Tag Archive for: Ölvusvatnslaugar

Köldulaugar

Ætlunin var að ganga um Laugagilin svonefndu er hýsa Nesjalaugar, Köldulaugar og Ölfusvatnslaugar (Hagavíkurlaugar) í norðaustanverðum Hengli, ofan við Nesjavelli. Laugarnar liggja nálægt miðjum hlíðunum svo hækkunin í fyrstu var nokkur, en síðan er hægt að fylgja stikuðum stíg á milli fyrrnefndu lauganna og kindagötu að þeirri síðastnefndu.
KoldulaugargilGönguleiðin er tiltölulega greiðfær, en hafa þarf vara á að nálgast hverasvæðin því víða eru hveraugu, sem erfitt er að varast.
Hitaveita Reykjavíkur keypti Nesjavelli til orkuvinnslu 1964 og hófust fyrstu boranir 1965. Undirbúningur virkjunar fór fram á árunum 1980-85 og var ákveðið að reisa allt að 400 MW varmaaflsvirkjun. Framkvæmdir hófust 1987 og var fyrsti áfangi 100 MW virkjunar tekinn í notkun haustið 1990.

Köldulaugar
Boraðar hafa verið 18 holur og eru 13 nýtanlegar til orkuvinnslu. Tíu holur eru tengdar virkjuninni.
Nesjavallavirkjun framleiðir nú 120 MW af rafmagni og 300 MW í varmaorku, jafngildir 1640 1/sek af 83° C hita. Á Nesjavöllum hafa verið boraðar 25 holur, dýptin er á bilinu 1.000 til 2.200 metrar og mælst hefur allt að 380° C hiti. Meðalhola býr yfir 60 MW orku, sem nægir til hitaveitu fyrir 7500 manns og umframgufa er notuð samtímis til rafmagnsframleiðslu.

Koldulaugargil

Jarðgufan er ekki notuð beint heldur er hún nýtt til að hita efnasnautt kalt grunnvatn. Vatnið er fengið úr borholum við gíginn Grámel við Þingvallavatn,, hitað upp í varmaskiptum á Nesjavöllum og dælt 83 °C í tank á Kýrdalshrygg. Þaðan sem það rennur 27 km langa leið til Höfuðborgarsvæðisins.
Á um 1.100 m dýpi í holu 6 er hoti nálægt 300 °C.

Hengilssvæðið er eitt stærsta háhitasvæði landsins, um 100 km2 að flatarmáli. Hveravirkni á svæðinu á uppruna sinn í kólnandi kviku á 7-10 km dýpi. Kalt vatn streymir niður í iður jarðar, kemst í tæti við heitt berg, hitnar og leitar til yfirborðs eftir sprungum og misgengjum og birtist á yfirborði sem hverir.
Hverir og laugar eru víð á Hengilssvæðinu. Þekktustu hverasvæðin eru í Reykjadal inn af Hveragerði, á Ölkelduhálsi, í Innstadal og sunnan við Nesjavelli neðst í hlíðum Hengils. Þar heita Nesjalaugar og Köldulaugar við samnefnd gil.
Við Köldulaugargil eru nær eingöngu gufu- og leirhverir sem gefa vísbendingu um mikinn hita. Umhverfis hverina er stórt svæði með ljósum ummyndunarskellum sem gefur til kynna tilfærslu á hverasvæðinu. Ljós leir, kísill- og brennisteinsútfellingar gefa svæðinu ljóst yfirbragð ásamt rauðleitum járnssamböndum.

Nesjalaugar
Á skilti við Nesjalaugar er samskonar lýsing og á skiltinu við Köldulaugar.

Ölfusvatnslaugar (Hagavíkurlaugar)
Hins vegar er ekkert skilti við Hagavíkurlaugar, en svo eru Ölfusvatnslaugar nefndar á gOlfusvatnslaugar-4önguliðakorti Orkuveitu Reykjavíkur af Hengilssvæðinu. Í jarðfræðilýsingum á vefsíðu ÍSOR segir eftirfarandi um Ölfusvatnslaugar:
„Ölfusvatnslaugar eru austan undir Hengli, þyrping hvera og kalklauga. Hverirnir eru í brekkunni ofan við laugarnar, aðallega gufuhverir. Töluverður brennisteinn er í þeim. Laugarnar eru á dálitlum bala. Þar hafa fyrrum verið goshverir. Gospípa þess stærsta er 1,5 m á vídd og í henni smáólga af loftbólum og lítið rennsli af um 70°C heitu vatni. Hrúðurbunga, 50×50 m að stærð, er umhverfis. Hún er úr kalkhrúðri. Hverir og laugar austan við Hengil frá austanverðum Innstadal inn að Ölfusvatnslaugum eru með kolsýruríku vatni og ölkeldur koma fyrir. Koldíoxíð er kvikugas sem einkum ber á í háhitakerfum þegar innskotsmassi, hér sennilega gömul kvikuþró, í rótum þeirra storknar.“

NesjavellirÁ Nesjavöllum er ferskvatn hitað með varma úr jarðhitavökva sem fyrr sagði. Ferska vatnið inniheldur uppleyst súrefni og verður vatnið því mjög tærandi, þegar það er hitað upp í 80°C. Því er
vatnið afloftað með suðu við undirþrýsting. Við suðuna næst nær allt uppleysta súrefnið úr
vatninu, en til viðbótar er bætt í vatnið jarðhitagufu, sem inniheldur brennisteinsvetni.
Brennisteinsvetnið gengur í samband við súrefnið, sem eftir er, og það sem gæti bæst við á leið til notenda. Innihald brennisteinsvetnis í þessu hitaða vatni frá Nesjavöllum er álíka og í vatni frá lághitasvæðum Orkuveitunnar. Þó hefur komið í ljós, að brennisteinninn virðist lausari í hitaða vatninu heldur en lághitavatninu. Því er ekki hægt að yfirfæra tæringarreynslu af lághitavatni yfir á upphitað vatn. Hér er því enn eitt dæmi um að bein færsla á reynslu er varhugaverð.

Heimildir m.a.:
-Gönguleiðir á Hengilssvæðinu – göngukort.
-Upplýsingaskilti við Nesjalaugar, Köldulaugar og borholu 6.
-or.is
-Hreinn Frímannsson, Nesjavallavirkjun, Orkuþing 2001.

Köldulaugar

Köldulaugar.