dó á besta aldri. Þau áttu eina dóttur, Guðbjörgu, f. 1894. Hin dóttir Guðmundar og Ingibjargar var Guðrún, f. 1866. Hún hóf búskap á Ásláksstöðum með Guðjóni J. Waage. (sjá Stóru-Voga). Dóttir þeirra var Ingibjörg Waage, en hún var sjúklingur meiri hluta ævinnar.
Árið 1912-13 voru systurnar, Sigríður og Guðrún Guðmundsdætur, á loftinu á Ásláksstöðum með dætrum sínum, Guðbjörgu og Ingibjörgu, en niðri munu hafa búið leiguliðar, Guðlaugur Hinriksson og kona hans, Guðrún Þórðardóttir. Einnig voru þar hjónin Sigurður Magnússon og kona hans, Kristín.
Fyrir 1920 voru Ásláksstaðir fá ár án búsetu, en þeir voru þá til sölu og var Gísli Eiríksson í Naustakoti umboðsmaður jarðeigenda. Árið 1920 kom kaupandi, Davíð Stefánsson frá Fornahvammi í Borgarfirði og kona hans, Vilborg Jónsdóttir frá Innri-Njarðvík. Höfðu þau búið fáein ár í Fornahvammi. Davíð var hálfbróðir Sigurjóns í Nýjabæ eins og áður er sagt. Hann var búmaður, enda fyrrverandi bóndi í Fornahvammi sem var blómlegt bú þegar best lét. Ekki mun Davíð hafa verið fyrir sjómennsku, en þeim mun meira fyrir landbúnaðinn. Vilborg, kona hans, var dugmikil kona og ráðdeildarsöm. Hún var mjög eftirsótt vegna handavinnu sinnar, en hún hafði numið karlmannafatasaum og lék allt í höndum hennar. Davíð og Vilborg eignuðust 9 börn og urðu flest þeirra fljótt vinnusöm og vel nýt til hvers sem var. Ekki komust þau öll til fullorðinsára. Börn þeirra voru: 1) Steingrímur Axel (lést tveggja ára), 2-3) Friðrik Fjallstað, tvíburi, hinn lést í fæðingu, 4) Guðmundur Lúðvík. Pessi börn fæddust í Fornahvammi, en að Ásláksstöðum fæddust: 5) Margrét Helga, (lést tveggja ára), 6) Helgi Axel, 7) Hafsteinn, rafvirki (látinn), 8) Þórir, rafvirki, 9) Marinó.
Eftir lát Davíðs árið 1959 bjó Vilborg áfram með þeim sonum sínum sem ekki voru þá farnir að heiman, en það voru Lúðvík og Friðrik. Mörg síðustu árin var Vilborg sjúklingur á spítala og lést árið 1985. Bræðurnir hafa haldið við jörð og húsum í eigu dánarbúsins. Nú eru Atlagerði, Móakot og Nýibær komin í eigu Ytri-Ásláksstaða, eins og þeir bæir munu hafa verið fyrr á tímum.

Sjónarhóll (í eyði)

Ásláksstaðir

Sjónarhóll.

Um 1886 byggði Lárus Pálsson „hómapati“ Sjónarhól. Hann var fæddur 30. jan. 1842, d. 16. ágúst 1919. Lárus var einn af 23 systkinum frá Arnardranga í Kirkjubæjarhreppi, V-Skaftafellssýslu. Kona hans var Guðrún Þórðardóttir frá Höfða ( sjá Hellna). Árið 1885 keypti Lárus hálfa jörðina Innri-Ásláksstaði og árið 1886 skrifaði hann undir landamerkjasamning milli Ásláksstaðahverfis og Knarrarnesshverfis sem einn landeigandi að hálflendunni Innri-Ásláksstöðum. Lárus byggði nýtt hús austan við Innri-Ásláksstaði og nefndi það Sjónarhól. Það hús var timburhús og allt rúmgott, enda fór fjölskyldan stækkandi. Lárus stundaði útgerð, en mikill tími fór í að sinna sjúklingum með hómapatískum lyfjum og meðferð, enda var hann alþekktur um suðvesturland fyrir lækningar sínar. Lárus bjó á Sjónarhóli til ársins 1889 eða í 12 ár. Hann flutti þá til Reykjavíkur og lést þar árið 1919, 77 ára gamall.
Eftir Lárus komu að Sjónarhóli, Magnús Magnússon, f. 1858 og ráðskona hans, Guðný Bjarnadóttir, f. 1850. Þau voru með fósturbarn, Guðmund Sigmundsson, f. 1895 og einnig fylgdi þeim vinnumaður, Ásmundur Guðmundsson, f. 1878.

Ásláksstaðir

Sjónarhóll.

Síðan komu að Sjónarhóli hjónin Brynjólfur Ólafsson og kona hans, Jónína Jónsdóttir. Þau höfðu byrjað búskap í Reykjavík um 1907 en fluttu að Sjónarhóli um 1910 og bjuggu þar í 15 ár. Brynjólfur stundaði landvinnu og sjómennsku eins og títt var um þær mundir. Man ég hann sem meðalmann á hæð, herðabreiðan með dökkt hár og mikið efrivaraskegg. Sér í lagi bar á honum við kirkjuathafnir því hanri var söngmaður mikill og hafði það embætti að vera forsöngvari í Kálfatjarnarkirkju. Hann hafði mikila rödd og var leiðandi í söngnum.
Þau hjón eignuðust 4 börn: 1) Ólafíu Margréti, f. 1907 í Reykjavík og bjó hún þar síðar (látin), 2) barn er dó ungt , 3) Dagbjörtu f. 1912, bjó í Hafnarfirði (látin), 4) Ragnhildi f. 1917, býr í Reykjavík. Brynjólfur og Jónína ólu upp einn dreng, Svein Samúelsson, bróður Einars er ólst upp í Austurkoti í Vogum.
Árið 1925 var Brynjólfi boðinn kauparéttur að Sjónarhóli. Hafði hreppurinn eignast jörðina og Brynjólfur því verið leiguliði. Brynjólfur hafnaði kaupunum og flutti til Hafnarfjarðar og bjó þar síðan. Kaupandi að Sjónarhóli varð Friðfinnur Stefánsson frá Hafnarfirði (bróðir Gunnlaugs kaupmanns þar). Friðfinnur átti þessa eign ekki lengi, því að á sama ári seldi hann Sjónarhól Magnúsi Jónssyni og Erlendsínu Helgadóttur (sjá Halldórsstaði, Sjónarhól Vogum og Sjónarhól á Vatnsleysuströnd).
Ásláksstaðir
Sjónarhóll þótti góð bújörð og bætti Magnús hana allverulega en lagði einnig sjálfur í útgerð í nokkur ár. Síðar byggði hann nýtt hús árið 1929, það hús sem nú stendur. Reisulegt steinhús sem stendur suðaustur af gamla húsinu sem var orðið 43 ára gamalt og var að lokum notað fyrir gripahús. Smiður að nýja húsinu var Jón Helgason, mágur Magnúsar. Eftir 18 ára búskap Magnúsar á Sjónarhóli, eða árið 1943, seldi hann og var aðalástæðan sú að svokölluð heymæði gerði honum erfitt fyrir að stunda búskap og annað það að börnin voru farin að heiman. Hann var og útslitinn, með ágerandi kölkun í mjöðm sem síðar var reynt að laga í Noregi með litlum árangri. Börn Magnúsar og Erlendsínu voru: 1) Helgi (látinn), 2) Guðjón (lést ungur), 3) Ragnhildur, 4) Guðjón (nýlátinn ), 5) Anna Dagrún, 6) Guðrún Lovísa, 7) Guðlaug (látin), 8) Sigurveig, 9) Þórður, hálfbróðir (Guðríðarson), 10) Sesselja (lést barn). Magnús og Erlendsína fluttu í Voga og byggðu þar annan Sjónarhól. Kaupandi að Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd var Vilmundur Jónsson fyrrv. landlæknir og eiga ættingjar hans hann nú.

Innri-Ásláksstaðir (horfnir)

Ásláksstaðir

Ásláksstaðahverfi,

Um aldamótin bjuggu á Innri-Ásláksstöðum Magnús Magnússon, f. 1860, og kona hans, Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1860. Þeirra börn voru: 1) Jónína, f. 1888, 2) Vilborg, f. 1891, 3) Magnús, f. 1893, 4) Guðrún, f. 1894, 5) Margrét, f. 1895. Einn son átti Magnús fyrir hjónaband, Sigurð að nafni.
Jónína átti Helga Jónsson frá Nýjabæ hjá Stóru-Vatnsleysu. Helgi fórst með m/b. Hermanni frá Vatnsleysu árið 1916. Vilborg, dóttir Magnúsar, átti Ólaf Teitsson frá Hlöðversnesi og bjuggu þau í Reykjavík. Vilborg var sérstakur velunnari Kálfatjarnarkirkju og gaf henni m.a. altarisdúk. Einn sonur Ólafs og Vilborgar var Eggert prestur á Kvennabrekku í Dölum. Ingibjörg lést á Innri-Ásláksstöðum, en Magnús kvæntist aftur og hét sú kona Eyrún. Átti hún son, Einar Hallgrímsson, er hún hafði með sér.
Magnús og Eyrún bjuggu í nokkur ár á Innri-Ásláksstöðum en fluttu síðan til Hafnarfjarðar og dóu þar. Munu þau hafa verið síðustu búendur á Innri-Ásláksstöðum og lagðist jörðin síðan undir Sjónarhól.“

Vogarétt

Sýsluréttin árið 2022.

Í Örnefnalýsingu fyrir Ásláksstaði segir Gísli Sigurðsson:
„Landamerkjalýsing Ásláksstaðahverfis úr landamerkjabók Gullbringu- og Kjósarsýslu: Landamerkjalýsing þessi innibindur Ásláksstaðahverfi, en það eru þessar jarðir og býli: Sjónarhóll, Innri-Ásláksstaðir, Hallandi (Nýibær), Ytri-Ásláksstaðir og Móakot. Ásláksstaðahverfi tilheyrir land allt, girt og ógirt, á milli Hlöðuneshverfis að sunnan og Knarrarness að innan, svo langt til heiðar eða fjalls, sem land Vatnsleysustrandarhrepps nær.“

Í „Athugasemdum og viðbætum Friðriks og Lúðvíks Davíðssona á Ásláksstöðum“ segir um Ásláksstaðasel:

Knarrarnessel

Knarrarnesel – uppdráttur ÓSÁ.

„Ásláksstaðasel á að vera austur af Hlöðunesseli milli þess og Knarrarnessels. Magnús á Sjónarhóli talaði um, að fé væri uppi í Huldum, segir Lúðvík. Friðrik gizkar á, að það séu hólar milli Hrafnagjár og Klifgjár, hægra megin við stíginn yfir Hrafnagjá. Þar er leitótt.“

Knarrarnessel

Knarrarnessel  að baki – vatnsstæði.

Í Jarðabók ÁM og PV árið 1703 segir um selstöðu Stóru Ásláksstaða: „Selstöðu á jörðin frí þar sem heita Knarrarness sel, og eru þar hagar í lakasta máta en vatnsbrestur til stórmeina.“
Um selstöðu Minni Ásláksstaða segir í Jarðabókinni 1703: „Selstöðu á jörðin frí þar sem heita Knarrarness sel og eru þar hagar í lakasta máta, en vatnsból brestur til stórmeina“.

Heimildir:
-Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi, Ásláksstaðir, Guðmundur Björgvin Jónsson 1913-1998, bls. 261-272.
-Örnefnalýsing – Ásláksstaðahverfi. Gísli Sigurðsson skráði.
-Örnefnalýsing: Athugasemdir og viðbætur Friðriks og Lúðvíks Davíðssona á Ásláksstöðum.
-Jarðabók ÁM og PV 1703, Gullbringusýsla – Vatnsleysustrandarhreppur, Stóru Aslaksstader og Minne Aslaksstader, bls 129-133.

Ásláksstaðir

Ásláksstaði – nokkur örnefni.

Garður

Í „Fornleifaskráningu í Garði á Reykjanesi: Verndarsvæði í byggð“, sem gerð var árið 2019 má m.a. lesa eftirfarandi um bæi og nokkrar merkar minjar:

Sögubrot

Garður

Garður – kort.

Í Landnámu er sagt frá því að Ingólfur Arnarson hafi numið Reykjanesskagann sem og Rosmhvalanesið allt. Þá segir frá því að hann hafi gefið frænku sinni Rosmhvalanes „allt fyrir útan Hvassahraun“ að gjöf. Ólíklegt þykir að hún hafi hafið þar búskap og fátt vitað um nákvæmt upphaf byggðar á því svæði.
Með nýjum lögum árið 1905 um sveitastjórnir á Íslandi um aldamótin 1899-1900 fóru íbúar Keflavíkurkauptúns fram á skiptingu lands í Rosmhvalahreppi til helminga. Annar helmingurinn skyldi hljóta nafnið Gerðahreppur og þannig var stofnun hans til komin þann 15. júní árið 1908.
Fyrir árið 1200 mun hafa verið mikið um kornrækt og kvikbúskap á svæðinu samhliða sjávarútvegi. Hefur landið orðið fyrir hinum ýmsu náttúruhamförum síðan, þ.m.t. Reykjaneseldar og seinna, undir lok 17. aldar, olli kólnandi loftslag rýrnandi landkostum. Urðu skilyrði til kornræktar bág og varð þá sjávarútvegur helsti nytjabúskapur Garðsins. Sem merki um akurrækt og búskap standa leifar af hinum svonefnda Skagagarði. Talið er að sveitarfélagið hafi dregið nafn sitt af þeim akurgarði.

Kapp sjómanna á fiskimið

Garður

Mikill uppgangur átti sér stað í útgerð fyrstu tvo áratugi 20. aldar í Garði. Dró snögglega úr honum á 3. áratugnum vegna erfiðra hafnaraðstæðna og fækkaði íbúum samhliða. Vélbátaútgerð kom frekar seint í sveitarfélagið vegna þessara aðstæðna og hófst hún ekki fyrr en eftir 1930. Þá var þorpsbyggð farin að taka á sig mynd með auknum atvinnumöguleikum og margt var um manninn á hafnarsvæðinu við Gerðavör. Þess má þó geta að stærri bátar komust illa að bryggju í Gerðavör, þrátt fyrir hafnarframkvæmdir á árunum 1943-47. Sigldu þeir úr höfn frá Sandgerði og Keflavík.
Framfarir á sviði atvinnu og í byggð áttu sér stað með komu hersins á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Hernum, sem hélt til á Reykjarnesi, vanhagaði um flugvöll nær búðum og var þá tekið til höndum við gerð flugvallar á Garðskaga sunnan af vita. Mikil breyting varð á atvinnulífi og menningu í Garði við komu hans og tók bærinn stórt stökk í átt að myndun þess sveitarfélags sem Garður er í dag.

Umhverfi

Garður

Í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030 er staðarháttum á svæðinu lýst svo: „Einkennist [sveitarfélagið] af grónu landi á láglendi. Staðurinn býr yfir víðáttu og sýn til ystu sjónarrandar úti á hafi og glæsilega fjallasýn. Landið stendur fyrir opnu hafi og gætir bæði ágangs sjávar og vinda um allt landið. Sterkur þéttbýliskjarni einkennir sveitarfélagið ásamt dreifðari byggð út á Garðskaga“.
Eins og áður hefur komið fram var mikil gróðursæld á svæðinu og akurrækt stunduð fyrir Reykjaneselda á 13. öld. Leifar þess tíma má sjá í korngörðum á víð og dreif um svæðið. Einnig er þar Skagagarðurinn, 2 kílómetra hlaðinn veggur sem notaður var til þess að verja akrana frá búfé. Má sjá mynda lítillega fyrir honum enn í dag.
Minjar á borð við gömul hússtæði og vindmyllustanda má finna svo gott sem ósnertar á við og dreif um svæðið líkt og minnisvarðar um það sem áður var.
Ósnert og grýtt náttúra fléttast saman við byggð og slegin tún. Allt er þetta vafið strandgarði og ólgandi hafi sem á stóran þátt í atvinnulífi staðarins. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segir svo: „Túnin spillast af sjóargángi sem garðana brýtur, item af sandi, sem sjór og vindur ber á, og af leysingarvatna ágángi um betrartímann.“

Þróun byggðar

Garður

Garður – upphafsstaður sögugöngu um Garð.

Til er skrásetning mannfjölda allt frá árinu 1703, þegar fyrsta manntal var tekið og þá bjuggu í Garði 218 manns. Þéttbýliskjarni í Garði tók þó ekki að myndast fyrr en skömmu eftir aldamótin 1900, er afli fór að aukast í sjó og vertíðina tók að lengja.
Svo virðist þó vera að sjórinn hafi verið stundaður í Gerðahreppi allt frá landnámi, frá því að vermannastöð, á vegum Steinunnar frænku Ingólfs, reis í Hólmi.
Árið 1896 fluttist útgerðarmaður að nafni Finnbogi Lárusson að Gerðum. Tók hann við af Árna Þorvaldssyni á Meiðastöðum sem hinn mesti útvegsmaður Garðs. Flutti hann hús til Suður-Gerða er áður hafði staðið í Njarðvík og verið í eigu H.P. Duus. Árið 1907 festi Milljónafélagið kaup á verslun Finnboga og hélt rekstri áfram næstu ár.

Garður

Garður, bátar í vör.

Í bókinni Gerðahreppur 90 ára er fjallað um að frá stofnun sveitarfélagsins árið 1908 megi greina þrjú skeið tengd búsetu og atvinnu. Fyrsta skeiðið má marka frá árunum 1908-39. „Þessi ár voru að mörgu leyti skeið erfiðleika og kyrrstöðu, ekki síst í atvinnulífinu.“ Mikinn afla var að hafa úr hafi og olli það aukinni aðsókn utanaðkomandi sjómanna á miðin í Garðsjó. Þurftu Garðsmenn að etja kappi við þennan straum sjómanna og vegna aukinnar samkeppni varð útgerðin sífellt minni og hafði þetta mikil áhrif á vöxt sveitarfélagsins. Á árunum 1920-30 fækkaði heimilisföstum í Gerðahreppi um 100 manns og má rekja það til samdráttar í sjávarútvegi.
Þó að íbúafjöldi hafi verið töluvert meiri við stofnun sveitarfélagsins og þéttbýliskjarni farinn að taka á sig mynd, þá var búseta enn á sveitabýlum.
Þétting bæjarkjarnans jókst upp úr 1920 og þorpsmyndun hófst í landi Gerða og upp af Gerðavör. Af sextán heimilum skráðum árið 1920 voru húsráðendur flestir sjómenn, að undanskildum kaupmönnum tveim og barnaskólakennara að nafni Einar Magnússon.
Séra Sigurður Brynjólfsson Sívertsen stóð fyrir stofnun barnaskóla í Gerðum, árið 1871. Aðdragandinn að stofnun skólans var nokkuð langur, en það var fyrst upp úr 1860, að séra Sigurður fór að ræða við héraðsbúa um stofnun hans. Presturinn lagði sjálfur fram fé til byggingar skólans auk þess sem hann gekk á undan góðu fordæmi í því að safna fé til skólans bæði til byggingarinnar og til þess að hægt væri að halda skólastarfinu áfram. Kaupmenn í Keflavík gáfu fé, en mestu munaði það sem bændur hér gáfu. Það vildi svo vel til að vel áraði, svo að flestir gátu gefið eitthvað fé, og svo unnu margir kauplaust við bygginguna.

Garður

Gerðaskóli.

Veturinn 1871-72 gengst Sigurður fyrir því að bændur í Garði hlaði veggina í skólann í Gerðum. Voru það heljar þykkir veggir úr grjóti, utan og innan og sandur á milli. Auk aðalhússins voru byggð baðstofa með þriggja rúma lengd, þrjú rúm hvoru megin, var hún upphaflega ætluð börnum sem sóttu skólann lengra að. Aftan við hana var feykimikið eldhús handa skólanum. Þessar byggingar stóðu þar sem nú heitir í Fjósum eða Skúlhúsum. Húsaskipan var svo háttað, að tvær kennslustofur voru niðri og loft uppi til íbúðar fyrir kennara, en efst var hanabjálki. Var byggingunni lokið á öndverðu hausti árið 1872.
Gerðaskóli var svo settur 7. október 1872. Var mikið fölmenni þar saman komið. Hélt séra Sigurður þar skörulega ræðu og skýrði þar meðal annars frá tilætlan sinni og framkvæmdum. Til kennara hafði séra Sigurður valið Þorgrím Þ. Guðmundsson. Prestur fékk kennara í hendur bók þá, er enn er til hér í skólanum og heitir Dagbók barnaskólans í Gerðum. Í þá bók skyldi rita nöfn allra þeirra barna er í skólann gengu, lengri eða skemmri tíma, svo og skýrslu um kennslu hans og yfirheyrslur barnanna að hverri viku liðinni og svo vitnisburð um framför barnanna, gáfur og siðferði.
Nemendur fyrsta skólárið voru 15 talsins. Námsgreinarnar sem kenndar voru í Gerðaskóla fyrstu árin voru, kristindómur (kver og biblíusögur), lestur (nýja testamentið, lestrarbók), skrift (eftir skrift kennarans), réttritun, reikningur. Skólinn stóð til aprílloka fyrstu tvö árin, eftir það ákvað nefndin að skólinn skyldi vera í tveimur deildum og börnum skipt eftir aldri, kunnáttu og þroska, og skyldi skóla vera lokið 14. mars og var þá ákveðið að kennarar skildu vera tveir og stóð svo lengi.
GarðurHætt var að nota bygginguna til skólahalds árið 1887. Síðar var húsið notað sem samkomuhús um áraraðir. Frá 1887 til 1890 var skólinn í leiguhúsnæði í Miðhúsum en fram til 1911 var svo skólinn til húsa að Útskálum og var byggt timburhús yfir hann og stóð það yst á Útskálahólnum. Árið 1910 var svo hafist handa við byggingu skólahúss í Gerðalandi, á stað er skólinn stendur enn í dag. Byggt var við skólann sjö sinnum þar til nýtt húsnæði skólans var tekið í notkun 2010.
Sumarið 1921 var hafist handa við vegagerð á milli Keflavíkur og Garðs sem lauk árið 1922. Fyrsta bifreiðin í Garði var í eigu Sigurgeirs Ólafssonar á Nýjabæ og festi hann kaup á henni árið 1923. Hófust þá flutningsbílsferðir á milli Reykjavíkur og Garðs. Í framhaldi af því var tekið til handa við gerð vegar á milli Út-Garðs og Sandgerðisbæjar. Lauk þeim framkvæmdum árið 1924.
Annað skeið má marka í sveitarfélaginu sem hersetutímabilið í Garði. Breski herinn kom íbúum Garðskaga skýrt fyrir sjónir er hann sigldi meðfram Reykjanesinu vorið 1940. Orrustuflugvélar voru staðsettar á Reykjanesskaga, en flugvöllinn vantaði.
Þá var hafist handa við gerð Skagavallar og með framkvæmdum sem slíkum jókst framboð atvinnu til muna.
Kynding húsa var með ýmsu sniði til ársins 1930. Allt frá grútarlömpum kyntum með fisklýsi, til gaslukta fram á 4. áratug þegar fyrstu vindmyllurnar fóru að rísa. Voru þær ýmist innfluttar eða heimasmíðaðar.

Býli og hús
Hús sem eru 100 ára og eldri og þ.a.l. friðuð eru:
• Unuhús, Gerðavegur 28a, 1890
• Efri Kothús, Kothúsavegur 10, 1897
• Kothús, Kothúsavegur 12, 1897
• Akurhús I, Akurhús 1, 1912
• Lambhús, Gaukstaðarvegur 6a, 1920
• Þórshamar, Gerðavegur 33, 1912
• Jaðar, Jaðar, 1905
• Efri Rafnkelsstaðir, Rafnkelsstaðavegur 8, 1910
• Réttarholt, Réttarholtsvegur 17, 1912
• Krókvöllur, Skagabraut 6, 1905
• Nýibær, Skagabraut 44a, 1911
• Sjávargata, Skagabraut 72, 1905
• Blómsturvellir 76, Skagabraut, 1920
• Útskálar, Útskálar, 1890

Hús sem byggð eru fyrir árið 1925 eru:
• Lambhús, Gaukstaðarvegur 6a, 1920
• Guðlaugsstaðir, Skagabraut 41, 1920
• Blómsturvellir 76, Skagabraut, 1920
• Hólavellir, Skagabraut 86, 1920
• Skuld, Akurhúsavegur7,1924
• Varir, Vararvegur 14, 1920

Hús sem byggð eru á tímabilinu 1926-28
eru:
• Meiðastaðir, Meiðastaðavegur 7a, 1928
• Meiðastaðir, Meiðastaðavegur 7b, 1928
• Miðhús, Miðhús, 1926
• Neðra Hof, Skagabraut 72a, 1927
• Varir 1, Vararvegur 9, 1926

Garður
Þriðja skeiðinu er lýst sem „vaxtarskeið og velmegun“ í afmælisbókinni Gerðahreppur 90 ára. Táknar það tímabilið frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og að árinu 1998, er bókin var gefin út. M.a er fjallað um fjölbreytileika á svæðinu, en eftir komu hersins breyttust atvinnuhættir og samgöngur höfðu batnað til muna og með því tengt íbúa Garðs betur við nágrenni sitt. „…Garðurinn, sem fram til þessa hafði verið næsta afskekkt útvegshérað, færðist nú nær hringiðu samfélagsins, ekki síst þeim nornakatli mannlífsins, sem stöðugt kraumaði á Miðnesheiðinni.“ Mannfjöldi jókst hægt og reglulega og er íbúafjöldi tæplega 1500 manns í dag, en var 442 við upphaf heimsstyrjaldarinnar.
Kjarni byggðar myndaðist smám saman við Gerðavör með atvinnustarfsemi og Gerðaskóla og úr varð Gerðahverfið. Í nýlegu aðalskipulagi segir: „Þéttbýliskjarni er tók að myndast skömmu eftir aldamótin 1900 einkennir sveitarfélagið ásamt dreifðari byggð út á Garðskaga og til suðurs. Í daglegu tali er Garði skipt í Inn- og Út-Garð en á milli þeirra er Gerðahverfið.“ Skipulag bæjarins var lítið sem ekkert fyrr en í febrúar árið 1954. Fyrir þann tíma réðist skipulagið mest af hentisemi og landsvæði hvers og eins. Fyrsti skipulagsuppdrátturinn var svo lagður fyrir árið 1956.

Lambastaðir (býli)

Garður

Lambastaðir.

1703: konungsjörð. Dýrleiki óviss. 1847, 33 1/3 hdr. Bændaeign.
1563: Jarðarinnar er getið í Jarðaskiptabréfi hirðstjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól frá 1563. DI XIV, 155.
“Sagt er, að fyrr á öldum hafi Hof og Lambastaðir verið ein jörð, Lambastaðir, en síðan verið skipt milli tveggja systra. Hof á heldur meira land en Lambastaðir.” Ö-Garðskagi, 1.
1703: “Túninu spillir vatn, sem um veturinn liggur á, item spillist það af sandi og sjávargangi, þegar stórfæður brjóta garðinn, og þarf hönum með stóru erfiði og athuga við að halda. Engjar eru öngvar. Útigangur í lakasta máta og nær enginn sumar og vetur, nema hvað fjaran er, þegar þáng, söl eður murukjarni og brúk rekur upp fyrir sjávargangi. Vatnsból er ekkert nema það eitt, er í annarar jarðar landi þarf til að sækja, bæði lángt og erfitt, og bregst þó tíðum bæði sumar og vetur.” JÁM III, 77.

Garður

Lambastaðir túnakort 1919.

“Sjávargangur hefur so merkilega grandað jörðinni, að bærinn er fyrir þann skuld færður þángað sem nú stendur hann, og gjörist að því æ meir og meir, so valla má óhætt kalla pening og heyjum þar sem nú eru,” segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703. Í örnefnalýsingu segir ennfremur: “Rétt innan við gamla bæinn á Hofi er Lambastaðahóll. Þar stóð gamli bærinn á Lambastöðum, sá sem fluttur var undan sjó fyrir 1703 eða ef til vill annar yngri, því sjórinn hefur herjað hér á landið af miklum móð. Nýi bærinn á Lambastöðum er hinsvegar ofarlega í landareigninni, beint upp af gamla bænum,” segir í örnefnalýsingu. Elsta bæjarstæði Lambastaða, þar sem bærinn stóð fyrir 1703, er nú að öllum líkindum farið í sjó.

Garður

Lambastaðir.

“Lambastaðir eru líka að þokast undan sjónum. Þar er hærri hóll og snarbrattara í flæðarmáli [en á Hofi], með miklu húsarústa grjóti – og nokkrum arfagróðri, en engin sjógarður. Hóllinn (bæjarstæðið gamla) hæstur bak við húsið,” segir í athugasemdum á túnakorti frá 1919. Á túnakorti 1919 er sýnt eitt stórt hús með bíslagi til suðurs og 8 litlir kofar þar austan við, kálgarður sunnan við og a.m.k. 3 kofar og eitthvað sem gætu verið trönur við vörina vestan við. “Rétt innan við gamla bæinn á Hofi er Lambastaðahóll. Þar stóð gamli bærinn á Lambastöðum, sá sem fluttur var undan sjó fyrir 1703 eða ef til vill annar yngri, því sjórinn hefur herjað hér á landið af miklum móð. Nýi bærinn á Lambastöðum er hinsvegar ofarlega í landareigninni, beint upp af gamla bænum,” segir í örnefnalýsingu.
Bæjarhóll Lambastaða er um 180 m ASA við bæjarhól Hofs, fast sunnan við sjóvarnargarð. Síðast stóð tvílyft bárujárnsklætt timburhús á hólnum en það var rifið fyrir fáum árum (2007).
Bæjarhóllinn er fast sunnan við sjóvarnargarð. Hann er vaxinn sinu en sunnar eru slétt tún. Bæjarhólllinn er alls um 86×30 m að stærð, snýr austur vestur og er um 1,5 m hár. Við suðausturhorn hans er steyptur grunnur 029. Vestarlega á hólnum er skúr úr bárujárni og vegur liggur upp á hólinn úr suðri. Fjölmörg önnur mannvirki eru á hólnum sem er algróinn og mikil mannvist er þar undir sverði.

Skagahóll (Býli)

Garður

Skagahóll.

“Úr nefndum merkisteini á miðjum Skagahól nyrðri er markalína Lambastaðalands að sunnan bein sjónhendingarlína í suðurhorn skólahússins á Útskálum að merkisteini merktum og úr honum bein lína í Lónshúsahlið,” segir í Landamerkjabók Gullbringusýslu frá 1889 samkvæmt örnefnalýsingu.
Skagahóll er um 20 m suðaustan við Hólavelli. Hóllinn er á þeim stað þar sem Brynjúlfur Jónsson teiknar rústabungu á uppdrátt sinn af sáðreitunum á Garðskaga, sem birtur var í Árbók hins íslenska fornleifafélags árið 1903. Í grein Brynjúlfs segir: “Akurlönd hafa verið á Skaganum fyrir norðan Útskála. Sér þar enn votta fyrir að minnsta kosti 18 akurreinum, 4-8 fðm. breiðum, sem eru aðgreindar með þráðbeinum, jafnhliða görðum … takmarkast þeir að vestanverðu af garði, sem þar liggur frá sjónum langsetis í suðaustur að lítill hæð eða tóftabungu, sem er skammt frá norðvesturhorni hinna norðustu túngarða í Útskálahverfinu, sem nú eru.” Skagahóll og tóftabungan eru eflaust einn og sami staðurinn.
Skagahóll er klapparhóll í sléttu túni við íbúðarhúsið á Hólavöllum. Búið er að reisa styttu á hólnum og þar koma þrjár girðingar saman. Hóllinn er um 20×16 m að stærð og snýr norður-suður. Hann er um 2-2,5 m hár. Dæld er í suðurhluta hólsins, líklega eftir útihús. Dældin er 3,6 x 1,3 m að stærð, 0,2 m að dýpt og opnast til suðurs. Í norðurhlið hólsins hans skín í bera klöppina. Enginn merkjasteinn er nú á hólnum en girt er úr honum til norðurs að Helgarétt. Engar hleðsluleifar eru á hólnum sem er gróskumikill og sker sig úr umhverfinu og greinilegt er að mannvist er hér undir sverði. Garðlag 080:106 liggur til austurs og vesturs að hólnum.

Hof (býli)

Garður

Hof – túnakort 1919.

1703 og 1847 er Hof hjáleiga frá Lambastöðum. “Sagt er að fyrr á öldum hafi Hof og Lambastaðir verið ein jörð, Lambastaðir, en síðan verið skipt milli tveggja systra. Hof á heldur meira land en Lambastaðir … Milli 1920 og ‘30 var nýbýlið Efra-Hof stofnað úr landi Hofs. Stendur sá bær enn ofar en nýi bærinn á Hofi. 1933 var íbúðarhúsið Grund reist í landi Efra-Hofs. Þar er enn búið, og fylgir því dálítill jarðarskiki.” Ö-Garðskagi, Hof, Lambastaðir, 5.
1703: “Fóðrast kann i kýr að helmíngi laklega. … Eldiviðartak af fjöruþángi í lakasta máta.” JÁM III, 78.
Tún 1919: Hof a 1,6 teigar, kálgarðar 3280 m2. Hof b 1,4 teigar (á víxl).
“Rústir gamla Hofs: 6 tættur og síðustu leifar af 2 kofum í sjógarðlagi, sem sjór grefur undan. Þar stóð timburhús Einars Jónss. Hreppstjóra áður fyrr og þurrabúð (Þórarins Pálss.), eyðilögð 1917. En bærinn sjálfur fluttur 1906, inn á túnið,” segir í athugasemdum á túnakorti frá 1919. Í örnefnalýsingu segir ennfremur: “Bærinn að Hofi stóð áður inn með sjónum inn af Helgarétt. Þar var mikill sjávargangur, og var því reistur nýr bær fjær sjó, þegar foreldrar Sigurbergs komu að Hofi. Eftir það var gamli bærinn aðeins þurrabúð. Var hann stundum kallaður Gamla-Hof til aðgreiningar frá nýja bænum. Nú er þessi þurrabúð ekki til lengur, en ennþá mótar fyrir tættunum. Inn undir baðstofuna hafði verið hlaðið holræsi, sem lá út í forina fyrir utan. Enn sést móta fyrir opinu á því.” Bæjarhóll Hofs er fast sunnan við sjóvarnargarðinn um 190 m austan við bæjarhól Lambastaða. Hóllinn er fast sunnan við sjóvarnargarð. Sunnan við hann er slétt grasflöt.

Garður

Hof – minjar.

Bæjarhóllinn er um 40×10 m stór og snýr austurvestur. Hann er um 2 m hár. Um það bil á miðjum hólnum er tóft. Hún er um 5×5 m stór, opin til suðurs. Hleðslur tóftarinnar eru um 0,6 m háar og allvíða sér í grjót í þeim. Tóftin er eflaust leifar þurrabúðarinnar sem var á bæjarstæðinu eftir að bærinn var fluttur. Í norðausturhorni bæjarhólsins er dálítil hólbunga, um 5×2 m stór og um 0,4 m há, leifar útihúss, þá sér móta fyrir útihúsi sem var sunnan við bæinn, sunnarlega á hólnum. Árið 2014 var göngustígur lagður meðfram sjóvarnargarði. Göngustígurinn er malbikaður en hlaðið er upp undir hann austur og vestur af bæjarhólnum og yfir hann að hluta en á um 20 m kafla hefur verið útbúin viðarbrú yfir hólinn í stað malbiks. Brú þessi hylur tóftirnar sem sáust 2007 svo aðeins sést torfveggur, um 11 m að lengd og 2 m að þykkt. Hann er mest um 1,3 m að hæð. Vestast á hólnum er tóft með tveimur hólfum. Tóftin er byggð utan í hólinn til norðurs, er um 10 x 6 m að utanmáli og snýr austur-vestur. Tóftin er torf- og grjóthlaðin og má sjá 6 umför grjóts í eystra hólfinu. Veggir tóftarinnar eru um 1,3 m að hæð mest. Vestara hólfið er um 5 x 2,5 m að innanmáli, snýr norður-suður og er opið til suðurs. Eystra hólfið er um 5 x 2 m að innanmáli, snýr norður-suður og er opið til suðurs. Suður af vestara hólfinu er dæld í hólinn, um 0,3 m að dýpt, sem virðist vera leifar eldri byggingar. Dældin er um 3 x 2 m að stærð og snýr austurvestur. Syðst í hólnum eru tveir steinsteyptir grunnar, sem líklega eru yngri en 1919.
Þar sem bærinn á Hofi stóð frá árinu 1906 er nú steinsteypt hús á litlum hól. Húsið er um 75 m sunnan við bæjarhól. Enn er búið í húsinu, það er ekki með kjallara. Á bæjarhólnum voru fjögur hús árið 1919 þegar túnakortið var gert, þau eru öll horfið. Umhverfis hólinn eru slétt tún. Hóllinn er um 18×10 m stór, snýr austur-vestur. Hann er lágur, um 0,4 m hár. Engar hleðsluleifar eða skýr ummerki eldri húsa eru á hólnum. Hugsanlega er hluti hússins frá 1906 en líklega hefur verið byggt við það í seinni tíð, að norðan og vestan. Það er steinsteypt með bárujárnsþaki. Gengið er inn í húsið á vesturgafli þess.

Hofsbrunnur (vatnsból)

Garður

Hofsbrunnur.

Brunnur er í túninu um 30 m vestan við bæ samkvæmt túnakorti frá 1919. Brunnurinn sést enn.
Brunnurinn er á sléttri grasivaxinni flöt. Lítil hólbunga er á sléttri flötinni. Hún er um 5×5 m stór og um 0,2 m há. Í henni miðri er járnhleri yfir brunninum.

Lambastaðafjárrétt (rétt)

Garður

Lambastaðarétt (Helgarétt).

“Þessi eru landamerki umhverfis Lambastaða og Hofs landareign: Úr merkistein á miðjum Skagahól nyrðri ræður bein stefna í norður í merktan stein á sjávarkampi 5 föðmum fyrir vestan Lambastaðafjárrétt, og sama stefna ræðu yfir fjöru á sjó fram,” segir í Landamerkjabók Gullbringusýslu frá 1889 samkvæmt örnefnalýsingu. Þar segir ennfremur: “Vestast í Hofslandi, milli vikanna, er Helgarétt (sama og Lambastaðafjárrétt) hlaðin úr fjörugrjóti. Hún er talin kennd við bónda, sem eitt sinn bjó á Lambastöðum. Sennilega hefur hún áður verið skilarétt fyrir hreppinn, en seinna aðeins heimarétt Lambastaða. Nú er hún ekki notuð lengur. Hún stendur enn uppi, en sjórinn hefur brotið af henni sjávarmegin.” Helgarétt er fast sunnan við sjóvarnargarðinn um 210 m vestan við bæ og um 20 m austan við akurreiti.
Réttin er á sléttri grasivaxinni flöt sunnan við varnargarðinn. Eitt stórt hólf er eftir af réttinni. Það er um 8×6 m stór og snýr austur-vestur. Hólfið er opið til norðurs að varnargarðinum en þar sem sjór hefur brotið af réttinni. Réttin er hlaðin úr ávölu fjörugrjóti og hleðslur hennar eru mest um 2 m háar. Malbikaður göngustígur liggur nú fast norðan við réttina.

Útskálar (býli)

Garður

Útskálar.

Um 1200. Staður. Getið í kirknatali Páls Jónssonar frá um 1200 – DI XII, 9.
[um 1270]: Útskálar eiga viðreka milli Útskálaóss og Skagaflesjar og 4/5 milli ássins fram undan borginni hjá Kirkjubóli og hjallsins á Fitjum. Útskálar eiga einnig þriðjung í viðreka milli Kölduhamra og Miðhólms og allan viðreka frá honum suður til Mjósyndis. ‘Jtem eigu vtskaler vatztokv j kroks brvnn ok halldi hvorertveggv brvnnenvm. Krokvr ok midhvs eiga tveggia skipa vpp satur j navsta holm. Jtem eiga vtskaler allar veidar sydvr j lambarif, enn krokvr ok midhvs. Enn kirkivbol ad svnnann. Enn fiskreka allan at miofa tanga. DI II, 77.
[um 1270]: Útskálar eiga þann þriðja af níu hlutum allan nema 17 hverja vætt úr þeim hlut sem Presthús eiga. Útskálar eiga einnig þriðjung af fjórða hlut og sjöttung af sjötta hlut, samtals 16,01 % af hval sem er meir en 12,5 vættir og rekur milli Æsubergs og Keflavíkur – DI II, 78-79.
17.12.1340: Selur Bjarni Guttormsson fjórðung í Útskálalandi ‘vmm framm aull þau akurlond sem Biarni keypti til vtskaala ok ein[n] karfa met atkierum ok ollum reida ok bäti’ Skálholtskirkju gegn því að staðurinn taki Hrómund son hans á æfilangan kost. Bjarni og Ingibjörg kona hans gefa einnig Pétri postula og heilögum Þorláki annan fjórðung úr Útskálalandi til æfinlegrar eignar – DI II, 734.
10.6.1370: J mote Þeim iiij bæium sem vndann Vtskaala kitkiu eru tekner leggur Biorn bonde kirkiunni ad Vtskalum jord er heiter j Vorum med tveimur kugilldum til æfinnligrar eignar – DI III 56-257. Máldagar 1363, 1397 og 1575 – geta í engu um fasteign – DI III, 256-257; DI IV, 104; DI XV 639.
5.8.1560: Gísli Jónsson Skálholtsbiskup veitir sr. Jóni Loptssyni Útskála sem ævinlegt beneficium – DI
XIII, 508.

Garður

Útskálar.

1703: 9 hjáleigur: Lónshús, Akurhús, Nýibær, Móakot, Presthús, Garðhús, ónefnd heima við staðinn, Vatnagarður og Naust, auk þess tvær hjáleigur í eyði sem höfðu verið heima við staðinn. Einnig höfðu Blómsturvellir/Snorrakot lagst í eyði um 1670, og Hesthús var eyðihjáleiga sem ekki var vitað hvar hafði verið. JÁM III, 79-84.
1703: Vatnsnautn á staðurinn í Króksbrunni, en Krókur þar í mót skipsuppsátur í staðarins landi fyrir tólfæring eður smærra. JÁM III, 79.
1839: 7 hjáleigur: Lónshús, Akurhús, Nýibær, Móakot, Presthús, Garðhús og Vatnagarður en Naust hafði farið í eyði 1782 – SSGK, 160.
1919: Tún 7,5 ha., garðar 2600 m2. 1703: Túnin spillast af sjóargangi, önnur í betra lagi, en önnur hættari sandi, sem sjór og vindur ber á, og af leysingavatna ágángi um vetrartímann. Engjar öngvar. Útigangur mjög lítill sumar og vetur. JÁM III, 79.
1839: Mælt er að staðarins tún hafi mikið af sér gengið, og tvívegis hafi túngarðurinn verið færður upp á túnin að norðanverðu. Núleifandi elztu menn muna eftir grastóum fremst framan í fjöru, sem sýnir, að fyrr meir hafi allt það svið verið grasi vaxið og máske tún; hefir þá sjór ekki gengið lengra en að rifi því, sem nú á brýtur fremst fram við fjörumál (þaragarð). SSGK, 160.
1839: Beitiland staðarins er lítið annað en á svonefndum Skaga, sem liggur fyrir sunnan Lambastaði, á milli Út-Garðsins og Nessins. Það var í fyrri daga fallegt og grösugt sléttlendi, en nú gengur þar á mikill sandur, svo oft á vetrum sést ekki til jarðar fyrir honum; á honum gengur Út-Garðspeningurinn, og sauðfé hafnast þar vel, ef ekki er ofsett á. Á Skaganum voru fyrr meir kornakrar og sáðgerði fornmanna, og má enn sjá mót til girðinganna … – SSGK, 161
Bæjarhóllinn er vestan við kirkjugarðinn í miðju Útskálatúni. Á honum stendur timburhús á hlöðnum grunni, byggt 1882. Það er tæplega 50 m vestan við kirkjuna en bæjarhóllinn nær alveg að kirkjugarðinum, um 20 m frá kirkjunni. Á túnakorti frá 1919 er sýnd húsalengja fast austan við íbúðarhúsið og var þá aðeins mjótt sund á milli. Sú lengja er nú horfin en austast þar sem hún stóð komið steypt útihús sem snýr NNV-SSA og nær fram á brún bæjarhólsins að norðaustan.

Garður

Útskálar.

Sérstakur hóll, flatur að ofan. Gnæfir yfir náttúrulega slétt tún í kring. Uopi á hólnum eru tvö hús, annað á steyptum grunni, hitt á hlöðnum, og malarborið plan allsstaðar í kring um þau og út á brúnir hólsins nema mjó ræma vestast. Sunnanmegin á hólnum er sléttað malarplan, líklega uppfylling, þar sem kálgarðurinn var, en hann náði þó 15 m lengra í suður þar sem nú er slétt tún. Hóllinn er mjög brattur að vestan og norðan og þar eru hliðarnar grasi grónar, en að sunnan og austan er hallinn minni og þar allsstaðar möl ofaná. Heimreið liggur upp á hólinn á sama stað og hún var 1919, sunnantil á vesturhlið og niður af honum í norðausturhorni hjá kirkjugarðshorninu. Dæld er í hlið hólsins að vestanverðu, nálægt því sem húsið stóð, en að öðru leyti eru hliðar hans allar sléttar og hefur hóllinn að líkindum allur verið lagaður til og snyrtur á seinni hluta 20. aldar.
Nú er bíslag vestan á íbúðarhúsinu en 1919 voru skúrar norðan og austan á. Húsið snýr ekki eins við áttum og kirkjan heldur meira NNV-SSA. Það er annað timburhúsið á hólnum , hið eldra var byggt 1855, og er ekki vitað hvar síðasti torfbærinn var né hvernig hann snéri. Sr. Sigurður Sívertsen byggði eldra timburhúsið “það var 12 álna langt og 8 álna breitt íveruhús, en lét þó gömlu baðstofuna standa og byggði hana upp með nýrri súð.” Undir Garðskagavita, 146.

Útskálar

Útskálar 1920.

Á hólnum voru 1919 útihúsin og kálgarðarnir auk íbúðarhússins og lengjunnar austan við það. Fornleifauppgröftur fór fram á bæjarhólnum haustið 2005. Þar sem uppgröfturinn fór fram við norðanvert íbúðarhúsið hafði áður verið niðurgrafin viðarbygging en í tengslum við endurbætur á húsinu stóð til að reisa þar strærri byggingu. Uppgröfturinn var um 27 m2 stór og alldjúpur, eða um 3 m. Efstu jarðlög voru sundurskorin af lögnum og köplum en undir þeim voru þrjú mannvistar stig, gróflega áætlað. Elstu minjarnar sem voru grafnar upp lágu undir syrpu af gjóskulögum frá 12. öld og sást þá ekki enn í óhreyfðan jarðveg. Varðveisla var með eindæmum góð í bæjarhólnum jafnt á lífrænum leifum og málmi. Einn merkasti gripurinn sem fannst við uppgröftinn var útskorinn kambur af norænni miðaldagerð en svipaðir kambar hafa fundist í 11.-13. aldar lögum í Noregi

Útskálakirkja (kirkja)
GarðurKirkjan er 50 m austan við timburhúsið á bæjarhólnum sem snýr ekki eins og hún. Kirkjan og kirkjugarðurinn standa mun neðar en hóllinn og er lítil upphækkun merkjanlega þar sem garðurinn er.
Árið 1919 var kirkjan heldur norðar en fyrir miðju garðsins en grafreiturinn var þá alls 60-65 m langur N-S og 45-50 m á breidd. Hann hefur síða verið færður út, um 15 m til austurs og um 50 m til suðurs. Steypt girðing er fyrir vesturhlið og stærstum hluta norðurhliðar en grjóthlaðinn garður (nýlegur) fyrir austurhlið. Engin tré eru í garðinum sem er að mestu sléttur.
Kirkjan er byggð 1861. Hún er 18×7 m, með forkirkju undir minna formi (6×3 m), á grjóthlöðnum grunni sem hefur verið múrhúðaður. Eldri kirkja var byggð 1799, öll úr timbri, 20 álna löng en 8 álna breið. Forveri hennar var með timburþaki en grjóthlöðnum hliðarveggjum. Margir gamlir legsteinar eru í kirkjugarðinum næst kirkjunni. 1879 minnist Sr. Sigurður Sivertsen þess að “kirkjugarðurinn á Útskálum hefur nú verið færður út í þriðja sinn og á tvo vegu hlaðinn upp af grjóti, en á einn veg, að vestan, hefur verið sett upp grindverk úr tré. Hann var færður út 1827, 1861 og loks nú 1879.” Undir Garðskagavita, 162.
C. 1840: “Þá dönsku dysjuðu Norðlingar fyrir norðan garð [á Hafurbjarnarstöðum]. Þetta var ár 1551, en það man ég, að bein úr dysjum þeirra voru blásin upp og færð heim hingað [til Útskála] í kirkjugarð hér um 1828. Þar fannst og silfurhringur með gömlu merki líkt eins og á mörgum steyptum beltispörum.” SSGK, 184-85.

Það var lífseig trú á Suðurnesjum að kumlin á Hafurbjarnarstöðum væru dysjar Kristjáns skrifara og danskra fylgisveina hans sem drepnir voru af norðlenskum vermönnum á Kirkjubóli 1551 en í ritgerð frá 1593 kemur fram að þeir voru dysjaðir fyrir norðan túngarð á Kirkjubóli en að seinna hafi þeir verið teknir upp og grafnir heima hjá hálfkirkjunni á Kirkjubóli (Bsk II, 256). Beinin sem flutt voru í Útskálakirkjugarð um 1828 hafa því væntanlega komið úr heiðnum gröfum. Sjá ennfremur KE í Árbók 1943-47, 119-20. Úr kirkjugarðinum á Útskálum koma tveir legsteinar með rúnaáletrunum, sem báðir eru á Þjóðminjasafni (Þjms. 10927, 10928). Þeir fundust báðir í stétt við kirkjudyrnar 1840 og voru sendir til Oldnordisk Museum í Kaupmannahöfn 1843 en aftur til Íslands 1930. Báðir eru tímasettir til 15. aldar. Árbók 2000-2001, 11-12.

Naust (býli)

Garður

 Jarðabók Árna og Páls er Naust talin sem níunda hjáleiga frá Útskálum. Um hana segir í örnefnalýsingu: «Naust, er nefnd 1703, þar var þá þríbýli. Það er þessi jörð, sem talin er að hafa verið á Naustarifi, eða réttara að Naustarif séu leifar strandarinnar…Naust hafa fyrr verið nefnd sem býli, en er nú horfið í sjó. Heitir þar nú Naustarif, þar sem bær þessi var, en nú brýtur á því sem þaragarði fyrir framan land og fer í kaf um öll flóð.» Í sýslu- og sóknarlýsingum frá 1839 segir ennfremur: «… Jörðin Naust, þríbýli, sem fyrir 80 árum var byggð. Braut sjórinn upp á, svo hún ár 1762 var óbyggileg álitin og 1782 eyðilögð með öllu. Þar, sem tún þessarar jarðar var fyrrum, heitir nú Naustarif; gengur sjór þar alltaf yfir, og er ei nema grjót og möl.» Þá segir í örnefnalýsingu Nýlendu: «Naustarifið liggur fyrir allmiklu af Útskálalandi og hér fyrir framan [þ.e. Nýlendu, Akurhús og Lónshús], fer í kaf um öll flóð. Á Naustarifi er sagt að hafi verið bær sá, er Naust hét. Var það þríbýlisjörð, er eyðilagðist að öllu leyti 1782.» Nákvæm staðsetning hjáleigunnar er ekki þekkt enda landið komið í sjó. Hnit var tekið af korti vestan við

Útskálar

Útskálar – loftmynd 1957.

