Við göngustíg bak við Þverholt 1 í Mosfellsbæ er upplýsingaskilti um “Reykjaveituna“, auk nokkra metra af leifum hans:
“Jarðhoti í Mosfellsbæ er einkum á tveimur lághitasvæðum, í Mosfellsdal og Reykjahverfi. Á Suður-Reykjum var íbúðarhús hitað upp með hveravatni í fyrsta skipti á Íslandi, árið 1908. Þar var einnig fyrsta upphitaða gróðurhús landsins reist, árið 1923.
Með vaxandi þéttbýli í Reykjavík á 20. öld jókst orkuþörfin og möguleikar voru kannaðir til að leita heitt vatn úr Mosfellssveit til borgarinnar. Hitaveituhjólin tóku að snúast árið 1933 þegar bormenn Íslands tóku til óspilltra málanna í Reykjahverfi og næstu 15 árin voru boraðar þar rúmlega 40 holur sem voru 135-721 metrar á dýpt með um 85 gráðu heitu vatni.
Á áttunda áratugnum vann Hitaveita Reykjavíkur að stórvirkum borunarframkvæmdum í Reykjahverfi. Urðu holurnar dýpri og á annað hundrað áður en yfir lauk. vatnsmagnið sjöfaldaðist og var nauðsynlegt að leggja nýjan hitaveitustokk til Reykjavíkur sem leysti þann gamla af hólmi.”