Færslur

Vorrétt

1. Mógrafarhæð.
Ratleikur 2017Mógrafarhæð nefnist öxlin sem gengur suðaustur frá hábungu Ásfjalls í áttina að Bláberjahrygg. Austarlega í hæðinni er skotbyrgi sem breskir hermenn hlóðu sumarið 1940. Þeir stóðu vaktina með riffla en þar var einnig gervifallbyssa úr gildum trjálurk sem leit út eins fallstykki úr lofti.

2. Selhóll.
Við austanvert Hvaleyrarvatn má sjá tættur tveggja selja; Hvaleyrarsels og Ássels. Upp af þeim er Selhöfði og handan þess Seldalur. Sunnan við vatnið eru m.a. leifar stekkjar. Skammt sunnan hans er klifið hraunhveli í annars sléttu Hellnahrauninu. Sunnan í hólnum eru tvö op; tófugreni. Hraunhvel myndast vegna þrýstingsáhrifa sem verða sökum mismunandi rennslishraða á milli hálfstorknaðs yfirborðs og hraunkviku undir. Hólar og hæðir í helluhraunum geta líka stafað af því að djúpir hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar kvikan rennur undan storknaðri hraunskáninni í lok gossins og storkin kvikan sígur.

3. Við Stórhöfða.
Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar um Hvaleyri segir m.a.: „Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru miklar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfðann er svo alldjúpur dalur, sem heitir Seldalur, sem að vestan myndast af hæstu hæðinni á þessum slóðum, sem heitir Stórhöfði. Hraunið milli Hamraness og Stórhöfða og frá Hvaleyrarvatni að austan og vestur á brún, þar sem landið hækkar, heitir Selhraun. Niðri í því er falleg réttarhleðsla.

4. Fjárborg.
Ratleikur 2017Fjárborg og fjárhúshleðslur í vestanverðri Heiðmörk. Misvísandi óljósar upplýsingar hafa verið um staðsetningu fjárborgarinnar og var jafnvel talið að hún hefði farið undir nýja veginn í gegnum Heiðmörk vestan Vífilstaðahlíðar. En nú er hún fundin – á ólíklegasta stað. Augljóst er að grjót hefur verið tekið úr borginni og fært í nálæg fjárhúsin, enda er hún miklu mun eldri.

5. Hellir.
Spottakorn norðan jarðfallsins er hrauntröð sem er hluti gamallar götu. Hún tengdi saman tvær þekktar þjóðleiðir, Selvogsgötu og Kaldárselsleið. Leiðin liggur frá Selvogsgötu norðan Kershellis og Sléttuhlíðarhorns í áttina að þessari grónu hrauntröð. Hún kemur inn á Kaldárselsleið og sameinast henni við Fremstahöfða.

6. Kaðalhellir.
Kaðalhellir er skammt norðvestan við Kaldársel. Börnin í sumarbúðum KFUM og-K leika sér jafnan í hellinum. Kaðalhellir er í háum hraunkanti. Hann er í rauninni hluti af Gjánum svonefndu norðnorðvestan Kaldársels. Í þeim eru hrauntraðir og ná þær út fyrir Gjárnar. Kaðalhellir er að hluta til bæði opin og lokuð hraunrás og að hluta til sprunga í hraunjaðrinum. Hann er tvískiptur. Efri hlutinn er á tveimur hæðum. Til að komast upp í efri hluta rásarinnar þarf aðstoð kaðals.

7. Rauðshellir.
Ratleikur 2017Rauðshellir er vestasti hluti sömu rásar og Fosshellir og 100 m hellir í Helgadal. Hann dregur nafn sitt af lit þeim er einkennir hellinn. Fyrir munnanum eru hleðslur í grónu jarðfalli. Ummerki eru þar eftir selstöðu. Stekkurinn er skammt norðar. Hellir þessi hefur einnig verið nefndur Pólverjahellir. Það nafn er tilkomið vegna þess að fyrrum fóru börnin í Pólunum í Reykjavík í árlega ferð í Helgadal, þ.á.m. í hellinn. Önnur sögn er sú að áhöfn af pólsku skipi í Hafnarfjarðarhöfn hafi gist í hellinum eftir að hafa verið hafnað um gistingu í Hafnarfirði, en sú sögn mun ekki eiga við rök að styðjast.

8. Skúti.
Í skúta þessum undir hrauninu hafa fundist gróðurleifar sem koluðust þegar hraunið rann yfir gróið land. Gróðurleifar sem þessar eru notaður til að aldursgreina hraun sem í þessu tilfelli reyndist vera frá því um  950 og hefur runnið frá Tvíbollum við Grindarskörð.

9. Dauðadalahellar.
Ratleikur 2017Tvíbollahraun og Hellnahraun yngra runnu um 950 e. Kr. Í hraununum norðvestan við Markraka eru Dauðadalahellar, fallegar og jafnvel flóknar hraunrásir. Þarna gætu hafa runnið fyrstu hraunin á Íslandin eftir að búseta hófst og hellar þess þá fyrstu hellar sem mynduðust hér á landi á sögulegum tíma.