Manntapaflúð (Mannskaðaflös) um 295 m norðaustan við bæ. Hnit var tekið á klöppum fram undan ströndinni en þær eru velgreinilegar á loftmynd og sjást eflaust á fjöru. Klappirnar voru ekki skoðaðar á vettvangi en augljóst þykir að allar minjar býlisins séu horfnar vegna rofs.
Í Jarðabók Árna og Páls segir í upptalningu á hjáleigum: «Hjáleigur tvær hafa áður verið heima við staðinn og eru nú báðar í eyði; var hvorugri nafn gefið nema eftir þeim sem i hvört sinn bjuggu þar, grasnyt fylgdi hvörri þeirra og var l álna landskuld af og i kúgildi með hvörri, þær hafa nú yfir xxx ár í eyði legið. Kunna og ómögulegt aftur að byggjast, nema með staðarins fordjörfun.» Staðsetning hjáleigunnar er ekki þekkt. Fimm rústahólar eru skráðir í túni Útskála, hugsanlega hefur hjáleigan staðið á einhverjum þeirra en ekki er hægt að fullyrða um það.

Útskálar

Útskálar – loftmynd 1954.

Í Jarðabók Árna og Páls segir í upptalningu á hjáleigum: «Hjáleigur tvær hafa áður verið heima við staðinn og eru nú báðar í eyði; var hvorugri nafn gefið nema eftir þeim sem i hvört sinn bjuggu þar, grasnyt fylgdi hvörri þeirra og var l álna landskuld af og i kúgildi með hvörri, þær hafa nú yfir xxx ár í eyði legið. Kunna og ómögulegt aftur að byggjast, nema með staðarins fordjörfun.» Staðsetning hjáleigunnar er ekki þekkt. Fimm rústahólar eru skráðir í túni Útskála, hugsanlega hefur hjáleigan staðið á einhverjum þeirra en ekki er hægt að fullyrða um það.

Blómsturvellir (býli)

Garður

Blómsturvellir – bæjarstæði.

Í Jarðabók Árna og Páls segir: «Blómsturveller, öðru nafni Snorrakot. Nú í auðn og það yfir xxx ár, var með l álna landskuld og i kúgildi. kann ei aftur að byggjast nema með staðarins skaða. Grasnautn, sem þar fylgdi með, meina menn sje nú lögð til hjáleigu þeirrar, er Vatnagarður heitir.»
Staðsetning hjáleigunnar er ekki þekkt og hennar er ekki getið í yngri heimildum. Fimm rústahólar eru skráðir í túni Útskála, hugsanlega hefur hjáleigan staðið á einhverjum þeirra en ekki er hægt að fullyrða um það. Blómsturvellir eru merktir á túnakort frá 1919. Það eru þó án vafa ekki þeir Blómsturvellir sem Jarðabókin getur um þar sem þeir eru of langt frá Vatnagarði til að vera lagðir undir þá jörð. Auk þess sagði Magnús Gíslason, heimildamaður, frá fjölskyldu sem flutti þangað (á Blómsturvelli) í byrjun 20. aldar og nefndi bæinn Blómsturvelli því þau höfðu svo gaman af blómum.

Króksós (lending)
GarðurÍ Jarðabók Árna og Páls segir: «Lendingar eru tvennar, önnur í betra lagi, en önnur hættari.» Í sýslu- og sóknalýsingum frá 1839 segir: «Tvær eru lendingar sem staðnum tilheyra, önnur í svonefndum Króksós, sem í máldögum heitir Útskálaós; er þar hættulegt og vandfarið sund, þegar brimsamt er, með því það er mjótt, og til annarar hliðar sker eða flúð, sem Manntapaflúð er kölluð; þar hefir skipum borizt á. Fyrir innan sundið liggur ósinn eða skipaleiðin, og er hverju skipi óhætt, þegar inn fyrir kemur.» Í örnefnaskrá segir ennfremur: «… Hér er svo hin lendingin í Útskálalandi landmegin við Naustarif og heitir Króksós.» Í örnefnaskrá Miðhúsa og Króks segir: «Naustarif er hér fyrir neðan, og lendingin er inn úr Króksós. Þar eru tvær varir, sem heita Miðhúsavör og Króksvör, sem er innst undan Útskálum. Króksós er mjór, en lónið sjálft er allbreitt og nær út að Naustarifi.» Í athugasemdum við örnefnaskrá Miðhúsa og Króks segir: «Útskálavör er niður undan skúrum nokkrum, aðeins innan við Útskála. Fara þurfti inn um Króksós til að komast inn í hana.» Útskálaós er um 310 m norðaustan við bæ, við uppsátur.
Þar sem lendingin var er skarð í klappirnar við ströndina. Það virðist vera náttúrúlegt að öllu leyti.
Manntapaflúð er vestan við skarðið.

Naustakot (býli)

Garður

“Neðan síkis á kampinum voru býli, nokkrar hjáleigur. Þar er hlið á garðinum, sem nefnt er Naustahlið. Við það er gamalt kot, nefnt Naustakot,” segir í örnefnalýsingu. Staðsetning Naustakots er ekki þekkt. Magnús Gíslason heimildamaður sagði að hlið hefði verið á vegi þar sem hann liggur að Vatnagarði. Vegurinn hefur eflaust eitt sinn einnig legið að Naustum þegar þau voru í byggð og má því leiða líkur að því að hliðið hafi verið nefnt Naustahlið. Engar tóftir eru á þessu svæði sem nú er vaxið sinu norðan við veg en slétt tún eru sunnan við hann. Hnit var tekið norðan við hliðið, þar er þúst 150 skammt sunnar. Nú er sinuvaxið svæði á milli sjóvarnargarðs og vegar. Engin ummerki kotsins sjást á svæðinu sem líklega hefur verið raskað við gerð sjóvarnargarðsins.

Móhús (býli)

Garður

Móhús.

Á túnakorti Garðsins 1919 er sýnd hjáleiga frá Útskálum, Móhús, syðst og vestast í túninu. Bæjarröðin hefur legið frá norðaustri til suðvesturs. Tvílyft steinhús með kjallara stendur þar sem Móhús voru. Fast vestan við húsið er malarplan og þá vegur að Akurhúsum, Akurhúsabraut. Í aðrar áttir er slétt grasflöt. Húsið stendur á litlum stalli. Hann er um 20×12 m stór og snýr austur-vestur. Stallurinn er um 0,3 m hár. Líklegt þykir að hann hafi myndast við byggingu hússins sem nú stendur á staðnum fremur en að hann geymi uppsafnaðar mannvistarleifar.

Hellukot (býli)

Garður

Hellukot – bæjarhóll.

Á túnakorti Garðsins 1919 er sýnd hjáleiga, Hellukot, fast austan við tún Garðhúsa og virðist byggð úr þeirra túnskika. Bærinn virðist hafa samanstaðið af tveimur húsum sambyggðum. Samkvæmt túnakortinu var tún Hellukots 0,26 ha og garðar 500 fermetrar. Þar sem Helllukot stóð er nú sinuvaxinn hóll. Skilti merkt “Hér stóð bærinn Hellur” hefur verið rekið ofan í hólinn. Hugsanlegt er að bærinn hafi verið þekktur undir því nafni áður en hann var kallaður Hellukot. Hvorki Hella né Hellukots er getið í Jarðabók Johnsens frá 1847 né í fasteignabók frá 1915 svo líklegt er að bærinn hafi ekki verið í byggð lengi. Fyrir austan bæinn sést sigin tóft og garðlag í túni, líklega tilheyrðu þær minjar þessum stað. Hóllinn er á sinuvöxnu svæði fast vestan við garðlag. Slétt tún taka við að austan, vestan, sunnan og norðan. Hóllinn er um 8×4 m stór og snýr norður-suður. Hann er um 1 m hár. Engar skýrar hleðsluleifar eru á hólnum. Það glittir í eitt umfar af grjóti neðst í honum til vesturs.

Garðskagi (akur)

Garðskagi

Garðskagi.

“Garðskagi er hið gamla nafn á nyrzta hluta skagans, reyndar alveg þvert yfir. Mun það vera leifar frá því að hér var afgirt land, akurreinar,” segir í örnefnalýsingu. Í grein Magnúsar Grímssonar, Fornminjar á Reykjanesskaga, frá um 1860 segir: “Skaga (eða Garðskaga) kalla menn odda þann enn þríhyrnda, er lengst gengur fram í sjó í Garðinum og snýr til útnorðurs. Hann er að mestu sléttur og grasi vaxinn. … Á Skaganum hafa í fyrndinni verið girðingar eigi alllitlar, og hafa þær skipt honum í marga ferhyrnda reiti, suma aflanga, suma jafna á alla vegu. Allir hafa þessir garðar verið hlaðnir upp úr hnaus eða sverði, en litlu eða engu grjóti.”
Sunnan við nýja vitann og byggðasafnið, vestan Hólavalla og norðan Skagabrautar er slétt tún. Þar má þó sjá móta fyrir lægðum þegar sól er lágt á lofti. Þær munu vera leifar þeirra akurreina sem hér voru og lýst er í heimildum.
Í sýslu- og sóknalýsingum frá 1839 segir um garðana: «Á skaganum voru fyrr meir kornakrar og sáðgerði fornmanna, og má enn sjá mót til girðinganna.» Í sóknalýsingu frá um 1840 segir: «Er þessi garður, kallaður Skagagarður og hefir líkast til í fyrndinni verið varnargarður fyrir skaganum á hverjum verið hafa yrktir sáðakrar, og má enn sjá merki garðlaga, sem hlaðin hafa verið kringum sáðreitina. En á þessum aðalvarnargarði áttu að hafa verið læst hlið.»

Garður

Garðskagi – túnakort 1919.

Í grein Magnúsar Grímssonar frá um 1860 segir ennfremur: «Er það auðsjáanlegt, að hér hafa verið tómir akrar, og er það mikið svæði, sem þeir hafa náð yfir, því sjórinn hefur án efa brotið töluvert af því. Ekki sjást nein merki um skurði eða þess háttar, og getur vel verið, að þeir séu nú fullir orðnir af sandi og gras gróið yfir, þó að þeir hafi verið þar áður. Ekki vita menn þessara akra eða akurlanda getið neins staðar nema í bréfi Jóns biskups í Skálholti, dat. 1340, er hann keypti einn fjórðung úr Útskálalandi til Skálholtsstaðar að Bjarna Guttormssyni – og «um fram öll þau akurlönd, sem Bjarni keypti til Útskála.» [Dipl. Isl. II, 733-34.]. Þó að þessi bending sé lítil, sýnir hún að Útskálar hafi átt akra, og þeir geta varla hafa veirð annars staðar en á Skaganum, því nokkuð af honum er enn í eign Útskála, og ganga merkin eftir einum garðlaginu, sem um Skagann liggur.»

Garðskagi

Garðskagi – loftmynd 1954.

Brynjúlfur Jónsson rannsakaði garðana árið1902. Í grein hans í Árbók hins íslenska fornleifafélags árið 1903 segir: “Akurlönd hafa verið á Skaganum fyrir norðan Útskála. Sér þar enn votta fyrir að minnsta kosti 18 akurreinum, 4-8 fðm. breiðum, sem eru aðgreindar með þráðbeinum, jafnhliða görðum, er norðast liggja yfir um þveran þveran skagann, en þegar sunnar dregur, takmarkast þeir að vestanverðu af garði, sem þar liggur frá sjónum langsetis í suðaustur að lítill hæð eða tóftabungu, sem er skammt frá norðvesturhorni hinna norðustu túngarða í Útskálahverfinu, sem nú eru. Suður- og austur frá langsetis-garðinum og rústinni eru margar stærri girðingar, flestar hér um bil ferhyrndar, og ná þær allt suður að landamerkjum Útskála og Kirkjubóls. Hafa það að líkindum verið töðuvellir. Þar er nær sjó dregur, eru girðingar þessar óglöggar af sandburði.” Eftir rannsókn Brynjúlfs voru akurreinarnar friðaðar. Kristján Eldjárn ritar í Árbók Ferðafélagsins árið 1977: “Akurreinar Brynjúlfs voru friðlýstar árið 1930 eftir lýsingu hans, en ekki entist sú friðlýsing þeim til verndar, þótt ekki séu þær með öllu horfnar.” Í Friðlýsingaskrá segir: “Útskálar. Akurlönd forn, á Garðskaga.10 Sbr. Árb. 1903: 35-36. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 15.11.1938.” Árið 1999 var gerð rannsókn á þessum reinum og uppgröftur gerður í landi Hólavalla. Um örlög reinanna segir í rannsóknarskýrslunni sem birt var í Árbók hins íslenska fornleifafélags árið 2002-2004: “Nú, hundrað árum eftir för Brynjólfs, eru akurreinarnar afar ógreinilegar og víða horfnar með öllu. Ætla má að sjávarrof, bæði á vestur- og norðurströnd skagans, hafi valdið nokkurri eyðileggingu, en mest spjöll hafa orðið af manna völdum.

Garður

Fjórar hjáleigur og nýr viti eru nú á því svæði sem Brynjúlfur Jónsson lýsir akurreinunum … Þessari búsetu hafa fylgt húsbyggingar, vegagerð, túnasléttun og annað jarðrask … Niðurstöður úr Garðinum eru fremur lítil afgerandi. Sandfylltar dældir í sniðum eru til marks um að jarðvegur hafi verið hreyfður, en ekki eru tök á að tímasetja þann atburð sem stendur. Ekki verður heldur fullyrt með vissu að raskið stafi af jarðrækt, þó að aðrar vísbendingar um kornrækt á staðnum geri þá túlkun sennilega.” Túnið sunnan byggðasafnsins þar sem sér fyrir akurreinunum á stöku stað er um 145×125 m stórt og snýr austurvestur. Hver akurrein er 3,5- 4 m á breidd, 0,1-0,2 m á hæð og eru milli 40-150 m að lengd. Ummerki um akurlöndin sjást vel á stafrænu yfirborðslíkani með 50% hæðaskyggingu (hillshade). Það má greina fleiri akurreinar á myndinni, m.a. fyrir sunnan Byggðasafnið og í túni Hofs.

Skagagarður (vörslugarður)

Garður

Skagagarður fyrir miðri mynd.

“Lokaðist það [akurland] af svonefndum Skagagarði, sem hlaðinn var frá túngarði Útskála og þvert fyrir tána yfir í túngarðinn á Kirkjubóli. Sér leifar hans hér og hvar enn,” segir í örnefnalýsingu. Í sýsluog sóknalýsingu frá um 1860 segir ennfremur: “Fyrir ofan Skagann hefur legið garður einn mikill, sem enn er kallaður Skagagarður, frá túngarðinum á Útskálum beint yfir í Túngarðinn á Kirkjubóli.”

Skagagarður

Skagagarðurinn.

Enn sér fyrir Skagagarði sunnan Skagabrautar en norðan hennar (innan deiliskipulagsreitsins sem lá til grundvallar fornleifaskráningu árið 2007) er hann farinn í tún og þar sjást engin ummerki hans. Samkvæmt stefnu garðsins sunnan vegar hefur hann legið um 25-30 m austan við landamerkjagarð. Þá má einnig vera að Skagagarðurinn hafi legið frá syðsta hluta túngarðsins á Útskálum að Krikjubóli og að hann hafi því aldrei legið norðan núverandi vegar.
Þar sem Skagagarður lá norðan Skagabrautar eru nú slétt tún. Sunnan vegar liggur hann að mestu í sinuvöxnum móa.

Skálareykir

Skálareykir – uppdráttur.

Í Chorogarphicu Árna Magnússonar frá 1720 segir: «Garður (sú sveit) hefur nafn af girðingum. Menn meina landið hafi afgirt verið frá Hrafnkelsstöðum og so continue að Þórustöðum.» Í sýslu- og sóknalýsingu frá 1839: «… Ein hefir höfuðgirðing verið yfir þveran Skagann, sem Skagagarður kallast; á honum voru að sögn læst hlið.» Í annarri lýsingu frá um 1840 segir ennfremur: «Mikill garður hefir í fyrndinni þaðan [frá Flangastöðum] legið, sem enn sést merki til, og hefir náð allt inn að Útskálum. Er það sögn manna, að með þeim garði hefðu allir átt að fara, sem innan að sóttu jólagleði þessa [á Flangastöðum], svo ekki villtust menn, þó niða myrkur væri. Þessi fornaldargarður liggur sunnanvert fyrir Skaganum eða heiðar megin, en Skaginn er sléttlendur og hagbeitarpláss frá Útskálum. Er þessi garður, sem heita má gersamlega niður fallinn, kallaður Skagagarður og hefir líkast til í fyrndinni verið varnargarður fyrir skaganum á hverjum verið hafa yrktir sáðakrar, og má enn sjá merki garðlaga, sem hlaðin hafa verið kringum sáðreitina. En á þessum aðalvarnargarði áttu að hafa verið læst hlið.»

Garðsskagi

Skagagarðurinn – loftmynd 1954.

Í grein Magnúsar Grímssonar, Fornminjar um Reykjanesskaga frá 1860 segir um Skagagarð:»Rústirnar af garði þessum, sem nú eru að mestu grasi grónar og líta út eins og ávalur hryggur, eru glöggar nema á stöku stöðum, þar sem mælt er, að hlið hafi verið á honum. Garðurinn hefur að mestu verið hlaðinn úr stórgrýti og að líkindum afar hár og þykkur, eftir sem út lítur 3-4 álna á þykkt. Nú geta 2 menn riðið samsíða ofan á rúst hans víðast hvar. Með þessum garði hefur Skaginn með öllum ökrum og hofinu (?) verið alveg afgirtur.» Kristján Eldjárn skrifar í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1977: «En Skagagarðurinn mikil, sem byggðin hefur nafn af og prestarnir lýsa svo fagurlega, hann er enn til, friðlýstur og heill, að öðru leyti en því að á einum stað var rofið skarð í hann 1964 til að komast þar í gegn með veg sem liggur frá Sandgerðu til Út-Garðs. …

Skagagarður

Skagagarðurinn.

Á milli Út-Garðs (Útskálahverfis) og Kirkjubólshverfis er víðáttumikið land, sem ætíð hefur verið lítt eða ekki byggt fyrr á tíð og raunar enn á vorum dögum. Þetta er sendið land og grýtt og virðist ekki kostamikið. Upp undir heiðinni og þá ofarlega eða efst á Skaganum liggur Skagagarðurinn þvert yfir hann í nokkurn veginn beinni línu frá Útskálum, þ.e. Túngarðinum á Útskálum, þótt sú samkoma sjáist ekki nú, og þar til hann hverfur fyrir ofan bæina Kolbeinsstaði og Hafurbjarnarstaði í Kirkjubólshverfi, þar sem hann hefur á sama hátt náð sambandi við túngarð. Þessi beini garður, hinn raunverulegi Skagagarður, hefur verið röskir 1500 m að lengd. Hann er sannarlega þess virði að skoða hann. Hugsum okkur að við komum eftir þjóðveginum frá Sandgerði og stefnum til garðs. Fyrir ofan Kolbeinsstaði klofnar vegurinn í tvennt. Til hægri liggur vegur til Inn-Garðs og síðan áfram til Kaflavíkur.

Skálareykir

Skálareykir – tóftir.

Til vinstri liggur áðurnefndur vegur til Út-Garðs og hann förum við. Þá sjáum við fljótlega Skagagarðinn nærri vegi til vinstri handar og ekki líður á löngu þar til við komum þar sem vegurinn sker garðinn. Þar er ráð að staldra við, ef maður hefur hug á að átta sig á Skagagarðinum. Við lítum um öxl og sjáum hvernig hann nær sambandi við túnin í Kirkjubólshverfi, og til hinnar handarinnar sjáum við glöggt hvernig garðurinn stefnir til norðausturs rétt utan við Útskálakirkju. Hér er auðvelt að sjá hvernig garðurinn tengir saman Útskálahverfi og Kirkjubólshverfi og hvernig hann girðir af Skagann, nokkurn veginn á mörkum hans og heiðarinnar. Hér er mjög auðskilið að þetta er aðalvarnargarður Skagans og einnig hvernig hann hefur getað tengst túngörðum til beggja hliða, sem vel hugsanlega hafa náð alla leið til Rafnkelsstaða að austan og Þórustaða að vestan eins og Árni Magnússon segir, eða jafnvel alla leið til Flankastaða eins og prestarnir segja. Í Kirkjubólshverfinu má enn rekja þessa garða að mestu leyti og á loftmynd sjást þeir greinilega og hvernig þeir enda við sjó rétt fyrir sunnan Þórustaði. Í Garðinum sést þetta miður sökum þess hve mjög hefur byggst þar en þó hygg ég að einnig þar mætti sjá búta af túngörðum ofan gömlu túnanna. Ekki fer hjá því að Skagagarðurinn veki undrun fyrir mikilleika sakir. Sú spurning hvarflar jafnvel í hug manns sem snöggvast að hann sé alls ekki mannaverk, heldur náttúrulegur ávalur ás. Slíkt væri dálaglegt. Til þess að vera ekki einn um ábyrgðina fékk ég þrjá glögga menn til að gera með mér áreið á garðinn haustið 1976.

Garður

Garður – Hof.

Einn þeirra var dr. Sigurður Þórarinsson. Hann sagði orðrétt þegar hann sá garðinn: “Það er ekkert í náttúrunnar ríki sem getur búið þetta til.” Reyndar urðum við allir vel sammála um að vissulega væri Skagagarðurinn mannaverk. Hann má heita þráðbeinn, og þegar vel er að gáð er fleira sem sýnir að hann er af mannahöndum gerður. Hann hefur verið borið saman úr grjóti og jarðvegshnausum og áreiðanlega verið bæði hár og þykkur en með tímanum flast út og að nokkru sandorpist. Við þetta hefur hann smátt og smátt fengið þennan ávala svip og að lokum orðið firnabreiður í grunninn, víða líklega um 15 m. Skýrar hleðslur sjást varla í honum nú, þótt steinar standi upp úr víða, og þegar skarðið var rofið í hann vegna vegarins 1964 tók verkstjóri (Björn Jóhannesson) ekki eftir greinilegri hleðslu svo hann muni. Reyndar er túngarðurinn á Hofi í Garði fróðlegur til samanburðar við Skagagarð. Hann er með ólíkindum mikill og ávalur nokkuð á svipaðan hátt, en til muna minna útflattur. Og beint upp frá gerðum, við hornið á íþróttavellinum sem nú er, má sjá vænan bút af mjög fornlegu garðlagi sem að öllu leyti minnir á Skagagarðinn sjálfan. Að sögn prestanna góðu áttu nokkur hlið að hafa verið á Skagagarðinum. Ekki er það nema eðlilegt, en í raun réttri er þetta hermt í sögur til þess að skýra nokkur skörð sem nú eru í garðinn. En sum þeirra eru langtum of víð til að teljast hlið, og kem ég nú ekki auga á nærtæka skýringu á skörðum þessum.

Garður

Garðurinn kann að hafa verið rofinn af einhverjum ástæðum, en þó mætti fremur virðast við athugun sem skörðin hafi verið frá upphafi og þá ef til vill fyllt upp í þau með einfaldri grjótgirðingu, sem síðan hefur hrunið eða verið fjarlægð. Hefur garðurinn kannski aldrei verið fullgerður í sinni stóru mynd?” Í bók Jóns Böðvarssonar, Suður með sjó frá 1988 segir: “Nýjar rannsóknir jarðfræðinganna Guðrúnar Larsen og Hauks Jóhannessonar hafa leitt í ljós að Skagagarðurinn á Suðurnesjum er miklu eldri en áður var haldið. Niðurstöðu þessa fengu þau eftir að hafa grafið gegnum garðinn á þremur stöðum sem merktir eru inn á kortið [sýnt á bls. 92]. Að sögn Hauks mælist garðurinn nú 1500 metra langur, og hefur náð meðalmanni í öxl fyrr á öldum. … Garðurinn er stöllóttur að innanverðu en sléttur að utan, þannig að unnt hefur verið að reka fé út yfir hann án þess það kæmist inn aftur og hefir það líklega komið sér vel vegna akurreina innan garðsins. Ofan á Skagagarði er grjóthleðsla sem telin er jafngömul torfgarðinum. Haukur segir að aldur garðsins megi greina all nákvæmlega út frá öskulögum sem sjást þegar grafið er í gegnum hann. Ljóst er að hann hafi verið reistur skömmu eftir að öskulag, kennt við landnám, féll í upphafi tíundu aldar. Svokallað miðaldalag er myndaðist við gos í sjó út af Reykjanesi árið 1226 lagðist ofan á garðinn, sem þá var að miklu leyti kominn í kaf vegna foks.”

Skagagarður

Skagagarðurinn v.m.

Í skýrslu Garðars Guðmundssonar og fleiri í Árbók hins íslenska fornleifafélags frá 2002-2003 segir: “Hrun úr garðinum er undir miðaldalaginu frá 1226 og landnámslagið er í torfi garðsins. Magnús Á. Sigurgeirsson telur garðinn hlaðinn á 10.-11. öld.” Viðbót 2017: Garðurinn var rakinn frá Skálareykum norður að Skagabraut v/ deiliskipulagsgerðar. Hann er ekki mjög áberandi en sést þó alla leiðina sem lágur hryggur, 5-8 m breiður og mest 0,3-0,4 m hár, algróinn. Hann fjarar heldur út eftir því sem nær dregur Skagabraut. Rúmum 100 m sunnan Skagabrautar er líkt og rask hafi orðið á garðinum á rúmlega 10 m löngum kafla sem sést helst á því að þar er garðurinn mjög ógreinilegur og gróður með öðru móti en í móanum umhverfis. Þar sem raskinu sleppir liggur greinilegur hryggur líkt og í framhaldi af garðinum en heldur meira í austur en fyrr, í stefnu skammt vestan við Skagabraut 23. Þessi hryggur tilheyrir líklega ekki garðinum heldur virðist hann liggja fast vestan við hrygginn þótt hann sé orðinn mjög óljós á þessu bili. Garðinn má rekja þokkalega á loftmynd í stefnu á heimreiðina að Skagabraut 36. Leiða má að því líkum að heimreiðin sé ofan á garðlaginu forna, sem haldi svo áfram til norðurs skammt vestan við bæjarhól á Útskálum og allt niður að sjó. Áður hafði í skráningu verið vikið að því að líklega væri garðurinn horfinn norðan Skagabrautar en á loftmyndum virðist votta fyrir honum í túninu tæpa 100 m NNV af íbúðarhúsinu á Útskálum.

Sæból (býli)

Garður

Sæból.

Á túnakorti er bærinn Sæból sýndur sem timburhús með bíslagi að norðanverðu, brunnur er við vesturhlið þess og kálgarðar eru austan við. Þessi bær er 20 m sunnan við Fögruvelli. Samkvæmt túnakortinu frá 1919 var Sæból um 40 m vestan við Sjávargötu. Húsið er enn uppistandandi.

Sjávargata (býli)

Garður

Sjávargata.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 var bærinn í Sjávargötu tveir litlir kofar samtengdir. Nú stendur hús á einni hæð með risi í Sjávargötu, um 50 m ASA við Blómsturvelli. Húsið er ekki með kjallara. Húsið stendur á sléttri flöt. Engin ummerki eldri húsa eru greinanleg á þessum stað.

Fögruvellir (býli)

Garður

Fögruvellir.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 var bærinn á Fögruvöllum torfbær, 4 hús í röð með stafna í norður en auk þess þrír samtengdir kofar þar austan við og lá garður frá þeim til norðausturs yfir í kálgarð við suðurhlið Hofstúns. Á túnakortinu eru Fögruvellir merktir um 60 m norðvestan við Sjávargötu og um 100 m austan við Blómsturvelli. Magnús Gíslason heimildamaður sagði frá því að Fögruvellir hefðu verið fluttir til Reykjavíkur og hlýtur því timburhús að hafa staðið á bæjarstæðinu eftir að torfbærinn féll. Steyptur húsgrunnur er fast VNV við unga kálgarða 108 og 32 m vestan við Steinshús. Grunnurinn telst líklega ekki til fornleifa en er tekin með á skrá til að ná utan um þær búsetuminjar sem eru á svæðinu fyrir vinnu við verndarsvæði í byggð. Ekki er sýnt hús á þessum stað á korti frá 1954 og ekki er vitað hvenær húsið sem þarna stóð var byggt eða hvenær það var rifið. Þar er nú óræktað tún. Gróið flatlendi á lóð húss sem ber nafnið Grund og er byggt á bæjarstæði Blómsturvalla.
Grunnurinn er steyptur en nánast alveg yfirgróinn. Hann er um 9,3×8,7 m að stærð og snýr NNA-SSV. Á túnakorti frá 1919 eru Blómsturvellir sýndir sem þrír kofar, þar af tveir samtengdir, með stafna í norður, um 180 m suðvestan við Neðra-Hof. Nú stendur steinsteypt, járnklætt hús á einni hæð, nefnt Blómsturvellir, um 140 m suðvestan við Neðra-Hof. Húsið er ekki með kjallara. Leiða má líkur að því að Blómsturvellir hafi verið færðir til vesturs nær Sjávargötu á 20. öld og að eldra bæjarstæði þeirra sé í túninu vestan við íbúðarhúsið Grund (byggt um 1933) og sunnan við túngarð. Grund er byggt á þessu bæjarstæði Blómsturvalla.
Húsið stendur á sléttri flöt. Vestan við það er malarplan en í aðrar áttir er óræktað tún.
Húsið Grund er að öllum líkindum byggt í miðjan bæjarhólinn. Það mótar fyrir suðausturhorni hans í sléttu túni. Þar sést um 0,3 m há og aflíðandi brekka sem fjarar út þegar kemur að húsunum.

Garðskagaviti (samgöngubót)
Garður“Það var minnisverður atburður, þegar fyrsta leiðarmerkið var sett á Garðskaga. Það var árið 1847, að hlaðin var varða … Varðan var hlaðin úr grjóti og upp úr henni stóð járnstöng. … Gert er ráð fyrir , að varðan með grjótstöpli, sem undir hana verið hlaðinn, verði 15 álna há … Það var svo ekki fyrr en 1884, að ljósker var sett á vörðuna á Garðskaga og jafnframt byggt þar dálítið hús úr timbri … Árið 1897 var svo byggður ljósviti á Garðskagatá. … Það var ferstrend bygging úr steinsteypu, 12,5 metrar á hæð og 3,25 metrar á hverja hlið. Áfast við hann var varðhús … Umhverfis vitann var pallur, hlaðinn úr höggnu grjóti, um 3 m á hæð. Í vitann voru sett mjög vönduð ljósatæki frá París … Nýr viti var svo byggður árið 1944 … En gamli vitinn hefur fengið nýju hlutverki að gegna. Þar er nú verið að koma upp fuglarannsóknarstöð,” segir í Undir Garðskagavita. “Gamli vitinn er fremst á tánni. Hann var reistur 1897. Þá var gras fyrir framan hann og náði dálítið fram á rifið, en nú er þetta alveg gróðurlaust,” segir í örnefnalýsingu. Vitinn er merktur á túnakort frá 1919. Gamli vitinn stendur enn. Hann er um 200 m norðvestan við nýja vitann frá 1944.

Garðskagaviti

Garðaskagaviti.

Vitinn stendur á hlöðnum stöpli, umluknum sjó. Steinsteypt gagnstétt liggur að honum úr suðaustri.
Í Undir Garðskagavita segir ennfremur: «Ein höfuðástæða þess, að nýr viti var reistur á Garðskagatá árið 1944, var sú að sjór hafði gengið mikið inn á landið frá því að gamli vitinn var byggður. Fyrir kom það, að ekki var hættulaust að annast vörzlu hans … samkvæmt frásögn elztu manna, að landbrotið sé um 100 metra frá þeim stað, sem gamla Skagavarðan stóð, og eflaust hefur verið nokkuð land fyrir utan hana. Þegar grafa tók undan gamla vitanum, svo að hann virtist í hættu, var farið að steypa öldubrjóta og varnarveggi í kringum hann, fyrst árið 1924 og margsinnis síðan.» Engin ummkerki eldri mannvirkja en vitans frá 1897 sjást nú á Garðskagatá enda hefur sjórinn eflaust fyrir löngu étið leifar vörðunnar og timburhússins sem þar stóðu áður en vitinn var byggður. Varðan hefur samkvæmt bókinni „Undir Garðskagavita“ staðið um 100 m norðvestan við vitann.

Garðskagi (býli)

Garður

Garðskagi – túnakort 1919.

Samkvæmt túnakorti Garðskagavita frá 1919 stóð bærinn, vestast í túni, um 240 m suðaustan við vita 060. Þar eru sýndir tveir klasar af byggingum með kálgarði á milli. Gamli bærinn á Garðskaga stóð fast austan við vitavarðarhúsið sem byggt var um 1940, um 40 m sunnan við vitann sem byggður var 1944. Þró var fast sunnan við bæinn. Þar er lítil hólbunga í sléttu túninu. Hólbungan og leifar kálgarðsins sunnan við hana eru á svæði sem er alls um 40×40 m stórt. Sjálf er bungan um 40×10 m stór og snýr austur-vestur. Hún er um 0,5 m há, séð frá suðri en fellur inn í landið til norðurs. Vegurinn að byggðasafninu liggur yfir norðvesturhorn hennar. Ekkert greinilegt tófta- eða byggingarlag er á hólbungunni enda hefur svæðið augljóslega verið sléttað í seinni tíð.

Hólavellir (býli)

Garður

Hólavellir.

“Milli Hofslands og Garðskaga var þurrabúðin Hólavellir, en hún tilheyrði Útskálum. Enn býr fólk á Hólavöllum, en eins og stendur er þar enginn búskapur,” segir í örnefnalýsingu. Hólavalla er getið á túnakorti frá 1919 en hús og garðar eru ekki sýnd. Samkvæmt túnakortinu var þar ekkert tún en um 820 fermetra kálgarður fylgdi býlinu. Hann er ekki merktur á kortið. Nú stendur hús með kjallara og risi á bæjarstæði Hólavalla. Það er um 195 m suðaustan við bæjarhólinn á Garðskagavita og um 140 m SSA við Helgarétt.
Húsið stendur á sléttri grasivaxinni flöt. Enginn hóll er greinilegur á bæjarstæðinu.

Steinshús (býli)

Garður

Steinshús.

Guðni Ingimundarson, heimildamaður, sagði frá leifum húsgrunns þar sem íbúðarhúsið Steinshús stóð lengi. Grunnurinn er um 40 m norðan við Sjávargötu. Við húsgrunninn er útskorið skilti sem stendur á Sæból, en þetta hús gekk einnig undir því nafni. Grunnurinn er á sléttri grasflöt. Steinsteyptur grunnur gægist upp úr grassverðinum á þessum stað. Hann er L-laga, um 7×6 m stór og snýr austur-vestur. Byggingaár hússins er ekki þekkt en Guðni Ingimundarson, heimildamaður sem er fæddur 1923 mundi eftir húsinu frá uppvaxtarárum sínum. Hér leynast ugglaust mannvistarleifar undir sverði en húsið er byggt eftir að túnakortið er gert 1919. Grunnurinn er steyptur og það mótar fyrir ytri og innri brún hans. Sé tekið mið af lagi grunnsins var þetta timburbygging, hús með áföstum skúr. Grunnurinn er 0,2 m á hæð og 7,3×6,6 m að stærð. Á túnakortinu er þetta svæði sýnt sem kálgarðar frá Sæbóli.

Lónshús (býli)

Garður

Lónshús.

1703 og 1847, hjáleiga frá Útskálum.
1703: “Fóðrast kann i kýr naumlega …. Fjörugrasa og sölva og þángtekja til eldiviðar hafa báðir þessir menn nægilegt.” JÁM III, 80.
1919: tún 2 teigar, kálgarðar 1030 fm.
Í Jarðabók Árna og Páls segir 1703 segir: «Lonshus, fyrsta hjáleiga…Fóðrast kann i kýr naumlega….» Þá var tvíbýlt á bænum. Í athugasemdum á túnakorti frá 1919 segir: «Þar er gróið yfir nokkuð af rústum Lónshúsabæjar, sem var fluttur á túnið fyrir rúmum 30 árum (að sögn). Var þó lengi áður varinn bærinn með sjógarði. Nú mun sjógarðsmyndin nærri miðju bæjastæðinu gamla, og ofan á því – Grefur undan.»
Gamla bæjarstæðið er merkt, á túnakort frá 1919, um 50 m VNV við nýrra bæjarstæðið. Þar sem bærinn stóð er nú malarplan við fiskvinnsluhús (byggt 1973).
Engin ummerki eldri bæjarhólsins sjást nú. Vilhelm Guðmundsson heimildmaður sagði frá því að grafið hafi verið frystihúsinu árið 1973. Hann minntist þess ekki að neinar minjar hafi komið í ljós við það verk. Hugsanlega hefur sjórinn þá þegar verið búinn að éta burt mannvistarlögin.
Yngra bæjarstæði Lónshúsa, frá um 1890, er merkt um 50 m ASA við á túnakort frá 1919. Þar eru merkt fjögur sambyggð hús, eitt um 20 m vestar og tvö sambyggð um 20 m norðar. Þar sem bærinn stóð stendur nú steinsteypt hús, gamla íbúðarhúsið í Lónshúsum. Húsið stendur fast sunnan við sjóvarnargarðinn. Það er ekki með kjallara. Sunnan við húsið er steynsteypt plan og þá slétt tún. Húsið stendur á hól sem er um 30×26 m stór og snýr austur-vestur. Austan og norðan við það, í austur og norðurmörkum hólsins er garðlag og í norðvesturhorni hans er gróðurhrúgald með miklu grjóti í. Hóllinn og garðlagið eru saman um 1,5 m á hæð.

Akurhús (býli)

Akurhús

Akurhús – túnakort 1919.

1703 og 1847, hjáleiga frá Útskálum.
1703: “Fóðrast kann i kýr viðsæmilega. … Fjörugrasa, sölva og eldiviðartekja af fjöruþángi nægileg.” JÁM III, 80.
1919: Tún (a) 96 ha, garðar 770 m2. Tún (b) 1 ha, garðar 880 m2.
Akurhús voru samkvæmt túnakorti frá 1919 rúma 200 m norðvestur af Útskálabænum. Á kortinu sést að bæjarröðin samanstendur af mörgum húsum sem hefur legið hér um bil frá austri til vesturs. Núverandi íbúðarhús í Akurhúsum II (byggt 1932) er í norðausturhorni bæjarhólsins.
Hann er um 240 m norðvestur af bæjarhól Útskála.“ Skráningin frá 2007 var endurskoðuð þegar deiliskráning var unnin á svæðinu árið 2019.
Heimreið að Akurhúsum liggur yfir bæjarhólinn. Umhverfis hann er slétt tún en þó er lág hólmyndun fast SSV við hann þar sem jarðvegi og byggingarefni hefur verið ýtt út. Líklega eru það leifar af byggingum á bæjarhólnum.

Garður

Akurhús.

Bæjarhóllinn er um 70×35 m stór og snýr VNVASA. Hann er um 0,5 m hár og er vel gróinn. Núverandi íbúðarhús stendur í norðausturhluta hans. Það var byggt 1932 en byggt hefur verið við það síðan. Húsið er tvílyft með kjallara. Bæjarhólnum hefur augljóslega verið raskað við byggingu hússins og þegar eldri byggingarleifum var ýtt fram af hólnum til suðurs. Aftan við íbúðarhúsið er grunn lægð ofan í bæjarhólinn þar sem ótilgreind bygging hefur staðið. Lægðin er 2,5×2 m að innanmáli og snýr eins og bæjarhóll. Hún er 0,2 m djúp.

Akurhúsabrunnur (vatnsból)

Garður

Akurhúsabrunnur.

Í þúst sem er í túni Akurhúsa um 70 m ASA við bæ er steypt mannvirki, að öllum líkindum brunnur. Óvíst er hversu gamall brunnurinn er en ekki er vitað um annan brunn fyrir Akurhús. Brunnurinn er í sléttu, fllatlendu túni sem enn er slegið. Þústin í túninu er 3,5×2,5 m að utanmáli og snýr nálega austur-vestur. Hún er 0,3 m á hæð. Í þústinni er yfirgróin steypt plata og á henni miðri er ferkantað op ofan í holrými sem er á að giska 0,2-0,3 m djúpt. Opið er í suðurjaðri þústarinnar. Ekki sést vel ofan í meintan brunn og virðist hann nánast fullur af jarðvegi. Ekki er því hægt að lýsa honum nánar.

Nýibær (býli)

Garður

Nýibær – túnakort 1919.

1703 og 1847, hjáleiga frá Útskálum.
1703: “Fóðrast kann i kýr og i úngneyti ríflega. … Fjörugrasa, sölva og eldiviðartekju af þángi nægilegt.” JÁM III, 6.
1919: Tún 1,18 ha, garðar 760 m2.
“Nijebær, þriðja hjáleiga. … Við til húsabótar segist ábúandinn í xx ár ekki þegið hafa, en þá uppbygt hjáleiguna að nýju af viðum, sem staðarhaldarinn Sr. Þorleifur Cláusson hafi sjer þá fengið,” segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703. Samkvæmt túnakorti frá 1919 var Nýibær rúma 100 m suður af Akurhúsum. Bæjarhóll Nýjabæjar er um 7 m sunnan við íbúðarhús Nýjabæjar sem byggt var árið 1911. Hann er um 120 m sunnan við Akurhús. Bærinn var skráður árið 2007 en skráningin var uppfærð og aukin þegar unnin var deiliskráning á svæðinu 2019. Norðan, austan og vestan við hólinn er slétt tún en sunnan við hann er órækt innan kálgarðs.
Framan (norðvestan) við íbúðarhúsið er allstórt malbikað plan. Stór sólpallur var byggður suðvestan við íbúðarhúsið fyrir um 5 árum síðan (í kringum 2014) og hefur sú framkvæmd raskað bæjarhólnum talsvert að norðaustanverðu.
Þegar bæjarhóllinn var skráður 2007 var hann mældur um 30×35 m stór, litlu lengri austur-vestur en norður-suður, og 2 m á hæð. Hóllinn hefur verið sléttaður að nokkru leyti. Raskið í norðaustanverðum hólnum vegna framkvæmda við sólpall virðist talsvert og svo virðist sem að efni sem fjarlægt var úr honum hafi verið ýtt til suðausturs. Nú (2019) er bæjarhóllinn svipaður að stærð og hann var áður en er aflagaður frá því sem var í fyrri skráningu. Í norðvesturhorni hólsins er steyptur grunnur um 6,5×6,5 m stór. Fast suðvestan við hann er hlaðinn grunnur sem er 5,5×3,5 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Ofan við hann til suðausturs er svo þriðji grunnurinn sem er 3,5×4 m að stærð og snýr þvert á hinn. Að sögn Ingibjargar Önnu Gísladóttur, heimildamanni, var steypt fjós og hlaða á þessum stað. Fleiri hús voru þarna í röð sem náði lengra til norðausturs. Man Ingibjörg eftir smiðju og trésmíðaverkstæði sem þarna voru. Garðlög, leifar kálgarðs 002 liggja frá suðvestur og suðausturjaðri hólsins.

Móakot (býli)

Garður

Garður – túnakort 1919.

1703 og 1847, hjáleiga frá Útskálum.
1703: “Fóðrast kann i kýr laklega. … Fjörugrasa, sölva og eldiviðartak af fjöruþángi nægilegt.” JÁM III, 81.
1919: Tún 0,7 ha, garðar 450 m2.
Samkvæmt túnakorti Garðsins frá 1919 var Móakot um 160 m SSV af Útskálum. Á túnakortið eru merkt fimm sambyggð hús og snýr röðin nær norður-suður. Bæjarhóll Móakots er um 20 m norðvestan við núverandi íbúðarhús Í Móakoti. Hann er fast norðvestan við bílskúr sem grafinn er inn í hólinn að suðaustan. Bæjahóllinn var fyrst skráður 2007. Þegar varið var aftur á vettvang vegna deiliskráningar á svæðinu var eldri skráning uppfærð og breytt lítillega. Sunnan við hólinn er malarborið plan en í aðrar áttir er slétt tún. Hóllinn er um 30×15 m stór og snýr norðvestursuðaustur. Hann er um 1,5 m hár. Meðfram suðurvesturbrún hans er grjóthleðsla norðvestan við bílskúrinn. Hún er 11,5 m á lengd og 1 m á hæð. Í henni sjást mest 4 umför en inn á milli má sjá vikurstein sem gefur til kynna ungan aldur hleðslunnar. Önnur sambærileg hleðsla er í bæjarhólnum sem liggur til norðausturs frá norðurhorni bílskúrsins. Hún er um 4 m á lengd og innan við 1 m á breidd. Hleðslan er hæst næst bílskúrnum en lækkar til norðausturs. Í henni sjást 3-4 umför. Að lokum er grjóthlaðinn, lágur og unglegur veggur meðfram norðausturhlið bílskúrsins. Hann er 1,5 m á breidd, 0,5 m á hæð og í honum sjást 3-4 umför hleðslu. Í kverkinni sem myndast á milli síðasttöldu hleðslnanna er flati og þar má ætla að hús hafi staðið sem hefur verið rifið fyrir nokkru.

Móakotsbrunnur (vatnsból)
Brunnur er merktur á túnakort frá 1919, um 5 m austan við Útskálaveg og um 30 m austan við bæ. Hann er um 20 m vestan við bæ, staðsetningin er röng á túnakorti, hann er um 20 m of sunnarlega.
Brunnurinn er í sléttu túni. Enn er brunnur á þessum stað um 5 m vestan við veg. Brunnurinn er steinsteyptur með járnhlera yfir. Hann hefur líklega verið endurbættur í seinni tíð.

Garðhús (býli)

Garður

Garðshús – túnakort 1919.

1703 og 1847, hjáleiga Útskála.
1703: “Fóðrast kann i kýr að tveim þriðjúngum. … Fjörugrasa og sölvatekju og eldiviðartak af fjöruþángi nægilegt.” JÁM III, 82.
1919: Tún 1,1 ha, garðar 1000 m2.
Samkvæmt túnakorti Útskála og hjáleigna frá 1919 voru Garðhús um 100 m austan við Presthús.
Gamli bærinn í Garðhúsum var um 30 m vestan við skemmu við austurenda garðlags og um 50 m norðan við núrverandi íbúðarhús í Garðhúsum.
Vilhelm Guðmundsson, heimildamaður, bjó í bænum á uppvaxtarárum sínum. Hann er fæddur 1937. Á túnakortinu voru 7 hús sem tilhayrðu bænum árið 1919. Þar er slétt tún. Bæjarhóllinn er 20×18 m að stærð og snýr norðursuður. Aðeins sér móta fyrir ójöfnum í túninu þar sem bærinn stóð en engin skýr ummerki hans eru greinileg. Bæjarhóllinn er 0,2-0,3 m á hæð og búið að slétta yfir hann.

Vatnagarður (býli)

Garður

Vatnagarður – túnakort 1919.

1703 og 1847. Hjáleiga Útskála.
1703: “ Fóðrast kann i kýr og i vetrúngur … Fjörugrasa, sölva og eldiviðartekju af fjöruþángi nægilegt”
JÁM III, 83. 1919: Tún norðurbæjarins 0,09 teigar, kálgarðar 440 m2. Tún suðurbæjarins 0,07 teigar, kálgarðar 550 m2.
Í örnefnalýsingu Útskála segir: «Vatnagarðar, er nefnd 1703 og 1861, síðan ekki,» og síðar: «Niður undan kirkjugarðinum [Útskálakirkjugarði] eru rústir, sem nefndar eru Vatnagarðar.» Í athugasemdum við örnefnaskrá Gerða segir: «Gerðabakkar eru sjávarbakkar fyrir neðan Síkið. Þar var áður bær, sem líklega hefur heitið Bakki. Aðeins utar var Vatnagarður, stór jörð, nú komin í eyði, en bærinn stendur enn uppi [1978].» Árið 1919 voru tveir bæir í Vatnagörðum, nyrðri og syðri, og er sá syðri er skráður hér undir. Ekki hefur mjög mikið breyst á svæðinu, miðað við túnakort frá 1919, en 2007 brann þó bærinn á bæjarstæði til grunna. Ekki er vitað hvenær þessi bær hvarf. Bæjarstæðið er um 120 m norðvestan af bæjarhól Miðhúsa. Ekki er vitað hvar bærinn 1703 var, líklega á svipuðum slóðum og heimatúnið er nú.

Garður

Bæjarstæðið er á landræmu milli Útskálasíkis til suðurs og sjávar til norðurs. Svæðið er nú nýtt til beitar, búpeningi er gefið í túninu yfir vetrarmánuðina. Nú stendur eftir steyptur grunnur húss, holur að innan. Hann er um 8 x 6 m að stærð í NNV-SSA og um 1 x 1 m steypupartur stendur út úr honum að sunnan. Þar hefur inngangur líklega verið. Innan í grunninum er um 0,6 m djúp gryfja sem til er kominn vegna uppblásturs. Undir gróðri kemur í ljós skeljasandur sem er mjög laus í sér, og stuðlar að uppblæstrinum. Ekki sér til uppsafnaðara mannvistarlaga undir húsinu.
Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð hús, íbúðarhús nyrðri bæjarins, um 40 m norður af bæ og tæpum 20 m austan við Útskálasíki. Fram til ársins 2007 stóð þessi bær undir þaki, en var brann síðla sama ár.Nú stendur eftir grunnur og veggur austan við hann. Bæjarstæðið er í aflíðandi, gróinni brekku. Hér standa eftir steypugrunnur og veggur. Grunnurinn er 7,5 x 6,5 m stór, og stendur um 0,7 m hátt sunnan megin en er jafnhár umhverfinu nyrst. Suður út undan veggnum má óljóst greina merki um eldri leifar. Um 5 m austan við grunninn er 1,5 m hár fokheldur veggur, hlaðinn úr fjörugrjóti og límdur með sandlími. Veggurinn er um 7 x 1,2 m á stærð, snýr norður-suður og er 2 m á hæð. Milli veggjarins og grunnsins er svo stétt, sem víða er orðin óljós, sérstaklega nær grunninum.

Miðhús (býli)

Garður

Útskálar – fornleifar.

1703: Jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847: 20 hdr. Bændaeign. Jarðarinnar er getið í skjölum um rekaskipti frá um um 1270: “Þetta er reka skipti aa rost hvalsnesi eptir þvi sem at fornv hefer verit. …Þa eigv Midhvs vt til byrdinga skers j vtskala oss. Þadann eigv vtskaler til skagaflesiar.” DI II, 76-77. Jarðarinnar er getið í fjárskiptabréfi “milli húsfrú Hólmfríðar Erlendsdóttur af einni álfu, en af annari Eyjólfs Einarssonar, sonar hennar, og systkina hans” frá 1522. DI IX, 87 Þá er hennar getið í í yfirýsingu Gissurar Skálholtsbiskups frá 1541 þar sem hann lýsir því yfir að “hústrú Hólmfríðr Erlendsdóttir haldi til fullrar eignar jörðunum Sandgerði, Króki og Miðhúsum …” DI X, 657 og í dómi um “testametum hústrú Hólmfríðar heitinnar Erlendsdóttur” frá 1545, DI XI, 402. Þá er jarðarinnar aftur getið í dómi frá 1547 “um gildi gjafabréfs hústrú Margrétar Vigfúsdóttur 1486 um ánefnt jarðagóz til Þorvarðs Erlendssonar, dóttursonar síns…” DI XI, 570. Þorleifur Björnsson lýsir því yfir í Miðhúsum árið 1569 að “hann viti ekki , að jörðin Dynjandi í Jökulfjörðum hafi nokkurn tíma komið í eign föður síns.” DI XV 300.
1703: “Fóðrast kann ii kýr naumlega. … Skóg til kolgjörðar brúkar jörðin í almenníngum ef vill. Torfrista og stúnga ekki nema í sendinni jörð og landlitlu landi. Lýngirif lítilsháttar og lángt í burtu. Fjörugrasatekja lítil. Rekavon lítil. Hrognkelsa og skelfisksfjara valla nefnd gefandi. Murukjarnar og þvílíkt ekki nema af reka, þó oftlega til að næra peníng á vordag í heyskorti. Eldiviðartak af fjöruþángi mjög af skorti so annarstaðar þarf til að fá. Heimræði er árið um kríng og gánga skip ábúanda eftir hentugleikum, inntökuskip eingin. … Engjar eru öngvar. Landþröng hin mesta. Hagar nær því öngvir vetur og sumar.” JÁM III, 84-85.
1919: Tún 3 ha, kálgarðar 700 m2.

