Tag Archive for: Þingvallarétt

Brúsastaðarétt

  Gengið var um fornjarðir Þingvallabæjarins, Grímastaði og Bárukot. Grímastaða er getið í Harðarsögu Hólmverja.
Tóftir BárukotsRústir þessara fornjarða voru friðlýstar árið 1927, en í dag vita fáir hvar þær er að finna.
Ætlunin var að fara yfir Öxará á Norðlingavaði, út með Brúsastaðabrekkum, upp í Grímasgil og síðan niður með Grímagilslæk og inn á fornra þjóðleið er lá um hlaðið á Bárukoti og Brúsastöðum, en eftir að rætt hafði verið við Ragnar, bónda á Brúsastöðum, var talið, vegna vatnavaxta í Öxará, áreiðanlegra að fara áleiðis upp að Svartagili frá Skógarhólum og þaðan yfir Grímagilslæk við Biskupsbrekkur, inn á hina fornu þjóðleið og fylgja henni síðan áleiðis að Norðlingavaði. Við hana ættu tóftir Bárukots að vera. Skv. kortum átti þær að vera við reiðgötu nokkru norðar.

Bárukot

Bárukot – uppdráttur ÓSÁ.

Heimatúnið og svæðið næst Brúsastöðum er fyrir margra sakir áhugavert. Í örnefnalýsingu fyrir bæinn segir m.a.: „Þá er komið upp að túni, upp að Trausta. Trausti er hóll eða hæð, sem rís framan við gamla bæinn á Brúsastöðum og liggur inn í túnið.  Haraldur hefur heyrt, að Jóhanna, amma Guðbjörns á Kárastöðum, hafi nefnt hæðina þetta, því að hún hafi alltaf vitað, hvar börnin voru, þegar þau voru þar að leika sér. Hóllinn hækkar í landslaginu, er mishár, en hæstur rétt austan við bæinn.  Hann nær inn að á og heitir Trausti alla leið.  Vestasti partur Trausta heitir Goðhóll.
Það er ekki gamalt nafn.  Þegar Halldór Einarsson (?) bjó á Brúsastöðum, var hesthús á hólnum, en var lagt niður. Reiðhestur frúarinnar var grafinn i hesthúsinu með öllum tygjum.  Hesturinn hét Goði, og fékk hóllinn nafn af honum.
Þar fyrir vestan, þar sem vegurinn lá heim, er Hádegisholt, eyktamark frá Brúsastöðum.  Það er endinn á Djúpugrófarásnum.  Klukkan var tólf, þegar sólin var yfir Hádegisvörðu á holtinu.  Varðan er nú horfin.
Túnið:  Túninu hallar niður í smálægð.  Þar er gamalt Hof, sem ekki mátti hreyfa við.  Það var ekki gert, og er þetta eins enn, hringmyndaður þúfnaklasi.  Matthías Þórðarson gróf þarna í eitt sinn. Þar fyrir ofan er Friðhóll, bungumyndaður hóll. Neðst í honum stendur bærinn.  Hóllinn er mjög sléttur að ofan og hefur líklega þótt „friður“.  Fyrir ofan Friðhól er laut og hóll þar fyrir ofan.  Utan í honum myndast falleg, slétt flöt.  Það er upp-hækkun, eins og hlaðið, myndað af framburði lækjarsprænu.  Þarna voru kvíar.  Haraldur sat yfir ám bæði uppi í fjalli, uppi í Dokkum, og niðri á  hrauni.  Hann man ekki nákvæmlega, hvenær hætt var að færa frá, en hann hefur líklega verið kominn undir fermingu þá.“

