Tag Archive for: Stórholtsgreni

Fjallgrensvarða

Gengið var upp í Almenning frá Brunatorfum í gegnum Gjásel og Hafurbjarnarholt með viðkomu í Stórholtsgreni þar sem Skotbyrgið var m.a. barið augum, við Steininn, Fjallsgrensvörðu og Fjallsgrensskotbyrgin norðvestan Sauðabrekkna.
Gamla thufaÍ örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Straum segir m.a. af þessu svæði: „Úr Jónshöfða liggur landamerkjalínan um Katlana og höfðann og um svokallaðar Stórhæðir, og þaðan liggur línan í Hafurbjarnarholt. Þar uppi er svo Hafurbjarnarholts-varðan. Síðan liggur línan í Steininn, stóran og mikið sprunginn.
Suður í garði frá [Straums]Selinu liggur Straumshellnastígur suður að Straumshellum nyrðri, miðja vegu milli Gömluþúfu og Straumssels, og þaðan liggur stígurinn í Straumshellana syðri. Hér eru allgóð fjárskjól, og hafði Tjörvi þarna fé. Við syðri hellana er Gerðið, sem notað var til samrekstrar. Suðvestur og upp er allmikil hæð, sem ekki ber sérstakt nafn, en þar er þúfa mikil, sem nefnist Gamlaþúfa. Vestur af henni liggja Bringurnar. Þar er Steinhús, klapparhóll mikill og áberandi. Rétt austan við það er fjárskjól eða skúti, sem mun ekki hafa neitt sérstakt nafn. Í skrá Gísla Sigurðssonar er skúti þessi nefndur Gústafsskjól. En þetta nafn hafði Gísli sjálfur gefið, þegar hann var í örnefnaleiðangri ásamt Gústaf Brynjólfssyni. Áður höfðu þeir Gústaf gefið þessu nafnið Steinhússkjól.
StorholtAustur frá Gömluþúfu er lægð, sem nær allt austur að Hafurbjarnarholti. Þar er að finna Stórholt og á því Stórhóll. Þar er einnig að finna Stórholtsgreni og þar skammt frá Skotbyrgið. Hér suður af er Fjárskjólsklettur með sitt Fjárskjól. Þá er Fjallgrenshæð og þar í kring Fjallgrensbalar og Fjallgrensgjá og Fjallgren. Fjallgrenið er í austur frá Gömluþúfu, á að gizka. Þá kemur nokkuð slétt helluhraun, en suður af því kemur svo Sauðabrekkugjá, sem heitir Fjallgrensgjá austar.“
SteinhússkjólAuðvelt var að ganga að Skotbyrginu við Stórholtsgrenið. Í rauninu eru grenin þar efra tvö; beggja vegna byrgisins. Þau eru bæði merkt með steinum. Ekki var að sjá að rebbi hafi dvalið þar að undanförnu.
Reynt var að staðsetja framangreind Steinhússkjól og Fjárskjólið við Fjárskjólsklett, en hvorutveggja var fjandanum erfiðara. Bæði er landið allt kjarri vaxið og auk þess eru klettar og klapparhæðir hvert sem litið er. Fyrst var reynt að finna Fjárskjólið, en við lestur lýsingarinnar gæti munað einum greinarskilum. Ef svo er ættu skjólin að vera nokkuð nálægt hvoru öðru.
Straumsselsfjarhellar sydriÖrnefnið „Steinhús“ er venjulega tilkomið vegna þess að þar er húslíki í kletti eða hæð. Hér að framan á það að vera „klapparhóll mikill og áberandi“. Hafa ber í huga að skrásetjari var að koma neðan frá upp í Almenning. Þaðan má sjá a.m.k. tvo áberandi og mikla klapparhóla í Bringum. Skammt austan við þann efri er skúti; hið ágætasta skjól. Grasi gróið jarðfall er framan við hann og virðist sem þar hafi verið grafið lítið vatnsstæði og lægðin notuð sem nátthagi. Það ætti ekki að vera svo óraunverulegt því frá skjólinu má sjá Gerðið við Straumsselsfjárhella syðri.
Gengið var að Gerðinu og umhverfis það að vestanverðu. Hafa ber í huga að í lýsingunni er norður útnorður, þ.e. beint út á sjó, og aðrar áttir í Hafurbjarharholtsvardahenni taka mið af því. Ekki dugar að nota núgildandi höfuðáttirnar þarna í algleymi hraunanna.
Enn og aftur var reynt að staðsetja Fjárskjólið. Það var líka eftir bókinni; hvergi sjáanlegt þrátt fyrir að knévaðið hafi verið yfir kjarr og klapparhóla í hvívetna. Grænt gras og þéttvaxið var víðast hvar í lægðum ofan við Stórholt og því verður að telja líklegt að Fjárskjólið kunni að leynast þar. Allmargar vörður og vörðubrot mátti sjá á hraunhólum, en við eftirgrennslan reyndist þar hvergi leynast fjárskjól. Á mörgum stöðum voru að vísu hraunskegg, en hvergi var mannvistarleifar að sjá er gætu gefið vísbendingu um tilefnið. Að fenginni reynslu á Fjárskjólið við Fjárskjólsklett eftir að finnast, en þá að allt öðru tilefni í allt annarri FERLIRsferð.
Frábært veður á jónsmessunni. Gangan tók 8 klst og 8 mín.

Hafurbjarnaholt

Varða á Hafurbjarnaholti.