Tag Archive for: Þorgrímsstaðir

Þóroddsstaðir

Í „Aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi – Áfangaskýrsla III“ má m.a. lesa eftirfarandi um bæi, s.s. Núpa, Eystri-Þurá, Ytri-Þurá, Þóroddsstaði, Riftún, Bakka, Hjalla, Læk, Bjarnastaði, Þorgrímsstaði, Krók og Gerðakot, og nokkra merka staði í ofanverðu Ölfusi:

Núpar (býli)

Ölfus

Núpar.

“Jarðardýrleiki xxx og so tíundast fjórum tíundum.” JÁM II, 420. 30 hdr. 1847. JJ, 75. Landnáma: „Álfur hinn egski stökk fyrir Haraldi konungi af Ögðum úr Noregi; hann fór til Íslands og kom skipi sínu í ós þann, er við hann er kenndur og Álfsóss heitir; hann nam lönd öll fyrir utan Varmá og bjó að Gnúpum.“ ÍF I, 390.1397: „XCI. Gnwpar. Kirkia ad Gnupumm hins heilaga Þollaks a .xc. j heimalandi. viij. ær. rodukross oc annann til. kluckur .ij. oc er onnur brotin. kiertistikur .ij. alltaraklædi oc bryk. dvk. paxspialld eitt. portio Ecclesiæ vmm .iiij. ar .ix. aurar oc .iiij. alnar. Hefur Gudrydur oc Þorallr bondi hennar lated vppgiora ad ollu kirkiuna a fyrr greindum ärum. Hun a syna portionem vmm .vij. ar næstu halfur atiandi eyrer medann Þormodur hefr bved. Þar fylger Andres lykneski vmm þat framm sem adr er j maldagahennar oc alltarisdvkur.“ DI IV, 95-96.1575: „CXC. Nupar. Hälfkirkian ä Nupum ä xc. i heimalande.“ DI XV, 643. “Landamerki: Austan: Úr Fífuhólma í Álftarósi (Ósnefi ) í Vatnastekk, þaðan lína í Bleiksmýrarklett, síðan sama stefna norður í afrétt. Sunnan: Þorleifslækur. Vestan: Úr Strút um Þúfuhraun og í mitt Vatnsskarð og sömu stefnu í afrétt.” Ö-Núpur, 1. “Núpar er önnur af tveimur jörðum í Ölfusi sem nefndar eru í Landnámu. Það er allstór jörð, 18 hundruð að fornu mati, óskipt.” Sunnlenskar byggðir III, 345.1917: Tún 2.9 ha (Austurpartur) & 6.2 ha (Vesturpartur) alls 9.1 ha, allt slétt. Garðar 930 m2. (Austurpartur) & 1448 m2. (Vesturpartur) alls 2378 m2.

“Tvíbýli var lengi á Núpum og var skipting á túni og engjum mjög sérkennileg. Austurbær var 1/3 af jörðinni og var engjum skipt í þrennt og notaði Austurbær aldrei sama blettinn nema eitt ár í senn. Austurbæjarbóndi komst ekki á tún sitt, nemafara yfir tún Vesturbæjarbónda…,” segir í örnefnalýsingu.

Ölfus

Núpar.

Í Sunnlenskum byggðum II segir að á Núpum hafi verið tvíbýli a.m.k. frá 1729 er manntal ver tekið í Ölfushreppi. Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1920. Á Núpum eru nú þrjú býli en að sögn Hauks Gunnlaugssonar, heimildamanns, var tvíbýli hér eins langt og menn muna. Bæirnir voru sambyggðir, á bæjarhólnum og eru þar enn Núpar I og II eru á bæjarhólnum og einungis nokkrir metrar eru á milli húsanna. Húsin snúa norðaustur-suðvestur, meðfram hlíðinni og neðan við húsin þ.e. til suðausturs er brattur bakki. Húsin eru á brún þessa bakka. Á síðustu árum hefur mikil skógrækt verið í suðurhluta bæjahólsins. Allt svæðið fyrir sunnan húsið er innan bakgarða húsanna en til norðurs er malarplan.Ekki sést mikið til bæjarhóls þar sem húsin eru. Þau eru byggð 1910 og 1971 en ekki er búið í Vesturbænum lengur. Bæjarhóllinn var 50×30 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Ekki er hægt áætla hæð hans á vettvangi vegna rasks. Malarvegur- og plan eru til vesturs en húsin eru á miðjum hólnum. Allt umhverfi s bæinn eru ræktuð tún.

Kirkja (kirkja)

Ölfus

Núpakirkja – tilgáta (ÓSÁ).

1397: XCI. Gnwpar. Kirkia ad Gnupumm hins heilaga Þollaks a .xc. j heimalandi. viij. ær. rodukross oc annann til. kluckur .ij. oc er onnur brotin. kiertistikur .ij. alltaraklædi oc bryk. dvk. paxspialld eitt. portio Ecclesiæ vmm .iiij. ar .ix. aurar oc .iiij. alnar. Hefur Gudrydur oc Þorallr bondi hennar lated vppgiora ad ollu kirkiuna a fyrr greindum ärum. Hun a syna portionem vmm .vij. ar næstu halfur atiandi eyrer medann Þormodur hefr bved. Þar fylger Andres lykneski vmm þat framm sem adr er j maldagahennar oc alltarisdvkur. DI IV, 95-96.1575: CXC. Nupar. Hälfkirkian ä Nupum ä xc. i heimalande. DI XV, 643. Í Jarðbók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1709 segir: “Munnmæli eru, að hjer hafi til forna kirkja verið, en engin sjást þess viss merki og eru því gátur einar.” “Kirkjufl öt: Smáfl öt suðaustur af Grjóttungu. Nafnið gæti bent til að þar hafi kirkjan verið, þó er það ólíklegt, því kirkjur stóðu oftast við bæina,” segir í örnefnalýsingu. Ekki er vitað hvar kirkjan á Núpum var staðsett með vissu, hvergi hafa komið upp mannabein í námunda við bæinn svo vitað sé. Hugmyndir eru uppi um að útihús sé kirkjan, það verður að teljast afar ólíklegt fjarlægð frá bæ er það mikil. Frekari heimildir þarf til þess að staðsetja kirkjuna með innan við 50 m skekkju. Engin ummerki um kirkjuna sjást á yfirborði.

Núpasel I (sel)

Ölfus

Núpasel I.

Forn selstaða er um 870 m norðan við rétt 028 og rúma 2,2 km norðvestan við bæ, uppi á Núpafjalli. Á heimasíðu Ferlis segir: “Skv. heimildum Gunlaugs: „Ef stefnan er tekin á Skálafell og gengið u.þ.b. 400 metra? frá stígnum er komið að tættum – seli. Það er vel gróið og nánast horfið í jörðina. Tjörnin, Hurðarásvötn, er norðan við selið, en það á að vera um 200-300 m frá henni. Þarna hafa verið dýr á sumrin, enda skammt í vatn og hagar góðir.”
Selið er fast austan við Þurárhraun, á grónu svæði milli þess og Núpafjalls að austan.Þurárhraun er mosavaxið en nokkuð úfi ð. Tóftirnar eru hlaðnar undir austurbrún hraunsins en umhverfi s þær er gróinn mói. Þar er gras, lyng og mosi áberandi.Selið er á svæði sem er 55×12 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Þar eru sex tóftir í þyrpingu. Tunga gengur til norðausturs ú15hrauninu, selið er þar undir. Í lýsingu þessari er hverri tóft gefi n bókstafur til aðgreiningar. Tóft A er norðvestust og einna best varðveitt. Hún er 7×5 m að stærð, einföld og snýr norðaustur-suðvestur. Tóftin er hlaðin upp að hraunbrúninni til suðvesturs og er grjóthlaðin. Tóftin er opin til norðvesturs og er rétt eða nátthagi. Veggirnir eru 0,2-1 m á hæð, hæstir að innan. Hrun er í opi og mikið hefur jafnframt hrunið úr veggjum. Það eru 1-8 umför af steinum í veggjunum.

Núpasel II (sel)

Ölfus

Núpasel II.

“Seldalur: Gróin dæld upp frá Núpastíg. Þar lá gata. Stundum var slegið og flutt á klökkum niður Núpastíg,” segir í örnefnalýsingu. Tóft er tæpum 1,2 km norðvestan við bæ og 690 m suðaustan við rétt í Seldal. Selið er fast austan við Þurárhraun, í grónu viki norðvestast í dalnum. Seldalur er mosavaxinn og gróinn. Þurárhraun afmarkar hann til vesturs en Núpafjall til austurs, Mosi og gras er áberandi þar. Ein tóft sést í selstöðunni, líklega voru þær fleiri. Hún er í viki á milli tveggja hrauntungna og sést illa fyrr en að henni er komið. Tóftin er 7×5 m að stærð, einföld og snýr norðvestur-suðaustur. Hún er grjóthlaðin en gróið er yfir veggi, aðallega mosi. Mikið hrun er í veggjum. Tóftin er opin til suðausturs. Það má greina 1-3 umför af grjóti í veggjum sem eru 0,3-0,2 m á hæð. Tóftin er óskýr engu að síður. Jarðfastur klettur er hluti af suðurvegg, hann er 1,5 m á hæð. Þar við er grjóthrun og ekki útilokað að annað hólf eða skúti hafi verið þar. Ekki sjást fleiri mannvirki á svæðinu en tvær dældir eru fyrir suðvestan klettinn. Þar voru mögulega tóftir en ekki sjást hleðslur þar.