Þjóðleiðin um Norðlingavað - framhjá Bárukoti

Þegar komið var að reiðgötuna frá Skógarhólum (við hlið hennar liggur malarslóði) var henni fylgt spölkorn til vesturs. Þá blöstu við tóftir á hægri hönd, norðan bakka Grímagilslækjar. Reyndust þar vera heillegar tóftir veglegs kots. Það hefur verið reist á berangri, að því er virtist, en eflaust hefur svæðið allt verið skógi (í það minnsta kjarri) vaxið er það var byggt. Burstir hafa verið þrjár mót suðri, sú austasta með hurð, en hliðarburstirnar tvær einungis verið hálfgaflar með glugga. Veggir standa og vottar fyrir hleðslum. Sex rými hafa verið í kotinu og gerði eða garður vestan við það. Líklega hefur baðstofan verið innst, en svefnrými vinnufólks vestast.
Skammt sunnan við tóftirnar er hlaðinn lítill stekkur. Bendir hann til þess að þarna hafi verið geitur?
Ferðalangar á leið austur að Skógarhólum (Múlakoti) er fóru yfir Öxará héldu um Norðlingaveg framhjá þessu eyðibýli, Bárukoti, og um Leynistíg til Alþingis, en Leynistígur er rétt hjá rimlahliðinu á Þjóðgarðsgirðingunni skammt frá Skógarhólum, nema farið hafi verið um Langastíg og Stekkjargjá, sérstaklega ef menn voru einhesta. Bárukot mun ekki hafa verið í byggð síðan á 17. öld og þá aðeins í 8 ár. Þar þótti þó sæmilegt túnstæði, enda bera ummerkin þess dæmi.
Stekkur við BárukotSkammt suðvestar er mikil hlaðin rétt. Ekki er að sjá að hennar hafi sérstaklega verið getið í örnefnalýsingum eða öðrum heimildum. Ekki heldur annarri rétt, mun minni og eldri, skammt vestar. Fjallað verður um hana hér síðar.
Ragnar hafði sagt þessa rétt hafa verið hlaðna árið 1908. Hún hefði þjónað bæjunum í vestanverðri sveitinni. Þegar réttin í Skógarhólum hafi verið hlaðin eftir 1930 hafi þessi rétt lagst af að mestu. Skógarhólsréttin hefði leyst af Þingvallaréttina (Hrauntúnsréttina) undir Sleðaási ofan við Bolaklif. Þangað hefðu Borgfirðingar o.fl. sótt fé sitt, en þegar þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður árið 1930 hefði þjóðgarðssvæðið verið girt af og réttin þá lagst af. Hún væri mun eldri en aðrar réttir í Þingvallasveit.
Nafnlausa réttin undir suðvesturjaðri Biskupsbrekkuhrauns er stór og nokkuð heilleg. Hún var hlaðin á sléttri hraunhellu og hefur undirstaðan því verið góð. Stórt gerði er vestan réttarinnar. Sjálf telur réttin 10 dilka með úrdráttarhólfi í miðjunni.
GrímasgilStefnan var tekin upp í Grímasgil.
Í heimildum er gerð grein fyrir hjáleigum í landi Þingvalla, eins og t.d. Vatnskoti, Hrauntúni, Skógarkoti og Svartagili. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, sem samin hafði verið á árunum 1706-1711, segir að hjáleigurnar hafi verið byggðar úr landi Þingvalla og að afréttur hafi til forna verið brúkaður í Skjaldbreiðarhrauni. Af öðrum ummælum í jarðabókinni nefnir stefnandi að um hjáleiguna Vatnskot segi: „Haga á jörðin í betra lagi mikla og góða. Útigangur á vetur er hjer góður og er hverki sauðfje nje hestum fóður ætlað.“ Um hinar hjáleigurnar sé vísað til þess sem ritað var um Vatnskot. Í jarðabókinni segi jafnframt að Þingvellir hafi átt afrétt á „ … Skjaldbreiðarhrauni en hefur ekki verið brúkaður yfir 40 ár, lætur nú presturinn brúka fyrir afrétt Ármannsfell, Kvíindisfell og Gagnheiði“. Í jarðabókinni og sóknarlýsingu Þingvallasóknar sé að auki getið um fjölda annarra hjáleigna og eyðibýla, sbr. t.d. Fíflavelli, landsuður undir Skjaldbreið, Ölkofra, Þórallarstaði, Múlakot eða Mosastaði, Grímastaði, Bárukot og Þverspirnu.
Gamla réttinGrímastaðar er getið í Harðarsögu Hólmverja, en ekki er vitað hvar tóftir bæjarins gætu verið. Í Jarðabókinni 1703 segir: „Grimastader heitir hjer eitt örnefni, sem meinast bygt hafa verið fyrir stóru pláguna, en aldrei eftir hana; sjer hjer sumstaðar til garðaleifa og rústa, sem meinast verið hafi bæði túngarður og veggleifar, og vita elstu menn ekkert framar hjer um að segja. Á flötum nokkrum skammt fyrir neðan þessa Grímastaði er annað örnefni, kallað af sumum Bárukot, en af sumum Þverspirna, nokkrir hafa kallað þetta örnefni Fótakefli.“
