Tag Archive for: selstöður

Óttarsstaðasel

Efitt er að finna ritaðar lýsingar á verklagi því er viðhaft var í seljum á Reykjanesi. Tiltækar lýsingar eru þó í flestu samhljóða. Þótt víst megi telja að verklagið hafi tekið einhverjum breytingum í gegnum aldirnar má því eins víst vera að það hafi þó lítið breyst í grundvallaratriðum.

Dyljáarsel

Í Dyljárseli í Eilífsdal.

Til að gefa einhverja innsýn í verklagið er vitnað hér í grein Ólafs Þ. Kristjánssonar, fyrrverandi skólastjóra Flensborgarskóla og kennara höfundar, sem hann ritaði árið 1978 í Ársrit Sögufélags Ísfirðinga um selsbúskap í Holtaseli í Önundarfirði, og í handriti Sigurlínu Sigtryggsdóttur, Æsustöðum í Eyjafirði, er nefnist “Upp til selja”.
Ólafur virðist hafa leitað eftir og safnað fróðleik um verklag í seljum, “en það er með Holtasel eins og fleiri sel á landinu að næsta lítið er vitað um hvernig vinnubrögðum þar var háttað og yfirleitt hvernig selið var hagnýtt”. Hann skrifaði þó eftirfarandi eftir Ágústi Guðmundssyni, bónda á Sæbóli á Ingjaldssandi, það sem hann hafði eftir móður sinni, Guðrúnu Sakaríasdóttur (hún var í Holti um 1870) um Holtasel: “2-3 stúlkur voru í selinu að jafnaði. Kýrnar voru mjólkaðar fyrst, og var það oftast búið þegar féð kom. Ein stúlkan fór að öllum jafnaði þegar búið var að mjólka kýrnar og ærnar fyrri mjölt til þess að setja mjólkina, en hinar mjólkuðu eftirmjölt. Smérið var flutt heim í krókum, en skyrið einu sinni í viku í strokkum. Drukkurinn var fluttur heim í tvíbytnum að vetrinum, dreginn á sleða”.

Gljúfursel

Gljúfursel.

Þorkell Guðmundsson, heimildamaður Ólafs lýsir selsbúskapnum svo: “Eftir fráfærur voru ærnar reknar fram í Holtasel. Yfirleitt var ekki setið hjá ánum nema kannski einn dag, heldur var þeim smalað allan fráfærutímann. Eftir mjaltir kvölds og morgna voru þær reknar fram á Heiðará á Mjóadal. Ekki er bema 7-8 mínútna gangur frá selinu fram að Heiðará eða tæplega það….”. Smalinn var vakinn kl. 3-4 á nóttunni til smalamennskunnar og einnig var farið að smala um svipað leyti, kl. 3-4, að degi til. Smalinn hélt alltaf til í selinu.

Litla-Botnssel

Litla-Botnssel – tilgáta.

Venjulega voru 3 stúlkur í selinu, selráðskonan og 2 mjaltakonur. Selráðskonan annaðist matseld og mjólkina, renndi trogum og sá um smjörgerðina, en undanrennan var daglega flutt heim að Holti í tveimur 80 marka (40 lítra) kútum og þar var skyrið búið til. Dallur með dagssmjörinu var reiddur ofan á milli á hestunum.
Selkonurnar fóru oft heim að Holti á daginn til þess að þurrka og raka þegar svo stóð á, en voru alltaf í selinu yfir nóttina.

Í sláttarlok flutti svo fólkið úr selinu heim að Holti og tók ærnar með sér. Eftir þann tíma munu þær ekki hafa verið mjólkaðar nema einu sinni á dag. Kýr voru aldrei hafðar í selinu á æskuárum Þorkels”.

Esjubergssel

Esjubergssel / Móasel – uppdráttur ÓSÁ.

