Færslur

Tvíbollar

Einfarinn, einn áhugasamasti hellakoðunarmaðurinn um þessar mundir, gekk fyrir skömmu áleiðis upp í Brennisteinsfjöll. Leiðin lá um Tvíbollahraun um Kerlingarskarð og upp með Syðstubollum. Á þeirri leið var gengið fram á tvo áður óskráða hella, í Tvíbollahrauni og við Syðstubolla.

Hellir

Tvíbollahraun, stundum nefndt Miðbollahraun, er talið hafa runnið ~950. Það er blandhraun; helluhraun að ofanverðu en apalhraun eftir því sem neðar dregur. Líklegast er því að finna rásir, hella eða skúta í því ofanverðu.
EE fór í hellaferðina fyrrnefndu, frjáls eins og fuglinn vegna frestunar á verkefni. Hann lagði upp í ferð í Brennisteinsfjöll, en stórlega vanmat náttúrufegurðina og vegalengdina og náði ekki lengra en upp að Draugahlíðum. Veðrið var hins vegar eins og best verður á kosið.
Eins og góðum hellamanni sæmir var auðvitað leitað í hverri holu og fundust við það tvær sem ekki höfðu leitað á hellalistann hingað til. Fyrri hellirinn er í Tvíbollahrauni rétt ofan við veginn upp í Bláfjöll og seinni upp á hæðinni rétt þegar komið er upp á fjallið. Báðir hellarnir eru stuttir og teljast kannski frekar til skúta, en eru þó um 20 metra langir. Báðir eru hluti af lengri hraunrásum.
Áður fyrr var einungis talað um Bollana og/eða Grindaskarðshnúka, sem reyndar er rangnefni því Grindaskörð eru utar (norðan við Stóra bolla), en Kerlingarskarð þar sem nefndir Grindarskarðshnúkar eru. Reyndar hafa menn kallað Kerlingarskarðið Grindarskörð í seinni tíð.
Á landakortum eru tilgreindir Stóribolli, Miðbollar og Syðstubollar. Stóribolli er greinilegur úr fjarlægð sem og Miðbollar. Um er að ræða nokkra gíga utan í aðalgígnum (Miðbolla), einum þeim fallegasta á brúninni.
HellisopUm Syðstubolla gildir annað því þeir sjást ekki neðan frá. Þeir eru minni og rétt innan (ofan) við Grindarskarðshnúka. Þeir koma í ljós þegar komið er upp á brúnina, vestan við Hlíðarveginn og beygt er til vesturs, að ofanverðum Draugahlíðum. Grindarskarðshnúkarnir eru hins vegar tindarnir vestan Kerlingarskarðs og  eru ekki gígar. Um þá liggur leið (styttingur) ofan frá námusvæðinu í Brennisteinsfjöllum.
Í einni lýsingunni segir: “Á leiðinni upp í skarðið blasir Stóri bolli, Tvíbolli og Þríbolli við, en eru einu nafni nefndir Bollar eða Grindaskarðshnúkar.” Hér er talað um Tvíbolla og Þríbolla, auk Stóla bolla. Hægt væri að tala um, líkt og Jón gerði, Tvíbolla vestan Stórabolla. Miðbolli og Syðstubollar eru þó aðskilin gígasvæði, bæði með nokkrum gígum (3-5). Kóngsfellið (sunnan Miðbolla) er hluti af þessum gígum og mætti því vel teljast til Bollanna. Þar hittust fjárkóngar Grindvíkinga, Hafnfirðinga (Seltjerninga) og Ölfusmanna við upphaf leita á haustin.
Hér eru framangreindir hellar nefndir Tvíbolli í Tvíbollahrauni og Syðstibolli við Syðstubolla. Fyrrnefndi hellirinn er dæmigerð hraunrás frá afurð upprunans, rauðleit í bland við gulgrátt. Síðarnefndi hellirinn er eftirbreytileg yfirborðsrás þar sem hægt er að láta ímyndunaraflið ráða framhaldsför um þrengri anga.
Annars var útsýnið ofan frá Kerlingarhnúkum stórkostlegt þessa haustblíðu.
Framangreindir hellar eru nr. 612 og 613 á hellaskrá FERLIRs á Reykjanesskagnum.

Tvíbolli

Bollar.

Kóngsfell

Gengið var upp frá gígunum í Strompahrauni norðvestan við suðurmörk Bláfjalla.

Kerlingarhnúkur

Göngusvæðið – kort.

Ætlunin var að ganga yfir á Kerlingarhnúk og fylgja síðan Heiðarveginum niður að Grindarskörðum, kíkja á Kóngsfell og fylgja síðan götunni um Kerlingargil niður á Bláfjallaveg (Selvogsötu).
Þegar gengið var upp Strompana í Strompahrauni mátti vel sjá hvernig hraunið hefur breytt úr sér til norðurs. Í hrauninu eru allnokkrir hellar, sem vert er að skoða.
Kerlingarhnúkur var framundan, vestast í Bláfjöllum, 613 m.y.s. Af honum er fagurt útsýni yfir svæðin neðanverð. Stefnan var tekin til vesturs í von um að hitta á Heiðarveginn, sem liggur um Heiðina há vestanverða.

Heiðarvegur

Á Heiðarvegi.

Vegurinn liggur frá Ólafsskarðsvegi ofan við Leitin í austanverðum Bláfjöllum og niður á Selvogsgötu ofan Grindarskarða í vestri. Eftir stutta göngu var komið inn á gamla götu. Vörðubrot mátti sjá á stangli. Götunni var fylgt niður með Stórkonugjá og áleiðis niður að gatnamótum Selvogsgötu. Þar eru vörður. Stefnan var tekin á Kóngsfellið ofan við Stórabolla, það skoðað, og síðan haldið áfram að Kerlingarskarði milli Miðbolla (Litla-Kóngsfells) og Syðstubolla. Eftir að hafa litið á drykkjarsteininn efst í skarðinu var götunni fylgt niður skarðið, skoðuð tóft brennisteinsnámumanna undir því og síðan gengið áfram niður á Bláfjallaveg.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Bollar

Tvíbollar.