Tag Archive for: Sjáland

Sjáland er nafn á strandhverfi við Arnarnesvog í Garðabæ.
Hugmyndasmiður nafngifta gatna, torga Sjaland-2og svæða er Hallgrímur Helgason rithöfundur. Hallgrímur segir tilvalið að tengja götur og göngustíga við gömlu höfuðborgina við Eyrarsund, ekki síst þar sem heilt hverfi í Kaupmannahöfn sé lagt undir íslensk nöfn og örnefni. Tengingin eigi sérlega vel við þar sem verið sé að reisa nýja höfn og hafnarhverfi í Sjálandi.
Gert er ráð fyrir að um 760 íbúðir verði í fullbyggðu Sjálandi, þar af  200 fyrir eldri borgara. Íbúar hverfisins verða um 2000 talsins. Íbúðarhúsin munu mynda lága byggð, aðallega meðfram sjávarsíðunni. Uppfylling og kví sem nú er á staðnum verður framlengd út í voginn og lítil bátahöfn mynduð í skjóli nýja tangans sem við það myndast. Á tanganum verður til fallegt byggingarland. Meginhluti bygginganna verður íbúðir en jafnframt verða í Sjálandi leikskóli auk verslunar og þjónustu.
Meirihluti Sjaland-3bílastæða í hverfinu verður í bílageymslum undir húsunum en önnur meðfram götum og aðkeyrslum.
Arkitekt hverfisins, Björn Ólafs, segir að í hverfinu verði byggingarlist gert hátt undir höfði. Það verði gert með skilmálum sem veiti arkitektum einstakra húsa svigrúm til að setja sinn svip á húsin en
tryggja um leið heildarsvip hverfisins með ákveðnum skilmálum og lita- og efnisvali.
Framangreind lýsing á hinu nýja hverfi er frá árinu 2003. Nú, árið 2010 er hverfið að mestu risið með mótuðum strandlínum og göngustígum. Við leikskólann má m.a. sjá fallega afmarkaða og notadrjúga sandströnd, eitthvað sem gera mætti meira af við strandir Skagans.

Sjáland

Sjáland (MWL).