Camp Cameron (herminjar)

Ölfus

“Vorið 1941 sendu Bretar aftur herlið fram á Núpafjall. Gerðu þeir bílfæra braut, kílómetra langa, suður af Hellisheiðarvegi […]. Þaðan lá brautin vestan undir klettabelti um einstigi og á sveig niður í dalverpið norður af Hurðarásvötnum. Þar reistu þeir tjaldbúðir og eitthvað af bröggum fyrir veturinn […]. Þegar Bandaríkjamenn tóku við vörnum Suðurlands vorið 1942, yfirtóku þeir stöðvarnar á fjallinu af Bretum. Við Hurðarásvötn voru reistir einir 15 braggar. Þar var sett upp öflug dísilstöð og kampurinn raflýstur, en neyzluvatn sótt á tankbíl úr Hveragerði,” segir í Styrjaldarárin á Suðurlandi e. Guðmund Kristinsson. Camp Cameroner í hálfgrónu dalverpi ofarlega á norðausturhluta Núpsfjalli. Landið er smáhæðótt og er mosi mikill í sverði, þó stendur smágrýti og annað grjót sums staðar upp úr mosanum. Herminjar eru innan svæðis sem er 440×270 m að stærð og snýr nálega austur-vestur. Í bókinni Styrjaldarárin á Suðurlandi er teikning birt af braggahverfi nu, byggður á þeim minjum sem sáust á yfi rborði árið 1998. Teikningin er ekki í réttum hlutföllum, en sýnir ágætlega þær minjar sem sjáanlegar eru þegar komið er á vettvang. Grunnar rafstöðvarinnar er auðgreinanlegur, 16×8 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Grunnurinn er steyptur til norðurs, en moldarborinn til suðurs. Talsvert er um rusl í og við grunninn, s.s. af bárujárni og glerbrotum.

Eystri-Þurá (býli)

Ölfus

Eystri-Þurá 1982.

“Jarðardýrleiki er óviss, því jörðin tíundast öngvum.” JÁM II, 421. 30 hdr. 1847. “Öll Eystri-Þurá var 30 hundraða jörð… tvíbýlið þegar komið á árið 1801 en þá eru jarðirnar nefndar Þóroddsá. Jarðabókin 1708 talar hins vegar um Eystri-Þurá og Ytri-Þurá.” Sunnlenskar byggðir III, 343.1917: Tún 2.3 ha, 5/6 slétt (Frambær) & 2.9 ha, 2/3 slétt ( Norðurbær) alls 5.2 ha. Garðar 1218 m2. (Frambær) & 776 m2. (Norðurbær), alls 1994 m2.
Tvíbýli var á Eystri-Þurá, frá upphafi 19. aldar til loka þeirra 21. Bæirnir voru aðskildir í Frambæ og Norðurbæ og voru gerð sér túnakort fyrir sitt hvora bæina. Hér er verið að skrá Norðurbæinn. Óljóst vottar fyrir bæjarstæði Norðurbæjar, um 10 m norðan við bæ og rúmlega 220 m austan við Þorlákshafnarveg. Bærinn er merktur á syðstu mörkum túnsins, fyrir miðju, á túnakorti frá 1920. Skv. túnakortinu eru útihús innan heimatúns Norðurbæjar. Bæjarhóllinn er raskaður vegna trjáræktunar, og munu rætur þeirra ljóslega raska minjastaðnum í nánustu framtíð. Þó mótar ágætlega fyrir bæjarhólnum. Á ljósmynd í fórum Ara Eggertssonar, heimildarmanns, frá 1980 sést Norðurbær vel og snéru stafnar mót norðvestri.Bærinn var holti, þar sem nú er trjárækt. Suðvestan við hóllinn er heimreið að núverandi íbúðarhúsi á Eystri-Þurá og til suðausturs er bakgarður núverandi íbúðarhúss jarðarinnar; að öðru leyti eru tún umhverfis hóllinn. Bæjarhóllinn er 30×25 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Bæjarhóllinn er á greinilegur og er meiri gróska þar en annars staðar; bendir það til mannvistar undir sverði. Að sögn Ara Eggertssonar, heimildamanns, var bærinn rifinn skömmu eftir aldamótin 2000 og byggingarefni hans endurnýtt í tilfallandi byggingagerð.
Samkæmt túnakorti frá 1920 var Frambærinn um 10 m fyrir sunnan Norðurbæ, norðvestast í túninu. Á túnakorti er merktur bær, peningahús og kálgarður á bæjarhólnum en öll ummerki um mannvirki eru horfin af yfirborði. Núverandi íbúðarhús er byggt ofan í miðjan bæjarhólinn, báðir bæirnir voru á honum en ekki sambyggðir þegar túnakortið var gert. Ekki er víst að þeir hafi nokkurn tíma verið sambyggðir. Við lagfæringar á húsinu árin 2000-2008 kom m.a. í ljós hlóðaeldhús sem var rifið, fast norðan við húsið. Ekki var komið niður á aðrar mannvistarleifar. Kálgarðurinn var fyrir sunnan bæinn, í aflíðandi brekku. Stafnar bæjarins snéru líklega til norðurs eða suðurs. Bærinn var á náttúrulegu holti, Þurá rennur fast vestan þess. Núverandi heimreið kemur að bæjarhólnum úr norðvestri. Til annarra átta eru tún. Bæjarhóllinn er um 40×30 m og snýr austur-vestur. Ekki er hægt að segja til um hæð hans á yfirborði, hann er mikið raskaður. Búið er að byggja hús á honum miðjum og gera bakgarð umhverfis húsið. Malarplan er á hólnum sjálfum og stafnar bæjarins sneru til SSA. Til austurs sést ennþá kantur eða hlaðinn veggur. Hann er 0,3-0,8 m á hæð og liggur til austurs og sveigir síðan til suðvesturs. Mögulega er þetta hluti af kálgarðsvegg. Fyrir sunnan núverandi íbúðarhús, á mörkum bakgarðsins og bílaplans sést hluti af hlaðinni stétt sem tilheyrði gamla bænum.

Grænavik (býli)

Ölfus

Grænavik.

Í Sunnlenskum byggðum segir: «Grænavik var annar bær, austur við hraunið, í byggð um aldamót.» Í örnefnalýsingu segir: «Nokkru ofar, austur af bæjunum, er annað vik lítið og heitir Grænavik. Þar var áður fyrr tómthúskot, síðar sauðahús frá Norðurbæ og síðast fjarrétt.» Grænavik er rúmum 380 m austan við bæ og rúmum 250 m austan við Dimmuhól. Eftir að bærinn fór í eyði voru hér fjárhús. Minjarnar eru á grónum hraunhól og sjást víða að. Hóllinn er við vesturhlið Þurárhrauns og er mun umfangsmeiri en aðrir hólar á þessu svæði.Til norðvesturs er ræktað tún sem komið er í órækt. Til vesturs er vélgrafi nn skurður, vírgirðing er þar við. Gömul malarnáma er hér fast til austurs, við nátthaga. Hóllinn er 40×25 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Á honum er tóft, þústir og dældir sem í lýsingu þessari frá bókstaf til aðgreiningar. Tóft A er á suðurhluta hólsins, í tungu sem gengur til suðvesturs. Hún er 16×8 m að stærð, snýr norður-suður og er einföld. Veggirnir eru 3 m á breidd, grjóthlaðnir að utan en líklega torfhlaðnir að innan. Op er á miðri suðurhlið.

Hraunrétt (rétt)
“Um miðja vegu milli Vatnsskarðs og þjóðvegarins er fjárrétt austan undir lágri brún í hrauninu. Hún heitir Hraunrétt,” segir í örnefnaskrá. Hraunrétt er 840 m norðaustan við bæ. Hraunið er 1-1,5 m á hæð, réttin er í lágu viki austan við brúnina. Hraunið til austurs hefur verið sléttað og því raskað að hluta. Mosavaxið hraun er vestan við réttina, rétt suðaustan við Vatnsskarð. Hraunið klofnar hér og myndar græna eyju, réttin er vestarlega í því. Mosi og gras er áberandi. Réttin er 15×8 m að stærð og snýr norður-suður, Hún skiptist í tvö hólf, er grjóthlaðin og er mikið röskuð. Suðausturhluti hennar var líklega sléttaður og möl tekin þaðan.