Sigurlína lýsir Hvassafellsseli og segir “mislangt í hinum ýmsu byggðarlögum síðan búsmali í seljum lagðist af. Hann hafi varað einna lengst í Eyjafirði. Fyrsta verk í selinu var að sópa og hreinsa hátt og lágt og þvo og sjóða öll ílát. Hvassafellssel var hlaðið að mestu úr grjóti. Var það baðstofa, búr og eldhús, mjólkurbúr og skyrbúr… Voru um 120-140 ær í kvíum. Í selinu voru líka 4-5 kýr. Lágu þær úti, en voru mjólkaðar á kvíabóli. Tvær stúlkur mjólkuðu kvíærnar og kýrnar og gerðu skyr og smjör úr mjólkinni. Var flutt heim úr selinu þrisvar í viku á þremur hestum í hvert sinn. Sóttu vinnumennirnir í Hvassafelli fram í selið og komu með þurrt sauðatað á hestunum til eldiviðar.

Hraunssel

Hraunssel.

Venjulega stóð seltíminn yfir í mánuð til fimm vikur. Var oft glatt á hjalla í seljunum, þó mikið væri að gera. Var oft um helgar, þegar gestkvæmt var, slegið í leiki úti á sléttum velli og jafnvel glímt af konum sem körlum, því að á þeim tímum voru sumar stúlkur svo leiknar í glímum, að piltarnir máttu vara sig. Þegar komið var heim með mjólkurföngin úr selinu, var skyrið látið í stór keröld eða sái, en smjörinu drepið í hálftunnur og hvort tveggja geymt til vetrar, það sem gekk af daglegri notkun.

Arasel

Ara(hnúka)sel – tilgáta.

Mjög þótti það áríðandi að hafa trúa og ötula selsmala. Ærnar máttu helst ekki missa máls, en svo var það kallað, er vantaði af ánum til að mjalta. En nú eru kvíarnar og selin hrunin og fólkið horfið þaðan. Flest ungt fólk elst nú upp við léttari og betri lífsskilyrði, sem betur fer, en áður þekktist”.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – uppdráttur ÓSÁ.

Hópssel

Árið 2007 ritaði einn FERLIRsfélaga BA-ritgerð í fornleifafræði við HÍ; „Sel vestan Esju„… Í inngangi ritgerðarinnar segir: „Viðfangsefni ritgerðarinnar er að safna heimildum um sel og selstöður á landssvæðinu frá vesturhlíðum Esju út að Reykjanestá, vestast á Reykjanesskaganum, bera þær saman, kanna fjölda þeirra, leita þær uppi og merkja inn á uppdrátt, lýsa gerð mannvirkja í seljum á svæðinu og jafnframt að reyna að ákvarða aldur þeirra út frá heimildunum, einkum Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árinu 1703  svo og helstu útlitseinkennum.

Selin og selminjar á svæðinu eru fornleifar – ein tegund  búskaparminja á afmörkuðu svæði. Ritheimildirnar eru notaðar til að fá vísbendingar um aldur og staðsetningu seljanna. Minjarnar voru leitaðar uppi eftir heimildunum og reynt að meta hugsanlegar breytingar í gerð þeirra eftir aldri. Við leitina, sem stóð samfellt í 6 ár, voru uppgötvuð sel og líklegar selminjar, sem ekki er getið um í heimildum. [Hafa ber í huga að engir launaðir fornleifafræðingar hafa reynt að afla allra þessara upplýsinga og það þrátt fyrir lögbundið hlutverk Fornleifaverndar ríkisins.] Upplýsingar fengnar á vettvangi hafa hjálpað til við að skýra skráðar heimildir og bæta við þær sem fyrir voru. Auk þess hefur með  vinnunni fengist nokkuð heildstæð mynd af þessari tegund búskaparminja á landssvæðinu. Upplýsingarnar voru færðar inn á skrá með gps-staðsetningarhnitum og kort. Hvorutveggja fylgir ritgerðinni.“

Blikdalur

Sel í Blikdal.

