Tag Archive for: Selstígur

Vífilsstaðasel

Árið 2007 skrifaði Ómar Smári Ármannsson BA-ritgerð í fornleifafræði við Háskóla Íslands um „Sel og selstöður á Reykjanesskaganum„.
Viðfangsefni ritgerðarinnar var að safna heimildum um sel og selstöður á landssvæði fyrrum lanadnáms Ingólfs; frá vesturhlíðum Esju út að Reykjanestá, vestast á Reykjanesskaganum, bera þær saman,  kanna fjölda þeirra, leita þær uppi og merkja inn á uppdrátt, lýsa gerð mannvirkja í seljum á svæðinu og jafnframt að reyna að ákvarða aldur þeirra út frá heimildunum, einkum Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árinu 17032 svo og helstu útlitseinkennum.

Sel - tilgátuhús

Sel – tilgátuhús

Selin og selminjar, sem fjallað er um í ritgerðinni, eru ein tegund sérstakra búskaparminja á afmörkuðu svæði. Ritheimildirnar eru notaðar til að fá vísbendingar um aldur og staðsetningu seljanna. Minjarnar voru leitaðar uppi eftir heimildunum, örnefndum og eldra fólks minni, og reynt að meta hugsanlegar breytingar í gerð þeirra eftir aldri. Við leitina, sem stóð í u.þ.b. 6 ár, voru uppgötvuð sel og líklegar selminjar, sem hvergi er getið um í heimildum. Upplýsingar fengnar á vettvangi hafa hjálpað til við að skýra skráðar heimildir og bæta við þær sem fyrir voru. Auk þess hefur með  vinnunni fengist nokkuð heildstæð mynd af þessari tegund búskaparminja á landssvæðinu.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

Upplýsingarnar voru færðar inn á skrá gpsstaðsetningarhnitum. Skráin  fylgir ritgerðinni. Byrjað er á að lýsa tilteknum seljum á Reykjanesskaganum og tilheyrandi mannvirkjum, staðsetningu, gerð og ástandi eins og það var í byrjun 21. aldar. Bornar eru saman upplýsingar úr Jarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar árið 1703 um þekkt sel og reynt verður að ráða í aldur þeirra með hliðsjón af ummerkjum á vettvangi og skráðum heimildum. Einnig er reynt að áætla hvenær seljabúskapur lagðist af á svæðinu og af hvaða ástæðum.

Höfundur telur líklegt að í öllu landnámi Ingólfs megi finna leifar eftir tæplega 400 sel og/eða selstöður – á svæðinu í vestur frá Botnsá,  Ölfusvatni og Ölfusárósum að Reykjanestá.

Selsvellir

Uppdráttur af selminjunum á Selsvöllum – uppdráttur ÓSÁ.

Á þessu svæði, vestan Esjuhlíða, fundust heimildir, vísbendingar og ummerki á 152 stöðum er geymt geta selminjar. Í Jarðabókinni 1703 er þetta svæðið sem skilgreint er sem Grindavíkurhreppur, Hafnahreppur, Rosmhvalaneshreppur, Vatnsleysu-strandarhreppur, Álftaneshreppur, Seltjarnarneshreppur, Mosfellssveit og Kjalarneshreppur í Gullbringu- og Kjósarsýslu, auk Ölves (Ölfuss) og Selvogs í Árnessýslu. Selin geta hafa verið í notkun frá fyrstu tíð landnáms hér á landi fram til aldamótanna 1900. Þau spanna því u.þ.b. 1000 ára tímabil í búskaparsögu svæðisins. Einungis eitt sel hefur verið rannsakað og aldursgreint.  Skoðuð verða lítillega skrif Hitzlers4 um sel hér á landi, einkum þau sem hægt er að heimfæra upp á seljabúskap á Reykjanesskaganum, en hafa ber í huga að Hitzler skoðaði þau sel ekki sérstaklega. Einnig verður tekið mið af skrifum Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um sel, umfjöllun Guðrúnar Ólafsdóttur um Grindavíkurselin og Sesselju Guðmundsdóttur um Vatnsleysustrandarselin.

Seljagerðir

Þróun selja – Hér má sjá hvernig húsakostur í seljum á Reykjanesskaganum hefur þróast í gegnum tíðina, allt frá kúaseljum í fjársel. Elstu húsin voru einföld, lítil og óregluleg; tóku mið af landfræðilegum aðstæðum, en breyttust smám saman yfir í reglulegri og heilstæðari þrískiptar byggingar: eldhús, búr og baðstofu. Svo virðist sem byggingarlagið hafi tekið að nokkru leyti mið af  gerð bæjarbygginga á hverjum tíma og þróun þeirra. 

