Tag Archive for: Sigurjón Pétursson Magnús Grímsson

Mosfellsbær

Hér á eftir verður fjallað um helstu minnismerkin í Mosfellsbæ:

Gosminning

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki um gosið í Vestmannaeyjum 1973.

Varði þessi er reistur sem þakklætisvottur fyrir mikla hjálp finnsku þjóðarinnar við uppbyggingu Vestmannaeyja eftir gosið á Heimaey 1973.
Uhro Kekkonen forseti Finnlands afhjúpaði hann í ágúst 1977.

Minnisvarðinn stendur innst í botnlanga í götunni Arnartanga í Mosfellsbæ.

UMF Afturelding
Ungmennafélagið Afturelding

Á þessum stað var Ungmennafélagið Afturelding stofnað 11. apríl 1909.

Stofnfundurinn fór fram í húsi Lestrarfélags Lágafellssóknar að lokinni páskamessu í Lágafellskirkju.

Mosfellsbær lét gera 11. apríl 2009.

Mosfellsbær

Mosfellsbær, Minnisvarði um stofnun Aftureldingar.

Minnisvarðinn stendur við Lágafellskirkju.

Í „Mosfellingi“ 2009 segir: „Mosfellsbær lét reisa minnisvarða á þeim stað sem Afturelding var stofnuð. Minnismerki afhjúpað að Lágafelli„.

„Ungmennafélagið Afturelding varð 100 ára laugardaginn 11. apríl.
í tilefni aldarafmælisinslét Mosfellsbær útbúa og setja upp minnismerki við Lágafellskirkju, á þeim stað sem Afturelding var stofnuð. Minnismerkið var afhjúpað að loknum sérstökum stjórnarfundi félagsins sem haldinn var á afmælisdaginn.

Blómlegt og öflugt íþróttastarf
„Saga Aftureldingar og Mosfellsbæjar er nánast samtvinnuð, svo ríkan sess hefur félagið skipað í sögu og menningu Mosfellssveitar og síðar Mosfellsbæjar. Mosfellsbær hefur löngum státað af blómlegu og öflugu íþróttastarfi og er það einna helst að þakka því kjarnmikla fólki sem starfað hefur á vegum Aftureldingar í heila öld.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnisvarði um stofnun Aftureldingar.

Það er margsannað að íþróttir hafa verulegt forvarnargildi á mörgum sviðum og því eru Mosfellingar þakklátir því óeigingjarna starfi sem Afturelding hefur unnið í þágu mosfellskra barna og ungmenna í hundrað ár,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.
Þjónustubygging rís að Varmá f tilefni afmælisins lýsti Mosfellsbær því yfir að ákveðið hefur verið að byggja 1100 fermetra þjónustubyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá og hefur Mosfellsbær í samráði við fulltrúa Aftureldingar gert ráð fyrir veglegri skrifstofu og félagsaðstöðu fyrir félagið í þeirri byggingu. Hafist verður handa við byggingu hússins um leið og tekist hefur að fjármagna verkefnið með viðunandi hætti.“

Ungmennafélag Íslands

Mosfellsbær

Mosfellsbær, minnisvarði UMFÍ.

UMFÍ
Mosfellingar
Hamingjuóskir með glæsilegan íþróttaleikvang.
Þökkum góðan undirbúning og mikla aðstoð við framkvæmd
20. landsmóts UMFÍ
11.-15. júlí 1990.

Minnisvarðin er í garði norðan Hlégarðs.

Ungmennafélag Íslands

Árni Yngvi Einarsson (1907-1979)
Framkvæmdastjóri Vinnuheimilisins á Reykjalundi 1948-1977.

Óðinshrafn eftir Ásmund Sveinsson.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnisvarði um Árna Yngva Einarsson.

Minnisvarðinn stendur við Reykjalund.

Magnús Grímsson (1825-1860)

Nihil tetigit quod non ornavit; áletrun á minnisvarða Magnúsar Grímssonar.

Minnisvarðinn stendur á Mosfelli, í hlíðinni ofan við kirkjuna.

„Rétt áður en heimsfaraldurinn skall á var minnst 200 ára afmælis Jóns Árnasonar (1819−1888) með málþingi og fleiri uppákomum um hann og þjóðsagnasafn hans. Þjóðsagnasafnið mikla sem við Jón er kennt hefði þó varla orðið að veruleika ef hann hefði ekki notið liðsinnis Magnúsar Grímssonar (1825−1860). Jón var heimiliskennari hjá Sveinbirni Egilssyni meðan hann stundaði sjálfur tungumálanám, stundakennslu og yfirlestur handrita og prófarka með Sveinbirni. Magnús var nokkrum árum yngri en Jón og kom oft á heimili Sveinbjarnar.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki um Magnús Grímsson.