Selás (sel)
Selás er fast vestan við Þurárhraun, uppi á heiðinni. “Í hraunbrúninni rétt fyrir austan Selás eru ógreinilegar rústir, sem gætu verið selsrústir. Við Selás voru setin lömb, meðan fært var frá,” segir í örnefnalýsingu. Selás er áberandi þegar komið er upp á heiðina. Hraunbrúnin er há austan við ásinn, hann er gróinn með moldarflögum. Selið er um 2,3 km norðan við bæ og rúmum 310 m suðaustan við vörðu. Selið er suðaustan við Selás, í gróinni lægð á milli tveggja hrauneggja. Selið er í hraunbrúninni en sést ekki fyrr en að því er komið. Selið er á svæði sem er 60×8 m að stærð og snýr norður-suður. Á milli eggjanna er grasivaxin lág, þar er selið.

Ytri-Þurá (býli)

Ölfus

Ytri-Þurá.

“Jarðdýrleiki xx og so tíundast fjórum tíundum.” JÁM II, 421. 20 hdr. 1847. JJ, 75. “10 hundruð að fornu mati. Jörðin á land til fjalls.”1917: Tún 2 ha, 4/5 slétt. Garðar 936 m2.
“Niður frá fjallinu er mýrlendi nema þar sem bærinn stóð, vestan Þurárinnar,” segir í Sunnlenskum byggðum III. Bærinn er sýndur í norðvesturhluta heimatúns á túnakorti frá 1920. Bæjarhóllinn sést vel þegar ekið er að Eystri-Þurá. Núverandi íbúðarhús jarðarinnar (b. 1997) er um 50 austan við bæjarhóllinn. Ekki er engur heilsársbúseta á jörðinni, en ábúendur dvelja þar stóra hluta af árinu. Bæjarhóllinn er mikið raskaður vegna byggingu frístundahúss (b. 1936), um 10 m sunnan við bæjarhóllinn. Jafnframt er búið að stinga trjágróðri meðfram norðurhlið bæjarhólsins og munu rætur þeirra ljóslega raska minjastaðnum í nánustu framtíð. Því til viðbótar liggur vírgirðing svo að segja norðvestur-suðaustur þvert í gegnum miðjan bæjarhóllinn. Bæjarhóllinn er á grösugu svæði og til suðurs er frístundahús. Þegar því sleppur tekur við sléttað tún, en inn á milli má sjá óræktuð svæði. Bæjarhóllinn er 40×20 m að stærð og snýr NNA-SSV.

Þóroddsstaðir (býli)

Ölfus

Þóroddsstaðir.

“Jarðdýrleiki xv og so tíundast fjórum tíundum.” JÁM II, 423. 16 hdr. Bændaeign. 1847. JJ, 75.1546: „Erlendr lögmadr Þorvarðsson gefr í vald Gizurar biskups jarðirnar Árbæ, Þórisstaði og Fossnes í Ölvisi, svo og rekann á Skeiði fyrir Hraunslandi.“ Af bréfi Gissurar til Erlends 6. desember 1547 kemur fram að um er að ræða Þórisstaði í Hjallasókn.“ DI XI, 472.“Sennilega landnámsjörð, kennd við Þórodd goða, föður skafta á Hjalla. 15 hundraða jörð að fornu mati.” Sunnlenskar byggðir III, 342.1917: Tún 1.9 ha, 2/3 slétt (Vesturpartur) & 1.8 ha, 3/4 slétt (Austurpartur), alls 3.7 ha. Garðar 1051 m2. (Vesturpartur) & 814 m2. alls 1865 m2.
“Bærinn stendur á grasbrekku. Landið þar fyrir neðan var blautt,” segir í örnefnaskrá. Tvíbýli var á Þóroddstöðum og voru bæirnir hlið við hlið, á sama bæjarhól. Þetta voru Austur- og Vesturbær. Þeir eru sýndir á túnakortum frá 1920. Um 5 m voru á milli bæjanna að sögn Tómasar Jónssonar, heimildamanns. Bærinn var fluttur um 50 m til vesturs árið 1936 og nú er búið að skipta báðum jörðunum í nokkur minni lögbýli. Stafnar bæjarins snéru til suðurs. Á bæjarhólnum er malarplan, núverandi vegur að bænum liggur þvert þarna yfir. Fyrir norðan bæjarhólinn eru útihús frá miðri 20. öld, á hólnum sjálfum eru ekki byggingar. Norðausturhluti bæjarhólsins er undir fyllingu, svæðið var jafnað út á síðustu öld, bæði sléttað yfir og fyllt meðfram hólnum. Mikið jarðrask er á þessu svæði.

Hvanngil (býli)
Hvanngil, nýbýli, var um 50 m suðaustan við bæjarhól Þóroddsstaða, útihús eru einnig fast þar til vesturs. Húsin á bæjarhólnum voru rifin og öllu rutt út. Jafnframt var komið með fyllingu og svæðið til austurs jafnað út. Á bæjarhólunum sjást ekki uppsöfnuð mannvistarlög og erfitt að áætla stærð hans. Hann var a.m.k. 60×30 m að stærð.

Torfakot (býli)

Ölfus

Þóroddsstaðir – túnakort 1918.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir: «Skálholt og Torfakot hafa heitið tvær hjáleigur bygðar í heimalandi (í manna minni) á Þórustöðum, og varaði bygðin á hverugri lengi, þó skemur á Torfakoti. Í auðn hafa þær verið eflaust 14 eður 15 ár.” Í Sunnlenskum byggðum segir: “Í gömlum heimildum er talað um Torfatættur. Sáust leifar þeirra þegar Egill Steindórsson byggði þar bæ, sem nefndur var Litlibær. Þar var hann frá 1885 til 1905 ásamt konu sinni, Guðrúnu Magnúsdóttur. Munu hafa haft litla grasnyt. Torfatættur munu eru það sama og Jarðabókin 1708 nefnir Torfakot…”. Torfakot er um 340 m suðvestan við bæ, á landamerkjum við Riftún. Búið er að slétta svæðið í tún. Engin ummerki um Torfakot sjást á yfirborði.

Skálholt (býli)
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segir: «Skálholt og Torfakot hafa heitið tvær hjáleigur bygðar í heimalandi (í manna minni) á Þórustöðum, og varaði bygðin á hvorugri lengi, þó skemur á Torfakoti. Í auðn hafa þær verið eflaust 14 eður 15 ár.» Ekki er vitað hvar Skálholt var staðsett, frekari heimildir þarf til þess.

Kirkja (kirkja)
Ómar Smári Ármannsson telur að kirkja hafi verið nyrst í heimatúni Austurbæjar. Á heimasíðu Ferlirs segir: „Skammt frá eru kirkjuleifar og grafreitur frá árinu 1000, án þess þó að nokkur hafi veitt því athygli.“ Á loftmyndum frá því um 2000 sést móta fyrir hring í túninu rúmum 120 m norðan við bæ. Ekkert útihús er sýnt á túnakorti né eru til þekktar heimildir um bænhús, kirkju eða mannbeinafundi á jörðinni. Á loftmyndinni er hringurinn um 20 m í þvermál en hann sést ekki lengur á yfirborði. Öspum hefur verið plantað í tvöfalda röð umhverfis svæðið en innan þeirra er ræktað tún. Heimildamenn muna ekki eftir mannvirkjum þarna.

Hellir (fjárskýli)

Ölfus

Hellir.

[…] stóð sauðahús og vestan við það hellisskúti sem heitir Hellir, notaður sem fjárrétt,” segir í örnefnalýsingu. Hellirinn er um 230 m vestan við bæ og 20 m norðvestan við sauðahús. Stór, stakstæð björg og klettar mynda náttúrulegt vik og undir þeim er hellirinn til norðurs og minna gjögur þar suðaustar. Hellirinn er nánast í bakgarði nýbýlisins Þóroddsstaða. Trjárækt er suðaustan við hellinn en annars sléttar flatir. Hellirinn er 3×3 m að stærð og opinn til suðurs, Hann er náttúrulegur og hvergi sér til mannvistar. Hellirinn er 1 m á hæð og afmarkast sem fyrr af stakstæðum björgum og klettum. Hellirinn er norðvestast í vikinu en gjögrið er skammt suðaustar. Gjögrið er mun minna, 0,5 m á hæð og 2 m á lengd. Líklega var hlaðið hér fyrir eða timbur notað.

Riftún (býli)

Ölfus

Riftún.

Partur úr heimajörðinni, bygt fyrir 30 árum, innan 40 eður yfi r. Jarðdýrleiki v og so tíundast fjórum tíundum í næstliðin 7 ár. Áður var það kölluð hjáleiga, og var þá dýrleikinn talinn í heimajörðinni sjálfum Þórustöðum, og hún þá kölluð xx öll” JÁM II, 423. “Eigi heldur þessarar jarðar getur stólsjarðabókin, en seld er hún, sem eyðistólsjörð (1798), með hér greindum dýrleika og lsk., fyrir 67 rd. Hreppstjórinn telur hana 10 h. dýrleika.” JJ, 76.1917: Tún 2.3 ha, 8/9 slétt. Garðar 1760 m2.
“Bærinn stóð áður í miðri brekkunni. Árið 1942 byggir Kristján Teitsson íbúðarhús í gamla túnjaðrinum niður við veginn – ásamt peningshúsum,” segir í Sunnlenskum byggðum.