Ekki verður komist hjá því að fjalla lítillega um skilgreiningar á selminjunum sem fornleifar með hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum. Selminjar hafa bæði sögulegt gildi og eru áþreifanlegur vitnisburður um lífshætti og atvinnu fólks á svæðinu um aldir. Uppdrættir af minjum og minjasvæðum og ljósmyndir eru eftir höfundinn. Tilgangurinn með hvorutveggja er fyrst og fremst sá að reyna að fá yfirsýn um selminjarnar á hverjum stað, útlit þeirra og ástand. Teknar hafa verið 17.000 ljósmyndir og gerðir 100 uppdrættir af einstökum minjum eða minjasvæðum á Reykjanesskaganum.  Í ritgerðinni er ýmist fjallað um sel eða selstöður. Skilgreiningin er sú að með seli er átt við staðinn þar sem selstaðan var. Á einum stað getur hafa verið selstaða frá fleiri en einum bæ, s.s. í Knarrarnesseli (3 selstöður), Gjáseli (3 selstöður), á Selsvöllum (6 selstöður), í Selgjá (11 selstöður) og Auðnaseli (3 selstöður).

Selvogsheiði

Selvogsheiði – minjar. Uppdráttur ÓSÁ.

Í yfirliti um sel og selstöður í VI. kafla er listi yfir selin í númeraröð og í viðauka aftast fylgir heildarlisti yfir selin í stafrófsröð. Í þeim lista koma fram staðsetningar m.v. Jarðabókina 1703, hvort þau hafi fundist, hnit einstakra selja og hvaða bæ það tilheyrði skv. heimildum. Listinn, líkt og yfirlitið, gefur jafnframt upplýsingar um hvort tiltekið sel hafi verið þekkt, að önnur selstaða hafi verið á sama stað, selið hafi eyðst af völdum náttúrunnar eða verið eytt af mannavöldum eða vafi geti leikið á að um sel hafi verið að ræða.  Jafnframt er tiltekið ef sel gæti hafa verið kolasel og hvaða sel urðu loks að bæjum. Seljaorðalisti fylgir aftan við heimildarskrána, en í honum er hægt að sjá hvar fjallað er um einstök sel í ritgerðinni. Í viðauka fylgir ritgerðinni kort af svæðinu þar sem öll selin vestan Esju eru merkt inn á með viðkomandi númeri.

Viðfangsefni ritgerðarinnar er að safna heimildum um sel og selstöður á landssvæðinu frá vesturhlíðum Esju út að Reykjanestá, vestast á Reykjanesskaganum, bera þær saman,  kanna fjölda þeirra, leita þær uppi og merkja inn á uppdrátt, lýsa gerð mannvirkja í seljum á svæðinu og jafnframt að reyna að ákvarða aldur þeirra út frá heimildunum, einkum Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árinu 17032 svo og helstu útlitseinkennum.  Selin og selminjar, sem fjallað er um í ritgerðinni, eru ein tegund búskaparminja á afmörkuðu svæði. Ritheimildirnar eru notaðar til að fá vísbendingar um aldur og staðsetningu seljanna. Skráðar heimildir voru um þriðjung seljanna, þriðjungur fannst eftir munnlegum heimildum fólks er þekkti til á sérhverjum stað og þriðjungur fannst við leitir, annað hvort vegna vísbendandi örnefna, s.s. Sellækur, Selholt og Selhæðir, eða líklegra staðsetninga m.t.t. búskaparhátta fyrrum.

Selsstígur

Dæmigerður selsstígur.

Minjarnar voru leitaðar uppi eftir heimildunum og reynt að meta hugsanlegar breytingar í gerð þeirra eftir aldri. Við leitina, sem stóð í u.þ.b. 6 ár, voru uppgötvuð sel og líklegar selminjar, sem ekki er getið um í heimildum. Upplýsingar fengnar á vettvangi hafa hjálpað til við að skýra skráðar heimildir og bæta við þær sem fyrir voru. Auk þess hefur með  vinnunni fengist nokkuð heildstæð mynd af þessari tegund búskaparminja á landssvæðinu. Upplýsingarnar voru færðar inn á skrá gpsstaðsetningarhnitum. Skráin  fylgir ritgerðinni. Byrjað verður á því að lýsa seljum á Reykjanesskaganum og tilheyrandi mannvirkjum, staðsetningu, gerð og ástandi eins og það var í byrjun 21. aldar. Bornar eru saman upplýsingar úr Jarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar árið 1703 um þekkt sel og reynt verður að ráða í aldur þeirra með hliðsjón af ummerkjum á vettvangi og skráðum heimildum. Einnig verður reynt að áætla hvenær seljabúskapur lagðist af á svæðinu og af hvaða ástæðum.