Samstarf þeirra Jóns um söfnun þjóðlegra fræða hófst í kjölfar þess. Magnús hafði alist upp í fátækt í Borgarfirði, elstur í hópi sextán systkina. Hann þótti líklegt „mannsefni til bóknáms“, fór í Bessastaðaskóla 17 ára gamall og lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 23 ára. Þá um haustið kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur og eignuðust þau eina dóttur sem fluttist til Ameríku og dó þar barnlaus. Sama haust og Magnús gifti sig innritaðist hann í Prestaskólann og lauk prófi þaðan eftir tvö ár. Næstu fimm árin átti hann heima í Reykjavík og fékkst við veitingasölu, blaðstjórn Nýrra tíðinda, og ritstörf áður en hann vígðist heldur tregur að Mosfelli í Mosfellssveit þar sem hann þjónaði til dauðadags, fimm árum síðar. Banamein hans var taugaveiki. Benedikt Gröndal lýsir Magnúsi svo í Dægradvöl að hann hafi verið lágur vexti, fínlegur og fríður sýnum, en annar fóturinn verið styttri en hinn svo hann gekk haltur.

Mosfellsbær

Mosfellsbær minnismerki Magnúsar Grímssonar.

Eftir Magnús liggja fjölmörg prentuð rit um ólík efni: leikritin Kvöldvaka í sveit (1848) og Bónorðsförin (1852) sem var fyrsta sýning Hugleiks, áhugaleikfélags í Reykjavík árið 1984; tvær skáldsögur frá 1851, Þórður og Ólöf og Böðvar og Ásta; þýðingar á leikritum, trúfræðiritum, ævintýrinu um Mjallhvíti úr safni Grimmsbræðra (1852) og miklu riti um eðlisfræði eftir J.G. Fischer (1852); frumsamdar ferðabækur og rannsóknarskýrslur; vinsæl söngkvæði sem komu út í smákveri 1855 og voru mikið sungin í Reykjavík næstu áratugi á eftir; rannsóknarritgerð um Egils sögu (1861) og margt fleira, prentað og óprentað. Á námsárum sínum vann Magnús við leiðsögn á sumrin og fór í sjálfstæða rannsóknarleiðangra með styrk frá Danakonungi. Hann ferðaðist allt í kringum landið og yfir hálendið á árunum 1846−1848, kynntist landinu betur en flestir samtímamenn hans og ritaði víða af skarpskyggni um jarðfræði þess.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – áletrun á minnismerki Magnúsar Grímssonar.

Þá fann hann upp ýmsar vélar, s.s. sláttuvél, vatnsvél og róðrarvél, og var sannfærður um að þeir tímar kæmu að eldur og gufa yrðu óþörf til að knýja skip um heimshöfin, heldur myndi mega „til þess hafa hvort heldur vill vatn eða loft.“ (Þjóðólfur XI, 1859) Hann skorti þó alla tíð fé til að koma uppfinningum sínum í framleiðslu. Þorvaldur Thoroddsen taldi Magnús hafa verið framar flestum íslenskum jafnöldrum sínum í náttúrufræði en nú undir lok nýjasta heimsfaraldursins minnumst við hans einkum fyrir það frumkvæði sem hann átti að söfnun þjóðlegra fræða með Jóni Árnasyni, og metum þau miklu áhrif sem hann hafði á mótun þjóðsagnastílsins með þeim sögum sem hann lagði til Íslenzkra æfintýra (1852) og tveggja binda þjóðsagnaútgáfunnar frá Leipzig sem Jón gekk frá.

Um Magnús segir Jón í þeim formála sem hann ritaði fyrir útgáfunni (en var ekki prentaður í heild fyrr en 1939): „Svo var sumsé tilætlast, að við séra Magnús værum báðir útgefendur safns þessa. En þegar hann var búinn að skrifa upp rúmlega það, sem hann hafði safnað sjálfur, kvaddist hann héðan 18. janúar 1860, og má nærri geta, hvað það hefir bæði tafið og bagað safnið, að missa þess manns, sem svo margt var vel gefið, auk þess sem eg missti þar ástfólginn skólabróður og tryggan vin“.“

Oddur Ólafsson (1909-1990)

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Minnismerki Odds Ólafssonar.

Reist til minningar um Odd Ólafsson yfirlækni á Reykjalundi 1945-1970.

Listaverkið heitir Lífslöngun eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara.

Verkið stendur við Reykjalund í Mosfellsbæ.

Fæddur á Kalmanstjörn í Höfnum 26. apríl 1909, dáinn 18. janúar 1990.

