Tag Archive for: Raufarhólshellir

Raufarhólshellir

Í MBL 16. jan. 1955 lýsir prófessor Harold H. Munger ferð í „Raufarhólshelli við Þrengsli„: „Mætti útlendingi leyfast að lýsa einu af náttúruundrum Íslands, sem er ekki eins vel þekkt og það verðskuldar? Ég hef átt því láni að fagna að geta farið víða og líta augum fjölmargar af dásemdum Íslands, þau tæp 2 ár, sem ég hef dvalizt hér á landi. Á feralögum mínum, frá Siglufirði til Hornafjarðar, frá Keflavík til Neskaupstaðar, frá Mývatni til Vestmannaeyja, hef ég litið augum náttúrufegurð, sem ekki á sinn líka í nokkru öðru landi. Af öllu því, sem ég hef séð, er mér gleggst í minni furðuleg fjölbreytni og fegurð dökkglitrandi hraunstöngla og storkinna hraunflóða, sem fólgin eru í djúpum Raufarhólshellis.

Greinin 1954

Í ágúst 1953, var ég í hópi skemmtiferðamanna, sem heimsóttu þennan helli, og fannst mér þá þegar mikið til um einkennilega fegurð hans. Ég spurðist fyrir um uppdrátt af hellinum, en var sagt, að enginn uppdráttur væri til af honum. Síðar heimsótti ég aftur Raufarhólshelli í hópi ungra manna sem voru óðfúsir að hjálpa til við að mæla hann. Uppdrátturinn og myndirnar, sem með fylgja, gætu ef til vill orðið til fróðleiks mönnum, sem ekki hafa komið í hellinn. Vegalengdir voru mældar með fjarlægðarmæli og áttir voru teknar með vasaáttavita. Hvorugt tækið er sérlega nákvæmt, en uppdrátturinn, sem gerður var eftir þessum mælingum, ætti þó að geta gefið sæmilega góða hugmynd um lögun og stærð hellisins. Vegalengin frá hellismunna til innsta enda hans mældist vera 850 metrar, þó þeim, sem brotizt hafa alla þess leið, muni flestum virðast hún vera a.m.k. helmingi lengri.
Raufarhólshellir er hraunhellir um 15 km suðvestur frá Hveragerði í landareign Vindheima. Akvegur liggur að Vindheimum, sem einnig er skólasetur Adventista, og þaðan er gengið upp fjallshlíðina til norðurs. Bezt er að hafa leiðsögumann, því að fátt er um kennileiti. Leiðin er greiðfær og hallinn er ekki nema 150 metrar á 2 km.
Hraunfossinn í RaufarhólshelliHellirinn er 1-10 metra breiður og víðast um 10 m á hæð. Hellisgólfið er víðast þakið grjóti, sem fallið hefur úr þakinu, sennilega í jarðskjálftum. Sums staðar eru grjóthrúgurnar svo háar, að þær ber hærra en upprunalegt þak hellisins. Leiðin liggur þar um hvolf, sem myndazt hafa við hrunið.
Farið er inn í hellinn sunnanverðan um op, þar sem þakið hefur fallið niður. Sennilegt er að hraunstraumurinn, sem rann um þessi gömlu hraungöng, hafi komið fram á yfirborðið í fjallshlíðinni suður eða suðaustur frá opinu. Hraunið hlýtur að vera mörg þúsund ára gamalt, því að það er víða þakið allþykkum jarðvegi og vaxið lynggróðri. Þar sem hraunið er bert, er hvergi að sjá merki þess, að ís hafi gengið yfir það, svo að það hlýtur að hafa runnið eftir jökultímann, sem var á enda fyrir um það bil 10.000 árum.