Bjarnastaðasel

Bjarnastaðaból – uppdráttur ÓSÁ.

Höfundur telur líklegt að í öllu umfjölluðu landnámi Ingólfs megi finna leifar eftir fleirri en 400 sel og/eða selstöður – þ.e. á svæðinu í vestur frá Botnsá,  Ölfusvatni og Ölfusárósum að Reykjanestá. Flestar höfðu þær þegar verið staðfestar áður en ritgerðin var samin. Á þessu svæði, vestan Esjuhlíða, fundust heimildir, vísbendingar og ummerki um sel og selstöður hins vegar á 152 stöðum. Í Jarðabókinni 1703 er þetta svæðið sem skilgreint er sem Grindavíkurhreppur, Hafnahreppur, Rosmhvalaneshreppur, Vatnsleysustrandarhreppur, Álftaneshreppur, Seltjarnarneshreppur, Mosfellssveit og Kjalarneshreppur í Gullbringu- og Kjósarsýslu, auk Ölves (Ölfuss) og Selvogs í Árnessýslu. Selin geta hafa verið í notkun frá fyrstu tíð landnáms hér á landi fram til aldamótanna 1900. Þau spanna því u.þ.b. 1000 ára tímabil í búskaparsögu svæðisins. Einungis eitt sel hefur verið rannsakað og aldursgreint.

Baðsvallasel

Baðsvallasel – uppdráttur ÓSÁ.

Skoðuð verða lítillega skrif Hitzlers um sel hér á landi, einkum þau sem hægt er að heimfæra upp á seljabúskap á Reykjanesskaganum, en hafa ber í huga að Hitzler skoðaði þau sel ekki sérstaklega. Einnig verður tekið mið af skrifum Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um sel, umfjöllun Guðrúnar Ólafsdóttur um Grindavíkurselin og Sesselju Guðmundsdóttur um Vatnsleysustrandarselin.  Ekki verður komist hjá því að fjalla lítillega um skilgreiningar á selminjunum sem fornleifar með hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum. Selminjar hafa bæði sögulegt gildi og eru áþreifanlegur vitnisburður um lífshætti og atvinnu fólks á svæðinu um aldir. Uppdrættir af minjum og minjasvæðum og ljósmyndir eru eftir höfundinn. Tilgangurinn með hvorutveggja er fyrst og fremst sá að reyna að fá yfirsýn um selminjarnar á hverjum stað, útlit þeirra og ástand. Teknar hafa verið 17.000 ljósmyndir og gerðir u.þ.b. 200 uppdrættir af einstökum minjum eða minjasvæðum á Reykjanesskaganum.

Reykjanesskagi

Spákonuvatn, Sesseljupollur og Keilir á Reykjanesskaga.

Í ritgerðinni er ýmist fjallað um sel eða selstöður. Skilgreiningin er sú að með seli er átt við staðinn þar sem selstaðan var. Á einum stað getur hafa verið selstaða frá fleiri en einum bæ, s.s. í Knarrarnesseli (3 selstöður), Gjáseli (3 selstöður), á Selsvöllum (6 selstöður), í Selgjá (11 selstöður),  og Auðnaseli (3 selstöður). Í yfirliti um sel og selstöður í VI. kafla er listi yfir selin í númeraröð og í viðauka aftast fylgir heildarlisti yfir selin í stafrófsröð. Í þeim lista koma fram staðsetningar m.v. Jarðabókina 1703, hvort þau hafi fundist, hnit einstakra selja og hvaða bæ það tilheyrði skv. heimildum.

Sogasel

Sogasel í Sogaselsgíg – Uppdráttur ÓSÁ.