Framhald um upphaf og þróun byggðar í Garði

Garður

Garður.

Landslag og náttúrufar í Garði er svipað og víðast annars staðar á utanverðum Reykjanesskaga. Svæðið er flatlent og fremur gróðursnautt, þar er vindasamt og oft á tíðum töluverð úrkoma. Jarðvegur svæðisins er fremur þurr og sandur er við Skagatá. Uppblástur hefur sett mark sitt á gróðurfar allt frá 13. öld og gróðurþekja er víða þunn. Landbrot er mikið á Reykjanesi og landsig hérlendis er hvergi meira en einmitt á þessum slóðum. Sökum þessa er sjóvarnargarður meðfram allri strandlínunni innan verndarsvæðis. Meðfram ströndinni hefur verið byggð öldum saman og þar hefur líklega snemma myndast þéttbýli (a.m.k. á íslenskan mælikvarða) og íbúar reitt sig á sjósókn samhliða skepnuhaldi. Þegar reynt er að ráða í byggðarþróun á tilteknu svæði má nota ýmsar vísbendingar sem finnast við fornleifarannsóknir og úr heimildum, s.s. upplýsingar um stærð og dýrleika jarðar, jarðarheiti og landgæði til að setja fram kenningar um upphaf og þróun byggðar.

Útskálar

Útskálar – túnakort 1919.

Um tímasetningu landnáms í Garðinum er ekkert vitað með vissu. Í Landnámu segir að Ingólfur Arnarson hafi numið Reykjanesskaga og Rosmhvalanesið allt og síðan gefið frænku sinni Rosmshvalanes fyrir utan Hvassahraun að gjöf. Engar sagnir fylgja um búsetu hennar. Hvar fyrstu bæir í Garðinum voru staðsettir er ekki vitað en sé horft á tilrækar upplýsingar er hægt að gera tilraun til þess, innan verndarsvæðis. Í ritheimildum eru Útskálar gjarnan taldir með elstu jörðum á svæðinu. Við fornleifarannsóknir á bæjarhól Útskála var farið niður á búsetulög frá 12. öld og ljóst að eldri mannvistarlög eru enn enn neðar en ekki hafi var grafið í þau.
Kirkju í Útskálum er fyrst getið í kirknaskrá Páls Jónssonar frá því um 1200 en ekki eru heimildir um aðrar kirkjur eða bænhús innan skráningarsvæðisins. Kirkjur og bænhús eru yfirleitt talin vera reist skömmu eftir kristnitöku. Jarðir þar sem kirkjur eða bænhús hafa verið eru að jafnaði stærri og dýrari en þær sem ekki höfð slíkum húsum á að skipa og getur því verið freistandi að álykta að hinar síðarnefndu séu seinna til komnar, eða hafi að minnsta kosti ekki verið orðnar sjálfstæð býli á fyrri hluta 11. aldar. Kuml eru sjálfstæð vísbending um búsetu fyrir árið 1000. Einn kumlateigur hefur fundist í Gerðaheppi, í landi Hafurbjarnastaða sem er næsti bær sunnan við Útskála.

Garður

Garður – loftmynd 1957.

Ekkert kuml né sagnir um dysjar eða aðra legstaði er innan verndarsvæðisins. Ekki hafa varðveist mikið af ítarlegum heimildum um Útskála á miðöldum en jarðarinnar er þó getið á nokkrum stöðum í Fornbréfasafni. Þar koma fram athyglisverðar upplýsingar sem varpa ljósi á sögu og nýtingu svæðisins. Í máldaga Útskálakirkju frá árinu 1270 segir: ‘Jtem eiga Útskaler vatnstöku j Kroksbrunn […] Krokur ok midhus eiga tveggia skipa uppsatur j Naustaholm. Jtem eiga Útskaler allar veidar sudur j lambarif…“. Samkvæmt þessu var útræði stundað frá Útskálum á 13. öld, líklega frá hjáleigunni Naustum sem fór í eyði undir lok 18. aldar vegna ágangs sjávar. Einnig vekur að athygli að minnst er á akurlöndin í máldaga frá árinu 1340: „umframm öll þau akurlond sem Biarni keypti til útskaala ok ein[n] karfa met atkierum ok ollum reida ok bäti.“ Þetta sýnir ennfremur að útræði var stundað á svæðinu.
Útskálar voru í bændaeign og kirkjan þar bændakirkja allt fram undir miðja 14. öld en þá komst helmingur jarðarinnnar í eigu Skálholtsstaðar. Um miðja 16. öld er jörðin öll komin í eigu Skálholts.
Vísbendingar eru um að fólki hafi fjölgað á svæðinu á þessum tíma m.a. vegna aukinnar sjósóknar enda voru sjávarafurðir mikilvægustu útflutningsafurðir á þessum tíma. Annar bær innan verndarsvæðis sem getið er í máldögum eru Lambastaðir og telst hann líklega önnur stærsta jörðin á eftir Útskálum, innan þess svæðis sem tekið var út 2019.

Garður

Garður frá Garðskaga.

Jarðarinnar fyrst er getið í Jarðaskiptabréfi árið 1563 og ólíkt Útkálum þá var hún konungseign og eitt af höfuðjörðum dönsku konungsútgerðarinar á 16.-18. öld á Reykjanesi.11 Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segir um þá Lambastaði: „ Kvaðir eru mannslán um vertíð, item að meðtaka í vertíðarlok skipsbáta allan af kóngsskipi, sem þar gengur, hvort það er stærra eður smærra […] Enn nú að auk er sú kvöð að viðhalda kóngsskipsbúðinni, og alt þetta betalíngslaust (…) Heimræði er árið um kríng og ganga skip ábúandans eftir hentugleikum, item gengur hjer eitt kóngssip venjulega um vertíð, oftast áttáringur, stundum stærra stundum smærra.“
Elsta ítarlega heimildin um Út-Garð er einmitt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703. Þar er kostum og göllum Útskála lýst og hjáleigur jarðarinnar taldar upp, en þær eru þá 10 talsins. Af lýsingunni fæst staðfest gæði jarðarinnar voru fólginn í sjávarnytjum fremur en skilyrðum til landbúnaðar. Samkvæmt jarðabókinni gat jörðin fóðrað 2 kýr, 1 ungnaut og 1 hest. Þar er þess getið að heimræði sé allt árið um kring, þang aðaleldiviður, fjörugrastekja og sölvafjara í betra lagi, selveiði til góðra hlunninda ef notuð væri, rekavon góð og en torfskurður sendinn, engjar engar, vatn sé tekið úr Króksbrunni og þess einnig getið að sjór brjóti af landið og sandur gangi þar yfir. Í jarðabókinni kemur einnig fram að á Lambastöðum séu þrjár hjáleigur en seinna var jörðinni skipt í tvö sjálfstæð býli og hjáleigan Hof varð þá lögbýli á hluta jarðarinnar. Þótt ekki sé getið um hjáleigubyggðina við Útskála fyrr en um 1703 eru allar líkur á að hún nái mun lengra aftur og hugsanlegt að hún eigi upphafi sitt að einhverju leyti að rekja allt aftur á 12.-13. öld þegar fiskneysla jókst til muna og sjávarútvegur fór að fá aukið vægi. Ástæða aukins þunga sjávarútvegs var m.a. kólnandi veðurfar, samdráttur í landbúnaði og vaxandi fólksfjöldi.

Garður

Garður – gengið um gömlu byggðina.

Það er ljóst að innan minjasvæðisins var stunduð talsvert umfangsmikil sjósókn en umfang hennar hefur án efa ráðist að hluta af tíðarfari og öðrum utanaðkomandi ástæðum. Það ekki er t.d. vitað hversu mörg skip réru frá úttektarsvæðinu árið 1703, en það er ljóst að þaðan réru skip frá konungi, kirkjunni og bændum á svæðinu. Þegar Jarðabókin var rituð var ekkert útræði frá Útskálajörðinni sjálfri en bændur frá öllum hjáleigunum bar skylda að róa eða lána mann til kirkjunnar á Útskálum. Hjáleigurnar voru því að öllum líkindum fyrst og fremst byggðar vegna útræðis og skipsróðurs á vegum kirkjunnar, allt árið um kring. Konungsútgerð á Lambastöðum lagðist af á seinni hluta 18. aldar. Á 19. öld var bændaútgerð mikil á svæðinu en ekki er vitað hversu mörg skipin voru.

Garður

Garður.

Ljóst er að áhrif landbrots í Út-Garði hafa verið mikil um aldir, a.m.k. allt frá 17. öld og eflaust allt frá upphafi byggðar á svæðinu. Þegar jarðabókin er rituð í upphafi 18. aldar er þegar búið að flytja Lambastaði af elsta bæjarhólnum.
Á næstu 140 árum urðu miklar breytingar á svæðinu, jörðin Naust fór í eyði vegna sjógangs og tvær af hjáleigum Lambastaða hurfu í sjó. Við yfirferð loftmynda í þessari skráningu fundust ummerki um garðlag/túngarð á klöppum norðan Vatnagarða. Klappirnar eru undir sjó en ummerkin benda engu að síður til að þarna gæti verið fundinn hluti af túngarði bæjarins Nausts.
Túngarður Útskála var einnig færður tvisvar sökum landbrots, upp í túnið að norðanverðu. Landbrotið hélt áfram og þegar komið er fram undir lok 19. aldar og byrjun þeirrar 20. urðu enn og aftur breytingar á byggðinni við sjávarsíðuna. Þá voru bæirnir Hof og Lónshús báðir fluttir vegna ágangs en síðarnefndi bæinn hafði verið varinn með sjógarði fram að þeim tíma.

Samantekt um fornleifaskráningu og -rannsóknir innan verndarsvæðis

Garðaskagi

Garðsskagi – loftmynd 1957.

Áður en lengra er haldið er rétt að taka saman helstu niðurstöður þeirra fornleifarannsókna sem höfðu verið gerðar innan úttektarsvæðis áður en skráning vegna verndarsvæðis hófst í mars 2019.
Einn friðlýstur minjastaður er innan svæðisins en það eru forn akurgerði, austan við Garðskagavita. Í Friðlýsingarskrá segir: „Útskálar. Akurlönd forn, á Garðskaga. Sbr. Árb. 1903: 35-36. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 15.11.1938.“ Það er ljóst að þessi friðlýsing er almenn og skilgreinir ekki nákvæm mörk hins friðlýsta svæðis. Minjarnar eru merkar og því afar brýnt er að varðveita ummerki þeirra sem enn sjást. Akurgerðanna er fyrst getið í sóknarlýsingum Útskálaprestakalls árið 1839 og aftur tæpum 10 árum síðar í riti Magnúsar Grímssonar um svæðið. Brynjúlfur Jónsson fjallar um akrana í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1902. Brynjúlfur getur þess að akurlöndin séu á skaganum fyrir norðan Útskála og segir votta fyrir a.m.k.: „18 akurreinum, 4—8 fðm. breiðum, sem eru aðgreindar með þráðbeinum, jafnhliða görðum, er norðast liggja yfir um þveran skagann, en þegar sunnar dregur, takmarkast þeir að vestanverðu af garði, sem þar liggur frá sjónum langsetis í suðaustur að litilli hæð eða tóftabungu, sem er skamt frá norðvesturhorni hinna norðustu túngarða í Útskálahverfinu, sem nú eru.“ Þessar akurreinar eru nú að mestu horfnar. Þó mótar óljóst fyrir þeim á tveimur stöðum sunnan við Byggðasafnið á Garðskaga og í afgirtu beitarhólfi þar austar, norðan býlisins Hólavalla.
Fornleifarannsókn var gerð á akurreinunum árið 1999, í landi Hólavalla. Þá voru grafnir tveir könnunarskurðir en engin gjóskulög fundust í þeim og ekki var hægt að aldursgreina minjarnar. Jafnframt fundust frjó af byggi en ekki var hægt að staðfesta að akuryrkja hafi farið fram á svæðinu, þótt það teldist líklegt. Í skráningu minja vegna verndarsvæðis 2019 var var flogið með dróna yfir svæðið og það ljósmyndað kerfisbundið.
Samhliða rannsókninni á akurreinunum 1999 var Skagagarður aldursgreindur og fyrri aldursgreiningar staðfestar. Niðurstöður rannsókna sýna að hrun úr garðinum er undir miðaldalaginu frá 1226 og landnámslagið er í torfi garðsins. Skagagarður er því líklega hlaðinn á 10.-11. öld. Hann sést ekki innan fyrirhugaðs verndarsvæðis en heimildir geta þess að hann hafi náð allt að túngarði Útskála.

Garður

Garður – formannaleiði.

Talsverðar fornleifarannsóknir voru gerðar á Útskálum árið 2005 en þá var fyrirhugað að byggja safnaðarheimili norðan við bæinn og reista hótel til vesturs. Af þeim sökum var svæðið næst bænum deiliskráð og reyndust átta minjastaðir vera innan hans. Í kjölfarið var ráðist í uppgröft á bæjarhól Útskála, á 25 m2 svæði.
Rannsóknirnar voru gerðar árin 2005-2006 og leiddu í ljós umfangsmiklar mannvistarleifar í bæjarhólnum. Jafnframt reyndust varðveisluskilyrði vera einstaklega góð, bæði fyrir lífrænar leifar og málma. Elstu leifarnar sem grafnar voru upp reyndust vera frá því um miðja 12. öld en greinilegt var að enn eldri leifar voru neðar í hólnum þótt ekki hafi verið grafið niður á þær að þessu sinni.
Talsvert landsvæði frá Garðskagavita austur að Útskálum var deiliskráð árið 2007. Það svæði er lítið minna en fyrirhugaðverndarsvæði og voru samtals skráðar 144 minjar á því. Síðan skráningin var gerð hafa kröfur til deiliskráningar verið auknar og er nú m.a. nauðsynlegt að mæla upp alla sýnilega minjastaði.

Garður

Garður – Vatnagarðar.

Árið 2007 hafði Fornleifastofnun því samtals skráð 152 minjastaði innan þess svæðis sem hér er til skoðunar. Fornleifastofnun aðalskráði fornleifar í sveitarfélaginu Garði á árunum 2008-2010. Vatnagarðar eru eina jörðin sem koma við sögu úr þeirri skráningu, þar voru skráðar fimm minjar.
Við skráningu á fyrirhuguðu verndarsvæði 2019 voru skráðar um 120 minjar til viðbótar. Því eru samtals þekktar tæplega 280 minjar innan fyrirhugaðs verndarsvæðis. Kom þessi aukning minjastaða innan svæðis talsvert á óvart en nefna má ýmislegt sem skýrir hana. Í fyrsta lagi fundust talsvert margar fornleifar þegar svæðið var þaulgengið. Nokkrar þeirra voru á svæðum sem ekki höfðu verið rannsökuð svo ítarlega áður en aðrar voru án efa greinilegri en áður þar sem gróður var ekki kominn á skrið en minjar eiga það til að hverfa í gróður seinni hluta sumars. Í öðru lagi má nefna að sökum reglu um 100 ára aldur fornleifar bætast ungar minjar við sem fornleifar ár hvert og því nokkrir minjastaðir sem skráðir voru sem ekki höfðu talist til fornleifa þegar eldri skráning var gerð. Því hafði fornleifum fjölgað lítillega á þeim rúmu 10 árum sem liðin voru frá því síðasta deiliskráning var gerð. Að öllu jöfnu þarf minjastaður að hafa náð 100 ára aldri til að teljast til fornleifa og „nýjar“ fornleifar hafa því bæst í hópinn. Í þriðja lagi var verklag við skráninguna var nákvæmara en nokkru sinni áður, bæði vegna aukinna skilyrða um deiliskráningu og fyrirmæla Minjastofnunar Íslands um að þegar verndarsvæði í byggð séu skráð skuli taka með yngri minjar en ella.

Bæjarstæði og bústaðir

Garður

Garður – hús.

Þar sem bæir hafa staðið á sama stað um aldir, jafnvel allt frá landnámsöld myndast gjarnan reisulegir hólar, svokallaðir bæjarhólar. Slíkir bæjarhólar eru samsettir úr byggingarleifum og mannvistarlögum. Í þeim er geymd saga daglegs lífs kynslóð á kynslóð ofan og í þeim er gjarnan marga forngripi að finna. Bæjarhólar teljast því að jafnaði merkustu minjastaðir hverrar jarðar og er bæjarhóllinn á Útskálum þar engin undantekning líkt og fornleifarannsóknir sýna. Aðrir bæjarhólar á svæðinu láta minna fyrir sér fara þótt greina megi nokkra uppsöfnun á flestum bæjarstæðum. Þó er ljóst að fornleifa væri að vænta undir sverði hvar sem skófu yrði er stungið niður í þeim.
Gera má ráð fyrir að þéttbýlt hafi verið í Út-Garði um aldir og á nokkrum bæjum innan fyrirhugaðs verndarsvæðis var tví- og jafnvel þríbýli. Ekki er ljóst hvenær hjáleigu- og þurrabúðabyggð tekur að þéttast að ráði í Garði. Eins og áður segir eru 13 hjáleigur taldar upp á svæðinu í Jarðabók Árna og Páls árið 1703. Flestar þeirra eru orðnar að lögbýlum árið 1847 og sumar sennilega löngu fyrr. Auk þeirra 11 bæja á svæðinu sem voru lögbýli 1847 og voru skráð 29 önnur býli og bæjarstæði innan þess. Þessi tala er þó villandi, í einhverjum tilvikum er um tilfærslu á bæjum að ræða, sumar staðsetning sumra hjáleiganna eru týnd og aðrar eru án nafns og er vel mögulegt að sum þessara býla hafi verið á sömu slóðum og síðar byggjast upp aðrar hjáleigur með nýjum nöfnum.

Garður

Garður – Hof; bæjarhóll.

Árið 1703 voru tvær jarðir innan þess svæðis sem nú er til umfjöllunar, Útskálar og Lambastaðir. Þegar jarðabókin er rituð var þegar búið að færa Lambastaði vegna ágangs sjávar. Ekki er greint frá því í jarðabókinni hvenær bærinn var færður en elsti bæjahóll jarðarinnar er að öllum líkindum alveg horfinn í sjávarrof. Yngri bæjarhóllinn á Lambastöðum er fremst á sjávarbakkanum og sjóvarnargarður sér til þess að sjórinn brjóti ekki meira af honum en orðið er. Á bæjarhólnum er skúr og margvísleg ummerki um búsetu, m.a. bátaspil, húsgrunnar og hleðslur. Íbúðarhúsið á Lambastöðum er um 150 m sunnar og bærinn stendur því nú á sínum þriðja stað. Í Jarðabókinni er getið um þrjár hjáleigur Lambastaða. Lítið er vitað um tvær þeirra og þær komnar í sjó árið 1839. Önnur var þegar í eyði þegar Jarðabókin var rituð en ekki vegna ágangs sjávar. Líkur eru taldar á að Skagahóll sé býli en það þarfnast frekari rannsókna. Samkvæmt örnefnalýsingu er Hof helmingur Lambastaða en býlið var upphaflega hjáleiga og er þess getið sem slíks í jarðabókinni. Ekki er vitað hvenær hvenær býlið verður að lögbýli en hefur verið á tímabilinu 1704-1847 þar sem býlið er talið til lögbýla í jarðabók frá því ári. Í upphafi 20. aldar var bærinn á Hofi aftur fluttur vegna ágangs sjávar, á núverandi stað um 70 m sunnar. Gamli bæjarhóllinn sést enn fremst á sjávarbakka, á honum eru ummerki um þurrabúð sem var þar eftir að bærinn var flutttur í upphafi 20. aldar. Viðarbrú hylur nú þessar tóftir og göngustígur er ofan á sjóvarnargarðinum sem var gerður árið 2014.

Garður

Garður – loftmynd 1957.

Öll umerki um eldri bæjarhús og útihús á Útskálum eru horfin af yfirborði en bæjarhóllinn geymir upplýsingar um búsetu allt aftur á fyrstu aldir líkt og áður hefur verið minnst á. Á bæjarhólnum er íbúðarhús sem byggt var 1890 og nánar er fjallað um í Húsakönnun. Útihús stóð í norðvesturhorni bæjarhólsins en það var rifið fyrir um 10 árum. Í jarðabókinni 1703 er getið um 10 hjáleigur Útskála. Fjórar þeirra voru í eyði þegar jarðabókin var rituð og þær eiga það allar sameiginlegt að ekki er lengur vitað hvar þær voru. Tvö af býlunum voru kennd við þá ábúendur sem þar bjuggu hverju sinni en báðar fóru í eyði um 1700. Samkvæmt jarðabókinni má ætla að búseta hafi þar verið nokkuð samfelld fram að þeim tíma. Blómsturvellir/Snorrakot fór í eyði á sama tíma og nafnlausu býlin og voru grasnytjar þess lagðar til Vatnagarða. Ekki er vitað hvar býlið stóð en líklega var það nærri Vatnagörðum. Fjórða hjáleigan var Hesthús og var staðsetning hennar þegar ertýnd 1703. Nafnlaust býli var í byggð 1703 nærri Útskálabænum en ekki er vitað nákvæmlega hvar hún stóð. Í túni Útskála eru fimm rústahólar þar sem hugsanlegt mætti telja að hjáleigur hefðu verið og verður hér greint stuttlega frá þeim öllum. Fyrir suðvestan bæjarhól Útskála eru minjar og mótar þar fyrir bæjarhól og útflöttum tóftum. Þessar minjar urðu fyrir smávægilegu raski þegar húsgrunnur fyrirhugaðs hótels á Útskálum var steyptur. Minjar eru rétt austar, beint norðan við bæjarhól Útskála. Þar er allstórt og óreglulegt þústahrúgald, að hluta eru ójöfnurnar vegna jarðrasks. Könnunarskurður var gerður á þessum stað árið 2006 og þá komu í ljós byggingarleifar og gripir frá 18.- 20. öld. Rústahóll var um 100 m vestan við Útskála og var skráður árin 2005 og 2007. Minjanar voru fjarlægðar vegna framkvæmda við húsgrunn fyrirhugaðs hótels og voru ekki rannsakaðar sem verður að teljast alvarlegt mál fyrir alla hlutaðeigandi aðila. Fyrir sunnan Útskála eru tveir rústahólar þar sem gætu hafa staðið býli. Vestari hóllinn er umfangsmeiri og á yfirborði hans mótar fyrir hólfum. Eystri hóllinn er skammt austar og örlítið lægri. Ekki mótar fyrir þar fyrir ummerkjum á yfirborði en ljóst er að mannvistarleifar leynast undir sverði. Býlið Naust fór í eyði árið 1782, en þar var áður þríbýli. Öll ummerki um býlið eru komin sjó líkt og áður var greint frá.

Garður

Garður – Lónshús.

Lónshús var hjáleiga Útskála en bærinn var fluttur um 1890 vegna ágangs sjávar. Húsið Hólmasteinn er líklega á hluta elsta bæjarhólsins að hluta, þ.e. ef eitthvað var eftir af honum. Yngra bæjarstæði Lónshúsa var skammt vestan við gamla bæjarstæðið. Þar er nú steinsteypt íbúðarhús byggt 1906. Engin ummerki um eldri byggingar sjást þar á yfirborði. Íbúðarhúsið, Akurhús II, eru byggð ofan í norðvesturhorn bæjarhóls Akurhúsa en engin ummerki um eldri bæ sjást á yfirborði. Á túnakorti frá 1919 er merkt lítið timburhús fast austan við gamla bæinn, en þarna er nú húsið Akurbrekka II. Þarna var líklega timburhús sem tók við af gamla torfbænum. Bæjarhóll Nýjabæjar er merkjanlegur en engar minjar eru þar á yfirborði. Hólnum var mikið raskað með byggingu sólpalls á síðustu árum og jarðvegi rutt til suðausturs. Íbúðarhúsið í Nýjabæ er reist fast norðan við bæjarhólinn árið 1911 og nánar er fjallað um það í Húsakönnun. Bæjarhóll Móakots sést enn, á honum eru ekki greinilegar minjar en hleðslur afmarka suðvestur- og norðausturbrúnina. Bílskúr er grafinn inn í hólinn til suðausturs. Bæjarhóll Presthúsa er fast norðaustan við núverandi íbúðarhús á bænum en ekki sjást minjar á yfirborði. Garðhús fóru í eyði á seinnihluta 20. aldar og öll hús hafa verið rifin. Bæjarhóllinn sést í sléttu túni og það mótar fyrir lágum hryggjum og dældum þar ef vel er að gáð. Vatnagarðar eru norðan við Útskálasíki, við sjávarkampinn. Bærinn fór í eyði eftir 1919, þar var tvíbýlt en bæði húsin hafa verið rifin og engin ummerki eru þar um bæjarhól.

Garður

Garður – Presthús.

Getið er um býlið Naustakot í örnefnalýsingu Útskála. Ekki er vitað hvenær það byggðist en þess er fyrst getið í manntali 1840. Þar er enn búið árið 1845 en bærinn fer líklega úr ábúð fljótlega eftir það. Mögulegt er að kotið byggist upp á sama stað og Naust var áður eftir að síðarnefnda býlið er fallið í eyði en ekkert er hægt að fullyrða um það og nákvæm staðsetning eða önnur ummerki um bæinn eru ekki þekkt. Nýlendu er fyrst getið í nýrri Jarðabók fyrir Ísland 1861 og að öllum líkindum fyrst byggð stuttu áður. Á seinnihluta 19. aldar og byrjun þeirrar 20. öld þéttist byggð ennfrekar á svæðinu.
Flest nýju býlanna eru merkt inn á á túnakort frá 1919. Öll eru þau sunnan við eldri bæi, utan við gömlu heimatúnin. Þetta eru býlin Garðskagi, Hólavellir, Steinshús, Sjávargata, Sæból, Blómsturvellir, Hólavellir, Móhús, Hellukot, Fögruvellir og Steinhús. Nýr viti var einnig reistur árið 1944, innan túns Garðskaga. Þá voru íbúðarhúsið að Grund og Efra Hofi reist á fjórða áratug síðustu aldar og síðar hafa fleiri íbúðarhús verið byggð fast norðan Skagabrautar á milli Móakots og Móhúsa. Þessari þéttingu byggðar hefur fylgt talsvert rask á svæðinu.

Kálgarðar, gerði og garðlög

Garður

Garður – garðar og aðrar minjar.

Sá minjaflokkur sem setur hvað mestan svip á umhverfið í Garði eru ýmiskonar garðlög og er það jafnframt stærsti minjaflokkurinn. Stór hluti þeirra var merktur inn á túnakort frá 1919 en haldið var áfram að hlaða tún- og kálgarða í Garði fram eftir öldinni. Fjöldi garðlaga í Garði helgast sennilega fyrst og fremst af þéttri byggð, en ljóst er að þéttbýlt hefur verið þar um aldir. Garðlögin þjónuðu ýmsum hlutverkum. Sumir garðanna hafa verið hlaðnir um kálgarða eða túnskika sem tilheyrðu ákveðnum býlum, aðrir voru hlaðnir milli jarða og hafa þá væntanlega einnig þjónað hlutverki túngarða, einhver eru hlaðin undir girðingar og önnur gegna mörgum hlutverkum eða þá að hlutverk þeirra er óþekkt. Eftir því sem byggð þéttist á svæðinu hefur án efa orðið sí algengara að hlaða garða um túnskika eða litla bletti sem tilheyrðu hinum og þessum eigendum. Þannig hefur garðanetið orðið flóknara eftir því sem leið á 19. öldina. Sumum görðum hefur verið haldið við allt fram á þennan dag en erfitt er að ráða af yfirborðsummerkjum hvort þeir eru gamlir að stofni til eða hleðslur frá 20. öld. Af þeim sökum voru öll sýnleg garðlög á svæðinu skráð, jafnvel þótt sum gætu verið yngri en 100 ára. Það er þó rétt að hafa þann fyrirvara á að jafnvel þótt garðlag sé nýlegt að sjá getur það hafa verið endureist á fornum grunni. Á þetta bæði við um nýhleðslur og garðlög sem tilheyra sýnilega eldri byggingarskeiðum. Nokkrum vandkvæðum er bundið að skrá garðlögin, enda mynda þau flókið kerfi og eru sýnilega misgömul. Ekki er alltaf auðvelt að ákveða hvaða garðlög tilheyra sama mannvirki eða byggingarstigi og því er erfitt að birta tölulegar upplýsingar um garðlög líkt og aðra minjastaði, enda geta fleiri en eitt garðlag stundum verið skráð undir einu númeri.
Alls voru skráð 94 garðlög innan úttektarsvæðis og mynda þessi mannvirki heild sem nær yfir allt verndarsvæðið. Garðlögin gætu verið lykillinn að því að ráða í þróun byggðarinnar, sérstaklega ef hægt væri að aldursgreina þau. Stundum var hægt að setja fram tilgátur um í hvaða röð garðlögin voru reist út frá afstöðu þeirra í milli hér á eftir fylgir umfjöllun um mögulegan aldur garðlaganna sem byggð er á slíkum rannsóknum. Reynt var að greina hvaða garðlög væru „ráðandi“ á svæðinu og gætu þar af leiðandi verið elst. Þetta er sett fram með þeim fyrirvara að engir könnunarskurðir hafa verið gerðir ennþá og því hugmyndir um aldur byggðar á tilgátu en vonandi má í framtíðinni afla betri upplýsinga um aldur garðlaganna með skurðum.

Garður

Skagagarður er samofinn sögu Garðs og nafnið byggðarinnar líklega dregið af honum. Skagagarður er horfinn innan úttektarsvæðisins og en sést sunnan við Skagabraut. Heimildir geta þess að hann hafi legið til suðurs frá túngarði Útskála og er það ekki ólíklegt. Heimatún og þar með talið túngarður Útskála hefur tekið breytingum í gegnum tíðina, ekki síst með þéttingu byggðar til suðurs og landbroti til norðurs. En það eru fleiri garðlög á verndarsvæðinu, sem svipar til Skagagarðsins. Suðvestarlega á úttektarsvæðinu mótar fyrir fornu, signu garðlagi.
Fyrst má nefna garðlag sem suðvestast á svæðinu. Þessi garður var án efa umhvefis akurreiti til suðurs og áhugavert væri að aldursgreina hann til að kanna hvort hann sé samtíða Skagagarði. Á uppdrætti Brynjúlfs Jónssonar frá 1902 er teiknað bogadregið garðlag sem liggur til austurs að rústahól og er líklega um sama garð að ræða. Garðlagið liggur áfram til austurs og hvefur við húsið Grund, vegna jarðrasks. Fyrir austan það hús sést garðurinn aftur en töluvert jarðrask er á því svæði og hann rennur saman við aðrar, yngri hleðslur. Afar líklegt er að garðurinn hafi náð að túngarði Lambastaða sé tekið mið af legu og gerð þessarra garðlaga. Öll þessi garðlög eru bogadregin og útflött. Annars eru bogadregnar línur sjaldséðar meðal unglegra garða á svæðinu en yfirleitt afmarka yngri garðlög kantaða reiti.
Ekki er ljóst hvaða garður er elstur á milli Lambastaða og Útskála, þar er m.a. heimatún Lónshúsa en þar mótar ekki fyrr fornum garði á yfirborði. Hugsanlegt er að garðlag sem varð veitt er í tveimur hlutum, sé hluti af eldri merkjagarði milli þessarra jarða. Túngarður sem virðist nokkuð forn er milli Prestshúsa og Útskála. Hann er ekki merktur inn á túnakort frá 1919 og er án efa löngu fallinn og horfinn úr notkun þá. Túngarðurinn er siginn og bogadreginn og með aðra stefnu en flest önnur garðlög á svæðinu. Hann afmarkaði heimatún Útskála til suðurs og líklegast er að hann sé sá túngarður sem Skagagarður lá að, ástand þeirra er svipað. Ef rétt er má segja að þetta sé talsverð uppgötvun og áhugavert væri að kanna aldur garðsins frekar með könnunarskurði. Túngarðurinn er vestan við núverandi heimreið að Útskálum og nær allt að Garðhúsum til austurs. Sá bær gæti verið byggður ofan á garðlagið.

Garður

Garður – Hellukot.

Óljóst framhald túngarðsins má greina austan Garðhúsa, í grónu túni og býlið Hellukot virðist reist ofan á þessum hluta garðsins. Austan Hellukots eru sigin garðlög utan verndarsvæðis í beinu framhaldi og ljóst að í neti garðlaga á þessum slóðum liggur fólginn mikill fróðleikur og sögu og byggðaþróun Út-Garðs. Túngarður afmarkar austurhlið verndarsvæðis og var landamerki milli Útskála og Miðhúsa. Þar sést nú grjóthlaðinn túngarður með vírgirðingu og ljóst að honum hefur verið haldið við síðustu áratugi en garðurinn er mögulega forn í grunninn. Innan heimatúns Útskála mótar fyrir signu garðlagi, milli kirkjugarðsins og Útskálasíkis. Annað garðlag sést sunnan við meint býli og með góðum vilja má segja að mögulega hafi þeir afmakað tún þeirra býla. Túngarður liggur yfir hluta þessara minja og greinilega yngri.
Túngarður Lambastaða/Hofs er varðveittur í heild sinni nema til norðurs, þar er hann kominn í sjó og hlaðinn varnargarður ver ströndina. Ástand túngarðsins er misjafnt, við sjóinn sést vel hlaðið fjörugrjót en í túnum myndar það gróna hryggi. Sunnan við heimatúnin sést móta fyrir enn öðrum garði, signum og útflöttum. Ástand hans er bágborið og hann skráður í fjórum hlutum. Garðurinn er á því svæði þar sem byggðin þéttist mikið í lok 19. aldar og hefur hann horfið á köflum vegna bygginga og annarra yngri mannvirkja á svæðinu. Garðbútarnir eru hins vegar allir umfagsmiklir og sambærilegir elstu garðlögum á verndarsvæðinu. Garðlagið gæti hafa afmarkað akurlönd eða heimatún syðstu hjáleigna líkt og Presthúsa og Móhúsa að hluta. Þessir túngarðar eru umfangsmiklir, fornlegir og skipulag byggðarinnar fylgir þeim.
Næsta stig garðahleðslu sem fjallað er um hér eru garðar sem flestir eru taldir frá seinni hluta 19. eða 20. aldar þótt ekkert sé hægt um það að fullyrða. Flestir garðanna eru merktir inn á túnakort frá 1919 og er ástand þeirra oftast ágætt. Það er áhugavert að flest garðlaganna eru innan heimatúnanna, nærri eldri lögbýlum og þeim garðlögum sem hér hafa verið túlkuð sem elst. Garðlögin eru flest bein, algróin og afmaka kálgarða eða voru túngarðar. Af þeim eru garðlög einna umfangsmest.

Garður

Garður – ofan við Helgustaðavör.

Yngstu garðlögin sem skráð voru í verndarsvæðisskráningunni voru ýmis garðlög frá 20. öld og eru í flestum tilvikum kálgarðar eða undirhleðslur af girðingum. Kál- og kartöflurækt virðist hafa blómstrað í Garði á 20. öld ef marka má fjölda kálgarða sem sýndir eru á túnakortum frá 1919. Sennilega hefur ræktunin þá verið tiltölulega nýtilkomin, enda talið að jarðrækt hafi fyrst færst í aukana á 19. öld eftir viðvarandi uppblástur á svæðinu allt frá 13. öld og fram á þá 19. Þegar sóknarlýsing Útskálaprestakalls var rituð árið 1839 var sóknarpresturinn í það minnsta ekki upprifinn yfir kálrækt samsveitunga sinna: „Kálgarðarækt er á sumum stöðum vel stunduð, en víða líka miklu verr en vera ber.“ Flestir voru kálgarðarnir sunnan við heimatún og umhverfis bæi sem byggðust upp á svæðinu. Með því að skoða þá sést vel hvernig umfang jarðræktar á svæðinu hefur vaxið og færst suður fyrir gömlu heimatúnin, með undantekningum. Sumir þessara kálgaða eru enn í notkun og ummerkin eru misgreinileg og umfangsmikil eins og gefur að skilja. Ekki er alltaf um stæðilegar hleðslur að ræða, sumir þeirra eru plægðir niður og kantur mótar þá.
Landamerki og ummerki þeirra eru ekki mörg innan skráningarsvæðisins. Eins og áður sagði eru núverandi túngarðar í mörgum tilvikum einnig landamerki milli jarða en einnig er getið um áletranir klappaða í steina sem allir eru hofnir. Ekki er ljóst af hverju en líklega eru þeir nú komnir í sjó.

Önnur hús í hverfinu

Garður

Garður -minjar.

Það er ljóst að talsvert af þeim minjum sem setja hvað sterkast svip á Út-Garð eru frá 19.-20. öld. Þar vega þyngst útihústóftir ásamt kál- og túngörðum sem áður var fjallað um. Við skráningu verndarsvæðisins var skráð 61 útihús og er það um fjórðungur allra skráðra minja þar. Lítið er varðveitt af minjum um skepnuhald á skráningarsvæðinu annað en garðlög þau sem áður er getið sem hafa sjálfsagt mörg verið aðhöld eða vörslugarðar. Þær útihúsatóftir sem eru varðveittar vitna ekki um umfangsmikinn skepnubúskap, enda virðist hann nánast hafa verið aukabúgrein á þessu svæði en sjósóknin í aðalhlutverki. Þegar Jarðabók Árna og Páls var tekin saman 1703 var stærsta búið á Lambastöðum en þar voru 5 kýr, 11 ær, 6 sauðir, 6 lömb og 4 hross. Á Útskálum voru 5 kýr, 1 kvíga, 3 kálfar, 7 ær, 2 lömb og 5 hestar. Önnur bú voru mun minni. Árið 1837 voru aðeins 130 ær í Útskálaprestakalli en heldur fleiri brúkunarfær hross eða 142 og 133 kýr.

Garður

Lambastaðarétt (Helgarétt).

Ekki var vitað um nákvæmt hlutverk flestra af þeim útihúsum sem skráð voru á svæðinu. Af 61 slíku húsi er aðeins vitað um nákvæmt hlutverk sex húsa, eða 10% þeirra, og sýnir það hversu mikill fróðleikur um þennan hluta sögu Garðsins hefur glatast á undanförnum áratugum. Upplýsingar um húsin eru allar fengnar af túnakortum frá 1919 og í einhverjum tilvikum af skipulagsuppdrætti frá 1954. Tæplega helmingur húsanna er horfinn af yfirborði eða 27 hús. Hluti af þessum húsum voru þrær en ein eða fleiri slíkar voru á hverri jörð. Í þær var safnað saman öllum úrgangi sem féll til á bæjum og borið á túnin á vorin Af þeim húsum sem nákvæmt hlutverk er þekkt er ein fjárrétt, Lamastaðafjárrétt/Helgarétt sem var við sjávarkampinn. Réttin er gjóthlaðin úr fjörugrjóti en norðurhlið hennar er röskuð. Réttin var gjarnan talin gömul skilarétt fyrir hreppinn og syðri hluti hennar er vel varðveittur. Fjárskýli er sunnan við sjávarkampinn og norðurhluti hennar gengur undir malbikaðan göngustíg. Tóftin er sigin og ekki ólíklegt að norðurhlutanum hafi verið raskað vegna sjógangs. Ummerki um tvö gömul fjós eru varðveitt innan verndarsvæðis.
Þúst er á svokölluðum Fjósaflötum í heimatúni Útskála en ekki er hægt að greina neitt lag á henni, örnefnið gefur þó helst til kynna að þetta hafi verið fjós. Í landi Hofs er fjós sem var byggt eftir 1930. Tóftin sést enn, og í henni mótar fyrir grjóthlöðnum veggjum. Ritaðar heimildir geta einungis um einn hjall innan verndarsvæðis en á túnakorti Vatnagarða frá 1919 er skrifað ‘3 timburskýli fyrir fisk.“ Þau eru horfin, en á sömu slóðum er nú göngustígur. Á túnakort Akruhúsa eru sýnd þrjú sambyggð hús og skifað við þau „malir“. Þessi mannvirki eru öll horfin.
Innan heimatúnanna voru skráðar 19 þústir, í öllum tilvikum var talið augljóst að mannvistarlög leyndust þar undir sverði. Í mörgum tilvikum er líklega um útihús eða minjar tengdar sjósókn að ræða en nánari upplýsingar um hlutverk þeirra og aldur má aðeins fá með fornleifauppgreftri.

Minjar um sjósókn

Garður

Garður – vör.

Þrátt fyrir að ljóst sé að íbúar í Útskálasókn hafi ætíð stundað sjósókn samhliða búskap eru ekki hlutfallslega margar sýnilegar minjar um sjósókn innan verndarsvæðis. Slíkar minjar eru samtals 15 talsins. Ástæður þessarar fæðar eru að öllum líkindum tvær. Í fyrsta lagi gætu flestar minjar um sjósókn hafa horfið vegna landbrots og tíðra framkvæmda við sjávarsíðuna á 20. öld. Þetta á við um naust, fiskreiti, sundmerki o.fl. Í öðru lagi er ekki alltaf augljóst að mannvistarleifar hafi tengst sjósókn ef ekki eru til heimildir um notkun þeirra.
Best varðveittu minjar um sjósókn á verndarsvæðinu eru ruddar varir eða lendingar. Innan skráningarsvæðisins eru þrjár slíkar varðveittar og hafa verið merktar með skiltum á undanförnum árum af Guðmundi Garðarssyni og Vilhelm Guðmundssyni. Augsýnilega hefur mikil vinna verið lögð í að halda vörunum þokkalegum, enda líf manna komið undir því að hægt væri að ná landi líkt og kemur fram tillögu að verndarsvæði í byggð. Þetta eru Akurhúsavör, Miðvör og Lónið. Tvær aðrar lendingar eru innan skráningarsvæðis, Lambastaðavör og Króksvör en öll ummerki um þær eru horfnar. Á Lambastöðum voru umsvif konungsútgerðarinnar mikil á 16.-18. öld en lítil sem engin ummerki um hana varðveitt nema sjálf Lambastaðavör. Það er ljóst að þennan hluta atvinnu- og byggðasögu svæðisins þarf að rannsaka mun betur. Líklega er útgerðarsvæði Lambastaða komið í sjó, á 18. öld er búið að flytja bæinn vegna sjógangs. Í máldaga Útskála frá 14. öld sést að lendingar og uppsátur voru einnig við býlið Naust en það svæði er komið í sjó og engar upplýsingar aðar en ritaðar heimildir varðveittar um þá jörð og minjar þar.
Fjögur uppsátur eru merkt inn á Túnakort frá 1919 og Skipulagsuppdrætti frá 1954. Uppsátur er sunnan við Króksvör, suðurhlið þess er hlaðin og tvö bátaspil sjást þar enn. Þarna voru bátar úr Króksvör teknir á land. Í landi Lambastaða er uppsátur, þar sér enn móta fyrir grónum kanti, sunnan við Lambastaðavör. Bátaspil er sýnt á túnakorti nærri Lónshúsum en ummerki þess eru horfin undir byggingu. Hið sama má segja um uppsátur við Lónshúsavör sem komið er undir malbikað plan. Fiskimalir eru sýndar á túnakorti frá 1919 við Lambastaði en þess sjást ekki merki á yfirborði.
Einungis tvær þurrabúð eru þekktar á skráningarsvæðinu. Í Jarðabók Árna Magnússonar er minnst á konungsbúð á Lambastaðastöðum en ekki er vitað hvar hún var. Þurrabúð var gerð í bæjarhúsum Hofs um 1906 í kjölfar þess að bærinn var fluttur. Tóft þurrabúðarinnar er nú undir trébrú á göngustíg sem liggur meðfram sjávarsíðunni og ljóst að miklar brreytingar hafa orðið á eldri bæjarhól Hofs á síðustu 10 árum eða svo.

Samgönguminjar

Garður

Garðskagaviti.

Á skráningarsvæðinu eru 20 minjastaðir sem tengjast samgöngum, en stór hluti þeirra er horfinn vegna jarðræktar. Allt eru þetta leiðir sem flokka mætti sem styttri leiðir innan landareignar auk minjastaða sem tengjast samgöngum á sjó.
Garðskagaviti er reistur 1897 en nýrri viti var reistur árið 1944. Báðir vitarnir standa enn og eru orðnir eitt helsta kennileiti Garðs. Þrjú siglingamerki eru innan skráningarsvæðis, á þeim öllum eru nú grjóthrúgur og rekaviðartré. Merkin eru fallin úr notkun en það væri áhugavert í ljósi sögu svæðisins að halda þeim við.
Aðeins einar reiðgötur voru skráðar innan úttektarsvæðis. Þær lágu sjávarmegin við Akurhús, á svæði sem kallaðist Sandaflatir. Þar mátti greina allt að 13 troðninga innan heimatúns sem bendir til þess að leiðin hafi verið fjölfarin en ekki er vitað hvert leiðin lá.
Á túnakortum frá 1919 eru teiknaðar traðir að sjö bæjum á svæðinu en hvergi sjást ummerki um þær lengur. Traðirnar lágu flestar til suðurs frá bæjunum en ekki í átt til sjávar, litlar sem engar heimildir hafa varðveist um sjávargötur. Í upphafi 20. aldar er því greinilegt að þungamiðjan í samgönguneti Út-Garðs hefur verið sunnan við heimatúnin, eftir vegi þar sem Skagabraut liggur enn. Ekki er ljóst hvort að svo hafi alltaf verið en heimildin um reiðgöturnar gefur til kynna að mikilvæg leið hafi áður verið norðar, nær sjó. Malarvegur er yfir tröðum að Hofi. Þær voru um 20 m breiðar og enduðu beint vestan við yngra bæjarstæðið.

Garðaskagaviti

Garðskagaviti nýrri.

Traðir lágu til norðurs frá vegi (núverandi Skagabraut) inn á gróið svæði milli býlanna Fögruvalla og Sjávargötu. Á sama stað er nú vegslóði að Steinshúsi sem byggt var eftir 1920. Traðir lágu til suðurs frá Lambastöðum en á svipuðum slóðum er nú gróin lág í túni. Traðir lágu til suðurs frá Fögruvöllum, í gegnum kálgarða. Á þessu svæði eru nú gróin tún og engin ummerki traðanna merkjanleg. Frá Móhúsum lágu traðir að fyrrnefndum vegi sunnan við túnin en öll ummerki þeirra eru horfin í tún. Hið sama má segja um traðir sem lágu til suðurs frá Nýjabæ, þær eru komnar í tún og lítil sem engin ummerki þeirra sjást lengur. Traðir lágu til norðurs frá Nýlendu að kálgörðum sem þar voru. Á Útskálum voru tvennar traðir, aðrar lágu til suðurs frá bænum að fyrrnefndum vegi og traðir til norðausturs að Naustahliði. Yfir þeim báðum eru akvegir í dag. Þetta eru einu „gömlu traðirnar“ sem liggja til norðurs innan skráningarsvæðisins.
Ýmsar aðrar götur eru teiknaðar inn á túnakort frá 1919. Götur eru einnig sýndar á túnakortum. Í landi Lónshúsa lágu götur til suðvesturs frá Lónshúsum að hliði sem þar var á túngarðinum. Göturnar sjást ekki lengur. Leið er einnig merkt á túnakortið og lá til suðurs frá fiskimölum og lendingnum sem þar eru. Líkt og aðrar götur innan svæðis er hún horfin. Steypt stétt er sýnd á túnakorti frá 1919 frá Garðskaga að Garðskagavita, þar er enn vegur. Leið var fast vestan við Fögruvelli og lá inn á gróið svæði milli kálgarða Fögruvalla og kálgarða Hofs. Á sama stað er nú malarvegur að Efra-Hofi. Leið lá til suðurs fá Móakoti en þar er nú malarvegur að bænum.

Brunnar

Garður

Presthús – brunnur.

Áberandi minjaflokkur á svæðinu eru brunnar en aðgangur að fersku vatn var víða erfiður á Reykjanesi. Allt vatn í Út-Garði var sótt í brunna en einnig var vatni safnað í þrær eða kör við hús. Sumir brunnanna sem voru skráðir voru aldagamlir meðan aðrir eru gerðir á 20. öld. Alls voru skráðir 11 brunnar á svæðinu en enginn þeirra er enn í notkun. Brunnur var gerður á fyrrihluta 20. aldar og vatn leitt úr honum inn Nýjabæ. Þar sést nú einungis dæld á yfirborði. Brunnur sem var gerður árið 1929 við Nýlendu er horfinn en óljós ummerki þústar sem líklega eru leifar af brunn fundust í landi Akurhúsa. Á skipulagsuppdrætti frá 1954 er merktur brunnur í landi Garðhúsa en engin ummerki hans sjást nú í grónu túni. Hið sama má segja um brunn sem er merktur á túnakort frá 1919 vestan við Sæból, en hann er horfinn undir malarveg. Lónshúsabrunnur sést vel og er merktur með litlu skilti. Hliðar hans eru steyptar og plata er yfir opi hans. Hið sama má segja um brunn í Prestshúsum, steyptur kassi er umhverfis hann og járnhleri yfir. Ártalið 1938 er teiknað í steypuna en brunnurinn er í grunninn eldri, hann er sýndur á túnakorti frá 1919. Tveir brunnar eru í Vatnagörðum. Þar var tvíbýli og eru brunnarnir frá sitt hvorum bænum. Báðir eru þeir fullir af grjóti. Brunnur var sunnan við kirkjugarðinn á Útskálum, þar er gróin dæld sem ber honum vitni. Brunnur var í landi Hofs og þar er nú hólbunga yfir.
Margvíslegar annars konar minjar voru skráðar við úttekt á verndarsvæðinu og vísast að mestu til fornleifaskráningar um einstaka minjastaði þar sem sjaldan eru margir hverri gerð. Í lokinn er vert að minnast á tvo minjastaði sem láta lítið yfir sér en gætu engu að síður verið mjög merkir. Við skráningu vegna verndarsvæðis fundust tveir öskuhaugar, annar í Vatnagörðum en hinn í Miðhúsum. Ummerki um báða öskuhaugana fundust í rofi sem myndast hafði vegna ágangs hrossa. Öskuhaugur er norðan við nyrðri bæinn í Vatnagörðum. Þar er hólbunga innan við túngarðinn og mikill sandur í jarðvegi. Þar er rof í gróðurþekju og um 0,1-0,2 m þykkt lag af fiskibeinum blasir þar við. Ekki var hægt að greina ösku eða brennd bein þar. Öskuhaugur fannst norðan í svokölluðum Miðhúsahól, þeim hluta sem er innan verndarsvæðis. Hóllinn skagar til norðurs að Útskálasíki og þar er í rofi mikið af ösku og brenndum beinum. Bæjarhóll Miðhúsa er fast austan við verndarsvæðið og hefur öskuhaugurinn tilheyrt þeim bæ.