10. Aukahola.
Landið stendur á Reykjaneshryggnum, sem er úthafshryggur, á mótum tveggja jarðskorpufleka, Evrasíuflekans í austri og Ameríkuflekans í vestri. Flekana rekur um 1 cm í hvora átt á ári að meðaltali. Ummerki þessa mátti sjá í sniðgengi, mikilli sprungu vestan Undirhlíða. Þegar gos varð í Óbrinnishólum og í sprungurein undir hlíðunum náði þunnfljótandi kvikan að fylla gjána að mestu. Þó má enn sjá niður í djúpa gjána þar sem Aðalholan er (17 m djúp) og Aukahola (12 m djúp) skammt sunnar.

11. Snókalönd.
Snókalönd eru tveir hrísvaxnir hólmar sem Bruninn rann ekki yfir á sínum tíma. Nafnið tengist trúlega snókahvönn en orðið snókur þýðir kriki eða rani. Einstigi liggur frá Stórhöfðastíg í Blettina sem er annað nafn yfir þessa hólma.

12. Rétt.
Ratleikur 2017Þorbjarnar- staðir fóru í eyði um 1939. Tóftir Þorbjarnastaða eru ekki einungis verðmætar vegna þess að þær eru einu ummerkin eftir hinn dæmigerða íslenska torfbæ í núverandi landi Hafnarfjarðar, heldur og vegna þess að þær segja sögu þess fólks, sem þar lifði og dó. Tóftirnar eru einnig, því miður, ágætt dæmi um þörfina á auknum áhuga og dug núlifandi fólks um gildi og nýtingu þessarra fornminja. Heimaréttin er ein þeirra. Ráðgjafi ratleiksins undanfarin ár, Ómar Smári Ármannsson, er einn af mörgum afkomendum Þorbjarnarstaðahjónanna.

13. Óttarsstaðaborg.
Fjárborgin er stundum nefnd Kristrúnarborg eftir Kristrúnu Sveinsdóttur frá Óttarsstöðum, sem hlóð hana ásamt vinnumanni sínum, Guðmundi Sveinssyni, um 1870.

14. Lónakotssel.
ÍRatleikur 2017 Örnefnalýsingu fyrir Lónakot segir: „Eins og segir í landamerkja- lýsingu Lónakots og Óttarsstaða, liggur landamerkjalínan úr Sjónarhól í Vörðu eða Klett austan til við Lónakotssel. Þar höfðu í seli auk Lónakotsbónda hjáleigumenn frá Óttarsstöðum. Enda eru þarna þrjár aðgreindar seljatættur. Selið liggur rétt austan við Skorás, sem af þessum ástæðum er nefndur Lónakotsselshæð.“

15. Rauðamelsrétt.
Skammt vestan við Rauðamelskletta er víð hraunsprunga, gróin í botninn. Í henni er heilleg há fyrirhleðsla. Þarna hefur annað hvort verið nátthagi eða gerði. Skammt suðaustan sprungunnar er fallegt, nokkuð stórt skjól með op mót norðvestri. Skammt suður þaðan í Brunabrúninni var Þorbjarnarstaðarétt eða vorréttin, einnig nefnd Rauðamelsrétt, þótt hún væri drjúgan spöl frá melnum. Í réttinni eru tveir dilkar auk almennings.

16. Draughólshraun.

Ratleikur 2017Draughólshraun er að öllum líkindum eitt fáfarnasta hraunið á Reykjanesskaganum. Reyndar er hraunið ekki víðfeðmt, en nægilega þó til þess að bæði fólk og skepnur, nema kannski refurinn, hafa löngum lagt lykkju á leið sína til að forðast að þurfa að ganga um það. Hraunið heitir eftir efsta stóra hólnum í hrauninu; Draughól. Það er dæmigert apalhraun. Líklega hefur nafngiftin komið til af því að fæla fólk frá því að fara um svæðið af ástæðu, eða sem vísbending um að þangað væri ekki óhætt að fara. Í raun er hraunið hluti af stærra hrauni, eða hraunum, á svæðinu. Meginhraunið umhverfis er Hrútagjárdyngjuhraunið.

17. Kolbeinsshæðarhellir.
Kolbeinshæð er mitt á milli Efrihella og Gjásels. Þar var haglendi sauða árið um kring. Búsmalinn átti öruggt skjól á sumrin í Kolbeinshæðarskjóli og góða vetrarvist í Kolbeinshæðarhelli, sem var með fyrirhleðslu og reft yfir til að verjast austanáttinni.