Vott er í hellinum. Hellisþakið er óþétt og vatn drýpur úr þúsundum sprungna- og hola. Þegar við gengum í hellinn, 14. febr. 1954, var hellisgólfið þakið ís, 200 metra inn frá opinu. Sums staðar höfðu myndast þyrpingar af íssúlum, er sumar voru 40 cm langar. Erfitt er að klifra eftir ísuðum steinum og ekki alveg hættulaust. Hvergi er hægta ð drepa niður fæti nema á hálan ísinn, og hvergi er hægt að taka til hendi, nema á svellótta steinana. Slys gæti fljótlega viljað til, fótbrot eða annað, sem ekki væri auðgert að flytja slasaðan mann e ftir íshálum og ósléttum hellinum. Ísströnglar hanga frá þaki og sillum, sumir allt að 3 metrar á lengd. Á einum stað, meðfram hliðarveggnum, mynduðu þeir samfellt ístjald, 6-7 metra breitt.
Uppdrátturinn 1954Í ágúst 1953 bar lítill ís í hellinum. Ís var einungis næst opinu og víðast hægt að kærækja fram hjá honum. Jafnvel þótt ísinn sé horfinn er erfitt að fara um hellinn fyrri þá, sem ekki eru vanir fjallgöngum. Yfir eintómar grjóturðir er að fara, og víða er svo bratt, að erfitt er að klifra upp. Í hellinum eru yfir 20 stallar, 1-10 metra háir. Margir hafa komið í Raufarhólshelli. Aðeins fáir hafa gengið hann á enda.
Efst greinist hellirinn í þrennt. Auk þess eru á honum smá afkomar, sem viið ekki athuguðum nánar, vegna tímaskorts, Í botni austurgreinarinnar getur að líta óvenjulega sýn, hraunfoss, 2 metra háan og rúmelga 1 meters breiðan, sem virðist hafa storknað snögglega í fullu rennsli. Ekki er auðséð, hvenrig þetta furðuverk hefur myndazt. Ef til vill hefur hraunflóðið kólnað smám saman og ledleðjan orðið seigari og seigari, þangað til hún gat naumast hnigið. Að lokum hefur þunn slæða af seigfljótandi hrauni hangið fram af brúninni og storknað þannig, sums staðar aðeins 5 cm á þykkt. Hér er eins og máttugir töfrar hafi verið að verki, eins og voldug völva hafi galið sinn galdur og „fryst“ eldfljótið í einu vetfangi.
Miðgrein hellisins er ekki merkileg. Suðurgreinin er því undursamlegri. Þúsundir grannra hraunkerta hanga úr þakinu í beinum röðum, þar sem yfirborð eldleðjunanr hefur staðið umstund, þegar hraunflóðið minnkaði smám saman í hellinum. Hrífandi feguðr þessa töfrahellis veður ekki með orðum lýst. Straumar og bárur og iður eldflóðsins hafa bókstaflega steinrunnið og geymzt þannig um þúsundir ára til augnayndis þeim, sem hafa djörfung og dugnað til að koma og sjá.
Rauf-7Einhvern tíma verður hellirinn mældur nákvæmlega, en ekki verður það auðvelt verk. Það verður að gerast í a.m.k. 20 áföngum og víðast verður að ryðja burt grjóti uk að koma fyrir þrífótum undir mælingatæki. Sum staðar verður erfitt að verja tækin fyrir lekavatni. Þrír til fjórir menn gætu lokið þessu veki á viku. Þegar þetta hefur verið gert, mun koma í ljós, að meðfylgjandi uppdráttur er ekki alveg réttur, en hann mun þó gefa sæmilega hugmynd um lögun og stærð hellisins.“
Í stórvirki Björns Hróarssonar, „Íslenskir hellar“ frá árinu 2006, bls. 279-283, er m.a. fjallað um Raufarhólshelli. Við mælingu enskra hellarannsóknarmanna reyndist hann vera 1360 metrar. Leitarhraunið, sem hellirinn er í, rann fyrir u.þ.b. 5000 árum. Hellirinn dregur nafn sitt af hól skammt ofan hans, Raufarhól.