Samantekt 

Garður

Hinir eiginlegu „úthagar“ voru ekki skráðir og þar af leiðandi ekki minjar af því tagi sem helst finnast á slíkum svæðum, s.s. sel, stekkir, beitarhús, o.s.frv.. Útskálahjáleigurnar, Lambastaðir og Hof eru merktar inn á túnakort frá upphafi 20. aldar ásamt kálgörðum og öðrum mannvirkjum sem þeim fylgdu. Túnakortin eru bestu tiltæku heimildirnar sem völ er til að veita innsýn inn í menningarlandslag svæðisins í upphafi 20. aldar, fyrir tíma stórvirkra vinnuvéla þrátt fyrir að byggðin hafi strax á þessum tíma verið farin að þenjast út. Þrátt fyrir að mikið jarðrask hafi verið á svæðinu undanfarna áratugi er með ólíkindum hversu vel hversu góða og nákvæma mynd túnakortin gefa af mannvirkjum og þá um leið hversu mikið af minjum er enn varðveitt. Minjarnar spanna að líkindum allt tímabil búsetu á svæðinu, allt frá landnámi og fram eftir 20. öld (en hluti minja sem skráður teljast ekki til fornleifa samkvæmt skilningi laganna).
Innan skráningarsvæðisins eru samtals þekktar 27 minjar og af þeim voru 110 staðir nýskráðir vorið 2019 en 157 staðir höfðu áður verið skráðir en voru nú mældir upp og skráningin endurskoðuð. Ástand minja á skráningarsvæðinu er sem fyrr segir gott, einkum í ljósi þess hversu þéttbýlt það er en aðeins um þriðjungur þekktra minjastaða reyndist alveg horfin. Á öðrum stöðum sáust einhver ummerki um minjastaði, þótt þau væru stundum brotakennd.

Garðskagi

Garðsskagi – loftmynd 1954.

Mikið rask hefur átt sér stað innan svæðisins á síðari árum samfara þéttingu byggðar s.s. við húsbyggingar og jarðrækt. Minjar hafa oftast horfið vegna niðurrifs og sléttunar eða vegna þess að ný mannvirki hafa verið byggð í stað þeirra gömlu. Minjar við ströndina hafa einnig horfið og skemmst vegna ágangs sjávar. Með gerð sjóvarnargarðs var að mestu komið í veg fyrir frekara landbrot á norðanverðu svæðinu.
Hættumat var gert fyrir allar fornleifar innan fyrirhugaðs verndarsvæðis. Ákveðið var að meta það sem svo að uppistandandi hús teldust ekki í hættu. Aðrar minjar töldust allar vera í almennri hættu vegna ábúðar en slíkt er vinnuregla með minjar í nágrenni jarða og innan þéttbýlis. Ekki eru fyrirhugaðar framkvæmdir innan verndarsvæðisins svo vitað sé en í þéttbýli og á athafnasvæðum er slík hætta ævinlega til staðar. Þó að fornminjar sjáist ekki á yfirborði er oftar en ekki hægt að finna leifar þeirra undir sverði og því kunna minjar að teljast í hættu þó að þær séu ekki lengur sýnilegar.

Garður

Garður – loftmynd 1954.

Í raun má kalla byggðina í Út-Garði „dreift þéttbýli“. Meginreglan um dreifingu minjastaða er sú að flestir þeirra eru í og við heimatún en þeim fækkar hlutfallslega eftir því sem fjær dregur bæ. Innan túns eru líkur á að mannvistarleifar leynist undir sverði einnig mun meiri en annars staðar. Því má gera ráð fyrir að til viðbótar við þær tæplega 280 fornleifar sem þekktar eru innan verndarsvæðis leynist áður óþekktar mannvistarleifar víða þar sem allt úttektarsvæðið er í raun innan heimatúna. Til að koma í veg fyrir að minjum verði spillt eða leggja þurfi út í mikinn kostnað við að bjarga fornleifum sem er ógnað er gjarnan mælt með að forðast allar umfangsmiklar framkvæmdir í heimatúnum gamalla jarða og er það ítrekað hér. Framkvæmdir nærri bæjarhól Útskála eru gott dæmi. Þar viku minjar sem voru skráðar árið 2005 án nokkurra rannsókna vegna byggingar sem aldrei var reist.
Akurlönd eru eini friðlýsti minjastaðurinn innan svæðisins. Minjunum hefur engu að síður verið raskað á síðustu áratugum svo vart sér til þeirra lengur nema á litlu svæði norðan við Hólavöll. Hins vegar sjást fleiri ummerki um akurreiti á yfirborðslíkani sem gert var í þessari skráningu og á því má greina akurreinar til austurs allt að Hofi. Það gefur til kynna að ummerki um akrana séu enn varðveitt undir yfirborði þótt þau séu orðin illgreinanleg á yfirborði. Þetta þarfnast frekari rannsókna en ef rétt reynist gæti friðlýsingin Akurlanda náð til þessa svæðis og það haft áhrif á nýtingu þess.

Hafurbjarnastaðir

Gripir sem fundust í kumli við Hafurbjarnastaði.

Nokkrar fornleifarannsóknir hafa verið gerðar innan verndarsvæðisins á síðustu árum og hafa þær staðfest að búsetu á Útskálum fyrir 12. öld. Skagagarðurinn hefur einnig verið aldurgreindur og er frá 10. – 11. öld. Sá hluti Skagagarðsins sem liggur innan skráningarsvæðis sést ekki á yfirborði en líklega eru leifar hans merkjanlegar undir sverði og enn sér móta fyrir honum sunnan Skagabrautar. Við þessa skráningu fundust nokkur sambærileg garðlög sem kunna að hafa markað suðurhlið heimatúna á svæðinu og gætu þannig hafa gegnt svipuðu hlutverki og Skagagarðurinn. Brynjúlfur Jónsson teiknaði líklega hluta þeirra inn á uppdráttinn frá árinu 1902. Ljóst er að það gæti orðið mjög áhugavert rannsóknarefni að kanna þetta forna net garðlaga, aldur þeirra og innbirgðis tengsl.
Minjarnar sem skráðar voru innan verndarsvæðis hafa mismunandi hlutverk en eiga það sammerkt að endurspegla eðli og nýtingu svæðisins. Algengustu minjarnar sem skráðar voru reyndust ýmiskonar hús. Þar vógu þyngst íveruhús af margvíslegum gerðum þ.e. bústaðir og býli enda lengi verið þéttbýlt á svæðinu en nokkur fjöldi útihúsa var einnig skráður. Talsverður fjöldi kálgarða var einnig skráður og sömuleiðis garðlög sem byggð voru í annars konar tilgangi. Einnig er ljóst að ummerki um akurlöndin sjást sunnan Skagabrautar en ekki var farið í kortlagningu þeirra í þessari skráningu, t.d. túngarðar, garðar sem reistir voru til að marka eignarrétt á minni jarðskikum og landamerki jarða. Túngarðarnir eru eflaust margir að stofni til fornir en kálgarðarnir frá síðari öldum. Kvikfjárrækt og garðrækt hefur verið talsverð á svæðinu og ber fjöldi garðlaga, túngarða og kálgarða þess vitni.

Garður

Garður – sjóspil við Helgustaði.

Sjávarútvegur hefur frá fornu fari verið aðalatvinnuvegur Garðverja en vægi hans endurspeglaðist ekki nema að litlu leyti í þeim minjum sem skráðar voru. Aðeins ein þurrabúð er varðveitt á svæðinu, á gamla bæjarhól Hofs. Á Lambastöðum voru mikil umsvið konungsútgerðar á 16.-18. öld en engin ummerki um hana eru varðveitt. Heimildir eru um fimm lendingar á svæðinu en tvær þeirra eru horfnar. Skráningin bendir til að mikið af minjum tengdum fiskveiðum hafi horfið í sjó á undanförnum áratugum og öldum.
Fornleifaskráning í þéttbýli verður, eðli málsins samkvæmt, nokkuð frábrugðin þeirri skráningu sem gerð er á bújörðum í dreifbýli. Þrátt fyrir að búið sé að safna mjög miklum fróðleik um minjar í Út-Garði má minna á að áður óþekktar mannvistarleifar geta enn komið í ljós við umrót.
Skráning minja í þéttbýli er mikilvæg til að skilja hvernig menningarlandslag hefur breyst og þróast í tímans rás. Fátt vegur þyngra þegar leggja á mat á ásýnd og verndargildi byggðar. Þá skiptir máli að átta sig á uppruna og einkennum sögulegrar byggðar til að meta á hvaða rótum byggingararfur á svæðinu hvílir. Þrátt fyrir að ásýnd byggðar og byggingararfur hafi tekið talsverðum breytingum á á liðinni öld hefur svæðið samt sem áður haldið mörgum af sínum helstu sérkennum. Þar er t.d. enn að finna mikið af garðlögum setja svip sinn á svæðið og höfðu ráðandi áhrif á skipulag svæðisins allt fram á 20. öld. Vel mætti nota hugmyndir um verndarsvæði í byggð til að draga fram mikilvægi garðlaga á svæðinu, bæði landamerkjagarða, túngarða og akurgarða enda endurspeglast það í sjálfu nafni svæðisins. Ljóst er að megindrættir í búsetuþróun Út-Garðs voru dregnir snemma en að umfang byggðarinnar hafi aukist mjög mikið allt frá síðari hluta 19. aldar. Af túnakortum frá 1919 sem til eru af svæðinu má þó sjá að þar hafa þegar verið dregnir margir af helstu dráttum búsetulandslagsins þótt byggðin hafi vissulega þéttst mikið síðan kortið var gert. Á túnakortum eru jafnframt sýndar leiðir og hluti af þeim er í raun grunnur vegakerfis sem enn er notað. Á verndarsvæðinu má enn má sjá margvísleg merki um eldri byggð á svæðinu og verði tillagan að verndarsvæði í byggð samþykkt munþað vonandi stuðla enn betur en áður að varðveislu þess menningarlandslags sem þar er að finna Ljóst er að minjar innan verndarsvæðisins eru merkar og í þeim er fólginn áhugaverður vitnisburður um sögu jarðarinnar og byggðarlagsins alls. Allra markverðustu minjarnar teljast líklega, auk sjálfra bæjarhólanna, vera akurreitir og fornir garðar sem geyma áhugaverða sögu sem ekki hefur verið sögð nema að hluta. Markverðar minjar er að finna um allt svæðið í formi tófta og húsagrunna, útihúsa og garða og annarra minja sem bera vitni um daglegt líf í Út-Garði um aldir.

Heimild:
-Fornleifaskráning í Garði á Reykjanesi: Verndarsvæði í byggð, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2019.

Garður

Garður – bæir.

Garðahverfi

Í Fornleifaskráningu Garðahverfis 2002 má m.a. lesa eftirfarandi um bæi, s.s. Háteig, Hlíð, Hlíðarbúð, Garða, Garðhús, Garðabúð, Óskarsbúð, Pálshús, Dysjar, Dysjakot, Katrínarkot, Hausastaði, Hausastaðakot, Krók, Krókskot, Götu, Holt, Móakot, Höll, Hól og nokkrar merkar minjar:

Garðahverfi

Garðahverfi

Garðahverfi.

Örnefnaskrá frá 1864 segir: “ Garðaland: Svo var í eina tíð allt land Garðastaða kallað. Bæði það sem var í byggðinni við sjóinn og upp til fjalla. Hér er nú átt við land það sem Garðahverfi tilheyrir. […] Garðahverfi: Þar er átt við Garða og hverfi þar í kring, en í eina tíð voru allir bæir þar hjáleigur frá Görðum.

[…] Allt tilheyrði þetta hinum forna Álftaneshreppi“.

Garðahverfi

Garðahverfi – flugmynd.

Hið forna Garðahverfi var við sjávarsíðuna á leiðinni út á Álftanes en innan þess voru miðað við Jarðatal 1847 þessar jarðir taldar frá suðaustri til norðvesturs: Dysjar, Bakki, Pálshús. Nýibær, Garðar, Ráðagerði, Miðengi, Hlíð, Móakot, Hausastaðakot og Hausastaðir. Á hverri jörð voru auk þess hjáleigur og þurrabúðir, Dysjakot á Dysjum, Krókur, Háteigur, Garðhús, Hóll, Sjávargata og Garðabúð á Görðum, Hlíðarkot og Gata á Hlíð, Katrínarkot, Arndísarkot og Köldukinn á Hausastöðum. Ekki er vitað um staðsetningu Mýrarhúss, Óskarsbúðar og Tómthúss og sumar hjáleigurnar voru utan sjálfs Garðahverfis, Árið 1703 voru lögbýlin: Garðar, Bakki og Dysjar. Einnig hafði Hlíð verið lögbýli áður en Miðengi var hlutað úr landi hennar.

Garðahverfi

Garðahverfi – bæir.

Garðar voru rétt suðaustan við miðju hverfisins. Norðvestan megin voru Ráðagerði, Háteigur og Miðengi næst sjónum en suðaustan megin Nýibær, Pálshús og Bakki niður við sjó. Milli Garða og Bakka er mýri sem kölluð var Garðamýri eða Garðatjörn. Á mótum hennar og Garðatúns er Garðalind, mikilvægasta vatnsból staðarins. Í hana sóttu stundum öll býlin vatn og þangað lágu götur frá öllu hverfinu en bæirinir voru tengdir saman með innbyrðis leiðarkerfi. Frá Hausastöðum í norðvesturendanum lá gata yfir í Hausastaðakot og þaðan áfram í Móakot, frá því yfir í Hlíð og frá Hlíð áfram í Háteig og Miðengi. Frá Háteigi lá leiðin framhjá Ráðagerði til Garða en frá Miðengi niður að Garðalind. Frá Dysjum í suðausturendanum niður við sjó lágu traðir til Pálshúsa og Nýjabæjar og þaðan áfram til Garða. Þá voru einni götur eða traðir frá bæjunum niður í sjávarvarir en nánast hver bær átti sína vör sem við hann var kennd. Voru víða hlið í sjógarðinum fyrir ofan þær. En leiðir lága líka í hina áttina um hlið á Garðatúngarði og stundum áfram út í land staðarins fyrir ofan þar sem býlin höfðu ýmsar nytjar og þaðan jafnvel til næstu byggða.

Garðahverfi

Garðahverfi austanvert.

Býlin í Garðahverfi liggja svo þétt að kominn er vísir að svolitlu þorpi og var girt í kringum það allt með görðum. Varnargarður lá meðfram sjónum og norðaustan megin teygði sig hinn mikli Garðatúngarður, frá Balatjörn í suðaustri, um Dysjamýri og Garðaholt, til Skógtjarnar í norðvestri. Garðinn lét séra Markús Magnússon reisa í kringum 1800 og væntanlega hafa allir íbúar hverfisins sameinast um verkið undir hans stjórn. Voru þá fjarlægð eldri garðlög við túnin ofanverð. Garðar hafa því verið þarna fyrr þótt þá þyrfti að endurhlaða með jöfnu millibili. Mannvirkjagerð af þessu tagi hefur tíðkast frá fornu fari og eru varðveittir garðar annars staðar sem vöru heilu byggðalögin, t.d. Skagagarður á Garðskaga og Bjarnargarður í Landbroti. Í Grágás eru jafnvel lagaákvæði um þetta og segir að löggarður átti að vera „fimm feta þjokkur við jörð niðri, en þriggja að ofan, og skal hann taka í öxl þeim manni af þrepi, er bæði hefir gildar álnar og faðma“.

Háteigur (býli)
Býlið Háteigur er vestan Garða. Íbúðarhúsið stendur efst í túnin, rétt fyrir neðan garðinn (ÖS).
Tún Háteigs liggur vestan Garðatúns, alveg niður að sjó (ÖS). Garður er með Garðatúni. Garðinn lét séra Markús Magnússon hlaða á milli Skógtjarnar og Balatjarnar
fyrir ofan öll tún í Garðahverfi (ÖS).
Gripahús eru aðeins vestar og neðar en íbúðarhúsið, við veginn að Miðengi (ÖS).
Á klöpp fyrir ofan Háteig var viti hér áður, Garðaviti (ÖS).
Holt er þurrabúð. Þurrabúðin Holt var eina 150-200m norðvestur af Háteigi og verður þess nánar getið síðar (ÖS).

Hlíð (býli)

Garðahverfi

Hlíð.

Hlíð er talin meðal jarða í eigu Garðakirkju í máldögum þegar árin 1397 og 1477. Hún er nefnd í Jarðaskrá kirkjunnar 1565, þá byggð Hákoni og í Gíslamáldaga 1570. Hlíð var lögbýli þangað til Miðengi var hlutað úr landi hennar, skv. Jarðabók enn í eigu kirkjunnar árið 1703 og ábúendur þá orðnir tveir, Sigurður Sighvatsson með fimm í heimili og Bjarni Símonsson með fjóra og hafa búið í Hlíðar-Vesturbæ og Austurbæ. Í Manntali sama árs er einnig tilgreind húskonan Hallgerður Ásbjörnsdóttir. Skv. næsta Manntali bjuggu enn tveir bændur í Hlíð árið 1801. Hjá Sigvalda Guðmundssyni hreppstjóra og Margréti Pétursdóttur voru 9 manns í heimili og jafnmargir hjá hjónunum Gísla Jónssyni og Þóru Daníelsdóttur. Auk þeirra voru tómthúshjónin Sigurður Sigurðsson og Arnbjörg Jónsdóttir, e.t.v. búsett í einhverju af þurrabýlunum sem vitað er um á jörðinni, t.d. Hlíðarkoti eða Sólheimum. Þegar Manntal var tekið 1816 hafði heimilismönnum Sigvalda fjölgað í þrettán og m.a. bæst við systursonur hans, Samúel Jónsson, en Gísli var fluttur með sitt fólk og í hans stað kominn Halldór Erlendsson, kvæntur Elínu Þorsteinsdóttur. Alls voru sjö í heimili en átta í Skv. Jarðabókinni 1703: Hlýd. Hjáleiga í óskiftu staðarins landi. Hlíð var so sem lögbýli áður en Miðengi var þar frá tekið og var þar þá fyrirsvar að menn meina. Jarðardýrleiki er óviss.
Ábúendur Sigurður Sigvatsson býr á hálfri, annar Bjarni Símonsson. Landskuld xx álnir hjá hvörjum, af allri xl álnir. Betalast með ii vættum fiska í kaupstað.
Við til húsabótar leggja ábúendur. Leigukúgildi i sem hjáleigunni hefur að fornu fylgt, en nú tvö fyrir bón og nauðsyn ábúenda. Leigur betalast í fiski eður smjöri heim til staðarhaldarans. Kúgildin uppýngir staðarhaldarinn.

Garðahverfi

Garðahverfi – bæir.

Kvaðir eru mannslán árið um kring af sjerhverjum ábúenda, en búi einn á er ekki nema eitt mannslán. Hrísshestar tveir ef tveir búa á, einn ella. Dagslættir tveir ef tveir búa á, einn ella. Hestlán eitt ef einn býr á, annars eru tvö. Þessar kvaðir hafa um þrjú eður fjögur næstliðin ár fyrir fátæktar sakir ábúenda hvorki heimtar nje teknar verið fyrir utan dagsláttinn og mannslánið.
Kvikfjenaður er hjá Sigurði Sighvatssyni ii kýr, hjá Bjarna Símonssyni ii kýr. Fóðrast kann á allri jörðinni iiii kýr naumlega. Heimilissmenn hjá Sigurði v, hjá Bjarna iiii. Eldiviðartak af móskurði í kirkjunnar landi.
Manntali 1845. Þá hafði sonum þeirra hjóna fjölgað en sá elsti Erlendur Halldórsson var orðinn heimilisfaðir og bóndi á Dysjum. Ábúendaskipti höfðu einnig orðið á hinum Hlíðarbænum, Samúel var fluttur í tómthús í Miðengi en um aðra í fjölskyldunni er ekki vitað. Nýi bóndinn hét Þórarinn Þorsteinsson og húsfreyjan Geirlaug Jónsdóttir, bæði fyrrverandi vinnuhjú séra Markúsar. Þau voru komin með fjórar dætur og einn son. Loks bjuggu á jörðinni tveir tómthúsmenn, Þórleikur Arngrímsson ásamt konu sinni og móður og Erlendur Jónsson úr hjáleigunni Holti ásamt konu sinni Þóru Rafnsdóttur og tveimur börnum. Skv. Jarðatali var þó aftur aðeins einn ábúandi tveimur árum síðar 1847, jörðin áfram kirkjueign, einnig nefnd í Jarðabók árið 1861 og skv. Fasteignabókum enn í eigu kirkjunnar 1932 og 1942-4.
Árið 1565 galt Hlíðarbóndinn Hákon þrjár fiskavættir í landskuld. Kvaðir voru mannslán og formennska, kúgildi eitt en áður höfðu verið tvö. 1703 var jarðardýrleiki óviss en landskuld alls 40 álnir sem skiptust milli Sigurðar og Bjarna og guldust með tveimur fiskavættum í kaupstað. Kúgildið hafði fyrir bón þeirra verið aukið í tvö og guldust í smjöri eða fiski til staðarhaldara sem bar að yngja þau upp. Í kvikfénaði átti hvor um sig tvær kýr sem fóðruðust naumlega. Kvaðir sem skiptust milli ábúenda voru tvö mannslán árið um kring, tveir dagslættir og hrísshestar og tvö hestlán en hrís og hestar höfðu vegna fátæktar þeirra ekki verið heimt í 3-4 ár. Bjarni og Sigurður lögðu sjálfir við til húsabótar en höfðu eldiviðartak af móskurði í landi Garðastaðar.

Garðahverfi

Hlíð.

Árið 1847 var dýrleiki jarðarinnar enn óviss, landskuld hin sama og kúgildi sem áður tvö.
1861 var Hlíð talin 16,2 ný hundruð og 1932 með húsakosti metin á 93 hundruð kr. Þá voru kúgildi jarðarinnar fjögur en hún átti 80 sauði og tvö hross. Úr 2100,3 m² matjurtagörðum fengust 50 tunnur á ári og stundað var útræði og hrognkelsaveiði. Skv. Örnefnaskrá 1964 voru hrognkelsamið í Hlíðarþara utan Hlíðarvara niður af bæjunum. Árin 1942-4 var verð jarðarinnar 90 hundruð kr. en í bústofninum voru þá 5 nautgripir, 43 sauðir og eitt hross og afrakstur garðanna um 46 tunnur á ári. Auk fyrrgreindra hlunninda hafði Hlíð mótekju.
Áfram var tvíbýli í Hlíð og skiptist túnið í Hlíðar-Vesturbæjartún sem var 1,2 ha árið 1918 og Hlíðar-Austurbæjartún sem var 1,4 ha. 1932 hafði heildartúnið stækkað í 3,2 ha og í heyafla fengust 145 hestburðir í töðu en 60 í útheyi. Á árunum 1942-4 gáfu túnin 200 hestburði í töðu og 40 í útheyi. 1964 var Hlíðartún talið „allstórt, allt að fjögur kýrgrös“. Hlíðarkot var norðan í því og auk þess þurrabúðin Gata austur upp við Garðatúngarð.
Túnið lá að sjó, umgirt girðingum og görðum og á sjávarkambinum var sjóbúð kennd við Hlíð. Norðvestan megin var Móakot næst sjónum og Hausastaðakot nokkru ofar en suðaustan megin Miðengi og Háteigur. Í landi Hlíðar rétt utan Garðatúngarðs voru auk þess býlin Holt og Sólheimar.

Garðahverfi

Hlíð.

Á Túnakorti 1918 liggja fimm samfastir kálgarðar með hlöðnum veggjum kringum bæjarhúsin að norðaustan, norðvestan og suðvestan. Af þeim er væntanlega kominn stóri kálgarðurinn sem í Örnefnalýsingu 1976-7 er sagður vera „fast vestan við íbúðarhúsið“ sem Gísli Guðjónsson reisti 1924 í stæði gamla Austurbæjarins. Hluti garðsins fannst við Fornleifaskráningu 1984 framan eða norðvestan „við bæinn í Hlíð en skrásetjari taldi þar vera gömlu heimakálgarðshleðsluna. Þarna er „yfirgróin grjóthleðsla, nú mjög lág“ og nær um 30 m til norðurs framan eða vestan „við núverandi íbúðarhús […] þar kemur aðeins horn í hleðsluna til austurs“, síðan heldur hún „áfram um 16 m til norðurs“. Hleðslan „myndar bakka þarna í túnið“ og er „uppfyllt að austan“.
Á Túnakortinu 1918 virðist mega sjá varir sitt hvorum megin við enda sjávargötunnar frá Hlíðarbæjum. Í Örnefnaskrá 1964 eru nefndar Hlíðarvör vestri eða Vesturbæjarvör sem „tilheyrði vesturbænum í Hlíð“ og Hlíðarvör eystri eða Austurbæjarvör sem „tilheyrði Austurbænum“. Vesturbæjarvör er líklega rétt fyrir neðan Hlíðarbúð.
Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Í fjörunni, beint niður af húsinu, er Hlíðarvör. Þar er fjaran nokkuð slétt, en safnaðist í hana stórgrýti á vetrum. Þurfti því að ryðja hana á vorin. Hlið var á garðinum fyrir ofan vörina, og voru bátarnir settir um það, upp á tún, ef sjógangur var mikill.“ Umrætt bátahlið má sjá á Túnakortinu þar sem gatan endar milli vara og er það nokkuð breitt. Í Örnefnalýsingu segir enn fremur: „Efra-Hlíðarsker er örskammt frá landi, rétt vestan við vörina. Fram í það er gengt á hverri fjöru. Ytra-Hlíðarsker er u.þ.b. 40 m beint út af því. Út í það er aldrei vætt nema á stórstraumsfjöru.“ Skerin framan við voru kölluð Hlíðarklappir og utan þeirra var hrognkelsamið í Hlíðarþara. Hlíðarklakkar hétu „sandbungur út frá skerjunum og þörunum“.

Hlíð

Hlíð.

Á Túnakorti 1918 eru gerði í túninu austan Hlíðarbæja upp við Garðatúngarð. Við suðausturenda þess syðsta er hústóft úr torfi og grjóti, aflöng með stefnuna suðvestur-norðaustur. Trúlega er þetta Gata sem skv. Örnefnaskrá 1964 var „þurrabúð við vestur túngarð Garða, ofan við Hlíðarbæi“. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Í suðaustur (u.þ.b. 150 m) frá íbúðarhúsinu var grasbýli, sem hét Gata. Hún fór í eyði um síðustu aldamót, og féll þá túnið undir Austurbæinn í Hlíð. Var þá byggður þar á tóftunum bær yfir karl og kerlingu á vegum hreppsins. Þau fóru þaðan um 1925, og keypti þá Gísli [Guðjónsson] bæinn og hefur haft hann fyrir fjárhús síðan og gert á honum ýmsar breytingar.“ Gísli mundi eftir bænum í Götu en „Götuland girðir að mestu land Miðengis af til austurs. Spildan frá Götu, sem ræktuð er ofan Miðengistúns, er nefnd Götuvöllur, og tilheyrir hún Hlíð.“ Skv. Fornleifaskráningu 1984 er Gata í eða við suðurhorn garðs „beint upp af Miðengi í suðaustur frá Hlíð“. Allt um kring er slétt graslendi og aflíðandi halli. Þarna eru tvö fjárhús úr torfi og grjóti með trégafla að ofan og bárujárnsþaki. Aftara eða austara húsið er um 5 m langt að utan og vísar í suðvestur (240°) en hitt húsið kemur hornrétt framan eða vestan á það. Suðurendi garðhleðslunnar liggur nokkurn veginn á mitt austara húsið. Væntanlega eru þetta húsin sem Gísli
byggði á bæjatóftunum.

Gata (leið)
Á Túnakorti 1918 má sjá hvar gata liggur frá gamla bæjarstæðinu í suðvestur að sjó og við enda hennar sýnist vera breitt hlið á varnargarðinum, líklega bátahlið.

Hlíðarbúð (sjóbúð)

Garðahverfi

Garðahverfi – bæir.

Á Túnakortinu 1918 er svolítið mannvirki byggt inn í sjógarðinn rétt norðvestan við bátahlið og götu. Það er hlaðið úr grjóti og hólfast í tvennt. Trúlega er þetta Hlíðarbúð sem var á sjávarkambinum.

Brunngata (leið)
Á Túnakorti 1918 má sjá götu sem byrjar við skemmu suðaustan Hlíðar-Austurbæjar og liggur þaðan suður um tún bæjanna og gegnum hlaðið í Miðengi. Líklega er þetta Hlíðarbrunngata eða Brunngata sem skv. Örnefnaskrá 1964 lá frá Hlíð og Miðengi að Garðalind „því þangað var sótt gott neysluvatn“. Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 „lá brunngata frá Hlíð niður fyrir neðan Miðengi og þaðan austur í Garðalind“ og var vatn í Hlíð aðallega sótt þangað.

Gata (leið)
Á Túnakortinu 1918 liggur ónefnd gata frá Hlíðarbæjum austur um túnið. Hún kvíslast fljótlega í tvennt og liggur önnur kvíslin áfram austur yfir að Háteigi en hin sveigir í norðaustur meðfram gerðum hjá þurrabúðinni Götu. Leiðin liggur um hlið á Garðatúngarði að Illugagerði og býlinu Holti fyrir utan. Á þeim kafla götunnar sem næstur er túngarðinum er hlaðinn veggur vestan megin.

Illugagerði (gerði)
Rétt við norðurhorn kúagerðis, í miðjum Garðatúngarði, er á Túnakortinu 1918 sýndur ferhyrndur kálgarður með grjóthlöðnum veggjum og stefnu með túngarðinum. Þetta er trúlega Illugagerði sem skv. Örnefnaskrá 1964 var „rétt hjá Holtsgerði“, þ.e. stóra garðinum sem sést austan við það á kortinu. Illugagerði var „ræktað […] þarna á holtinu. Það gerði Illugi Brynjólfsson, er bjó um aldamótin 1900 í Holti“ en þess má geta að alnafni hans og e.t.v. ættingi var bóndi á nágrannabænum Ráðagerði skv. Manntali 1816 og bjó þar fram um miðja 19. öldina.
Garðurinn fannst við Fornleifaskráningu 1984 og er nánar tiltekið staðsettur framan og vestan við núverandi Holt.

Hlíðarkot (býli)

Garðahverfi

Hlíðarkot.

Skv. Örnefnaskrá 1964 var Hlíðarkot hjáleiga eða þurrabúð frá Hlíð og stóð vestan Hlíðarbæjanna „samhliða, með stétt“, skv. Örnefnalýsingu 1976-7 „fast austan við Vesturbæinn. Kotið var löngu komið í eyði, þegar Gísli
[Guðjónsson] kom að Hlíð“ 1924. Skv. Fornleifaskráningu 1984 var það í hlaðinu á Hlíð. Minjarnar eru þó horfnar og í þeirra stað komin geymsla.
Hlíðarkot er ekki nefnt í heimildum frá 18. og 19. öld og ekki vitað hvenær það byggðist. Eitthvað af tómthúsfólkinu sem bjó í Hlíð þegar Manntöl voru gerð 1801 og 1845 gæti þó hafa átt heimili í kotinu.

Karkur (vatnsból)

Garðahverfi

Karkur.

Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Brunnur í grjótinu mitt á milli Grjóta og Hlíðar hét Karkur. Í hann safnaðist eingöngu rigningarvatn. Annars var vatn í Hlíð aðallega sótt í Garðalind. Skv. Fornleifaskráningu 1984 er Karkur „um miðja vegu milli bæjanna“ og „grýtt allt um kring. Vatnsbólið var notað í minni Tryggva Gunnarssonar í Grjóta, þá „um 3 álnir á dýpt“. Brunnurinn er „um 0,75 í þvermál – ekki greinilega kringlóttur“, markaður með grjóti „á allar hliðar og sá í vatn, en hann er nú byrgður með fleka“.

Garðatúngarður (garður)

Garðahverfi

Garðatúngarður.

Á Túnakorti 1918 sést hvernig girt er í kringum allt Hlíðartún með görðum og girðingum. Meðfram Hlíðartröðum sem liggja frá Garðatúngarði til bæja er garður hlaðinn suðvestur að heimakálgarðshleðslunni. Annar garður sem er enn austar skilur milli Götu og Háteigs. Frá honum liggur síðan girðing í vestur milli Götu og Miðengis og við bæjastæði Hlíðar byrjar aftur garður sem nær suðvestur að sjó. Þar er sjóvarnargarðurinn hlaðinn eftir öllum sjávarkambinum framhjá Hlíðarvörum og hefur framhald hans varðveist neðan Móakots. Rétt austan varanna liggur girðing upp frá sjógarðinum að heimakálgarðshleðslunni og nokkru vestan þeirra liggur landamerkjagirðing milli Hlíðar og Móakots. Hún endar við austurvegg Móakotstraða sem liggja áfram norðaustur að Garðatúngarði. Skv. Fasteignabókum eru túngarðar og hagagirðingar við Hlíð árið 1932 og áfram. Við Fornleifaskráningu 1984 fannst hluti Garðatúngarðs ofan Hlíðar en hleðslubrotið endar ofan við Grjótahúsið. Þetta er „þurr grjóthleðsla, þakin skófum og nokkuð gömul að sjá, […] nú innan girðingar Hlíðarmegin á um 70 m kafla eða að heimkeyrslu Hlíðar – og síðan áfram svolítinn spöl“.

Garðar

Garðar.

Í Örnefnalýsingu 1976-7 er sagt ýtarlega frá byggingu sjógarðsins: „Á sjávarbakkanum fyrir Hlíðartúni lét Gísli [Guðjónsson] hlaða sjóvarnargarð á árunum 1928-38. Var hann bæði hlaðinn úr fjörugrjóti og grjóti, sem tekið var upp úr túninu. Grjótið í túninu var tekið upp með svonefndum grjótgálga, en slík verkfæri fluttust þá hingað til lands frá Noregi. Voru þeir ýmist gerðir af þrem eða fjórum löngum spýtum (u.þ.b. 3-4 m löngum). Spýturnar mættust í oddi, og var ein lengri og til stuðnings (tvær í fjögurra spýtna gálga). Efst í gálganum var þrískorin blökk og önnur tvískorin rétt fyrir neðan hana. Neðarlega á gálganum voru svo tannhjólin (tvö), og var sveifin fest á svera járnteina á milli aðalspýtnanna. Á endann á vírnum var fest stór járnkjaftatöng til að grípa um steinana. Á veturna var grjótið klofið í hæfilega hleðslusteina. Fyrst voru klappaðar raufir í steinana með stuttu millibili.
Mátti það helzt ekki vera lengra en spönn. Til þessa var notaður sérstakur klöppuhamar. Þá voru stálfleygar reknir niður í holurnar. Oddurinn mátti ekki nema við botn holunnar, því þá kom ekki þvinga á steininn. Til að koma í veg fyrir það var sett gyrði báðum megin á fleyginn, og þrýstist það til hliðanna, um leið og fleygurinn var rekinn niður. Eftir að fleygunum hafði verið fest í raufunum, var rekið nokkuð jafnt á fleygaröðina. Klofnuðu steinarnir þá af þvinguninni, og urðu kantarnir merkilega sléttir. Steinarnir, sem voru klofnir, voru fyrst og fremst grágrýti.“

Garðahverfi

Garðatúngarður.

Í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 segir: „Garðlag er og þvert yfir Garðahverfi sem skiptir því í austur og vestur hverfið. Fleiri garðlög finnast, er sýna, að hér eru tún forðum útgrædd upp í Garðaholt.“ Hér mun átt við Garðatúngarð sem skipti milli Garðatorfunnar meðfram sjónum og nytjalands hverfisins fyrir ofan. Á Túnakorti 1918 má sjá hvar hann liggur frá suðaustri til norðvesturs meðfram túnum bæjanna Dysja, Pálshúsa, Nýjabæjar, Garða, Ráðagerðis, Hlíðar, Hausastaðakots og Hausastaða. Hann byrjar við Balatjörn og endar við Skógtjörn. Skv. Fasteignabókum er enn túngarður við allar jarðirnar árin 1932-44. Í Örnefnaskrá 1964 segir: „Garðatúngarður: Þetta var mikill túngarður, hlaðinn af grjóti. Lá neðan frá Dysjamöl við Balatjörn norður allt að Skógtjörn. Girti þannig af alla Garðatorfuna með hjáleignatúnunum. Séra Markús stiptprófastur Magnússon lét hlaða þennan garð á síðari hluta 18. aldar.
Var það mikið mannvirki.“ Þegar garðurinn var lagður voru um leið fjarlægðir aðrir garðar sem voru „vítt um túnin ofanverð, og munu hafa verið nokkurs konar varnargarðar um akurreiti, þegar akuryrkja var stunduð […]“ Talað var um Austurgarð austur frá Garðahliði en Vesturgarð vestur frá því. Austan Dysja var kallaður Dysjatúngarður. Fornleifaskráning fór fram árið 1984 og fundust þá hlutar Vesturgarðsins. Ofan Garða er hann varðveittur frá Garðhúsum til Háteigs og birtist síðan aftur á um 70 m kafla ofan Hlíðar en endar við girðingarhorn við heimkeyrslu Grjóta.

Garðahverfi

Garðatúngarður.

Ætla má að allir íbúar Garðahverfis hafi sameinast um byggingu þessa mikla túngarðs undir stjórn séra Markúsar enda hefur þeim líklega borið skylda til. Eins og fram kemur voru þarna eldri garðlög fyrir en mannvirkjagerð af þessu tagi hefur tíðkast frá fornu fari. Annars staðar á landinu eru varðveittir langir garðar sem varið hafa heilu byggðalögin og má nefna Skagagarð á Garðskaga og Bjarnagarð í Landbroti. Í Grágás eru lagaákvæði um byggingu slíkra
garða og segir þar að Löggarður átti að vera „fimm feta þjokkur við jörð niðri, en þriggja ofan, og skal hann taka í öxl þeim manni af þrepi, er bæði hefir gildar álnar og faðma“.

Sólheimar (býli)

Garðahverfi

Sólheimar.

Býlið voru við heimkeyrsluna að Grjóta, rétt utan Garðatúngarðs að sögn Tryggva Gunnarsonar. Þar var tómthús en engar minjar fundust við Fornleifaskráningu árið 1984.
Sólheimar eru ekki nefndir í heimildum fyrri alda og því ekki vitað hvenær þeir voru í ábúð. Eitthvað af tómthúsfólkinu sem getið er um í Hlíð í Manntölum 1801 og 1845 hefur þó e.t.v. haldið til í þessu húsi.

Holt (býli)

Garðahverfi

Holt.

Skv. Örnefnaskrá 1964 var Holt „þurrabúð í Garðahverfi, ofan Hlíðarbæja“ eða „hjáleiga vestan við Götu“. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Í háaustur frá Hlíð er Holt. Þar er nú stórt timburhús, byggt nálægt 1942. Rétt fyrir norðan það er pakkhús. Gamli bærinn í Holti stóð u.þ.b. 20 m í suður frá íbúðarhúsinu, sem nú er. Svolítið gerði var í kringum hann og kálgarður í því, framan við bæinn. Sá bær fór í eyði rétt fyrir aldamótin 1900, og var Holt ekki aftur í byggð, fyrr en reist var húsið, sem nú er. Holt stendur rétt ofan við túngarðinn í Hlíð (þ.e. garðinn, sem Garðaprestar létu hlaða ofan túna í Garðahverfi).“
Holt er fyrst nefnt í Manntali sem „húsmannspláss“ árið 1801 en þá bjó þar Sigurður Nikulásson, jarðnæðislaus fiskari, ásamt konu sinni Álöfu Höskuldsdóttur og tveimur börnum. Þau voru flutt árið 1816 og í stað þeirra komið húsfólk úr Miðengi, Jón Erlendsson og Ólöf Helgadóttir en hann hefur trúlega verið bróðir Halldórs Erlendssonar Hlíðarbónda. Hjónin í Holti áttu tvo unglingssyni sem báðir hétu Erlendur og í heimili hjá þeim var einnig Guðrún Halldórsdóttir, 72 ára „niðurseta“. 29 árum síðar var Erlendur yngri kominn með eigin fjölskyldu í öðru tómthúsi í Hlíð en tvær nýjar fjölskyldur höfðu tekið við í Holti: annars vegar þau Guðmundur Jónsson, grashúsmaður og fiskari, og Helga Jónsdóttir með þrjú börn á aldrinum 16-22 ára, hins vegar hjónin Sigríður Guðmundsdóttir og Einar Guðmundsson, tómthúsmaður og fiskari.
Holt (býli)

Holtsgerði (gerði)

Holt

Holt og Holtsgerði – loftmynd.

Á Túnakorti liggur stór ræktarblettur út frá Garðatúngarði og Illugagerði ofan Hlíðar. Hann er óreglulegur í lögun en þó nokkurn veginn ferhyrndur, umgirtur hlöðnum veggjum, með stefnu norðvestur-suðaustur.
Þetta mun vera Holtsgerði en skv. Örnefnaskrá 1964 ræktaði Eyjólfur Eyjólfsson það umhverfis Holtsbæinn. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Gamli bærinn í Holti stóð u.þ.b. 20 m í suður frá íbúðarhúsinu, sem nú er.
Svolítið gerði var í kringum hann og kálgarður í því, framan við bæinn.“ Trúlega er þetta grjóthlaðni ferhyrndi garðurinn sem fannst við Fornleifaskráningu 1964. Hann liggur beint í suður út frá núverandi Holti, í smáþýfi þar sem er grýtt á köflum. Hann er um 30 x 32 m að stærð með stefnu í vestur, veggirnir 1,8 m á breidd.

Hlíðarbúð (sjóbúð)
Á Túnakortinu 1918 er svolítið mannvirki byggt inn í sjógarðinn rétt norðvestan við bátahlið og götu. Það er hlaðið úr grjóti og hólfast í tvennt. Trúlega er þetta Hlíðarbúð sem var á sjávarkambinum.

Hlíðarbrunngata (leið)
Á Túnakorti 1918 má sjá götu sem byrjar við skemmu suðaustan Hlíðar-Austurbæjar og liggur þaðan suður um tún bæjanna og gegnum hlaðið í Miðengi. Líklega er þetta Hlíðarbrunngata eða Brunngata sem skv. Örnefnaskrá 1964 lá frá Hlíð og Miðengi að Garðalind „því þangað var sótt gott neysluvatn“. Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 „lá brunngata frá Hlíð niður fyrir neðan Miðengi og þaðan austur í Garðalind“ og var vatn í Hlíð aðallega sótt þangað.

Gata (býli)

Garðahverfi

Gata.

Á Túnakorti 1918 eru gerði í túninu austan Hlíðarbæja upp við Garðatúngarð. Við suðausturenda þess syðsta er hústóft úr torfi og grjóti, aflöng með stefnuna suðvestur-norðaustur. Trúlega er þetta Gata sem skv. Örnefnaskrá 1964 var „þurrabúð við vestur túngarð Garða, ofan við Hlíðarbæi“. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Í suðaustur (u.þ.b. 150 m) frá íbúðarhúsinu var grasbýli, sem hét Gata. Hún fór í eyði um síðustu aldamót, og féll þá túnið
undir Austurbæinn í Hlíð. Var þá byggður þar á tóftunum bær yfir karl og kerlingu á vegum hreppsins. Þau fóru þaðan um 1925, og keypti þá Gísli [Guðjónsson] bæinn og hefur haft hann fyrir fjárhús síðan og gert á honum ýmsar breytingar.“ Gísli mundi eftir bænum í Götu en „Götuland girðir að mestu land Miðengis af til austurs. Spildan frá Götu, sem ræktuð er ofan Miðengistúns, er nefnd Götuvöllur, og tilheyrir hún Hlíð.“ Skv. Fornleifaskráningu 1984 er Gata í eða við suðurhorn garðs „beint upp af Miðengi í suðaustur frá Hlíð“. Allt um kring er slétt graslendi og aflíðandi halli. Þarna eru tvö fjárhús úr torfi og grjóti með trégafla að ofan og bárujárnsþaki. Aftara eða austara húsið er um 5 m langt að utan og vísar í suðvestur (240°) en hitt húsið kemur hornrétt framan eða vestan á það. Suðurendi garðhleðslunnar liggur nokkurn veginn á mitt austara húsið. Væntanlega eru þetta húsin sem Gísli byggði á bæjatóftunum.
Gata, „húsmannspláss“, er nefnd í Manntölum árin 1801 og 1816 og bjuggu þar hjónin Guðmundur Þorsteinsson og Valgerður Þorkelsdóttir. Þau áttu tvö börn, Pál og Björgu, og um nokkurt skeið hafði hjá þeim heimili fátæk stúlka, Sigríður Gísladóttir. Fjölskyldan var jarðnæðislaus en stundaði sjóinn.

Hraunsholt (býli)

Garðahverfi

Hraunsholt – loftmynd.

Býli þetta stendur austanvert við Hafnarfjarðarveg (ÖS-AG). Hraunholtsbærinn stendur suðaustur á rana Hraunholtsins (ÖS-GS). Hraunsholt stendur upp á lágum ás, rétt austan við veginn frá Reykjavík til Hafnarfjarðar (Árbók FÍ 1936).

Hraunsholt

Hraunsholt 2020.

Efa menn hvort Hraunsholt sé hálflenda eða lögbýli, því þar er magoft ekki fyrirsvar nema til helminga, utan þegar vel fjáðir menn hafa ábúið og stendur þetta býli í óskiptu Garðastaðarlandi. Jarðdýrleiki er óviss, eigandi er
Garðakirkja (Jarðarbók ÁM og PV, 1923-24).

Hraunsholtssel (sel)
Selstígurinn lá suður með Hádegishól í Hraunsholtssel, en talið er að það hafi verið við Hraunsholtshella, öðru nafni Hraunsholtskletta og er þar grænka kringum, þó hellarnir séu litlir (ÖS).

Hraunholtsselsstígur (leið)
Af hraunbrúninni úr Fjarðargötu lá Hraunholtsselsstígur fram á hraunið (ÖS-GS). Selstígurinn lá suður með Hádegishól í Hraunsholtssel, en talið er að það hafi verið við Hraunsholtshella, öðru nafni Hraunsholtskletta og er þar grænka kringum, þó hellarnir séu litlir (ÖS).

Hraun (hús)
Íbúðarhúsið Hraun er skammt vestan við Ófeigskirkju. Er það eina húsið sem byggt er á þessu svæði, og sennilega verða ekki byggð fleiri, því allt hraunið á að verða útivistarsvæði (ÖS, 1976-77).

Engidalsgötur (leið)

Garðahevrfi

Engidalsvegur.

Engidalsgötur lágu niður með hrauninu og lágu allt niður í Vikið eða Hraunsvikið (ÖS-GS).

Moldargötur (leið)
Moldargötur lágu niður með hrauninu og allt niður í Vikið eða Hraunsvikið (ÖS-GS).

Gálgahraunsstígur (leið)
Úr Vikinu lá Gálgahraunsstígur vestur hraunið (ÖS-GS).

Gamli vegurinn (leið)
Gamli vegurinn (götuslóði) úr Reykjavík út á Álftanes lá yfir Hraunsholtslæk og út með ströndinni. Hann greindist í tvo slóða í Hraunviki. Hefur annar suðvestlæga stefnu nokkurn veginn á Holtsendann (þar sem sandnámið var). Hann var við líði fram til um 1920, en er nú að mestu uppgróinn. Er þetta hinn svokallaði Móslóði. Eftir honum var farið með klyfjahesta og reiddur mór úr Hraunsholtsmýri, áður en akvegur kom til sögunnar. Hinn götuslóðinn úr Hraunviki hefur vestlæga stefnu, og hefur hann verið alfaraleið á liðnum öldum. Víða sjást djúpir troðningar og hófaför í klöppunum. Hann greinist um hraunið. Liggur annar í Garðahverfið, en hinn út á Álftanes.

Hausastaðakot (býli)

Garðahverfi

Garðahverfi – bæir.

Kringum 1565 galt Hausastaðabóndinn landskuldina með mannsláni um vertíð og mjöltunnu til Garða. Hélst svo meðan Hausastaðakot lá undir jörðinni eða fram um 1640. Kúgildi var eitt.
Árið 1703 var jarðardýrleiki óviss en landskuldin alls eitt hundrað, nú goldin með 6 fiskavættum í kaupstað. Kúgildi voru tvö og greidd í smjöri eða fiski en séra Ólafi í Görðum bar að uppyngja þau. Sigurður Jónsson átti þrjár kýr, kálf, þrjár ær, tvo tvevetra sauði og fimm veturgamla, fjögur lömb, hest og hross með folaldi en meðábúandi hans tvær kýr, hross með folaldi og lamb. Jörðin öll gat þó aðeins fóðrað fimm kýr og einn hest. Kvaðir voru dagsláttur, hrísshestur og hestlán af hvorum ábúanda. Bændur lögðu sjálfir við til húsabótar en höfðu eldiviðartak af móskurði í landi Garðastaðar og sóttu hrís og kol í skóginn. Torfrista og stunga voru bágar, rekavon lítil en þó festifjara, næg fjörugrasa- og sölvatekja, gagnvænleg hrognkelsafjara en lítil skelfiskfjara. Heimræði var árið um kring þótt lending væri bág og gengu skip ábúenda eftir hentugleikum.

Hausastaðir

Hausastaðir.

Hausastaðakot var hjáleiga sem lá undir Hausastöðum fram um 1640 en í eigu Garðakirkju eins og aðrar jarðir í Garðahverfi. Við gerð Jarðabókar árið 1703 var ábúandi Nikulás Jónsson og hjá honum sex menn í heimili. Skv. Manntali bjó þar árið 1801 nafni hans sem var jarðnæðislaus húsmaður og fiskari með konu og tvö börn en annar ábúandi var Árni Jónsson bóndi og fiskari með konu og eitt barn.
Skv. Jarðabók 1703: Hausastadakot, hjáleiga í óskiftu Garðastaðar landi, og segja menn hún hafi til forna legið til Hausastaða en verið þar frá tekin og lögð undir staðinn fyrir mannslán og mjeltunnu, sem hvoritveggja var áður skilið í landskuld auk þeirrar sem nú er. Jarðardýrleiki er óviss. Ábúandinn Nichulás Jónsson. Landskuld xl álnir. Betalast með ii vættum fiska í kaupstað. Við til húsabótar leggur ábúandi. Leigukúgildi i. Leigur betalast í smjöri heim til staðarins. Kúgildið uppýngir staðarhaldarinn. Kvaðir eru mannslán árið um kring, hefur til forna leyst verið, stundum með einnri vætt fiska, stundum ekki heimt verið nema um vertíð, en stundum í tíð Sr. Brynjúlfs heimt og goldið verið árið um kring. Dagsláttur einn. Hrísshestar einn. Hestlán eitt sem annarstaðar. Kvikfjenaður i kýr, sem er leigukúgildið, i hross. Fóðrast kann ii kýr. Heimilismenn vi. Eldiviðartak af móskurði í staðarins landi.

Garðahverfi

Garðahverfi – túnakort 1918.

