Tag Archive for: Skeggjastaðir

Garður

Hér er ætlunin að fjalla um helstu bæi og minjar í Inngarðinum í Garði. Vitnað verður í „Fornleifaskráningu í Sveitarfélaginu Garði I – Fornleifar frá Rafnkelsstöðum að Útskálum (auk hjáleigna)„, frá árinu 2008.

Garður

Inngarður – minjakort.

Í Inngarðinum voru t.d. bæirnir Útskálar, Lónshús, Akurhús, Nýibær, Móakot, Presthús, Garðhús, Vatnagarður, Miðhús, Krókur, Krókvöllur, Gerðar, Skeggjastaðir, Brekka, Varir, Kothús, Ívarshús, Meiðastaðir (Meiríðarstaðir) og Rafnkelsstaðir auk aðliggjandi kota, óskipts lands og heiðarbæjarins Heiðarhúsa.

Útskálar

Garður

Garður – Útskálar; loftmynd 2022.

Útskála er getið í kirknatali Páls Jónssonar frá um 1200 – DI XII, 9. [um 1270]: Útskálar eiga viðreka milli Útskálaóss og Skagaflesjar og 4/5 milli ássins fram undan borginni hjá Kirkjubóli og hjallsins á Fitjum. Útskálar eiga einnig þriðjung í viðreka milli Kölduhamra og Miðhólms og allan viðreka frá honum suður til Mjósyndis.
‘Jtem eigu vtskaler vatztokv j kroks brvnn ok halldi hvorertveggv brvnnenvm. Krokvr ok midhvs eiga tveggia skipa vpp satur j navsta holm. Jtem eiga vtskaler allar veidar sydvr j lambarif, enn krokvr ok midhvs. Enn kirkivbol ad svnnann. Enn fiskreka allan at miofa tanga. DI II, 77. [um 1270] Útskálar eiga þann þriðja af níu hlutum allan nema 17 hverja vætt úr þeim hlut sem Presthús eiga. Útskálar eiga einnig þriðjung af fjórða hlut og sjöttung af sjötta hlut, samtals 16,01 % af hval sem er meir en 12,5 vættir og rekur milli Æsubergs og Keflavíkur – DI II, 78-79.

Garður

Útskálar og nálægir bærir – túnakort 1919.

17.12.1340 selur Bjarni Guttormsson fjórðung í Útskálalandi ‘vmm framm aull þau akurlond sem Biarni keypti til vtskaala ok ein[n] karfa met atkierum ok ollum reida ok bäti’ Skálholtskirkju gegn því að staðurinn taki Hrómund son hans á æfilangan kost. Bjarni og Ingibjörg kona hans gefa einnig Pétri postula og heilögum Þorláki annan fjórðung úr Útskálalandi til æfinlegrar eignar – DI II, 734. 10.6.1370: J mote Þeim iiij bæium sem vndann Vtskaala kitkiu eru tekner leggur Biorn bonde kirkiunni ad Vtskalum jord er heiter j Vorum med tveimur kugilldum til æfinnligrar eignar – DI III 56-257. Máldagar 1363, 1397 og 1575 – geta í engu um fasteign – DI III, 256-257; DI IV, 104; DI XV 639. 5.8.1560: Gísli Jónsson Skálholtsbiskup veitir sr. Jóni Loptssyni Útskála sem ævinlegt beneficium – DI XIII, 508. 1703: 9 hjáleigur: Lónshús, Akurhús, Nýibær, Móakot, Presthús, Garðhús, ónefnd heima við staðinn, Vatnagarður og Naust, auk þess tvær hjáleigur í eyði sem höfðu verið heima við staðinn.

Garður

Útskálar og nálægir bæir – túnakortið 1919.

Einnig höfðu Blómsturvellir/Snorrakot lagst í eyði um 1670, og Hesthús var eyðihjáleiga sem ekki var vitað hvar hafði verið. JÁM III, 79-84. 1703: Vatnsnautn á staðurinn í Króksbrunni, en Krókur þar í mót skipsuppsátur í staðarins landi fyrir tólfæring eður smærra. JÁM III, 79. 1839: 7 hjáleigur: Lónshús, Akurhús, Nýibær, Móakot, Presthús, Garðhús og Vatnagarður en Naust hafði farið í eyði 1782 – SSGK, 160.
1919: Tún 7,5 ha., garðar 2600 m2. 1703: Túnin spillast af sjóargangi, önnur í betra lagi, en önnur hættari sandi, sem sjór og vindur ber á, og af leysingavatna ágángi um vetrartímann. Engjar öngvar. Útigangur mjög lítill sumar og vetur. JÁM III, 79. 1839: Mælt er að staðarins tún hafi mikið af sér gengið, og tvívegis hafi túngarðurinn verið færður upp á túnin að norðanverðu.

Garður

Kort herforingjaráðsins danska af Útskálum 1908.

Núleifandi elztu menn muna eftir grastóum fremst framan í fjöru, sem sýnir, að fyrr meir hafi allt það svið verið grasi vaxið og máske tún; hefir þá sjór ekki gengið lengra en að rifi því, sem nú á brýtur fremst fram við fjörumál (þaragarð). SSGK, 160. 1839: Beitiland staðarins er lítið annað en á svonefndum Skaga, sem liggur fyrir sunnan Lambastaði, á milli Út-Garðsins og Nessins. Það var í fyrri daga fallegt og grösugt sléttlendi, en nú gengur þar á mikill sandur, svo oft á vetrum sést ekki til jarðar fyrir honum; á honum gengur Út-Garðspeningurinn, og sauðfé hafnast þar vel, ef ekki er ofsett á. Á Skaganum voru fyrr meir kornakrar og sáðgerði fornmanna, og má enn sjá mót til girðinganna … – SSGK, 161.

Garður

Í kirknatali Páls Jónssonar frá um 1200 – DI XII, 9. [um 1270]: „Útskálar eiga viðreka milli Útskálaóss og Skagaflesjar og 4/5 milli ássins fram undan borginni hjá Kirkjubóli og hjallsins á Fitjum“. Myndin er af fjárborginni. Hún er óskráð.

Bæjarhóllinn er vestan við kirkjugarðinn í miðju Útskálatúni. Á honum stendur timburhús á hlöðnum grunni, byggt 1882. Það er tæplega 50 m vestan við kirkjuna en bæjarhóllinn nær alveg að kirkjugarðinum, um 20 m frá kirkjunni. Á túnakorti frá 1919 er sýnd húsalengja fast austan við íbúðarhúsið og var þá aðeins mjótt sund á milli. Sú lengja er nú horfin en austast þar sem hún stóð komið steypt útihús sem snýr NNV-SSA og nær fram á brún bæjarhólsins að norðaustan.
Sérstakur hóll, flatur að ofan gnæfir yfir náttúrulega slétt tún í kring. Uppi á hólnum eru tvö hús, annað á steyptum grunni, hitt á hlöðnum, og malarborið plan allsstaðar í kring um þau og út á brúnir hólsins nema mjó ræma vestast.

Garður

Útskálar – minjakort.

Sunnanmegin á hólnum er sléttað malarplan, líklega uppfylling, þar sem kálgarðurinn var, en hann náði þó 15 m lengra í suður þar sem nú er slétt tún. Hóllinn er mjög brattur að vestan og norðan og þar eru hliðarnar grasi grónar, en að sunnan og austan er hallinn minni og þar allsstaðar möl ofaná. Það er annað timburhúsið á hólnum , hið eldra var byggt 1855, og er ekki vitað hvar síðasti torfbærinn var né hvernig hann snéri. Sr. Sigurður Sívertsen byggði eldra timburhúsið „það var 12 álna langt og 8 álna breitt íveruhús, en lét þó gömlu baðstofuna standa og byggði hana upp með nýrri súð.“ Undir Garðskagavita, 146. Á hólnum voru 1919 útihús og kálgarðar auk íbúðarhússins og lengjunnar austan við það.

Garður

Útskálar.

Fornleifauppgröftur fór fram á bæjarhólnum haustið 2005. Þar sem uppgröfturinn fór fram við norðanvert íbúðarhúsið hafði áður verið niðurgrafin viðarbygging en í tengslum við endurbætur á húsinu stóð til að reisa þar strærri byggingu. Uppgröfturinn var um 27 m2 stór og alldjúpur, eða um 3 m. Efstu jarðlög voru sundurskorin af lögnum og köplum en undir þeim voru þrjú mannvistar stig, gróflega áætlað. Elstu minjarnar sem voru grafnar upp lágu undir syrpu af gjóskulögum frá 12. öld og sást þá ekki enn í óhreyfðan jarðveg. Varðveisla var með eindæmum góð í bæjarhólnum jafnt á lífrænum leifum og málmi. Einn merkasti gripurinn sem fannst við uppgröftinn var útskorinn kambur af norænni miðaldagerð en svipaðir kambar hafa fundist í 11.-13. aldar lögum í Noregi.

Lónshús

Garður

Lónshús.

1703 og 1847, hjáleiga frá Útskálum.
1703: „Fóðrast kann i kýr naumlega …. Fjörugrasa og sölva og þángtekja til eldiviðar hafa báðir þessir menn nægilegt.“ JÁM III, 80.
1919: tún 2 teigar, kálgarðar 1030 fm.
Í Jarðabók Árna og Páls segir 1703 segir: „Lonshus, fyrsta hjáleiga…Fóðrast kann i kýr naumlega….“ Þá var tvíbýlt á bænum. Í athugasemdum á túnakorti frá 1919 segir: „Þar er gróið yfir nokkuð af rústum Lónshúsabæjar, sem var fluttur a. á túnið fyrir rúmum 30 árum (að sögn). Var þó lengi áður varinn bærinn með sjógarði. Nú mun sjógarðsmyndin nærri miðju bæjastæðinu gamla, og ofan á því – Grefur undan.“ Gamla bæjarstæðið er merkt, á túnakort frá 1919, um 50 m VNV við nýrra bæjarstæðið.
Þar sem bærinn stóð er nú malarplan við fiskvinnsluhús (byggt 1973).
Engin ummerki eldri bæjarhólsins sjást nú. Vilhelm Guðmundsson heimildmaður sagði frá því að grafið hafi verið frystihúsinu árið 1973. Hann minntist þess ekki að neinar minjar hafi komið í ljós við það verk.
Hugsanlega hefur sjórinn þá þegar verið búinn að éta burt mannvistarlögin.

Akurhús

Garður

Akurhús.

1703 og 1847, hjáleiga frá Útskálum.
1703: „Fóðrast kann i kýr viðsæmilega. … Fjörugrasa, sölva og eldiviðartekja af fjöruþángi nægileg.“ JÁM III, 80.
1919: Tún (a) 96 ha, garðar 770 m2. Tún (b) 1 ha, garðar 880 m2.

Akurhús voru samkvæmt túnakorti frá 1919 rúma 200 m norðvestur af Útskálabænum. Á kortinu sést að bæjarröðin samanstendur af mörgum húsum sem hefur legið hér um bil frá austri til vesturs. Núverandi íbúðarhús í Akurhúsum II (byggt 1932) er í norðausturhorni bæjarhólsins. Hann er um 240 m norðvestur af bæjarhól Útskála.
Bæjarhóllinn er fast vestan við heimreið að Akurhúsum. Umhverfis hann er slétt tún.
Hóllinn er um 50×35 m stór og snýr austur-vestur. Hann er um 0,6 m hár. Núverandi íbúðarhús stendur í norðausturhluta hans.
Það var byggt 1932 en byggt hefur verið við það síðan. Húsið er tvílyft með kjallara. Bæjarhólnum hefur augljóslega verið raskað við byggingu hússins. Hann er gróinn og mjög grýttur syðst.

Nýibær

Garður

Nýibær.

1703 og 1847, hjáleiga frá Útskálum.
1703: „Fóðrast kann i kýr og i úngneyti ríflega. … Fjörugrasa, sölva og eldiviðartekju af þángi nægilegt.“ JÁM III, 6.
„Nijebær, þriðja hjáleiga. … Við til húsabótar segist ábúandinn í xx ár ekki þegið hafa, en þá uppbygt hjáleiguna að nýju af viðum, sem staðarhaldarinn Sr. Þorleifur Cláusson hafi sjer þá fengið,“ segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703. Samkvæmt túnakorti frá 1919 var Nýibær rúma 100 m suður af Akurhúsum. Bæjarhóll Nýjabæjar er um 7 m sunnan við núverandi íbúðarhús í Nýjabæ. Hann er um 120 m sunnan við Akurhús. Norðan, austan og vestan við hólinn er slétt tún en sunnan við hann er órækt.
Hóllinn er um 30×35 m stór og snýr austur-vestur. Hann er um 2 m hár. Hóllinn hefur verið sléttaður að nokkru leyti. Í norðvesturhorni hans er steyptur grunnur um 4×4 m stór. Garðlög, leifar kálgarðs liggja frá suðvestur og suðausturhornum hólsins.
1919: Tún 1,18 ha, garðar 760 m2.

Móakot

Garður

Móakot.

1703 og 1847, hjáleiga frá Útskálum.
1703: „Fóðrast kann i kýr laklega. … Fjörugrasa, sölva og eldiviðartak af fjöruþángi nægilegt.“ JÁM III, 81.
1919: Tún 0,7 ha, garðar 450 m2. Samkvæmt túnakorti Garðsins frá 1919 var Móakot um 160 m SSV af Útskálum. Á túnakortið eru merkt fimm sambyggð hús og snýr röðin nær norður-suður.
Bæjarhóll Móakots er um 20 m norðvestan við núverandi íbúðarhús í Móakoti. Hann er fast norðvestan við bílskúr sem grafinn er inn í hólinn að suðaustan. Sunnan við hólinn er malarborið plan en í aðrar áttir er slétt tún.
Hóllinn er um 30×15 m stór og snýr austur-vestur. Hann er um 2,5 m hár. Við suðurbrún hans er grjóthleðsla, mest 4 umför. Hún er um 5 m löng og snýr eins og hóllinn. Hleðslan er vestan við bílskúrinn sem grafinn er inn í suðvesturhorn hólsins. Fast norðan við bílskúrinn, á hólnum sér einnig í grjóthleðslur við grunn skúrsins.

Presthús

Garður

Presthús.

1703 og 1847, hjáleiga frá Útskálum.
1703: „Fóðrast kann i kýr af tveim þriðjúngum. … Fjörugrasa, sölva og eldiviðartak af fjöruþángi nægilegt.“
JÁM III, 81. 1919: Tún 1 ha, garðar 1800 m2.
Samkvæmt túnakorti Garðsins frá 1919 voru Presthús um 80 m SSA af Móakoti. Átta hús eru merkt á bæjarhólinn á kortinu og snýr bæjarröðin nær austur-vestur. Í örnefnalýsingu Útskála segir: „Talið er, að þau hafi verið byggð yfir prestsekkjur frá Útskálum.“
Bæjarhóll Prestshúsa er fast norðvestan við núverandi íbúðarhús, byggt 1943. Bílskúr stendur á suðvesturhorni hólsins. Sunnan við hólinn er íbúðarhús og bílskúr en í aðrar áttir er slétt tún. Hóllinn er um 35×20 m stór og snýr ANA-VSV. Hann er um 2,5 m hár. Hóllinn hefur augljóslega verið sléttaður í seinni tíð.

Garðhús

Garður

Garðhús.

1703 og 1847, hjáleiga Útskála.
1703: „Fóðrast kann i kýr að tveim þriðjúngum. … Fjörugrasa og sölvatekju og eldiviðartak af fjöruþángi nægilegt.“ JÁM III, 82.
1919: Tún 1,1 ha, garðar 1000 m2.

Samkvæmt túnakorti Garðsins frá 1919 voru Garðhús um 50 m ANA við Presthús. Gamli bærinn í Garðhúsum var um 30 m vestan við skemmu við austurenda garðlags og um 120 m norðan við núrverandi íbúðarhús í Garðhúsum. Vilhelm Guðmundsson, heimildamaður, bjó í bænum á uppvaxtarárum sínum. Hann er fæddur 1937. Þar er slétt tún. Aðeins sér móta fyrir ójöfnum í túninu þar sem bærinn stóð en engin skýr ummerki hans eru greinileg.

Vatnagarður

Garður

Vatnagarður.

Hjáleiga Útskála 1703 og 1847.
1703: “ Fóðrast kann i kýr og i vetrúngur … Fjörugrasa, sölva og eldiviðartekju af fjöruþángi nægilegt“ JÁM III, 83. 1919: Tún norðurbæjarins 0,09 teigar, kálgarðar 440 m2. Tún suðurbæjarins 0,07 teigar, kálgarðar 550 m2.

Í örnefnalýsingu Útskála segir: „Vatnagarðar, er nefnd 1703 og 1861, síðan ekki,“ og síðar: „Niður undan kirkjugarðinum eru rústir, sem nefndar eru Vatnagarðar.“ Í athugasemdum við örnefnaskrá Gerða segir: „Gerðabakkar eru sjávarbakkar fyrir neðan Síkið. Þar var áður bær, sem líklega hefur heitið Bakki. Aðeins utar var Vatnagarður, stór jörð, nú komin í eyði, en bærinn stendur enn uppi [1978].“

Garður

Vegamót og Vatnagarður – túnakort 1919.

1919 voru tveir bæir í Vatnagörðum, nyrðri og syðri, og er sá syðri. Ekki hefur mjög mikið breyst á svæðinu, miðað við túnakort frá 1919, en 2007 brann þó bærinn á bæjarstæði til grunna. Bæjarstæðið er um 120 m suðvestan af bæjarhól Miðhúsa. Ekki er nú ljóst hvar rústirnar, sem minnst er á í örnefnaskrá.
Bæjarstæðið er á landræmu milli Útskálatjarnar og sjávar. Svæðið er nú (2008) mjög blásið. Nú (2008) stendur eftir steyptur grunnur húss, holur að innan. Hann er um 5 x 6 m að stærð í austur-vestur og um 1×1 m steypupartur stendur út úr honum að sunnan. Þar hefur inngangur líklega verið. Innan í grunninum er um 0,6 m djúp gryfja sem til er kominn vegna uppblásturs. Undir gróðri kemur í ljós skeljasandur sem er mjög laus í sér, og stuðlar að uppblæstrinum. Ekki er um eiginlegan bæjarhól að ræða.

Miðhús

Garður

Miðhús.

1703: Jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847: 20 hdr. Bændaeign. Jarðarinnar er getið í skjölum um rekaskipti frá um um 1270: „Þetta er reka skipti aa rost hvalsnesi eptir þvi sem at fornv hefer verit. …Þa eigv Midhvs vt til byrdinga skers j vtskala oss. Þadann eigv vtskaler til skagaflesiar.“ DI II, 76-77.
Jarðarinnar er getið í fjárskiptabréfi „milli húsfrú Hólmfríðar Erlendsdóttur af einni álfu, en af annari Eyjólfs Einarssonar, sonar hennar, og systkina hans“ frá 1522. DI IX, 87 Þá er hennar getið í í yfirýsingu Gissurar Skálholtsbiskups frá 1541 þar sem hann lýsir því yfir að „hústrú Hólmfríðr Erlendsdóttir haldi til fullrar eignar jörðunum Sandgerði, Króki og Miðhúsum …“ DI X, 657 og í dómi um „testametum hústrú Hólmfríðar heitinnar Erlendsdóttur“ frá 1545, DI XI, 402. Þá er jarðarinnar aftur getið í dómi frá 1547 „um gildi gjafabréfs hústrú Margrétar Vigfúsdóttur 1486 um ánefnt jarðagóz til Þorvarðs Erlendssonar, dóttursonar síns…“ DI XI, 570.
Þorleifur Björnsson lýsir því yfir í Miðhúsum árið 1569 að „hann viti ekki , að jörðin Dynjandi í Jökulfjörðum hafi nokkurn tíma komið í eign föður síns.“ DI XV 300.

Garður

Miðhús og Vatnagarður – minjakort.

1703: „Fóðrast kann ii kýr naumlega. … Skóg til kolgjörðar brúkar jörðin í almenníngum ef vill. Torfrista og stúnga ekki nema í sendinni jörð og landlitlu landi. Lýngirif lítilsháttar og lángt í burtu. Fjörugrasatekja lítil. Rekavon lítil. Hrognkelsa og skelfisksfjara valla nefnd gefandi. Murukjarnar og þvílíkt ekki nema af reka, þó oftlega til að næra peníng á vordag í heyskorti. Eldiviðartak af fjöruþángi mjög af skorti so annarstaðar þarf til að fá. Heimræði er árið um kríng og gánga skip ábúanda eftir hentugleikum, inntökuskip eingin. … Engjar eru
öngvar. Landþröng hin mesta. Hagar nær því öngvir vetur og sumar.“ JÁM III, 84-85.
1919: Tún 3 ha, kálgarðar 700 m2.
Bærinn Miðhús er merktur á túnakort Garðsins frá 1919, austur af Útskálum en vestur af Lykkju. Við hann hefur verið rituð skýring á kortinu: „húsið nýlega flutt.“ Í örnefnalýsingu Miðhúsa og Króks segir: „Neðan við bæinn á merkjum móti Útskálum er Miðhúsahóll.“

Garður

Miðhús og Vatnagarður – túnakort 1919.

Í athugasemdum við lýsinguna segir ennfremur: „Miðhúsahóll er þar sem fjósið er nú. Þar var gamla húsið, mikið og stórt, sem rifið var nærri aldamótum.“ Hóllinn er ekki til staðar í upphaflegri mynd, en um 1963 var hann sléttaður og á honum byggt fjós og hlaða. Staðsetning gamla bæjarins er þekkt, en allar minjar eru nú horfnar.
Merkjagarður milli Miðhúsa og Útskála er enn til staðar og liggur eftir honum girðing, og liggur fast við norðvesturhluta bæjarhólsins. Hóllinn er allur malarborinn en vestan við hann eru hross á beit. Austan við hann taka við miklir bakkar byggðir af ábúanda, og norðan við hann tún Útskála. Innkeyrsla er að hólnum að sunnan. Stærð bæjarhólsins hefur verið töluverð, um 60×45 m í norður-suður og um 3 m hár áður en hann var sléttaður, miðað við lýsingar Rafns Torfasonar. Stærð hólsins í dag er fremur svipuð, um 55×35 m í norður suður, og þótt mikið efni hafi verið borið burt við sléttun var mikil möl sett í staðinn, þar sem hálfgert kviksyndi var í jarðvegnum. Hann er í dag (2008) enn um tæpir 3 m á hæð, sé miðað við tún Útskála.

Álagablettur, Álfhóll, er í túni Miðhúsa, um 150 m suðvestan við bæjarhól.

Garður

Miðhús – álagablettur.

Hóllinn er í afar grænu og grösugu túni sem reglulega er sleginn. Hóllinn er þó ekki sleginn. Hóllinn er um 0,7 m hár og myndar hring sem er um 5 m þvermál. Álög eru sögð vera á hólnum, og megi því ekki slá efsta hluta hans, annars dynji óhapp yfir þann sem fremdi verknaðinn. Þekktar eru tvær dæmisögur af því hvernig fór fyrir þeim mönnum sem slógu efsta part hólsins. Önnur þeirra segir frá manni sem sló toppinn, en vildi svo ekki betur til en hann missti stuttu eftir tvo fingur, og var fólk því þaðan af beðið um að slá toppinn ekki. Seinna var þó annar maður sem taldi þetta bábiljur og sinnti engu um viðvaranir og sló toppinn. Morguninn eftir fannst besta mjólkurkýrin á bænum dauð.

Krókur

Garður

Krókur.

1703: 20 hdr. Bændaeign. 1847: 20 hdr. Bændaeign. „Krókur var gamla býlið, en svo var Sólbakki byggður úr því. … Sólbakki var færður vegna sjávargangs.“ Ö-Miðhús og Krókur, 1. Jarðarinnar er getið í skjölum um rekaskipta frá um 1270: „sandgierdinga. ok þar vr sionhending j hinn hæsta stein aa markskeri. Þadann eigv sydvr biasker j midiann eyktar holm. Þadann fra fvlavik xl fadma ä sanndinn fra kolldvhomrvm. Þadann aa hvalsnes. krokvr. ok vtskaler sydvr til midær holms sinn þridivng hvor þeirra. Þadann eigv vtskaler einer sydvr
til miosyndis.“ DI II, 77-78. Jarðarinnar er einnig getið í fjárskiptabréfi „milli húsfrú Hólmfríðar Erlendsdóttur af einni álfu, en af annari Eyjólfs Einarssonar, sonar hennar, og systkina hans“ frá 1522. DI IX, 87.

Garður

Sólbakki og Krókur – loftmynd 2022.

Þá er hennar getið í í yfirlýsingu Gissurar Skálholtsbiskups frá 1541 þar sem hann lýsir því yfir að „hústrú Hólmfríðr Erlendsdóttir haldi til fullrar eignar jörðunum Sandgerði, Króki og Miðhúsum …“ DI X, 657 og í dómi um „testametum hústrú Hólmfríðar heitinnar Erlendsdóttur“ frá 1545, DI XI, 402. Þá er jarðarinnar aftur getið í dómi frá 1547 „um gildi gjafabréfs hústrú Margrétar Vigfúsdóttur 1486 um ánefnt jarðagóz til Þorvarðs Erlendssonar, dóttursonar síns…“ DI XI, 570. Jarðarinnar er einnig getið í skiptabréfi Eyjólfs Einarssonar í Dal undir Eyjafjöllum frá 1558, DI XIII, 323.

Garður

Krókur og Krókvöllur – minjakort.

Þrjár hjáleigur eru nefndar frá bænum í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703, Krókshjáleiga og tvær ónefndar báðar í eyði.
1703: „Fóðrast kann ii kýr og i úngneyti laklega. … Torfrista og stúnga hjálpleg. Rekavon lítil. Lýngrif í óskiftu landi lítilfjörlegt og lángan veg í burtu. Eldiviðartak af fjöruþángi hjálplegt. Heimræði árið um kríng og uppsátur í Útskálalandi … Hjér í mót eigu Útskálar vatnsnaut í Króks brunni. Lendíng hættusöm. Tún jarðarinnar spillist af leysingarvatns ágángi. Engjar öngvar. Úthagar litlir mjög sumar og vetur.“ JÁM III, 85-86. 1919: Tún 1,2 ha, kálgarðar 1120 m2.

Garður

Króksbrunnur.

„Krókur er næst fyrir neðan Krókvöll. Gamli bærinn stóð uppi á dálitlum hól. Túnið lá einkum sunnan hans, vestan og norðan. Nú er búið að rífa gamla bæinn og byggja nýtt hús skammt fyrir norðan þar sem hann var. Það heitir Sólbakki,“ segir í örnefnalýsingu Króks. Í annarri lýsingu Króks og Miðhúsa segir: „Krókur var gamla býlið, en svo var Sólbakki byggður út úr því.“ Krókur stóð rúma 150 m suðaustur af Miðhúsum. Á túnakorti frá 1919 er Krókur merktur vestarlega, hjá Garðbæ en það mun rangt og bæði heimildamenn og ritaðar heimildir benda til að hann hafi staðið um 140 m norðaustar, hjá Lykkju sem merkt er á kortið, skammt suðaustan við Sólbakka.
Býlið stendur uppi á grónum hól sem er um 30 m langur og 20 m breiður. Bærinn Sólbakki stendur þar rétt norðvestan við bæjarstæðið. Kálgarður er fast sunnan við býlið.

Garður

Króksbrunnur.

Húsið sem síðast stóð var hlaðið úr að því er virðist tilhöggnum steinum og einnig steypt. Grunnurinn er um 10 m á lengd og um 8 m á breidd að innanmáli þar sem hann er breiðastur. Hann er tvískiptur og liggur veggur í gegnum hann nokkurn veginn miðjan. Nokkuð hrun er að sjá inni í grunninum og þá sérstaklega í norðausturhorninu. Grunnurinn snýr í vestnorðvestur-austsuðaustur og finnst ekkert sýnilegt op eða inngangur, líklega hefur hrun lokað því. Líklegt verður þó að teljast að inngangur hafi verið í norðnorðaustur því þar rétt
fyrir neðan er Króksbrunnur. Þar sem hleðslan er hæst sést í þrjá steina.

Garður

Sólbakki.

Á túnakort frá 1919 hefur verið rituð skýring austan við Garðbæ: „Grund var hér, rústir og tún,“ og virðast þá engin bæjarhús uppistandandi. „Fyrir ofan Krók heitir Grund. Þar var býli áður; nú er þar steinahrúga,“ segir í örnefnalýsingu. Sléttuð tún eru kringum Krók en nokkru suðvestar safnaði fyrrverandi ábúandi öllu grjóti úr túninu saman í hauga. Ekki tekst að staðsetja Grund þar sem öll kennileiti hafa breyst. Heimildamenn þekkja ekki til nafnsins. Hugsanlega er um eitt bæjarstæði að ræða, þ.e. að Grund og Krókur hafi staðið þar sem Sólbakki var síðar reistur.

Krókvöllur

Garður

Krókvöllur.

Ekki getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703. 1847, hjáleiga frá Króki. Í Jarðatali Johnsens frá 1847 segir í neðanmálsgrein: „Þó að hvorki sýslumaður né jarðabækurnar nefni hjáleigu þessa [Króksvöll], er samt svo að skilja á presti, að hún sé til, sem bygt býli.“ JJ, 88.
1919: Tún 1,2 ha, kálgarðar 900 m2.
Samkvæmt túnakorti Garðsins 1919 var Krókvöllur syðst og austust þeirra hjáleigna sem deildu túni með Útskálum, um 150 m SA af Garðbæ.
„Krókvöllur er næst fyrir utan Smærnavöll og næst fyrir ofan Krók. Íbúðarhúsið stendur sem næst neðst í túninu, en túnið nær upp að vegi og austur að Smærnavallatúni. Íbúðarhúsið er nær því á sama stað og gamli bærinn stóð áður. Fjós og hlaða voru örskammt norðaustan við íbúðarhúsið,“ segir í örnefnalýsingu.