Ölfus

Riftún.

Nokkuð áberandi bæjarhóll er um 120 m VNV við Riftún 2 (b. 1965) og tæpum 230 m vestan við Þorlákshafnarveg. Bærinn er taðsettur fyrir miðju heimatúns eins og það er afarkað á túnakorti frá 1920 og er kálgarður sambyggður bæjarhúsinu til norðurs og austurs. Skv. túnakortinu snéru stafnar bæjarins til suðurs. Bæjarhóllinn er í grasríku og smáþýfðu landi. Búið er að slétta túnið og hefur það ljóslega raskað hólnum að stórum hluta. Bæjarhóllinn er 22×20 m að stærð og snýr svo að segja norðaustur-suðvestur. Hóllinn er mikið raskaður vegna túnasléttunar og er mesta hæð bæjarhólsins 0,3 m. Þar er gróður áberandi grænni samanborið við umhverfi ð í kring og hávaxnari, og bendir það til mannvistar undir sverði. Bæjarhóllinn er á kafi í grasi og ekki sér móta hólfum eða dældum á því. Hér og þar glittir þó í stæðilegt grjót sem líklega eru leifar veggjar. Grjóthrúga er um 90 m austan við bæjarhóllinn sem vísast til eru hleðslusteinar frá bænum og hefur þeim verið hrúgað þar þegar túnið var sléttað.

Strokkhellir (fjárskýli)

Ölfus

Strokkshellir.

“Í mörkum upp við klettana er lítill skúti sem heitir Strokkhellir, af því að kona nokkur faldi þar strokkinn sinn,” segir í örnefnalýsingu Riftúns. Strokkhellir er rúmum 230 m suðvestan við bæ og um 170 m NNV við Markastein. Hellirinn er vestan við landamerki Hjalla eins og þau eru í dag. Hellirinn er einnan skógræktar svæðis, sumarbústaður er þarna sunnar og hlaðin rétt. Hellirinn er undir hömrum, neðarlega í brekku. Hann er 3×3 m að innanmáli og stór stakstæður steinn lokar honum að hluta. Hann er opin til suðausturs. Hleðslubrot er ofan á honum. Það sést eitt umfar af steinum þar ofan á lofthæðin inni í hellinum er 1,5 m. Ekki er að sjá önnur mannaverk.

Bakki (býli)

Ölfus

Bakki túnakort 1918.

“Jarðardýrleiki er óviss, því engin geldst hjer tíund af.” JÁM II, 424. 1382-91: Mádagi Hjallakirkju. DI IV: 97 1400: Mádagi Hjallakirkju. DI IV: 243-244. 1575: Máldagi Hjallakirkju. DI XV: 642-643.“Bakki er hluti af Hjallatorfu, með sameiginlegum landamerkjum út á við, og sameiginlegu beitilandi á miklu leyti. Landamerki Hjallatorfunnar eru: að austan, milli Bakka og Riftúns úr Sigmundarvaði á Þorleifslæk í Markastein, merktan X, ofan við alfaraveg. Þaðan í Torfu í Litlahvammi efst. Þaðan, milli Hjallatorfu og Þóroddsstaða, í vörðu hæst á Skálafelli beint í vörðu austan á Reykjafelli. Þaðan í Lambafell – móti Ölfus – afréttarlandi. Úr Lambafelli í vestasta hornið á Lönguhlíð og þaðan í Skógarhlíðargafl. Milli Hjallatorfu og Hrauns: Tíðagötu í Sólarstein. Milli Hjallatorfu og Grímslækja: Sólarsteinn í Klapparhól, merktan X, í Lækjarbotnalæk, í tjörn, í Grímslækjarós í Lambeyraós, segir landamerkjabréf.” Ö-Bakki.
1917: Tún 2.3 ha, 5/6 slétt (Austurbær) & 2.4 ha, 5/6 slétt (Vesturbær), alls 4.7 ha. Garðar 750 m2. (Austurbær) & 896 m2. (Vesturbær), alls 1646 m2.
Í örnefnaskrá Bakka segir: «Bakki stendur á lágu holti niðri við mýrina, engjarnar.» Bærinn er merktur inn á túnakort frá 1920 af austurbæ og vesturbæ Bakka og sést að hann hefur verið sambyggður. Á bæjarhólnum voru heygarður, heyhlaða og peningshús. Stafnar snéru til suður eða norðurs. Staðsetning Bakka er einnig merkt inn á örnefnuppdrátt Ingólfs Einarssonar frá 1968 sem er lauslega teiknaður upp eftir loftmynd. Ekki eru til neinar upplýsingar um gömlu bæjarhúsin en þau hafa líklega verið rifin áður en ný íbúðarhús voru byggð á svæðinu; árið 1931 á vesturbænum og árið 1947 á austurbænum. Nýju íbúðarhúsin voru ekki sambyggð líkt og hafði verið áður eins og sést á mynd í ritinu Sunnlenskar byggðir III. Bæjarhúsin á Bakka hafa nú verið rifin og engin íbúðarhús standa nú á bæjarhólnum. Nýleg útihús standa vestan við bæjarhólinn. Þó er enn búið á jörðinni á Bakka, á nýbýli sem kallast Bakkatjörn og er rúmum 520 m vestan við bæ. Þar er íbúðarhús og tvö nýleg útihús.Svæðið er grasi vaxið og mikil hvönn vex á svæðinu. Malarfl ákar sjást innan gróðurþekjunnar þar sem bæjarhúsin stóðu og lítil brekka er sunnan við bæjarstæðið sem liggur niður að myrinni. Tvö nýleg útihús eru í vesturjaðri hans. Vísir af bæjarhól sést á svæðinu og er hann 34×25 m að stærð og snýr VSV-ANA. Bæjarhólinn hefur að öllum líkindum verið ruddur niður og sléttaður enda sést lítil uppsöfnun mannvistarlaga. Hann er flatur að ofan og sést í möl þar annað hús Bakka hefur staðið.

Gapi (fjárskýli)

Ölfus

Gapi.

“Gapi heitir hellisskúti í snös fram úr hlíðinni skammt fyrir utan Riftúnsmörk. Þar sér fyrir gamalli hleðslu,” segir í örnefnalýsingu. Gapi er rúmum 1 km norðan við bæ. Hellirinn er efst í Bakkabrekku sem er til suðurs, niður Neðrafjall. Þegar skrásetjari var á ferðinni var snjór inni í hellinum en hluti af hleðslu sást engu að síður austast í hellinum. Sé tekið mið af staðsetningu er um fjárskýli að ræða. Bakkabrekka brött og klettabelti eru efst í henni. Víða eru grjótskriður og stök björg. Inn á milli eru gróin svæði. Hellirinn er efst í brekku, klettar eru til austurs og vesturs frá honum. Hellirinn er um 8×6 m að stærð og hvelfi ng hans bogadregin. Opið er um 6 m hátt og lítið skjól er inni í hellinum. Það mótar fyrir hleðslu austast í opinu en snjór var yfir stórum hluta hennar. Hleðslan er um 6 m löng, 2 m á breidd 0,2 m á hæð og óskýr. Það glitti í eitt umfar af grjóti þar sem snjór lá ekki yfir.

Hjalli (býli)

Ölfus

Hjalli.

“Jarðardýrleiki lx og so tíundast fjórum tíundum.” JÁM II, 425. 1000-1030: „[Þorgils Örrabeinsstjúpr, Þóroddr bóndi á Hjalla og Bjarni bóndi hinn spaki deyja] Váru þeir allir jarðaðir at þeiri kirkju, er Skapti lét gera fyrir utan lækinn, en síðan váru færð bein þeira í þann stað, er nú stendr kirkjan, því at kapti hét at gera kirkju, þá er Þóra [Steinsdóttir k.h.] braut fót sinn, þá er hon var at léreptum sínum.“ Flóamannasaga, ÍF XIII, 325-326. c.
1200: Kirknaskrá Páls. DI XII: 8.1382-91: „XCIII. Hialle. Kirkia hins heilaga Olafs kongs ad Hialla j Olvesi a landid a Backa. xij. kyr. iij. hundradz hross. vidreka j Kiefl avijk. biargfesti edur hvd. lykakrak. kaleik. alltaraklædi .ij. kantarakäpur .ij. dvkar med liereptt. merki .iiij. kluckur. ein messuklædi ad ollu. sacrarium mvvnlaug .ij. krossa. glerglugg. glodarkier. Graduale per Anni circulum. Mariuskriptt. Olafsskriptt. vattzkietill. paxspialld. fonts vmbuningur med skyrnarsä. Þar skal vera heimilis prestskylld. kross yfer alltari med vnderstodum. tialld vmm kor. dvk yfer Olafs lykneski. messuklædi. ny bryk yfer alltari. tuær kiertistikur med kopar.“
1397: „Hun a ad auk þess sem skrifad er j maldaga herra Michæls .ij. kyr. glodarkier. elldbera. messuklædi ad ollu. alltarisklædi .iij. med dvkum. lagdi þetta til Nichulas bondi allt saman .vjc. portio Ecclesiæ vmm næstu .x. är .xiijc. oc x. aurar.“ DI IV: 97.
1400: „Maldage Hialla kirkiu. Suo mikid gotz kirkiunnar ä Hialla og stadarens. Jn primis J fi rstu einn gradall vondur og annar alfær. ottusaunguabok. salltare. vondan kirial. einn kalekur. ij messuklæde. iij klukkur. iij tinfot. ein skaptpanna. einn pottur. xix kyr. xxx asaudar. Jtem a Hiallakirkia landed [ä] Backa frä Sandvade sionhendijng j klettinn fyrer austan backa j huerholmunum. Og þadan j þufuna fyrer austan hellrana og so j austanversann hest. Hier med a Hialle landed vestur j lækiarbotnalæk og j gard þann sem liggur firir utan borgarstigenn j goturnar under fi alled og fi alled alltt gagnvartt a motz vid skog hlijdarenda enn ytra. alla longuhlijd j sanddale. rædur þa merkium gata su er þar liggur. a þa Hialle enn nordara partt. reykiafell og laka med. Somuleides a Hialle hws og skipstodu frij j Thorlakshofn. enn þeir sem j Thorlakshofn bua eiga stodhrossa beit j Melsmyre. So og a Hialla kirkia reka og fiorufar a Keflavijk ä motz vid nes. datum m. cccc.“ DI IV: 243-244 [AM 66A 8vo, bl. 5a-b, skr. 1612].