Bóndinn á Brúsastöðum hafði sagst mikið hafa leitað að hugsanlegu bæjarstæði Grímastaða. Hann taldi sig nú vita hvar það væri að finna, undir hlíðunum langleiðina að Ármannsfelli. Nánari vísbendingu var ekki að fá. Ljóst er að gönguleiðin frá Langastíg um Leggjabrjót liggur um Kerlingarhraun og yfir smálæk sem kenndur er við Grímsgil. Einhversstaðar nálægt þessari litlu sprænu er talið að býlið Grímsstaðir hafi staðið. Í annarri heimild segir að „engar sjáist þar rústir nú“. Í Harðarsögu segir, að Grímur litli hafi keypt land „suður frá Kluptum, er hann kallaði á Grímsstöðum“. Sonur Gríms hét Geir. Grímur ól upp Hörð Grímkelsson, fóstbróður Geirs. Samkvæmt sögunni áttu þeir kappar sín bernskuspor á þessum slóðum.
Gamla réttin að sumarlagi - SGÞegar svæðið neðan undir Grímasgili var skoðað komu í ljós tveir staðir, sem gætu komið til greina að hafa hýst skála fyrrum. Austari staðurinn, nær Grímasgilslæk, virtist öllu sennilegri. Þar virðist, með góðum vilja, móta fyrir skálatóft, ofan mýrlendis sem þarna er neðanvert. Mögulega mótar þarna fyrir garðhlutum efra, en óljóst þó. Ekki verður gengið úr skugga um hvort þarna hafi verið bæjarstæði á 10. öld nema að undangengnum rannsóknaruppgreftri, sem vel væri til vinnandi. Leitað var eftir mögulegum minjaleifum ofar í gilinu, en án árangurs.
Fornminjar á Þingvöllum voru friðlýstar árið 1927, og þá sennilega að gefnum tilefnum. Að því tilefni sagði m.a.: „
Friðlýsingar fornminja: Þingvellir. 1. Þingbúðarústir allar og allar aðrar fornleifar og gömul mannvirki á hinum forna
alþingisstað, beggja vegna Öxarár. Sbr. Árb 1921-1922: 1-107. 2. Rústir allar þar sem verið hafa forðum býlin Grímsstaðir, Bárukot, Múlakot, Litla-Hrauntún, Ölkofrastaðir og enn eitt, norðvestanundir Hrafnabjörgum. Sbr. Árb. 1880-1881: 22, 98. Skjal undirritað af MÞ 05.05.1927. Þinglýst 07.09.1927.“
Veggur í BrúsastaðaréttinniGengið var til vetsurs af mögulegum Grímastöðum og þar upp á melhól. Á honum var hálffallin varða. Neðan hólsins var hestagata. Henni var fylgt inn á Biskupsbrekkuhraunið. Á ysta rana þess hafði verið rofið haft til að létta á leysingarvatni í mýrlendinu ofanvert við það. Skammt vestar var hin fyrrnefnda gamla rétt, að mestu nýtt úr hraunsprungu, en hlaðið um betur á nauðsynlegum stöðum. Norðan úr inngangnum var hlaðinn leiðigarður. Þarna hefur líklega verið rúningsrétt fyrrum – þótt hún hafi nú fallið í gleymsku, eins og svo margt í og við þjóðgarðinn. FERLIR hefur áður getið þess að mikilvægt væri að staðsetja og merkja merkilegar minjar í og við þjóðgarðinn á Þingvöllum. Ef þær yrðu gerðar aðgengilegar og um leið eftirsóknarverðar myndi lifna svo um munar yfir áhuga á svæðinu. Hingað til hefur þjóðgarðsnefndin allt að því sofið þyrnarrósarsvefni í þessum efnum.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum Skeifa við gömlu þjóðleiðinaárið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga, hið friðlýsta land skuli ævinlega vera eign íslensku þjóðarinnar undir vernd Alþingis og landið megi aldrei selja eða veðsetja.
Friðun Þingvalla átti sér aðdraganda. Í upphafi 20. aldar tóku að berast til Íslands fregnir um stofnun þjóðgarða í Bandaríkjunum. Þar voru augljósar þær hraðfara breytingar sem urðu á náttúrunni þegar Evrópubúar lögðu landið undir sig. Í þjóðgörðunum voru stór, óbyggð svæði tekin frá og friðuð og fólki hvorki leyft að nema þar land né nýta náttúruna á annan hátt en að ferðast um landið og njóta þess.
Hér á landi var bent á að mikilvægt væri að vernda einstaka náttúru- og sögustaði svo að komandi kynslóðir gætu notið þeirra óraskaðra. Fljótlega beindist umræðan að Þingvöllum sérstaklega og þeirri hugmynd að þar yrði stofnaður þjóðgarður, sem fyrr segir.
Í framhaldinu var litið á Múlakot í Skógarhálsum undir Ármannsgili í Ármannsfelli og síðan Þingvallaréttina fyrrnefndu. Austan í Básum, skammt undan réttinni er Grettissteinn er nefndur var til samnefndrar sögu. Steinninn er ferhyrningslaga og hið ákjósanlegasta tilefni til að staldra við á góðum degi og rifja upp kafla í Grettissögu. Í dag er steinninn, eins og svo margt annað í þjóðgarðinum, hulið þagnarhjúpi.
Frábært veður. Gangan tók 
2 klst og 2 mín.
Þingvallarétt
Heimildir m.a.:
-Örn H. Bjarnason.
-Þingvellir.is
-Örnefnalýsing fyrir Brúsastaði.
-Kjalnesingasaga.