Hausastaðir eru nefndir meðal jarða í eigu Garðakirkju þegar í máldögum frá 1397 og 1477, í Jarðaskrá kirkjunnar 1565, með Guðmund sem ábúanda og í Gíslamáldaga 1570. Skv. Jarðabók voru þeir enn kirkjueign árið 1703, þá með tvo ábúendur . Í Manntali sama árs eru nefndir þeir Guðmundur Jónsson með fjóra heimilismenn og Sigurður Jónsson með sjö og hafa búið í Austurbæ og Vesturbæ. Einnig er nefnt hjábýlisfólk en 5-6 hjáleigur hafa verið á jörðinni á fyrri öldum.
Jarðardýrleiki var óviss árið 1703 en landskuld 40 álnir, borguð með tveimur fiskavættum í kaupstað. Kúgildi var eitt, greitt í smjöri til Garðastaðar og uppyngdi staðarhaldari það. Í búpeningi átti bóndi eitt hross og eina kú en fóðrast gátu tvær. Kvaðir voru hestlán, dagsláttur, hrísshestur og mannslán allt árið. Ábúandi lagði sjálfur til húsavið en hafði móskurð í landi staðarins. Dýrleikinn var enn óviss 1847, landskuldin hin sama og kúgildið eitt en 1861 var jörðin talin 6,4 ný hundruð. 1932 var verð hennar með húsakosti 36 hundruð kr., kúgildi tvö, sauðir tíu og hrossið eitt. Afrakstur 1160 m² matjurtagarða voru 15 tunnur á ári. Jörðin hafði hrognkelsaveiði og útræði en uppsátur var í Hausastaðakotsvör. Á árunum 1942-4 hafði landverðið hækkað í 45 hundruð kr., í bústofninum voru fimm nautgripir, 14 sauðir og eitt hross og garðávextir um 13 tunnur á ári. Jörðin hélt fyrri hlunnindum. Árið 1918 var tún Hausastaðakots 1 ha en hafði 1932 stækkað í 1,5 ha og fengust af því 70 hestburðir af töðu. Norðaustan megin var Garðatúngarður en girt var umhverfis allt túnið. Austan í því var Grjóti og þarnæst land Hlíðar en að vestan voru Hausastaðir.
Túnakortið 1918 virðist sýna tvö bæjarstæði með húsaþyrpingum í Hausastaðakotstúni og er hið suðaustara merkt Hausastaðakot. Miðað við aðrar heimildir og upplýsingar heimamanna er þetta þó villa: húsin sem eru norðvestar, nær Hausastöðum, hafa tilheyrt Hausastaðakoti, en í hinu stæðinu var þurrabúðin Grjóti. Í norðvestara stæðinu eru tvær byggingar og kálgarðar. Nyrðra húsið er úr torfi, skiptist í þrennt og er líklega kotið en skv. Örnefnaskrá 1964 var það hjáleiga eða þurrabúð frá Hausastöðum. Í Örnefnalýsingu 1976 segir: „Grjóti […] er norðaustur af Hlíð. […] Býlinu fylgir land Hausastaðakots, en það stóð mitt á milli Grjóta og Hausastaða.“ Þetta kemur saman við Fornleifaskráningu 1984 þar sem segir að kotið sé „í hánorður frá núverandi Grjóta og í vestur frá Breiðholti, sem er nýtt hús. Mitt á milli Grjóta og Hausastaða.“ Þarna er sléttlent og þar sem bærinn stóð er nú kálgarður „girtur á háhólnum“.
Garðahverfi
Í Manntali 1801 hafði aðalábúandinn Þorvaldur Böðvarsson auk búskapar og útgerðar umsjá með Hausastaðaskóla sem stofnaður var 1791 fyrir gjafafé Jóns Þorkelssonar Skálholtsrektors. Þorvaldur hafði 11 heimilismenn og í heimavist skólans voru 14 börn. Þetta manntalsár var einnig skráð á Hausastöðum jarðnæðislaust húsmannsfólk sem lifði á útgerð, ein 5 manna fjölskylda og önnur þriggja manna. Þær hafa þá ef til vill haft aðsetur á einhverju Hausastaðabýlinu en þó hvorki í þurrabúðinni Köldukinn þar sem aðrir bjuggu né í Katrínarkoti sem mun ekki hafa byggst fyrr en nokkru síðar. Á þessum tíma hefur verið menningarmiðstöð á Hausastöðum því þar var einnig þingstaður Álftaneshrepps (190-6). Skólinn var þó lagður niður árið 1812 og Hausastaðaþinghá aðeins fjórum árum síðar flutt að Görðum. Skv. Manntali voru þá búsett á jörðinni Þorsteinn Magnússon hreppstjóri og kona hans Sigríður Magnúsdóttir úr Hlíð með fjögur börn og vinnufólk, þeirra á meðal Guðmundur vefari, sonur Einars og Rannveigar á Bakka, og nafni hans Guðmundsson, 66 ára húsmaður. Alls voru heimilismenn 12. Aðrir ábúendur voru hjónin Þorvarður Jónsson grashúsmaður og Guðrún Jónsdóttir með tvo á sínu framfæri.

Garðahverfi

Hausastaðir 2020.

Í Manntali 1816 var ábúandi einn, Gísli Sigurðsson, með þrjá í heimili en 1845 hafði aftur fjölgað í Koti eins og jörðin var einnig kölluð. Þar voru Ólafur Erlendsson hreppstjóri og fiskari og Helga Gamalíelsdóttir, fyrrverandi vinnukona í Miðengi, börn þeirra tvö, tvær vinnukonur og niðurseta. Tómthúsmennirnir voru tveir, báðir með konur og má ætla að önnur hjónin hafi átt heimili í þurrabúðinni Grjóta. Í Jarðatali 1847 er tilgreindur einn ábúandi og jörðin enn sögð kirkjueign. Hún er nefnd í Jarðabók 1861 og hélst skv. Fasteignabókum undir kirkjunni. Í Fasteignamati ríkisins má sjá að jörðin er enn í byggð en liggur nú undir Grjóta sem áður var þurrabúð. Núverandi eigandi Tryggvi Gunnarsson býr í Grjóta.
Þegar Manntal var tekið 1845 voru þau flutt í Krók en tvö uppkomin börn hreppstjórans höfðu tekið við ábúð og grasnyt á Hausastöðum. Margrét var ekkja og tveggja barna móðir og hafði einn vinnumann en Þorsteinn bróðir hennar var með sjö í heimili og hjá honum bjó faðir þeirra systkina, hreppstjórinn gamli. Auk þeirra voru tveir tómthúsmenn og fiskarar.
Skv. Jarðatali 1847 voru Hausastaðir kirkjujörð og ábúendur þrír, þeir eru nefndir í Jarðabók 1961 og voru áfram í eigu kirkjunnar þegar Fasteignabækur voru gerðar árin 1932 og 1942-44. Skv. Fasteignamati ríkisins er jörðin enn í ábúð og skráður eigandi er Hörður Sigurvinsson.

Garðahverfi

Hausastaðir 2020.

Árið 1847 var dýrleiki jarðarinnar enn óviss, landskuld hin sama og kúgildi sem áður tvö. 1861 voru Hausastaðir taldir 20,2 ný hundruð og 1932 með húsakosti metnir á 79 hundruð kr. Þá voru kúgildin orðin þrjú og þar voru 30 sauðir og eitt hross. Úr matjurtagörðum sem frá gerð Túnakorts 1918 höfðu stækkað úr 720 í 1400 m² fengust um 20 tunnur á ári og jörðin hafði áfram hrognkelsaveiði og útræði. Jarðarmatið hafði á árunum 1942-4 lækkað í 54 hundruð krónur en í bústofninum voru 5 nautgripir, 26 sauðir og eitt hross og afrakstur garðanna um 25 tunnur á ári. Auk fyrrgreindra hlunninda hafði jörðin mótekju og í Örnefnalýsingu 1976-7 kemur fram að þar var áfram sölvatekja, nánar tiltekið á Hausastaðagranda: „Sölvatekja var mikil á Granda. Voru sölin yfirleitt þurrkuð uppi á túni og þeim snúið með hrífu. Er sölin höfðu verið þurrkuð, voru þau látin í kassa úti í hlöðu. Kúnum voru svo gefin sölin, og þóttu þær mjólka vel af þeim. Lengst munu söl hafa verið tekin í Garðahverfi frá Hausastöðum, en þar var sölvatekjunni ekki alveg hætt fyrr en undir 1960.“ Skv. Örnefnaskrá 1964 var hrognkelsamið kallað Krókar í klofningum utanvert við Grandahausinn. Hausastaðatún taldist með þeim stærri í Garðahverfi, um 1,8 ha árið 1918 en 2,6 ha 1932 og fengust af því 100 hestburðir í töðu en 60 í útheyi. Á árunum 1942-44 voru hestburðir 150 í töðu en 40 í útheyi. Norðvestan megin í túninu var Katrínarkot og sá hluti þess kallaður Katrínarkotstún.

Hausastaðir

Hausastaðir 2020.

Skv. Örnefnalýsingum höfðu mismunandi túnskikar auk þess eigin nöfn: Guðrúnarvöllur hét vestan Katrínarkots, líklega þar sem Katrínarkotsbúð var í vesturhorni túnsins, en Högnavöllur lá vestan Hausastaðabæja niður að Skógtjörn. Hver Högni var er ekki vitað en nokkrar húsfreyjur á Hausastöðum báru gegnum tíðina hið vinsæla Guðrúnarnafn og hefur völlurinn ef til vill heitið eftir einhverri þeirra. Norðarlega í túninu kringum hjáleiguna Köldukinn var svo Köldukinnarvöllur. Enn norðar og niður við litlu tjörnina sem liggur austur úr Skógtjörn norðan Hausastaða eru rústir sem líka gætu verið af býlum. Vestur frá jörðinni liggur Skrefla eða Skerfla, tanginn sem skilur tjörnina frá sjónum, og þar var tómthúsið Arndísarkot. Skrefla nær alveg að Oddakotsósi þar sem sjór flæddi áður en um hana og Skógtjörn lágu landamerki Garðakirkjulands. Við sjóinn neðan túna Katrínarkots og Hausastaða voru túngarðar eða sjógarðar kenndir við bæina. Við suðausturmörk Hausastaða, u.þ.b. 200 m frá þeim, er nýbýlið Breiðholt, reist um 1962, en þar fyrir handan byrjar Hausastaðakotstún og breiðir úr sér norðaustar upp að Garðatúngarði sem skilur tún bæjanna frá nytjalandinu og nær norður að Skógtjörn. Í landi Hausastaða nokkru fyrir utan garð er nýbýlið Brautarholt.
Bæjarstæðið hefur verið jafnað út og eru lítil merki um húsaskipan. Grjót úr veggjum er þó sjáanlegt og virðast húsin hafa staðið í röð og snúið göflum í vestur út á sjó. „Komið mun hafa verið fyrst að bæjargöngum, syðst, og var eldhús þar fyrir austan. Aftan við norðurenda húsalengjunnar var hlaða sem vísar hornrétt á framhúsin, eða í N (10°) – greinilega yfirgróin, grjóthlaðin tóft. Lengd líkl. 4.1 og breidd 2.1.“
Túnakortið 1918 sýnir kálgarða vestan, sunnan og austan við bæjarhúsin. Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 „er nú kálgarður“ þar sem land Hausastaðakots var og við Fornleifaskráningu 1984 segir að kálgarðshleðslan sé það sem greinilegast er í bæjarstæðinu. Garðurinn liggur í boga vestur af þar sem húsin munu hafa staðið og nær austur fyrir suðurenda húsaraðarinnar. Hann liggur um 9 m í norður frá bæjarhúsum en sveigir þá hornrétt til vesturs, um 23 m, en síðan um 29 m í suður.

Hausastaðir (býli)

Garðahverfi

Minnismerki um Hausastaðaskóla og Hausastaðir.

Á Túnakorti 1918 sést steinhús með þrískiptum garði norðan Katrínarkota og Hausastaða. Þetta er nánar tiltekið rétt austan við götu í útjaðri túnsins. Hlaðnir veggir liggja kringum garðinn, milli norðurhluta hans sem er kálgarður, vesturhlutans sem er órækt og austurhlutans sem er túnblettur. Þetta gætu verið Rústirnar sem nefndar eru í Örnefnaskrá 1964: „Litlu norðar en Kaldakinn voru rústir, líklega af bæ.“
Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Rústir eru rétt norðan við Köldukinn, en ekki veit Ólafía, af hverju þær eru.“ Á þessum stað er enn þá mjög greinilegt grjóthlaðið gerði og má vel vera að ein þurrabúðin hafi verið þarna.
Auk ábúenda í Vesturbæ og Austurbæ Hausastaða nefna Manntöl fjölskyldur í nafnlausum hjáleigum og tómthúsum og gætu Rústirnar og aðrar slíkar sem eru nær Litlutjörn verið af einhverju þeirra. Árið 1703 bjuggu búi þau Jakob Stefánsson „hjábýlismaður“, Álfheiður Sigurðardóttir „hans kvinna“ og Guðrún Bjarnadóttir „hennar móðir, ekkja“. Árið 1801 voru tvær jarðnæðislausar fjölskyldur sem lifðu af fiskveiðum: Sigurður Þórðarson húsmaður og Anna Jónsdóttir með þrjú börn á aldrinum 2 til 11 ára, og Sæmundur Friðriksson húsmaður og Ástríður Jónsdóttir með eins árs dóttur. Ekki er greint frá húsfólki á Hausastöðum árið 1816 en 1845 voru komnir þeir Eiríkur Árnason 34 ára og Sigurður Jónsson 61 árs, titlaðir tómthúsmenn og fiskarar. Kona hins fyrrnefnda hét Guðlaug Sveinsdóttir og áttu þau ungan son en kona hins síðarnefnda var Jórunn Eyjólfsdóttir.

Hausastaðir – Austurbær (býli)

Garðahverfi

Hausastaðir – kort.

Á Túnakorti 1918 má sjá gamla bæjastæðið í miðju túni og er þar ein bygging sem skiptist í sex hólf. Hún virðist vera úr torfi og snýr nokkurn veginn í suður.
Aftan við hana eru húsatóftir upp við garðvegg. Líklega er þetta Austurbærinn sem nefndur er í Örnefnaskrá 1964. Vesturbærinn fór í eyði um aldamótin 1900 en „bæirnir stóðu saman meðan tvíbýli var“. Í Örnefnalýsingu 1976-7 er lýst nýrri vistarverum: „Hausastaðir eru í norðvestur frá Grjóta. Húsið stendur nokkuð hátt, og er útsýni gott frá því. Það var byggt árið 1920 á sama stað og gamli bærinn var áður. Fast norðan við íbúðarhúsið er hlaða með sambyggðu fjósi og fjárhúsi og einnig vatnsgeymi, sem regnvatni var safnað í. Vatnið úr honum rann svo í fjósið. Hlaðan var byggð um 1930.“ Með gamla bænum er átt við Austurbæinn því Katrínarkot var um 1930 flutt þangað sem Vesturbærinn hafði staðið. Skv. Fasteignabókum 1932 og 1942-4 var nýja húsið úr timbri og járnvarið.
Skv. Jarðabókinni 1703: Hausastader, lögbýli kallað, því það hefur fullt fyrirsvar en stendur þó í óskiftu Garðastaðar landi so sem hjáleigur. Jarðardýrleiki er óviss. Eigandinn er Garðarstaðar kirkja.
Abúendur Sigurður Jónsson býr á hálfri, annar Sigurður Petursson býr á hálfri. Landskuld hjá hverjum lx álnir, af allri i [symbol]. Betalast nú yfir 60 ár með vi vættum fiska í kaupstað. Í gamla daga hefur þessi hundraðs landskuld betalast í fríðu hemi til staðarins. En þá var hjer að auki mjeltunna í landskuld og mannslán, sem hveritveggja lagðist af þá er Hausastaðakot var frá jörðinni tekið og lagt til hemiastaðarins, eftir því sem menn að góðra manna líkindum og undirrjetting ) ráða kunna. Við til húsabótar leggja ábúendur.
Leigukúgildi i hjá hverjum, alls ii. Leigur betalast í smjöri eður fiski heim til staðarhaldarans. Kúgildin uppýngir staðarhaldarinn.

Garðahverfi

Hausastaðir.

Kvaðir eru dagslættir tveir, sinn af hverjum ábúenda, en einn ella ef einn býr á. Tveir hrísshestar þegar tveir á búa, einn ella. Hestlán sitt af hverjum, en ef einn er ábúandi, þá vita menn ekki hvert venjulegt hafi verið eitt eður tvö að heimta.
Kvikfjenaður iii kýr, i kálfur, iii ær, ii sauðir tvævetrir, vi sauðir veturgamlir, iiii lömb, i hestur, i hross með fyli, i lamb. Fóðrast kann á allri jörðinni vi kýr ríflega og bjarga i hesti.
Heimilissmenn hjá Sigurði Jónssyni vi, hjá Sigurði Peturssyni ii. Skóg til hríss og kola lítilsháttar brúkar jörðin í staðarins skógi og stundum í almenningi.
Torfrista og stúnga bág og valla bjargleg. Fjörugrasa og sölvatekja nægileg. Rekavon lítil en þó festifjara. Hrognkelsafjara gagnvænleg. Skelfiskfjara lítil mjög og valla teljandi.
Eldiviðartak af móskurði í staðarins landi. Heimræði er árið um kring, en lending bág, og gánga skip ábúenda eftir hentugleikum. Inntökuskip hafa hjer skjaldan verið og mega þó vera, tekur þá ábúandinn undirgift af þeim. En Selskarð, Garðastaður kirkjujörð, brúkar hjer skipsuppsátur frí um lángan aldur og nær undir 30 ár verbúðar stöðu, sem ákomin skal vera eftir dispensation staðarhaldaranna.
Túninu er hætt við að spilli sjáfarágángur. Engjar öngvar. Útihagar sem heima á staðnum í óskiftu landi.

Hausastaðir/Vesturbær (býli)
Á Túnakorti 1918 má sjá gamla bæjastæðið í miðju Hausastaðatúni. Á jörðinni var tvíbýli og er í Örnefnaskrá 1964 talað um Austurbæ og Vesturbæ: „bæirnir stóðu saman meðan tvíbýli var“. Byggingin sem sést á Túnakortinu mun vera Austurbærinn en Vesturbærinn var skv. Örnefnalýsingu 1976 „tómthús“. Hann „fór í eyði um aldamótin 1900, og var húsið þá flutt til Hafnarfjarðar“ en hjáleigan Katrínarkot síðar færð í vesturstæðið: „Íbúðarhúsið í Katrínarkoti stendur norðvestan hlöðunnar og fjóssins á Hausastöðum, en þangað var það flutt árið 1930. Fjós og hlaða, byggð um svipað leyti, standa fast norðvestan við húsið. […] Þar stóð áður vesturbærinn á Hausastöðum.“ Stæði Vesturbæjarins og síðar hins yngra Katrínarkots var því norðvestan gamla Austurbæjarins og núverandi íbúðarhúss.

Hausastaðabrunnur (vatnsból)

Garðahverfi

Hausastaðakotsbrunnur.

Á Túnakorti 1918 er brunnur rétt utan Garðatúngarðs við enda Hausastaðabrunngötu og Katrínarkotsbrunngötu. Í Örnefnaskrá 1964 er nefndur Hausastaðabrunnur: „Brunnur norðan bæjarins. Hlaðnar voru tröppur niður í hann. Vatnið spilltist af aðrennslisvatni.“ Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 var Hausastaðabrunnur Katrínarkotsmegin: „rétt fyrir austan (u.þ.b 8 m) endann á Stíflisgarði“, sem lá milli Skógtjarnar og syðsta hluta hennar, Litlutjarnar. „Í hann var sótt vatn frá Hausastöðum, Katrínarkoti og Hausastaðakoti og stundum einnig frá Grjóta og Móakoti. Ekki þraut í þessum brunni fyrr en á seinni árum. Einar 6-7 tröppur voru niður í brunninn. Hausastaðabrunnur lagðist af um 1927, og var þá grafinn brunnur frá Katrínarkoti. Slóðar frá bæjunum að Hausastaðabrunni nefndust Brunngötur. Var ein frá hverjum bæ.“ Brunnurinn sem grafinn var við Katrínarkot reyndist illa og var því aftur gerður Brunnur á slóðum gamla Hausastaðabrunnsins: „Litlamýri er fast austan við Litlutjörn, og flæðir sjórinn upp að henni. Á seinni árum gróf Valgeir, bróðir Ólafíu [á Hausastöðum], brunn í Litlumýri, og reyndist ágætt vatn í honum.“

Hausastaðabrunngata (leið)
Á Túnakortinu 1918 má sjá götu sem liggur norður frá bænum meðfram garði eða girðingu sem skilur milli Hausastaða og Katrínarkots. Hún endar í hliði á Garðatúngarði en þar fyrir utan er brunnur. Þetta er líklega Hausastaðabrunngata sem nefnd er í Örnefnaskrá 1964: „Brunngatan lá frá Brunninum heim til bæjar.“ Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 nefndust slóðar frá Hausastaðabrunni að Hausastöðum, Katrínarkoti og Hausastaðakoti Brunngötur.

Hausastaðaskóli (skóli)

Hausastaðaskóli

Hausastaðaskóli um 1800.

Skv. Örnefnaskrá 1964 og Örnefnalýsingu 1976 stóð Hausastaðaskóli eða Thorkiliisjóðsskólinn áður í Húsagarði í austanverðu Hausastaðatúni.
Fyrir andlát sitt 1759 gaf Jón Þorkelsson Thorchillius, skólameistari í Skálholti, eigur sínar til skólahalds í Kjalarnesþingi. Skóli var ekki stofnaður strax en ýmsar hugmyndir voru um staðsetningu hans. Stóð m.a. til að hann yrði í Njarðvík og Thodal stiftamtmaður vildi hafa hann í nágrenni stjörnuathugunarstöðvarinnar á Bessastöðum þannig að stjörnuathugunarmaðurinn sinnti jafnframt kennslu. Að lokum fengust þó Hausastaðir endurgjaldslaust úr landi Garða og var skólinn stofnaður þar árið 1791. Þegar Manntal var tekið um aldamótin var ábúandinn á Hausastöðum, Þorvaldur Böðvarsson, einnig skólahaldari.

Garðahverfi

Minnismerki um Jón Thorkelsson.

Þetta var fyrsti heimavistarskólinn á Íslandi sérstaklega ætlaður alþýðubörnum. Hann var fyrir fátækar stúlkur og pilta úr Kjalarnesþingi og höfðu börn af Álftanesi ekki forgang umfram önnur. Markmiðið var „að ala upp mest þurfandi og fátækustu börn í Kjalarnesþingi; í stofnun þessari áttu börnin auk kristilegs uppeldis, að fá húsnæði, föt og fæði, alt þrifalega, en þó alþýðilega útilátið, þangað til þau gætu sjálf unnið fyrir sjer hjá öðrum.“ Börnin áttu að læra lestur og guðsorð, garðrækt og ýmis gagnleg störf. Í skipulagsskrá skólans var einnig kveðið nánar á um fæði þeirra, m.a. tekið fram að þau ættu að fá ferskt grænmeti. Börnin voru á aldrinum sjö til sextán ára en gert ráð fyrir að þau væru tólf, sex piltar og sex stúlkur. Þegar flest var voru sextán börn í skólanum en aðeins átta eða níu undir lokin. Þá var farið að sverfa að starfseminni vegna siglingateppu og dýrtíðar og var hann með öllu lagður niður árið 1812. Hreppstjórar Álftaneshrepps sendu þá sýslumanni bréf þar sem þeir fóru fram á aukið fé vegna barnanna sem komu úr skólanum: „Við beklögum Tíðanna óblíðn, sem stansa skilde þessa góðu guðlegu stiftun, og svifta mörg munaðarlaus börn uppfóstre og Forsorgun […]“. Á 20 ára afmæli Flataskóla, áður Barnaskóla Garðahrepps, 18. okt. 1978, ákvað skólastjórinn að vinna að því að reistur yrði minnisvarði um Hausastaðaskóla.
Þennan minnisvarða afhjúpaði svo Ólafía Eyjólfsdóttir, síðasti ábúandi Hausastaða, og stendur hann þar sem bugða er á veginum til bæjarins.

Hausastaðaþinghá (þingstaður)
Í Fornleifaskýrslu séra Markúsar Magnússonar árið 1820 segir: „Dómhringar (afmörkuð svæði þar sem dómar voru kveðnir upp). Merki sjást til eins slíks á jörð Garðakirkju, Hausastöðum, gömlum þingstað; hann er kringlóttur, um 30 faðmar að ummáli, en annars er ekkert merkilegt við hann.“ Skv. Örnefnaskrá 1964 var á Hausastöðum „þingstaður fyrir Álftaneshrepp, Hausastaðaþinghá.“ Hann var fluttur að Görðum eftir konungsbréfi 23. feb. 1816.
Skv. Sóknarlýsingu 1842 skiptist Hausastaðaþingsókn í Garðakirkjusókn og Bessastaðasókn. Í Garðakirkjusókn voru 32 býli og sátu á þeim 41 bóndi, 14 hjáleigumenn og 34 þurrabúðarmenn.

Niðurkot (býli)
Í túninu norðvestur af núverandi Katrínarkoti, liggur í túni. Um er að ræða horfnar minjar. Í mesta lagi sést hér ávalur hóll í túninu, það var mjög kafloðið þegar komið var á staðinn.

Katrínarkot (eldra) – (býli)

Garðahverfi

Garðahverfi -býli,  götur og garðar.

Nokkuð vestar og nær sjó en Hausastaðabærinn sést á Túnakorti 1918 hið gamla Katrínarkot. Bærinn er úr torfi og skiptist í sjö hólf. Hlaðnir veggir kringum garða ganga út frá framhúsunum. Í Örnefnaskrá 1964 er einnig talað um Niðurkot, e.t.v. vegna þess að býlið var niður við sjó: „Hjáleiga eða nýbýli stofnað um 1850 úr Hausastaðalandi […] í Garðahverfi vestast […] tún býlisins lá norðan og vestan Hausastaðatúns“. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Þar byggðu fyrst hjón að nafni Eyjólfur og Katrín, líklega snemma á 19. öld, og dregur býlið nafn af konunni. Katrínarkoti fylgdi alltaf grasnyt. Bærinn var fluttur um 1930, þangað sem hann er nú, […] og útihúsin einnig. Þar stóð áður vesturbærinn á Hausastöðum.“ Við Fornleifaskráningu 1984 segir að stæði gamla Katrínarkots sé „í túninu norð-vestur af núverandi Katrínarkoti niður við sjóinn“ en kotið var flutt ofar „undan ágangi sjávar“. Núna er þarna lítill ávalur hóll í mjög grónu túni.
Katrínarkot var eign Garðakirkju en lá sérstaklega undir Hausastöðum. Þess er hvorki getið í Jarðabókum né Manntölum frá 18. og 19. öld enda á það ekki að hafa byggst fyrr en um miðja 19. öld. Hjónin Katrín og Eyjólfur gætu þó verið skyld fólkinu sem bjó í svo kölluðu Tómthúsi árið 1845. Þar hét húsfreyjan líka Katrín, var Eyjólfsdóttir og einn sona hennar hét Eyjólfur. Eiginmaðurinn er hins vegar sagður Jón Jónsson, „vitstola í 10 ár“.
Athyglisvert er raunar að í Manntalinu er Tómthús talið upp á milli Hausastaða og Hausastaðakots eins og það sé staðsett á svipuðum slóðum og Katrínarkot. Freistandi væri að telja þetta eitt og sama býlið. Veikindi eiginmannsins gætu skýrt hvers vegna kotið hlaut nafn af konunni því allur búreksturinn hefur hvílt á henni. Það hefur auk þess komið í hlut elsta sonarins, Eyjólfs, að styðja við bakið á Katrínu og þess vegna hafa seinni tíma menn talið þau hjón.
Vitaskuld verður þó ekki fullyrt um þetta.
Skv. Fasteignabók var jörðin með húsakosti metin á 127 hundruð kr. árið 1932, átti fjögur kúgildi, tíu sauði og tvö hross. Matjurtagarðar sem áður voru 1300 m² voru þá orðnir 1700 m² og gáfu 18 tunnur garðávaxta og túnið hafði stækkað úr 2 í 2,5 ha og fengust af því 100 hestburðir af töðu. Í Fasteignabók 1942-4 hafði landverðið lækkað í 119 hundruð kr. en fjölgað hafði í bústofninum því nautgripir voru átta, sauðir tíu og hrossin þrjú. Sami tunnufjöldi fékkst úr görðunum og áður en af túninu 190 hestburðir af töðu.

Katrínarkotsbúð (sjóbúð)
Á Túnakorti 1918 má sjá ferhyrnt torfhús í suðurhorni Katrínarkotstúns rétt við sjógarðinn. Líklega er það Katrínarkotsbúð sem stóð við Skiptivöllinn á Hausastaðakambi, ofan varanna frá Hlíð, Móakoti, Hausastöðum, Selskarði og Katrínarkoti. Þetta er nánar tiltekið á Guðrúnarvelli, í krikanum þar sem Hliðsnesgata frá Hausastaðasjávarhliði og gatan út á Skreflu mætast og sjást tóftirnar greinilega.

Katrínarkotsbrunnur (vatnsból)

Garðahverfi

Katrínarkotsbrunnur.

Katrínarkotsbrunnur var skv. Örnefnaskrá 1964 „grafinn í túnið vestan bæjarins“ eftir að hætt var að nota Hausastaðabrunn „en reyndist ekki vel. Vatnið var svo saltmengað.“ Katrínarkotsbrunngatan yngri „lá frá heimabrunni til bæjar“ Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Í túninu skammt vestur af Katrínarkoti (u.þ.b. 60-70 m) er hlaðinn brunnur. Hann var hlaðinn 1927 eða 1928 og átti að vera fyrir bæði býlin (þ.e. Katrínarkot og Hausastaði), en reyndist ómögulegur vegna seltu. Katrínarkot stóð áður beint, örskammt, vestur af honum.“ Brunnur var síðan grafinn aftur þar sem gamli Hausastaðabrunnurinn var. Katrínarkotsbrunnur hefur skv. þessu verið hlaðinn rétt áður en kotið var flutt í stæði Vesturbæjarins á Hausastöðum, staðsettur mitt á milli eldra og yngra kotsins. Hann er vel varðveittur, fallega hlaðinn úr grjóti og hefur ótvírætt minjagildi.

Katrínarkotsbrunngata (leið)
Á Túnakortinu 1918 liggur gata norðaustur frá Katrínarkoti að Hausastaðabrunni utan Garðatúngarðs. Hún liggur nánast samhliða Hausastaðabrunngötu svo líklega er þetta Katrínarkotsbrunngatan eða Brunngatan eldri sem skv. Örnefnaskrá 1964 „lá frá Hausastaðabrunni að Katrínarkoti“. Í Örnefnalýsingu 1976-7 eru slóðar frá brunninum að Katrínarkoti, Hausastöðum og Hausastaðakoti kallaðir Brunngötur.
Katrínarkotsbrunngatan yngri lá hins vegar frá Katrínarkotsbrunni sem byggður var um 1928 í túninu milli hins gamla og nýja stæðis hjáleigunnar.

Katrínarkot yngra (býli)
Á Túnakorti 1918 eru tveir kálgarðar rétt vestan Hausastaða merktir Katrínarkoti. Þeir eru með hlöðnum veggjum og liggur landamerkjagarður Hausastaða og Katrínarkots þvert á eystri garðinn. Þarna er einnig umgirtur túnblettur. Af Örnefnalýsingu 1976-7 að dæma hefur Katrínarkot yngra verið byggt við þessa garða en ekki fyrr en nokkru síðar: „Íbúðarhúsið í Katrínarkoti stendur norðvestan hlöðunnar og fjóssins á Hausastöðum, en þangað var það flutt árið 1930. Fjós og hlaða, byggð um svipað leyti, standa fast norðvestan við húsið. […] Þar stóð áður vesturbærinn á Hausastöðum.“
Fasteignabók árið 1932 var nýi bærinn úr steini með miðstöð og vatnsveitu.

Kaldakinn (býli)

Garðahverfi

Kaldakinn.

Skv. Örnefnaskrá 1964 var Kaldakinn býli eða „þurrabúð frá Hausastöðum“, norðan þeirra eða „norðast í Hausastaðatúni […] niður undir Aukatjörn“.
Köldukinnargerði hét „lítið gerði umhverfis þessa þurrabúð“. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Köldukinn, þurrabúð frá Katrínarkoti, var norðan þess (þ.e. Katrínarkots), niður undir Skógtjörn. Tættur hennar sjást enn. Ólafíu [Eyjólfsdóttur á Hausastöðum] rámar aðeins í byggð í Köldukinn, en hún fór í eyði rétt fyrir aldamótin 1900.“ Skv. Örnefnalýsingu 1958 var Högnavöllur niður undir sjó en „þar norðar […] Köldukinnarvöllur […]“. Við Fornleifaskráningu 1984 er Kaldakinn sögð „norðaustan við Katrínarkot, neðan heimkeyrslu og kálgarðs sem þarna er, rétt við sjóinn. Austan þess er lítið steinsteypt hús, reist fyrir barnaheimili“. Þarna er mjög grasi vaxið en mest áberandi er veggjabrot, um 8,5 m á lengd og 0,5 m á hæð. Brotið stefnir til sjávar en út frá því „í vesturátt virðist hafa verið ferhyrndur garður, nú fremur óljós“, um 11,5 m á breidd. Tryggvi Gunnarsson í Grjóta telur líka byggðina hafa lagst af í kringum aldamótin.
Skv. Manntali bjuggu árið 1801 tveir jarðnæðislausir fiskarar ásamt konum sínum í húsmannsplássinu Köldukinn. Hjónin Halldór Stígsson og Guðrún Ögmundsdóttir áttu þrjú börn saman og hún auk þeirra einn son en hjónin Jón Gíslason og Margrét Þorsteinsdóttir voru barnlaus.
Norðan við Köldukinn og Rústirnar, eru aðrar rústir sem gætu verið af þriðja býlinu. Þetta er á bakka Litlutjarnar við Skógtjörn. Hjábýlis- og tómthúsfólk sem nefnt er í Manntölum gæti hafa búið þarna eða þar sem nú eru Rústirnar, ein fjölskylda árið 1703, tvær 1801 og aðrar tvær 1845.
Kaldakinn er norðaustan við Katrínarkot, neðan heimkeyrslu og kálgarð sem þarna er, rétt við sjóinn. Austan við staðinn er lítið steinsteypt hús, reist fyrir barnaheimili sem hér var.
Mjög er grasi vaxið á þessum stað. Það sem mest er áberandi er veggjaspotti, um 50 sm hár, yfirgróinn, sem stefnir í átt að sjó. Út frá honum í vesturátt virðist hafa verið ferhyrntur garður, nú fremur óljós. Lengd fyrirgreinds
hleðslubrots 8,5 m og breidd afgirts svæðis til vesturs 11.5 m. E.t.v hefur þetta verið kálgarður bæjarins.

Arndísarkot (býli)

Garðahverfi

Garður við Arndísarkot.

Í Örnefnaskrá 1964 er nefnt Arndísarkot: „Kot þetta stóð á Skerflu. Sér enn rústirnar […] Þurrabúð […] Þar bjó Arndís. […] Dalur: Vestan og neðan Katrínarkotstúns var lægð, í hana féll sjór úr Skógtjörn. Lægðin nefndist Dalur.“ Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Sléttur og grasi gróinn tangi liggur út í Hliðsnes á milli sjávar og Skógtjarnar. Vegurinn út í Hliðsnes liggur eftir honum. Tangi þessi heitir Skrefla. Næst túninu, norðan við Skreflu, er lægð, sem heitir Dalur. Á flóði fellur sjórinn (úr Skógtjörn) inn í hann. Þó er Dalurinn gróinn. Tóftarbrot er nálægt miðjum Dalnum. Þar var eitt sinn tómthús, nefnt Arndísarkot. Áður var Dalurinn minni og tilheyrði Arndísarkot þá Skreflu.“ Tóftirnar eru enn sýnilegar.
Kotið er talið kennt við Arndísi Jónsdóttur (1745-1806) sem kölluð var Barna-Arndís. Frá Arndísi er sagt í Íslenskum sagnaþáttum frá 1954. Hún var ættuð úr Skaftafellssýslu en var lengst af á hrakhólum, átti alls átta börn utan hjónabands, þar af fimm með giftum mönnum, og lenti í útistöðum við yfirvöld vegna þessa. Árið 1776 var hún gerð útlæg úr Sunnlendingafjórðungi en þá hefur hún e.t.v. flust til Gullbringusýslu. Ekki eru heimildir um hvenær hún bjó í Arndísarkoti en 1780 er vitað um hana í Hvaleyrarkoti við Hafnarfjörð. 1784 var hún dæmd í Spunahúsið í Kaupmannahöfn en þangað fór hún ekki. Árið 1786 giftist Arndís Jóni Jónssyni nokkrum og með honum átti hún eina dóttur. Þau bjuggu um nokkurt skeið að Eiði í Mosfellssveit. Þegar hún missti manninn sinn fluttist hún til Reykjavíkur og bjó síðustu æviár sín í Skálholtskoti.

Hausastaðatúngarður (garður)

Garðahverfi

Hausastaðatúngarður.

Á Túnakorti 1918 má sjá að girt er kringum tún Hausastaða á alla vegu og einnig milli þess og Katrínarkots. Í Fasteignabókum árin 1932 og 1942-4 er talað um túngarð og hagagirðingu. Garðatúngarður er norðan megin en Hausastaðatúngarður sunnan megin, nefndur í Örnefnaskrá 1964: „Hann lá á Sjávarkampinum, mikill grjótgarður“ og nefnist framhald hans Katrínarkotstúngarður. Auk þess eru þarna Hausastaðatúngerði neðri neðan Guðrúnarvallar og Högnavallar (G.R.G: 104), e.t.v. milli Hausastaða og Katrínarkots. Suðaustan megin milli Hausastaða og túnspildu frá Hausastaðakoti er sýnd vírgirðing á Túnakortinu en samsíða henni fannst við Fornleifaskráningu 1984 gamall yfirgróinn túngarður hlaðinn upp í 0,6 m hæð.

Katrínarkotstúngarður (garður)
Á Túnakorti 1918 má sjá að girt er kringum allt Katrínarkotstún en skv. Fasteignabókum 1932 og 1942-4 eru þar túngarðar og hagagirðingar. Garðatúngarður er norðan megin og í Örnefnaskrá 1964 er Katrínarkotstúngarður sagður sunnan megin: Hann var framhald Hausastaðatúngarðs og „lá niður undir sjó, frá Sjávarhliðinu vestur undir Dal“ á Skreflu „vestan og neðan Katrínarkotstúns“. Á Túnakorti sést girðing við túnið vestan megin en skv. Örnefnalýsingu 1976-7 var a.m.k. byggður þar garður þegar kom fram á 20. öld: „Vestan við túnið í Katrínarkoti er hlaðinn torfgarður til varnar sjávargangi frá Skógtjörn, sem liggur vestan lands Katrínarkots og Hausastaða. Sigurjón Sigurðsson hlóð þennan garð um 1930.“ Garðurinn við Skógtjörn sést enn þá mjög skýrt.

Péturssteinar (landamerki)
Í Fornleifaskýrslu sinni um Garða 1820 segir séra Markús Magnússon: „Á rifi fram undan Garðahverfinu eru þrír steinar sem kallaðir eru Péturssteinar með bókstöfunum S.P.S.T. áhöggnum. Þeir eru taldir merkissteinar milli prestssetursins og nágrannajarðanna árið 1677 til afmörkunar á réttindum til sölva sem vaxa í fjörunni.“ Í Örnefnaskrá 1964 kemur fram að Péturssteinar eru á Hausastaðagranda: „Þrír steinar er liggja úti á Grandanum miðsvæðis […] Péturssteinn innsti: Allstór steinn á Grandanum austanverðum […] Péturssteinn mið: Steinn þessi liggur nokkru utar og vestar […] Péturssteinn ysti: Steinn þessi er yztur […]“. Grandanum og mismunandi hlutum hans er lýst nákvæmlega í Örnefnalýsingu 1976-7: „Fram af miðju Hausastaðatúni gengur skerjagrandi mikill í sjó fram […] Grandi þessi kemur aðeins upp úr á fjöru. […] Kringla heitir á Grandanum næst utan Gedduóss. Þar er Grandinn hæstur, og er Kringla því það fyrsta, sem upp úr kemur af honum. Þrír stórir steinar á Hausastaðagranda, út af Kringlu, heita Péturssteinar. Þeir koma upp úr næst á eftir Kringlu, og er steinninn í miðið þeirra stærstur. Oft liggja uppi selir á Péturssteinum. […] Sölvatekja var mikil á Granda.“ Þar eð kirkjan í Görðum var helguð heilögum Pétri hafa steinarnir e.t.v. verið kenndir við hann.

Pálshús (býli)

Garðahverfi

Pálshús.

Pálshús birtast fyrst í Jarðaskrá Garðakirkju árið 1565, hjáleiga frá Görðum byggð Herjólfi.
Árið 1565 leigði Herjólfur Pálshús fyrir þrjár fiskavættir og réri auk þess fyrir skipi Garða eftir vilja Jóns Loftssonar staðarhaldara. Kúgildi var eitt.
Í Jarðabók 1703 eru þau sögð „hjáleiga fyrirsvarslaus“, ábúandi Loftur Jónsson og skv. Manntali sama árs fimm heimilismenn auk hans: eiginkonan Aldís Ormsdóttir, þrjú börn og tvítugur „vinnupiltur“.
Árið 1703 var jarðardýrleiki óviss en 45 álna landskuld galt Loftur með tveimur fjórðungum fiska í kaupstað. Leigukúgildi var enn eitt, borgað í fiski eða smjöri til séra Ólafs í Görðum sem á móti bar að uppyngja það. Í kvikfénaði átti jörðin tvær kýr og fóðraði þær, eina ær, veturgamlan sauð, lamb og eitt hross. Miðað við einbýli voru kvaðir sérlega miklar á Pálshúsum: dagsláttur, tveggja daga hestlán, hrísshestur tekinn í almenningi og mannslán árið um kring. Bóndi varð að láta eina vinnupiltinn sinn róa til fiskjar á skipi prestsins og þurfti auk þess líkt og á fyrri öldum sjálfur að vera formaður. Lofti var því gert nánast ómögulegt að manna eigin bát og þar eð hann mátti ekki heldur taka inn aðkomuskip verður ekki séð að uppsátur jarðarinnar í Pálshúsavör hafi nýst honum. Hann lagði loks sjálfur efni til húsabótar en sótti eldivið í torf og skóg Garða. Árið 1847 var verðmæti jarðarinnar enn óvíst, landskuld hin sama og kúgildi eitt en 1861 var hún talin 10,8 ný hundruð. 1932 var verðið 85 hundruð kr., kúgildin voru orðin þrjú, 90 sauðir og tvö hross. Úr 900 m² görðum fengust 15 tunnur matjurta. 1942-4 hafði jarðarverðið hækkað í 96 hundruð kr., bústofninn taldi sjö nautgripi, 70 sauði og eitt hross og garðarnir gáfu 19 tunnur.

Garðahverfi

Pálshús.

Pálshúsatún var frekar stórt, stækkaði á tímabilinu 1918-32 úr 1,5 í 2,2 ha og líklega enn meir næsta áratuginn því þá jókst heyaflinn úr 90 töðuhestburðum í 220. Skv. Örnefnaskrá 1964 skiptist túnið í Vesturtún og Austurtún en austast hét Pálshúsagerði. Þeim megin lágu Pálshús að hluta að Garðatúngarði og Dysjamýri en norðaustar var garður eða girðing milli þeirra og Nýjabæjar. Við norðurjaðar túnsins var Garðamýri og handan hennar Garðar sjálfir. Að vestan var girt gegnt Bakka og að sunnan gegnt Dysjum.
Þegar Manntal var tekið 1801 bjuggu í Pálshúsum hjónin Jón Magnússon og Guðrún Þorbjörnsdóttir ásamt fimm manns en í seinni Manntölum hafði heldur fjölgað í húsunum. Árið 1816 voru þar Höskuldur Þorsteinsson og Kristrún Guðlaugsdóttir með fjögur börn og vinnufólk, heimilismenn tólf talsins. Höskuldur var enn bóndi í Pálshúsum 1845 en virðist hafa misst konuna því hún er ekki nefnd. Yngsti sonurinn, Jón, var orðinn hafnsögumaður á Bakka og eldri börnin hafa væntanlega líka verið flutt að heiman. Bóndi var hins vegar komin með 12 ára gamlan fósturson og á heimilinu voru tvær nýjar vinnukonur, nýr vinnumaður og tveir niðursetningar. Í ónafngreindu tómthúsi bjuggu Eyjólfur Guðmundsson fiskari, Sólveig Einardóttir vinnukona og sonur þeirra, Guðmundur. Skv. Jarðatali var þó aðeins einn ábúandi í Pálshúsum árið 1847, þau voru enn í eigu kirkjunnar, nefnd í Jarðabók 1861 og svo í Fasteignabókum 1932 og 1942-4, kirkjujarðir sem áður. Skv. Fasteignamati ríkisins eru þau enn í byggð og skráður eigandi Jósep Guðjónsson.
Á Túnakorti árið 1918 má sjá bæjarstæði Pálshúsa austan megin í túninu. Bærinn er byggður úr torfi og hólfast í fimm hluta með stefnu nokkurn veginn suður-norður. Skv. Fasteignabókum er komið timburhús árið 1932, járnvarið 1942-4 eða fyrr.
Í Örnefnaskrá 1964 segir: „Pálshús: Hjáleiga frá Garðastað neðan til við Nýjabæ, þar á bala.“ Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 eru Pálshús „skammt norðan Dysja, en lengra frá sjónum“.
Skv. Jarðabókinni 1703: Palshus, hjáleiga fyrirsvarslaus, stendur í óskiftu Garðastaðar landi og samtýniss við staðinn og hinar hjáleigurnar í hverfinu. Jarðardýrleiki er óviss. Ábúandinn Loftur Jónsson. Landskuld xlv álnir. Betalast með ii vættum og ii fjórðúngum fiska í kaupstað. Við til húsabótar leggur ábúandi. Leigukúgildi i. Leigur betalast í fiski eður smjöri heima til staðarhaldarans. Kúgildið uppýngir staðarhaldarinn.
Kvaðir eru mannlán árið um kring, dagsláttur einn, hestlán um tvo daga, hrísshestur einn, sem tekst í almenningi. Kvikfjenaður ii kýr, i ær, i sauður veturgamall, i lamb, i hross. Fóðrast kann ij kýr.
Heimilissmenn iiii. Eldivið af torfi og skóg hefur ábúandinn í óskiftu kirkjunnar landi. Bát að hafa hefur staðarhaldarinn leyft þessum hjáleigumanni, ef hann þará menn fengi annarstaðar að. En sjálfur á hann að róa á staðarhaldarans bát. Uppsátur hefur staðarhaldarinn unt hönum hjer til þar sem heita Pálshúsvarir. En inntökuskip má hann engin taka.

Pálshúsabrunnur (vatnsból)
Skv. Örnefnaskrá 1964 er Pálshúsabrunnur „rétt fyrir ofan bæinn. Allgott vatnsból“. Hann sést ekki á Túnakorti.

Pálshúsabrunngata (leið)
„Gatan lá frá brunninum heim á bæ.“

Pálshúsasjávargata (leið)
Bakkahryggur var skv. Örnefnaskrá 1964 „hryggur er lá eftir vesturtúninu heiman frá bæ allt niður undir Bakka“ og Pálshúsasjávargata „lá fram Bakkahrygg að sjó í Pálshúsavör“.

Miðengi (býli)

Garðahverfi

Miðengi og Gata (t.h.).

Skv. Jarðabókinni 1703: Mideinge, hjáleiga í óskiftu Garðastaðar landi, hefur ekkert fyrirsvar hvað ábýlið snertir, annars hefur hjer uppá lausafje megandi ábúenda stundum nokkuð fyrirsvar skipað verið.
Gamlir menn segja, að Miðengi sje fyrst bygt úr Hlíðar landi ekki fyrir fullum 100 árum, og hefur í manna minnum verið hálft fyrirsvar, áður en Sr. Ólafur tók það af violenter satis; imó mag. Jón Widalin man og veit að þar hefur hálft fyrirsvar verið. Jarðardýrleiki er óviss.
Ábúendur Ólafur Magnússon á hálfri, annar Jacob Stefánsson á hálfri. Landskuld er af hvörjum xx álnir en ef allri hjáleigunni xl álnir. Betalast með ii vættum fiska heim til staðarhaldarans. Við til húsabótar leggur staðarhaldarinn.
Kúgildi er i ordinarie og að gamalli venju, en nú fyrir bón og nauðsyn ábúenda sitt hjá hverjum. Leigur betalast í fiski eður smjöri heim til staðarhaldarans. Kúgildin uppýngir staðarhaldarinn hvort sem er eitt eður fleiri.
Kvaðir eru mannslán af hverjum ábúenda árið um kring, áður þegar einn var ábúandi leystist þetta mannslán venjulega þar með, að þá var landskuld einnri fiskavætt hærri. Dagsláttur einn af hverjum ábúanda, en búi einn á er dagsláttur einn. Hrísshestar heimtast nú ekki fyrir vanmegniss sakir ábúenda. Ei heldur hestlán. Annars ef borgnir væri landsetar, gyldust þeir tveir og tvö hestlán af tvíbýli, en ei nema eitt sjerhvert ef einn á bygði.
Kvikfjenaður hjá Ólafi i kýr, leigukúgildið, hjá Jacob i kýr, leigukúgildið. Fóðrast kann ii kýr ríflega. Heimilissmenn hjá Ólafi iii og fjórði að hálfu, hjá Jacob iii og fjórði að hálfu.
Eldiviðartak af móskurði í staðarins landi.

Garðahverfi

Miðengi 2013.

Jarðardýrleiki var óviss árið 1703 en í landskuld guldust 40 álnir í tveimur vættum fiska. Kúgildi var skv. fornri venju eitt en nú sitt hjá hvorum ábúanda, borguð í fiski eða smjöri til staðarhaldarans í Görðum sem uppyngdi þau. Kvaðir voru mannslán og dagsláttur af báðum árið um kring en hrísshestar og hestlán heimtust ekki vegna vanmegnis þeirra. Hvor hafði eina kýr sem jörðin fóðraði ríflega. Húsavið fengu þeir hjá staðarhaldara og sóttu eldivið eða mó í nytjaland hverfisins. Jarðardýrleiki var enn óviss árið 1847, landskuld hin sama en kúgildið eitt. 1861 taldist Miðengi 12,5 ný hundruð en 1932 var matsverðið 30 hundruð kr. Þá voru kúgildin orðin fjögur, þar voru 80 sauðir og tvö hross og 1180 m² kálgarðar gáfu af sér 18 tunnur. Árin 1942-4 hafði matsverðið hækkað í 52 hundruð kr., í bústofninum voru 5 nautgripir, 8 sauðir og 16 hross og 19 tunnur fengust af garðávöxtum. Jörðin hélt rétti til mótaks, útræði var þar og hrognkelsaveiði en uppsátur í Miðengisvör.
Á Túnakorti 1918 má sjá gamla bæjarstæðið sunnarlega í Miðengistúni, nálægt sjónum. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Miðengi er niður frá Háteigi, og er sama heimreið að báðum bæjunum. Húsið í Miðengi stendur u.þ.b. 40-50 m fyrir ofan fjöru. Það var byggt fast aftan (norðaustan) við gamla bæinn (þ.e. þar sem hann var).“ Skv. Fornleifaskráningu 1984 stóð gamli bærinn beint framan við núverandi íbúðarhús, þar sem hlaðið er nú.
Bærinn á Túnakortinu samanstendur af um sex torfhúsum en eitt þeirra er opin tóft. Stefnan er suðvestur-norðaustur. Skrásetjari segir: „Hafa bæjarhúsin vísað til suðvesturs, út á sjóinn og má sjá á hleðsluraðir, niðurtroðnar í hlaðinu.“
Á Túnakorti 1918 eru tvö samföst útihús rétt vestan við bæinn. Þau eru líklega úr steini og hafa stefnuna suðvestur-norðaustur.
Á Túnakortinu 1918 má sjá tvo kálgarða framan við bæjarhúsin í Miðengi. Sá vestari við útihúsin er líklega sá sem skv. Örnefnalýsingu 1976-7 heitir Fjósgarður“. Á Túnakorti er kálgarður suðaustan við bæjarhúsin, líklega sá sem kallaður er Framgarður í Örnefnalýsingu 1976-7: „Rétt suður af bænum […] kálgarður, aflagður fyrir nokkrum árum.“

Garðahverfi

Miðengi.