Ölfus

Hjalli 1898.

1549: „Anno m vc xl. ix so miked afhendte Eyolfur Jonsson syne sijnum Pale Eyolfssyne med kirkiunne. vij kyr. ij asaudar kugillde. ij naut tuævetur. messuklæde. kalek. kluckur. ij. Máld DI XI 740 [AM 66A 8vo, bl. 5b, skr. 1612]1575: CLXXXVIII. Kirkian ä Hialla i Olvese. ä landid ad Backa. vidreka i Kiefl avijk. Biargfeste edur hud og fi orufar skipslaudu i Thorlakshofn. enn their sem i Thorlakshofn bua. eiga stödhrossabeit 82i Melsmelamijre. Jtem viij kijr og äsaudarkugillde. thar eru ij naut ij vetur. Jtem Jnnann kirkiu. ein messuklædi og laus haukull thar til. iij Skrædur vondar. Jtem kaleikur. ij kluckur vænar og ein körbialla. glödarkier vondtt. Jtem eirn Davijdz psalltare gamall.“ DI XV: 642-643.

Ölfus

Hjalli 1957.

“Bæirnir í Hjallahverfi standa í hvirfi ng undir hlíðinni og út frá henni, og er Hjalli í miðju hverfi nu… Hjallahverfi og Bakki kallast til samans Hjallatorfa…” Ö-Hjallahverfi, 1. Landamerki Hjallatorfunnar eru: að austan, milli Bakka og Riftúns úr Sigmundarvaði á Þorleifslæk í Markastein, merktan X, ofan við alfaraveg. Þaðan í Torfu í Litlahvammi efst. Þaðan, milli Hjallatorfu og Þóroddsstaða, í vörðu hæst á Skálafelli beint í vörðu austan á Reykjafelli. Þaðan í Lambafell – móti Ölfus – afréttarlandi. Úr Lambafelli í vestasta hornið á Lönguhlíð og þaðan í Skógarhlíðargafl . Milli Hjallatorfu og Hrauns: Tíðagötu í Sólarstein. Milli Hjallatorfu og Grímslækja: Sólarsteinn í Klapparhól, merktan X, í Lækjarbotnalæk, í tjörn, í Grímslækjarós í Lambeyraós, segjir landamerkjabréf.” Ö-Bakki, 11917: Tún 6.6 ha, 9/10 slétt. Garðar 3442 m2.

“Eins og venjulega stendur bærinn dálítið hærra en umhverfið, austan við bæ er kirkjan, en lítill lækur fyrir vestan.” «Hjalli stendur nokkuð frá fjallshlíðinni, á hæð nokkurri, örlítið hærra en hinir bæirnir,» segir í örnefnaskrá. Bærinn stendur nálægt núverandi akvegi, norðan og vestan meginn við kirkju og kirkjugarð. Árið 1928 var byggt hús á bæjarhólnum, en útihúsin eru yngri, sennilega frá 1940-1950 eða þar um bil. Gryfja er undir öllum útihúsum, bæjarhólnum var öllum rutt til og honum breytt. Hóllinn var jafnaður út, brattar brekkur lágu upp að þáverandi húsi sem einnig voru jafnaðar út. Þær sjást vel á ljósmynd sem varðveitt er í Sarpi og tekin er 1898. Þegar grafið var fyrir bílskúrnum á 9. áratug síðustu aldar fannst mikið af beinum, þá talið gamal mok úr kirkjugarðinum. Ekkert af því voru hauskúpur en timburkirkja var þarna áður en núvernaid kirkja var reist. Að sögn Finnboga Vikar, heimildamanns, var oft grafið í eldri grafnir en þegar núverandi kirkja var byggð var kirkjugarðurinn stækkaður. Þegar grafið var fyrir leiðslu á milli íbúðarhússins og og bílskúrs var komið niður á stóra steina og kvarnastein sem er í garðinum. Gamli bærinn snéri framhliðum til suðurs. Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á þessu svæði að þar verður tæplega neitt fundið af bæjarhólnum.

Hjallakirkja (kirkja)

Ölfus

Hjallakirkja 1927.

“Hjallakirkja stendur austan við bæinn. Kring um hana er kirkjugarður,” segir örnefnaskrá. Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Líklegt má teljast að elsti kirkjugarðurinn [í Ölfusi] sé Hjalli. Slíkur höfðingi sem Skafti Þóroddsson var hefur fljótt látið kirkju gera. Fyrsta skráða heimildin um Hjallakirkju er frá 1200 … Kirkjan á Hjalla var Ólafskirkja. Hún var bændakirkja allt til 1928. Þá var kirkjuhúsið byggt upp og söfnuðurinn tók við henni. Kirkjan var gerð úr steinsteypu, 300 m3 með gotneskum gluggum. Teikningu gerði Þorleifur Eyjólfsson frá Grímslæk. Yfirsmiður var Kristinn Vigfússon á Selfossi. Í kirkjunni er raflýsing og rafhitun. Grafreitur er við kirkjuna, girtum hlöðnum veggjum prýðilegum.”
1000-1030: „[Þorgils Örrabeinsstjúpr, Þóroddr bóndi á Hjalla og Bjarni bóndi hinn spaki deyja] Váru þeir allir jarðaðir at þeiri kirkju, er Skapti lét gera fyrir utan lækinn, en síðan váru færð bein þeira í þann stað, er nú stendr kirkjan, því at Skapti hét at gera kirkju, þá er Þóra [Steinsdóttir k.h.] braut fót sinn, þá er hon var at léreptum sínum.“ Flóamannasaga, ÍF XIII, 325-326. c. 1200: Kirknaskrá Páls. DI XII: 8.1382-91: „XCIII. Hialle. Kirkia hins heilaga Olafs kongs ad Hialla j Olvesi a landid a Backa. xij. kyr. iij. hundradz hross. vidreka j Kiefl avijk. biargfesti edur hvd. lykakrak. kaleik. alltaraklædi .ij. kantarakäpur .ij. dvkar med liereptt. merki .iiij. kluckur. ein messuklædi ad ollu. sacrarium mvvnlaug .ij. krossa. glerglugg. glodarkier. Graduale per Anni circulum. Mariuskriptt. Olafsskriptt. vattzkietill. 83paxspialld. fonts vmbuningur med skyrnarsä. Þar skal vera heimilis prestskylld. kross yfer alltari med vnderstodum. tialld vmm kor. dvk yfer Olafs lykneski. messuklædi. ny bryk yfer alltari. tuær kiertistikur med kopar.“

Ölfus

Hjallakirkja.

