„Ofan Straumsselshellra syðri er Gamlaþúfa.
Vestur af henni liggja Bringurnar. Þar er Steinhús, klapparhóll mikill og áberandi. Rétt austan við það er fjárskjól eða skúti, sem mun ekki hafa neitt sérstakt nafn. Í skrá Gísla Sigurðssonar er skúti þessi nefndur Gústafsskjól. En þetta nafn hafði Gísli sjálfur gefið, þegar hann var í örnefnaleiðangri ásamt Gústaf Brynjólfssyni. Áður höfðu þeir Gústaf gefið þessu nafnið Steinhússkjól.
Austur frá Gömluþúfu er lægð, sem nær allt austur að Hafurbjarnarholti. Þar er að finna Stórholt og á því Stórhóll. Þar er einnig að finna Stórholtsgreni og þar skammt frá Skotbyrgið. Hér suður af er Fjárskjólsklettur með sitt Fjárskjól. Þá er Fjallgrenshæð og þar í kring Fjallgrensbalar og Fjallgrensgjá og Fjallgren. Fjallgrenið er í austur frá Gömluþúfu, á að gizka. Þá kemur nokkuð slétt helluhraun, en suður af því kemur svo Sauðabrekkugjá, sem heitir Fjallgrensgjá austar.“
Auðvelt var að ganga að Skotbyrginu við Stórholtsgrenið. Í rauninu eru grenin þar efra tvö; beggja vegna byrgisins. Þau eru bæði merkt með steinum.“
Í Landamerkjabréfi fyrir Straum var undirritað 31. maí 1890 og þinglýst 9. júní sama ár. Samkvæmt því eru landamerkin svohljóðandi: „Landamerki milli Straums og Óttarstaða, byrja við sjó á Vatnaskersklöpp, yfir miðjan Markhól og þaðan beint í Stóra – Nónhól; frá Nónhól, í Gvendarbrunn; frá Gvendarbrunni í Mjósundavörðu; frá Mjósundavörðu í Klofaklett, suður og upp af Steinhúsi. – Á Klofaklett er klappað: „Ótta.“, „Str.“ og varða hlaðin hjá. Frá Klofakletti í Markastein, suður og uppaf Eyólfshól; á þennan Markastein er klappað: „Ótta.“, „Str.“ Frá þessum Markasteini sömu stefnu upp að Krýsuvíkurlandi.
Á hina hliðina milli Straums og Þorbjarnarstaða, byrja landamerkin við sjó á Pjetursbyrgi á neðsta hólmanum, og þaðan beint í svonefnda Tóu; úr Tóu beint í Vestari – Tobbukletta yfir miðjan Jónshöfða, og í vörðu vestarlega á há – Hafurbjarnarholti(nu), og þaðan beina stefnu mitt á milli Stóra – Steins, og Fjárskjólskletts, í vörðu á há – Fremstahöfða og þaðan hina sömu beinu stefnu þar til að Krýsuvíkurland tekur við.“
FERLIR hafði áður staðsett Steinhússkjól neðan/ofan (eftir því hvaða lýsing er notuð) við Klofaklett. Um er að ræða lítið hússlaga skjól í kletti með grasi gróinni lægð frramanvert.
Nú var ætlunin að staðsetja Fjárskjólsklett og Fjárskjólið. Þegar tekið var mið af vörðunni vestarlega á há Hafurbjarnaholtinu í sjónhendingu að Fremstahöfða, milli Steinsins og Fjárskjólskletts mátti sjá að síðarnefnda kennileitið var rétt austan við línuna. Norðan við klettinn er Fjárskjólið (með stóru Effi); stórsprunginn hóll með miklum grasgróningum umleikis í lægðum og lágum brekkum skammt ofan (sunnan) við Hafurbjarnarholtið þar sem það er hæst.
Í leiðinni var vandfundið ónefnt og óskráð fjárskjól ofan við Brunntorfur skoðað.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Heimildir:
-Örnefnalýsing GS fyrir Straum.
-Landamerkjabréf Straums 31. maí 1890.