Að hans sögn er nú (2008) vitað um 400 selstöður í öllu fyrrum landnámi Ingólfs (þ.m.t. austan Esju). Einungis þremur selstöðum hefur verið spillt með framkvæmdum. Þrátt fyrir yfirferðina hefur reynst erfitt að ákvarða aldur einstakra selminja, enda verðu það ekki gert nema með nákvæmari rannsókn á vettvangi, t.d. með uppgreftri. Með fullri virðingu fyrir öðrum má segja að hvergi hefur verið safnað á einn stað jafn miklum upplýsingum um viðfangsefnið á einn stað, sem hér má sjá. Efnisinnihaldið er eftirfarandi:
Efnisyfirlit

I.     Inngangur  
       1.1.    Þakkir fyrir veitta aðstoð
1.2.    Aðdragandi
       1.3.    Upplýsingaöflun, vangaveltur og vettvangsskoðun
       1.4.    Heimildir
       1.4.1. Ritaðar heimildir
       1.4.2. Munnlegar heimildir
       1.4.3. Vettvangsheimildir
1.5.    Kort
       1.6.    Fjöldi selja
       1.7.    Horfin sel
       1.8.    Leitir
       1.9.    Annað

II.   Ákvæði                                                                                          
       2.1.    Friðslýsingaskrá
       2.2.    Sel og beitarhús
III.   Mannvirkin                                                                                  
3.1.    Hús – megingerð
3.2.    Réttir
3.3.    Fjárskjól
       3.4.    Fjárborg – fjárbyrgi
       3.5.    Nátthagi
       3.6.    Stekkur – kví
       3.7.    Brunnur – vatnsstæði
       3.8.    Gerði – garður
       3.9.    Selsstígur – selsgata
       3.10.  Smalabyrgi
       3.11.  Selsvarða
IV.  Svæðið                                                                                         
       4.1.    Staðhættir
V.    Selin og selstöðurnar – staðsetningar                                    
5.1. Grindavíkur hreppur.
1.                        Krýsuvíkursel I (Selöldu).
Krýsuvíkursel II (Sogasel).                                                                 
2.                        Krýsuvíkursel III  (Seltúni).
3.                        Krýsuvíkursel IV? (Húshólma).
Krýsuvíkursel V (Vigdísarv./Þorkötlust).                                            
4.                        Krýsuvíkursel VI (Kaldranasel).
5.                        Krýsuvíkursel VII?(Litlahraun/Gvendarhellir).
6, 7 og 8.              Krýsuvíkursel VIII, IX og X? (Staðarsel I,II og III).
9.                        Ísólfsskálasel?
10 og 11.              Hraunssel (eldra og yngra).
12.                       Krýsuvíkursel V (Vigdísarvellir/Þorkötlustaðasel).
13.                       Hópssel
14.                       Baðsvallasel.
15.                       Dalssel.
16.                       Selsvallasel – vestari
17.                       Selsvallasel – austari.
5.2. Hafnahreppur.                                                                              
18.                       Sel við Stampa (Gálmatjörn).
19.                       Merkines eldra (Miðsel).
20.                       Merkinessel yngra.
21.                       Möngusel.
22.                       Kirkjuvogur.
5.3. Rosmhvalaneshreppur.                                                              
23.                       Stafnessel.
24 og 25               Hvalsnessel.
26.                       Fuglavíkursel.
27.                       Ró[sa]sel.
5.4.  Vatnsleysustrandarhreppur.                                                       
28.                       Narfakotssel.
29.                       Innra-Njarðvíkursel.
30 og 31.              Vogasel I (Vogasel eldri og Vogaselin yngri).
32.                       Vogasel III (Nýjasel).
33.                       Vogasel IV (Þórusel ).
34.                       Vogasel V (Snorrastaðasel).
35.                       Vogasel VI (Arasel /Arahnúksel).
36.                       Vogasel VII (Gjásel).
37.                       Hólssel (Hólasel).
19.                       Minni-Vogar.
38.                       Brunnastaðasel.
39.                       Hlöðunessel.
40.                       Ásláksstaðasel.
41 og 42.              Knarrarnessel.
43.                       Auðnasel.
44.                       Höfðasel.
45.                       Breiðagerðissel.
46.                       Fornasel (Litlasel).
47.                       Þórustaðasel?
48 og 49.              Fornusel (nyrðri og syðri).
50, 51 og 52.         Sogasel (Krýsuv.sel II), Sogasel ytra og Bakkasel.
53.                       Flekkuvíkursel.
54 og 55.              Oddafellssel (nyrðra og syðra)
56.                       Rauðhólssel.
57.                       Kolhólasel (Vatnsleysusel).
58.                       Hvassahraunssel.