Heimild:
-Harold H. Munger, rófessor – Raufarhólshellir – Lesbók Mbl. 16. jan. 1955.Rauf-10

Raufarhólshellir
Ætlunin var að fara inn í Raufarhólshelli í Þrengslum, en alls mun hellirinn vera um 1360 metrar að lengd, en meginlínan er um 900 m og dýptin um 32 m. Sú saga hefur fylgt Raufarhólshelli að í honum hafi verið komið krukku með jarðneskum leifum síðustu manna úr útdauðum indíánaþjóðflokki við Magellansund.
RaufarhólshellirOpið inn í hellinn er bæði aðgengilegt og stórt. Eftir að inn er komið má sjá hvar loftið hefur fallið á nokkrum stöðum á leiðinni inn. Þetta er einn fjölfarnasti hraunhellir á Íslandi. Auk þess er hann lengstur hraunhellanna utan Hallmundarhrauns. Hellirinn sveigir undir þjóðveginn til suðvesturs og upp í rennslisstefnuna. Þar sem vegurinn liggur yfir Raufarhólshelli er hætta á ferðum. Þakið yfir hellinum, sem í upphafi var um 10 m á þykkt, er nú aðeins um 3-4 metrar. Búið er að hreinsa úr hellinum allar fagrar hraunmyndanir, dropsteina og hraunstrá og nú má sjá þar leifar af kyndlum, kertavax, filmuhylki, niðursuðudósir, plastpokar og fleira er nútímafólk gæti hugsanlega haft gaman að því að skoða við aðstæður, sem þarna eru.

Raufarhólshellir

Raufarhólshellir.

Innst í hellinum er fallegur hraunfoss, eða hann hefur a.m.k. einhvern tímann verið fallegur. Fyrir ofan fossinn má komast inn lítil þröng göng og skríða nokkra metra áfram inn í skemmtilega kúlu þar sem nokkrir menn komast fyrir. Gamlar sagnir greina frá dropsteinum í hellinum. Margir þeirra voru um hálfur meter á hæð. Enginn dropsteinn er nú eftir í Raufarhólshelli og lýsir það vel umgegni um hella, sem aðgengilegir eru hverjum og einum.

Raufarhólshellir

Í Raufarhólshelli.

Raufarhólshellir er mjög hruninn og því erfiður yfirferðar nema innst þar sem lítið hefur hrunið úr hellisloftinu. Ís er einnig fremst í hellinum og því oft hált á grjótinu og erfitt að komast þar um. Þá er ekki síst nauðsynlegt að hafa góða fyrirhyggju á bæði ljósabúnaði, sem nota á, og þeim er hægt er grípa til ef hann bregst því myrkrið er mikið um langan veg.Þessi ferð var hins vegar farin til að kanna hvort framangreind sögn gæti átt við rök að styðjast. Sagan segir að þegar Magellan sigldi um heimsins höf og í hringferð um jarðskorpuna, hafi hann komið sem nú er Magellansund. Þá bjó þar þjóðflokkur indíána er var að deyja út. Sótt geisaði og voru einungis þrír af ættflokknum eftir. Var svo um mælt og handsalað að jarðneskar leifar índíánanna yrðu settar í krukku að þeim brenndum og henni komið fyrir á friðsælasta stað, sem til væri á jörðinni. Indíánarnir dóu og staðið var við samningana.

Raufarhólshellir

Í Raufarhólshelli.

Ösku þeirra var komið fyrir í krukku og einhverjir tóku að sér að efna loforðið og fylgja efndunum eftir. Þeir tóku sig upp og fóru með krukkuna til friðsællar eyju í norðurhöfum. Þar var krukkunni komið fyrir í stórum og löngum helli eftir hátíðlega athöfn. Áletrun var skilin eftir því til vitnis. Nafni eyjarinnar var haldið leyndri af skiljanlegum ástæðum.
Þegar komið er u.þ.b. 300 metra inn í Raufarhólshelli er skilti á veggnum. Erfitt er að koma auga á það á bak við stóran stein eftir bugðu á göngunum. Á þessu skilti er sagt frá atvikinu…. Krukkan stendur þar hjá ef vel er að gáð. Þetta er eina indíánaathöfnin af þessum toga hér á landi sem vitað er um.

Heimild m.a.:
-Hraunhellar á Íslandi – Björn Hróarsson 1990.

Raufarhólshellir

Raufarhólshellir.

Tag Archive for: Raufarhólshellir