1397: „Hun a ad auk þess sem skrifad er j maldaga herra Michæls .ij. kyr. glodarkier. elldbera. messuklædi ad ollu. alltarisklædi .iij. med dvkum. lagdi þetta til Nichulas bondi allt saman .vjc. portio Ecclesiæ vmm næstu .x. är .xiijc. oc x. aurar.“ DI IV: 97.
1400: „Maldage Hialla kirkiu. Suo mikid gotz kirkiunnar ä Hialla og stadarens. Jn primis J fi rstu einn gradall vondur og annar alfær. ottusaunguabok. salltare. vondan kirial. einn kalekur. ij messuklæde. iij klukkur. iij tinfot. ein skaptpanna. einn pottur. xix kyr. xxx asaudar. Jtem a Hiallakirkia landed [ä] Backa frä Sandvade sionhendijng j klettinn fyrer austan backa j huerholmunum. Og þadan j þufuna fyrer austan hellrana og so j austanversann hest. Hier med a Hialle landed vestur j lækiarbotnalæk og j gard þann sem liggur fi rir utan borgarstigenn j goturnar under fi alled og fi alled alltt gagnvartt a motz vid skog hlijdarenda enn ytra. alla longuhlijd j sanddale. rædur þa merkium gata su er þar liggur. a þa Hialle enn nordara partt. reykiafell og laka med. Somuleides a Hialle hws og skipstodu frij j Thorlakshofn. enn þeir sem j Thorlakshofn bua eiga stodhrossa beit j Melsmyre. So og a Hialla kirkia reka og fi orufar a Keflavijk ä motz vid nes. datum m. cccc.“ DI IV: 243-244 [AM 66A 8vo, bl. 5a-b, skr. 1612].
1549: „Anno m vc xl. ix so miked afhendte Eyolfur Jonsson syne sijnum Pale Eyolfssyne med kirkiunne. vij kyr. ij asaudar kugillde. ij naut tuævetur. messuklæde. kalek. kluckur. ij. Máld DI XI 740 [AM 66A 8vo, bl. 5b, skr. 1612].
1575: CLXXXVIII. Kirkian ä Hialla i Olvese. ä landid ad Backa. vidreka i Kiefl avijk. Biargfeste edur hud og fi orufar skipslaudu i Thorlakshofn. enn their sem i Thorlakshofn bua. eiga stödhrossabeit i Melsmelamijre. Jtem viij kijr og äsaudarkugillde. thar eru ij naut ij vetur. Jtem Jnnann kirkiu. ein messuklædi og laus haukull thar til. iij Skrædur vondar. Jtem kaleikur. ij kluckur vænar og ein körbialla. glödarkier vondtt. Jtem eirn Davijdz psalltare gamall.“ DI XV: 642-643. Núverandi kirkja er reist um 1930, á undan henni var tiburkirkja á sama stað. Krikjugarðurinn var stækkaður við endubygginguna en ekki er vitað til hvaða átta. Kirkjugarðsveggurinn er hlaðinn að utan en að innan sést hann ekki.Þegar ekið er til norðurs að bæ, blasir kirkjan við á miðju bæjarhlaðinu. Kirkjan og kirkjugarðurinn sjást enn. Líklega er ekki ýkja langt síðan kirkjugarðsveggurinn var hlaðinn eða lagfræður. Fjölmörg leiði eru í kirkjugarðinum sem enn er í notkun.

Hjallarétt (rétt)

Ölfus

Hjallarétt.

“Vestan við Bakkarás, upp við hlíðina, er fjárrétt sem heitir Hjallarétt. Þar var réttað vor og haust,” segir í örnefnalýsingu. Um 1980 var heimildum um helstu menningarleifar hreppsins afnað saman að frumkvæði Ölfushrepps. Þar segir: „Hjallarétt er austan Hjalla og hefur verið aðal sundurdráttarrétt fyrir Hjallasókn.” Bakkarétt er rúmum 670 m norðaustan við bæ og um 470 m norðan við Móakot. Réttin er hlaðin upp við kletta og inn á milli stakstæða steina og er mikið skemmd. Bakkarás hefur brotið sér leið í gegnum réttina og skemmt eitt hólfið og almenninginn. Réttin er við landamerki Hjalla og Bakka.Réttin er hlaðin vestan Bakkarásar, stór björg hafa hrunið hér niður og notuð sem hluti af veggjum. Umhverfis réttina eru malarskriður en tún eru til suðurs. Réttin er 35×30 m að stærð, snýr norðaustur-suðvestur og skiptist í fimm hólf. Ekki er itað hversu margir dilkar voru í réttinni. Hún er mikið röskuð og af þeim sökum er lýsingin brotakennd. Ekki er vitað hversu margir bæir notuðu réttina en gera má ráð fyrir að flestar jarðirnar í Hjallahvefi hafi gert það samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum. Réttin er grjóthlaðin og stakstæð björg eru víða hluti af veggjum. Sum þeirra eru 2-3 m á hæð. Til austurs er hólf 1. Það er 11×8 m að innanmáli og snýr norður-suður. Það er opið til vesturs, inn í almenninginn (sjá hólf 5) og annað op er til austurs, út úr hólfi nu. Veggirnir eru 0,2-1,2 m á hæð og má greina 4-5 umför í veggjum. Stórt bjarg afmarkar norðurhlið hólfsins að mestu. Annar stein er í norðvesturhorni, uppi á honum er jafnframt hleðsla. Hólf 2 er NNV við hólf 1 og er mikið skemmt. Það er 6,5×4 m að innanmáli og snýr norður-suður. Gólfið er 1 m hærra en í hinum hólfunum. Bakkarás rennur í votviðrum í gegnum hólfið og raskar því mikið. Veggirnir eru 0,3-1,5 m á hæð og eru hlaðnir upp á steinum og inn á milli þeirra.

Bolasteinn (þjóðsaga/rétt)
Í örnefnaskrá Hjallahverfi ssegir: «Á grænni flöt vestan við [Bolasteins]rásina er stór steinn sem heitir Bolasteinn. Þar segir sagan að kona hafi bjargast upp undan mannýgum bola. Og þegar boli vildi ekki hafa sig burt, gat hún hellt úr nálhúsi sínu upp í hann. Þá fór hann að lina aðsóknina.» Bolasteinn er rúmum 2,6 km suðvestan við bæ og Tíðgata lá fast sunnan hans. Bolasteinn er á grónu svæði neðan (sunnan) við Neðrafjall, á milli brekkna og sumarhúsa sem þar eru. Bolasteinn sést enn og grjóthlaðin fjárrétt er sambyggð honum til austurs.Fyrir sunnan steininn eru a.m.k. fjórar sumarhúsalóðir og mikil trjárækt á þeim fl estum. Gróið svæði er við steininn og innan í réttinni.Bolasteinn sést vel. Hann er um 4×3,5 m að stærð, snýr norðvestur-suðaustur og hliðar hans um 4 m á hæð. Þær eru brattar og erfitt að komast upp á steininn. Fyrir austan steininn er grjóthlaðin rétt. Hún er um 9×5 m að stærð og er einföld. Veggirnir eru grjóthlaðnir, 0,2-0,4 m á hæð og það má greina 13 umför af grjóthleðslu í þeim. Í norðvesturhorni er jarðfastur steinn hluti af veggjum, hann er mun minni en Bolasteinn. Austurhluti réttarinnar er einna best varðveittur. Réttin er opin til suðurs, við Bolastein.

Selbrekkur (sel)

Ölfus

Hjallasel.

Í örnefnaskrá Hjallahverfis segir: «Í brúninni vestur af Bröttubrekku, og nokkru lægri, eru Selbrekkur, algrónar.» Selið er tæpa 2,5 km norðvestan við bæ og tæpa 1,3 km norðan við beitarhús. Það er uppi á svokölluðu Efrafjalli. Selið er í gróinni kvos, sunnan undir lágri brekku. Ekkert vatn eða hellir er hér nærri og ljóst að vatnsskortur hlýtur af hafa haft áhrif á starfsemi á staðnum. Svæðið næst minjunum er gróið grasi og mosa. Víða eru klapparhólar og rof, utan við gróna svæðið. Selið sést ekki fyrr en komið er í kvosina. Svæðið er 30×20 m að stærð og snýr austur-vestur. Þrjár tóftir og eitt garðlag eru þar og fá þau bókstaf til aðgreiningar í lýsingu þessari.

Lækjarborg (sel/stekkur)

Ölfus

Lækjarborg.

Í örnefnaskrá Hjallahverfis segir: « Vestan við Selbrekkur verður rani eða múli sem heitir Rjúpnamúli. Niður frá honum heita Lækjarmóar. Þar eru rústir sels eða stekks, og heitir Lækjarborg.» Lækjarborg er uppi á Hjallafjalli, 1,7 km vestan við bæ og 740 m norðan við Sólstígsvörðu. Tóftin er á lágum grónum hól með útsýni til allra átta, innan skógræktarsvæðis á Hjallafjalli. Engum trjám hefur verið plantað í 10-15 m fjarlægð frá tóftinni. Hóllinn er að mestu gróinn en umhverfis hann er melur og rof í gróðurþekjunni. Þar vex að mestu mosi, lyng og gras.Hóllinn er grasi gróinn og ólíkur öðrum hólum í kring. Hann er 24×24 m að stærð. Líkast til hefur þetta verið stekkur en vera kann að eldri minjar sels leynist undir sverði á svæðinu líkt og heimildir bera vitni um. Hóllinn er ólíkur öðrum hólum í kring vegna mikillar grænku.

Fjallsendaborg (fjárskýli)

Ölfus

Fjallsendaborg.