5.5. Álftaneshreppur.                                                                      
59.                       Lónakotssel.
60 og 61.              Eiðiskotssel og Kolbeinskotssel.
62.                       Óttarsstaðasel.
63 og 64.              Brennisel og Kolasel.
65.                       Straumssel.
66.                       Fornasel (Jónssel).
67.                       Gjásel (Lambhagasel).
68.                       Hvaleyrarsel.
69 og 70.              Ássel og Ófriðarstaðasel.
71.                       Hamarskotssel.
72.                       Setbergssel.
73.                       Kaldársel.
74.                       Rauðshellissel?
75.                       Helgadalssel?
76.                       Garðaflatir?
77.                       Gvendarsel.
78                       Sandhússel.
79.                       Hliðssel.
80.                       Selskarðssel.
81.                       Mölshússel.
82.                       Brekkusel.
83.                       Svalbarðssel.
84.                       Sviðholtssel.
85.                       Deild.
86.                       Breiðabólstaðarsel.
87.                       Vífilstaðir.
88.                       Hraunsholtssel.
89.                       Urriðakotssel.
5.6. Seltjarnarnesshreppur.                                                         
90.                       Lambastaðasel.
91.                       Nessel.
92.                       Nærsel.
93 og 94.              Seljadalssel II? og Seljadalssel III?
95.                       Örfiriseyjarsel.
96.                       Víkursel.
97 og 98.              Stórasel  og Litlasel.
99.                       Öskjuhlíðarsel (Hlíðarhúsasel /Víkursel).
100.                     Fífuhvammurssel.
101.                     Breiðholtssel.
5.7. Mosfellssveit.                                                                         
102.                     Grafarsel.
103.                     Keldnasel.
104.                     Gufunessel.
105.                     Viðeyjarsel (Bessastaðasel?).
106.                     Korpúlfsstaðasel.
107.                     Blikastaðasel.
108.                     Suðurreykjasel.
109.                     Úlfarsfellssel?
110.                     Lágafellssel.
111.                     Varmársel.
112.                     Helgafellssel.
113.                     Hraðastaðasel.
114.                     Æsustaðasel?
115.                     Helgadalssel.
116.                     Minna-Mosfellssel (Markúsarsel/Leirtjarnarsel).
117.                     Mosfellssel I (Helgusel).
118.                     Mosfellssel II (Illaklifssel).
119.                     Mosfellssel III.
120.                     Jónssel.
121.                     Hrísbrúarsel.
5.8. Kjalarneshreppur.                                                                  
122.                     Þerneyjarsel.                                                    
123.                     Sámsstaðir (sel?).
124.                     Lambhagasel.
125.                     Grafarsel.
126.                     Mógilsáarsel.
127.                     Esjubergssel.
128.                     Móasel.
129.                     Skrauthólasel.
  5.9. Selvogur.
130.                     Hnúkasel?
131.                     Snjóthússel.
132.                     Nessel.
133.                     Bjarnastaðaból.
134.                     Götusel.
135.                     Þorkelsgerðisból.
136.                     Eimuból.
137.                     Ólafarsel.
138.                     Vindássel.
139.                     Strandarsel.
140.                     Vogsósasel.
141. og 142.          Stakkavíkursel (eldra og yngra).
143. og 144.          Herdísarvíkursel og Bótarsel.
145.                     Hlíðarsel.
5.10. Ölfus 
146.                     Hraunsel.
147.                     Hlíðarendasel.
148.                     Litlalandssel.
149.                     Breiðabólstaður
150.                     Hjallasel.
151.                     Núpasel.
152.                     Þorlákshafnarsel (Hafnarsel).
5.11.         Tölfræðileg samantekt
VI.      Yfirlit um sel og selstöður á Reykjanesskaga – vestan
          Esju.                                                                               
6.1. Yfirlitið

VII. Selin og selstöðurnar – fjöldi                                         
       7.1. Landakort
       7.2. Skrif Egons Hitzlers o.fl. um sel
       7.3. Tegundir selja
VIII. Selin og selstöðurnar – gerð og einkenni                       