Listinn, líkt og yfirlitið, gefur jafnframt upplýsingar um hvort tiltekið sel hafi verið þekkt, að önnur selstaða hafi verið á sama stað, selið hafi eyðst af völdum náttúrunnar eða verið eytt af mannavöldum eða vafi geti leikið á að um sel hafi verið að ræða. Jafnframt er tiltekið ef sel gæti hafa verið annars konar nytjastaður en til fjár og kúa, s.s. til kola-, fugla- refa, sem og hvaða sel urðu síðar að bæjum. Seljaorðalisti fylgir aftan við heimildarskrána, en í honum er hægt að sjá hvar fjallað er um einstök sel í ritgerðinni. Í viðauka fylgir ritgerðinni kort af svæðinu þar sem öll selin eru merkt inn á með viðkomandi númeri.
Hér má sjá ritgerðina – file:///D:/My%20Passport/Myndir%20-%20afrit/Sel%20vestan%20Esju%20-%20BA-ritgerd/Sel%20og%20selstodur-OmarSmariArmannsson-laest.pdf

Hér má sjá yfirlit yfir þekkt sel og selstöður á Reykjanesskaganum – fyrrum lannámi Ingólfs –

SEL Á REYKJANESI Fjöldi Fundið Staðsetn. GPS
Arasel (Arahnúksel) – 5 tóttir -stekkur 2 x Vatnslstr.
Auðnasel – Höfðasel – Breiðagerðissel 1 x Vatnslstr.
Árbæjarsel (heimasel) 1 x Selás
Ártúnssel 1 x Blikdal
Ásláksstaðasel 1 x v/Knarranessel
Ássel – (Ófriðarstaðasel) 1 x Hvaleyrarv.
Baðsvallasel – Járngerðarstaðarsel 3 x Þorbj.fell/Hagafell
Bakkasel (Sogasel) 1 x Sogagíg
Bakkárholtssel 1 x Reykjafelli/Ölfusi
Bessastaðasel (Viðeyjarsel) 1 x Lækjarbotnum
Bessastaðasel 1 x Bessastaðanesi
Bíldfellssel 1 x Grafningur
Blikdalssel 9 – efsta norðanv. 1 x Blikdal
Bjarnastaðasel (Götusel) 4 x Strandarh.
Blikastaðasel 1 x Stardal
Botnasel 1 x Seldal/Grafn.
Bótasel (Herdísarvíkursel) 1 x Herdísarv.hraun
Brautarholtssel 1 x Blikdal
Breiðabólstaðasel I 1 x Ölfusi
Breiðabólstaðasel II 1 x Ölfusi
Breiðagerðissel v/Auðnasel 1 x v/Auðnasel
Brennisel 1 x Óttastaðlandi
Brennisel neðra 1 x Óttastaðlandi
Bringnasel? 1 x Mosfellssveit
Brunnastaðasel 3 x Vatnslstr.
Brúsastaðasel 1 x Selfjalli
Búrfellsgjá I 2 x Garðar
Búrfellsgjá II 1 x Garðar
Búrfellsgjá III 1 x Garðar
Býjasel* 1 x Miðnesh.
Bæjarskerssel – Stekkur* 0 x ofan Bæjarskerja
Dalssel – Járngerðarstaðir 1 x Fagradalsfj.
Dyljáarsel 1 x Eilífsdal
Eiðissel 1 x Geldinganesi
Eimuból 1 x Strandarh.
Elliðakot (kúasel/skáli/fjós) 1 x Kópavogi
Esjubergssel (Móasel) 1 x Leirvogsá
Eyjasel 1 x Eyjar
Fellsendasel? 1 x Þrívörðuhrygg
Fífuhvammssel (Kópavogssel) 1 x Selshrygg
Flekkudalssel I 1 x Flekkudal
Flekkudalssel II 1 x Flekkudal
Flekkuvíkursel 3 x Vatnslstr.
Fornasel (Jónssel) 1 x Almenningum
Fornasel 2 – 3 tóttir 2 x Vatnslstr.
Fornusel – nyrðri 1 x Vatnslstr.
Fornusel – Sýrholti – syðri 1 x Vatnslstr.
Fornasel – Þingvöllum 1 x Þingvellir