Þingvallarétt

Þingvallarétt.

Þingvallarétt

Fjárréttir í Þingvallasveit fyrrum voru nokkrar. Í dag eru flestar þeirra fallnar í gleymskunnar dá. Eftir standa þó minjarnar um það sem var.
Skammt austan við Brúsastaði (vestan við Bárukot) er mikil hlaðin rétt. Ekki er að sjá að hennar hafi sérstaklega verið getið í örnefnalýsingum eða öðrum heimildum. Ekki heldur annarri rétt, mun minni og eldri, skammt vestar. Ragnar, bóndi á Brúastaöðum, sagði þessa rétt hafa verið hlaðna árið 1908. Hún hefði þjónað bæjunum í vestanverðri sveitinni. Þegar réttin í Skógarhólum hafi verið hlaðin eftir 1930 hafi þessi rétt lagst af að mestu.

Bakkarétt

Þingvallarétt – Bakkarétt. Uppdráttur ÓSÁ.

Skógarhólsréttin hefði leyst af Þingvallaréttina (Hrauntúnsréttina) undir Sleðaási ofan við Bolaklif. Þangað hefðu Borgfirðingar o.fl. sótt fé sitt, en þegar þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður árið 1930 hefði þjóðgarðssvæðið verið girt af og réttin þá lagst af. Hún væri mun eldri en aðrar réttir í Þingvallasveit.
Nafnlausa Sleðaásréttin (Bakkarétt) undir suðvesturjaðri Biskupsbrekkuhrauns er stór og nokkuð heilleg. Hún var hlaðin á sléttri hraunhellu og hefur undirstaðan því verið góð. Stórt gerði er vestan réttarinnar. Sjálf telur réttin 10 dilka með úrdráttarhólfi í miðjunni.

Skógarhólarétt

Þingvallarétt – Skógarhólarétt. Uppdráttur ÓSÁ.

Fornminjar á Þingvöllum voru friðlýstar árið 1927, og þá sennilega að gefnum tilefnum. Að því tilefni einu sagði m.a.: “Friðlýsingar fornminja: Þingvellir. 1. Þingbúðarústir allar og allar aðrar fornleifar og gömul mannvirki á hinum forna alþingisstað, beggja vegna Öxarár. Sbr. Árb 1921-1922: 1-107. 2. Rústir allar þar sem verið hafa forðum býlin Grímsstaðir, Bárukot, Múlakot, Litla-Hrauntún, Ölkofrastaðir og enn eitt, norðvestanundir Hrafnabjörgum. Sbr. Árb. 1880-1881: 22, 98. Skjal undirritað af MÞ 05.05.1927. Þinglýst 07.09.1927.”

Þingvellir

Þingvellir – Þingvallakirkja.

