Tag Archive for: Sturlaugur Björnsson

Keflavík

Í Faxa árið 1996 skrifar Sturlaugur Björnsson „Um daginn og veginn“ í Keflavík fyrrum daga:

Sturlaugur Björnsson

Sturlaugur Björnsson (1927-2023).

„Vegurinn út í Leiru liggur í nokkurri lægð við gömlu bæjarmörkin, uppaf Grófinni, á hægri hönd er Klifið og skammt þaðan er gamli vegurinn, í famhaldi af Kirkjuveginum. Tvö vörðubrot eru hér, annað úr vörðu sem hefur verið við veginn og hitt úr stórri vörðu u.þ.b. 3 sinnum 3 m sem gæti hafa verið landamerki. Ólafur Sigurðson frá Túnbergi hefur hlaðið upp að nýju nokkrar af vörðunum við gamla veginn.
Hleðslur, vörður og vörðubrot eru víða á Suðurnesjum. Vörðurnar voru til að leiðbeina við troðninga og götur, eins og fram hefur komið. Aðrar sem siglingamerki svo sem Kalka sem var á Háaleiti, þetta nafn fékk varðan af því að hún var hvílkölkuð. Frá Háaleiti var svo víðsýnt að menn voru sendir þangað til að fylgjast með ferðum skipa. Sagt var að Háaleitið væri gamall sjávarkampur og að í honum hafi fundist skeljabrot. Háaleitið er horfið undir mannvirki á Keflavíkurflugvelli.

Hafliði Nikurlásson

Hafliði Nikurlásson (1879-1950).

Eftir að gamli vegurinn út á skagann var aflagður og nýr tekinn í gagnið var Hafliði Nikulásson, sem vakti nokkra athygli fyrir lágan vöxt og átti ungur heima í Garðinum (en hafði fluttst austur á firði), í heimsókn á bernskuheimili Bjarna Jónssonar, Kothúsum í Garði. Hafliði var spurður með hvaða bíl hann hefði komið. Hafliði sagðist hafa komið gangandi en séð bíla keyrandi upp í heiði!
Berghólsborg er áþekk Keflavíkurborg, en mun betur farin. Þær gætu verið óvenjulegar. Heillegar og hrundar fjárborgir eru hér víða, má nefna Árnaborg sem er í heiðinni milli Garðs og „Rockville.“

Fjárborgir
Keflavíkurborg er á hæð vinstra megin vegar þegar haldið er út úr bænum, norður af „nýju„ stóru grjótnámunni. Kellavíkurborg hefur verið hlaðinn úr grjóti, hún er hringlaga, innanmál hennar er u.þ.b. 8 m með um 6 m beinum vegg að sunnanverðu og út frá honum eru veggir sem mynda rými sent er u.þ.b. 3 sinnum 3 m að utanmáli, veggþykktin í sjálfri borginni er tæpur metri.

Keflavíkurborg

Keflavíkurborg.

Í miðri borginni er kassalaga hleðsla, (gæti verið garði, til að gefa á).
lnn milli Berghólanna er gróin rúst og sést hún frá þjóðveginum.

Hólmsberg
Hér er Hólmsberg. Til skamms tíma hefur Hólmsbergið verið nær ósnortið af mönnum. Keflavíkurbjarg og nokkuð land inná Bergið útundir Helguvík er friðlýst. Eftir friðlýsinguna er eins og menn hafi tapað áttum í umgengni þar.
Hlífa ætti viðkvæmri gróðurþekjunni sem hefur aðlagast seltu og næðingi og framræsla hélt ég að heyrði sögunni til, frá öllu jarðraski getur myndast rof. Það ber að vernda náttúru Bergsins sern er ákjósanlegt úlivistarsvæði.

Keflavíkurberg

Brunnur á Keflavíkurbergi.