Garður

Krókvöllur.

Húsið stendur í stóru túni, Krókvelli Það er í dag alveg sléttað og girt mestanpart, nema sunnan megin. Túnin voru á sínum tíma jöfnuð með því að bera mold töluverðan veg og leggja yfir grjót og ójöfnur, og þarnæst var það ræktað upp.
Húsið var byggt á tímabilinu 1897-1905 og tún í kring jöfnuð. Um 1965 var svo braggi byggður norðaustan við húsið, en sá er nú (2008) horfinn, en til stendur að byggja þar skúr, og er nú kominn grunnur að því. Við rask þegar grunnurinn var grafinn komu aðeins 20. aldar gripir í ljós, samkvæmt ábúanda. Húsið var stækkað í kringum 1980. Undir húsinu er kjallari. Enginn eiginlegur bæjarhóll er á staðnum.

Gerðar

Garður

Gerðar.

1703, jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847, 25 hdr. Bændaeign. Þrjár hjáleigur eru nefndar á jörðinni í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703, tvær þeirra eru þá í byggð en Skúlahús sögð forn eyðijörð í eyði umliðin átta ár.
1703: „Fóðrast kann ii kýr laklega. … Skóg til kolgjörðar brúkar jörðin í almenníngum. Lýngrif í óskiftu landi lítilfjörlegt og lángan veg í burtu. Torfrista og stúnga í sendinni jörðu valla nýtandi. Rekavon lítil. Eldiviðartak af fjöruþángi laklegt, og þarf annarsstaðar til að fá. Fjörugrasatekja lítil. Murukjarnar og annað þvílíkt má taka um vortíma til að næra peníng í heyskorti. Heimræði er hjer árið um kríng … Lendíng voveifleg. Tún, hús og garða jarðarinnar fordjarfar árlega sjáfar og vatnagángur til so stórra meina heimilisins, að þar sem menn skyldu á þurru landi gánga, verða skinnklæddir menn að bera kvenfólk heimiliss nauðsynja þjónustu, innan bæjar og utan þegar vetrarleysingar með sjáfargángi uppá falla, og er það stór mein ábúandans að byggja jafnoft aftur garðana og bera sand og grjót af túninu. Engjar eru öngvar. Útigangur í lakasta máta sumur og vetur, og landþrengsli mikil. Vatnsból um sumar og á vetur þegar stórfrost eru, er til stórmeina af miklum skorti og í lakasta máta.“

Garður

Gerðar – túnakort.

JÁM III, 87-88. 1919: Tún 1,5 teigar; kálgarðar 860 m2.
1919: Austurbær: Tún 2 teigar, kálgarðar 2140 m2. Vesturbær: Tún 1,5 teigar, kálgarðar 860 m2.
Samkvæmt túnakorti frá 1919 voru tveir bæir í Gerðum, austur- og vestur-bær. Hér er vesturbærinn skráður. Hann var um 70 m norðvestan við eystri bæinn 001. Samkvæmt túnakortinu tilheyrðu bænum 1,5 teigar túns og um 860 m2 kálgarða. Á túnakortinu voru einnig þrjú útihús í hnapp innan kálgarðs um 10 m norðan við vestur-bæinn. Eitt útihúsanna var forgryfja og/eða salerni. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segir: „hjáleiga ein, áföst við bæinn.“ Heimildamanni þykir líklegra að hjáleiga hafi verið áföst vestari bænum, en ekki eru nein efnisleg ummerki um það. Bærinn er nú (2008) um 40 m norðan við frystihús Nesfisks.

Garður

Garður – Guðlaugsstaðir – túnakort 1919.

Á túnakorti er merktur brunnur, útihús og tveir kálgarðar sem nú eru horfnir, mest farið undir malbikað plan frystihússins.
Húsin standa við malbikuð bílaplön frystihúss Nesfisks, og við hrossatún. Upp við húsin er mikill hvanngróður, en sú órækt hefur verið þar að minnsta kosti frá 1970.
Íbúðarhúsið stendur á um 50×50 m hól sem nær mest um 2 m hæð. Einnig er þar skúr, sem eitt sinn var fjós Gerða, og er merkt inná túnakortið. Íbúðarhúsið hefur gengið í gegnum einhverjar breytingar frá 1919, og er í dag (2008) í eigu Nesfisks. Austur af fjósinu er sýnileg garðhleðsla en samkvæmt túnakorti var kálgarður enn austar sem ekki er til staðar í dag. Innan í þeim garði er merkt forað, en vegna mikillar hvannaróræktar reynist örðugt að finna ummerki þess.

Auðunnarbær

Garður

Garður – skipulagsuppdráttur 1975.

Í grein Hallmanns Sigurðssonar um býli og búendur í Garði 1903-1915 segir: „Næst Gerðum var lítið timburhús. Þar bjuggu Auðunn Eiríksson og kona hans, Halldóra.“ Þessi bær var nefndur Auðunnarbær og var hann um 100 m norður af Vestri-Gerðum 002, og 7 m suður af grjótgarði við sjávarlínu Garðs. Rústirnar eru í túnjaðri Kirkjuflatar. Við og í bæjarstæðinu vex mikið af hundasúru.
Tóftin er um 5×3 m og snýr í norður-suður. Tóftin er úr einfaldri steinaröð sem myndar e.k. grunn. Ekki er um eiginlegar hleðslur að ræða, en í heimild segir að um timburhús hafi verið að ræða. Innan grunns er jörðin grafin niður um 0,2 m. Túngarður liggar að tóftinni að vestan.

Níelsarbær
Í grein Hallmanns Sigurðssonar um býli og búendur í Garði 1903-1915 segir: „Næsta hús [við Auðunnarbæ] var torfbær og bjuggu þar ýmsir. Sá, sem ég man helzt eftir, hét Níels.“ Bærinn mun hafa verið kallaður Níelsarbær, í það minnsta á þessum tíma. Grunnur Níelsarbæjar er um 100 m frá Jaðri 018 og 85 m norðvestan við Auðunnarbæ, 15 m sunnan við grjótgarð. Grunnurinn er merktur með skilti.
Í dag (2008) er aðeins suðurhlið grunnsins sjánleg. Hún er 7 m á lengd frá austri til vesturs, og um 0,5 á breidd.
Sé miðað við gróðurfarsmun gæti breiddin hafa verið 4 m. Troðin leið liggur þétt upp við suðurhliðina og meðfram henni 5 m sunnar er túngarður.

Gerðaskóli

Garður

Gerðaskóli.

Í örnefnalýsingu Gauksstaða, Skeggjastaða og Brekku segir ennfremur: „Það sem myndar Skólatjörnina að utan, er Gauksstaðaurð. Þess má geta að þarna var fyrsti skólinn.“ Í 90 ára afmælisriti Gerðahrepps er birt grein Ögmundar Sigurðssonar frá 1890 en hann var þá skólastjóri Gerðaskóla, þar segir: „Í Garðinum var stofnaður barnaskóli árið 1871 og byrjaði þar kennsla 1872 … En hvað, sem um það var, þá komst skólinn á fyrir dugnað sjera Sigurðar [Brynjólfssonar] og fáeinna annarra dugandi bænda, og ljet hann reisa hús fyrir hann á sinni eigin lóð í Gerðum. … En hjer fór sem opt vill verða, þegar næga þekkingu vantar á hlutunum , að þetta dýra hús, sem byggt var fyrir skólann, reyndist mjög óhentugt; staðurinn var hinn versti, þar sem húsið stóð; sjór fjell upp að því og rann allt í kringum það í stórflóðum, svo að ekkert leiksvið varð fyrir börn úti við. Herbergin voru mjög óhentug, bæði vegna þess hvað birtan var slæm, og svo voru þau þröng. …

Garður

Gerðaskóli – minnismerki.

Árið 1887 tók sjera Jens Pálsson, sem nú er prestur á Útskálum, við stjórn skólans … Þá var afráðið að selja skólahúsið í Gerðum og flytja skólann heim að Útskálum, en vissra orsaka vegna gat þessu ekki orðið framgengt. Skólanefndin fékk því til leigu tvö herbergi handa skólanum hjá bónda einum í Garðinum … Á næsta sumri [þá líklega um 1891] er í ráði að gera við hús það sem skólinn á á Útskálum svo að eigi þurfi lengur að legja húsnæði handa honum.“ Minnismerki um skólann er um 90 m suðaustan við Eystri-Gerðar og um 20 m austan við Valbraut. Þar er malarhrúga með minnisvarða um Gerðaskólann.
Skólinn, sem var steinhús, var rifinn á seinni hluta 20. aldar að tillögu fegrunarnefndar.

Klöpp

Garður

Lónshús – túnakort 1919.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð býlið Klöpp um 100 m sunnan við vestari-bæinn og um 40 m norðvestan við Einarshús. Um 120 m suðvestur af Neðra-Gerði og 100 m suðvestar er tóft sem kemur heim og saman við staðinn. Við hana hefur verði sett skilti sem á stendur „Miðengi“ en ekki ljóst hvaðan sú heimild er fengin.
Tóftin er í órækt aðeins 10 m suðvestur af girtu túni. Grjóthlaðinn grunnur húss sem stendur frekar hátt. Er hann 7×5 m að stærð að utanmáli og er hæð hans 0,5 m. Grunnurinn snýr í austur-vestur og er nokkuð lægri til vesturs. Grjótið í honum virðist að einhverju leyti tilhöggið. Fyllt hefur verið í grunninn og er fremur grýtt og gróið grasi innan hans. Leifar af gaddavír og járnplötu eru sunnan við tóftina og umhverfis hana er nokkuð af grjóti.

Einarshús

Garður

Vatnagarður – loftmynd 2022.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð býlið Einarshús um 140 m sunnan við vestari-bæinn og um 20 m ANA við Önnuhús. Tún býlisins voru árið 1919 0,01 teigar og kálgarðar alls 300 m2. Minjarnar eru í afgirtu en óræktuðu túni. A: Steinsteyptur, feryrndur grunnur. Er hann 8×5 m að utanmáli og snýr u.þ.b. í austur-vestur. Breidd veggja er 0,3 m og mesta hæð þeirra er 0,8 m. Á syðri langvegg um 0,5 m frá horni sést móta fyrir dyraopi. Báðir gaflar ásamt suðvesturhorni eru fremur rofnir en þó sést móta fyrir þeim. Nokkuð af steypubitum hefur hrunið inn í grunninn og er þar fremur grýtt en einnig grasi gróið.

Gerðastekkur

Garður

Gerðar – loftmynd 2022.

„Ofan við þjóðveginn að sjá í Ósvörðuna frá bæ heitir Gerðastekkur,“ segir í örnefnalýsingu. Ofan við þjóðveginn eru íbúðahverfi.
Heimildamenn þekkja ekki til að hér hafi verið stekkur, og leit milli Gerða og Ósvörðu skilaði ekki árangri. Líkast til hefur stekkurinn farið undir íbúðahverfi.

Þorsteinshús

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð býlið Þorsteinshús um 100 m sunnan við eystri-bæinn og um 10 m vestan við Eyjólfshús. Bæjarröðin sneri norður-suður, fast vestan við veg. Tún býlisins voru árið 1919 0,65 teigar og kálgarðar alls 660 m2. Þorsteinshús stóð líklega þar sem Gerðavegur 21 er nú.
Íbúðahverfi, sléttuð grasflöt í garði við Gerðaveg 21, sunnan við það eru hins vegar óhirt tún. Gerðavegur 21 stendur á lágum hól sem gæti verið bæjarhóll Þorsteinshúsa.

Fjósar

Garður

Fjósar og Valbraut – loftmynd.

„Skúlahús … Þau voru skammt þar frá sem gamli skólinn er, þó fjær honum en Fjósar (hús),“ segir í athugasemdum við örnefnalýsingu Gerða. Þetta mun hafa verið á h.u.b. sama stað og býlið Valbraut en skv. Stúdentakorti frá 1954 stóð Valbraut um 150 m suður af Neðri-Gerðum, aðeins fáeinum metrum austan við Gerðaveg. Í grein Hallmanns Sigurðssonar um búendur og býli í Garði 1903-1915 segir: „Eru nú ótalin tvö býli: Valbraut og Fjósin.“ Ekki er bæjunum lýst nánar. Nú hafa verið sett niður tvö skilti í rústum á þessum stað. Á öðru stendur Valbraut og hinu Fjósar. Tóftirnar eru í afar grónu en ónýttu túni.

Haraldshús

Garður

Skúlahús – brunnur.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð býlið Haraldshús um 80 m sunnan við Eyjólfshús. Tún býlisins voru árið 1919 0,08 teigar og kálgarðar alls 480 m2.
Óræktað land, fremur blautt.
240 m suður af Neðri-Gerðum er lítill hóll. Hann er um 3 m í þvermál og um 0,3 m hár. Heimildir benda til að þar hafi Haraldshús staðið. Á hólnum vex hvönn sem gerir það erfitt um vik að greina nokkrar fornleifar á honum. B: 50 m austan við Haraldshús er tóft. Á Stúdentakorti eru hún nefnd Steinbogi. Á svipuðum stað er sýnt útihús frá Haraldshúsum á túnakorti og gætu þetta verið leifar þess. Tóftin er ferhyrnd, 5×4 m að stærð og snýr í norðvestur-suðaustur. Syðri langhlið er veglegust.

Mjósund

Garður

Hólavellir.

„Sjávarmegin var svæði, sem kallað var Skákir, þar sem nú eru fiskihús og athafnasvæði fiskútgerðarinnar. Þar upp af eru bæði Vorhús og Mjósund, sem hvort tveggja var býli, en nú í eyði,“ segir í örnefnalýsingu. Nú er ekki vitað hvar Mjósund hefur staðið og nafnið er ekki vel þekkt í dag. Líklegast er að skipt hafi verið um nafn á býlinu og um sé að ræða annaðhvort Settubæ eða Einarshús.

Sigurjónshús
Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð býlið Sigurjónshús um 30 m SSA við Haraldshús. Tún býlisins voru árið 1919 0,11 teigar og kálgarðar alls 800 m2. Nú stendur þar íbúðarhús, Gerðavegur 16. Svæðið í kringum íbúðarhúsið er sléttað og ekki eru nein ummerki um tóftir eða garða.

Settubær

Garður

Settubær.

Settubær stóð um 260 m suðvestur af Eystri-Gerðum. Þar eru rústir. Grasi gróið svæði. Rústir Settubæjar ná yfir svæði sem er alls um 45×20 m norðaustur-suðvestur. Tóft A er austast, tvíhólfa tóft með áföstum garði, og er um 8×8 m að stærð. Stærra hólfið er um 4×3 m NA-SV og er opið út í garðinn í suðaustur og annað op út í suðvestur. Allar hleðslurnar eru grónar en vel sést í steinhleðslurnar, sérílagi á norðausturhlið kálgarðsins. Tóftin er á um 0,5m háum hól.

Steinshús

Garður

Steinshús.

Á túnakort Gerða frá 1919 er túnskiki merktur Steinshúsi og í honum kálgarður. Engin hús eru merkt við garðinn og ekki ljóst hvar bærinn stóð.
Tún býlisins voru, samkvæmt túnakortinu, 0,23 teigar og kálgarðar alls 200 m2. Líklegast er að Steinshús hafi staðið rúma 200 m norðaustur af kálgarði, þar sem nú stendur íbúðarhúsið Steinshús. Í grein Hallmanns Sigurðssonar um búendur og býli í Garði 1903-1915 er minnst stuttlega á Steinshús en ekki getið um staðsetningu þess.

Gaukstaðir

Garður

Klöpp.

1703, jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847, 29 1/6 hdr. Kirkjueign. Jarðarinnar er getið í grein um hvalskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270: „…Hinn þridia þridvng taka gvkstader ok skeggiastader…“, DI II, 78. Þá er hennar getið í álitsgerð vegna landamerkjaágreiniings milli Skálholtsstólsjarða og Gauksstaða frá árinu 1528, DI IX, 465. Árið 1919 var tvíbýli á Gauksstöðum.
1703: „Fóðrast kann iiii kýr naumlega á allri jörðinni …Skóg til kolgjörðar brúkar jörðin í almenníngum. Torfrista og stúnga engin. Lýngrif lítið og í fjarska uppá heiðum í óskiftu landi. Fjörugrasatekja nokkur. Rekavon lítil. Murukjarnatekja nokkuð lítil sem brúkuð er til að næra peníng á heyskorti. Heimræði er árið um kríng, þó um vetur valla nýtandi, því lendíng er mjög slæm … Eldiviðartak af fjöruþángi naumlega til heimamanna brúkunar. Túnum og görðum spillir sjáfarágángur og so hjallhúsum. Engjar eru öngvar. Útigangur engin sumar
nje vetur. Vatnsból merkilega slæmt og bregðst sumar og vetur.“ JÁM III, 90.

Garður

Gauksstaðir.

1919: Austurbær: Tún 1,5 teigar, kálgarðar 870 m2. Vesturbær: Tún 1 teigur, kálgarðar 880 m2.
Gaukstaðir eru um 180 m norður af Skeggjastöðum, við enda Gauksstaðavegar. Árið 1919 þegar túnakort var gert af Gauksstöðum voru þar tveir bæir. Á túnakortið er merkt þyrping
húsa sem nær yfir svæði sem snýr norður-suður. Þar hafa bæirnir líklega staðið. Elsti hluti hússins sem nú stendur á bæjarstæðinu hefur sennilega þegar verið reistur þegar túnakortið var teiknað en byggt var sunnan við húsið á 5. áratug 20. aldar.

Garður

Gauksstaðir og Skeggjastaðir – minjakort.

Greinilegur bæjarhóll er undir íbúðarhúsinu. Í grein Hallmanns Sigurðssonar um býli og búendur í Garði segir að Gísli Einarsson hafi reist stórt timburhús á Gauksstöðum, væntanlega fyrir aldamótin 1900. Það var tekið niður og flutt til Reykjavíkur en steinhús, sem er væntanlega að hluta enn uppistandandi, var reist 1913.
Bæjarstæðið er fast niður við sjóinn. Stórt, slegið tún er sunnan við bæ. Alls er bæjarhóllinn um 50 x 30 m stór frá austri til vesturs. Á honum stendur stórt íbúðarhús, skemma norðan
við það og gamalla bárujárnsskúr austast.

Lambhús

Garður

Lambastaðir – uppdráttur; Sigríður Jóhannsdóttir 1978.

„Upp af bæ er lambhús, og þar austur af er Eiði,“ segir í örnefnalýsingu. Íbúðarhús sem nefnist Lambhús stendur að því er virðist nálægt þessum stað. Það er um 180 m vestur af Gauksstöðum. Í grein Hallmanns Sigurðssonar um býli og búendur í Garði á árunum 1903-1915 segir: „Á Gauksstaðalóðinni var eitt tómthúsbýli, Lambhús.“
Gamall, einlyftur steinbær og þétt byggð í kring nema Gauksstaðatúnið er að austanverðu. Engar leifar sjást af eldri húsum og raunar ekki fullvíst að umrædd lambhús hafi staðið á nákvæmlega sama stað og íbúðarhúsið, þótt líkur bendi til þess.

Bjarghús
„… er túngarður úr grjóti upp fyrir tómthúsið Bjarghús,“ segir í örnefnalýsingu. Síðar í sömu lýsingu segir: „Svo er Hábær ofan við Bjarghús.“ Hér hefur verið giskað á að rústir séu af Hábæ en þeirri ágiskun fylgir nokkur óvissa. Staðsetning Bjarghúsa verður að teljast óþekkt að svo komnu máli þótt sennilega hafi þau verið í námunda við Hábæ.

Hábær

Garður

Varir.

Í örnefnalýsingu segir: „Ofan við bæ [Skeggjastaði], upp við veg, er nýbýli, sem heitir Steinstaðir, vestur af Eiði. Svo er Hábær ofan við Bjarghús.“ Hábær var í landi Gaukstaða en í raun er nákvæm staðsetning hans óþekkt. Af lýsingum að dæma gæti hann þó hafa verið þar sem nú er rúst inni í hestagirðingu um 140 m norðvestur af Skeggjastöðum og um 160 m suðvestur af Gauksstöðum.
Skv. grein Hallmanns Sigurðssonar um búendur í Garði á árunum 1903-1915 bjó þá fjörgamall maður, Árni Pálsson, í Hábæ. Þess má geta að hús er merkt með nafninu Hábær inn á loftmynd frá sveitarfélaginu. Það virðist standa við Sunnubraut 9 en ekki fékkst staðfest hvort það er á bæjarstæði gamla Hábæjar.
Vel bitin hestagirðing, landamerkjagarður, milli Skeggjastaða og Gauksstaða er um 10 m sunnan við rústina.

Tjarnarkot

Garður

Varir, Meiðastaðir og Ívarshús – túnakort.

„Ofan við Skólatjörnina var Tjarnarkot,“ segir í örnefnalýsingu. Tjarnarkot hefur líkast til verið um 100 m suðaustur af bæjarstæði Gerða en staðsetningin er ekki mjög nákvæm, enda hefur svæðinu verið raskað mjög mikið. Þar sem Skólatjörn var áður hefur átt sér stað mikil uppfylling, og stendur þar nú fiskvinnsluhús.
Ekki sjást nú (2008) leifar Tjarnarkots.

Skeggjastaðir
1703, jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847, 8 1/8 hdr. Bændaeign. Jarðarinnar er getið í grein um hvalskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270: „…Hinn þridja þridivng taka gavkstader ok skeggiastadir…“, DI II, 78. Þá er hennar getið í hlutabók eða sjávargerðarreikningi Kristjáns skrifara frá 1548, DI XII, 127 og í jarðaskiptabréfi hirðstjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól frá 1563, DI XIV, 156.

Garður

Skeggjastaðir – loftmynd 2022.

Árið 1919 var tvíbýli á Skeggjastöðum.
1703: „Fóðrast kann i kýr ríflega …Skóg til kolgjörðar hefur jörðin í almenníngum. Torfristu og stúngu þar í annars jarða löndum til að fá. Eldiviðartak af fjöruþángi mjög lítið. Rekavon því næsta engin. Murukjarnatekja með stórstraumi nokkur til að næra peníng á heyskorti. Heimræði er árið um kríng og lending frí á Gaukstaðalandi …Engjar eru öngvar. Útigángur enginn sumar nje vetur. Vatnsból er ekkert í landareign jarðarinnar.“ JÁM III, 90-91.
1919: Norðurbær: 0,82 teigar, kálgarðar 1150 m2. Suðurbær: Tún 0,78 teigar, kálgarðar 910 m2.
Samkvæmt túnakorti frá 1919 var þá tvíbýli á Skeggjastöðum. Það kemur heim og saman við það sem segir í grein Hallmanns Sigurðssonar um búendur í Garði 1903-1915: „Á Skeggjastöðum var tvíbýli. Á öðrum bænum bjó Ólafur Gíslason……Á hinum jarðarpartinum byrjaði að búa 1910 Tryggvi Matthíasson trésmiður.“ Syðri bærinn stóð um 10 m ASA við nyrðri bæinn. Þar er merkt T-laga húsaþyrping og kálgarður fast austan við.
Skeggjastaðir eru um 70 m norðvestan við Brekku. Núverandi bæjarhús standa klárlega á bæjarstæði syðri bæjarins en hér er samt öllum bæjarhólnum lýst. Hús stendur á hólnum miðjum, afgirtur garður er sunnan við húsið og bílastæði norðan og vestan við það.
Enginn kjallari er undir íbúðarhúsinu. Austan og norðan við hólinn eru tún, niður að sjó. Bílskúr stendur við húsið.

Húsatóftir

Garður

Móabær – túnakort 1919.

Hústóft er um 65 m vestur af Skeggjastöðum, fast norðan við heimreiðina. Þetta gætu verið Húsatóftir eða Húsatættur en um staðinn segir í örnefnalýsingu „Svo er Hábær ofan við Bjarghús. Þar neðar og nær bæ eru Húsatættur.“ Um tómthúsið segir í grein Hallmanns Sigurðssonar um búendur í Garði 1903-1915: „Guðmundur Jónsson bjó að Húsatóftum. Hann gerði oftast út skip á vertíð og bát haust og vor.“ Tóftin er á grónu óræktarsvæði, gróðurinn þar nær allt að 2 m hæð við vegkant. Um er að ræða tóft af litlu útihúsi með áföstum garði, líklega kálgarði. Alls er mannvirkið um 9×5 m stórt.

Steinsstaðir
Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð þurrabýlið Steinsstaðir um 220 m VSV við Garðstaði og um 50 m norðvestan við Eiði. Samkvæmt túnakortinu voru tún býlisins 0,09 teigar og kálgarðar alls 300 m2. Í örnefnalýsingu segir: “ Ofan [sunnan] við bæ, uppi við veg, er nýbýlið Steinstaðir, vestur af Eiði.“

Garður

Meiðastaðir – minjakort.

Hugsanlega hafa Steinsstaðir fallið í eyði og verið byggðir upp aftur um það leyti sem örnefnalýsingin var skráð, þ.e. um miðbik 20. aldar, en staðsetning þess í lýsingunni kemur vel heim og saman við staðsetningu Steinstaða á túnakortinu frá 1919 og því líkega um einn og sama staðinn að ræða. Steinsstaðir eru í Skeggjastaðalandi, um 260 m VSV af Gauksstaðabænum. Í grein Hallmanns Sigurðssonar um búendur í Garði 1903-1915 kemur fram að Steinsstaðir hafi verið mjög lítill bær.
Þar er nú stórt og veglegt einbýlishús, merkt Steinsstaðir á loftmynd frá sveitarfélaginu.
Allar leifar um eldri byggingar eru horfnar. Óræktarlóð er austan við húsið og þar sjást reyndar talsverðar ójöfnur.

Eiði
Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð þurrabýlið Eiði um 50 m suðaustan við Steinsstaði. Þá var tvíbýlt á jörðinni en bæirnir sambyggðir. Bæjarröðin snýr austur-vestur. Samkvæmt túnakortinu voru tún eystri bæjarins 0,03 teigar og kálgarðar alls 550 m2. Tún vestri bæjarins voru 0,09 teigar og kálgarðar 540 m2. Í örnefnalýsingu segir: „Upp af bæ er lambhús, og þar austur af er Eiði.“ Eiði var þar sem nú er lóð leikskólans í Garði, nánar tiltekið þar sem nú leikkastali á lóðinni. Þetta er um 180 m norðvestur af Skeggjastöðum. Sléttuð lóð með leiktækjum.
Öll ummerki um Eiði eru horfin. Eiði mun hafa verið síðasti uppistandandi torfbærinn í Garði.

Garðsviki

Garður

Steinshús fremst.

„Þar neðar og nær bæ eru Húsatættur, og efst er Garðsviki,“ segir í örnefnalýsingu. Í athugasemdum við lýsinguna segir ennfremur: „Kot var í Garðsvika.“ Í grein Hallmanns Sigurðssonar um búendur og býli í Garði 1903-1915 er ekki minnst á Garðsvika en þar er hins vegar talað um Garðsríki og ekki ólíklegt að það hafi verið sami bær: „Í Garðsríki bjó á þessum árum maður að nafni Matthías, var hann aðfluttur og dvaldi þar fremur stutt og veit ég ekki meira um hann að segja.“ Ekki fengust upplýsingar um hvar bærinn stóð. Í lýsingu Hallmanns er það Garðsríki upp milli Steinsstaða og Sigríðarstaða sem er síðasti bærinn sem minnst er á áður en komið er í Gerðahverfi. Erfitt er að átta sig á staðháttum út frá þessum lýsingum.

Sigríðarstaðir

Garður

Móabær.

Í grein Hallmanns Sigurðssonar um býli og búendur í Garði 1903-1915 segir: „Sigríðarstaðir er næsti bær [við Garðsríki]….Eru þá upptaldir bæir, sem ég man eftir fyrir innan Gerðar.“ Ekki fundust aðrar heimildir sem minnast á Sigriðarstaði og ekki ljóst hvar bærinn stóð.

Brekka
1703, jarðardýrleiki óviss. Konungsiegn. 1847, 6 1/4 hdr. Konungseign. Jarðarinnar er getið í afgjaldareikningi Eggerts fógeta Hannessonar frá 1552, DI XII, 418, 421 og í jarðaskiptabréfi hirðstjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól frá 1563, DI XIV, 156.
1703: „Fóðrast kann i kýr ríflega … Skóg til kolgjörðar hefur jörðin í almenníngum. Torfrista og stúnga engin í landi jarðarinnar það menn vitu til vissu, en lánga vegu burt upp í heiði hafa ábúendur um nokkrar studnir stúngið torf á hey og eldivið, og hefur ekki átalið verið. Eldiviðartak af fjöruþángi mjög lítið. Rekavon lítil mjög eður engin. Murukjarnatekja nærri því engin. Heimræði er árið um kríng … Tún jarðarinnar blæs upp árlega og gengur upp fastagrjót. Engjar öngvar. Úthagar öngvir sumar nje vetur. Vatnsból næsta því ekkert í landeign jarðarinnar,“ JÁM III, 91-92.

Garður

Nýlenda.