IX.  Selin og selstöðurnar – aldur                                            

       9.1. Gullbringu og Kjósarsýsla – fjallskil

X.    Selin og selstöðurnar – endalok                                       


XI.  
Niðurlag                                                                      

Heimildir
Nafnaskrá
Viðauki

I. Inngangur

Viðfangsefni ritgerðarinnar er að safna heimildum um sel og selstöður á landssvæðinu frá vesturhlíðum Esju út að Reykjanestá, vestast á Reykjanesskaganum, bera þær saman,  kanna fjölda þeirra, leita þær uppi og merkja inn á uppdrátt, lýsa gerð mannvirkja í seljum á svæðinu og jafnframt að reyna að ákvarða aldur þeirra út frá heimildunum, einkum Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árinu 1703 svo og helstu útlitseinkennum.

Uppdráttur af Hraunsseli

Hraunssel.

Selin og selminjar, sem fjallað er um í ritgerðinni, eru ein tegund búskaparminja á afmörkuðu svæði. Ritheimildirnar eru notaðar til að fá vísbendingar um aldur og staðsetningu seljanna. Minjarnar voru leitað-ar uppi eftir heimildunum og reynt að meta hugsanlegar breytingar í gerð þeirra eftir aldri. Við leitina, sem stóð í u.þ.b. 6 ár, voru uppgötvuð sel og líklegar selminjar, sem ekki er getið um í heimildum. Upplýsingar fengnar á vettvangi hafa hjálpað til við að skýra skráðar heimildir og bæta við þær sem fyrir voru. Auk þess hefur með  vinnunni fengist nokkuð heildstæð mynd af þessari tegund búskaparminja á landssvæðinu. Upplýsingarnar voru færðar inn á skrá gps-staðsetningarhnitum. Skráin  fylgir ritgerðinni.
Byrjað verður á því að lýsa seljum á Reykjanesskaganum og tilheyrandi mannvirkjum, staðsetningu, gerð og ástandi eins og það var í byrjun 21. aldar. Bornar eru saman upplýsingar úr Jarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar árið 1703 um þekkt sel og reynt verður að ráða í aldur þeirra með hliðsjón af ummerkjum á vettvangi og skráðum heimildum. Einnig verður reynt að áætla hvenær seljabúskapur lagðist af á svæðinu og af hvaða ástæðum.
Höfundur telur líklegt að í öllu landnámi Ingólfs megi finna leifar eftir tæplega 400 sel og/eða selstöður – á svæðinu í vestur frá Botnsá,  Ölfusvatni og Ölfusárósum að Reykjanestá. Á þessu svæði, vestan Esjuhlíða, fundust heimildir, vísbendingar og ummerki á 152 stöðum er geymt geta selminjar. Í Jarðabókinni 1703 er þetta svæðið sem skilgreint er sem Grindavíkurhreppur, Hafnahreppur, Rosmhvalaneshreppur, Vatnsleysu-strandarhreppur, Álftaneshreppur, Seltjarnarneshreppur, Mosfellssveit og Kjalarneshreppur í Gullbringu- og Kjósarsýslu, auk Ölves (Ölfuss) og Selvogs í Árnessýslu. Selin geta hafa verið í notkun frá fyrstu tíð landnáms hér á landi fram til aldamótanna 1900. Þau spanna því u.þ.b. 1000 ára tímabil í búskaparsögu svæðisins. Einungis eitt sel hefur verið rannsakað og aldursgreint.
Skoðuð verða lítillega skrif Hitzlers um sel hér á landi, einkum þau sem hægt er að heimfæra upp á seljabúskap á Reykjanesskaganum, en hafa ber í huga að Hitzler skoðaði þau sel ekki sérstaklega. Einnig verður tekið mið af skrifum Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um sel, umfjöllun Guðrúnar Ólafsdóttur um Grindavíkurselin og Sesselju Guðmundsdóttur um Vatnsleysustrandarselin.

Selsstígur

Straumsselsstígur.