FERLIR hefur áður getið þess að mikilvægt væri að staðsetja og merkja merkilegar minjar í og við þjóðgarðinn á Þingvöllum. Ef þær yrðu gerðar aðgengilegar og um leið eftirsóknarverðar myndi lifna svo um munar yfir áhuga fólks á svæðinu. Hingað til hefur þjóðgarðsnefndin allt að því sofið þyrnarrósarsvefni í þessum efnum. Gestum þjóðgarðsins er reyndar vísað á bílastæði, salerni og hvar beri að greiða gjald fyrir hvorutveggja. Upplýsandi fróðleik, umfram hinn almenna, á áhugaverðum stöðum, er ekki að finna á Þingvöllum.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga, hið friðlýsta land skuli ævinlega vera eign íslensku þjóðarinnar undir vernd Alþingis og landið megi aldrei selja eða veðsetja.
Friðun Þingvalla átti sér aðdraganda. Í upphafi 20. aldar tóku að berast til Íslands fregnir um stofnun þjóðgarða í Bandaríkjunum. Þar voru augljósar þær hraðfara breytingar sem urðu á náttúrunni þegar Evrópubúar lögðu landið undir sig. Í þjóðgörðunum voru stór, óbyggð svæði tekin frá og friðuð og fólki hvorki leyft að nema þar land né nýta náttúruna á annan hátt en að ferðast um landið og njóta þess.
Bent hafði verið á að mikilvægt væri að vernda einstaka náttúru- og sögustaði svo að komandi kynslóðir gætu notið þeirra óraskaðra. Fljótlega beindist umræðan að Þingvöllum sérstaklega og þeirri hugmynd að þar yrði stofnaður þjóðgarður, sem fyrr segir.

Hér á eftir verður fléttað inn a.m.k. þremur annars áhugaverðum stöðum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Auk þess verður rifjuð upp ein skondin frásögn af makalausri málaþrætu fyrri tíma þar sem misvitrir menn takast á um nánast ekkert, sem máli skiptir – ef ekki hefði verið fyrir annað en eitt hreindýr.

Í Frjálsri þjóð árið 1958 er m.a. sagt frá „Hreindýrsslagnum í Þingvallarétt haustuð 1854„:

Þingvallarétt

Þingvallarétt – Bolabásrétt/Sleðaásrétt. Uppdráttur ÓSÁ.

Á nítjándu öld var margt bænda í Þingvallasveit, og voru sumir þeirra miklir fyrir sér og vildu ógjarnan láta sinn hlut. Þeir áttu jafnvel til að bjóða yfirvöldunum byrginn og fara sínu fram, hvað sem tautaði og raulaði. Á fyrri hluta aldarinnar voru þar bændur, sem áttu fjölda barna með vinnukonum, sem þeir héldu á heimilum sínum í trássi við yfirvöldin, og höfðu í lengstu lög að engu umvandanir, hótanir og stefnur andlegra og veraldlegra yfirboðara. En þar kom að síðustu, að sjálfur hreppstjóri sveitarinnar var dæmdur til hýðingar fyrir brot sín og mótþróa, og hafði hann þó á seinni árum skýlt sumum þvílíkum syndum sínum undir skikkjulafi annarra.

Nesjavellir

Nesjavellir.

Einn þeirra bænda, sem yfirvöldin áttu í miklum útistöðum við fyrir slíkar sakir, var Grímur Þorleifsson, er þá bjó að vísu að Nesjavöllum í Grafningi. Hafði hann átt þrjú börn með Hallgerði Þórhalladóttur frá Hækingsdal í Kjós, en kom þó að lokum svo ár sinni fyrir borð, að hann fékk konungsleyfi til þess að kvænast henni.
Áður hafði hann búið að Brúsastöðum í Þingvallasveit, átt þrjú börn fram hjá konu sinni, Katrínu Gísladóttur frá Úlfljótsvatni, með annarri vinnukonu, Sesselju Runólfsdóttur frá Hrísakoti í Brynjudal. —

Fyrsta barnið átti Grímur að Nesjavöllum og hafði fyrir skömmu fengið því framgengt, að hann mætti eiga Hallgerði Þórhalladóttur. Grímur yngri var aftur á móti orðinn vinnumaður austur í Grímsnesi, þetta ár að Syðri-Brú.

Þingvellir

Þingvellir 1866.

Nú víkur sögunni fram til ársins 1854. Grímur Þorleifsson var þá fyrir löngu fluttur að Nesjavöllum og hafði fyrir skömmu fengið því framgengt, að hann mætti eiga Hallgerði Þórhalladóttur. Grímur yngri var aftur á móti orðinn vinnumaður austur í Grímsnesi, þetta ár að Syðri-Brú.
Í Þingvallasveitinni voru mestir fyrirmenn Árni Björnsson, hreppstjóri á Fellsenda, og séra Símon Bech á Þingvöllum, er þar gegndi prestsembætti í nær fjörutíu ár. Árni var sonur séra Björns Pálssonar á Þingvöllum og Þórunnar Björnsdóttur prests í Hítardal.
Var það mikið prestakyn í báðar ættir. Árni átti að konu Salvöru Kristjánsdóttur frá Skógarkoti, systur Jóns bónda þar, efnamanns og mesta framfaramanns sveitarinnar um þetta leyti. Fellsenda hafði Árni reist úr auðn, og á þessum sömu áratugum hafði Halldór Jónsson tekið upp byggð í Hrauntúni og Sigurður Þorkelsson í Selkoti og gerðust báðir sæmilega efnaðir bændur. Enn höfðu verið reist nýbýli í Arnarfelli og Móakoti, en á þeim stöðum báðum var hokrað við fátækt.