1919: Tún 1,6 teigar, kálgarðar 1020 m2.
Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð Brekka um 60 m norðvestan við syðri bæinn á Skeggjastöðum. Þetta er um 170 m norðvestur af Vörum. Steinsteypt hús á greinilegum hól, grasi vaxið umhverfi. Þéttbýli er um 100 m suðvestar en ágætis tún er umhverfis Brekku. Vegur liggur upp að húsinu úr suðri.
Hóllinn er alls um 60×50 m stór frá norðri til suðurs, sennilega náttúrulegur að hluta. Á honum stendur einlyft steinhús. Austurhluti þess var byggður árið 1937 af eiginmanni Steinunnar Sigurðardóttur en vesturhlutinn er yngri viðbygging. Árið 1937 hafði ekki verið búið í Brekku um nokkurra ára skeið. Rústir voru á staðnum, aðallega man Steinunn eftir einum hlöðnum vegg og hlóðaeldhúsi vestan við norðurhluta hússins. Þar var fagurlega hlaðinn veggur, eins og klömbruhnaus en úr grjóti. Framan við húsið, þ.e. um 20 m norðaustan við, eru smáhólar sem skera sig úr. Þar fann sonur Steinunnar mikið af öðuskel þegar hann lék sér að því að grafa í hólinn. Því má ætla að öskuhaugur sé undir. Framan við suðausturhorn steinhússins var kvarnarsteinn sem nú liggur brotinn framan við bæjardyr – þeir voru reyndar tveir upphaflega en hinn var mun þynnri og eyðilagðist.

Brekkukot

Garður

Móakot.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð býlið Brekkukot um 85 m suðaustan við bæ. Bæjarhóllinn er fast norðaustan við nýbýlið Bjarmaland (1945). Jóhanna Kjartansdóttir þekkir bæinn sem Brekkubæ, og kannast ekki við Brekkukot. Á túnakorti frá 1919 er þessi staður þó greinilega merktur sem Brekkukot. Í örnefnalýsingu er minnst á Brekkubæ: „Brekkubær er uppi í móa.“ Í athugasemdum við lýsinguna segir ennfremur: „Brekkubær er eyðikot.“ Ekki er ljóst hvort þar er átt við þennan stað eða jafnvel Brekku en hún var í eyði, í það minnsta upp úr 1930.
Ekkert hús stendur nú á hólnum en hann er sleginn reglulega. Umhverfis hólinn voru nokkrir kálgarðar ræktaðir fram á 20. öldina samkvæmt heimildamanni, en nú sjást þeirra engin merki. Svæðið austan við hólinn er í órækt og lítið hægt að sjá þar. Hóllinn er um 10×20 m og snýr í norðvestur-suðaustur.
Um 2 m norður af hólnum er lítil bunga. Sunnan megin á hólnum er annar hóll, sá er eftir flaggstöng sem reist var af föður heimildamanns á fyrri part 20. aldar. Í hólnum glittir svo í steina á stöku stað sem gætu verið hleðslur. Heimildamaður segir að meðan grasið var slegið hafi mátt sjá steinstétt liggja norður frá hólnum, en ekki er hægt að greina hana í dag.

Varir

Garður

Varir.

1703. jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847, 25 hdr. Bændaeign. Jarðarinnar er getið á skrá yfir hvalskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270: „…Annan þridívng varer ok straglastader ok darrastader…“, DI II, 78. Þá er hennar getið í máldaga Hvalnesskirkju frá 1370, DI III, 256 og í jarðaskiptabréfi hirðstjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól frá 1563, DI XIV, 156.
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 nefnir tvær hjáleigur á jörðinni og er þá önnur í eyði.
Árið 1919 var tvíbýli í Vörum samkvæmt túnakorti jaðrarinnar. „Fyrir ofan Varir eru þrjú nýbýli úr landi jarðarinnar,“ segir í örnefnalýsingu Vara, 3.

Garður

Varir og Brekka – minjakort.

1703: „Fóðrast kann i kýr og önnur að tveim þriðjúngum … Skóg til kolgjörðar hefur jörðin í almenníngum. Torfrista og stúnga engin nema sú, er brúkuð er láng frá upp í heiði. Eldiviðartak af fjöruþángi hvörgi nærri sem nauðsyn er til, og þarf annarsstaðar til að fá. Fjörugrasatekja lítil. Rekavon nokkur með stórstraumi. Heimræði er árið um kríng og lending hin besta …Engjar eru öngvar. Útigangur enginn sumar nje vetur. Vatnsból er ekkert í landeign jarðarinnar.“ JÁM III, 92-93.
1919: Neðri bær: Tún 0,9 teigar, kálgarðar 720 m2. Efri bær: Tún 1 teigur, kálgarðar 840 m2.
Árið 1919 var tvíbýli í Vörum, efri- og neðri-bær. Neðri bærinn hefur staðið vestar og norðar samkvæmt túnakorti frá 1919. Í örnefnalýsingu jarðarinnar segir: „Varabærinn stendur á háum hól niður við sjó. Þar stóð áður baðstofa, sem nefnd var Höllin sökum stærðar sinnar. Hana byggði Einar Sigurðsson, sem bjó í Vörum næst á undan Halldóri [Þorsteinssyni sem kom að Vörum 1911]. Hann byggði einnig útihús með gestaherbergjum og lokrekkju.

Garður

Kothús og Ívarshús – minjakort.

Ekkert stendur nú eftir af húsum þessum.“ Í lýsingunni segir ennfremur: „Steinsnar fyrir ofan og innan Varir er nýtt hús, Varir II (eða Efri-Varir í daglegu tali). Standa Vararbæirnir báðir í sama túninu.“ Varir standa næst sjó af öllum bæjum á svæðinu. Bærinn er um 170 m suðaustur af Brekku og um 120 m vestur af Kothúsum. Á hólnum stendur myndarlegt, gult bárujárnshús.
Árið 1919 var tvíbýli í Vörum, efri- og neðri-bær. Efri bærinn hefur staðið austar og sunnar samvkæmt túnakorti frá 1919. Í örnefnalýsingu jarðarinnar segir: „Varabærinn stendur á háum hól niður við sjó. Þar stóð áður baðstofa, sem nefnd var Höllinn sökum stærðar sinnar. Hana byggði Einar Sigurðsson, sem bjó í Vörum næst á undan Halldóri [Þorsteinssyni sem kom að Vörum 1911]. Hann byggði einnig útihús með gestaherbergjum og lokrekkju. Ekkert stendur nú eftir af húsum þessum.“ Ekki er ljóst hvort um vestari eða eystri bæinn er að ræða. Í lýsingunni segir ennfremur: „Steinsnar fyrir ofan og innan Varir er nýtt hús, Varir II (eða Efri-Varir í daglegu tali). Standa Vararbæirnir báðir í sama túninu.“ Austari bærinn hefur staðið austarlega á bæjarhól og gæti hluti þess bæjarstæðis meira að segja hafa farið undir veg sem liggur að steyptu fiskhúsi við sjóinn.

Kothús

Garður

Kothús.

1703, jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847, 14 1/6 hdr. Bændaeign. Kothúsa er getið í neðanmáls við grein um hvalskipti á Rosmhvalanesi. Þar stendur að bærinn sé þar sem áður voru Darrarstaðir, DI II, 78. Þá er jarðarinnar einnig getið í jarðaskiptabréfi hirðstjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól frá 1563, DI XIV, 156.
1703: „Fóðrast kann ii kýr naumlega. … Skóg til kolgjörðar hefur jörðin í almenníngum. Torfristu og stúngu á jörðin öngva, en er þó ekki meinað að brúka það í landi eyðijarðarinnar Heiðarhúsa, og tekur það þó mjög að eyðast. Lýngrif nokkuð brúkar jörðin fjarlægt í heiðum uppi. Fjörugrasatekja lítil. Rekavon lítil.
Skelfiskfjara lítil. Eldiviðartekja af fjöruþángi lítið mjög, og þarf annarstaðar til að fá, ef bjarglegt skal vera. Heimræði er árið í kríng … Engjar öngvar. Útihagar öngvir. Vatnból ekkert nema fjöruvatn.“ JÁM III, 94.
1919: Efri bær: Tún 0,6 teigar, kálgarðar 1500 m2. Neðri bær: 0,64 teigar, kálgarðar 1370 m2.

Garður

Kothús.

Kothús stóðu 30-40 m norður af Ívarshúsum og rúma 100 m SSA af Vörum. Árið 1919 var tvíbýli í Kothúsum, efri og neðri bær. Á bæjarstæðinu standa nú tvö hús líkt og sýnt er á kortinu 1919 og skilja einungis nokkrir metrar milli hússtæðanna. Er líklega um sömu hús að ræða, í það minnsta virðast þau komin til ára sinna.
Húsin standa á marflötu svæði og enga hólmyndun er þar að sjá. Malarplan er vestan við húsin en annars órækt í kring. Hér er syðra húsið skráð. Það er steinhús eða mögulega forskalað timburhús og enginn kjallari undir því. Ekki er kjallari undir húsinu og vottar alls ekki fyrir upphleðslu eða bæjarhól undir.

Blómsturvellir

Garður

Blómsturvellir.

„Upp af Vatnaskeri, neðan Kothúsa, eru rústir eftir tómthúsbýli, sem hét Blómsturvellir. Þar var byggð um aldamótin. Tætturnar sáust vel fyrir nokkrum áratugum, en eru nú horfnar,“ segir í örnefnalýsingu.
Heimildamenn telja Blómsturvelli hafa verið beint vestur af Meiðastaðakotunum. Í örnefnalýsingu Meiðastaða segir: „Milli fiskhúsanna og bæjar [Meiðastaða], vestan við götuna niður að sjó eru tvö kot sem heita Meiðastaðakot. Þau eru í líkri línu og Blómsturvellir í Kothúsalandi.“ Staðsetning kotsins verður þó að teljast ónákvæm.
Svæðið er sléttað tún og hvergi sér móta fyrir minjum nú (2008).

Kaldbak

Garður

Blómsturvellir – túnakort.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð þurrabýlið Kaldbak um 30 m vestan við Móabæ, kálgarðar eru merktir fast norðan, sunnan og austan við húsið. Samkvæmt túnakortinu voru tún býlisins um 0,07 teigar og kálgarðar alls 550 m2. Í örnefnalýsingu Kothúsa segir: „Í Kothúsalandi var Kallbak (ur) fyrir ofan veginn.
Aðeins innar var Móabær.“ Rústir Kaldbaks eru enn greinilegar, um 250 m sunnan við Kothús. Þær eru 50-60 m sunnan við aðalgötuna Garðbraut. Grasi vaxið óræktarsvæði sem markast af iðnaðarhúsnæði að sunnan og vestan en götum að austan og norðan.
Þokkalega greinileg tóft en veggir þó mikið farnir að síga. Hún er alls 12×7 m stór frá NA-SV og skiptist í tvennt. Vestar er eins og lítil hústóft, um 5×5 m stór að utanmáli. Hún virðist opin í suður eða suðvestur, með nokkuð óreglulega veggi sem eru hæstir að norðanverðu, hátt í 2 m.

Móabær

Garður

Móabær.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð þurrabýlið Móabær um 30 m austan við Kaldbak. Kálgarður var fast vestan við bæinn. Samkvæmt túnakortinu voru tún býlisins 0,4 teigar og kálgarðar alls 470 m2. Í örnefnaskrá Kothúsa segir: „Í Kothúsalandi var Kallbak(ur) fyrir ofan veginn. Aðeins innar var Móabær. Hann var í byggð fram yfir aldamót.“ Í grein Hallmanns Sigurðssonar um býli og búendur í Garði 1903-1915 er minnst á Nóabæ en ekki Móabæ og má ætla að það sé sami staður. Staðsetningu tilgreinir Hallmann ekki að öðru leyti en því að Nóabær hafi verið í Kothúsalandi. Móabær stóð um 45 m suðaustan við Kaldbak. Þar er mjög grösugt óræktarsvæði fast sunnan við íbúðarhús.
Engin tóft sést, aðeins lágreist og ávöl þúst á kafi í grasi. Brúnir hennar eru hvergi skýrar heldur fjarar hún út í landið umhverfis. Nú er búið að reka staur niður í þústina og þar á að setja skilti með heiti bæjarins. Þústin er 10-15 m í þvermál og 0,5-0,7 m há. Ekkert grjót sést í henni og ekkert rústalag.

Hausthús

Garður

Móabær – túnakort 1919.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 stóð þurrabýlið Hausthús um 50 m norðvestan við Kaldbak. Samkvæmt túnakortinu voru tún býlisins 0,06 teigar og kálgarðar alls 600 m2. Hausthús standa enn, næsta hús austan við Garðstaði eða Garðbraut 31. Hausthúsa er getið í grein Hallmanns Sigurðssonar um býli og búendur í Garði 1903-1915. Þá bjó þar Sigurður Bjarnason.
Þar stendur tvílyft bárujárnshús sem sennilega hefur verið risið þegar árið 1919. Enginn hóll er undir því og engin merki sjást um eldra hús.

Darrarstaðir

Garður

Kothús og Ívarshús – minjakort.

„…Annan þridívng varer ok straglastader ok darrastader er þar okk v stada skipte: taka tvo hlute varer: enn hin tvo þira ok jafnmikit hvort,“ segir í grein um hvalskipti á Romshvalanesi í Fornbréfasafni Íslands. Í neðanmálsgrein segir ennfremur að Straglastaðir og Darrarstaðir séu nú (1893) Ívarshús og Kothús. Darrastaða er getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703: „So segja góðir menn, að i þessari sveit hafi þeir heyrt til forna verið hafa jarðir tvær, sem kallaðar skuli verið hafa Darrastaðir og Straglastaðir, sumir segja Stranglastaðir. Hvar þær jarðir sjeu nú eður hafi verið, þykist enginn vita, nema hvað eftir því sem segir í gömlum Rosmshvalaness rekaskiftamáldaga nefnir þessar áðurgreindar tvær jarðir, og standa þær í tölu jarðanna hjer í Garði so niður settar, að skynsamir menn ætla þær sjeu hinar sömu, sem nú eru kölluð Kothús og Ívarshús.
Því að so sem i þeim máldögum er i þessari röð Darrastaðir og Straglastaðir nenfdir, so finst í hvörugum Kothús nje Ívarshús nefnd vera, og standa þó báðar þessar jarðir í sömu röð sem hinar áður.“ Hér verða þessar kenningar látnar liggja milli hluta. Staðsetning Darrastaða er með öðrum orðum ekki þekkt en vel má vera að bærinn hafi verið þar sem síðar byggðust Ívarshús eða Kothús. Ummerki, þ.e. magn uppsafnaðra mannvistarleifa, benda frekar til að Ívarshús geti verið gamalt bæjarstæði.

Ívarshús

Ívarshús

Ívarshús.

1703, jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847, 11 2/3 hdr. Bændaeign. Ívarshúsa er getið í neðanmálsgrein við grein um hvalskipti á Rosmhvalanesi. Þar segir að bærinn sér þar sem Straglastaðir (097:010) voru áður, DI II,
78. Jarðarinnar er getið í afgjaldsreikningi Eggerts hirðstjóra Hannessonar frá 1553, DI XII, 578 og í jarðaskiptabréfi hirðstjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól frá 1563, DI XIV, 156.
Árið 1919 er tvíbýli í Ívarshúsum en bæirnir sambyggðir.
1703: „Fóðrast kann i kýr og i úngneyti. … Skóg til kolgjörðar hefur jörðin í almenníngum. Torfristu og stúngu á jörðin öngva, en er þó ekki meinað það að brúka í landi eyðijarðarinnar Heiðarhúsa, og tekur það þó mjög að eyðast. Lýngrif nokkuð brúkar jörðin í heiðinni lángt í burtu í óskiftu landi. Fjörugrasatekja lítil mjög og næsta engin. Rekavon næsta því engin. Skelfiskfjara lítil. Eldiviðartak af fjöruþángi næsta því ekkert. Heimræði á jörðunni, en uppsátur frí í Kothúsalandi … Engjar öngvar. Útihagar öngvir. Vatnsból er ekkert í landi
jarðarinnar, og brúkar hún frí fjöruvatn í Kothúsalandi.“ JÁM III, 94-95.

Garður

Efri-Akurhús.

1919: Efri bær: Tún 1 teigur, kálgarðar 750 m2. Neðri bær: Tún 1 teigur, kálgarðar 200 m2.
Samkvæmt túnakorti frá 1919 var tvíbýli í Ívarshúsum það ár. Bæirnir voru sambyggðir og sneri bæjarröðin norðvestur-suðaustur. Í örnefnalýsingu Kothúsa segir: “ Rétt fyrir ofan Kothúsabæinn eru greinilegir kálgarðsveggir. Þarna var áður hjáleigan Ívarshús, sem nú er löngu í eyði fallin. Enn heitir Ívarshúsatún samhliða bænum, en það hefur nú verið lagt undir heimajörðina.“ Bæjarhóll Ívarshúsa er mjög greinilegur, 20-30 m suður af Kothúsum og um 160m vesutr af bæjarhól Meiðastaða. Í grein Hallmanns Sigurðssonar, Býli og búendur í Garði 1903-1915 er talinn Kristján Jónsson, ábúandi í Ívarshúsum og þar var því enn búið í upphafi 20. aldar.
Greinilegur og kúptur rústahóll í túni. Á honum standa engin hús. Hóllinn er myndarlegur og sker sig úr, vaxinn ræktarlegu grasi. Honum virðist ekkert hafa verið raskað. Vegur
framhjá Kothúsum liggur 20-30 m vestan við hann. Hóllinn snýr nokkurnveginn norður-suður og er um það bil 50×40 m stór. Allar brúnir eru vel skarpar og hóllinn virðist allt að 4 m hár sé staðið við hann að vestan.

Litlibær

Garður

Meiðastaðir og Rafnkelsstaðir – túnakort.

„Fyrir ofan [sunnan?] Ívarshús voru áður tvær hjáleigur, sem hétu Litlibær og Litlu-Kothús,“segir í örnefnalýsingu Kothúsa. Ekki er nú vitað hvar þessar hjáleigur stóðu og engin ummerki hafa fundist ofan við Ívarshús sem gætu komið heim og saman við lýsinguna.

Litlu-Kothús
„Fyrir ofan [sunnan] Ívarshús voru áður tvær hjáleigur, sem hétu Litlibær og Litlu-Kothús,“segir í örnefnalýsingu Kothúsa. Ekki er nú vitað hvar þessar hjáleigur stóðu og engin ummerki hafa fundist ofan við Ívarshús sem gætu komið heim og saman við lýsinguna.

Straglastaðir
„…Annan þridívng varer ok straglastader ok darrastader er þar okk v stada skipte: taka tvo hlute varer: enn hin tvo þira ok jafnmikit hvort,“ segir í grein um hvalskipti á Romshvalanesi í Fornbréfasafni Íslands. Í neðanmálsgrein segir ennfremur að Straglastaðir og Darrarstaðir séu nú (1893) Ívarshús og Kothús.

Garður

Vindmyllustandur í Garði.

Straglastaða er getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703: „So segja góðir menn, að i þessari sveit hafi þeir heyrt til forna verið hafa jarðir tvær, sem kallaðar skuli verið hafa Darrastaðir og Straglastaðir, sumir segja Stranglastaðir. Hvar þær jarðir sjeu nú eður hafi verið, þykist enginn vita, nema hvað eftir því sem segir í gömlum rosmshvalaness rekaskiftamáldaga nefnir þessar áðurgreindar tvær jarðir, og standa þær í tölu jarðanna hjer í Garði so niður settar, að skynsamir menn ætla þær sjeu hinar sömu, sem nú eru kölluð Kothús og Ívarshús. Því að so sem i þeim máldögum er i þessari röð Darrastaðir og Straglastaðir nenfdir, so finst í hvörugum Kothús nje Ívarshús nefnd vera, og standa þó báðar þessar jarðir í sömu röð sem hinar áður.“ Hér verða þessar kenningar látnar liggja milli hluta. Staðsetning Straglastaða er með öðrum orðum ekki þekkt en vel má vera að bærinn hafi verið þar sem síðar byggðust Ívarshús eða Kothús. Ummerki, þ.e. magn uppsafnaðra mannvistarleifa, benda frekar til að Ívarshús geti verið gamalt bæjarstæði.

Meiðastaðir (Meiríðarstaðir)

Garður

Meiðastaðir.

1703, jarðardýrleiki óviss. Konungseign. 1847, 16 2/3 hdr. Konungseign. Jarðarinnar er getið í grein um hvalskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270: …þar af einn hlvt homvr. Annan hlvt midskala gardvr. skal honum skipta j þridivnga taka einn þridívng … ok meidarstader…“, DI II, 78. Þá er hennar einnig getið í jarðaskiptabréfi hirðstjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól frá 1563, DI XIV, 156.
Í örnefnaskrá jarðarinnar sem rituð er 1978 segir: „Nýbýli eru hér einhver, og nú eru þrjú íbúðarhús á jörðinni, heimabænum.“
1703: „Fóðrast kann ii kýr … Skóg til kolgjörðar hefur jörðin í almenníngum. Torfrista og túnga engin í heimajarðarinnar landi, en þó brúkuð í eyðijörðunni Heiðarhúsum. Lýngrif nokkuð lítið fjarlægt upp í heiði. Fjörugrasatekja nokkur. Rekavon lítil. Murukjarni lítill með stórstraumum og þó erfitt að sækja. Heimræði er árið um kríng … Lendíng í lakara lagi. Túnin spillast af leysíngarvötnum árlega. Engjar eru öngvar. Útigangur enginn sumur nje vetur, nema á túnstæði eyðijarðarinnar Heiðarhúsa. Vatnsból er ekkert í landeign jarðarinnar.“ JÁM III, 95-96.

Meiðastaðir

Þorsteinn Gíslason 7. nóvember 1855 – 30. janúar 1931. Útvegsbóndi á Meiðastöðum, Gerðahr., Gull. Fósturmóðir: Kristín Magnúsdóttir, f. 23.3.1823, d. 19.6.1877.

1919: Tún 2,8 teigar, kálgarðar 1200 m2.
Bæjarhóll Meiðastaða er um 120 m norðvestur af Rafnkelsstöðum. Hann er fast vestan við Meiðastaðaveg, um miðja vegu milli strandlínu og Garðbrautar. Tvö aðskilin hús standa á hólnum, sem er allgreinilegur. Snýr húsaröðin frá norðvestri til suðausturs líkt og gamli bæirinn hefur gert. Mikil órækt er kringum húsin og bílastæði sunnan við þau. Kringum hólinn eru annars tún. húsbyggingar. Aðalíbúðarhúsið á hólnum var reist á árunum milli 1950-60 en Anton og Guðlaugur Sumarliðasynir fæddust í eldra timburhúsi sem stóð á sama stað og var sennilega byggt um 1860. Vestan við húsið var áður lágreistari skemma sem í voru hross og kýr. Þeir muna eftir niðugröfnu íshúsi í bæjarhólnum norðan við húsið.

Meiðastaðakot eystra

Garður

Jaðar.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 var hús um 90 m norðaustan við bæ og um 20 m austur af. Það er merkt eins og forgryfja og/eða salerni. Þetta var Meiðastaðakotið eystra en ekki ljóst hvort þar var húsmannskofi eða útihús árið 1919. Um Meiðastaðakot segir í örnefnalýsingu: „Milli fiskhúsanna og bæjar, vestan við götuna niður að sjó, eru tvö kot, sem heita
Meiðastaðakot.“ Ekki er vitað hvenær þau voru í byggð en ekki getur Hallmann Sigurðsson um þau í grein sinni um býli og búendur í Garði 1903 – 1915.
Tún með geysilega háu og ræktarlegu grasi. Þetta hús hefur staðið fast við Meiðastaðaveginn sem liggur niður að sjó og sennilega hefur hóllinn sem húsið stóð á farið undir veginn að hluta. Rústahóll. Veggir eru ekki greinilegir en sennilega hefur uppfylling undir veg lent ofan á hússtæðinu. Hóllinn er um 10×5 m stór frá noðrir til suðurs en gefur þó e.t.v. ekki rétta mynd af upphaflegri stærð vegna rasksins.

Rafnkelsstaðir

Garður

Meiðastaðir og Rafnkelsstaðir – túnakort 1919.

1703, 20 hdr. Bændaeign. 1847, 20 hdr. Bændaeign. Jarðarinnar er getið í grein um hvalskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270: „… þar af einn hlvt holmvr. Annan hlvt midskala gardvr. skal honum skipta j þirivnga taka inn þridívng hrafnkielstader…“, DI II, 78. Þá er hennar getið í vitnisburðarbréfi frá 1418, DI IV, 265 og öðru frá 1428, DI VI, 42. Jarðarinnar er einnig getið í afgjaldareikningi Eggerts hirðstjóra Hannessonar frá 1553, DI XII, 580.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín er ein hjáleiga sögð á jörðinni.

Garður

Meiðastaðir og Rafnkelsstaðir – túnakort 1919.

1703: „Fóðrast kann ii kýr … Torfrista til húsbótar er í allra naumasta máta, í heyþöku engin nema tilfengin annarstaðar. Fjörugrasatekja mjög lítil. Rekavon nokkur. Skelfiskfjara hefur áður verið góð, nú aldeiliss af, síðan síðasti lagnaðarís fordjarfaði þessa gagnsmuni. Murukjarni fæst nokkur með stórstraumum, og er brúkaður til að næra peníng í heyskorti. Eldiviðartak af fjöruþángi var áður nokkurneiginn bjarglegt, en síðan hinn mikili lagnaðarís fordjarfaði fjöruna, hefur ábúandinn neyðst til að kaupa eldiviðartak annarsstaðar. Heimræði er hjer árið um kríng …

Garður

Rafnkelsstaðir – minjakort.

Lending er aðgætnissöm. Tún jarðarinnar blásast upp af stórviðrum og þó enn meir af leysingarvatnságangi; að n eðanverðu grandar túninu sjór, og fyrir þá sök hefur ábúandinn í næstu xxx ár þrisvar sinnum tilþrengdur að færa skipanaustin inn á túnið. Engjar eru öngvar. Útihagar utangarðsöngvir …Vatnsból hefur jörðin í betra lagi og líður fyrir það mikinn átroðníng“ ´JÁM III, 96-97.
Árið 1919 var tvíbýli á Rafnkelsstöðum.
Rafnkelsstaðir eru austarlega í þéttbýlinu í Garði, rúma 100 m austur af Meiðastöðum. Þegar túnakort var teiknað árið 1919 stóðu þar tvö íbúðarhús, nyrðri og syðri bær.
Nyrðra húsið hefur staðið nokkurn veginn á sama stað og núverandi íbúðarhús, á bæjarhólnum.

Garður

Rafnkelsstaðir.

Þéttbýli en langt er á milli húsa á þessum slóðum. Grasi gróið, afgirt svæði er fast austan við húsið sem nú stendur á bæjarhólnum. Bílastæði er austan við húsið, á bæjarhól.

Steinsteypt hús stendur að því er virðist í vesturjaðri bæjarhóls. Nokkuð greinileg hólmyndum er austan hússins, á afgirtu svæði. Hóllinn er mjög grösugur og ekki sjást greinilegar rústir á honum. Hann er aflangur frá austri til vesturs, um 50×40 m stór. Mjög skarpar brúnir eru á hólnum að norðan og austan og þar er hann allt að 3 m hár.

Garður

Minjar sunnan Rafnkelsstaða – loftmynd.

Gamalt og illa farið steinhús stendur fast sunnan við bæjarhólinn. Grjóthleðsla gengur út frá bæjarhjólnum austan við þetta steinhús, um 10 m löng.
Árið 1919 var tvíbýli á Rafnkelsstöðum, nyrðri og syðri bær. Syðri bærinn stóð skv. túnakorti um 40 m sunnan við hinn nyrðri. Þar sem húsið stóð liggur nú malbikaður vegur.
Öll ummerki eru horfin.

Réttarholt

Garður

Réttarholt.

„Rétt innan við Kópu eru klettar þeir, sem nefndir eru Skarfaklettar. Þeir eru fyrir neðan Réttarholt,“ segir í örnefnalýsingu. Réttarholt er um 180 m norðaustur af Rafnkelsstöðum. Þar stendur samnefnt hús. Um Réttarholt er skrifað á túnakorti frá 1919: „Réttarholt, þ.búð við sjó, bygð fyrir ca. 36 árum. Nýlega bygt þar upp aftur steypuhús og afgirt, er þó mannlaust nú. Túnblettur í órækt…“
Snyrtilegir slegnir blettir eru í kringum húsið, og norðan við er aflíðandi brekka niður að sjó.
Húsið sem nú heitir Réttarholt er byggt á árunum 1910-1912 og byggt er við það 1939. Ekki er kjallari undir því. Heimildamaður segir frá því að áður en það hús er byggt hafi verið torfbær rétt austan við núverandi hús sem hét Réttarholt, sem nú (2008) er horfið. Uppruni nafnsins er ekki þekktur en talið er kálgarðar sunnan við húsið, hafi eitt sinn verið rétt.

Þórðarbær/Bjarnabær/Finnsbær/Berg

Garður

Bæir sunnan Rafnkelsstaða.

„Hér voru býli, sem farin eru í eyði: Þórðarbær, Bjarnabær [sjá að neðan], Pálsbær, og Finnsbær [sjá að neðan],“ segir í örnefnalýsingu. Leifar býlanna eru um 130 m austan við Rafnkelsstaði. Til er túnakort af svæðinu frá árinu 1919. Þá virðast önnur bæjanöfn hafa verið við lýði, í það minnsta er bæjarstæði Finnsbæjar, sem nú er horfinn undir íbúðarhús norðvestast á svæðinu, nefnt Holt og Bjarnastaðir nefndir Grund. Önnur heiti eru ekki sýnd á kortinu en annars koma allar útlínur á því mjög vel heim og saman við garðlög og rústir sem nú sjást.
Nálægt þéttbýli, grasi gróið. Svæðið er vel varðveitt utan norðvestasta hlutann þar sem Finnsbær stóð, en þar er nú íbúðarhúsið Holt sem var reist í nokkrum stigum.