Skv. Fornleifaskráningu 1984 er garðurinn „beint suður af íbúðarhúsinu“.
Miðengi byggðist fyrst úr landi Hlíðar skömmu eftir 1600 og var skv. Jarðabók Árna og Páls í eigu Garðakirkju árið 1703. Ábúendurnir Ólafur Magnússon og Jakob Stefánsson skiptu þá jörðinni til helminga og voru þrír heimilismenn hjá hvorum en sá fjórði að hálfu. Þegar Manntal var tekið 1801 bjuggu þar Sigurður Halldórsson með fimm í heimili og ung hjón, Jón Erlendsson húsmaður og Ólöf Helgadóttir með eins árs gamlan son og fátæka stúlku. Árið 1816 voru þau flutt í þurrabýlið Holt (188-27) í landi Hlíðar en í Miðengi komið annað húsfólk, Gísli Jónsson og Gróa Jónsdóttir með eina dóttur. Þá hafði Guðmundur Sigmundsson tekið við búskap á aðalbýlinu en hann átti konu og fjögur börn og auk þeirra voru þrír í heimili. Í Manntali 1845 höfðu enn orðið ábúendaskipti. Þá hét grasbóndinn Sigurður Árnason, með konu, þrjú börn og vinnukonu. Einnig voru tómthúsmennirnir Sigurður Guðmundsson og Samúel Jónsson úr Hlíð. Sá fyrrnefndi var kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur og átti með henni þrjú börn og hjá þeim var Jón Pétursson sem lifði af sveit. Húsfreyja Samúels hét Arnleif Guðmundsdóttur og áttu þau þrjú börn. Einnig voru hjá þeim móðir húsbóndans og vinnumaður. Í Jarðatali árið 1847 er þó aðeins tilgreindur einn ábúandi og jörðin sögð kirkjueign. Hún er nefnd í Jarðabókinni 1861 og var skv. Fasteignabókum enn kirkjujörð árin 1932 og 1942-44. Hún hefur verið í ábúð fram á þennan dag og skráður eigandi í Fasteignamati ríkisins er Ágúst Kristjánsson.
Við gerð Túnakorts árið 1918 var Miðengistún 1,4 ha og hélst svo fram til 1932 eða lengur. Þá var heyafli um 65 hestburðir í töðu en 80 árin 1942-4. Girt var kringum túnið á alla vegu með görðum og girðingum. Miðengi er niðri við sjó með Hlíð að norðan og norðaustan, Háteig, Ráðagerði og Garða austan megin.
Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 á jörðin einnig „land uppi á Garðaholti, og tilheyra því bæði Völvuleiði og Prestshóll. Einnig […] miðhluti Dysjamýrar ofan Garðaholtsvegar“.
Skv. Fasteignabók voru timburhús komin í Miðengi árið 1932.

Götusteinn (samgöngubót/álagablettur)

Garðahverfi

Götusteinn.

Götusteinn var skv. Örnefnaskrá 1964 „steinn er lá við götuna milli Hlíðar og Miðengis. Á steini þessum voru þau ummæli, að hann mætti ekki hreyfa.“ Við þetta gerir Kristján Eiríksson athugasemd í Örnefnalýsingu 1976-7: „Nokkuð stór steinn er í Miðengistúni, fast vestan við brunngötuna frá Hlíð. G.S. nefnir hann Götustein í lýsingu sinni. Kristján [Eyjólfsson í Miðengi] segir það rangt, en man ekki rétta nafnið.“ Steinninn er enn á sama stað.

Miðengistúngarður (garður)
Á Túnakorti 1918 má sjá að varnargarður er neðan Miðengistúns og út frá honum liggja girðingar kringum túnið. Skv. Fasteignabók var Miðengi árið 1932 umgirt túngarði og hagagirðingu (bls. 23). Miðengistúngarður hét sá hluti sjógarðsins sem var þarna, skv. Örnefnaskrá 1964 „þykkur og mikill“. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Á bakkanum er grjótgarður til varnar ágangi sjávar.“ Neðan túnsins er breið klapparfjara og klapparnef fram í sjó. Þarna er ekkert landbrot en flæðir oft inn á lágt land innan við kambinn.

Miðengisbrunngata (leið)
Skv. Örnefnaskrá 1964 var Miðengisbrunnur „neðan og sunnan bæjarins“ og lá Miðengisbrunngata neðan frá honum „heim til bæjar“.
Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Gata liggur frá íbúðarhúsinu á milli Framgarðs og Fjósgarðs, og skiptist hún neðan garðanna. Liggur Sjávargata beint niður að vörinni, en Brunngata suður að Brunni.“

Miðengisbrunnur (vatnsból)

Garðahverfi

Miðengisbrunnur.

Á Túnakorti 1918 sést brunnur utarlega í túninu, suðaustan bæjarstæðisins, nálægt mörkum Miðengis og Garða. Miðengisbrunnur er nefndur í Örnefnaskrá 1964, „neðan og sunnan bæjarins. Ekki gott vatn.“ Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 var hann „u.þ.b. 20-25 m norðaustur af hólnum“, þar sem sjóbúð var áður „á kampinum milli Miðengis og Garða […]. Af heimafólki var hann bara nefndur Brunnur. Vont vatn þótti í honum og saltblandað.“

Völvuleiði (legstaður)

Völvuleiði

Á Völvuleiði.

Í Fornleifaskýrslu sinni árið 1820 segir séra Markús Magnússon: „Hér eru engir haugar eða fornmannaleiði nema ef telja skyldi hér fyrir ofan prestssetrið á Garðaholti það sem kallað er Völvuleiði, sem fornar sagnir eru um að þar sé grafin Völva (spákona) sem farið hafi um í heiðni. En við leit finnast þar engar menjar eða leifar af nokkru tagi.“ Við þetta gerir Kålund eftirfarandi athugasemd 1984: „Samkvæmt fornleifaskýrslu (1820) fundust á Álftanesi nokkrar fornaldargrafir, sennilega þó ekki raunsannar […] meðal þeirra „völvuleiði“ […]“.
Í Örnefnalýsingu 1958 segir: „Syðst á Garðaholti heitir Holtsendi, þar sem nú eru geysimiklar sandgryfjur. Það, sem mest ber á á holtinu, er, að á því sunnarlega er smáhæð, sem heitir Völvuleiði.“ Í Örnefnaskrá 1964 segir: „Svo var allmikil þúst kölluð austarlega á Holtinu. Þúst þessa bar all hátt.“ „Kirkjustígur lá af Flatahrauni vestur eftir holtinu norðan við Völvuleiði og Torfavörðu“. Örnefnalýsing 1976-7 hefur þetta: „Þá á Miðengi land uppi á Garðaholti, og tilheyra því bæði Völvuleiði og Prestshóll. Á háholtinu, suðaustan við Garðaholtsveg (þ.e. vegarins (svo) yfir holtið), er þúfa, sem kölluð er Völvuleiði. Torfavarða var gegnt Völvuleiði, hinum megin við veginn.“ Skv. Fornleifaskráningu 1984 er Völvuleiði „uppi á háhæð vestan við þjóðveginn út á Álftanes, sunnan vegar út að Görðum, syðst á Garðaholti“. Þar er miðlungsgrýttur melur, nokkuð grösugur allt um kring. Hóllinn sést greinilega langt að, grænni en umhverfið og stendur hátt. Hann er grasi vaxinn en sjá má grjót og hola er í honum miðjum. Hann er um 11 m að lengd og breidd
og snýr í austur (100°) út úr holunni.

Presthóll (huldufólksbústaður)

Garðahverfi

Presthóll.

Í Örnefnalýsingu 1958 segir: „Það, sem mest ber á á holtinu, er, að á því sunnarlega er smáhæð, sem heitir Völvuleiði. Heldur vestar heitir Torfavarða. Enn vestar, austanvert, þar sem Garðavegur kemur á Álftanesveg, er grasi gróinn klapparhóll, ber að norðan og vestan. Þessi hóll heitir Presthóll. Þar hlóð sr. Jón Loftsson, sem hér var prestur 1562, vörðu og dvaldi þar öllum stundum.“ Skv. Örnefnaskrá 1964 er þetta „grágrýtisklapparhóll við vegamót Garðaholts- og Álftanesvegar“ en í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Presthóll er stór klettahóll, klofinn endilangs, í krikanum austan við Garðaholtsveg, þar sem hann liggur af Álftanesvegi.“ Kristján Eldjárn skoðaði hólinn árið 1978: „Þar sem vegurinn út á Álftanes liggur yfir Garðaholtið er til vinstri handar (þegar út á nesið er ekið) dálítill klettahóll, (eða kannski réttara að segja klappahóll), sem heitir Presthóll. Um hann eru þjóðsögur og mun vera huldufólk í.“ Kannski Garðapresturinn hafi átt vingott við það en hóllinn hans er enn á sínum stað.

Nýibær (býli)

Garðahverfi

Nýibær.

Nýjabæjar er fyrst getið í Jarðaskrá Garðakirkju árið 1565, þá leigður Guðmundi. Í Jarðabók 1703 er svo talað um hálfbýli með hálft fyrirsvar sem Guðmundar tveir, Ólafsson og Bjarnarson, skiptu til helminga, þrír heimilismenn hjá þeim fyrrnefnda en fimm hjá þeim síðarnefnda.
Árið 1565 galt ábúandi í landskuld þrjár fiskavættir, vallarslátt og skipsróður allt árið en jörðinni fylgdi eitt kúgildi.
1703 var jarðardýrleiki óviss og landskuld 80 álnir eða 40 á hvorn ábúanda, borguð með þremur vættum fiska og vallarslætti. Báðir höfðu tvö leigukúgildi sem þeir guldu með smjöri að frádregnum 5 álnum fyrir fæði sláttumannsins. Bar staðarhaldara að uppyngja kúgildin. Nafnarnir Ólafsson og Bjarnarson höfðu engan kvikfénað annan en fóðrast kunnu naumlega þrjár kýr. Kvaðir voru dagsláttur af hvorum, hrísshestur og hestlán. Mannslán sem var eitt af allri jörðinni guldu þeir þetta ár með hálfum skipshlut af eigin bátum en höfðu frí skipsuppsátur í Nýjabæjarvör í fjörunni neðan Bakka. Þeir lögðu sjálfir við til húsabótar en nutu skógartaks, eldingartorfs og annarra þvílíkra hlunninda úr landi Garða.
Skv, Jarðabókinni 1703: Nýebær, kallaður hálfbýli, því þar er ekki fyrirsvar (eða hreppamanna hýsing) nema að hálfu. Stendur þetta býli í óskiftu Garðastaðar landi og samtýniss við Garða eins og hin í hverfinu, er hjáleigur kallast.

Garðahverfi

Nýibær.

Eigandi er Garðakirkja. Jarðardýrleiki er óviss. Ábúendur Guðmundur Ólafsson býr á hálfri, Guðmundur Bjarnarson á annari hálfri. Landskuld lxxx álnir, xl álnir hjá hverjum. Betalast með iii vættum fiska og vallarslætti; fæðir bóndinn verkmanninn og eignast þar fyrir 10 álnir af leigum. Við til húasbótar leggur ábúandi. Leigukúgildi ii, sitt hjá hverjum. Leigur betalast með smjöri heim að fráteknum fimm álnum af hvers parti, sem niður falla fyrir vallarsláttumannsins fæði. Kúgildin uppýngir hússbóndinn. Kvaðir eru dagsláttur einn af hverjum, hrísshestur einn af hverjum, hestlán eitt af hverjum. Betalaðist með fimm álna virði sjerhvert ef ei fram kæmi in natura og ábúendur fullfærir væri til að betala. Mannslán plagar að gjörast in natura eitt af allri jörðinni, en nú um stundir hafa staðarhaldarinn og ábúendur so accorderað, að þeir bíhalda sínum mannslánum sjálfir á sínum eigin bátum og þar á mót gefa staðarhaldaranum hálfan skiphlut af sínum eigin bátum. Kvikfjenaður hjá Guðmundir Ólafssyni enginn fyrir utan kúgildið, hjá Guðmundi Bjarnasyni og ei nema kúgildið. Fóðrast kann iii kýr naumlega. Heimilissmenn hjá Guðmundi Ólafssyni iii, hjá Guðmundi Bjarnasyni v. Skógartaks, eldingartorfs og annara þvílíka hlunninda nýtur þessi jörð úr óskiftu að þörfum eins og hin önnur býlin í hverfinu. Skipsuppsátur heyrir þessu býli til í Bakkavörum frí.
Í Manntali tæpri öld síðar 1801 voru heimilin hins vegar orðin fjögur. Jarðnyt höfðu Þorvaldur Magnússon og kona hans Guðrún Ásgrímsdóttir, hjá þeim fóstursonur og vinnukona. Auk þeirra var húsfólk sem lifði alfarið af fiskveiðum, annar vegar hjónin Magnús Jónsson og Borghildur Jónsdóttir, hins vegar Brynjólfur Sveinsson og Guðrún Þorleifsdóttir sem áttu 2 ára barn.

Garðar

Garðar. Nýibær framar.

Sérstöðu hafði Þorkell Þorkelson smiður sem lifði af handverki sínu og hafði þrjá í heimili. Flestallt þetta fólk fór annað á næstu fimmtán árum og settust þau Brynjólfur og Guðrún að í Sjávargötu. Sjálfur var Þorvaldur bóndi þó enn búsettur í Nýjabæ þegar Manntal var tekið árið 1816 og giftur í annað sinn. Eiginkonan Vilborg Jónsdóttir hafði með sér þrjú uppkomin börn og einnig var á heimilinu Guðrún, niðurseta á miðjum aldri. Í Manntali 1845 voru ábúendur tveir, Jón Gíslason sem hafði gras og Sveinbjörn Jónsson fiskari, hvor um sig með sex í heimili. Hjá Sveinbirni bjuggu meðal annarra Sigríður Þorsteinsdóttir húskona og 25 ára gamall sonur hennar. Þegar Jarðatal var tekið 1847 var ábúandi þó aftur aðeins einn en Nýibær áfram kirkjueign, einnig nefndur í Jarðabók árið 1961 og í Fasteignabókum 1932 og 1942-44. Skv. Fasteignamati ríkisins er jörðin enn í ábúð og nú í eigu Ragnheiðar Jónsdóttur.
Árið 1847 var dýrleiki jarðarinnar enn óviss en þar voru tvö kúgildi. 1861 var jörðin talin 10,4 ný hundruð. Þegar kom fram á næstu öld var landverðið með húsakosti 44-5 hundruð kr. Árið 1932 voru kúgildin þrjú, á jörðinni 30 sauðir og tvö hross og afrakstur 1200 m² matjurtagarða 20 tunnur. 1942-4 átti jörðin í kvikfénaði fimm nautgripi, 42 sauði og eitt hross og í matjurtum fengust 25 tunnur. Stundað var útræði og hrognkelsaveiði og mór hafður í eldivið.
Nýjabæjartún var allstórt, 1,9 ha þegar Túnakort var gert árið 1918 og stækkaði á fjórtán árum í 2,2 ha sem gáfu 112 töðuhestburði en 170 árin 1942-4. Jörðin er með þeim syðstu í Garðahverfi, fjær sjónum, austur upp við Garðatúngarð, með Dysjamýri (185-70) þar fyrir utan. Handan túngarðsins er nú nýbýlið Grund. Norðan megin Nýjabæjartúns er svo girðing að Króki og Görðum en vestan megin að Pálshúsum.
Á Túnakorti má sjá stæði Nýjabæjar með þyrpingu húsa og garða norðarlega í Nýjabæjartúni. Bærinn er úr torfi og hólfast í þrennt með stefnu suðvestur-norðaustur. Í Örnefnaskrá 1964 segir að hann sé „neðar í túni en Krókur“ og Örnefnalýsing 1976-7 bætir við: „Nýibær er upp af Pálshúsum, og liggja túnin saman. Hlaða og fjós eru rétt austur af gamla húsinu. Nú hefur nýtt hús verið byggt í Nýjabæ í túnjaðrinum austur við veginn.
Nýbýlið Grund, sem byggt var nálægt 1950, er ofan og austan við túngarðinn. Því fylgir ekki grasnyt, aðeins lítil lóð.“ Skv. Fasteignabókum var komið timburhús í Nýjabæ árið 1932 og járnvarið 1942-4 ef ekki fyrr. Núverandi íbúðarhús hefur vafalaust raskað eldri byggingaleifum. Erfitt er að meta hvort einhverjar leifar bæjarhúsanna geti enn leynst undir sverðinum.

Móakot (býli)

Garðahverfi

Móar.

Móakot var hjáleiga frá Görðum, byggð úr landi Hlíðar um miðja 17. öld eða í minni manna sem lifðu þegar Jarðabók var gerð árið 1703. Þáverandi ábúandi hét Oddur Ásbjörnsson og voru fjórir í heimili. Í Manntali 1801 bjuggu hins vegar tveir bændur á jörðinni, Páll nokkur Ásgrímsson, „bonde af jordbrug og fiskerie“, ásamt konu, tveimur vinnumönnum, vinnukonu og hreppsómaga, svo og tómthúsmaðurinn Nikulás Guðmundsson ásamt konu, syni og hreppsómaga.
Skv. seinni Manntölum fækkaði fólkinu aftur eftir það. Árið 1816 höfðu hjónin Guðmundur Guðmundsson og Hlaðgerður Einarsdóttir tekið við og var hjá þeim ein vinnukona og niðursetningur. 1845 var Guðmundur látinn en Hlaðgerður áttræð að aldri orðin niðursetningur hjá nýrri fjölskyldu, Eyjúlfi Hendrikssyni, Guðrúnu Eyvindsdóttur og þremur börnum. Skv. Jarðatali tveimur árum síðar var ábúandi áfram einn og jörðin í eigu kirkjunnar, hún er nefnd í Jarðabók 1861 og síðan í
Skv. Jarðabókinni 1703: Móakot, hjáleiga í óskiftu Garðastaðarlandi (er bygt úr Hlíðarlandi fyrst í þeirra manna minni, sem nú lifa). Jarðardýrleiki er óviss.
Ábúandinn Oddur Ásbjörnsson.

Garðahverfi

Móakot.

Landskuld xl álnir. Betalast með ii vættum fiska í kaupstað. Við til húsabótar leggur ábúandi yfir 40 ár uppbótarlaust, Kúgildi i. Leigur betalast í smjöri eður þjónustulaunum heim til staðarhaldarans. Kúgildið uppýngir staðarhaldarinn.
Kvaðir eru mannslán árið um ) síðan í tíð prófastsins sál. Sr. Brynjúlfs Jónssonar, er hjelt staðinn Garða. Fyr var aldrei sú kvöð með skyldu ákveðin, en síðast í tíð Sr. Þorkels var fyrir utan áðurgreinda landskuld skilin á ábúanda formenska árið um kring fyrir fjegra manna fari því, er hálft átti staðarhaldarinn, en hálft ábúandi og lagði hvor til helming kostnaðar, og á meðan það hjelst hafði bóndinn frjálst, þegar brugðust menn á fjögra manna farið, að brúka sinn eigin bát, tveggja manna far, skilmálalaust. Nú gelst þetta mannslán ei in natura, heldur kvittast árlega með smíðum til fimm aura, og hefur þá bóndinn frjálst orðlof að láta sína báta gánga, tveggja manna för eður þriggja, hvort sem er einn eður fleiri. Hrísshestur einn betalast in natura. Dagsláttur gelst í smíðum. Hestlán so sem annarstaðar.
Kvikfjenaður ii kýr, i hestur, i hross. Fóðrast kann ii kýr naumlega. Heimilissmenn iiii. Eldiviðartak af móskurði í staðarins landi.
Árið 1703 var dýrleiki jarðarinnar óviss en landskuld 40 álnir og galst með tveimur fiskavættum í kaupstað. Kúgildi var eitt og greitt fyrir það í smjöri eða þjónustulaunum til staðarhaldara sem uppyngdi það. Í bústofninum voru tvær kýr, hestur og hross og fóðruðust kýrnar naumlega. Um og eftir miðja 17. öldina átti ábúandi fjögurra manna far hálft á móti Garðapresti og var formaður fyrir því en hvor lagði til helming kostnaðar. Ef menn brugðust á þetta far var honum
hins vegar frjálst að „brúka sinn eigin bát, tveggja manna far, skilmálalaust“.

Garðahverfi

Móakotsbrunnur.

Við gerð Jarðabókarinnar hafði þetta breyst þannig að mannslánið kvittaðist „með smíðum til fimm aura“ og Oddur hafði „frjálst orðlof að láta sína báta gánga, tveggja manna för eður þriggja“. Aðrar kvaðir voru dagsláttur sem einnig galst í smíðum, hrísshestur og hestlán. Bóndi varð sjálfur að leggja til húsavið „yfir 40 ár uppbótarlaust“ en hafði eldiviðartak af móskurði í nytjalandi staðarins. Árið 1847 var jarðardýrleiki enn óviss, landskuld hin sama og kúgildið áfram eitt en 1861 taldist jörðin 6,6 ný hundruð. Árið 1932 var verð hennar með húsakosti 33 hundruð kr., þar var einn sauður og 21 hross og úr 88 m² matjurtagörðum fengust 15 tunnur.
Móakotstún var lítill kýrgrasvöllur í kring um bæinn, skv. Túnakorti 1 ha árið 1918 en um þriðjungur norðan í því stórgrýttur. Túnið stækkaði í 1,3 ha áður en yfir lauk og gaf 72 hestburði af töðu. Það lá að sjónum og var sjógarður þeim megin en girðingar milli þess og næstu bæjatúna. Norðvestan megin var spilda frá Hausastaðakoti og henni næst Hausastaðatún, norðan megin var auk Hausastaðakots þurrabúðin Grjóti og austan megin Hlíð.
Á Túnakorti 1918 sést bæjarstæði Móakots nokkurn vegin í miðju túni, suðvestan Hausastaðakots og norðvestan Hlíðarbæja. Skv. Örnefnaskrá 1964 var býlið „hjáleiga frá Görðum. Ofar en Hlíð.“ Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Móakot var u.þ.b 150 m suðvestur af Hausastaðakoti. Það fór í eyði um 1930.
Svolítill blettur kringum kotið var nefndur Móakotstún. Bæjartóftirnar eru í landi Hausastaðakots, en túninu er skipt á milli Hlíðar og Hausastaðakots, og á Hlíð eystri hlutann.“ (Bls. 10). Við Fornleifaskráningu 1984 var Móakot staðsett „norðvestur af Grjóta, norðan við Hlíð […] slétt tún fyrir vestan og norðan – aflíðandi gróin en grýtt brekka að baki“.
Á Túnakortinu hólfast bærinn í fernt, byggingarefnið er torf en standþil á tveimur framhúsum, stærstu hólfunum, en þau snúa suðvestur að sjónum. Það kemur heim við lýsingu skrásetjara sem segir lengd bæjarhúsa til vesturs vera 5,85 m og þau hafa vísað göflum út á sjó. Aðeins mótar fyrir veggjum, um 1 m á breidd.
Skv. Fasteignabók stóð þessi torfbær enn árið 1932.
Fasteignabók 1932, enn kirkjujörð. Upp úr því fór hún þó í eyði skv. Örnefnalýsingu frá 1976-7 og skiptist túnið nú milli Hausastaðakots og Hlíðar.

Móakotsbrunnur (vatnsból)

Garðahverfi

Móakotsbrunnur.

Í þýfi um 17 m norðaustur frá Móakoti fannst við Fornleifaskráningu 1984 brunnur. Hann er hringlaga, um 1 m í þvermál og 1,5 m niður að vatnsyfirborði. Hann er hlaðinn úr grjóti og stendur opinn en gaddavír hefur verið settur fyrir.

Móakotsbúð (búð)
Móakotsbúð var við Skiptivöllinn á Hausastaðakambi, búð og hjallur frá Móakoti.

Ráðagerði (býli)

Garðahverfi

Ráðagerði.

Í forlið nafnsins Ráðagerði virðist vera orðið ráði en það vísaði í fornu máli sérstaklega til galtar sem hluta svínahjarðar. Nafnið sker sig að þessu leyti frá öðrum svona nöfnum í Garðahverfi því gerðin þar eru ekki kennd við skepnur heldur við þau býli sem þau tilheyra.
Ráðagerði er fyrst nefnt í Jarðabók árið 1703, þá hjáleiga frá Görðum. Bjuggu tveir ábúendur á sín hvorum helmingi, Stígur Jónsson og ekkjan Halldóra Illugadóttir, hvort með tvo heimilismenn. Í Manntali 1801 bjó þar svo Tómas Tómasson gullsmiður, bóndi og útgerðarmaður, með níu í heimili. Í Manntali 1816 hafði Illugi Brynjólfsson tekið við ábúð ásamt konu sinni Flórentínu Jónsdóttur og voru heimilismenn alls 11, auk vinnufólks þrú lítil börn, húskonan Valgerður Ögmundsdóttir og tvær dætur hennar.
Skv. Jarðabókinni 1703: Rádagierde, hjáleiga í óskiftu staðarins landi. Jarðardýrleiki er óviss. Ábúendur Stígur Jónsson býr á hálfri, annar ekkjan Halldóra Illugadóttir býr á hálfri.
Landskuld hjá hvörjum xxx álnir, af allri lx álnir. Betalast með fiski í kaupstað, ij vætt af hverjum. Við til húsabótar leggur staðarhaldarinn. Leigukúgildi eru nú fyrir nauðsyn ábúendanna ii. En annars fylgir ekki hjáleigunni meir en i kúgildi. Leigur betalast í fiski eður smjöri heim til staðarhaldarans. Kúgildin uppýngir staðarhaldarinn. Kvaðir eru mannslán árið um kring af hverjum þegar tveir ábuá en annars eitt. Tveir dagslættir ef tveir ábúa en einn er ella. Tveir hrísshestar ef tveir ábúa en einn ella. Hestalán eitt af hverjum ábúanda ef þeir eiga hest, ekkert ella. Eitt er hestlán ef einn býr á. Kvikfjenaður i kýr hjá Stígi, sem er kúgildið, hjá Halldóru i kýr, sem er kúgildið.
Fóðrast kann á allri hjáleigunni ii kýr. Heimilissmenn hjá Stígi ii, hjá Halldóru ii. Eldiviðartak af móskurð í staðarins landi.

Garðaholt

Garðaholt – örnefni – ósá.

Þegar Manntal var tekið 29 árum síðar var þetta fólk flest farið, Guðríður, dóttir þeirra Illuga og Flórentínu, var orðin vinnukona hjá séra Árna og Sigríði prestsfrú í Görðum en Tómas Gíslason og Signý Eiríksdóttir höfðu tekið við búskap í Ráðagerði. Sjö aðrir voru í heimili og þeirra á meðal raunar Illugi, gamli húsbóndinn, orðinn 69 ára og lifði af vinnu sinni. Annar ábúandi var silfursmiðurinn Sigurður Benediktsson með sjö í heimili.
Árið 1703 var jarðardýrleiki óviss en landskuld 30 álnir hjá hvorum ábúanda og galst með fiski í kaupstað. Leigukúgildi voru tvö og séra Ólafi Péturssyni borgað með fiski eða smjöri en hann uppyngdi þau. Halldóra og Stígur höfðu hvort um sig eina kýr. Kvaðir voru mannslán af báðum árið um kring, dagslættir, hrísshestar og hestlán. Garðar lögðu við til húsabótar og jörðin hafði móskurð í landi þeirra.
Árið 1847 var jarðardýrleiki enn óviss, landskuldin hafði hækkað um helming en kúgildin voru tvö sem áður.
1861 var jörðin talin 9,9 ný hundruð.
Rétt norðvestan við Ráðagerði, upp við túngarð, var Háteigur og höfðu býlin sameiginlegt tún sem var þó framan af kennt við Ráðagerði. Austan og sunnan megin var túnið frá Görðum en suðvestan megin Miðengi.
Árið 1847 voru enn tveir bændur á þessari Garðakirkjujörð, hún er nefnd í Jarðabók 1861 en síðan ekki.
Túnakort sýnir árið 1918 bæ þar sem Ráðagerði á að hafa verið en án nafns og gæti það bent til að býlið hafi verið komið í eyði á þeim tíma.
Á Túnakorti 1918 má sjá hús úr steini eða torfi ofarlega í túninu rétt suðaustan Háteigs og Götu, norðvestan Garða. Húsið hefur stefnuna norðvestur-suðaustur og kálgarðar eru til hliðar við það en líklega er þetta bæjarstæði Ráðagerðis sem nefnt er í Örnefnalýsingu 1958 og síðan í Örnefnaskrá 1964: „Fyrrum býli, hjáleiga frá Görðum, stendur ofar en Gata […]“ litlu austar en Háteigur sem það liggur nú undir.
Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Ráðagerði var í Háteigstúni nærri túngarði milli Garða og Háteigs, neðanhallt við húsið í Háteigi. Það er farið í eyði fyrir lifandi löngu.“
Skv. Fornleifaskráningu 1984 er þetta í grösugum aflíðandi halla á milli Háteigs og Garðakirkju. Um 19,15 m frá garðhleðslu sem þarna er sést óljós steinaröð, líklega frambrún bæjarins. „Tvær grjóthrúgur eru í sömu línu“.

Ráðagerði (þingstaður)
Í lýsingu Garðaprestakalls 1842 segir: „Gerði tvö, sem sumir ætla, að séu dómhringir, finnast. Hið annað á Hofsstöðum, hitt í Ráðagerðistúni, sem er næsti bær við Garða.“ Hinn gamli þingstaður Álftnesinga var þó í dómhring á Hausastöðum áður en hann var fluttur að Görðum eftir konungstilskipun 23. feb. 1816.

Garðar (býli)

Garðahverfi

Garðar.

Í Hrafnkels sögu Freysgoða eru Garðar á Álftanesi orðnir til þegar á 10. öld og bjó þar Þormóður Þjóstarsson, bróðir voldugra manna sem veittu óvinum söguhetjunnar lið. Hann er látinn vera eiginmaður Þórdísar, dóttur Þórólfs Skalla-Grímssonar en þar eð Hrafnkatla er rituð um 1300 og varðveitt í ungum handritum verður henni ekki treyst. Konan mun hafa heitið Þuríður Þorleifsdóttir eins og segir í Landnámu en þar fæst raunar staðfesting á því að þeir feðgar, Þjóstar og Þormóður, bjuggu á Álftanesi. Bústaðurinn er þó ekki tilgreindur nánar. Hvað sem því líður hafa Garðar snemma orðið kirkjustaður og prestssetur því skv. Kirknaskrá Páls biskups Jónssonar var risin þar kirkja árið 1200 ef ekki fyrr og þjónaði sú einnig Bessastöðum. Fram eftir 13. öld var staðurinn þó áfram í höndum veraldlegra höfðingja og birtist með ýmsum hætti í heimildum frá þeim tíma. Árið 1230 er getið um Þorvald Gissurarson Viðeyjarkanoka „at boði j Görðvm“ og má vera að gestgjafi hans hafi verið Einar Ormsson sem að sögn Sturlungu bjó a.m.k. á staðnum árið 1243 og skaut skjólshúsi yfir frænda sinn, Þórð Bjarnarson. Sá var liðsmaður höfðingjans Þórðar kakala, á flótta undan fjandmönnum, og Ormur sá til þess að vel fór um hann í Görðum. Er m.a. getið um bað á staðnum en kvöld eitt þegar þeir frændur hugðust njóta þess réðust óvinirnir til inngöngu. Þórður fékk að tala við prest, væntanlega þann sem gegndi embætti á staðnum, en var síðan miskunnarlaust höggvinn í ytri stofu bæjarins. Næst eru Garðar nefndir árið 1264 þegar Gissur Þorvaldsson jarl gisti hjá Einari: „var honum þar vel fagnat, ok var þar nokkurar nætr“. Þangað bárust Gissuri varnaðarorð og talaði við sendimanninn „í kirkjugarðinum þar í Görðum“. Um tveimur áratugum síðar var þetta ein þeirra jarða sem Árni Þorláksson Skálholtsbiskup deildi um við veraldlega höfðingja og er greint frá því í sögu hans. Staða-Árni eins og hann var nefndur réri að því öllum árum að kirkjan öðlaðist sjálfstæði í eigin málum og að allir kirkjustaðir kæmust undir hennar forsjá. Fékk hann m.a. þáverandi eiganda Garða, Sturlu Sæmundarson, til að sverja sér af hendi staðinn og lofa að „taka alldri síðan af kirkjufjám né hennar eign utan með biskups ráði“. Árni setti síðan systurson sinn Bjarna Helgason prest niður í Görðum. Leikmenn mótmæltu staðartökunni og fleiru í bréfi til biskups árið 1286 en þegar það bar ekki árangur kom goðorðsmaðurinn Hrafn Oddsson með herlið, stökkti séra Bjarna á brott og fékk Sturlu aftur „í hönd alla kirkjunnar eign“.

Garðahverfi

Núibær og Garðar.

Næst eru Garðar nefndir í Alþingissamþykkt frá 1307 og er þá séra Jón Þórðarson kominn þangað til starfa. Einhverjar heimildir eru svo um alla þá Garðapresta sem gegndu kallinu næstu aldir en þeir verða ekki taldir upp hér. Í máldögum árin 1397 og 1477 kemur fram að Garðakirkja var helguð Pétri postula og vel búin munum.
Meðal merkra kennimanna sem sátu á þessum kirkjustað má nefna Þorkel Arngrímsson (1629-77) sem tók við embætti árið 1658 og fékkst m.a. við skáldskap, þýðingar, útgáfur guðsorðabóka og lækningar. Séra Þorkell var í Görðum til 1677 og þar fæddist sonur hans, Jón Vídalín (1666-1720), sem gegndi prestsembætti á staðnum 1695-7. Eins og frægt er hófst hann síðar til biskups en þekktastur er hann líklega af hinni vinsælu húspostillu sinni sem við hann er kennd. Séra Markús Magnússon (1748-1825) kom til starfa árið 1780 og stóð að stofnun Landsuppfræðingarfélagsins, Hins íslenska biblíufélags og fleiri menningarfélaga. Að beiðni nefndar til varðveislu fornminja, „Commision for Oldsagers Opbevaring“, sem stofnuð var árið 1807, skrifaði hann einnig merka Fornleifaskýrslu um Garðajarðir árið 1820.

Garðar

Garðar – Túnakort 1918.

Markús hafði forgöngu um mannvirkjagerð á staðnum og lét hlaða langan garð meðfram túnum bæjanna sem heyrðu undir Garða. Skv. Manntölum voru hjá þessum prófasti 30 heimilismenn árið 1801 og 23 fimmtán árum síðar, um helmingi fleiri en öld áður hjá séra Ólafi Péturssyni en Manntal var líka gert í hans tíð. Nefna má konu Markúsar, Þuríði Ásmundsdóttur, séra Sigurð Hallgrímsson „capellan“, hinn unga Jón Steingrímsson sem um skeið gegndi starfi skrifara, Guðmund Ormsson ráðsmann, Guðfinnu Bergsdóttur, unga frænku prófastins sem varð ráðskona hjá honum, Gísla Guðmundsson smið og Þórarinn Þorsteinsson smala. Auk þessa fólks voru á prestssetrinu tvö gamalmenni og fjögur börn, þrír vinnumenn og átta vinnukonur en bændasynir og dætur úr bæjahverfinu gegndu ýmsum störfum í Görðum. Markús hélt embættinu til æviloka. Skv. Manntali árið 1845 voru 25 í heimili hjá eftirmanni hans, séra Árna Helgasyni (1826-1894) sem skrifaði Lýsingu Garðaprestakalls árið 1843. Hann var prófastur 1825-58, mikilhæfur maður, stofnaði ýmis félög og gegndi biskupsembætti á tímabili. Frúin hans hét Sigríður Hannesdóttir en auk Óla Peter Finsens lærisveins, Ólafs Símonssonar gustukamanns og vinnuhjúa höfðu hjá þeim í húsnæði hjónin Magnús Brynjólfsson húsmaður og Þorbjörg Jónsdóttir. Kirkja (185-6) er enn í Görðum og jörðin í byggð.

Garðar
Bæjahverfi það sem með tímanum myndaðist kringum kirkjustaðinn lá meðfram sjávarsíðunni á leiðinni út á Álftanes og nefndist Garðahverfi. Með vísun til bæjatúnanna innan garðs var einnig stundum talað um Garðatorfuna. Garðar sjálfir eru rétt suðaustan við miðju hverfisins, næst þeim norðan megin hjáleigan Ráðagerði og niðri við sjó Miðengi en sunnan megin Nýibær og Pálshús. Handan Garðamýri hjá sjónum var auk þess Bakki, eitt af lögbýlunum og suður af því Dysjar sem líka var lögbýli. Norðvestan megin í hverfinu voru svo Hlíð, lögbýli þangað til Miðengi var hlutað úr því, Móakot, Hausastaðakot og Hausastaðir. Allar þessar jarðir lágu undir Görðum og á sumum voru á tímabilum minni hjáleigur og þurrabúðir. Mýrarhús, Sjávargata, Hóll og Garðabúð voru við mýrina neðan Garða, Krókur, Garðhús, Háteigur og Höll við nytjalandið ofan þeirra. Þar í landi Hlíðar voru einnig Gata, Holt og Sólheimar en Hlíðarkot var í miðju túni og Dysjakot á Dysjum.

Grjóti

Grjóti.

Á mörkum Hlíðar og Hausastaðakots var Grjóti og í landi Hausastaða þrjú ef ekki fleiri býli, Kaldakinn, Katrínarkot og Arndísarkot á tanganum Skreflu, vestasta hluta hverfisins. Hvar Óskarbúð var er ekki vitað með vissu og sum býli eru nafnlaus. Í Manntölum er t.d. oft greint frá tómthúsfólki og húsfólki á aðaljörðunum án þess að getið sé um bústaði en tómthúsmenn bjuggu venjulega í sjálfstæðu húsnæði og húsmenn oft líka þótt sumir fengju inni á bæjum. Býlin í Garðahverfi hafa þó verið a.m.k. þau 34 sem hér á eftir eru skráð, á stundum trúlega færri eða fleiri. Skammt var á milli heimila og kominn vísir að smáþorpi enda virðast menn sums staðar hafa verið farnir að sérhæfa sig í ákveðnum störfum. Á prestssetrinu hefur verið miðstöð mannlífs en einnig var um skeið skóli á Hausastöðum og þingstaður en hann var fluttur í Garða. Bændur hverfisins skiptust á að gegna embætti hreppstjóra. Ljósmóðir var á Dysjum og hafnsögumaður á Bakka og Ósk í Óskarbúð rak svolitla verslun. Sumir eins og Guðmundur Einarsson vefari lifðu af handiðn sinni, handverkskonur og trésmiðir voru víða en gull- og silfursmiðir höfðu aðsetur í Ráðagerði. Mikið flakk var á fólkinu, a.m.k. þegar kom fram á 19. öld og þegar gömlu ábúendurnir fluttu tóku oftast við óskyldir menn. Nokkuð var þó um að fólk færi búferlum innan hverfisins og óvenjuleg nöfn eins og Ormur, Illugi og Nikulás sem skjóta aftur og aftur upp kolli í hverfinu gegnum aldirnar benda til innbyrðis skyldleika íbúanna. Ætla má að grjóthlöðnu gerðin sem eru sérkennandi fyrir Garðahverfi hafi tengst þéttbýlinu. Innan þeirra hefur verið sú litla lóð eða grasnyt sem hvert býli hafði. Flest eru kennd við búðirnar sem þau tilheyrðu: Hallargerði, Sjávargötugerði, Holtsgerði o.s.frv. Nokkur eru nöfnin tóm og hafa komið upp ýmsar getgátur um þau, Pálshúsagerði í Pálshúsatúni t.d. verið bendlað við akuryrkju og Hausastaðatúngerði á Hausastöðum talið landamerkjagarður en orðið gerði getur bæði vísað til ræktarlands og hlaðins garðs.

Garðar

Garðar um 1900.

Skv. Jarðabókinni 1703: Gardar. Kirkjustaður og beneficium. Jarðardýrleiki hefur óviss verið, so vítt menn vita, til Anno 1697, þá nefndur staður af sex mönnum (hverja prófasturinn í Kjalarnessþingi og sýslumaðurinn í Gullbringusýslu eftir amtmannsins tilsögn þar til útnefnt höfðu) virtur var xl [symbol] að dýrleika. Ábúandi er staðarhaldarinn Sr. Ólafur Petursson prófastur í Kjalarnessþingi. Landskuld er engin. Fyrgreindir sex menn hafa álitið að staðurinn sambyði ii [symbol] leigu. Leigukúgildi engin. Annars á kirkjan xx kúgildi, hvar af sum eru í leiguburði á kirkjunnar jörðum, sem á hjáleigunum í hverfinu um kring staðinn.
Kvikfjenaður iiii kýr og fimta leigukýr, i kviga þrevetur mylk, i tvævetur geld, ær xxxii, i sauður tvævetur, xviii veturgamlir, lömb xx, i hestur, iii hross, ii folar tvævetrir. Fóðrast kann v kýr og i hestur ríflega. Heimilismenn xv.

Kaldársel

Kaldársel við Kaldá – tilgáta ósá.

Selstöðu á staðurinn þar sem heitir við Kaldá, þar eru bæði hagar og vatnsból gott.
Skóg á staðurinn sem brúkast til kolgjörðar og tekur mjög að eyðast. Móskurður til eldiviðar hefur nægur verið, en fer i þurð og gjörist erfiður.
Fjörugrasatekja nægileg. Rekavon í minsta lagi og nær engin en þó festifjara. Sölvafjara bæði góð og mikil. Hrognkelsafjara gagnleg. Skelfiskfjara brúkast til beita en er aðsókt af mörgum og fer því til þurðar.
Heimræði er árið um kring og lending góð, og var hjer útræði hið besta meðan fiskur var á Hafnarfirði. Gánga hjer skip staðarhaldarans árið um kring eftir hentugleikum. Engin inntökuskip hafa hjer að nýúngu gengið en mega þó vera, því að varir eru nógar. Úthagar nálægt heimastaðnum eru bæði þröngvir og snögglendir.

Garðar

Garðar.

Í hverju bæjatúni var svolítill brunnur og sérstakar brunngötur til þeirra. Mikilvægasta vatnsbólið var þó Garðalind sem aldrei þraut og í hana sóttu öll heimilin vatn þegar þurfti. Til þessa hjarta Garðahverfis lágu að lokum allar leiðir en býlin tengdust með innbyrðis vegakerfi. Frá Hausastöðum og býlum þar lá gata yfir í Hausastaðakot og áfram í Grjóta, þaðan niður í Móakot eða yfir í Hlíð. Frá Hlíðabæjum lágu leiðir vestur í Götu og Háteig og Hlíðarbrunngata suður í Miðengi og síðan líklega áfram eftir jaðri túns og mýrar að Garðalind. Traðir tengdu saman Götu og Holt, Háteig og Ráðagerði en þaðan lá gata til kjarnans í Görðum. Frá hinum búðunum við Garðatúngarð var farið um Garðatraðir niður að kirkju og prestssetri og þangað var sérstakur stígur, Króksbrunngata, úr Króki. Þá lágu traðir milli suðaustustu býlanna Dysja, Pálshúsa og Nýjabæjar og frá þeim síðastnefnda í Garða en þaðan mátti loks ganga um Garðabrunngötu að Garðalind. Hins vegar lá Bakkabrunngata beint frá Bakka upp kringum mýrina og að lindinni. Þurrabúðarfólkið við Garðamýri hefur trúlega notað Sjávargötu sem lá milli þeirra og sjávarins annars vegar, Garða hins vegar, og síðan Hlíðarbrunngötu til að komast alla leið. Sérstakar sjávargötur lágu frá bæjum niður að sjávarhliðum í varnargarðinum ofan vara og neðan syðri jarðanna lá Bakkastígur eftir sjávarbökkum.

Garðahverfi

Garðahverfi – flugmynd.

Víðar hefur verið gengið við sjóinn en frá sjávarhliði Hausastaða lá svo nefnd Hliðsnesgata, framhjá Katrínarkoti og Arndísarkoti út á Skreflu og að Oddakotsósi. Þar varð svo að fara á bát yfir í Hliðsnes á móti. Í hina áttina lá gatan meðfram Skógtjörn, framhjá Köldukinn, og yfir grjóthlöðnu brúna Stíflisgarð. Þar var áður aðalleið úr hverfinu út á Álftanes. Í vestur lágu einnig Hausastaðatraðir frá Hausastöðum en slíkar traðir við bæina kenndar lágu frá þeim mörgum að hliðum á Garðatúngarði. Þaðan lágu leiðir svo út í nytjalandið og til næstu byggðalaga. Þannig lágu Garðatraðir frá Görðum um Garðahlið þar sem við tók Garðagata og hlykkjaðist þvert yfir Garðaholt að Garðastekk í jaðri Garðahrauns. Framhald stekkjargötunnar lá svo upp í hraunið nokkru norðar þar sem hún sameinaðist að lokum hinni fornu þjóðleið milli Álftaness og Reykjavíkur, Gálgahraunsstíg nyrðri, Fógetastíg eða Álftanesgötu. Sú gata lá á kafla meðfram Lambhústjörn og Arnarnesvogi. Þar í Hraunviki greindist annar stígur frá henni, Móslóði og lá í suðvestur um Garðahraun og Flatahraun í Garðahverfi. Um hann var farið með hesta klyfjaða mó úr Hraunholtsmýri en þessi vegur var sá austasti þeirra sem lágu yfir Garðahraun. Dysjabrú eða Dysjamýrarbrú hét leiðin yfir hitt mósvæðið sem náði milli Garða og Flatahrauns en var kirkjugata því hana fóru Hafnfirðingar þegar þeir ætluðu í Garðakirkju. Dysjabrú var þá lokakaflinn á leið þeirra, frá svo kölluðu Mónefi sem skagaði vestur úr hrauninu. Vegurinn yfir hraunið að nefinu hét hins vegar Gálgahraunsstígur syðri og náði alveg frá Hafnarfirði. Dysjabrú var þó ófær í miklum leysingum og varð þá frá Gatnamótum vestast við Garðaholtsenda að fara Kirkjustíg yfir holtið og að Görðum. Hann lá vestur frá Urriðakoti og Setbergi um Gatnamót þar sem göturnar mættust.
Landamerki

Garðahverfi

Garðar.

Girt var milli túna einstakra jarða Garðahverfis og kringum það í heild. Varnargarður lá eftir sjávarkambinum að vestan og norður við Skógtjörn og Garðatúngarður skildi milli Garðatorfunnar og nytjalandsins austan megin. Mörk alls þessa svæðis náðu frá Balakletti við sjóinn suðaustan Dysja að Oddakotsósi á Hliðsnesi gegnt Skreflu og yfir Skógtjörn þvera, um Markatanga við Núpslækjarós, áfram um Lambhúsatjörn og austur í Eskines, þaðan lengst suður í Engidalsnef og svo aftur vestur í Balakletta. Innan þessara marka voru að fornu einnig jarðirnar Bali í suðurendanum og Selskarð milli Skógtjarnar og Lambhústjarnar. Þegar í máldögum 14. og 15. aldar kemur fram að Garðakirkja átti allt heimaland, Dysjar, Bakka, Hlíð, Hausastaði, Selskarð, Hraunsholt, Hjallaland og afrétt í Múlatúni. Á 16. öld bættust við Nýibær og Pálshús, Vífilstaðir, Akurgerði og Hamarskot og ítök staðarins lágu miklu víðar. Í Örnefnaskrá segir: „Garðaland: Svo var í eina tíð allt land Garðastaðar kallað. Bæði það sem var í byggðinni við sjóinn og upp til fjalla. […] Allt tilheyrði þetta hinum forna Álftaneshreppi.“. Í Landamerkjaskrá frá 1890 eru tilgreind víðari „merki á landi Garðakirkju á Álptanesi, samkvæmt máldögum og fornum skjölum: 1. Í móti Oddakoti í miðjan ós þann, sem rennur úr Skógtjörn í sjó fram austan til við túngarð í Oddakoti. […] 2. Úr ósnum norður í hóla hjá Skógtjörn, er þar hlaðin merkjavarða; þaðan í móti landi Skógtjarnar og Brekku í vörðu á hólum hjá Núpsstíflum, þar er og hlaðin merkjavarða. […] 3. Útí miðja tjörn þá, sem er milli Bessastaða og Gálgahrauns og í miðjan tjarnarósinn og í mírina Arnarnesslækjar, upp með læknum sunnanverðum uppí Stóra Krók á sama læk og úr því keldudragi, sem þar er að sunnanverðu og beina stefnu yfir mýrina uppí Dýjakrók […] þaðan í midt Hnoðraholt, þaðan fyrir norðan Vetrarmýri beina línu til austur landsuðurs í miðja Kjóavelli, þaðan beina línu í suður landsuður í Arnarbæli, þaðan í austur landsuður uppí Hnífsós, þaðan til austurs landsuðurs í miðt Húsfell, úr miðju Húsfelli beint til suðurs í efri Standartorfu, þaðan beint í (suður) Markraka í Dauðadölum, þaðan til vesturs í Melrakkaskarð Vatnsskarð, Markrakagil í Undirhlíðum, sem er norðanvert við Fjallið Eina, þaðan til norðurs ofanvert við Hvaleyrar- og Áslönd í Steinhús, sem er við neðri Kaldárbotna, þaðan móts við Jófríðarstaðaland í norður vestanvert við Gráhelluhraun beina línu í svonefndan Moldarkrika, þá til norðvesturs í vörðu á Heiðarþúfum, þá sömu línu í norðuröxl á Mosahlíð, enn sömu línu í vörðu norðanhallt á Kvíholti, loks sömu línu miðt á milli Gíslahúss og Bjarnabæjar í vörðu fremst á miðjum Hamri við Hafnarfjarðarbotn. Þaðan land allt með Hafnarfirði norðaverðum vestur í ós hinn áðurnefnda hjá Oddakoti. […]
Innan framangreindra takmarka eru auk Garðastaðar, þessar jarðir Garðakirkju: Selskarð, Hraunsholt, Hamarskot, Lan[g]eyri, Skerseyri, Bali, Dysjar, Bakki, Pálshús, Nýibær, Krókur, Ráðagerði, Hóll, Miðengi, Hlíð, Móakot, Hausastaðakot og Hausastaðir, sem allar hafa afmörkuð tún og rjett til að nota að tiltölu kirkjulandið utantúns, til allra leiguliða nota, en ekkert inskipt land fyrir utan túnið, svo og þurrabúðir, sem eru eign kirkjunnar, með kálgörðum og túnblettum, og timburhús sömuleiðis.“ Innan merkjanna eru einnig Vífilstaðir, Setberg, Urriðakot, Hofsstaðir, Hagakot og Akurgerði.

Garðaflatir

Garðaflatir – minjar – ÓSÁ.