Ekki verður komist hjá því að fjalla lítillega um skilgreiningar á selminjunum sem fornleifar með hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum. Selminjar hafa bæði sögulegt gildi og eru áþreifanlegur vitnisburður um lífshætti og atvinnu fólks á svæðinu um aldir.
Uppdrættir af minjum og minjasvæðum og ljósmyndir eru eftir höfundinn. Tilgangurinn með hvorutveggja er fyrst og fremst sá að reyna að fá yfirsýn um selminjarnar á hverjum stað, útlit þeirra og ástand. Teknar hafa verið 17.000 ljósmyndir og gerðir 100 uppdrættir af einstökum minjum eða minjasvæðum á Reykjanesskaganum.
Í ritgerðinni er ýmist fjallað um sel eða selstöður. Skilgreiningin er sú að með seli er átt við staðinn þar sem selstaðan var. Á einum stað getur hafa verið selstaða frá fleiri en einum bæ, s.s. í Knarrarnesseli (3 selstöður), Gjáseli (3 selstöður), á Selsvöllum (6 selstöður), í Selgjá (11 selstöður), og Auðnaseli (3 selstöður). Í yfirliti um sel og selstöður í VI. kafla er listi yfir selin í númeraröð og í viðauka aftast fylgir heildarlisti yfir selin í stafrófsröð. Í þeim lista koma fram staðsetningar m.v. Jarðabókina 1703, hvort þau hafi fundist, hnit einstakra selja og hvaða bæ það tilheyrði skv. heimildum. Listinn, líkt og yfirlitið, gefur jafnframt upplýsingar um hvort tiltekið sel hafi verið þekkt, að önnur selstaða hafi verið á sama stað, selið hafi eyðst af völdum náttúrunnar eða verið eytt af mannavöldum eða vafi geti leikið á að um sel hafi verið að ræða. Jafnframt er tiltekið ef sel gæti hafa verið kolasel og hvaða sel urðu að bæjum. Framangreint er bæði skýrt með litum og táknum.
Seljaorðalisti fylgir aftan við heimildarskrána, en í honum er hægt að sjá hvar fjallað er um einstök sel í ritgerðinni. Í viðauka fylgir ritgerðinni kort af svæðinu þar sem öll selin eru merkt inn á með viðkomandi númeri, auk hnitsetninga.

Sel vestan Esju

(Ritgerðina er hægt að panta, en hafa ber í huga að hún er alls 98 MB að stærð sbr. hlutfallslegan prentunarkostnað (sem reyndar er lítill miðað við alla vinnuna).

Hraunssel

Á vefsíðunni „Wikipedia.org“ er fjallað um sel hér á landi. Vitnað er í bók Birnu Lárusdóttur, „Mannvist“ (2011).

Sel

Sel á Reykjanesskaga – yfirlit 2022.

FERLIRSfélagar hafa löngum leitað uppi sel á Reykjanesskaganum, í fyrrum landnámi Ingólfs. Samantekt á fjölda seljanna telur nú 407 slík. Selin hafa jöfnum höndum fundist með vísan í skriflegar heimildir, við leitir á þekktum örnefnastöðum, eftir fróðra manna/kvenna lýsingum og á göngum um líklegar selstöðuslóðir. Í flestum seljum á svæðinu eru þrjú hús; baðstofa, búr og eldhús, stekkur, vatnsból eða lækur, varða, nátthagi, smalabyrgi, fjárskjól og að sjálfsögðu stígur að og frá aðstöðunni. Sumsstaðar er um þyrpingu selja að ræða. Heimasel, sem voru nálægt bæjum, höfðu önnur einkenni, þ.e. einungis stekk við vatnsból sem og skjól. Selshúsin voru yfirleit í skjóli vestan undir hlíð, hól, hamravegg eða hæð til að losna við álag fyrir vindum og regni austanáttarinnar.
Fleiri en ein selstaða gat verið frá sama bæ, allt upp í fjórar, á mismunandi stöðum. Jafnan voru selin á ystu mörkum bæjanna líkt og jarðeigandinn vildi með því undirstrika eingnarhald sitt á landssvæðinu. Þá voru selstöður hafðar í skiptum, þ.e. bóndi fékk útræði eða önnur hlunnindi frá öðrum í staðinn fyrir selstöðu i eigin landi.
Þótt selin á Reykjanesskaganum virðast lík að uppbyggingu og gerð má bæði sjá mun á þeim m.t.t. mismunandi aldurs og landshluta. Þannig eru selin í nyrðri fjalla- og heiðarhlutanum ólík þeim í suðurhlutanum þar sem hraunin réðu mestu um gerð og staðsetningu. Hraunin nýttust t.d. betur til nýtingar fjárskjóla og nátthaga, auk þess erfiða var þar um vatnsöflun.
Sel voru einning nýtt til annarra hluta, s.s. til kolagerðar, fugla- og eggjatekju, heyöflunar og og móskurðar. Þó eru þó tiltölulega fá á Skaganum.