Rafnkelsstaðaberg

Garður ofan Rafnkelsstaðabergs.

Árin 1908-1910 var timburhús byggt ásamt kjallara sem upphaflega var fjós. Það var byggt við hliðina gamalli torfbaðstofu, sem þá var gömul. Bætt var við húsið í kringum 1960, og seinna 1974. Undir nýrri viðbyggingum var ekki grafinn kjallari. Þegar íbúar grófu fyrir jurtagarði (2008) var komið niður á hleðslusteina og öskuhaugsleifar fast suðaustan við íbúðarhúsið. Ekki var nema rétt rist ofan af þeim leifum. Gamla baðstofan liggur líklega undir viðbyggingunum. Búið var í torfbænum þar til timburhúsið var byggt.

Garður

Bæir austan Rafnkelsstaða.

Bæirnir þrír mynduðu í raun lítið hverfi og minna minjarnar, sem eru vel varðveittar, einna helst á margskipta rétt. Þar stóðu bæirnir þrír og kálgarðar í kring. Rústirnar mynda heillega einingu og hefur hver bær grjóthlaðin hólf í kringum sig, kálgarða eða túnbletti, en alls ekki er augljóst hvaða hólf tilheyrði hverjum. Hér verður kerfinu lýst sem einni heild og hverjum bæ gefinn bókstafur. Þess má geta að rústunum var lýst rækilega með könnun af jörðu niðri en flóknu kerfi kálgarða umhverfis er að mestu lýst af loftmynd. Í stuttu má skipta svæðinu í þrennt. Syðst er opið, aflangt hólf sem liggur frá austri til vesturs. Innan þess er Þórðarbær.

Þórðarbær

Þórðarbær.

Norðaustan við það er eining sem skiptist 4-5 hólf. Innan þess er Bjarnabær. Vestan við það, norðan við Þórðarbæ, er svo þriðja einingin sem skiptist einnig í 4-5 hólf. Til viðbótar má nefna að norðvestast á svæðinu hafa verið fleiri hólf en þar er nú íbúðarhús sem mun hafa verið reist þar sem Finnsbær stóð áður.

Alls er svæðið 180 x 80 m að stærð og liggur frá austri til vesturs. Þórðarbær (A) var syðstur þeirra bæja sem tilheyrðu heildinni. Er tóftin staðsett sunnarlega við miðbik svæðisins, merkt með skilti. Veggir eru hlaðnir úr torfi og grjóti og er tóftin ferhyrnd. Er hún 8×14 m að utanmáli og snýr í austur-vestur. Á þessum stað er merktur kross á túnakorti og skýring skráð á spássíu: „Var þ. búð, hét Berg. Lögð í eyði f. ca. 12 árum, en um 20 ár í bygð.“

Pálsbær

Garður

Bæir sunnan Réttarholts – loftmynd.

Um 20 m austur af húsinu Holti og 10 m suður af Esjubergi er gerði og í norðausturhorni þess er tóft eða þúst. Á þessum stað stóð býlið Pálsbær og hefur nú verið merkt með skilti. Þetta er 150 m austur af Rafnkelsstöðum.
Innan garðsins er afar gróið og hátt gras. Utan hans er einnig tún, þó ekki eins gróðursælt.
Garðurinn er grjóthlaðinn og hefur væntanlega afmarkað kálgarð frekar en tún. Hann snýr í norðvestur-suðaustur. Er hann ferhyrndur og er stærð hans 30x 5 m að utanmáli. Breidd veggja er um 0,5 m og hæð þeirra er 0,4 m. Að austanverðu standa hleðslurnar í brekku.

Heiðarhús

Heiðarhús

Heiðarhús – fornleifaskráning.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: „Heidarhús. Nú í auðn um lángar stundir. Jarðardýrleiki óviss. Eigandinn kólngl. Majestat. … Túnstæðið er nú komið í órækt, sýnist þó ekki óbyggilegra en sumar hvörjar smájarðir hjer um pláts. Landið út frá því blásið og graslítið. Jörðin meinast ei kunna aftur byggjast sökum landþrengsla .. Vatnsból skal hjer gott og nægilegt verið … So vitt af skilvísra gamalla manna sögnum skilja er, þá hefur þessi jörð í eyði lagst í þeim hallæris árum, sem geysuðu um og eftir 1600.“ Í
örnefnalýsingu segir: „Þá er hið óskifta land uppi í heiðinni. Beint hér upp af er eyðibýlið Heiðarhús. Virðist það hafa verið allmiklar byggingar og mikil jörð.“

Heiðarhús

Heiðarhús.

Magnús Grímsson fjallar um Heiðarhús í grein sinni um fornminjar á Reykjanesskaga. Þar segir: „Upp undan Rafnkellsstöðum er eyðibær, sem heita Heiðarhús, á vinstri hönd við alfaraveg, þegar farið er frá Keflavík að Útskálum. Þar sér enn fyrir bæjarrústum, túni og túngörðum, og hefir túnið verið æði stórt. Nú er það allt komið í móa og órækt og haft til beitar.“ Á túnakort frá 1919 er skrifað suðaustan við tún Rafnkelsstaða: „Heiðabær, stórbýlið forna var hér ekki langt frá“. Brynjúlfur Jónsson nefnir Heiðarhús í ritgerð sinni um rannsóknir í Gullbringu- og Árnessýslu sumarið 1902 sem birt var í Árbók hins íslenska fornleifafélags árið 1903.

Heiðarhús

Heiðarhús – loftmynd 2022.

Þar segir: „Heiðarhús kallast rúst nokkur skamt uppi í heiðinni fyrir ofan inn-Leiruna. Þar hefir fyrrum verið bær. Er það sögn, að þar hafi á sínum tíma verið slíkt stórbýli, að næst hafi gengið Uppsölum og Melabergi…“ Rústir heiðarhúsa eru sunnan við Garðbraut og austan við þéttbýlið í Garði, 4-500 m SSV af bæjarhól Rafnkelsstaða.
Nú er svæðið mjög gróið og nær gróðurinn víðast um metra hæð. Tveir malarvegir liggja í gegnum eyðibýlið og ein fyrrum þjóðleið er fast við það norðanvert. Utan veganna er svæðið lítt snortið og því er lega býlisins að mestu leyti sýnileg, þrátt fyrir að hafa legið í auðn í fleiri hundruð ára. Hringinn í kringum býlið liggja 2 stórir túngarðar, sá stærri umlykur hinn, og töluvert er af kálgörðum innan þeirra. Víða um svæðið má sjá leifar 20. alda girðinga svosem staura, gaddavír og aðrar víraflækjur. Svæðið er þó hvergi girt í dag (2008).

Heimild:
-Fornleifaskráning í Sveitarfélaginu Garði I – Fornleifar frá Rafnkelsstöðum að Útskálum (auk hjáleigna), Reykjavík 2008.

Garður

Garður – minjar bæja sunnan Króks.

Kistugerði
Þegar komið er að Garði, sem nú heitir Sveitarfélagið Garður, er fyrst komið að Rafnkelsstaðabergi. Bergið er ekki hátt, en af ofviðum þess ber Ellustekkur við sjónarrönd í vestri (sjá aðra FERLIRslýsingu). Áður fyrr var byggðin svo dreifð um allan Garð að hún var hæfileg blanda af þorpi og dreifbýli – og hafði kosti hvors tveggja. Við Rafnkelsstæði er Kistugerði þar sem þjóðsagan segir að fjársjóður Rafnkels hafi verið grafinn. Reyni einhver að grafa hann upp mun þeim hinum sama sýnast bærinn standa í ljósum logum. Sagan er svipuð sögunni um fjársjóðinn í Silfru við Járngerðarstaði í Grindavík.

Útskálakirkja

Útskálakirkja.

Innsti bærinn í Garði er Rafnkelsstaðir, þá koma Meiðastaðir, síðan Kothús niðri við sjóinn og Varir þar skammt fyrir utan. Í landi þessara jarða standa nú íbúðarhús, sem reist hafa verið á seinni árum eftir að fólki fór mikið að fjölga í Garðinum. Í vörunum var mikið útræði, enda lending þar góð um sund sem Varaós var.
Brekka og Skeggjastaðir heita næstu jarðir og Gauksstaðir nær sjónum. Þá er komið að Gerðum, “sem er falleg jörð; þar er útræði mikið og fiskisælt”, segir í sóknarlýsingu. Í Gerðum myndaðist fyrst vísir að þéttbýli Garðsins með tilkomu Milljónafélagsins, sem stofnaði útibú í Gerðum árið 1907. Gekk hús það er félagið reisti lengi undir nafninu Milljón. Félagið rak bæði útgerð og verslun og dró það fólk að plássinu svo að um tíma var Garður fjölmennesta byggð Suðurnesja, enda gengu þaðan allt upp í 70 áraskip til fiskveiða á vertíðum.

Árnarétt

Árnarétt.

Með hnignun félagsins varð afturför í atvinnu Garðbúa og fólki fækkaði og tók ekki að fjölga aftur fyrr en nýir tímar komu með önnur tækifæri í útgerðarmálum. Þá varm sökum hafnleysis í Garðinum, farið að flytja þangað fisk til verkunar, sem skapað hefur mikla atvinnu. Auk þess hafa allmargir byggt sér hús í Garði, en stunda atvinnu annars staðar.

Garður

Gerðaskóli – minnismerki.

Í Gerðahverfinu er skóli Garðbúa. Gerðaskóli er einn elsti skóli landsins, tók til starfa 1872 með 20 börnum. Var hann reistur fyrir frjáls samskot með forgöngu séra Sigurðar Sívertssen á Útskálum og gáfu margir höfðinglega, samt var almenningur tregur til “að sinna þessu nauðsynlega máli, sem barnaskólinn var, og gengu nokkrir hinna efnuðu frá við að styrkja hann”, segir séra Siguður í annál Suðurnesja árið 1972.
Fyrir utan (vestan) Gerðahverfið tekur við Út-Garðurinn. Þar gerðist byggðin strjálli. Þar eru bæirnir Miðhús og Krókur.

Garður

Garður – rúnasteinn á fornmannaleiði.

Neðar eru Síkin milli byggðarinnar og grandans við sjóinn. Krókvöllur og Bræðraborg heita hús nær veginum við vegamótin suður í Sandgerði. Bræðraborg er heiti á fallegum skrúðgarði, sem rækt hefur verið lögð við hin síðari ár. Skammt austar er fornmannaleiði og rúnasteinn.
Á Útskálatorfunni er rúmt um kirkju og prestsetur þar sem þau standa á lágum hól í stóru sléttu túni. Þetta eru gamla og virðulegar byggingar. Kirkjan stendur lægra, innan kirkjugarðs, byggð 1861 og kostaði 1725 ríkisdali. Hún er í góðri hirðu og viðhaldi, enda hefur söfnuður Útskálsóknar alltaf látið sér einkar annt um hana eins og vel kom fram á aldarafmælinu 1961.
Í kirkjugarðinum vekur athygli hvítmálað konulíkneski, sunnan undir kirkjunni. Hún heldur á barni og leiðir annað með sér við hönd. Þetta er Gytta Jakobine Fridrika Lever, sem árið 1832 giftist Thomsen faktor Flensborgarverslunar í Keflavík. Þau eignuðust 3 börn, misstu 2 þeirra nýfædd og sjálf andaðist Gytta “af brjóstveiki og tæringu” haustið 1835 og var jarðsungin að Útskálum 6. nóvember.

Ellustekkur

Ellustekkur.

Þrem árum síðar fluttist Thosen faktor til Reykjavíkur þar sem þeir feðgar gerðust umsvifamiklir kaupmenn. En sinnar ungu konu minntist hann með því að reisa henni þennan eftirminnilega bautastein.
Árið 1946 fannst sjórekið lík íLambastaðavör. Það var með öllu óþekkjanlegt. Það var jarðsett í Útskálakirkjugarði og á gröfinni reistur fallegur en látlaus minnisvarði um óþekkta sjómanninn. Er þessa jafnan minnst við sjómannadagsguðsþónustur í Útskálakirkju.

Vatnagarður

Garður – Vatnagarður.

Allt um kring eru hinar gömlu hjáleigur, sem eru orðanr sjálfstæðar jarðir fyrir löngu: Vatnagarðar niðri við sjávarkambi (var jafnan tómthús, nú í eyði), Garðhús, Presthús. Móakot, Nýibær, Akurhús I og II, Lónshús á sjávarkambinum utan við Akurhðúsatúnið. Í gamla daga voru Útskálar með öllum sínum fylgijörðum metnir á 41,8 hundruð. Það gaf prestinum talsvert í aðra hönd í eftirgjöldum. Aðalkostur brauðsins var samt útræðið úr tveimur lendingum staðarins (Króksós og Lóninu) því að “í Út-Garðinum er fiskisælt, og ber sjaldan við, að fiskilaust sé, og aldrei til lengdar,” segir Siguður Sívertsen í sóknarlýsingu sinni 1839. Nafn séra Siguðrar minnir á að hann var einn hinn kunnasti í langri röð Útskálapresta, ekki síst fyrir annál sinn og aðra fræðimennsku. Honum eigum við að þakka mikla vitneskju um menn og málefni á Suðurnesjum á fyrri öldum.

Garðskagi

Garðskagaviti.

Í sóknarlýsingu sinni nefnir séra Sigurður eina jörð í Út-Garðinum – Lambastaði. Það höfðu Kirkjubólshverfingar á Miðnesi lendingu þegar þeir stunduðu róðra inn á Garðsjó vegna langræðis á vertíðarslóðir Miðnesinga.
Á Garðskaga nær vitasagan aftur til ársins 1847. Þá segir svo í Suðurnssja annál: “Hlaðin varða á Skaganum til leiðavísis sjófarendum”. Árið 1884 var ljósker sett upp á járnröri sem staðið hefur inni á Skagavörðu. Var því lokið 1. október og skyldi við haldið “með enn frekari umbótum til leiðbeiningar skipum inn í Faxaflóa”.

Garðskagi

Garðskagi – nýi vitinn.

Árið 1897 var gamli vitinn byggður, 12,5 m hár. Hann stendur enn og var gerður að athugunarstöð fyrir fuglaskoðara er annar viti leysti hann af hólmi. Spölkorn ofar stendur nýi vitinn, 27 m hár, reistur 1944. Var hann vígður með guðsþjónustu 10. september 1944. Voru þá vitar landsins orðnir 140 þó aðeins væru liðin 66 ár frá því að fyrsti vitinn var reistur (Reykjanesviti). Í ræðu sem vitamálstjóri, Emil Jónsson, flutti við vígsluna þakkaði hann sóknarprestinum, séra Eiríki Brynjólfssyni á Útskálum, sem hafði undirbúið hátíðarhaldið, en það væri í fyrsta sinn sem tekið væri á móti nýjum vita í héraði af slíkum myndarskap. “Minnir það mig á”, sagði Emil í ræðu sinni, “að fyrstu sagnir um leiðarljós fyrir sjómenn á Íslandi, eru tenglar við kirkjuna. Mér hefir verið á það bent, að verið hafi hér til forna, um 1200 og jafnvel fyrr ákvæði um að ljós skyldi loka í ákveðnum kirkjum, allar nætur tiltekin tímabil. Þegar þessi ákvæði voru rannsökuð nánar kom í ljós, að flestar þær kirkjur, sem hér var um að ræða, voru nálægt sjó, og á þeim stöðum þar sem ætla má að sjófarendur hafi getað notið þeirra sér til leiðbeiningar”. (Faxi, 7.-8. tbl. 1944, s. 8-9).

Garður

Garður – Heiðarhús.

Úr Garðskagavita er víðsýni mikið inn yfir Garð, suður á Miðnes og til norðurs út yfri Faxaflóa og alla leið vestur á Snæfellsjökul í góðu skyggni. En út frá gamla vitanum teygir sig langur skerjagrandi, sem kemur upp úr sjó um fjöru. Þða er hin hættulega Garðsskagaflös. Aðeins nafnið vekur dapra minning, eins og t.d. um Þormóðsslysið 17. febrúar 1943. Á því skipi var 7 manna áhöfn og 24 farþegar. Af þeim voru 22 frá Bíldudal.
Á Skagagnum er víðlent og gróið valllendi, vel fallið til samkomuhalds og til ýmissa hluta nytsamlegt. Hér héldu Garðmenn þjóðhátíð sína 2. ágúst 1974. Það voru saman komin “allt að þriðja hundrað manna, var þar borðhald, drukknar skálar, einnig sungin ljóðmæli, sem við áttu. Sumir gjörðu áheit á baraskólann, honum til viðhalds og framfara.”.
Rúmum 40 árum síðar, þ.e. í lok fyrra stríðs 1916-1918, var öðruvísu um að litast á Skaganum.

Garður

Garður – Heiðarhús.

Þá var hann orðinn að risastórum kálgarði. Hafði ríkið stofnað til þessarar ræktunar í kartöfluleysi Norðurálfuófriðarins og allir Garðbúar sem vildu fengu vinnu við að tína jarðepli upp úr sendinni moldinni. Þessi ríkisræktun á kartöflum á Garðskaga stóð í þrjú ár. Plægðir voru 4 ferhyrndir reitir, 100 m á kant, þara ekið á flögin úr hrönnum í fjörum Skagans og það látið nægja sem áburður. Útsæði var sent úr Reykjavík og skipað upp í Lambastaðavör. Undirvöxtur varð ekki eins mikill og menn væntu. Var kennt um of einhæfum áburði. Næsta sumar gekk betur og svo annt lét landstjórnin sér um þennan rekstur að hún sendi skrifstofustjórann í fjármálaráðuneytinu suður á Skaga til að líta á garðana. Kom hann þangað 18. ágúst og lét vel yfir. Um haustið var haldin mikil uppskeruhátíð í Gerðum og lengi í minnum höfð. Kartöfluræktunin á Skaganum stóð í 3 ár. Eftir það var Skaginn fljótur að gróa sára sinna og varð aftur hið besta tún og gott beitiland fyrir gripi Útskálaprests.
Um nafnið á þessu byggðalagi Suðurnesja, Garður, var skrifað ýtarlega í Árbók FÍ 1977 af dr. Kristjáni Eldjárn.
Frábært veður. Gangan tók 32 klst og 3 mín.

Heimild m.a.;
-Árbók FÍ 1984 – séra Gísli Brynjólfsson.

Stóri-Hólmur

Brunnur við Stóra-Hólm.

Mosfellssveit

Í „Skráningu fornleifa í Mosfellsbæ“ frá árinu 2006 má lesa eftirfarandi um einstaka bæi, auk annars fróðleiks:

Blikastaðir

Blikastaðir

Blikastaðir – túnakort 1916.

Blikastaðir hafa trúlega verið teknir í ábúð snemma á miðöldum en þeirra er fyrst getið í máldaga Maríukirkjunnar í Viðey frá árinu 1234. Þar kemur fram að kirkjan og staðurinn hafi átt landið á „Blackastoðum“ (Dipl. Isl. I, bls. 5078). Næst segir í leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs árið 1313: „Af bleikastodum hellmingur heyia þeirra sem fast“ (Dipl. Isl. II, bls. 377) og í skrá um kvikfé og leigumála klausturjarða 1395: „aa bleikastodum ij merkur“ (Dipl. Isl. III, bls. 598). Samkvæmt Fógetareikningum áranna 1547-1552 var land á „Bleckestedom“ orðið konungseign um miðja 16. öld (Dipl. Isl. XLL) og var enn þegar jarðatal var tekið árið 1704. Þá var ábúandi jarðarinnar einn en heimilismenn samtals tólf. Í bústofninum voru níu kýr, tvö geldnaut, ein kvíga tvævetur, eitt naut veturgamalt, 29 ær með lömbum, fjórir gamlir sauðir, sex þrevetrir, átta tvævetrir, 23 veturgamlir, þrír hestar, tvö hross og ein unghryssa, en fóðrast gátu sex kýr, 20 lömb og einn hestur (Jarðabók Árna og Páls).

Blikastaðir

Blikastaðir 1905-1925.

Samkvæmt jarðatali Johnsens voru þar árið 1847 þrjú kúgildi og einn leigjandi (bls. 96). Árið 1908 fluttist Magnús Þorláksson, bróðir Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra, ásamt fjölskyldu sinni frá Vesturhópshólum í Húnavatnssýslu til Blikastaða og hóf þar búskap. Magnús bjó á jörðinni til dauðadags árið 1942 en þá tóku við dóttir hans, Helga, sem búið hafði á staðnum frá tveggja ára aldri, og maður hennar Sigsteinn Pálsson. Stunduðu þau aðallega kúabúskap til ársins 1973 en þá voru á jörðinni 60 mjólkurkýr og samtals 90 gripir í fjósi. Eftir það leigði Skarphéðinn Össurarson íbúðarhús og fjós á Blikastöðum og rak þar hænsnabú (Magnús Guðmundsson, bls. 8). Var hann skráður fyrir skepnunum 1979 (Jarðaskrár). Börn Helgu og Sigsteins hafa reist sér hús við Árnesveg og búa þar (Magnús Guðmundsson, bls. 8).

Blikastaðir

Blikastaðir.

Í Jarðatalinu frá 1704 er engin lýsing á jarðardýrleika Blikastaða (Jarðabók Árna og Páls) en í Jarðatali Johnsen árið 1847 er jörðin sögð 14 hundruð og frá 1855 er til lýsing eftir séra Stefán Þorvaldsson: „…sá bær stendur á láglendu mýrlendi, skammt fyrir norðan Lágafellshamra, austanvert við Korpúlfsstaðaá, sunnan til við Leiruvoga, gagnvart Víðinesi. Þessi jörð hefir góðan útheyjaheyskap…“ og er 15 hundraða (bls. 233). Þegar Magnús kom 53 árum síðar gáfu túnin af sér um 80 hesta af heyi þegar vel áraði. Ræktaði hann smám saman upp mela og mýrar sem ná yfir mikinn hluta þeirra túna sem nú eru á jörðinni. Voru þau orðin 42 hektarar þegar Helga og Sigsteinn tóku við og stækkuðu í 70 hektara í þeirra búskapartíð. Þá hlutu túnin og mismunandi hlutar þeirra einnig nöfn sín sem eru sérstök fyrir Blikastaði.

Blikastaðir – Hjáleigan Hamrahlíð

Hamrahlíð

Tóftir Hamrahlíðar.

Býlið Hamrahlíð var hjáleiga frá Blikastöðum og byggt um 1850. Um það segir séra Stefán Þorvaldsson árið 1855: „Afbýli eitt lítið, byggt fyrir 45 árum úr Korpúlfsstaðalandi, norðvestan undir Lágafellshömrum, skammt í suður frá Blikastöðum, er lítt byggilegt sökum landþrengsla og töðuleysis“ (bls. 235). Í Hamrahlíð er mikið fuglalíf (Magnús Guðmundsson, bls. 23).
Býlið stóð „…efst í óræktaða landinu við afleggjarann að Blikastöðum…“ (Ari Gíslason, bls. 4) við rætur samnefnds fjalls sem í Árbók Ferðafélags Íslands 1936 er talið vesturbrún Úlfarsfells með Lágafellshömrum að norðan (Ólafur Lárusson, bls. 70). Hjáleigunnar er hvorki getið í Jarðatali J. Johnsens 1847 né Jarðabók 1704. Vitað er að hún var í byggð árið 1890 (Magnús Guðmundson, bls. 3) en óvíst hvenær hún lagðist af. Hennar er ekki getið í Fasteignabók 1922. Rústir býlisins sjást enn.
Á Túnakorti, fyrir enda heimreiðarinnar, suðaustan megin í túninu, er timburhús, en skv. kortinu var búið í þeim á meirihluta býla.

(Mosfells) Bringur

Bringur

Bringur – túnakort 1916.

Í visitasíu Mosfells frá 23. ágúst 1646 var framlagður vitnisburður Guðrúnar Þorsteinsdóttur eiginkonu séra Þorsteins prests Einarssonar á Mosfelli, 1582-1625, frá 7. febrúar 1643 um: … „40 tiju ára brúkun syns Eignarmans S. Þorsteins heijtins Eynarssonar tveggia Selstadanna. Annarar heijma í Bringunum“ …
Í sömu visitasíu var lagður fram vitnisburður Árna Magnússonar í Ytri–Njarðvík frá 23. október 1626. Árni upplýsti að hann hefði samtals verið í þjónustu á Mosfelli í þrjú ár og að hann vissi: … „eij annad nie heijrdi af nockrum manne Enn Mosfelle være Eignud selstada atolulaust ad ollu ad, synu viti bædi undir Grijmansfellsfosse og onnur þar i Skögnum heijm á bringunum“ …
Undir visitasíuna skrifa Einar Ólafsson prestur á Mosfelli, Stefán Hallkelsson prestur í Seltjarnarnesþingum, Sigurður Árnason, Halldór Eiríksson, Jón Árnason og Bjarni Eiríksson.

Bringur

Bringur – neðst t.h.

Stefán Þorvaldsson ræðir um Mosfellsbringur í lýsingu Mosfells- og Gufunessókna frá 1855. Hjá honum kemur m.a. þetta fram: „Í austur fram af Mosfellsdal liggur graslendi mikið og víðlent; eru það lágar hæðir og mýrlendar, með stargresisflóum og valllendis börðum, víða greiðfærum eða sléttum. Hæðir þessar eru nefndar „Bringur“ eða „Mosfellsbringur“ og liggja undir Mosfell til selstöðu og slægna, og eru þær allgott sumarbeitarland, en örðugt að sækja þangað heyskap og enn torveldara að verja þær fyrir afréttarfénaði og stóðhrossum. Fyrir austan Bringurnar liggur „Illaklif“ svo nefnt; er það reyndar vestari brún Mosfellsheiðar.“
Þann 30. mars 1856 veitti presturinn á Mosfelli bóndanum á Völlum í Kjalarneshreppi, Jóhannesi Jónssyni Lund, leyfi til þess að byggja sér bæ á þeim hluta heiðarlands Mosfellskirkju sem kallaðist Gullbringur. Í leyfisbréfi prestsins kom fram að býli þessu skyldi fylgja eigi fullur þriðjungur alls heiðarlands kirkjunnar. Umboðsmaður Vallabóndans sendi yfirvöldum, þ.e. Trampe stiftamtmanni og Pétri Péturssyni biskupi, samninginn síðan til umsagnar. Í svarbréfi dagsettu þann 13. júní 1856 kemur fram að þeir töldu samningnum í ýmsu ábótavant. Samningurinn yrði að byggjast á áliti tveggja kunnugra manna útnefndra af sýslumanni, sem bæði mældu út landið þar sem Mosfellspresti væri skaðminnst, og tiltækju stærð og hæfilegt eftirgjald. Eftir að bætt hafði verið úr þessu samþykkti bóndinn á Völlum skilmála þá sem settir voru fyrir byggingunni. Málið barst síðan aftur inn á borð yfirvalda. Niðurstaða þeirra varð sú að hafna samningnum aftur, þ.e. enn hefði ekki öllum skilyrðum þeirra verið fullnægt. Þetta kemur fram í bréfi frá 24. september 1857.

Bringur

Bringnabærinn 1968.

Sjá má í bréfi stiftamtmannsins til Mosfellsprests frá 22. júní 1858, þar sem hann fjallar um útvísun fyrir býli við Litla-Sauðafell í Mosfellskirkjulandi, að Mosfellsprestur hefur samið á eigin vegum um bæjarbyggingu í Gullbringum.
Í fasteignamatinu 1916-1918 segir um (Mosfells) Bringur: „Afbýli úr Mosfellskirkju heiðarlandi. …
Lm. sem Mosf. kirkju. … Land, ákveðinn hluti úr heiðarlandinu, útsuðurhorn þess; rúmt og gott ætíð, er til nær, en talsvert snjóþungt. Smölun erfið (í afréttarjaðri)“.
Í bréfi sem Mosfellsprestur sendi yfirvöldum 7. febrúar 1933 vegna hugsanlegrar sölu á Mosfellsheiðarlandi kemur eftirfarandi fram: „Landamerki Mosfellsbringna eru þessi: Úr vörðu fyrir austan og ofan miðja Geldingatjörn suður beint til suðurmarkalínu Mosfellsprestakallslands. Úr sömu vörðu austan miðrar Geldingartjarnar beina línu í vörðu syðst á Blásteinsbringum, þaðan bein lína eftir uppsettum smávörðum sunnan Jónsselslækja og úr einni þeirra, er stendur á tungu á Jónsselshæð bein lína í hornstein þann, er ræður mörkum milli Mosfellslands og Laxness. Þessar uppsettu vörður bera saman við ærhúsin í Laxnesi og í íbúðarhúsið á Mosfelli (כ :gamla íbúarhúsið). Að sunnan ræður markalína Mosfellsprestakallslands“.

Bringur

Bringur 1968.

Mosfellsbringur voru undanskildar við sölu á Mosfellsheiði árið 1933. Landi Bringna var skipt út úr Mosfellstorfu árið 1939 og landamerki ákveðin. Björn Bjarnarson í Grafarholti samdi greinargerð um það mál 30. nóvember s.á. Segir hann landamerkin hafa verið ákveðin af Mosfellspresti fyrir 20-30 árum.
Landamerkjabréf jarðanna Mosfellsbringna og Seljabrekku var undirritað 7. október 1939 og því þinglýst 1940. Samkvæmt því eru landamerkin svohljóðandi: „Úr Blásteinsvörðu, sem hefir verið hlaðin í dag neðst í Blásteinsbringum, beina línu í Jakkavörðu, sem einnig hefir verið hlaðin í dag, og þaðan beina línu í Markastein, sem er landamerkjasteinn milli Mosfellsbringna, Seljabrekku og Laxness. Auk þess hefir verið hlaðin varða milli Jakkavörðu og Markasteins til leiðbeiningar um stefnu milli tveggja síðasttaldra merkja. Undir bréfið skrifa Hálfdan Helgason á Mosfelli, Hallur Jónsson í Mosfellsbringum og Guðmundur Þorláksson á Seljabrekku“.
Land hefur verið látið til Seljabrekku samkvæmt byggingarbréfi fyrir þeirri jörð 13. mars 1983 eða eins og þar segir: „Að sunnan fær Seljabrekka land, sem áður tilheyrði Bringum þannig að suðurmörk landsins verða ca 50 metrum norðan við núverandi Sogslínu frá Laxnessmörkum allt að Geldingatjarnarlæk. Geldingatjörn verður öll í landi Seljabrekku“.

