Færslur

Sölvahrútur

Jafnfætlur eru þó kunnugastar sem fjörudýr. Víða á sunnanverðu landinu má finna sölvahrút (Ligia oceanica) en hann er ein stærsta jafnfætlan hér við land.
SölvahrúturSölvahrútur getur orðið meira en 3 cm á lengd og finnst efst í fjörunni, oftast innan um sjávarfitjung. Undir steinum efst í fjörunni má oftar en ekki finna fjörulýs sem eru smáar, aðeins um 3-5 mm á lengd.

Alls hafa fundist sjö tegundir af gráloddum á Íslandi. Þær eru allar áþekkar í útliti þó þær tilheyri sex mismunandi ættum. Þær finnast einna helst við jarðhita og í og við gróðurhús. Einnig má rekast á þær í húsagörðum þar sem gróður er þéttvaxinn og gróskumikill. Ein tegund, sölvahrútur, finnst efst á sjávarströndum, á sjávarfitjum og klettum við sjó. Hún er í raun tengiliður þanglúsa í fjöru og grálodda á landi.