„Sel voru hús sem voru nýtt til seljabúskapar á Íslandi og víðar um Evrópu, einkum í fjallendi. Á Íslandi var seljabúskapur stundaður frá landnámi fram á 19. öld en var á undanhaldi snemma á 18. öld eða jafnvel fyrr. Í seljabúskap fólst það að mjólkandi skepnur, aðallega ær en í einhverjum tilvikum kýr, voru reknar í sel snemma sumars og hafðar á beit þar yfir sumarmánuðina.

Fólk af bænum, gjarnan vinnukonur ásamt smala, höfðust við í selinu á meðan og hirtu um skepnurnar. Sel voru gjarnan fjarri bæjunum, t.d. í afskekktum fjalladölum, og nýttu þannig beitiland sem annars hefði verið óaðgengilegt; þannig voru selin eins konar árstíðabundin útibú bæjanna.

Einkenni selja
Samkvæmt ritheimildum var dæmigert að sel skiptust í þrjá hluta: íveruhús, búr og mjólkurhús. Utandyra voru yfirleitt kvíar skammt frá, afgirt svæði þar sem hægt var að mjólka skepnurnar. Seljarústir sem rannsakaðar hafa verið af fornleifafræðingum staðfesta þetta að nokkru leyti, því algengt er að rústirnar skiptist í þrjú hólf. Í tíunda hluta rústanna er þó aðeins eitt hólf en í sumum geta verið fleiri en tíu. Sel hafa því verið nokkuð breytileg að stærð, væntanlega eftir efnum bæjanna, fjölda vinnufólks eða annarra staðbundinna þátta.

Uppgreftir
Aðeins einn uppgröftur hefur farið fram á rústum sem teljast hafa verið sel: Pálstóftir við Kárahnjúka, en uppgröfturinn fór fram áður en svæðinu var sökkt í Hálslón vegna virkjunarframkvæmda við Kárahnjúka. Selið hafði verið í notkun á tímabilinu 950-1070 og samanstóð af einni þrískiptri rúst og annari stakri, auk einhvers konar fjárrétta fyrir utan. Regluleg áfokslög milli gólflaga bentu til að selið hafi (eðlilega) aðeins verið í notkun árstíðabundið. Einnig fundust merki þess að íbúar selsins hafi stundað veiðar á fuglum, jafnvel til að safna vetrarbirgðum. Þó er ólíklegt að selið hafi í raun aðeins verið veiðikofi því þar fundust einnig ýmis konar áhöld, myntir og skartgripir sem höfðu verið smíðaðir á staðnum, en þetta bendir til langtímadvalar á staðnum.

Fleiri líklegar selrústir hafa verið rannsakaðar að einhverju marki, t.d. Hólasel í Eyjafirði og fjórar selrústir í Mývatnssveit: Arnarvatnssel, Gautlandasel, Sellandasel og Sandvatnssel, auk tveggja selja í Kjarardal, Borgarfirði, sem heyrðu undir Reykholt. Aldursgreining á þessum rústum bendir til að selin hafi verið byggð fyrir 1300.

Dreifing
Ritheimildir, t.d. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, benda til að sel hafi verið mjög misalgeng eftir landshlutum, t.d. hafi meira en helmingur bæja í Dalasýslu haft sel en aðeins 8% í Rangárvallasýslu. Þessi munur kemur hins vegar ekki heim og saman við könnun fornleifa og örnefni, en örnefni tengd seljum eru algeng um allt land. Rétt eins og sel virðast hafa verið breytileg að gerð og stærð, er einnig mjög misjafnt hversu langt þau eru staðsett frá þeim bæjum sem þau heyrðu undir. T.d. er sel við Laxamýri í S-Þingeyjarsýslu aðeins 1 km frá bænum en Garðar og Innri Hólmur á Akranesi áttu sel í allt að 30 km fjarlægð.