Bringur

Bringur – útihús.

Í grein frá 1985 talar E.J. Stardal um að eitt af þeim nýbýlum sem risu upp við jaðra Mosfellsheiðar í landi Mosfellskirkjustaðar um miðja 19. öld hafi verið Bringur. Honum farast svo orð um jörðina: „Býlið var reist allhátt uppi í Mosfellsbringum á gilbarmi þeirrar árkvíslar er rennur um norðurhluta Mosfellsdals og sameinast suðuránni skammt neðan Hrísbrúar og heitir Kaldakvísl þaðan“.

Elliðakot (Helliskot)

Elliðakot

Elliðakot – túnakort 1916.

Kotsins er fyrst getið árið 1395 í skrá um kvikfé og leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs. Þá er jörðin í eyði og kallast „Hellar“ (Dipl. Isl. III, bls. 598). Í heimild frá 1704 er svo talað um „Hellirs Kot“ og virðist líklegt að um sömu jörð sé að ræða (sbr. Ólaf Lárusson 1944). Hún er þá í eigu konungs með tvo ábúendur sem búa hvor á sínum helmingi hennar (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 2889). Árið 1847 er jörðin hins vegar orðin bændaeign og býr eigandinn þar einn (J. Johnsen, bls. 96). Nafnið Elliðakot var tekið upp um 1883. Að sögn Karls Nor­ahls (f. 1898) hafði jörðin verið í eyði þegar afi hans byggði þar timburhús til íbúðar árið 1887. Sam­kvæmt fasteignabókum hefur kotið lagst í eyði aftur á árunum 1938-1957 (Fasteignabók) en í heimild frá 1978 kemur fram að húsið hafi brunnið árið 1949 (Guðlaugur R. Guðmundsson, bls. 1) Samkvæmt Eyðijarðaskrá 1963 er jörðin þá í eigu dánarbús Gunnars Sigurðssonar í Gunnarshólma en þar eru engin nothæf hús og hæpið talið að leggja í kostnað til búsetu (Skýrsla um eyðijarðir 1963).
Gamli húsgrunnurinn stóð þó enn þá 1978 (Guðlaugur R. Guðmundsson).

Elliðakot (Helliskot) – Hjáleiga; Vilborgarkot

Vilborgarkot

Vilborgarkot.

Um Vilborga­kot segir í Jarðabók frá 1704: „Forn eyðijörð, og hefur í eyði legið fram yfir allra þeirra manna minni, sem nú eru á lífi, og hefur land þessarar eyðijarðar brúkað verið til beitar eftir leyfi Bessastaðamanna bæði frá Hólmi, sem liggur í Gullbringusýslu, og líka frá Helliskoti, sem í þessari sýslu liggur og er næsti bær við þessa eyðijörð. Líka hafa þar stundum ábúendur á Hólmi heyskap haft og torfskurð, en Hellirskots ábúendur hafa þar fyrir fáum árum eftir orlofi Bessastaðamanna uppbyggt fjárhús. Nú á næst umliðnum vetri kom til greina, hvort brúkun þessa eyðikots skyldi að meiri rjetti Hólms eður Hellirskotsábúendum tilheyra mega, og varð sú endíng þess eftir elstu og bestu manna undirrjetting, þeirra er hjer í nálægð voru og til vissu, að Vilborgarkot heyri til þessari sveit en ekki Seltjarnarnesshrepp, og kynni því ekki Hólmi að fylgja so sem eignarland þeirrar jarðar… Jörðin meina menn upp aftur byggjast mætti, þó með erfiði og bágindum til töðuslægna fyrst um nokkurn tíma…“. Eigandi á þessum tíma var konungur (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 287-8).

Vilborgarkot

Vilborgarkot.

Vilborgarkots er hvorki getið í Jarðatali J. Johnsens frá 1847, Nýrri Jarðabók fyrir Ísland frá 1861 né Fasteignabók 1922. Það hefur því verið byggt úr auðn einhvern tíma á árunum 1861-1900. Karl E. Nordahl kom í Vilborgarkot, barn að aldri, meðan það var enn í byggð og var baðstofan þá með skarsúð. Síðast bjó þar Pétur Ólafsson en kotið fór í eyði aftur 1905 og hann bjó síðan í Elliðakoti í 10 ár og flutti loks í Þormóðsdal (Guðlaugur R. Guðmundsson). Núna er Vilborgarkot í landareign Geitháls.
Við fornleifaskráningu árið 1981 fundust rústir frá kotinu á norðurbakka Hólmsár. Áin rennur í boga norður meðfram túni bæjarins Gunnarshólma og eru leirur þar sem hún breikkar nyrst og austast. Milli lágra stórgrýtishæða, norðaustan við ána, liggur lítill dalur niður að henni í vestur.
Vestast í dalnum, á grösugu sléttlendi sunnan í hæðinni við nyrsta sveig árinnar og um 300 m í norðaustur frá bænum, beint á móti honum, eru rústir Vilborgarkots (Guðmundur Ólafsson).

Helgadalur

Helgadalur

Helgadalur.

Í Helga­dal hefur verið búið frá því á miðöldum en hans er fyrst getið 1395 í skrá um jarðir sem koma undir Viðeyjarklaustur í tíð Páls Magnússonar ábóta (13781403): „Helgadalvr xijc“ (Dipl. Isl. III, bls. 598).
Jörðin „Helgedall“ er svo orðin konungseign þegar minnst er á hana í Fógetareikningum áranna 1547-1552 (Dipl. Isl. XII) og er enn 1704, þá með tvo ábúendur (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 319-20).
Árið 1847 er hún hins vegar komin í bændaeign og býr á henni einn leiguliði (J. Johnsen, bls. 95). Árið 1979 er eigandinn Hreinn Ólafsson og enn er búið á jörðinni (Jarðaskrár).

Helgafell 

Hlegafell

Helgafell – túnakort 1916.

Helgafell hefur trúlega verið í eigu Viðeyjarklausturs en er fyrst getið í Fógetareikningum 1547-1552 þegar það er komið í eigu konungs (Dipl. Isl. XII). Svo er enn árið 1704 og þá eru ábúendurnir tveir (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 316-17). Árið 1847 er jörðin hins vegar orðin bændaeign en ábúendur áfram tveir leiguliðar (J. Johnsen, bls. 95). Árið 1979 eru eigendurnir þessir: Jón Sv. Níelsson að Helgafelli 1, Haukur Níelsson að Helgafelli 2 og Níels M. Hauksson bifreiðastjóri að Helgafelli 3 sem er smábýli, stofnað síðar en hin (Jarðaskrá Landn. rík.).
Jörðin er enn í ábúð.

Hitta

Mosfell

Mosfell/Hitta – kort 1908.

Hittu er getið í Jarðatali 1847 og er þar þá einn ábúandi (J. Johnsen, bls. 95). Í lýsingu Mosfells og Gufunessókna segir að Hitta sé hjáleiga frá Mosfelli „…sem nú er lögð í eyði…“ og undir heimajörðina (Stefán Þorvaldsson). Í Jarðabók 1861 er hún einnig talin hjáleiga frá Mosfelli og sennilega komin í eyði þar eð einungis er getið fornrar hundraðstölu en ekki nýrrar (Ný Jarðabók…). Í heimild frá 1938 segir að Hitta sé hjá­leiga frá Mosfelli og samtúna heimajörð, „…byggð um miðja næst liðna öld…“ og hefur lengi legið undir ábúð Mosfellspresta (Björn Bjarnason, bls. 107).
Utan við bæinn Mosfell er Kirkjugil en neðarlega vestan við það var gamalt lítið kot sem hét Hitta, hjáeiga frá Mosfelli. Þar fyrir ofan einnig vestan gilsins er stykki sem heitir Merkurvöllur og var þar önnur hjáleiga samnefnd frá Mosfelli (Örnefnalýsing Mosfells).
Neðarlega í túninu á Mosfelli suðaustanverðu er lágur hóll. Sker hann sig nokkuð úr umhverfinu. Sé horft á hann úr fjarlægð sést glögglega, m.a. á litnum, að þar hafa staðið einhver hús (Ágúst Ó. Georgsson). Engar rústir eru sjáanlegar á hólnum eða við hann. Árni Magnússon, Víðibóli, sem ólst upp á Mosfelli, segir að þarna hafi verið rústir í túninu (Ágúst Ó. Georgsson).
Í ágúst 1996 grófu fornleifafræðingar frá Þjóðminjasafni Íslands á þessum stað og fundust þá leifar bæjarins. „Þeir gripir sem fundust við rannsóknina síðsumars 1996 benda ótvírætt til þess að grafið hafi verið í rústir híbýla frá 19. öld.

Hlaðgerðarkot

Hlaðgerðarkot

Hlaðgerðarkot – túnakort 1916.

Fyrst er minnst á Hlaðgerðarkot árið 1704 en þá er jörðin í eigu bóndans á Suður-Reykjum og ábúandi einn leiguliði (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 317). Árið 1847 er hún enn í bændaeign með einum leiguliða (J. Johnsen, bls. 95). Síðar var nýbýlið Reykjahlíð stofnað og breyttist nafn jarðarinnar til samræmis við það á tímabilinu 1922-32 (Fasteignabók 1992 og 1932). Frá því um 1958 var hún án ábúðar (Jarðaskrár) en komst einhvern tíma fyrir 1966 í eigu Reykjavíkurborgar. Í heimild frá því ári segir um Reykjahlíð: „Byggðahverfi í Mosfellsdal. Mikill jarðhiti og þaðan var lögð lengsta hitaveitulögn til Reykjavíkur, röskir 20 km, eftir að höfuðborgin hafði keypt jörðina. Þarna er mikið um gróðurhús“ (Þorsteinn Jósepsson, bls. 288). Frá 1968 var garðyrkjubýli á jörðinni. Árið 1979 var hún ennþá eign Reykjavíkurborgar en leigð Jóel Jóelssyni, bónda í Reykjahlíð (Jarðaskrár). Hlaðgerðarkot er hins vegar meðferðarheimili á vegum Samhjálpar.

Hraðastaðir

Hraðastaðir

Hraðastaðir – Hraðastaðir.

Hraðastaða er fyrst getið í skrá yfir kvikfé og leigumála af jörðum Viðeyjarklausturs frá 1395: „aa Hradastodvm. iij. merkur“ (Dipl. Isl. III, bls. 598). Næst er þeirra getið í Fógetareikningum áranna 1547-1552, þá komnir í eigu konungs (Dipl. Isl. XII) og voru það enn 1704, með einn leiguliða eða ábúanda (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 320-321). Árið 1847 voru Hraðastaðir hins vegar komin í bændaeigu og bjó eigandinn þar sjálfur (J. Johnsen) og við gerð Landamerkjaskrár 1890 var Nikulás Jónsson í Norðurkoti eigandi hálfrar jarðarinnar. Hraðastöðum var síðar skipt í fjögur býli.
Hraðastaðir 2 og 3 voru stofnaðir á árunum 1962-4 og sambýlið Hraðastaðir 4 á árunum 1972-3. Árið 1979 voru eigendur þessir: Kjartan Magnússon að Hraðastöðum 1 og dánarbú Bjarna Magnússonar að Hraðastöðum 2, með Bjarna Bjarnson skráðan fyrir skepnunum. Hann var einnig eigandi að Hraðastöðum 3 og Kjartan Jónsson að Hraðastöðum 4. Jörðin er enn í ábúð (Jarðaskrár).

Hraðastaðir – Legstaður; Hraðaleiði

Hraðastaðir

Hraðastaðir fyrrum.

Í fornleifaskýrslu árið 1817 staðsetur séra Markús Sigurðsson Hraðaleiði „…á Landamerkjum Mosfells og Hradastada, á grasvöxnum Areyrarbakka, hvar hærra Landslag med Móabarde umgyrder fyrir ofan so mögulegt væri, ad Áinn hafde einhvorntima runnid kríngum nefndan Hól“ (Sveinbjörn Rafnsson, bls. 258 o.þ.tilv.rit). Um
þetta ber Markúsi saman við séra Stefán
Þorvaldsson 1855: „…haugur einn er hér í dalnum, á landamerkjum milli Hraðastaða og Mosfells, á sléttu undirlendi við Suðurá, og er haugur sá nefndur Hraðaleiði“ (Stefán Þorvaldsson, bls. 240). Magnús Grímsson segir að hóllinn sé „…ofarlega á Víðinum sunnanvert, þar sem Reykjaá kemr fram úr Helgadals mynni og beygist vestr á… …á rennisléttri flöt niðr við ána að norðanverðu. Hóll þessi heitir Hraðaleiði… …og stendr í mörkum milli Mosfells og Hraðastaða…“ (Magnús Grímsson, bls. 273).
Skv. Sigurði Vigfússyni 1884-5 er hóllinn „…skammt fyrir neðan Hraðastaði, suðr við syðri ána…“ (bls. 74).

Hraðaleiði

Hraðaleiði.

Í Örnefnalýsingu 1968 segir: „Merkin móti Mosfelli eru þvert yfir Víðinn frá Köldukvísl móti Laxnesmynni, ofan við Svörtukeldu og í Hraðaleiði, sem er hóll við Norður-Reykjaá“ (Ari Gíslason). Skv. Fornleifaskráningu 1980 er þetta vestast í túninu eða í útjaðri þess, „…neðan afleggjarans inn í Helgadal… …um 600 m vestan við Hraðastaði og 2030 m norðan við Köldukvísl, nokkurn veginn fyrir miðju mynni Helgadals“ (Ágúst Ó. Georgsson).
Séra Markús lýsir Hraðaleiði svona: „Aflangr Holl, hérumbil 18 al langr og 6 ad breidd…“ (Sveinbjörn Rafnsson). Séra Stefán bætir við: „Hann er aflangur og snýr í norður og suður og ekki allstór“ (Stefán Þorvaldsson). Magnús segir: „…ílángr hóll, eigi mjög stór“ og um leiðið: „Snýr það nokkurnveginn í suðr og norðr… Að hóllinn sé af mönnum gjörðr held eg eflaust, því svo er að sjá, sem sín gjóta sé hvorumegin hans, þar sem moldin hefði verið tekin upp úr. Norðrendi leiðisins er nú uppblásinn mjög. Leiðið er frá jörðu hérumbil mannhæð, eða vart það, þar sem það heldr sér bezt, og svosem 5 eðr 6 faðma lángt, en hálfu mjórra.
Ekki er að sjá að leiði þetta hafi nokkurn tíma verið grafið upp af mönnum, og væri víst vert að gjöra það. Sama er að segja um Þormóðsleiði, sem kvað vera líkt Hraðaleiði, og stendr í Seljadalnum sunnan undir Grímmannsfelli. Í því á að liggja Þormóðr, sá er Þormóðsdalur er kenndur við“ (Magnús Grímsson). „Dálítill hóll“ segir í lýsingu Sigurðar Vigfússonar en í Örnefnalýsingu: „…stór rústarhóll, þúst eða haugur… …sem á að vera haugur Hraða…“ (Ari Gíslason). Að sögn skrásetjara sem skoðaði hólinn 1980 er hann lágur, aðeins um 1,7 m á hæð, 1012 m á lengd, um 6 m á breidd og „…dregst nokkuð að sér að austan og vestanverðunni“. Hann er allur grasi vaxin en sér þó í beran svörðinn á nokkrum stöðum. „Þar er fyrir mold, blönduð fíngerðri möl“.

Hraðastaðir

Hraðastaðir.

Skrásetjari telur ólíkt Magnúsi „…um náttúrulegan hól að ræða… Sé þetta raunverulegur haugur, þá er hann mun stærri en flest fordæmi vísa hér á landi!“ Hann vill þó ekki taka af allan vafa: Hóllinn „…sker sig óneitanlega frá umhverfinu. Enginn hóll annar er þarna nálægt, einungis lágar bungur“ (Ágúst Ó. Georgsson).
Munnmæli:
Magnús Grímsson bendir á að í Landnámu er nefndur Þorbjörn Hraðason frá Mosfelli en miðað við það hefur Hraði verið til og þá „…líklega byggt sinn bæ um sama leyti og Þórðr skeggi“ (Magnús Grímson, bls. 273).
Eftir að hafa lýst Hraðaleiði vitnar séra Stefán í munnmæli: „Það er mælt, að Hraði hafi verið þræll í fornöld, er hafi fengið frelsi, og hafi hann þá reist bæ sinn þar, er enn kallast Hraðastaðir, og sé þessi haugur yfir hann orpinn og við hann kenndur“. (Stefán Þoraldsson, bls. 240).

Hrísbrú

Hrísbrú

Hrísbrú – túnakort 1916.

Hrísbrúar er fyrst getið í Egils sögu en hún er talin rituð um 1200. Hrísbrú er með vissu komin í byggð ekki seinna en á 12. öld.
Næst kemur Hrísbrú við sögu í Fógetareikningum 1547-1548 en jörðin er þá komin í kon­ungs­eigu (Dipl. Isl. XII). Líklega hefur Hrísbrú verið í eigu Viðeyjarklausturs áður en hún komst undir konung. Árið 1704 er jörðin enn konungseign. Jón Eyjólfsson, sýslumaður á Seltjarnarnesi hefur til nota af jörðinni „tvo sjöttunga.“ Einn leiguliði hefur til ábúðar þriðjung af jörðinni (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 325-326). Í bændaeigu er jörðin 1847 og eru ábúendur tveir, eigandi og leiguliði (J. Johnsen, bls. 95).
Hrísbrú hefur eflaust verið í samfelldri ábúð frá miðöldum og í dag (1979) eru ábúendur tveir, eigandi Ingimundur Árnason og leiguliði Ólafur Ingimundarson (Jarðaskrár).
Talið er, að kirkja hafi verið á Hrísbrú og er þess getið í Egils sögu. Hún var seinna flutt að Mosfelli. Kirkja þessi var reist um árið 1000 og stóð í um 150 ár (sjá síðar, sbr. líka Mosfell).

Hrísbrú – Kirkja
HrísbrúÍ Örnefnalýsingu Hrísbrúar getur um stæði kirkjunnar, sem þar var talin hafa verið: „Vestur af bæ er stór hóll, sem heitir Kirkjuhóll. Hann er norðvestur frá bæ; þar stóð kirkjan áður fyrr, og kirkjugarður var hér ofan við tröðina“ (Ari Gíslason).
Svo segir Magnús Grímsson: „Þess er þegar getið, að þegar kristni var í lög leidd á Íslandi var Grímr að Mosfelli skírðr, og lét þar kirkju gjöra. En sú kirkja stóð á Hrísbrú. Er eptir því alllíklegt, að bær Gríms, sem þá var hinn eini undir fellinu, hafi staðið þar, sem Hrísbrú er nú, og skal þar um tala síðar betr. Grímr hefir byggt sína kirkju eptir árið 1000, líklega stuttu eptir, en hún stóð á sama stað þángað til í tíð Skapta prests Þórarinssonar, eðr þángað til um miðja tólftu öld. Þessi Skapti prestur Þórarinsson er að ætlan manna sá, sem talinn er meðal nokurra presta, kynborinna íslenzkra, er uppi voru árið 1143. Og í formálanum fyrir Egils sögu (Rvík 1856, vi bls.) byggir Jón Þorkelsson á því þá ætlan sína, að kirkjuflutníngurinn hafi farið fram einhvern tíma á árunum 1130-1160. Hefir því kirkjan staðið á Hrísbrú hérumbil … 150 ár“ (bls. 255).
Talsverðar vangaveltur eru um hvar hinn fyrsti bær að Mosfelli hafi staðið. Kålund álítur að hann hafi upp­haf­lega staðið á Hrísbrú ásamt kirkjunni. Síðan hafi bærinn verið fluttur að Mosfelli og kirkjan á eftir (Kålund, bls. 50). Sig­urður Vigfússon ræðir þetta mál einnig en kemst að annarri niðurstöðu en Kålund. Álítur hann frásögn Egils sögu um kirkju á Hrísbrú, sem seinna var flutt að Mosfelli, rétta. Um bæjarflutning og þar með nafnbreytingu var ekki að ræða. Álítur Sigurður að kirkjan á Hrísbrú hafi verið flutt að Mosfelli á árabilinu 1130-1160 (Sigurður Vigfússon, bls. 62-74).
Í útgáfu sinni að Egils sögu telur Sigurður Nordal líklegast að kirkjan hafi fyrst verið byggð fjarri bænum að Mosfelli en seinna verið flutt að bænum og hjáleigan Hrísbrú byggð á gamla kirkjustaðnum (Egils saga, bls. 298 n.m.).

Hrísbrú

Hrísbrú – uppgröftur.

Talsvert hefur verið skrifað um staðsetningu hinnar fornu Hrísbrúarkirkju. Um þetta segir Magnús Grímsson: „Það er varla von, að nein viss merki sjáist nú Hrísbrúarkirkju, eptir hérumbil 700 ára tíma. En þó eru þar nokkur vegsummerki enn, sem styðja söguna. Skammt útnorðr frá bænum á Hrísbrú, norðan til við götu þá, er vestr liggur um túnið, er hólvera ein, hvorki há né mikil um sig. Það er nú kallaðr Kirkjuhóll. Stendur nú fjárhús við götuna, landsunnanmegin í hóljaðri þessum. Þegar menn athuga hól þenna lítr svo út, sem umhverfis hann að vestan, norðan og austan, sé þúfnakerfi nokkuð, frábrugðið öðrum þúfum þar í nánd. Þetta þúfnakerfi á að vera leifar kirkjugarðsins (því kirkjan á að hafa staðið á hólnum) og er það alllíkt fornum garðarústum. Innan í miðju þúfnakerfi þessu á kirkjan sjálf að hafa staðið, og þar er varla efunarmál, að þar hafi til forna eitthvert hús verið. Eigi er hægt að ætla neitt á um stærð rústar þessarar … Tveir steinar sáust uppi á hólnum, sokknir í jörð að mestu; voru þeir teknir upp haustið 1857, og líta út fyrir að hafa verið undirstöðusteinar, óvandaðir og óhöggnir, en ekki alllitlir; má vera að þeir hafi verið í kirkjunni. Við upptekníng steina þessara sýndist svo, sem moldin í hólnum væri lausari og mýkri,(?) en í túninu fyrir utan hólinn. Það mun því efalaust, að kirkja Gríms Svertíngssonar hafi hér staðið. Annarsstaðar getur hún varla hafa verið á Hrísbrú, enda bendir og nafnið, Kirkjuhóll, á að svo hafi verið. Hefir þar og verið kirkjustæði allfagurt, en ekki mjög hátt“ (bls. 255-6).

Hrísbrú

Hrísbrú.

Um þetta segir Kålund: „… umiddelbart ved gården hrisbru et par skridt nordvest for denne påvises der en høj Kirkehol (Kirkjuhóll), hvor den gamle kirke skal have stået. Men hvor kirken oprindelig er bleven bygget, må næsten med nødvændighet gården (hoved­ården) på den til have stået. Det er, som allerede bemærket, gennemgående ved alle de islandske kirkesteder, at kirken oprindelig er bleven bygget enten lige over for eller ganska tæt ved våningshusene, en fremgangsmåde, som var så meget mere praktisk, som man ofte, hvad den oven for anførte begivenhed fra Gunl. frembyder et eksempel på, måtte benytte kirken som det eneste nogenlunde sikre tilflugtssted under fjendlige overfald“ (bls. 49-50).
Sigurður Vigfússon segir eftirfarandi um staðsetningu kirkjunnar að Hrísbrú: „…enn þar á móti sést enn nokkur vottur fyrir, þar sem kirkjan hefir átt að standa norðvestr frá bænum; þar er enn kallaðr Kirkjuhóll, og sýnist þar sumstaðar votta fyrir kirkjugarðinum umhverfis, enn það er orðið að þúfnabörðum og allr hóllinn kominn í þýfi, svo ekkert verulega sést fyrir kirkjutóttinni og engu máli verðr hér við komið; vera má; að hér hafi verið sléttað yfir og síðar alt orðið að þúfum. Síra Magnús /Grímsson, í „Athugasemdum við Egilssögu“/ segir, að hér sé öskuhaugar afarfornir og furðu miklir, þarf að grafa það alt í sundr; enn hann getr ekki um, að það hafi verið gert, enda sá eg þess engin merki…“ (bls. 65). Túninu hallar frá Mosfelli í suður. Mynda tveir hólar pall eða brún örskammt NV af bænum. Neðan við stall þennan, hallar túninu mun minna, er nánast flatt. Kirkjuhóll er þannig á miðju heimatúni. Að baki áhaldahúss eða skúrs, um 20 m vestur frá gamla íbúðarhúsinu og 50 – 60 m norðan við það nýja (Ágúst Ó. Georgsson).

Hrísbrú – Sel

Hrísbrúarsel

Hrísbrúarsel.

Í heimild frá árinu 1704 segir: „Selstöðu á jörðin í heimalandi. Landþröng er ef ei er brúkuð selstaða“ (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 325-326).
Í Örnefnalýsingu Hrísbrúar er getið um sel: „Að norðanverðu meðfram frá merkjum heita fyrst Selflatir. Þær munu hafa tilheyrt selinu í gamla daga. Þetta eru fallegar flatir, af sumum nefndar Blómsturvelli“ (Ari Gíslason).
Lítil kvos, öll grasi vaxin og áberandi græn. Sker sig þannig vel frá umhverfinu. Hvammur þessi er um 30 m breiður. Hér er um eina rúst að ræða sem telja má nokkurn veginn örugga. Stærð hennar að innan er um 2×4 m. Dyr hafa verið á miðjum vestur lang­vegg. Tóft þessi er að hluta grafin inn í brekkuna, sem er á bakvið (austanvið). Veggir eru útflattir og breiðir. Hæðin er ca. 0,5 m en þykktin ca 12 m. Við hlið þessarar rústar að norðan mótar fyrir einhverju, sem verið gæti önnur tóft. Sé hér um tóft að ræða, hefur hún verið um 2×23 m að innanmáli. Þessi „tóft“ er samsíða fyrst töldu rústinni og hefur haft dyr móti vestri. Sunnan við fyrstnefnda rúst mótar ógreinilega fyrir einhverju, sem verið gæti tóft. Sé svo hefur hún verið að innanmáli um 2×23 m. Inngangur hefur að líkindum verið á móti vestri. Um 8 m vestan við síðasttöldu rúst er eitthvað. Hér gæti verið um einhver mannaverk að ræða. Þarna virðist hafa verið grafið ofan í brekku, sem hallar lítið eitt til norðurs. Stærð þessa er um 3,5×5 m, dýptin um 0,5 m, opin til norðurs, en fyrir framan opið er nokkurn veginn slétt flöt. Allar þessar rústir eru fornlegar að sjá. E.t.v. gætu þetta verið selsrústir frá Hrísbrú (sbr. skrá um menningarminjar. Niðurgrafna tóftin hefur þá verið kvíar en hinar selið (Ágúst Ó. Georgsson).
Munnmæli:

Hrísbrú

Hrísbrúarsel – uppdráttur.

Guðmundur Þorláksson, bóndi Seljabrekku, sagði 25.7.1980: Við sunnanverða Leirvogsá, á móts við bæinn Gröf er holt eða hæð. Kveðst Guðmundur hafa séð einhverjar rústir þar. Líklega er um seljarústir að ræða en gæti þó verið stekkur. Skoðaði hann þetta ekkert nánar, heldur sá rústirnar úr fjarlægð. Á herforingjaráðskortinu danska er svæði þarna rétt hjá kallað Sveinamýri. Sagt er að svæðið sem rústirnar eru á kallist Selflatir. Ágúst Ó. Georgsson merkti Selflatir inn á ljósrit af 1:50000 korti, skv. tilsögn Guðmundar Skarphéðinssonar, bónda á Hrísbrú. Ber þeim Guðmundum saman um hvar Selflatir hafi verið. Rústin er sem sagt norðan við Mosfell (fjallið), nálægt ánni (Leirvogsá) og á móts við bæinn Gröf í Kjalarneshreppi.

Laxnes

Laxnes

Laxnes – túnakort 1916.

Laxnes hefur sennilega verið í eigu Viðeyjarklausturs áður en þess er fyrst getið í Fógetareikningum 1547-1552, þá komið undir Danakonung (Dipl. Isl. XII). Árið 1704 var þetta konungsjörð með tvo ábúendur (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 321-2) en 1847 var Laxnes komið í bændaeign og með tvo leiguliða (J. Johnsen). Það skiptist nú í Laxnes 1 og 2, og var Mosfellshreppur ásamt fleirum orðinn eigandi að Laxnesi 1 árið 1979. Jörðin er enn í ábúð (Jarðaskrár).

Laxnes – Sel (frá Mosfelli)
Upp af Gljúfrasteini „…heitir Selás; þar voru eitt sinn byggð fjárhús, sem nefnd voru Hóll“ (Ari Gísla­son).

Lágafell

Lágafell

Lágafell – túnakort 1916.