Fossársel 1 x Fossárdal
Fremrihálsarsel (Sauðafellss/Möngut.) 1 x Fremrihálsi
Fuglavíkursel (Norðurkot?) 1 x Miðnesh.
Fuglavíkursel II (Fuglavíkurstekkur) 1 x Miðnesh.
Garðaflatir (sjá Garðasel) 1 x Garðar
Gamlasel 1 x Ölvisv./Grafn.
Garðasel (sjá Garðaflatir) 1 x Garðaflöt
Garðastekkur (heimasel) 1 x Garðar
Geldingatjarnarsel 1 x Geldingatjörn
Geldingatjarnarsel? 1 x Geldingatjörn
Gjásel 8 x Vatnslstr.
Gjásel (Lambhagasel) 1 x Almenningum
Gljúfursel 1 x Seldal
Grafarsel 1 x na/Rauðavatns
Gufudalssel (Reykjasel) 1 x Gufudal
Gufunessel I ? 1 x Stardal
Gvendarsel 1 x Undirhlíðum
Gvendarsel 1 x Litlahrauni
Götusel (Bjarnastaðasel) 1 x Selvogi
Götusel? 1 x Selvogi
Hamarskotssel 1 x Sléttuhl.
Hamrasel 1 x Þingvallahreppi
Hamrasel? 1 x Þingvallahreppi
Hafnasel I 1 x Seljavogi
Hafnasel II 1 x Seljavogi
Hálsasel 1 x Seldal
Hálssel 1 x Sauðafelli
Hásteinssel efra 1 x Hásteinar
Hásteinssel neðra 1 x Hásteinar
Heiðarbæjarsel 1 x Heiðarbæ/Grafn.
Helgadalssel (-rétt/-stekkur/-stöðull) 1 x Torfdal/Mosf.sveit
Helgadalssel? 1 x Helgadal
Helgafellssel (gamli bærinn)? 1 x Stardal
Helgusel (Mosfellssel II) 2 x Bringum
Herdísarvíkursel (Bótasel) 1 x Seljabót
Herdísarv.sel (heimasel/stekkur) 1 x Herdísarvík
Herjólfsstaðasel 1 Mela-Seljadal
Hlíðarendasel 2 x Geitafell
Hlíðarhúsasel (Öskjuhlíð – efra) 1 x Öskjuhlíð
Hlíðarsel 1 x Selvogsheiði
Hlöðunessel (gamla) 1 x Vatnslstr.
Hofsel (Gamla Hofsel) 1 x Blikdal
Holusel 1 x Blikdal
Hólasel 1 x Vatnslstr.
Hópssel 1 x Selshálsi
Hópssel II 1 x Krýsuvík
Hjallasel neðra 1 x Selbrekkum
Hjallasel efra 1 x Sellautum
Hjarðarnessel 1 x Blikdal
Hnúkasel? (skúti – tóftir) 1 x Hnúkum
Hraðastaðasel (Helgusel?) 1 Í heimalandi
Hraunsholtssel # 1 x Flatahrauni
Hraunssel – Hraun Ölfusi 1 x Lönguhlíð
Hraunssel eldra – 1 tótt 1 x Núpshl.
Hraunssel eldri – Hraun Grv. – 3 tóttir 3 x Núpshl.
Hraunssel (heimasel) 1 x Borgarhrauni
Hrísbrúarsel (Litla-Mosfellssel) 1 x Mosfell
Hrísbrúarsel (Litla-Mosfellssel) 1 x Mosfell
Hrísbrúarsel II í hvammi? 1 x Mosfell
Hurðabakssel 1 x Meðalfelli
Húshólmasel (Krýsuvíkursel IV) 1 x Krýsuvík
Hvaleyrarsel I 1 x Hvaleyrarv.
Hvaleyrarsel II 1 x Hvaleyrarv.
Hvaleyrarsel III 1 x Seldal
Hvalesnessel 2 x Hvalsnesi
Hvassahraunssel – 2 tóttir 1 x Vatnslstr.
Hækingsdalssel (6415816-2121729) 1 x Selsvellir
Hækingsdalur (heimasel) 1 x Borgin
Höfðasel -v/Auðnasel 1 x v/Auðnasel
Ingunnarstaðasel (Þórunnarsel) 1 x Inngunnarstöðum
Ingveldarsel 1 x Úlfljótsvatn/Villing.
Innra-Njarðvíkursel* 1 x Seltjörn
Írafellsel 1 x Svínadal
Ísólfsskálasel 1 x Fagradalsfj.
Jófríðastaðasel? (Ássel) 1 x Hvaleyrarv.
