Færslur

Þingvellir

Á Þingvöllum, ofan Almannagjár, er örnefnið Strókar. Um er að ræða kletta efst á vegg gjárinnar, en veggurinn er aðskilinn frá bakberginu með þröngri, en hárri, gjá; Strókagjá. Inn í hana er einungis ein leið, en hún er um falin hellisgöng í bergveggnum.

Almannagja

FERLIR leitaði upplýsinga um örnefnið Stróka hjá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum og féll eftirfarandi svör: “Varðandi Stróka þá er það örnefni sem var farið að kalla Víkingaskipið í aðdraganda Alþingishátíðarinnar 1930 og líklega eitthvað fyrr. Strókar eru tveir klettadrangar efst í hamravegg Almannagjár rétt sunnan við Drekkingarhyl. Með eilitlu ímyndarafli er auðvelt að sjá víkingaskip þar sigla í efstu klettum. Þetta sést ágætlega frá brúnni yfir Drekkingarhyl og annarstaðar af þingstaðnum, þó betur norðan megin á honum.
Í helstu lýsingum örnefna og gömlu uppdráttum sem ég hef undir höndum eru ekki beinar skýringar á örnefninu Strókar og velta má fyrir sér hvernig það er tilkomið. Gæti verið að klettarnir eru eins  og strókar eða að klettana ber við Botnssúlur frá Þingvallabænum þar sem oft hvelfast skýstrókar yfir í harðri norðanátt …þarna gef ég ímyndunaraflinu lausan tauminn og skrifa þetta í fullkomnu ábyrgðarleysi.
songhellir-2Skv. Stóru orðabókinni um íslenska málnotkun merkir karlkynsnafnorðið “strókur” eftirfarandi (dæmi):
-það stendur strókurinn upp úr
-vatnsleiðslan sprakk svo að strókurinn stóð upp í loftið
-ákvæði; hár strókur, toppmyndaður strókur
-strókur; vatns-strókur, gufu-strókur, ský-strókur, gos-strókur, ösku-strókur, eld-strókur, reykjar-strókur, þoku-strókur, moldar-strókur, sand-strókur, brim-strókur, vind-strókur, hvirfil-strókur, hraun-strókur, kletta-strókur.
Hallshellir-24Ef tekið er mið af staðháttum mætti telja líklegra að klettastandar skammt vestar á gjárbrúninni væru nefndir Strókar.
Varðandi hellana sem ráðgert er að heimsækja þá er Sönghellir skammt sunnan við hamraskarð og í raun ekki mikill hellir þar sem fallið hefur niður hluti af “þakinu” eða því sem eitt sinn skagaði út í gjánna. Þegar þú gengur til suðurs frá Hamraskarði eða Lögbergi þá er hann um tæpa 100 metra vinstra megin við göngustíginn. Sendi þér mynd af skólahóp í Sönghelli en við stoppum þar stundum með söngglaða nemendur.
Hinn hellirinn sem Jóna vísaði í eru í raun einskonar “göng” úr Almannagjá yfir í afgjá fyrir aftan.
Ég Hallshellir-23hafði alltaf heyrt um þessa leið þegar ég hóf störf hér fyrir mörgum árum frá eldra fólki sem kom til Þingvalla en fann leiðina svo eftir stutta leit. Tilvist þessa hellis hefur verið haldið frekar “leyndri” af okkur ef ég get komist þannig að orði. Þetta er frekar torfarið og erfitt að komast í og úr og því höfum við ekki verið að flagga þessari leið/helli og viljum það síður. Einnig er ekki víst að þetta þyldi mikinn átroðning hvorki leiðin að né leiðin í gegn.
Varðandi Hallshelli þá er honum ágætlega lýst á bls. 153 í ritgerð um örnefni í Þingvallahrauni eftir Ásgeir Jónasson frá Hrauntún í árbók Fornleifafélagsins 1937-1939.
“Skammt fyrir ofan Sauðasteina, vestan-við Veiðigötu, þar sem fyrst sjezt heim að Skógarkoti, þegar gatan er farin, er lítill hóll með smá-vörðubroti; hún heitir Hellisvarða. Þar undir er hinn frægi Hallshellir, sem um nokkur ár dró að sjer athygli fjölda fólks, og skal nú skýrt frá, hvernig hann fjekk frægð sína.

thingvellir-166

Sumarið 1902 var sá, er þetta ritar, vinnumaður í Skógarkoti hjá Hannesi bónda Guðmundssyni. Þá var þar einnig drengur, sem heitir Kristján Schram og nú hefur í mörg ár verið starfsmaður hjá Gasstöðinni í Reykjavík. Eitt sinn, er við komum úr veiðiför neðan af vatni, hvíldum við okkur í laut þeirri, sem er norðan-við hólinn; fundum við þar litla holu, sem var að mestu lokuð af jarðvegi og lyngi. Þegar við rifum þar til, komum við niður í helli, auðvitað „fullan af myrkri”. Síðar fórum við þangað með ljós og sáum, að hellirinn var talsvert stór, og garður hlaðinn um hann þveran; fyrir innan garðinn er hann svo lágur, að skríða verður á fjórum fótum.
Næsta sumar, 1903, thingvellir-167var á ferð á Þingvöllum enski rithöfundurinn Hall Caine. Hann hafði heyrt talað um helli þennan, skoðar hann og þykist finna eitthvað merkilegt við hann, sem hvorki hann sjálfur eða aðrir vissu hvað var. Svo var hellinum gefið nafn hans, og hann kallaður Hallshellir, og verður nú frægur mjög. Þyrpist þangað múgur og margmenni, sem allt verður vonsvikið á merkilegheitunum, sem von var, en gaf bóndanum í Skógarkoti góðan skilding, því að allir þurftu á fylgd að halda, og kostaði hún krónu í hvert skipti. Dýrð þessi mun hafa staðið eitt eða tvö sumur; svo fjaraði þessi heimska út, eins og fleiri, og er Hallshellir nú fyrir löngu fallinn í þá fyrri gleymsku.”
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir:
-Árbók hins íslenska fornleifafélags, 1937-1939, bls. 153.
-Einar Á.E.Sæmundsen, þjóðgarðinum Þingvöllum.
-Stóra orðabókin um íslenska málnotkun.

Þingvellir

Þingvellir.