„Lágafell í Mosfellssveit er í landnámi Þórðar skeggja, en hann nam land á milli Úlfarsár og Leiruvogs“ (Landnámabók I, bls. 48). Jörðin Lágafell er fyrst nefnd í skrá um jarðir sem komið hafi undir Viðeyjarklaustur eftir að Páll ábóti kom til Viðeyjar. Lágafell er þar skráð 20 hundraða jörð. Skrá þessi er gerð 1395 (Dipl. Isl. III, bls. 598).
Árið 1541 er hin nýja kirkjuskipan samþykkt um Skálholtsbiskupsdæmi. Konungur hafði slegið eign sinni á klaustureignir í löndum sínum og svo varð einnig hér á landi. Þróunin gat því ekki orðið á annan veg en að Lágafell yrði krúnujörð.
Árið 1547 fær Jón Bárðason „lífsbréf“ af konungi fyrir ábýlisjörð sinni „Laugefeldt“ [Lágafelli] (Dipl. Isl. XI, bls. 593). Í Fógetareikningum Kristjáns skrifara og Eggerts Hannessonar frá 1547-1552 er Lágafell skráð, leiga og landskylda jarðarinnar. Leigan, landskylda og skreiðargjaldsreikningar þessir eru af konungsjörðum í Borgarfirði, Viðeyjarklaustursjörðum, öðrum konungsjörðum í Kjalarnesþingi og af Skógaog Merkureignum (Dipl. Isl. XII, bls. 111, 152, 137, 391-434).

Lágafell

Lágafell 1985.

Sumarið 1703 skrifuðu þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín jarðabók Mosfellssveitar og í henni er eftirfarandi lýsing Lágafells: „Eigandinn kóngl. Majestat. Ábúendur Jón Ólafsson, býr á hálfri, annað Þorvaldur Teitsson, býr á hálfri. Landskuld i c. Betalast með fríðu uppá sama taxta sem áður greinir að kvikfjenaður sje hjer í sveit af Bessastaðamönnum í landskuldir tekinn. Við til húsabótar leggja ábúendur. Leigukúgildi iii. Leigur betalast í smjöri heim til Bessastaða eður Við­eyjar. Kúgildin uppýngja ábúendur. Kvaðir eru mannslán um vertíð, eitt af allri jörðinni, og gjalda ábúendur það til skiptis. Í tíð Heidemanns voru tvö mannslán, ef tveir bjuggu á jörðunni, og gaf hann þá tíu fiska þeim, er í það sinn ekki fjell til að gjalda mannslánið. Hestlán til alþingis tvö ef tveir ábúa og hestar eru til, og í tíð Jens Jurgenssonar kveðst Jón Olafsson hafa til látið í þessa kvöð hross sex vetra gamalt, og það síðan aldrei aftur fengið og öngvan betaling fyrir. Dagslættir tveir í Viðey, gjaldast in natura ella leysast með tíu fiskum og fæðir bóndinn sig sjálfur nema hvað einu sinni á dag er í tje látinn lítill mjólkurmatur. Hríshestar tveir, sinn af hverjum. Tveir hestar af digulmó og stundum fjórir. Torfskurður í mógröfum síðan Heidemanns tíð að aflögðust megin skipaferðir, en þessa kvöð hefur umboðsmaðurinn Páll Beyer í næstu tvö ár ekki kallað. Skipaferðir allt fram á Heidemanns tíð, en aflögðust þá upp hófst forpachtningin, og skip kom ekki lengur í Seyluhöfn. Timbur í Þingvallaskóg að sækja á tveimur hestum og fæða sig sjálfur.“

Lágafell

Lágafell.

Þessi kvöð hófst og endist í Heidemanns tíð. Húsastörf á Bessastöðum í Heidemannstíð, stundum í samfelda þrjá daga, og var hvorki gefinn matur nje drykkur. Fóður um vetur, aldrei minna en ein kyr að þriðjúngi og aldrei meira en ein kýr að fullu. Er þessi kvöð í fyrstu so upp komin, að í tíð foreldra þeirra, sem nú eru á lífi, voru frá Viðey skikkuð tvö lömb á bæ í sveitina og síðan smáaukið. Þessi kvöð hefur nú í ár ekki kölluð verið og ekki meir í fyrra en eins lambs fóður. Kvikfjenaður hjá Jóni viii kýr, ii kvígur veturgamlar, ii úngkálfar, xvii ær með lömbum, i geld, vi sauðir gamlir, vi þrevetrir, vii tvævetrir, xiiii veturgamlir, ii hestar, i foli veturgamall, ii hross, i unghryssa; hjá Þorvaldi vi kýr, ii kvígur veturgamlar, i naut þrevett, ii úngkálfar, xii ær með lömbum, ii sauðir tvævetrir, xi vet­urgamlir, i hestur, iii hross, i únghryssa.
Fóðrast kann á allri jörðinni x kýr, xxx lömb, ii hestar. Heimilismenn hjá Jóni vii, hjá Þorvaldi vi. Torfrista og stúnga meinslæm. Mótak til eldiviðar bjarglegt. Landþröng er mikil. Selstöðu hefur jörðin áður brúkað í Stardal. Vatnsból meinlega erfitt, þá snjóvetrar eru (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 313-315).

Lágafell

Lágafell.

Í Jarðabók fyrir Kjósarsýslu, sem undirrituð er af Jóni Eyjólfssyni, 9. nóv. 1695, er leiga Lágafells skráð eitt hundrað eins og í Jarðabók Árna Magnússonar (Björn Lárusson, bls. 130-131).
Í Nýrri jarðabók fyrir Ísland, sem samin er eftir tilskipun frá 1848, er Lágafell skráð 20 hundraða jörð að fornu mati en samkvæmt nýrra mati 24,40 h. og með hjáleigunni Lækjarkoti 28,70 h.
Í skrá um jarðir Viðeyjarklausturs frá 1395 er Lágafell talið 20 h. jörð sem og í jarða­bókinni frá 1695. Heildarmat Lágafells I samkvæmt fasteignamati í sýslum, sem öðlaðist gildi 1. maí 1957, var 239.000 kr (Ný jarðabók fyrir Ísland, bls. 4041; Fasteignabók I, bls. 416417).
Í lýsingu Mosfells og Gufunessókna 1855 eftir séra Stefán Þorvaldsson er Lágafell einnig talin 20 h. jörð (bls. 227).

Leirvogstunga

Leirvogstunga

Leirvogstunga – túnakort 1916.

Leirvogstunga hefur sennilega áður verið í eigu Viðeyjarklausturs en hennar er fyrst getið í Fógetareikningum 15471552, þá í konungs eigu. Jörðin er enn þá konungseign árið 1704 og bjó Björn Ásgrímsson þá á þrem fjórðungum hennar en ekkjan Margrét Bjarnadóttir á einum fjórðungi (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 3267). Árið 1847 var hún áfram konungsjörð með tvo ábú­endur (J. Johnsen). Leirvogstunga var í tvíbýli til ársins 1909 (Túnakort). Árið 1979 var Guðmundur Magnússon eigandi hennar og hún er enn í ábúð (Jarðaskrár).
Túnið í Leirvogstungu var allt „kargþýft“ árið 1874 en þá var byrjað að slétta litla bletti. Þegar Túnakort var gert 1916 var „…rétt allt sléttað, sem tún [var] talið og nokkuð grætt út við mel og plægður blettur ógróinn“.
Vestan við Ljósateig er „Óskiptaengi, sem var slegið til skiptis frá sambýlismönnum“ meðan tvíbýli var á jörðinni. Enn vestar „…þvert yfir tunguna…“ er „…all­mikið svæði, sem nefnt er Norðureyrar“ (Svavar Sigmundsson).
„Hjá Leirvogstungu, skammt fyrir ofan túnið, fellur“ Kaldakvísl, skv. Magnúsi Grímssyni „…í gljúfrum nokkrum, og er þar foss í henni býsna hár, sem laxinn kemst að en ekki yfir. Undir fossi þessum hafa Leirvogstúngumenn opt talsverða veiði“ (Magnús Grímsson, bls. 273).

Leirvogstunga

Leirvogstunga.

Magnús gefur þessar upplýsingar til að skýra hvers vegna fiskur gengur ekki upp í ána upp í Mosfellsdal en sagnir eru um að það sé vegna álaga sem kerling nokkur í Leirvogstungu lagði á Laxnes. Eins og bæjarnafnið bendir til á þar að hafa verið laxveiði til forna en þá bjuggu kerlingar tvær í Laxnesi og Leirvogstungu, gamlar og fornar í skapi, sem deildu um veiði í ánni „…og heituðust útaf henni. Varð Leirvogstúngu kerlingin ofaná í heitingunum og mælti svo um, að aldrei framar skyldi lax gánga upp í ána upp í dalinn. Hafa þau álög haldist æ síðan, og því er engin veiði í Mosfellsdalnum“ (Magnús Grímsson, bls. 273).

Miðdalur

Miðdalur

Miðdalur – túnakort 1916.

Miðdalur hefur trúlega verið í eigu Viðeyjarklausturs en er fyrst getið í Fógetareikningum 1547-52 sem „Mýdall“ eða „Mijdall“, þá í eigu konungs. Árið 1704 er hún ennþá konungsjörð og ábúandi einn (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 289-91). Árið 1847 er Miðdalur hins vegar kominn í bændaeign og býr eigandinn þar sjálfur (J. Johnsen).
Einhvern tíma á árunum 193857 var jörðinni skipt í Miðdal I og II. Skv. Fasteignabók 1957 er Miðdalur II þó í eyði og nýtt frá Dallandi en í Eyðijarðaskrá 1963 kemur fram að Dalland var myndað úr Miðdal II og nýtt af eiganda. Jarðaskrá Landnáms ríkisins staðfestir að Miðdalur II var ekki í ábúð þegar byrjað var að halda jarðaskrár 1958 og hefur ekki verið síðan. Miðdalur I er hins vegar ennþá í ábúð.

Miðdalur

Miðdalur.

Þess ber að geta að fyrr á öldum hafa margar hjáleigur heyrt undir Miðdal. Flestar virðast þó hafa farið í eyði snemma, jafnvel fyrir 1700. Má þar nefna Miðdalskot, Sólheimakot, Borgarholt eða Borgarkot, Búrfellskot og Búrfell.
Loks má nefna að sögulegur viðburður átti sér stað í Efri-Djúpadal í landareign Miðdals, við konungsheimsóknina árið 1907, og segir Tryggvi Einarsson bóndi frá því í Örnefnalýsingu: „…sá faðir minn Einar Guðmundsson í Miðdal að öllu leyti um aðbúnað og móttöku Friðriks VIII, Danakonungs á leið sinni til Þingvalla. Var dalurinn allur flöggum prýddur, byggður var eldhússkúr en matarveisla í tjaldbúðum. Fékk faðir minn lof fyrir stundvísi og aðbúnað allan“ (Tryggvi Einarsson).
Í Örnefnalýsingu má finna margs konar upplýsingar um búskap og landshætti í Miðdal. Austur af Dýjadalshnúk er t.d. svo kallaður Áarfoss í Seljadalsá sem hefur það sérkenni að þegar niður hans heyrist heim að bænum „…bregst ekki að heyþurrkur verður í Miðdal innan tveggja til þriggja daga“ (Tryggvi Einarsson).

Miðdalur – Hjáleiga; Miðdalskot

Miðdalskot

Miðdalskot.

Í Jarðabókinni frá 1704 er getið um Mýdalshjáleigu með einn ábúanda og er það sennilega hið svo kallaða Miðdalskot sem var hjáleiga frá Miðdal. Hún hefur hins vegar lagst í eyði þegar getið er um hana í síðari heimildum. Hvorki er minnst á hana í Jarðatali J. Johnsen frá 1847 né í Nýrri jarðabók 1861 enda hafði kotið skv. Lýsingu Mosfells og Gufunessókna frá 1855 verið „…lagt í eyði fyrir tæpum 20 árum…“, þ.e. um
1835 (Stefán Þorvaldsson, bls. 238).
Árið 1938 segir Björn Bjarnason að Mýdalskot hafi fyrir löngu verið lagt undir heimajörðina Miðdal (bls. 108). Næst er svo kotið nefnt í Örnefnalýsingu og fylgir ýtarleg upptalning tengdra Örnefna: „Í Seljadalsá er foss er Áarfoss heitir… Suður af Áarfossi er kvos er Kotadalur heitir. Nokkru ofar við Seljadalsá er allstór bergdrangur er Krummaborg heitir…. Við Krummaborg rennur lækur út í Seljadalsá er Bæjarlækur heitir. Milli Bæjarlækjar og Seljadalsár er mjór tangi er Lækjartangi heitir. Spölkorn upp með Bæjarlæknum að vestan er Miðdalskot sem var hjáleiga frá Miðdal. Sést þar vel til allra húsa, þarna er fallegur grasi vaxinn hóll er Kotahóll heitir.

Miðdalur – Hjáleiga; Sólheimakot

Sólheimakot

Sólheimakot – uppdráttur.

Sólheimakots er hvorki getið í Jarðabók Árna og Páls árið 1704 og ekki heldur í síðari tíma jarðabókum en í Lýsingu Mosfells og Gufunessókna frá 1855 segir: „Enn eru nefnd 2 eyðikot í Miðdalsheiði, nl. Sólheimakot og Búrfellskot, en ekki vita menn hve nær þau hafa lagzt í eyði, enda er mjög langt síðan“ (Stefán Þorvaldsson, bls. 238).
Á árunum 19328 varð hins vegar til nýbýlið Sólheimar en um það segir í Fasteignabók 1938: „Járnvarið timburhús, engin hlaða, nautgripir 2, sauðfé 10, hross 2“. Sama ár segir Björn Bjarnason: „Áður hjáleiga frá Miðdal, en nú endurreist nýbýli“. Virðist líklegt að hann sé að vísa til hins forna Sólheimakots og að Sólheimar hafi verið reistir í landi þess. Þeir voru þó án ábúðar a.m.k. frá 1958 og aldrei hefur verið þar mikill búskapur. Eigendur 1979 voru erfingjar Guðmundar Gíslasonar læknis að Keldum og nú er þar sumarbústaður (Fasteignabók, Jarðaskrár). Tryggvi Einarsson í Miðdal getur um rústir kotsins í Örnefnalýsingu: „Austan við Augnlæk er Sólheimamýri. Upp af norðurenda Sólheimamýrar er Háabrekka ofan við Háubrekku eru Brekkubrúnir sunnan við Brekkubrúnir er fallegur hvammur er Sauðhúsahvammur heitir. Ofan við Sauðhúsahvamm eru sauðhús er afi minn byggði. Móts við Sauðhúsahvamm er kriki er Fífukrókur heitir. Skammt suður af Fífukrók er Sólheimakot hjáleiga frá Miðdal sést þar vel fyrir veggjum. Ofan við Sólheimakot er Sólheimamelur, sunnan við Sólheimamel er mýri er Dugguósmýri heitir. Ofan við Sólheimabrúnir“.

Miðdalur – Sel; Víkursel

Víkursel

Víkursel.

Í Örnefnalýsingu segir: „Austur af Selvatnsenda er Víkursel talið vera frá Vík á Seltjarnarnesi, sést þar fyrir selstóftum. Norður af Víkurseli eru Selbrúnir“ (Tryggvi Einarsson). Þetta sel er skv. Fornleifaskráningu staðsett á örlitlum mosa og grasi grónum hól, í mýrarkvos, um 50 m austur af vatninu (Bjarni F. Einarsson).
Hóllinn sem selið stendur á er stórþýfður, ólíkt nánasta umhverfi sínu, og er selið ógreinilegt vegna mosaþúfna. Það er þó aflangt, um 4,5×9 m að stærð, veggir úr torfi, um 1,5 m á breidd og 0,30,4 m á hæð. Selið skiptist í tvennt, fremra hólf A með dyrum í norður og aftara hólf B en á því sjást engar dyr. Stefnan er NS (Bjarni F. Einarsson).

Miðdalur – Sel; Litla-Sel

Litla-Sel

Litla-Sel.

Í Örnefnalýsingu segir: „Austan við Hrútslæk skagar grýtt holt út í Selvatnið sem Bleikjunef heitir. Nokkru austar við Selvatn skagar annað holt út í vatnið, það heitir Urriðanef. Milli Bleikjunefs og Urriðanefs er vík er Litla-Selsvík heitir. Norður af Litlu-Selsvík er Litla-Sel sést aðeins móta fyrir rústum þar. Ofan við Litla-Sel er Litlaselshæð“ (Tryggvi Einarsson). Þar kemur einnig fram að Urðarlágarlækur „…rennur í austurenda Selvatns…“ og „…nokkru norðar rennur Sellækur í Selvatn…“ (Tryggvi Einarsson).

Miðdalur – Hjáleiga; Borgarkot

Borgarkot

Borgarkot.

Fyrst er minnst á „Borgar Kot“ í Jarðabók árið 1704 en skv. henni var það „Hjáleiga af Miðdal, nú í auðn og hefur nú yfir ár um kring í eyði legið, en var í fyrstu bygð í fornu fjárborgarstæði fyrir vel tuttugu árum… Fóðrast kunnu í þessari hjáleigu, fyrir utan það er af heimatúninu var lagt, ii kýr naumlega… Meina menn ei aftur byggjast kunni með sömu kostum, nema því meir að af heimajörðunni væri til lagt“ (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 291). Borgarkot hefur miðað við þetta verið í eyði frá 1703 enda hvorki getið í Jarðatali J. Johnsens frá 1847 né Jarðabók 1861. Í Örnefnalýsingu er hins vegar nefnt Borgarholt: „Norður af upptökum Hrútslækjar er Langabrekka. Milli Löngubrekku og Langamels er Langamýri. Norður af Löngumýri er Borgarholt þar var hjáleiga frá Miðdal.
Austan við Borgarholt er mýrarkriki er Borgarholtsmýri heitir. Suðvestan við Borgarholt er mýrarsund er Borgarholtskelda heitir. Suðvestan við Borgarholt er jarðfastur bergdrangur sem Borgarholt dregur nafn sitt af og heitir Borgin“ (Tryggvi Einarsson). Líklegt má teljast að Borgarholt sé hið sama og kallað er Borgarkot í eldri heimildum.

Miðdalur – Hjá­leiga; Búrfellskot

Búrfellskot

Búrfellskot.

Búrfellskots er hvorki getið í Jarðabókinni frá 1704, Jarðatali J. Johnsens 1847 né Jarðabók 1861. Í Lýsingu Mosfells og Gufunessókna frá 1855 segir að Búrfellskot sé eyðikot á Miðdalsheiði, ekki sé vitað hvenær það lagðist í eyði en það hafi verið fyrir löngu síðan (Stefán Þorvaldsson, bls. 238).
Síðar er minnst á rústir kotsins í Örnefnalýsingu: „Norðan við Mómýri og upp með Seljadalsá er Búrfellsmýri… Norðan við Búrfellsmýri er Búrfell, sunnan við Búrfell er kargaþýfður mói þar var Búrfellskot. Sést vel fyrir bæjarrústum þar. Búrfellskot var hjáleiga frá Miðdal. Sunnan í Búrfellstind er Búrfellsbrekka. Vestan í Búrfelli neðarlega eru grastorfur sem Búrfellstorfur heita… Inn með Búrfelli að norðan er Búrfellsfoss í Seljadalsá“ (Tryggvi Einarsson). Þessar rústir voru skoðaðar við fornleifaskráningu árið 1982 en þar segir að þær séu í þýflendi, neðarlega suðvestan megin í fjallshlíð. Óljóst mótar fyrir veggjum.

Miðdalur Hjáleiga; Búrfell

Búrfellskot

Búrfell – kort 1908.

Fyrst er greint frá Búrfelli í Jarðabók 1704: „Burfell, önnur hjáleiga frá sömu jörð [Miðdal] og hefur í eyði legið hjer um 8 ár… Fóðrast kunna ii kýr og ekki meira… Þessi hjáleiga var fyrst það menn til vita uppbyggð fyrir vel 20 árum, þar sem menn meina að fyrir lángri æfi muni býli verið hafa, og veit þó enginn til þess annað, en hvað fornar girðíngar og húsabrotsleifar, sem þar voru fyr en nú að nýju var uppbygt, sýna fornrar bygðar merki. Lagðist þetta kot mest í eyði fyrir óbærilegum átroðningi þjóðgötu, sem liggur í gegnum túnið, og er þetta kot ekki þess erfiðis vert, sem kosta vildi að gjöra þar bygð að nýju, sá er ágángi ferðamanna gæti af hrundið, og þykir því ei aftur byggjandi“ (bls. 2912). Búrfells er hvorki getið í Jarðatali J. Johnsens frá 1847 né í Jarðabók 1861 og hefur líklega legið í eyði frá því um 1696. Á árunum 193857 var skv. Fasteignabók 1957 stofnað nýbýlið Búrfell, hugsanlega á svipuðum slóðum og hið forna Búrfell. Jörðin hefur þó verið auð síðan þá en úr Eyðijarðaskrá 1963 fást eftirfarandi upplýsingar: Íbúðarhús „…ekkert og hefir aldrei neinn átt þar lögheimili. Býlið byggt og notað af eigendum til fjárgeymslu að vetrum“. Útihús: „Fjárhús og heygeymsla fyrir ca. 100 fjár“. Beitiland mjög takmarkað, býlið allt 30 ha. Líklega hefur aldrei verið stundaður búskapur á nýbýlinu (Skýrsla um eyðijarðir). Eigandi árið 1979 er Sigfús Thorarensen verkfræðingur (Jarðaskrár).

Minna-Mosfell

Minna-Mosfell

Minna-Mosfell – túnakort 1916.

Mosfells er fyrst getið í Landnámabók, en einnig í fleiri fornritum svo sem Egilssögu og Gunnlaugssögu. Elsta heimild um Minna-Mosfell eru Fógetareikningar frá árunum 1547-1552. Þá er jörðin komin í eigu konungs og er í reikningunum nefnd „Mijndemossefeldt“ (sbr. Dipl. Isl. XII).
Árið 1703 er MinnaMosfell enn konungsjörð. Ábúandi er einn (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 323-324).
Jörðin er komin í bændaeigu árið 1847 og er einn leiguliði ábúandi (Jarðatal J. Johnsen).
Minna-Mosfell er enn í ábúð (Ágúst Ó. Georgsson/Guðmundur Ólafsson).

Minna-Mosfell – Sel

Minna-Mosfellssel

Minna-Mosfellssel.

„Stóra og Litla-Sveinamýri eru neðarlega við Leirvogsá. Þar er allmikið flæmi öðru nafni nefnt Selflatir. Selás er við Sveinamýrar“ (Ari Gíslason). Gróðurlítill ás á syðri bakka Leirvogsár, sem liggur ca í AV. Norðurhluti hans er allgrýttur og vaxinn mosa. Svæðið milli ássins og fjallsins er þýft mýrlendi (Ágúst Ó. Georgsson). Rústin stendur á lágum hól, sem sker sig nokkuð úr umhverfinu. Hóllinn er talsvert þýfður og grasi vaxinn. Norðan hans rennur Leirvogsá um 3040 m í þá átt. Hóllinn er á mörkum graslendis og grýtts mosavaxins svæðis. Tóftin er um 2,5×4,5 m að innanmáli. Veggjaþykkt er 11,5 m. Hæð veggja er víðast um 0,4 m, nema NV-veggur, sem er um 0,7 m. Við NV-gafl á suðurlangvegg eru dyr en tóftin skiptist í tvo hluta.

Minna-Mosfellssel

Minna-Mosfellsel – uppdráttur.

Magnús Grímsson, prestur á Mosfelli (d. 1865), segir að á þessum ás hafi staðið selrúst. Skrásetjari gekk um allan ásinn og víðar þarna í nágrenninu. Var þetta eina rústin, sem fannst á eða við ásinn. Kemur lýsing Magnúsar, hvað staðsetningu varðar, vel heim og saman. Hús þetta hefur byggt verið úr torfi og grjóti (Ágúst Ó. Georgsson).
Einar Björnsson, Litla-Landi og Guðmundur Þorláksson, Seljabrekku, vissu um þessar rústir. Telja þeir, að um selrústir sé að ræða. Eru þær beint niður undan s.k. Gatkletti, sem er austan í Mosfelli og sést greinilega frá veginum sem liggur norðan við Leirvogsá. Ekki hafa þeir heyrt sagnir um, hvaða sel þetta hafi átt að vera.

Mosfell

Mosfell

Mosfell I – túnakort 1916.

Mosfells er fyrst getið í Landnámu og oftlega í Egilssögu en einnig í fleiri fornritum svo sem Gunnlaugssögu.
Um 1200 er Mosfells getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar (Dipl. Isl. XII, bls. 9).
Um miðja 15. öld er Mosfell komið í eigu Skarðverja. Greinir frá því í skiptabréfi, eftir Björn ríka Þorleifsson, frá 1467, að Mosfell komi í hlut ekkju hans, Ólafar Loftsdóttur, að Skarði á Skarðsströnd (Dipl. Isl. V, bls. 503). Ekki var Mosfell lengi í eigu Ólafar, því í kaupbréfi frá 1470 segir, að Ólöf Loftsdóttir fái Sigurði Jónssyni Mosfell í skiptum fyrir Hraungerði í Flóa (Dipl. Isl. V, bls. 503).
Á 16. öld kemst Mosfell undir Skálholt er Ögmundur biskup Pálsson kaupir jörðina.

Mosfell II

Mosfell II – Túnakort 1916.

Við siðaskiptin er Mosfell, ásamt fleiri kirkjujörðum, tekið undir konung. Tilvitnisburðar um það eru Fógetareikningar 1547-1552 (sbr. Dipl. Isl. XII).
Árið 1704 er Mosfell „Beneficium og kirkjustaður“. Ábúandi er staðarhaldarinn, séra Þórður Konráðsson (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 324).
Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er Mosfells getið sem kirkjujarðar. Ábúandinn er prestur.
Mosfell er enn í ábúð (1980) og er kallað Mosfell I í Jarðaskrá Landnáms ríkisins. Eigandi er ríkissjóður (J. Johnsen).
Egilssaga getur um kirkju á Mosfelli og er það staðfest í áðurnefndri kirknaskrá Páls biskups. Svo virðist sem kirkja hafi verið lögð niður á Mosfelli einhvern tíma fyrir miðja 14. öld. Næsta kirkja á Mosfelli er reist á fyrri hluta 16. aldar og er kirkja að Mosfelli til ársins 1888, en er þá flutt að Lágafelli. Kirkjan, sem nú stendur að Mosfelli var vígð árið 1965.

Silfur Egils

Mosfell

Mosfell – kort 1908.

Magnús Grímsson skrifar talsvert um líklega felustaði. Segir hann á einum stað: „En þegar skammt er komið suður fyrir Köldukvísl á Víðinn, á að geta 100 faðma, verða þar fyrir jarðholur miklar, einar þrjár eða fjórar. Eru þær víðar um sig og djúpar, með leireðju í botninum. Eru þær jafnan fullar af vatni, og sést lítill munr á því, þó þerrar gángi“. Ætlar Magnús, að þar séu komnar jarðholur þær er nefndar eru í Egilssögu. Þrælapyttur er á barði nálægt Kýrgili „…býsna stór og furðu djúpr, með forarleðju í botninum. …er mælt að þar hafi seinna fundist í þrælarnir, sem Egill drap, eðr bein þeirra. En ekki hefir söguritarinn vitað af því að segja. … Neðan undir hólbrekkunni á Mosfelli, sem fyr er getið, er dý eitt fullt af grjóti, eigi stórt um sig, en furðulega djúpt. Þar halda sumir að fé Egils sé niðri í“. Ekki telur Magnús þetta vera líklegan stað. Telur hann líklegast að Egill hafi fólgið silfur sitt í ein­hverjum pyttinum á Víðinum, fyrir sunnan ána Köldukvísl. Þó segir hann þetta ekki verða sagt með vissu. „Sagan segir og, að þángað [í jarðholunum] sé opt sénn haugeldr, og styðr það þessa ætlun, jafnvel þó eg ímynda mér slíka elda af öðrum rótum runna en fé, og því harðla marklitla í þessu efni. En slíkar sjónir sýna opt trú manna, og hygg eg, að menn hafi snemma orðið á sömu ætlan um þetta og eg er, af því líkurnar hafa þótt svo sterkar til hennar. Einn manna hefi eg talað við, sem enn er lifandi, sem þykist hafa séð slíka elda, nálægt því svæði sem hér um ræðir, fyrir hérumbil 15 eðr 16 árum“. Endar Magnús vangaveltur sínar um hvar silfur Egils sé að finna með því að ítreka að pyttirnir, nálægt hinum forna vegi yfir Víðinn, séu líklegastir (Magnús Grímsson, bls. 266-270).

Kýrgil

Kýrgil – neðsti hluti.

Eina sögu kveðst Magnús hafa heyrt um að silfur Egils hafi fundist: Einn góðan veðurdag var bóndinn í Þverárkoti á leið til kirkju að Mosfelli. Þegar hann kom að Kýrgili veik hann sér lítillega upp með því „að gegna nauðsynjum sínum“. Þarna átti bóndi að hafa fundið peninga en leyndi fundi sínum vel. Er sagt að hann hafi orðið ríkur á fáum árum. Silfrinu átti bóndi að hafa skipt hjá Jóni Ólafssyni ríka í Síðumúla (Magnús Grímsson, bls. 271). Í athgr. 5 í sömu heimild stendur að árið 1722 hafi fundist enskir peningar nálægt Mosfelli. Höfðu þeir skolast fram í vatnagangi. Frásögnin um peningana er í ritgerð eftir Jón Ólafsson frá Grunnavík um íslenskar sögur. Segir Magnús, að sér þyki líklegast „að Grunnavíkur Jón hafi eitthvað orðið áskynja um peningafund Þverárkotsbóndans, og haldið að gilið mundi hafa spýtt fram fénu.“ Ekki telur Magnús miklar líkur á, að saga þessi sé sönn. Bóndi hefði eins getað efnast í Þverárkoti án þess að hafa fundið peningana (Magnús Grímsson, bls. 276).