Jónssel 1 x Seljabrekku
Jórusel (Nes)1 1 x Grafningur
Kaldárhöfðasel I 1 x Grafningur
Kaldárhöfðasel II 1 x Grafningur
Kaldársel 1 x Kaldárseli
Kaldársel II – fjárskjól 1 x Kaldárseli
Kaldranasel (Krýsuvíkursel VI)? 1 x Hvammar
Kaldranasel (Krýsuvíkursel VI)? 1 x Litla-Nýjab.hv.
Kárastaðasel 1 x Selgili
Keldnasel (Gufunessel fyrrum) 1 x Sólheimatjörn
Kirkjuvogssel 4 x Höfnum
Kjalarnessel (Nessel) 1 x Blikdal
Kleifarsel 1 x Nesi/Grafningi
Klængsel 1 x Nesi/Grafningi
Knarrarnessel 3 x Vatnslstr.
Kolasel 1 x Óttastaðlandi
Kolhólasel (Vatnsleysusel) 2 x Kálfatjarnarlandi
Korpúlfsstaðasel ? 1 x Stardal
Kópavogssel (Fífuhvammssel) 1 x Kópavogi
Krossel 1 x Hveragerði
Krókssel 1 x Súlufelli
Krýssel? 1 x Austurhlíð
Krýsuvíkursel I (Selöldusel) 1 x Selöldu
Krýsuvíkursel II (Sogasel) 1 x Sogagíg
Krýsuvíkursel III (Seltúnssel) 1 x Seltúni
Krýsuvíkursel IV 1 x Húshólma
Krýsuvíkursel V 1 x Vigdísarvellir
Krýsuvíkursel VI (Kaldranasel) 1 x Litla-N.b.hvammi
Krýsuvíkursel VII (Kringlumýri/kúasel) 1 x Krýsuvík
Kvíguvogasel (fjós) 1 x Vogum
Lambastaðasel 1 x Selfjalli
Lambhagasel ? 1 x Stardal
Lambhagasel (Gjásel) 1 x Almenningum
Lágafellssel 1 x (Stardal) Fóelluv.
Litlalandssel – skúti 1 x Ölfusi
Litlasel (Fornasel – Landakot) 1 x Vatnslstr.
Litlasel # 1 x Selvatn
Litli-Botn 1 x Hvalfirði
Litli-Botn II 1 x Selá
Lónakotssel – Eyðikot – Kolbeinskot 3 x Vatnslstr.
Markúsarsel 1 x Leirtjörn
Meðalfellssel 1 x Meðalfelli
Melabergssel (a/Melab.vatn – heimas) 1 x Melaberg
Melasel (Melakotssel) 1 x Melaseljadal
Merkinessel – eldra (Miðsel) 1 x Höfnum
Merkinessel – yngra 1 x Höfnum
Miðdalssel I ? 1 x Eilífsdal/Selmýri
Miðdalssel II ? 1 x Eilífsdal/Selmýri
Minna-Mosfellssel 1 x Skeggjastaðir
Minna-Mosfellssel (heimasel í Kýrgili) 1 x Mosfellssveit
Miðsel (Merkinessel eldra) 1 x Höfnum
Mosfellssel I 1 x Illaklif
Mosfellssel II (Helgusel) 1 x Bringur
Mosfellssel III ((Minna)-Mosfell) 1 x na/Mosfells
Móasel (Esjubergssel) 1 x Þríhnúkum
Mógilsáarsel (nátthagi/gerði) 1 x Mógilsá
Mýrarholtssel 1 x Blikdal
Múlasel / Skorhagasel 1 x Brynjudal
Múlasel / Múla (Hafnhoolar) 1 x Stardal
Möðruvallasel I 1 x Trönudal
Möðruvallasel II 1 x Svínadal
Möngusel 1 x Höfnum
Naglastaðasel (Hvammssel) 1 x Hvammslandi
Narfakotssel 1 x Innri-Njarðvík
Neðra-Hálssel 1 x Kjós
Nessel /Snjóthússel) 1 x Selvogi
Nessel 1 x Seljadal
Njarðvíkursel I* 1 x Seltjörn
Njarðvíkursel II 1 x Selbrekkum
Norður-Reykjasel (Helgadalssel?) 1 x Innri-Skammadal
Núpasel (Saurbæjarsel) 1 x Urðarásatjörn
Núpasel 1 x Seldal
Nýjabæjarsel (Krýsuvík) 1 x Seljamýri
Nýjasel – 2 tóttir 1 x Vatnslstr.
Nýjasel 1 x Krókur/Grafn.
