Tag Archive for: rekagata

Þegar FERLIR var á göngu um Reykjanesið, þ.e. frá Sandvík um Mölvík, Háleyjar, Krossavíkurberg, Krossavík, Rafnkelsstaðaberg og Reykjanestá áleiðis að Valbjargargjá og Valahnúkamöl var tækifærið notað til að rekja forna rekagötu um svæðið.
Grindavik - rekagata-1Engar heimildir eru til um götuna, en hún hefur af augljósum ástæðum legið frá Stað í Staðarhverfi ofan misgengisins að endimörkum landsins á Valahnúksmöl. Frá henni eru hliðargötur niður í fyrrnefndar víkur austan Háleyja. Gatan hefur s
íðar verið löguð fyrir mjóa vagna til að flytja rekann, unninn og óunninn. Tilvist hennar styrkir þá trú manna að landamerki Staðar og Hafnabæjanna hafi fyrrum verið a.m.k. um miðja Valahnúkamöl. 

Rekagatan er greinileg á köflum, bæði austan við Gunnuhver, ofan við Mölvík, Litlu-Sandvík og milli Staðarhverfis og Járngerðastaðahverfis, og síðan norðan við Reykjanesvita og ofan við ströndina að Stóru-Sandvík. Þá sést hún vel ofan við Gömlu-Hafnir og áfram áleiðis að Höfnum. Ofan við Háleyjar og í hrauninu ofan við Staðarberg.
Gatan hefur verið unnin á köflum, væntanlega sem vagnvegur, og sést þá eldri hluti hennar til hliðar við úrbæturnar. Milli Vatnsfells og Stóru-Sandvíkur er gatan vörðuð og hefur augljóslega verið unnin sem vagnvegur.

Reykjanes

Reykjanes – rekagatan er rauðlituð (ÓSÁ).

Selatangar

Á Selatöngum eru minjar gamallar verstöðvar. Núverandi minjar eru líkast til u.þ.b. tveggja alda gamlar, en eflaust hafa þær tekið breytingum frá því að verstöðin var fyrst notuð sem slík.

Á Töngunum

Á Selatöngum.

Á Selatöngum má enn sjá tóftir tveggja búða (Vestari búð og Austari búð) auk þess sem sést móta fyrir útlínum fleiri, verkunarhús þar sem gert var fyrst að fiskinum, þurrkbyrgi, þurrkgarða, þurrkreiti, brunn, smiðju, skúta með fyrirhleðslum, hesthúsi, Nótarhelli (þar sem dregið var fyrir sel), Mölunarkór, Sögunarkór og Smíðahelli, auk gamalla gatna og hlaðinna refagildra. Vestan við Seltanga er hið merkilega náttúrufyrirbrigði „Ketillinn“ í Katlahrauni og fjárskjól þeirra Vigdísarvallamanna (hlaðið skömmu eftir aldarmótin 1900).

Selatangar

Selatangar – rekagatan um Katlahraun.

Gengið var einn góðan sumardag árið 2002 um Selatanga með Jóni Guðmundssyni frá Ísólfsskála, sem hann man eftir minjunum eins og þær voru þegar hluti verstöðvarinnar var enn í notkun. Hann lá þar með föður sínum í Vestustu búðinni árið 1926 er Skálabóndi gerði enn út frá Töngunum. Jón minntist þess að reki hafi verið reiddur þaðan að Ísólfsskála eftir vestari Rekagötunni, sem liggur í gegnum Ketilinn og áleiðis heim að Skála. Leiðin er vörðuð að hluta, en víða sjást förin eftir hófa og fætur liðinna alda í klöppinni. Austari Rekagatan liggur til norðurs vestan vestari Látra. Rekagötunar voru einnig nefndar Tangagötur. Tækifærið var notað og svæðið rissað upp eftir lýsingu Jóns.

Selatangar

Á Selatöngum.

Jón sýndi m.a. Smíðahellinn, Sögunarkórinn, Nótahellinn, refagildrurnar, brunninn, smiðjuna, búðirnar, fiskvinnslubyrgin, þurrkbyrgin, þurrkgarðana, smiðjuna, skútana, lendinguna, Dágon (landamerkjastein Ísólfsskála og Krýsuvíkur, en verstöðin er að mestu innan landamerkja síðarnefndu jarðarinnar), skiptivöllinn o.fl. Ljóst er að ströndin hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu áratugum og þarf að horfa á og meta aðstæður með tilliti til þess. Sjórinn hefur nú að mestu brotið skiptivöllinn sem og Dágon.

Selatangar

Selatangar – refagildra.

Jón taldi almennan misskilning ríkja um hlaðna fjárbyrgið norðan við Ketilinn. Sumir telja það mjög fornt, en það hefði í rauninni verið hlaðið af föðurbróður hans frá Vigdísarvöllum skömmu eftir aldarmótin 1900 vegna þess að fé þeirra Vígdísarvallamanna hefði tíðum leitað í fjöruna og þeir þá átt í erfiðleikum með að reka það hina löngu leið til baka. Því hafi skútinn verið hafður þarna til skjóls.

Selatangar

Fjárskjól í Katlahrauni.