Mosfell – Hjáleiga; Merkurvöllur

Mosfell

Mosfell 1955-1965.

Merkurvallar er ekki getið í Jarða­bók 1704, ekki í Jarðatali 1847 eða í Jarðabók 1861.
Heimild frá 1938 getur um þessa „jörð“ en þær upplýsingar eru harla sparsamar. Segir þar að Merkurvöllur sé hjáleiga frá Mosfelli og hafi lengi í auðn legið. Liggja tún Merkurvallar og Mosfells saman (Björn Bjarnason, bls. 107).
Í Örnefnalýsingu Mosfells segir: „Utan við bæinn er gil, sem heitir Kirkjugil. Vestan við það gil var lítið gamalt kot, sem hét Hitta, en austan við gilið er stykki, sem heitir Merkurvöllur“ (Kristinn Guðmundsson). Á þessum stað eru engar rústir sjáanlegar.
Aðrar upplýsingar:
Árni Magnússon, prestssonur frá Mosfelli, er þar mjög vel kunnugur en segir að engar rústir hafi verið á Merkurvelli. Hið eina sem þar stóð var fjárhúskofi, sem nú er horfinn og ekkert sér eftir af. Árni þessi á hús þar sem Víðihóll heitir, er það S eða SV frá Mosfelli (Ágúst Ó. Georgsson).

Mosfell – Hjáleiga; Bakkakot

Bakkakot

Bakkakot – bæjarstæði.

Bakka­kot eða „Backakot“ var hjáleiga frá Mosfelli árið 1704. Ábúandinn, sem var einn bjó á hálfri jörðinni, hinn helmingurinn var nýttur frá Mosfelli. Bústofn: 2 kýr, 1 mylk kvíga, 4 ær með lömbum, 2 veturgamlar gimbrar, 1 hross. Fóðrast geta á jörðinni allri 4 kýr og 2 „úngneyti“. Heimilismenn samtals 3 (Jarðabók Árna og Páls).
Bakkakot lagðist í auðn einhvern tíma á árabilinu 1704-1847 (sbr. J. Johnsen og Nýja jarðabók).
Aðrar upplýsingar:
Enginn, sem spurður hefur verið, veit hvar kot þetta stóð né hefur heyrt um það talað. Bjarni Bjarnason, Hraðastöðum, stingur upp á, eða telur líklegt, að það hafi staðið á túninu sem nú er vestan við Guddulaug (nú er þetta tún í eigu Minna-Mosfells), nálægt lækjarbökkunum sem þar eru (Ágúst Ó. Georgsson).

Mosfell – Sel; Helgusel

Helgusel

Helgusel – uppdráttur.

Magnús Grímsson segir svo um sel á Mosfelli: „…víða finnast gamlar seljarústir uppi í heiðarlandi Mosfells, sem nú er. Þó eru engar þeirra eins gamlar, og rústir hins svo kallaða Helgusels. Það hefir staðið norðan undir miðju Grímmannsfelli, undir hárri og fagurri brekku niðr við Köldukvísl, á norðurbakka hennar. Eru það seljarústir miklar til og frá í hvamminum, og er auðséð, að þar hefir verið mikið umleikis. Segja sumir, að Helga, dóttir Bárðar Snæfellsáss, hafi hafzt hér við um hríð, og við hana sé selið kennt. Foss er þar í ánni skammt fyrir ofan selið, hár og fagr, sem heitir Helgufoss [Grímannsfellsfoss], og blasir hann við selinu. Fram undan selinu er hamrahóll allmikill, hérumbil þriggja til fjögurra faðma hár, toppmyndaður. Stendr hann einstakur á sléttu fram við ána sjálfa. Hann heitir Helguhóll, og á Helga að hafa gengið í hann í elli sinni, og aldrei komið út aptr. Hvammurinn allr, sem selið hefir verið í, er kallaðr Helguhvammr. Hefir hann nú mist mikið af fegurð sinni, því bæði hefir runnið á hann grjót og sandr, og víða er svörðrinn einnig blásinn í burtu. Á seinni tímum hefir sel þetta verið byggt uppi á bakkanum fyrir ofan hvamminn. [þar standa nú gömul fjárhús] Hin önnur sel, sem eg veit til í heiðarlandinu, eru öll miklu ýngri, og ómerkileg“ (bls. 272).
Bærinn Bringur var reistur skammt frá Helguseli, til móts við Helgufoss. Bringur kallar Magnús reyndar Gullbringur (Magnús Grímsson).

Helgusel

Helgusel – eldri minjar – uppdráttur.

Í Lýsingu Mosfells og Gufunessókna segir: „Í austur fram af Mosfellsdal liggur graslendi mikið og víðlent; eru það lágar hæðir og mýrlendar, með stargresisfláum og valllendis börðum, víða greiðfærum eða sléttum. Hæðir þessar eru nefndar „Bringur“ eða „Mosfellsbringur“ og liggja undir Mosfell til selstöðu og slægna, og eru þær allgott sumarbeitarland, en örðugt að sækja þangað heyskap og enn torveldara að verja þær fyrir afréttarfénaði og stóðhrossum“ (Stefán Þorvaldsson, bls. 236).
Árið 1877 segir Kålund: „Nu er sætevæsendet en undtagelse på Island … Mosfell er dog en av de gårde, hvor det jævnlig er bleven brugt, men i de senere tider har sæter landet været oppe i Mosfellshedens skråninger ned mod Mosfellsdalen, de såkalde Guldbringer (Gullbringur)“ (bls. 53). Grasi vaxinn hvammur, s.k. Helguhvammur, norðan Köldukvíslar, í gilinu eða dalskorningnum, sem er á milli Grímannsfells og Bringnatúns, neðan við Helgufoss.

Helgusel í Bringum

Helgusel í Bringum. Helgufoss (Grímannsfellsfoss) fjær.

Hvammurinn er sérlega gróðursæll og er þarna skjól í flestum áttum. Niður dalskorninginn rennur Kaldakvísl. Undirlendi er þarna svo lítið að rústirnar standa svo gott sem á árbakk­anum. Stór og mikill klettur, nokkurn veginn kúpulaga, stendur vestarlega í skorningnum og setur mikinn svip á umhverfið. Magnús Grímsson segir að hann sé kallaður Helguklettur. Halldór Laxness, skáld á Gljúfrasteini, telur að Bringnafólkið hafi aldrei kallað klettinn annað en Hrafnaklett og hafi huldufólk búið í honum. Í hvammi þessum, sem Magnús Grímsson kallar Helguhvamm, eru tvö rústasvæði. Annað austan við klettinn, hitt nánast á bak við hann (þ.e. norðan megin við hann). Magnús kallar rústir þessar Helgusel (Ágúst Ó. Georgsson).
Á bakka Köldukvíslar standa fjórar rústir eða rústahópar, öllu heldur. Virðast hópar þessir vera misgamlir og á sumt saman en annað ekki. Hér er byrjað á austustu rústinni eða rústunum. Þetta eru miklar tóftir og þær sem mest ber á. Rústirnar eru orðnar það grónar, að erfitt er að segja til með fullri vissu hvernig þær hafa litið út en þó skal reynt að segja til um hugsanlega lögun þeirra. Á þetta við allt eystra svæðið, nema tvær rústir. Austasta rústin samanstendur af þremur herbergjum. Dyr eru á miðjum suðurlangvegg. Strax þegar inn er komið greinast leiðir í þrjár áttir og inn í herbergin þrjú. Rúst þessi er að utanmáli um 6×8 m. Veggjahæð, þar sem hún er mest, er um 6070 cm. Þykkt veggja um 1 m. Tóftin er allfornleg að sjá. Líklega er hér um selsrúst að ræða. (Ágúst Ó. Georgsson).

Í Lýsingu Mosfells og Gufunessókna segir:

Mosfellssel

Mosfellssel ofan Illaklifs.

„Selstöður eru hvergi hafðar nema frá Mosfelli, við Leirvogsvatn undir Illaklifi; er þangað langur vegur og slitróttur yfirferðar“ (Stefán Þorvaldsson, bls. 237). „Örnefni benda til fleiri selja. T.d. í Mosfellskirkjulandi er mýrarfláki sem heitir Selflá. Þar voru ær hafðar í seli inni í Klifi. [Þetta mun vera Illaklif við Leirvogsvatn]. Selmatráðskona var þar Ragnhildur Þórðardóttir“ (Þjóðháttarannsókn stúdenta 1976).
Við sunnanvert Leirvogsvatn, norðan undir Illaklifi, þar sem það byrjar austanmegin, um 3040 m ofan við vatnið, er dálítil kvos eða hvammur. Frá náttúrunnar hendi er þetta ákjósanlegur staður fyrir sel. Vestan við eru skriður og lítið undirlendi neðan þeirra. Austan við eru mýrarflákar sem halla niður að vatninu. Staður þessi er greinilega ekki valinn af neinu handahófi, heldur sá besti og líklega sá eini nothæfi þarna megin við vatnið.
Svæði þetta var í Mosfellskirkjueign til 1934 en er nú í eigu Mosfellshrepps (Ágúst Ó. Georgsson).

Mosfell – Sel; Jónssel

Jónssel

Jónssel.

„Lægðin sem bærinn [Seljabrekka] stendur í hét upphaflega Jónssel, þó ekki öll. Um hana rennur lækur, sem heitir Jónsselslækur og fellur í Köldukvísl… …í Jónsseli er örlítil rúst, þar er örlítill kofi ofan við veg og utan Markúsarsels…“ (Guðmundur Þorláksson).

Mosfell- Sel; Markúsarsel

Markúsarsel

Markúsarsel.

„Norð­austur frá Leirtjörn er Markúsarsel. Þar eru miklar tættur… Graslendið sunnan Langahryggjar og upp af Leirtjörn heitir Markúsarsel, og eru þar gamlar hústættur. Sagnir eru um að þar hafi verið búið á fyrri hluta síðustu aldar“ (Guðmundur Þorláksson).
Um 800 m. NA við Selvog, við NA enda Leirtjarnar. Sumarbústaður um 150 m sunnar. Grasgefin mýri við NA enda vatnsins. Myndast þarna aflíðandi kvos niður að vatninu. Rústin er á graslendi milli tveggja lækjarskorninga (Ágúst Ó. Georgsson).

Norður-Reykir

Norður-Reykir

Norður-Reykir – túnakort 1916.

Hafi Norður-Reykir verið í byggð á 16. öld hafa þeir verið í bænda eigu því þeirra er ekki getið í skrám yfir konungsjarðir frá því um 1550 (Fógetareikningar, sbr. Dipl. Isl. XII). Þeir eru hins vegar komnir á blað í Jarðabók 1695 (Björn Lárusson, bls. 13031) og 1704 segir að jörðin öll sé 30 hundruð en skipt eignarskiptum í þrjá staði: Norður-Reyki, Hlaðgerðarkot og Æsustaði. Eigendur Norður-Reykja voru þá tveir bændur en ábúandi á jörðinni einn (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 31719). Árið 1847 var hún enn bændaeign og ábúandi einn leiguliði (J. Johnsen, bls. 95). Þegar Landamerkjaskrá Norður-Reykja var gerð 1888 voru þeir í eigu Þorleifs Þórðarsonar bónda í Hækingsdal í Kjósarhreppi. Árið 1979 voru þeir hins vegar komnir í eigu Mosfellshrepps og leiguliði Jakob Einarsson. Jörðin er enn í ábúð.

Óskot

Óskot

Óskot – túnakort 1916.

Í skrá um kvikfé og leigumála jarða Viðeyjarklausturs er Óskots fyrst getið en nefnist þá Ós: „…at Osi. ij. merkr“ (Dipl. Isl. III, bls. 598). Af því má trúlega álykta, að Óskot hefur verið lögbýli áður fyrr (sbr. Ólaf Lárusson).
Jarðabók frá 1704 hefur eftirfarandi að segja um Óskot: „Oskot, forn eyðijörð og veit enginn maður hvað lengi hún hefur í auðn verið. Nú brúka ábúendur á Reynisvatni það land til beitar og líka fyr meir til torfskurðar, sem nú er aþr eyddur. Vita menn þó ekki hvör eigandi þeirrar jarðar hafi til forna verið, og meina þó flestir kóngseign vera. Silúngsveiði sýnist þar til forna verið hafa, og enn nú vera kunna með stóru erfiði. Sýnist valla mögulegt aftur að byggja, og óvíst að jafnmikill ávinníngur sem kostnaður yrði“ (Jarðabók Árna og Páls, bls. 292).
„Óskot, suðvestanvert við Hafravatn, í vestur útnorður frá Miðdal, lagt í eyði fyrir mörgum árum, en hvað mörgum, vita menn ekki gjörla, og er landi þess skipt upp meðal nærliggjandi jarða, Þormóðsdals og Miðdals, Reynisvatns og Kálfakots“ (Stefán Þorvaldsson, bls. 238).

Óskot

Óskot – uppdráttur.

Óskots er ekki getið í Jarðatali J. Johnsens frá 1847, né í Jarðabók 1861.
Nýbýlið Óskot var stofnað árið 1889. Í dag er jörðin notuð til slægna og beitar. Eigandi 1979 er Magnús Vigfússon múrarameistari (Jarðaskrár).
Í Nýbyggjarabréfi fyrir Óskot frá amtmanninum yfir Suður­amti og Vestur­amti dagsettu 24. september 1889 segir: „…þar eð Guðmundur Kláusson frá Blikastöðum, samkvæmt tilsk. 15. Apr. 1776, hefur, með skoðunargjörð, er framkvæmd var af sýslumanninum í Gullbringu og Kjósarsýslu, með tilkvöddum 4 mönnum óvilhöllum, 23. augúst mán. þ.á., fengið útvísað land til nýbýlis í svo nefndu Óskotslandi í Mosfellssveit. Þá veitist nefndum Guðmundi Kláussyni hjer með nýbyggjararjettur yfir hinu
tilgreinda landi með þeim skyldum og rjettindum og undanþágum, sem í ofangreindri tilskipun eru heimilaðar, þó að óskertum betri rjetti sérhvers annars manns, ef sannaður verður“ (Dipl.Isl).

Reykjakot

Reykjakot

Reykjakot – túnakort 1916.

Reykjahvoll hét áður Reykjakot og varð nafnbreytingin um árið 1893. Um þetta segir Hannes Þorsteinsson: „Reykjahvoll (Reykjkot). Reykjahvoll er nýnefni, tekið upp fyrir nál. 30 árum, auðvitað án stjórnarleyfis; mun nú hafa fengið nokkra hefð, og því réttast að láta það standa sem aðalnafn“ (bls. 32).
Reykjakots getur fyrst í Jarðabókinni frá 1704. Segir þar að jörðin sé ekki minna en 100 ára gömul. Reykjakot var þá hjáleiga frá Suður-Reykjum og var ábúandi einn (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 311312). Árið 1874 bjó eigandi sjálfur í Reykjakoti (J. Johnsen 1874).
Í Örnefnalýsingu Varmár frá 1976 segir að Reykja­kot hafi verið í byggð árið 1890 (Guðlaugur R. Guðmundsson).
Í Eyðijarðaskrá 1963 segir: „Úr jörðinni er búið að leggja 3 nýbýli (Efri-Hvol, Akra og Sólvelli), eftir er lítið tún og sameign í beitilandi. Búrekstur enginn nú“ (Skýrsla um eyðijarðir).
Eigendur árið 1979 eru Helgi Ól. og Sigríður Helgadóttir. Jörðin er komin í eyði talsvert fyrir 1958. G.J. skráður fyrir 50 rollum á jörðinni 1979 (Jarðaskrár).
Jarðirnar Reykjakot og Stekkjarkot voru hjáleigur frá Reykjum. Finnbogi Árnason, afi Oddnýjar Helgadóttur á Ökrum, keypti Suður-Reyki fyrir 7.000 kr. árið 1877. Hann hætti þar búskap um 1900 og byggði hús í Reykjavík.

Reykjakot

Þúfnabani.

Björn Bjarnason hreppstjóri Mosfellshrepps og alþingismaður bjó í Reykjakoti og byggði sér þriggja herbergja hús með kjallara um 50 metra frá og nefndi Reykjahvol (Magnús Guðmundsson, bls. 5).
Á 20. öld. breyttist búskapur mikið á Reykjahvoli. Fyrr á öldum voru allir grasblettir nýttir. Áður var slegið í Hvömmunum, við Stekkjarkot, í Krókunum, Flóðunum, Uxamýri og öllum blettum heima við húsin. Slegið var annað hvert ár og beitt hitt.
Um 1945 kom frá Bandaríkjunum fyrsta dráttarvélin að Ökrum. Oddný telur að það hafi verið tólfta dráttarvélin sem kom til landsins (Magnús Guðmundsson, bls. 5).
Helgi Finnbogason faðir Oddnýjar kom að Reykjahvoli skömmu eftir aldamót, eftir að Björn Bjarnason fluttist að Gröf í Mosfellssveit. Jörðin skiptist svo eftir 1930 í nýbýlin Sólvelli, Akra og Efrihvol. Garðyrkjubýlið Blómvangur var einnig úr landi Reykjahvols. Fyrsti bóndi þar var Jóhannes Boeskov og að honum látnum tók bróðir hans Laurits við (Magnús Guðmundsson, bls. 5).
Hér á eftir er greint frá skiptingu jarðarinnar, u.þ.b. hvenær hún fór fram og hverjir voru fyrstu ábúendur á jarðarpörtunum: 1925-Blómvangur:Jóhannes Boeskov; 1930-Sólvellir: Finnbogi Helgason og Ingibjörg Bjarnadóttir; 1934-Efrihvoll: Ingveldur Árnadóttir og Vígmundur Pálsson; 1937- Akrar: Oddný Helgadóttir og Ólafur Pétursson; Reykjahvoll: Sigríður Helgadóttir og Páll Helgason (Magnús Guðmundsson, bls. 5).

Skeggjastaðir
Skeggjastaða er fyrst getið í Landnámabók. Þar bjó Þórður skeggi sem land nam í landnámi Ingólfs milli Leirvogsár og Úlfarsár (Korpúlfsstaðaár). Skeggjastaðir voru meðal jarða sem komust í eigu Viðeyjarklausturs í tíð Páls Magnússonar ábóta (1378-1403) og eru nefndir í skrá yfir þessar jarðir frá 1395: „Skeggiastader zij. c.“ (Dipl. Isl. III, bls. 598). Ekki er á þá minnst í upptalningu konungsjarða í Mosfellssveit í Fógetareikningum frá 1547-1552 (Dipl. Isl. XII) en í Jarða­bók­inni 1704 segir hins vegar: „Skieggiastader, forn jörð byggð úr auðn fyrir 16 árum… Eigandinn kóngl. Majestat. Ábúandinn Guðmundur Guðmundsson“ (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 3223). Af þessum heimildum má ráða að Skeggjastaðir hafi farið í eyði á 15. öld eða fyrri hluta 16. aldar en byggst að nýju um 1688. Síðan hefur þar verið samfelld byggð. Árið 1847 býr eigandinn sjálfur á jörðinni (J. Johnsen). Eigandi 1979 er Eiríkur Ormsson. Hús og landspilda: Eigandi: Pólarmink hf (Jarðaskrár).

Stekkjarkot

Helgafell

Helgarfell – tóftir í Stekkjargili.

Sólvellir hétu áður Stekkjarkot (Björn Bjarnason, bls. 108). Fyrsta heimildum Stekkjarkot eða „Steckiar kot“ er frá 1704. Jörðin var þá hjáleiga frá Suður-Reykjum og segir að hún sé ekki minna en 100 ára gömul. Ábúandi var einn (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 312).
Í Lýsingu Mosfells og Gufunessókna frá 1855 segir um Stekkjarkot að það sé í byggð og teljist sjö og hálft hundrað (Stefán Þorvaldsson, bls. 230). Í Jarðabók 1861 heitir hjáleigan enn Stekkjarkot (Ný jarðabók).
Nýbýlið Sólvellir var stofnað á árunum 19221923. Eigandi 1979 er Finnbogi Helgaon (Fasteignabækur, Jarðaskrár).
Af ofannefndum heimildum má ráða að Stekkjarkot hefur lagst í eyði á árabilinu 1861-1922 og ef heimildin frá 1938 er traust, nýbýli verið reist á landi þessu á árunum 1922-1923.
Örnefnalýsing Reykjahvols getur um gamalt býli er Stekkjargil hét. Hugsanlega gæti verið um nafnarugling að ræða og Stekkjargil sé sama og Stekkjarkot. Þar segir: „Niður af Stekkjargili við lækinn, Stekkjargilslæk, var fyrrum býli, er hét Stekkjargil, hafa tættur þess sést fram að þessu“ (Magnús Guðmundsson).
Í Örnefnalýsingu Varmár segir um Stekkjarkot: „Hér austar er að lokum komið að hinum fornu merkjum móti Stekkjarkoti, en þau voru Markarfoss, sem var niður við ána“.
„Niður af Stekkjargili til norðurausturs skammt frá læknum stóð býlið Stekkjarkot. Tættur þess hafa sést fram að þessu“ (Magnús Guðmundsson, bls. 4).

Suður-Reykir

Suður-Reykir

Suður-Reykir – túnakort 1916.

Elsta heimild um Suður-Reyki er máldagi kirkjunnar þar, er Þorlákur biskup Þórhallsson setti árið 1180 (Dipl. Isl. I, bls. 268).
Í Hítardalsbók, frá 1367 er getið um Þorlákskirkju að Reykjum (Dipl. Isl. III, bls. 220).
Vilchinsmáldagi frá 1397 getur einnig um Þorlákskirkju á Reykjum (Dipl. Isl. IV, bls. 112).
Máldagar Gísla biskups Jónssonar geta kirkju að Reykjum (sbr. Dipl. Isl. I, bls. 268). Í sömu heimild segir að jörðin hafi alltaf verið bænda eign. Í Jarðabókinni 1704 eru Suður-Reykir taldir kirkjustaður. Eigandinn bjó sjálfur á jörðinni. Segir að þar sé „Heima­manna gröftur“. Árið 1847 er jörðin bændaeign en ábúendur eru tveir leiguliðar (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 311, J. Johnsen, bls. 96). Af öllu að dæma hefur jörðin verið í ábúð frá því snemma á miðöldum og er það enn. Nú á dögum er talað um Suður-Reyki I, II og III.

Suður-Reykir

Suður-Reykir 1920-1930.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídal­íns segir að hjáleigur Suður-Reykja hafi verið þrjár, Reykiakot, Steckiar kot og Amsturdam (síðar í Jarðabókinni ritað Stekkjarkot, bls. 313). Þar er jörðin nefnd „Sudur­reyker“ og jarðardýrleiki sagður xl hundruð. Í sóknarlýsingu Mosfellssóknar frá 1855 segir svo um þessa bæi: „Þessir 4 bæir… …nefnast Reykjahverfi. Það var fyrrum sameign og Suður-Reykir þá höfuðból eitt með 3 hjáleigum; nú er sú sameign sundruð og margir eigendur“ (Stefán Þorvaldsson, bls. 230-231). Í þessari lýsingu hétu hjáleigurnar Reykjarkot, Stekkjarkot, hvor um sig metin á 7 1/2 hndr., og Amsturdammur 5 hndr (Stefán var prestur á Mosfelli frá 1843 til um 1855). Í Jarðatali Johnsens frá 1847 eru Suður­Reykir (Reykir) einnig taldir 40 hundruð, landskuld 2,1 hundrað, 8 kúgildi og tveir ábúendur sem voru leiguliðar (J. Johnsen, bls. 96).
Björn Bjarnason bjó í Reykjakoti fyrir aldamótin síðustu. Um 1895 byggði hann upp bæjarhúsin og færði bæinn vestar og skírði Reykjahvol, er það jafnan nefnt svo síðan. Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er jörðin nefnd Reykjakot (bls. 96). Fór það orð af Birni að hann hafi breytt örnefnum og gefið stöðum nöfn sem þeir ekki höfðu fyrir. Arnaldur Þór sagði það Guðmundi Ólafssyni um 1983.

Suður-Reykir

Suður-Reykir.

Björn settist síðar að í Gröf (Suðu-Gröf) í sömu sveit. Þegar hann breytti bæjarstæðinu þar skírði hann bæinn Grafarholt. Björn segir eftirfarandi í lýsingu sinni á Mosfellssveit árið 1937: „Í Syðri-Reykjahverfi voru: Reykir (2 býli), Reykjakot (nú Reykjahvoll), Stekkjakot (nú Sólvellir) og Amsturdam (Amsturdammur) lagt undir Reyki“ (Björn Bjarnason, bls. 108.). Ekki kannast heimildarmenn við að jörðin hafi verið nefnd Syðri-Reykir, ef frá er talið kort Magnúsar Arasonar frá 1721-1722, eða að talað hafi verið um Syðri-Reykjahverfið, nema sem mismæli. Rétt áður hafði Björn talað um Norður-Reykjahverfið, sem heimildarmenn kannast reyndar heldur ekki við nema sem partabæina, Hlaðgerðarkot, Norður-Reykir og Æsustaðir, en þar er þó beygingin á Norður-Reykjum samkvæmt venju. Í þessari sömu lýsingu Björns talar hann um Varmárdal, sem Jón M. Guðmundsson kannast við sem svæðið norðan ár: „Þá er Varmárdalur. Í honum er (Suður) Reykja­hverfið efst, verksmiðjuhverfið við Álafoss neðar, tvær aðrar bújarðir og fimm nýbýli“ (Björn Bjarnason, bls. 103. Oddný Helgadóttir á Ökrum kannast ekki við örnefnið Varmárdal). Venju samkvæmt má ætla að hjáleigan Stekkjarkot hafi dregið nafn sitt af því að þar hafi verið stekkur. Menn kannast einnig við gamlar tóftir þar sem Stekkjarkot stóð. Á síðari árum er fremur talað um Amsterdam en Amsturdam. Elsta heimild sem fundist hefur um orðmyndina Amsterdam er í Jarðatali Johnsens frá 1847, bls. 96.

Suður-Reykir – Hjáleiga; Amsterdam

Suður-Reykir

Suður-Reykir – kort 1908.

Amsturdam var hjáleiga frá Suður-Reykjum árið 1704. Talin byggð þá fyrir rúmlega 40 árum eða um 1660. Ábúandi var einn. Bústofn: þrjár kýr (en þá gátu fóðrast þar fjórar) og eitt leiguhross. Samtals voru fjórir í heimili (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 312-313).
Svo segir í Lýsingu Mosfells og Gufunessókna 1855 (Stefán Þorvaldsson, bls. 230): „Amsturdammur, 5 hndr., skammt fyrir norðan Suður-Reyki“.
Árið 1847 var Amsturdam enn í ábúð og bjó einn leiguliði þar þá (J. Johnsen, bls. 96).
Bærinn hefur lagst í eyði á árunum 1861 1922 (sbr. Ný Jarðabók 1861 og Fasteignabók 1922).
Svo virðist sem Amsturdam hafi verið lögð undir Suður-Reyki, sem stundum eru kallaðir Reykir (Björn Bjarnason, bls. 108).

Suður-Reykir – Kirkja; Þorlákskirkja

Suður-Reykir

Suður-Reykir 1926.

Kirkju að Suður-Reykjum er fyrst getið í máldaga, er Þorlákur biskup Þórhallsson setti um 1180.  en talið að hún hafi verið A og S við núverandi íbúðarhús Jóns M. Guðmundssonar (Magnús Guðmundsson).
Elsta heimild um kirkju á Suður-Reykjum er máldagi Þorláks Þórhallssonar (1133 – 1193). Máldagi þessi er prentaður í Fornbréfasafni og segir í formála að honum: „Reykir þeir sem hér eru nefndir eru Suður-Reykir í Mosfellssveit. Þar stóð kirkja og heyrði undir Mosfell. Máldaginn er skáður árið 1180. Í máldaganum segir m.a. að messað skuli annan hvern löghelgan dag í kirkjunni á Reykjum. Fjórða hvern dag skuli syngja morgunsöng og messað skuli á hátíðum. Greiða skuli prest sem svarar hundrað álnum af vaðmáli þar af helminginn í mjöli ef ábúandi kýs það heldur. Tekjur kirkjunnar voru tíund heimamanna og ljósatollar. Samkvæmt máldaganum átti kirkjan fjögur altarisklæði, þrjár bjöllur, tvo kertastjaka, tvær mundlaugar, tvo dúka, þrjá bikara og eina kú. En nyt hennar skyldi gefa á Maríumessu til að fæða þurfamenn.
Til eru máldagar Reykjakirkju frá árunum 1367 og 1379. Kirkjunnar er einnig getið í máldaga Vilkins biskups frá árinu 1397. Í Vilkinsmáldaga kemur m.a. fram að Þorlákskirkja að Reykjum
átti jörðina Úlfarsfell. Meðal annarra eigna voru þrjár kýr, róðukross, Þorlákslíkneski, altarisklæði, mundlaug, tvær bjöllur og paxspjald.

Suður-Reykir

Suður-Reykir.