Skemmtilegar sagnir um Garða hafa spunnist um örnefnið Garðaflatir í hinu forna afréttarlandi Álftaneshrepps og birtust hjá Sigurði Nordal og Þórbergi Þórðarsyni í Gráskinnu árið 1928: „Sagt er að Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi verið flutt, þegar hraunið rann á. Sagan segir, að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður. […] Maður nokkur var eitt sinn við slátt á Garðaflötum. Þúfurnar, sem hann var að slá, sýndist honum líkjast leiðum í kirkjugarði. Ein þúfan var stærst, og hugsar hann með sér, að gaman væri nú að vita, hver lægi undir þessu leiði. Syfjar hann þá bráðlega og getur ekki varizt svefni. Hann dreymir að maður tígulegur kemur til hans og segir: „Fyrst þig langar til að vita, hver hér liggur, þá hét sá Þórður og var prestur hér. Síðasta verk hans var að jarðsyngja sjö manneskjur.“ Sú tilgáta fylgir sögunni, að þetta hafi verið í svartadauða. Ýms merki þess má sjá, enn þann dag í dag, að byggð hafi verið á Garðaflötum; þar eru garðahleðslur miklar, og víða sjást húsarústir og sumar mjög stórar um sig. Hlaðinn brunnur kvað og hafa sézt til skamms tíma.“ Í sagnaþáttum sínum árið 1951 telur Ólafur Þorvaldsson einnig að umgetnar flatir hafi fengið nafn af Görðum en skýring hans er þó jarðbundnari: „Allt land þarna umhverfis og langt út frá er hið forna land Garðakirkju á Álftanesi […] Ekki er ósennilegt, þegar stórt var búið í Görðum fyrr á tímum, að Garðaprestar hafi notað nokkuð þá ágætu vetrarbeit, sem er um þessar slóðir, til dæmis framan af vetri, og látið halda fé þarna efra, því að nóg er þar góðra skjóla í hellum og öðrum afdrepum“. Ólafur segir auk þess frá því að fólk sem komið var til réttar hafi skemmt sér og dansað á Garðaflötum.

Garðaflatir

Tóft á Garðaflötum.

Á Túnakorti frá árinu 1918 má sjá bæjarstæðið í Görðum nokkurn veginn í miðju túni, austan kirkjunnar, ofan og norðan kirkjugarðsins. Þar eru þrjár stórar byggingar, lítið hús og for. Gamli bærinn gæti verið stóra torfhúsið næst kirkjunni en það skiptist í tvö aðalhólf og virðist anddyrið snúa í suðvestur að bæjarhlaðinu.
Í Örnefnalýsingu 1958 segir: „Ofan við Kirkjugarðinn er býlið Garðar.“
Skv. Örnefnaskrá 1964 stóðu „byggingar staðarins […] á Bæjarhólnum austan kirkju […] ofarlega í Garðatúni miðsvegar í hverfinu“.
Örnefnalýsing 1976-77 hefur þetta: „Garðar, hið forna prestsetur og höfuðból, eru norðvestur frá Nýjabæ. Tún Nýjabæjar, Króks og Garða liggja saman. Gamli bærinn í Görðum stóð aðeins vestar en nýja húsið. Kirkjan var vestan hans […]“.

Garðabúð (býli)
Gardabud, hjáleiga í óskiftu staðarins heimalandi, hefur grasnautn hina sömu sem áður fylgdi hjáleigu þeirri heima við staðinn, er Skemma var kölluð, og er það nú að kalla sú hin sama hjáleiga.
Jarðardýrleiki er óviss. Ábúandinn Jón Þórðarson.
Landskuld xl álnir. Betalast með ii vættum fiska eður peningum uppá fiskital heim til staðarhaldarans. Við til húsabótar leggur staðarhaldarinn.
Kúgildi til leigu hefur áður eitt verið, en er nú fyrir ljúfa tillátsemi staðarhaldarans ekkert. Kvaðir eru mannslán árið um kring, betalast nú ekki in natura, heldur leysist með hálfum, skiphlut árið um kring af tveggja manna fari, sem ábúandinn sjálfur á og leggur útgjörð að öllu. Dagsláttur einn. Hestlán á saman hátt sem annarstaðar er sagt. Hrísshestur segir prófasturinn fylgt hafi afgjaldi af Skemmu, en ábúandinn í Búð segir það hafi aldrei á sig skilið verið.
Kvikfjenaður i kýr, i ær með lambi, iii sauðir veturgamlir, ii hestar, og i hross með fyli. Fóðrast kann i kýr naumlega. Heimilissmenn iii. Eldiviðartak í staðarins landi af móskurði frí. Garðshús skv. Jarðabókinni 1703: Gardhus, hjáleiga fyrirsvarslaus samtýniss við hinar í hverfinu. Jarðardýrleiki er óviss. Eigandinn Garðarkirkja. Ábúandinn Guðmundur Einarsson. Landskuld xxxv álnir. Betalast í fiski í kaupstað. Við til húsabótar leggur ábúandi. Leigukúgildi i. Leigur betalast í smjöri. Kúgildið uppýngir staðarhaldarinn.
Kvaðir eru mannslán árið um kring, dagsláttur einn, hestlán eins og á hinum, hrísshestur einn, sem tekst í almenningi eður kirkjunnar landi. Kvikfjenaður er kúgildið og ekki víðara. Fórðast kann kúgildið naumlega. Heimilissmenn iiii. Eldiviðartak af móskurði frí í óskiftu staðarins landi.

Garðakirkja (kirkja)

Garðahverfi

Dysjar, Pálshús, Garðar og Garðakirkja (t.h.).

Í grein frá árinu 1904 segir Matthías Þórðarson að Garðakirkja hafi áður verið innan kirkjugarðsins. Á Túnakorti 1918 sést gamla kirkjan vestan við bæjarhúsin og sýnist vera úr steini með stefnuna suðaustur-norðvestur. Skv. Örnefnaskrá 1964 var hóllinn „þar sem Garðastaðarkirkja stóð“ kallaður „Kirkjuhóll“.
Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir hins vegar: „Gamli bærinn í Görðum stóð aðeins vestar en nýja húsið. Kirkjan var vestan hans, og hefur hún verið endurbyggð á sama stað.“
Núverandi kirkja var reist árið 1966.

Garðakirkjugarður (lestaður)

Garðahverfi

Garðakirkjugarður.

Á Túnakortinu 1918 má sjá gamla grafreitinn í Görðum rétt suðvestan við kirkjuna og bæjarhúsin.
Skv. Örnefnalýsingu 1958 er Garðakirkjugarður neðan bæjarins, upp af þurrabúðinni Hól: „Þarna er svæði slétt upp að kirkjurúst, en á það vantar nöfn.“
Skv. Örnefnaskrá 1964 lá hann „neðan kirkjunnar og bæjarhúsanna“.
Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: „Gamli kirkjugarðurinn er sunnan kirkjunnar og íbúðarhússins. Hann hefur nú verið stækkaður til vesturs.“
Skv. Fornleifaskráningu 1984 er kirkjugarðurinn beint niður og vestur af núverandi bæjarhúsum „girtur grjóthlöðnum garði“.
Þegar Matthías Þórðarson rannsakaði legsteina í Garðakirkjugarði árið 1903 komst hann að því að þar eru sex frá 17. öld og einn frá byrjun 18. aldar, auk þess sem nýlega hafði fundist brot af 17. aldar steini: „Allir þessir legsteinar eru höggnir úr venjulegu hraungrýti (dolerit) og sömu tegundar og annað grjót í Garðaholti. Þrír af þeim […] lágu fyrir dyrum kirkjunnar, sem áður var í kirkjugarðinum, og því nokkuð máðir, en þó er letrið enn vel skýrt á þeim öllum.“ Árið 1918 voru „um 40 minnisvarðar“ í Garðakirkjugarði“.
Nokkru norðvestan við kirkjuna sýnir Túnakortið 1918 garð. Hlaðnir veggir liggja kringum hann upp að girðingu sem skilur milli Garða annars vegar, Háteigs og Ráðagerðis hins vegar. Þetta hlýtur að vera niðursokkni grjóthlaðni garðurinn sem fannst við Fornleifaskráningu 1984 og vísar eins og á Túnakortinu í norðvestur frá Garðakirkjugarði, „út að girðingu við Ráðagerði“. Hann beygir síðan í horn til vesturs.

Sjávargata (leið)

Garðahverfi

Garðar – sjávargata.

Á Túnakorti 1918 má sjá hvar gata liggur frá enda Garðatraða við bæjarstæði Garða vestur milli gömlu kirkjunnar og garðs og áfram í átt til sjávar. Líklega er þetta sú Sjávargata sem samnefnt býli hét eftir og nefnd er í Örnefnalýsingu 1958: Þríhyrningur gengur upp frá sjó milli túna Garða og Miðengis en „efst í honum er Grjóthóll. Neðar var svo Sjávargatan […].“
Í Örnefnaskrá 1964 segir: „Svo var gatan frá Garðastað niður túnið í Garðasjó kölluð.“

Sjávargata (býli)

Garðahverfi

Gata frá Grjóta að Hlíð í Garðahverfi.

Í manntali sem tekið var árið 1801 er nefnt húsmannsplássið Götuhús. Þess er hvergi getið annars staðar og má vera að átt sé við Sjávargötu. Þar bjuggu hjónin Steinunn Helgadóttir og Gissur Tómasson, jarðnæðislaus húsmaður og fiskari, Katrín Brynjólfsdóttir, hús- og handverkskona og sonur hennar Jón Eysteinsson. Sjávargata er hins vegar örugglega nefnd í seinni manntölum. Árið 1816 voru komnir þangað tveir aðrir húsmenn, Brynjólfur og Bjarni, báðir Sveinssynir. Brynjólfur, eiginkonan Guðrún Þorleifsdóttir og dóttirin Elín voru áður til húsa í Nýjabæ en kona Bjarna var Guðrún, dóttir Jóns Þorsteinssonar bónda á Dysjum. Þau áttu tvö börn og einnig er nefnd Guðrún Sigmundsdóttir, 9 ára „niðurseta“ svo heimilismenn í litlu búðinni voru alls átta. Árið 1845 hafði svo Guðmundur Einarsson vefari tekið við Sjávargötu, bóndasonur frá Bakka sem áður vann fyrir sér á Hausastöðum. Hann var orðinn 58 ára, giftur Ingveldi Þórleifsdóttur og voru hjá þeim ein vinnukona og tvær aldraðar konur.

Garðahverfi

Garðahverfi – örnefni.

Á Túnakorti 1918 má sjá garð á þeim slóðum sem þurrabýlið Sjávargata á að hafa verið, þ.e. milli samnefndrar götu og landamerkja við Miðengi, skammt frá sjónum. Skv. Örnefnaskrá 1964 er þessi hjáleiga og þurrabúð „í vesturtúni við Sjávargötuna […] niður og vestur frá kirkjunni“.
Skv. Örnefnalýsingu 1976-77 voru „tveir bæir niður við Garðatjörn, vestast og neðst í Garðatúni. […] Vestari bærinn hét Sjávargata.“
Við Fornleifaskráningu 1984 var hann staðsettur norðan hins bæjarins Hóls og sunnan Miðengis, slétt tún sunnan og vestan megin. Þótt býlið sjálft sé ekki sýnt á Túnakortinu virðist mega sjá af lögun garðsins að það hefur verið í suðvesturhorninu enda nær hústóftin um 7 m inn í garðshornið þeim megin. Hún er um 6,5 x 7 m að innanmáli, veggir 1,5-2 m á breidd og sýnist inngangur vera suðvestan megin. Stefnan er SSV-NNA.
Túnakortið 1918 sýnir tvo samfasta garða í stæði hjáleigunnar Sjávargötu. Sá nyrðri á mörkum Miðengis og Garða er merktur Háteigi en sá syðri Görðum og er það trúlega svo nefnt Sjávargötugerði sem minnst er á í Örnefnaskrá 1964: „Lítið gerði umhverfis þurrabúðina.“
Skv. Fornleifaskráningu 1984 er þetta ferhyrndur grjóthlaðinn garður, veggjabreidd 1,4-2 m. Að innan er hann um 27,2 m á lengd og 17-20 m á breidd, breiðastur í vesturendann og gengur annar minni grjótgarður úr honum í átt til sjávar en endar við girðingu milli Garða og Miðengis. Samanlögð lengd þeirra er 46,6 m og stefnan vestnorðvestur-austsuðaustur. Minni garðurinn er miðað við staðsetningu og stefnu sá sem heyrði undir Háteig.

Hóll (býli)

Garðahverfi

Hóll.

Nokkru suðaustan Sjávargötu, milli samnefndrar leiðar og Garðalindar og ofan mýrlendis, er á Túnakortinu 1918 tvískiptur kálgarður. Öðrum heimildum ber saman um að þarna sé hið gamla stæði Hóls, hjáleigu og þurrabúðar frá Görðum eða eins og segir í Örnefnalýsingu 1958: „Við mýrarjaðarinn er […] uppspretta, sem heitir Garðalind. Aðeins utar er Hóll.“

Skv. Örnefnaskrá 1964 stóð hann „neðar en Sjávargata í Garðatúni […] niður undir Garðamýri og í Örnefnalýsingu 1976-77 er sagt svona frá: „Hér áður voru tveir bæir niður við Garðatjörn, vestast og neðst í Garðatúni. Hét sá eystri Hóll, og voru kallaðir Hólsgarðar í kringum hann, kálgarðar, sem í var ræktað, eftir að Hóll lagðist í eyði. Nú hafa þeir verið jafnaðir og grjótinu ýtt upp í hrúgu.“ Við Fornleifaskráningu 1984 segir að þetta sé „vestan Garðakirkju“ rétt suðaustan við Sjávargötu, „ræktað tún allt í kring“. Þarna er „allhár, greinilegur hóll með miklu grjóti í. Enga lögun tófta sér í honum.“ Hóllinn er um 16 m á lengd og 11,5 á breidd með stefnu norður-suður. Bakki liggur um 14 m suður úr honum, líklega hluti byggingaleifanna.
Skv. manntölum bjó í þessari hjáleigu grashúsmaðurinn Torfi Sveinsson a.m.k. á tímabilinu frá 1801 til 1816, lifði á jarðnyt og fiskveiðum og hafði 4-5 heimilismenn. Í Manntali 1845 eru skráð þar Hákon Þórleifsson, tómthúsmaður og fiskari, Gróa Þóroddsdóttir, hans kona, og Jón Þórleifsson, fiskari og „sjálfs sín“.

Hólsgarðar (garður)

Hóll

Hóll og Hólsgarðar – loftmynd. Tóftir bæjar sjást lengst t.v.

Í bæjarstæði Hóls sýnir Túnakortið 1918 tvo samfasta kálgarða með hlöðnum veggjum og götuslóða á milli frá suðaustri til norðvesturs en skv. Örnefnalýsingu 1976-77 umgirtu þeir Hólsbæinn: „[…] voru kallaðir Hólsgarðar í kringum hann, kálgarðar, sem í var ræktað, eftir að Hóll lagðist í eyði. Nú hafa þeir verið jafnaðir og grjótinu ýtt upp í hrúgu.“ Þetta virðist mega lesa úr lýsingu við Fornleifaskráningu 1984: „Þarna er allhár, greinilegur hóll með miklu grjóti í. Enga lögun tófta sér í honum.“ Hóllinn er um 16 m á lengd og 11,5 á breidd með stefnu norður-suður. Bakki liggur um 14 m suður úr honum, líklega hluti byggðaleifanna.

Óskarsbúð (býli)
Skv. Jarðabókinni 1703: Óskarbud. Tómthús. Stendur í Garðarstaðar landi og er uppbygð af Jakob Bang, sem síðar varð sýslumaður í Árness sýslu, fyrir …) árum eða þar um og bygð einnri konu að nafni Ósk, sem hans vegna seldi þar tóbak, brennivín og annan varning. Síðan hafa sjer eignarráð yfir búðinni tiltekið Bessastaðamenn og hafa þar látið gánga kóngsbáta, stundum tíu, stundum fleiri, stundum færri, item inntökuskip fyrir undirgift eður annan góðvilja meðan fiskiríið var gott í Hafnarfirði. Búðin stendur enn nú, er þó í auðn. Afgift af búðinni meðan hún bygðist var engin að fráteknu mannsláni, en þar á mót var þessi búsetumaður skyldugur kauplaust til vöktunar og verkunar að taka að vertíðarlokum skipsábatana af kóngsskipunum sem þar gengu. Item að hýsa skipshafnirnar, so vel af kóngsskipunum sem hinum, er í Bessastaðamanna leyfi þar gengu, og fjekk hann af öllum þessum soðningarkaup og ekki framar. Þó segist að þá fiskiríið var í mesta máta og búðarmannsins ómak per conseqvens þess stærra hafi hann hjer fyrir utan hugnun nokkra þegið, einu sinni tíu álna virði eða þar um.
Eldiviðartak hafði þessi búðarmaður af mó í Dysjamýri þar nálægt án leyfi staðarhaldarans í Görðum. Um þessa búð er gömul controversia, standa Bessastaðamenn uppá margra ára brúkun, en staðarhaldararnir á Görðum meina þeir hafi þar ekkert eignarskjal fyrir.
Um kring búðina er valllendi, hvar úr tún nokkuð ræktast mætti ef lángvarandi hirðusemi á legðist, og kynni þá þetta hjáleigu ígildi að verða og ef sjer gefa hjer um hálft kýrfóður.
Skv. Jarðabók byggði Jakob Bang, síðar sýslumaður í Árnessýslu, verbúð eða tómthús í landi Garða, í valllendi nálægt Dysjamýri. Hún var uppistandandi árið 1703 en óbyggð og ekki er greint nánar frá staðsetningu.
Ekki er heldur minnst á tómthúsið í síðari heimildum. Búðin var kennd við Ósk, leigjanda Bang, sem „hans vegna seldi þar tóbak, brennivín og annan varníng.“ Síðar höfðu Bessastaðamenn útræði frá Óskarbúð og bar búðsetumanni kauplaust að taka skipsábata af kóngsskipum til vöktunar og verkunar og hýsa áhafnarmeðlimi allra skipa sem voru þar á vegum Bessastaða. Afgift af búðinni var auk þess eitt mannslán. Deilur voru um Óskarbúð milli Bessastaðamanna og staðarhaldara í Görðum sem sögðu þá vanta eignarskjal og sótti búðarfólkið í leyfisleysi mó í Dysjamýri.

Garðabúð (býli)

Garðahverfi

Leifar sjóbúðar frá Görðum.

Á Túnakorti 1918 sést hús úr torfi nokkru vestan Sjávargötugerðis, við Sjávargötuslóðann skammt frá sjónum og landamerkjum við Miðengi. Þetta gæti verið „verbúð frá Görðum“ sem í Örnefnaskrá 1964 er nefnd Búðin, og „stóð ofanvert við vörina“, þ.e. Garðavör, „ofan við Garðasjó“. Kringum hana og aðallega ofan hennar var Búðarflötin og fyrir „framan hana var skiftivöllur“.
Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: „Grasi gróinn hóll, sléttur að ofan, er á kampinum á milli Miðengis og Garða. Hér áður mun hafa verið sjóbúð á þessum hól, en þess sjást nú engin merki.“ Líklega er þetta hóllinn sem við Fornleifaskráningu 1984 er kallaður Garðabúð eða Búð og er suður „frá bænum í Miðengi, alveg niður við flæðarmálið“, túnið ofan við en sjórinn að framan. Núna er þarna áberandi grænn hóll. Lengd hans meðfram sjávarmálinu er 8,5-9 m og breiddin um 5 m. Í honum er hleðslugrjót en lögun tóftarinnar sést ekki. Á a.m.k. einum stað utan í honum sér í mikið af skeljum.
Garðabúð var skv. Jarðabók og Manntali árið 1703 nýbyggð hjáleiga frá Görðum og tók í raun við af hjáleigunni Skemmu. Ábúendur voru hjónin Jón Þórðarson og Ingunn Ingimundardóttir, heimilismenn þrír talsins. Jarðardýrleiki var óviss en séra Ólafi Péturssyni greidd 40 álna landskuld með tveimur fiskavættum eða peningum upp á fiskatal. Leigukúgildi, venjulega eitt, var ekkert hjá Jóni þetta ár en hann átti kýr sem fóðraðist naumlega, ær með lambi, þrjá veturgamla sauði, tvo hesta og hross með fyli. Kvaðir allt árið voru mannslán sem leyst var með hálfum skipshlut af tveggja manna fari ábúanda og einn dagsláttur. Hætt var að heimta hrísshest sem áður hafði fylgt afgjaldi af Skemmu. Garðabúð hafði „grasnautn hina sömu“ og Skemma áður. Staðarhaldari lagði við til húsabótar en bóndi hafði móskurð í landi Garða.
Garðabúð er ekki nefnd í síðari Manntölum og Jarðabókum.

Garðavör (uppsátur)
Í Jarðabók 1703 segir: „Heimræði er árið um kríng og lending góð, og var hjer útræði hið besta meðan fiskur var á Hafnarfirði. Gánga hjer skip staðarhaldarans árið um kring eftir hentugleikum. Engin inntökuskip hafa hjer að nýúngu gengið en mega þó vera, því að varir eru nógar.“ Skv. Örnefnaskrá 1964 var lendingin í Garðavör við Garðasjó, fjöruna sunnan Miðengisvarar. „Vörin var nokkuð mikil um sig, enda mikil útgerð oftast frá Görðum. Var ætíð talað um að róa eða lenda í Garðasjó, og sandhryggurinn eða sjávarkampurinn allt austur undir Bakka nefndur svo.“ Enn fremur er nefndur Garðagrandi en „svo var sjávarkampurinn stundum kallaður mest allur“ eða „frá Miðengi suður að Bakka“. Skv. Örnefnalýsingu 1976-77 er Grandi við sjóinn framan við Garðamýri en tveir bæir niður við hana „vestast og neðst í Garðatúni. […] Vestari bærinn hét Sjávargata. Garðavör er neðan hennar, vestast á Granda.“

Garðalind (vatnsból)

Garðalind

Garðalind.

Garðalind er á Túnakortinu 1918 merkt inn beint suðvestur af Garðakirkjugarði þar sem túnið mætir mýrlendinu fyrir neðan, þ.e. Garðamýri.
Skv. Örnefnalýsingu 1958 er „við mýrarjaðarinn […] stór steinn, og hjá honum er uppspretta, sem heitir Garðalind.“ Í Örnefnaskrá 1964 er hún einnig nefnd Garðabrunnur: „Svo var aðalvatnsból hverfisins kallað. Lind með rennandi vatni góðu. Þar var brunnur grafinn undir stórum steini og hlaðinn upp með tröppum niður að vatninu. […] Þangað sótti allt hverfið vatn til fjóss og bæjar.“ Steinninn er kallaður Grettistak: „Mátti þar sjá fingraför Grettis er hann tók bjargið og færði í vegg brunnsins, lindarinnar.“ Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: „Garðalind er niður undir Garðatjörn, beint niður af bænum í Görðum. Stór klettur er yfir lindinni. Er hann nefndur Grettistak. Tvær, þrjár tröppur eru ofan að vatninu í lindinni. Í Garðalind var sótt vatn frá mörgum bæjum í Garðahverfi og jafnvel öllum í miklum þurrkum. Aldrei þraut Garðalind, og þótti í henni bæði heilnæmt og gott vatn. Smálækur rennur frá lindinni.“ Skv. Fornleifaskráningu 1984 er lindin beint niður af íbúðarhúsinu í Görðum, í vesturátt til sjávar, með grasbala ofan við upp að gamla kirkjugarðinum og blauta mýri framan við.
Kletturinn liggur yfir lindinni eins og lok eða þak en nafnið Grettistak mun frekar ungt. Í Fornleifaskýrslu sinni um Garða árið 1820 lýsir séra Markús Magnússon þessu allnákvæmlega: „Ekki eru hér nein svokölluð Grettistök, en tveir klettar eru hér innan túns eða afgirts heimalands prestssetursins Garða, tveir sem mannaverk eru á. Annar klettanna liggur yfir brunni eða lind sem sér prestssetrinu og þeim sem nærri búa fyrir hinu besta vatni. Kletturinn er að þvermáli 13 álnir en 3 3/4 álnir að hæð, í laginu eins og píramídi, snýr frá austri til suðvesturs, liggur á jarðfastri klöpp, en til suðurs eru á báðar hliðar settir þungir óhræranlegir steinar sem afmarka sjálfan brunninn sem kletturinn liggur yfir og skýlir að ofan fyrir snjó og frostum svo að hann fennir aldrei í kaf eða frýs. Þar sem klettur þessi er svo stór að ekki virðist unnt að hræra hann af þessum stað hefur honum líklega annað hvort verið velt ofan á steinana sem hann hvílir á nú, eða verið lyft upp að framan til þess að koma þeim undir hann.“ Við þetta gerir Kålund eftirfarandi athugasemd 1877: „Samkvæmt fornleifaskýrslu (1820) fundust á Álftanesi nokkrar fornaldargrafir […] einnig brunnur í klettaskjóli, afgirtur“.

Garðalind

Garðalind.

Í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 segir svo séra Árni Helgason: „Mikill steinn stendur sem á hleðslu yfir Garða vatnsbóli, sem heitir Garðalind.“ Árið 1984 kemur vatnið enn undan þessu stóra bjargi sem skrásetjari kallar „framhlið vatnsbólsins en bárujárnsþak, þakið torfi hefur verið reist aftan við það […] Byggt hefur verið utan um vatnsbólið – hlaðið múrsteinum – ferhyrnt lítið [dælu]hús sem gengið er inn í um dyr að sunnan“, um 1,8 x 2 m að stærð og 1,2 m á hæð. Vatnsrásin sem einnig sést á Túnakortinu liggur líkt og áður í átt til sjávar en út í skurð og meðfram henni á um 4rra m kafla næst steininum eru hlaðnir veggir. Dæluhús og seinni tíma hleðslur hafa síðan hrunið utan af lindinni sem varðveist hefur óskemmd með klettinum yfir.
Í Fornleifaskýrslu um Garða 1820 segir séra Markús Magnússon: „Ekki eru hér nein svokölluð Grettistök, en tveir klettar eru hér innan túns eða afgirts heimalands prestssetursins Garða, tveir sem mannaverk eru á. Annar klettanna liggur yfir brunni eða lind sem sér prestsetrinu og þeim sem nærri búa fyrir hinu besta vatni. […] Hinn kletturinn hér – í miðju túni prestssetursins, er 13 álnir að umfangi og 1 3/4 alin að hæð og liggur flatur.
Hann hvílir á undirlagi úr litlum steinum og sýnir það augljóslega að klettinum hefur verið lyft og steinarnir lagðir undir hann. Það er merkilegt við þennan klett sem liggur um 160 faðma frá sjónum, að hann er sorfinn á annarri hliðinni, alveg eins og þeir klettar sem liggja í sjávarmálinu eru sorfnir af sjávarganginum. Af því mætti ætla að sjórinn hafi fyrrum gengið svo hátt sem kletturinn stendur nú, fremur en að svo stór klettur hafi verið fluttur svo langan veg frá ströndinni, en reynslan er þó gagnstæð þessari ætlan, því að sjá má að sjórinn brýtur stöðugt landið hér í nágrenninu.“ Í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 segir svo séra Árni Helgason: „Hvorki blótsteina né Grettistök þekki ég hér, en einstakur steinn, mikill um sig, stendur fyrir vestan Garða, er sumir segja sé brimbarinn þeim megin, er veit frá sjó (hann er frá sjó meir en 100 faðma og 5-6 eða meir yfir sjávarborðið).“ Við Fornleifaskráningu 1984 er getið um „tvö björg“ vestur frá Görðum, um 18 m suðaustan Garðalindar, austan við Garðamýri og er tóft byggð utan í þeim, vestan megin. Þetta gæti verið kletturinn sem séra Markús nefnir.

Garðabrunngata (leið)
Í Örnefnaskrá 1964 er nefnd Garðabrunngata sem „lá upp með Kirkjugarðinum að austan heim á hlað“ eða „frá staðarhúsum niður til lindarinnar“. Hún sést ekki á Túnakorti.

Skóli (hús)
Á Túnakorti 1918 er skólahús beint vestur af Króki, nokkru utan Garðatúngarðs. Húsið er úr timbri og hefur stefnuna norðvestur-suðaustur. Í Örnefnalýsingu 1958 segir: „Upp af Dysjum heitir Pálshús. Þar ofar er Krókur, og enn ofar er gamli skólinn.“ Þarna er nú samkomuhús.

Garðhús (býli)

Garðar

Garðakot.

Á Túnakortinu 1918 má sjá byggingu vestan við Garðatraðir og Garðahlið rétt innan túngarðsins, líklega svo nefnd Garðhús. Í Örnefnalýsingu 1958 er talað um hól vestur af Görðum ofan götu en skv. Örnefnaskrá 1964 var þetta „hjáleiga og þurrabúð“ upp við eða „vestan Garðahliðs“.
Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: „Efst í Garðatúni, fast vestan við heimreiðina, eru gamlar tóftir af þurrabúðinni Garðhúsum.“
Fornleifaskráning fór fram 1984 og eru minjarnar neðan vegar rétt áður en kemur að „heimkeyrslu að Garðakirkju […] beint niður af spennistöð sem þarna er. „Þjóðvegurinn er beint upp af, tún niður af, að kirkjunni.“ Nokkru vestar kemur fram hluti af landamerkjagarði Garðalands og stefnir á Háteig. Tóftin er ferhyrnd, mjög greinileg og virðist niðurgrafin. Hún skiptist í tvennt, innanlengdin 7 m að skilveggnum og 11,7 m frá honum, innanbreiddin um 3 m og veggirnir 1,5 m á breidd. Tóftin er full af grjóti, hefur nokkurn veginn sömu stefnu og vegurinn og vísar sú langhlið sem fjær honum er í suðvestur að Garðatúni. Fram af henni er eins konar bakki, e.t.v. útlínur kálgarðsins sem þá er um 14 m breiður frá húsinu. Þetta kemur saman við Túnakortið sem sýnir aflangt torfhús með stefnuna norðvestur-suðaustur og áfastan kálgarð suðvestan megin.
Árið 1703 voru Garðhús skv. Jarðabók „hjáleiga fyrirsvarslaus“ í eigu Garðakirkju og bjó þar Guðmundur Einarsson með þrjá í heimili. Í Manntali 1801 var býlið kallað „húsmannspláss“ en þá hafði tekið við ábúð Stefán Þorsteinsson, jarðnæðislaus fiskari, og voru einnig hjá honum þrír í heimili. Í Manntali 1816 var þar húsmaðurinn Árni Magnússon með fjóra heimilismenn og 1845 Guðmundur Sveinsson með þrjá í heimili. Garðhús eru hvorki nefnd í síðari Jarðabókum né Fasteignabókum þegar kemur fram á 20. öld en Tryggvi Gunnarsson í Grjóta mundi eftir bæ á þessum stað.
Jarðardýrleiki var óviss í tíð Guðmundar Einarssonar en hann greiddi 35 álna landskuld með fiski í kaupstað og eitt leigukúgildi með smjöri. Séra Ólafur í Görðum uppyngdi það en hin eina kýr bóndans fóðraðist naumlega. Kvaðir voru mannslán árið um kring, dagsláttur, hrísshestur og hestlán. Bóndi lagði sjálfur til húsavið en hafði móskurð í landi Garða.

Garðhúsabrunnur (vatnsból)

Garðahverfi

Garðhúsabrunnur.

Skv. Örnefnaskrá 1964 var Garðhúsabrunnur „utan garðs rétt við Garðahlið. Allgott vatnsból, þar til sauður drapst þar í, var þá fyllt upp“. Brunnurinn sést ekki á Túnakorti.

Háteigur (býli)

Garðahverfi

Háteigur 1915.

Á Túnakortinu 1918 er bærinn í Háteigi beint norðvestan Garða, alveg upp við Garðatúngarð. Hann skiptist í fimm hús og er byggður úr steini. Girt er kringum tún hans en nokkru austar í því er hús sem gæti verið Ráðagerði. Byggingarefnið er skv. Fasteignabókum áfram hið sama 1932 en auk þess er nefnt timbur árin 1942-4 og húsið þá járnvarið. Í Örnefnalýsingu 1958 segir að Ráðagerði sé neðar en Gata og „Háteigur í líkri hæð, svo Miðengi neðan undan Háteigi.“ Skv. Örnefnaskrá 1964 er Háteigur býli eða „hjáleiga frá Görðum litlu vestar en Ráðagerði“ og Háteigstún „nú sameinað Ráðagerðistúni“. Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: „Býlið Háteigur er vestan Garða. Tún Háteigs liggur vestan Garðatúns, alveg niður að sjó. Íbúðarhúsið stendur efst í túninu, rétt fyrir neðan garðinn“, þ.e. túngarðinn.
Háteigs er hvorki getið í jarðabókum né manntölum en var a.m.k. í eigu Garðakirkju 1932-44, metinn á 65-66 hundruð kr. Kúgildi voru tvö í byrjun tímabilsins og auk þeirra tíu sauðir og eitt hross en við lok þess átti jörðin fimm nautgripi og eitt hross. Túnið var um 1,5 ha fram um 1932 og heyafli 90 töðuhestburðir en 180 þegar nálgaðist miðja öldina, girt kringum það með görðum og girðingum. Norðvestan Háteigs voru Gata og Hlíð en nær sjónum Miðengi, suðaustan megin Ráðagerði og Garðar. Skv. Fasteignamati ríkisins er jörðin enn í byggð og nú eign Garðabæjar.

Háteigsbrunnur (vatnsból)
Rétt austan Háteigsbæjarins sýnir Túnakortið 1918 tvö hringlaga mannvirki sem gætu verið brunnar. Einhver punktalína liggur frá bænum framhjá þeim að Garðatúngarði en greinileg gata er þar ekki. Í Örnefnaskrá 1964 er þó minnst á Háteigshlið í garðinum.

Mýrarhús (býli)
Mýrarhús hét skv. Jarðabók „hjáleiga í óskiftu Garðastaðarlandi“ sem var komin í eyði árið 1701 en hafði verið byggð í 60 ár eða lengur. 35 álna landskuld hafði goldist í fiski í kaupstað og eitt kúgildi í fiski eða smjöri til Garða. Grasnautnin fóðraði kúgildið en hana brúkaði síðan staðarhaldarinn. Hjáleigunnar er ekki getið í síðari heimildum og hefur e.t.v. ekki byggst aftur. Af nafninu að dæma hefur hún verið staðsett nálægt mýri, trúlega Garðamýri en þar nokkru sunnar en Sjávargata og Hóll er greinilegur tóftarhóll.
Skv. Jarðabókinni 1703: Mýrarhús, hjáleiga í óskiftu Garðastaðarlandi, bygð yfir 60 ár eður lengur með xxxv álna landskuld, sem betalaðist í fiski í kaupstað. Kúgildi var eitt og guldust leigur heim til staðarins í smjöri eður fiski; nú hefur hjáleigan tvö ár í eyði legið og ekki fengist bygð, brúkar staðarhaldarinn grasnautnina, sem fóðraði eitt kúgildi meðan bygt var. Meinar prófasturinn aftur byggjast kunna ef staðarhaldarinn vill og fiskiríið batnar.

Tómthús (býli)
Í Manntali 1845 er Tómthús talið meðal býla í Garðahverfi en þar bjuggu Jón Jónsson „grashúsmaður, vitstola í 10 ár“, kona hans Katrín Eyjólfsdóttir og fjögur börn þeirra, Eyjúlfur, Erlendur, Jón og Ingveldur. Auk þeirra voru Ingunn Helgadóttir sem lifði „af handavinnu sinni“ og sonur hennar Ólafur Einarsson. Tómthús þetta er ekki nefnt í öðrum heimildum og hefur e.t.v einungis verið byggð í tíð þessara tveggja fjölskyldna. Nöfn húsfreyjunnar og elsta sonarins minna þó á fyrstu ábúendurna í Katrínarkoti sem hétu Katrín og Eyjólfur og gætu þar verið tengsl. Þar eð Katrínarkot á að hafa byggst á sama tíma og Tómthús birtist í Manntalinu vaknar sá grunur að um sama býli sé að ræða. Eðlilega hefur þá með tímanum verið farið að kenna það við húsfreyjuna sem hlýtur að hafa staðið ein fyrir öllum heimilisrekstri og búskap fyrst maður hennar var veikur. Það að Tómthús er í Manntalinu talið upp næst á eftir Hausastöðum en næst á undan Hausastaðakoti gæti bent til að það hafi verið staðsett í nágrenni þeirra eða á sömu slóðum og Katrínarkot. Á móti mælir hins vegar að Katrín og Eyjólfur í Katrínarkoti eru talin hafa verið hjón en ekki mæðgin eins og fólkið í Tómthúsi og því eru býlin skráð sitt í hvoru lagi.

Garðaviti (viti/skotbyrgi)

Garðahverfi

Garðaviti.

Í Örnefnalýsingu 1958 segir: „Á háholtinu er viti, Garðaviti. Þar var áður torfvarða og kveikt á lugt.“ Örnefnaskrá 1964 bætir við: „Hann mun hafa verið reistur um 1870. Hann stóð á holtinu norður frá Garðahliði.“
Örnefnalýsing 1976-77 hefur þetta: „Á klöpp fyrir ofan Háteig var viti hér áður, Garðaviti.“ Við Fornleifaskráningu 1984 segir að tóftir séu „uppi á háhólnum […] svo til beint upp af Háteigi“, alveg við veginn, ofan og austan hans og er hæðin grýtt allt um kring.
Leifar sjást af tveimur tóftum hlið við hlið og virðast þær samfastar. Sú austari er stærri og greinilegri, innanmálið um 5,8 x 2 m. Hún er nokkuð niðurgrafin og um 1,1 m á dýpt. Stefnan er norður-suður. Sú vestari er öll ólögulegri, um 2,5 x 2 m að innanmáli.
Vitinn var í notkun sem ljósgjafi á tímabilinu 1868-1912. Tryggvi Gunnarsson í Grjóta (f. 1899) mundi eftir honum og sagði hann hafa verið notaðan sem mið af sjó fyrir fiskibáta en á stríðsárunum notuðu Bretar hann sem virki. Húsið var síðan „selt og flutt heim að Hlíð, þar sem það var notað sem kamar“.

Höll (býli)
Skv. Örnefnaskrá 1964 var Höll „hjáleiga og þurrabúð“ frá Görðum og stóð bærinn „utan Garðs, ofan Garðahliðs“. Við Fornleifaskráningu 1984 segir að tóft hans sé svo til beint upp af Garðakirkju, „rétt eftir að kemur að vegamótum heim að henni, að norðan“. Allt í kring er grýtt holtið. Mundi Tryggvi Gunnarsson í Grjóta eftir því þegar búið var í þurrabúðinni. Þarna er garður og við norðausturhorn hans lítil aflöng tóft, grjóthlaðin og niðursokkin. Hún er um 6 m á lengd og 2,1 m á breidd, þykkt veggja um 0,5 m. Stefnan er suður-norður og virðist inngangurinn vera á suðurgafli.
Höll er hvorki nefnd í jarðabókum né manntölum.

Hallargerði (garður)

Garðahverfi

Hallargerði.

Í Örnefnaskrá 1964 er Hallargerði sagt liggja kringum Höll: „Svo hét gerði umhlaðið miklum grjótgarði norðan vegar […] garður af grjóti kringum bæinn“. Gerði sem teiknað var upp við Fornleifaskráningu 1984 er þó vestan við hústóftina. Þarna er ferhyrndur garður eða þurr grjóthleðsla, um 40,8 m á breidd og 18,2 m á lengd, veggir 1,8 m á breidd. Um 19 m frá austurendanum mótar fyrir yfirgróinni hleðslu, um 1,2 m á breidd, sem liggur þvert inn í garðinn.

Torfavarða (samgöngubót)
Skv. Örnefnaskrá 1964 var á Garðaholti svo nefnd Torfavarða eða Torfaleiði „stór varða […] nokkru vestar en Völvuleiði […]“. Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: „Á háholtinu, suðaustan við Garðaholtsveg […] er þúfa, sem kölluð er Völvuleiði. Torfavarða var gegnt Völvuleiði, hinum megin við veginn. Hún er nú horfin, en lítið hús stendur nú, þar sem hún var.“ Þetta er við stíginn sem lá frá Flatahrauni, fram hjá Völvuleiði að Garðatúngarðshliði.
Torfavarða hefur líklega þjónað sem vegvísir við gamla stíginn en þegar hann hætti að gegna hlutverki hefur vörðunni ekki lengur verið haldið við og kann nafn hennar þá að hafa breyst í Torfaleiði með áhrifsbreytingu til líkinda við
Völvuleiði.

Skotbyrgi (stríðsminjar)

Garðahverfi

Garðaholt – Camp Tilloi og Camp Gardar. Skotbyrgi.

Skv. Fornleifaskráningu 1984 var aðalloftvarnarbyrgi Breta á stríðsárunum hæst á hæðinni, þ.e. í Garðaholtsenda, og mjög grýtt allt í kring. „Nú stendur hús á staðnum og sér engin merki umsvifa Bretanna“.
Skv. Fornleifaskráningu 1984 eru tvö samtengd skotbyrgi ofan Garðakirkju, í austurbrún Garðaholts, beint út frá útsýnisskífu, grýtt holtið allt í kring. Þetta eru ferhyrnd steinsteypt byrgi, 2 x 3 m að stærð. Á 18 m bili milli þeirra hlykkjast grjóthlaðin skotgröf eins og göng, um 1 m á breidd og 0,80-1 m á dýpt. Hún liggur suður út frá vestra byrginu, beygir til austurs, bugðast upp að og austur fyrir eystra byrgið og sveigir svo suður meðfram brún lítils klettabeltis. Útsýni er úr byrgjunum til norðurs, aðallega út á Álftanes.

Mæðgnadys (legstaður)

Mæðgnadys

Mæðgnadys.

Í Örnefnaskrá 1964 er nefnd Mæðgnadys: „Dys eða þúfa norðan í holtinu skammt frá Garðagötu norðan Torfavörðu. Þar varð úti griðkona frá Görðum með barn sitt ungt […] mæðgur […]“.

Garðagata (leið)
Skv. Örnefnaskrá 1964 lá Garðagata „frá Garðahliði norður holtið hjá Prestahól í Stekkinn“, þ.e. Garðastekk og við hana hefur Götuhóll eða Göthóll e.t.v. verið kenndur, „klapparhóll litlu norðar en Prestahóll, rétt við Garðagötu“. Framhald virðist vera af götunni um 100 m norðan við stekkinn, á móts við núverandi Garðaholtsveg, en þar liggur skv. Fornleifakönnun 1999 annar slóði upp í hraunið til norðausturs og sameinast Álftanesgötu eða Gálgahraunsstíg nyrðra eftir um 250 m.

Hvíldarklettar (áningastaður)
Skv. Örnefnaskrá 1964 voru Hvíldarklettar „grágrýtisklappir upp frá Álamýri. Austan Hausastaða.“ Þeir eru ekki langt frá Garðaveg og hafa e.t.v. verið áningastaður.

Garðastekkur (rétt)

Garðastekkur

Garðastekkur – uppdráttur ÓSÁ.

Í Örnefnalýsingu 1958 er Garðastekkur sagður vera norðaustan Presthóls, „niður við hraun“. Skv. Örnefnaskrá 1964 var hann „í hraunbrún Gálgahrauns miðs vegar milli Garðaholtsenda og Lambhúsatjarnar […] spölkorn niður frá vegamótum. Þar eru hleðslur og tættur gamla stekksins.“ Við hann eru kennd Garðastekkatún „grónar flatir út frá hrauninu kringum stekkinn […] Þar var seinna girt af land til ræktunar og nytjað frá Görðum.“ Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: „Krummaklettar eru fyrsta örnefnið á hægri hönd, þegar farið er norður hraunbrúnina norðan Álftanesvegar. Hefur hraunskelin brotnað þar niður og myndað klettana. Þarna hefur hrafn orpið annað slagið. Rústir af gamalli fjárrétt, Garðastekk, eru u.þ. b. 150 metrum norðan við Krummakletta, á móts við Garðaholtsveg, þar sem hann kemur á Álftanesveg. Rétt þessi var notuð fram yfir 1930.“ Kristján Eldjárn skoðaði svo minjarnar og lýsti þeim árið 1978: „Beint austur af [Presthól], við jaðar Gálgahrauns, heitir Stekkur og er þar nú að sjá allstórt ræktað tún, sem nytjað er frá Katrínarkoti. Vafalítið mun hafa verið þarna stekkjarstæði frá Görðum og nokkur tún umhverfis.

Garðastekkur

Garðastekkur.

Talsverðar minjar er enn að sjá, og mun þó það sem mest ber á ekki vera tengt stekknum, heldur er það sýnilega rétt, hlaðin úr hraunsteinum og virðist varla geta verið mjög gömul. Mætti ef til vill segja að réttin sé almenningur og þrír dilkar. Hún er um 20 x 6 m og hlaðin upp að hraunbrúninni. Auðséð er að réttin hefur verið byggð á einhverjum rústum sem mótar fyrir inni í almenningnum og í krika milli norðurveggjar hennar og dilkveggjar þar. En rétt fyrir norðan réttina er grasivaxin tóft, um 10 m löng og 4-5 m breið. Ekki er skynsamlegt að fullyrða hvað þetta er, en sennilega eru öll þessi gömlu ummerki á einhvern hátt tengd stekkjarlífinu. Mikill graslubbi torveldar að gera sér grein fyrir rústunum. Grjótgarður hefur verið kringum allstórt stekkjartún og sér nú víða undirstöður hans en þó ekki allt í kring. Mann grunar að grjót hafi verið tekið úr þessum garði þegar réttin var hlaðin. Ætla má að stekkjartúnið hafi verið allt að 80 x 100 m, en ekki er þetta nákvæmt. Heim að Görðum er hæfilegur stekkjarvegur og staðurinn er upplagður sem stekkjarstæði.“ Kristján rissaði upp réttina, hugsanlegar stekkjarleifar og tóft en suðurveggur hennar liggur nokkurn veginn samhliða norðurvegg réttarinnar. Skv. Fornleifaskráningu 1984 er þetta um 350 m í norðaustur frá Bessastaðaveg. Þarna er ræktað tún sunnan undir hraunbrúninni, tveir túnbleðlar, og rústirnar þar upp við hraunið. Í vestsuðvestur sést lítill grýttur hóll. Um 10 m eru milli réttarinnar og tóftarinnar en hún er í vestari túnblettinum. Tóftin er skýr þótt hún sé grasi vaxin en lögunin ógreinileg. Hún mælist 10,1 m á lengd og 5,2 á breidd, veggirnir um 1 m á breidd og 0,5 m á hæð. Skrásetjari giskar á að þarna hafi verið fjárkofi. Aftur fór svo fram Fornleifakönnun 1999 og segir þá að í krikanum sem myndast vestan við réttina sé „grasi gróin tóft, 10 x 4 m að utanmáli og mögulega kró eða smátóft aftanúr henni að austan. Gæti verið hinn eiginlegi stekkur.“ Tóftin hefur stefnuna norðvestur-suðaustur.
Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: „Krummaklettar eru fyrsta örnefnið á hægri hönd, þegar farið er norður hraunbrúnina norðan Álftanesvegar. Hefur hraunskelin brotnað þar niður og myndað klettana. Þarna hefur hrafn orpið annað slagið. Rústir af gamalli fjárrétt, Garðastekk, eru u. þ. b. 150 metrum norðan við Krummakletta, á móts við Garðaholtsveg, þar sem hann kemur á Álftanesveg.

Garðahevrfi

Garðastekkur.

Rétt þessi var notuð fram yfir 1930.“ Eftir að hafa sagt frá stekknum segir Kristján Eldjárn 1978 að þarna í stekkjarstæðinu séu enn „talsverðar minjar […] að sjá, og mun þó það sem mest ber á ekki vera tengt stekknum [nr. 56], heldur er það sýnilega rétt, hlaðin úr hraunsteinum og virðist varla geta verið mjög gömul. Mætti ef til vill segja að réttin sé almenningur og þrír dilkar. Hún er um 20 x 6 m og hlaðin upp að hraunbrúninni.
Auðséð er að réttin hefur verið byggð á einhverjum rústum sem mótar fyrir inni í almenningnum og í krika milli norðurveggjar hennar og dilkveggjar þar. […] Grjótgarður hefur verið kringum allstórt stekkjartún og sér nú víða undirstöður hans en þó ekki allt í kring. Mann grunar að grjót hafi verið tekið úr þessum garði þegar réttin var hlaðin.“ Skv. Fornleifaskráningu 1984 er þetta „vel hlaðin rétt, skiptist í 4 megin hólf – 1 „safn“ og 3 hólf […] hlaðin úr hvössu grjótinu úr Gálgahrauninu“. Veggir eru 0,3-1 m á breidd og 0,5-1 m á hæð. Við Fornleifakönnun 1999 segir svo: „Grjóthlaðin rétt með 4 hólfum og vestan við hana gróin tóft. Réttin er hlaðin utan í hraunkant og hefur stekkjartún verið í kring. […] Réttin skiptist í fjögur hlaðin hólf en milli hennar og hraunsins myndast einnig tvö hólf til viðbótar. Þá sjást leifar af fimmta hólfinu nyrst. Sunnan við það er 11 x 9 m hólf með dyrum á vesturvegg og eru hleðslurnar allar bogadregnar í þessu hólfi. Sunnan við það er stærsta hólfið og er ekki gengt á milli. Það er 19 x 6 m og er aðeins gengt úr því í annað af tveimur minni hólfum sem eru áföst við það sunnan við. Þau eru bæði um 5 x 5 m með dyr á suðurvegg.“
Skv. Örnefnaskrá 1964 voru Garðastekkatún „grónar flatir út frá hrauninu kringum stekkinn […] Þar var seinna girt af land til ræktunar og nytjað frá Görðum.“ Um það segir Kristján Eldjárn árið 1978: „[…] er þar nú að sjá allstórt ræktað tún, sem nytjað er frá Katrínarkoti […] stekkjarstæði frá Görðum og nokkur tún umhverfis. […] Grjótgarður hefur verið kringum allstórt stekkjartún og sér nú víða undirstöður hans en þó ekki allt í kring.
Mann grunar að grjót hafi verið tekið úr þessum garði þegar réttin var hlaðin.
Ætla má að stekkjartúnið hafi verið allt að 80 x 100 m, en ekki er þetta nákvæmt.“ Við Fornleifakönnun 1991 segir: „Stekkjartún hefur verið í kringum stekkinn og hefur það verið ræktað upp og er enn notað. Norðan við stekkjartúnið eru kálgarðar frá þessari öld […] Fjær eru stórgrýttir flagmóar.“

Garðahverfi

Fjárborg við Garðastekk.

