Tag Archive for: Setbergshellir

Smyrkabúðahraun

Gengið var um Setbergssel austur með norðurjaðri Smyrlabúðarhrauns að Markasteini.
Eftir að hafa Tverhlidarvardaskoðað þann merkisstein var gengið upp á Syðra-Tjarnholt og síðan til baka að Setbergsselshelli (Setbergshelli/-Selhelli).

Í örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Setberg segir m.a. um þetta svæði: „Úr Gráhellu liggur [marka]línan í Setbergssel. Selvogsgatan liggur áfram suður frá Svínholti að Setbergshlíð, ýmist við hlíðina eða út á hrauninu, þar til kemur að Háanefi innst á hlíðinni, og héðan liggur gatan í selið. Þessi staður er reyndar einnig kallaður Kethellir, Kershellir og Kjöthellir.
Landamerkjalínan liggur í Markavörðu á Selhellinum, því undir vörðunni er þessi hellir, og honum mun hafa verið skipt milli Setbergs og Hamarskots. Ketshellirinn liggur örlítið hærra. Hér er líka að finna seljarústir og selgerði, og meira er hér um rústir.
Ketshellir er jarðfall, átta metrar að ummáli, nær hringlaga. Hann er stór og rúmgóður, hátt undir loft. Austur og upp úr honum Selshellirer afhellir, nefnist hann síðan um 1910 Hvatshellir. En landamerkjalínan milli Setbergslands og upplands Garðakirkju lá úr hellunum norðaustur eftir Smyrla-búðarhraunsbarmi, norður í Markasteininn á Tjarnholtinu syðsta.“

Í örnefnalýsingu Svans Pálssonar fyrir þennan hluta Setbergslands segir: „Suðaustan Kúadals er aflöng hæð frá norðaustri til suðvesturs, Þverhlíð. Á suðvesturenda Þverhlíðar er svokallað Háanef. Austur af Þverhlíð er Syðsta-Tjarnholt, öðru nafni Fremsta-Tjarnholt, en syðst á því er stór klettur með grasþúfu uppi á. Það er Markasteinn og er á mörkum Setbergs, Urriðakots og Garðakirkjulands. Í Markasteini átti að búa huldufólk og taldi amma mín, Sigurbjörg Jónsdóttir, sig einu sinni hafa heyrt þar strokkhljóð, þegar hún var unglingur. Suðvesturhlíð Sandahlíðar, Kúadalshæðar og Þverhlíðar heitir einu nafni Setbergshlið. Hraunið þar suðvestur af heitir Gráhelluhraun og dregur nafn af stórum kletti í hrauninu, Gráhellu, sem reyndar er alls ekki hellulaga. Milli hraunsins, Lækjarbotnahrauns og Gráhelluhrauns, og hlíðanna, Svínholts og Setbergshlíðar, liggur Selvogsgata. Hún liggur frá Hafnarfirði, Selvogsgötu, austur í Selvog.
MarkasteinnSuður af Þverhlíð er talsverður halli á hrauninu og liggur Selvogsgatan yfir það þar. Í þessari hraunbrekku eru tveir hellar. Hægt er að ganga í gegnum nyrðri (neðri) hell-inn og er hleðsla inni í honum. Sunnan við hellinn er varða, hlaðin úr hraungrýti og þétt með steypu. Umhverfis þann helli er meiri gróður en annars staðar í nágrenninu. Líklegast þykir mér, að þetta sé sá hellir, sem kallaður var Selhellir, og hann heiti einnig Kethellir. Gróðurfar gæti bent til þess, að þar hafi verið sel, en það mun hafa verið við Selhelli. Einnig benda girðingaleifar og það, hve vönduð varðan við neðri hellinn er, til þess, að hann sé talinn vera á landamörkum, en Kethellir á einmitt að vera á mörkum. Syðri hellirinn er í kvos eða keri og veit opið móti austri. Á vesturbarmi kersins yfir hellinum er stór og stæðileg varða. Sá hellir tel ég, að sé Kershellir, því að hann er í eins konar keri. Rétt er að geta þess, að mönnum ber ekki saman um hvernig þessi þrjú hellanöfn tengjast þessum tveimur hellum.

Markasteinn

Markasteinn – huldufólssteinn á mörkum Urriðakots.