Hnignun

Selsmatsselja

Selsmatsselja.

Fornleifafræðingum er ekki að fullu ljóst hvers vegna seljabúskapur lagðist af á Íslandi á 18.-19. öld. Mögulegir þættir sem bent hefur verið á er t.d. fólksfækkun vegna stórubólu, sem gekk yfir landið 1707-1709; eða það að fráfærur lögðust af á sama tíma, samfara aukinni kjötframleiðslu. Undir lok 18. aldar þótti ýmsum sýnilega miður að seljabúskapurinn væri að leggjast af og reyndu að halda á lofti kostum hans í riti.“

Af 407 seljum á Reykjanesskaganum hafa einungis 5 verið eyðilögð; öll vegna misskilnings eða vanþekkingar. Mikilvægt er að gæta vel að varðveislu þessara minja, sem hafa verið fylgifiskar búsetu allt frá því að land byggðist. Þótt margir hafi komið að rannsóknum á seljabúskap hér á landi eru mörgu enn ólokið í þeim efnum.

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/Sel

Litla-Botnssel

Litla-Botnssel.

Selsvellir

Á Selsvöllum undir Núpshlíðarhálsi eru fjölmargar selsminjar Grindvíkinga í gegnum tíðina. Þarlendir og Vogamenn greindi á um eignarhaldið, en klerkar Grindvíkinga virðast haft betur á meðan var.

Sel á vestanverðum Selsvöllum.

Selstöður Grindvíkinga voru á seinni öldum undir Selsvallafjalli. Enn í dag má sjá þar leifar húsa og stekkja. Selsvallalækurinn, sem skapaði vellina í gegnum aldirnar, líður enn sprækur niður með tóftunum.
Svo virðist sem Grindavíkurbændur hafi horfið frá Selsvöllunum um tíma og komið sér upp öðrum selstöðum víðs vegar annars staðar. Þannig hafa Þórkötlustaðabændur t.d. fengið selstöðu í Krýsuvíkurlandi sunnan Bæjarfells í skiptum fyrir útræði. Þarna varð heimafell Vigdísarvalla, síðar hjáleiga frá Krýsuvík.

Baðsvellir

Selstaða á Baðsvöllum.

Járngerðarstaðabændur unnu sér nýja selstöðu á Baðsvöllum norðan Þorbjarnarfells og Hóp kom sér upp selstöðu á ystu mörkum heimalandsins undir Selhálsi. Ísólfsskáli hafði heimasel í Borgarhrauni sunnan Einbúa og Hraun kom sér síðar upp selstöðu undir Núpshlíðarhálsi, sunnan Selsvalla. Líklegt má telja að það hafi verið um sama leiti og Grindavíkurbændur sóttu á ný inn á Vellina með selsbúskapinn, en að þessu sinni við hraunkantinn vestan við hina gömlu selstöðu.

Selsvellir

Selsvellir – sel Grindvíkinga; uppdráttur ÓSÁ.

Virðast þeir hafa leitt Selsvallalækinn inn að hinum nýju selstöðum. Bendir það til að þá hafi kýr verið hafðar í seljunum þeim. Selin þarna eru miklu mun stærri og verklegri en þau eldri austar. Ekki er óraunhæft að ætla að bændur hinna þriggja hverfa, er Grindvíkingar byggðu upp á þeim tíma, hafi komið sér saman um selsöðurnar á vestanverðum Selsvöllunum á þeim tíma.
Selstígurinn frá og að Selsvöllum liggur frá Sandfelli inn á Vellina.
Hraunselið hefur jafnan verið orðað við landaeign Ísólfsskála, en virðist hafa verið látið í frið í góðri sátt með þeim nágrönnum.
Í dag eru selsminjarnar á Selsvöllum einar þær merkustu hér á landi. Sjá MYNDIR.

Selsvellir

Selstaða á Selsvöllum.

Tag Archive for: selstöður