Þingvallarétt

Þingvallarétt.

Í Grímsnesi voru sauðbændur miklir, og leitaði geldfé Grímsnesinga mjög á afrétt Þingvallasveitar. Voru menn úr Grímsnesinu sendir í haustleitir með Þingvallasveitarmönnum. Haustið 1854 var Grímur Grímsson einn Grímsnesinga, er í leitirnar fóru. Bar nú svo til, að hann fann á afréttinum hreindýr, sem þar var á beit með hrútum. Tókst honum eftir nokkrun eltingaleik að koma hreindýrinu, ásamt hrútunum, saman við safnið, og var það síðan rekið til réttar í Bolabás undir Ármannsfelli, þar sem vakað var yfir safninu um nóttina, en réttað daginn eftir.

Í Þingvallasveitinni voru mestir fyrirmenn Árni Björnsson, hreppstjóri á Fellsenda, og séra Símon Bech á Þingvöllum, er þar gegndi prestsembætti í nær fjörutíu ár. Árni var sonur séra Björns Pálssonar á Þingvóllum og Þórunnar Björnsdóttur prests í Hítardal.
Var það mikið prestakyn í báðar ættir. Árni átti að konu Salvöru Kristjánsdóttur frá Skógarkoti, systur Jóns bónda þar, efnamanns og mesta framfaramanns sveitarinnar um þetta leyti. Fellsenda hafði Árni reist úr auðn, og á þessum sömu áratugum hafði Halldór Jónsson tekið upp byggð í Hrauntúni og Sigurður Þorkelsson í Selkoti og gerðust báðir sæmilega efnaðir bændur. Enn höfðu verið reist nýbýli í Arnarfelli og Móakoti, en á þeim stöðum báðum var hokrað við fátækt.

Hreindýr

Hreindýr.

Í Grímsnesi voru sauðbændur miklir, og leitaði geldfé Grímsnesinga mjög á afrétt Þingvallasveitar. Voru menn úr Grímsnesinu sendir í haustleitir með Þingvallasveitarmönnum. Haustið 1854 var Grímur Grímsson einn Grímsnesinga, er í leitirnar fóru. Bar nú svo til, að hann fann á afréttinum hreindýr, sem þar var ða beit með hrútum. Tókts honum eftir nokkurn eltingaleik að kom ahreindýrinu, ásamt hrútunum, saman við safnið, og var það síðan rekið til réttar í Bolabás undir Ármannsfelli, þar sem vakað var yfir safninu um nóttina.
Árni hreppstjóri á Fellsenda kom til réttarinnar að morgni réttardagsins, og færðist brátt veiðihugur í hann, er hann frétti af hreindýrinu. Tókst að reka það í réttina í fyrsta innrekstri, og lét Árni handsama það og skipaði síðan menn til þess að halda því, unz sundurdrætti væri lokið. Kom nú upp ágreiningur um það, hver dýrið ætti, og sýndist sitt hverjum.
Árni og aðrir fyrirmenn sveitarinnar héldu fast fram eignarrétti sveitarsjóðs, sem átti allan óskilafénað. Sumir hölluðust að því, að hrútarnir hefðu
helgað eiganda sínum dýrið, en það var galli á hrútakenningunni, að enginn vissi, hver þá átti. Loks gerði Grímur Grímsson, sem dýrið fann, kröfu til þess. Sló þarna í hina hörðustu brýnu og gerðust menn háværir og kappsfullir eins og títt er, þegar ágreiningur verður í réttum. En Árni fór sínu fram og seldi dýrið eins og hann hafði ætlað sér. Skildu menn með engri blíðu.
Þeir Árni á Fellsenda og Grímur skutu báðir máli sínu undir úrskurð Þórðar Guðmundssonar sýslumanns, og varð Grímur fyrri til þess að skrifa honum. Skýrði hann stuttlega frá málavöxtum og baðst úrlausnar um það, hvort honum bæri „ei dýrið með öllum rétti og máske nokkuð í þóknun þeim, sem mér hjálpuðu með það.“
Bréf Árna var svolátandi: „Sökum hjáliðinna tilfella orsakast ég til að bera fram fyrir yðar velborinheit til úrlausnar eftirfylgjandi spurningar: Þegar leitað var til Þingvallaréttar þann 17. fyrra mánaðar, fundust á einum stað í leitinni tveir fullorðnir hrútar, sem reyndar er ekki í frásögur færandi. En með hrútum þessum fannst veturgamalt hreindýr, sem hélt sig með þeim. Dýrið hafði verið ærið kviklátt, þegar það varð mannsins vart, en gaf sig þó alltaf til hrútanna, svo þeir voru orsökin til þess, að bað varð rekið til rétta og geymt með safninu um nóttina án minnstu fyrirhafnar. Við fyrsta innrekstur var dýrið handsamað. En nú urðu margs kyns meiningarnar, hvers dýrið skyldi vera. Sumir vildu, að sá, sem fann, það og hrútana, ætti dýrið. Sumir eignuðu þeim, sem hrútana átti, dýrið líka, en leitarmenn voru þó ekki svo hirðusamir að vita, hver hrútana átti, en í safninu þekktust þeir ekki.