Nærsel (Seljadalssel I) 1 x Seljadal
Oddafellssel nyrðra – Minni-Vatnsl. 1 x Oddafelli
Oddafellssel syðra – Minni Vatnsl. 1 x Oddafelli
Ófriðarstaðarsel – (Ássel) 1 x Hvaleyrarv.
Ólafarsel 1 x Strandarh.
Óttastaðasel 2 x Vatnslstr.
Rauðshellissel 1 x Helgadal
Rauðhólssel – Stóra-Vatnsleysa 1 x Rauðhól
Rauðhólasel (Elliðavatn) 1 x Rauðhólar
Reykjavíkursel #*21 1 x Rvík
(Reykja) Víkursel 1 x Selvatn
Reynivallasel 1 x Seljadal
Rósasel 1 x Keflavík
Sandhafnarsel (heimasel/stekkur) 1 x Sandh./Höfnum
Sandssel 2 x Eyjadal
Sauðafellssel (Hálsasel)? 1 x Sauðafelli
Sauðahúsasel 1 x Hækingslandi
Saurbæjarsel 1 x Blikdal
Saurbæjarsel (sjá Öxnalækjarsel) 1 x Seldal/Ölfusi
Sámsstaðir (sel?) 1 x Stardal
Sel í Búrfellsgjá – Garðasel 2 x Búrfellsgj.
Sel í Selgjá 11 x Selgjá
Sel v/Stampa – Kalmanstjarnarsel # 1 x Höfnum/horfið
Seljadalssel I (Nærsel) 1 x n/Seljadalsár
Seljadalssel II 1 x Seljadal
Seljadalssel III 1 x Seljadal
Seljadalssel IV 1 x Þormóðsstaðir
Seljadalssel V 1 x Þormóðsstaðir
Seljadalssel VI 1 x Seljadal vestan
Seljadalssel VII 1 x Seljadal
Selkot (sel frá Stíflisdal – kot) 1 x Þingvallasveit
Selsvallasel – austara – Staður 1 x Núpshl.
Selsvallasel – vestari – Húsatóttir 3 x Núpshl.
Selsvallasel v/Geitafells 1 x Réttargjá
Seltúnssel – (sjá Krýsuvíkursel III) 1 x Krýsuvík
Seltúnssel II 1 x Krýsuvík
Selöldusel – (sjá Krýsuvíkursel II) 1 x Selalda
Setbergssel 1 x Sléttuhl.
Setbergssel – eldra 1 x Urriðakoti
Skálabrekkusel 1 x Selgili
Skeggjastaðasel? 1 x Stardal
Skrauthólasel (Þerneyjarsel) 1 x Hrafnhólum
Smalasel 1 x Rosmhvalanesi
Snorrastaðasel 1 x Snorrast.tj.
Snjóthússel (Nessel) 1 x Selvogi
Sogasel – Kálfatjörn (Bakkasel) 3 x Trölladyngju
Sogasel ytra 1 x Trölladyngju
Sognasel 1 x Seldal / Ölfusi
Sognsel – Sogni í Kjós 1 x v/Fossá – Sandftjörn
Staðarsel 3 x Strandarh.
Staðarsel I 1 x Strandarh.
Staðarsel II 1 x Strandarh.
Staðarsel III (sunnar / fjárskjól) 1 x Strandarh.
Staðarsel IV (sunnar) 1 x Strandarh.
Staðarsel V (sunnar /hlaðinn gangur) 1 x Strandarh.
Stafnessel 1 x Ósum
Stafnessel II (hóll vestan gamla skjól.) 3 x Miðnesheiði
Stafnessel III (heimasel ofan Gálga) 1 x Miðnesheiði
Stafnessel IV (vestan í Djúpavogi) 1 x Djúpavogi
Stafnessel V (klettaborg á flugv.sv.) 1 x Miðnesheiði
Stakkavíkursel eldra 1 x Herdísarv.fjall
Stakkavíkursel yngra 1 x Herdísarv.fjall
Stórasel # 1 x Selvatn
Stóri-Botn 1 x Sellæk
Strandarsel 1 x Selvogsheiði
Straumssel 1 x Almenningum
Suður-Reykjasel 1 x Selbrekkum
Tindstaðasel 1 x Tindstaðir
Urriðakot (kúasel/skáli/fjós) Hofsst. 1 x Garðabær
Úlfarsársel (nátthagi/gerði) 1 x Úlfará – á mörk.