Er hún talin í máldögum Wilchins (1397) og Gísla biskups Jónssonar (1557) og kölluð hálfkirkja, en átti ekkert í heimalandi því jörðin hefir ávallt verið bóndaeign. Úlfarsfell var kirkjujörð þaðan.
Í Hítardalsbók frá 1367 stendur að „… þorlakskirkia ad reykium a land ad vlarsfelle. iij. kyr“ (Dipl. Isl. III, bls. 220).
Reykjakirkju er enn getið í máldaga Gísla biskups Jónssonar frá 1575. Auk jarðeigna átti kirkjan þá m.a. messuklæði, altarisklæði og tvær litlar klukkur.
Í júní árið 1704 ritaði Páll Jónsson Vídalín lögmaður jarðabók fyrir Mosfellssveit í viðurvist og eftir tilsögn almúgans. Þar segir að Suður-Reykir séu kirkjujörð og að þar sé „heimamanna gröftur og embættað þá fólk er til altaris“. Um jörðina Úlfarsfell er sagt að jörðin sé „kirkjueign bóndajarðar Suðurreykja“.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1704 segir að Suður-Reykir séu kirkjujörð og að þar sé „…heimamanna gröftur og embættað þá fólk er til altaris“ (bls 311). Ætla má að bænhúsið hafi verið fallið tæpri öld eftir að það var lagt niður. Ekki er vitað hvar kirkjan stóð.
Svo segir í Lýsingu Mosfells- og Gufunessókna frá 1855: „Mælt er, að bænhús hafi áður verið til forna á Suður-Reykjum“ (Stefán Þorvaldsson, bls. 238).
Kirkjan að Reykjum var ein af þeim, sem var felld af með konúngsbréfi 17. Mai 1765” (Lagasafn handa Íslandi III, bls. 525)“ (Dipl. Isl. I, bls. 268).
Séra Stefán Þorvaldsson prestur á Mosfelli segir í Lýsingu Mosfells- og Gufunessóknar frá 1855: „Mælt er, að bænhús hafi áður verið til forna á Suður-Reykjum“.
Kirkjan að Reykjum var ein af þeim sem lögð var niður með konungsbréfi 17. maí 1765.
Kirkja, kirkjugarður, var rétt sunnan við íbúðarhús Jóns Guðmundssonar. Ekkert sýnilegt. Grafreitur og kirkja var á Reykjum, austur og uppi á hól frá húsi Jóns Guðmundssonar (Guðmundur Ólafsson hefur þetta eftir Ingveldi Árnadóttur, 12. júní 1980).

Suður-Reykir – Sjúkrahúsbygging; Álafosshospital

Reykjalundur

Reykjalundur.

Í mynni Skammadals er stífla sem stíflar vatnið í Skammadalslæk. Hún var gerð af hernum um 1942 og var til vatnsöflunar fyrir „Álafosshospital“ sem var braggasjúkrahús setuliðsins, þ.e. þar sem endurhæfingarmiðstöð Reykjalundar stendur nú (Magnús Guðmundsson, bls. 12).

Úlfarsá

Úlfarsá

Kálfakot (Kálfárkot) – túnakort 19016.

Úlfarsá hét Kálfakot fram til ársins 1927 þegar núverandi nafn var tekið upp. Elsta heimild um Kálfakot er Jarðabókin frá 1584 þar sem hún er nefnd Kálfastaðakot (Kalvestaedtkaedt) (Ólafur Lárusson bls. 8384). Í Jarðabók frá 1590 er jörðin nefnd Kálfakot.
Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls III er hún í konungseign árið 1704 og ábúendur eru tveir (bls. 293-294). Í Jarðatali J. Johnsens frá 1847 er hún komin í bændaeign og ábúandi er einn leiguliði (bls. 96).
Úlfarsá var í ábúð fram á miðja 20. öld en er nú í eigu ríkisins. Þar hefur verið meðferðarheimili frá Kleppsspítala (Jarðaskrár).

Úlfarsá

Úlfarsá 1980 – tóftir gamla bæjarins nær.

Nokkuð hefur verið ritað um nafnið Kálfakot. Um það segir Hannes Þorsteinsson árið 1923: „Kálfakot. Matsbókin nefnir Kálfá og Kálfárkot, en hvorugt finst annarsstaðar.
Kálfastaðakot nefnist jörðin í JB. Jens Söffrenssonar 1639 og í JB. 1696, og getur vel verið, að það sé upphaflega heitið, kennt við einhverja Kálfa(r)sstaði (eða Kálfsstaði), en nafnið horfið fyrir ævalöngu og Kálfakot komið í staðinn, sem heiti jarðarinnar“ (bls. 33).
Um þetta atriði hefur Ólafur Lárusson einnig farið nokkrum orðum: „Nafnið Kálfastaðakot er tilkomið fyrir nafnbreytingu þannig, að orðið kot hefir tengzt við eldra nafn Kálfastaðir, en Kálfastaðir er aftur afbökun úr eldra nafni Kálfarsstaðir, dregið af mannsnafninu Kálfarr… Mannsnafnið Kálfarr finnst nú eigi frá fornöld eða mið­öldum hér á landi, en hefir hins vegar tíðkast lítilsháttar á síðari öldum“ (bls. 8).

Úlfarsfell

Úlfarsfell

Úlfarsfell – túnakort 1916.

Úlfarsfells er fyrst getið í máldaga kirkjunnar á Suður-Reykjum árið 1367: „Þorlakskirkia ad reykium a land ad vlars­felle. iij.
kyr“ (Dipl. Isl. III, bls. 220) og síðan í máldögum sömu kirkju frá 1397 og 1557 (Dipl. Isl. I, bls. 268). Í Jarðabók Árna og Páls frá árinu 1704 segir um Úlfarsfell: „Kirkjueign bóndajarðar Suður­Reykja. Ábúandinn Einar Ísleifsson, sem heldur hjer fjelagsbú sitt og systra sinna, og er hann eignarmaður til jarðarinnar Suður­Reykja, sem þessi jörð, Úlfarsfell fylgir„ (bls. 310). Jörðin var bændaeign árið 1847 og bjó á henni einn leiguliði (J. Johnsen, bls. 96). Hún var í ábúð fram á 20. öld og skv. Fasteignabók er hún enn í fullri ábúð árið 1938 en hefur verið án ábúðar a.m.k. frá 1958. Síðar var jörðinni skipt í tvennt og stofnað nýbýlið Úlfarsfell 2 árin 19721973. Árið 1979 var Ragnar Guðlaugsson eigandi að Úlfarsfelli 1 en Grímur Norðdahl að nýbýlinu (Jarðaskrár).
Árið 1938 segir um Úlfarsfell í Fasteignabók: „Steinhús; tún girt.“

Varmá

Varmá

Varmá – túnakort 1916.

Fyrstu heimildir um Varmá eru frá 14. öld og er þar getið kirkju að Varmá en hún lagðist af skömmu fyrir 1600 (sbr. Sveinbjörn Rafnsson). Varmár er getið í Fógetareikningum 15471552 og er þá konungseign (Dipl. Isl. XII).
Varmá var þingstaður og er þess fyrst getið árið 1505 (Dipl. Isl. VII, bls. 801). Árið 1704 voru ábúendur tveir, eigandi er konungur (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 315).
Konungseign einnig árið 1847. Ábúendur þá tveir (J. Johnsen, bls. 95).
Skv. heimild frá 1938 var Varmá lögð undir Lágafell um 1900 (Björn Bjarnason, bls. 108). Varmá var án ábúðar árin 1922 1932 og hefur verið það síðan (sbr. Fasteignabækur). Þar er nú mikil húsaþyrping.

Álafoss

Álafoss fyrrum.

Álafoss er húsahverfi eða smáþorp við Vesturlandsveg. Húsaþyrping þessi hefur myndast umhverfis klæðaverksmiðju, sem starfrækt hefur verið síðustu áratugina. Þar var sundlaug um skeið og einnig íþróttaskóli, en sundlaugin var flutt og skólinn er hættur störfum (Þorsteinn Jósepsson, bls. 10).
Við samanburð Fasteignabóka áranna 1922 og 1932 má sjá að Álafoss var stofnað á því tímabili. Eigandi árið 1979 er Álafoss hf. (sbr. Jarðaskrár). Nýbýlið Brúarland var stofnað á árabilinu 1932-1938. Það fór í eyði á árunum 1938-1957 (sbr. Fasteignabækur).
Upplýsingar um jörðina árið 1938 skv. Fasteignabók: Steinús. Tún algirt.
Húsið stendur enn (1980) og er í notkun.

Þormóðsdalur

Þormóðsdalur

Þormóðsdalur – túnakort 1916.

Fyrsta heimild um Þormóðsdal er máldagi Maríukirkju í Viðey frá 1234. Segir þar svo: „Magnvs Gvðmvndarson gaf til staðar selför j Þormoðsdal enn efra. oc alls fiar beit bæði vetr oc svmar“ (Dipl. Isl. I, bls. 507). Næst er Þormóðsdals getið í máldagabroti Viðeyjarklausturs frá 1284: „Stadur j videy aa ok selfor j þormodz dal hinn efra“ (Dipl. Isl. II, bls. 247). Í leigumálaskrá jarða Viðeyjarklausturs árið 1313 stendur eftirfarandi: „J þormodz dal iij merkur ok xij hrossa beit“ (Dipl. Isl. II, bls. 377). Á sextándu öld kemst Þormóðsdalur, ásamt fleiri jörðum, í eigu konungs og bera Fógetareikningar 1547-1552 því vitni. Þar er ýmist talað um „Thormôndsdall“ eða „Thomondsdall“ (Dipl. Isl. XII). Árið 1704 er Þormóðsdalur enn konungsjörð. Ábúendur eru tveir (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 309310). Þormóðsdalur er líka konungsjörð árið 1847 og er ábúandi þá einn (J. Johnsen, bls. 96). Eigandi 1979 er Ríkissjóður, Rannsóknarstöð landbúnaðarins í Keldnaholti (Jarðaskrár).

Þormóðsdalur – Sel; Nærsel

Nærsel

Nærsel – uppdráttur.

„Frá Árnesi, upp með Seljadalsá að norðan er allöng valllendismóaspilda. Þar mótar fyrir seltóftum; var það nefnt Nærsel“ (Tryggvi Einarsson).

Þormóðsdalur – Sel; Nessel

Nessel

Nessel – uppdráttur.

Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls átti Nes á Seltjarnarnesi selstöðu í Seljadal: „Selstaða er jörðinni eignuð þar sem heitir Nessel í Seljadal undir Grímafelli, og hefur um lánga stund ekki brúkuð verið“ (bls. 239).
Í Lýsingu Mosfells og Gufunessókna segir svo um Seljadal: „Seljadalur er og dalur óbyggður, sunnan undir Grímansfelli, liggur frá vestri til austurs, milli Grímnsfells að norðan og Seljdalsbrúna svonefndra að sunnan… Þar eru seltóftir gamlar, sem fyrrum verið hafa af Seltjarnarnesi. Þar heitir enn Nessel. Aths. höf.“ (Stefán Þorvaldsson, bls. 223). „Skammt fyrir austan Kambsrétt er árspræna, sem rennur niður í Seljadalsá; heitir hún Nesselsá. Upptök Nesselsár eru í sérkennilega fallegum krika undir suðvesturhorni Grímmannsfells. Heitir sá kriki Nessel, talið sel frá Gufunesi; sést þar vel fyrir seltóftum“ (Tryggvi Einarsson).

Mosfellsbær

Nessel.

Ekki mun þetta standast að sel frá Gufunesi hafi verið í Seljadal, sbr. Jarðabók Árna og Páls. Þar segir að jörðin hafi fyrrum átt selstöðu í Stardal. Kirkjunni er eignuð mánaðarbeit við Sólheimatjarnir „…og nú er kallað Keldnasel, fyrir þá orsök að bóndinn í Gufunesi skal hafa fyrir mörgum árum ljeð ábúandanum á Keldum þetta ítak til selstöðu…“ (bls. 301).

Æsustaðir

Æsustaðir

Æsustaðir – túnakort 1916.

Í Jarðabókinni frá 1704 eru Æsustaðir taldir tíu hundruð úr Norður-Reykjum. Þá var jörðin (N-Reykir) í eigu tveggja bænda. Ábúandi var einn leiguliði (Jarða­bók Árna og Páls III, bls. 318319). Árið 1847 voru Æsustaðir bændaeign og ábúandi var einn leiguliði (J. Johnsen, bls. 95). Eigandi árið 1979 var Hjalti Þórðarson. Um tíma, ca. 19631972, var talað um Æsustaði II. Var þá jafnan nafnið Árvangur haft aftan við innan sviga. Nú er ekki lengur um það að ræða, enda varð Árvangur sjálfstætt býli á árunum 1972-1973 (Jarðaskrár).

Æsustaðir – Álagablettur; Æsuleiði

Æsuleiði

Æsuleiði – Bjarki Bjarnason stendur á leiðinu.

Svo segir í Örnefnalýsingu Æsustaða: „Vestan í túnbrekkunni, neðan við Æsustaðabæ, er aflöng þúfa, er heitir Æsuleiði. Þar fyrir vestan við landamerki NorðurReykja er túnblettur, sem heitir Krókur og mýrin þar vestan túnsins var nefnd Sund, er nú tún að mestu. Sú trú hefir verið, að það megi ekki slá eða hagga við því, og er því fylgt enn“ (Ólafur Þórðarson).
Í Örnefnalýsingu sömu jarðar segir á öðrum stað: „Vestast í túnbrekkunni er Æsuleiði er ekki má slá eða snerta“ (Ólafur Þórðarson).
Aflöng þúfa eða upphækkun, sem mjókkar til beggja enda, u.þ.b. 7 m á lengd og 1,5 á breidd (yfir miðjuna). Hæðin er um 1 m. Legan er nokkurn veginn NS. Þúfa þessi er utan í lágri brekku skammt NV af bæ á Æsustöðum og liggur samsíða henni.
Æsuleiði er allgreinilegt. Milli þess og brekkunnar er grunn skora eða rás, sem afmarkar það vel frá brekkunni. Hlíf Gunnarsdóttir frá Æsustöðum segir að rásin sé gömul. Sjálf heldur hún að þar liggi landnámskonan Æsa er land nam á Æsustöðum. Líklega er þetta náttúrumyndun (Ágúst Ó. Georgsson).

Samantekt

Mosfellsdalur

Mosfellsdalur – kort 1908.

Í Mosfellsbæ voru samkvæmt Jarðatali Johnsen árið 1847 skráðir 25 bæir og miðast fornleifaskráin við þá. Að auki var eyðibýlinu Óskoti gefið sérstakt númer þó það sé ekki nefnt í ofangreindu jarðatali þar sem jörðinni hefur aldrei verið skipt upp, þó hún hafi verið nýtt af bæjunum í grennd. Einnig voru sextán hjáleigur og kotbýli sem falla undir þá bæi sem þær/þau voru upphaflega byggð úr.

Friðlýstar fornleifar

Blikastaðanes

Blikastaðanes – veslun og útgerð fyrrum.

Friðlýstar fornleifar eru á þremur jörðum í Mosfellsbæ, allar friðlýstar af Þór Magnússyni þjóðminjaverði.
Á Blikastöðum eru fornar rústir og grjótgarðar frá verslunarstað eða útræði niðri á sjávarbakkanum, yst í svonefndu Gerði. Rústir þessar voru friðlýstar árið 1978 og friðlýsingin þinglýst sama ár.
Í Laxnesi eru friðlýstar leifar af tveimur fjárborgum, Grænuborg og annarri ónefndri (stundum kölluð litla Grænaborg, sitt hvoru megin þjóðvegar skammt ofan við Gljúfrastein. Þær voru friðlýstar 1976 og friðlýsingin þinglýst sama ár.

Hafravatnsrétt

Hafravatnsrétt.

Í Þormóðsdal er friðlýst Hafravatnsrétt, hin gamla skilarétt við austurenda Hafravatns. Friðlýst 1988, þinglýst sama ár.
Allar þessar fornleifar eru í dag í fremur slæmu ástandi. Nýlega var lagður yfir rústirnar í Blikastaðagerði göngustígur sem nú hefur verið fjarlægður aftur en eftir er að ganga frá svæðinu. Girðing hefur verið sett yfir báðar fjárborgirnar í Laxnesi og er nauðsynlegt að færa hana a.m.k. 20 metra frá ystu sýnilegu mörkum rústanna. Fjárréttin við Hafravatn hefur látið mjög á sjá á síðustu árum og hefur grjót greinilega verið fjarlægt úr hleðslum. Nauðsynlegt er að setja fram stefnu um varðveislu og viðhald þessara minja.

Bæjarhólar og bæjarstæði

Óskot

Óskot.

Í Mosfellsbæ voru samkvæmt Jarðatali Johnsen árið 1847 skráðir 25 bæir. Að auki var eyðibýlið Óskot, en það er ekki nefnt í ofangreindu jarðatali þar sem jörðinni hefur aldrei verið skipt upp, þó hún hafi verið nýtt af bæjunum í grennd.

Samkvæmt Örnefnaskrá voru tóftir Amsterdam jafnaðar við jörðu um 1950. Þó er mögu­legt að rústir leynist undir sverðinum. Nú er umfangsmikil skógrækt á svæðinu og má segja að rústirnar séu í umtalsverðri hættu af þeim sökum. Amsterdam var upphaflega hjáleiga frá Reykjum.

Blikastaðir

Blikastaðir 1985.

Núverandi bæjarstæði Blikastaða virðist svo til á sama stað og bær sem sést á Túnakorti frá 1916. Hús þar eru vegleg og líklegt að stór hluti bæjarhólins hafi eyðilagst er þau voru byggð, þó mögulegt sé að brotakenndar leifar leynist undir og við núverandi bæjarhús. Bæjarins er fyrst getið í heimildum frá árið 1234.

Undir Blikastaði fellur hjáleigan Hamrahlíð sem byggð var um 1850. Hún virðist hafa lagst í eyði fyrir 1922 og eru rústir hennar greinilegar um 100 metrum neðan Vesturlandsvegar á móts við skógræktarreit í hlíðum Úlfarsfells.

Elliðakot

Elliðakot – síðasti bærinn – uppdráttur.

Elliðakot lagðist í eyði rétt fyrir 1950. Enn eru mjög greini­legar leifar síðustu búsetu þar. Síðast var búið þar í timburhúsi sem byggt var eftir að torfbær sem þar stóð var orðinn að rústum einum. Elliðakot er utan alfaraleiðar og því ekki í teljandi hættu vegna framkvæmda. Undir Elliðakot fellur hjáleigan Vilborgarkot. Það er sagt forn eyðijörð í Jarðabók 1704.
Jörðin byggist upp aftur einhvern tíma á árabilinu 1861-1900 en lagðist aftur í eyði árið 1905.

Í Helgadal var torfbær árið 1938 en hann er nú horfinn. Samkvæmt núverandi ábúanda stóð hann líklega þar sem nú er gróðurhús, SV við núverandi bæjarhús. Grjót úr veggjum og stéttum hefur komið í ljós á því svæði við jarðrask. Bæjarins er fyrst getið í heimildum frá miðöldum.

Helgafell

Horft að bænum Helgafelli á stríðsárunum.

Bæjarstæði Helgafells er á sama stað og á Túnakorti frá 1916. Þar er nú stórt íbúðarhús auk útihúsa sem hafa líklega raskað stórum hluta gamla bæjarins. Austan við bæinn er hóll sem líklega er forn bæjarhóll. Vorið 1980 var grafið framan af hólnum og komu í ljós hleðslur í sárinu. Haft var samband við Þjóðminjasafn Íslands og kom fornleifafræðingur á staðinn. Hann teiknaði upp og skráði hólinn. Nú virðist vera búið að taka meira af hólnum og liggur vegur yfir hann að hluta.

Hitta var hjáleiga frá Mosfelli um miðja 19. öld. Þar sjást nú engar rústir. Fornleifafræðingar frá Þjóðminjasafni Íslands grófu árið 1996 á þeim stað sem Hitta er talin hafa verið og fundu þar leifar býlis sem ekki hefur verið í byggð meira en einn mannsaldur.

Hlaðgerðarkot sést á Túnakorti frá 1916 og man heimildamaður eftir bæjarhúsunum frá u.þ.b. 1936. Nú hefur verið byggt ofan í rústirnar og eru þær alveg horfnar.

Hraðastaðir

Hraðastaðarétt.

Á Hraðastöðum er nú allmikil byggð og líklegt að gamla bæjarstæðið sé horfið. Þó er mögulegt að eitthvað leynist undir þeim byggingum sem þarna eru.

Á Hrísbrú var byggt ofan í gamla bæjarstæðið fyrir löngu. Þó er rétt að geta þess að tilgátur hafa lengi verið um að Mosfell hafi upphaflega verið byggt á þessum stað og síðar verið flutt þar sem það er nú. Nýlegar fornleifarannsóknir virðast styðja þessa tilgátu en þar hefur fundist kirkja og kirkjugarður frá því um 1000-1200. Nauðsynlegt er því að fara með gát við allar framkvæmdir á staðnum þar sem undir yfirborði gætu leynst leifar bæjar frá þessum tíma. Hrísbrúar er fyrst getið í Egils sögu Skallagrímssonar.

Laxness er fyrst getið í Fógetareikningum 1547–1552 og er þá í eigu konungs en var trúlega áður í eigu Viðeyjarklausturs.

Bárðartóft er um 1 km austan við Gljúfrastein. Þar á einsetumaður að hafa búið um tíma, líklega um aldamótin 1900.

Laxnestunga er hjáleiga sem hefur lagst í eyði fyrir 1916 en þá voru rústirnar mjög greinilegar. Við fornleifaskráningu 1980 fundust tóftirnar ekki þrátt fyrir mikla leit. Gera má þó ráð fyrir að þær séu enn til staðar í túni því sem kallast Laxnestunga en sléttað hafi verið yfir þær.

Lágafell

Lágafellskirkja 1901 – brúðkaup.

Á Lágafelli hefur alveg verið sléttað yfir bæjarstæðið og sjást engar tóftir á yfirborði. Samkvæmt ljósmyndum stóð síðasti bærinn þar sem nú er bílastæði við hlið kirkjugarðsins og að hluta til undir honum. Ekki er ólík­legt að rústir leynist undir sverðinum og ber því að fara með gát við allar framkvæmdir. Lækjarkot var hjáleiga frá Lágafelli sem fyrst er getið í heimildum frá 1855 og hefur lagst í eyði einhvern tíma á árabilinu 1861-1922. Lækjarkot virðist hafa horfið undið byggð sem nú er neðan Vesturlandsvegar undir Lágafelli.

Engar leifar gamla bæjarins í Leirvogstungu eru nú sjáanlegar og virðist mikið hafa verið sléttað í og við bæjarstæðið.

Miðdals er fyrst getið í Fógetareikningum 1547–1552 og er það þá í eigu konungs en var trúlega áður í eigu Viðeyjarklausturs.
Núverandi bæjarhús virðast á mjög svipuðum stað og húsin sem sjást á Túnakorti frá 1916. Þó er ekki ólíklegt að leifar gamla bæjarins leynist þar. Mikill trjágróður er nú á svæðinu og gerir það erfiðara að greina mögu­legar fornleifar. Sex hjáleigur eru skráðar undir Miðdal. Miðdalskot er nefnt í jarðabók 1704 en er komið í eyði um 1835. Rústir þess fundust við fornleifaskráningu SA í Kotahól, um 240 m SV Hafravatnsleiðar.
Í heimild frá 1855 segir að Sólheimakot og Búrfellskot hafi lagst í eyði fyrir mjög löngu síðan. Nýbýlið Sólheimar var reist 19328 en hefur verið án ábúðar frá 1958. Rústir Búrfellskots eru í kargaþýfðum móa sunnan við Búrfell. Býlið Geitháls var reist einhvern tíma á árunum 1861-1922 en hefur ekki verið í ábúð að minnsta kosti frá 1958. Tóftir bæjarhúsanna fundust við Hólmsá, um 25 m suður af Suðurlandsveginum. Borgarkot hefur samkvæmt Jarðabók verið í eyði frá 1703 en virðist einungis hafa verið í byggð 20 ár þar á undan. Nákvæm staðsetning er ekki þekkt. Annað kot sem hefur verið í byggð svipuðum tíma er Búrfell. Jarðabók 1704 segir að Búrfell hafi legið í eyði í átta ár en var fyrst uppbyggð fyrir um 20 árum.

Minna-Mosfell

Minna-Mosfell.

Gamla bæjarstæðið á Minna-Mosfelli var þar sem hlaðið er núna. Mögulegt er þó að rústir leynist undir.
Yngstu bæjarhúsin á Mosfelli eru nú líklega að einhverju leyti horfin undir kirkju og kirkjugarð en þó má minna á texta að ofan um Hrísbrú. Mosfells er fyrst getið í Land­námu og oft í Egils sögu Skallagrímssonar. Í heimild frá 1938 segir að Merkurvöllur sé hjáleiga frá Mosfelli og hafi lengi í auðn verið. Engar aðrar heimildir eru um þessa jörð og engar rústir eru á þeim stað sem nú heitir Merkurvöllur. Bakkakot var hjáleiga frá Mosfelli árið 1704. Hennar er ekki getið í Jarðatali Johnsen frá 1847 og hefur því lagst í eyði einhvern tíma á því tímabili. Ekki er vitað hvar hjáleiga þessi stóð. Bringur (einnig kallaðar Gullbringur) voru reistar í landi Mosfells vorið 1856. Bringur fóru í eyði árið 1966 og hefur bæjarstæðið verið sléttað með jarðýtu.

Norður-Reykja er fyrst getið í Jarðabók 1695. Bæjarhúsin standa enn á sama stað og á Túnakorti frá 1916.

Óskot

Óskot.

Óskots er fyrst getið í skrá um kvikfé og leigumála jarða Viðeyjarklausturs en nefnist þá Ós. Árið 1704 er hennar getið sem fornrar eyðijarðar og hún er ekki nefnd í Jarðatali frá 1847. Árið 1889 er nýbýli stofnað á jörðinni. Í dag er jörðin komin aftur í eyði en er nýtt til slægna og beitar. Rústir síðasta bæjarins á Óskoti eru mjög greinilegar í dag og einnig er líklegt að finna megi tóftir forna bæjarins. Ein tilgáta er að hann hafi verið þar sem nú er lágur hóll í túninu og virðist mega greina túngarð kringum hann á gömlum loftmyndum. Það er því nauðsynlegt að fara með gát við allar framkvæmdir á jörðinni.
Í Jarðabók 1704 er fyrst getið um Reykjakot og sagt að það sé ekki minna en 100 ára gamalt. Reykjakot var hjáleiga frá Reykjum. Árið 1893 eða þar um bil er nafni jarðarinnar breytt í Reykjahvol, á sama tíma og hætt var að búa í gamla torfbænum og
byggt stein­hús um 50 metra frá.

Skeggjastaðir

Skeggjastaðir 1924.

Skeggjastaðir eru fyrst nefndir í Landnámabók. Þar bjó Þórður skeggi sem land nam milli Leirvogsár og Úlfarsár í landnámi Ingólfs. Skeggjastaðir virðast hafa lagst í eyði á tímabilinu frá því einhvern tíma á 15. öld eða byrjun 16. aldar og fram til 1688. Hætt var að búa í torfbæ og steinhús byggt í staðinn einhvern tíma á milli áranna 1932 og 1938. Engar leifar gamla torfbæjarins sjást nú en vitað er hvar hann stóð og líklegt er að leifar hans séu varðveittar undir sverðinum. Samkvæmt Örnefnaskrám eru Ketilsstaðir austan við bæinn, við Leirvogsá.

Í Jarðabók 1704 er fyrst getið um Stekkjarkot og sagt að það sé ekki minna en 100 ára gamalt. Stekkjarkot var hjáleiga frá Reykjum og lagðist í eyði á árabilinu 1861-1922. Nýbýlið Sólvellir var svo reist á jörðinni 1922-1923.

Elsta heimild um SuðurReyki er máldagi kirkjunnar sem Þorlákur biskup Þórhallsson setti þar árið 1180. Samkvæmt Túnakorti frá 1916 hefur bærinn þá staðið á sama eða mjög svipuðum stað og hann stendur núna. Gera má ráð fyrir að núverandi íbúðarhús hafi að minnsta kosti að einhverju leyti raskað eldri bæjarhúsum.

Úlfarsá

Úlfarsá (Kálfakot) – tóftir.

Úlfarsá hét Kálfakot fram til ársins 1927 þegar núverandi nafn var tekið upp. Elsta heimild um Kálfakot er Jarðabókin frá 1584 þar sem hún er nefnd Kálfastaðakot. Gamla bæjarstæðið er um 100 m NNA við núverandi íbúðarhús á Úlfarsá. Þar var síðast kartöflugarður og lítið sýnilegt á yfirborði.

Úlfarsfells er fyrst getið í máldaga kirkjunnar á Suður-Reykjum árið 1367. Það er þá kirkj­ueign. Í túninu á nýbýlinu Fellsmúla eru tveir lágir flatir rústahólar en þar á að hafa verið lítið kot eða hjáleiga frá Úlfarsfelli.
Fyrstu heimildir um Varmá eru frá 14. öld. Varmá var lögð undir Lágafell um 1900 og hefur verið án ábúðar frá því einhvern tíma á árabilinu 1922-1932. Rústir gamla bæjarins eru greinilegar um 40 50 metra SA og A gagnfræðaskólans.

Þormóðsdalur

Þormóðsdalur – minjar.

Fyrsta heimild um Þormóðsdal er máldagi Maríu­kirkju í Viðey frá 1234 þar sem fram kemur að Viðeyjarklaustur eigi selför í Þormóðsdal hinum efri. Núverandi bæjarhús virðast standa á sama stað og bæjarhús á Túnakorti frá 1916.

Æsustaðir eru nefndir í Jarðabókinni frá 1704 og eru þá sagðir byggðir úr Norður-Reykjum. Gamli bærinn á Æsustöðum stóð u.þ.b. 20 – 30 metrum framar á hlaðinu en núverandi íbúðarhús Æsustaða I.

Heimildir:
-Skráning fornleifa í Mosfellsbæ, Þjóðminjasafn Íslands 2006.
-https://obyggdanefnd.is/wp-content/uploads/04_2004-2_urskurdur.pdf

Úlfarsfell

Úlfarsfell.