Norður af byggðinni á Berginu er steyptur stöpull, þar rétt hjá, í sléttu klöppunum er „brunnurinn“ sérstök náttúrusmíð, rétthyrndur um það bil 70 sinnum 80 sm og aðeins um 30 sm djúpur. Reitt hjá honum er „pollur,, sem í voru hornsíli, þar er votlendisgróður og ber mest á fífu. Fyrsti ábúandi Bergsins Nikolai Elíasson nýtti vatnið hér til að brynna kúnum.
Upp af Stekkjarláginni er mishæð með sléttar klappir. Þær nota mávarnir og láta kuðunga (beitukóg) falla á þær, við það brotna þeir og fuglarnir ná í krabbana sem eru í kuðungunum. Ummerki þessa athæfis mávanna sjást víða á sléttum klöppum. Á umræddri hæð er vörðubrot.

Nónvarðan, sprenguefnageymslan og Háberg

Reykjanesbær

Nónvarða – Rótarýklúbbur Keflavíkur endurreisti vörðu þessa á holtinu ofan við götuna Nónvörðu árið 1973.
Holtið gekk ætíð undir nafninu Nónvarða og mundu menn vörðu er áður hafði staðið þarna. Varða sú var eyktamark frá Keflavíkurbæ og sýndi eyktamarkið nón, þ.e. um kl. 15:00. Eyktamark er fastur punktur í landslagi sem var til forna notaður sem viðmið við sólargang til að vita hvað tímanum líður. Til dæmis átti það við um fjallatoppa, hóla eða hæðir eða jafnvel hlaðnar vörður, sem sólina bar í séð frá ákveðnum bæ, á tilteknum tíma. Algengt var að slíkir staðir hétu eftir eyktamörkunum, svo sem eins og Nónvarða, Hádegishnúkur eða eitthvað slíkt.

Og nú hefur Sprengiefnageymslan, sem var á holtinu, rétt hjá Mánahestinum og gömlu grjótnámunni, verið endanlega eyðilögð. Á báðum stöðunum og Háabergi var tekið grjót í hleðslurnar sem settu svo mikinn svip á Keflavík forðum daga. Þar sjást ummerki þess hvernig grjótið var klofið með fleygum og síðan höggvið til. Þetta eru sögulegar menjar sem virðast eiga fáa málsvara, þær eru skildar eftir þegar tekið er til hendi í næsta umhverfi þeirra.

Myllubakkinn

Með ærnum kostnaði hefur verið sturtað grjóti og mold og síðan tyrft yfir Myllubakkann og umhverfi hans. Eftir það var Ægisgatan lögð og nýlega mátti lesa í Víkurfréttum. „Hleðslur fá nýtt hlutverk. Gamlar steinhleðslur við Hafnargötuna sem fyrir nokkru lentu undir mold og torfi fá nýtt hlutverk. Nú er unnið að því að grafa þær upp og síðan verða þær notaðar í gamla bænum í Keflavík. Mikið hagræði er í því að grafa hleðslumar upp í stað þess að höggva til nýtt grjót“.
Voru einhverjir að vakna?

Örnefni og ummerki sem bent geta til fyrri lifnaðarhátta – Rósaselvötn, Seltjörn og Snorrastaðatjarnir

Rósel

Róselsvötn – sel.

Rósel við Róselsvötn (Rósaselsvötn).

Rósaselsvötn, nafn þessara fallegu vatna gefur til kynna að þar hefur verið sel. Vestan við stærra vatnið eru rústir. Á sumrin var tekinn mór af stærra vatninu ef það þomaði upp. Mórinn þótti afar góður vegna þess hve mikið var af trjárótum og kvistum í honum, af því má ætla að hér hafi verið annað gróðurfar en nú er. Norðan við vötnin liggur troðningur milli Keflavíkur og Hvalsness, eftir honum var mórinn fluttur og einnig ís sem tekinn var af vötnunum á vetrum til frystingar á síld til beitu.
Við nyrstu Snorrastaðatjörnina eru rústir og einnig eru rústir við Seltjörn. Á þessum stöðum hefur verið nokkuð beitilandi og vatn til að brynna búsmala og halda mjólkurílátum hreinum.

Stekkir

Keflavík

Stekkur í Stekkjarlág undir Stekkjarhamri.

Stekkjarhamar og Stekkjarlág vísa til þess að þar hefur lömbum verið haldið frá ánum, á báðum stöðunum eru rústir. Í bakka „Kartöflugarðsins“, var einstígur sem kallaður var Lambastígur sem bent gæti til þess að eftir honum hafi lömbin verið rekin út í Stekkjarlág til yfirsetu. (Grasigróna brekkan sem lá upp Bergið gekk undir nafninu Kartöflugarðurinn, í bakka hennar, sem var framhald af Keflavíkurbjargi, var Lambastígurinn. Bakkanum hefur verið rutt niður).