Úlfljótsvatnssel 1 x Selflötum/Grafn.
Valdastaðasel (Grímsts.) Bollastöðum 1 x Kjós
Vallasel 1 x Nesi /Grafningi
Vallasel I – Lækjum 1 x Hveragerði
Vallasel II 1 x Hveragerði
Varmársel 1 x Leirvogsá
Vatnsleysusel ? (Kolhólasel ?) 1 x Vatnslstr.
Viðeyjarsel – Örfirisey.sel (Bessast.sel) 1 x Selfjalli
Viðeyjarsel II – Fóelluvötnum 1 x SV/Lyklafells
Vigdísarvellir – Þórkötlustaðir 1 x Vigd.vellir
Villingavatnssel 1 x Seldal/Grafn.
Vindássel 1 x Strandarh.
Vindássel (Reynivallasel) 1 x Seljadal
Vindássel – Sandfellstjörn 1 x Sandfellstjörn
Vífilstaðasel 3 x Vífilst.hlíð
Víkursel? (Öskjuhlíð – neðra) 1 x Undirhlíðum
Víkursel 1 x Selvatn
Vogasel eldri – 2 tóttir 1 x Vatnslstr.
Vogasel yngri – 3 tóttir – stekkur 3 x Vatnslstr.
Vogsósasel (Stekkurinn) 1 x a/við Hlíðarvatn
Vogsósasel 1 x Selvogsheiði
Vorsabæjarsel 1 x Hveragerði
Þerneyjarsel (Skrauthólasel) 1 x Leirvogsá
Þingvallasel (Sigurðarsel) 1 x Þingvallahrauni
Þingvallasel II (Hrauntún) 1 x Hrauntúni
Þingvallasel II (Selhólar) 1 x Selhólum
Þingvallasel III (Stekkjargjá) 1 x Þingvellir
Þingvallasel IV (Stekkjargjá-kolasel)? 1 x Þingvellir
Þorkelsgerðissel 2 x Selvogsheiði
Þorkötlustaðasel 1 x Vigdísarvellir
Þorlákshafnarsel – Hafnarsel 1 x Votaberg
Þóroddsstaðasel (heimasel) 1 x Þoroddsstaðir
Þórunnarsel (Ingunnarstaðasel) 1 x Brynjudal
Þórusel? 1 x Vatnslstr.
Þórustaðasel 1 x Vatnslstr.
Þrándarstaðasel 1 x Þrándarstöðum
Þurársel? 1 x Þurárhrauni v/Selás
Þurársel – heimasel 1 x Stekkurinn
Örfiriseyjarsel 1 x Lækjarbotnum
Öxnalækjarsel (sjá Saurbæjarsel) 1 x Kömbunum
# eyðilagt í seinni tíð eða horfið
0 norðan
# Blikdalur 1 norðan 2 sel?
2 norðan
3 sunnan
4 sunnan
5 sunnan
6 norðan
7 sunnan – bær?
8 sunnan
9 norðan – efst
Vantar inn á eitt sel norðan Brynjudalsár – gegnt Inngunarstaðaseli.
Blikdalur 2012:
Saurbæjarsel 1 Saurbær
Fjós Saurbær
Saurbæjarsel 2 Hof (Hofselin fornu)
Saurbæjarsel 3 Nes
Brautarholtssel 1 Holusel
Brautarholtssel 2 Brautarh.ssel
Brautarholtssel 3 Hjarðarnes
Brautarholtssel 4 Mýrarholt (Mýrarhús)
Brautarholtssel 5 Ártún
Stardalur: Gufunessel
Helgafellssel
Korpúlfsstaðasel
Lambhagasel
Lágafellssel
Blikastaðasel
Þerneyjarsel***
Varmársel
Múlasel* Sámsstaðir*
Skrauthólasel***
Esjubergssel**
Móasel**
# Blikdalur 1 norðan 2 sel?
2 norðan
3 sunnan
4 sunnan
5 sunnan
6 norðan
7 sunnan – bær?
8 sunnan
Vantar inn á eitt sel norðan Brynjudalsár – gegnt Inngunarstaðaseli.
Stardalur: Gufunessel
Helgafellssel
Korpúlfsstaðasel
Lambhagasel
Lágafellssel
Blikastaðasel
Þerneyjarsel***
Varmársel
Múlasel* Sámsstaðir*
Reykjavíkursel #*21 Reykjavíkursel „Ánanaustum“ Nestjörn