Í örnefnalýsingu Svans Pálssonar fyrir Urriðakotsland segir um þetta svæði: „Suðsuðvestur af neðri enda Selgjár er holt vestan við Urriðakotshraun. Nefnist það Syðsta-Tjarnholt. Syðst á holtinu er stór klettur með grasþúfu uppi á. Hann nefnist Markasteinn og er á mörkum Urriðakots, Garðakirkjulands og Setbergs.“
Næsta viðfangsefni verður að rekja framangreindan Kúadalastíg.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir:
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Setberg.
-Örnefnalýsing Svans Pálssonar fyrir Setberg.
-Örnefnalýsing Svans Pálssonar fyrir Urriðakot.

Setbergsselshellir

Í Setbergshelli.

Hvatshellir

Að sögn Friðþófs Einarssonar, bónda á Setbergi, er Kershellir nafnið á fyrrum selshelli Setbergsmanna.

Setberg

Setberg – fjárhústóft í Fjárhúsholti.

Að sögn móður hans, Elísabetar Reykdal, notaði afi Friðþjófs, Jóhannes Reykdal, hellinn sem fjárhús eftir aldarmótin 1900 uns hann byggði hús undir féð uppi á Húsatúni þar skammt frá. Þegar hætt var að nota Húsatúnsfjárhúsið var féð fært í nýrra hús í Fjárhúsholti, skammt austan við bæinn á Setbergi. Ofan við Kershelli er Hvatshellir í stóru jarðfalli. Hann opnaðist í jarðskjálfta á 19. öld. Nafnið Kershellir hefur í seinni tíð færst yfir á Hvatshelli.
Kershellir, sem er á landamerkjum, er tvískiptur; nyrðri helmingur hans tilheyrði Setbergi og sá syðri Hamarskoti.

Kershellir

Kershellir.

Hvatshellir gengur innan af og austur úr niðurfalli sunnan Suðurhlíðar milli Setbergshlíðar og Slétturhlíðar og er stór varða á vesturbrún þess. Um töluverða hvelfingur er að ræða, um 50 metra langa, 10 metra breiða og um tveggja metra háa. Eftir að komið er niður í hellinn sjást göng upp með niðurfallinu. Þar er afhellir álíka langur og aðalhellirinn, en þrengri. Heildarlengd hellisins er um 100 metrar. Hellirinn fannst sumarið 1906 og varð forsíðufrétt í blaðinu Þjóðhvelli (1906), en þar segir:

Setbergssel

Setbergssel – uppdráttur ÓSÁ.

„Fjórir piltar, ungir og röskir: Helgi Jónasson, Matthías Ólafsson, Sigurbjörn Þorkelsson (allir þrír starfsmenn Edinborgarverslunar hér í bænum) og Skafti Davíðsson trésmiður, höfðu myndað með sér félag í vor, er heitir Hvatur, í því augnamiði, að temja sér göngulag og styrkja með því líkamann. Hafa þeir því á sunnudögum gengið upp í landið til að njóta fríska loftsins og fegurðar náttúrunnar. Í einum slíkum leiðangri fyrir skömmu, fundu þeir hellir einn uppi í Hafnarfjarðarhrauni, stóran og fallegan – miklu stærri en helli þann í Þingvallahrauni, er kenndur er við enska manninn, Hall Caine, af því að hann fann hann ekki.-

Hleðsla í Setbergsselsfjárhelli / Kershelli

Setbergsfjæárhellir / Hamarkotsfjárhellir.

Þennan nýfundna hellir hafa piltarnir skírt Hvatshelli, eftir félagi sínu, og var vel til fundið. – Lengd hellis þessa, frá enda í enda, kvað vera 300 fet; afhellar eru margir út úr aðalhellinum, hver inn af öðrum, og kvað innsti hellirinn vera þeirra lang-fallegastur. Hvelfing hans er t.d. snilldarvel löguð. Merki þess þykjast menn sjá, að menn hafi komið í hellir þennan áður fyrir löngu.
Árangur af þessari ferð piltanna hefur orðið merkilegur mjög, og hlýtur að vera þeim og öðrum til gleði, – eiga þeir þökk skilið fyrir fundinn. – Að minnsta kosti hefði slíkur fundur sem þessi þótt matur hér í Víkinni, hefði finnandinn verið einhver nafnkenndur útlendingur eða Lord eða eitthvað því um líkt og verið innundir hjá ritstjóranum.“
Ketshellir

Í Setbergsfjárhelli /Hamarkotsfjárhelli.

Heimild m.a.:
-Friðþjófur Einarsson, bóndi á Setbergi.