Í Minnispunktum úr skoðunarferð 1978 segir Kristján Eldjárn: „Fjárborg hefur verið á hraunbrúninni; (Gálgahrauns) beint andspænis Görðum, fáeinum metrum ofan við réttina og aðrar minjar þar sem heitir Stekkur. Varla er unnt að segja með réttu að fjárborgin sé hluti af stekksminjunum, þótt hvort tveggja sé viðkomandi sauðfé, og þess vegna er borgin talin sér. Nú er ekkert eftir af borginni nema undirstöðurnar, en þær eru líka mjög greinilegar og skemmtilegar. Borgin hefur verið hlaðin úr hraungrjóti og alveg kringlótt, um 10 m í þvm út á ytri brúnir. Veggir allþykkir. Trúlegt virðist að borgin hafi verið rifin til þess að fá grjót í réttina sem hlaðin hefur verið á stekkjarstæðinu og enn stendur. Ég var að athuga stekkjarminjarnar og réttina 20. sept. þegar ég allt í einu rak augun í þennan skemmtilega hring í hrauninu. Grjótið er allt með skófum og litum eins og hraunið sjálft svo að næstum lítur út eins og náttúran sjálf hefði teiknað þennan hringferil svona hárrétt á jörðina. En svo er þó reyndar ekki, heldur er þetta eitt af mörgum fjárskjólum hér á Reykjanesi, þar sem útigöngufé var ætlað að ganga af, helst allan veturinn.“ Við Fornleifaskráningu 1984 er fjárborgin sögð vera „á hrauntá í jaðri Gálgahrauns“ um 30 m norðaustan og ofan fjárkofans og rúmlega 375 m frá Bessastaðaveg. Rústin er mjög skýr, „hringlaga eða réttur hringur að utanmáli“, um 11 m í þvermál. Veggir eru um 2 m á breidd og auðgreinanlegir því þeir eru ólíkt umhverfinu lítt mosagrónir. Hæð þeirra er ekki teljandi en í rústinni miðri er grjót og hún er há miðað við umhverfið.
Skv. Fornleifakönnun 1999 eru um 200 m norðan við Garðastekk hugsanlegar „leifar af eldri stekk […] gömul hleðsla í hraunbrúninni […]“, þ.e. nánar tiltekið „þar sem gamla þjóðleiðin [Fógetastígur] kemur niður úr Gálgahrauni að vestan […] utan í hraunkantinum norðan við götuna […] vallgróinn hvammur næst, fjær eru flagmóar. Hleðslan er 3 m löng, einföld hraungrýtishleðsla, hvergi meir en tvö umför. Austan við hana er vallgróin hvilft upp í hraunbrúnina og er sokkin grjóthrúga um 16 m austar sem gæti hafa verið á móti hleðslunni. Á milli er óreglulegur þúfnarimi sem gæti verið yfirgróin vegghleðsla. Hefur verið einhvers konar rétt eða aðhald, mögulega stekkur.“

Gálgaklettar (aftökustaður)

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Í Örnefnalýsingu 1958 segir: „Austan við holtið og veginn tekur við hraun, sem nefnt er Garðahraun, og heitir nyrzti hluti þess Gálgahraun. Það liggur norður að Lambhúsatjörn. […] Út í Lambhúsatjörn ganga Hrauntangar. Þar innar með sjónum eru svonefndir Gálgaklettar, sem svo skiptast í Gálga og Litlagálga, sem er nær hrauni og innan við Stóragálga.“ Hraunið og klettarnir eru nefndir í Örnefnaskrá 1964: „Gálgahraun: Svo hét allur nyrsti hluti Garðahrauns, frá Gálgahraunsstígnum syðri allt út að Lambhúsatjörn. […] Gálgaklettar: Í miðju Gálgahrauni niður undir Lambhúsatjörn voru þrjár allháar klettasnasir, sem svo hétu. Þar var til forna aftökustaður frá Bessastöðum. Djúpar skorir voru milli klettanna, þar voru sakamenn dysjaðir. Þar hafa bein fundist. […] Stóri-Gálgi: Vestari klettarnir tveir voru kallaðir svo. […] Litli-Gálgi: Austan við stærsta klettinn var minni klettur. Við þessa kletta var Litli-Gálgi kenndur.“ Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir svo: „Skammt austur frá Hraundröngum, með tjörninni, eru Gálgaklettar, klofinn hraunstandur, og er skammt á milli klettanna. Á milli þeirra var lagt tré og óbótamenn hengdir þar. Þessir klettar eru einnig nefndir Gálgi og hraunið þar í kring Gálgahraun. Klettur milli Hrauntanga og Gálga er nefndur Litli-Gálgi.“
Við Fornleifaskráningu 1984 segir að þetta sé í úfnum norðvesturhluta Gálgahrauns, um 650 m í norðnorðvestur frá fjárborginni og um 10 m yfir sjávarmáli: „Klofinn hraunklettur – 2 m bil þar sem mest er – á milli gjábarma.“ Gálgaklettar eru þó fjarri þingstað sveitarinnar í Kópavogi og heimildir eru ekki þekktar frá fyrri öldum um aftökur á þessum stað.

Tóft (hús)

Garðahverfi

Tóftin við Eskines.

Í endurminningum sínum frá 1968 segir Ólafur Þorvaldsson: „Hrauntanga þann, sem gengur fram í sjó, milli Arnarnesvogs og Lambhúsatjarnar, hef ég frá æskuárum heyrt nefndan „Eskineseyrar“ og munu eldri nágrannar þessa staðar enn kannast við það nafn, þótt enginn viti nú, af hverju dregið er.“ Síðan segir hann frá kofarúst í hraunjaðrinum upp af Eskineseyrum: „Sögu þessa tóttarbrots hef ég frá fólki, sem mundi byggingu hennar og tildrög. – Það mun hafa verið skömmu eftir komu séra Þórarins Böðvarssonar að Görðum, sennilega nálægt 1870 að honum kom til hugar, hvort ekki mundi kleift að rækta æðarvarp á Eskineseyrum. Séra Þórarinn mun hafa verið kunnugur æðarvarpi frá Ísafjarðardjúpi, áður en hann fluttist að Görðum, og hvort tveggja vitað, bæði um gagnsemi þess og það, að mögulegt væri að koma upp varpi, þar sem ekki var áður, ef aðstaða væri sæmileg og natni og kunnátta viðhöfð.

Eskines

Tóft af hænsnakofa við Eskines.

Þar eð Garðakirkja átti þetta land, og svo vildi til, að mjög skammt undan var mikið varpland, Bessastaðanes, og fugl fór mikið um sundið milli nessins og Eyranna, mun séra Þórarinn hafa talið ómaksvert að reyna, hvort ekki væri hægt að fá eitthvað af fugli, sem þarna fór um, til þess að taka heima á Eskineseyrum, væri eitthvað til þess gert, byggð hreiður og annað, sem fylgir þess konar starfsemi. Hann lét því ekki við hugmyndina eina sitja, heldur lét hann byggja kofa þann, sem enn sést móta fyrir, og flutti þangað karl og konu, sem búa skyldu í haginn fyrir æðarfuglinn. Einnig lét hann þau hafa með sér nokkur hænsn, þar eð talið var, að hænsn lokkuðu fuglinn að með vappi sínu úti við, ásamt söng hanans. Lítinn eða engan árangur mun tilraun þessi hafa borið og var því bráðlega hætt frekari tilraun í þessa átt, og hefur víst ekki síðan verið freistað að koma æðarvarpi upp á Eskineseyrum.“
Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Skammt fyrir innan Gálga byrja Vatnagarðar, en svo heitir hraunið með Lambhúsatjörn. […] Nokkru fyrir austan þá eru Eskineseyrar svokallaðar. Í hraunjaðrinum fyrir ofan Eskineseyrar byggði séra Þórarinn í Görðum kofa, er hann hugðist koma sér þar upp æðarvarpi. Rústir kofans sjást enn. Eskineseyrar ganga til austurs út í Arnarnesvog. […] Á Eskineseyrum er fjörumór.“ Skv. Fornleifakönnun 1999 er kofinn í gjá ofan við Eskines. Séra Þórarinn (f. 1825) var prestur í Görðum á tímabilinu 1868-95.

Móslóði (leið)
Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Stígur úr Garðahverfi lá meðfram Garðaholti og yfir Flatahraun og svo yfir hraunið inn að Arnarnesvogi, en þar tóku Garðhverfingar upp mó. Troðningur þessi var nefndur Móslóði. […] Hann var við líði fram um 1920, en er nú að mestu uppgróinn. […] Eftir honum var farið með klyfjahesta og reiddur mór úr Hraunsholtsmýri, áður en akvegur kom til sögunnar.“ Við Fornleifakönnun 1999 segir: „Þessi stígur hefur verið sá austasti af þeim sem lágu yfir hraunið milli Garða og Hraunsholts. Hann hefur af lýsingunni að dæma legið upp í hraunið á svipuðum slóðum og Álftanesvegur kemur nú niður úr því að sunnan, og þaðan legið til norðurs uns hann sameinaðist Fógetagötu í miðju hrauninu. Víða sjást troðningar á þessum slóðum en hvergi er hægt að rekja ákveðna götu alla þessa leið. Þessi leið hefur verið ívið greiðfærari með reiðingshesta heldur en aðalleiðin […] sem lá norðar.“

Álftanesgata (leið)

Garðahraun

Götur í og við Garðahraun.

Í Örnefnaskrá 1964 er nefndur Gálgahraunsstígur nyrðri: „Stígur þessi lá yfir Gálgahraun rétt fyrir sunnan Hrauntangaflöt yfir í Hraunsholt við Hraunsvík.“ Við stíginn var útsýnisklettur, „Stóri-skyggnir: Klettur austarlega í Gálgahrauni suður frá Gálga, sunnan við Gálgahraunsstíg.“ En Litli-Skyggnir hét „annar klettur minni á Gálgahrauni sunnan Stóra-Skyggnis.“ Þarna er verið að lýsa hluta hinnar fornu þjóðleiðar frá Álftanesi inn til Reykjavíkur en hún nefndist einnig Fógetastígur. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Gamli vegurinn (götuslóði) úr Reykjavík út á Álftanes lá yfir Hraunsholtslæk og út með ströndinni. Hann greindist í tvo slóða í Hraunviki. Hefur annar suðvestlæga stefnu nokkurn veginn á Holtsendann […] Móslóði. Hinn götuslóðinn úr Hraunviki hefur vestlæga stefnu, og hefur hann verið alfaraleið á liðnum öldum. Víða sjást djúpir troðningar og hófaför í klöppunum. Hann greinist um mitt hraunið. Liggur annar í Garðahverfið, en hinn út á Álftanes. Rétt sunnan við, þar sem vegirnir skiptast, er Skyggnir, stór, einstæður klettur. Skammt frá Skyggni var síðasta birkihríslan í Garðahrauni. Stóð hún af sér ágang manna og dýra fram undir 1940.“ Kristján Eldjárn skoðaði svo götuna árið 1979: „Alfaraleið hefur áður fyrri verið yfir Gálgahruan, frá Bessastöðum (eða Álftanesi) og til Arnarnesvogs og svo áfram til Kópavogs og Reykjavíkur. Hér er aðeins verið að tala um vegarspottann yfir Gálgahraun. Hann lést enn mjög greinilega og er ekki líklegur til að hverfa, þó að tímar líði. Vestan hraunsins er auðvelt að greina hina gömlu götuslóð, þó að tímans tönn hafi nokkuð svo máð yfirbragð þeirra, og síðan sveiflar gatan sér upp á hraunið, þar sem vel hefur þótt haga til, og er frá þeim stað ekki nema snertispölur að stekkjarstæðinu og réttinni sem hér er í hraunjaðri. Eins og aðrar hraunslóðir hlykkjar gatan sig þvert yfir hraunið, eftir því sem best hefur þótt henta, sneiðir hjá grófustu svæðunum og lætur sig ekki muna um útúrdúra til þess að sem sléttast sé undir og helst grasi vaxið. Alls staðar er þó grunnt á grjótinu og víða stendur hraunið upp úr, en athyglisvert er að hvergi er mjög áberandi að mörkuð sé gatan í helluna undan hestahófum, aðeins eins og lítið eitt slípað; kannski er hraunið nokkuð hart.
Að innanverðu kemur gatan út úr hrauninu niðri undir sjó, þar sem Arnarnesvogur teygir innsta eða vestasta anga sinn lengst inn í landið, og er lítill vandi að komast þaðan í skarðið sem er upphaf götunnar þarna megin.

Garðahverfi

Álftanesgata.

Gata þessi er merkileg, meðal annars fyrir það hve skýrt hún er mörkuð nú eins og nokkuð djúpur grasi gróinn skorningur. Maður undrast hvers vegna hún er svona djúp. Helst er að sjá að menn hafi hjálpað upp á hana heilmikið, en ekki að hún sé grafin af hestahófum einum saman. En hún er nú eflaust þrengri að sjá nú en hún hefur verið. Eins og kunnugt er, er Gálgahraun friðlýst, svo hér ekki hætta á ferð.“

Garðahraun

Garðahraun – götur: ósá

Götunni var einnig lýst nákvæmlega við Fornleifakönnun 1999 vegna fyrirhugaðra breytinga á veginum milli Engidals og Selskarðs: „Troðningar sjást meðfram fjörunni í Hraunviki og upp með hraunbrúninni vestan við vikið, en um 50 m frá flæðarmáli, þar sem lítið vörðutyppi er á brúninni liggur gatan upp á hraunið og er þar geil í brúnina. Hraunið er allslétt um 400 m beint vestur frá Hraunviki og liggur leiðin um það slétta svæði og skiptist gatan sumstaðar í fleiri en eina rás en er allsstaðar mjög skýr. Hún liggur síðan í hlykk fram hjá hraunklettum þar sem hraunið er einna hæst og beygir til norðvesturs vestan við klettana. Þar sem gatan beygir er hraunið allslétt og gætu troðningar legið þaðan til suðurs og suðvesturs en ekki eru þeir skýrir. Frá beygjunni liggur gatan beint í um 300 m – og er þar samsíða fyrirhuguðu vegarstæði, sumstaðar innan við 20 m frá því, en fer undir veglínuna við hæl sem merktur er 1660 m.
Þar beygir gatan til vesturs og liggur síðan niður úr hrauninu á móts við“ hleðslu sem mögulega er af gömlum stekk. „Í flagmóunum vestan við hraunið má rekja götuna áfram til vesturs og hefur hún nokkuð beina stefnu á Selskarð. Þar sem gatan nálgast fjörumál í Lambhústjörn eru götupaldrar á stuttum kafla en síðan hverfur hún alveg í mýri og flög. Vestan við Selskarð sést framhald götunnar en þar hefur verið gerður malarvegur, nú aflagður.
Líklegt er að gatan hafi klofnað við Selskarð og austari grein legið út á Bessastaði en hin á vesturhluta Álftaness. Á móts við núverandi Garðaholtsveg liggur annar slóði upp í hraunið, um 100 m norðan við Garðastekk […] og liggur til norðausturs og sameinast aðalgötunni eftir um 250 m. Þetta mun vera gatan sem lá í Garðahverfi. […] Í hrauninu er gatan víðast alldjúp geil, allt að 1 m djúp og 1-2 m breið, algróin. Brotnað hefur af götunni á einum stað við Lambhústjörn. Þessi leið hefur verið notuð fram á síðustu ár 19. aldar en sumarið 1873 var lagður vegur yfir Flatahraun frá Sjónarhóli í Engidal, og framhald á honum áleiðis á Hraunsholtið 1879. Endanleg vegtenging við Reykjavík kom þó ekki fyrr en 1897-99. Eftir það mun aðalleiðin á Álftanes hafa fylgt hinum uppbyggða vegi milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og beygt útaf honum í Engidal.“

Krókur (býli)

Garðahverfi

Krókur.

Á Túnakorti 1918 má sjá bæjarstæði Króks, austan Garða, alveg upp við túngarð og er girt kringum tún býlisins. Sunnan við Krók er Nýibær. Í Örnefnalýsingu 1958 segir: „Upp af Dysjum heitir Pálshús. Þar ofar er Krókur, og enn ofar er gamli skólinn.“ Skv. Örnefnaskrá 1964 var Krókur „hjáleiga og stundum þurrabúð frá Garðastað, suður með Garðatúngarði […] Krókstún: tún býlisins, ekki ýkjastórt, en þó nytsamt“.
Örnefnalýsing 1976-77 hefur þetta: „Fyrir ofan Nýjabæjartún er túnið í Króki, og stendur húsið efst í því, rétt upp við veginn. Fjós og hlaða eru rétt austan þess. Samkomuhús er rétt ofan vegar, sunnan við Garðaholtsveg (þ.e. veginn yfir Garðaholtið).“
Árið 1918 samanstóð Króksbær af sex torfhúsum og snéru framgaflar með standþili suðvestur að Króksbrunngötu og garði. Við gerð Fasteignabókar 1932 var torfbærinn enn uppistandandi en skv. Fornleifaskráningu 1984 var nýtt íbúðarhús byggt þremur árum síðar, timburhúsið með járnvörðum veggjum sem tilgreint er í Fasteignabók 1942-4.Þessi bær stendur enn með þremur bárujárnsklæddum burstum og var sú sem er í miðjunni raunar byggð upp úr gamla torfbænum árið 1923. Austurburstin er frá 1934 en þá hafa torfveggirnir sennilega verið teknir niður og vesturburstin er frá 1945. Bærinn stendur nánast óbreyttur frá 1950 og er sérstakt að hann hefur haldið svipmóti torfbæjar, einnig hvað herbergjaskipan varðar. Fjósið og hlaðan á bak við eru frá 1920-30.

Krókur

Krókur.

Í Manntali árið 1801 er Krókur kallaður „húsmannspláss“ en þar bjuggu þá tvær jarðnæðislausar útgerðarfjölskyldur: hjónin Árni Einarson og Ólöf Torfadóttir ásamt Unu Ögmundsdóttur, frændkonu mannsins, og hjónin Þórður Jónsson og Guðrún Ásbjörnsdóttir ásamt Steinunni Jónsdóttur, fátæku barni. Þegar Manntal var tekið 1816 voru þau fyrrnefndu flutt en þau síðarnefndu bjuggu enn á jörðinni. Þórður hafði fengið titilinn „kirkjuforsöngvari“, Steinunn var orðin vinnukona á heimilinu og í fjölskylduna hafði bæst dóttirin Guðríður og fóstursynirnir Jón og Jakob. 29 árum síðar voru þau öll farin og hjónin Þorvarður Jónsson og Guðrún Erlendsdóttir flutt úr grasbýli sínu á Hausastöðum í Krók en honum fylgdi einnig grasnyt. Hjá þeim voru Þorvarður 23 ára sonur og Ólöf 12 ára fósturdóttir. Býlið er ekki nefnt í Jarðatali 1847 en hins vegar í Jarðabók 1861. Það var í eigu Garðakirkju fram um miðja 20. öld. Árið 1934 fluttust hjónin Vilmundur Gíslason og Þorbjörg Stefanía Guðjónsdóttir í Krók og bjó hún þar til 1986, þá orðin 87 ára gömul. Síðan stóð bærinn mannlaus en 1990 gáfu afkomendur þessara síðustu ábúenda húsið ásamt innbúi til Garðabæjar og stendur nú yfir viðgerð.
Árið 1861 var jörðin talin 5 ný hundruð en 1932 var hún metin á 17 hundruð kr. Kúgildi voru tvö, úr 1500 m² matjurtagarði fengust 12 tunnur og af 1 ha túni 36 hestburðir af töðu. 1942-4 hafði matsverð jarðarinnar hækkað í 29 hundruð kr., auk kúgildanna voru 8 sauðir og eitt hross, garðurinn gaf af sér 15 tunnur og túnið 58 töðuhestburði. Hlunnindi voru hrognkelsaveiði, útræði, mótak og ýmislegt fleira en í Örnefnalýsingu segir frá Birni bónda í Króki sem var þar fram um 1917: „einn þeirra, sem sótti þang til eldiviðar í Lambhúsatjörn, og mun hafa verið sá síðasti, sem það gerði. Taldi hann þangið úr Lambhúsatjörn betri eldivið en þangið úr fjörunni í Garðahverfinu. Bar hann allt heim á sjálfum sér, því hest átti hann ekki.“

Króksbrunngata (leið)
Á Túnakorti 1918 liggur gata milli bæjarstæðis Garða og hjáleigunnar Króks, e.t.v. hluti Króksbrunngötu sem nefnd er í Örnefnaskrá 1964: „Lá neðan frá Garðalind heim að Króki.“ Seinni spottinn sem ekki er sýndur á kortinu væri þá í raun samur og Garðabrunngata.

Króksbrunnur (vatnsból)

Garðahverfi

Króksbrunnur.

Króksbrunnur var neðan Króks og Nýjabæjar.

Gálgahraunsstígur syðri (leið)

Garðahverfi

Gálgahraunsstígurinn syðri.

Skv. Örnefnaskrá 1964 tók Gálgahraunsstígur syðri við þar sem Dysjabrú sleppti. Hann lá austur frá Mónefi upp á Flatahraun við Hvítaflöt nokkru norðar, framhjá Oddsnefi og Bakkastekksnefi í hraunjaðrinum og um Gatnamót yfir í Engidal: „Flatahraun: Svo hét hraunið við Garðaholtsendann allt austur í Engidal. Um það lá Gálgahraunsstígur syðri […] sunnan við Ófeigskirkju í Engidalshornið.“. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir nánar: „Hvítaflöt er gróið hraunnef á vinstri hönd, þar sem vegurinn til Hafnarfjarðar liggur upp á hraunið. Næsta nef þar fyrir ofan er Oddsnef. (Ath. G.S. segir, að Oddsnef hafi stundum verið kallað Hraunsnef, en ekki kannast Guðmann [Magnússon á Dysjum] við það nafn). Þar sem hraunið skerst lengst út í Dysjamýri, fyrir innan Oddsnef, heitir Bakkastekksnef.“ Meðan Hafnfirðingar áttu kirkjusókn að Görðum eða fram til 1908 þurftu þeir að fara þessa leið en í miklum leysingum fóru þeir frekar Kirkjustíg síðasta spölinn.

Ófeigskirkja (huldufólksbústaður?)

Ófeigskirkja

Meint Ófeigskirkja í Garðahrauni.

Ófeigskirkja (steinn): „Ófeigskirkja nefndist klettur sem brotinn var þegar Álftanesvegurinn var lagður 1910. Hefur nafnið færst á gervigíg aðeins norðan við Álftanesveginn“.
Í Örnefnalýsingu 1958 segir: „Framan við Flatahraun var klettur, sem hét Ófeigskirkja, en hann fór í veginn. Hann var þar sem gjóturnar byrjuðu.“ Skv. Örnefnaskrá 1964 var kletturinn austarlega á Flatahrauninu, norðan við
Gálgahraunsstíg syðra. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir svo: „Ófeigskirkja nefndist klettur, sem brotinn var, þegar Álftanesvegurinn var lagður 1910. Hefur nafnið færzt á gervigíg aðeins norðan við Álftanesvegin.
Íbúðarhúsið Hraun er skammt vestan við hann.“

Dysjabrú (leið)

Garðavegur

Garðavegur og gamla sjávargatan að Görðum.

Skv. Örnefnaskrá 1964 náði Dysjamýri frá Garðatúngarði austur að Garðahrauni, frá Dysjamöl og Balatjörn upp að Garðaholti, en norðan við Bala er Mónef, „hraunsnef lítið […] utan í þessu nefi má enn sjá gamalt vegspottabrot. Þar var vegabót til að auðvelda mönnum leið að Garðakirkju.“ Dysjabrú eða Dysjamýrarbrú hét vegur sá „er lá af Mónefi norður yfir mýrina upp í holtið“. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: Dysjamýri er milli Garðahrauns og Garðaholts. […] Áður lá vegur af Mónefi yfir Dysjamýri. Hann var nefndur Dysjabrú.“ Meðan Hafnfirðingar áttu kirkjusókn að Görðum eða fram til 1908 þurftu þeir að fara þessa leið og var hún oftast nefnd brú eða brúin. Í lýsingu á kirkjuferð til garða árið 1891 segir Ólafur Þorvaldsson þingvörður veginn yfir mýrina hafa verið allgóðan yfirferðar í þurru á sumrin en botnlaus aurbleyta í votviðrum, einkum þó þegar frost fór að leysa úr jörðu.
Þegar svo var fóru menn frekar Kirkjustíg. Framhald Dysjabrúar í átt að Hafnarfirði lá meðfram hraunjaðrinum um Gatnamót.

Gatnamót (leið)

Í Örnefnaskrá 1964 eru Gatnamót sögð vera vestast við Garðaholtsenda. „Þar kom troðningur frá Hafnarfirði, troðningur Kirkjustígs frá Urriðakoti, og Setbergi. Þaðan lágu stígar að Garðahliði út á Álftanes, og þaðan lá Gálgahraunsstígurinn syðri yfir í Engidalsgötur.“

Kirkjustígur (leið)
Skv. Örnefnaskrá 1964 lá Kirkjustígur „af Vegamótum eftir holtsendanum vestur eftir holtinu að Garðahliði og heim að Görðum.“ Þegar Dysjabrú var ófær vegna frostleysinga fóru menn frekar Kirkjustíg.

Bakki (býli)

Garðahverfi

Bakki.

Bakki er talinn meðal jarða í eigu Garðakirkju í máldögum frá 1397 og 1477 , hann er nefndur í Jarðaskrá kirkjunnar 1565, þá byggður Jóni Jónssyni og í Gíslamáldaga 1570. Þegar Jarðabók var gerð 1703 var þetta lögbýli í kirkjueign, ábúandi Jón Pétursson með fimm í heimili en Guðlaugur Grímsson hreppstjóri hefur eftir Manntalinu að dæma tekið við af honum sama ár, heimilismenn sjö talsins. Þá er einnig tilgreindur Þorsteinn Pétursson, húsmaður um þrítugt með konu og lítið barn. Í Manntali 1801 bjó á Bakka Einar Bjarnason ásamt konu sinni Rannveigu Sigmundsdóttur, 14 ára syni, Guðmundi, og 10 ára fóstursyni, Jóni. Hjá fjölskyldunni voru vinnukonan Guðrún og Bergsveinn nokkur sem var vanfær og að hluta á framfærslu hreppsins en lifði þó einnig á eigin handverki. Sjálfstætt bjuggu jarðnæðislausu hjónin, Bjarni Einarsson húsmaður og fiskari, trúlega sonur bóndans, og Ingibjörg Narfadóttir. Þegar Manntal var tekið fimmtán árum síðar voru þessar fjölskyldur á brott en Guðmundur Einarsson orðinn vefari og vinnumaður hjá nýjum hreppstjóra á Hausastöðum. Á Bakka voru komin hjónin Árni Ketilsson og Kristjana Ólafsdóttir, áður þjónustufólk hjá prestshjónunum í Görðum. Auk þess að vera sjálfstæður bóndi var Árni nú orðinn meðhjálpari séra Markúsar í Görðum. Þau Kristjana áttu þrjár dætur og einn son á aldrinum 1-18 ára og höfðu einn vinnumann, Gísla Jónsson sem áður var á Hausastöðum. Auk þess sáu þau fyrir Sigríði Magnúsdóttur, 62 ára niðursetningi og voru alls átta í heimili. Enn höfðu orðið ábúendaskipti árið 1845 en þá var þar Brandur Jakobsson grasbóndi ásamt þremur börnum sínum, vinnukonu og vinnumanni, niðursetningi og gamalli konu, Hallfríði Ófeigsdóttur sem var „sjálfrar sinnar“. Annar var Jón Höskuldsson úr Pálshúsum, lóðs og fiskari sem e.t.v. hefur verið búsettur í ónefndri þurrabúð  við Bakkabryggju. Í Jarðatali tveimur árum síðar var ábúandi aðeins einn og jörðin áfram kirkjueign, hún er nefnd í Jarðabók 1861 og í Fasteignabókum, enn undir kirkjunni 1932. 1942-44 var hins vegar ekki lengur búið á jörðinni og í dag liggur hún undir Pálshús.

Garðahverfi

Lóðarsteinn við Bakka.

Til forna og fram um 1565 fylgdi Bakka Garðamýri og var landskuld þá fjórar vættir fiska og vallarsláttur, leigukúgildi tvö og mannslán um vertíð auk annarra kvaða sem héldust áfram. Séra Þorkell Arngrímsson lagði hins vegar mýrina til Garðastaðar, lækkaði landskuldina og tók burt annað kúgildið og mannslánið. 1703 var jarðardýrleiki óviss en landskuld 80 álnir og galst með þremur fiskavættum og vallarslætti. Jón Pétursson bóndi lagði við til húsabótar með styrk séra Ólafs Péturssonar sem einnig uppyngdi hið eina kúgildi jarðarinnar. Fyrir það fékk presturinn smjör eða fisk en hálfar leigur féllu niður þar eð verkamenn voru í fæði á Bakka. Jón átti í kvikfénaði fjórar kýr, jafnmargar ær, tvevetra sauð og sjö veturgamla, þrjú lömb, tíu gimbrar, hest og tvö hross. Jörðin fóðraði þrjár kýr og hefur fóður m.a. verið sótt í Bakkavik, smástararblett sem skv. Örnefnalýsingu frá 1976-7 er „fast vestan við Bakkahrygg […]“ en hann liggur að Garðamýri. Kvaðir voru dagsláttur, hríshestur sóttur í skóg kirkjunnar eða almenning og hestlán nýtt til að færa heim eldivið og til ferða innansveitar einn eða tvo daga. Heimræði var allt árið, lending í Bakkavör og inntökuskip þegar vel fiskaðist. Sölvafjara hafði eyðilagst vegna ísa og fjárbeitar en fjörugrös mátti tína að gagni og hrognkelsafjara var nokkur. Skv. Örnefnaskrá frá 1964 voru „hrognkelsaveiðar miklar“ í svonefndum Bakkaþara. Jörðin hafði móskurð í Dysjamýri en brenndi einnig þöngla til eldis. Árið 1847 var dýrleiki hennar enn óviss, landskuld 60 álnir og kúgildi eitt en 1861 taldist hún 10,6 ný hundruð. 1932 var hún metin á 35 hundruð kr. en þá hafði kúgildum fjölgað í þrjú, sauðir voru 20 og hrossið eitt. Úr 1100 m² görðum fengust 12 tunnur matjurta og hlunnindi voru áfram hin sömu. Jörðin var nytjuð frá kaupstaðnum og hey af henni flutt þangað. Tíu árum síðar var fasteignamatið 47 hundruð kr. Bakkatún lá undir skemmdum vegna sjávarágangs en var 2 ha þegar kom fram á 20. öld. Bærinn var margfluttur undan sjó gegnum aldirnar og eru rústir þess sem síðast stóð nú að hverfa. Bakkafjörur og Bakkakambur hét neðan túnsins en norðan megin var Garðamýri og þar fyrir handan Garðar. Að vestan eru Pálshús og næst sjónum Dysjar.
Skv. Jarðabókinni 1703: Backe. Kallast lögbýli því það hefur fult fyrirsvar, en stendur þó í óskiftu Garðastaðar landi og samtýniss við Garða so sem aðrar hjáleigurnar í hverfinu.
Jarðardýrleikinn er óviss. Eigandinn er Garðakirkja. Ábúandi Jón Petursson.

Garðahverfi

Tóft við Bakka.

Landskuld lxxx álnir. Betalast með iii vættum fiska og vallarslætti á kýrfóðurs velli eins og á Dysjum. Bóndinn fæðir verkamenn og hefur þar fyrir kvittar tíu álnir af leigunum.
Við til húsabótar leggur ábúandi með styrk hússbóndans.
Leigukúgildi i. Leigur betalast hálfar með smjöri eður fiski til staðarhaldarans, en hálfar falla niður sem sagt er. Kúgildin uppýngir staðarhaldarinn.
Kvaðir eru dagsláttur, gjörist in natura. Hrísshestur er sækist í kirkjunnar skógarland so lengi það varir, síðan kannske í almenning ef þar er þá nokkuð. Hestlán uppá sama máta sem skrifað er um Dysjar.
Kvikfjenaður er iiii kýr, iiii ær, i sauður tvævetur, vii veturgamlir, lömb iii, gimbrar x, i hestar, ii hross. Fóðrast kann iii kýr. Heimilismenn v.
Heimræði er þar árið um kring og lending brúkanleg, kunna og inntökuskip að vera ef vill og voru þá vel fiskaðist. Sölvifjara hefur til forna verið, en nú eyðilögð af ísi og of mikilli fjárbeit.
Hrognkelsfjara nokkur.
Fjörugrös í minna lagi, þó að gagni. Eldivið af mó sker ábúandinn í Dysjamýri, item brennir þönglum þá við liggur.
Túnið spillist stórlega af sjó, sem það brýtur og sand á ber; hefur þetta smám saman ágjörst so að menn segja að bærinn hafi þess vegna þrisvar frá sjónum fluttur verið og sýnist að túnið mestan part muni með tíðinni undir gánga.
Þessum bæ fylgdi til forna Garðamýri (ein mýri þar í hverfinu). Var þá landskuldin á Bakka fjórar vættir og vallarslátturinn að auki.
Leigukúgildi voru þar tvö og mannslán um vertíð fyrir utan þær nefndu kvaðir.
Mýrin tók hjer frá Sr. Þorkell Arngrímsson og lagði til heimastaðarins sökum eklu á torfristu og útheyiss slægjum og færði so aftur landskuldina, item tók burt það eina kúgildið og mannslánið.

Skotbyrgi (stríðsminjar)

Garðahverfi

Leifar skotbyrgis neðan Bakka.

Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: „Fjárhús og hlaða frá Pálshúsum eru nú á Bakka. Gamli bærinn á Bakka stóð fast vestan við, þar sem hlaðan er. Bretar byggðu þar tvö loftvarnarbyrgi á stríðsárunum, og eru þau nú að fara í sjó.“ Í Fornleifaskráningu 1984 segir að jarðhús hafi verið byggt ofan í eitt þessara byrgja „en þau voru mörg hér frammi á bakkanum, með skotgröfum á milli. Sumt er brotið af ofan í flæðarmál, annað á leiðinni þangað. Mikið brýtur hér af landi að sögn heimamanna í Pálshúsum.“

Býli (býli)
Við sjávarkambinn vestan við bæjarstæðið á Bakka var skv. Túnakorti 1918 „þurrabýli og tún þar fyrir neðan, brotið á dögum núlifandi manna“. Þetta hefur verið við Bakkabryggju sem lá suðvestur út frá jörðinni.
Staðsetningarinnar vegna virðist ekki út í hött að tengja þetta ónafngreinda býli hafnsögumanninum í Garðahverfi en einn slíkur, hinn þrítugi Jón „lóðs“ var á Bakka þegar Manntal var tekið árið 1845. Bústaður hans er ekki nákvæmlega tilgreindur en hann ólst upp á næsta bæ, sonur ábúenda í Pálshúsum, Höskulds Þorsteinssonar og Kristrúnar Guðlaugsdóttur. Jón var giftur Þóru Sigurðardóttur og áttu þau tvær dætur sem báðar hétu Sigríður. Þess má svo minnast að kletturinn Þórarinn fram af Bakkabryggju og Dysjabryggju var ysta skerið við innsiglingu til Hafnarfjarðar gegnt Helgaskeri.

Bakkastekkur (stekkur)

Garðahverfi

Bakkastekkur.

Í Örnefnaskrá 1964 segir: „Norður frá Bala er hraunsnef lítið“, Mónef. „Nokkru norðar þar sem Garðavegurinn liggur út af hrauninu, er“ Hvítaflöt, „vel gróin þúfnakargi. […] Nokkru norðar með hraunbrúninni gengur enn hraunsnef fram í mýrina“, Oddsnef eða Hraunsnef. „Norðar tekur við hraunsnef stærst af þessum hraunsnefjum“, Bakkastekksnef, „Þar austan við var stekkur frá Bakka, sér enn.“
Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir að Mónef gangi fram í Dysjamýri (185-70) en Hvítaflöt sé gróið hraunnef á vinstri hönd, þar sem vegurinn til Hafnarfjarðar liggur upp á“ Garðahraun. „Næsta nef þar fyrir ofan er Oddsnef. (Ath.: G.S. segir, að Oddsnef hafi stundum verið kallað Hraunsnef, en ekki kannast Guðmann [Magnússon á Dysjum] við það nafn). Þar sem hraunið skerst lengst út í Dysjamýri, fyrir innan Oddsnef, heitir Bakkastekksnef. Norðaustan í því eru tóftir af Bakkastekk.“ Skv. Fornleifaskráningu 1984 er Bakkstekkur í skjólgóðum bolla sem opnast til norðurs „í hraunjaðrinum sunnan við austurenda nýræktar í Dysjamýri“. Hann er hringlaga, gerður úr þurri grjóthleðslu.
Veggjaþykkt er um 1-1,1 m og er veggurinn vestan megin í hraunbrúninni. Þvermál að innan (í austur 95°) er um 5,6 en þvert á 5,3. Um 1,4-1,5 m breitt hlið er á stekknum austan megin og liggur aðhaldshleðsla úr grjóti frá því 16,5 m til austurs. Stekkurinn var ekki í notkun í tíð Tryggva Gunnarssonar núverandi ábúanda í Grjóta.

Dysjar (býli)

Garðahverfi

Dysjar.

Dysjar eru nefndar meðal Garðakirkjujarða í máldögum þegar árin 1397 og 1477, í Jarðaskrá kirkjunnar 1565 með ábúandann Jón Markússon og í Gíslamáldaga 1570. Skv. Jarðabók Árna og Páls var þetta lögbýli í eigu Garða og árið 1703 bjó ekkjan Valgerður Nikulásdóttir á hálfri jörðinni með sex manns í heimili. Hinn helmingurinn var ábúandalaus um nokkurt skeið og hafði séra Ólafur í Görðum af honum nytjar en af Manntali má sjá að Ásmundur Gissurarson flutti þangað sama ár ásamt kvinnu sinni Hildi Guðmundsdóttur og 11 ára sveitarómaga. Bændur með jarðnyt voru einnig tveir árið 1801, Jón Þorsteinsson og Hans Ormsson hreppstjóri, og hafa búið á Vestur-Dysjum og Austur-Dysjum sem var stærri bærinn. Jón var giftur Iðunni Jónsdóttur og bjuggu hjá þeim 22 ára dóttir, Guðrún, og Guðbrandur Hannesson vinnumaður.

Dysjar

Dysjar, Bakki, Pálshús – Túnakort 1918.

Hreppstjórafrúin Vigdís Jónsdóttir var ljósmóðir að atvinnu. Heimilismenn voru 12 og meðal vinnumanna Narfi Jónsson, trúlega sonur hjóna í einu tómthúsi jarðarinnar, Jóns Narfasonar og Solveigar Hannesdóttur. Jarðnæðislaus eins og þau var einnig nafni hreppstjórans Arnórsson, titlaður húsmaður og fiskari og átti heimili ásamt konu sinni og föður. Fyrir fimmta býlinu var loks handverkskonan og ekkjan Ragnheiður Jónsdóttir sem bjó ásamt móður sinni og 82 ára gömlum húsmanni. Einhver af þessum fjölskyldum hefur væntanlega haldið til í hjáleigunni Dysjakoti en aðrar þurrabúðir eru ekki nafngreindar á Dysjum. Í Manntal 1816 var fólkið flutt og ekki vitað hvert nema hvað Guðrún Jónsdóttir frá Vestur-Dysjum giftist Bjarna Sveinssyni húsmanni í Sjávargötu. Jónar tveir höfðu hins vegar tekið við ábúð í Dysjum, bókbindari með konu og þrjú börn sem fyrir tilviljun var alnafni fyrri ábúanda, og svo Þorgrímsson nokkur með sjö í heimili, þeirra á meðal mæðgurnar Herdís Símonsdóttir húskona og Ástríður Jónsdóttir, rétt komin yfir tvítugt. 28 ára gamall sonur húsbóndans, Gamalíel, mun síðar hafa flust í áðurnefnda hjáleigu. Í Manntali 1845 hafði aftur fjölgað á jörðinni en þá var í Vestur-Dysjar kominn Erlendur Halldórsson, þrítugur bóndi og fiskari með konu og þrjú börn, að líkindum sonur Halldórs Erlendssonar í Hlíð. Sjötti heimilismaður hans var Pétur gamli Jónsson sem var á sveitinni. Vigfús Hjörtsson á hinum Dysjabænum hafði sjö í heimili og bjó þar áfram Ástríður, dóttir Herdísar, ekkja og sjálf komin með titilinn húskona og lifði á handiðn. Með henni var fimmtán ára gömul dóttir, Guðrún. Þá voru tómthúsmennirnir þrír, Þórvaldur Sæmundsson með konu og barn, Sigvaldi Árnason með konu og Guðmundur Gíslason með vinnukonu og barn. Loks bjó á jörðinni Ólafur Bjarnason smiður og hafði níu í heimili. Þegar Jarðatal var tekið 1847 voru Dysjar enn í eigu kirkjunnar og ábúendur tveir. Þær eru nefndar í Jarðabók 1861 og voru áfram kirkjueign skv. Fasteignabókum árin 1932 og 1942-4. Dysjar eru skv. Fasteignamati ríkisins enn í ábúð og skráður eigandi Úlfhildur Kristjánsdóttir.

Garðahverfi

Dysjar.

Árið 1565 galt Jón Markússon í landskuld þrjár vættir fiska, mannslán og vallarslátt, jörðinni fylgdu tvö kúgildi og bóndi hafði eins dags sölvatekju í landi staðarins. 1703 var jarðardýrleiki óviss en landskuld orðin hundrað álnir sem guldust með fjórum fiskavættum í kaupstað og vallarslætti. Kúgildi var eitt á jörðinni og borgaði Valgerður það hálft með fæði til vallarsláttarmanna en auk þess með fiski eða smjöri til staðarhaldara sem bar að uppyngja það. Kvaðir á hvern ábúanda voru dagsláttur, hríshestur og hestlán. Í bústofninum voru tvær kýr en fóðrast kunnu þrjár. Heimræði var allt árið og uppsátur í Dysjavör. Jarðardýrleiki var enn óviss 1847 en landskuld hafði lækkað í 80 álnir. Kúgildið var sem áður eitt. 1861 taldist jörðin 11,5 ný hundruð. 1932 var verðið 37 hundruð kr. fyrir Vestur-Dysjar og 51 hundruð fyrir Austur-Dysjar. Fyrrnefnda bænum fylgdu tvö kúgildi og 20 sauðir, þeim síðarnefnda þrjú kúgildi og 30 sauðir og einn hestur hvorum. Matjurtagarðar sem við gerð Túnakorts 1918 voru 900 m² á Vestur-Dysjum og 1100 m² á Austur-Dysjum höfðu minnkað í 480 m² vestan megin en stækkað í 1220 m² austan megin og fengust árlega úr þeim tíu og átján tunnur garðávaxta. Jörðin hafði útræði og hrognkelsaveiði hefur verið í Dysjaþara af Dysjabryggju. Árin 1942-4 eru aðeins nefndar Austur-Dysjar og var fasteignamat þeirra orðið alls 61 hundruð kr. Nautgripir voru fjórir, sauðirnir jafn margir og áður og hesturinn einn. Úr görðunum fengust um 24 tunnur og auk fyrri hlunninda nefnd mótekja.
Túnið skiptist í Dysja-Vesturbæjartún sem skv. Túnakortinu var 1,2 ha og Dysja-Austurbæjartún sem var 2,1 ha, þ.e. „allstórt“ eins og segir í Örnefnaskrá 1964 en þar eru sérstaklega nefndir nokkrir túnskikar: Hólsflöt ofan bæjanna og Minkaflöt austarlega, kennd við minkabú sem þar var í eina tíð. Brúarflatir þrjár sem urðu til eftir að Dysjamýri var ræst fram og ræktuð og liggja meðfram henni og eru kenndar við mýrarveginn Dysjabrú og neðan þeirra er loks nýræktin Dýjaflöt. Frá túnunum er einnig sagt í Örnefnalýsingu 1976-7: „Austan bæjar á Dysjum er túnið sundurskorið af skurðum og teygist upp í Dysjamýrina. Næst bænum er Gerði, þá er Hólsflöt og síðan Minkaflöt. Þar ól Guðmann [Magnússon] eitt sinn minka. Þá er Dýjaflöt og þar fyrir austan Brúarflatir, þrjár flatir, aðgreindar með skurðum, og liggja þær að veginum. Allar þessar flatir hafa verið skírðar í seinni tíð, enda ekki svo langt síðan þær hafa verið ræktaðar.“ Norðan í túninu var svo Dysjakot sem öðru nafni hét Gamlakot og kallaðist þar Dysjakotsvöllur eða Gamlakotsvöllur. Dysjatún var að mestu umgirt garði.
Þetta er syðsta jörðin í Garðahverfi og voru Bakki og Pálshús að vestan og norðan. Austar var jörðin Bali og nefndist vestasti hluti Balamalar Dysjamöl. Að norðaustan var Dysjamýri og við sjóinn suðvestan megin neðan bæjanna hétu Dysjafjörur.
Skv. Túnakortinu heita Dysjar öðru nafni Desjar. Við Fornleifaskráningu 1984 taldi heimildakona skrásetjara nafnið komið frá Völvudys en hún er hins vegar í Miðengislandi. Á Túnakorti er athugasemd um þetta í tengslum við landbrot við Dysjar af völdum sjávar: „Hér munu og hafa brotnað upp síðan í fornöld engjar miklar. – Og líklegra að býlin séu kend við des: (hey) en við dys (dauðra) þar á röku láglendinu.“

Garðahverfi

Dysjar 2013.

Skv. Jarðabókinni 1703: Dysiar. Lögbýli kallað því það hefur fullkmið fyrirsvar sem aðrar sveitarjarðir, en stendur þó í óskiftu Garðarstaðarlandi og samtýniss við Garða, nema hvað túnið alleina er afdeilt.
Jarðardýrleiki er óviss, því jörðin tíundast öngvum. Eigandinn er Garðastaður.
Ábúandinn á hálfri er ekkjan Valgerður Nichulásdóttir; en hálfa jörðina lætur staðarhaldarinn, prófasturinn Sr. Ólafur brúka fyrir þá orðsök að ei hefur bygða fengið þetta næsta ár.
Landskuld af allri jörðunni er ll álnir. Betalast með iiii vættum fiska í kaupstað og vallarslætti á kýrfóðurs velli, sem að sje fjörutíu málfaðmar í hvört horn ferskeytt, og fæðir bóndinn verkmennina sjálfur og hefur fyrir það fæði hálfa kúgildiss leigu kvitta. Áður var hjer iii vætta landskuld og þessi vallarsláttur, sem reiknast tuttugu álnir, þá fylgdi og mannslán um vertíð til staðarhaldarans, so sem kvöð, en nú er sú kvöð af og í þann stað aftur komin hin fjórða vætt fiska í landskuldina. Við til húsabótar leggja ábúendur.
Leigukúgildi er i með allri jörðinni, og hefur Valgerður það nú til byggingar. Leigur hálfar betalast í fiski eður smjöri heim til staðarhaldarans, en hálfar falla niður fyrir fæði vallarsláttarmanna sem áður segir. Kúgildið uppýngir staðarhaldarinn. Kvaðir eru dagslættir tveir ef tveir búa á en einn ella. Item hrísshestar tveir ef tveir á búa, annars einn, og hestlán tvö ef tveir á búa en einn ella, og brúkast til að færa heim eldivið, til ferða innsveitiss eður þvílíks annars um einn dag eður tvo og ekki fremur. Kvikfjenaður ii kýr. Fóðrast kann iii kýr á allri jörðunni.
Heimilissmenn hjá Valgerði vi. Heimræði er hjer árið um kring og lending góð, varir stórar nóg so inntökuskip mætti gánga, og heyrir þá sú undirgift leiguliða til.
Túnunum spillir sjáfarágángur.

Vestur-Dysjar (býli)

Garðahverfi

Dysjar og Vestur-Dysjar (h.m.).

Á Túnakorti 1918 má sjá tvær stórar torfbyggingar í bæjarstæðinu, væntanlega bæina tvo en sá vestari skiptist í tvö aflöng hólf og hið vestara aftur í tvö ferningslaga hólf. Stefnan er suðvestur-norðaustur. Skv. Fasteignabók eru Vestur-Dysjar enn úr torfi árið 1932 en þær eru ekki nefndar árin 1942-4 og hafa væntanlega verið komnar úr byggð þá. Í Örnefnaskrá 1964 er talað um Dysjar Vesturbæ og Dysjar Austurbæ. Stóðu bæirnir „lítið eitt aðgreindir fram um 1900“. Í Örnefnalýsingu frá 1976-7 segir: „Dysjabæir standa vestan Balatjarnar. Standa Vestur-Dysjar aðeins nær sjónum en Dysjar, en stutt er á milli bæjanna. Dysjavör er vestan við Balamöl. Gömlu bæirnir á Dysjum stóðu frammi á sjávarbakkanum, beint niður af íbúðarhúsinu, sem nú er. Nú hefur sjór brotið alveg upp að gamla bæjarstæðinu. Fast fyrir norðan núverandi íbúðarhús er fjós og hlaða, byggt um 1944-45. Bílskúr tengir það íbúðarhúsinu. Fjárhús er fast norðaustan fjóssins. […] Íbúðarhúsið á Vestur-Dysjum stendur, eins og nafnið bendir til, rétt vestan við Austur-Dysjar og gripahús og hlaða frá Vestur-Dysjum rétt sunnan hússins. U.þ.b. 15 m sunnan við gripahúsin voru gömlu Dysjabæirnir […]“. Þeir voru að mestu horfnir í sjóinn þegar Fornleifaskráning fór fram 1984, annar þeirra, líklega sá vestari, var alveg farinn en „hleðslugrjót sést í bakkanum“.
Skv. Túnakortinu 1918 er eystri bærinn, Austur-Dysjar eða Dysjar-Austurbær, ögn stærri er sá vestari. Hann skiptist í fjögur hólf og hefur stefnuna suðvestur-norðaustur. Byggingarefnið virðist vera torf en skv. Fasteignabókum var þar komið timburhús árið 1932 og járnvarið 1942-4.
Bæirnir voru að mestu horfnir í sjóinn þegar Fornleifaskráning fór fram 1984 en annar þeirra, líklega Austurbærinn var beint norðvestan fjóss og hlöðu sem fundust, milli þeirra „og útihúss sem þarna er nú“.

Dysjabrunnur (vatnsból)
Skv. Örnefnaskrá 1964 lá Dysjabrunnur „austan bæjanna […] í mýrlendri flöt“. Brunnurinn sést ekki á Túnakortinu 1918 en þar er hins vegar „pollur“ á þessum slóðum í Dysjatúni og nokkru austar byrjar „mýri“.

Dysjakot/Gamlakot (býli)

Garðahverfi

Garðahverfi – fornleifar.

Í Örnefnalýsingu 1958 segir: „Syðsta jörðin og næst sjó er Dysjar. Þar ofan túns var býli, sem nefnt er nú Gamlakot. Nú er þar kálgarður, og þar sem vegurinn liggur heim, er stykki í túni, sem heitir Gamlakotsvöllur.“
Skv. Örnefnaskrá 1964 var þetta „þurrabúð í Dysjatúni upp með veginum“ ýmist nefnt Dysjakot eða Gamlakot og hefur annaðhvort verið „kennt við Gamla er þar bjó, eða verið upprunalegasta kotið við Dysjar“. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir nánar frá: „Skammt norðan Dysja, en lengra frá sjónum, eru Pálshús. Á milli Dysja og Pálshúsa var gamalt býli, nefnt Dysjakot. Síðasti ábúandinn þar hét Gamalíel Jónsson, kallaður Gamli. Var kotið í hans tíð nefnt Gamlakot. Dysjakotsvöllur nefndist þríhyrnd spilda, sem fylgdi kotinu. Í tíð Gamla var einnig farið að kalla hana Gamlakotsvöll.

Dysjar

Dysjar – Dysjakot (Gamlakot).

Gamlakot og Gamlakotsvöllur er nú komið í tún.“ Ekki er kotið merkt inn á Túnakortið árið 1918 enda hefur það verið komið í eyði fyrir þann tíma. Þar virðist þó mega sjá garðinn miðja vegu milli Dysja og Pálshúsa. Þegar svæðið var kannað við Fornleifaskráningu 1984 fannst heldur ekkert nema þessi garður.
Dysjakot eða Gamlakot er hvorki nefnt í Jarðabókum né Manntölum en auk þeirra sem bjuggu á Vestur-Dysjum og Austur-Dysjum voru stundum þrjár eða fjórar fjölskyldur í sér húsnæði. Virðist líklegt að fólk Ragnheiðar Jónsdóttur
handverkskonu, Jóns Narfasonar tómthúsmanns eða þá Hans Arnórssonar húsmanns sem öll eru nefnd í Manntali árið 1801 hafi átt þarna heimili. Síðasti ábúandi hjáleigunnar, Gamalíel, sonur Jóns Þorgrímssonar á Austur-Dysjum, hefur eftir Manntali að dæma flutt í kotið fljótlega upp úr 1816 en það jafnvel farið í eyði áður en næsta Manntal var tekið 1845. Nafnsins vegna gæti Helga Gamalíelsdóttir, fyrst vinnukona í Miðengi, síðan húsfreyja í Hausastaðakoti verið skyld Gamla í Gamlakoti. Aldur hennar útilokar þó að hún hafi verið dóttir hans.

Heimild:
-Garðahverfi – fornleifaskráning 2002, Þjóðminjasafnið 2004.

Garðahverfi

Garðahverfi – örnefni (ÓSÁ).