Færslur

Lambhúsatjörn

Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar (1726-1768), en hann fór í rannsóknarferðir um Ísland með Bjarna Pálssyni, síðar landlækni, á árunum 1752-1757, fjallar hann um óvenjulegan sandstein: “En utan á berglag þetta hefir hlaðizt, vegna þess að sjór hefir skolazt um það, svo að það er venjulega ekki talið vera hraun.
Lambhusatjorn-21Sérstaklega mikið er af steintegund einni af þessu tæi í vík nokkurri milli Bessastaða og Garða á Álftanesi. Á meðan við dvöldumst við rannsóknir á Íslandi, átti að nota steintegund þessa í múra amtmannsstofunnar á Bessastöðum. Kölluðu menn þetta sandstein, en kvörtuðu þó undan því, að hann væri óvenjulega harður. Annars er hann fallegur og endingargóður til húsagerðar. Við könnuðum þetta og komumst að raun um, að steinn þessi, sem er grár að lit og harðara tilbrigði hans dálítið dekkra, hafði orðið fyrir áhrifum af hægum jarðeldi, bæði heil lög hans og einstakir hlutar. Áhrif þessi voru mismunandi mikil, þannig að sums staðar var steinninn aðeins gegnbakaður, en á öðrum stöðum var hann allur með fíngerðum, jafnstórum holum, líkt og beztu afbrigði Rínarsteinsins, og var þessi holótti steinn dökkur að lit. Þriðja tilbrigðið er eins konar millistig þessara tveggja. Það heldur gráa litnum, en er holótt, en það sést þó ekki, nema vel sé að gætt. Lakasta tilbrigðið er svart með stórum holum, líkt og grófustu hraunin og áðurnefndir sjávarklettar, sem ofan á því liggja. Garðahraun er hér rétt hjá.”

Heimild:
-Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, bls. 199.

Bessastaðir

Bessastaðir og Lambhús – túnakort frá 1919.