Þingvallarétt

Þingvallarétt – Sleðaás-/Bolabásrétt.

Sumir héldu (og þeirrar meiningar var ég), að dýrið eins og óskilakind, sem komin var til rétta, væri sveitarfé.
Af þessum margskiptu meiningum og heldur ósamþykki tók ég það ráð að selja dýrið strax við opinbert uppboð og hafði áður boðið að láta sýslumanninn skera úr, hver verðið ætti.
Nú vil ég því spyrja yðar velborinheit — hverjum tilheyrir verðið? Hvort þeim, sem fann það, þó honum væri að mestu ósjálfráð handsömun dýrsins, því enginn rekur villt hreindýr til rétta, ef það ekki heldur sig að annars kyns skepnum — eður sveitinni? (Úr þriðju útgáfunni held ég ekkert verði gert). Eður bæði fundarmanni og sveitinni og hve mikið hverjum?“
Úrskurður sá, sem sýslumaður felldi nokkru síðar, var þó á þá leið, að Grími bæri allt verð hreindýrsins.

Fellsendi

Ferðamenn á Fellsenda 9132.

Árni á Fellsenda var málafylgjumaður, mikill kappsamur og einarður, og bar ekki nema hóflegu lotningu fyrir yfirvaldi sínu, ef eitthvað bar á milli, frekar en sumir aðrir hinna gömlu Þingvallasveitarbænda. Hann ætlaði ekki að láta sveitarsjóð verða af þessum óvænta gróða, enda þótt sýslumaður hefði þegar úrskurðað Grími andvirði hreindýrsins.
Hann settist því niður og skrifaði annað bréf og sleppti að því sinni öllum virðingartitlum og lotningarfullum kveðjuorðum, svo að sýslumaðir mætti finna, að napurt gustaði úr Þingvallasveitinni að þessu sinni. Þessu lét hann fylgja dylgjur um það, að hann myndi halda málinu til streitu. Á hinn bcgirm var hann nógu hygginn til þess að reifa málið með þeim hætti, að sýslumaður hefði átyllu til þess að breyta úrskurði sínum, án þess að glata virðingu sinni. Er þetta bréf merkileg heimild úm Árna, vitsmuni hans og kapp og málafylgju fyrir hönd sveitar sinnar, enda þótt það bæri ekki þann árangur, er hann ætlaðist til:
„Úrskurður yðar frá 14. i m. áhrærandi, hvað gera skyldi við verð hreindýrsins, sem fellt var í Þingvallarétt þann 18. september næstliðinn, og fleira, hefur mér í hendur borizt. En ekki finnst mér úrskurður sá alls kostar eðlilegur, er ánafnar Grími Grímssyni frá Syðri-Brú allt verð hreindýrsins, og ímynda ég mér, að slíkt hafi helzt komið af því, að fyrirspurn mín hafi ekki verið svo greinileg eða upplýsandi sem þurfti, og vil ég því, áður er mál þetta fer lengra, reyna til að skýra málefni þetta nokkuð ger, ef ske mætti það fengi fyrir skýrslur þær nokkuð aðra stefnu.

Fekksendi

Gæsaveiði á Fellsenda 1951.