Í Alþingsmannatali stendur: „Stúdentspróf MR 1929. Læknisfræðipróf HÍ 1936. Framhaldsnám í sjúkrahúsum í Reykjavík 1936–1937 og í Bandaríkjunum 1942–1943. Viðurkenndur 1943 sérfræðingur í berklalækningum.

Aðstoðarlæknir á Vífilsstöðum 1937–1942 og 1943–1945. Yfirlæknir vinnuheimilisins að Reykjalundi 1945–1972 og framkvæmdastjóri þess einn 1945–1948 og með öðrum til 1963. Læknir öryrkjavinnustöðvar Sambands íslenskra berklasjúklinga í Múlalundi í Reykjavík frá stofnun hennar 1959–1964.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Minnismerki um Odd Ólafsson.

Í stjórn Sambands íslenskra berklasjúklinga 1940–1984, í stjórnskipaðri nefnd til þess að undirbúa stofnun vinnuheimilis berklasjúklinga 1942. Í stjórn Berklavarnasambands Norðurlanda 1949, 1952–1960 og frá 1962. Í sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu 1953–1974. Formaður framkvæmdaráðs Rauða kross Íslands 1952–1955. Skipaður 1957 í úthlutunarnefnd bifreiða til fatlaðs fólks, formaður nefndarinnar 1963–1971. Kosinn 1959 í nefnd til að athuga starfsskilyrði aldraðs fólks og í milliþinganefnd í öryrkjamálum. Í stjórn Alþjóðasambands brjóstholssjúklinga 1960–1965.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki Ólafíu Jóhannsdóttur.

Í stjórn Öryrkjabandalags Íslands frá stofnun þess 1961, formaður 1961–1965. Í stjórn Öryrkjasambands Norðurlanda 1962–1982. Var í stjórn Domus Medica 1962–1986. Formaður stjórnar hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands frá stofnun hans 1966. Skipaður 1970 formaður endurhæfingarráðs. Skipaður 1971 í endurskoðunarnefnd tryggingakerfisins og aftur í nýja nefnd 1975. Skipaður 1971 í nefnd til að auðvelda umferð fatlaðra. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1971 og 1973. Fulltrúi Íslands á fundi þingmannanefndar EFTA 1977. Stjórnarformaður Reykjalundar 1984–1988. Forseti Sambands íslenskra berklasjúklinga frá 1988 til æviloka.“

Ólafía Jóhannsdóttir (1863-1924)
Ólafía Jóhannsdóttir fæddist að Mosfelli 22. október 1863.
Hún beitti sér fyrir stofnun Hins íslenska kvenfélags 1894 og Hvítabandsins 1895.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – áletrun á minnismerki um Ólafíu Jóhannsdóttur.

Hvatti til stofnunar Háskóla Íslands og helgaði líf sitt líknarmálum.
Hugsjónakona og mannvinur.
Ólafía lést í Osló 1924 og reistu vinir hennar minnisvarða þar í borg með þessari áletrun:

Vinur hinna ógæfusömu

Brjóstmyndin er eftir Krist-Thor Pjétursson (1926) og minnisvarðinn stendur við Mosfellskirkju í Mosfellsdal.

Runólfur Jónsson (1927-1991)

Runólfur Jónsson
Vistmaður og starfsmaður 1951-1991.
SÍBS-deildin Reykjalundi.

Runólfur óx úr grasi í Böðvarsdal. Hann naut almennrar barnaskólafræðslu hjá föður sínum og gekk með vexti til almennra verka á bænum. Hann fór í Búnaðarskólann á Hólum í Hjaltadal þegar hann hafði aldur til og lauk þar námi árið 1948.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki Runólfs Jónssonar.

Enda þótt hann hefði ávallt verið vel hraustur og við bestu heilsu, eins og hann sagði síðar frá, veiktist hann illa snemma sumars 1948 og lá heima hjá sér mest allt sumarið með hita og verk undir síðu. Í ljós kom að þarna var um brjósthimnubólgu að ræða og reyndist hún berklakyns. Hann fór á Kristneshælið um haustið. Upphófst þar með 5 ára barátta Runólfs við berklaveikina. Það er til happs komandi kynslóðum að Runólfur skráði ágrip þeirrar baráttusögu sem birtist í ársriti SÍBS 1981 og ber heitið “Níu rif – og örlítið meir.”

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki Sigurjóns Péturssonar.