18. Laufhöfðavarða.
Ratleikur 2017Laufhöfðavarða stendur á klettasnös og vísar leiðina á milli Þorbjarnarstaða og Gjásels, Fornasels og Fjárborgarinnar. Vestan vörðunnar eru þrjár smávörður sem vísa á Illuholu, jarðfall sem gat reynst hættulegt mönnum og búfénaði, sérstaklega að vetrarlagi.

19. Straumssel.

Sel frá Straumi þróaðist um tíma í bæ, eitt fárra af u.þ.b. 350 þekktum seljum á Reykjanes- skaganum. Búið var þar með hléum á 19. öld en húsin brunnu í lok aldarinnar. Selið fór eftir það í eyði en bæjartóftirnar eru all myndarlegar og vel greinilegar ásamt hlöðnum görðum umhverfis Seltúnið. Norðan við selið er vatnsból þar sem finna má merkið.

20. Nátthagi.
Nátthaginn skammt suðaustan við Óttarsstaðaselstóftinar er einn sá myndarlegasti á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu; vandlega hlaðnir veggir er umlykja skjólgott jarðfall.

21. Þorbjarnarstaðaborg.
Þessa stóru og heillegu fjárborg hlóðu börn hjónanna frá Þorbjarnastöðum í Hraunum um aldarmótin 1900. Borgin er fallega innhlaðinn að ofan, hringlaga með leiðigörðum út frá dyrum til suðausturs. Inni í borginni er hár beinhlaðinn veggur. Líklegt má telja að topphlaða hafi átt borgina og að veggurinn inni í henni hafi átt að halda undir þakið þegar það lokaðist. Svipuð fjárborg, topphlaðin, er í Djúpadal í Selvogi, en bóndinn á Þorbjarnarstöðum, Þorkell Árnason, var einmitt frá Guðnabæ í Selvogi og því verið kunnugur þeirri borg.

22. Gjárop.
Gjárop í hraunbrún: Margar djúpar gjár og misgengissprungur er að finna í Hrútagjárdyngjuhrauni. Þar á meðal er sprungurein sem er spölkorn norðvestan við Fjallið eina en meðfram henni lá áður ein af mörgum leiðum um Almenninginn. Gjáin virkar eins og hellisop inn í Hrútagjárdyngjuhraunið séð frá Krýsuvíkurveginum.

23. Efri-Straumsselhellir.
Ratleikur 2017Guðmundur Guðmundsson sem keypti jörðina Straum af Páli Árnasyni setti byggð í Straumsseli 1849, en hafði þá búið þar í tvö ár. Fyrsta árið  bjó hann í selinu ásamt föður sínum, Guðmundi Bjarnasyni, sem var oft nefndur Krýsuvíkur-Gvendur. Hann skyldi eftir sig miklar hleðslur víða, m.a. þessar í Efri-Straumsselshelli.

24. Sauðabrekkuskjól.
Sauðabrekkugígar eru falleg gígaröð með fallegum hraunmyndunum. Þar má finna lítið skjól með flóruðu gólfi og glugga með hellu fyrir og litlum þakglugga. Þar er merkið. Á svæðinu eru stórar og djúpar gjár, m.a. Sauðabrekkugjá. Skjólið hefur að öllum líkindum verið nýtt sem „sæluhús“ annars vegar, ferðalanga um Hrauntungustíg, og/eða smala er gættu fjár umhverfis Sauðabrekkuhella, þarna skammt ofar.

25. Húshellir.

Ratleikur 2017Húshellir opnast í grunnu jarðfalli ofarlega í Hrútagjárdyngjuhrauni. Um er að ræða rúmgóða hraunbólu í annars lokaðri rás. Þegar inn er komið má sjá hlaðið hús, sem hellirinn dregur nafn sitt af. Til beggja hliða eru rásir er lokast. Í þeirri til vinstri má sjá forn bein á gólfinu. Sumir vilja meina að þarna hafi útilegumenn haft aðstöðu um tíma, en líklegra er að hún hafi verið gerð af mönnum er eltust við hreindýr, allt frá því að þeim var sleppt á svæðinu árið 1777 þar til það síðasta var skotið árið 1926.

26. Búðarvatnsstæði.
Búðarvatnsstæðið virðist vera mótað af manna höndum og þar er staðið regnvatn sem er varla drykkjarhæft nema í hallæri. Um mitt vatnsstæðið liggur hleðsla sauðfjár- veikigirðingar sem markaði landaskil milli Óttarsstaða og Hvassahrauns, og þar með á milli Hafnarfjarðar og Voga.

27. Urðarás.
Urðarás varð væntanlega til þegar neðanjarðar hraunrás stíflaðist og braut sér leið upp á yfirborðið vegna ógnarþrýstings. Þegar rásin tæmdist féll þakið niður í rásina og myndaði brothring með grjóturð. Oft eru stórir hellar tengdir slíkum jarðfræðifyrirbærum en á þessum slóðum hafa einungis fundist smáhellar.

Sjá má meira um ratleikinn HÉR.

Húshellir

Í Húshelli.