Færslur

Bláfjöll

 Gengið var um hið stórbrotna eldsumbrotahverfi sunnan Drottningar og Stóra-Kóngsfells vestan Bláfjalla.
Venjulega er Skjól við Þríhnúkasvæðið látið afskipt af útivistarfólki, en aðstæður nú til skoðunar þess voru einkar hagstæðar. Allnokkrir hellar eru norðan undir svonefndum Hellisgíg, sem er nyrstur Strompanna í Strompahrauni. Litið var í Langahelli (um 700 m langur), en þrátt fyrir lítinn snjó hafði hið litla, sem komið hafði á svæðið, skafið duglega í öll op svo erfitt var að komast inn. Á svæðinu eru nokkrir aðrir hellar, s.s. Djúpahellir (um 300 metra langur), Goðahellir, Rótahellir (um 210 metra langur), Tanngarðshellir (um 190 metra langur), Djúpihellir (um 150 metra langur), Ranghali (um 100 metra langur),  Rósahellir (um 70 metra langur), Bátahellir (um 30 metra langur), Smáhellir (um 20 metra langur) og Krókudílahellir.

Skammt vestar átti að vera hægt að sjá leifarnar af Bresku gránu. Þá var ætlunin að kíkja á Þríhnúkagíga og húsið undir þeim.
Morgunroðinn lýsti upp fjallabakið og sló gylltum roða á framsýnina. Hið stóra op Djúpahellis hafi fyllst af Sýnishorn af Þríhnúkagígnumsnjó. Sama má segja um nyrðra op Langahellis. Þegar komið var að syðra opinu mátti sjá öndun svo hægt var að útvíkka snjóopið og komast niður. Haldið var spölkorn inn eftir hellinum, sem hefur haldist ótrúlega heillegur þrátt fyrir umgang. Mikið er af dropsteinum á gólfinu ofarlega í hellinum og hraunstrá eru í loftum. Ekkert hrun er norðan við syðra opið í Langahelli og því er hann tilvalinn fyrir þá, sem eiga erfitt með að fóta sig í skriðum og lausu grjóti.
Þá var stefnan tekin á Þríhnúka, sem böðuðu sig í morgunroðanum. Á leiðinni var reynt að líta eftir flakinu af Bresku Gránu, en án árangurs. 
Hið fegursta útsýni var af Þríhnúkum yfir höfuðborgarsvæðið.
Skammt sunnan við Hnúkana er hraunbóla með hurð fyrir. Þegar opnað var kom í ljós að framendinn hafi fyllst af snjó. Hægt var þó að komast innfyrir með lagni og skoða ummerkin. Hið fegusta útsýni var yfir að gígunum suðvestan við Stóra-Kóngsfell. Ekki er vitað til þess að þeir hafi fengið nafn – heita líklega Eldborgir líkt og svo margir sambærilegir á landinu.
Gangan tók 
3 klst og 3 mín. Frábært veður.
Þríhnúkar