Frásaga Runólfs af baráttunni við berkla er lífandi og sönn, án mærðar, og lýsir þeirri ógn sem fólk stóð áður fyrr af berklaveikinni og eftirköstum hennar.
Hugur Runólfs stóð til búskapar í Vopnafirði, en sökum berklanna var hann ekki til stórræða. Haustið 1951 fór hann að Reykjalundi þar sem hann hóf störf við trésmiðju sem þar var starfrækt. Hann útskrifaðist af Reykjalundi árið 1953. Sama ár keypti Reykjalundur plastverkstæði í Reykjavík sem flutt var að Reykjalundi og kom Runólfur þá aftur þangað. Starfaði hann eftir það við plaststeypuna og síðar sem verkstjóri á Reykjalundi. Starfsævi hans þar varð 37 ár.

Árið 1958 giftist Runólfur Steinunni Júlísdóttur. Hún átti son sem þá var 12 ára og gekk Runólfur honum í föðurstað. Dóttir hans, Erla bjó á Vopnafirði. Þau Runólfur og Steinunn byggðu sér hús, sem þau kölluðu Gerði, á skjólgóðum stað stutt frá Reykjalundi. Þar ræktuðu þau tré og ýmsan annan gróður. [Úr minningargrein eftir Hauk Þórðarson í Mbl. 15/2/1991]

Minnisvarðinn stendur í trjálundi við Reykjalund.

Sigurjón Pétursson (1888-1955)

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki um Sigurjón Pétursson.

Sigurjón var glímukapppi og síðar stofnandi ullarverksmiðjunnar Álafoss í Álafosskvos í Mosfellsbæ og rak hana í mörg ár og famleiddi alls kyns varning úr íslenskri ull.

Brjóstmyndin er eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og stendur minnisvarðinn í Álafosskvos. Minnisvarðinn var afhjúpaður á fánadaginn, 12. júní 1957.

Sigurjón Pétursson (9. mars 1888 – 3. maí 1955) var íslenskur glímumaður. Hann keppti í léttþungavigtinni á Sumarólympíuleikunum 1912.

Sigurjón varð síðar iðnrekandi: 1946 var hann eigandi vefnaðarverksmiðju við Álafoss rétt fyrir utan Reykjavík. Hann hafði einnig mikinn áhuga á íslenskri menningu og á sálarrannsóknum.

Mosfellsbær

Sigurjón Pétursson forstjóri Álafoss færir Sveini Björnssyni forseta Íslands ísaumað Álafossteppi í heimsókn forsetans að Álafossi árið 1944. Starfsfólk Álafoss ullarverksmiðjunnar stendur á tröppum hússins.

Sigurjón taldi sig hafa átt í fjarskiptasambandi meðal annarra látinna Íslendinga, Jónas Hallgrímsson nítjándu aldar íslenska skáldið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að flytja ætti líkamsleifar Jónasar frá Danmörku, þar sem hann lést, til fæðingarstaðar hans á Íslandi. Þessi umræða um þetta fyrirkomulag er þekkt á íslensku sem beinamálið („beinaspurning“).

Á Álafossi hófst ullarvinnsla seint á 19. öld og segja má að þar og reyndar víðar um svipað leyti hafi íslenska iðnbyltingin byrjað. Að Álafossi myndaðist einstakt verksmiðjuþorp í sveit sem átti engan sinn líka í íslenskri iðnsögu. Starfsfólkið skipti iðulega tugum, flestir starfsmennirnir bjuggu á staðnum þar sem þeir fengu fæði og húsnæði.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki um Stefán Þorláksson.

Hér leiddu saman hesta sína sveitastúlkur, sem höfðu hleypt heimdraganum, erlendir farandverkamenn í ævintýraleit, íslenskir uppgjafabændur og erlendir sérfræðingar á sviði ullariðnaðar. Þar við bættist fegurð svæðisins frá náttúrunnar hendi sem gefur þessari sögu heillandi umgjörð.

Sigurjón Pétursson, jafnan kallaður Sigurjón á Álafossi, mótaði öðrum fremur vöxt og viðgang Álafossverksmiðjunnar um langt árabil. Árið 1917 eignaðist hann hluta í verksmiðjunni ásamt bróður sínum Einari og nokkrum árum síðar var hún öll komin í eigu hans. Um áratugaskeið mótaði hann verksmiðjureksturinn og setti mikinn svip á allan staðarbrag. Með tilkomu Sigurjóns urðu tímamót í sögu verksmiðjunnar og straumhvörf í íslenskum ullariðnaði.

Stefán Þorláksson (1895-1959)
Stefán Þorláksson hreppstjóri, Reykjadal, 1895-1959.

Minnisvarðinn stendur við Mosfellskirkju í Mosfellsdal.

Heimildir:
-https://eirikur.is/minnisvardar/vesturland/mosfellsbaer-minn/
-https://www.arnastofnun.is/is/utgafa-og-gagnasofn/pistlar/magnus-grimsson
-Mosfellingur, 6. tbl. 22.04.2009, bls. 4.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki Ólafíu Jóhannsdóttur.