Sá nefndi Grímur Grímsson renndi fyrstur manna auga á hér um talað hreindýr, en að öllu leyti vár honum, og hverjum, sem var, ósjálfráð handsömun þess (það er að segja að koma því til rétta). Honum var ekki annað hægt en láta það vera með kindunum, nema hann hefði gert það beinlínis af hrekk að trylla dýrið með því að siga hundunum á það.
Grímur og hans förunautar ráku dýrið með safninu á vöktunarstaðinn og skiptu sér svo ekkert af því framar. Þegar nú dýrið var komið á vöktunarstaðinn, hafði nefndur Grímur ekkert lagt til handsömunar þess annað en það að renna fyrstur manna augum á það, og það er eflaust fullvissa, að menn renna hér augum á margt lifandi hreindýrið (og margsinnis á sama), sem ekki liggur í lófum manna að nota sem eign sína, en að kalla það eign sína — það geta allir. En það eignarnafn ímynda ég mér missi gildi sitt, þegar aðrir eru búnir að handsama það. Ég ímynda mér, þó einhver hefði skotið dýrið þarna á vökustaðnum, því enn var það óveitt, að enginn hefði getað uppáklagað, þó sá hefði notað sér það sem sína eign, því lagastafurinn segir: „Hreina má veiða og elta, hvar sem vill“, og veiði dýrsins, en ekki sjónin ein, er að minni meiningu skilyrði fyrir eigninni.
Þegar ég kom til réttarinnar, var mér. sem viðkomandi hreppstjóra falin á hendur öll umönnum og ráðstöfun dýrsins, án þess Grímur eður neinn annar mælti þar orð á móti.

Hreindýr

Hreindýr.

Eftir minni fyrirsögn var dýrið handsamað, og af mér var krafizt að útvega til skipta tvo eflda menn til að halda dýrinu, meðan réttað var.
Grímur kom ekki að neinu þessu, og sannað verður, að annar en Grímur lagði fyrstur hönd á dýrið — það var ekki Gríms meðfæri, — og að sá hafði nóg ráðrúm til þess að veita dýrinu banasár, áður en aðrir lögðu hönd á það, hefði hann viljað. Nú fyrst var dýrið veitt, ekki af Grími, heldur af mér og þeim, sem ég tilsetti að höndla það. Þegar var búið að handsama dýrið og halda því fram yfir allt réttarhald, þá fór oftnefndur Grímur fyrst (í mín eyru) að veita tilkall til þess. Þá fyrst spannst ágreiningurinn um, hvað gera ætti við dýrið, því í sannleika hélt ég, sóknarprestur minn og fleiri hinir hyggnari menn, sem við réttina voru, að þetta væri fátækrafé eður sameiginlegt sveitarhapp.
Í úrskurðinum hafið þér tilfært sem ástæðu móti þessu, að lýsing dýrsins sé óþenkjanleg, það sé ótamið, ómarkað og svo framvegis. Ómerkingum, sem mæður ekki helga sér, verður heldur ekki lýst með því marki, sem eigandi gæti leitt sig að. Þó eru þeir af amtinu úrskurðaðir til viðkomandi fátækrasjóðs. Mér er nú óskiljanlegt, að Grímur Grímsson geti einum borið allt verð téðs hreindýrs fyrir sjón á dýrinu, en ekkert þeim, sem fyrstur hafði hönd á því, né þeim, sem héldu því, meðan réttað var, ef það annars ekki getur allt tilheyrt viðkomandi fátækrasjóði.
Ég ætla nú enn að bíða við, vita, hvort yður finnst ekki ástæða til að breyta þessum úrskurði yðar, að yfirveguðum þessum upplýsingum. Geti það ekki orðið, er mér næst geði að hætta við úrskurðaveginn, en reyna lagaveginn með því að halda dýrsverðinu til sveitarinnar og láta oftnefndan Grím lögsækja hana eftir verðinu, hvar með honum gefst færi á að sanna veiðihelgi sína á dýrinu.“

(Helztu heimildir: Bréfabók Árnessýslu, bréfasafn Árnessýslu, prestsþjónustubók og sóknarmanntal Þingvalla, hreppsbók Þingvallahrepps, þingabók Árnessýslu.)

Heimildir:
-Frjáls þjóð, 38. tbl. 20.09.1958 – Hreindýrsslagurinn í Þingvallarétt haustuð 1854, bls. 4.
-Örn H. Bjarnason.
-Þingvellir.is
-Örnefnalýsing fyrir Brúsastaði.
-Kjalnesingasaga.

Þingvellir

Þingvellir – Almannagjá.