Stekkjarkot

Stekkjarkot

Stekkjarkot – Víkingasafnið í bakgrunni.

Rétt utan við eystra túngarðshornið í Stekkjarkoti er jarðfastur steinn. Í honum eru meitlaför. Líklega er steininn fiskasteinn. (Steinn til að berja harðfisk á). Hans er ekki getið í kynningaritinu um Stekkjarkot.“

Heimild:
-Faxi, 2. tbl. 01.03.1996, Um daginn og veginn, Sturlaugur Björnsson, bls. 33-34.
Myllubakki.

Steinabátar

Í bókinni „Steinabátar“ fjallar höfundurinn, Sturlaugur Björnsson, um áletrunina H.P.P. á klettavegg ofan Helguvíkur í Keflavík:

Sturlaugur

Sturlaugur við áletrunina á berginu ofan Helguvíkur. (FERLIR 2003)

„Í gegnum árum hef ég átt ótal ferðir út á Berg, og vitað, að uppi af botni Helguvíkur er greypt fangamark í klettana þar fyrir ofan. Þegar við krakkarnir fórum í leiðangur og fórum þarna um, töldum við að þar stæði H.P.D. Á seinni árum fór ég að velta fyrir mðer, hvers vegna hans Pétur Duus hefði valið þennan stað. leturgerðina og tengingu stafanna má sjá í bryggjuhúsinu, þar eru þeir skrifaðir á þil með svertu, sem notuð var við merkingu á saltfiskpökkum.
SturlaugurEkki er ólíklegt, að H.P.D. (sonur Péturs Duus og konu hans Ástu Duus) hafi gert sér að leik, á sínum yngri árum, að skrifa fangamark sitt með þessum hætti, þar sem efni til þess var svo nærtækt. En að fara út á berg með hamar og meitil til að klappa fangamark sitt í forboðið land er nokkuð annað.
Það gerðist svo fyrir fáum árum, er ég átti leið þarna um, að ég skoðaði fangamarkið og viti menn, það hefur þá staðið þarna H.P.P.
SturlaugurFyrir nokkrum mánuðum er ég sem oftar að fletta í bókum Mörtu Valgerðar „Minningar frá Keflavíkur“, og er að skoða meðfylgjandi mynd, sem er sögð „Úr Duus verslun um 1900“. Í textanum með myndinni eru mannanöfn og eitt nafnanna er „Hans P. Pedersen bókhaldari“. Gæti verið um að ræða Hans Petersen, stofnanda ljósmyndavöruverslananna?
Nú veit ég að svo er, H.P.P. var í fóstri hjá yngri Duus hjónunum (H.P.Duus og Kristjönu Duus). Hægt er að hugsa sér Hans P. Petersen á yngri árum, einan á góðum degi með tól sín undir áhrifum þess sem fyrir augu hans hefur borið í bryggjuhúsinu, og grópa fangamark sitt á þessum þá kyrrláta og fallega stað.“

Heimild:
-Steinabátar, Sturlaugur Björnsson, H.P.P, útg. 2000, bls. 96.

Hans P. Petersen 1916-1977

Hans P. Petersen 1916-1977. Margir Íslendingar þekkja ljósmyndavöruverslunina Hans Petersen. Stofnandi búðarinnar, Hans Pétur Petersen (1873-1938), byrjaði verslunarferil sinn í Aðalstræti í H.P Duus en þar vann hann í tuttugu ár. Síðast sem forstjóri verslunarinnar í Reykjavík. Hann opnaði eigin verslun í Skólastræti árið 1907 en flutti fljótlega í Bankastræti og fór að höndla með ljósmyndavörur. Hann var umboðsaðili fyrir Kodak ljósmyndavörur. Fyrst höndlaði hann með nýlenduvöru og veiðarfæri og auk þess rak hann kaffibrennslu. Hann var einnig einn stofnenda Skipasmíðastöðvar Reykjavíkur.