Í örnefnaskrá Hjallahverfis segir: «Aðeins vestan við hann [Skjólgarð] er Fjallsendaborg, gömul fjárborg.» Tóft er við vesturenda á Hjallafjalls, tæpum 3 km vestan við bæ og tæpum 760 m norðvestan við Steinkustíg.Tóftin er byggð upp við klettahól að sunnan. Trjám hefur verið plantað um 5 m vestan og sunnan við tóftina. Tóftin er 15×13 m að stærð og snýr norður-suður. Hún er nánast hringlaga og byggð upp við klett að sunnan. Hún er mjög gróin og ekki sést í neitt grjót þó ætla megi að hún sé grjóthlaðin. Veggir eru 0,8-1,2 m að hæð, afl íðandi og mjög breiðir, allt að 4 m. Innanmál tóftarinnar er 5.5 x 5.5 m. Líklega var op á suðvesturhlið en þar er veggurinn mun lægri. Veggir eru hæstir til suðurs, upp við klettahólinn.

Lækur (býli)

Ölfus

Lækur í dag.

“Lækur, fimta hjáleiga, bygð fyrir manna minni.” JÁM II, 427. “Bæirnir í Hjallahverfi standa í hvirfing undir hlíðinni og út frá henni, og er Hjalli í miðjuhverfi nu… Hjallahverfi og Bakki kallast til samans Hjallatorfa…” Ö-Hjallahverfi , 1. Landamerki Hjallatorfunnar eru: að austan, milli Bakka og Riftúns úr Sigmundarvaði á Þorleifslæk í Markastein, merktan X, ofan við alfaraveg. Þaðan í Torfu í Litlahvammi efst. Þaðan, milli Hjallatorfu og Þóroddsstaða, í vörðu hæst á Skálafelli beint í vörðu austan á Reykjafelli. Þaðan í Lambafell – móti Ölfus – afréttarlandi. Úr Lambafelli í vestasta hornið á Lönguhlíð og þaðan í Skógarhlíðargafl. Milli Hjallatorfu og Hrauns: Tíðagötu í Sólarstein. Milli Hjallatorfu og Grímslækja: Sólarsteinn í Klapparhól, merktan X, í Lækjarbotnalæk, í tjörn, í Grímslækjarós í Lambeyraós, segjir landamerkjabréf.” Ö-Bakki, 1.
1917: Tún 2.6 ha, 5/6 slétt. Garðar 752 m2.

Í örnefnaskrá Hjallahverfis segir: «Lækur er vestan Bæjarlækjar, vestur frá Hjalla. Gamla gatan lá úr Hjallavaðli suðurfyrir Lækjartún, en þar skiptist í Norðurtún norðan bæjar og Framtún sunnan bæjar. Nú liggur vegurinn yfir Framtúnið.» Í Jaðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segir: «Lækur, fimta hjáleiga, bygð fyrir manna minni.» Bærinn er merktur inn á túnakort frá 1920, við austurjaðar heimatúnsins. Heygarður er merktur norðan við bæ, á bæjarhólnum.

Ölfus

Lækur um 1900.

Samkvæmt Hirti Jónssyni og móður hans Sigurhönnu Gunnarsdóttur, stóð gamli burstabærinn nokkru norðan við núverandi íbúðarhús. Þar er malarhlað, austan við gömul hesthús sem enn standa, norðan við núverandi íbúðarhús. Sögusagnir frá svæðinu herma að Hjalli og kirkjan þar hafi eitt sinn staðið vestan við lækinn sem rennur á milli bæjanna (Læks og Hjalla) en hafi snemma á öldum verið fært austur yfir bæjarlæk, þar sem hún stendur nú. Sigurhanna og Hjörtur eru þess fullviss að þetta elsta bæjarstæði Hjalla og gamla bæjarstæði Lækjar hafi verið á sama stað enda sé bæjarstæðið krökkt af minjum og hvergi sé hægt að grafa án þess að rekast á minjar. Hjörtur og Sigurhanna hafa í fórum sér ljósmynd þar sem bæjarhúsin, kálgarður og brunnur sjást vel. Ljósmyndin var tekin af bæjarhúsunum og íbúum þeirra um aldamótin 1900. Malarplan er norðan við íbúðarhúsið og einnig nokkuð nýleg útihús. Bæði Hjörtur og Sigurhanna muna vel eftir burstabænum. Fjórar burstir voru á bænum, í röð á bæjarhólum frá vestri – austurs, og snéru til suðurs. Vestast var hlaða, í miðjunni var baðstofan, svo betri stofan og austast var fjósið. Vestustu burstirnar þrjár voru rifnar árin 1965-70 en fjósið fékk hinsvegar að standa lengi og var rifið í kringum árið 2008. Torf- og grjóthleðslur voru á milli burstanna og voru tröppur upp hleðslurnar á milli hlöðunnar og baðstofunnar svo hægt var að ganga þar yfir. Stór bæjarhóll sást lengi aftan við bæjarhúsin en hann var einnig sléttaður út á árunum 1965-70. Hjörtur var ekki á staðnum þegar húsin voru rifi n og man því ekki eftir hvort einhverjar byggingaleifar hafi komið upp við það. Í dag sjást lítil sem engin ummerki um bæjarhólinn en má ætla að mikið sé um minjar undir malarplaninu þar sem bærinn stóð, þó svo að yngstu minjunum hafi líklega verið raskað mikið þegar hóllinn var sléttaður út. Samkvæmt túnakortinu frá 1920 hefur
bæjarhóllinn verið 50×45 m og snúið norður-suður.

Bjarnastaðir (býli)

Ölfus

Bjarnastaðir.

“Bjarnastaðir, sjötta hjáleiga, bygð fyrir manna minni.” JÁM, 428. “Bæirnir í Hjallahverfi standa í hvirfing undir hlíðinni og út frá henni, og er jalli í miðju hverfi nu… Hjallahverfi og Bakki kallast til samans Hjallatorfa…” Ö-Hjallahverfi , 1.
1917: Tún 3.8 ha, allt slétt. Garðar 1191 m2. “Bjarnastaðatún er kring um bæinn, austur að Þorgrímsstaðatúni, vestur að Svartamóa, ofan lækjartúns.” Ö-Hjallastaðahverfi.
Í örnefnaskrá Hjallahverfis segir: «Bjarnastaðir eru uppi við Hjallafjall þar sem það er hæst, norður frá læk.» Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1920, fyrir miðju heimatúninu. Stafnar bæjarins snéru til suðurs. Núverandi íbúðarhús er skammt suðvestan við bæjarhólinn en núverandi útihús eru á miðjum bæjarhólnum og ná yfir hann allan. Lítið sem ekkert sést af honum á yfirborði. Gróin tún, nýtt til beitar eru allt umhverfis bæjarhólinn. Á honum sjálfum eru útihús og malarplan. Bæjarhóllinn sést ekki á yfirborði, núverandi íbúðarhús er í suðausturhorni hólsins en yfir norðurhlutanum eru útihús og malarplan til vesturs. Hvegi sést upphækkun á yfirborði. Bæjarhúsin á túnakorti eru um 35 m að lengd og 10 m á breidd sem gæti gefið hugmyndir um stærð bæjarhólsins við upphaf 20. aldar.

Þorgrímsstaðir (býli)

Ölfus

Þorgrímsstaðir.

“Þorgrímsstader, hjáleiga af heimajörðinni, bygð fyrir manna minni. Jarðdýrleiki kallaður x…“ JÁM, 426. “Bæirnir í Hjallahverfi standa í hvirfing undir hlíðinni og út frá henni, og er Hjalli í miðju hverfi nu… Hjallahverfi og Bakki kallast til samans Hjallatorfa…” Ö-Hjallahverfi , 1.
1917: Tún 2.2 ha, 5/6 slétt. Garðar 876 m2. “Túnið var allt í kring um bæinn og skiptist í Heimatún, kring um bæinn, austur að Þorgrímsstaðagili… Túnið austan gilsins nær austur að Króksrás og heitir Kinn.” Ö-Hjallahverfi.
Í örnefnaskrá Hjallahverfis segir: «Þorgrímsstaðir stóðu austur frá Bjarnastöðum, fyrir botni Bæjarlækjar. […] Nú eru allar byggingar afmáðar á Þorgrímsstöðum». Þorgrímsstaðir eru nefndir í Jarðabók Árna og Páls frá 1708 og þar er bærinn sagður hjáleiga frá Hjalla sem byggð var fyrir manna minni. Þorgrímsstaðir eru staðsettir rúmum 220 m norðaustan við Bjarnastaði og tæpum 180 m vestan við Krók. Þar er aflangur bæjarhóll í túninu þar sem Þorgrímsstaðir stóðu. Svæðið hefur að mestu verið sléttað í tún. Norðaustan við bæinn er grýtt lækjargil, um 4-5 m djúpt. Allar minjar á bæjarhólnum hafa verið rifnar niður og hann sléttaður og má ætla að yngstu minjarnar séu að mestu leiti horfnar. Hóllinn sem sést í túninu er 34×28 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Hóllinn er mun greinilegri neðar í túninu en fjarar út ofar. Hann er ekki mjög hár, aðeins um 0,5 m á hæð. Miðað við að búið var á bænum að minnsta kosti í 3. aldir, líklega lengur, má ætla að enn leynist óraskaðar minjar í túninu. Stafnar bæjarhúsanna hafa líklega snúið til suðausturs.

Biskupaleiði (örnefni)

Ölfus

Biskupaleiði.

Í örnefnaskrá Hjallahverfis segir: «Þar í brekkurótunum, austan og ofan bæjarins er húslaga steinn sem heitir Álfakirkja. Neðan við hana eru þrjár þúfur sem heita Biskupaleiði. Þar hvíla huldufólksbiskupar. Aldrei má slá Biskupaleiðin né slétta þau út.» Biskupaleiði eru 4 m sunnan við Álfakirkju og rúmum 45 m norðaustan við bæ. Þýfð og grasi vaxin brekka í rótum fjallsins. Svæðið er allt fremur þýft en þó sjást enn þrjár stærri þúfur en aðrar, beint sunnan við Álfakirkju. Þúfurnar eru á svæði sem er 2×2 m að stærð. Þær liggja í röð frá austri til vesturs, þúfan í miðjunni er stærst þeirra. Þúfurnar eru um 0,6-1 m í þvermál og um 0,5 m á hæð.

Krókur (býli)

Krókur

Krókur.

“Krókur, önnur hjáleiga, nú í eyði síðan í næstliðnum fardögum, bygð fyrir manna minni.” JÁM, 427. “Bæirnir í Hjallahverfi standa í hvirfing undir hlíðinni og út frá henni, og er Hjalli í miðju hverfinu… Hjallahverfi og Bakki kallast til samans Hjallatorfa…» Ö-Hjallahverfi , 1.
Í örnefnaskrá Hjallahverfis segir: «Krókur, líka nefndur Hjalla-Krókur er norðaustur frá Hjalla og nær hlíðinni.» Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segir um Krók: «Krókur, önnur hjáleiga, nú í eyði síðan í næstliðum fardögum, bygð fyrir manna minni.» Í Sunnlenskum Byggðum III segir: « Ein af Hjallajörðunum, 5 hundruð að fornu mati og því um tólfti hluti Hjallatorfunnar. Bærinn stendur undir brekkunni, austan lækjarins. Jörðin notar norðurhluta landsins.» Samkvæmt túnakorti Króks frá 1920, var gamli bærinn staðsettur við miðjan vesturjaðar gamla heimatúnsins. Jón Ögmundsson, bóndi á Hjallakrók, man eftir húsum frá gamla bænum sem hafði þá verið í eyði í einhvern tíma, líklega frá því að nýtt íbúðarhús var byggt 100 m norðaustar á bæjarstæðinu, árið 1946. Jón sagði húsin hafa verið hrörleg þegar hann keypti landið og að þau hafi öll staðið á ama blettinum, bæjar- og útihús. Ábúð á Króki var stopul á seinni árum en samkvæmt jarðarbókinni var bærinn í eyði árið 1708. Ekki er vitað hvenær jörðin byggist aftur upp. Ábúð hefur þó haldist frá 1892-1975. Á og við bæjarhólinn eru nú gróðurhús og gámar, vestan við heimreiðina þar sem hún beygir til norðurs í átt að núverandi íbúðarhúsi. Ræktuð tún í kring en smávegis trjáreitur norðan við. Lítil hólmyndun sést á svæðinu, aðallega til suðausturs. Bærinn stóð norðan við gróðurhús þar sem nú eru geymd ýmis tæki og plöntur. Skjólgarður úr trjám hefur verið plantað í kringum svæðið. Hóllinn hefur líklega verið sléttaður út á einhverjum tímapunkti eftir að hætt var að búa á svæðinu en þó má ætla að einhverjar leifar leynist undir sverði. Stafnar bæjarhúsanna hafa líklega snúið til suðurs.

Gerðakot (býli)

Gerðakot

Gerðakot?

“Gerðakot, fjórða hjáleiga, bygð fyrir manna minni.” JÁM, 427. “Bæirnir í Hjallahverfi standa í hvirfing undir hlíðinni og út frá henni, og er Hjalli í miðju hverfinu… Hjallahverfi og Bakki kallast til samans Hjallatorfa…” Ö-Hjallahverfi, 1.
Í örnefnaskrá Hjallahverfis segir: «Gerðakot er sunnan þjóðvegarins og austan lækjarins. Gerðakotstún er allt í kring um bæinn.» Í Jarðabók Árna Magússonar og Páls Vídalíns segir: «Gerðakot, fjórða hjáleigan, bygð fyrir manna minni.» Samkvæmt túnakorti frá 1920 stóð bærinn nánast í miðju heimatúninu. Bærinn hefur staðið þar sem íbúðarhús stendur ennþá í dag. Á bæjarstæðinu standa fjögur steypt hús og er malarheimreið nánast í kringum þau. Ekki sjást nein ummerki um bæjarhól á svæðinu en þó mun hafa verið búið þar stöðugt um aldir. Líklega hefur gamli bæjarhóllinn verið sléttaður út þegar íbúðarhúsið var byggt á árunum 1925-1958. Ætla má að einhverjar mannvistarleifar liggi enn óraskaðar undir sverði, þó svo að stór hluti yngri minja sé horfinn. Stafnar bæjarhúsanna hafa líklega snúið til suðausturs.

Vegur (leið)

Sýsluvegurinn

Vegurinn ofan Þurár.

Gamla þjóðleiðin/Sýsluvegurinn er sýnd á herforingjaráðskorti nr. 37 frá 1908. Hún lá til suðvesturs, sveigði til vesturs við heimatún Vorsabæjar og lá áfram að myllu í landi Núpa. Leiðin lá áfram til vesturs, meðfram Núpafjalli, sunnan og norðan við Þverárbæina. Þaðan lá leiðin sunnan við heimatún Þóroddsstaða og Riftúns og lá að Hjalla og áfram að. Leiðarinnar er getið í örnefnalýsingum nokkurra jarða. „Mói, nú ræktaður, norður frá Vatnatúni. Þar mættust heimagötur og gamla þjóðleiðin,“ segir í örnefnaskrá Kröggólfsstaða. Í örnefnaskrá Hjallahverfis segir: “Gamla gatan lá meðfram Móakotstúni frá Krókströðum vestur að Hjallatúni […] Gamla gatan lá úr Hjallavaðli suður fyrir Lækjartún …”. Seinna segir í sömu örnefnaskrá: „Með Bakka eru talin nöfn í Bakkabrekkum, út að Hjallarás, nema gatan út með fjallinu, en af efri bæjum sóknarinnar var hún nefnd Hjallagötur.” “Krossgötur: Mói, nú ræktaður, norður frá Vatnatúni. Þar mættust heimagötur og gamla þjóðleiðin,” segir í örnefnalýsingu Kröggólfsstaða.

Sýsluvegur

Sýsluvegurinn.

Í bréfi Björns Pálssonar og birt er í viðauka 5 við skýrslu FS187-001172 segir: “Sýsluvegurinn gamli: hann er vel sýnilegur af Stekkjartúninu sunnan fjárhúsanna þar og norður undir Öxnalækjarveg. Þá er bútur hans enn til milli rafl ínunnar og Þjóðvegar 1 um 50 m vestan við veginn sem gerður var niður í Ölfus upp úr 1930. […] Sýsluvegurinn gamli: kom neðan úr Ölfusi, um Gránulág (ekki Grænulág sem er ritvilla í tilvitnuðum fornleifaskrám) og upp á Kirkjubrún vestanverða. Hann er ekki nefndur í fornleifaskráningunum né örnefnaskrám en er að stofni forn þjóðleið og var síðan ruddur vagn- og bílfær og notaður fram yfir 1930.” Vegurinn sést m.a. vel í landi Öxnalækjar, Kröggólfsstaða, Vatna og Þúfu.Leiðin var skoðuð og rakin á nokkurum stöðum. Leiðin er horfi n í landi Hjalla og Bakka. Í landi Núpa og Þurár sést leiðin vel. Þar er hún rudd vagnleið, 3 m breið, slétt í botninn og er um 0,2 m djúp. Í landi Núpa eru upphlaðnir kaflar, yfir gil og hlaðnar brýr eru yfir mýrar í landi Þverár. Í landi Kröggólfsstaða, Vatna og Þúfu er hægt að rekja veginn á rúmlega 720 m löngum kafl a. Hann er ruddur, vagnfær, 3 m á breidd og 0,2 m djúpur. Vegurinn er sléttur í botninn og lítið gróinn. Vegurinn sést einnig vel í landi Öxnalækjar, rúmum 90 m austan við Þorlákshafnarveg. Þar liggur vegurinn þvert í gegnum fyrirhugað áhrifasvæði vegna tilfærslu á Suðurlandsvegi, hann er nánast í miðju þess svæðis. Vegurinn er upphlaðinn, yfir gróna lág og sést vel. Hann er tæplega 80 m að lengd, 3 m á breidd og 0,3m á hæð. Norðurhluti vegarins, skammt sunnan við Öxnalækjarveg, er lítið annað lág í grónum mel og sést illa.

Heimild:
-Aðalskráning fornleifa í Ölfusi: Áfangaskýrsla III, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2017.

Ölfus

Hjalli – örnefnakort.